Greinar laugardaginn 23. desember 2006

Fréttir

23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

12–13% ódýrari matur

AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar eru taldar geta leitt til þess að matvælaverð lækki um 12–13%, að því er fram kemur í svari forsætisráðuneytisins við beiðni talsmanns neytenda um upplýsingar um áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar á... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Alþjóðasamtökin ekki með staðreyndirnar á hreinu

Í SVARI forsætisráðuneytisins við bréfi frá Alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra (IFATCA), sem ráðuneytið sendi í gær, segir að svo virðist sem samtökin hafi ekki haft staðreyndir málsins á hreinu þegar þau tóku þá afstöðu að stjórnvöld hefðu brotið gegn... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Aukin fjárhagsaðstoð borgarinnar

GRUNNFJÁRHÆÐ fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg hækkar um 8,8% frá og með 1. janúar 2007. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs í fyrradag. Hækkunin hefur í för með sér að fjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri hækkar úr 87.615 krónum í 95. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 26 orð

Árleg blysför

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að árlegri blysför í þágu friðar í kvöld kl. 20. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) kl. 20:00 og út á... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

NEMENDUR og starfsfólk Áslandsskóla styrkja árlega Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar skömmu fyrir jólahátíðina. Elísabet Valgeirsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mætti í Áslandsskóla við lok jólaskemmtunar nemenda í 6. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 300 orð

Áttaviti sýndi rétta stefnu

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Byggilegar eyjar við Hvítá

ÞEGAR ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir flóðasvæðin á Suðurlandi í gær var engu líkara en sumir bæirnir væru byggðir á eyjum í risastóru stöðuvatni. Það er víst engin tilviljun að bæjum á þessum slóðum er jafnan valinn staður á hæðum eða hólum. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Danska sjóliðans minnst við athöfn

MINNINGARATHÖFN um Jan Nordskov Larsen, fór fram í gær um borð í eftirlitsskipinu Trito í Reykjavíkurhöfn. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 236 orð

Danski sjóherinn lítur á dauða sjóliðans sem slys

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Desemberuppbót veitt til SPRON-námsmanna

FIMM heppnir námsmenn fengu desemberuppbót frá SPRON nú skömmu fyrir jólin. Þetta er í fyrsta skipti sem slík uppbót er veitt. Allir námsmenn sem eru í viðskiptum hjá SPRON eiga möguleika á að fá desemberuppbótina sem er að upphæð 20 þúsund krónur. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 361 orð

Dulbúa auglýsingar sem blogg

New York. AFP. | Komið hefur í ljós, að allnokkuð er um það, að fyrirtæki, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, misnoti bloggsíður í auglýsingaskyni. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 434 orð

Dæmdur nauðgari látinn laus úr gæsluvarðhaldi

KARLMAÐUR um tvítugt hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi, en hann var kærður fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Einstök börn fá styrk

NÚ Á dögunum afhenti Jón Sigurðsson iðnaðar-og viðskiptaráðherra forsvarsmönnum Einstakra barna peningagjöf að andvirði 300.000 kr. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 147 orð

Engin "óeðlileg" starfsemi

JÓN Ólafsson heimspekingur upplýsir í ritdómi um nýja bók Guðna Th. Jóhannessonar, Óvinir ríkisins, í Lesbók í dag að fulltrúar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi veitt honum þær upplýsingar á fyrri hluta 10. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fagna afturköllun rannsóknaleyfisumsóknar

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar fagnar því að Hitaveita Suðurnesja hf. hafi riðið á vaðið með yfirlýsingu um að draga til baka sameiginlega umsókn sína með Orkuveitu Reykjavíkur hf. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fíkniefnamálum fjölgar milli ára

MUN færri hegningarlagabrot voru skráð á árinu 2005 en árin á undan, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóraembættisins. Er þar bæði um að ræða fækkun brota og fækkun vegna breyttrar skráningar. Umferðarlagabrotum fækkar nokkuð á milli ára. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sýknað af bótakröfu

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri (FSA) hefur verið sýknað af kröfum stúlku, sem fæddist á sjúkrahúsinu snemma sumars árið 2000 og er alvarlega fötluð, þess efnis að fötlun hennar megi rekja til læknamistaka. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Fjölmenni í jólakaffi

Húsavík | Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslu héldu sitt árlega jólakaffi í sal félaganna á Húsavík. Að venju var fjölmennt þennan dag, vel á fjórða hundrað manns litu við og þáðu kaffi, tertur og konfekt auk þess sem boðið var upp á tónlist og söng. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir

GEIR H. Haarde forsætisráðherra verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 1028 orð | 2 myndir

Framfaraflokkurinn í forystu

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 300 orð

Háskóli braut gegn jafnréttislögum

HÁSKÓLI Íslands braut gegn jafnréttislögum þegar karl var ráðinn í starf sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, samkvæmt áliti kærunefndar jafnréttismála. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Heilu sveitirnar eins og stöðuvatn yfir að líta

FLÓÐIÐ í Hvítá hefur mikið rénað en hún er þó hvergi nærri horfin í sinn hefðbundna farveg. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir flóðasvæðið í gær var engu líkara en sumir bæirnir væru byggðir á eyjum í risastóru stöðuvatni. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Hitti ekki á brúna yfir Laxá

Refasveit | Bíll fór út af veginum við Laxá í Refasveit í fyrrakvöld. Bíllinn hitti ekki á hina einbreiðu brú sem liggur yfir ána á veginum milli Blönduóss og Skagastrandar. Mikil mildi þykir að menn komust óskaddaðir frá þessu. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Indverjar farnir að halda jól

ÞESSIR kátu krakkar í jólasveinabúningum eru í skóla í indversku borginni Bangalore en það er að verða alsiða á Indlandi að halda jól þótt lítið fari þar fyrir kristinni trú. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Jólafríið í uppnámi vegna mikillar þoku

HÆTTA var á því í gær að áætlanir tugþúsunda manna um jólahald og jólafrí færu í vaskinn vegna mikillar og þrálátrar þoku í London. Vegna hennar hafði Heathrow-flugvöllur verið lokaður í þrjá daga og aðeins í gær var aflýst 300 flugferðum. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð

Jólaleikur BYKO

DREGIÐ hefur verið í jólaleik BYKO en í aðalvinning voru þrjár matarkörfur að verðmæti 150.000 kr. hver frá Nóatúni. Yfir 20.000 umsóknir bárust í leikinn enda til mikils að vinna. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Kveikt á lýsingu við krossana undir Kögunarhóli

Ölfus | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhjúpaði á dögunum minningarskjöld um þá sem farist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi og kveikti á lýsingu minningarkrossanna við Kögunarhól í Ölfusi. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 454 orð

Kæra á hendur forstöðumanni Byrgisins lögð fram

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is KÆRA hefur verið lögð fram hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, fyrir kynferðisbrot og beinast meint brot gegn fyrrverandi vistmanni í Byrginu. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 118 orð

Leggjast ekki í híði

ÓVENJUHLÝIR vetur síðustu árin hafa orðið til þess að birnir á Norður-Spáni eru hættir að leggjast í híði, að sögn spænska dagblaðsins El País . Vitað er um 130 birni sem hafa ekki lagst í vetrardvala. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð

LEIÐRÉTT

Gissur Páll og Karlakór Reykjavíkur Í UMSÖGN Jónasar Sen um tónleika Karlakórs Reykjavíkur sl. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Lið SLMM kallað til Colombo

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is YFIRMAÐUR norrænu eftirlitssveitanna, SLMM, á Srí Lanka, Lars Sölvberg, tilkynnti í gær, að hann hefði ákveðið að kalla eftirlitsmennina til aðalstöðva sveitanna í höfuðborginni Colombo. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Línur að skýrast hjá Matís

RÉTT rúmlega tuttugu af 85 starfsmönnum, sem vinna hjá þeim þremur stofnunum sem renna inn í nýja opinbera hlutafélagið Matís um áramót, hafa enn ekki skrifað undir ráðningarsamning við nýja fyrirtækið. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 661 orð | 2 myndir

Mannfjölgun meiri hér en í nokkru öðru Evrópulandi

Landsmönnum fjölgar jafnt og þétt fyrst og fremst vegna aðflutnings fólks og í engu öðru Evrópulandi er mannfjölgunin jafnmikil og hér. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Manuela Wiesler

LÁTIN er í Vínarborg Manuela Wiesler flautuleikari. Manuela fæddist í Brasilíu árið 1955 en foreldrar hennar voru austurrískir. Hún var alin upp í Vínarborg og lauk þar flautuprófi árið 1971. Síðar stundaði hún nám í París og víðar. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Meiri tekjur hjá hinu opinbera

TEKJUR sveitarfélaga og ríkisins á mann hækkuðu um 42–45% á árunum 1998-2005, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 186 orð

Mikið mannfall í Sómalíu

Baidoa. AFP. | Eþíópumenn sendu í gær skriðdreka og fleiri hermenn á átakasvæðin í Sómalíu, að sögn sjónarvotta. Hermt var að bardagarnir hefðu harðnað á tveimur vígstöðvum nálægt bænum Baidoa sem er á valdi bráðabirgðastjórnar landsins. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 599 orð | 1 mynd

Mikill grunnvatnsþrýstingur takmarkar notkun kjallara

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Við áttum von á því að jarðvatnið kæmi upp um allan bæ en það hækkar með yfirborði Ölfusár. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 185 orð

Minjarnar á Gásum verða aðgengilegar

GERÐUR hefur verið verkefnasamningur milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á miðaldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Minntust félaga síns af Tríton

DANANS Jans Nordskovs Larsens var minnst í gær við athöfn um borð í eftirlitsskipinu Tríton í Reykjavíkurhöfn. Larsen lést við björgunarstörf úti fyrir Hvalsnesi sl. þriðjudag. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Mjóir olíutaumar hurfu í öldurótinu

KÖNNUN á flutningaskipinu Wilson Muuga í gær leiddi í ljós að það hafði staðið af sér veðrið í fyrrinótt og komi í ljós að það hafi staðið af sér veðrið í nótt þykja meiri líkur en minni til þess að það standi í fjörunni um hríð enda er straumur... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Muggur kominn í heiminn

KÝRIN Skræpa sem býr í fjósi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins bar á fimmtudag myndarlegum jólakálfi. Kálfurinn sem er naut er skjöldóttur á litinn en hvort hann er kolskjöldóttur eða brandskjöldóttur verður tíminn að leiða í ljós. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Óheppileg og óvænt ákvörðun

Á FUNDI með blaða- og fréttamönnum í gær sagði Geir H. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Ómögulegt að segja til um áhrifin

ÞAÐ KEMUR frekar á óvart að Standard & Poor's (S&P) skyldi lækka lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands, ekki síst þegar horft er til þess að ekki er nema um vika síðan að Moody's staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

"Bestu skilyrði til búsetu"

GERT er ráð fyrir því að heildartekjur Akureyrarbæjar á næsta ári verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar, og rekstarafgangur því tæpar 300 milljónir. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 882 orð

"Sá með eigin augum að skipið hafði beygt"

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FLUTNINGASKIPIÐ Wilson Muuga stefndi beinlínis til lands fyrir miklu vélarafli án þess að áhöfnina grunaði að stefnan var röng fyrr en allt of seint. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 393 orð

"Þensluhvetjandi stefna"

Standard & Poor's segir lækkun lánshæfismats ríkissjóðs endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninganna sem fram fara næsta vor. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Ríkisfjármálin fá falleinkunn

AÐ MATI greiningardeildar Landsbankans eru skilaboðin frá Standard & Poor's til stjórnvalda óvenju skýr og greinilegt að lánshæfisfyrirtækið hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagslegt ójafnvægi geti valdið ríkissjóði búsifjum af einhverju tagi. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Samiðn styrkir Amnesty

SAMIÐN ákvað að veita Íslandsdeild Amnesty International fjárstuðning um þessi jól í stað þess að senda út jólakort. Meira
23. desember 2006 | Erlendar fréttir | 92 orð

Samið við Gazprom

Moskvu. AP. | Georgía á að greiða tvöfalt hærra verð fyrir rússneskt jarðgas á næsta ári en landið hefur gert til þessa, samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær. Talið er að verðhækkunin geti stefnt bágum efnahag Georgíu í hættu. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 142 orð

Sjóvá heiðrar slökkviliðsmenn

SJÓVÁ hefur veitt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heiðursskjöld Sjóvá fyrir frábært starf að brunavörnum. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Skatan sjaldan verið betri en núna

"SKATAN hefur sjaldan verið betri og stemmningin í salnum var frábær," segir Gestur Guðjónsson, yfirmaður þjónustustöðvar Jarðborana, en undanfarin ár hafa starfsmenn fyrirtækisins eldað skötu og borðað saman í vélasal fyrirtækisins á Eirhöfða... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 41 orð

Slys um borð í frystitogara

TVEIR skipverjar á frystitogaranum Þór, sem Stálskip gerir út, slösuðust lítillega síðdegis í fyrradag er skipið fékk á sig brotsjó úti á Faxaflóa. Annar skipverjanna skarst á hendi er hann rann til í veltingnum og hinn skarst á höfði klukkutíma... Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 168 orð

Spáð að vindur geti náð allt að 50 m/s

MIKLAR tafir urðu á flugumferð í gær vegna veðurs og töldu flugfélög óvíst hvort morgunflug yrði á áætlun í dag. Veðurstofan sendi í gær út viðvörun vegna ofsaveðurs sem spáð var að hæfist í nótt en myndi að mestu verða gengið niður um hádegi í dag. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð | 2 myndir

Spá Íslandsmeti í verslun í dag

SIGURÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, spáir því að verslun í dag verði meiri en nokkru sinni fyrr og áætlar að salan geti numið um þremur milljörðum króna. Þar með yrði slegið Íslandsmet í verslun á einum degi. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 245 orð

S&P segir minnkandi aðhald í ríkisfjármálum

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tekjurnar jukust um 42–44%

TEKJUR sveitarfélaga og ríkisins á mann hækkuðu um 42–45% á árunum 1998–2005, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Tíu stúdentar útskrifast

Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Tíu nýstúdentar voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga við slit haustannar. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Tónlistin leiddi útgefendur blaðsins saman

Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Þeir félagarnir Róbert Karl Ingimundarson og Stefán Þorleifsson hafa gefið út bæjarblað í Þorlákshöfn í fimm ár. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Vakti feiknalega athygli og snörp viðbrögð víða

SÍMTAL Bobbys Fischer til Helga Ólafssonar, stórmeistara og skákskýranda Morgunblaðsins, hefur vakið mikla athygli í skákheiminum. M.a. var greint frá símtalinu á skákvefnum ChessBase.com, sem er sá stærsti í heimi. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 121 orð

Varasamar skreytingar

NÚ FER í hönd sá tími er kertabrunum fjölgar og hvetur Sjóvá Forvarnahús landsmenn til að fara varlega með kertaskreytingar um jólin. Jólin, áramótin og þrettándinn eru þeir dagar sem flestir kertabrunar hafa orðið undanfarin ár. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 218 orð

Vilja ekki spilasal í Mjóddina

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur sent Háskóla Íslands bréf með samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag, en þar er þess farið á leit að skólinn hverfi frá áformum um að starfrækja spilasal í Mjóddinni. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 128 orð

Vitna leitað

LÖGREGLA leitar vitna að árekstri sem varð 3. desember sl. um kl. 06.30 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þar sem rákust saman dökkleitur Pajero Sport-jeppi og grár Hyundai Sonata. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Yfir þúsund í viðbragðsstöðu

VEÐURSTOFA Íslands gaf í gær út stormviðvörun vegna ofsaveðurs sem gert var ráð fyrir að gengi yfir landið í nótt og fram á dag. Var gert ráð fyrir að vindur yrði mestur vestanlands. Óvíst er með innanlands- og millilandaflug. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Þjófar sem vinna í hópum

BORIÐ hefur á því að þjófar vinni saman í hópum í Kringlunni og steli úr verslunum, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Þjónustan best komin sem næst notendum

Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Gerður hefur verið nýr þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), um málefni fatlaðra á svæðinu. Meira
23. desember 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð

Þokan í London hefur ekki áhrif á flug Icelandair

ÞÚSUNDIR manna voru strandaglópar á Heathrow-flugvelli í gær vegna gríðarlegrar þoku í Lundúnum. Hundruðum flugferða innanlands var aflýst og mikil röskun á millilandaflugi til og frá höfuðborginni. Meira

Ritstjórnargreinar

23. desember 2006 | Leiðarar | 334 orð

Áfall

Sú ákvörðun hins þekkta alþjóðlega matsfyrirtækis Standard & Poor's að lækka lánshæfismat ríkissjóðs er óneitanlega umtalsvert áfall fyrir ríkisstjórnina. Meira
23. desember 2006 | Staksteinar | 221 orð | 1 mynd

Hvers konar rannsókn?

Ríkissaksóknari hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að ekkert í rannsókn lögreglunnar á Akranesi styðji ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra um símahleranir hjá honum sjálfum. Meira
23. desember 2006 | Leiðarar | 428 orð

Skilvirkari utanríkisþjónusta

Þær skipulagsbreytingar á utanríkisþjónustunni, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í fyrradag, eru skynsamlegar, tímabærar og koma til móts við þá gagnrýni, sem sett hefur verið fram á utanríkisþjónustuna, að kostnaður og mannahald... Meira

Menning

23. desember 2006 | Kvikmyndir | 262 orð | 1 mynd

Baráttan um Iwo Jima

HIN umtalaða stórmynd Clints Eastwoods, Fáni feðranna (e. Flags of our Fathers ), verður frumsýnd annan í jólum í Sambíóunum og Háskólabíói. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 550 orð | 2 myndir

Besta plata ársins

Geislaplata Forgotten Lores nefndur Frá heimsenda. Forgotten Lores eru Byrkir, Class B, Diddi Felix, DJ B-Ruff og Intro. Öll lög eru tekin upp af Forgotten Lores og eru eftir þá sjálfa. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 483 orð | 1 mynd

Bjorkestra fyrir djassaða Björk

"EF djassinn á ekki að daga uppi sem safngripur, verður hann að horfa áfram veginn," segir djasssaxófón- og píanóleikarinn Travis Sullivan í samtali við dagblaðið Advocate í Connecticutríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Meira
23. desember 2006 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Börn hjálpa börnum

UNDANFARIÐ hafa staðið yfir sýningar á jólaleikritinu Réttu leiðinni í Borgarleikhúsinu. Meira
23. desember 2006 | Kvikmyndir | 207 orð | 1 mynd

Dularfull gítarnögl

ANNAN dag jóla verður frumsýnd hérlendis grínmyndin Tenacious D in The Pick of Destiny með sprelligosunum Jack Black og Kyle Gass. Meira
23. desember 2006 | Bókmenntir | 585 orð | 1 mynd

Er heimspekin leið sjálfshjálpar?

Eftir Róbert Jack, Háskólaútgáfan, 2006, 160 bls. Meira
23. desember 2006 | Kvikmyndir | 565 orð

Fjallar um mænuskaða

ÍSLENSKA heimildarmyndin Hvert örstutt spor , sem sýnd var hér á landi í fyrravor, hefur hlotið mikla dreifingu og verið sýnd víða um heim. Meira
23. desember 2006 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Í gær kom í ljós hvað sjöunda bókin um galdrastrákinn vinsæla Harry Potter mun heita. Harry Potter and the Deathly Hallows mun titillinn vera á ensku og verður þetta síðasta bókin sem J .K. Rowling skrifar um ævintýri Potters og félaga hans. Meira
23. desember 2006 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Plötusnúðurinn Adam Goldstein , sem er fyrrum unnusti sjónvarpsstjörnunnar Nicole Richie , er nú sagður vera á höttunum eftir annarri frægri kærustu þar sem tekjur hans hafi lækkað umtalsvert eftir að slitnaði upp úr níu mánaða trúlofun þeirra Richie. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 878 orð | 1 mynd

Gælt við upprunann

Gerður Bolladóttir syngur íslensk þjóðlög við undirleik Sophie Schoonjans á hörpu og Hlínar Erlendsdóttur á fiðlu. Nýjar útsetningar á trúarlegum þjóðlögum með fiðluundirleik eru eftir Önnu S. Meira
23. desember 2006 | Menningarlíf | 543 orð | 2 myndir

Hver var hann þessi meinvill?

Sá, sáði, gildan eða gylltan, kyssa og kyssa... eða var það kitla? Það má með sanni segja að hver landsmaður syngi jólalögin með sínu nefi, eða ætti kannski frekar að segja með sínum texta. Meira
23. desember 2006 | Kvikmyndir | 176 orð | 1 mynd

Í leit að fjársjóði

ÆVINTÝRAMYNDIN Artúr og Mínimóarnir verður frumsýnd í bíóhúsum hérlendis á annan í jólum. Meira
23. desember 2006 | Bókmenntir | 80 orð | 1 mynd

Listasetrið á Hólmaslóð opið

Í DAG verður opið frá klukkan 13 til miðnættis í Listasetrinu á Hólmaslóð. Þá lýkur listsýningu Lafleur auk þess sem hægt verður að kaupa bækur á sérstöku tilboðsverði, m.a. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 339 orð | 1 mynd

Með kátum brag

Mosfellskórinn flytur jólalög undir stjórn Páls Helgasonar. Jens Hansson útsetti, auk þess að leika á hljómborð og saxófón. Jóhann Hjörleifsson leikur á trommur, Friðrik Sturluson á bassa og Björgvin Gíslason á gítar. Sigurður Rúnar Jónsson stýrir upptökum. Mosfellskórinn gefur út. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 555 orð | 1 mynd

Myndarlegt heildarsafn flautuverka

Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja flautuverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Upptökur fóru fram í Salnum og Víðistaðakirkju, nóvember og desember 2005. Hljóðritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Meira
23. desember 2006 | Myndlist | 79 orð | 1 mynd

Samsýning á dimmasta tíma ársins

LISTAMENNIRNIR Hekla Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnuðu í gær sýninguna Ljósaskipti-Jólasýning Kling og Bang í Kling og Bang galleríi á Laugavegi 23. Meira
23. desember 2006 | Kvikmyndir | 118 orð | 1 mynd

Steppandi mörgæs í leit að sálufélaga

ANNAN í jólum verður stafræna mörgæsateiknimyndin Happy Feet frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói. Myndin fjallar um mörgæs sem syngur jafn illa og hún steppar vel. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 591 orð | 1 mynd

Stærðfræðilegar tilfinningar

Öll lög eru eftir Ben Frost, nema lagið "...Coda" sem er eftir Ben Frost, Daniel Rejmer og Sean Alberts. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 314 orð | 1 mynd

Suðrænn taktur og ljóðrænn tregi

Geisladiskur Heru Bjarkar, sem ber heitið Hera Björk. 11 lög, heildartími 55:58 mínútur. Útsetningar og stjórn upptöku: Hera Björk og Óskar Einarsson. Frostmúsík gefur út 2006. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 600 orð | 1 mynd

Sögulegur Sigvaldi

Sönglög og dúettar eftir Sigvalda Kaldalóns. Gunnar Guðbjörnsson, Auður Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hulda Björk Garðarsdóttir syngja; Jónas Ingimundarson leikur með þeim á píanó. Gerðuberg og Smekkleysa gefa út. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 949 orð | 2 myndir

Trúin á að fólk vilji hlusta og sjá

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Einar Bárðarson er stundum kallaður "umboðsmaður Íslands" og það ekki að ástæðulausu. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Einari. Meira
23. desember 2006 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Ullarhattarnir í Gyllta salnum

HLJÓMSVEITIN Ullarhattarnir spilar einungis einu sinni á ári, á Þorláksmessukvöldi 23. desember. Hattarnir hófu feril sinn árið 1998 og koma því fram í 9. skiptið í kvöld. Meira
23. desember 2006 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Þjófurinn ætlaði að selja hana vini eigandans

FIÐLULEIKARINN Evan Price, sem leikur með Turtle Island strengjakvartettinum í San Francisco fékk jólapakkann sinn í fyrra fallinu í ár. Meira

Umræðan

23. desember 2006 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi

Jón Gunnarsson fjallar um starfsemi björgunarsveita: "Með því að beina flugeldakaupum þínum til björgunarsveitanna leggur þú þitt af mörkum við björgun verðmæta og mannslífa." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Breska þingnefndin stóðst prófið

Kristinn H. Gunnarsson fjallar um niðurstöðu breskrar þingnefndar vegna Íraksstríðsins: "Þingnefndin stóðst prófið, þingmennirnir gættu almannahagsmuna, en ekki hagsmuna forystumanna stjórnarflokksins sem voru búnir að koma sér í vandræði." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Eldfjallagarður á Reykjanesi og álverabyggingar

Reynir Ingibjartsson fjallar um hugmyndir um byggingu eldvirknisafns: "Hvers vegna ekki að finna því góðan stað á Reykjanesskaganum t.d. í nágrenni Hafnarfjarðar og sýna þar sköpun Íslands með þeirri tækni sem nútíminn býður?" Meira
23. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 608 orð | 3 myndir

Fánalög Íslands og reglur

Frá Pétri Kristjánssyni: "ÁRIÐ 1991 gaf forætisráðuneytið út bók um samþykkt laga og breytingar um fána Íslands og skjaldarmerki frá háttvirtu Alþingi okkar. Einnig urðu breytingar 1995." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Gamaldags valdastjórnmál fá uppreisn

Stefán Jón Hafstein fjallar um borgarmálefni: "Reynsla af starfi öflugustu hverfisráðanna er góð og vísar veginn fyrir þau öll." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

Hernaðarbrölt utanríkisráðuneytisins

Önundur Ásgeirsson skrifar um utanríkis- og varnarmál: "Er ekki kominn tími til að utanríkisráðuneytið geri landsmönnum grein fyrir hinni breyttu stefnu í ráðuneytinu?" Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Hljómgæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss

Stefán Hermannsson fjallar um Tónlistar- og ráðstefnuhús og svarar umfjöllun í Lesbók: "Aðstaðan í húsinu verður góð og ættu allir að leggjast á eitt um að nýta hana sem allra best og með margvíslegum hætti." Meira
23. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 76 orð | 1 mynd

Í þágu lýðræðisins...

Frá Sveinbirni Eyjólfssyni: "ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Hjálmari Árnasyni, "fyrsta stýrimanni"." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 670 orð | 1 mynd

Löggæsla og almenn öryggisgæsla á hendi opinberra aðila

Ögmundur Jónasson svarar grein Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóri SVÞ: "BSRB hefur komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytið hafi tekið skynsamlega stefnu varðandi öryggisgæsluna á Keflavíkurflugvelli og hafa samtökin látið þá skoðun í ljósi." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 251 orð

Með oddi og egg

BÆJARFULLTRÚI L-listans á Akureyri fór mikinn á síðum Morgunblaðsins sl. laugardag um meinta framkomu og frammistöðu flugfélagsins Iceland Express. Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Mælirinn er fullur

Björgvin Guðmundsson skrifar um málefni aldraðra: "...ríkisstjórnin hefur stigið hænufet í lífeyrismálum aldraðra." Meira
23. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 601 orð

Óshlíðin

Frá Ingibjörgu Kristjánsdóttur: "HINN 11. febrúar 2006 voru 79 ár liðin frá því að móðir mín, Þórunn Jensdóttir, fórst í snjóflóði á Óshlíðinni ásamt þremur öðrum. Mér kom þetta í hug þegar ég las söguna hennar Rögnu frá Laugabóli. Hvað sú kona hefur mátt þola." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Ótrúleg rangtúlkun

Árni Bjarnason skrifar um frétt RÚV um skoðanakönnun um hvalveiðar: "Hverskonar vinnubrögð eru þetta eiginlega að hálfu þessa fjölmiðils allra landsmanna?" Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Ráðgjafaskóli Íslands útskrifar vímuefnaráðgjafa

G. Heiðar Guðnason fjallar um Ráðgjafaskóla Íslands: "Ráðgjafaskóli Íslands hefur sýnt fram á mikilvægi þess að starfandi sé góður sjálfstæður skóli á sviði vímuefnaráðgjafar og verður svo vonandi um ókomin ár." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 364 orð

Spjallað við Hitler

NÝLEGA heyrði ég og sá í fjölmiðlum að Gunnar Gunnarsson rithöfundur væri líklega eini Íslendingurinn sem hefði hitt Adolf Hitler að máli. Þá rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér var sögð fyrir rúmum 50 árum. Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Stóriðja á Norðurlandi og flutningar á sjó og landi

Páll Hermannsson skrifar um strandsiglingar: "Þessar siglingar munu hafa mun róttækari áhrifa á afkomu landsbyggðarinnar..." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 222 orð | 1 mynd

Tillögur um breytingar á valdsviði Almannavarna

Kristján Pétursson varpar fram hugmyndum um breytingar á starfssviði Almannavarna: "Sjálfstæð stofnun Almannavarna, sem fær lögboðið vald sitt beint frá Alþingi, er lýðræðinu samboðin varðandi varnarmál þjóðarinnar." Meira
23. desember 2006 | Velvakandi | 457 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

Rofa við eldavélar NÚ ER sá tími þegar mest er um kertaljós af öllum stærðum og gerðum og oft hafa þau valdið íkveikju, því miður. Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Vestfjarðavegur 60 um Gufudalssveit

Gunnlaugur Pétursson skrifar um Vestfjarðaveg: "Ég tel að göng undir Hjallaháls myndu sætta ólík sjónarmið í þessu máli og gott betur en það" Meira
23. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 435 orð | 1 mynd

Það sem skiptir máli

Frá Paul F. Nikolov: "LAS um daginn góða grein eftir Olgu Markelova þar sem hún fjallaði um innflytjendamál. Olga bendir sérstaklega á hvernig innflytjendur eru hunsaðir í fjölmiðlum." Meira
23. desember 2006 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Ölmusa og allsnægtir

Kristján Guðmundsson fjallar um lífeyristryggingar aldraðra: "Þessa ósvífni sýna ráðamenn þjóðarinnar á sama tíma og mesta velferðarskeið þjóðarinnar hvað varðar heildartekjur gengur yfir ..." Meira

Minningargreinar

23. desember 2006 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Ástmar Örn Arnarson

Ástmar Örn Arnarson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 29. október 1957. Hann lést á líknardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss 9. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 18. desember. Meira  Kaupa minningabók
23. desember 2006 | Minningargreinar | 812 orð | 1 mynd

Ísafold Þorsteinsdóttir

Ísafold Þorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 15. maí 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. desember síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk 16. desember. Meira  Kaupa minningabók
23. desember 2006 | Minningargreinar | 2394 orð | 1 mynd

Lilja Björk Alfreðsdóttir

Lilja Björk Alfreðsdóttir fæddist í Reykjavík, 12. október 1974. Hún lést 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Alfreð Ómar Ísaksson lyfjafræðingur, f. 19.9. 1952, og Þórunn Inga Runólfsdóttir lífeindafræðingur, f. 31.3. 1954. Meira  Kaupa minningabók
23. desember 2006 | Minningargreinar | 577 orð | 1 mynd

María Sonja Hjálmarsdóttir

María Sonja Hjálmarsdóttir (Sonja) fæddist í Laukhella á eyjunni Senja í Norður-Noregi 9. júlí 1936. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 8. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalínskirkju 15. desember. Meira  Kaupa minningabók
23. desember 2006 | Minningargreinar | 174 orð | 1 mynd

Sigríður Kristinsdóttir

Sigríður Kristinsdóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hinn 9. maí 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 8. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Munkaþverárkirkju 15. desember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 84 orð

80 milljarða króna viðskipti með hlutabréf

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands var skráð 6.356,4 stig við lokun viðskipta í gær. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Ísfélag Vestmannaeyja kaupir Hraðfrystistöð Þórshafnar

ÞÓRSHÖFN fjárfesting (ÞF) seldi í gær 90% eignarhlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar (HÞ) til Ísfélags Vestmannaeyja. Í fréttatilkynningu frá ÞF segir að með kaupunum ætli Ísfélagið að efla og styrkja rekstur Hraðfrystistöðvarinnar. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 179 orð | 1 mynd

Segir Straum ekki hafa brotið lög

"Fyrst leyfi ársreikningaskrár er fyrir hendi er ekki að sjá að um sé að ræða brot á lagaákvæðum," segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um þá ákvörðun Straums-Burðaráss að gera upp í evrum. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Sex milljarða viðskipti með bréf Exista

NOKKRAR tilfærslur hafa orðið á hlutafé í Exista síðustu daga, að andvirði rúmra sex milljarða króna. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 350 orð | 1 mynd

S&P staðfestir lánshæfismat Glitnis

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Tekjuafgangur ríkissjóðs 52 milljarðar

HAGSTOFA Íslands birti í gær bráðabrigðatölur fyrir fjármál hins opinbera . Þar kemur fram að afkoman á þriðja ársfjórðungi nam 14,5 milljörðum króna , sem er um 400 milljónum króna minni afgangur en á sama tímabili í fyrra. Meira
23. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 268 orð | 1 mynd

Össur kaupir franskt fyrirtæki

ÖSSUR hefur keypt franska fyrirtækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um níu milljarða króna. Meira

Daglegt líf

23. desember 2006 | Daglegt líf | 166 orð

Af jólum og blús

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir jólavísu: Fögnuð ríkan færa jól full af anda hlýjum. Þá er eins og sungin sól svífi fram úr skýjum. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Skrýtt er með ljósum því skammt er í jól, í skaflana mokaðar traðir. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 311 orð | 1 mynd

Dularfulla núggat- og karamellumálið

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Einu sinni var allvenjuleg* fjölskylda á jólum. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 474 orð | 3 myndir

Englar og vitringar í Grensáskirkju

Hátíðleiki sveif yfir vötnum í Grensáskirkju þegar yngstu börnin í Hvassaleitisskóla áttu þar jólastund ásamt kennurum sínum og prestum kirkjunnar. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 466 orð | 12 myndir

Jólagjafir á síðustu stundu

Kerti og spil eða Sudoku handa barninu? Mjótt bindi, belti eða I-pod-veski handa unglingunum? Hitapoka handa unga, ástfangna parinu? Gott rakkrem fyrir kærastann? Rauða leðurhanska,veski eða leðurhulstur utan um myndavélina handa kærustunni? Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 352 orð | 3 myndir

Jólasveinarnir virkjaðir í jafnréttisbaráttunni

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Jólasveinarnir íslensku eru góðir gæjar sem jafnan leggja góðum málefnum lið. Nú eru þeir búnir að hella sér í jafnréttisbaráttuna. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 195 orð

Óhamingjusamar í fegrunaraðgerð

Fegrunarlæknar í Danmörku upplifa mikla ásókn þunglyndra einstaklinga, sem eiga við mörg önnur vandamál að glíma en of lítil brjóst eða slappan maga, í aðgerðir. Þeir eiga einfaldlega í erfiðleikum með að standa undir lífinu og tilverunni almennt. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 525 orð | 3 myndir

Perúsk stemning við Frakkastíg

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 311 orð | 1 mynd

Ráð til að forðast magapínu um jólin

ENGAN langar til að liggja með magapínu um hátíðirnar en til að koma í veg fyrir það er vert að gæta sérstaklega að meðferð veislumatarins. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 433 orð | 2 myndir

SAUÐÁRKRÓKUR

Í undirbúningi jóla hafa Skagfirðingar, ekki síður en aðrir landsmenn, þurft að þola stórviðri, rok og ausandi vatnsveður, þó ekki hafi orðið stórir skaðar á við það sem víða hefur verið. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 574 orð | 7 myndir

Skapandi safnari með mósaíkdellu

Kristín Helga Gunnarsdóttir vill tala um skortinn á bókaskápum, bókahillum og bókaherbergjum í naumhyggju nútímatímaheimila. Rithöfundinum varð að ósk sinni í innliti Unnar H. Jóhannsdóttur. Meira
23. desember 2006 | Daglegt líf | 335 orð | 5 myndir

Stefnir á fallegustu götuna í borginni

Álakvísl er um margt bjartari en flestar götur í Reykjavík, um þessar mundir að minnsta kosti. Þar býr Magnús Einarsson sem leggur sig sérstaklega fram við ljósaskreytingar á aðventunni enda mikið jólabarn að eigin sögn. Meira

Fastir þættir

23. desember 2006 | Í dag | 139 orð | 1 mynd

Arnaldur Indriðason áritar bók sína í Þjóðmenningarhúsinu

Á Þorláksmessu milli kl. 16 og 17 áritar Arnaldur Indriðason nýjustu bók sína Konungsbók í Þjóðmenningarhúsinu. Arnaldur mun koma sér fyrir nálægt hinni einu sönnu Konungsbók Eddukvæða, handriti frá síðari hluta 13. Meira
23. desember 2006 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

árnað heilla ritstjorn@mbl.is

90 ára afmæli . Pálína S. Andrésdóttir, Hrafnistu í Reykjavík, verður níræð í dag, 23. desember. Það verður kaffi á könnunni fyrir ættingja og vini í Helgafelli, sal á 4. hæð Hrafnistu, á milli kl. 15 og... Meira
23. desember 2006 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Upplýsandi útspil. Meira
23. desember 2006 | Fastir þættir | 21 orð

Gætum tungunnar

Stundum er sagt : Hann er ástfanginn í henni. BETRA VÆRI: Hann er ástfanginn af henni. (Ath.: fanginn merkir fangaður . Meira
23. desember 2006 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar stúlkur, Sólveig Leifsdóttir, Stefanía Lára...

Hlutavelta | Þessar stúlkur, Sólveig Leifsdóttir, Stefanía Lára Ólafsdóttir og Freyja Björt Björnsdóttir, söfnuðu 13.920 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
23. desember 2006 | Í dag | 44 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu tombólu fyrir utan...

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu tombólu fyrir utan Bónusverslunina á Egilsstöðum í sumar. Þau eru: Mikael Bergvin Broddason, 10 ára, Rebekka Karlsdóttir, 9 ára, Sigurlaug Björnsdóttir, 9 ára, og Vilborg Björgvinsdóttir, 9 ára. Alls söfnuðust... Meira
23. desember 2006 | Í dag | 5260 orð | 1 mynd

(Jóh. 1.)

Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. Meira
23. desember 2006 | Í dag | 1398 orð | 1 mynd

Jólahaldið í Grafarvogskirkju AÐ venju er jólahaldið í Grafarvogskirkju...

Jólahaldið í Grafarvogskirkju AÐ venju er jólahaldið í Grafarvogskirkju fjölbreytilegt. Það hefst með barnastund í Grafarvogskirkju kl. 15 á aðfangadag. Beðið eftir jólunum, jólasögur og jólasöngvar. Prestur er séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Gunnar E. Meira
23. desember 2006 | Í dag | 553 orð | 1 mynd

Máltíðir handa 45.000 börnum

Jón Erlingur Jónasson fæddist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1979, BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1983 og Cand.Scient. í stofnvistfræði frá Óslóarháskóla 1987. Meira
23. desember 2006 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
23. desember 2006 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c3 Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 0–0 6. Bd3 Rbd7 7. 0–0 He8 8. e4 dxe4 9. Rxe4 e5 10. Rxf6+ Dxf6 11. He1 Dd8 12. Bg5 f6 13. Bh4 exd4 14. Bc4+ Kh8 15. Dxd4 g5 16. Bg3 c5 17. Dd6 Bf8 18. Meira
23. desember 2006 | Í dag | 145 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum landsmanna undanfarið og man framkvæmdastjóri Landsbjargar varla annað eins. Hver er hann? 2 Hvort er upprunalegra í jólakvæðinu alkunna Upp á stól að jólasveinninn sé með gildan staf eða gylltan? Meira
23. desember 2006 | Fastir þættir | 326 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hver ætli sé talinn endingartími sælgætis? Hversu lengi er sama sælgæti í hillum verzlana? Hvers vegna eru engar merkingar á sælgæti, þar sem getið er um að það sé bezt fyrir tiltekinn tíma? Meira

Íþróttir

23. desember 2006 | Íþróttir | 72 orð

Björgvin og Dagný best

BJÖRGVIN Björgvinsson frá Dalvík og Akureyringurinn Dagný Linda Kristjánsdóttir eru skíðamaður og skíðakona ársins að mati Skíðasambands Íslands, SKÍ, og mun sambandið heiðra þau sérstaklega af því tilefni. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 658 orð | 1 mynd

Chelsea á toppinn?

KNATTSPYRNUMENNIRNIR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fá litla hvíld um jól og áramót líkt og áður. Í dag verður flautað til leiks í fyrstu umferðinni af fjórum sem leiknar verða á 13 dögum. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 309 orð

Efast um að Brasilía geti haldið HM

ABEL Braga, þjálfari brasilíska knattspyrnuliðsins Internacional, dregur í efa að Brasilía sé í stakk búin að taka að sér framkvæmd heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2014. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 334 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnar Jón Agnarsson var í liði Stord en náði ekki að skora þegar Stord lagði Haugaland , 33:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Stord er í 6. sæti með 12 stig að loknum 12 leikjum. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 427 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Rafael Benítez , knattspyrnustjóri Liverpool , segir að álagið á leikmönnum enskra liða um jól og áramót sé of mikið. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 233 orð

Fólk sport@mbl.is

Manchester United mun stilla upp sama byrjunarliði og í undanförnum leikjum en toppliðið sækir Aston Villa heim á Villa Park í dag. Einu meiðslin í leikmannahópi United eru hjá Patrice Evra en hann hefur verið frá í síðustu leikjum. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 137 orð

Ísland er í 21. sætinu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Liðið er í sama sæti og þegar síðasti listi kom út í september en hefur fallið niður um tvö sæti frá ársbyrjun. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 97 orð

Leikirnir um jólin

Laugardagur: Fulham - West Ham 12.45 Arsenal - Blackburn 15 Aston Villa - Manchester Utd. 15 Liverpool - Watford 15 Manchester City - Bolton 15 Middlesbrough - Charlton 15 Newcastle - Tottenham 15 Portsmouth - Sheffield Utd. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 527 orð | 10 myndir

Sex karlar og fjórar konur í efstu tíu sætum

ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 2006 verður útnefndur í hófi á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 28. desember. Þetta verður í 51. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, standa að kjörinu frá stofnun þeirra árið 1956. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 112 orð

Sonko segist vera hræddur

IBRAHIMA Sonko, varnarmaður Reading, kveðst vera smeykur fyrir heimsókn liðsins til Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annan í jólum. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

Stórleikir hjá liði Reading

ÍVAR Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og félagar þeirra í Reading eiga erfiða leiki fram undan í ensku úrvalsdeildinni. Nýliðarnir taka á móti Everton í dag en síðan taka við tveir risaleikir. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 118 orð

Sölur 17 leikmanna skoðaðar nánar

STJÓRN ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur óskað eftir því að 17 sölur á leikmönnum verði rannsakaðar nánar. Meira
23. desember 2006 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

Viggó hylltur í Flensborg og kveður sína menn í Kiel

VIGGÓ Sigurðsson var kallaður fram á gólfið í íþróttahöllinni í Flensborg þegar Flensburg-Handewitt fagnaði sigri á Wilhelmshaven á miðvikudagskvöldið, 35:27. Meira

Barnablað

23. desember 2006 | Barnablað | 75 orð | 1 mynd

Aðfangadagskvöld

Í kvöld er merkilegasti dagur hjá öllum, þá á Jesus Kristur afmæli en við köllum það jól. Og á jólunum fær maður pakka, og er í fínustu fötunum sínum, stórt jólatré skreytt með flottu skrauti og er engill efst á toppnum. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 203 orð | 1 mynd

Aðfangadagur í sveitinni

Einu sinn var sex manna fjölskylda sem bjó í borginni. Í henni voru; mamma, pabbi, tvíburar sem hétu Karen og Kristín, þær voru þriggja ára. Svo voru tvær eldri systur sem hétu Rakel og Ása. Rakel var 9 ára en Ása 10 ára. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd

Einn góður...

– Ég hef líka rétt á að óska... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Englabörn

Englabörnin gleðjast því jólin eru komin rétt eins og mannanna börn gera. Kristín Axelsdóttir sem er 10 ára teiknaði þessa fínu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Friður ríkir

"Friður á að ríkja um alla jörð og engin börn eiga að deyja í stríði," skrifar Snædís Björnsdóttir, sem er sjö ára. Hún teiknaði jafnframt þessa fallegu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Giljagaur

Giljagaur, þú ert besti jólasveinninn minn. Kveðja, þín Sóldís... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Gleðjumst um jólin

Íris Dögg, Þorvaldur og Sara Lind í 3. HÁ í Selásskóla teiknuðu þessar fínu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Gluggagægir

Jólasveinninn minn er Gluggagægir, skrifar Haraldur Steinar sem er sex ára og teiknaði þessa skemmtilegu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Góð áminning

Pétur Kristján Guðnýjarson minnir okkur á að slökkva á kertunum þegar við förum frá þeim. Við skulum njóta ljósanna og muna að slökkva á... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd

Grýla breiðir yfir hann

Einu sinni var jólasveinn hjá Grýlu. Hann var mjög spenntur að setja í skóinn. Þeir sem voru óþekkir fengu kartöflu en þeir sem voru stilltir fengu dót. Síðan kemur hann heim þreyttur og fer að sofa. Mamma hans, Grýla, breiðir yfir... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 66 orð | 1 mynd

Grýlusaga

Einu sinni voru kona og karl og köttur. Það voru Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. Ketkrókur var að fara í dag til bæja. Hann labbaði og labbaði. Hann fór til stráks sem var rosalega óþekkur og Ketkrókur var hissa og gaf honum kartöflu í skóinn. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd

Hvað er á myndinni?

Náðu í blýant. Fylgdu punktunum sem eru merktir með númerum og dragðu einfalt strik á milli þeirra. Fylgdu síðan punktunum sem eru merktir með bókstöfum en dragðu óreglulegar línur með krúsidúllum á milli þeirra. Þá kemur í ljós hvað er á... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 32 orð | 1 mynd

Hvað vantar?

Teiknari myndarinnar var í miklu jólaskapi og teiknaði jólamyndir af krafti. Hann ætlaði að teikna jafnmargar myndir af hverju en var ekki viss um að sér hefði tekist það. Hvað heldur... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 31 orð | 1 mynd

Hver er á myndinni?

Jólakötturinn og jólasveinastrákurinn gægjast yfir myndina. Þeir sjá nokkuð merkilegt. Ef þú litar eða svertir með blýanti reitina þar sem punktarnir eru getur þú komist að því hver er á... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Í sátt og samlyndi

Getur þú fundið fimm mistök á þessari mynd? Lausnina er að finna aftast í... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Jólabörn

Hún Embla Nanna sem er 7 ára teiknaði þessa fallegu jólamynd. Ætli Embla sé svona dugleg að passa bróður sinn eins og stelpan á... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Jóla hvað!

Hvað er það sem er fyrir aftan jólasveininn? Það er bara ein leið til að komast að því. Náðu í blýant og fylgdu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Jólaljóð

Jólin eru mín og jólin eru þín þá er gaman af því að allir halda jólin saman Jólin mín og jólin þín þá er rosa gaman. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Jólaljós

Með jólaljósið í hjarta er hægt að gera allt. Lítill jólaálfur hefur ákveðið að renna sér á skautum. Hvað ætlar þú að gera? Vilhjálmur Róbertsson sendi þessa fallegu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 47 orð | 1 mynd

Jólanótt

Þegar mjöllin hvíta hylur jörðina ljóma stjörnur skærar lýsa upp nóttina. Er norðurljósin tindra skært og fer að birta af morgni skóför sjást hjá húsunum og gjöf í hverjum sokki. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Jólasaga

Einu sinni var maður sém hét Jósep. 0g hann átti konu sem hét María. María fæddi strák og skírði hann Jesú sem er frelsarinn okkar krakka og fullorðinna. Og allir í heiminum halda veislu fyrir Jesú. Og það kallast jól. Jól allra krakka. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Jólastjörnur

Jólastjörnurnar eru svo fallegar og hjálpa til við að skapa réttu stemninguna fyrir jólin. Eru einhverjar þessara jólastjarna... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Jólasveinafjölskylda

Helena Sveinborg, Linda Dögg, Davíð Nói, Eik, Benedikt Bjarni og Nikulás Ingi í 3. HÁ í Selásskóla teiknuðu þessa glöðu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 104 orð | 1 mynd

Jólasveinar

Það er auðvelt að útbúa svona sæta jólasveina. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 99 orð | 1 mynd

Jólasveinninn gefur í skóinn

Einu sinni var jólasveinn sem hét Stúfur. Hann fór á sleðanum sínum til Jóa. En hann Jói var vakandi og var að leika sér. Svo slökkti hann ljósið og hoppaði upp í rúm. Þegar hann lagðist í rúmið þá sá hann skugga og svo var hann smá hræddur. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 120 orð | 1 mynd

Jólasveinninn kemur

Kvöld eitt kom jólasveinn niður um strompinn hjá ömmu. Hún varð dauðhrædd en hann róaði hana og gaf henni gjöf. Amma gaf jólasveininum smákökur og mjólk. Jólasveinninn þakkaði fyrir sig og þurfti að fara í önnur hús en amma vildi ekki að hann færi. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 52 orð | 1 mynd

Jólatréð

Sá siður að hafa jólatré kemur frá Þýskalandi. Fyrstu heimildir um jólatré eru frá árinu 1605. Það var síðan rétt fyrir árið 1900 sem þessi siður færðist til landanna í kring. Síðan kom hann til okkar. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Jólaveröld

Jólin eru alls staðar, út um borg og uppi skýjum í. Meira að segja sólin gleðst með stelpunni sem er hugfangin yfir jólunum. Eva Halldórsdóttir, sex ára, skapaði þessa... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 1008 orð | 6 myndir

Jólin snúast um vináttu og kærleika

Spenningur fyrir jólin er í algleymingi. Við brugðum okkur í Selásskóla og spurðum krakka í 3. HÁ um hvað jólin snúast. Glaðleg og skemmtileg jól Ella Setta heitir fullu nafni Elísabet Sesselja Harðardóttir og er átta ára. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 107 orð | 1 mynd

Klippimyndir

Á meðan þú bíður eftir jólunum er gott að hafa eitthvað að sýsla. Viltu prófa að búa til jólaskraut? *Þú nærð í pappír í fallegum litum. *Síðan klippir þú nokkur blöð eins og mynd nr. 1 sýnir. *Síðan brýtur þú þau saman eins og myndir nr. 2 og nr. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 4 orð

Lausnir

Samlagning Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Litli kjáninn

Siggi litli er hágrátandi. Einhver borðaði allt góðgætið sem mamma hengdi á jólatréð fyrir hann. Hvaða litli kjáni var það? Sérðu hann? Hann ætlaði bara aðeins að smakka nammið og vissi ekki fyrri til en það var... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 379 orð | 1 mynd

Litlu jólin

Það var langt liðið fram í desember. Í dag voru litlu jólin í skólanum hjá Önnu. Anna var að gera sig klára fyrir þau. Hún Anna var alltaf kölluð Anna litla því hún var minnst í 5. bekk. Hún var með blá augu og ljóst hár. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Nammigrís

Hver er það sem er búinn að sanka að sér brjóstsykri? Fylgdu bókstöfunum og finndu út hver það er. Er það ekki einmitt sá sem þú hélst að það... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 1525 orð | 1 mynd

Pappakassinn

Eysteinn Finnur sat og horfði á stjörnuna sem pabbi hans var nýbúinn að setja á toppinn á jólatrénu. Honum leiddist. Það var aldimmt úti og aðeins götulýsingin gaf smá bjarma. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 72 orð

Pennavinir

Hæ, hæ! Ég heiti Karen Sif og mig langar til að eignast pennavin á aldrinum 10–13 ára, helst stelpu en mér er alveg sama. Áhugamál mín eru fiðla, dýr, sveit og margt fleira. Karen Sif Jakobsdóttir Hraunbraut 39 200 Kópavogi Hæ, hæ! Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

"Hó, hó, hó," segir jólasveinninn hennar Söru Sólrúnar. Hann...

"Hó, hó, hó," segir jólasveinninn hennar Söru Sólrúnar. Hann er hress og kátur enda jólin á næsta... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Samlagning

Getur þú fundið út hvaða tvær tölur í hringnum eru samanlagðar... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Stelpur og jólasveinn

Jólaveinnin breiðir út faðminn á móti þessum glöðu stelpum. Ætli ein þeirra sé Ingunn? Ingunn Ingólfsdóttir er sex ára og vann 2. verðlaun í samkeppni Barnablaðsins fyrir þessa fallegu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 32 orð | 1 mynd

Stjarnan og engillinn

Finndu leiðina að hinum sanna jólaanda. Byrjaðu í vinstra horninu efst. Baðaðu þig í ljósi og finndu leiðina að englinum. Finndu réttu leiðina í englinum og endaðu síðan í hægra horninu... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 178 orð | 1 mynd

Sönn saga

Dag einn um sumar var köttur sem heitir Sófus og er tveggja ára að leika sér úti á götu en þá kom bíll og fór nálægt Sófusi og rakst næstum á hann. En bílstjórinn bremsaði svo rosalega til þess að Sófus færi ekki undir. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Teiknaðu grenigrein

Nú er allt orðið svo jólalegt og fallegt. Viltu bæta jólagrein við skrautið heima hjá þér? Teiknaðu grein eins og blýanturinn... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 149 orð | 2 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lesið vandlega spurningarnar og svarið síðan krossgátunni. Spurningarnar tengjast allar jólunum á einhvern hátt. Síðan skuluð þið klippa krossgátuna út og senda Barnblaðinu. Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 32 orð | 1 mynd

Vetrarsólstöður

Við vetrarsólstöður í gær, 22. desember, var sólargangur stystur á Íslandi. Við getum glatt okkur við það að nú fer daginn að lengja. Á suðurpólnum var sólargangur hins vegar lengstur í... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Villtir jólasveinar

Eitthvað er skrýtið við þessar myndir af jólasveinunum. Það er bara ein sem sýnir rétta mynd. Hver er... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Völundarhús

Sérðu jólatréð! Við stjörnuna skæru á toppnum skaltu byrja og finna leiðina niður á gólfið þar sem rauði pakkinn bíður... Meira
23. desember 2006 | Barnablað | 81 orð | 1 mynd

Þreytti jólasveinninn

Einu sinni fyrir langa löngu var jólasveinn sem hafði nóg að gera við að gefa börnum pakka. Honum fannst þetta mikið og erfitt verk. Þegar hann kom heim sá Grýla móðir hans að hann var mjög þreyttur. Meira

Lesbók

23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2152 orð | 1 mynd

Að blindast af ljósi sólar

Ef verkin eiga að tala þá sér þess ekki stað í skrifum Eyjólfs Kjalars Emilssonar hér í Lesbók , segir greinarhöfundur sem hefur undanfarnar vikur staðið í deilum við Eyjólf Kjalar um femíníska heimspeki og kvenfyrirlitningu í verkum Platons. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 842 orð | 1 mynd

Árið gert upp

Hverjar eru bestu plötur ársins. Greinarhöfundur er mikill listamaður, árslistamaður og skoðar hér hugmyndir ýmissa miðla að listum yfir bestu plötur á árinu. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 604 orð

Bókmenntir innflytjenda

Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is Töluvert hefur verið fjallað um vesturferðir Íslendinga undir lok nítjándu aldar og virðist vera ansi mikill áhugi á þessari sögu á meðal þjóðarinnar. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 460 orð | 2 myndir

Bækur

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Gleðileg jól!

,,Hark! The Herald Angels sing? Sálmur: Charles Wesley. Lag: Felix Mendelssohn Heyr! Lofsöng engla? um hann kominn hér nýfædda konunginn. Sáttargjörð með Guðs og manns gjöfin stærst er náðin Hans. Ljósið milda lýsir nú lifandi sem kristin trú. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 361 orð | 1 mynd

Glæsilegt minningarrit

Eftir Serge Kahn. Formáli eftir Anne-Marie Vallin-Charcot. Friðrik Rafnsson þýddi. Útgefandi: JPV útgáfa, Reykjavík 2006, 192 bls., myndir og kort. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð | 1 mynd

Haglega vafinn söguþráður

Eftir Kristján Hreinsson. Myndir: Ágúst Bjarnason. Skjaldborg, 2005, 169 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Hamskiptin verða Umskiptin

Feðgarnir fræknu, Eysteinn og Ástráður, eiga heiður skilinn fyrir að færa okkur Kafka á frábærri íslensku og fyrir þá alúð og virðingu sem þeir hafa ávallt sýnt skáldinu og verkum þess," segir Steinunn Inga Óttarsdóttir í ritdómi um Umskiptin ,... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2743 orð | 3 myndir

Heimur Eragons

Eragon virðist vera að slá í gegn þessa dagana, bæði skáldsagan, sem hefur komið út í tveimur bindum, og kvikmyndin. En hvað veldur þessum vinsældum? Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1302 orð | 2 myndir

Hrafnagaldursslæðingur

Eftir Thor Vilhjálmsson Hreyft við hröfnum Það er líkt og í einhverja óveru heims bærist bjarmakvika, og fer að iða; og verður flökt þeirrar birtingar; og brygðist líkt og vaggist í og verði öldur í þessu birti; og bregður til roða og blandast bleiku;... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 887 orð | 2 myndir

Hryllilegt ormafár

Bandarísku rithöfundarnir Dan Brown og Stephen King eru með mestu metsöluhöfundum okkar tíma, hafa selt tugmilljónir bóka. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 519 orð | 1 mynd

Hvað ef...?

Eftir Philip Roth í þýðingu Helga Más Barðasonar. Bókaútgáfan Hólar, 2006. 343 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð | 1 mynd

Í minningu

Viti menn. Reykjavik. 2006. 40 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 459 orð | 1 mynd

Í sláturhúsi heilagra kúa

Eftir Hugleik Dagsson, JPV. Reykjavik. 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð | 3 myndir

KVIKMYNDIR

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Það er næstum að það hætti að teljast til tíðinda þegar Helen Mirren er verðlaunuð fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Queen þessa dagana. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1415 orð | 1 mynd

Kvæðagott

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og útgáfufyrirtækið Smekkleysa hafa gefið út einstakt safn laga á bók og geisladiskum. Safnið heitir Einu sinni átti ég gott, og í því er að finna íslenskan kveðskap ætlaðan börnum, hljóðritaðan á 7. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

Kæri viðskiptavinur, því miður...

Félagið vill ekki líftryggja mig fremur en hin félögin Bréfið smaug inn um of þrönga póstlúguna upp úr hádegi það myndaðist dragsúgur hér inni þegar lúgan opnaðist köld stroka við hálsmálið Engar flækjulegar skýringar eða snautlegar átyllur ofureinföld... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð | 1 mynd

Lífið er frelsi

Eftir Véstein Lúðvíksson. Bjartur 2006 – 75 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3699 orð | 1 mynd

Maður í frakka

"Sumir eru svo brattir að þeir segjast hvorki taka mark á gagnrýnendum né mið af lesendum, en ég tel mig ekki í þeim hópi," segir Bragi Ólafsson, höfundur Sendiherrans . Skáldsögur Braga hafa notið umtalsverðrar lýðhylli og það gleður hann mjög. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 116 orð

María

Gekk fram á hana á grýttri strönd bylur og bálhvasst helgum meyjum ekki út sigandi samt var hún þarna Úfið haf er fyrir hindrunum, sagði draumspök kona og víst var það úfið, enda undraðist ég að syni hennar skyldi ekki vera kalt svona kviknakinn með... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3726 orð | 8 myndir

María guðsmóðir í myndlist og íslenzkum kirkjum

María guðsmóðir hefur verið viðfangsefni myndlistarmanna, nærri frá upphafi kristni, en fór vaxandi fyrir um þúsund árum og á öldunum þar á eftir. Elzta íslenzka Maríumyndin er frá því um 1100 og sú yngsta í íslenzkri kirkju er frá 2005. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð | 1 mynd

Maríumyndir

Elsta varðveitta Maríumynd á Norðurlöndum var í Hóladómkirkju sem Jón biskup Ögmundsson lét reisa skömmu eftir 1100. Myndin er nú varðveitt á Þjóðminjasafninu en ekki er vitað hver höfundur hennar er. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 611 orð

Myndir á hreyfingu

Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Á Pompidou-safninu í París stendur um þessar mundir yfir sýningin Myndir á hreyfingu (fr. Le Mouvement des images). Þetta er með eindæmum áhugavert yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar með áherslu á verk... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð | 1 mynd

Nánd

Hvílík nánd: að dreyma heiminn sem hús – fjarstæðna, vizku, harms og fagnaðar hús! Og á rúðurnar rignir blóði. Fordæður valdsins róa geyst fram í gráðið og hóta að ráðast í Raftahlíð, eina, og aðra... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð

Neðanmáls

I Flags of Our Fathers eftir Clint Eastwood er tvímælalaust ein mesta klisja bandarískrar kvikmyndasögu og er þá mikið sagt. Það segir allt sem segja þarf um Golden Globe-verðlaunin að myndin skuli hafa verið tilnefnd til þeirra fyrr í mánuðinum. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 502 orð | 1 mynd

Ný bók um Fíusól

Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. 143 bls. Mál og menning 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 1 mynd

"Allar rásir uppétnar..."

Eftir Sindra Freysson og Hákon Pálsson. 95 bls. JPV-útgáfa, 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð | 1 mynd

Rauðrunnate í ró og spekt

Eftir Alexander McCall Smith. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. Mál og menning, 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2031 orð | 1 mynd

Raunveruleiki hins ímyndaða

Eftir Guðna Th. Jóhannesson, Mál og menning, 2006, 411 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 401 orð

Ritdómur eða ritskoðun?

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson "EKKI er gott að átta sig á þeim hvötum, sem búa að baki skrifum Jóns Baldvins. Sjálfsagt hefur sú staðreynd að kosningavetur fer í hönd ekki latt hann að ata helstu forystumenn vinstrimanna auri. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 584 orð | 1 mynd

Sagnagleði í skreiðarlestinni

Eftir Gísla Sigurðsson Skrudda, 2006. 369 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð | 1 mynd

Sjómannslíf Siglfirðings

Svava Jónsdóttir skráði Sögur, útgáfa, 2006, 248 bls. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 786 orð | 1 mynd

Skapandi endurnýjun

Eftir Steingrím J. Sigfússon, Salka, 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 653 orð | 1 mynd

Skelfilegt skorkvikindi

Eftir Franz Kafka. Íslensk þýðing: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. 158 bls. Háskólaútgáfan 2006. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 491 orð | 1 mynd

Skynsamleg lausn fyrir alla tónlist?

Eftir Ara Trausta Guðmundsson aritrausti@linuhonnun.is !Ég er leikmaður í tónlist með áhuga á nokkrum greinum hennar. Hef undanfarið unnið að gerð níu sjónvarpsþátta með öðrum um tónlistarlífið í landinu og kynnst ýmsu sem snýr að þessari listgrein. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1227 orð | 3 myndir

Tímaflakk, ástir og reimleikar

Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield , Kona tímaflakkarans eftir Audrey Niffenegger og Hugarfjötur eftir Paolo Coelho hafa tröllriðið metsölulistum víða um heim. Nýverið komu bækurnar út í íslenskri þýðingu. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð | 3 myndir

TÓNLIST

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Vefritið Pitchfork , www.pitchforkmedia.com, er óhikað mikilvægasta rit sinnar tegundar í dag, en þar er áhersla á umfjöllun um hvers kyns jaðartónlist/nýbylgjurokk. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 722 orð | 1 mynd

Upp í strauminn

Eftir Matthías Johannessen, Háskólaútgáfan, 2006, 260 s. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 741 orð | 1 mynd

Útvarpið hefur vinninginn

Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur akj@hi.is Fjölmiðlanotkun og -neysla er síbreytileg og líklega er óhætt að segja að fjölmiðlamarkaðurinn á Íslandi hafi tekið stökkbreytingum undanfarna tvo áratugi. Síðustu misseri hafa einkennst af sviptingum öðru... Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 642 orð | 1 mynd

Vanmetið meistaraverk

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð | 1 mynd

Verðlaunamyndagáta

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir, ein 25.000 kr. og tvenn 20.000 kr. Ráðning berist fyrir 15. janúar, merkt: Lesbók Morgunblaðsins – Myndagáta. Ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða. Þá getur innbyrðis afstaða myndanna skipt máli. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 879 orð | 1 mynd

Volver besta erlenda myndin?

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur úr vöndu að ráða þegar hún ákveður hvaða fimm myndir komast í hóp tilnefndra í næsta mánuði. Meira
23. desember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1233 orð | 1 mynd

Þegar ég skar af mér fingurinn

Eftir Matthew Wright Gyrðir Elíasson þýddi Í dag á pabbi frí. Hann er það sem kallast "heimilislæknir" en hann er líka alvöru læknir, sem þýðir að hann stundar lækningar á fólki. Ég veit ekki hvað hann gerir við heimilin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.