LEGGJA þarf áherslu á að aðskilja akstursstefnur á fjölförnustu þjóðvegunum, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, til að koma í veg fyrir alvarleg umferðarslys sem verða þegar bílar skella saman úr gagnstæðum áttum, segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður...
Meira
Lissabon. AFP. | Ný skoðanakönnun gefur til kynna að 80,3% Portúgala finnist að leyfa eigi kaþólskum prestum að kvænast. Könnunin birtist í blaðinu Correio da Manha í gær , 15,5% voru andvíg en 4,2% höfðu ekki skoðun á málinu.
Meira
GENGIÐ var frá endanlegum framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna næsta vor og hann samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins síðast liðinn laugardag. Framboðslistinn er sem hér segir: 1.
Meira
Átta erlendir ferðamenn og fjórir Marokkómenn létu lífið í gær í bílslysi í marokkóska bænum Benguerir, um 60 kílómetra norðan við Marrakesh, auk þess sem tugir slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Sjö hinna látnu voru franskir og einn var sænskur.
Meira
ALLS sækjast 22 eftir sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Aðeins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækist eftir fyrsta sætinu á listanum, en níu vilja í annað og þriðja sætið.
Meira
HLUTI af eyra manns var bitinn af í áflogum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stöðvaði maður annan mann í Pósthússtræti til að spyrja til vegar.
Meira
London, Washington. AP, AFP. | Væntanlegur formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, demókratinn Joseph Biden, vill að Bandaríkjamenn gagnrýni þá stefnu einræðis og ríkisafskipta sem nú sé að komast á í Kreml.
Meira
TVENNT lést í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi um miðjan dag á laugardag, fimm ára stúlka og karlmaður um þrítugt. Þrír til viðbótar slösuðust, þar af einn alvarlega. Slysið varð um kl. 14.
Meira
FREYJA Haraldsdóttir og Alþýðusamband Íslands og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu afhenta Múrbrjótana, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar, við hátíðlega athöfn í gær.
Meira
Havana. AFP. | Fidel Castro Kúbuleiðtogi var ekki viðstaddur upphaf hátíðarhalda á aðaltorgi Havana á laugardag í tilefni af 80 ára afmæli hans. Mikil hersýning var í tilefni dagsins en Castro hefur verið forseti Kúbu í 47 ár.
Meira
* GUNNHILDUR Óskarsdóttir kennslufræðingur og lektor við Kennaraháskóla Íslands, varði doktorsritgerð sína í uppeldis og menntunarfræði, 21. nóvember s.l.
Meira
Ólafsvík | Áhyggjufullir bæjarbúar höfðu samband við fréttaritara Morgunblaðsins í Ólafsvík og bentu á að stórvirkar vinnuvélar væru að róta í hlíðum Ólafsvíkurennis.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BENEDIKT XVI páfi flutti hefðbundin blessunarorð sín á sunnudegi á torgi Péturskirkjunnar í gær og sagði að ferð sín til Tyrklands í liðinni viku hefði verið "ógleymanleg reynsla.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Venesúela, Hugo Chavez, sagðist í gær vilja sterk og góð tengsl við Bandaríkin en hann hefur lengi verið einn harðasti andstæðingur George W.
Meira
GÓÐUR gangur var í meirihlutaviðræðum Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Árborg í gær, að sögn Þorvalds Guðmundssonar, oddvita framsóknarmanna, í gærkvöldi. Viðræðurnar stóðu allan daginn í gær og lauk um kl.
Meira
GUÐMUNDUR Svavar Böðvarsson, doktor í jarðhitafræði og forstöðumaður jarðvísindadeildar Lawrence Berkeley National Laboratory í Berkeley-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum, lést í Oakland í Kaliforníu 29. nóvember sl., 54 ára að aldri.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMENN í Árborg sendu frá sér bréf sl. laugardag, í 3.500 eintökum, sem var borið í hvert hús í sveitarfélaginu. Þá samþykkti fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg yfirlýsingu.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík verður með sérstakt átak gegn ölvunarakstri í desember. Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri, sagði að síðastliðið laugardagskvöld hefðu verið stöðvaðir 220 til 230 bílar við Sólfarið á Sæbrautinni.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur í Xian Yang sunna@mbl.is ÞYKK hula mengunar liggur yfir kínversku borginni Xian Yang og illa sést til sólar, enda eru flest hús þar hituð með kolum.
Meira
VANDKVÆÐI við mönnun í hjúkrunarfræðingastöður á legudeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss er meginorsök biðlista eftir bæklunaraðgerðum, að því er segir í nýútkomnum starfsemisupplýsingum spítalans.
Meira
HRAÐBÁTUR varð vélarvana skammt frá Keflavík um tvöleytið í gær með tvo menn um borð. Fiskibáturinn Gunnar Hámundarson dró bátinn að landi í Keflavíkurhöfn.
Meira
Þessir nemendur Suzuki-tónlistarskólans eru ábúðarfullir þar sem þeir búa sig undir að flytja atriði sitt á jólatónleikum skólans sem haldnir voru í Grensáskirkju um helgina.
Meira
BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Post gagnrýndi í gær Íslendinga harkalega í leiðara fyrir að beita sér gegn banni við botnvörpuveiðum á úthöfunum. Fyrirsögn leiðarans er Blame Iceland (Varpið sökinni á Ísland).
Meira
LÖGREGLAN á Akranesi hafði afskipti af ungum manni í fyrrinótt sem grunaður var um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundu lögreglumenn 5,6 grömm af ætluðu amfetamíni.
Meira
VÍÐA var kveikt á jólatrjám á opinberum stöðum nú um helgina. Í gær var einnig Alþjóðadagur fatlaðra. Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan 16.00 í gær að viðstöddu fjölmenni.
Meira
Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is FJÓRAR konur og tveir karlar röðuðust í efstu þrjú sætin í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna í vor.
Meira
London. AFP. | Tveir slökkviliðsmenn fórust þegar þeir börðust við að slökkva eld í flugeldaverksmiðju nálægt bænum Ringmer í Sussex í suðausturhluta Englands í gær. 12 manns til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús af völdum brunasára og reykeitrunar.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is SANDRA Björk Ólafsdóttir og sonur hennar, Andri Páll Einarsson, léku sér í blíðviðrinu á Langasandi á Akranesi í gær þegar Morgunblaðið tók þau tali.
Meira
RANNSÓKN er hafin á málsatvikum þegar maður fékk hjartaáfall í vörslu lögreglu aðfaranótt sunnudagsins 26. nóvember sl. en maðurinn lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á laugardag.
Meira
Stykkishólmur | Það telst til tíðinda þegar nýtt verslunarhúsnæði er tekið í notkun í ekki stærri kaupstað en Stykkishólmur. Á fullveldisdaginn opnaði Skipavík hf. í Stykkishólmi byggingavöruverslun í nýju húsnæði við Aðalgötuna.
Meira
MARGRÉT Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að svo geti farið að hún muni sækjast eftir embætti formanns flokksins á flokksþingi í janúar, og í öllu falli sé eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns.
Meira
SVEINN Kristinsson skákmeistari lést aðfaranótt 2. desember á heimili sínu í Reykjavík, 81 árs að aldri. Hann fæddist á Hjaltastöðum í Skagafirði 2. mars 1925. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannsson og Aldís Sveinsdóttir.
Meira
RAFORKUNOTKUN á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi í desember er að meðaltali tvöföld á við það sem hún er í ágúst, samkvæmt tölum frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Meira
ALLS 565 konur, eða 46% kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á árunum 2001-2005, höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi einhvern tímann á ævinni, annað hvort tengdu heimilisofbeldi eða ekki.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur í Xian Yang sunna@mbl.is Þetta eru stór tímamót fyrir íbúana í borginni, þar sem þeir munu kveðja húshitun með kolum og fá hreina orku inn í sitt daglega líf.
Meira
GÓÐI hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga, veitti styrk til átta aðila sl. föstudag, 1. desember, og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FIMM ára stúlka og maður á þrítugsaldri létust í árekstri á Suðurlandsvegi á laugardag þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, rákust saman.
Meira
MORGUNBLAÐINU barst í gær ósk um birtingu eftirfarandi yfirlýsingar í kjölfar umfjöllunar blaðsins um héraðsdómsmálið nr. E-10563/2004 og þá dóma Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa um formhlið málsins.
Meira
Þjóðvegirnir á Íslandi eru dauðagildrur eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á undanfarna mánuði og misseri. Það getur enginn verið óhultur á þessum vegum.
Meira
Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður hefur um skeið barizt fyrir því að vita hver faðir hans var. Fyrir liggur með óyggjandi hætti, að sá sem talinn hefur verið faðir hans er það ekki.
Meira
Forvitnilegar upplýsingar er að finna í grein Ásgeirs Jóhannessonar í nýútkomnum Skírni um aðdragandann að myndun minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins í desember 1958. Um þessa stjórnarmyndun eru ekki til miklar heimildir.
Meira
Það var fátt um pólitísk tíðindi í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í fyrradag. Þó var ein setning í ræðunni, sem vekur sérstaka athygli.
Meira
Flugustelpa vaknaði snemma á sunnudagsmorguninn, fékk sér sterkt kaffi og græjaði sig upp fyrir bæjarrölt: Hún var hins vegar ekki fögur sú ásýnd borgarinnar sem mætti augum árisulla heldur var það skömmustuleg Reykjavík sem heilsaði á þessum...
Meira
Mannfræðingar hafa náð að púsla saman fingrafari af vinstri vísifingri málarans Leonardo da Vinci. Þeir telja það geta varpað nánara ljósi á listamanninn og ætterni hans, og jafnvel hjálpað til við að eigna honum málverk sem hefur verið deilt um.
Meira
Íbúar Ríó de Janeiro í Brasilíu geta ekki aðeins hreykt sér af stærstu kjötkveðjuhátíð heims heldur líka stærsta, fljótandi jólatré heims. Tréð er á hæð við 27 hæða byggingu og skreytt 2,8 milljónum ljósa.
Meira
Bandaríska leikkonan Renee Zellweger og bresku leikararnir Ewan McGregor og Emily Watson mæta hér á heimsfrumsýningu á kvikmyndinni Miss Potter í Odeon kvikmyndahúsinu við Leicester Square í London í gær.
Meira
Alias leikkonan Jennifer Garner segist vera í sínu versta líkamlega formi núna. Garner á eins árs gamla dóttur, Violet, með eiginmanni sínum leikaranum Ben Affleck.
Meira
Hin ofurhressa Lindsay Lohan hefur að undanförnu sótt fundi hjá AA (Alcoholics Anonymous) samtökunum. "Já hún hefur sótt nokkra fundi og þetta verður hægfara ferli hjá henni," sagði talsmaður hennar, Leslie Sloane, við fjölmiðla.
Meira
Hljómsveitinni Mammút hefur verið boðið að koma fram á hinni virtu tónlistarhátíð South by South West í Austin Texas í Bandaríkjunum sem fer fram í mars 2007.
Meira
Tónlistarmaðurinn Sir Paul McCartney viðurkennir, að hann hafi leitað hjálpar hjá sálfræðingi vegna álagsins, sem fylgt hefur skilnaði hans og Heather Mills .
Meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar Coldplay í Suður-Ameríku geta nú glaðst því að hljómsveitin mun frumflytja sæg af nýjum lögum á tónleikaferð sinni um Suður-Ameríku í byrjun næsta árs.
Meira
Leikkonan Marcia Cross sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Bree Van de Kamp , í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur, á von á tvíburum í apríl og segist hlakka mikið til að sjá tvöfalt.
Meira
Kristilegur geisladiskur í flutningi Guðrúnar Gunnarsdóttur, Höllu Vilhjálmsdóttur, Friðriks Ómars og Páls Rósinkrans. Hljóðfæraleikur, stjórn upptöku, útsetningar, hljóðritun, hljóðblöndun og lokafrágangur: Vilhjálmur Guðjónsson. Útgefandi Ólafur Laufdal. Boðunarkirkjan.
Meira
RITHÖFUNDURINN Guðbergur Bergsson hefur verið tilnefndur til hinna ítölsku Nonino-verðlauna fyrir skáldsöguna Svanurinn sem kom upphaflega út á íslensku árið 1992 og hefur síðar komið út víða um heim og hvarvetna hlotið afbragðs viðtökur.
Meira
Sú er þessar línur ritar hefur í þessum dálkum fullyrt að hún gæti vel verið án sjónvarps og útvarps. Eftir á að hyggja er þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HUGVÍSINDASTOFNUN boðar til fyrirlestrar í dag í tilefni af útkomu bókarinnar Hrunadans og heimaslóð eftir Matthías Johannessen.
Meira
TÓNLISTARNEMAR á Ísafirði minnast dánardags Mozarts með tónleikum í Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu Mozarts, en hann fæddist í Salzburg 27. janúar 1756 og lést aðfaranótt 5. desember 1791.
Meira
PÍANÓLEIKARINN Miklós Dalmay heldur Mozart-maraþoni sínu áfram í Salnum í kvöld. Vegna 250 ára fæðingarafmælis Mozarts réðst hann í að æfa allar átján píanósónötur tónskáldsins.
Meira
Aðfaranótt þriðjudagsins minnist Óperukórinn dánarstundar Mozarts með flutningi Requiem í Langholtskirkju. Kórstjórinn, Garðar Cortes, segir frá síðustu dögum tónskáldsins og þessu hinsta tónverki hans.
Meira
MÁLVERK eftir Rembrandt, eitt það merkasta sem hefur komið á alþjóðlegan markað, var afhjúpað hjá Sotheby-uppboðshúsinu í London um helgina. Búist er við að verkið fari á 10 til 14 milljónir Bandaríkjadollara þegar það verður boðið upp í New York 25.
Meira
Teiknimynd með íslensku og ensku tali. Leikstjóri: David Bowers og Sam Fell. Aðalraddir (enska): Hugh Jackman, Kate Winslet, Ian McKellen, Jean Reno, Bill Nighy, Andy Serkin, Shane Richie. Leikstjóri íslenskrar talsetningar: Júlíus Agnarsson.
Meira
Í HÁDEGINU í dag, kl. 12.10, mun Kimmo Lehtonen flytja fyrirlestur um finnska ljósmyndun í samtímanum í Þjóðminjasafni Íslands. Kimmo er framkvæmdastjóri miðstöðvar skapandi ljósmyndunar í Jyväskylä í Finnlandi en markmið þeirrar miðstöðvar er m.a.
Meira
ÞÝSKA kvikmyndin Das Leben der Anderen , eftir leikstjórann Florian Henckel von Donnersmarck, var valin besta kvikmynd ársins þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt í Varsjá um helgina.
Meira
Frá Leifi Sveinssyni: "ARNARBJARGVÆTTINNI, Sigurbjörgu Söndru Pétursdóttur frá Grundarfirði, er margt til lista lagt. Hún vakti þjóðarathygli, er hún bjargaði Sigurerni. Hún er hestakona mikil og þarf hún hvorki beizli né hnakk, heldur stendur uppi á Blakk sínum."
Meira
Frá Jóni Kr. Ólafssyni: "HUNDRAÐ ár eru langur tími, en það er augljós staðreynd að kirkjan hefur staðið hér og veitt mönnum skjól í gleði og sorgum. Við vígslu Bíldudalskirkju þann 2."
Meira
Jón Jónsson fjallar um vatnsréttindi landeigenda við Jökulsá á Dal: "Ef greiðslu fullra bóta til eigenda vatnsréttinda fylgja þung áhrif á rekstur Landsvirkjunar verður íslenska ríkið að veita fé til fyrirtækisins..."
Meira
Kjartan Magnússon ritar um Elliheimilið Grund: "Það er greinilegt að starfsmenn tímaritsins með ritstjórann í fararbroddi þekkja það af langri reynslu að ósannindi og fleipur selja."
Meira
Á DÖGUNUM gagnrýndi Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, val fyrirlesara á nýliðinni ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál. Því var svarað svo hér í blaðinu 29.
Meira
Þórdís Þormóðsdóttir skrifar opið bréf til landbúnaðarráðherra, með sérstakri kveðju til félagsmálaráðherra: "Það væri ekki amalegt að eiga að ráðamann sem þyldi jafn mikla önn fyrir fatlaða og þú fyrir iðkendur hestaíþrótta."
Meira
Páll Magnússon skrifar um ummæli forstjóra og stjórnarformanns 365 um að leggja fréttastofu Stöðvar 2 niður: "Jafnvel þótt bæði RÚV og fréttastofan yrðu lögð niður myndi það ekki leysa vanda 365."
Meira
Erna V. Ingólfsdóttir fjallar um lífeyrisgreiðslur og innflytjendur: "Þarna var komin ægilega fín viðskiptahugmynd. Virkja alla heldri borgara til að kenna innflytjendum íslensku."
Meira
Friðbert Traustason fjallar um lífeyrismál: "Mín tillaga er sú að afnema með öllu tekjuskatt af þessum séreignarsparnaði bæði við innlegg og útgreiðslu..."
Meira
Frá Sigurði Þóri Sigurðssyni: "Á SÝNINGU, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, og ber yfirskriftina Málverkið eftir 1980, er vægast sagt farið mjög frjálslega með staðreyndir og ýmsu ranglega haldið fram og stórum hluta sleppt."
Meira
Ríkisstjórnin heldur áfram að draga taum hinna ríkari SAMKVÆMT frétt í Mbl. 25. nóvember er hugmyndin að lækka virðisaukaskatt af áfengi niður í 7% í hagræðingarskyni.
Meira
Eftir Sarah Brownsberger: "En þegar umönnunarstörf sem fara fram á heimili teljast einskis virði, er þá nokkur furða að launuð umönnunarstörf séu vanmetin?"
Meira
Emilía Biering fæddist í Reykjavík 3. október 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Seljahlíð 25. nóvember síðastliðinn. Foreldar hennar voru Þorbjörg Biering, f. 17. júní 1886, d. 29. desember 1973, og Moritz W. Biering, f. 10. júní 1877, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Elsa Kristjánsdóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði hinn 8. mars 1937. Hún andaðist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 25. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduósskirkju 2. desember.
MeiraKaupa minningabók
Ingigerður Einarsdóttir, Lindarsíðu 4, Akureyri, fæddist í Halakoti í Biskupstungum 27. febrúar 1924, en ólst lengst af upp í Holtakotum í sömu sveit. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jón Stefánsson fæddist í Vestra-Stokkseyraseli í Árnessýslu 28. október 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju í 7. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Kristný Ólafsdóttir fæddist á Raufarfelli í A-Eyjafjöllum 8. júlí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju 2. desember.
MeiraKaupa minningabók
Marinó Eðvald Þorsteinsson fæddist á Vegamótum á Dalvík 30. águst 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 27. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Michal Drzymkowski fæddist í Póllandi 7. mars 1950. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. nóvember síðastliðinn. Hinn 19. mars 1973 kvæntist Michal Jadwiku Laskowsku, f. 15. janúar 1952. Börn Michal og Jadwiku eru : 1) Mariusz, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur ÞEIR sem halda að ungar og fallegar stúlkur séu fráhverfar sjómennsku hafa rangt fyrir sér því Sæunn María Pétursdóttir er sjómaður sem gæti allt eins verið módel í tískubransanum.
Meira
ALLAR vörur, sem mótteknar eru á flutningamiðstöðvum til flutnings og meðferðar hjá Eimskipi Flytjanda, verða í framtíðinni tryggðar hjá Tryggingamiðstöðinni á farmtryggingaskilmálum A.
Meira
KAUPÞING banki hefur verið kjörinn besti banki á Íslandi af alþjóðlega fjármálatímaritinu The Banker. Þetta kemur fram í desemberútgáfu blaðsins sem kom út í gær.
Meira
Síðastliðinn laugardag var opnuð ný verslun Rúmfatalagersins í Orleans-borgarhlutanum í Ottawa, höfuðborg Kanada. Steinunn Ármannsdóttir , eiginkona Markúsar Arnar Antonssonar sendiherra, opnaði verslunina formlega kl.
Meira
Í TILEFNI þess að Opin kerfi Heildsala hefur náð samningum við Microsoft um dreifingu hugbúnaðar til endursöluaðila, líkt og fram kom í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins, var efnt til móttöku í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fyrir helgina.
Meira
AKER Kværner, fyrirtæki norska kaupsýslumannsins Kjell Inge Røkke mun greiða hluthöfum arð sem nemur 30 krónum norskum á hlut, eftir að búið er að selja dótturfélag.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Hann er þekktur sem besta eftirherman meðal páfagauka. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir geti raunverulega skilið mannamál. Hann getur verið mjög skapstór og kuldalegur.
Meira
Desember er tími ljóssins þrátt fyrir að sól sé lágt á lofti en lítið yrði um ljósadýrð án raforkunnar sem drífur áfram ljósgjafa nútímans. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að kostnaður heimilanna við aukna rafmagnsnotkun veltir sjaldnast stórum steinum.
Meira
"Um jólin ættum við að leggja okkur fram um að skapa fallegar hefðir og vera með fólkinu okkar í rólegheitum," segir Sigrún Gunnarsdóttir, nemi í Waldorf-uppeldisfræði og verslunarkona í Börnum náttúrunnar í samtali við Unni H. Jóhannsdóttur.
Meira
Guðný Magnúsdóttir sýnir rennd og glerjuð steinleirsform í Bogaskála. Guðný segir sjálf svo um verkið: "Snjór". Mynd hugtaks og forms, efnið í höndum hnoðað og mótað, síhverfult, aldrei fullgert. Sýningin stendur til 30. des. og er opin kl.
Meira
Hugarheimar - Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjarsinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum.
Meira
Bókmenntakvöld á vegum Félags kaþólskra leikmanna verður í dag, mánudag, þar sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Ólafsdóttir, Jón Gnarr og Ólafur Gunnarsson.
Meira
Þorsteinn Helgason fæddist á Akranesi 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, fil.kand. prófi í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla 1975, meistaraprófi frá HÍ 1996 og vinnur nú að doktorsritgerð um Tyrkjaránið.
Meira
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Kúbverski stórmeistarinn Lenier Dominguez (2.655) hafði fyrir níundu og lokaumferðina fengið 7 vinninga en Úkraínumaðurinn snjalli, Vassily Ivansjúk (2.
Meira
1 Vonast er til að ljósaskreytingar Orkuveitu Reykjavíkur verði allar komnar upp 9. desember nk. Hversu mörg jólaljós munu þá loga? 2 Borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent kæru til félagsmálaráðuneytisins? Út á hvað gengur kæran?
Meira
Farsíminn er orðinn eins og hvert annað viðhengi Víkverja dagsins eins og þorra þjóðarinnar og má vafalaust deila um hvort það sé heppileg þróun. En nýlega fór Víkverji í nokkurra vikna ferð til Alsír og Túnis.
Meira
1. deild karla KA - ÍS 3:0 (25:23, 25:14, 25:23) Þróttur R. - HK 0:3 (22:25, 15:25, 15:25) KA - ÍS 3:0 (25:19, 25:12, 25:20) Staðan: Stjarnan 77021:021 HK 75217:817 KA 85316:1316 ÍS 8267:207 Þróttur R. 8084:244 1. deild kvenna Þróttur R.
Meira
ARON Kristjánsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Skjern, fagnaði stórsigri á heimavelli í gær þegar lið hans mætti Sävehof frá Svíþjóð, 39:28. Leikmenn Skjern höfðu búið sig undir afar erfiðan leik en raunin varð önnur.
Meira
BJARNI Þór Viðarsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, var í fyrsta skipti í leikmannahópi Everton í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili í gær þegar lið hans tók á móti nýja Íslendingafélaginu, West Ham, á Goodison Park.
Meira
BRASILÍUMENN vörðu heimsmeistaratitilinn í blaki karla í gær þegar þeir lögðu Pólverja að velli á sannfærandi hátt, 3:0, í úrslitaleiknum í Japan. Hrinurnar enduðu 25:12, 25:22 og 25:17 og sigur brasilíska liðsins var aldrei í hættu.
Meira
KRISTÍN Rós Hákonardóttir hafnaði í 3. sæti eftir æsispennandi keppni í 100 m baksundi í sínum fötlunarflokki á 1.29,43 mínútum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Durban í Suður-Afríku. Eyþór Þrastarson hafnaði síðan í 11.
Meira
HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem tapaði fyrir Sheffield United í botnslag, 2:1, á laugardaginn og er illa statt í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Meira
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hafnaði í 38. sæti af 58 keppendum á heimsbikarmóti í risasvigi sem fram fór í Lake Louise í Kanada í gærkvöld.
Meira
England Úrvalsdeild: Arsenal - Tottenham 3:0 Gilberto Silva 42.(víti), 72.(víti), Emmanuel Adebayor 20. - 60.115. Blackburn - Fulham 2:0 Shabani Nonda 6., Benni McCarthy 24. - 16.799. Portsmouth - Aston Villa 2:2 Matthew Taylor 52., 80.
Meira
ÞÝSKA handknattleiksliðið Flensburg, undir stjórn Viggós Sigurðssonar, tapaði illa fyrir Celje Lasko í Slóveníu, 41:31, á laugardag en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Meira
Pedro Mendes hjá Portsmouth fékk rauða spjaldið undir lokin þegar lið hans gerði jafntefli, 2:2, í hörkuleik gegn Aston Villa á heimavelli á laugardag.
Meira
Hjálmar Þórarinsson tryggði Raith Rovers sigur á Alloa á útivelli, 2:1, í skosku 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Hjálmar skoraði markið með glæsilegu skoti af 30 metra færi, upp undir þverslána. Hann var mjög atkvæðamikill í sóknarleik...
Meira
Tveir leikmanna ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan , þeir Alessandro Nesta og Serginho , þurfa að gangast undir aðgerðir vegna meiðsla. Nesta á öxl og Serginho á baki.
Meira
Arnór Atlason og samherjar hans í danska handknattleiksliðinu FCK Håndbold standa vel að vígi eftir að hafa unnið rússneska liðið Dinamo Astrakhan , 27:26, í fyrri leik leik liðanna í Rússlandi í gær í 16 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik.
Meira
Guðmundur E. Stephensen og félagar í sænska meistaraliðinu Eslövs AI sigruðu Evrópu- og Þýskalandsmeistarana Frickenhausen 3:1 í Meistaradeild Evrópu í borðtennis á laugardaginn. Guðmundur lagði þar að velli Bojan Tokic , sem er í 55.
Meira
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá austurríska handknattleiksliðinu Bregenz unnu UHK Krems , 24:32, í austurrísku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Bregenz er efst í deildinni, hefur 22 stig að loknum 12 leikjum.
Meira
Goran Gusic , Akureyri, og Valdimar Þórsson, HK, eru nú markahæstir í úrvalsdeildinni í handknattleik með 65 mörk skoruð. Gusic hefur skorað 42 mörk úr vítaköstum, Valdimar 26.
Meira
DANSKA handknattleiksliðið GOG veitti Evrópumeisturum Ciudad Real frá Spáni verðuga keppni í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar liðin mættust í Gudme-hallen í Svendborg á Fjóni í gær.
Meira
ÁSTRALSKI kylfingurinn Nathan Green lék frábært golf á lokakeppnisdegi Blue Chip golfmótsins sem lauk á Nýja-Sjálandi í gær og tryggði hann sér sigur með því að leika á 65 höggum eða 7 höggum undir pari vallar.
Meira
HAUKAR stöðvuðu sigurgöngu Íslandsmeistara Fram í DHL-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í gær. Framarar, sem höfðu unnið fjóra leiki í röð og rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun, urðu að sætta sig við annað tap fyrir Haukum á tímabilinu en Hafnarfjarðarliðið hrósaði sigri, 31:28.
Meira
ARSENE Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði eftir sigurinn á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 3:0, að fyrirliðinn Thierry Henry yrði lengur frá en búist var við og að Tomas Rosicky hefði meiðst og yrði ekki með gegn Porto í...
Meira
HK er í 2. sæti DHL-deildarinnar eftir óvænt tap gegn Stjörnunni á heimavelli í gær, 30:27, en Kópavogsbúar gátu með sigri endurheimt efsta sæti deildarinnar.
Meira
LIVERPOOL og Arsenal, tvö af sigursælustu félögunum í ensku knattspyrnunni, drógust saman í gær þegar dregið var til 3. umferðar bikarkeppninnar. Liðin mætast á Anfield í fyrstu vikunni á nýju ári.
Meira
VILJINN er allt sem þarf segir máltækið og það hentu ÍR-ingar á lofti í gærkvöldi, hættu aldrei að berjast og náðu loks að brjóta baráttu Akureyringa á bak aftur og sigra 34:28.
Meira
PÁLMAR Pétursson fór á kostum og bjargaði heiðri Vals í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Fylkir kom í heimsókn. Pálmar varði 26 skot sem var nóg til að Valsmenn, heldur værukærir eftir hlé, hefðu 28:23 sigur en vildi samt þakka félögum sínum...
Meira
NEÐSTA liðið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Hamar/Selfoss, gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið, KR, á sannfærandi hátt, 83:69, í Hveragerði í gærkvöld.
Meira
"STJARNAN var betra liðið í dag," sagði þjálfari HK, Miglius Astrauskas, eftir að lið hans tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu DHL deildarinnar í handknattleik, gegn vængbrotnu liði Stjörnunnar.
Meira
MANCHESTER United náði sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn með því að sigra Middlesbrough, 2:1, á útivelli. Leik Chelsea og Newcastle var frestað til 13.
Meira
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, hefur verið með eindæmum óheppinn í vetur. Hann hefur lítið sem ekkert náð að spila með Hannover í þýsku 1. deildinni og er nú enn á ný frá æfingum og keppni vegna meiðsla.
Meira
"ÞAÐ var vissulega gaman að skoða stigatöfluna í úrvalsdeildinni í morgun og það væri óskandi að hún liti eins út um miðjan maí," sagði Ívar Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Reading við Morgunblaðið í gær.
Meira
KRISTJÁNI Halldórssyni, þjálfara Stjörnunnar, var augljóslega mjög létt eftir sigurinn á HK í Digranesi í gær. "Við byrjuðum mjög vel en svo fórum við að hnoðast of mikið í sóknarleiknum.
Meira
GUÐNI Emilsson vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem fram fór í Tampere í Finnlandi um helgina. Guðni krækti í fyrra silfrið í 50 m bringusundi á laugardag þegar hann kom í mark á 28,97 sekúndum.
Meira
FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, og aðrir í herbúðum liðsins óttast viðureignina við Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu á morgun í Barcelona. Sigur verður að vinnast ef Barcelona ætlar sér að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meira
GUMMERSBACH vann afar mikilvægan sigur á rússneska liðinu Cekhovski Medvedi í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 31:37.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kvenna hafnaði í 3. sæti í sínum riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins sem lauk í Rúmeníu í gær og er þar með úr leik.
Meira
"Ég veit ekki hvar ég að byrja, þetta var heilt yfir slakt," sagði Rúnar Sigtryggsson leikmaður og annar þjálfari Akureyringa daufur í dálkinn eftir tap fyrir botnliði ÍR í Breiðholtinu í gærkvöldi.
Meira
WERDER Bremen komst um helgina í toppsætið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, á besta tíma fyrir leikinn mikilvæga gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Meira
EYMAR Krüger skytta hjá Fylki var síður en svo ánægður eftir tapið gegn Val í úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. "Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Við stóðum ekki vörnina og yfirleitt ekki neitt og vorum ekkert í sambandi við leikinn.
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er með í sölu núna gott og talsvert endurnýjað 256,7 m² pallbyggt einbýli, ásamt 25,3 m² bílskúr, samtals 282 m². Í húsinu eru í dag tvær íbúðir en lítið mál að breyta ef vill. Miðpallur: Forstofa með flísum.
Meira
Reykjavík Fasteignakaup kynnir tilvalið húsnæði fyrir byggingarverktaka og fjársterkan aðila. Allt húsið er í eigu sama aðila sem leigir það út. Breyta má húsinu í minni íbúðir og e.t.v. sækja um stækkun.
Meira
Nú eru börnin í leikskólunum líklega farin að æfa jólasöngvana því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eitt af því skemmtilegasta sem við sungum var "Göngum við í kringum einiberjarunn" og það syngja börnin sjálfsagt enn.
Meira
Kjalarnes - Fasteignasalan Akkurat er með í sölu fallegt og vel skipulagt miðraðhús á þessum rólega stað á Kjalarnesi. Fallegar og vandaðar innréttingar og frábær staður fyrir börn. Um er að ræða miðraðhús á einni hæð með geymslurisi yfir allri...
Meira
Reykjavík - Híbýli fasteignasala kynnir: Afar glæsilega og algjörlega endurnýjaða 4ra herb. 108 fm endaíbúð á 1. hæð í mjög góðu fjölbýli. Íbúðin er ákaflega björt og opin, stílhrein og vönduð. Allt hefur verið endurnýjað þ.m.t. allt gler og rafmagn.
Meira
Okkur langar öll til að líða vel. Að sögn Svölu Rúnar Sigurðardóttur ganga kínversku fræðin feng shui út á að bæta lífsgæði með ákveðnum breytingum - hverjar eru þær breytingar?
Meira
Það er hægt að búa sér til aðventukrans úr margs konar efni. Þennan gerði nemi í Iðnskólanum í Hafnarfirði þegar vel lá á nemendum þar fyrir jólin. Í þennan krans er notaður hænsnavír sem vafinn er utan um grenikrans með...
Meira
Svona sófar voru í tísku fyrir rösklega hundrað árum. Þá voru púðar líka hæstmóðins en nú eru sófar af þessari gerð eftirsóttir og púðarnir eru hver af öðrum dregnir fram og hafðir í gömlum og nýjum sófum.
Meira
Á Vesturgötu 4 hefur verið stunduð verslun allar götur frá því húsið var byggt árið 1888. Þar með er verslunin Kirsuberjatréð í einu elsta verslunarhúsnæði borgarinnar og er reyndar önnur verslunin sem þar hefur verið rekin.
Meira
Hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri, er stundum sagt. Eigi að síður er bráðnauðsynlegt að eiga góða hnífa. Þegar farið er að skera kjötið á jólahlaðborðið þarf almennileg verkfæri. Þessir voru keyptir í versluninni Duku á sínum...
Meira
Íslensk byggingarsaga er talsvert frábrugðin sögu flestra annarra Evrópuþjóða. Af ýmsum ástæðum er hér minna um aldargömul hús enda er meðalaldur íslenskra húsa talinn vera 30-40 ár.
Meira
Það hefur tíðkast nokkuð lengi að lýsa miðbæinn í Reykjavík með jólaljósum. Í áranna rás hafa ljósin breyst en alltaf hafa þau þó verið falleg og lýst upp skammdegið hér á norðurslóðum.
Meira
Reykjanesbær Fasteignamiðstöðin er með í sölu um þessar mundir einbýlishúsið Junkaragerði (landnúmer 186253) í Reykjanesbæ. Húsið er 166,2 m² timburhús , hæð og ris á steyptum kjallara, byggt árið 1930 en hefur allt verið meira og minna endurbyggt.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Fold er með til sölu endurnýjað einbýlishús með bílskúr Nýir mahogany gluggar með hljóðeinangrandi k-gleri eru í húsinu, gólfhiti á hæðum með varmaskipti.
Meira
Ljós eru í sívaxandi mæli að verða helsta jólaskrautið, bæði seríur af ýmsu tagi og svo auðvitað kertin. En þau eru varasöm, af þeim getur auðveldlega kviknað í. Líklega er líka heppilegt að ganga tryggilega frá seríuljósum svo þau skapi ekki...
Meira
Garðabær Gimli er með í sölu vel staðsett einbýlishús neðst á Flötunum í Garðabæ við hraunið. Stór og fallegur garður í mikilli rækt með fjölbreyttum trjágróðri. Húsið er 173,6 fm og bílskúrinn 69,5 fm eða samtals 243,1 fm.
Meira
Garðabær Garðatorg er með í sölu mjög gott einbýli, samtals 219 fm, á einni hæð, á besta stað við lækinn og hraunjaðarinn í Garðabænum. Íbúðin er 179 fm og bílskúrinn 40 fm og stendur húsið á glæsilegri 1.144 fm lóð.
Meira
Fyrirmynd söluverndarinnar hér á landi er komin frá Noregi, en stærsta tryggingafélagið í þessari grein er Protector og er það að hluta í eigu VÍS. Kristján Guðlaugsson talaði við Ásgrím Helga Einarsson í markaðsdeild VÍS um málið.
Meira
Í ársbyrjun 2004 hófu ÍAV uppbyggingu á nýjum þjónustuhúsum við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði. Um er að ræða raðhúsalengjur með fjórum eða fimm íbúðum í hverju raðhúsi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.