Greinar sunnudaginn 8. október 2006

Fréttir

8. október 2006 | Innlent - greinar | 555 orð

300 tilkynningar á ári Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is

Oft kvikna grunsemdir um peningaþvætti hér á landi, þ.e. að menn reyni að koma afrakstri glæpastarfsemi sinnar inn í hagkerfið á því formi, að það sé ekki rekjanlegt lengur til afbrotanna. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri keppt í sparakstri

UM 50 bifreiðar voru skráðar til leiks í keppni í sparakstri sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Atlantsolía stóðu fyrir í gær. Þátttaka hefur aldrei verið meiri en sex ár eru síðan slík keppni var haldin. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 170 orð

Áhugaverðir byggingarreitir í miðborginni auglýstir til sölu

BYGGINGARRÉTTUR á tveimur reitum í miðborg Reykjavíkur er auglýstur til sölu í Morgunblaðinu í dag. Annars vegar er um að ræða svonefndan Hampiðjureit við Stakkholt og hins vegar þar sem Laugavegur tengist Klapparstíg og að Hverfisgötu. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 4346 orð | 4 myndir

Bernskan á vogarskálum

Svo virðist sem tilfinningaleg vanræksla barna fari vaxandi, segir félagsráðgjafi með 20 ára reynslu í sínu fagi. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

BYKO styrkir eldhuga í Kópavogi

BYKO og Kópavogsdeild Rauða krossins undirrituðu nýlega styrktarsamning vegna átaksins "Byggjum betra samfélag". BYKO verður helsti bakhjarl Kópavogsdeildarinnar. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Börn með Downs-heilkenni styrkt

RÁÐSTEFNU um Downs-heilkenni lauk á Grand hótel á föstudag en í ráðstefnulok var kynnt útgáfa dagatals til styrktar börnum með Downs-heilkenni. Meira
8. október 2006 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Dæmdur fyrir aðild að morði

Kaliforníu. AFP. | Melson Bacos, sjúkraliði í bandaríska sjóhernum, var á föstudag dæmdur í árs fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í ráni á Íraka, sem síðan var skotinn til bana af hópi bandarískra hermanna. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Eftirleitir í Mýrdal

GANGNAMENNIRNIR Peter Plasche (t.v.) og Victor Berg Guðmundsson skimuðu eftir fé af Mælifelli þegar bændur í Mýrdalnum voru í seinni leitum haustsins. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 3831 orð | 6 myndir

Eins manns kona!

Hún hefur á valdi sínu öll þau gildi sem áður mörkuðu farsæld manna í þessu landi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Guðbjörgu Tyrfingsdóttur, fyrrverandi bóndakonu austur í sveit. Konan sú hefur ákveðnar skoðanir og liggur ekki á þeim. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 297 orð

Fleiri vistvænir bílar og vinnuvélar hjá OR

ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) ætlar að efla frumkvæði sitt í notkun vistvænna farartækja, jafnt bíla og vinnuvéla, á næstu árum. Stefnt er að því að í lok ársins 2013 noti 55% bílaflota og vinnuvéla OR metan, vetni eða rafmagn sem orkugjafa. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fólskuleg árás í miðbænum

KARLMAÐUR á fertugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss aðfaranótt laugardags með talsverða áverka á höfði eftir að tveir menn á þrítugsaldri höfðu veist að honum fyrir utan veitingastað í miðbænum. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 838 orð | 1 mynd

Framleiðsla á fíkniefnum mest í Evrópu Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is

Löggæslustofnun Evrópu, Europol, er dæmi um samstarf sem Íslendingar taka þátt í. Í sumar sendi Europol frá sér skýrslu, þar sem lagt er mat á stöðu skipulagðrar glæpastarfsemi innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 1065 orð | 1 mynd

Gestabókin var geymd en ekki gleymd

Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykjavík þegar leiðtogafundurinn fór fram í Höfða. Hann deildi nokkrum minningum með Freysteini Jóhannssyni. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 273 orð

Gjörbreyting á fíkniefnamarkaði á Íslandi

Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is SKIPULAGÐRI glæpastarfsemi hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár og angar hennar teygja sig hingað til lands. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 312 orð

Halli LSH 707 milljónir króna í lok ágúst

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is HALLI á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss heldur áfram að aukast samkvæmt nýjum starfsemistölum spítalans. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 978 orð | 12 myndir

Heimsviðburður í Höfða

Tuttugu ár eru liðin frá því að sjónir heimspressunnar beindust að lítilli eyju í norðri eftir að tilkynnt var um að leiðtogar stórveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, myndu funda í höfuðstað hennar, Reykjavík. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 138 orð

Kanni alla kosti

ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur gert athugasemdir við matsáætlun Landsnets vegna tenginga fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana á Hengilssvæðinu. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Metsumar í ferðaþjónustu

SUMARIÐ í ár var metsumar í ferðaþjónustu í Reykjavík, á sama tíma og gestakomum í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti við Aðalstræti fjölgaði verulega. Þannig er fjöldi gesta miðstöðvarinnar það sem af er árinu þegar orðinn rúmlega 200. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð

Misskilin móðurást

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði afskipti af tveimur mönnum vegna ofsaaksturs aðfaranótt laugardags en mikið var um hraðakstur í miðborginni. Annar mannanna mældist á 163 km hraða á Miklubraut en hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð

Námskeið í zen-hugleiðslu

NÁMSKEIÐ í zen-hugleiðslu með zen-meistaranum Jakusho Kwong roshi verður haldið þriðjudaginn 10. október á Laufásvegi 22. Námskeiðið stendur frá kl. 18-22. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Ný tækni í stað NMT- farsímakerfisins

SÍMINN er með í tilraunarekstri nýtt farsímakerfi sem ætlað er að leysa af hólmi NMT-farsímakerfið. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 258 orð

Ósannað að landið hafi lotið beinum eignarrétti

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag úrskurð óbyggðanefndar um að afréttarland sem Grímsnes- og Grafningshreppur hafði fengið úr landi Þingvallakirkju með makaskiptasamningi árið 1896 væri þjóðlenda. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 327 orð

"Spurning hvað vilji ráðherra er staðfastur"

REGLUGERÐ um merkingu erfðabreyttra matvæla hefur verið til lengi en ekki sett sökum þess að beðið hefur verið eftir Evrópusambandsgerð um málefnið sem hefur verið væntanleg í tíu ár. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Rússneska fánanum stolið

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ÓPRÚTTNIR aðilar brutust inn um hlið að lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfaranótt laugardags og stálu rússneska fánanum sem blakti við hún í garðinum. Meira
8. október 2006 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Saka Rússa um útlendingahatur

STJÓRNVÖLD í Georgíu sökuðu í gær Rússa um hafa gerst seka um "væga útgáfu af þjóðernishreinsunum" í aðgerðum sínum gegn Georgíumönnum á síðustu dögum. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sala skyndigreiningarprófa óheimil

LANDLÆKNIR og sóttvarnalæknir benda á það á heimasíðu landlæknis, www.landlaeknir.is, að bannað sé að selja skyndigreiningarpróf fyrir klamydíusmiti í apótekum. Tilefni skrifanna er að fram kom í fréttum að Lyf og heilsa hefði selt slík próf. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Sigurörn brátt frjáls ferða sinna

HAFÖRNINN Sigurörn, sem dvalist hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, fær brátt að njóta frelsis á ný en gert er ráð fyrir að honum verði sleppt innan tveggja vikna. Það mun falla í skaut bjargvættar arnarins, Sigurbjargar S. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 3426 orð | 7 myndir

Skipulögð glæpastarfsemi hefur skotið rótum á Íslandi

Fíkniefnaheimurinn á Íslandi hefur gjörbreyst á nokkrum árum. Sterkar vísbendingar eru um að erlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér og eru tengslin við Litháen skýr. Sakamál síðustu ára raðast saman í heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi. Meira
8. október 2006 | Erlendar fréttir | 784 orð | 1 mynd

Slæðudeila blossar upp í Bretlandi

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Jack Straw hefur með því að skora á múslímskar konur, sem hylja andlit sitt með slæðu, að taka hana niður þegar þær tala við hann, kveikt heitar umræður í Bretlandi. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 1088 orð | 1 mynd

Stálhnefi í silkihanska?

Svipmynd | Ban Ki Moon er hógvær maður og vinnusamur, en hefur hann þann kraft sem þar til þess að leiða Sameinuðu þjóðirnar. Innlent | Jafnrétti kynjanna ríkir ekki enn í stjórnmálum. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 968 orð | 1 mynd

Stjórnmálaskólun kvenna

eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Nú um helgina mun Femínistafélag Íslands standa fyrir stjórnmálaskóla fyrir konur að Borgartúni 6 á föstudagskvöld og eftir hádegi á laugardag. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 79 orð | 1 mynd

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Aðgerðin * er skilgreind í meðfylgjandi töflu. Þar má sjá að 3*2 = 1 og 2 * 1 = 2 Hvað er (2 * 4) * (1 * 3) ? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 9. október. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Sækist eftir 9. sætinu

GRAZYNA Maria Okuniewska gefur kost á sér í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október nk. Grazyna er íslenskur ríkisborgari, pólsk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi frá 1991. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tengsl vinnu og sjálfsímyndar

HJÁLMAR G. Sigmarsson, MA í mannfræði, heldur hádegisfyrirlestur í boði Rannsóknastofu í vinnuvernd mánudaginn 9. október kl. 12.20-13.20. Fyrirlesturinn nefnist ,,Ég hef miklar áhyggjur af þessu". Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 277 orð

Tilfinningaleg vanræksla barna virðist vaxandi

TILFINNINGALEG vanræksla barna virðist fara vaxandi, segir Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 211 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Hinir ungu ríku sem munu vita það frá unga aldri að þeirra bíður auðlegð verða allt annar þjóðfélagshópur en hinir ungu fátæku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir´, formaður Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu á Alþingi um jöfnuð í samfélaginu. Meira
8. október 2006 | Innlent - greinar | 1939 orð | 2 myndir

Vanræksla og öryggisleysi í meira mæli en áður Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur

Tilfinningaleg vanræksla barna virðist hafa færst í vöxt og mörg þeirra eru öryggislaus, segir Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 812 orð | 2 myndir

Vegur sunnan Þingvallavatns kæmi í veg fyrir mengun vatnsins

Einn fremsti vatnalíffræðingur landsins telur að raunveruleg hætta sé á að Þingvallavatn verði grænt og gruggugt af völdum niturmengunar frá umferð og leggur til að nýr vegur verði lagður sunnan við vatnið til að afstýra því. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vill veg sunnan vatns

PÉTUR M. Jónasson, sérfræðingur í lífríki Þingvallavatns, telur raunverulega hættu á að Þingvallavatn verði grænt og gruggugt af völdum niturmengunar og leggur til að nýr vegur verði lagður sunnan við vatnið til að afstýra því. Meira
8. október 2006 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Yfirlýsing frá Atorku vegna ágreinings við Kauphöll Íslands

ATORKA hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tengslum við ágreining félagsins við Kauphöll Íslands er snýr að fréttatilkynningu sem Atorka sendi Kauphöllinni vegna birtingar á sex mánaða uppgjöri félagsins: "Ágreiningur Atorku og... Meira

Ritstjórnargreinar

8. október 2006 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Eru slæður bannvara?

Í Morgunblaðinu í gær er frétt þess efnis, að Jack Straw fyrrverandi utanríkisráðherra Breta hefði áhyggjur af höfuðslæðum, sem sumar íslamskar konur bera og teldi að þær væru sýnileg yfirlýsing um aðskilnað frá brezku samfélagi. Meira
8. október 2006 | Leiðarar | 356 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

10. október 1976 : "Vera má, að almenningur eigi erfitt með að skilja, að batnandi ytri skilyrði geta ekki strax komið fram í hærri launum og betri lífskjörum heima fyrir. Meira
8. október 2006 | Leiðarar | 617 orð

Ný mynd af Bush

Mannfallinu linnir ekki í Írak. Í gær birtist í Morgunblaðinu frétt um að allt að fjögur þúsund íraskir lögregluþjónar hefðu verið myrtir og átta þúsund særst í árásum síðan í september 2004. Meira
8. október 2006 | Reykjavíkurbréf | 2081 orð | 1 mynd

Reykjavíkurbréf

Hrafntinnumálið sýnir í hvers konar vanda við erum komin í umhverfismálum. Meira

Menning

8. október 2006 | Fjölmiðlar | 566 orð | 1 mynd

Áhrif atvinnubreytinga

Anna Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1988 og Cand.Sc.Soc. í landafræði og opinberri stjórnsýslu frá Hróarskelduháskóla 1996. Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Ástir konu og Haugtussa

GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson halda útgáfutónleika í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum, í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru tveir ljóðaflokkar, Frauenliebe und Leben op. 42 eftir Robert Schumann og Haugtussa op. Meira
8. október 2006 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Eigandi einkaþotuleigu, Jeffrey Borer , og starfsmaður hans, Arvel Jett...

Eigandi einkaþotuleigu, Jeffrey Borer , og starfsmaður hans, Arvel Jett Reeves , játuðu að hafa tekið Micheal Jackson upp á myndband þar sem hann ferðaðist í einkaþotu frá fyrirtækinu á milli Las Vegas og Santa Barbara til að vera við réttarhöld vegna... Meira
8. október 2006 | Tónlist | 394 orð | 1 mynd

Engu ofaukið, engir stælar

Geisladiskur Baggalúts, nefndur Aparnir í Eden. Lög og textar eru eftir Braga V. Skúlason, Guðmund Pálsson, Karl Sigurðsson, Valgeir Guðjónsson, Sonny Cunha og Lee David. Upptökum stjórnuðu Guðm. Kristinn Jónsson, Chris Mara og Steven Tveit. Geimsteinn gefur út. Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Fjalla-Eyvindur í Villta vestrinu

Leikstjórn: Victor Sjöström. Svíþjóð 1917. Tónlist eftir Benedikt H. Hermannsson og flutt af Benna Hemm Hemm. Meira
8. október 2006 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Tískugyðjan og fyrrum Kryddstúlkan Victoria Beckham segir að í Japan sé maður sinn, fótboltahetjan David Beckham , tilbeðinn sem guð. Þar sé meira að segja hof með styttu af honum og þangað mæti hinir heittrúuðu og tilbiðji goðið. Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 502 orð | 2 myndir

Hamingjusöm til æviloka

Afþreyingarbókmenntir skrifaðar fyrir konur virðast bera með sér álíka svip sama hvaða öld þær eru skrifaðar á. Áður fyrr voru þær þó meiri bókmenntir, t.d. Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 259 orð | 1 mynd

Hrynjandi lágstemmdra tóna

Elva Hreiðarsdóttir. Til 8. október. Opið fim. til sun. frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
8. október 2006 | Kvikmyndir | 186 orð | 1 mynd

Kvikmyndin Deep Throat , sem hefur verið sögð vera arðbærasta klámmynd...

Kvikmyndin Deep Throat , sem hefur verið sögð vera arðbærasta klámmynd sögunnar, er á lista yfir 100 kvikmyndir sem sagðar eru hafa markað þáttaskil í kvikmyndasögunni. Meira
8. október 2006 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Leikkonan Maggie Gyllenhaal og unnusti hennar, Peter Sarsgaard ...

Leikkonan Maggie Gyllenhaal og unnusti hennar, Peter Sarsgaard , eignuðust dóttur síðasta þriðjudag. Dóttirin, sem er þeirra fyrsta barn, hlaut nafnið Ramona . Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 409 orð | 1 mynd

Maðurinn að baki einleikaranum

Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur sýningar á þáttunum Tíu fingur næstkomandi sunnudagskvöld en alls eru þættirnir tólf og fjalla um íslenska hljóðfæraleikara á sviði klassískrar tónlistar. Meira
8. október 2006 | Menningarlíf | 1390 orð | 2 myndir

Meira af baklandi

Verð að segja, að ég hafði nokkurn fróðleik og drjúga ánægju af að rifja upp sögu Listamannaskálans gamla við hlið Alþingishússins, þótt stundum væri hún blendin. Meira
8. október 2006 | Kvikmyndir | 217 orð

Mæðgur í leit að lífi

Leikstjóri: Agnes Kocsis. Aðalleikarar: Izabella Hegyi, Julia Nyako, Anita Turoczi, Zoltan Kiss, Miklos Nagy. 109 mín. Ungverjaland. 2006. Meira
8. október 2006 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Nýlega fór fram uppboð á gömlum kjólum og búningum úr safni Cher. Hæst...

Nýlega fór fram uppboð á gömlum kjólum og búningum úr safni Cher. Hæst var boðið í samansaumuð klæði úr fiskneti, gervidemöntum og efnisbútum en þau fóru á 204.000 dollara. Meira
8. október 2006 | Leiklist | 444 orð | 2 myndir

Rafmagnað karnivalískt spunaleikhús

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is HVAÐ er karnivalískt spunaverk? Þetta er óhjákvæmilega spurningin sem brennur á blaðamanni þar sem hann hittir leikstjórann Sigrúnu Sól Ólafsdóttur og Árna Pétur Guðjónsson leikara í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Meira
8. október 2006 | Tónlist | 324 orð

Selfossdívan springur út

Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og hammondorgel, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Scott McLemour trommur auk Birkis Más Matthíassonar á trompet og flýgilhorn og Ólafs Jónssonar á tenórsaxófón. 1. október kl. 21:30. Meira
8. október 2006 | Tónlist | 883 orð | 2 myndir

Upp blóðfjallið

Innan tónlistarinnar rúmast margir kimar, menningarkimar og ómenningarkimar, óteljandi afbrigði af tónlist geta af sér óteljandi klíkur sem láta kannski duga að hlusta á tónlistina, en oftar en ekki fylgir sérstakur klæðaburður,... Meira
8. október 2006 | Kvikmyndir | 195 orð

Útkastarablús

Leikstjóri: James Marquand. Aðalleikarar: Paul Barber, Tom Bell, Samantha Janus, Gary Mavers, James McMartin. 90 mín. England. 2005. Meira
8. október 2006 | Kvikmyndir | 301 orð

Vetrarborg

Leikstjóri: Aku Louhimies. Aðalleikarar: Janne Virtanen, Susanna Anteroinen, Aada Hames. 92 mín. Finnland. 2005. Meira

Umræðan

8. október 2006 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Beittu mig ekki valdi

Guðrún S. Gísladóttir skrifar hugleiðingar um umhverfisslys, skyldur og sameign Íslendinga: "Ég tek undir með Ómari. Gerum Kárahnjúkastíflu að minnismerki." Meira
8. október 2006 | Bréf til blaðsins | 236 orð

Brottför varnarliðsins

Frá Jónu Benediktsdóttur: "TILKYNNING frá fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði og í nágrenni sem haldinn var til að fagna brottför varnarliðsins frá Keflavíkurherstöðinni: Auðvitað er ástæða til að fagna brottför hersins eftir sex áratuga veru hér á landi." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Dónar og mótmælendur

Páll Rúnar Pálsson fjallar um varnar- og virkjanamál: "Mér er nákvæmlega sama þó að viðkomandi aðilar hafi sína skoðun á málum en ég kæri mig alls ekki um að ég sé á einn eða neinn hátt bendlaður við málflutning þeirra" Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Egilsstaðaflugvöllur - Flugstöð í gíslingu

Benedikt V. Warén fjallar um Egilsstaðaflugvöll: "Sauðsvörtum almúganum úti á landi er gert að sýna áfram biðlund, til þess að synir og dætur höfuðborgarinnar geti fljótt og vel notið menningar og lista í hinu mikla menningarmusteri við höfnina." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Forvarnir gegn umferðarslysum

Sigrún Knútsdóttir fjallar um umferðarmál: "Það er fagnaðarefni að ráðamenn þjóðarinnar hafi ákveðið að setja framkvæmdir sem draga úr umferðarslysunum í forgang. En betur má ef duga skal." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd

Gerum betur við lífeyrisþega

Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um nýskipan lífeyrismála: "Tillögur okkar stuðla að því að lífeyrisþegar geti notið mannsæmandi kjara eins og aðrir landsmenn" Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Heilbrigðiskerfi á villigötum?

Helgi Viborg fjallar um geðheilbrigði barna: "Í stað sjúkdómsgreininga og gagnrýnislausrar geðlyfjanotkunar verður að vinna að því að bæta fræðslu, auka ráðgjöf, auka meðferðarviðtöl og bæta umönnun barna í fyrirbyggjandi tilgangi." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 863 orð | 1 mynd

Hvað er þetta strætó?

Halla Ólafsdóttir skrifar um strætó: "Kostir góðs almenningskerfis hafa gleymst." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 1111 orð | 1 mynd

Höfnin er lífæð Vestmannaeyja

Eftir Lúðvík Bergvinsson, Sigmund Jóhannsson og Friðrik Ásmundsson Meira
8. október 2006 | Bréf til blaðsins | 236 orð

Keisarakvillar

Frá Steinari Steinssyni: "ÉG VELTI því stundum fyrir mér hvort ég sé Íslendingur. Enda er það orðin lenska að spámenn standa upp og fullyrða að þjóðin vilji ekki þetta eða hitt, með öðrum orðum þá verð ég að vera sama sinnis svo ég sé tækur í þjóðarhópinn." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Samúðarganga með sjálfum sér?

Kristinn Pétursson fjallar um virkjanamál: "Það er ekki þensla af framkvæmdum fyrir sunnan! Eða hvað? Var extra brölt Alfreðs Þ og R-listans ekki það sem einmitt braut ísinn og kom þenslunni í gang?" Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Um fjárlög borgarinnar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um fjárlög borgarinnar: "Hins vegar hafa pólitískir fulltrúar meirihlutans ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að sleppa hluta af föstum tekjum borgarinnar, alls 8,4 milljörðum, þegar rætt er um tekjur og gjöld." Meira
8. október 2006 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Veðurbreytingar á norðurslóðum og tengsl við Golfstrauminn

Einar Sveinbjörnsson fjallar um veðurfarsbreytingar: "Það er því ekki bráðnun Grænlandsjökuls sem mögulega hægir á Golfstraumnum, heldur miklu frekar ferskvatnsfrávik úr N-Íshafinu sem mögulega fer á flakk yfir á slóðir hlýsjávarins en aðeins ef vindar verða afbrigðilegir í vikur eða mánuði." Meira
8. október 2006 | Velvakandi | 434 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Rjúpnaveiðar og hundar BRÁÐLEGA rennur sá dagur upp að við, sem ánægju höfum af útivist og veiðiskap, getum gengið til rjúpna. Fækkun rjúpna frá síðasta vetri veldur áhyggjum og þó um leið undrun. Meira

Minningargreinar

8. október 2006 | Minningargreinar | 1140 orð | 1 mynd

Bryndís Eva Hjörleifsdóttir

Bryndís Eva Hjörleifsdóttir fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 5. maí 2005. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 6. september síðastliðinn. Foreldrar Bryndísar Evu eru Bergþóra Ólöf Björnsdóttir, f. 3. maí 1984, og Hjörleifur Már Jóhannsson, f. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2006 | Minningargreinar | 1657 orð | 1 mynd

Guðlaugur Guðmundsson

Guðlaugur Guðmundsson fæddist á Nýp á Skarðsströnd í Dalasýslu 21. nóvember 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 26. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2006 | Minningargreinar | 1602 orð | 1 mynd

Hulda Pétursdóttir

Hulda Pétursdóttir fæddist á Kötlustöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. júní 1929. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Ólafsson, bóndi á Kötlustöðum, f. 15. mars 1902, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2006 | Minningargreinar | 1119 orð | 1 mynd

Kristinn Jónsson

Sigurlaugur Kristinn Jónsson fæddist á Skárastöðum í V-Hún. 12. október 1925. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 20. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson, f. 22. júlí 1892, d. 6. apríl 1976, og Jenný Guðmundsdóttir, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2006 | Minningargreinar | 2814 orð | 1 mynd

Oddný Þóra Björnsdóttir Regan

Oddný Þóra Björnsdóttir Regan, kölluð Naný, fæddist hinn 11. júní 1931 í Reykjavík. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Old Lyme í Connecticut í Bandaríkjunum 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa H. Hjartar, f. 8.8. 1898, d. 21.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. október 2006 | Viðskiptafréttir | 256 orð | 1 mynd

Ekki allir útlendingar eins

Í tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga á fyrri helmingi ársins sem voru birtar á dögunum kemur fram mikill aðflutningur erlendis frá til Austurlands, samkvæmt stjórnendavef.is. Meira
8. október 2006 | Viðskiptafréttir | 486 orð | 3 myndir

Handverkssýning í ráðhúsinu

Á tímum tölvuvæðingar og tækniviðundra hefur kostur hefðbundins handverks orðið fremur þröngur. Sum handverk eru komin að andarslitrunum þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til að halda lífinu í þeim. Meira
8. október 2006 | Viðskiptafréttir | 616 orð | 2 myndir

Prjónakliðurinn í algleymingi

Fyrir rúmu ári gekk lopapeysuöldin aftur í garð. Eftirspurnin eftir handprjónuðum lopapeysum var svo mikill að Ístex, sem er eini lopaframleiðandinn á Íslandi, annaði henni ekki. Meira
8. október 2006 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Sigrún tekur við í Brussel

SIGRÚN Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Sigrún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt numið Evrópufræði við Europa- Kolleg í Hamborg. Áður hefur Sigrún m.a. Meira

Daglegt líf

8. október 2006 | Daglegt líf | 553 orð | 1 mynd

Að snúa faðirvorinu upp á kölska

Það virðist samsvara stórum gæðastimpli að vera andvígur Kárahnjúkavirkjun. Sá sem þann stimpil ber hlýtur að vera vel upplýstur, mannvinur, náttúruunnandi og gott ef ekki listfengur. Meira
8. október 2006 | Daglegt líf | 1991 orð | 2 myndir

Fólkið sem á að fá laun!

Síminn hringir á skrifborði blaðamanns. Og Guðmundur er á línunni, auðþekktur á hrjúfri rödd og beittri kerskni. Það beinlínis hlakkar í honum, orðin falla í stuðla og höfuðstafi og hvasst skopið beinist nær undantekningalaust að Framsóknarflokknum. Meira
8. október 2006 | Daglegt líf | 1852 orð | 2 myndir

Illmennin eru alvöru karlmenn

Tónlistarunnendur á meginlandi Evrópu hafa síðasta áratuginn fengið að njóta drynjandi bassaraddar Bjarna Thors Kristinssonar í helstu óperuhúsum álfunnar. Þessa dagana túlkar hann ráðsmanninn Osmín í Íslensku óperunni, með eftirminnilegum tilþrifum. Meira
8. október 2006 | Daglegt líf | 2456 orð | 2 myndir

Í aðdraganda uppreisnar 1956

Fyrir hálfri öld var uppreisnin í Ungverjalandi brotin á bak aftur með valdi Sovétríkjanna. Hjalti Kristgeirsson rifjar upp löngu liðna daga í Ungverjalandi þegar upprisa dauðra efldi mönnum kjark. Meira
8. október 2006 | Daglegt líf | 1449 orð | 1 mynd

Í fjarskiptaheiminum verður maður að fara hraðar

Síminn fagnaði því á dögunum að hundrað ár voru liðin frá stofnum fyrirtækisins. Árni Matthíasson ræddi af því tilefni við Brynjólf Bjarnason, forstjóra fyrirtækisins. Meira
8. október 2006 | Daglegt líf | 497 orð | 8 myndir

Stemmning í fötum fyrir fjöldann

Eftir Guðrúnu Eddu Einarsdóttur gee2@hi.is "Þegar kom að framleiðsluferlinu var í mörg horn að líta og ýmislegt þurfti að útfæra á annan hátt til þess að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu, t. Meira

Fastir þættir

8. október 2006 | Auðlesið efni | 146 orð | 1 mynd

Af-taka í barna-skóla

Á mánu-daginn skaut rúm-lega þrí-tugur mjólkur-bílstjóri 3 stúlkur til bana og framdi síðan sjálfs-morð í litlum skóla í eigu Amish-fólks í bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu í Banda-ríkjunum. Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 136 orð | 1 mynd

Al-þingi sett

Al-þingi Ís-lendinga, 133. löggjafar-þing, var sett á mánu-daginn að lokinni guðs-þjónustu í Dómkirkjunni. Sólveig Pétursdóttir, þing-maður Sjálfstæðis-flokks, var endur-kjörin for-seti Al-þingis. Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 92 orð | 1 mynd

Eiður Smári skorar aftur

Eiður Smári Guðjohnsen lék í fyrsta skipti með byrjunar-liði Barcelona um sein-ustu helgi og stóð sig glæsi-lega. Evrópu- og Spánar-meistararnir voru að keppa við Bilbao og unnu. Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 96 orð

Fé vantar fyrir nám geð-sjúkra

Öllum kenn-urum Fjöl-menntar sem séð hafa um nám fyrir fólk með geð-raskanir og heila-skaða hefur verið sagt upp. Nægt fé fæst ekki til að halda náminu gangandi sem verður skert veru-lega um ára-mót. Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 99 orð

Fjárlaga-frumvarpið kynnt

Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra kynnti fjárlaga-frumvarp ársins 2007 á mánu-daginn. Hann sagði að eftir stóriðju-framkvæmdir geti ríkis-sjóður aukið um-svif sín og hafi til þess fjár-muni eftir mikið að-hald á undan-förnum árum. Meira
8. október 2006 | Í dag | 201 orð | 1 mynd

Guð sagði við Abraham...

TRÚIN hefst með vali - Guð sagði við Abraham: "Gakktu fyrir augliti mínu og vertu grandvar." Þannig hófst annar þáttur um Rætur guðstrúar sem er breskur heimildarþáttur. Meira
8. október 2006 | Fastir þættir | 19 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Helmingur þeirra sem sótti um, höfðu réttindi. BETRA VÆRI: Helmingur þeirra sem sóttu um, hafði... Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 143 orð

Lista-molar

Hugleikur í The Guardian Útgáfu-fyrirtækið Penguin hefur tryggt sér réttinn á teiknimynda-bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Hún kemur bráðum út í Eng-landi, en útgáfu-fyrirtæki í Banda-ríkjunum og Noregi hafa einnig keypt réttinn. Meira
8. október 2006 | Fastir þættir | 775 orð | 1 mynd

Lundúnabiblía

sigurdur.aegisson@kirkjan.is: "Fjórða Biblíuútgáfa 19. aldar, en jafnframt sú áttunda í heildarröðinni, var prentuð í Lundúnum og kom á markað 1866. Sigurður Ægisson heldur í pistli dagsins áfram umfjöllun sinni um útgáfusögu Heilagrar ritningar á Íslandi." Meira
8. október 2006 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun...

Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs. 2, 21. Meira
8. október 2006 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. Dd2 Bb4 8. Rdb5 Db8 9. f3 a6 10. Rd4 d5 11. a3 Bd6 12. exd5 exd5 13. O-O-O O-O 14. Kb1 Hd8 15. g4 Be5 16. g5 Rh5 17. Df2 g6 18. Rce2 He8 19. Rc3 Hd8 20. Bg2 Rf4 21. h4 Ra5 22. h5 Rxg2... Meira
8. október 2006 | Í dag | 58 orð

Spurt er... dagbok@mbl.is

1 Hægrimaðurinn Fredrik Reinfeldt er tekinn við sem forsætisráðherra Svía og er yngsti forsætisráðherrann í 80 ár. Hvað er hann gamall? 2 Félagar í Karlakórnum Fóstbræðrum frumfluttu nýtt verk eftir Atla Heimi, Hvað heitir verkið? Meira
8. október 2006 | Í dag | 125 orð | 1 mynd

Sýningalok í Listasafni ASÍ Storð og Teikningar

Í dag, sunnudaginn 8. október, lýkur tveimur sýningum í Listasafni ASÍ: Storð: Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stórar kolateikningar í Ásmundarsal. Verkin á sýningunni eru frá síðustu tveimur árum. Þetta er 28. Meira
8. október 2006 | Auðlesið efni | 52 orð

Vestur-port fær góða dóma

Ís-lenski leik-hópurinn Vestur-port fær 5 stjörnur af 5 mögu-legum í umsögn breska dag-blaðsins The Guardian , fyrir upp-færslu sína á Ham-skiptunum eftir Franz Kafka, sem var frum-sýnt í leikhúsinu Lyric Hammersmith í London á miðvikudag. Meira
8. október 2006 | Fastir þættir | 273 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji las með athygli leiðara Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í fréttabréfi samtakanna sem kom út á vefnum í síðustu viku. Leiðarinn fjallar um "Einelti gegn atvinnulífinu" eins og það er orðað í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.