FORSETAMERKIÐ, sem er æðsta prófmerki skáta á Íslandi, var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sl. laugardag. Að þessu sinni afhenti forseti Íslands 26 skátum Forsetamerkið, þar af sjö frá Ísafirði.
Meira
SÍÐDEGIS í gær stöðvaði lögreglan í Reykjavík 31 ökumann á Langholtsvegi, sunnan við Skeiðarvog. Var þetta liður í stefnu lögreglunnar að sporna við hraðakstri í íbúðahverfum þar sem ekki má aka hraðar en á 30 km hraða.
Meira
Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is ÁSTÆÐA er til að óttast að veiðimenn virði ekki nýlega lagabreytingu sem leggur bann við veiðum á blesgæsum.
Meira
ALDURSFORSETAR hreindýraveiðimanna í haust eru að öllum líkindum félagarnir Kristfinnur I. Jónsson bifreiðasmiður, 82 ára, og Axel Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, 77 ára. Axel felldi hreintarf og Kristfinnur hreinkú í Klausturselsheiðinni.
Meira
HOLLVINASAMTÖK Ríkisútvarpsins fagna því að ákveðið hafi verið að auka innlenda dagskrárgerð í Ríkissjónvarpinu enda hafa Hollvinasamtökin ávallt haft það á sinni stefnuskrá að berjast fyrir aukinni innlendri dagskrárgerð.
Meira
FÉLAG fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra, sem greint var frá í síðustu viku, um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki.
Meira
"AF HVERJU ekki?" svaraði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga-fjárfestingarbanka, þegar hann var spurður á blaðamannafundi í fyrradag hvers vegna höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu á Akureyri.
Meira
Skagafjörður | Talið er að hátt í sex hundruð hross hafi verið í Laufskálaréttum í Hjaltadal í ár. Og að venju var miklu fleira fólk en hross í þessum mestu stóðréttum landsins, ef til vill fimmfaldur fjöldi.
Meira
FREYJA Haraldsdóttir mun á næstunni heimsækja framhaldsskóla og fræða nemendur og starfsfólk um málefni fatlaðra. Freyja nefnir fyrirlestrana Það eru forréttindi að lifa með fötlun.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is BRÝNASTA verkefnið nú um stundir er að ná verðbólgunni niður, sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. á Alþingi í gær, er fram fór fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs.
Meira
MINNINGARSJÓÐUR kvenfélagsins Hlífar afhenti í vikunni barna- og unglingageðdeild Fjórðungssjúkrahússins að gjöf tréleikföng gerð af Georg Hollander.
Meira
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Magnúsi Ólafssyni, forstjóra Osta- og smjörsölunnar sf., og Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, vegna viðtals við Ólaf Magnússon, framkvæmdastjóra Mjólku ehf.
Meira
Á FYRSTA fundi nýrrar stjórnar Heimdallar var rætt um starfið framundan og stjórnarmenn sammála um að leggja mikla áherslu á að hafa félagið opið öllum félagsmönnum og tryggja að ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík gangi sameinaðir til baráttunnar fyrir...
Meira
STJÓRN Heimdallar hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst.
Meira
Í SUMAR fór fram Pepsi-leikur í Nóatúni og Krónunni. Þeir viðskiptavinir sem keyptu kippu af Pepsi eða Pepsi Max áttu möguleika á að vinna ferð til Madridar að hitta fótboltastjörnuna David Beckham.
Meira
FÉLAGAR í Karlakórnum Fóstbræðrum voru taktfastir þegar þeir frumfluttu nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Alþingisrapp, við setningu Norrænna músíkdaga í gærkvöldi.
Meira
EFTIRFARANDI þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa verið kjörnir formenn og varaformenn fastanefnda Alþingis. Allsherjarnefnd: Bjarni Benediktsson formaður og Guðjón Ólafur Jónsson varaformaður. Efnahags- og viðskiptanefnd: Pétur H.
Meira
ALCOA Fjarðaál efnir nk. sunnudag til sérstaks kvennadags fyrir konur á Austurlandi og er ætlunin með því að kynna álverið á Reyðarfirði sem vænlegan vinnustað fyrir konur.
Meira
Hrunamannahreppur | Hin góða tíð sem verið hefur í haust hefur verið kúabændum góð búbót. Er það mikil breyting frá því sem var í fyrrahaust þegar framleiðslan var lítil.
Meira
"ÞETTA er sambærilegt við niðurstöðu forsendunefndar kjarasamninga sem setti upp ákveðin viðmið um að enginn skyldi fá minni hækkun en 5,5%, það er eðlilegt að það gangi til þessa fólks einnig," sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri...
Meira
Rangt föðurnafn Í grein um Flugþing 2006 í Morgunblaðinu í gær var Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, rangfeðraður. Beðist er velvirðingar á...
Meira
STOFNLEIÐ fimm (S5), sem tengir Árbæjar- og Seláshverfi við miðborgina, hóf akstur á ný í morgun samkvæmt ákvörðun stjórnar Strætós bs. Vagnarnir munu aka sömu leið og ekin var áður en leið S5 var aflögð á liðnu sumri.
Meira
Stefnt er að því að staðfesta nýtt skipurit lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins innan nokkurra vikna og er blásið til sóknar í þágu öryggis borgara
Meira
Hlynur Smári Þórðarson er jafngamall Melaskólanum og bjó fyrstu 22 árin í skólanum. "Það var frábært að búa í Melaskólanum og þetta stóra hús var algjör ævintýraheimur fyrir litla krakka," segir hann.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reykjavík. | Sérstök hátíðardagskrá var í Melaskólanum í gær í tilefni þess að 60 ár voru síðan kennsla hófst í skólanum. Það er athyglisvert að aðeins þrír skólastjórar hafa stjórnað skólanum.
Meira
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REKSTRARTEKJUR borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum undanfarin fjögur ár eða frá árinu 2002.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NATO tók í gær við yfirstjórn erlendra hersveita í austurhluta Afganistans en þar með lúta allar erlendar hersveitir í landinu yfirstjórn hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að í tíð þessarar ríkisstjórnar hefði staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra vísaði þeim málflutningi á bug.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SIÐANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hóf í gær rannsókn á hneykslinu í kringum vafasama tölvupósta fyrrverandi þingmannsins Marks Foleys til 16 ára vikapilts á þinginu.
Meira
Landsvirkjun hefur verið sökuð um að vanmeta áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar og rannsaka ekki nægilega áður en lagt var upp í framkvæmdir. Brjánn Jónasson tók tali forstjóra Landsvirkjunar auk þriggja sérfræðinga um málefni Kárahnjúkavirkjunar.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MÖRÐUR Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í fyrradag að það væri óþolandi að menntamálaráðherra, Þorgerður K.
Meira
FJÓRAR af fimm stúlkum, sem myrtar voru í barnaskóla Amish-fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á mánudag, voru bornar til grafar í gær. Lögregluþjónar og fjölmiðlamenn fylgjast hér með Amish-fólki í hestakerru á leið í jarðarförina.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Meira
SIGRÍÐUR Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis.
Meira
JÓNÍNA Bjartmarz, umhverfisráðherra, hyggst beita sér fyrir því að friðlýsing Skerjafjarðar verði að veruleika, en það er eitt af fjórtán svæðum sem eru á náttúruverndaráætlun sem Alþingi samþykkti síðla árs 2003.
Meira
Neskaupstaður | Þeim er ekkert óviðkomandi, hundunum á Sléttu í Reyðarfirði, sem hafa fylgst á einn eða annan hátt með þeim miklu umsvifum og framkvæmdum sem nú eru á Reyðarfirði.
Meira
Tókýó. AP. | Margur stærðfræðisnillingurinn hefur brotið heilann um eðli tölunnar pí, sem stendur fyrir hlutfallið á milli ummáls og þvermáls hrings.
Meira
BIRGITTA Jónsdóttir Klasen hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Suðurkjördæmi 11. nóv. nk. Hún óskar eftir stuðningi í 5. til 6. sætið.
Meira
"ÞAÐ er ljóst - og bókaútgefendur hafa fyrir því sannanir - að stórir og litlir hlutar úr bókum eru nú aðgengilegir nemendum og starfsmönnum í stafrænni mynd hjá menntastofnunum á Íslandi án þess að fyrir því hafi verið aflað tilskilinna leyfa.
Meira
ÞEGAR dæmt er í þjóðlendumálum eru allar heimildir um hugsanlegan eignarrétt lagðar fram. Í dómi Hæstaréttar í máli Prestsetrasjóðs gegn íslenska ríkinu var m.a.
Meira
NOTENDUR mbl.is geta nú með auðveldum hætti skoðað innlend og erlend fréttamyndskeið á vefvarpi mbl.is. Á forsíðu mbl.is er gluggi hægra megin þar sem hægt er að velja á milli myndskeiðanna. Erlend fréttamyndskeið berast mbl.
Meira
STEINN Kárason umhverfishagfræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar.
Meira
SONJA B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hinn 4. nóvember nk. Hún sækist eftir 4.-5.
Meira
SIGURRÓS Þorgrímsdóttir alþingismaður og bæjarfulltrúi hefur gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún hefur unnið trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í mörg ár, 1.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SÍÐUSTU tvær helgar hafa verið tekin um 50 tonn af hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri, en hún verður notuð til viðgerða á klæðningu Þjóðleikhússins. Efnið er tekið innan friðlandsins að Fjallabaki sem friðlýst var 1979.
Meira
MAÐUR sem tilheyrir Amish-samfélaginu dregur son sinn í vagni á leið til jarðarfarar einnar stúlkunnar sem var myrt í barnaskóla í Pennsylvaníu á mánudag.
Meira
Rekstrartekjur hafa ekki staðið undir rekstrargjöldum borgarinnar undanfarin ár samkvæmt skýrslu KPMG og segir borgarstjóri skýrsluna áfellisdóm yfir síðasta meirihluta
Meira
Faðir lesblinds drengs, Sigurður Sigurðsson, er ráðþrota vegna þeirra svara sem hann fær frá Námsmatsstofnun um að drengnum verði ekki veitt aðstoð sem Sigurður telur nauðsynlega í samræmdu prófi í íslensku í 7. bekk þann 19. október nk.
Meira
UM 70 útlendingar koma gagngert til landsins nú í haust til þess að vinna við slátrun sauðfjár hjá Norðlenska, að sögn Reynis B. Eiríkssonar, framleiðslustjóra.
Meira
Á MORGUN, laugardag, mun Ungmennafélag Íslands opna skrifstofu sína á Ísafirði. Verður opið hús af því tilefni í Gamla apótekinu við Hafnarstræti 18 á Ísafirði kl. 12-14.
Meira
UMRÆÐAN um virkjanir og stóriðju minnir um margt á einelti, að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Í grein á vef samtakanna (www.sa.
Meira
UNGIR jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fordæma aðgerðaleysi og seinagang alþjóðasamfélagins í málefnum Darfurhéraðs í Súdan þar sem þjóðarmorð eru framin aðrar glæpir gegn mannkyni, segir í fréttatilkynningu.
Meira
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands kynnti starfsemi sína og geitungarannsóknir á Íslandi á Vísindavöku RANNÍS sem haldin var föstudaginn 22. september 2006 í Listasafni Reykjavíkur.
Meira
MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Skagafjarðar samþykkti í gær að í aðalskipulagi sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna, þ.e. við Skatastaði og Villinganes. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Meira
Í MATI á umhverfisáhrifum vegna Reykjanesvirkjunar, sem framkvæmt var áður en ráðist var í virkjunina, er gerð grein fyrir því að vinnsla í virkjuninni geti valdið því að yfirborðsvirkni jarðhita breytist og aukist jafnvel, segir Albert Albertsson,...
Meira
Stokkhólmi. AFP. | Hægrimaðurinn Fredrik Reinfeldt var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar á þingi landsins í gær, þremur vikum eftir að bandalag fjögurra hægri- og miðflokka sigraði vinstriflokkana í þingkosningum.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði við opnun Rannsóknarþings norðursins, sem hófst í Oulu í Finnlandi í gær, að með breyttri heimsmynd á síðari árum hefði gildi norðursins aukist enn frekar.
Meira
Þrískipting valdsins er ein af grundvallarforsendum lýðræðisins. Til þess að lýðræðið dafni þurfa valdstoðirnar allar að hafa styrk og sjálfstæði.
Meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í fyrrakvöld, að hann mundi bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu þingkosningum. Þar með hefur Jón tekið af skarið.
Meira
Geisladiskur Breiðbandsins, sem ber heitið Léttir á sér. 31 lög, heildartími 77.36 mínútur. Breiðbandið eru Magnús Sigurðsson: banjó, söngur og gamanmál, Ómar Ólafsson: gítar, söngur og gamanmál og Rúnar Ingi Hannah: bassi, söngur og gamanmál.
Meira
Bergþór Smári, eða Beggi í Mood verður með tvenna tónleika á Café Rosenberg um helgina, í kvöld og annað kvöld, og hefjast þeir kl. 23 bæði kvöldin.
Meira
ÞAÐ þekkja margir franska dúóið Daft Punk, en færri vita að dúóið hefur tekið upp á því að gera sínar eigin kvikmyndir. Fyrsta mynd þeirra, Electroma er sýnd á Kvikmyndahátíð þessa dagana, og eftir sýningu í Háskólabíói kl.
Meira
Gamall vinur og starfsbróðir Einar Þorláksson hvarf til feðra sinna eftir stutta legu fimmtudaginn 28. september. Kaflaskipt sjúkdómssaga hans var þó miklu lengri og stigmagnaðist síðustu árin, líkaminn farinn að gefa sig svo varla leit hann glaðan dag.
Meira
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hreppti Íslensku sjónlistaverðlaunin í hönnun fyrir skemmstu. Í dag kl. 14.40 heldur hún fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri og segir frá eigin verkum.
Meira
Eistneski söngvarinn Dave Benton er kominn hingað til lands til tónleikahalds, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa sigrað í Eurovision-söngvakeppninni fyrir Eistlands hönd 2001.
Meira
HARMLEIKUR séður frá loftinu - þannig hljóðar fyrirsögn leikhúsgagnrýni breska dagblaðsins The Guardian , sem gefur íslenska leikhópnum Vesturporti fimm stjörnur af fimm mögulegum fyrir uppfærslu sína á Hamskiptunum eftir Franz Kafka.
Meira
ÞEGAR maður er orðinn uppgefinn á því að reyna að spila Jimi Hendrix-lög á selló, tólf ára gamall, þá fer maður auðvitað að læra á gítar. Þetta gerði ameríski gítarleikarinn Greg Koch sem nú er staddur hér á landi.
Meira
TEIKNIMYNDIN Monster House fjallar um ægilegt hús í rólegu hverfi sem hrellir og hræðir alla þá sem reyna að búa í því en einnig nágrannana sem dirfast að ganga framhjá.
Meira
Óhætt er að segja að Skakkamanage sé með undarlegri nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. Enginn veit nákvæmlega hvað orðið þýðir og fáir kunna að bera það rétt fram. Sveitin gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Lab of love.
Meira
Leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut í gær heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar í nafni kvikmyndahátíðar. Flóki Guðmundsson settist niður með Sokurov fyrir verðlaunaafhendinguna.
Meira
STOKKHÓLM-saxófónkvartett leikur stóran þátt í Norrænum músíkdögum í ár. Kvartettinn var tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna á síðasta ári og er fyrir löngu orðinn þekktur víða um veröld fyrir sérstæðan flutning sinn á nútímatónlist.
Meira
Pearl Jam er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, þótt ég geri mér ekki almennilega grein fyrir af hverju. Það er ekki beint "kúl" að fíla Pearl Jam, og margir myndu segja alls ekki, en það er eitthvað í þessari hljómsveit sem hefur á mér tak.
Meira
Aðalskona vikunnar er kvikmyndaleikstjóri búsett í New York. Hún frumsýnir í dag kl. 16 stuttmyndina "Góðir gestir", á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem fer fram um þessar mundir í Reykjavík.
Meira
SOFFÍA Sæmundsdóttir er löngu þekkt að smámyndum sínum af hnellnum kerlingum í íslensku landslagi. Á morgun opnar Soffía sýningu í Fold á Rauðarárstíg, og er þessi mynd af einu af verkunum sem þar verða, en sýninguna kallar hún Rætur.
Meira
Í ÞESSARI nýjustu kvikmynd Olivers Stone um hryðjuverkin sem framin voru í New York 11. september 2001 er fylgst með lögreglumanninum John McLoughlin (Nicholas Cage) og starfsfélögum hans sem verða innlyksa í rústum Tvíburaturnanna.
Meira
Einar Björnsson skrifar í tilefni af Alþjóðlega geðheilbirgðisdeginum: "Það þarf enginn að standa einn í svona baráttu og ég vil benda þeim sem eru að kljást við vanda af þessum toga á að þeir þurfa kannski ekki að finna upp hjólið aftur."
Meira
Gunnlaugur B. Ólafsson skrifar um skipulagsmál í Mosfellsbæ: "Það hljóta að vera allra hagsmunir að endurskoða þessi áform og tryggja framtíðarmöguleika Mosfellsbæjar til vaxtar..."
Meira
Eftir Eirík Hrein Helgason: "SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lýst því yfir að nú í haust verði hafin endurskoðun á refsingum við umferðarlagabrotum með það fyrir augum að auka fælingarmátt og væntanlega samræma við markmið yfirvalda í umferðaröryggismálum."
Meira
Guðmundur Andri Thorsson gerir athugsasemd við málsmeðferð í símhlerunarmáli Kjartans Ólafssonar: "Þrátt fyrir allt ríkja nú aðrar hugmyndir um lýðréttindi en á dögum kalda stríðsins þegar menn töldu sér trú um að andstæðingurinn hefði horn og klaufir og hala og bæri að umgangast eftir því."
Meira
Frá Elíasi Kristjánssyni: "KÆRI Ómar ! Ég ætla að byrja á því að þakka þér og félaga þínum Hákoni Aðalsteinssyni fyrir frábæra leiðsögn og skemmtan, í þeim fjórum skemmtiferðum sem ég hef farið í að Kárahnjúkum, með ykkar leiðsögn."
Meira
Kristján B. Jónasson fjallar um ólöglega innskönnun lesefnis: "...að stórir og litlir hlutar úr bókum eru nú aðgengilegir nemendum og starfsmönnum í stafrænni mynd hjá menntastofnunum á Íslandi án þess að fyrir því hafi verið aflað tilskilinna leyfa."
Meira
Birki, berjalyng og vegur MIG langar til að leggja orð í belg um fyrirhugaðan veg gegn um Teigsskóg og fyrir Hallsteinsnes. Þar hefur úrskurður um vegarlagningu strandað á því að vernda þyrfti birkiskóg. Mér finnst þetta óþarfa vangaveltur.
Meira
Bragi Rúnar Hilmarsson fæddist á Akureyri 11. júlí 1971. Hann lést í Keflavík miðvikudaginn 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ólöf Sigfúsdóttir, f. á Akureyri 2. september 1947, og Hilmar Arason, f. á Þórshöfn 19. janúar 1946.
MeiraKaupa minningabók
Einar Þorláksson fæddist í Reykjavík 19. júní 1933. Hann lést á LSH í Fossvogi 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorlákur Björnsson, verslunarfulltrúi í Reykjavík, f. á Dvergasteini í Seyðisfirði 6. júlí 1893, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Soffía Guðmundsdóttir fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. ágúst 1918 en var alin upp á Búðum í Hlöðuvík. Hún lést á heimili sínu, Hátúni 12, 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jón Guðnason, f. 11.11. 1890, d. 8.12.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Grímsson, efnafræðingur, fæddist í Reykjavík 24. desember 1919. Hann lést á LSH í Fossvogi 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Grímur Ásgrímsson, f. 1880, d. 1973, og Bryndís Jónsdóttir, f. 1886, d. 1973.
MeiraKaupa minningabók
Inga Björk Halldórsdóttir fæddist í Borgarnesi 20. febrúar 1943. Hún lést á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði 23. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Borgarneskirkju 30. september.
MeiraKaupa minningabók
Jakob Einar Ármannsson fæddist í Miðtungu í Tálknafirði hinn 28. desember 1935. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson, f. 30. júní 1906, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Jakob Sigurðsson fæddist á bænum Veðramóti í Skagafirði 15. febrúar 1916. Hann lést á Droplaugarstöðum 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Árni Björnsson, bóndi á Veðramóti og síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík, f.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristjánsson og Indiana Margrét Indriðadóttir.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Eiðsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 30. ágúst 1990. Hún lést á Childrens hospital í Boston 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Eiður Sveinsson og Rut Gunnþórsdóttir, Seljabraut 18 í Reykjavík.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1944. Hann lést á heimili sínu 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Jacobsen frá Skeggjastöðum í Garði, f. 6. júní 1902, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Gissurardóttir fæddist í Drangshlíð undir A-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hinn 27. nóvember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 28. sept. síðastliðinn, sem hafði verið hennar heimili síðustu 16 árin. Foreldrar hennar voru Gissur Jónsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Jakob K. Kristjánsson, formaður stjórnar deildar um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, hafa kynnt skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GENGIÐ hefur verið frá sölu svokallaðs Grímseyjarkvóta úr eynni í fjóra staði. Um er að ræða ígildi 1.160 tonna af þorski og er verðmætið um 1.960 milljónir króna.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 1,4% í gær og nam 6.295 stigum í lok dags. Veltan nam rúmum 19 milljörðum en mest hlutabréfaviðskipti voru með bréf Mosaic Fashions . Bréf Actavis Group hækkuðu um 3,9% og bréf Kaupþings banka um 3,3%.
Meira
EINN möguleikinn fyrir frekari stækkun rússneska álframleiðandans Rusal er að kaupa Alcan , móðurfélag álversins í Straumsvík. Þetta segir Jim Southwood, stjórnarformaður Commodity Metals Inc.
Meira
NYHEDSAVISEN kemur út í fyrsta sinn út í dag í 500 þúsund eintökum. Blaðinu verður dreift á heimili í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Árósum en það er sameiginlegt fyrirtæki 365 Media Scandinavia og Post Danmark sem mun sjá um að bera blaðið út.
Meira
RYANAIR gerði í gær yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus . Hljóðar tilboðið upp á tæplega 1,5 milljarða evra , um 132 milljarða króna, en á þeim tíma sem tilboðið var gert var það 12% hærra en markaðsvirði bréfanna.
Meira
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ég lifi óreglulegu lífi og er mikið á flakki, þannig að ég á vont með að útskýra hvað ég geri að jafnaði um helgar.
Meira
Heimatilbúið nesti er góð lausn fyrir þá sem eru komnir með leið á pulsum og mæjonessamlokum og langar að borða almennilegan mat í hádeginu segir Heiða Björg Hilmisdóttir. Það getur þá ekki síður komið fjárhagnum eða heilsunni vel.
Meira
Hjálmar Freysteinsson heyrði af nýstárlegum atburði í Reykjavík: Fínu húsin, fólkið, torgin felur næturmyrkrið dökkt. Hrífandi er höfuðborgin hafi ljósin verið slökkt.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is "Þróun í ljóstækni hefur verið mjög mikil á undanförnum árum, þar sem samspil arkitektúrs og lýsingar er orðið miklu meira heldur en var hér áður fyrr.
Meira
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Kathrin Puff er ekki hinn dæmigerði víngerðarmaður sem maður býst við að hitta frá vínfyrirtæki í Toskana á Ítalíu. Hún er ung kona og þýsk.
Meira
ÍTALSKT tíramisú er vinsæll eftirréttur sem Siggi Hall hefur nú spyrt saman við okkar alíslenska skyr. Hér fylgir uppskriftin sem matreidd var í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær.
Meira
Þeir sem nota stera til að byggja upp meiri vöðvamassa eiga á hættu að heilafrumur eyðist í stórum stíl. Þetta er niðurstaða rannsóknar hjá Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Meira
San Francisco. AP. | Hótelgestir skilja eftir sig fleira en sokka og blaðabunka í hótelherbergjunum því að rannsókn hefur leitt í ljós að mikið er af veirum á sjónvarpsfjarstýringum, slökkvurum og jafnvel pennum eftir að kvefað fólk hefur skráð sig út.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þetta er heildstætt verkefni þar sem allir starfsmenn skólans og nemendur fá að njóta sín og taka þátt án tillits til getu.
Meira
Brúðkaup | Gefin voru saman 23. september sl. í Þorlákskirkju af sr. Baldri Kristjánssyni þau Ingibjörg Aðalsteinsdóttir og Sigurður Jónsson. Heimili þeirra er í...
Meira
William Warner Grimes fæddist 1965 í Washington, DC. Hann lauk BA prófi í Austur-Asíufræðum frá Yale-háskóla 1987, MPA-námi í alþjóðasamskiptum frá Princeton-háskóla 1990 og lauk doktorsgráðu í stjórnmálum frá sama skóla 1995.
Meira
Talsmaður flugfélagsins sagði að haft yrði samband við farþegana til að bjóða þeim áfallahjálp. Ef einhver hefur þegið hana ætla ég rétt að vona að sá hinn sami haldi sig fjarri sveitaböllum, miðbænum og umferðinni.
Meira
Námskeið um vinaheimsóknir verður haldið í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 7. október kl. 10-14. Í upphafi mun Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni sjá um helgistund í kirkju.
Meira
1 Mark Foley, fulltrúadeildarþingmaður á bandaríska þinginu, hefur þurft að segja af sér vegna hneykslismáls sem jafnvel er talið geta kostað repúblikana meirihlutann. Hvert er hneykslið?
Meira
Víkverja finnst það frábær hugmynd hjá hinum djúpvitru stjórnmálaleiðtogum á Alþingi að létta leynd af áætlunum um varnir Íslands. Í opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi á auðvitað ekki að hvíla leynd yfir slíku.
Meira
GRÍÐARLEGUR áhugi er á leik Brann og Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 22. október. 5.000 miðar voru seldir á leikinn á aðeins þremur tímum. Uppselt er á leikinn sem getur ráðið úrslitum um norska meistaratitilinn.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson léku báðir með Gummersbach í gærkvöld þegar liðið vann annan leik sinn í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik er það mætti norska liðinu Sandefjord, 36:25. Leikið var í Eugen-Haas Halle í...
Meira
FORSVARSMENN Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur í körfuknattleik karla hafa samið við serbneska miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfelli á síðasta tímabili. Beljanski fær leikheimild 4.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék vel á fyrsta keppnisdegi Áskorendamóts sem hófst í Frakklandi í gær. Hann lék á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er Birgir í 22.-37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn.
Meira
JOHANN Cruyff, fyrrverandi þjálfari Barcelona, sagði í viðtölum við spænska fjölmiðla á Spáni í gær að hann teldi að Argentínumaðurinn Javier Saviola væri rétti maðurinn til að taka stöðu Samuel Eto'o, sem verður frá í minnst þrjá mánuði vegna meiðsla á...
Meira
Aganefnd Handknattleikssambands Íslands úrskurðaði í fyrradag einn leikmann úr meistaraflokki í leikbann. Lárus Jónsson úr 1. deildarliði Aftureldingu fékk eins leiks bann vegna útilokunar í leik við FH 29. september að Varmá.
Meira
Jörundur Áki Sveinsson verður ekki áfram þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Jörundur , sem stýrir kvennalandsliðinu, tók við Garðabæjarliðinu fyrir síðustu leiktíð. Undir hans stjórn vann liðið sig upp úr 2. deild og hafnaði í fimmta sæti í...
Meira
Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Créteil þegar liðið vann Istres , 27:28, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Bjarni skoraði 7 mörk. Créteil er í 9.
Meira
NEWCASTLE hyggst sækja bætur til enska knattspyrnusambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna þess skaða sem félagið hefur orðið fyrir vegna þeirra alvarlegu meiðsla sem Michael Owen varð fyrir í leik með enska landsliðinu á...
Meira
READING, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, eru sagðir ætla að bjóða fjórum af lykilmönnum sínum nýja samninga sem fela í sér talsverða launahækkun.
Meira
LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið ToPo frá Helsinki. Logi hélt til Finnlands snemma í morgun og leikur hann með liðinu á laugardaginn.
Meira
SHAQUILLE O'Neal, miðherji NBA-meistaraliðsins Miami Heat, gefur nýrri gerð af keppnisbolta deildarinnar ekki háa einkunn og liggur hann ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. "Boltinn er ömurlegur.
Meira
Úrslit KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjabikar, Powerade-bikarkeppnin, undanúrslit karla: Skallagrímur - Keflavík 81:88 UMFN - KR 102:94 HANDKNATTLEIKUR *Dregið var í 32 liða úrslitum í SS-bikarkeppni karla í handknattleik í gær.
Meira
Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi voru viðraðar hugmyndir um róttækar breytingar á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þar var m.a. rætt að leika þrefalda umferð í Landsbankadeildum karla og kvenna, 1. og 2.
Meira
Nói Björnsson, sem sæti á í kvennaráði Þórs/KA og situr í aðalstjórn Þórs, er hissa á viðbrögðum ÍR-inga við dómi Dómstóls KSÍ sem í vikunni úrskurðaði að ÍR-ingar hefðu teflt fram ólöglegum leikmanni í einvígi Þórs/KA og ÍR-inga um laust sæti í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð.
Meira
Ný gerð af Toyota var afhjúpuð á bílasýningunni í París í liðinni viku. Bíllinn gengur undir nafninu Auris og er honum ætlað að leysa Toyota Corolla af hólmi.
Meira
BMW spáir því að markaðurinn fyrir litla SUV bíla muni vaxa verulega á næstu 10 árum og er fyrirtækið því byrjað að leggja línurnar fyrir nýjan BMW X1 sem ætti að koma á markað árið 2010.
Meira
ÁLAGNING olíufélaganna á eldsneyti fer stöðugt hækkandi. Síðustu þrjá mánuðina var kostnaður neytenda af álagningu olíufélaganna á bensín að meðaltali kr. 28,02 en sýnu mest var hún þó í nýliðnum september, eða kr. 32,06.
Meira
FJÓRÐA og síðasta kvartmílukeppnin sem gefur stig til Íslandsmeistara fór fram laugardaginn 23. september sl. á braut Kvartmíluklúbbsins við Straumsvík.
Meira
HEKLA hefur sent frá sér myndir af fyrsta Mitsubishi L-200 pallbílnum sem hefur verið breytt fyrir 35 tommu dekk. Myndirnar eru teknar í Heiðmörk einn góðviðrisdaginn nýlega.
Meira
NIKI Lauda, fyrrverandi heimsmeistari í formúlu-1, telur að Ferrariliðið geti hrunið í nánustu framtíð og segir að Kimi Räikkönen sé ekki maður til að hjálpa til við að endurreisa það.
Meira
NÚVERANDI kynslóð Range Rover hefur selst gríðarlega vel, ekki bara á meginlandinu, heldur líka á Íslandi en þó hefur þótt skorta talsvert á að RR fengist með verðugri dísilvél.
Meira
MJÖG hefur hægt á söluaukningu á nýjum fólksbílum upp á síðkastið. Fyrstu níu mánuði ársins er söluaukningin 2,3% en mældist fyrr á árinu í tugum prósentustiga.
Meira
EINN vinsælasti smábíll Evrópu hefur verið um langa tíð Peugeot 206. Nú hefur honum verið lagt og við tekur 207 sem kynntur var með pomp og prakt á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir.
Meira
ALLT frá því að fyrsti BMW M5 bíllinn leit dagsins ljós árið 1985, eða jafnvel mætti setja upphafspunktinn fyrr og miða við Jaguar Mark 1, sem var settur á markað árið 1957, hafa öflugir stallbakar notið mjög mikillar hylli enda uppfylla slíkir bílar...
Meira
FÍB og Atlantsolía standa fyrir sparaksturskeppni á morgun. Keppnin er ætluð fyrir bæði almenning og bifreiðaumboð. Nú hafa 20 bílar skráð sig til sparaksturskeppninnar og nær litrófið til flestra flokka.
Meira
KASHUBIAN RALLY var haldið nýlega í Póllandi þar sem Witek Bogdanski var aðstoðarökumaður hjá Piotr Krotoszynski í gestaflokki í A-grúppu á 220 hestafla Honda Civic-R.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.