SENDIHERRA Bretlands, Alph Mehmet, afhenti í gærmorgun ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins mótmælaskjal 25 ríkja og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni.
Meira
AGLOW-KONUR í Garðabæ og Hafnarfirði hafa tekið sig saman og hafið Aglow-starf. Fundir verða fyrsta og þriðja hvern fimmtudag kl. 20. Aglow-starfið á Íslandi hefur verið í mikilli útrás sl. mánuði og hafa þrír nýir Aglow-hópar verið stofnaðir.
Meira
Í TILEFNI ágætrar greinar Ians Watsons í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag vill ShopUSA koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: 1. Heimsending er alltaf innifalin í afgreiðslugjaldi ShopUSA. Sendingarkostnaður hjá Amazon.
Meira
Rokktónleikar skiluðu engu í kassann, segir Þorsteinn Þorsteinsson sem rekur Grand Rokk en þar er ekki lengur að finna griðastað ungra rokkara. Þá hafa engin gítarsóló verið tekin á Gauknum lengi.
Meira
HJÓLREIÐAR verða sífellt vinsælli meðal almennings og margir láta veðrið sig engu skipta heldur hjóla jafnt í roki sem rigningu. Aðrir ganga jafnvel enn lengra og hjóla þrátt fyrir snjó og erfiða færð.
Meira
Jón Hai Hwa Sen er harðánægður með tilveruna, enda lífsglaður maður sem á góða að, ann náttúrunni og gæðum hennar og starfar á metnaðarfullu sjúkrahúsi í örri uppbyggingu. Steinunn Ásmundsdóttir ræddi við hann í Neskaupstað á dögunum.
Meira
VARAÞINGMAÐUR Samfylkingarinnar, Eiríkur Jónsson, vill að réttarúrræði vegna ærumeiðinga verði alfarið færð af sviði refsiréttar yfir á svið einkaréttar.
Meira
Sendiherra Bangladesh gagnvart Íslandi, Muhammad Azizul Haque, er tekinn til starfa í Stokkhólmi þar sem hann annast samskipti við öll Norðurlönd
Meira
MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra upplýsti á Alþingi í gær að hann væri tilbúinn til þess að beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggi að foreldrar fatlaðra barna geti fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi.
Meira
FIMMTÁN ára baráttu Norður-Atlantshafslaxasjóðsins gegn reknetaveiðum á laxi er nú senn lokið því ríkisstjórn Írlands hefur ákveðið að stöðva veiðarnar.
Meira
Á EINNI viku, 12.-19. október, komu upp fjögur stór mál í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli sem snúast um tilraunir til að smygla verulegu magni af fíkniefnum til landsins. Ellefu manns sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamála.
Meira
Í ÁLYKTUN landsþings Slysavarnaráðs segir að mikill og vaxandi fjöldi slysa aldraðra sé hinum aldraða, fjölskyldunni og samfélaginu dýrkeypt vandamál.
Meira
NÝLIÐINN októbermánuður var samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mjög nærri meðallagi með tilliti til hitastigs. Meðalhiti í Reykjavík mældist þannig 4,8 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags.
Meira
ANNA Karlsdóttir landfræðingur heldur fyrirlestur sem hún kallar: "Þöglar raddir kvenna um auðlindanýtingu og þróun - eigindleg athugun á áhrifum atvinnuháttabreytinga á Austurlandi á konur í sjávarútvegi.
Meira
SIGURJÓN Benediktsson, tannlæknir á Húsavík, gefur kost á sér til þingsætis á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við komandi kosningar.
Meira
LÖGREGLUMÖNNUM hefur stundum blöskrað svo losaralegur frágangur á farmi flutningabíla að þeir hafa krossað sig þegar óhöpp verða án þess að nokkur bíði alvarlegan skaða af.
Meira
Róm. AP. | Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, útilokar ekki þann möguleika að senda ítalska herinn á vettvang til að stemma stigu við glæpaöldu í Napólí, en sjö morð hafa verið framin í borginni á síðustu sex dögum, alls þrjú sl. þriðjudag.
Meira
FÖSTUDAGINN 3. og laugardaginn 4. nóvember nk. stendur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir handverksmarkaði Eyjamanna í Mjóddinni við Álfabakka. Opið verður frá kl. 10.00 - 17.00 báða dagana.
Meira
JÓGVAN á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, sagði í umræðum á Norðurlandaþingi í gær að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum.
Meira
HVENÆR ætlar þessari rigningu eiginlega að linna, gæti konan hafa verið að hugsa er hún átti leið um Bankastrætið. Á sama andartaki og þessar vangaveltur fóru í gegnum hug hennar leit hún til himins til að athuga hvort líklegt væri að létta færi til.
Meira
NETIÐ náði þeim áfanga í nýliðnum mánuði að vefsetrin voru orðin alls 100 milljónir. Fréttavefur CNN -sjónvarpsins hafði þetta eftir talsmanni Netcraft, fyrirtækis sem hefur fylgst með þróuninni á Netinu frá 1995.
Meira
HRAFN Jökulsson teflir skákmaraþon í Kringlunni dagana 3. og 4. nóvember. Þetta er þriðja maraþon Hrafns, sem ætlar að tefla 250 skákir á allt 40 klukkustundum, og safna fyrir starfi Hróksins á Grænlandi.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það er viss veikleiki hjá mér að ég er upptekinn af því sem er ógert," segir Þór Jakobsson veðurfræðingur og áréttar að hann hafi nóg að gera þótt hann sé hættur opinberum störfum sem veðurfræðingur.
Meira
Soroptimistaklúbbur Kópavogs gefur út jólakort í ár eins og undanfarin ár og einnig merkispjöld á jólapakka með sömu mynd. Jónína Magnúsdóttir (Ninný) hannaði kortið, en hún er ein af klúbbsystrunum.
Meira
JÖKLUSERÍAN, verk Ólafs Elíassonar, var seld á andvirði tæpra 20 milljóna króna þegar verk norrænna listamanna voru boðin upp á vegum uppboðsfyrirtækisins Christie's í London í fyrradag, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter í gær.
Meira
ÞAÐ ER almennt álitið að demókratinn og öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry hafi gert mistök í aðdraganda forsetakosninganna 2004 þegar hann svaraði ekki fullum hálsi ásökunum er vörðuðu herþjónustu hans í Víetnam.
Meira
MEXÍKÓSK kona situr við hliðina á gröf látins ástvinar á Degi hinna látnu í borginni Santa Cruz í gær. Á þessum degi minnast Mexíkóar látinna með ýmsum hætti í gær og í dag.
Meira
JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í gær að það lægi ekki fyrir að Landsvirkjun yrði seld og "allra síst einkaaðilum", sagði hann ennfremur.
Meira
LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi á bifreiðaplani við Faxafen 14, þriðjudaginn 31. október sl. um kl. 12. Þar varð árekstur með grárri Lexus jeppabifreið og hvítri Daihatsu fólksbifreið og greinir ökumenn á um aðdraganda óhappsins.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞINGMENN voru á einu máli um það í umræðum á Alþingi í gær að hin almenna lögregla í landinu ætti að vera óvopnuð við dagleg störf.
Meira
MÁLÞING um heilsutengda ferðaþjónustu verður haldið föstudaginn 3. nóvember á Fosshóteli Húsavík. Stjórnandi málþingsins er Ásthildur Sturludóttir.
Meira
ÞAÐ getur munað rúmlega þrjú þúsund krónum að láta skipta um dekk á fólksbíl með 16" dekkjum á stálfelgum á milli hjólbarðaverkstæða. Það kostar 4.690 krónur þar sem það er ódýrast, hjá Bílkó á Smiðjuvegi, og 7.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is DAGBLÖÐ í Suður-Afríku vörðu í gær fáum dálksentimetrum í umfjöllun um fráfall Pieter Willem Botha, fyrrverandi forseta landsins, sem lést á þriðjudag níræður að aldri.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Áhrifaríkasta forvörnin gegn nauðgunum og kynbundnu ofbeldi er að ræða um þessi mál við drengi jafnt sem karlmenn. Það þarf að ræða viðhorf þeirra til kvenna og þarf sú umræða að fara fram á öllum vígstöðvum,...
Meira
Peking. AFP. | Blindur kínverskur aðgerðasinni, sem hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir gagnrýni á stjórnina, vann óvænt áfrýjun í máli sínu, að því er eiginkona hans skýrði frá í gær.
Meira
FYRIRHUGUÐ bygging heilsuræktarstöðvar Vaxtarræktarinnar á milli íþróttahallarinnar og Sundlaugar Akureyrar hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn heimilaði breytingu á deiliskipulagi til þess að húsið gæti orðið að veruleika.
Meira
BÖRNIN á leikskólanum Síðuseli á Akureyri skemmtu sér vel í gær þegar brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik sýndi ævintýrið um Pétur og úlfinn í tilefni af 25 ára afmæli skólans.
Meira
KJARTAN Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að í ljósi umræðna um flokksskrána og hið rafræna umhverfi sé fullt tilefni til að styrkja og herða reglur um aðgengi og notkun á flokksskrám.
Meira
RÁÐIST var að tveimur blaðberum Morgunblaðsins í Reykjavík á mánudagsmorgun og stolið af þeim farsímum. Lögreglan leitar 5-6 manna í tengslum við málin. Fyrri árásin var gerð í Hjallalandi klukkan 5.59 en hin á Brúnavegi við Kleifarveg klukkan 7.17.
Meira
Reykjavíkurborg og Akureyri hafa selt ríkinu hluti sína í Landsvirkjun á samtals 30,25 milljarða. Heildarvirði LV er metið 60,5 milljarðar króna. Samningarnir taka gildi 1. janúar 2007.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir sat fund norrænna þingforseta í gær í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Á fundinum skiptust þingforsetarnir m.a. á upplýsingum um starfsaðstöðu fjölmiðlafólks í þjóðþingunum og aðgang þess að þingmönnum.
Meira
ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fjármálaráðherra verði falið að skipa nefnd til að endurskoða lagareglur um skattaívilnanir vegna gjafa til mannúðar- og menningarmála.
Meira
ALLSNARPUR jarðskjálfti skók byggðir í nágrenni Skjálfanda í gær. Styrkur skjálftans var 4,5 stig á Richter og honum fylgdu tugir eftirskjálfta sem allir voru þó minni en 2 á Richter. Skjálftinn reið af klukkan 13.
Meira
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem hefur játað allmarga þjófnaði og fleiri brot þar sem dregist hafði að þingfesta ákæru gegn honum vegna anna hjá Héraðsdómi Reykjaness. Ákæra var gefin út 9.
Meira
Á hjúkrunarþingi, sem hefst í dag, verður sjónum beint að mannauði og hlutverki hjúkrunarfræðinga. M.a. verða ræddar rannsóknir á vinnuumhverfi sem eru þarft hjálpartæki við stefnumótun.
Meira
SÚ ÁKVÖRÐUN yfirstjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss, að fallast ekki á endurkomu Stefáns E. Matthíassonar yfirlæknis, í kjölfar dóms Héraðsdóms, vegur að grundvallarréttaröryggi allra starfsmanna spítalans.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Rúnar Pálmason ÖKUMAÐUR torfæruhjóls hefur verið sýknaður af ákæru um utanvegaakstur í Henglinum í júní sl. en dæmdur í 10 þúsund króna sekt fyrir að vera ekki með lögboðin skráningarmerki á hjólinu.
Meira
FJÖLLIN virðast færast nær þegar þau klæðast snjóhvítum vetrarbúningi sínum. Þannig hafa þau verið undanfarna daga; með hvítan topp og dökkbláar rætur. Líkt og þeim hafi örsnöggt verið dýft í flórsykur.
Meira
ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um öryggismál í Lögbergi 102, föstudaginn 3. nóvember kl. 13:00-14:10. Tveir ólíkir fræðimenn skiptast á skoðunum um öryggismál í evrópsku samhengi.
Meira
Washington. AP, AFP. | Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sakaði í gær Írana, Sýrlendinga og Hizbollah-hreyfinguna í Líbanon um að ætla að steypa stjórn landsins af stóli.
Meira
VELTA á fasteignamarkaði á síðustu fimm mánuðum er um 30% undir meðalveltu síðustu fimm ára. Á síðustu tveimur mánuðum hefur veltan aukist og er núna farin að nálgast meðaltalið.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GENGIÐ var frá samningum um sölu á hlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í gær, og verður ríkið eini eigandi fyrirtækisins frá 1. janúar 2007.
Meira
Teheran. AP. | Stjórnvöld í Íran eru reiðubúin til að umbuna ferðaskrifstofum á Vesturlöndum sérstaklega fyrir að flytja fleiri ferðamenn til landsins.
Meira
Garður | Knattspyrnufélagið Víðir í Garði heldur uppá 70 ára afmæli sitt í Samkomuhúsinu næstkomandi laugardag. Þá verður slegið til matarveislu þar sem í boði verður bland af sjávarréttum og lambakjöti. Á dagskrá verður m.a.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að opna aðalræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum með starfsmanni á næsta ári, að uppfylltum öllum formskilyrðum.
Meira
Í gær gekk Alph Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, á fund ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og afhenti honum mótmælaskjal 25 þjóða og framkvæmdastjórnar ESB vegna hvalveiða okkar Íslendinga í atvinnuskyni.
Meira
Verðmætar upplýsingar er að finna í grein Árna Björnssonar, doktors í menningarsögu, sem er í einhverju uppnámi yfir Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag.
Meira
SJÓNVARPSSTÖÐIN Al-Jazeera International hefur ákveðið að hefja útsendingar í Bandaríkjunum 15. nóvember þótt enn sé ekki ljóst hvort einhver muni ná útsendingu hennar. Sjónvarpsstöðin starfar á fjórum stöðum, í Doha, London, Washington og Kuala Lumpur.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝÚTKOMIN er fyrsta plata rokksveitarinnar Shima og kallast hún ...and for a moment all fell silent . Innihaldið er rokk og ról í þyngri kantinum, sem er reglubundið skreytt dramatískum hljóðmyndum.
Meira
SÝNING á verkum hafnfirska listamannsins Eiríks Smith hefst á morgun, föstudag, í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi og stendur til 19. nóvember. Þar sýnir Eiríkur yfir 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir.
Meira
UMFRAM fréttatilkynningu, sem fjölmiðlum barst á þriðjudag, neitar Listaháskóli Íslands að tjá sig um verkefnið sem komst í fréttir í vikunni þar sem klippt var hár af höfði og sköpum konu og að lokum kastað vatni yfir hana í námskeiðinu Fræði og...
Meira
Maðurinn á bak við Ali G og Borat , Sacha Baron Cohen , er sagður hafa skrifað undir 42,5 milljóna dala samning (sem jafngildir um 2,9 milljörðum kr.) um að gera kvikmynd eftir þriðju persónunni sem hann hefur skapað, Bruno.
Meira
Bandaríska rokkhljómsveitin the Brian Jonestown Massacre er væntanleg til Íslands og mun halda tónleika á Nasa, Austurvelli, hinn 29. nóvember næstkomandi.
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Hingað til lands er nýkomin fjölmenn viðskiptasendinefnd, um 40 manns, frá Nýfundnalandi í því augnamiði að koma á margvíslegum viðskiptasamböndum milli landanna.
Meira
Í TILEFNI af 100 ára dánarafmæli norska leikskáldsins Henriks Ibsens verður efnt til myndarlegrar dagskrár í Norræna húsinu næstu tvo daga. Í kvöld kl.
Meira
NÚ stendur yfir samkeppni í ritun stuttra leikþátta á Leiklistarvefnum, www.leiklist.is. Lesendur velja bestu þættina úr 15 þátta úrvali í atkvæðagreiðslu á vefnum, sem stendur til 8. nóvember.
Meira
Í DAG eru 100 ár liðin frá því að reglubundnar kvikmyndasýningar hófust í bíóum á Íslandi. Það var árið 1906 sem danskur maður; Alfred Lind að nafni, kom hingað til lands í því skyni að koma hér upp aðstöðu til bíósýninga.
Meira
Er ljótt að pissa? Er ljótt að pissa í annarra viðurvist? Er ljótt að pissa á aðra manneskju? Er ljótt að karlmaður pissi á konu í augsýn annarra?
Meira
NEMANDI í skapandi skrifum við Virginia Commonwealth-háskólann í Bandaríkjunum rakst á áður óbirt ljóð eftir Sylviu Plath (1932-1963) þegar hún fór í gegnum skjalasafn skáldkonunnar í Indiana-háskólanum.
Meira
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Tökur fyrir myndina Hostel: Part 2 fóru fram í gær í Bláa lóninu og í World Class Laugum. Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni framhald myndarinnar Hostel sem skartaði m.a.
Meira
Ritstjóri rokktímaritsins Kerrang! , Paul Brannigan , gerir Iceland Airwaves-hátíðina að umræðuefni í leiðaraskrifum sínum í nýjasta tölublaði. Ritstjórinn segir þar að hann hafi ásamt öðru K!
Meira
Bart nokkur Simpson á það til að hrekkja Moe Szyslak sem er bareigandinn í Springfield. Þessi símtöl fara semsagt þannig fram að Bart spyr Moe hvort einhver, sem er með þannig nafn að það hljómar allt öðruvísi þegar Moe segir það, sé við.
Meira
ÞÁTTASTJÓRNANDINN og fyrirsætan Heidi Klum stóð fyrir hrekkjavökupartíi í Privilege-næturklúbbnum í Hollywood í fyrrakvöld, en mikið er lagt í hátíðahöld að kvöldi 31. október ár hvert í Bandaríkjunum í tilefni hrekkjavökunnar.
Meira
Gunnar Axel Axelsson fjallar um Evrópusamstarf: "Í mínum augum er aukin þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða augljóslega það sem við eigum að stefna að á komandi árum."
Meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um orkumál og náttúruvernd: "Samfylkingin er stór flokkur og stór flokkur með skýra stefnu og raunhæfar tillögur að lausnum er það sem náttúra Íslands og umhverfið í heild þarf sannarlega á að halda."
Meira
Þorleifur Friðriksson fjallar um nýtingu mannvirkja á Miðnesheiði: "Ég legg til að athugað verði hvort hyggilegt og gerlegt sé að koma á fót fjölþjóðlegri rannsóknarstöð um jarðfræði, hafstrauma og sjávarlíffræði, sem jafnframt gæti nýst til eftirlits á, í og yfir hafinu umhverfis landið."
Meira
Mörður Árnason skrifar um loftslagsbreytingar: "Við viljum að stjórnvöld standi fyrir langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda..."
Meira
Guðmundur Gunnarsson fjallar um kynjahlutfall innan Starfsgreinasambandsins: "Ef forystumenn innan SGS eru ósáttir við kynjakvótann verða þeir augljóslega að leiðrétta hann sjálfir."
Meira
Sandra Franks fjallar um símafyrirtæki: "Það eru engin tæknileg rök fyrir því að mínútugjaldið hækki svo gríðarlega við það eitt að hringing flyst milli kerfa."
Meira
Ásgeir Guðmundsson fjallar um réttarstöðu sumarhúsaeigenda: "Það er von Landssambands sumarhúsaeigenda að vinnan skili sér í lagafrumvarpi á vorþingi enda þolir það enga bið."
Meira
Árni Páll Árnason fjallar um menntamál: "Menntakerfi okkar er byggt upp á forsendum kerfisins en ekki fólksins. Brottfall úr framhaldsskólum er meira hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum."
Meira
Axel Rögnvaldsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 7. október árið 1918. Hann lést á Vífilsstöðum 24. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, f. 29. mars 1892, d. 18. nóvember 1989, og Rögnvaldur Jónsson, f. 25. mars 1890,...
MeiraKaupa minningabók
Fjóla Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 4. desember 1919. Hún lést á Elliheimilinu Grund hinn 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Guðmundsson skipstjóri, f. 22.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Jörgensen fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar 1922. Hann lést á Sjúkrahóteli LSH í Reykjavík 21. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 29. september.
MeiraKaupa minningabók
Hjörleifur Ingólfsson fæddist á Vöglum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 4. september 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Konráðsson, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir, fæddist í Reykjavík 25. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 22. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 30. október.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Magnússon Helgason fæddist á Akranesi 22. maí 1910. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Illugadóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
TÖLVUR verða notaðar í meira mæli í náinni framtíð við aldurslestur fiska og kvarnarannsóknir. Kemur það meðal annars fram í erindi um stafræna myndgreiningu við aldursálestur sem Elías Freyr Guðmundsson flytur á morgun á málstofu Hafrannsóknastofnunar.
Meira
FISKISTOFA svipti tvö skip veiðileyfi í október, á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stofnunin birti tilkynningu um þetta í gær á vef sínum.
Meira
Loppnir voru fingur á hálfnöturlegum þriðjudagsmorgni en inn úr hríminu birtust tveir salsadansarar, Marina Prada og Edda Blöndal, og um hádegisbil tók að lifna yfir lyklaborði Þuríðar Magnúsínu Björnsdóttur og veður fór jafnvel hlýnandi.
Meira
Hálfdan Ármann Björnsson veltir fyrir sér fólksflótta úr Eyjafirði: Atvinna rýr á alla kanta amar hjörð. Það skyldi þó aldrei álver vanta við Eyjafjörð? Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi bregst við: Þar á að hafa blómleg bú og bændur stolta og ríka.
Meira
Grónar hlíðar og svartgljáandi berg er meðal þess sem ber fyrir augu í Norður-Noregi. Arndís Þorvaldsdóttir rýndi í gegnum haustregnið á tröllaukið landslag eyjarinnar Bø við nyrsta haf
Meira
Á ÍTALÍU eru allar bestu borgir Evrópu ef marka má lesendur tímaritsins Condé Nast Traveller . Flórens, Róm og Feneyjar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í könnun blaðsins og máttu menningarborgirnar París og Vín báðar lúta í lægra haldi.
Meira
HARPA, flauta og bjöllur munu í framtíðinni geta sagt bandarískum líffræðingum hvernig DNA-mengi manneskja lítur út. Frá þessu er sagt í vefriti Politiken .
Meira
Vissulega velti ég því oft fyrir mér hvernig í fjandanum ég endaði hérna. Fyrir einu ári síðan var ég úfinn stelpuangi í rifnum gallabuxum sem gekk í grunnskólann á Flúðum, vann í Samkaup Strax, hlustaði á háværa rokkmúsík og svaf heilu helgarnar.
Meira
NÝ vefsíða íslenska fataframleiðslufyrirtækisins Nikita fær mikið lof í nýjasta hefti tísku- og lífsstílstímaritsins Now. Þar er útivistarfólki bent á að það geti ekki látið síðuna fram hjá sér fara vilji það tolla í tískunni.
Meira
60 ára afmæli . Sunnudaginn 5. nóvember nk. verður sextugur Snorri Þór Tómasson, bifreiðastjóri. Eiginkona hans er Kristjana Unnur Valdimarsdóttir.
Meira
90 ára afmæli. Í dag, 2. nóvember, er níræður Haraldur Þórðarson, Eikjuvogi 11, Reykjavík. Eiginkona hans er Ása Kristjánsdóttir . Þau halda upp á daginn með fjölskyldu og...
Meira
Anna Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988 og Cand.Sc.Soc. í landafræði og opinberri stjórnsýslu frá Hróarskelduháskóla 1996.
Meira
Garðar og vélar með góðan endasprett í sveitakeppni BR Þriggja kvölda Swiss monrad sveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur lauk þriðjudaginn 31. október.
Meira
SÝNINGAR málaranna Tilo Baumgärtel og Martin Kobe frá Leipzig í Þýskalandi og innsetning svissneska listamannsins Roman Signer í Safni, hafa verið framlengdar til sunnudagsins 12. nóvember.
Meira
HALLDÓR Ásgeirsson, myndlistarmaður, sýnir "Hrauntákn" í sýningarýminu Gallerí Dvergur, sem staðsett er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Halldór mun fremja gjörning í sýningarýminu 4. og 11. nóvember kl. 18.
Meira
Staðan kom upp í fyrri hluta Flugfélagsdeildar Íslandsmót skákfélaga sem fór fram fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Björn Ívar Karlsson (2192) hafði svart gegn Stefáni Frey Guðmundssyni (2113). 26... Bxh3! 27.
Meira
1 Ákveðið hefur verið að senda geimferju með sérfræðingum til að gera við sjónauka út í geimnum. Hvað kallast sjónaukinn? 2 Íslensku bankarnir fjórir skila ríkinu drjúgum skatttekjum. Hve miklum? 3 Carol van Voorst er sendiherra þjóðar sinnar á Íslandi.
Meira
MARÍA Jónsdóttir sýnir í Art-Iceland.com á Skólavörðustíg 1a til 6. nóv. Sveitarómantíkin á hug hennar allan. Hún sýnir klippimyndir af hestum, hundum, geitum og kindum. Einnig málaða steina með dýramyndum. María hefur haldið 10 sýningar víða um land.
Meira
Víkverja er byrjað að kvíða fyrir Alþingiskosningunum í vor um leið og honum hlakkar til að fá að nýta atkvæðisrétt sinn í lýðræðisríki. Ástæðan fyrir kvíðanum er pappírs- og auglýsingaflóðið sem á eftir að dynja á landsmönnum fyrir kosningar.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, lék á tveimur höggum undir pari í gær á fyrsta keppnisdegi á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir er í 16.
Meira
ÞAÐ kom í ljós í gær þegar Eiður Smári Guðjohnsen fór í læknisskoðun hjá læknum Barcelona á Nývangi að liðbönd á vinstri ökkla voru ekki sködduð eins og menn óttuðust í fyrstu. Það getur farið svo að hann verði orðinn góður fyrir deildarleik gegn Deportivo La Coruna á laugardag.
Meira
ÞAÐ var ekki dagur breskra liða í meistaradeild Evrópu í gærkvöldi því tvö þeirra töpuðu og eitt gerði jafntefli. Manchester United tapaði fyrsta leik sínum í F-riðli, 1:0 í Kaupmannahöfn á sama tíma og Celtic steinlá 3:0 fyrir Benfica. Í G-riðli gerði Arsenal markalaust jafntefli við CSKA Moskvu.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í gærkvöldi fyrir Hollendingum á æfingamóti í Hollandi. Lokatölur urðu 32:27 fyrir Holland eftir að íslenska liðið hafði verið marki yfir, 14:13, í leikhléi.
Meira
Jóhann Þórhallsson , sóknarleikmaður í knattspyrnu, sem lék með Grindvíkingum sl. keppnistímabil, gekk í gær til liðs við KR. Jóhann er ekki ókunnugur í herbúðum KR, þar sem hann lék með KR-liðinu 1999-2000. Hann lék með Þór A.
Meira
Jónas Grani Garðarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Fram en hann gekk í raðir Safamýrarliðsins í vor og lék með liðinu í 1. deildinni í sumar. Jónas Grani lék alla leiki Framara í 1.
Meira
KVENNALIÐ Vals í handknattleik hefur fengið góðan liðsstyrk en hornamaðurinn Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir er gengin til liðs við Hlíðarendaliðið, sem trónir á toppi 1. deildarinnar.
Meira
SVEIT Íslandsmeistaranna í Kili úr Mosfellsbæ byrjar vel á Evrópumóti golfklúbba sem hófst í gær á grísku eyjunni Corfu. Sveitin gerði sér lítið fyrir og lék á þremur höggum undir pari vallarins og er í fyrsta sæti eftir fyrsta dag.
Meira
LYON og Real Madrid tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar í knattspyrnu þegar liðin unnu bæði 1:0-sigur. Lyon lagði Dynamo Kiev og Real hafði betur gegn Steaua Búkarest.
Meira
MEISTARAR Miami máttu þola háðulega útreið gegn Chicago í upphafsleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Gamla stórveldið Chicago tók meistarana í bakaríið og vann yfirburðasigur, 108:66.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is PÉTUR Hafliði Marteinsson knattspyrnumaður er á heimleið eftir 11 ár í atvinnumennsku og hefur gert samning um að leika með KR auk þess sem hann verður ráðgjafi KR Akademíunnar.
Meira
"ÞAÐ er stígandi í okkar leik, síðustu þrír leikir hafa verið góðir og ég að vona að við séum að komast inn á rétta braut eftir erfiða byrjun," sagði Patrekur Jóhannesson, hinn reyndi leikmaður Stjörnunnar, eftir að hann og samherjar unnu...
Meira
HAFÞÓR Ægir Vilhjálmsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, mun skrifa undir samning við Val á næstu dögum - líklega verður Hafþór kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður Hlíðarendaliðsins á morgun, föstudag.
Meira
ÞAÐ má reikna með þungum róðri hjá Íslandsmeisturum Fram þegar þeir etja kappi við Gummersbach í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en liðin mætast í Leverkusen í kvöld.
Meira
ÁBYRGÐ íslenskra fyrirtækja á endanlegri skattgreiðslu erlends starfsmanns er að áliti fjármálaráðuneytisins víðtækari en á skattgreiðslum íslenskra ríkisborgara.
Meira
NÝLEG gengisþróun gefur til kynna að einkaneysla muni vaxa áfram á fjórða ársfjórðungi og að vöxturinn sé jafnvel að aukast í stað þess að dragast saman, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.
Meira
ÁRDEGI ehf. keypti sl. vor alla hluti í Degi Group og síðan hefur verið unnið að sameiningu félaganna en hún er nú gengin í gegn. Fyrir sameiningu voru úr Degi Group seldar einingarnar Sena hf., D3 og Hljóðfærahúsið.
Meira
BANDARÍSKA skyndibitakeðjan Burger King hagnaðist um 40 milljónir dala, 2,7 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi sem er 82% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 22 milljónum dala. Aukningin hefur mest verið í Bandaríkjunum.
Meira
STJÓRNENDUR fjárfestingarsjóða og vogunarsjóða í London munu hugsanlega fá samanlagt um 8,8 milljarða punda, eða um 1.145 milljarða íslenskra króna, í bónusgreiðslur á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttavefnum.
Meira
Los Angeles Times. | CARLY Fiorina hefur snúið aftur úr sjálfskipaðri útlegð og tímasetningin gæti ekki verið betri. Stjórninni sem rak hana úr starfi forstjóra Hewlett-Packard Co.
Meira
EIMSKIP hefur gengið frá kaupum á 100% hlut í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, sem hefur séð um flutninga á frosnum fiski frá Alaska í yfir 20 ár.
Meira
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöll, en það eru Marel hf. annars vegar og Atlantic Petrolium hins vegar.
Meira
KJARTAN Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Kjartan brautskráðist frá Háskóla Íslands í október 2005 með BS-gráðu í viðskiptafræði.
Meira
Kjöt, lýsi og bein eru hvalaafurðir sem á mismunandi tímum hafa verið eftirsóttar verslunarvörur. Bjarni Ólafsson stiklar á stóru um sögu hvalveiða í heiminum en á tímabili gerðu stórþjóðir út hvalveiðiflota upp á mörg hundruð skip.
Meira
FLEST af helstu dagblöðum Bandaríkjanna töpuðu lesendum á sex mánaða tímabili sem lauk 30. september að því er fram kemur í skýrslu upplagseftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Exista var rekið með 27,6 milljarða hagnaði eftir skatta á þriðja fjórðungi ársins á móti um átta milljörðum á sama tímabili í fyrra.
Meira
NEYSLA sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem Greining Glitnis hefur unnið um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi.
Meira
ÁVÖXTUN á norrænum hlutabréfamörkuðum hefur verið með ágætum það sem af er ári, að því er segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Undantekningin er aðalvísitalan í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn sem hefur hækkað um 6,9% á árinu.
Meira
HEILDSÖLUVERÐ frumlyfja er að meðaltali 6,4% lægra hér á landi en í Danmörku að því er segir í fréttatilkynningu frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja, en í gær tók gildi ný lyfjaverðskrá hér á landi sem unnin er og birt af lyfjagreiðslunefnd.
Meira
Rekstur Eimskips hefur tekið töluverðum breytingum á síðastliðnum árum með kaupum á fjölmörgum fyrirtækjum og nýverið var tekið upp nýtt skipurit sem endurspeglar mikinn vöxt félagsins. Sigurhanna Kristinsdóttir hitti að máli Baldur Guðnason, forstjóra Eimskips.
Meira
ÍSLANDSPÓSTUR hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp. Í tilkynningu segir að samlegðaráhrif muni skila sér til viðskiptavina beggja fyrirtækjanna.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Íslensk almannatengsl hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega almannatengslafyrirtækið Weber Shandwick. Í tilkynningu segir að samningurinn opni íslenskum útrásarfyrirtækjum dyr.
Meira
ÍSLENSKU gæðaverðlaunin verða afhent í áttunda sinn þriðjudaginn 7. nóvember næstkomandi kl. 16.30 á Nordica hóteli í Reykjavík. Geir H. Haarde, forsætisráðherra afhendir verðlaunin.
Meira
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is FYRIRTÆKI eyða að jafnaði talsverðum fjármunum í markaðssetningu og elta oft uppi unga og nýtískulega neytendur í auglýsingum sínum. En það er einnig hægt að græða á eldra fólkinu.
Meira
ACTAVIS er fyrst á markað með mígrenilyfið Sumatriptan í Svíþjóð, en einkaleyfi frumlyfsins rann nýlega út. Lyfið er þróað og framleitt á Íslandi og verður fáanlegt í 50 mg og 100 mg húðuðum töflum. Sumatriptan er samheitalyf frumlyfsins Imigran®...
Meira
Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com "Sá sem sagði að peningar gætu ekki keypt hamingju er ekki að eyða þeim rétt." Þessari staðhæfingu var eitt sinn haldið blákalt fram í auglýsingu fyrir Lexus bíla.
Meira
JÓN H. Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flügger-lita. Jón lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1975. Hann hefur starfað að innflutningi, smásölu og heildsölu frá árinu 1973, þar af í eigin fyrirtækjum frá árinu 1988.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÓLÍKLEGT er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) stefni niður fyrir áskilin eiginfjárhlutföll í fyrirsjáanlegri framtíð. Því er ólíklegt er að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs.
Meira
Hvers á Innherji eiginlega að gjalda? Átti hann að éta meira og hækka hitann í húsinu og kveikja á fleiri ljósum hjá sér í takt við launahækkanir?
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HORFUR á fasteignamarkaði hafa batnað. Eftir mikinn samdrátt í sumar er velta á markaðinum að aukast á ný. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn.
Meira
SÍMINN hefur gert rúmlega 60 reikisamninga á þessu ári, sem viðskiptavinir fyrirtækisins geta nýtt sér til að vera í sítengdri GPRS-gagnaflutningsþjónustu fyrir farsíma.
Meira
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Kaupþing banki greiðir meira í tekjuskatt í ár en tíu hæstu lögaðilarnir greiddu í tekjuskatt samanlagt í fyrra og bankakerfið greiðir meira en þrefalt meira í skatta í ár en í fyrra.
Meira
GREININGARAÐILAR viðskiptabankanna og Sparisjóður vélstjóra spá því allir að Seðlabanki Íslands haldi óbreyttum stýrivöxtum á morgun, en þá er vaxtaákvörðunardagur bankans.
Meira
FYRIRTÆKI og hagsmunaaðilar á sviði þyrlureksturs í Frakklandi leggja að yfirvöldum að auka frelsi til farþegaflugs með þyrlum. Hvetja þau og Evrópusambandið (ESB) til aðgerða á þessu sviði og benda á bandarísk lög um þyrlusamgöngur sem gott fordæmi.
Meira
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands tekur þessa vikuna þátt í sjávarútvegssýningu í Kína. Í tilkynningu frá Útflutningsráði segir að sýningin sé sú allra stærsta í Asíu á sviði sjávarútvegs og hafi farið stækkandi ár frá ári frá því hún var fyrst haldin árið 1996.
Meira
HAGNAÐUR Time Warner var nærri þrefalt meiri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Time Warner í ár nam 2,32 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 157 milljörðum íslenskra króna.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Viðskiptagreind stendur fyrir ráðstefnu um tímastjórnun hinn 16. nóvember næstkomandi. Þar verður fjallað um nýjar leiðir í tímastjórnun og hvernig hægt er að nýta betur þau tæki og tól sem standa til boða.
Meira
LÆGRI olíukostnaður er meginástæða þess að verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,6% í október en verðbólga á ársgrundvelli í þeim 12 löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil var 1,7% í september.
Meira
KOMINN er tími til að endurskoða tilveru Ferðamálaráðs og rétt að huga að því að einkavæða þá starfsemi sem þar fer fram. Þetta segir Jón Kjartansson, sem rekur ferðaskrifstofuna IS-Travel-Island Tours í Sviss ásamt eiginkonu sinni Regulu Brem.
Meira
Hvernig mæta Íslendingar í viðskiptavíking þeim menningarmun sem þeir standa frammi fyrir í öðrum og fjarlægum löndum? Guðjón Svansson er forstöðumaður nýrra markaða hjá Útflutningsráði Íslands. Freysteinn Jóhannsson ræddi við hann.
Meira
SVIPMYND Erna Indriðadóttir ætlar sér yfirleitt ekkert minna en upp á tindinn, hvort sem er í fjallgöngum eða í starfi sínu fyrir Alcoa Fjarðaál. Steinunn Ásmundsdóttir bregður upp svipmynd af Ernu, sem núna lætur fara vel um sig í Lundúnaborg.
Meira
Bókaútgáfurnar eru sem óðast að senda frá sér jólabækur ársins. Um langan aldur hefur bókin verið ein vinsælasta jólagjöf landsmanna og þar er sannarlega úr mörgu að velja.
Meira
BROS mun flytja starfsemi sína í glæsilegt, nýtt 2.000 fermetra húsnæði á Norðlingabraut 14 í Norðlingaholti á næstunni. Framkvæmdaraðili er Mótás hf. en húsið er hannað af ASK-arkitektum.
Meira
Gjafakort stóru verslunarhúsanna og miðborgarinnar eru sívinsælar jólagjafir og henta vel þegar maður veit ekki hvað gefa á. Gjafakort Kringlunnar eru falleg, þægileg og þú getur verið viss um að viðtakandinn verði ánægður með gjöfina.
Meira
Rammagerðin selur mest til erlendra ferðamanna en svo er líður að jólum fara Íslendingar að tínast inn í búðina, kannski í leit að gjöfum fyrir erlenda ættingja og vini.
Meira
Súkkulaðiframleiðendur hafa alltaf notið góðs af jólagjafaflóðinu, enda gömul og gróin fyrirtæki. Konfektöskjur og sælgætispokar eru smágjafir, sem flestir hafa gaman af, enda gott að hafa eitthvað að bjóða gestum sem rekast inn í kaffisopa fyrir jólin.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.