Greinar þriðjudaginn 19. desember 2006

Fréttir

19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

1,2 milljónir vegna Engilráðar

HAGKAUP hafa fært Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð 1,2 milljónir króna sem er ágóði af sölu tuskudýrsins Engilráðar. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

25 milljarðar í veikindalaun

FJARVISTARDAGAR starfsmanna, bæði vegna veikinda og slysa, voru að meðaltali tæplega 10 á árinu 2005. Það nemur 4,3% vinnudaga og felur í sér kostnað upp á 25 milljarða króna. Starfsmannavelta fyrirtækja á árinu 2005 var 14,2%. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Abbas fái stuðning

Jerúsalem. AFP.| Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hvatti í gær til þess að stutt yrði við bakið á Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í deilum hans við Hamas. Ísraelar segjast þó ekki skipta sér af innbyrðis deilum Palestínumanna. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Beðið í rólegheitum eftir jólum

ÞAÐ FER lítið fyrir jólastressinu hjá börnunum í Snælandsskóla sem voru í gær að skreyta fyrir jólin og föndra. Voru þau m.a. að hengja upp listaverk sem þau höfðu unnið úr perlum. Þrátt fyrir slagviðrið utandyra ríkti ró og friður í skólastofunni. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð

Bónus sýknaður

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Bónusverslun af kröfu fyrrverandi starfsmanns vegna slyss árið 2000 er hann datt á hálu gólfi verslunar í Spönginni. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Byrgið kærir fyrir meiðyrði

STJÓRN meðferðarheimilisins Byrgisins hefur ákveðið að fara í meiðyrðamál vegna umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss sem sýndur var í sjónvarpi í fyrradag. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Economist hælir Grafarþögn

Breska tímaritið The Economist fjallar um fjórar erlendar sakamálasögur í nýjasta hefti sínu og er Grafarþögn Arnalds Indriðasonar nefnd fyrst til sögunnar. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 1285 orð | 2 myndir

Efi um að heimsókn Blairs ríði baggamuninn

Þótt tilboð Mahmouds Abbas um viðræður við Ísraela hafi glætt vonir um frið eru efasemdaraddirnar eftir sem áður háværar. Baldur Arnarson rýndi í stöðuna sem er mjög eldfim. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Einn kafli bættist við

VIÐ erum ánægð með að varakrafan var tekin til greina og í sjálfu sér óánægð með að aðalkrafan skyldi ekki vera tekin til greina," sagði Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 559 orð | 2 myndir

Ekki inni í myndinni að færa þjónustuna úr landi

Skortur á flugumferðarstjórum til starfa hjá Flugstoðum leiðir til breytinga á þjónustustiginu. Að sögn flugmálastjóra er ekki inni í myndinni að færa þjónustuna alfarið úr landi. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 200 orð

Ekki nógu margir kvörtuðu

FJÖGUR til átta heimili á Kjalarnesi urðu síma- og netsambandslaus í kjölfar umferðarslyss seint á föstudagskvöld. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og á símakassa. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 175 orð

Enginn undir grun um íkveikjuna

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs í tengslum við rannsókn á brunanum hjá Ísfélaginu á laugardag. Hins vegar hefur verið rætt við nokkurn fjölda vitna að sögn lögreglu. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Eystrahorni dreift frítt á nýju ári

Höfn | Héraðsfréttablaðinu Eystrahorni verður dreift endurgjaldslaust inn á öll 814 heimili Austur-Skaftafellssýslu frá og með áramótum og því hætt að selja það í áskrift og lausasölu. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Fjarvistardagar að meðaltali tæplega 10 á síðasta ári

Eftir Silja Björk Huldudóttur silja@mbl.is FJARVISTARDAGAR starfsmanna, bæði vegna eigin veikinda og slysa sem og vegna fjölskyldumeðlima, voru að meðaltali 9,8 árið 2005 og fjölgaði um 1,5 daga frá árinu áður. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Fjölbreyttum hugmyndum unnið brautargengi

Eftir Arnheiði Guðlaugsdóttur Strandir | Unnið var að fjölbreyttum verkefnum á brautargengisnámskeiði sem Impra hélt. Tuttugu konur útskrifuðust á þremur stöðum, á Akureyri, Hólmavík og í Vík í Mýrdal. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Fljúgandi kraftur og nákvæmni

HANN Ólafur Arnar Ottósson í Taekwondo-deild Fjölnis er hér í þann veginn að leysa af hendi eina þrautina í svokölluðu beltaprófi í íþróttinni en þeir, sem það standast, fá nýtt belti til marks um það. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Framsóknarflokkurinn varð til á Seyðisfirði árið 1916

Seyðisfjörður | Annálar Framsóknarflokksins greina frá því að stofnskrá flokksins hafi verið undirrituð 16. desember 1916, en áður verið haldnir fundir á Austurlandi og Suðurlandi þar sem stofnun flokksins var undirbúin. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð

Framsókn stofnuð á Seyðisfirði?

FRAMSÓKNARMENN á Seyðisfirði halda því fram, að Framsóknarflokkurinn, sem fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir, hafi ekki verið stofnaður í Reykjavík 16. desember árið 1916, heldur nokkrum dögum fyrr, seint í nóvember, og þá á Seyðisfirði. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fær hvatningu menningardaga

Kópasker | Guðmundur Magnússon í Magnavík fékk hvatningarverðlaun menningardaga sem haldnir eru árlega í upphafi aðventu. Er þetta í annað sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Gates sver embættiseið

Washington. AP, AFP. | Robert Gates sór embættiseið sem nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna við athöfn í Hvíta húsinu í Washington í gær en opinber innsetningarathöfn var haldin síðar í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Grunaður um raðmorðin

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MAÐUR sem talið er að hafi myrt fimm konur í Ipswich í Bretlandi er nú í haldi lögreglunnar. Er um að ræða 37 ára gamlan afgreiðslumann í stórmarkaði, Tom Stephens. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Haraldur og Jón H. skulu víkja sæti við rannsókn

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og Jón H.B. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 175 orð

Húsnæðismál Náttúrufræðistofnunar rædd

JÓNÍNA Bjartmarz, umhverfisráðherra, átti fund með Jóni Gunnari Ottóssyni, forstöðumanni Náttúrufræðistofnunar, í gærmorgun þar sem farið var yfir húsnæðismál stofnunarinnar, sem er í bráðabirgðahúsnæði og hefur verið um áratugaskeið, en eins og komið... Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hvert var tilefni hlerunar á síma ASÍ?

"ÞAÐ vaknar auðvitað spurningin: hvert var tilefni þess að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir heimild til hlerunar á síma Alþýðusambandsins árið 1961?" segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 1017 orð | 1 mynd

Íslendingar flykkjast í sólina

Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að dvelja í útlöndum yfir jól og áramót. Björn Jóhann Björnsson komst að því að nær uppbókað er í allar ferðir. Enn má þó t.d. komast til Kúbu. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð

Jákvæðar undirtektir Dana í varnarmálum

GRÉTAR Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að undirtektir Dana hafi verið jákvæðari en búizt var við fyrirfram er danskir og íslenzkir embættismenn hittust í Kaupmannahöfn í gærmorgun til að ræða möguleika á samstarfi ríkjanna... Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Kallar stjórnendur Byrgisins fyrir

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með stjórn Byrgisins í ljósi þeirrar opinberu umræðu sem fram hefur að undanförnu farið um málefni Byrgisins. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Kennsluefni í skeiði

SIGURBJÖRN Bárðarson kynnti nýjan DVD kennsludisk, "Skeið", í hestavöruversluninni Líflandi síðastliðinn fimmtudag. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Klónuðu þrjár tíkur

SUÐUR-kóreskur vísindamaður, Lee Byeong-chun, fullyrti í gær að honum hefði tekist að klóna þrjár tíkur. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Krefjast þess að viðskiptaþvingunum verði aflétt

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu segja að það komi ekki til greina að þau láti af kjarnorkutilraunum sínum fyrr en öllum viðskiptaþvingunum gegn landinu hefur verið aflétt. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð

Krónan opnuð í Skaganum

Akranes | Ný verslun Krónunnar var opnuð í verslanamiðstöðinni Skaganum við Dalbraut 1 á Akranesi um helgina. Húsnæði Skagans er í eigu fasteignafélagsins Smáragarðs ehf. sem er í eigu Norvíkur hf. sem á verslunarkeðjuna. Í miðstöðinni sem er liðlega 5. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 238 orð

Litið á rannsóknina sem eina heild

"VERÐUR þannig að líta á rannsóknina sem eina heild og skiptir ekki máli þótt ætluð brot séu mismunandi," segir m.a. í niðurstöðu úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um Baugsmálið svokallaða. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Líftrygging ekki greidd

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu upp á níu milljónir kr. um að tryggingafélag greiði út líftryggingu, sem karlmaður keypti árið 1995, en maðurinn varð bráðkvaddur á síðasta ári. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Lokað vegna gíslatöku

ALLAR skrifstofur Rauða hálfmánans í Bagdad í Írak voru lokaðar í gær vegna gíslatöku á aðalskrifstofu samtakanna í borginni í fyrradag, en vopnaðir mannræningjar rændu þá um 30 manns. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 562 orð | 1 mynd

Meintur morðingi kvaðst hafa verið vinur kvennanna

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BRESKA lögreglan handtók í gær 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í Ipswich. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Meirihlutinn hækkar gjöld og vængstýfir hverfaþjónustuna

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna meirihlutann í borgarstjórn fyrir niðurskurð á nærþjónustu við íbúa. Þeir kynntu í gær breytingartillögur við fjárhagsáætlunina. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Milljón til Mæðrastyrksnefndar

SEX verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu á dögunum Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð 965.000 kr. Björg Hansen Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 349 orð

Múslímar sæta vaxandi fordómum

Aþena. AP. | Múslímar í ríkjum Evrópusambandsins mega þola vaxandi fordóma og þeir taka á sig alls kyns birtingarmyndir, allt frá því að múslímar sæti árásum og til þess að þeim sé mismunað þegar kemur að atvinnu- og húsnæðismálum. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 246 orð

Nýr sæstrengur verði lagður fyrir árið 2008

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hyggst í dag kynna ríkisstjórninni tillögur starfshóps um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Óvenjuleg sýn á málið

"VIÐ þurfum að fara yfir þennan rökstuðning og átta okkur á hvort við þetta verði unað eða við kærum," segir Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um úrskurð héraðsdóms. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 269 orð

Óvænt heimsókn

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

"Sletta hendi" og fara úr liði

NÚ VIRÐIST í gangi á Akureyri "æði" sem felst í því að "sletta hendi" eins og það er kallað. Þykir flott, en er ekki mjög sniðugt að mati hjúkrunarfræðings sem varar við uppátækinu. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

"Sletta hendi" þannig að fingur fara jafnvel úr liði

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is UPPÁTÆKI barna og unglinga eru margskonar; sumt kemst í tísku tímabundið en annað festir sig í sessi. Nú virðist í gangi á Akureyri "æði" sem felst í því að "sletta hendi" eins og það er... Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

"Vonum að það snjói"

LÍTIÐ hefur snjóað í fjöllum í Evrópu að undanförnu og hefur á mörgum evrópskum skíðastöðum verið ákveðið að opna seinna en vant er vegna hins hlýja veðurs. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Stórátak í öryggismálum

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VINNA við steypusprautun var stöðvuð í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar á laugardag vegna slysa. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð

Straumur-Burðarás skiptir út krónunni fyrir evru

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 229 orð

Tekinn með fíkniefni í kílóavís

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 16 mánaða fangelsi, þar af 13 mánuði skilorðsbundið, fyrir að vera með umtalsvert magn af fíkniefnum í fórum sínum og hafa ætlað að selja efnin. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Tífalt meira magn en þurfti

BRESKA lögreglan telur að geislavirka efnið pólóníum 210 sem notað var til að myrða Alexander Lítvínenkó hafi kostað tæplega 700 milljónir króna. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ungmenni handtekin

FIMM 19 ára einstaklingar voru í síðustu viku handteknir í tengslum við peningafölsunarmál, en borið hafði á fölsuðum fimm þús. kr. peningaseðlum í umferð nú í desember. Við húsleit lagði lögreglan í Reykjavík hald á um 200 þús. kr. í fölsuðum fimm þús. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Vandað til verks við fölsunina

AUGLJÓST er að vandað hafði verið til verks við fölsun mikils fjölda fimm þúsund króna seðla sem lögreglan í Reykjavík lagði nýlega hald á. Meðal annars voru seðlarnir upphleyptir, auk þess sem reynt var að líkja eftir segulrönd ekta peningaseðla. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 851 orð | 2 myndir

Varasamband tryggt með nýjum streng

Fjarskiptasamband Íslands við útlönd er um tvo sæstrengi, Cantat 3, sem er 12 ára gamall, og Farice. Lagt er til að þriðji strengurinn verði lagður til að tryggja varasamband. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Vilja gefa a.m.k. 60 milljónir í knattspyrnuhús

Höfn | Í tilefni 60 ára afmælis Skinneyjar-Þinganess hf. hefur félagið áhuga á að koma að byggingu knattspyrnuhúss á Höfn með a.m.k. 60 milljóna króna framlagi. Á laugardag afhenti Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess hf. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vitna leitað að banaslysi

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að banaslysinu sem varð á Álftanesvegi laust eftir miðnætti laugardagsins 16. desember. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 99 orð

Víti á páfann?

KARDÍNÁLINN Tarcisio Bertone vonar að einhvern tíma verði stofnað svo gott knattspyrnulið á vegum Páfagarðs að það geti keppt við bestu lið Ítalíu, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC . Bertone er sjálfur eitilharður stuðningsmaður Juventus. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 247 orð

Voru úrskurðaðir vanhæfir

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Meira
19. desember 2006 | Erlendar fréttir | 202 orð

Þrír í haldi vegna óeirðanna

Kaupmannahöfn. AP. | Danskur dómstóll dæmdi í gær þrjá menn í gæsluvarðhald vegna óeirðanna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn á laugardaginn var þegar lögreglan handtók um 270 manns. Meira
19. desember 2006 | Innlendar fréttir | 937 orð | 1 mynd

Þörf fyrir að opna kirkjuna meira

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Keflavík | "Þegar ég sótti fermingarfræðslu hér í kirkjunni fann ég að guðfræðin átti við mig og þegar ég horfði á prestinn hugsaði ég með mér að þetta væri starf sem ég gæti hugsað mér. Meira

Ritstjórnargreinar

19. desember 2006 | Staksteinar | 253 orð | 1 mynd

Hugmyndaheimar mætast

Umræðuþáttur með Milton Friedman sem endursýndur var í Sjónvarpinu í liðinni viku, vakti mikla athygli. Hann glímdi við þrjá íslenska fræðimenn, Birgi Björn Sigurjónsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Stefán Ólafsson. Meira
19. desember 2006 | Leiðarar | 417 orð

Laumufarþegi borgar miðann sinn

Ákvörðun íslenzkra stjórnvalda um að biðja um aðild að Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins og hefja greiðslur í hann var löngu, löngu tímabær. Meira
19. desember 2006 | Leiðarar | 449 orð

Öruggt upplýsingasamfélag?

Æ fleiri fyrirtæki eru nánast algerlega háð greiðum fjarskiptum og hvers kyns rafrænum samskiptum í rekstri sínum. Daglegt líf fólks gengur að verulegu leyti út á slík samskipti. Meira

Menning

19. desember 2006 | Tónlist | 63 orð

Aðventutónleikar Skálholtsdómkirkju

ÁRLEGIR aðventutónleikar fóru fram í Skálholtsdómkirkju hinn 16. desember síðastliðinn en þrennir tónleikar voru haldnir í kirkjunni og alltaf fyrir fullu húsi. Meira
19. desember 2006 | Fólk í fréttum | 215 orð | 1 mynd

Alagna afsakar sig

HINN umtalaði tenór Roberto Alagna segir ástæðu þess að hann yfirgaf svið Scala-óperunnar fyrirvaralaust fyrir skömmu vera vanlíðan vegna lágs blóðsykurs. Alagna fór af sviðinu, að því er virtist í fússi, þegar áhorfendur hófu að púa á hann. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 460 orð | 1 mynd

Alíslensk dægurtónlist

Upptaka frá stórtónleikum Eyjólfs Kristjánssonar í Borgarleikhúsinu 2. september 2005. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Árlegir kertaljósatónleikar Camerarctica

MOZART-tónleikar Camerarctica hafa verið fastur liður í aðventuhátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar og heyra Camerarctica leika ljúfa tónlist. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Baggalútur á Café Oliver

Hljómsveitin Baggalútur verður með tónleika á Café Oliver við Laugaveg á fimmtudagskvöldið. Meira
19. desember 2006 | Kvikmyndir | 223 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn elska Will Smith!

KVIKMYNDIN The Pursuit of Happiness , þar sem Will Smith leikur aðalhlutverkið, var vinsælasta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Bubbi slær Íslandsmet

MYNDDISKUR Bubba Morthens, 06.06.06, fór yfir 5.000 eintaka markið í síðustu viku og er nú orðinn langsöluhæsti tónlistarmynddiskur sem komið hefur út á Íslandi. Meira
19. desember 2006 | Kvikmyndir | 321 orð | 1 mynd

Deja HollyVudd

Leikstjórn: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Val Kilmer, Paula Patton, Bruce Greenwood og Adam Goldberg. Bandaríkin, 126 mín. Meira
19. desember 2006 | Kvikmyndir | 225 orð | 2 myndir

Eragon skákaði Bond

ÆVINTÝRAMYNDIN Eragon er komin í efsta sæti yfir vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum, en þar hefur James Bond-myndin Casino Royale setið sem fastast í mánuð. Rúmlega 6. Meira
19. desember 2006 | Fólk í fréttum | 166 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndin Jingle All The Way þykir versta jólamynd allra tíma, en í henni fór vöðvatröllið og ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger með aðalhlutverkið. Meira
19. desember 2006 | Fólk í fréttum | 348 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

BBC hefur sagt að niðrandi orð sem Jeremy Clarkson þáttastjórnandi lét falla í bílaþættinum Top Gear hafi hugsanlega móðgað áhorfendur og að ekki hefði átt að sjónvarpa þeim. Meira
19. desember 2006 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Samtök fólks sem lætur sér annt um enska menningu hafa veitt ofurfyrirsætunni Naomi Campell skammarverðlaun ársins fyrir hallærisleg ummæli. Fyrirsætan sem er fædd á Englandi, fær verðlaunin fyrir ummælin: "Ég elska England, sérstaklega enskan mat. Meira
19. desember 2006 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Átta ár eru síðan síðasti Seinfeld-þátturinn var tekinn upp og lítið hefur borið á Jerry Seinfeld síðan þá. Í tímaritinu Newsweek kemur fram að hann hefur samhliða uppistandinu verið að vinna að teiknimynd sem nefnist Bee Movie. Býflugan Barry B. Meira
19. desember 2006 | Bókmenntir | 1119 orð | 1 mynd

Hlýir og skemmtilegir eins og Ásgeir sjálfur

Eftir Ásgeir Pétursson, Almenna bókafélagið, 2006, 448 bls. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 565 orð | 1 mynd

Lögin fyrst og fremst

Hljómsveitin Ampop hlaut nýliðaverðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra þrátt fyrir að hafa verið starfandi um alllangt skeið. Arnar Eggert Thoroddsen bauð Kjartani F. Ólafssyni hljómborðsleikara Ampop í eldhússpjall þar sem eitt og annað músíktengt bar á góma. Meira
19. desember 2006 | Menningarlíf | 703 orð | 2 myndir

Lögin geta ekki kvartað

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er hægt að leika sér með sögnina að spila. Meira
19. desember 2006 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Makkdónalds-stundin

FLESTIR foreldrar kannast sennilega við það flóð auglýsinga sem beint er að börnum í jólamánuðinum, ekki síst í sjónvarpinu. Meira
19. desember 2006 | Bókmenntir | 552 orð | 2 myndir

Mary Poppins og baráttan við Disney

Hver var P.L. Travers? Auðvelda svarið við þeirri spurningu er að hún sé höfundur Mary Poppins. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 335 orð

Með betri kirkjukórum

Verk eftir Buxtehude, Vivaldi, Purcell, Bach, Haydn og Mozart. Kirkjukór Grensáskirkju og Bjarni Jónatansson pósítíf ásamt strengjasveit. Stjórnandi: Árni Arinbjarnarson orgel. Sunnudaginn 10. desember kl. 17. Meira
19. desember 2006 | Bókmenntir | 194 orð | 1 mynd

Mikines fær góða dóma

FJALLAÐ er um bók Aðalsteins Ingólfssonar um færeyska listmálarann Sámal Joensen-Mikines í danska dagblaðinu Jyllandsposten. Gagnrýnandi blaðsins, Lars Ole Knippel, fer fögrum orðum um verkið og gefur því fimm stjörnur af sex mögulegum. Meira
19. desember 2006 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Myndlistarspuni um lífið á vef LÍN

"VIÐ vildum fara óhefðbundna leið og ég held að okkur hafi tekist vel til," segir Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en fyrir helgi var opnuð myndlistarsýning á nýjum og endurbættum vef LÍN. Meira
19. desember 2006 | Bókmenntir | 79 orð | 1 mynd

Njála lifnar við á ný

NJÁLA lifandi komin kom nýverið út hjá Sölku bókaforlagi. Í bókinni endursegir Jóhannes Eiríksson Njálu og tengir við söguslóðir með glæsilegum ljósmyndum. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Orgeljól í Lágafellskirkju

ORGELJÓL í Lágafellskirkju fara fram í kvöld klukkan 20, en þetta er annað árið í röð sem slíkir tónleikar eru haldnir. Það er dr. Douglas Brotchie, organisti í Háteigskirkju, sem leikur á tónleikunum, en í ár er Sigrún Jónsdóttir gestasöngvari. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 921 orð | 2 myndir

Sígild í safnið og ný í bland

Ásgerður Júníusdóttir mezzosópran syngur sönglög Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Árni Heimir Ingólfsson leikur á píanó og Steingrímur Þórhallsson á orgel. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 384 orð | 1 mynd

Skriftaganga skríbents

Sólóplata Bents (Ágúst Bent Sigbertsson). Bent á alla texta utan að Erpur, Örn, Björgvin og Unnar koma að þeim þætti í þremur lögum. Lúðvík smíðar flesta takta, en einnig eiga Karl Ingi, Tryggvi, Kristinn og Ingi takta. Bent gefur sjálfur út. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 533 orð | 1 mynd

Sótt að skynfærunum

Öll lög eru eftir Skúla Sverrisson, hann nýtur aðstoðar Amedeo Pace í "Seríu." Textar eru eftir Ólöfu Arnalds, nema textinn við "One Night of Swords" sem er eftir Laurie Anderson og byggður á Borges. Meira
19. desember 2006 | Myndlist | 493 orð | 1 mynd

Syndir holdsins

Opið á verslunartíma. Sýningin stendur til áramóta. Aðgangur ókeypis. Meira
19. desember 2006 | Tónlist | 300 orð | 1 mynd

Tignarlegar konur

Vox feminae, Gospelsystur Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum. Tónlist eftir ýmsa höfunda. Þriðjudagur 12. desember. Meira

Umræðan

19. desember 2006 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Hvað gerir ráðherra með falsvísindin?

Sigurjón Þórðarson fjallar um fiskveiðar og stofnstærð: "Það virðist sem Hafró sé í þann mund að endurskoða afstöðu sína til þessara fræða um hrun og uppbyggingu fiskistofna..." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 664 orð | 1 mynd

Hvert stefnir Reykjavíkurborg?

Freydís Jóna Freysteinsdóttir skrifar um stöðuveitingar hjá Reykjavíkurborg: "Það er því full ástæða til þess að vera uggandi yfir framtíð þessara málaflokka hjá Reykjavíkurborg..." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Leyndin hjá Landsvirkjun

Álfheiður Ingadóttir skrifar um raforkuverð til stóriðju: "...ég er ekki hætt að berjast fyrir því að raforkuverðið til álfyrirtækjanna, Alcoa, Alcan og Norðuráls, verði gert opinbert." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 1289 orð

Mál Gunnars Arnars Kristjánsson endurskoðanda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Jóni Þ. Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Ósvífin hagsmunagæsla BSRB

Sigurður Jónsson skrifar um öryggisgæslu í Leifsstöð: "Þetta er andstætt útvistunarstefnu ríkisins, óhagsýni í ríkisrekstri og slæm framkoma við fyrirtæki sem hafa skilað góðu verki." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Tengsl fátæktar og ójafnaðar við heilsuleysi

Matthías Halldórsson skrifar um tengsl efnahags og heilsu: "Sumir telja að sá þáttur sem þarna skiptir máli sé jöfnuðurinn í samfélaginu, samkennd fólks, traust þess á stofnunum samfélagsins..." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 653 orð | 2 myndir

Umferðaröryggi er nauðsyn, ekki munaður

Sigurður Jónsson og Guðmundur Sigurðsson skrifa um umferðaröryggi: "...þegar embættismenn meta arðsemi vega virðist stytting vegalengda vega meira en öryggi." Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 252 orð | 1 mynd

Vegna greinar Hauks Þorvaldssonar

Kristján Sigurðsson gerir athugasemd við grein Hauks Þorvaldssonar: "Skrif Hauks um leitarstarf KÍ hafa einkennst af vanþekkingu og rangfærslum og hefur lítt gagnast að svara honum þar sem slíkt hefur ætíð leitt til fleiri greina með sömu rangfærslum..." Meira
19. desember 2006 | Velvakandi | 365 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is.

Að stöðva verksmiðjuveiðar á loðnu til hrognatöku ÞAÐ varð svo minna um mótmæli og uppákomur vegna þessara nýhöfnu nánast frumbyggjaveiða á hval en sumir óttuðust. Meira
19. desember 2006 | Aðsent efni | 603 orð | 1 mynd

Það er tilgangslaust að skamma hitamælinn

Ragnar Arnalds skrifar um íslensku krónuna: "Gengi krónunnar er hitamælirinn sem sveiflast eftir aðstæðum í íslensku efnahagslífi." Meira

Minningargreinar

19. desember 2006 | Minningargreinar | 650 orð | 1 mynd

Anna Halldórsdóttir

Anna Halldórsdóttir fæddist á Tréstöðum í Glæsibæjarhreppi 26. nóvember 1908. Hún andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Gunnarsdóttir frá Hamri á Þelamörk, f. 10.2. 1877, d. 5.4. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 1807 orð | 1 mynd

Anna Sigurðardóttir Strange

Anna Sigurðardóttir Strange fæddist í Hafnarfirði 13. nóvember 1931. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Þorláksson húsasmiður og Ólöf Rósmundsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 2134 orð | 1 mynd

Ágúst Bjarnason

Ágúst Bjarnason fæddist í Vestmannaeyjum 9. maí 1978. Hann lést af slysförum sunnudaginn 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Auróra Guðrún Friðriksdóttir, f. 18.4. 1953, og Bjarni Sighvatsson, f. 19.7. 1949. Bróðir Ágústs er Sighvatur, f. 7.9. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 1495 orð | 1 mynd

Bergþóra Víglundsdóttir

Bergþóra Víglundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1931. Hún lést 10. desember á Landspítalanum Fossvogi. Foreldrar hennar voru Víglundur Guðmundsson, f. 30. september 1905, d. 15. janúar 1987, og Margrét Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1908, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 4573 orð | 1 mynd

Bergþór Jóhannsson

Bergþór Jóhannsson fæddist í Goðdal á Ströndum 11. desember 1933. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að morgni 10. desember síðastliðins. Foreldrar hans voru Jóhann Kristmundsson bóndi í Goðdal, f. 23. júlí 1906, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 1061 orð | 1 mynd

Fríða Gísladóttir

Fríða Gísladóttir fæddist 21. janúar 1924. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson vagnasmiður og Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja. Systkini Fríðu eru Ragnheiður, f. 1922, d. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 4723 orð | 1 mynd

Guðbrandur Stefánsson

Guðbrandur Stefánsson fæddist í Hólum í Þingeyrarhreppi 6. desember árið 1932. Hann lést á heimili sínu í Hólum föstudaginn 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafía Guðmundsdóttir, f. á Brekku í Þingeyrarhreppi 26. september 1897, d. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 1644 orð | 1 mynd

Guðlaug Klemenzdóttir

Guðlaug Klemenzdóttir fæddist 5. janúar 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi aðfaranótt 9. desember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5.5. 1888, d. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 2334 orð | 1 mynd

Jón Jóhannsson

Jón Jóhannsson fæddist í Keflavík 28. mars 1929 og bjó þar alla tíð. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Gunnlaugur Guðjónsson, vélstjóri og útgerðarmaður, f. 31.5. 1897, d. 26.7. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 207 orð | 1 mynd

Ósk Hilmarsdóttir

Ósk Hilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1952. Hún lést á heimili sínu 21. október síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 302 orð | 1 mynd

Sesselja Björg Helgadóttir

Sesselja Björg Helgadóttir fæddist á Hjallhóli á Borgarfirði eystri 18. júní 1944. Hún lést á heimili sínu, Vesturvangi 38 í Hafnarfirði, hinn 13. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 18. desember. Meira  Kaupa minningabók
19. desember 2006 | Minningargreinar | 1057 orð | 1 mynd

Tala Klemenzdóttir

Tala Klemenzdóttir fæddist í Görðum í Mýrdal 14. júlí 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Klemenz Árnason, f. 22.2. 1891, d. 1.10. 1980, og Gunnheiður Heiðmundsdóttir, f. 5.4. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. desember 2006 | Sjávarútvegur | 266 orð | 1 mynd

Talið hæpið að lög um greiðslumiðlun standist

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VAFI leikur á því hvort lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins standast gagnvart 74. grein stjórnarskrárinnar. Mögulegar úrbætur fela meðal annars í sér afnám greiðsluskyldu. Meira

Viðskipti

19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Alcan fjárfestir í álverum í Kanada

ALCAN Inc., móðurfélag álversins í Straumsvík og annar stærsti álframleiðandi í heimi, ætlar að fjárfesta fyrir um 1,8 milljarða Bandaríkjadollara, eða liðlega 120 milljarða íslenskra króna, í álframleiðslu í Quebec-fylki í Kanada. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Bankarnir glíma við erfiðara rekstrarumhverfi

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Dregur úr kortaveltu

LÍTILL vöxtur hefur verið í kortaveltu heimilanna á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands . Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

Minni dagvöruvelta

VELTA í dagvöruverslun minnkaði um rúm 2% á milli október og nóvember á þessu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fyrir nóvember. Vísitala dagvöruverslunar hækkaði um 10% á árinu 2005 á föstu verðlagi. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Ráðgjöf og efnahagsspár inn í Askar Capital

RÁÐGJÖF og efnahagsspár, sem er meðal stofnenda og hlutahafa í fjárfestingarbankanum Askar Capital, verður hluti af bankanum sem hefja mun starfsemi strax á nýju ári. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 193 orð | 1 mynd

Samruni olíufyrirtækja í Noregi

NORSKA olíufélagið Statoil og olíu- og gasframleiðsluhluti Norsk Hydro verða sameinuð í nýju félagi. Stjórnir beggja félaganna og norsk stjórnvöld hafa samþykkt samrunann. Frá þessu var greint í tilkynningu frá félögunum í gær. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Úrvalsvísitala lækkar

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 0,3% í gær og er lokagildi hennar 6.431 stig. Mest lækkun varð á gengi hlutabréfa Marels , eða 1,3% og Alfesca og Eimskipafélagsins, 1,0%. Meira
19. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Þokkalega sáttir við söluverðið

LJÓST ER að FL Group seldi 22,6% hluta sinn í Straumi-Burðarási í síðustu viku með nokkru tapi. Áætlað kaupverð FL Group í sumar var 18,75 á hlut en sölugengið 18 krónur. Samkvæmt því var sölutapið 1,75 milljarðar. Meira

Daglegt líf

19. desember 2006 | Daglegt líf | 146 orð

Af skáldi og timburmanni

Á laugardag var gamnast með það í bundnu máli að Davíð Hjálmar Haraldsson hefði falið sig undir borði þegar Hallmundur Kristinsson trésmiður vann í sama húsi. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 651 orð | 2 myndir

Arfur leiddi til tónlistarnáms

Mæðgurnar Helga Fanney Edwardsdóttir og Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir læra nú saman á flygil sem fylgt hefur fjölskyldunni í meira en hálfa öld. Sigrún Ásmundar hlýddi á píanóleik og fékk að heyra sögu flygilsins. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 506 orð | 2 myndir

Árborg

Mikið rót hefur verið í bæjarlífinu á Selfossi undanfarnar vikur eftir að meirihlutasamstarf í bæjarstjórninni fór út um þúfur. Meira
19. desember 2006 | Neytendur | 380 orð | 9 myndir

Foreldrar þurfa að þekkja innihald tölvuleikjanna

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 613 orð | 4 myndir

Herinn sameinar fólk á aðfangadagskvöld

Hann er eini herinn sem eftir er á Íslandi og starfar bæði í sátt við Guð og menn. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 347 orð | 2 myndir

Í skíðabúðum um jólin

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Jólin hjá Hildi Sigrúnu Guðbrandsdóttur verða með óvenjulegra móti í ár. Hún verður ásamt þremur félögum úr skíðadeild Breiðabliks í skíðaþjálfunarbúðum í Noregi yfir hátíðarnar. Hildur, sem er í 10. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 839 orð | 6 myndir

Nú er smíðað allan sólarhringinn

"Við höfum haft tilhneigingu til að haldast í hendur," segir Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður og kímir. Hann á þar við samstarfsmann sinn og félaga Hans Kristján Einarsson. Meira
19. desember 2006 | Daglegt líf | 524 orð | 1 mynd

Smábæjarlífið varð þreytandi

Bókin mín hefur engan boðskap fyrir unglinga eða aðra aldurshópa og er ekki skemmtileg og spennandi saga fyrir hressa krakka. Bókina má nota í stað eldiviðar auk þess sem hún getur komið að góðum notum þegar klósettpappírinn klárast. Meira

Fastir þættir

19. desember 2006 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

85 ára afmæli. Þóra Frímannsdóttir, Túngötu 36, Siglufirði, er 85 ára í...

85 ára afmæli. Þóra Frímannsdóttir, Túngötu 36, Siglufirði, er 85 ára í dag. Hún er að... Meira
19. desember 2006 | Viðhorf | 904 orð | 1 mynd

Að skipta um skoðun

Það eru til óteljandi dapurleg – jafnvel beinlínis sorgleg – dæmi um menn sem hafa látið undan óyrtri kröfu vinnuveitanda og vinnufélaga og í raun látið af hendi stórt hlutverk í fjölskyldu sinni til þess að finnast þeir ekki glata möguleikum og mannvirðingu í vinnunni. Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Uppsalir. Norður &spade;KD6 &heart;K864 ⋄G83 &klubs;ÁDG Vestur Austur &spade;1076 &spade;ÁG43 &heart;ÁG52 &heart;107 ⋄76 ⋄1042 &klubs;7653 &klubs;K1098 Suður &spade;982 &heart;D93 ⋄ÁKD95 &klubs;42 Suður spilar 3G og fær út lauf. Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 417 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Stúfur, Stubbur, Kertasníkir og Spilagægir efstir hjá BK Síðasta spilakvöld ársins hjá Bridsfélagi Kópavogs var jólatvímenningur í léttum anda. Röð efstu para í AV: Stúfur – Stubbur 220 Freyja Sveinsd. – Sigríður Möller 185 Georg Sverriss. Meira
19. desember 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Föstudaginn 15. des. sl. voru þau Ómar Árnason og Drífa...

Brúðkaup | Föstudaginn 15. des. sl. voru þau Ómar Árnason og Drífa Þórarinsdóttir gefin saman í Grundarkirkju af sér Hannesi Erni Blandon. Heimili þeirra er í... Meira
19. desember 2006 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Elena Fitts á Kaffi Sólon

Elena Fitts sýnir málverk á Kaffi Sóloni til 5. janúar 2007. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999 og ári síðar hóf hún að nota... Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 30 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Þá væri fulldjúpt í árina tekið. RÉTT VÆRI: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni . (Þarna er í ekki forsetning, heldur atviksorð: Árinni væri tekið fulldjúpt í. Meira
19. desember 2006 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Iða – síðasta skáldaspírukvöldið á þessu ári

Skáldaspíran toppar árið með meistaratölunni 77, þriðjudaginn 19. des. kl. 20 í Iðu. Þetta er síðasta skáldaspírukvöldið á þessu ári. Þessi skáld lesa upp: Benedikt S. Meira
19. desember 2006 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

Jólasveinn kíkir í heimsókn

Jólasveinn dagsins kíkir í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag kl. 14. Hann mun segja sögur af lífinu í fjöllunum og frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Fyrir þá sem vilja koma fyrir hádegi er lesin jólasaga í fjósinu kl. 10.45. Meira
19. desember 2006 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar...

Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15. Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

STAÐAN kom upp á rússneska meistaramótinu í Moskvu. Stórmeistarinn Ernesto Inarkiev (2.628) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Ian Nepomniachtchi (2.545). 34. Hxg7+! Kxg7 35. Hg1+ svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 35....Kf7 36. Meira
19. desember 2006 | Í dag | 160 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Bilun er í sæstreng milli Kanada, Danmerkur, Þýskalands og Bretlands með leggjum til Íslands og Færeyja. Hvað kallast hann? 2 Unnið er að nýrri orðabók, þ.e. á íslensku annars vegar en á hvaða tungumáli hins vegar? Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 529 orð | 2 myndir

Vel heppnað jólapakkamót Hellis

17. desember 2006 Meira
19. desember 2006 | Fastir þættir | 288 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er mikill áhugamaður um ketti og á nokkra slíka. Einn af þeim er dæmigerður íslenskur fjósaköttur enda þótt önnur amma hans sé persnesk. Þetta er mikill útivistarköttur og er því í essinu sínu á sumrin. Hefur m.a. Meira
19. desember 2006 | Í dag | 579 orð | 1 mynd

Þarft nám og árangursríkt

Þórleif Drífa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1951. Meira

Íþróttir

19. desember 2006 | Íþróttir | 239 orð

7000 kr. á mínútu í 19 ár samfleytt

BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods, sem sigraði á eigin boðsmóti á sunnudaginn í S-Kaliforníu, tók ekki við 93 millj. kr. verðlaunafé sem í boði var fyrir efsta sæti heldur ánafnaði hann góðgerðarstofnun vinningsupphæðina. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Arnór er markahæstur

ARNÓR Atlason heldur sinni stöðu sem markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Arnór hefur skorað 98 mörk í 14 leikjum fyrir efsta lið deildarinnar FCK Håndbold, eða sjö mörk að jafnaði í hverjum leik. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Birgir í 175. sæti peningalistans

BIRGIR Leifur Hafþórsson er í 175. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir að hafa endað í 82. sæti á SA Airways-mótinu í S-Afríku í gær. Birgir fékk um 125.000 kr. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 346 orð | 3 myndir

Cannavaro braut ísinn

MARTA frá Brasilíu og Fabio Cannavaro frá Ítalíu voru í gær kjörin sem leikmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en kjörinu var lýst í Zürich í Sviss. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Carmelo Anthony fékk 15 leikja bann

CARMELO Anthony, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik, var í gær úrskurðaður í leikbann í næstu 15 leikjum Denver Nuggets-liðsins vegna slagsmála sem áttu sér stað í leik gegn New York Knicks í Madison Square Garden sl. sunnudag. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 406 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Fjögur mörk Halldórs Ingólfssonar nægðu ekki til að koma í veg fyrir tap Stavanger á heimavelli fyrir Kragerö , 21:28, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið. Stavanger er næstneðst í deildinni með fjögur stig eftir 11 leiki. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hafsteinn Ingason skoraði sjö mörk fyrir Ribe og var auk þess í tvígang rekinn af leikvelli í tvær mínútur þegar liðið tapaði, 30.24, fyrir BK Ydun í næstefstu deild danska handknattleiksins um helgina. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 121 orð

Heiðar skoraði í sigri Fulham

HEIÐAR Helguson, landsliðsframherji í knattspyrnu, skoraði fyrra mark enska úrvalsdeildarliðsins Fulham í gær í 2:1-sigri liðsins gegn Middlesbrough á Craven Cottage-vellinum í London. Heiðar skoraði úr vítaspyrnu á 12. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 134 orð

Íslendingar í 93. sæti á FIFA-listanum

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti og stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 266 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Fulham – Middlesbrough 2:1 Heiðar...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Fulham – Middlesbrough 2:1 Heiðar Helguson (vsp.) 12., Brian McBride 35. – MarkViduka 74. Staðan: Man. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 476 orð | 1 mynd

,,Leikurinn við Celje var hrein snilld"

VIGGÓ Sigurðsson stýrir liði Flensburg í síðasta sinn á laugardaginn þegar liðið sækir meistarana í Kiel heim í toppslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Lyn-menn hrifnir af Baldri Sigurðssyni

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FORRÁÐAMENN norska knattspyrnuliðsins Lyn hrifust af Mývetningnum Baldri Sigurðssyni þegar hann var til reynslu hjá þeim fyrr í þessum mánuði. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 296 orð

Páfagarður vill stofna fótboltalið

MINNSTA og fámennasta ríki heims, Vatíkanið í Róm, eða Páfagarður, hefur hug á að koma sér upp fótboltaliði. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 469 orð | 1 mynd

"Tímabilið hjá mér byrjar fyrir alvöru í janúar"

MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, kom heim í gær eftir fyrstu þrjá mánuðina sína sem leikmaður með þýska liðinu Duisburg. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 522 orð | 1 mynd

"Við leggjum allt undir á heimavelli"

FJÖGUR bestu handboltalið Spánar koma saman í borginni León á morgun og leika þar um "Copa Asobal", eða spænska deildabikarinn. Þar er mikið í húfi því sigurvegarinn tryggir sér sæti í meistaradeild Evrópu næsta vetur. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Ungt lið Arsenal spilar á Anfield

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að bregða út af venjunni hvað varðar liðsskipan síns liðs í deildabikarkeppninni. Meira
19. desember 2006 | Íþróttir | 319 orð

Það er ólíkt skemmtilegra að vinna

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is "ÞAÐ var virkilega gaman að verða Evrópumeistari með liðinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.