Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Á ÞEIM fjórum áratugum sem kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hefur verið starfrækt nema gjafir deildarinnar hundruðum milljóna króna.
Meira
FORRÁÐAMENN í íþróttahreyfingunni á Akureyri eru á einu máli um mikilvægi þess að komið verði á fót jöfnunarsjóði vegna ferðakostnaðar íþróttaliða af landsbyggðinni.
Meira
Vopnafjörður | Banaslys varð á Vopnafirði um kl. 11 í gærdag, þegar bifreið fór í sjóinn. Ökumaður, eldri kona úr þorpinu, var ein í bílnum og var látin þegar björgunarmenn úr björgunarsveitinni Vopna náðu til hennar.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞJÓÐSKJALASAFN Íslands hefur birt skjöl sem varða símhleranir á árunum 1949-1968 en safnið hafði áður afmáð persónugreinanlegar upplýsingar um þá sem hlerað var hjá. Gögnin voru birt í gær á vef safnsins.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLUÞJÓNUM á helgarvöktum í Reykjavík hafa verið gefin fyrirmæli um að fylgjast sérstaklega með afviknum stöðum þar sem menn gætu setið fyrir konum, í ljósi ítrekaðra nauðgana undir beru lofti að...
Meira
KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2007 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 28. október kl. 11-12 í Háskólabíói, sal 1.
Meira
LANDSBÓKASAFNIÐ hefur opnað aðgang að bréfasafni Halldórs Kiljans Laxness, samkvæmt upplýsingum sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fékk frá safninu fyrir skemmstu.
Meira
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands ætlar að óska formlega eftir viðræðum við BSRB um mögulegt samstarf í fræðslumálum og kjaramálum. Þetta tilkynnti Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, á þingi BSRB á miðvikudag, og ítrekaði á ársfundi ASÍ í gær.
Meira
Washington. AP, AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær lög þess efnis að koma skuli upp nýrri 1.125 km langri girðingu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós til að draga úr aðstreymi ólöglegra innflytjenda.
Meira
ELLEFU gefa kost á sér í fjögur efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem fram fer um helgina. Kosið er í 16 kjördeildum, en þær verða opnar frá kl. 12-18 á laugardeginum og 10-12 á sunnudeginum.
Meira
Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Nýtt fyrirtæki hefur bæst við atvinnuflóru Hólmara. Fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf. flutti starfsemi sína til Stykkishólms. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og hefur síðan þá flutt út æðardún.
Meira
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga standa fyrir mánaðarlegum fjáröflunarmálsverði í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar) í kvöld, föstudagskvöldið 27. október, kl. 19. Sjá nánar: www.fridur.is.
Meira
Seoul. AFP. | Hungur hefur orðið til þess að fleiri Norður-Kóreumenn hætta lífi sínu með því að reyna að flýja yfir landamærin til grannríkjanna, að sögn hugveitunnar International Crisis Group (ICG) í gær.
Meira
FL GROUP og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa ákveðið að styrkja Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL) um allt að 20 milljónir króna á næstu fjórum árum og verður fjármununum varið til að móta sérstakt stuðningsverkefni á vegum...
Meira
JÓN H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir rétt að ítreka að beiðni íslenskra yfirvalda um húsleit hjá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2004
Meira
London. AFP. | Einn af auðugustu kaupsýslumönnum Afríku, Mo Ibrahim, kynnti í gær verðlaun sem veita á fyrrverandi leiðtoga Afríkuríkis fyrir góða stjórnsýslu. "Við þurfum að uppræta spillingu og bæta stjórnunina," sagði Ibrahim.
Meira
SAMÞYKKT var á sérstökum aukafundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar í gær að bærinn legði fram tilboð í rúmlega 5.500 hektara land sem kennt er við Járngerðarstaði og Hópstorfu og umlykur bæinn. Forstjóri Bláa lónsins hf.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞAÐ er tómt mál að tala um skóla án aðgreiningar ef fötluðum börnum á aldrinum 10 til 16 ára stendur ekki til boða lengd viðvera í skólum líkt og börnum í 1.-4. bekk býðst.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á árunum 1998 til 2004, þegar stúlkan var 8 til 14 ára. Með dómnum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. mars staðfestur.
Meira
Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir og Eiður Örn Eiðsson hafa selt rekstur Hótels Framness. Við rekstrinum taka Shelagh Smith og Gísli Ólafsson. Þau Ingibjörg og Eiður Örn hófu rekstur Hótels Framness árið 1988.
Meira
VERÐ á nýjum íbúðum í Bandaríkjunum lækkaði um nær tíu af hundraði í september og er það mesta verðlækkun á einum mánuði vestra í rúm 35 ár. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því í gær að meðalverð á nýjum íbúðum hefði verið um 217.
Meira
Kaupmannahöfn. AFP. | Danskur dómstóll sýknaði í gær ábyrgðarmenn dagblaðsins Jyllands-Posten en nokkur samtök múslíma í Danmörku höfðuðu mál á hendur þeim vegna birtingar 12 teiknimynda af spámanninum Múhameð í september fyrir rúmu ári.
Meira
Karl Guðmundsson verður ráðinn bæjarritari á Akureyri. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja þetta til við bæjarstjórn. Karl er fæddur 1953, er stúdent frá MA og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1980.
Meira
PÉTUR Kr. Hafstein var kjörinn nýr forseti kirkjuþings til fjögurra ára á kirkjuþingi sem lauk í gær. Í ræðu sinni þakkaði Pétur fyrir hönd kirkjuþings, Jóni Helgasyni, fráfarandi formanni, fyrir að hafa veitt umbótastarfi þjóðkirkjunnar forystu.
Meira
SJÁLFSTÆTT Skotland gæti verið hluti af Breska eyjaráðinu og haft jafnnána samvinnu við England og Írland og nú er með Norðurlöndunum innan Norðurlandaráðs. Alex Salmond, leiðtogi skoskra þjóðernissinna, SNP, kynnti þessa hugmynd í gær.
Meira
JAFNRÉTTISNEFND ÍTR stendur fyrir málþingi um jafnrétti og frítímann í dag, föstudaginn 27. október, kl. 13:00-16:00 í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku. Málþingið er haldið í tilefni af 10 ára afmæli jafnréttisnefndar ÍTR og er öllum opið.
Meira
FÉLAG íslenskra fótaaðgerðafræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er harðlega "þeirri aðför sem Snyrtiakademían gerir að fagi þeirra um þessar mundir.
Meira
Moskvu. AFP. | Aðstoðarinnanríkisráðherra Rússlands, Andrej Novíkov, segir peningaþvætti í Rússlandi nema um 10 milljörðum dollara á ári hverju, eða um 680 milljörðum króna.
Meira
NIÐURSTÖÐUR könnunar Persónuverndar á rafrænni vöktun hér á landi benda til þess að íslensk fyrirtæki geti bætt sig hvað varðar notkun myndavéla, hvernig haga skuli eftirliti og því að gögnum sé eytt.
Meira
RÁÐSTEFNA um lífstærðfræði, til minningar um Kjartan G. Magnússon, verður haldin á morgun, laugardag, í Háskóla Íslands. Kjartan var prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands þegar hann féll frá í janúar sl., 53 ára að aldri.
Meira
Hjálmar Guðmundsson frá Berufirði tók til óspilltra málanna við Axarveg árið 1952 einungis vopnaður haka og skóflu. Nýverið var vígður minnisvarði um Hjálmar og rekur Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sögu þessarar vegagerðar.
Meira
SENDIHERRA Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, segir að fundi sínum með Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í gærmorgun hafi lokið með því "að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála" um hvalveiðar Íslendinga.
Meira
GERHARD Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, fer háðulegum orðum um George W. Bush Bandaríkjaforseta í endurminningum sínum en útgáfu bókarinnar var fagnað í Berlín í gær.
Meira
NÍU manns hafa verið handteknir vegna smyglsins með rússneska skipinu Altair sem upp komst á þriðjudagskvöld. Lögreglu grunar að áður hafi verið smyglað með skipinu en það hefur oft áður komið til landsins, að sögn lögreglunnar á Húsavík.
Meira
STAÐALÍMYNDAHÓPUR Femínistafélags Íslands hefur opnað vef með fréttum og auglýsingum sem sýna kynin í úreltum kynhlutverkum; www.stadalryni.blogspot.com. Síðan verður uppfærð út Femínistavikuna sem nú stendur...
Meira
Moskvu. AP. | Falskt vodka og eitraður landi hafa drepið fjölda manna í Rússlandi á síðustu vikum og mánuðum. Er ástandið svo alvarlegt sums staðar að hugsanlegt er að þar verði lýst yfir eins konar neyðarástandi. Í Belgorod-héraði hafa um 1.
Meira
ÞRIÐJU langreyðinni var landað í gær og er hún jafnframt sú stærsta sem veiðst hefur til þessa, um 70 fet að sögn Gunnlaugs Fjólars Gunnlaugssonar, starfsmanns Hvals hf.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GRUNDVALLARFORSENDA þess að Íslendingar geti nýtt sér þau tækifæri sem felast í hnattvæðingu er stöðugleiki í efnahagslífi, á vinnumarkaði og hvað varðar félagslegt réttlæti.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BORGARRÁÐ hafnaði á fundi sínum í gær tveimur útfærslum á mislægum gatnamótum á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FULLYRT er að a.m.k. sextíu óbreyttir borgarar hafi beðið bana í aðgerðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í suðurhluta Afganistans í þessari viku.
Meira
Hvolsvöllur | Það var mikið fjör í afmælisveislu sem félagar í Kvenfélaginu Einingu héldu í Hvolnum á Hvolsvelli. Fögnuðu konurnar 80 ára afmæli félagsins en það var stofnað í Hvolhreppnum 1926.
Meira
TVÖ umferðaróhöpp urðu í Borgarnesi í gær. Í gærmorgun keyrði ökumaður bíl sinn út af vegi við Kleppjárnsreyki og er bíllinn ónýtur. Ökumann sakaði ekki. Í seinna skiptið varð árekstur innanbæjar, þar lenti fólksbíll á hjólalyftara á Vesturlandsvegi.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands áttu í gær tvíhliða fund í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.
Meira
Sydney. AFP. | Æðsti klerkur múslíma í Ástralíu vakti mikið uppnám þar í landi í gær þegar hann sagði, að ósiðlega klædd kona og án höfuðklúts væri ekkert annað en "holdið bert" og byði í raun upp á nauðgun.
Meira
Fréttaskýring | Viðbúnaður vegna öryggislendingar Boeing 757 flugvélar bandaríska flugfélagsins Continental á miðvikudag var gríðarlegur og teygði anga sína víða. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli án þess að nokkurn sakaði.
Meira
"ÉG TEL viðbrögð formanns Íbúasamtaka Grafarvogs á miklum misskilningi byggð," segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, en í Morgunblaðinu í gær segir Elísabet Gísladóttir hugmyndir um landfyllingu í Gufunesi vegna...
Meira
Í NÝRRI skoðanakönnun sem Norðurlandaráð hefur látið gera kemur fram að Íslendingar telja möguleikann til náms og rannsókna í öðrum norrænum ríkjum mikilvægasta þátt Norðurlandasamstarfs.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítugan mann, Sigurð Rafn Ágústsson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn ungri konu þann 10. ágúst sl. á göngustíg milli Arnarbakka og Suðurfells í Reykjavík.
Meira
MIKIL hálka var á Hellisheiði í gær og lentu nokkrir ökumenn í vandræðum. Einn ók á víravirki sem skilur akreinar í sundur fyrir ofan Litlu-Kaffistofuna og annar missti bifreið sína út af veginum við Hveradalabrekku.
Meira
Lögreglan í Reykjavík hefur undanfarnar vikur gert átak í því að stöðva ökumenn, sem ekki nota öryggisbeltin og tala í farsíma undir stýri án þess að nota handfrjálsan búnað.
Meira
Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hóf í gærkvöldi fyrirlestraferð vegna útkomu bókar sinnar, Ákvarðanir, líf mitt í pólitík. Í nýjasta tölublaði Der Spiegel er mynd af Schröder á forsíðu.
Meira
Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lýsti miklum áhyggjum af fjölgun útlendinga hér á landi í ræðu sinni á þingi BSRB í fyrradag. Ögmundur sagði meðal annars: "Markaðurinn er nú opnari en dæmi eru um frá fyrri tíð.
Meira
Hátíðardagskrá 20 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju hófst í gær þegar borgarstjórinn í Reykjavík opnaði í forkirkjunni sýningu um tilurð og sögu Hallgrímskirkju. Í kvöld kl.
Meira
MYNDIN Fearless í leikstjórn Ronny Yu er frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum í dag. Hér er á ferðinni mynd um ævi eins frægasta bardagamanns Kína, Huo Yuanjia, sem var uppi á 19. öld.
Meira
Um sönghæfileika Regínu Óskar þarf enginn að efast en Regína hefur í mörg ár verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Síðastliðinn þriðjudag kom út önnur sólóplata söngkonunnar, Í djúpum dal .
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Ítalski rithöfundurinn Dacia Maraini er staddur hér á landi í tilefni af viku ítalskrar tungu sem nú er haldin hátíðleg í sjöunda sinn.
Meira
Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir og hljómsveit hennar munu koma fram á hinni þekktu tónlistarhátíð In The City sem haldin er árlega í Manchester á Englandi.
Meira
Danska hirðin staðfesti í gær að Mary , krónprinsessa Dana, gengi nú með annað barn sitt og Friðriks krónprins. Fyrir eiga þau soninn Kristján , sem varð ársgamall þann 15. október. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten .
Meira
Guðrún Gunnarsdóttir stjórnar sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hvern virkan dag ásamt Felixi Bergssyni. Í kvöld er svo frumsýnd söngskemmtunin Góða skemmtun þar sem Guðrún stígur á svið með Friðriki Ómari og stórsveit Ólafs Gauks.
Meira
DOGMA-LEIKHÓPUR Borgarleikhússins mun opna dyrnar fyrir almenningi á morgun kl. 17.00, á þriðju hæð. Síðastliðnar fjórar vikur hefur hópurinn velt fyrir sér hlutverki leikarans þegar unnið er að uppsetningu leikverks.
Meira
Málefni innflytjenda á Íslandi eru í brennidepli í nýju íslensku leikverki, Best í heimi, sem frumsýnt verður í Iðnó annað kvöld. Þar leika menntaðir erlendir leikarar, búsettir hér á landi, innflytjendur og Íslendinga í ýmsum aðstæðum.
Meira
SAFN kynnir gjörning myndlistarmannsins Magnúsar Pálssonar í kvöld klukkan 20. Gjörningurinn er hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík Magnús Pálsson (f. 1929) hóf feril sinn í samtímamyndlist snemma á 7.
Meira
Leikstjórinn Baltasar Kormákur virðist hafa hitt á óskastund þegar hann lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að hann vonaði að Íslendingar fjölmenntu í kvikmyndahús til að sjá Mýrina og aðrar íslenskar myndir.
Meira
FJÖRMIKIÐ og fjölbreytt tónlistarlíf virðist ætla að setja svip sinn á helgina. Karlakórinn Fóstbræður ríður á vaðið með afmælistónleikum sínum með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói á morgun kl. 17 eins og frá var greint í blaðinu í gær.
Meira
BRÆÐURNIR Luke Wilson og Owen Wilson leiða saman hesta sína í grínmyndinni The Wendell Baker Story sem verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Myndin fjallar um Wendell Baker, brjóstgóðan smáglæpamann sem ræður sig til starfa á elliheimili.
Meira
HLJÓMSVEITIRNAR Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn koma fram á sameiginlegum tónleikum í Kaupmannahöfn síðasta vetrardag á næsta ári, miðvikudaginn 18. apríl 2007.
Meira
ÞEGAR bóndinn bregður sér af bæ bregða dýrin á leik... ásamt því að syngja og dansa. Þannig er það alla vega í teiknimyndinnni Barnyard eða Bæjarhlaðinu sem er frumsýnd í Sambíóunum og Laugarásbíói í dag.
Meira
ENGIN kvikmynd bandaríska leikstjórans Martins Scorseses hefur fengið jafnmikla aðsókn um frumsýningarhelgi vestanhafs og nýjasta mynd hans, The Departed .
Meira
Frá Engilbert Ingvarssyni: "Í SUMAR fór ég hringveginn um landið. Ég skoðaði margar virkjanir hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Mikið er lagt í það að sýna ferðafólki virkjanir og er vel að því staðið."
Meira
Steinn Kárason skrifar um hagrænt, samfélagslegt og umhverfislegt gildi umhverfisstjórnunar: "Tækifæri fyrirtækja og stjórnenda sem ná að tileinka sér góða umhverfisstjórnun getur leitt til fjölmargra sóknarfæra"
Meira
Vernharð Guðnason fjallar um málefni aldraðra: "Mikil uppbygging er framundan í öldrunarþjónustu landsmanna, bæði með byggingu dvalarheimila, hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða aldraðra."
Meira
Dögg Pálsdóttir fjallar um menntamál: "Tillögur starfsnámsnefndar eru gagnlegar og fela í sér veigamiklar breytingar á skipulagi framhaldsskólanáms."
Meira
Sigurður Jónsson skrifar um búvörulög: "Vegna athafnaleysis hefur óánægja landsmanna með þetta undanþágukerfi hrannast upp og er nú að springa í andlitið á ráðamönnum."
Meira
Ólafur Arnalds fjallar um Málþing um búsetuþróun: "Það er ein meginiðurstaða málþingsins að þörf er á stefnumótun um skipulag og eignaumsýslu í dreifbýli, sem hefur hag lands og þjóðar til framtíðar að leiðarljósi."
Meira
Sigurður Kári Kristjánsson biður um brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins: "Ég geng stoltur af verkum mínum til prófkjörs og bíð þess með óþreyju að halda áfram á sömu braut."
Meira
Jónas Guðmundsson fjallar um samgöngumál: "Með þverun Hrútafjarðar gæti hugsanleg láglendisleið orðið einungis 10 til 13 km lengri en leiðin um Holtavörðuheiði."
Meira
Halldór Örn Engilbertsson fjallar um ný viðskiptatækifæri á sviði íslenskrar hönnunar og sýningu þar að lútandi: "Samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands er góðs viti, en það þarf einnig að hafa í huga að góðar hugmyndir geta auðveldlega villst af leið á leið inn á markaðinn."
Meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Illugi Gunnarsson fjalla um menntamál: "Menntakerfið er okkur það mikilvægt að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, skuli ekki vera samhengi á milli launa og frammistöðu."
Meira
Jóhann Páll Símonarson fjallar um mannleg samskipti og stéttarsátt: "Við Íslendingar eigum að taka höndum saman og styðja þá sem standa höllum fæti."
Meira
Sigríður Jóhannesdóttir fjallar um sjúkratryggingar: "...þær breytingar á almannatryggingalögum sem hafa verið gerðar á umliðnum áratugum hafa verið tilviljanakenndar og markast af skyndiþörfum og áherslum líðandi stundar en meginstefnan er afar þokukennd"
Meira
Björn Ingi Hrafnsson svarar ummælum formanns Íbúasamtaka Grafarvogs um stækkun á athafnasvæði hafnarinnar: "...og algjör óþarfi að fara nú á taugum vegna þess að efnt sé til viðræðna um málið..."
Meira
Eftir Sergei V. Lavrov og Jonas Gahr Støre: "Helstu verkefnin sem við okkur blasa á norðurskautssvæðinu eiga það sameiginlegt að ná yfir öll landamæri. Þau verða einungis leyst með öflugu alþjóðlegu samstarfi."
Meira
Birgir Dýrfjörð skrifar um hugmyndir Ómars Ragnarssonar: "...þá mun enginn stjórnmálaflokkur, sem nú situr á þingi, verða fáanlegur til að leggja fram tillögur eða frumvarp um þá kröfu hans að breyta virkjun í minnisvarða."
Meira
Pálmi Vilhjálmsson skrifar um mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnað: "Ég tel einsýnt að ef samkeppnislög ríkja um mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnað og verðlagningu þessara vara, verði þessum jöfnuði milli neytenda lagt fyrir róða"
Meira
Þórir Stephensen minnist 210 ára vígsluafmælis Dómkirkjunnar í Reykjavík og að 200 ár eru liðin frá því biskup Íslands settist að í Reykjavík: "Nærvera biskups Íslands í þessum nýstofnaða höfuðstað hlaut að hafa jákvæð áhrif, bæði á sjálfsmynd staðarins og eins þá ímynd, sem hann hafði út á við."
Meira
Ágúst Guðmundsson fjallar um Ríkisútvarpið: "Kannski hefur hneisa Ríkisútvarpsins orðið mest fyrir þá sök að keppinautarnir hafa tekið upp þráðinn og lagt út í margvíslega innlenda dagskrárgerð..."
Meira
Einar Már Sigurðarson fjallar um byggðamál: "Meðan samgönguverkefnum á landsbyggðinni er frestað vegna þenslu á höfuðborgarsvæðinu boðar forsætisráðherra sérstakt átak í samgöngumálum á þenslusvæðinu."
Meira
Bjarni Gaukur Þórmundsson fjallar um samræmd próf: "Samræmd próf eiga að vera fyrir kennarana til að sjá hvernig nemendur þeirra standa sig gagnvart heildinni."
Meira
Eftir Björn Bjarnason: "...andstæðingar sjálfstæðismanna á hinum pólitíska orrustuvelli óttast ekkert meira en öflugan, sameinaðan Sjálfstæðisflokk."
Meira
Eggert Haukdal skrifar um Suðurlandskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga.: "Þingmannahópur Suðurlands hefur því verið dugminnsti þingmannahópur landsins allar götur síðan."
Meira
Frá Tryggva V. Líndal.: "NÝLEGA móðgaði páfinn í Róm marga múslima, þegar hann dró í efa að íslam stæði að öllu leyti jafnfætis kristni að siðgæði. Reiddust þá svo margir meðal múslima að hann neyddist til að rétta út ítrekaða sáttarhönd."
Meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir kynnir Styrktarsjóð Bjargar Símonardóttur: "Það er okkur, sem í stjórn sjóðsins sitjum, sönn ánægja að kynna þennan sjóð..."
Meira
Vilborg G. Hansen fjallar um málefni öryrkja: "Það er samfélaginu í heild kappsmál, að vel sé búið að þeim sem minna mega sín og hlutur þeirra sé ekki svartur blettur á velferðarkerfinu"
Meira
Steinunn Guðnadóttir fjallar um tölvufíkn: "Þegar einstaklingur er langt leiddur í tölvufíkn er erfitt að snúa honum til baka. Hann afneitar fíkninni en er í tölvunni nánast allan sólarhringinn..."
Meira
Hvalveiðar og mótmæli SÍÐAN hvalveiðarnar byrjuðu að nýju, nú fyrir nokkrum dögum, hefi ég skoðað fréttir á allnokkrum vefsíðum í Bandaríkjunum, en hef ekki séð neinar mótmælagreinar í því landi, enn sem komið er.
Meira
Helga Bragadóttir skrifar um Vinaleið, kærleiksþjónustu í grunnskólum: "Vinaleið kærleiksþjónusta í grunnskólum virðist mér vera til þess fallin að auka líkurnar á farsælli skólagöngu fyrir fleiri börn."
Meira
Dúfa Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 29. nóvember 1934. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 6. október síðastliðins og var jarðsungin í kyrrþey frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. október.
MeiraKaupa minningabók
Elínborg Gísladóttir fæddist á Arnarnesi við Dýrafjörð hinn 15. ágúst 1914. Hún lést á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sunnudaginn 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Þ. Gilsson óðalsbóndi á Arnarnesi, f. 13. febr. 1884, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Haukdal Andrésson (Deildartunguætt) fæddist á Sveinseyri við Dýrafjörð 14. desember 1920. Hann lést í Reykjavík 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Guðmundsson, bóndi á Sveinseyri, f. 24.8. 1884, d. 26.7.
MeiraKaupa minningabók
Hallgrímur Steinarsson fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 6. september.
MeiraKaupa minningabók
Jarþrúður Guðmundsdóttir fæddist á Þórisstöðum í Ölfusi 19. apríl 1925. Hún lést á Vífilsstöðum 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson Breiðdal, f. 15. júlí 1895, d. 18. júní 1962, og Helga Gísladóttir, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 8. október.
MeiraKaupa minningabók
Rose Evelyn Halldórsson fæddist í Kolding á Jótlandi 16. ágúst 1907. Hún lést á heimili sínu Reynimel 61 þriðjudaginn 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Svend Georg Holm Rasmussen verslunarmaður frá Lálandi, f. 28. október 1877, d....
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Rúnar Pétursson fæddist á Mið-Fossum í Andakíl 23. júlí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. október síðastliðinn. Hann var yngsta barn Péturs Þorsteinssonar, f. 12. júní 1896, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is "SÍÐASTLIÐIÐ fiskveiðiár var að mörgu leyti einstakt í sögu smábátaútgerðarinnar. Þar var bæði toppi og botni náð. Jákvæðu fréttirnar eru þær að aflinn hefur aldrei orðið meiri hjá smábátum, endaði í 80.
Meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir miklar rangfærslur vaða uppi um hvalveiðar okkar í erlendum fjölmiðlum, sem haldið sé á lofti af ýmsum ráðamönnum, t.d. í Bretlandi, Svíþjóð og Ástralíu.
Meira
"GOTT fiskveiðikerfi á að hafa innbyggða hvata fyrir fiskimenn að færa veiðarnar sem mest yfir á kyrrstæð veiðarfæri. Línuívilnun er vissulega skref í rétta átt og ég hef heyrt marga erlenda kaupendur fisks ljúka lofsorði á þessa aðferðafræði.
Meira
STRAUMUR-BURÐARÁS Fjárfestingabanki var rekinn með 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins á móti nær 6,5 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra.
Meira
BJARNI Birgisson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Kögunar , dótturfyrirtækis Dagsbrúnar í stað Gunnlaugs M. Sigmundssonar sem hefur látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Þá hefur Jóhann Þór Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri Kögunar.
Meira
MIKIL viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir um 49 milljarða króna en þar af voru viðskipti með bréf í Straumi-Burðarási fyrir um 42,3 milljarða króna. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 0,41% í gær eða í 6.473,5 stig.
Meira
VIÐSKIPTABANKARNIR þrír, Glitnir, Kaupþing banki og Landsbankinn, eru allir með óbreytt lánshæfismat hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta kemur fram í nýjum skýrslum fyrirtækisins sem gefnar voru út í vikunni.
Meira
SAMSON Global Holdings hefur keypt 16,74% hlut í Straumi-Burðarási af Fjárfestingafélaginu Gretti og var gengi bréfanna í viðskiptunum 17,3. Eftir kaupin á Samson Global Holdings 30,2% hlut í Straumi-Burðarási.
Meira
Matthías Jochumsson orti um Friðrik á Bakka sem hafði síðustu línuna að orðtaki, að því er segir á vísnavef Skagfirðinga. Hjá Friðriki rak hval, sem hann gaf að mestu: Hrannir ala á hafróti. Hýða upp galið nauthveli og hundrað hvali á Hjalteyri.
Meira
Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður nýtur þess að opna matarkistur sínar fyrir börnunum og gauka að þeim bragðgóðu góðgæti úr heimi hollustu og heilbrigðs lífernis. Sannkölluð veisla fyrir barnabragðlauka.
Meira
Ég hef tekið á móti nokkur hundruð börnum á þeim tólf árum sem ég vann sem ljósmóðir en núna er ég í fimmtíu prósent starfi sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahótelinu.
Meira
Jagúartónleikar Ótrúlega gaman að tjútta undir tónum félaganna í hljómsveitinni Jagúar og því er tilvalið að skella sér á miðnæturtónleika þeirra í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið þar sem þeir munu prufukeyra nýtt efni í bland við eldra.
Meira
Flestar stjórmálakonur deymir sennilega um að komast á þingpalla - færri á tískusýningarpalla. Nokkrar gengust þó undir síðarnefndu prófraunina um liðna helgi - fyrir íslenskan iðnað - og glönsuðu í gegnum hana!
Meira
Gamalreyndu kvikmyndagerðarmennirnir Bob og Harvey Weinstein, stofnendur Miramax-kvikmyndafyrirtækisins, ætla nú að berjast gegn reykingum í kvikmyndum með því að setja varnaðarorð á DVD-diska þeirra kvikmynda, sem reykt er í.
Meira
Það að nota vín í matargerð virðist auðvelt en er alls ekki svo einfalt. Hanna Friðriksdóttir gefur hér einnig uppskrift að ítalska eftirréttinum zabaglione þar sem marsalavín kemur við sögu nú eða þá ljóst púrtvín.
Meira
Er þetta hún Birna litla? Svona hljóma ævinlega móttökurnar þegar ég hitti Dísu föðursystur mína, og svo segir hún mér að ég sé sæt og ég trúi henni, því ekki er hætta á að hún fari með rangt mál.
Meira
95 ára afmæli . Í dag, 27. október, er 95 ára Einar Guðmundsson, vélgæslumaður, til heimilis að Klettaborg 2, Akureyri. Eiginkona Einars er Elísabet Jóhanna Sigurðardóttir . Þau eru að...
Meira
Feluleikur. Norður &spade;52 &heart;8754 ⋄10875 &klubs;D98 Vestur Austur &spade;Á10743 &spade;G96 &heart;D9 &heart;G102 ⋄KG2 ⋄ÁD43 &klubs;642 &klubs;K75 Suður &spade;KD8 &heart;ÁK63 ⋄96 &klubs;ÁG103 Suður spilar 1G og fær út spaða.
Meira
Baldur Þórhallsson fæddist á Selfossi 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991, meistaraprófi frá Háskólanum í Essex 1994 og doktorsprófi frá sama skóla 1999.
Meira
1 Bandarísk flugvél með 172 farþega lenti hér svonefndri öryggislendingu í gær. Frá hvaða flugfélagi var vélin? 2 Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sem nefndur hefur verið guðfaðir evrunnar mælir ekki með því að Íslendingar taki upp evru. Hvað heitir hann?
Meira
Víkverja finnst nýja Ikea-búðin smart. En hún er alltof stór. Skrifari dreif sig með alla fjölskylduna suður í Garðabæ og þrátt fyrir orkustopp í kaffiteríu Ikea (þar sem er hægt að fá tveggja rétta máltíð fyrir fimm manna fjölskyldu á 2.
Meira
MISTÖKIN skiptu sköpum þegar Snæfell sótti Hauka heim að Ásvöllum í gærkvöldi því lengi gekk allt á afturfótunum. Þegar upp var staðið gerðu þó gestirnir úr Stykkishólmi færri og unnu 66:63 þrátt fyrir öflugar tilraunir Hafnfirðinga síðustu 40 sekúndurnar.
Meira
SKOTINN David Hannah, Kristján Valdimarsson og Freyr Guðlaugsson gengu allir til liðs við úvalsdeildarlið Fylkis í knattspyrnu í gær. Hannah og Kristján léku með Grindvíkingum í sumar en Freyr með Þór á Akureyri.
Meira
EINAR Hólmgeirsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik í leikjunum tveimur gegn Ungverjum sem fram fara ytra í kvöld og á morgun.
Meira
Íslandsmeistarinn í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen , lék með liði sínu, meisturum Eslövs AI , í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð í fyrrakvöld.
Meira
Ágúst Þór Gylfason , knattspyrnumaður, framlengdi í gær samning sinn við KR um eitt ár. Ágúst hefur leikið samtals 166 leiki í efstu deild með Fram , Val og KR og þá hefur hann leikið með Brann í Noregi og Solothurn í Sviss.
Meira
ÚRVALSDEILDARLIÐ Grindavíkur í körfuknattleik leitar að liðsstyrk en Friðrik Ragnarsson, þjálfari liðsins, segir að sú leit taki tíma og mikla fyrirhöfn.
Meira
FYRSTI landsliðshópur Júlíusar Jónassonar er skipaður þessum leikmönnum: Hrafnhildur Skúladóttir og Berglind Íris Hansdóttir úr SK Århus, Guðbjörg Guðmannsdóttir frá Fredrikshavn og Ragnhildur Guðmundsdóttir úr Skive.
Meira
JÚLÍUS Jónasson var í gær kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik og er samningur hans og Finnboga Grétars Sigurbjörnssonar til þriggja ára.
Meira
FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen eftir að hann skoraði bæði mörk liðsins, 2:1, í bikarleik gegn 3. deildar liðinu Badalona, sem hefur einnig bækistöðvar í Barcelona.
Meira
SKALLAGRÍMUR landaði sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær með því að leggja efsta lið Iceland Express deildarinnar, KR, að velli.
Meira
STEFÁN Már Stefánsson bjargaði fyrsta keppnisdegi íslenska karlalandsliðsins í golfi sem hófst í S-Afríku í gær . Stefán, sem er úr GR, lék De Zalze-völlinn á einu höggi undir pari vallar, eða 71 höggi.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is VÍKINGUR og norska úrvalsdeildarliðið Lilleström hafa komist samkomulagi um kaup Lilleström á Viktori Bjarka Arnarsyni.
Meira
CHEVROLET Captiva er nýr sportjeppi sem fæst bæði fimm manna og sjö manna og hefur verið á markaði í Evrópu um nokkurra mánaða skeið með V6 bensínvél. Nú er bíllinn kominn með 2ja lítra dísilvél og verður kynntur hjá Bílabúð Benna um helgina.
Meira
Í Þýskalandi stendur fyrir dyrum að setja áfengisbann á bílstjóra fyrstu tvö árin eftir að þeir fá bílpróf. Stefnt er að því að bannið taki gildi sumarið 2007. Á vefsíðu Der Spiegel segir að þessi áform séu umdeild.
Meira
Bílaframleiðandinn DaimlerChrysler sagði í gær að ekkert væri hæft í orðrómi um að selja ætti Chrysler. Í uppgjöri kom fram að frá júlí til september hefði hagnaðurinn verið 541 milljónir evra, en hann var 855 milljónir á sama tíma í fyrra.
Meira
Eftir Jóhann A. Kristjánsson JAK@ismennt.is Gísli G. Jónsson, torfæruökumaður frá Þorlákshöfn, sýndi og sannaði með frábærum árangri sínum í Heimsbikarmótinu í torfæruakstri í sumar að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir nokkurra ára hvíld frá keppni.
Meira
RICHARD Hammond, í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Top Gear, er nú á batavegi eftir að hafa verið nær dauða en lífi eftir að hafa misst stjórn á bíl sem var knúinn þotuhreyfli.
Meira
*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.
Meira
Ný og endurbætt kynslóð metanbíla frá Volkswagen, EcoFuel, er komin á markað hér á landi og afhenti Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, fulltrúum Sorpu sex slíka bíla við athöfn í höfuðstöðvum Heklu í gær.
Meira
Þeir sem ólust upp með Fiat Uno Turbo munu gleðjast yfir því að Fiat mun bráðlega setja á markað hinn nýja Fiat Grande Punto í Turbo-útgáfu. Þegar hefur sést til nokkurra eintaka við prófanir víðsvegar um Evrópu.
Meira
JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði 21. október sýningu hjá Toyota í Kópavogi þar sem Hybrid-tæknin og áherslur Toyota í umhverfismálum voru kynntar.
Meira
TVR, sem lengi vel var síðasta vígi bresks bílaiðnaðar, er nú á förum frá Blackpool því Nikolai Smolensky, hinn rússneski eigandi fyrirtækisins, segir að verið sé að leita að nýjum stað fyrir fyrirtækið í Evrópu.
Meira
STILLING hf. hefur opnað nýja vefleitarvél sem mun spara viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn þegar pantaðir eru varahlutir. Guðbergur Erlendsson sá um forritun og í tvö ár hefur verið unnið að því að tölvuvæða handbækur inn á vefinn partanet.is.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.