HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa á fertugsaldri í sjö ára fangelsi fyrir að gera tilraun til að smygla 11,9 kg af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu til landsins með ferjunni Norrænu í sumar.
Meira
Í DRÖGUM að frumvarpi sem nefnd á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skilað ráðherra er gert ráð fyrir að ákvæði í samkeppnislögum um ábyrgð einstaklinga verði skýrð nánar.
Meira
SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í fyrradag að ástæðan fyrir skipulagsbreytingum hjá Miðstöð mæðraverndar, væri að hluta til faglegs eðlis.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is "VIÐ ræddum ýmis málefni tengd tvíhliða viðskiptum Íslands og Finnlands og það eru engin vandamál okkar á milli þar," sagði Geir H.
Meira
FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu laugardaginn 25. nóvember kl. 13.30-14, í Dvalarheimili aldraðra Hlaðhömrum. Kór eldri borgara, Vorboðar, syngur frá kl....
Meira
ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 25. nóvember kl. 14-17 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, norðurenda, á 3. hæð. Á basarnum verður margt til sölu, s.s.
Meira
LÖGREGLAN á Blönduósi hlaut viðurkenninguna "Umferðarljósið" á Umferðarþingi í gær fyrir framlag sitt til umferðaröryggis en þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is EKKI er verið að sjúkdómsvæða mæðravernd með breytingum á skipulagi Miðstöðvar mæðraverndar (MM), líkt og Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona vinstri grænna, sagði í umræðum á Alþingi um MM á miðvikudag.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Alcoa Fjarðaál hefur verið gagnrýnt fyrir að ráða starfsfólk frá öðrum fyrirtækjum á Austurlandi og skapa þannig ruðningsáhrif í atvinnulífinu. Sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki, þ.m.t.
Meira
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Bústaðir við Bústaðaveg fagnar nú 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess verður efnt til afmælisveislu í Bústöðum föstudaginn 24. nóvember frá kl.
Meira
DOKTORSVÖRN fer fram laugardaginn 25. nóvember við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Þá ver Sveinn Einarsson leikstjóri ritgerð sína, A People's Theatre Comes of Age - A Study of the Icelandic Theatre 1860-1920.
Meira
Addis Ababa. AFP. | Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, lýsti því yfir í gær að stjórn landsins hefði lokið undirbúningi undir stríð við íslamista í Sómalíu.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tæplega þrítugum karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar.
Meira
HAUSTFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn á morgun, laugardag, á Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst klukkan 10 og er áætlað að honum ljúki um kl. 17.
Meira
Í TILEFNI 60 ára aðildarafmælis Íslands að Sameinuðu þjóðunum efna Mannréttindaskrifstofa Íslands, Háskólinn á Akureyri og Félag Sameinuðu þjóðanna til fræðslufundar nk. laugardag, 25. nóvember, kl. 14 í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42.
Meira
OPINN málfundur um jarðaverð, búsetuþróun og framtíð landbúnaðar verður haldinn í litla salnum í Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 25. nóvember nk. kl. 14.
Meira
ÓLÖF ÁSTA Ólafsdóttir ljósmóðir varði doktorsrannsókn sína við ljósmóðurfræðideild Thames Valley University í London, Bretlandi 2. október sl. Um fyrstu doktorsrannsókn í ljósmóðurfræði á Íslandi er að ræða.
Meira
Húsverðirnir í Austurbæjarskóla sýndu mikla fyrirhyggju er þeir létu hreinsa snjóinn af húsþakinu, þannig að hann félli ekki niður á nemendur og aðra vegfarendur á skólalóðinni.
Meira
Suðursveit | Guðrún Sveinsdóttir, nú búsett á Höfn í Hornafirði, færði Rithöfundasambandi Íslands að gjöf húseignina að Sléttaleiti í Suðursveit við stutta en hátíðlega athöfn fyrir skömmu.
Meira
GOLDMAN Sachs og Fidelity fjárfestingarsjóðirnir eru meðal þeirra 110 alþjóðlegu fjárfesta sem keyptu í Kaupþingi banka, í alþjóðlega hlutafjárútboðinu, sem lauk í fyrradag, á þann veg að allt hlutafé seldist og reyndist vera umframeftirspurn.
Meira
ÞAÐ hefur verið sagður mælikvarði á hreysti manna hve lengi þeir geti unað í gufubaði án hvíldar. Fátt er meira hressandi en að slaka á í gufubaði eftir amstur dagsins.
Meira
KARLMAÐUR var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gærmorgun þegar hann hugðist fara með sex mánaða son sinn í flugi þaðan til Kaupmannahafnar. Foreldrar barnsins eiga í forsjárdeilu skv. upplýsingum blaðsins.
Meira
MARGT bendir nú til að sorpurðunarmál Eyfirðinga, sem miklar og heitar umræður hafa verið um undanfarin ár, séu að komast í nýjan farveg sem leiða mun til þess að urðun á Glerárdal verði hætt.
Meira
JÓLAMARKAÐUR verður í Bjarkarási á morgun, laugardag, kl. 13-16 í Stjörnugróf 9. Styrktarfélag vangefinna rekur hæfingarstöðina Bjarkarás fyrir fullorðið fólk með þroskahamlanir.
Meira
JÓLAÞORPIÐ er risið í Hafnarfirði. Á Thorsplani standa nú tuttugu lítil jólahús. Jólaþorpið verður opnað á morgun, laugardaginn 25. nóvember, kl. 12 og er opið til kl. 18 alla laugar- og sunnudaga fram til jóla og til kl. 22 á Þorláksmessu.
Meira
KONUNGSBÓK Arnaldar Indriðasonar er í efsta sæti á lista söluhæstu bóka vikuna 15.-21. nóvember. Listann tekur Félagsvísindastofnun HÍ saman fyrir Morgunblaðið og verður hann birtur vikulega fram yfir áramót.
Meira
Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á morgun er mikilvægt að valinn verði listi sem skapi sterka heild og endurspegli ákveðna breidd bæði út frá landshlutum en ekki síður út frá kynjum.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN vill að greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega hækki um 7,4 milljarða á næsta ári. Hún hefur sameiginlega lagt fram tillögu þessa efnis fram á Alþingi.
Meira
London. AFP. | Alexander Lítvínenko, fyrrverandi rússneskur njósnari, lést á sjúkrahúsi í London í gær. Bendir allt til, að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki var þó búið að finna hvaða eitur hafði verið notað.
Meira
LANDSVIRKJUN ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar Ómars Ragnarssonar um fyllingu Hálslóns - Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar (LV), upplýsti um styrkinn á fundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana í gær.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur heldur afmælishátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 25. nóvember kl. 14 í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Afmælishátíðin verður í formi málþings og síðan móttöku í boði borgarstjóra. Málþingið hefst kl.
Meira
FÉLAGIÐ Íslensk ættleiðing stendur fyrir málþingi laugardaginn 25. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjulundi, Garðabæ milli kl. 10:00 og 16:30.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LEYFI sem bæjarstjórn Ölfuss veitti Fossvélum ehf. til umfangsmikillar efnistöku uppi á Ingólfsfjalli stendur óhaggað samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarnefndar.
Meira
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AÐ minnsta kosti 160 manns týndu lífi og vel á þriðja hundrað særðist í mörgum bílsprengingum í Sadr-borg, helsta hverfi sjíta í Bagdad, í gær.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HUNDRUÐ þúsunda Líbana söfnuðust saman á götum Beirútborgar í gær til að kveðja Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons, sem var myrtur á þriðjudag.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "ÉG tel vert að skoða allar tillögur sem bera það í sér að reynt sé að stuðla að sátt í mikilvægum málefnum.
Meira
MIKLAR hækkanir hafa orðið á áburði en á vef Landssambands kúabænda er greint frá því að verðskrár áburðarsala séu komnar út. Þannig munu allar áburðartegundir frá Yara hafa hækkað milli ára um 17%.
Meira
Sameinuðu þjóðunum. AP. | Fjórar milljónir nauðstaddra íbúa Darfur-héraðs þarfnast aðstoðar hjálparstofnana, að sögn Jans Egelands, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna.
Meira
VERÐI tjón af völdum óvátryggðs ökutækis og ökumaður þess ber sök á tjóninu gildir hér á landi, líkt og annars staðar innan Evrópska efnahagssvæðisins, sú regla að tjónþolinn getur leitað til Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi (ABÍ).
Meira
Eftir Guðni Einarsson gudni@mbl.is ÓVÁTRYGGÐ ökutæki í umferðinni á Íslandi eru nú 3.640 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Flest ökutækin eru fólksbifreiðar eða 2.521 og flokkuð eftir lögregluembættum eru þau flest í Reykjavík, 1.256.
Meira
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram á morgun, laugardaginn 25. nóvember. Kosið er á tuttugu og tveimur stöðum víðsvegar í kjördæminu.
Meira
FLUTNINGABÍL frá Flytjanda var ekið á öryggisbita í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld og sat þar fastur. Flutningabíllinn var á leið norður í land með stóran blásara á vagni en stöðvaðist í suðurmunna ganganna.
Meira
Í TENGSLUM við heildarendurskoðun á grunnskólalögum stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi á Hótel Nordica laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00 um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög.
Meira
FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis er að kanna leiðir til þess að fólk sem býr í atvinnuhúsnæði njóti sömu réttinda og þeir sem búa í öðru húsnæði, að sögn Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar.
Meira
GULLKINDIN var veitt við hátíðlega athöfn í gær. Um er að ræða verðlaun ætluð þeim sem þykja með einum eða öðrum hætti hafa staðið sig sérlega illa á árinu og eru þau veitt í nokkrum flokkum.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Það er tímanna tákn að almenningur treystir mun frekar upplýsingum frá frjálsum félagasamtökum en upplýsingum frá opinberum stofnunum, fyrirtækjum eða fjölmiðlum þegar kemur að umhverfis- og mannréttindamálum.
Meira
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að lífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum verði skattlagðar á sama hátt og fjármagnstekjur. Flutningsmenn vilja að félagsmálaráðherra verði falið að undirbúa frumvarp þess efnis.
Meira
Á ELLEFTA tímanum í gærkvöldi var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um slagsmál um borð í flugvél á leið frá Egilsstöðum. Vélin var í aðflugi þegar slagsmál brutust út og frestaði flugstjóri lendingu og tók aukahring.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt nítján ára pilt, Arnar Val Valsson, til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, þjófnað og tilraun til nytjastuldar. Honum er að auki gert að greiða fórnarlambi sínu 1,7 milljónir kr.
Meira
STOFNFUNDUR Samráðsvettvangs trúfélaga verður haldinn í dag, föstudag, kl. 15 í Tjarnarsal Ráðhússins. Á stofnfundinum munu forseti Íslands, formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar og framkvæmdastjóri Alþjóðahússins flytja ávarp.
Meira
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Samvinnutryggingar afhenti í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær, styrki til Háskólans á Hólum og til Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Meira
TORFUSAMTÖKIN gangast fyrir fundi á laugardaginn til að vekja athygli á niðurrifi húsa í miðbæ Reykjavíkur og auka upplýsingaflæði til almennings um þær aðgerðir. Dagskráin hefst óformlega kl. 14 laugardaginn 25. nóvember í Iðnó við Tjörnina.
Meira
Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að vafi leiki á því að hægt sé að refsa starfsmönnum fyrirtækja fyrir ólögmætt samráð fyrirtækjanna og misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Meira
"MÉR finnst fínt að honum verði veitt frelsi," sagði Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur, sem í dag fær það verkefni að sleppa út í náttúruna haferni sem hún bjargaði úr háska í sumar.
Meira
VERSLUNIN 12 tónar fékk í gær Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, sem afhentur var í níunda sinn. Að Íslenskri verslun standa Félag íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtök Íslands.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Borgarbyggð | "Ég á ekki rætur þarna og þekki ekki staðhætti vel. Ég skoðaði viðfangsefnið því meira sem gestur," segir Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuð á auglýsingastofunni Ó!
Meira
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, lýsti niðurstöðunni í alþjóðlegu hlutafjárútboði bankans sem einu stærsta skrefinu sem forsvarsmenn hans hefðu stigið, hvað varðar þróun hans.
Meira
INDVERSKA fréttaveitan NewKerala.com gerir forsætisráðherra Íslands að umfjöllunarefni á síðu sinni. Þar er fjallað um væntanlega heimsókn Geirs H.
Meira
Það verður rappað og rímað í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Efra-Breiðholti í kvöld. Þá verður haldið hið árlega Rímnaflæði , en það er keppni í rappi og rímum á vegum Samfés. Þátttakendur eru unglingar úr félagsmiðstöðvum og tekur hver þeirra tvö lög.
Meira
Hljómsveitin Noise sendir frá sér í dag sína aðra breiðskífu, Wicked . Til að fagna þeirri útgáfu heldur hún útgáfuhóf á Dillon á morgun. Þar hyggst sveitin leika nokkur lög fyrir gesti og skemmta sér síðan með þeim að því loknu. Gamanið hefst kl.
Meira
Þýska fyrirsætan Heidi Klum og bandaríski söngvarinn Seal eignuðust son í gær. Drengurinn, sem vó tæpar 16 merkur, hefur fengið nafnið Johan Riley Fyodor Taiwo Samuel .
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is STÓRSVEITIN Benni Hemm Hemm gefur út sína aðra breiðskífu í dag. Platan ber heitið Kajak og inniheldur 13 lög sem forsprakki sveitarinnar, Benedikt Hermann Hermannsson, á veg og vanda að.
Meira
Magga Stína syngur Megas, geislaplata Möggu Stínu. Á plötunni leika auk Möggu Stínu Kristinn H. Árnason, Þórður Högnason, Hörður Bragason, Matthías Hemstock og Kormákur Geirharðsson. Öll lög og textar eru eftir Megas.
Meira
Bókakaffihúsið Súfistinn, fyrir ofan Mál og menningu á Laugaveginum, skipar stóran sess í lífi mínu. Þangað fer ég oft og glugga í blöð og bækur á meðan ég drekk gott kaffi.
Meira
HAFIN er ítölsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói sem stendur til 3. desember næstkomandi. Að jafnaði verða sýndar 2-3 myndir á dag og alls tíu kvikmyndir.
Meira
KANINN er nafn á nýrri útvarpsstöð sem tók til starfa í gær en stöðin mun ólíkt öðrum starfandi útvarpsstöðvum - og Kananum gamla á Keflavíkurflugvelli - eingöngu flytja íslenska tónlist.
Meira
TÆPUR mánuður er síðan skáldsagan Karitas - án titils , eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, kom út í Þýskalandi og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Þegar hafa fleiri þúsund eintök selst af bókinni og fyrsta prentun uppseld.
Meira
KVIKMYNDIN Mannabörn (Children of Men) er byggð á vísindaskáldsögu eftir P.D. James. Sögusviðið er framtíðin og mannkynið er í útrýmingarhættu. Það sem getur orðið manninum til bjargar er ein þunguð kona.
Meira
JÓLASVEINNINN III, sem verður frumsýnd í Sambíóunum í dag, segir frá vandræðum jólasveinsins örfáum dögum fyrir jól. Framleiðsla á leikföngum er á eftir áætlun og eiginkona hans ófrísk.
Meira
EINS og greint var frá fyrr í mánuðinum hlaut Dagur Kári Pétursson kvikmyndaverðlaun kennd við Peter Emil Refn en verðlaunin voru veitt í Kaupmannahöfn síðastliðinn miðvikudag.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands frumsýnir í kvöld leikritið Blóðbrúðkaup eftir F.G. Lorca. Blóðbrúðkaup er hin klassíska saga óleysanlegra átaka ástríðna og hefða.
Meira
ALLAR ÚTGÁFUR Smekkleysu eru nú komnar í dreifingu á stærstu vefveitum heims. Dreifingin er unnin í gegnum breskt útibú Smekkleysu en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt útgáfufyrirtæki kemur allri tónlist sinni í heimsdreifingu með þessum hætti.
Meira
Geisladiskur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum nefndur Orð. Í svörtum fötum eru Áki Sveinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð, Jón Jósep Snæbjörnsson syngur, Hrafnkell Pálmarsson á gítar og Páll Sveinsson á trommur.
Meira
EFTIR að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights , kom út í lok október hafa, að sögn bókaforlagsins Bjarts, fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna.
Meira
Þorvaldur Ingvarsson fjallar um heilbrigðismál: "Efla þarf sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni bæði með því að fá sérfæðinga til að setjast að og einnig með reglubundum heimsóknum."
Meira
Einar Skúlason minnir á fund Samráðsvettvangs trúfélaga á Íslandi: "Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og ólík trúarbrögð svo og ólíkra trúarhópa."
Meira
Kristján Þór Júlíusson hvetur íbúa Norðausturkjördæmis til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins: "Ég býð fram krafta mína til að veita listanum forystu..."
Meira
Arnbjörg Sveinsdóttir hvetur íbúa í Norðausturkjördæmi til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: "Ég skynja bjartsýni fólks og drifkraft hér á svæðinu og hlakka til að starfa áfram á Alþingi fyrir kjördæmið."
Meira
Gunnhildur Sigurðardóttir fjallar um sögu og starfsemi St. Jósefsspítala: "St. Jósefssystur settu svip á bæinn þegar þær tóku sér ferð niður í bæ og voru margir tilbúnir að spjalla við þær, bæði börn og fullorðnir."
Meira
Trúmál VARÐANDI allar þær umræður og andstæð sjónarmið er eiga sér stað í skólum landsins milli fræðimanna og uppalanda varðandi trúfræðslu barna og unglinga, langar mig að benda á eina bók til kennslu sem er alveg kjörin til að slá á allan þann...
Meira
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Vinstri grænir eiga ótrúlega margt sameiginlegt: Báðir eru jákvæðir jafnaðarflokkar með sannferðugan feril í raun, þótt annar fari betur með þessa staðreynd en hinn.
Meira
Kristján Hreinsson fjallar um málefni öryrkja og eldri borgara: "...ég veit að það er til fólk hér á landi sem hefur það skítt og þetta fólk er yfirleitt sá hluti þjóðarinnar sem við ættum hvað helst að hlúa að."
Meira
Paul F. Nikolov gerir athugasemdir við málflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar: "Magnús Þór er að reyna að hræða fólk til þess að ná stuðningi og vinna sér fylgi."
Meira
Guðlaugur Björgvinsson fæddist á Hlíðarenda í Breiðdal hinn 22. nóvember árið 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Erlendsdóttir og Björgvin Jónasson.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Hanna Bergmann Sveinsdóttir fæddist í Keflavík 6. júní 1947, heima hjá Önnu föðursystur sinni. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóhanna E. A.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Jónsdóttir ljósmóðir fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði hinn 31. desember 1922. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 18. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Málfríður Þorvaldsdóttir (Fríða Þorvalds) fæddist á Akranesi 15. sept. 1914. Hún lést á heimili sínu Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hinn 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ólafsson, f. 14. sept. 1872, d. 16.
MeiraKaupa minningabók
Pétur Magnús Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. október 1956. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásdís Steingrímsdóttir, f. 28. júlí 1929, og Guðmundur Pétursson, f. 8. febrúar 1933.
MeiraKaupa minningabók
Pétur Þór Melsteð fæddist í Reykjavík 27. janúar 1941. Hann varð bráðkvaddur 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Símonardóttir Melsteð, f. 22.5. 1914, d. 1.11. 2000, og Gunnlaugur Bjarnason Melsteð, f. 5.5. 1908, d. 21.1. 1963.
MeiraKaupa minningabók
Vigdís Ferdinandsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1921. Hún lést í Víðinesi 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ferdinand Róbert Eiríksson skósmiður, f. á Eyvindarstöðum á Álftanesi 13.8. 1881, d. 12.2.
MeiraKaupa minningabók
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, telur að Íslendingar eigi að vinna að uppbyggingu markaða fyrir hvalaafurðir og stefna að því að veiða nokkur hundruð stórhvali á ári, auk hrefnu, undir eftirliti sérfræðinga.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,63% í gær í 6.236 stig en verslað var með hlutabréf fyrir 6,6 milljarða króna, mest með bréf í Kaupþingi banka eða fyrir liðlega 1,7 milljarða króna.
Meira
ÍSLENSKA heildsöluverslunin Innnes ásamt meðfjárfestum hefur keypt norska heildsölu og dreifingarfyrirtækið Haugen-Gruppen en seljandinn var R.Twinings & C sem aftur er í eigu Associate British Foods að því er kemur fram í frétt á vef M2..
Meira
KAUPÞING banki hefur aukið hlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand og á nú um 9% hlut að því er kemur fram í frétt á vefnum Näringsliv24 .
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SPARISJÓÐABANKI Íslands hefur fengið nýtt nafn, Icebank, og hefur áherslum í starfsemi bankans verið breytt.
Meira
WYNDEHAM Press Group, breska prentsmiðjufyrirtækið sem hefur verið í eigu Dagsbrúnar, og síðar 365, frá því að það var keypt fyrr á árinu, hefur gefið út endanlegar afkomutölur fyrir fjárhagsárið sem lauk 31. mars síðastliðinn.
Meira
Í vikunni fór fram alþjóðleg samkeppni ungra hönnuða við háskólann í St. Pétursborg í Rússlandi. Alls tóku hundrað ungir hönnuðir þátt í samkeppninni. Heldur var fatnaðurinn léttur þegar veðrið í St.
Meira
Á Thorsplaninu í Hafnarfirði standa nú tuttugu lítil jólahús og jólatré sem umlykja húsin bíða þess að öðlast nýtt líf. 800 leikskólabörn mæta í dag til að skreyta trén en Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað á morgun, 25. nóvember, kl.
Meira
Hún býður upp á ljúffengt kaffi og kex sem hún sækir inn í ísskáp. Segir gott að geyma það þar í stutta stund, því þá verði það hæfilega stökkt. Aðspurð hvort hún nostri svona við allt brosir hún og segir: "Mér finnst bara svo gaman í eldhúsinu!
Meira
Fjörlegir balzamer-tónar Austur-evrópsk þjóðlagatónlist nýtur umtalsverðra vinsælda hér á landi enda seiðandi og fjörlegur takturinn oft þannig að erfitt er að standa kyrr.
Meira
Það hefur orðið gífurleg breyting á miðborg Reykjavíkur á örfáum árum og þá ekki síst á Kvosinni sem hefur á undraskömmum tíma breyst í kaffi- og veitingahúsahverfi.
Meira
"Þetta er það eina sem ég er fljót að gera," segir Guðrún Ellertsdóttir kennari og kímir. Hún á þar við prjónaðar handstúkur sem æ fleiri konur sjást skarta og eru hafðar um úlnliðina.
Meira
Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur Hér eru uppskriftir sem passa í saumaklúbbinn, afmælið, partýið, kaffiboðið og bara hvar sem er. Þær geymast báðar mjög vel, settar í form og skornar niður í hæfilega bita þegar veislan er að fara að byrja.
Meira
ÞEIR sem þurfa að komast á milli bæjarfélaga á Íslandi geta nýtt sér þjónustu vefsíðunnar www.samferda.net. Síðan er tæki til að koma saman fólki sem ætlar milli tveggja staða á sama tíma.
Meira
STÖÐUGT fleirum Norðmönnum finnst í lagi að verða af jólagjöf renni andvirði hennar í staðinn til hjálparsamtaka. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Rauða krossinn í Noregi.
Meira
Gylfi Zoega fæddist í Reykjavík 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1983, Cand.Oecon frá HÍ 1987, meistaragráðu í hagfræði 1989 og doktorsprófi 1993 frá Columbiaháskóla í NY. Gylfi var prófessor við Birkbeck College 1993 til 2003.
Meira
50 ára afmæli . Í dag, 24. nóvember, er fimmtugur Haraldur Viggó Ólafsson, trommuleikari í Plútó og starfsmaður Olís, Lálandi 23. Hann býður vinum og vandamönnum til veislu á morgun, laugardaginn 25.
Meira
Veik vörn. Norður &spade;106 &heart;ÁK5 ⋄Á1042 &klubs;ÁKG9 Vestur Austur &spade;82 &spade;ÁK9754 &heart;D10432 &heart;86 ⋄G7 ⋄K95 &klubs;7652 &klubs;108 Suður &spade;DG3 &heart;G97 ⋄D863 &klubs;D43 Suður spilar 3G og fær út...
Meira
Klæðnaður þessara kvenna er til marks um hversu kúgaðar þær eru, segjum við. Og teljum okkur geta sett okkur á háan hest, enda njótum við svo mikils frelsis að unglingsstúlkur geta verið hálf naktar á almannafæri án þess að við sjáum nokkuð athugavert við stöðu okkar sem siðferðispostular.
Meira
Sagt var : Það voru fulltrúar tveggja samtaka. RÉTT VÆRI: ...fulltrúar tvennra samtaka. SNOTRARA VÆRI ÞÓ: ...fulltrúar frá tvennum samtökum. (Ath.: Eintala af orðinu samtök (eitt samtak, samtakið) er ekki til.
Meira
1 110 erlendir fjárfestar hafa keypt hlut í Kaupþing banka í útboði. Hver er forstjóri Kaupþing banka? 2 Ísland er í öðru sæti á lista Economist yfir ríki þar sem lýðræði þykir vera mest. Hvaða ríki er í fyrsta sæti?
Meira
Það stendur margt skrýtið í blöðunum. Í Morgunblaðinu í gær var frétt um að lýðræði væri næst mest í heiminum á Íslandi, samkvæmt úttekt rannsóknafyrirtækis brezka tímaritsins The Economist .
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Evrópu- og Spánarmeistaraliðs Barcelona, fær hæstu einkunn sérfræðinga fréttavefjar Sky fyrir framlag sitt í 2:0-sigri liðsins á útivelli gegn Levski Sofia í Búlgaríu.
Meira
Upphafsmót Evrópubikarkeppninnar í alpagreinum skíðaíþrótta verður í Salla í Finnlandi á morgun. Tveir Íslendingar verða á meðal keppenda - Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson frá Dalvík.
Meira
Hörður Axel Vilhjálmsson , körfuknattleiksmaður, skilaði í gær inn félagaskiptablaði til KKÍ. Hann ætlar að leika með sínu gamla félagi, Fjölni , það sem eftir er vetrar.
Meira
GUNNAR Einarsson lék sinn þrítugasta Evrópuleik fyrir Keflavík í gær gegn sænska liðinu Norrköping. Gunnar er sá íslenski leikmaður sem hefur leikið flesta Evrópuleiki á ferli sínum. Frá þessu er greint á vefnum karfan.is .
Meira
GUNNAR Þór Gunnarsson var í vörn sænska knattspyrnuliðsins Hammarby í gær sem tapaði 3:2 gegn danska liðinu Bröndby í Skandinavíudeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Stokkhólmi en Pétur Marteinsson kom inn á sem varamaður í liði Hammarby á 64. mínútu.
Meira
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL ÍSÍ hefur ákveðið að taka fyrir áfrýjun Þórs á Akureyri vegna leiks Þórs/KA og ÍR um sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í haust. Hún verður tekin fyrir í næstu viku.
Meira
Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands gerði mistök er hún sektaði Handknattleiksdeild Hattar um 250 þús. kr. og dæmdi leik liðsins við ÍBV tapaðan 10:0. Nýliðar Hattar frá Egilsstöðum héldu úr heimahögum akandi á einkabílum sl.
Meira
Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Logi Gunnarsson, fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, heldur áfram að láta að sér kveða í finnsku úrvalsdeildinni. Í fyrrakvöld skoraði Logi 27 stig fyrir lið sitt ToPo frá Helsinki í leik gegn Tampereen Pyrinto.
Meira
TERRY Brown, sem seldi Íslendingunum hlut sinn í enska knattspyrnufélaginu West Ham og víkur úr sæti stjórnarformanns félagsins fyrir Eggerti Magnússyni eftir nokkra daga, er afar ánægður með eftirmann sinn og hældi honum á hvert reipi í samtali við sjónvarpsstöð West Ham.
Meira
TIGER Woods lék best allra á lokakeppnisdegi PGA-mótsins á Hawaii þar sem hann tryggði sér sigur á mótinu í sjöunda sinn en keppendurnir voru aðeins fjórir. Hann fékk um 36 millj. kr.
Meira
JÚLÍUS Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær þær sextán stúlkur sem taka þátt í undankeppni HM í Rúmeníu í næstu viku, þar sem þær leika í fimm liða riðli.
Meira
BANDARÍSKI táningurinn Michelle Wie, sem keppir á Casio-mótinu á mótaröð karlkylfinga í Japan, náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum þar sem hún fékk 9 skolla (+1) og lék hún á 81 höggi, 9 höggum yfir pari. Þetta er þetta í 12.
Meira
BENEDIKT Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna hefur ástríðu fyrir bílum, altént sumum bílum. Hann boðaði tíðindamann Bíla á sinn fund í bílaumboðið sitt og það var eins og að koma inn á ofurbílasýningu.
Meira
HEKLA hf., umboðsaðili PIAA á Íslandi til margra ára, seldi á dögunum PIAA-umboðið til Arctic Trucks. Að sögn Sverris Viðars Haukssonar, framkvæmdastjóra hjá Heklu, hafði staðið til í töluverðan tíma að selja PIAA-umboðið.
Meira
SENN styttist í jólin og vertíð að hefjast hjá kaupmönnum og verslunum. Bílaumboðin eru þar ekki undanskilin. Ingvar Helgason ehf. auglýsir að nú fylgi 100.
Meira
PSA Peugeot Citroën hefur hrundið af stað nokkurs konar innbyrðis samkeppni milli hönnuða sinna til að skapa framtíðarbíla bílsmiðjanna tveggja. Í þessu skyni hefur fjórum álíka stórum teiknistúdíóum verið komið upp í 70.
Meira
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoem @simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com Spurt: Af tilviljun rakst ég á, mér til furðu, að dráttargeta, t.d.
Meira
Eftir Njál Gunnlaugsson njall@bilarogsport.is STOFNDAGUR Mótorhjóla-og Snjósleðasambands Íslands (MSÍ), er í dag, 24. nóvember. Með stofnun sambandsins er brugðist við þörf til að koma íþróttagreininni á jafnréttisgrundvöll gagnvart öðrum íþróttum.
Meira
NÚ þegar hinn endurhannaði Mini er kominn á göturnar er útlit fyrir að fleiri gerðir þessa geysivinsæla bíls muni koma fram á sjónarsviðið á næstu árum.
Meira
KÖNNUN á vegum Kwik-Fit bremsu- og dekkjafyrirtækisins í Bretlandi hefur sýnt að 90% ökumanna vita ekki hvað er æskilegt bil á milli bifreiða og að 56% ökumanna viðurkenna að þeir aki alltof nálægt næsta bíl á undan.
Meira
ASKJA í Hafnarfirði hefur hafið sölu á nýjum Mercedes-Benz Sprinter sem leysir af hólmi eldri útgáfu sem kom á markað árið 1995 og hefur selst í 1,3 milljónum eintaka.
Meira
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í SAXON héraðinu í Þýskalandi er pínulítið fyrirtæki, með aðeins 46 starfsmenn, sem framleiðir nokkuð merkilegan bíl - bíl sem er ekki síður merkilegur fyrir framleiðsluaðferðirnar en götueiginleikana.
Meira
PORSCHE býður keppnismönnum sérstakan keppnisbíl, 911 GT3, í 3 mismunandi útgáfum. 911 GT3 Cup (997), sem vegur 1.120 kg, með 400 ha vél, er einungis til notkunar sem keppnisbíll.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.