GUÐBJÖRG Kristjánsdóttir, sem dvelur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði, er 100 ára í dag. Hún fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Faðir hennar, Kristján Guðmundsson, lést stuttu eftir fæðingu hennar.
Meira
FRESTUR til að tilkynna þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi rann út 5. nóvember. Forvalið fer fram með póstkosningu og hafa kjörseðlar nú verið sendir til allra félagsmanna.
Meira
BORGARSTJÓRN samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við íþróttaiðkun til borgarráðs.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍBÚAR í nágrenni Iðnskólans í Reykjavík eru ósáttir við áform um að stækka til muna byggingu Iðnskólans uppi við Hallgrímskirkju.
Meira
JÓN Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Seltjarnarneskaupstað af 4 milljóna kr. miskabótakröfum fatlaðrar stúlku vegna ólögmætrar meingerðar þegar skólastjóri Valhúsaskóla vísaði henni tímabundið úr skóla árið 2000 og neitaði að taka við henni aftur 2001.
Meira
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhjúpaði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur brjóstmynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi borgarstjóra. Davíð ávarpaði viðstadda og þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur.
Meira
Blönduós | Á þriðja tug folalda kom á sýningu sem haldin var í reiðhöllinni á Blönduósi sl. laugardag. Þar mátti sjá margan eigulegan grip. Dómari og áhorfendur dæmdu folöldin og voru svo samstiga að sömu þrjú folöldin voru efst hjá báðum.
Meira
ELÍAS Héðinsson hefur verið ráðinn rannsóknarstjóri Árvakurs. Hann mun stýra rannsóknum og upplýsingamiðlun um lestur, áhorf og aðra notkun fjölmiðla Árvakurs og styðja þannig starfsemi auglýsinga- og markaðsdeilda Morgunblaðsins og Mbl.is.
Meira
FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavíkurborgar mun á næstunni kanna kosti og galla þess að opna á nýjan leik gamla lækinn sem rennur úr Reykjavíkurtjörn til norðurs í sjó fram.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins ræddu orkumál á sameiginlegum fundi sínum í Brussel í gær. Í fjarveru Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra sat Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra fundinn fyrir Íslands hönd.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞENSLAN í efnahagskerfinu er of mikil sem leiðir til þess að það eru að verða til of mörg störf. Ekki er hægt að manna þessi störf með innlendu vinnuafli og þess vegna fjölgar hér erlendu launafólki.
Meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, verður á súpufundi Íþróttafélagsins Þórs í Hamri kl. 12-13 á morgun, fimmtudag. Þar verður rætt um kærumál Þórs/KA gegn ÍR í kvennaknattspyrnunni og fyrirhugaða lengingu á...
Meira
Keflavík | "Þetta er mun fjölmennara umdæmi og fleira starfsfólk," segir Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði, sem dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað sýslumann í Keflavík frá áramótum.
Meira
MEIRIHLUTINN í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til rúmlega 150 milljóna króna aukafjárveitingu til leikskólaráðs borgarinnar fyrir árið 2007. Annars vegar er um að ræða u.þ.b.
Meira
JÓN Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til uppstillingar fyrir neðan bindandi sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Hann lenti í 5.
Meira
KÁRI Sölmundarson gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna í vor. Prófkjörið fer fram um næstu helgi.
Meira
LÖGREGLA og tollgæsla lögðu hald á 950 e-töflur frá ársbyrjun fram í september sl., en í fyrra var lagt hald á 1.500 töflur á árinu öllu. Þetta er mun minna en á árunum 1998-2004, þegar lagt var hald á að meðaltali 8.000 e-töflur á ári.
Meira
JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði að undanförnu rætt hugmyndir um að breyta neðra stigi virðisaukaskatts í núgildandi kerfi.
Meira
UMHVERFIS- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps lýsir yfir undrun sinni á ítrekuðum fréttaflutningi af fyrirhuguðum verksmiðjubyggingum á Grundartanga í Hvalfirði.
Meira
Fréttaskýring | Neysla á örvandi fíkniefnum hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Mest ber á amfetamíni og kókaíni en neysla á e-töflum er enn algeng og í fyrra lögðust um 150 e-töflufíklar inn á Vog.
Meira
AUKA mætti aðsókn að skipstjórnar- og vélstjóranámi með því að flytja það að hluta í skóla á landsbyggðinni, í stað þess að krefjast þess að þeir sem vilji í slíkt nám fari til Reykjavíkur.
Meira
NÍU manns týndu lífi þegar hvirfilbylur gekk yfir norðurhluta Japans í gær, nánar tiltekið allra nyrsta hluta eyjunnar Hokkaido, en nánast óþekkt er að náttúruhamfarir af þessari tegund geri óskunda á þessum slóðum.
Meira
Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í gær Panama til setu í öryggisráðinu og batt þannig enda á langvinnt þrátefli um sæti Rómönsku Ameríku.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is "ÉG var stödd í einu herberginu að tala í heimasímann þegar strákurinn kemur fram og segir: Mamma, eldur," segir Brynhildur Ólafsdóttir.
Meira
Jafningjafræðslan er um þessar mundir að fara á milli framhaldsskóla, ræða við nemendur um kynferðisofbeldi, reyna að vekja þá til umhugsunar og opna umræðuna. Andri Karl fékk að fylgjast með fræðslustund í MH.
Meira
KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins, Kópavogsbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi hafa gert með sér samning um rekstur Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi, til næstu tveggja ára.
Meira
Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í réttarsal í gær, tveimur dögum eftir að hann var dæmdur til dauða fyrir morð á sjítum í þorpinu Dujail árið 1982.
Meira
KEPPNIN um sterkasta mann heims verður haldin í Reykjavík 20.-25. nóvember nk. til heiðurs minningunni um Jón Pál Sigmarsson, en hann hlaut titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum. Stytta af Jóni Páli er verðlaunagripur keppninnar.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FYRIR RÉTTU ári var útlitið ekki bjart hjá repúblikanum Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, þegar líkur á endurkjöri virtust harla litlar.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LÍTIÐ hefur verið unnið í nýbyggingu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) á Norðurbakka í Hafnarfirði undanfarna tvo mánuði. Framkvæmdastjóri hjá ÍAV segir að meiri þörf hafi verið fyrir mannskapinn annars staðar.
Meira
LEIKSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. mánudag, að leggja til við borgarráð að niðurgreiðsla til dagforeldra hækki um u.þ.b. 40%, þannig að meðaltalsgreiðsla til dagforeldra verði um 38 þúsund krónur á mánuði.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is "AÐ HÖFÐU samráði við forsætisráðherra lýsi ég því hér með yfir að íslensk stjórnvöld munu gera hið sama gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu og gert var vorið 2004 gagnvart þeim ríkjum sem þá gerðust aðilar að EES-samningnum.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KARLMAÐUR og kona á miðjum aldri eru í lífshættu með alvarleg brunasár eftir að eldur kom upp á annarri hæð í þriggja hæða blokk í Ferjubakka í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Meira
HLUTFALL lögreglumanna sem eingöngu sinna umferðarlöggæslu hefur dregist saman úr 6,4% árið 1990 í 3,2% á þessu ári, að því er fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns.
Meira
Hella | Rangárþing eystra og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafa undirritað samkomulag þess efnis að Styrktarfélagið skuldbindi sig til að veita þjónustu iðjuþjálfa á Hvolsvelli fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group. Í henni mótmælir hann harðlega staðhæfingum Ekstrablaðsins um fyrirtækið. Blaðið hefur neitað að birta athugasemdir frá Baugi.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík yfirheyrði um helgina mann með réttarstöðu sakbornings vegna þeirrar háttsemi að taka átta ára telpu upp í bíl við Rauðavatn í síðasta mánuði.
Meira
UNDIRRITAÐIR forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns, segir í...
Meira
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | "Það er ákveðinn hluti bæjarbúa sem vill hafa félag eins og tónlistarfélagið í bænum og er tilbúið til að styrkja það bæði með árlegu félagsgjaldi og að mæta á tónleika.
Meira
Þögul og sparneytin Breskir og bandarískir sérfræðingar kynntu í fyrradag áform um smíði þögulla flugvéla sem þurfa 25% minna af eldsneyti en flugvélar sem eru nú í notkun, að sögn talsmanna Silent Aircraft Initiative, samstarfsverkefnis fyrirtækja á...
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að nýta sér aðlögunarfrest til tveggja ára gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu, sambærilegan þeim sem viðhafður var gagnvart átta löndum Evrópusambandsins (ESB) árið 2004. Löndin tvö ganga í ESB á næsta ári.
Meira
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var tekinn fyrir ölvunarakstur í austurbæ Reykjavíkur í hádeginu í fyrradag. Með honum í bíl var kona á svipuðum aldri en hún var ölvuð. Þá var dóttir konunnar sömuleiðis í bílnum en hún er á grunnskólaaldri.
Meira
Kristrún Heimisdóttir segir áríðandi að stjórnarskrárnefnd, sem hún á sæti í, afgreiði til þingsins ákvæði um aðild Íslands að alþjóðlegum stofnunum á kjörtímabilinu.
Meira
Mikill kraftur er í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. Atvinna er nóg og íbúar landsins hafa það flestir gott. Einn þáttur í góðærinu er fjölgun innflytjenda og aukin fjölbreytni í íslensku þjóðfélagi.
Meira
Edda Erlendsdóttir, Sif Tulinius, Elfa Björk Kristinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson léku verk eftir Robert Schumann. Sunnudaginn 29. október kl. 20.
Meira
HÉR halda þær Emma Dodson og Alexandra Dages, starfsmenn hjá Christie´s uppboðshaldaranum, á verkinu Angel Fernández de Soto eftir Pablo Picasso. Verkið, sem Picasso málaði árið 1903, hefur nú komist í fréttirnar vegna deilu um eignarrétt á því.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is "ÉG var með fordóma gagnvart bókinni, en keypti mér hana þó, á rússnesku. Þá uppgötvaði ég mér til ánægju, að fordómarnir sem ég hafði útvegað mér í Moskvu voru horfnir.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í hádeginu í dag frumflytja Áskell Másson og Borgar Magnason verk Áskels, Innhverfar sýnir, fyrir slagverk og kontrabassa.
Meira
ÍSLENSKI saxófónkvartettinn leikur í kvöld verk eftir Astor Piazzolla og Isaac Albeniz ásamt verkum franskra tónskálda. Tónleikarnir fara fram í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og hefjast klukkan 20.30.
Meira
Maksim Myaskovskiy , 18 ára Rússi, hefur verið handtekinn í Los Angeles fyrir að hóta að drepa leikkonuna Hilary Duff . Talið er að Myaskovskiy hafi setið um Duff og hótað henni. Vefurinn TMZ.
Meira
Sænska tískuvörukeðjan Hennes og Mauritz mun á fimmtudag setja á markað þriðju hátískulínu sína. Hönnuðir í ár eru Hollendingarnir Viktor og Rolf en fatnaðurinn er seldur á svipuðu verði og aðrar vörur í verslunum H&M.
Meira
Hin 74 ára Teri Horton , sem er fyrrverandi vörubílstjóri, datt mögulega í lukkupottinn þegar hún keypti málverk í skranbúð sem henni fannst fyndið. Málverkið hékk um tíma í hjólhýsi hennar en var svo sett í geymslu.
Meira
Fyrirtækið Mugiboogie ehf., sem er í eigu Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem í daglegu tali er nefndur Mugison , hefur sent Ísafjarðarbæ erindi þar sem farið er fram á kaup á gömlu slökkvistöðinni í Hnífsdal sem er í eigu sveitarfélagsins.
Meira
UNGLIST er nú í fullum gangi og verður kvöldið í kvöld tileinkað ungum og efnilegum dönsurum sem koma úr ólíkum áttum. Þeir hittast á jafnréttisgrundvelli og sýna helstu stíla og stefnur íslenskrar dansmenningar í dag.
Meira
SKÁLDSAGA bandaríska rithöfundarins Jonathans Littells, sem í vikunni hlaut frönsku Goncourt-bókmenntaverðlaunin, hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir sögulega ónákvæmni.
Meira
GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir heldur tónleika með trúarlegri tónlist í Dómkirkjunni í kvöld klukkan 20.30. Guðrún syngur m.a. lög eftir Hugo Wolf, Gabriel Fauré, A.
Meira
EINS OG fram hefur komið munu Sykurmolarnir fagna 20 ára afmæli sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember næstkomandi.
Meira
Á AFI-hátíðinni í Hollywood er frumsýnd heimildarmyndin Searching for Orson , sem gerð er af króatísku kvikmyndagerðarmönnunum Jakov og Dominik Sedlar.
Meira
ÞAÐ er enginn hægðarleikur að skapa verk sem fyllir út í hinn gríðarstóra Túrbínusal í Tate Modern listasafninu í London, eins og hinn 45 ára gamli þýski listamaður Carsten Höller hefur þó gert með glæsibrag.
Meira
Fyrir nokkrum árum flutti nígeríski rithöfundurinn Chinua Achebe þrjá fyrirlestra við Harvard-háskóla og fléttaði þá síðan saman í bókina Home and Exile.
Meira
NÝVERIÐ lauk hinum árlega verðlaunaleik "Skjóttu á úrslitin í Formúlu 1" á mbl.is. Að venju var til veglegra verðlauna að vinna og þátttaka því góð.
Meira
VELGENGNI hópsins sem kennir sig við Vesturport virðist stöðugt vera að aukast, hér á landi sem og erlendis. Nú hefur leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson verið tilnefndur til Evening Standard leikhúsverðlaunanna bresku.
Meira
Eftir Bjarna Ingvarsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Jónas Þórir. Leikari: Bjarni Ingvarsson. Möguleikhúsinu, 5. nóvember 2006 kl.14.00
Meira
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is LISTAMAÐURINN Sigurður Guðmundsson vinnur þessa dagana að uppsetningu verka sem hann hefur unnið inn í sjö anddyri nýrra bygginga í hinu ört rísandi Skuggahverfi í Reykjavík.
Meira
VIÐTAL Bergþóru Jónsdóttur við Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, er nú að finna í lengri útgáfu á mbl.is. mbl.
Meira
Sigríður Laufey Einarsdóttir fjallar um umfjöllun eiturlyfja í fjölmiðlum: "Það er ógnvænleg tilhugsun ef umfjöllun eiturlyfjanotkunar verður eins áferðarfalleg í fjölmiðlum og áfengisneysla."
Meira
Sunna Ingólfsdóttir fjallar um myndibirtingar á börnum í blaðagreinum og auglýsingum: "Í markaðsvæðingu nútímans eru stelpur hvattar til að byrja snemma að hugsa um útlitið, gera sér grein fyrir kyni sínu og um leið stöðu sinni í samfélaginu."
Meira
Frá Hannesi Bergmann Eyvindssyni: "ÍSLENSKIR fjárfestar keyptu á skömmum tíma mörg þekkt dönsk fyrirtæki og í kjölfarið vöknuðu spurningar. Hvernig stendur á þessu? Hvaðan koma þessir peningar? Erlend lán, mikill hugur í íslenskum fjárfestum og gott bankakerfi á Íslandi?"
Meira
Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar um jafnréttismál: "Í okkar litla þjóðfélagi þurfum við að taka ofbeldismálin föstum tökum og herða viðurlög gegn slíkum brotum."
Meira
Bryndís Haraldsdóttir skrifar um málefni eldri borgara: "Ég vil leggja áherslu á heildstæða stefnu í málefnum eldri borgara sem byggist á jafnrétti og mannréttindum."
Meira
Jónas Bjarnason gerir athugasemd við skrif Jóhanns Sigurjónssonar um hrun fiskstofna: "Erfðamengi þorsksins er að sjálfsögðu flókið, en fækkun á "góðum genum" er þá minnkun á líffjölbreytileika og um leið ástæða fyrir versnandi eiginleikum fiskstofnsins..."
Meira
Eftir Þorstein I. Sigfússon og Braga Árnason: "Okkur þykir því miður að Baldur hafi samt ekki nálgast viðfangsefnið af nógu mikilli sanngirni en líkt og stuðningsdæmi hans sanna skorti þar nokkuð á þekkingu á nýjustu þróun í vetnistækni..."
Meira
ÞÁ LIGGJA fyrir úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu okkar hér á Norður- og Austurlandi. Ekki verður sagt að stuðningsfólk þess góða flokks hafi mikinn áhuga á að bæta hlut Akureyringa á Alþingi.
Meira
Prúttað við Umhverfisnefnd Akureyrar UNDIRRITAÐUR bar lof á umhverfisnefnd Akureyrar í Vikudegi fyrir tveimur vikum vegna þeirrar afstöðu sem nefndin tók varðandi skipulag við Kjalarsíðu.
Meira
Auður Kristín Antonsdóttir, fæddist á Hofsósi 24. febrúar 1950. Hún lést á líknardeild LHS í Kópavogi 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Anton Tómasson bílstjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Einar Jónsson fæddist í Ytra- Kálfskinni á Árskógsströnd 12. nóvember 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1981 og Rósa Elísabet Stefánsdóttir, f. 12.7.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Helgason fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð 10. apríl 1925. Hann lést á Borgarspítalanum 24. október síðastliðinn. Hann var yngsta barn Kristínar Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 17. febrúar 1884, d. 8. apríl 1942, og Helga Erlendssonar bónda, f. 7.
MeiraKaupa minningabók
Gylfi Gröndal rithöfundur fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Hann lést á heimili sínu 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsmóðir.
MeiraKaupa minningabók
Páll Þórðarson fæddist í Reykjavík 2. desember 1958. Hann andaðist 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðný Eiríksdóttir, f. á Smærnavöllum í Garði 15.9. 1916, d. 8.9. 1997, dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur úr Garði, f. 14.6. 1875, d. 16.8.
MeiraKaupa minningabók
Skafti Kristján Atlason fæddist í Neskaupstað 8. nóvember 1971. Hann lést á Landspítalanum 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð 19. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Dráttarbraut Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja, sem betur er þekkt sem Sælaslippurinn eða Vesturslippurinn, hefur lokið hlutverki sínu.
Meira
ALÞJÓÐAVÆÐINGIN hefur gert fyrirtæki og heilu fjármálakerfin berskjölduð gagnvart umtalsáhættu, að mati Jónasar Friðriks Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en ársfundur eftirlitsins var haldinn í gær.
Meira
DAVÍÐ Oddsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir að of snemmt sé að ætla að kaflaskil hafi orðið þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti sl. fimmtudag að halda ætti stýrivöxtum bankans óbreyttum.
Meira
HLUTAFÉÐ, sem renna mun inn í Kaupþing banka í væntanlegu hlutafjárútboði til alþjóðlegra fjárfesta, mun að mati sænskra sérfræðinga verða notað til kaupa á norrænum banka eða fjármálafyrirtæki, að því er segir í sænska blaðinu Dagens Industri.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina þrenn samtök fjármálafyrirtækja hér á landi í einum frá og með næstu áramótum undir heitinu Samtök fjármálafyrirtækja.
Meira
YFIRTÖKUTILBOÐ Baugs Group í verslanakeðjuna House of Fraser hefur hlotið samþykki breskra dómstóla. Baugur gerði í lok ágúst tilboð í hlutafé House of Fraser upp á 148 pens á hlut og var því tekið af hluthöfum breska félagsins hinn 3. október.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,44% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildið 6.292,87 stig við lokun markaða. Icelandic Group hækkaði um 0,63% en Marel lækkaði um 1,89%. Þá veiktist gengi krónunnar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni.
Meira
Skammdegið fer misvel í okkur landsmenn. Meðan mörg okkar kunna vel við sig í rökkrinu og njóta þess að geta kveikt á kertaljósum og hafa það notalegt eru aðrir sem sakna birtunnar og eiga erfiðara með að aðlagast lækkandi sól.
Meira
Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Svíþjóð, hafa verið gerðar kannanir á því hversu margir búa einir. Í Svíþjóð búa fjórir af hverjum tíu einir, eða 40%, en í Noregi einn af hverjum fjórum, eða 25%.
Meira
SUMIR segja að almættið eða náttúran sjálf sjái til þess að börn líkist feðrum sínum mjög mikið við fæðingu og því geti þeir ekki velkst í vafa um að þeir eigi blessuð börnin og annist fyrir vikið vel um barn og móður.
Meira
FEÐUR hafa meiri áhrif en mæður á málþroska barna á aldrinum tveggja til þriggja ára í fjölskyldum þar sem báðir foreldrarnir vinna úti, samkvæmt rannsókn vísindamanna við Norður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum.
Meira
Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð tók eftir því hvað frambjóðendur eru unglegir og smáfríðir á auglýsingamyndum í prófkjörum: Létt mun ná á listans topp, lofsins æðsta verður, frambjóðandi í photoshop, fagurlega gerður.
Meira
Upplýstur kontór að næturlagi sóar jafnmikilli orku og þarf til að hita 1.000 kaffibolla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér hvernig taka má til í umhverfismálum skrifstofunnar.
Meira
Pólskar niðursuðuvörur, þurrvörur og safi úr öllum mögulegum ávöxtum og grænmeti er meðal þess sem Eyfirðingar geta nú nálgast í versluninni Hreiðrinu, sem var opnuð við Norðurgötu á Akureyri í september síðastliðnum.
Meira
Dr. Sigmundur Guðbjarnason segir efni vera í grænmeti og heilsujurtum sem styrkja forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði hann hvar þessi efni væri að finna og á hvaða sjúkdóma þau hefðu helst áhrif.
Meira
60 ára afmæli . Í dag, 8. nóvember, er sextug Elín Þ. Snædal, félagsráðgjafi. Hún er að heiman en langi einhvern að gleðja hana þá er hún að safna fyrir brunni í Afríku og þiggur með þökkum stuðning við það. Brunnur kostar um 120.000 kr.
Meira
70 ára afmæli . Í dag, 8. nóvember, er sjötugur Eiður Sigurður Gunnlaugsson, sjómaður, Garðarsbraut 28, Húsavík. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í salnum Miðhvammi Húsavík, næstkomandi laugardag kl.18...
Meira
90 ára afmæli. Í dag, 8. nóvember, er 90 ára Ingólfur Ólafsson, vélstjóri, til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík . Hann tekur á móti gestum í dag í Skála, Hótel Sögu, kl....
Meira
Örn D. Jónsson prófessor heldur fyrirlesturinn Er Ísland bananalýðveldi? í Odda, Félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, í dag, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 12.20 í stofu 101.
Meira
Gísli Hrafn Atlason fæddist í Reykjavík 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1994 og B.A. prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1999. Gísli leggur nú stund á meistaranám í mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla.
Meira
1 Óprúttnir menn freistuðu þess að ræna heimabanka og flytja fjármuni til útlanda. Hvert höfðu peningarnir verið fluttir þegar tókst að frysta þá og ná til baka?
Meira
Sýning á verkum hafnfirska listamannsins Eiríks Smith er í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi og stendur til 19. nóvember. Þar sýnir Eiríkur yfir 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir.
Meira
Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzosópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari frá Spáni halda tónleika ásamt Marteini H. Friðrikssyni í kvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Guðrún mun syngja trúarlega tónlist sem samin var til flutnings í kirkju,...
Meira
Umferðarmenning á Íslandi er óþrjótandi uppspretta efnis fyrir Víkverja. Að þessu sinni verður þó ekki vikið að framferði íslenskra ökumanna, heldur undarlegum frágangi þeirra, sem sjá um framkvæmdir við umferðarmannvirki og viðhald þeirra.
Meira
Kannski bendir ýmislegt til þess að vísindin séu á ný - ekki síst vegna árangurs er náðst hefur í erfðafræði, einræktun og stofnfrumurannsóknum - að öðlast svipaðan sess og þau höfðu í byrjun tuttugustu aldar.
Meira
ÚVALSDEILDARLIÐ ÍR í körfuknattleik karla mun mæta til leiks með bandaríska bakvörðinn Nate Brown í næstu umferð Iceland Express-deildarinnar. ÍR hefur verið með La M.
Meira
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fær líklega aðgang að bókhaldi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham í dag, en stjórn félagsins fundaði í gær og tók þessa ákvörðun. Eggert ræddi við stjórnarformann West Ham, Terence Brown, s.l. mánudag.
Meira
EINAR Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson fjögur þegar lið þeirra tapaði á heimavelli fyrir Hamborg, 19:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi.
Meira
ERLA Steina Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur leikið sinn síðasta leik með Mallbacken sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.
Meira
Veigar Páll Gunnarsson , sóknarmaður Stabæk , er í liði ársins hjá norska tímaritinu Fotballmagasinet , eins og hjá flestum öðrum norskum fjölmiðlum. Hann er annar tveggja leikmanna Stabæk í liðinu en hinn er varnarmaðurinn Inge Andre Olsen .
Meira
Anders Dahl-Nielsen , fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, tekur við starfi framkvæmdastjóra þýska handknattleiksliðsins Flensburg í sumar en þá lætur Thorsten Storm af störfum.
Meira
YURY Luzhkov, borgarstjóri Moskvuborgar, segir að á næstu árum verði gríðarleg uppbyggina á golfvöllum í nágrenni borgarinnar og er gert ráð fyrir að allt að 10 vellir verði byggðir á næstu árum.
Meira
HERMANN Hreiðarsson tryggði Charlton sæti í átta liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Charlton hafði betur gegn 2. deildar liði Chesterfield í vítspyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 3:3 að lokinni framlengingu.
Meira
SOUTHEND, neðsta liðið í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló deildabikarmeistara Manchester United út í 16 liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á heimavelli sínum, Roots Hall, í gærkvöld.
Meira
SÆNSKI landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic, sem leikur með Inter Mílanó á Ítalíu, hefur tilkynnt Lars Lagerback, landsliðsþjálfara Svía í knattspyrnu, að hann sé tilbúinn að leika á ný með landsliðinu.
Meira
Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is FJÖLNISMENN hafa skipt um erlendan leikmann hjá sér í úrvalsdeild karla í körfuknattleik samkvæmt því er fram kemur á heimsíðu félagsins.
Meira
RAGNHILDUR Sigurðardóttuir, kylfingur úr GR, hefur leik í dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi, en leikið er á Ítalíu. Ragnhildur tók á dögunum þátt á úrtökumóti fyrir bandarísku mótaröðina en komst ekki áfram þar.
Meira
STEVE Francis, sem er einn af lykilmönnum NBA-liðsins New York Knicks, verður frá keppni í einhvern tíma. Francis meiddist í leik gegn San Antonio Spurs á mánudaginn.
Meira
ÍSLANDSMEISTARALIÐ Njarðvíkur í körfuknattleik karla og grannalið þeirra úr Keflavík eru á faraldsfæti í Evrópu en liðin leika fyrstu leiki sína í áskorendabikarkeppni Evrópu í kvöld.
Meira
VEIGAR Páll Gunnarsson, Stabæk, er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir eru sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af NISO, Samtökum knattspyrnumanna í Noregi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.