ÞEIM félagsmönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur (VR) sem eru með erlent ríkisfang hefur fjölgað um 60% á tveimur árum. Voru þeir 500 talsins í október árið 2004 en hefur nú fjölgað í 800 eða um 3,2% af félagafjölda.
Meira
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is STUÐNINGUR bandarísku þjóðarinnar við stríðið í Írak virðist sífellt minnka en samkvæmt könnun sem fréttastöðin CNN lét gera styðja einungis 34% Bandaríkjamanna stríðið en 64% eru því andvíg.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FLESTIR liðir aðgerðaráætlunar varðandi geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga koma til framkvæmda á næstunni, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra.
Meira
ALÞJÓÐADAGS flugumferðarstjóra er minnst víða um heim 20. október, þar á meðal hér á landi, í tilefni af því að þennan dag árið 1961 voru stofnuð Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFATCA, í Amsterdam.
Meira
Á NÆSTA ári er ráðgert að halda mót fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla landsins í hreysti og er það fyrirtækið Icefitness sem mun standa fyrir því. Keppt verður í tíu forkeppnum sem fara fram um allt landið.
Meira
Eftir Brján Jónasson og Davíð Loga Sigurðsson ÁHERSLUR Íslensku friðargæslunnar munu færast yfir í borgaraleg verkefni, og "jeppagengi" sem nú starfa í Afganistan munu hætta starfsemi.
Meira
Reykjavík | Bókaverslanir Eymundsson hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina Verndum þau eftir Ólöfu Ástu Farestveit uppeldis- og afbrotafræðing og Þorbjörgu Sveinsdóttur sálfræðing.
Meira
BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands fer fram á morgun, laugardag, í Háskólabíói. Dagskráin hefst kl. 13, en áður leikur Helene Inga Stankiewicz, nemandi við Listaháskóla Íslands, á píanó.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRESKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Bretland væri nú aðalskotmark al-Qaeda hryðjuverkanetsins á sama tíma og starfsemi þess yrði sífellt skipulegri og þróaðri.
Meira
OFT er líflegt við höfnina en flutningaskip hafa verið lítt áberandi á Akureyri undanfarin misseri. Það breytist væntanlega innan skamms því bæjarráð ákvað í gær að leggja fram 7,5 milljónir kr.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að átök brutust út í kjölfar deilna fólks um bifreiðastæði við Bónusverslunina við Smáratorg í Kópavogi á miðvikudag.
Meira
SÆNSKU fjölmiðlarnir fullyrtu í gær að Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlaði að skipa Ulf Dinkelspiel viðskiptaráðherra í stað Mariu Borelius, sem neyddist til að segja af sér.
Meira
SNARPAR umræður urðu í upphafi þingfundar í gær um ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að hefja hvalveiðar og orð Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um fyrirvara sem kvaðst setja við ákvörðunina. Steingrímur J.
Meira
Á morgun, í Súlnasal Hótel Sögu, verður haldið málþing um heilablóðfall, eða slag, og m.a. hvernig sé að lifa með slíku áfalli og komast út í lífið á ný.
Meira
ÓHÁÐ umhverfisverndarstofnun, Blacksmith-stofnunin, hefur birt skýrslu um rannsókn á menguðustu svæðum heims. Þar kemur fram að þrír af tíu menguðustu stöðum heimsins eru í Rússlandi. Íbúar tíu menguðustu staðanna eru um tíu milljónir.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir of snemmt að segja til um hvort hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni muni hafa slæm áhrif á framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðana.
Meira
STJÓRN Samtaka iðnaðarins (SI) hefur fjallað um samkeppnislög og mjólkuriðnað og hefur af því tilefni samþykkt ályktun þar sem segir að samtök iðnaðarins telji að heilbrigð samkeppni í atvinnulífinu verði best tryggð með því að byggja á þeim grunni sem...
Meira
FJÁRFRAMLAG Reykjavíkurborgar til Alþjóðahúss, en það er félag sem sinnir ráðgjöf og þjónustu við innflytjendur, skerðist um rúman þriðjung samkvæmt ákvörðun borgarráðs í gær.
Meira
Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is ROMAS Kosakovskis, litháískur ríkisborgari, var með dómi Hæstaréttar sem féll í gær gert að sæta fjögurra ára fangelsisrefsingu vegna innflutnings á vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru.
Meira
BÚIST ER við harðri keppni á Íslandsmóti skákfélaga 2006 sem hefst í dag, föstudag, kl. 20 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Íslandsmótið er fjölmennasta skákmótið sem haldið er innanlands á þessu ári, en þátttakendur eru um 400 talsins.
Meira
ALLS sóttu 106 fulltrúar og gestir 35. hafnasambandsþing sem haldið var á Hótel Höfn, Hornafirði daganna 12. og 13. október. Fjallað var um starfsemi hafnasambandsins og því sett ný lög, þar sem m.a.
Meira
KJÖRSTJÓRN Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst eftir framboðum í forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vegna alþingiskosninga 2007 í kjördæmunum Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi.
Meira
Í DAG eru 26 starfsmenn Íslensku friðargæslunnar starfandi á erlendri grundu, en reiknað er með því að um mitt næsta ár verði þeir orðnir um 40, segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar.
Meira
ÁGÚST Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem er jafnframt 2. sætið í öðru hvoru kjördæmanna.
Meira
Grindavík | Nýtt söguskilti um vettvang Tyrkjaránsins 1627 verður vígt í gamla bænum í Grindavík á morgun, laugardag, klukkan 11. Þar hefst jafnframt menningar- og söguganga um svæðið. Skiltið er við gatnamót Víkurbrautar og Verbrautar.
Meira
LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af karlmanni á veitingastað í bænum um kl. 1 aðfarnótt laugardags. Reyndist hann vera með átta grömm af ætluðu amfetamíni, tvær e-töflur og eitthvað af hassi í fórum sínum.
Meira
Njarðvík | Kaffitár býður til haustfagnaðar í dag í kaffibrennslunni á Stapabraut 7 í Njarðvík. Fagnaðurinn verður milli kl. 17 og 19 og er öllum opinn. Á haustfagnaðinum verður kynnt nýtt einkennismerki Kaffitárs.
Meira
Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ICELANDAIR Group hefur tekið tilboði Olíufélagsins hf. (ESSO) í flugvélaeldsneytisviðskipti til eins árs, en undanfarin ár hefur félagið keypt flugvélaeldsneyti hér innanlands af Skeljungi.
Meira
New York. AP. | Sjö stjórnendur útfararstofa í Bandaríkjunum hafa játað aðild að stuldi á líkamshlutum sem voru seldir fyrirtækjum er sérhæfa sig í sölu á vefjum úr líkum, meðal annars fyrir ígræðsluaðgerðir.
Meira
KÁRI Fannar Lárusson, nemandi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri, opnar ljósmyndasýningu á morgun, laugardag, kl. 14 í Populus Tremula í listagilinu á Akureyri.
Meira
Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, sem haldinn var á Ísafirði helgina 7.-8. okt. sl., var skipuð kjörnefnd vegna uppstillingar á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar 12. maí 2007.
Meira
HINN árlegi kjötsúpudagur verður haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í Reykjavík á morgun, laugardag. Þeir sem búa og starfa við Skólavörðustíginn taka höndum saman og taka á móti gestum og gangandi.
Meira
Kostnaður Strætós bs. af því að taka upp rafræn greiðslukort er kominn í 216 milljónir króna og að minnsta kosti 10 milljónir eiga eftir að bætast við, en upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður Strætós við verkefnið yrði 50 milljónir króna.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segist vera sammála því hvernig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staðið að umræðum um hugsanlega leyniþjónustu hér á landi.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kynbundinn launamunur á íslenskum vinnumarkaði hefur nánast ekkert breyst í 12 ár, er nú 15,7% en var 16,0% 1994.
Meira
Vestmannaeyjar | Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, tilkynnti á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi að hann segði af sér sem bæjarfulltrúi.
Meira
Stoðvinafélag Minjasafnsins á Akureyri stendur fyrir dagskrá um sr. Matthías Jochumsson í Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, laugardag, fyrsta vetrardag kl. 14. Flutt verða stutt erindi sem sýna manninn, prestinn og þjóðskáldið frá ýmsum sjónarhornum.
Meira
SLIPPURINN Akureyri ehf. hefur keypt ráðandi hlut í fyrirtækinu Naust Marine hf. en fyrirtækið, sem stofnað var 1993 í Garðabæ, hefur verið leiðandi í framleiðslu sjálfvirks togvindubúnaðar.
Meira
MÖRÐUR Árnason alþingismaður hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Mörður sækist eftir 4.-6. sæti í prófkjörinu 11. nóvember. Hann hefur verið alþingismaður frá 2003.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi athugasemdir frá Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni Mjólku: "Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október síðastliðinn.
Meira
SJÁLFSAFGREIÐSLA stofnana eykur hagræði fyrir fyrirtæki og almenning. Rafræn þjónusta, rafræn skilríki og rafræn innkaup verða meginumræðuefni UT-dagsins sem haldinn verður í annað sinn fimmtudaginn 8. mars 2007.
Meira
Á TÖLVUTEIKNAÐRI mynd sem Þingvallanefnd notaði til að kynna hugmynd að nýrri brú yfir Öxará, við Drekkingarhyl, var rangur litur á örmum brúarinnar. Í stað þess að armarnir væru ryðlitaðir, eins og rétt hefði verið, voru þeir rauðbrúnir.
Meira
ÞÓRHILDUR Líndal hefur verið ráðin mannréttindaráðgjafi Reykjavíkurborgar og mun hún taka til starfa 1. nóvember. 29 manns sóttu um stöðuna, að sögn Magnúsar Þórs Gylfasonar, skrifstofustjóra borgarstjóra. Hún var auglýst laus til umsóknar 17.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ASÍ-þing á tveggja ára fresti koma í stað ársfunda ef samþykktar verða nýjar tillögur sem lagðar verða fyrir ársfund ASÍ næstkomandi fimmtudag.
Meira
AÐGERÐIR til að eyða kynbundnum launamun hérlendis hafa ekki skilað sér á undanförnum áratug. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að um samfélagslegan vanda sé að ræða og þjóðarátaks sé þörf.
Meira
LAUNAMUNUR kynjanna er í dag nánast sá sami og hann var fyrir 12 árum. Þá virðist munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði stöðugt vera að aukast, nærri fjórtánfaldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum.
Meira
SÝNING á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2006 hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri undanfarið, en henni lýkur á sunnudaginn.
Meira
ÖLVAÐUR karlmaður á fertugsaldri skaut af haglabyssu innandyra á heimili sínu á Siglufirði í fyrrinótt og var handtekinn af lögreglunni á Siglufirði og sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Honum er auk þess gert að greiða tæpar 111 þúsund krónur í sakarkostnað.
Meira
HITASTIGIÐ er ekki hátt þessa dagana en veðrið hefur þó verið afar fallegt og sólin skinið á höfuðborgarsvæðinu og er útlit fyrir að svo verði áfram. Þessi maður var önnum kafinn við að slá gras í Kópavogi í...
Meira
MIKLIR þurrkar í Ástralíu eru farnir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bændur og landbúnaðinn í landinu. Hefur sjálfsvígum meðal bænda stórfjölgað. Þurrkarnir hafa nú staðið á sjötta ár og eru þeir mestu í meira en öld.
Meira
GRÍMUR Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að sækjast eftir 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember nk. Grímur, sem er fæddur og uppalinn Eyjamaður, starfaði lengi sem vélstjóri til sjós.
Meira
ÁÆTLAÐ er að 100,6 milljóna kr. tekjuhalli verði af starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á þessu ári, miðað við endurskoðaða starfsemis- og rekstraráætlun.
Meira
TRÚÐAR í Mið- og Suður-Ameríku hafa verið á fundi í Mexíkóborg þessa síðustu daga og að sjálfsögðu hefur verið þar glatt á hjalla og mikið um grín og gaman. Eru þeir um 400 talsins og það gleðilega er að konunum í hópnum fjölgar ár frá ári.
Meira
Í UNDIRBÚNINGI eru breytingar á umferðarlögum og reglugerðum og hert hraðaeftirlit á vegum til að taka harðar á glannaakstri að því er fram kom í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á Alþingi í gær.
Meira
París. AFP. | Úrskurður fransks dómstóls um að 35 stunda vinnuvikan eigi einnig við um hótel, krár og veitingastaði hefur valdið miklu uppnámi meðal eigenda og starfsfólks í þessum þjónustugreinum.
Meira
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga veitti í gær Vesturfarasetrinu á Hofsósi viðurkenningu fyrir frumkvöðulsstarf við kynningu og fræðslu um sögu íslenskra vesturfara. Fjölbreytt dagskrá var á Þjóðræknisþingi ÞFÍ í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Meira
VIÐSKIPTARÁÐ varar við hækkun fjármagnstekjuskatts. Í frétt frá ráðinu segir: Samfara góðu gengi á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin ár hafa fjármagnstekjur þjóðarinnar vaxið af miklum hraða.
Meira
TILLAGA um að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti verði skilað til Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði í gær.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Rannsóknir á virkum efnum í jarðsjó Bláa lónsins sýna að þau draga úr öldrun húðarinnar og styrkja ysta varnarlag hennar. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á fundi í Bláa lóninu í gær. Bláa Lónið hf.
Meira
ÞRÍR íslenskir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. október nk. fyrir tilraun til innflutnings á um 500 grömmum af kókaíni til landsins.
Meira
Egilsstaðir | Þróunarfélag Austurlands opnaði nýjan vef sinn í gær og kynnti m.a. jafnframt starfsemi félagsins. Verkefni Þróunarfélagsins eru þau er stuðlað geta að framþróun og uppbyggingu í fjórðungnum.
Meira
Eskifjörður | Tveir menn voru hætt komnir í gærmorgun þegar sjó með ósoni var fyrir mistök dælt í hráefnistank fjölveiðiskipsins Aðalsteins Jónssonar, þar sem mennirnir voru við þrif.
Meira
Landvernd hefur tekið skýra afstöðu gegn þeirri fáránlegu hugmynd að byggja hótel upp við Langjökul, sem svokölluð samvinnunefnd um miðhálendi Íslands er að beita sér fyrir. Í athugasemdum Landverndar segir m.a.
Meira
Það eru talsverð tíðindi að flugfélagið Iceland Express hyggist efna til samkeppni við Flugfélag Íslands í innanlandsflugi og fljúga frá Reykjavík til bæði Akureyrar og Egilsstaða.
Meira
Það var ýmislegt í boði á fyrsta kvöldi Airwaves-hátíðarinnar í ár en þá skiptust tuttugu og ein hljómsveit niður á Gaukinn, Grand rokk og Nasa. Undirritaður byrjaði á Gauknum þar sem mætti honum ansi myndarleg röð og náði hún meðfram allri húsaröðinni.
Meira
Nú er hún Whitney litla Houston loksins búin að sækja formlega um lögskilnað við vandræðagripinn hann Bobbi Brown . Þetta gerði hún í síðustu viku, mánuði eftir að hún sótti um skilnað að borði og sæng.
Meira
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir einleikinn Gísla Súrsson í Möguleikhúsinu nú um helgina. Leikurinn er nú sýndur þriðja leikárið í röð og var nýlega sýndur á leiklistarhátíð í Hannover í Þýskalandi og vann þar til verðlauna fyrir besta handrit.
Meira
Í SEPTEMBER frumsýndi Kvenfélagið Garpur, í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið, Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur. Aðstandendur sýningarinnar blása til málþings og umræðna um Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn kl. 16.
Meira
Bandaríski stórleikarinn Harrison Ford er staddur hér á landi um þessar mundir, en til hans sást á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í gær. Meðal þeirra sveita sem hann sá voru Fræ og Original Melody á NASA.
Meira
LJÓÐATÓNLEIKAR þar sem flutt verða lög við kvæði Gunnars Gunnarssonar verða að teljast hápunkturinn á dagskrá sem haldin er í tilefni 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars.
Meira
ÞAÐ getur verið stórvarasamt að skoða málverkin sín, ekki síst ef maður er valtur á fótunum og höfundur verksins heitir Picasso. Þetta reyndi auðjöfurinn Steve Wynn nýlega þegar hann var að sýna vinum sínum málverkið Drauminn eftir Picasso.
Meira
SAGA Matthíasar Jochumssonar, Upp á sigurhæðir , eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur, kemur út í dag á vegum JPV útgáfunnar. Þetta er tæplega 700 blaðsíðna verk þar sem Þórunn styðst meðal annars við heimildir sem ekki hafa áður verið aðgengilegar.
Meira
MONTY Python gríngengið var viðstatt þegar söngleikur þeirra Spamalaot var frumsýndur í London á þriðjudagskvöld. Sýningin, sem byggist á kvikmynd þeirra Holy Grail frá 1975, var frumsýndur á Broadway í New York í fyrra og vann m.a.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is KVIKMYNDIN Mýrin verður frumsýnd í dag víða um land. Eins og flestum er kunnugt er myndin gerð eftir samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, einhverri mest lesnu íslensku skáldsögunni.
Meira
THE MATERIAL Girls segir frá Marchetta systrunum Ava (Haylie Duff) og Tanzie (Hilary Duff) sem skortir ekki neitt. Þær eru erfingjar risastórs snyrtivörufyrirtækis og þær lifa lífinu eins og það sé eitt stórt stelpupartí.
Meira
THE GUARDIAN hefur verið lýst sem "strandgæsluútgáfu af myndinni Top Gun með smá áhrifum frá An Officer and a Gentleman ". Kevin Costner leikur USCG björgunarsundmann sem lendir í því að lið hans ferst allt í hræðilegri björgunarför.
Meira
NÚ STENDUR yfir ljósmyndasýning í strætóskýlum borgarinnar. Um er að ræða verk eftir Rebekku Guðleifsdóttur sem notið hefur mikilla vinsælda á netinu fyrir ljósmyndir sínar.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is "ÞETTA er allt að smella saman," sagði Víðir Guðmundsson, að nýlokinni æfingu í Borgarleikhúsinu fyrr í vikunni. Þar vísar hann til verksins Amadeus sem frumsýnt verður á morgun, laugardag.
Meira
Björn Hlynur Haraldsson leikari fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Sigurðar Óla í Mýrinni sem frumsýnd er í dag. Björn Hlynur er eiturhress enda aðalsmaður vikunnar.
Meira
Viðar Ólafsson gerir athugasemdir við gagnrýni á áhættumat fyrir Kárahnjúkavirkjun: "Í pólitískri baráttu grípa menn til ýmissa ráða. Í þessu tilfelli er gengið of langt og ég uni því illa að VST þurfi að sitja undir gagnrýni um óheilindi og ófagleg vinnubrögð."
Meira
Halldóra Björnsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi: "Þema dagsins að þessu sinni er hlutverk fæðu og næringar í myndun og viðhaldi sterkra beina undir yfirskriftinni Beinlínis hollt!"
Meira
Bjarni Einarsson skrifar um bréf sem honum barst um skipulagsbreytingar hjá íþróttahúsi Snæfellsbæinga: "...hvort Ögmundur og Vinstri grænir mættu ganga eins og gæsir í bygg í sjóði verkalýðsfélagsins og fjármagna kosningabrölt sitt..."
Meira
Gerður Aagot Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson skrifa um félagslegan aðbúnað fatlaðra barna: "Þjóð sem þykist geta miðlað málum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ætti að geta komist að einföldu samkomulagi við sveitarfélög landsins um þetta verkefni."
Meira
Magnús Þór Hafsteinsson skrifar um hvalveiðar: "Þannig snúast hvalveiðarnar um sjálfsákvörðunarrétt okkar sem þjóðar. Þennan rétt megum við aldrei láta af hendi."
Meira
Gunnlaug Hartmannsdóttir og Soffía Einarsdóttir fjalla um náms- og starfsráðgjöf í tilefni dagsins: "Einstaklingar sem vilja kanna möguleika sína á námi og starfi eða hefja nám að nýju geta þannig leitað til náms- og starfsráðgjafa til að fá ráðgjöf"
Meira
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar um virkjanakosti: "Mér sýnist að samkvæmt þessari skýrslu eigi að tvöfalda orkuframleiðsluna án þess að leita eftir samþykki Alþingis eða þjóðarinnar."
Meira
Frá Þórhalli Hróðmarssyni: "HINN 18. september 2006 ákvað ég að fara að vanda mig sérstaklega í umferðinni. Það er ekki svo að ég hafi ekki reynt það hingað til. Ég átti leið á Selfoss frá Hveragerði milli kl. 8 og 9."
Meira
Dögg Pálsdóttir fjallar um sameiginlega forsjá barna eftir samvistarslit: "Lagaákvæði um að forsjá verði áfram sameiginleg við samvistarslit eru mikilvægur áfangi til að jafna stöðu kynjanna."
Meira
Frá Illuga Jökulssyni: "Í GÆR ætlaði sjö ára sonur minn að stíga það stóra skref að labba í fyrsta sinn einn heim frá vini sínum. Stórt skref segi ég vegna þess að við búum í miðbænum þar sem umferð er mikil og maður er smeykur við að senda börnin ein út."
Meira
Jónas Sen svarar pistli Árna Heimis Ingólfssonar um tónlistarflutning í sjónvarpssal: "Með framleiðslu á klassísku efni, jafnvel þótt það sé "bara" í sjónvarpssal, fá nokkrir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar einmitt tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og gera klassíska tónlist aðgengilegri fyrir vikið."
Meira
Helgi Viborg skrifar um úrræði við hegðunarvanda barna og ungmenna: "Áherslan virðist vera að sjúkdómsgera mótlæti í lífinu í stað þess að kenna börnum og ungmennum að takast á við erfiðleika..."
Meira
Þjóðarsálin, sál allra landsmanna EINLEIKHÚSIÐ setti upp á dögunum nýtt verk, Þjóðarsálina eða verk sem nefnist Þjóðarálin. Ég er að skrifa hér af því að mér fannst það ekki fá þá viðurkenningu sem það á skilið.
Meira
Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um virkjanir í Skagafirði: "Ég fylli flokk þeirra sem eru á móti virkjun vegna náttúrufars svæðisins auk þess sem ég er mjög hrædd um að virkjun hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir lífríki Skagafjarðar."
Meira
Matthías Halldórsson skrifar um raflækningar: "Stórkarlaleg lýsing hans var miklu fremur til þess fallin að auka á fordóma og valda sjúklingum enn meiri kvíða og vanlíðan."
Meira
Jóhannes Gunnarsson svarar grein Signýjar Sigurðardóttur um vöruflutningaþjónustu til og frá landsbyggðinni: "Það sem Neytendasamtökunum gengur til með þessari samþykkt er að bæta hag neytenda almennt."
Meira
Sigurður Sigurðsson skrifar um framtak Ómars Ragnarssoanr: "...er Ómar Ragnarsson nú að taka slaginn á nýjum og gömlum forsendum sem hann telur vera grundvallar trúnað við land og þjóð..."
Meira
Guðjón A. Kristjánsson fjallar um málefni öryrkja: "ASÍ hefur gert að kröfu sinni að ríkið komi að því með fjárframlagi af fjárlögum að létta byrði lífeyrissjóða vegna mikils örorkukostnaðar í sumum sjóðanna."
Meira
Birgir Kristinsson fæddist í Reykjavík hinn 7. september 1958. Hann lést á heimili sínu hinn 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristinn Sigurðsson, f. 31. ágúst 1914, d. 18. jan. 1997, og Jóhanna S. Júlíusdóttir, f. 19. des. 1923.
MeiraKaupa minningabók
Böðvar Þórir Pálsson fæddist á Stokkseyri 27. maí 1920. Hann lést á heimili sínu, Hringbraut 77 í Keflavík, 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigdís Ástríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 27.10. 1879, d. 13.2. 1951, og Páll Jónsson járnsmiður, f.
MeiraKaupa minningabók
Eyjólfur Valgeirsson fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu hinn 12. apríl 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. október síðastliðinn. Eyjólfur var sonur hjónanna Valgeirs Jónssonar, bónda í Norðurfirði, f. 18. apríl 1868, d. 6. jan.
MeiraKaupa minningabók
Jósafat Sigurðsson fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 23. nóvember 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.8. 1895, d. 30.7. 1968, og Sigurður G. Jósafatsson, f. 15.4.
MeiraKaupa minningabók
Ragnhildur Sigurjónsdóttir fæddist að Sogni í Kjós hinn 29. júní árið 1917. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigurjóns Ingvarssonar bónda að Sogni, f. 29. október 1889, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Tryggvi Gunnar Blöndal fæddist í Stykkishólmi 3. júlí 1914. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi, föstudaginn 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Blöndal hreppstjóri, oddviti og settur sýslumaður í Stykkishólmi, f.
MeiraKaupa minningabók
Úlfhildur Þorsteinsdóttir fæddist á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði 25. nóvember 1919. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Valtýsdóttir, húsfreyja á Úlfsstöðum, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
Hvalveiðar, hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum í úthöfunum, svokallaðar sjóræningjaveiðar og ákvörðun um hámarksafla var meðal annars það sem Einar K.
Meira
EIGENDUR Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing (EV) og sænska kauphallarsamstæðan OMX hafa undirritað samning um að Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning gangi til liðs við OMX Nordic Exchange.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði lítillega í gær, eða um 0,1%, og er 6.487 stig . Mest hækkun varð á hlutabréfum Mosaic Fashions , 4,2%, og Avion Group 3,6%.
Meira
ENGAR viðræður hafa átt sér stað milli rússneska álrisans Rusal og íslenskra stjórnvalda frá því í árslok 2004, að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.
Meira
Sveinn Indriðason sendi þættinum línu: "Nýlega var í viðtali vitnað í hendinguna "þú flytur á einum eins og ég" og hún sögð eftir Bólu-Hjálmar. Fyrir því eru heimildir, að hún sé eftir Einar Andrésson í Bólu.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Hvað er dásamlegra en snæða heimalagaða dásamlega lerkisveppasúpu á gömlu óðalssetri í íslenskri sveit, sem þrungin er af öllum hugsanlegum litbrigðum haustsins?
Meira
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það þarf af að aka nokkuð lengi um þrönga og bugðótta vegi í sveitum Umbríu áður en maður kemur að Sala-kastala eða Castello della Sala í hjarta víngerðarhéraðsins Orvieto.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Tískan er stundum sögð harður húsbóndi en með árunum er hún öll að mýkjast, og er orðin bæði fjölbreyttari og sveigjanlegri.
Meira
Kærleikurinn er hinn sanni boðskapur jólanna og gleðin sem fylgir því að gefa öðrum er mikil og góð. Og kannski er hún allra best gleðin sem fylgir því að gefa þeim sem lítið eiga og sjaldan fá gjafir.
Meira
Hvað segirðu, hvað geri ég um helgar?" svarar Elías Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þegar hann er spurður þessarar spurningar. "Veistu, það er bara svo voðalega mismunandi.
Meira
Frumsýning á Mýrinni Kvikmyndin Mýrin sem byggð er á sögu Arnaldar Indriðasonar verður frumsýnd í dag, föstudag. Hví ekki að skella sér í betri buxurnar og bruna í bíó?
Meira
SÚ tilhneiging að börn og unglingar hangi fram eftir öllum kvöldum á kostnað svefnsins getur tengst vaxandi offitu þessa aldurshóps, að því er fram kemur í rannsókn sem frá var greint á netútgáfu Reuters í vikunni.
Meira
Á haustin er farið í fjársmölun á afréttum víðs vegar um land. Þar sem lengst er farið fylgir oft maður fjallmönnum með farangur þeirra og eldar ofan í þá í afréttarhúsunum, er hann kallaður trússari.
Meira
Hamborgarar eru sannkallaður skyndibiti í hugum flestra en geta samt tekið á sig mun glæsilegri mynd með ekki svo mikilli fyrirhöfn. Sigurrós Pálsdóttir eldaði sannkallaða uppaborgara.
Meira
Árið 2006 verður lengi í minnum haft hjá skötuhjúunum Sævari Sigurðssyni og Sigrúnu Margréti Gústafsdóttur en þá luku þau bæði doktorsprófi og eignuðust erfingja. Unnur H.Meira
50 ára afmæli . Í tilefni fimmtugsafmælis Hrafnhildar Blomsterberg býður hún og fjölskylda hennar til veislu í samkomusal Haukahússins að Ásvöllum laugardagskvöldið 21. október kl. 19.
Meira
Edda Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1976 og prófi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Ósló 1981. Hún stundaði framhaldsnám í fjölskyldumeðferð og hefur nýlega lokið námi í vinnu með minnihlutahópum.
Meira
Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 17. okt. var spilað á 15 borðum. Meðalskor var 312. Úrslitin urðu þessi í N/S: Oliver Kristóferss. - Gísli Víglundss. 386 Sæmundur Björnss. - Albert Þorsteinss. 373 Pétur Antonss. - Jóhann Benediktss.
Meira
Demantsbrúðkaup | Í dag, 20. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Elísabet Þorvaldsdóttir og Finnbogi Jónsson, til heimilis að Gullsmára 9. Þau eyða deginum í faðmi...
Meira
Gullbrúðkaup | Í dag, 20. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Lena Gunnlaugsdóttir og Jóhann Sigurbjörnsson, til heimilis að Laugarbóli í...
Meira
Ef einhver rissaði upp pólitíkina mína yrði útkoman áreiðanlega svipuð því að Heiðar Ástvaldsson rissaði upp sporin í enskum valsi. Fram, hliðar, vinstri, hliðar, aftur, hliðar, hægri, hliðar og svo aftur og aftur umhverfis miðjuna.
Meira
1 Iceland Express stefnir að því að hefja innanlandsflug á tveimur leiðum. Hverjar eru flugleiðirnar? 2 Rannsókn leiðir í ljós að í einum landshluta hafa margar jarðir skipt um eigendur, eða um 50% jarða. Hvar er þetta?
Meira
Víkverji heimsótti í vikunni nýja kortavefinn map24.is. Þetta er fyrsti vefurinn á Íslandi, sem býður upp á ökuleiðsögn á milli staða eins og ýmsir erlendir vefir, t.d. ViaMichelin.com og Krak.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is MATTHÍAS Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Val, er þessa dagana til skoðunar hjá norska 1. deildar liðinu Álasundi. Hann verður við æfingar hjá liðinu til morguns. Matthías var til reynslu hjá danska 1.
Meira
KRÓATÍSKA skyttan Tomislav Broz, sem gekk til liðs við handknattleikslið Fylkis í haust leikur ekki með liðinu fyrr en í febrúar. Í ljós hefur komið að meiðsli hans eru alvarlegri en talið var í fyrstu.
Meira
Fyrirliði Barcelona , varnarjaxlinn Carles Puyol , gæti misst af leik liðsins við Real Madrid í spænsku deildinni á sunnudaginn. Puyol fór af velli á 74. mínútu leiks Barcelona og Chelsea á miðvikudaginn í Meistaradeildinni.
Meira
Guðlaug Jónsdóttir lagði knattspyrnuskóna á hilluna góðu eftir viðureign Arsenal og Breiðabliks í Evrópukeppninni í gærkvöld. Guðlaug , sem er 35 ára gömul hætti fyrr á þessu ári að leika með landsliðinu, er ein reyndasta knattspyrnukona landsins.
Meira
"SAMA daginn og dregið var höfðu forráðamenn St Otmar samband við okkur í þeim tilgangi að kanna hvort við hefðum áhuga á að leika báða leikina ytra.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi er aftarlega á merinni eftir tvo daga á Heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem haldið er í Suður-Afríku. Stúlkurnar eru í 32. sæti af þeim 42 sveitum sem keppa.
Meira
LEIKUR Keflavíkur og Skallagríms í úrvalsdeild karla í gærkvöld í Keflavík var hin mesta skemmtun og þurfti að framlengja hann til að knýja fram úrslit, lokatölur, 87:84, Keflavík í vil. Keflvíkingar spiluðu án Jón N. Hafsteinssonar og Thomas Soltau þar sem báðir eru meiddir.
Meira
SÆNSKA félagið Linköping hefur áhuga á að fá Ásthildi Helgadóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmann með Malmö í Svíþjóð í sínar raðir. Félagið er sem stendur í fjórða sæti í deildinni, einu sæti neðar en Malmö.
Meira
ÍSLANDSMEISTARARNIR í körfuknattleik karla, Njarðvíkingar, fengu óvænta mótspyrnu í Seljaskóla í gærkvöldi er liðið mætti ÍR í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar. Njarðvíkingar höfðu þó sigur 86:81 gegn vængbrotnum Breiðhyltingum.
Meira
BREIÐABLIK lauk þátttöku í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu kvenna í gærkvöld þegar liðið tapaði síðari leik sínum fyrir Arsenal, 4:1, en leikið var á Meadow Park í Lundúnum.
Meira
ÍSLENSKT ökuskírteini er tekið gilt á öllum Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu. Þeir sem eru með gömlu útgáfuna af ökuskírteini ættu að athuga að það er ekki tekið gilt alls staðar í Vestur-Evrópu og hvergi ef skráður gildistími er útrunninn.
Meira
ÞÓ að bíll hafi orðið fyrir verulegu tjóni, er hann ekki einskis nýtur. B&L gaf Borgarholtsskólanum nýlega nánast gjörónýtan bíl sem mun koma nemendum á bíliðnabraut að góðu gagni sem kennslutæki.
Meira
Í FYRRA lést enski verkfræðingurinn Keith Duckworth en hann stofnaði Cosworth-fyrirtækið með kollega sínum Mike Costin og með því að steypa saman fyrri og seinni hlutum eftirnafna sinna fengu þeir hið fína nafn Cosworth árið 1958.
Meira
MARGIR hafa beðið, vonsviknir, eftir nýrri gerð Porsche 928 bílsins eftir að framleiðslu hans var hætt um miðjan síðasta áratug, enda þessa flaggskips Porsche sárt saknað og hefur það vakið furðu að Porsche hafi þróað Panamera, fyrsta fernra dyra...
Meira
ÁRIÐ 1939 fæddist á Suður-Ítalíu maður nokkur sem átti eftir að eiga nokkra forvitnilegustu hugmyndabíla áttunda áratugarins - maður þessi var, eins og títt er um ítalska bóndasyni, áhugasamur um ýmislegt mekanískt.
Meira
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í LISTASAFNI Árósa, ARoS, var opnuð um síðustu helgi nokkuð merkileg listasýning - í það minnsta fyrir allt bílaáhugafólk því á sýningu þessari eru til sýnis nokkrir af merkilegustu kappakstursbílum heims.
Meira
LEXUS hefur í fyrsta sinn fengið dísilvél. Það er IS 220, sem fær 2,2 D-Cat dísilvélina frá Toyota sem hefur uppgefin 177 hestöfl og 400 Nm tog. Þetta er sögð umhverfisvænsta dísilvél heims og hreinsar bæði sótagnir og koltvíoxíð úr útblæstrinum.
Meira
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is ÞAÐ er ekki oft sem tækifæri gefst til að rúnta um götur bæjarins á mótorhjóli með 1900 vél - vél sem er svo stór að margur vísitölubíllinn yrði fullsæmdur af.
Meira
MICHAEL Schumacher keppir um helgina síðasta sinni í Formúlu 1. Verður það 248. mót hans en hann hefur fagnað sigri oftar en nokkur annar eða 91 sinni. Hann segist stefna að sigri í mótinu og tryggja Ferrari heimsmeistaratitil bílsmiða.
Meira
EINS og flestir vita hefur Porsche verið algjörlega ráðandi á sportbílamarkaðnum um áraraðir og enginn hefur getað hróflað við veldi 911 bílsins þegar kemur að því að bjóða upp á verulega öflugan bíl í hagkvæmum pakka.
Meira
Ný kynslóð af Grand Vitara kom á markað á síðasta ári og bíllinn fáanlegur með 1,9 lítra dísilvél og 2ja lítra bensínvél en flaggskipið er boðið með 2,7 l, V6 vél og er þá í grunninn orðinn hálfgildings lúxusbíll með öllum þeim búnaði sem honum fylgir.
Meira
UNGI ensk-íslenski ökuþórinn Viktor Þór Jensen fann sig vel er hann reynsluók Formúlu 3-bíl hjá einhverju sigursælasta liði í þeirri grein og Formúlu 3000; breska liðinu Carlin.
Meira
ALLNÝSTÁRLEG æfingakeppni verður haldin á vegum Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK) á morgun. Æfingakeppnin verður haldin í samvinnu við nýstofnaðan Vélíþróttaklúbb Akraness og fer fram á Langasandi, Akranesi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.