HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í lyfjaverslun í Kópavogi í febrúar sl. Hann var vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið og ógnaði afgreiðslufólki.
Meira
MEIRIHLUTI efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lagði í gær til að svonefnt lágmark eignaviðmiðunar að frádregnum skuldum í vaxtabótakerfinu, sem ræður skerðingu bótanna, verði hækkað afturvirkt um 30%.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands: "Í frétt Morgunblaðsins í gær (föstudag) veltir forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, því fyrir sér hvers vegna almenningur...
Meira
"SAMFYLKINGUNNI er margt betur gefið en að segja sannleikann," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um þá gagnrýni Samfylkingar að standa þurfi betur að kynningu tillagna um uppbyggingu í vesturbæ Kópavogs.
Meira
FJÖLMENNUR hópur frá Geðhjálp og Fjölmennt afhenti í gær ráðherrum ríkisstjórnarinnar ályktun frá baráttufundi Geðhjálpar, þar sem skorað var á ráðamenn að tryggja fjármagn til menntunarmála geðfatlaðra.
Meira
KRAKKARNIR á leikskólanum Fálkaborg voru hinir hressustu í gær þegar þau renndu sér á snjóþotum niður brekkuna á leikskólalóðinni. Brekkan sú er raunar ekki ýkja brött og ekki er heldur hægt að segja að hún hafi verið sérlega snjóþung.
Meira
London. AFP. | Breska ríkisstjórnin hefur beðið stjórnvöld í Moskvu um upplýsingar sem gætu nýst lögreglunni við rannsókn á dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar á háskólasjúkrahúsi í London á fimmtudag.
Meira
Fjárlagaumræðan hefur verið áberandi í þingstörfunum í vikunni. Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk með atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær, en þá voru samþykktar breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar þingsins við fjárlagafrumvarpið.
Meira
Almenningur er ekki með eldvarnir í nægilega góðu lagi en ber á sama tíma gífurlega mikið traust til slökkviliðsmanna. Ástandið er betra í dreifbýli en versnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
KVENNAKÓRINN Embla heldur tónleika í Glerárkirkju í dag kl. 17.00. Á efnisskrá eru messan "Missa São Sebastião" eftir Heitor Villa-Lobos, "Lieder und Gesange" eftir Gustav Mahler og Barnagælur eftir Atla Heimi Sveinsson.
Meira
ENDURVARPI heimsþjónustu breska ríkisútvarpsins, BBC World Service , sem verið hefur á tíðninni FM 94,3 hefur verið hætt til jóla. Í stað þess verður tíðnin nýtt undir kynningu á íslenskri tónlist með áherslu á þá sem nýútkomin er.
Meira
ENSKI boltinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn næstu þrjú árin eða frá 2007-2010. Þetta varð niðurstaðan eftir harða keppni um sýningarréttinn milli 365 miðla og Skjásins.
Meira
SJÖ milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 6. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Fyrir söfnunina sáu börnin myndir af munaðarlausum systkinahópi í Úganda að sækja vatn í drullugt vatnsból.
Meira
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti í fyrrakvöld styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.
Meira
Akranes | Fiskbúðin Fiskihornið var opnuð á Akranesi í gærmorgun. Engin fiskbúð hefur verið starfandi á Akranesi á undanförnum árum og raunar ekki heldur á svæðinu frá Reykjavík til Siglufjarðar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.
Meira
Stokkhólmur. AFP. | Stuðningur við nýja ríkisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð hefur farið minnkandi eftirsögulegan sigur hennar í þingkosningunum í september, ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt var í gær.
Meira
Hveragerði | Miklar og líflegar umræður urðu á íbúafundi á vegum Hveragerðisbæjar sem haldinn var á Hótel Örk á miðvikudagskvöld. Fram kemur á vef Hveragerðisbæjar að sjaldan eða aldrei hefðu fleiri mætt til fundar af þessu tagi.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík segir karlmann sem handtekinn var vegna óláta í flugvél á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum á fimmtudagskvöld hafa borið við minnisleysi þegar skýrsla var tekin af honum í gær.
Meira
BÆJARSTJÓRINN á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnesbær yrði fulltrúi Íslands í alþjóðasamtökunum INEC (International Network of E-Communities).
Meira
Dr. James Barrett heldur opinn fyrirlestur um lífsviðurværi Orkneyinga á víkinga- og miðöldum í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands sunnudaginn 26. nóvember kl. 15:00 - 16:30. Dr.
Meira
FYRIRLESTUR um Upledger-höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldinn fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 19.30 í E sal á 3ju hæð í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, Laugardal. Don Ash P.T.
Meira
ARNÞÓR Helgason, íbúi á Seltjarnarnesi, gagnrýnir harðlega afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar á tillögu Þyrpingar hf. um landfyllingu norðan við Eiðsgranda.
Meira
VIÐURKENNING Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra var afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á mánudaginn.
Meira
Bagdad. AFP, AP. | Stjórnmálahreyfing róttæka sjíta-klerksins Moqtada al-Sadr hótaði í gær að ganga úr ríkisstjórn Íraks, ef Nuri al-Maliki forsætisráðherra hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta á fyrirhuguðum fundi leiðtoganna í Jórdaníu í næstu viku.
Meira
Gaza, Jabaliya. AFP, AP. | Miri Eisin, talskona Ísraelsstjórnar, segir að ekki sé hægt að taka alvarlega tilboð fulltrúa nokkurra vígasveita Palestínumanna í gær um takmarkað vopnahlé.
Meira
Árborg | Íþrótta- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að breyta fyrirkomulagi á útnefningu íþróttamanns Árborgar. Í stað eins íþróttamanns ársins verða framvegis tveir útnefndir, kona og karl.
Meira
DANSRÁÐ Íslands, fagfélag danskennara á Íslandi, stendur fyrir jólasýningu og jóladanskeppni nk. sunnudag 26. nóvember, í Broadway Hótel Íslandi.
Meira
RANGHERMT var í frétt í blaðinu í gær að hinn árlegi jólamarkaður Handverkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ yrði í dag, laugardag. Hið rétta er að markaðurinn verður haldinn laugardaginn 2. desember milli klukkan 12 og 17.
Meira
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi einn þingmanna í gær atkvæði gegn tillögu um aukafjárveitingu á fjárlögum vegna heiðurslauna listamanna. Stjórnarliðar greiddu atkvæði með tillögunni en stjórnarandstæðingar sátu hjá.
Meira
Í FRUMVARPI til breytinga á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í gær, er lagt til að kunnátta í íslensku verði skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun.
Meira
Fljótshlíð | Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni.
Meira
Eftir Kristján Jónsson og Baldur Arnarson LÍKUR benda til þess að fyrrverandi liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar, Alexander Lítvínenko, hafi verið myrtur með geislavirku efni, pólón 210, að sögn breskra yfirvalda í gær.
Meira
LÖGREGLAN á Akureyri aflífaði í vikunni tvo hunda sem voru í eigu skipverja á rússnesku skipi sem legið hefur við bryggju á Akureyri síðustu vikur.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is TILLÖGUR meirihluta fjárlaganefndar Alþingis, sem fela m.a. í sér um 9,5 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári, miðað við upphaflegt fjárlagafrumvarp, voru samþykktar á Alþingi í gær, með atkvæðum stjórnarliða.
Meira
LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði för rúmlega þrítugs ökumanns í gær þar sem hann ók á 121 km hraða í gegnum Húnavatnssýslur. Hann var á vegum íþróttafélags á Akureyri með sjö táningsstúlkur í bílnum hjá sér en þær voru á leið á íþróttamót sunnan heiða.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ljósmyndurum með iðnréttindi og nemendum í ljósmyndun sé einum heimilt að taka ljósmyndir í vegabréf hjá sýslumönnum og lögreglustjóra.
Meira
HIN árlega keppni Hundaræktarfélags Íslands í hundafimi verður haldin í dag, laugardaginn 25. nóvember, kl. 15. Keppnin verður haldin í Reiðhöll Andvara á Kjóavöllum, Garðabæ. Keppt verður í þremur unglingaflokkum, 10-12 ára, 13-14 ára og loks 15-17...
Meira
KJÓSI Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu (ESB) myndi slík ákvörðun hafa minni áhrif á daglegt líf í landinu en það stökk sem tekið var við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, við setningu...
Meira
STÓRAUKA þarf fjárveitingar til námsefnisgerðar í íslensku fyrir útlendinga og er þar um að ræða grundvallaratriði eigi nemendur af erlendum uppruna sem læra íslensku sem erlent tungumál að eiga möguleika á því að standa jafnfætis innlendum í námi.
Meira
Eftir Svein Sigurðsson og Baldur Arnarson FÓLKIÐ er atvinnulaust og menntunarsnautt. Það notar áfengi og eiturlyf í stórum stíl og þessi félagslegi ömurleiki gengur í arf frá einni kynslóð til annarrar.
Meira
Dressmann opnar í dag, laugardaginn 25. nóvember, kl. 11 nýja og endurbætta verslun að Laugavegi 18b. Opið verður frá 11 til 17. 30% afsláttur verður í 10 daga í öllum verslunum Dressmann í tilefni 10 ára afmælis, segir í fréttatilkynningu.
Meira
Eftir Baldur Arnarson og Davíð Loga Sigurðsson í Colombo ÞORFINNUR Ómarsson, talsmaður norrænu eftirlitssveitanna, SLMM, á Sri Lanka vísaði í gær á bug orðrómi um að Helen Ólafsdóttur, sem gegnt hefur stöðu talsmanns SLMM, yrði vísað úr landi.
Meira
HUGAÐUR var hann maðurinn sem vann við stækkun Reykjavíkurhafnar í gærdag. Frost í lofti og nístingskaldur sjórinn rétt undir fótum en engan bilbug lét hann á sér finna og hélt verki sínu áfram á meðan ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STJÓRN Landssambands sjálfstæðiskvenna óttast að framboð Árna Johnsen í Suðurkjördæmi dragi úr fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu í þingkosningunum í vor.
Meira
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Njarðvík | "Auðvitað hef ég misst af ýmsu vegna tímans sem fer í sundið, en ég hef fengið svo margt annað í staðinn og finnst ég ekki hafa farið á mis við neitt.
Meira
ÞORSTEINN Guðjónsson hefur verið ráðinn forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands og tekur hann við starfinu af Helga Jóhannssyni sem tekur við formennsku í stjórn félagsins.
Meira
RÁÐSTEFNA um kynferðisofbeldi verður haldin í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 12-19. Stígamót, Bríet og Karlahópur Femínistafélagsins halda ráðstefnuna í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ráðstefnan skiptist í tvö málþing.
Meira
SÝNI úr haferninum Sigurerni og tveimur fálkum í Húsdýragarðinum reyndust ekki bera nein merki um smit af fuglaflensuveiru. Gefið verður grænt ljós á að sleppa erninum, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis.
Meira
VINNA við skautasvell á Ingólfstorgi hófst í gær en það verður opnað almenningi 7. desember nk. í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar sem hefur veg og vanda af uppsetningu svellsins, ásamt Reykjavíkurborg.
Meira
Kigali. AFP. | Stjórnvöld í Rúanda kölluðu í gær sendiherra sinn í Frakklandi heim, ásamt því sem þau lýstu því yfir að þau hefðu slitið stjórnmálasambandi við frönsk stjórnvöld.
Meira
ENDURÁKVÖRÐUN vaxtabóta skal lokið eigi síðar en 31. desember nk., samkvæmt frumvarpi um vaxtabætur sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í gær. Með lögunum hækkar lágmark eignaviðmiðunar að frádregnum skuldum til skerðingar á vaxtabótum um 30%.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands og SPRON efna til kvöldgöngu upp í hlíðar Esjunnar á sunnudagskvöldið. Allt útlit er fyrir stjörnubjart kvöld og verður stjörnufróður maður með í för og mun hann segja fólki frá því sem fyrir augu ber á kvöldhimninum.
Meira
SVAFA Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskólans í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Svafa er aðstoðarforstjóri Actavis en hún mun taka við starfi rektors 1. febrúar nk. þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir lætur af störfum.
Meira
STJÓRN Landsvirkjunar tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í gærmorgun og samþykkti að tvöfalda stuðning sinn við Ómar úr fjórum milljónum króna í átta milljónir gegn afnotum af kvikmyndaefni...
Meira
FRÁ því að Kristnihátíðarsjóður tók að verja fé til fornleifarannsókna árið 2000 hefur tekist að safna gríðarlegu magni gagna. Nýverið kláraðist hins vegar fjármagnið og virðist úrvinnsla gagnanna, sem safnað hefur verið með uppgröftum, í uppnámi.
Meira
Á ÞESSARI tölvugerðu mynd má sjá hvernig japanski arkitektinn Tadao Ando og myndhöggvarinn Kiichi Sumikawa sjá fyrir sér Nýja Tókýó-turninn, en hann verður 610 metra hár fullkláraður árið...
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENDINGAR og Norðmenn ætla að hefja formlegar viðræður um eftirlit á norðurhöfum og framtíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi sem Geir H.
Meira
Jerúsalem. AFP. | Um 80% Ísraela vilja að Amir Peretz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, segi af sér ráðherraembætti, ef marka má skoðanakannanir sem birtust í gær í blöðunum Maariv og Yediot Aharonot .
Meira
ÞRÍR þingmenn Samfylkingarinnar hafa að nýju lagt fram á Alþingi frumvarp um að lög um stimpilgjöld verði felld brott. Fyrsti flutningsmaður er Margrét Frímannsdóttir. Meðflutningsmenn eru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VIRÐISAUKASKATTUR af áfengi verður lækkaður niður í 7% skattþrep 1. mars nk. samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um lækkun virðisaukaskatts af matvælum o.fl.
Meira
Í FRÉTT um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Morgunblaðinu í gær var ekki rétt skýrt frá þeim reglum sem gilda um þátttöku í prófkjörinu.
Meira
Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Okkar ávinningur er öðru fremur það forvarnargildi sem þetta hefur beint á þá einstaklinga sem í þessu eru og gangast undir ákveðinn samning í því efni.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRUMVARP til laga um ættleiðingastyrki verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Í því er gert ráð fyrir 480 þúsund króna eingreiðslu til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn, eða börn.
Meira
Varaformenn allra stjórnmálaflokkanna nema Vinstri-grænna taka í Morgunblaðinu í gær vel í þá hugmynd Víglundar Þorsteinssonar að stofna sjóð í eigu allra Íslendinga um sameiginlegar auðlindir landsmanna.
Meira
Áttatíu milljarða króna hagnaður af sölu fjárfestingarfélaganna CVIL og Bivideon á eignarhlut þeirra í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu Czeska Radiokomunikaze (CRa) er ævintýralegur.
Meira
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Steltjarnarneskirkju sunnudaginn 26. nóvember, en þar koma fram Selkórinn, Drengjakór Þorgeirsbræðra og Kammerkór Þorgeirsbræðra.
Meira
Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is SAMSTARFSSAMNINGUR verður undirritaður á morgun milli Gljúfrasteins og Þórbergsseturs og gæti samningurinn markað upphafið að víðtæku samstarfi rithöfundasetra í landinu.
Meira
SÖGUTÍMI Bölvunarinnar II er tveimur árum eftir sögutíma fyrri myndarinnar. Kvikmyndin gerist í tveimur löndum, þ.e. Bandaríkjunum og Kína, nánar tiltekið Hong Kong. Hin yfirnáttúrulega bölvun hefur lagst á Audrey, systur Karenar.
Meira
Á nýliðinni uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddunni, skartaði leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir fagurrauðu trúðanefi. Þó Ilmur hafi vissulega verið kómísk ásýndum var tilgangur hennar ekki einungis sá að skemmta áhorfendum.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is MEÐAL áhugaverðra bóka í hinu títtnefnda jólabókaflóði er stórvirkið Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki, uppruni saga og notkun , eftir Jón G. Friðjónsson.
Meira
Leikarinn Michael Richards , sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cosmo Kramer í Seinfeld-þáttunum, hefur ráðið sér almannatengil sem hefur tengsl við samfélag þeldökkra í Bandaríkjunum.
Meira
Kristinn Darri Röðulsson , tvítugur Akurnesingur, var í gærkvöld valinn herra Ísland 2006 en keppnin var sýnd beint á SkjáEinum. Símon Ólafsson , 21 árs Seyðfirðingur, varð í 2. sæti og Steinar Helgason , 19 ára Akurnesingur, varð þriðji.
Meira
Eiríkur Orri Ólafsson trompet, flygilhorn, Davíð Þór Jónsson rafpíanó o.fl., Róbert Reynisson gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur.. 16. nóvember 2006 kl. 21.
Meira
GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson kynna í dag íslenska tónlist í beinni útsendingu frá tónleikasalnum Bellas Artes í Ríkisútvarpi Spánar (Radio Nacional de España) á rás þess fyrir klassíska tónlist. Hefst útsendingin kl.
Meira
DJASSTRÍÓIÐ Hrafnaspark, sem er skipað þeim Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi Hauki Árnasyni á gítara og Pétri Ingólfssyni á kontrabassa, er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu plötu. Af því tilefni mun tríóið halda nokkra tónleika.
Meira
JÓNSI úr Sigur Rós og Alex Somers hafa gefið út myndabókina Riceboy Sleep . Í gær opnuðu þeir svo sýningu í Galleríi Turpentine í tengslum við útgáfuna þar sem gestum gefst kostur á að skoða myndir úr bókinni ásamt...
Meira
Á VEFMIÐLI enska dagblaðsins The Guardian er að finna viðamikla og afar jákvæða umfjöllun um Latabæ ásamt viðtali við forkólfinn og íþróttaálfinn Magnús Scheving.
Meira
FRANSKI leikarinn Philippe Noiret sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Cinema Paradiso lést í gær, 76 ára að aldri. Hann hafði átt í langvinnri baráttu við krabbamein.
Meira
REYKJALUNDARKÓRINN heldur 20 ára afmælistónleika í Grafarvogskirkju í dag kl. 17. Auk Reykjalundarkórsins koma fram á tónleikunum Karlakór Kjalnesinga og nokkrir meðlimir Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar.
Meira
Óperutónleikar
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti þriðja þáttinn úr Parsifal og atriði úr Tristan og Isolde ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum og félögum úr Hljómeyki. Einsöngvar: Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay. Johannes Fritzsch stjórnaði. Fimmtudagur 24. nóvember.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is LIBORIUS er ný verslun Jóns Sæmundar Auðarsonar og Hrafnhildar Hólmgeirsdóttur. Þar hófst ný tónleikaröð fyrir tveimur vikum, og var það Daníel Ágúst sem þá reið á vaðið.
Meira
TÓNLISTARHÓPURINN Camerarctica leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Dimitri Schostakowitsch á tvennum afmælistónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag.
Meira
Frá Hjálmar Jónssyni: "DAGLEGA finn ég fyrir því að verið er að narta í mig og gera mig að landlausu viðrini. Ég er ekki lengur fullgildur Íslendingur. Flest verðmæti og gildi eru tekin af mér og færð peningaeignaklíku þjóðfélagsins, samt er ég meirihluti þjóðarinnar."
Meira
Jakob Ágúst Hjálmarsson fjallar um aldarafmæli Bíldudalskirkju: "Það er dýrmætt að fá tækifæri til að samfagna Bílddælingum á aldarafmæli kirkjunnar og sýna þeim samstöðu þegar þeir heyja hetjulega varnarbaráttu fyrir byggð sína eins og mörg önnur þorp við sjávarsíðu Íslands."
Meira
Einar Rafn Þórhallsson fjallar um lífsstíl í tengslum við kaupum ekkert daginn 25. nóv.: "Fáum við einungis hamingju úr hlutum sem við kaupum eða er möguleiki á að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum?"
Meira
Baldur Ágústsson skrifar um baráttufund samtakanna AFA: "...skortur á hjúkrunar- og vistrými svo og skattaleg refsing fyrir dugnað og fyrirhyggju er blettur á þjóðfélaginu."
Meira
Hrannar Pétursson fjallar um málefni Alcan í Straumsvík og svarar grein Péturs Óskarssonar: "Fólki sem tjáir sig um þýðingarmikil mál á opinberum vettvangi ber að vanda sig."
Meira
Andrea Ólafsdóttir kynnir hugmyndir sínar um markaðssetningu á Íslandi: "Að mínu mati væri hægt að standa að landkynningu á mun uppbyggilegri hátt en ríkisstjórnin hefur gert..."
Meira
Ásta Þorleifsdóttir fjallar um menningarrætur og gömul hús í Reykjavík: "Verum stolt af sögunni okkar og leyfum húsi skáldsins Benedikts Gröndals að standa áfram á sínum stað við Vesturgötuna."
Meira
Stefán Jón Hafstein fjallar um sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun og einkavæðingu: "Jafn mikill talsmaður og ég er þess að borgin selji hlut sinn í Landsvirkjun er ég andvígur því að Landsvirkjun verði seld í einkavæðingu."
Meira
Árni Johnsen skrifar um orðin " tæknileg mistök" sem hann viðhafði í sjónvarpsfréttasamtali við óvæntri spurningu og telur þau bæði illa valin og óviðeigandi og líkleg til að misskiljast: "Ég braut af mér og iðrast í dýpstu rótum hjarta míns."
Meira
Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um fjármál stjórnmálaflokka: "Það er því mikið fagnaðarefni að Ísland sé nú á leið inn í nútímann með öðrum þjóðum með því að opna fjármál stjórnmálaflokkanna."
Meira
Einar Grétar Björnsson skrifar um kjör eldri borgara: "Hví setur ríkisstjórnin ekki upp útrýmingarbúðir fyrir 67 ára og eldri uppá Keflavíkurflugvelli frekar en að hálfsvelta okkur til dauða?"
Meira
Auður Lilja Erlingsdóttir fjallar um náttúruvernd og umhverfismál: "Í stað þess að stjórnvöld leggi metnað sinn í að koma á vitrænum umhverfisstöðlum og tryggi að eftir þeim sé farið eru þau í dag að hjálpa fyrirtækjum að smeygja sér fram hjá slíkum kröfum."
Meira
Björn B. Jónsson skrifar um lóð sem UMFÍ hefur fengið úthlutað undir nýjar aðalstöðvar hreyfingarinnar í miðbæ Reykjavíkur: "Megi borgaryfirvöld í Reykjavík hafa bestu þakkir fyrir þann stórhug sem þau sýna í verki..."
Meira
Eðvarð T. Jónsson fjallar í tilefni dagsins um kynbundið ofbeldi: "Það hlutverk trúarbragða að vinna að siðrænum og andlegum framförum hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú. Þeirri skyldu mega forsvarsmenn þeirra ekki bregðast."
Meira
Sigríður Ingvarsdóttir skrifar um atvinnuhætti framtíðarinnar: "Skapandi atvinna einkennist af því að meginviðfangsefnið er að skapa nýja þekkingu eða efni sem hægt er að vernda með höfundarrétti eða einkaleyfi."
Meira
Álfheiður Ingadóttir fjallar um sölu á hlut Reykavíkurborgar í Landsvirkjun: "Alls staðar þar sem raforkufyrirtæki og flutningskerfi hafa verið einkavædd hefur raforkuverð til heimila snarhækkað og öryggi í raforkuafhendingu snarminnkað."
Meira
Frá Þór Steinarssyni og Einari Þórðarsyni: "FIMMTUDAGINN 9. nóvember hélt Lionsklúbburinn Fjörgyn fjórðu stórtónleika sína til styrktar BUGL, sem Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á BUGL segir mikilvægt ljós í haustskammdeginu. Að venju var húsfyllir og komust færri að en vildu."
Meira
Bjarni Harðarson skrifar um firringuna í samfélaginu: "Veiðiþörf mannsins er ekki útrás fyrir illmennsku eða kvalalosta heldur eðlileg og nauðsynleg tenging við náttúruna."
Meira
Jafnréttismál MIKIÐ er rætt um jafnrétti kynjanna hér og þar í þjóðfélaginu. Í flestum greinum hallar verulega á konur og þær ættu að berjast til þrautar að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. En ég vil hinsvegar benda á fiskvinnsluna.
Meira
Anna Margrét Guðrún Sumarliðadóttir fæddist á Meiðastöðum í Garði 25. ágúst 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Útskálakirkju í 30. september.
MeiraKaupa minningabók
Marja Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Lárusson, f. 14. apríl 1887, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Bacher Ottósdóttir fæddist í Austur-Prússlandi 4. nóvember 1922. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 17. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 22. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Jón Björnsson fæddist á Siglunesi 15. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu við Laugarveg 28 á Siglufirði 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, f. 8. nóvember 1885, d. 7. september 1949, og Sigrún Ásgrímsdóttir, f. 27.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Jónsdóttir frá Þrúðvangi í Vestmannaeyjum fæddist í Selkirk í Kanada 4. desember 1905. Hún lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Dölum, Vestmannaeyjum, f.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Gissurardóttir fæddist í Drangshlíð undir A-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 27. nóvember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 28. september síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Stefánsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 6. ágúst 1928. Hann lést 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Tryggvason frá Arndísarstöðum í Bárðardal, f. 18. júní 1891, d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Helgason fæddist á Kolmúla í Fáskrúðsfjarðarhreppi í S-Múl. 21. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Sigurðsson, f. á Kolmúla 1895, d.
MeiraKaupa minningabók
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði lítillega eða um 0,1% í gær í 6.242 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir tæpa 5,7 milljarða, mest með bréf Kaupþings banka eða fyrir rúma 1,7 milljarða.
Meira
MILESTONE, félag í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, verður kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfestingabanka sem taka mun til starfa um næstu áramót. Tryggvi Þór Herbertsson , forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður forstjóri bankans.
Meira
ARNÓR Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að í grein Morgunblaðsins í gær, þar sem vitnað hafi verið í umfjöllun nokkurra aðila um ummæli sem fréttamaður fréttaveitu Bloomberg hafði eftir honum, gæti nokkurrar oftúlkunar.
Meira
Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is CESKE Radiokomunicace (CRa) tékkneska símafyrirtækið sem Björgólfur Thor Björgólfsson seldi nú í vikunni, var ekki nema hluti af eignum fjárfestingafélags Björgólfs, Novators, í símafyrirtækjum í Mið-Evrópu.
Meira
Kristbjörg F. Steingrímsdóttir yrkir afhendingu um tíðina að undanförnu: Þegar skafla háa hleður hríðin freka þá er eina ráðið reka. Og bætir við að menn beri sig samt misvel: Þó að vetur sanni sig og sýni hrekki Sunnlendingum ógnar ekki.
Meira
Þegar Hrafn Loftsson kemur heim úr vinnu lætur hann sér ekki bregða þótt einn veggurinn í húsi hans sé horfinn. Hann er orðinn vanur þessu enda konan hans, Guðný Eysteinsdóttir listmálari vön að framkvæma hlutina um leið og henni detta þeir í hug.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er nú hægt að fá nýstárleg gjafakort sem fela í sér gjafir til þurfandi einstaklinga í fátækari löndum heims. Gjafabréfin, sem í boði eru, eru sex talsins.
Meira
Hellubúar fara ekki varhluta af veðrabrigðum þessa lands frekar en aðrir þessa dagana. Hér hefur verið kalt og vindasamt upp á síðkastið eins og gjarnan á haustin.
Meira
FRAM kemur á vef Aftenposten að sænsku neytendasamtökin hafi látið gera úttekt á þrettán barnarúmum. Sex rimlarúm fá falleinkunn, einungis tvö fá góða einkunn.
Meira
Við lifum á tímum mikillar umræðu um erfiðleika í hjónaböndum en hjónasæla getur líka blómstrað á 21. öldinni. Unnur H. Jóhannsdóttir fræddist um nýstárlegt samstarf presta, tónlistarfólks og sálfræðinga í Garðasókn sem standa að hjóna- og sambúðarmessum í kirkjunni.
Meira
Hugmyndin að Lykkjufalli kviknaði hjá mér fyrir nokkrum árum þegar vinkona mín eignaðist barn og ég sá að hún átti í miklum vandræðum með að gefa barninu sínu brjóstamjólk í fjölmenni," segir fatahönnuðurinn Sigrún Baldursdóttir, sem er nýlega búin...
Meira
Fjallaljónshvolpurinn Baron er tveggja mánaða gamall. Hann leikur sér gjarnan við jafnaldra sinn, hvolpinn Basya eins og sést á þessari mynd þar sem þeir eru að bítast um tuskudýr.
Meira
Stólkollar hafa fengið stærri og veigameiri sess í hönnun og híbýlum á fyrsta áratug 21. aldarinnar en þeir hafa áður haft. Þessir stólar, sem hafa alltaf þótt hálfgildingar á við þá sem eru með baki, eru nú flottari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr.
Meira
80 ára afmæli . Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður áttræð Rannveig Tryggvadóttir, þýðandi, Minni-Grund, Hringbraut 50, Reykjavík. Rannveig verður að...
Meira
Bíldudalskirkja 100 ára Í TILEFNI af aldarafmæli Bíldudalskirkju verður messa í Bíldudalskirkju kl. 13 sunnudaginn 26. nóvember. Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson heimsækir söfnuðinn af því tilefni og prédikar í messunni. Sr.
Meira
Honolúlú. Norður &spade;DG &heart;G ⋄G1087 &klubs;ÁK9652 Vestur Austur &spade;10 &spade;754 &heart;108754 &heart;K632 ⋄KD642 ⋄953 &klubs;104 &klubs;D83 Suður &spade;ÁK98632 &heart;ÁD9 ⋄Á &klubs;G7 Suður spilar 7G og fær út tígulkóng.
Meira
RÉTT ER AÐ SEGJA : Ég hlakka til, þú hlakkar til, drengurinn hlakkar til, við hlökkum til, þið hlakkið til, þau hlakka til. (Ath.: Ég hlakka eins og ég hlæ .
Meira
Í Myndasal Þjóðminjasafnsins á 1. hæð stendur nú yfir greiningarsýningin Ókunn sjónarhorn. Framundan er síðasta sýningarhelgin, 25.-26. nóvember og eru því síðustu forvöð að skoða myndirnar.
Meira
1 Björgólfur Thor og viðskiptafélagar hafa innleyst 80 milljarða hagnað með sölu á símafélagi. Í hvaða landi? 2 Hvaða bók er efst á bóksölulista sem Morgunblaðið er byrjað að birta? 3 Gullkindin var afhent við hátíðlega athöfn í fyrradag.
Meira
Það er ekki algengt að ráðherra biðjist afsökunar á Alþingi Íslendinga. En það gerði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vegna vatnstjónsins á fyrrum varnarsvæði Bandaríkjamanna.
Meira
Páll Pálsson fæddist á Aðalbóli í Hrafnkelsdal 1947. Að loknu skyldunámi fékkst hann við ýmis vinnumannsstörf. Páll hefur fengist við pípulagningar samhliða landbúnaðarstörfum og er bóndi á Aðalbóli.
Meira
ÉG er rétt að átta mig á því hvað ég er búinn að gera og í næstu viku hef ég aftur æfingar eftir hvíldina sem ég tók eftir lokaúrtökumótið á Spáni.
Meira
BRYNDÍS Bjarnadóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér keppnisbann frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að mæta ekki í lyfjapróf.
Meira
CRISTIANO Ronaldo, portúgalski knattspyrnumaðurinn hjá Manchester United, segir að Chelsea sé ekki með sterkara lið en á síðasta keppnistímabili, enda þótt Andriy Shevchenko og Michael Ballack hafi verið keyptir til félagsins í sumar.
Meira
CARLOS Tévez, annar argentínsku knattspyrnumannanna sem West Ham fékk frá Corinthians í Brasilíu í haust, segir að enska úrvalsdeildin sé mun erfiðari en hann hafi gert sér grein fyrir.
Meira
Hermann Hreiðarsson og félagar hans úr Charlton taka á móti Everton á The Valley í dag en Charlton hefur verið í miklum öldudal í upphafi leiktíðar. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.
Meira
FYRSTI leikur íslenska landsliðsins í handknattleik karla í heimsmeistarakeppninni 2007 verður gegn Ástralíu laugardaginn 20. janúar kl. 15. Leikurinn fer fram í Magdeburg. Þá verður leikið gegn Úkraínu kl. 17 sunnudaginn 20.
Meira
Markahæstu leikmenn úrvalsdeildarkarla í handknattleik, DHL-deildarinnar, eru þessir, eftir sjö umferðir: Goran Gusic, Akureyri 51/33 Davíð Georgsson, ÍR 48/28 Markús Máni Michaelsson, Val 48/14 Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR 45/4 Valdimar Þórsson, HK...
Meira
HELGI Valur Daníelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, vonast eftir því að losna frá sænska félaginu Öster í vetur, í kjölfar þess að liðið féll úr úrvalsdeildinni á dögunum.
Meira
ÍVAR Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, leikmenn Reading, mæta til leiks í dag á Craven Cottage, heimavelli Fulham, í London. Heiðar Helguson hefur lítið fengið að spreyta sig með Fulham að undanförnu.
Meira
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, ætlar að snúa heim úr atvinnumennsku árið 2010 og ganga þá til liðs við Skagamenn á nýjan leik eftir 12 ára fjarveru. Þetta segir hann í viðtali á vef Skagamanna.
Meira
Leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða þessir um helgina. Laugardagur: Charlton - Everton 12.45 Aston Villa - Middlesbrough 15 Fulham - Reading 15 Liverpool - Manchester City 15 Watford - Blackburn 15 West Ham - Sheffield United 15 Bolton - Arsenal 17.
Meira
RAFAEL Benítes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, sagði í gær við enska fjölmiðla að svo gæti farið að Liverpool yrði næsta félagið sem erlendir fjárfestar myndu eignast.
Meira
STUÐNINGSMENN enska úrvalsdeildarliðsins West Ham fá tækifæri til þess að taka á móti nýjum stjórnarformanni félagsins, Eggerti Magnússyni, í dag en sérstök athöfn verður á Upton Park fyrir leik liðsins gegn Sheffield United.
Meira
STEINAR Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi leikmaður Fram og ÍBV, hefur mikinn hug á að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi þess í febrúar.
Meira
ENSKA knattspyrnufélagið Torquay, sem leikur í 3. deild, ætlar að taka sérlega hart á þeim leikmönnum sem sýna af sér leikaraskap í leikjum liðsins og hótar að reka þá á brott frá félaginu.
Meira
LEIKUR Manchester United og Englandsmeistara Chelsea á sunnudaginn er stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eru í sérflokki í deildarkeppninni, þar sem Man. Utd.
Meira
RÖGNVALDUR Hreiðarsson, körfuknattleiksdómari, hefur dæmt 999 leiki á vegum Körfuknattleikssambands Íslands, og á morgun, sunnudag, bætist 1000 leikurinn í safnið hjá Rögnvaldi þar sem hann verður einn þriggja dómara í leik Grindavíkur og Snæfells í...
Meira
Man. Utd 13111129:634 Chelsea 13101223:731 Portsmouth 1372419:1123 Arsenal 1264220:722 Aston Villa 1357115:922 Bolton 1363412:1221 Everton 1355317:1120 Reading 1361615:1819 Wigan 1253416:1318 Liverpool 1353514:1518 Fulham 1345414:1917 Man.
Meira
TERRY Brown, fyrrum stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segir í viðtali við Michael Hart, blaðamann á Evening Standard, að félagið sé komið í hendurnar á kraftmiklum og áreiðanlegum mönnum sem hafi ástríðu á fótbolta - en viðtalið var...
Meira
BANDARÍSKA kylfingnum Michelle Wie tókst enn og aftur ekki að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumótaröð karla, en þetta er í 12. sinn sem hin 17 ára gamla Wie keppir á atvinnumóti fyrir karla á japönsku mótaröðinni.
Meira
Gefa hann og í mark! Haukur Sindri frá Ísafirði er 7 ára aðdáandi enska fótboltaliðsins Arsenal. Hann sendi þessa bráðskemmtilegu mynd af fótboltahetjum í...
Meira
Maðurinn getur orðið mjög gamall, hann getur orðið rúmlega hundrað ára gamall. Fíllinn getur líka lifað lengi en verður sjaldan eldri en sjötíu ára. Skjaldbakan lifir lengst allra en hún getur orðið tvö hundruð ára gömul.
Meira
1. Hvað er það versta sem getur hent tvo hestamenn? 2. Hvaða rándýrsnafn verður að mannsnafni ef fyrsti stafurinn er tekinn burtu? 3. Hvað loðir við alla hluti? 4. Hvað sagði stóri strompurinn við litla strompinn? 5.
Meira
1. Að þeir hnakkrífist. 2. Ljón - Jón. 3. Nöfnin þeirra. 4. Þú ert of lítill til að reykja. 5. Osturinn 6. Nafnið mitt. 7. Af því að hann á góðan kamb. 8. Sjókarl. 9. Sveppur. 10....
Meira
Hann Gvendur Geirsson býr í stóru, stóru húsi með sundlaug og allt. Húsið er á við heila höll og nóg er af þjónustufólki. Gvendur Geirsson æfir sund í sundlauginni sinni en hann er alltaf að stækka hana meira og meira, því hann á svo mikið af peningum.
Meira
Snjórinn kryddar tilveru barnanna. Fyrsti snjórinn í höfuðborginni var uppspretta mikillar gleði. Út um alla borg mátti sjá önnum kafna krakka sem léku sér á þotum eða útbjuggu snjókarla. Snjóhúsin risu hvert á fætur öðru.
Meira
Einn góðan veðurdag var Arnfinnur bóndi að taka til í karföflugarðinum sínum. Hann var að moka moldinni og rakst skyndilega á eitthvað hart í jörðinni. Hann tók það upp. Þetta var gömul, ryðguð krús.
Meira
Nú á dögunum las ég bókina "Land hina týndu sokka" eftir Gerði Kristnýju. Mér fannst nafnið á bókinni mjög skrýtið í fyrstu en eftir að hafa lesið hana frá upphafi til enda fannst mér að hún hefði auðvitað ekki geta heitið neitt annað.
Meira
Það er gaman að föndra í skamm deginu. Hér eru leiðbeiningar til að búa til skraut. Á sama hátt og jólakúlan er búin til getur þú búið til alls kyns skraut t.d. fiðrildi eða snjókorn.
Meira
Svona fallegt sólskinsbros sendir birtu og il inn að hjartarótum. Líttu nú upp úr blaðinu og brostu á þennan hátt til þess sem er hjá þér. Herdís Birta er níu ára og teiknaði þessa frábæru...
Meira
Í þessari viku er komið að því að ráða krossgátu. Nú ríður á að lesa vel spurningarnar og svara þeim síðan í krossgátunni. Ef þú getur ráðið hana skaltu klippa hana út og senda Barnablaðinu.
Meira
Það að efast aldrei um eigin rétt er bæði grunnhyggið og varhugavert," segir Auður Jónsdóttir í viðtali í Lesbók í dag um nýja skáldsögu sína, Tryggðapant, en hún fjallar um innflytjendur með táknrænum hætti.
Meira
Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur gagnrýndi Sigríði Þorgeirsdóttur fyrir slælegan og óþarflega femínískan lestur á Platoni í síðustu Lesbók .
Meira
Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Fyrr í þessum mánuði kom út tíunda og síðasta bindið í yfirgripsmikilli ritröð útgáfunnar Charles Scribner's Sons um bandaríska kvikmyndasögu sem nefnist á frummálinu History of the American Cinema .
Meira
En það mikilvægasta er að sjálfsögðu að í ritun þessarar bókar felast bókmenntasöguleg tíðindi því ekki hafa áður komið út fræðilegar ævisögur þessara tveggja jöfra íslenskra bókmennta," segir Soffía Auður Birgisdóttir í ýtarlegum ritdómi í Lesbók...
Meira
Þingvallanefnd hefur birt myndir af nýrri brúartillögu á Öxará við Drekkingarhyl. Tillagan er eftir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. Greinarhöfundi þykir tillagan áhugaverð þótt ekki sé hún meistaraverk og fremur rýr í útfærslu.
Meira
"Það er náttúrlega búið að berja okkur mannfólkið til hlýðni og í ákveðinn farveg með trúarbrögðum og siðferðisboðskap og öllum fjandanum, öldum og árþúsundum saman," segir Ólafur Jóhann Ólafsson sem fjallar um ástina, ástarsambönd og...
Meira
Snemma í tíð póstmódernismans, eða á níunda áratug síðustu aldar, komu fram hugmyndir um að myndlist stæði á erfiðum tímamótum sem kynni að leiða til endaloka hennar og að við værum jafnvel vitni að þessum endalokum þá þegar.
Meira
Breska hljómsveitin Pulp þótti með því allra merkilegasta sem kom út úr brit-poppinu. Saman fór grípandi tónlist og glúrnir textar, runnir undan rifjum leiðtogans, hinum hornspengda Jarvis Cocker.
Meira
Segja má að mæður þeirra Bono og Eminem hafi verið helstu áhrifavaldar þeirra þegar listsköpun og innblástur er annars vegar, móðir Bonos fyrir að hafa dáið þegar hann var fjórtán ára, en móðir Emninems fyrir að hafa ekki dáið.
Meira
Skólinn okkar á að vera eins og vin með sterka rót. Æskumanninn móta og gera að mætum svein og dáða snót. Í skóla fáið lausn að leita laða hugmynd oft er þörf. Andagift með orku beita alltaf vantar nytsöm störf.
Meira
Hlustarinn Mest spilaða tónlistin á heimilinu þessa dagana er diskur með sérlega kyrrlátum verkum eftir Arvo Pärt, hann heitir Alina og Jói í Tólf tónum mælti með honum sem hinum fullkomna diski til að hlusta á við barnsfæðingu - sem reyndist hárrétt.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Sundance-kvikmyndahátíðin hefur verið haldin frá árinu 1981 en hátíðin þykir góður vettvangur fyrir óháða kvikmyndagerðarmenn til að koma myndum sínum á framfæri við umheiminn.
Meira
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu, samsýning bandarískra listamanna. Fram í janúar 2007. Opið alla daga frá kl. 10-17. Aðgangseyrir: Fullorðnir 500 kr., eldri borgarar, öryrkjar og hópar (10+) 250 kr. Aðgöngumiðinn gildir samdægurs á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn. Ókeypis á mánudögum.
Meira
I Til hvers er listgagnrýni í fjölmiðlum? Til hvers er hægt að ætlast af listgagnrýnendum sem skrifa í dagblöð? Þetta eru einhvers konar eilífðarspurningar. Kannski vegna þess að svörin við þeim liggja ekki í augum uppi.
Meira
Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Bækurnar um systurnar óstýrilátu Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur eru börnum og foreldrum þjóðarinnar vel kunnar en þær komu fyrst út árið 1991 með teikningum Gunnars Karlssonar.
Meira
Á Hugvísindaþingi sem fram fór í byrjun mánaðarins var hart deilt um fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu sem Mál og menning hefur gefið út.
Meira
Skuggaleikur nefnist ný ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur sem frumsýnd var í Íslensku óperunni fyrir viku. Hér er vakin athygli á þessu verki og birtur hluti af texta Sjóns fyrir óperuna.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Bandaríska rokksveitin Les Savy Fav nýtur þegar goðsagnakenndar stöðu í bandarískri neðanjarðartónlist.
Meira
Þau stórtíðindi hafa orðið að út er kominn þriggja diska safnkassi með Tom Waits, þar sem hinum og þessum lögum sem fallið hafa á milli þilja í gegnum tíðina og nýsmíðum eru gerð skil. Fyrir margar sakir er Orphans - Brawlers, Bawlers & Bastards markverðasta safn tónlistar Waits sem út hefur komið.
Meira
Gaddavír heitir ný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar. Hún er ólík síðustu bók hans um Kristmann Guðmundsson ( Borgir og eyðimörk 2003), en sver sig í ætt við þær fyrri; Góða nótt Silja (1999) og Hér hlustar aldrei neinn (2000).
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.