Greinar föstudaginn 13. október 2006

Fréttir

13. október 2006 | Innlendar fréttir | 163 orð

4.400 nýir erlendir starfsmenn

LÁTLAUS innflutningur á erlendu vinnuafli einkennir vinnumarkaðinn hér á landi, en það sem af er árinu hafa 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskan vinnumarkað. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

AMES EINN - nýr stóll Erlu Sólveigar frumsýndur

AMES EINN er heitið á nýjum stól, hönnuðum af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur iðnhönnuði. Stóllinn verður frumsýndur á Orgatec 2006-húsgagnasýningunni í Köln í Þýskalandi 24.-28. október næstkomandi. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð

Aukin samskipti þroskahefts fólks á Norðurlöndum

MIÐGARÐUR, félag um aukin samskipti þroskahefts fólks á Norðuröndum er að fara af stað með kynningarherferð á öllum Norðurlöndunum. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Bátafyrirtæki sýknað

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna ferðaþjónustufyrirtækið Tindafjöll af kröfum viðskiptavinar sem varð fyrir meiðslum í bátsferð með fyrirtækinu niður Skaftá árið 2001. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 174 orð

Blindir kynna dag hvíta stafsins í Smáralind

DAGUR hvíta stafsins, sem er alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra einstaklinga er á sunnudaginn, 15. október. Þann dag vekja þeir athygli á baráttumálum sínum. Í tilefni dagsins mun Blindrafélagið vera með kynningar í Smáralind kl. 13-15. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 276 orð

Byggt á staðreyndavillum og röngu mati

FORSTJÓRI Umhverfisstofnunar (UST) gerir verulegar athugasemdir við stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar (RE). Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 196 orð

Dæmdur fyrir utanvegaakstur

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt karlmann í 70 þúsund kr. sekt fyrir utanvegaakstur við Laugarfell á Fljótsdalshéraði hinn 15. október í fyrra. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ekki vandamál heldur verkefni

"ÞETTA var eins og að fá hnakkaskot," segir Ingólfur Guðmundsson, en hundurinn hans, Ben, greindist með arfgenga vaxandi sjónurýrnun, PRA, í vor. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Elsti maður Kúbu látinn

Havana. AFP. | Elsti maður Kúbu, Benito Martinez Abogan, lést á miðvikudag en hann var 126 ára að aldri. Hann fæddist raunar á Haítí en flutti til Kúbu fyrir 81 ári og náði ekki að uppfylla þann draum sinn að snúa aftur til Haítí fyrir dauðann. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 244 orð

Fagna lækkun matarverðs

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands segir í ályktun að sambandið fagni því að ríkisstjórnin hafi sett fram tillögur um aðgerðir sem miða að því að lækka matvælaverð. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Fengu lánaðan stiga til að bjarga íbúum af svölum á efri hæð

NOKKUR hræðsla greip um sig meðal íbúa á efri hæð fjölbýlishúss á Kjalarnesi þegar þeim varð ljóst að þeir gátu með engu móti komist út úr húsinu eftir að eldur kviknaði í stigagangi hússins í fyrrinótt. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 184 orð

Fimm tilnefnd til Fjöreggs MNÍ

DÓMNEFND á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) hefur tilnefnt fimm aðila til að hljóta Fjöregg MNÍ en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir lofsvert framtak á árinu á matvælasviði. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fjarðabyggð kaupir land

Fjarðabyggð hefur keypt sex ríkisjarðir í Reyðarfirði vegna byggingar Fjarðaáls. Land þess ásamt hafnar- og iðnaðarsvæði spannar um 110 hektara. Eru þetta Framnes, Sómastaðir, Sómastaðagerði, Flateyri, Hraun og Hólmar. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Fjölmennur fundur starfsfólks mótmælir uppsögnum Alcan

FJÖLMENNUR fundur starfsmanna álvers Alcan í Straumsvík, sem haldinn var í Bæjarbíói í gær, mótmælti tilefnislausum uppsögnum vinnufélaga sem unnið hefðu hjá fyrirtækinu áratugum saman og skoraði á það að draga uppsagnirnar til baka eða ljúka þeim í... Meira
13. október 2006 | Þingfréttir | 43 orð | 1 mynd

Forseti Stórþingsins í heimsókn

THORBJØRN Jagland, forseti norska Stórþingsins, er hér í opinberri heimsókn ásamt eiginkonu sinni í boði forseta Alþingis dagana 11.-15. október. Í gær átti Jagland m.a. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Framlag til friðaruppbyggingar

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita framlag sem nemur einni milljón Bandaríkjadala, tæplega 70 milljónum íslenskra króna, til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðshrjáðum löndum. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Fríkirkjuvegur 11 til sölu

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns ráðsins, að selja Fríkirkjuveg 11 og að finna hentugra húsnæði fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR). Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 522 orð

Fullyrðir að Jón Baldvin hafi sætt hlerunum

FYRRVERANDI starfsmaður Landssímans hringdi í Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra (1988-1995), á miðvikudagskvöld til að segja honum að hann hefði orðið vitni að því sem starfsmaður Landssímans á sínum tíma er símtal Jóns Baldvins... Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 173 orð

Fyrsta heildstæða greiningin á ofbeldi gagnvart börnum

Í NÝRRI skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþingi samtakanna á miðvikudag kemur fram, að ofbeldi gegn börnum sé oft hulið, það geti birst í kynferðislegum refsingum, vinnuþrælkun, nauðgunum, vanrækslu, pyntingum,... Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð

Glitnir styður Krabbameinsfélag Íslands

GLITNIR styður árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands sem nú stendur yfir. Einkennislitur átaksins er bleikur og hefur verið skipt um lit á vefsíðu Glitnis af þessu tilefni auk þess sem höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand eru lýstar með bleiku ljósi. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Götulýsing talin duga

SVOKALLAÐIR Jersey-steinar eru víða notaðir til að stýra umferð um vinnusvæði í borginni m.a. við Geirsgötu nú um stundir þar sem steinarnir mynda sveig norðan við Seðlabankahúsið. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 552 orð | 1 mynd

Handboltaumfjöllun vekur athygli

Eftir Ragnhildi Aðalsteinsdóttur STEFÁN Árnason og Ágúst Stefánsson hafa að undanförnu vakið mikla athygli vegna heimasíðu sem þeir sjá um fyrir hið nýsameinaða handboltalið Akureyrar. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hljóðritasýning í Amtsbókasafninu

SÝNINGIN "Frá vaxhólkum til geisladiska" verður opnuð í dag, föstudag kl. 17, í Amtsbókasafninu á Akureyri í tilefni af aldarafmæli hljóðritunar á Íslandi. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hnoðraholt rammaskipulagt

Garðabær | Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að ARKþing, Batteríið, Kanon arkitektar, Teiknistofa arkitekta og Zeppelin arkitektar taki þátt í rammaskipulagsgerð í Hnoðraholti í suðurhlíðunum gegnt Vífilsstöðum. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 1454 orð | 1 mynd

Hugarfarið breyttist á fundinum

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritari kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna, kom víða við í fyrirlestri sínum í aðalsal Háskólabíós í gærkvöldi. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 135 orð

Indverjar hjálpa til við heimanámið vestanhafs

Washington. AFP. | Bandarískir námsmenn sem sitja sveittir yfir strembnum stærðfræðidæmum eða snúnum málfræðiþrautum sækja í síauknum mæli aðstoð við heimnámið til Indlands. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 51 orð

Jökla sígur jafnt og þétt í Hálslón

Hálslón er nú ríflega 5 km² að stærð og yfirborðið um 535 m.y.s. Dýpið næst Kárahnjúkastíflu er að nálgast 80 metrana og vatnið að skríða fyrir lokur aðrennslisganga virkjunarinnar út Fljótsdalsheiði. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Kanna hagkvæmni þess að flytja rafmagn til Færeyja um sæstreng

Er Grænlandsjökull heppilegur geymslustaður fyrir geislavirkan úrgang? Ættu íslensk fyrirtæki að huga að orkusparnaði? Eru jarðvarmavirkjanir í raun afturkræfari en vatnsaflsvirkjanir? Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð

Kanna væntanlega möguleika á jarðlínum

ÞORGEIR J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets hf., telur líklegt að möguleiki á að leggja háspennulínur frá nýjum virkjunum á Hellisheiði í tengivirki við Kolviðarhól verði kannaður líkt og aðrir kostir. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Kínverjar óttast hrun í N-Kóreu

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Krefst lokunar Guantanamo

London. AP, AFP. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Kristján sækist eftir fyrsta sæti

KRISTJÁN Möller gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninga á vori komanda. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fer fram síðari hluta þessa mánaðar með póstkosningu. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Rangar tölur í grafi ÞAU mistök urðu við birtingu á grafi yfir útvarpshlustun í blaðinu í gær að rangar tölur birtust. Hér birtist grafið á ný með réttum... Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 241 orð

Lýsa vanþóknun á vináttuheimsókn Wasp

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi á að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 98 orð

Með fyrirlestra hjá Geðhjálp

SÁLFRÆÐINGURINN Alain Topor, sem kemur hingað til lands á vegum Geðhjálpar, heldur hér tvo fyrirlestra. Þeir nefnast "Hvað virkar í bataferli?". Fyrri fyrirlesturinn verður í dag, föstudaginn 13. október, klukkan 13 og beinist hann að... Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 141 orð

Meiri farangur í flug í desember

ICELANDAIR mun gefa farþegum sínum á leið til Íslands á ákveðnum flugleiðum í desember nk. heimild til að taka með sér meiri farangur en venjulega, án þess að greiða aukagjald. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Mikil breyting í Flensborg

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafnarfjörður | Nýbygging við Flensborgarskóla í Hafnarfirði hefur breytt gífurlega miklu, að sögn Magnúsar Þorkelssonar aðstoðarskólameistara. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Mikill hugur í austfirskum sveitarstjórnarmönnum

Egilsstaðir | "Öll sveitarfélögin níu skrifuðu undir viljayfirlýsingu um þátttöku í Vaxtarsamningi fyrir Austurland" segir Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem hélt aðalfund sinn nýverið og... Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 148 orð

Mikilvægt að nýta olíustöðina

Keflavíkurflugvöllur | Mikilvægt er að vinna hratt að því að koma olíubirgðastöðinni í Helguvík í notkun, að mati Guðmundar Péturssonar hjá RV ráðgjöf sem flutti erindi um atvinnusvæði vestanverðu Reykjanesi á skipulagsþingi Reykjanesbæjar í gær. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Nýstárleg fundaröð

LAUGARDAGINN 14. október nk. hefst sex funda röð sem Pétur H. Blöndal alþingismaður stendur fyrir í Háskóla Íslands. Fundarstjórar eru þekktir fulltrúar hagsmunaaðila og fólk með skoðanir á öndverðum meiði við Pétur. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Ólöf Nordal stefnir á 2. sætið

ÓLÖF Nordal, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum í vor. Ólöf er 39 ára lögfræðingur og með MBA-próf. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 485 orð

Óreiðuskip vaxandi vandamál í höfnum landsins

GÍSLI Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og formaður Hafnasambands sveitarfélaga, segir að óvenju mörg spennandi mál liggi að þessu sinni fyrir þingi Hafnasambandsins, sem hófst í gær á Höfn í Hornafirði. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð

Próflaus ökumaður ók á mann á gangbraut

TVÍTUGUR ökumaður sem aldrei hefur lokið bílprófi ók á mann við Tryggvabraut á Akureyri í gær. Maðurinn slasaðist nokkuð á fæti. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

"Pútín forseti hefur tryggt stöðugleika"

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

"Samstarf á nýjum grunni fer vel af stað"

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 234 orð

Ráðherrar sakaðir um lögbrot

ALLS hafa nú fjórir ráðherrar í nýrri stjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð verið sakaðir um að hafa farið á svig við lögin. Ekki er kannski um mjög alvarleg brot að ræða en málið er samt mjög vandræðalegt fyrir Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Rekin með fullum afköstum en er enn í tilraunarekstri

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Segja fjárfrávikin sáralítil

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 145 orð

Skopast að Múhameð

Kaupmannahöfn. AFP. | Danski þjóðarflokkurinn birti í gær teiknimynd af Múhameð á vefsíðu sinni en fyrir nokkrum dögum olli myndband af ungliðum í flokknum, sem voru að hæðast að spámanninum, miklum úlfaþyt í íslömskum löndum. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Stefnir í að gefin verði út 500 byggingarleyfi í ár

Reykjanesbær | Gefin hafa verið út 467 byggingaleyfi í Reykjanesbæ, það sem af er ári. Það sem af er þessum mánuði hafa verið gefin út 133 leyfi. Útlit er fyrir að framkvæmdir verði hafnar við um 500 íbúðir á árinu, heldur fleiri en á síðasta ári. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Stelpumót í skák

STELPUSKÁKMÓT Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, á morgun, laugardaginn 14. október, og hefst kl. 13. Meira
13. október 2006 | Þingfréttir | 285 orð

Stjórnarandstaðan vill endurskoða lífeyriskafla

SKOÐAÐ verður samspil almannatrygginga- og lífeyriskerfisins með það að markmiði að einfalda tryggingakerfið, draga úr skerðingaáhrifum tekna og auka möguleika lífeyrisþega til að bæta kjör sín, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður... Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Stórurriði og gönguferð við Þingvallavatn

Á VEGUM þjóðgarðsins á Þingvöllum verður gönguferð á laugardaginn en þar verður stórurriðinn í aðalhlutverki. Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá Laxfiskum ehf., mun vera með kynningu á rannsóknum sínum á stórurriðanum í Þingvallavatni. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Stúdentar í meðmælagöngu

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands stóð í gær fyrir meðmælagöngu undir yfirskriftinni "Vér meðmælum öll" og tóku um 3-500 manns þátt í göngu frá Háskólanum niður á Austurvöll þar sem ávörp voru flutt. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Sýna muni gerða úr pappamassa

Keflavík | Sýning á munum úr pappamassa verður í Gömlu búð í Keflavík næstkomandi sunnudag. Stuðningsfulltrúar á Suðurnesjum hafa verið á námskeiði um listræna sköpun í skólastarfi. Námskeiðin voru haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 103 orð | 2 myndir

Teflt til úrslita

BÚLGARINN Veselin Topalov og Rússinn Vladímír Kramník sömdu um jafntefli í gær í tólftu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í Elista í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 441 orð

Tveggja manna leitað vegna nauðgunar í húsasundi

TVEIR menn réðust að ungri konu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags og drógu hana inn í húsasund þar sem annar nauðgaði henni. Deildarstjóri neyðarmóttöku vegna nauðgana segir að nauðganir sem þessar, þ.e. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Tyrkir ósáttir við framgöngu Frakka

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NEÐRI deild franska þingsins samþykkti í gær lagafrumvarp sem kveður á um að það teljist glæpur að neita því að fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi í fyrri heimsstyrjöldinni jafngildi þjóðarmorði. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð

Unglingar bólusettir gegn kíghósta

BÓLUSETNING gegn kíghósta verður tekin upp við fjórtán ára aldur frá og með næstu áramótum. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Vill breska herinn heim

London. AFP. | Yfirmaður breska hersins segir í viðtali, sem breska dagblaðið Daily Mail birtir í dag, að kalla þurfi breska herliðið í Írak heim vegna þess að dvöl bresku hermannanna þar auki öryggisvandamál Bretlands. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð

Vill byggja til framtíðar

Garðabær | Skipulagsnefnd Garðabæjar leggur áherslu á gæði frekar en magn í sambandi við sameiginlega hesthúsabyggð Garðabæjar og Kópavogs á Kjóavöllum. Í fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir hverfi fyrir 4.000 til 4. Meira
13. október 2006 | Þingfréttir | 38 orð | 1 mynd

Víðtækt samráð milli allra aðila

Eftir Andra Karl andri@mbl.is MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra mun kynna ríkisstjórninni heildstæða forvarnarstefnu eigi síðar en á fullveldisdaginn, 1. desember nk. Meira
13. október 2006 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Þreytan segir til sín

Víetnamskur fiskimaður geispar eftir erfiðan vinnudag í körfulaga báti sínum, sem Víetnamar kalla Thuyen Thung, í fiskiþorpinu Danang. Þorpsbúar nota körfubátana, sem kosta um 4.200 ísl. Meira
13. október 2006 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Þúsundir gesta komu í nýja IKEA-búð

TÍU þúsund manns höfðu komið í verslun IKEA í Garðabæ síðdegis í gær, á fyrsta opnunardegi verslunarinnar á nýjum stað. Opið var til 22 í gærkvöldi og bjóst Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA við að fjöldi gesta færi í 20 þúsund áður en yfir lyki. Meira

Ritstjórnargreinar

13. október 2006 | Staksteinar | 172 orð | 1 mynd

Samfylking og Kárahnjúkar

Hvernig á að skilja málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar, um Kárahnjúkavirkjun um þessar mundir? Meira
13. október 2006 | Leiðarar | 878 orð

Vísir að sátt um virkjanamál

Nefndin, sem í fyrradag skilaði iðnaðarráðherra skýrslu um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls, hefur með tillögum sínum skapað vísi að sátt í einu mesta deilumálinu í íslenzku þjóðfélagi nú um stundir; hvar megi virkja vatnsorku og... Meira

Menning

13. október 2006 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Brekkukotsannáll á Gljúfrasteini

OPNI leshringurinn Verk mánaðarins heldur áfram í október á Gljúfrasteini og verður skáldsagan Brekkukotsannáll tekin fyrir að þessu sinni. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 311 orð | 1 mynd

Eins og landkönnuður

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is NORRÆNIR músíkdagar standa nú sem hæst og er dagskráin fjölbreytt. Í dag verður frumflutt nýtt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson í Salnum í Kópavogi. Verkið, Píanókonsert nr. Meira
13. október 2006 | Kvikmyndir | 159 orð | 1 mynd

Ekki reyna þetta heima!

ÞEGAR þeir félagar Hris Pontius, Johnny Knoxville, Steve-O, Bam Margera og allir hinir kenndir við félagskapinn Jackass hófu að sjónvarpa uppátækjum sínum má segja að brotið hafi verið blað í sögu sjónvarps. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 442 orð | 1 mynd

Fátt skemmtilegra en ný tónlist

Kaiser Chiefs er meðal gesta á Iceland Airwaves. Helga Þórey Jónsdóttir ræddi við Nick Hodgson, trommuleikara sveitarinnar. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 504 orð | 2 myndir

Fiðlan ekki frá þjóðinni?

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl. Meira
13. október 2006 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd

Fjandinn í hátískufatnaði

THE Devil Wears Prada segir frá hinni ungu og óhörðnuðu Andy Sachs (Anne Hathaway) sem fær vinnu sem annar aðstoðarmaður Miröndu Priestley (Meryl Streep), sem er harðskeyttur ritstjóri tískutímaritsins Runway . Meira
13. október 2006 | Tónlist | 198 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves-hátíðinni í næstu viku eins og til stóð, vegna veikinda. Í tilkynningu frá Hr. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Frá vaxhólkum til geisladiska

ÁRIÐ 2003 voru 100 ár liðin frá því að Jón Pálsson hóf að safna þjóðfræðaefni með hljóðritunum á vaxhólka. Í tilefni af því aldarafmæli var sett upp sýning haustið 2004 undir yfirskriftinni: Frá vaxhólkum til geisladiska. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 81 orð

Kvikmyndin Börn fær góða dóma

ÍSLENSKA kvikmyndin Börn fær góða umsögn í kvikmyndatímaritinu Variety . Gagnrýnandinn Gunnar Rehlin segir myndina heillandi á að horfa og spáir henni velgengni á kvikmyndahátíðum á næstu misserum. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 422 orð | 1 mynd

Kærkominn þrýstingur

HLJÓMSVEITIN Dikta náði fyrst almennri athygli fyrir síðustu jól þegar önnur plata sveitarinnar, Hunting for Happiness , kom út. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 362 orð | 1 mynd

Lokaorrustan

Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafsson píanó, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Östlund trommur. Hljóðritað á ferð um Ísland í apríl 2006. Rivers 02. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 441 orð | 2 myndir

Lúðrablástur og bumbusláttur á hátíð menningarhátíðanna

Ég minnist þess ekki að meira hafi verið um dýrðir í menningarlífinu síðustu tuttugu árin, eða um það bil, en nú í haust. Framan af hausti var venju fremur dauft til dæmis yfir tónleikahaldi, en svo skall veðrið á. Meira
13. október 2006 | Fólk í fréttum | 258 orð | 2 myndir

Metnaðarfullur knattspyrnugúrú

Sigurður Hrannar Hjaltason er nýútskrifaður leikari. Hann fer þessa dagana með hlutverk vandræðaunglings í leikritinu Patrekur 1,5 sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í vetur sem og öllum framhaldsskólum á Íslandi. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 422 orð | 2 myndir

Myndlist og gjörningar um alla borg

SEQUENCES er alþjóðleg hátíð þar sem sjónum er beint að líðandi list - myndlist sem líður í tíma, eins og vídeólist og hljóðlist. Á hátíðinni verður myndlist sett í samhengi við aðra miðla, einkum hljóð og gjörningalist. Meira
13. október 2006 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Norrænt menningarsamstarf rætt

FORTÍÐ, nútíð og framtíð er yfirskriftin á pallborðsumræðum um Norrænt menningarsamstarf á sviði tónlistar sem fara fram í dag í tengslum við Norræna músíkdaga. Í panelnum munu sitja nokkrir norrænir sérfræðingar á ýmsum sviðum. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 254 orð

Orhan Pamuk fær Nóbelinn

TYRKNESKI rithöfundurinn Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Pamuk er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur þjóðar sinnar og hefur þótt standa traustum fótum í póstmódernismanum. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál. Meira
13. október 2006 | Leiklist | 262 orð | 1 mynd

"Skerðing á starfsemi atvinnuleikhópa í landinu"

Félagsmenn Bandalags sjálfstæðra leikhúsa (SL) hafa sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er tillaga menntamálaráðuneytisins um lækkun á framlagi til starfsemi atvinnuleikhópa á fjárlögum 2007. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 293 orð

Rísandi endurtekningar

Fallegt þorp, geislaplata hljómsveitarinnar Miri. Sveitina skipa Árni Geir, Guðmundur Jóns, Hjalti Jón, Ívar Pétur og Óttar Brjánn, Björt Sigfinnsdóttir leikur auk þess á saxófón í einu lagi. Lög eru eftir Miri. Curver stjórnaði upptökum, en hljóðvinnsla fór fram í Tíma. Miri gefur út. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 284 orð

Saknar sértækra ákvæða um leikið efni

STJÓRN Félags leikskálda og handritshöfunda hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna nýs samnings milli menntamálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins: "Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samningi milli Ríkisútvarpsins og... Meira
13. október 2006 | Tónlist | 311 orð | 1 mynd

Stórtónleikar?

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÆR FREGNIR hafa nú borist úr herbúðum Magna Ásgeirssonar að hann fari ekki með í fyrirhugað tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Supernova, sem nú heitir reyndar Rock Star Supernova. Á aðdáendasíðu sinni, www. Meira
13. október 2006 | Tónlist | 647 orð | 1 mynd

Vel heppnaðir tónleikar

Tónleikarnir Rokk og ról í 50 ár - 50 ára afmæli rokksins á Íslandi í Salnum í Kópavogi. Meira
13. október 2006 | Menningarlíf | 723 orð | 1 mynd

Vopnin kvödd

Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is ÞAÐ er jafnan einn af hápunktunum á næstum hverri djasshátíð hérlendis þegar Útlendingahersveitin kemur saman og fremur list sína. Tónleikar með sveitinni á Nasa nk. Meira

Umræðan

13. október 2006 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Jakob og sköpunarverkið

Ólafur Þ. Hallgrímsson svarar grein Jakobs Björnssonar: "Boðskapur Jesú Krists er ekki sætsúpa, sem gott er að innbyrða með sunnudagssteikinni, heldur dauðans alvara, sem á erindi við synduga menn." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Kárahnjúkar - réttar áherslur í undirbúningsrannsóknum?

Magnús Tumi Guðmundsson skrifar um undirbúningsrannsóknir Landsvirkjunar við Kárahnjúka: "Mín skrif snúast ekki um það að vera með eða á móti. Þau fjalla um mikilvægi þess að fagleg og vönduð vinnubrögð séu jafnan ástunduð við undirbúning stórframkvæmda." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Kjarnorkuógn núna?

Júlíus Valdimarsson skrifar um alþjóðlegt átak til afvopnunar: "Eyðileggingarmáttur þeirra er geigvænlegur og getur haft úrslitaáhrif á líf allra jarðarbúa." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 1293 orð | 1 mynd

Kjarnorkuvopnin voru slíðruð á Höfðafundinum árið 1986

Eftir Jón Hákon Magnússon: "...sú ótrúlega landkynning sem fékkst með þessum hætti hefur skapað Íslendingum og Íslandi sterka og jákvæða ímynd um heimsbyggðina." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 799 orð | 1 mynd

Miðgarður - norrænt samstarfsnet fyrir fatlað fólk

Þór Ingi Daníelsson fjallar um starfsemi Miðgarðs, samstarfsnets fyrir fatlað fólk: "Miðgarður vill ekki einungis styrkja norrænt samstarf heldur einnig samvinnu á milli vinnustaða og skóla í hverju landi fyrir sig." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

"Minnismerkið við Kárahnjúka" - Atlaga að lífskjörum

Stefán Pétursson fjallar um kostnaðinn sem hlytist af því að afskrifa Kárahnjúkavirkjun og tilheyrandi flutningsmannvirki: "...verið er að leggja til að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu greiði viðbótarlán upp á u.þ.b. 4-5 milljónir." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Rýtingur í þjóðarsálina

Alex Stefánsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun og aðgerðir Ómars Ragnarssonar: "Að horfa á uppbygginguna á Austurlandi er frábært og gleður mig að sjá að fólk þurfi ekki að kljást jafn mikið við atvinnuleysi og láglauna drauginn og áður var." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Samfylkingin biður almenning að bjarga sér úr snörunni

Bjarni Jónsson skrifar um sveitarstjórnarmál í Skagafirði: "Þeir sem skipa sveitarstjórnarlista Samfylkingarinnar í Skagafirði bera sameiginlega ábyrgð á málinu." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Sammála Seðlabankastjóra

Gylfi Arnbjörnsson svarar Staksteinum Morgunblaðsins: "Hvaða afstöðu ætlar Morgunblaðið, sem barist hefur fyrir frjálsari viðskiptaháttum, að taka í þessu máli?" Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Stjórnmálaflokkur aldraðra

Jón Atli Kristjánsson fjallar um málefni aldraðra: "Ég tel því að ekki sé mikil þörf á nýjum stjórnmálaflokki fyrir gamalt fólk og óttast að slík samtök geri ekkert annað en að einangra það." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Stuðningur við þjóðlegar greinar

Dagný Jónsdóttir fjallar um málefni Háskóla Íslands: "Stjórnvöld sýna í verki að þau meta vel hin íslensku fræði" Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Sýndarmennska Samfylkingarinnar og græna blekkingin

Guðni Ágústsson skrifar um lækkun matarverðs: "Mikilvægt að íslenskur landbúnaður fái ekki lakara tækifæri til aðlögunar að auknu viðskiptafrelsi en landbúnaður nágrannaríkjanna." Meira
13. október 2006 | Aðsent efni | 574 orð | 2 myndir

Varmársamtökin skora á samgönguráðherra

Sigrún Pálsdóttir skrifar um mislæg gatnamót í Mosfellsbæ: "Í áskorun samtakanna til ráðherrans er bent á að Vegagerðin og fyrirtæki í hennar þjónustu búi yfir mikilli sérþekkingu sem komið getur sveitarstjórnum að góðu gagni við skipulagsgerð." Meira
13. október 2006 | Velvakandi | 488 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Grafarþögn Vinstri grænna ÞAÐ virðist hafa farið framhjá mörgum að ein meginástæðan fyrir mengun og gróðurhúsalofttegundum er jarðvegseyðing, hér á landi sem annars staðar. Meira

Minningargreinar

13. október 2006 | Minningargreinar | 4103 orð | 1 mynd

Anna Jakobína Guðjónsdóttir

Anna Jakobína Guðjónsdóttir fæddist í Skjaldarbjarnarvík á Ströndum hinn 6. október 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða 4. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 1615 orð | 1 mynd

Anna Margrét Sigurðardóttir

Anna Margrét Sigurðardóttir fæddist á Blönduósi 10. nóvember 1913 og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. október síðastliðinn. Anna Margrét fluttist að Fremstagili um 1922 og dvaldist þar til 13 ára aldurs. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 3753 orð | 1 mynd

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. í Kalastaðarkoti á Hvalfjarðarströnd 8. júní 1906, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 259 orð | 1 mynd

Ingólfur Björgvinsson

Ingólfur Björgvinsson, rafvirkjameistari í Reykjavík, fæddist 18. júní 1923 á Bólstað í A-Landeyjum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 30. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík 9. október. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 3875 orð | 1 mynd

Kristján Jón Jóhannesson

Kristján Jón Jóhannesson, fyrrum sveitarstjóri á Flateyri við Önundarfjörð, fæddist á Flateyri hinn 30. maí 1951. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík þriðjudaginn 3. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 1448 orð | 1 mynd

Ragnar Valdimar Jóhannesson

Ragnar Valdimar Jóhannesson fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýlu 23. desember 1936. Hann andaðist á líknardeild LSH Kópavogi 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóhannesson, f. 10. júlí 1902, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 314 orð | 1 mynd

Sigurður Rúnar Þórisson

Sigurður Rúnar Þórisson fæddist 13. október 1981. Hann lést á heimili sínu 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 31. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 2735 orð | 1 mynd

Stefanía Runólfsdóttir

Stefanía Runólfsdóttir fæddist í Reykjavík 9. janúar 1912. Hún lést hinn 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Þorbjörnsdóttir, f. 11. apríl 1889, d. 11. desember 1983, og Runólfur Sigurjónsson, verkamaður, f. 16. júlí 1886, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2006 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

Valdimar Jónsson

Valdimar Jónsson skipstjóri fæddist 11. janúar 1921. Hann lést á Sjúkarahúsi Keflavíkur 5. október síðastliðinn. Ól hann allan sinn aldur í Keflavík. Foreldrar hans voru Jóna Lilja Samúelsdóttir úr Dalasýslu og Jón Valdimarsson sjómaður úr Keflavík. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. október 2006 | Sjávarútvegur | 813 orð | 2 myndir

Bandaríkjamenn andvígir alþjóðlegu banni við botnvörpuveiðum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÍSLAND, Bandaríkin, Kanada, ESB og mörg fleiri ríki hafa lýst andstöðu sinni við alþjóðlegt bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum. Stór hópur ríkja hefur lagt áherzlu á slíkt bann. Meira

Viðskipti

13. október 2006 | Viðskiptafréttir | 416 orð | 1 mynd

Áhugi á Actavis hafði áhrif á umsókn

GOTT viðskiptasamband Actavis við alþjóðlega bankann JP Morgan, og mikill áhugi viðskiptavina bankans á Actavis, eiga stóran þátt í því að JP Morgan Securities ákvað að sækja um kauphallaraðild að Kauphöll Íslands. Meira
13. október 2006 | Viðskiptafréttir | 428 orð | 1 mynd

Ferðum Icelandair verður fjölgað um 17% í vor

"VIÐ fögnum sjötíu ára afmæli Icelandair á næsta ári og ætlum að halda upp á það með því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á langstærstu flugáætlun í sögu félagsins," sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, á blaðamannafundi í gær, þar... Meira
13. október 2006 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Samruni Exista og VÍS heimilaður

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur veitt samruna Exista og VÍS blessun sína, en Exista ehf. keypti í sumar ríflega 80% hlut í VÍS og á eftir kaupin um 99,93% hlut í félaginu. Meira
13. október 2006 | Viðskiptafréttir | 45 orð

Úrvalsvísitalan niður um 0,65%

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði um 0,65% í viðskiptum gærdagsins og var gildi hennar 6468,62 við lokun markaða . Velta með hlutabréf nam um 4 milljörðum króna, en velta með skuldabréf nam um 26 milljörðum. Meira
13. október 2006 | Viðskiptafréttir | 160 orð | 1 mynd

Verksmiðja Elkem í Ålvik flutt til Íslands vegna hás orkuverðs í Noregi

TEKIN hefur verið ákvörðun um að flytja verksmiðju Elkem í Ålvik í Noregi til Íslands, að því er segir í frétt norska ríkissjónvarpsins. Meira

Daglegt líf

13. október 2006 | Daglegt líf | 459 orð | 1 mynd

Allir hafa skoðun á mat

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Hugmyndin að þessum vef kviknaði fyrir nokkrum árum þegar ég var í heimsókn hjá vinkonu minni og hripaði niður uppskrift á miða sem ég tróð svo í vasann hjá mér. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 223 orð | 1 mynd

Baunir minnka hættu á ristilkrabba

TVÆR nýjar rannsóknir benda til þess að baunir geti minnkað hættuna á því að fá kirtilæxli í ristli. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að mikil neysla á þurrkuðum baunum minnkaði hættuna á hjartasjúkdómum. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 129 orð

Enn af Jöklu

Hreiðar Karlsson yrkir um landsþekkt fljót sem er horfið: Ýmsir kveina af eftirsjá, aðrir þótt hljóðlega fagni. Ófrýnilegasta landsins á loksins kemur að gagni. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 818 orð | 4 myndir

Evrópskur sveitamatur

Sveitamatur þarf ekki endilega að vera íslenskur sveitamatur - heldur má nota það, segir Sigurrós Pálsdóttir, sem samheiti yfir seðjandi og bragðmikla rétti sem eiga vel við á haustdögum Meira
13. október 2006 | Ferðalög | 734 orð | 2 myndir

Haustuppskeran í Toskana

Í sveitum Toskana stendur nú vínuppskeran sem hæst. Hjördís Hildur Jóhannsdóttir heimsótti vínbændur. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 1405 orð | 3 myndir

Mikið í húfi fyrir hundaræktendur

Erfðatæknin kemur víða að gagni og nú er hægt að greina vaxandi arfgenga sjónurýrnun í hundum. Sigrún Ásmundar spurðist fyrir um málið. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 92 orð | 1 mynd

Mítlar í döðlum frá Himneskri hollustu

FUNDIST hafa mítlar í döðlupakkningum frá Himneskri hollustu, dagsettum 30.05.07. og 31.07.07. Mítlarnir eru í litlu magni og algjörlega skaðlausir. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 364 orð | 3 myndir

mælt með...

Spilagleði í Þorlákshöfn Hljómfagrir tónar munu án efa berast um Þorlákshöfn um helgina því þar er áformað að halda stórt strengjasveitamót, sem 250 nemendur úr 21 tónlistarskóla hvaðanæva af landinu hafa skráð sig til leiks í. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 203 orð

Nýtt hjá Kassa.is

Í TILEFNI 7 ára afmælis Kassa.is verður ný heimasíða tekin í notkun sem gefur söluaðilum kost á að stofna eigin netverslun innan kassi.is auk þess að einstaklingar geta skráð flokkaðar auglýsingar og uppboð. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 403 orð | 2 myndir

Syngjandi sviðsstjóri

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Í mínum frístundum hlusta ég mest á tónlist og þá helst klassíska tónlist. Meira
13. október 2006 | Daglegt líf | 184 orð | 1 mynd

Virðing fylgir vagni hverjum

ÞAÐ skiptir öllu máli hvort nýbökuð móðir stormar inn á kaffihús ýtandi á undan sér sportlegum Emmaljunga-barnavagni, Silver Cross-glæsivagni sem kostar 140 þúsund krónur eða gamalli og lúinni kerru sem minnir á úr sér genginn kassabíl. Meira

Fastir þættir

13. október 2006 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

árnað heilla ritstjorn@mbl.is

60 ára afmæli . Í dag, 13. október, er sextugur Bárður Gísli Hermannsson bifvélavirki . Í tilefni dagsins tekur hann á móti ættingjum og vinum í rafveituheimilinu í Elliðaárdal kl. 19 á... Meira
13. október 2006 | Fastir þættir | 150 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Innkoma tryggð. Meira
13. október 2006 | Fastir þættir | 767 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 11. október var spilaður eins kvölds Barometer-tvímenningur. Staða efstu para var: Hrund Einarsd. - Vilhjálmur Sigurðss. 41.2 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 16.2 Unnar A. Guðmundss. - Gunnar Birgisson 11. Meira
13. október 2006 | Í dag | 497 orð | 1 mynd

Forvarnir gegn byltum aldraðra

Helga Hansdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1979, lauk læknaprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1987 og sérfræðiþjálfun í lyflækningum og öldrunarlækningum við University of Connecticut 1996. Meira
13. október 2006 | Fastir þættir | 19 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Áhrif hans eru yfirgripsmikil. SNOTRARA ÞÆTTI: Áhrif hans eru víðtæk . Eða: Áhrifa hans gætir... Meira
13. október 2006 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Tanja Rut Bjarnþórsdóttir og Glódís...

Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Tanja Rut Bjarnþórsdóttir og Glódís Helgadóttir, söfnuðu 19.369 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, söfnun fyrir börn í... Meira
13. október 2006 | Viðhorf | 947 orð | 1 mynd

Maturinn hér og þar

Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af því sem gerist núna í október, nóvember, desember, janúar og febrúar. Hvað ef matarverð heldur áfram að hækka þessa fimm mánuði, eins og það hefur gert allt þetta ár? Meira
13. október 2006 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: "Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður...

Orð dagsins: "Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann." (Jóh. 14, 7. Meira
13. október 2006 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 e6 2. e4 d5 3. Rd2 Be7 4. Bd3 Rc6 5. Rgf3 Rb4 6. Be2 c5 7. a3 Rc6 8. exd5 exd5 9. dxc5 Bxc5 10. O-O Rge7 11. b4 Bb6 12. c4 O-O 13. Bb2 Be6 14. c5 Bc7 15. b5 Ra5 16. Dc2 Rg6 17. Bd3 b6 18. c6 He8 19. Hfe1 Hc8 20. Dc3 f6 21. Dc2 Bf7 22. Meira
13. október 2006 | Í dag | 146 orð

Spurt er... dagbok@mbl.is

1 Ástralskur laganemi sló öll met er hann lauk náminu á aðeins fjórum og hálfu ári. Aldurinn vakti ekki síst athygli. Hver var hann? 2 Eggert Magnússon fer fyrir hópi fjárfesta, sem hafa hug á að kaupa enskt knattspyrnulið. Hvaða lið er það? Meira
13. október 2006 | Í dag | 64 orð | 1 mynd

Sýning og innsetningar Sequences-listahátíðar í Safni

Í Safni, Laugavegi 37 sýna Tilo Baumgärtel og Martin Kobe, ungir málarar frá Leipzig í Þýskalandi, ný verk sín. Innsetning svissneska listamannsins Romans Signer á miðhæð. Meira
13. október 2006 | Fastir þættir | 316 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er eins og svo margir alltaf að leita að einhverju fljótlegu til að elda sjálfur heima, í staðinn fyrir að kaupa skyndibita. Meira

Íþróttir

13. október 2006 | Íþróttir | 103 orð

AGF horfir til Íslands

FLEIRI íslenskir knattspyrnumenn eru undir smásjánni hjá danska 1. deildar liðinu AGF að sögn Brian Steen Nielsen, framkvæmdastjóra félagsins, en Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson er þessa vikuna til skoðunar hjá liðinu. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 182 orð

Alfreð og Viggó fögnuðu sigri í Meistaradeildinni

ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach, fagnaði sigri gegn Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi, 34:31. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 85 orð

Apeldoorn vill skoða Kristin

HOLLENSKA knattspyrnuliðið Apeldoorn, sem leikur í 1. deild, hefur boðið Kristni Steindórssyni, drengjalandsliðsmanni úr Breiðabliki, til æfinga í tíu daga. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 112 orð

Edman fékk ekki far

FRANSKA meistaraliðið Lyon sendi einkaþotu til Reykjavíkur til að sækja Svíann Kim Källström strax eftir leikinn gegn Íslendingum í fyrrakvöld, en Källström skoraði fyrra mark Svía með sannkölluðum þrumufleyg. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Formlegar viðræður hafnar við West Ham

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og viðskiptafélagar hans eru komnir í formlegar viðræður við eigendur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 396 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ólafur Stefánsson lék ekki með Ciudad Real í spænska handboltanum í fyrrakvöld en þá lagði liði Torrevieja 32:22. Ólafur er meiddur. Portland vann líka sinn leik og eru bæði liðin með fullt hús stiga, 14 stig eftir sjö umferðir. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 262 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Afturelding í Mosfellsbæ hefur ákveðið að tefla fram meistaraflokki kvenna í knattspyrnu á ný næsta keppnistímabil, eftir tíu ára hlé. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 230 orð

Haukar stefna áfram í Evrópukeppninni

HAUKAR mæta ungverska liðinu Cornexi Alcoa í Evrópukeppni bikarhafa kvenna í kvöld og síðan aftur á laugardaginn. Leikurinn í kvöld er heimaleikur Hauka. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 33 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Evrópukeppni bikarhafa, kvenna, fyrri leikur: Ásvellir: Haukar - Cornexi Alcoa 19.30 Úrvalsdeild kvenna, DHL-deildin: Seltjarnarnes: Grótta - HK 19 1.deild karla: Grafarv. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 71 orð

Júlíus tekur við kvennalandsliðinu

JÚLÍUS Jónasson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik og fyrrum þjálfari karlaliðs ÍR, hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Aðstoðarmaður Júlíusar verður Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 88 orð

Logi fór á kostum

LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti frábæran leik með ToPo í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið sigraði Tampereen Pyrinto, 94:82. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 141 orð

Malta vann Ísland síðast - fyrir 24 árum

MÖLTUMENN höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir frækinn sigur á Ungverjum, 2:1, í undankeppni EM í knattspyrnu á þjóðarleikvanginum Ta'Qali í fyrrakvöld. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 1239 orð | 1 mynd

Nýtingin á gervigrasvöllum er mun betri

Lúðvík S. Georgsson, formaður mannvirkjanefndar Knattspyrnusambands Íslands, segir að margt hafi ekki komið fram í umfjöllun um lengingu keppnistímabilsins í knattspyrnu. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Reading sýnir Birki Bjarnasyni áhuga

ENSKA úrvalsdeildarfélagið Reading hefur fengið augastað á Birki Bjarnasyni, íslenska unglingalandsliðsmanninum í knattspyrnu, sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 83 orð

Reynir til Fram

SKAGAMAÐURINN Reynir Leósson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 259 orð

Sigurpáll er efstur

SIGURPÁLL Geir Sveinsson úr Kili í Mosfellsbæ er í efsta sæti á úrtökumótinu fyrir sænsku atvinnumótaröðina í golfi að loknum öðrum keppnisdegi á Kävlinge -vellinum í Svíþjóð. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

Stórleikur Þóru dugði ekki til gegn Arsenal

KLUKKUSTUNDAR löng varnarbarátta Blikastúlkna dugði ekki til þegar Arsenal kom í Kópavoginn í gær því talsvert vantaði uppá sóknarleikinn. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 112 orð

Tíu Íslendingar á HM

TÍU íslenskir fimleikamenn taka þátt í heimsmeistaramótinu sem að þessu sinni verður haldið í Árósum í Danmörku. Þetta er í annað sinn sem svo fjölmennur hópur íslenskra keppenda tekur þátt í HM. Meira
13. október 2006 | Íþróttir | 145 orð

Úrslit

KNATTSPYRNA Breiðablik - Arsenal 0:5 Kópavogsvöllur, Evrópukeppni félagsliða kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikur, fimmtudagur 12. október 2006. Aðstæður: Austan kaldi, þurrt og hiti um 8 stig. Mörk Arsenal: Kelly Smith 2 (32., 67.), Julie Fleeting 2... Meira

Bílablað

13. október 2006 | Bílablað | 534 orð | 1 mynd

Alvöru snjódekk

*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com Spurt : Þar sem ég bý á Norðurlandi er alvöru snjór á vetrum. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 306 orð

Á B-Benz á 3,03 lítrum

ÞAÐ var Mercedes-Benz B sem bar sigur úr býtum í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sem fram fór sl. laugardag. Langflestir þátttakenda óku keppnisleiðina innan tímamarka en örfáir voru lengur en 2 klst. og 15 mínútur, sem voru tímamörkin. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 302 orð | 1 mynd

Bílaumboðið Saga tekur við Fiat-umboðinu

GUÐMUNDUR Ingvarsson, áður einn af eigendum og framkvæmdastjóri bílaumboðsins Ingvars Helgasonar, hefur í félagi við aðra fest kaup á Fiat-umboðinu á Íslandi. Auk umboðs fyrir Fiat fylgir með umboð fyrir Alfa Romeo, Maserati, Ferrari og Ducati... Meira
13. október 2006 | Bílablað | 158 orð

Bíll ársins 2007 á Íslandi

NÚ stendur yfir val á Bíl ársins 2007 á Íslandi af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Í upphafi valsins stóð það um 34 bíla sem skipt er niður í fjóra flokka. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 1824 orð | 7 myndir

C4 Picasso listaverk frá Citroën

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 273 orð | 1 mynd

Dekkjasokkur í stað nagladekkja

INNAN tíðar verður allra veðra von og þótt íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki að ráði þurft að berjast um í snjónum að vetri til getur kyngt niður fyrr en varir og úti á landi er víðast einatt snjóþyngra en á suðvesturhorninu. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 145 orð

Fleiri stinga af

SAMKVÆMT nokkrum ráðherrum skuggaráðuneytis íhaldsmanna í Bretlandi eru hraðamyndavélar ástæða þess að óhöppum þar sem ökumenn stinga af hefur fjölgað um 30% í Bretlandi frá árinu 1997. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 1699 orð | 4 myndir

Framfarir í aksturstækni

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 647 orð | 1 mynd

Í bíltúr með Walter Röhrl

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvar@blyfotur.is ÞAÐ er 28 stiga hiti úti í bænum Porches í Portúgal, rétt ur klukkutími í kvöldmat en ég er að fara í bíltúr með hinum margfræga rallkappa, Walter Röhrl, sem einnig er aðal-prófunarökumaður Porsche. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 429 orð | 5 myndir

Ný kynslóð lúxusbílsins S80

VOLVO kynnti nýja kynslóð lúxusbílsins S80 fyrr á árinu og nú er komið að frumsýningu hans hér á landi. Bíllinn var prófaður lítillega með fimm strokka dísilvél og með öllum lúxuspakkanum að öðru leyti. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 132 orð

Reikna út eyðslu og kostnað

TVÆR afar gagnlegar reiknivélar er að finna inni á vef Orkuseturs, sem stofnað var af iðnaðarráðuneytinu og Orkustofnun. Vélarnar reikna út eldsneytiskostnað miðað við gefnar forsendur og gera samanburð á eyðslu og mengun frá mismunandi bílum. Meira
13. október 2006 | Bílablað | 261 orð

Samskipti bíls og ökumanns

VOLVO hefur löngum verið brautryðjandi á sviði nýrrar tækni og má sem dæmi nefna að fyrirtækið þróaði fyrstu sætisbeltin og kom einnig fyrst á markað með álfelgur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.