Á AÐVENTUNNI og jólum leggur mikill fjöldi manna leið sína í kirkjur landsins. Í Grafarvogskirkju koma börn úr grunnskólum og leikskólum og er fjöldi þeirra um 7–8 þúsund. Aðventukvöld og guðsþjónustur eru vel sóttar og koma ekki færri en 3.
Meira
SAMKVÆMT upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands er meðalverð síðustu 500 þúsund lítra greiðslumarks í mjólk sem seldir hafa verið 280 kr. pr. lítra. Það er hækkun um 10 krónur á lítra frá síðustu mánaðamótum, þegar verðið losaði 270 kr. Þetta kemur m.a.
Meira
SIGFÚS Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, og tekur hann við starfinu um áramótin. Sigfús hefur undanfarið verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra og starfaði áður m.a.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is "Þetta bar gríðarlega brátt að," sagði Huld Óskarsdóttir sálfræðinemi sem eignaðist litla dóttur með hraði í fyrrakvöld.
Meira
ÁRIÐ sem er að líða í aldanna skaut hefur verið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, erfitt. Umfjöllun um lánahneyksli hefur skaðað ímynd ríkisstjórnar hans og ástandið í Írak reynst honum fjötur um fót.
Meira
BARÁTTAN fyrir hálendi Íslands heldur áfram og er þegar byrjað að skipuleggja alþjóðlegar mótmælabúðir hérlendis fyrir næsta sumar. Stefnt er að því að búðirnar verði reistar 6. júní og standi fram eftir sumri 2007.
Meira
* JÓHANNA Gunnlaugsdóttir varði doktorsritgerð sína í upplýsinga- og skjalastjórn við upplýsingafræðideild Háskólans í Tampere, Finnlandi, 25. nóvember sl.
Meira
MARÍA Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi vildi koma eftirfarandi á framfæri: "Í leikdómi mínum um Bakkynjur í Þjóðleikhúsinu urðu mér á þau mistök í einni og sömu setningunni að hrósa Sigríði Soffíu Níelsdóttur fyrir firnagóðan dans Birnu...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tæplega fimmtugan karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot en hann hafði í vörslum sínum tvær hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.
Meira
MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði í gær þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu í félagsmálaráðuneytinu sem felur í sér úttekt á þjónustu við geðfatlaða, auk gerðar og miðlunar fræðsluefnis.
Meira
Um áramót taka gildi breytingar á matsverði fasteigna. Jóhann M. Jóhannsson kynnti sér nýja stuðla fasteignamats sem ólíkir eru eftir landshlutum og tegundum fasteigna.
Meira
TILTEKNAR undantekningar eru gerðar frá almennri hækkun fasteignamats um 10% en það lækkar hvergi. Er það í samræmi við þróun undanfarinna ára þar sem fasteignamat hefur almennt hækkað.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFLI íslenskra skipa á árinu 2006 er áætlaður 1.324 þúsund lestir. Það er minnsti afli síðan 1991 þegar aflinn var 1.044 þúsund lestir. Mestur var aflinn 1997 eða 2.199 þúsund lestir.
Meira
GJAFABRÉF frá Hjálparstarfi kirkjunnar reyndust vinsæl til jólagjafa þetta árið og söfnuðust alls 3,5 milljónir króna með þessum hætti. Að sögn Önnu M. Þ.
Meira
Nýverið rak búrhval á land í Þykkvabæjarfjöru en hvalrekinn uppgötvaðist á jóladag. Hvalurinn er miðlungsstór, u.þ.b. 12 metrar á lengd og sennilega um 25 tonn á þyngd, en þeir geta orðið 20 metrar og 50 tonn.
Meira
SIGMUNDUR E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að alltaf verði erfitt fyrir innlenda kjötframleiðendur að keppa við þá sem selja innflutt kjöt af ýmsum ástæðum. "En við höfum hreinleikann umfram aðrar þjóðir og það vegur stöðugt þyngra.
Meira
Moskvu. AFP. | Hvít-Rússum og Rússum tókst ekki í gær að ná samkomulagi um verð á gasi frá Rússlandi til Hvíta-Rússlands og verður viðræðum haldið áfram í dag.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Ísrael hyggjast ekki láta lausa palestínska fanga að þessu sinni en það hafa þau ávallt gert á síðari árum áður en múslímahátíðin Eid Al-Adha hefst.
Meira
MÓTMÆLENDUR í mannréttindasamtökunum United Human Rights Council kröfðust þess á götum Karachi í Pakistan í gær, að Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, yrði sleppt úr haldi bandarískra hersveita.
Meira
MANNANAFNANEFND hefur hafnað beiðni um að kvenmannsnafnið Gull verði fært sem eiginnafn í mannanafnaskrá, en samþykkt beiðni um millinafnið Gull. Þetta kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar frá 6. desember síðastliðnum.
Meira
VÆN maríuhæna gerði sig heimakomna á heimili einu í Kópavogi nú í vikunni og leikur ákveðinn grunur á að hún hafi gerst laumufarþegi með lifandi jólatré sem keypt var til heimilisins um þessi jól.
Meira
MEGAS og Magga Stína semja tónlist, m.a. fjölda sönglaga, við leikritið Lífið – notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í mars í samstarfi við Nemendaleikhús leiklistardeildar LHÍ.
Meira
MEGAS og Magga Stína semja tónlist, m.a. fjölda sönglaga, við leikritið Lífið – notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í mars í samstarfi við Nemendaleikhús leiklistardeildar LHÍ.
Meira
AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur (SR) samþykkti í gær einróma að félagið og Matsveinafélag Íslands sameinuðust í nýju stéttarfélagi, Sjómannafélagi Íslands.
Meira
ÞAÐ hefur færst í vöxt að starfsmenn söluturna og klukkubúða leiti eftir ráðleggingum hjá VR því þeir óttast um eigið öryggi á vinnustaðnum. Ránum hefur fjölgað og það er algengara nú en áður að viðskiptavinir sýna ógnandi framkomu við starfsfólk.
Meira
PARKINSONSSAMTÖKIN hafa fengið styrk að upphæð þrjár milljónir króna úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson tilkynntu um styrkinn á jólafundi Parkinsonssamtakanna, sem haldinn var 2.
Meira
Selfoss | "Ég fer að vinna eftir áramótin og stefni svo á nám í Listaháskóla Íslands næsta haust," sagði Helga Mjöll Stefánsdóttir sem hlaut viðurkenningu skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir bestan heildarárangur, við brautskráningu...
Meira
ÚRSKURÐARNEFND um hollustuhætti og mengunarvarnir hefur kveðið upp þann úrskurð að starfsemi RARIK að Stekkjargötu í Neskaupsstað sé starfsleyfisskyld samkvæmt reglugerð frá 1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem geti haft í för með sér mengun.
Meira
RÉTTARHÖLDUM yfir Calvin Hill, sakborningi í manndrápsmálinu í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli í ágúst 2005 þegar hin tvítuga Ashley Turner úr flugliði varnarliðsins var stungin til bana, hefur verið frestað í Bandaríkjunum.
Meira
RÉTTARHÖLDUM yfir Calvin Hill, sakborningi í manndrápsmálinu í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli í ágúst 2005 þegar hin tvítuga Ashley Turner úr flugliði varnarliðsins var stungin til bana, hefur verið frestað í Bandaríkjunum.
Meira
Í NÝRRI skýrslu kínverskra stjórnvalda sem birt var í gær er varað við því, að staða öryggismála í Norðaustur-Asíu sé að verða "flóknari og hættulegri" vegna tilrauna N-Kóreu með kjarnavopn og aukinnar samvinnu Japans og Bandaríkjanna.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fer í tónleikaferð til þriggja Evrópulanda í febrúar. Þrennir tónleikar verða í Þýskalandi, í Köln, Düsseldorf og Braunschweig, einir í Zagreb í Króatíu og einir í Vínarborg í Austurríki.
Meira
BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ingimund Einarsson, varalögreglustjóra í Reykjavík, til þess að gegna stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2007.
Meira
STJÓRN VG í Hafnarfirði fagnar því að Hitaveita Suðurnesja hafi dregið til baka umsókn með Orkuveitu Reykjavíkur um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Um leið skorar hún á Orkuveitu Reykjavíkur að gera slíkt hið sama.
Meira
Húsavík | Röntgendeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga var nýlega tekin formlega í notkun eftir algjöra endurnýjun á tækjakosti og endurbótum á húsnæði.
Meira
PÉTUR Kristjánsson, áhugamaður um rétta notkun á íslenska fánanum, gaf á aðventunni forsætisráðuneytinu fána á stöng sem hann hafði sjálfur smíðað að mestu.
Meira
KOMIÐ hefur í ljós að ránið í 11–11 versluninni í Gilsbúð í Garðabæ á þriðjudagskvöld var sviðsett með þátttöku starfsmanns verslunarinnar og þriggja félaga hans.
Meira
Mýrdalur | Pálmi Andrésson bóndi í Kerlingardal í Mýrdal var að gefa gæsunum jólamatinn þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti á hann. Það var greinilegt að fuglarnir þekktu bóndann því að þeir komu allir kjagandi til að fá brauðmola.
Meira
"ÞEGAR við erum búnir að klára alla okkar þjálfun og fá allan okkar búnað erum við betur settir en áður þar sem við höfum alltaf þann möguleika að senda tvær þyrlur frá okkur með fólki sem þekkir staðhætti," segir Auðunn F.
Meira
KJÖRSTJÓRN VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti á lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi.
Meira
Keflavíkurflugvöllur | Tvær milljónir farþega fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Farþeginn sem fyllti töluna tvær milljónir reyndist vera um borð í Icelandair-vél sem kom frá Kaupmannahöfn í...
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is "VIÐ vorum kallaðir út klukkan hálfsjö til að fara um borð í Wilson Muuga með lögregluþjón og mann frá Gæslunni til að meta ástandið á skipinu og á strandstað," segir Auðunn F.
Meira
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær þremur aðilum viðurkenningu Alþjóðahúss, "Vel að verki staðið", fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi.
Meira
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gaf í gær út reglugerð um flutning ýmissa verkefna úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík til sýslumannsembætta víða um landið.
Meira
Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Örn Davíðsson, 16 ára frjálsíþróttamaður, og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, 17 ára fimleikakona, voru kosin íþróttamaður og íþróttakona Árborgar fyrir árið 2006.
Meira
EIGENDUR vændishúsa í Amsterdam í Hollandi hafa höfðað mál gegn borgaryfirvöldum vegna þess að borgin hyggst loka mörgum húsum af þessu tagi, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC , í gær.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEGAR bandarísk dagblöð birtu eftirmæli um Gerald Ford, 38. forseta Bandaríkjanna, sem lést í hárri elli í vikunni, staðnæmdust flestir greinarhöfundar við þá frægu en afar umdeildu ákvörðun hans að náða Richard M.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MARKMIÐ með lagabreytingu um Flugmálastjórn Íslands sem samþykkt var á Alþingi sl. sumar, var að aðskilja eftirlits- og þjónustuhlutverk Flugmálastjórnar. Var það gert með því að stofna hlutafélagið Flugstoðir...
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | "Við erum að stórauka þjónustuna við þennan hóp sjúklinga," sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, eftir undirritun samnings ríkisins og Bláa Lónsins hf.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann að nafni Egidijus Narvadas í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir smygltilraun á tæpum 4,5 kg af amfetamíni til landsins í ágúst sl.
Meira
Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að á vegum sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli hefði um tveggja ára skeið verið starfrækt svokölluð greiningardeild, sem mæti áhættu á þeim svæðum, sem íslenzkir friðargæzluliðar starfa á.
Meira
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor lofuðu framsóknarmenn gjaldfrjálsum leikskóla. Sjálfstæðismenn lofuðu því hins vegar að lækka leikskólagjöld um 25% 1. september og að foreldrar þyrftu aldrei að greiða nema fyrir eitt barn í einu.
Meira
NÝJASTA myndin um þekktasta njósnara hennar hátignar, James Bond, er nú orðin sú tekjuhæsta af öllum myndunum 21 sem um hann fjalla. Myndin, Casino Royale , var frumsýnd fyrr á árinu og hefur hlotið afbragðsgóða dóma víðast hvar.
Meira
FÁTT er meira viðeigandi fyrir tónlistaráhugamenn og aðra en að enda árið með góðum tónleikum. Í kvöld, laugardagskvöldið 30. desember, spila hljómsveitirnar Retron, Johnny Sexual, raftríóið Donna Mess og rokksveitin Gavin Portland í...
Meira
Stærsti aðdáendaklúbbur bandarísku söngkonunnar Britney Spears, sem starfræktur hefur verið á Netinu, er um það bil að leggja upp laupana þar sem forsvarsmenn hans kunna ekki lengur að meta stjörnuna. Ruben Gray, sem stofnaði netklúbbinn www.
Meira
Bandaríski hnefaleikarinn Mike Tyson var handtekinn í Scottsdale í Arizona í fyrrinótt grunaður um ölvun við akstur og fyrir að vera með kókaín í fórum sínum. Tyson yfirgaf næturklúbb um klukkan 1.
Meira
FRÉTTASTOFA BBC birti á dögunum samantekt á eftirminnilegustu ummælum ársins 2006 í menningarheiminum. Þar kennir ýmissa grasa og vitnað er í fólk á borð við Keith Richards, Britney Spears, Elizabet Taylor og Boy George.
Meira
SÁLIN hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur sitja í öðru sæti Tónlistans að þessu sinni með plötuna Sálin og Gospel. Um er að ræða upptöku frá stórtónleikum sem haldnir voru í Laugardalshöll þann 15. september síðastliðinn.
Meira
SÓPRANSÖNGKONAN Björg Þórhallsdóttir er í 25. sæti Tónlistans með plötu sína Himnarnir opnast: Jólaperlur. Á plötunni syngur hún jólalög úr ýmsum áttum ásamt Drengjakór Reykjavíkur og fjögurra manna karlakór.
Meira
PILTARNIR Í svörtum fötum halda sinn síðasta dansleik í bili á Nasa við Austurvöll í kvöld. Sárt verður að kveðja þá drengi en að venju verður það gert með pomp og prakt. Búast má við allskonar uppákomum og jafnvel góðum gestum til þeirra upp á svið.
Meira
Nóg verður um að vera í skemmtanalífi höfuðborgarinnar annað kvöld þegar nýja árið gengur í garð. Fjölmargar skemmtanir hefjast strax upp úr miðnætti og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jóhann Bjarni Kolbeinsson skoðaði það helsta sem verður á boðstólum.
Meira
ÞANN 5. janúar næstkomandi fagnar Leikfélag Kópavogs því að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, á afmælisdaginn.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is DREIFINGARFYRIRTÆKIÐ Græna ljósið hyggst herða róðurinn á nýju ári og ætlar að standa fyrir allavega einni til tveimur frumsýningum á óháðum kvikmyndum í mánuði frá og með 5. janúar næstkomandi.
Meira
Amma fer í sumarfrí Texti og myndir: Björk Bjarkadóttir. 25 bls. Mál og menning 2006. Raggi litli og froskurinn Alvitur Texti: Haraldur S. Magnússon. Myndir: Karl Jóhann Jónsson. 32 bls. Snæland 2006.
Meira
FÉLAGARNIR í Baggalúti áttu mest seldu plötuna um jólin að þessu sinni, en jólaplatan Jól og blíða situr nú á toppi Tónlistans. Á Jólum og blíðu má finna ellefu vinsæl aðventu- og hátíðarlög í útfærslu Baggalúts, t.d.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fer í tónleikaferð til Evrópu dagana 11.–21. febrúar. Þrennir tónleikar verða haldnir í Þýskalandi; í Köln 12. febrúar, þá í Düsseldorf og Braunschweig.
Meira
RITHÖFUNDURINN George Walker hefur vakið athygli á óháðum bókabúðum með því að krefjast þess að bók hans verði fjarlægð af sölu á bresku vefsíðu Amazon.
Meira
Matthías Hannes Guðmundsson fjallar um málefni kjúklingabænda: "Alifuglabændur óska eftir að ráðamenn þjóðarinnar taki tillit til þess við ákvörðun um lækkun tollanna, að framleiðendur hafa byggt upp mjög gott gæðaeftirlit."
Meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerir athugasemd við ummæli Dags B. Eggertssonar um vísitölutengdar hækkanir leikskólagjalda: "Þessi samanburður hefur því miður leitt til fækkunar barnafólks í Reykjavík síðustu 10 árin."
Meira
Steinþór Ólafsson fjallar um leti og vinnu: "Þau lönd sem geta forðast áróður um ágæti letinnar koma til með að standa betur að vígi í framtíðinni."
Meira
Snorri H. Guðmundsson fjallar um ríkisafskipti og samkeppni við einkaaðila: "Það þarf að skipta um stjórn við næstu kosningar ef Ísland ætlar að vera samkeppnisfært í upplýsingatækni á alþjóðavettvangi."
Meira
Atli Harðarson fjallar um málefni sjúkraliða: "Sjúkraliðabrúin er að mínu viti merkileg tilraun til að laga starfsnám á framhaldsskólastigi að þörfum fullorðinna nemenda."
Meira
Hávaði í kirkjum ÉG fer eins og aðrir Íslendingar stundum í kirkjur um jól. Fór ég í ónefnda kirkju á aðfangadag. Fékk ég sæti þótt þétt væri setið. Ég segi þó farir mínar ekki sléttar því ég heyrði ekki ræðu prestsins þar sem ég sat aftast.
Meira
Anna Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1922 Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. desember síðastliðinn. Anna var yngsta barn hjónanna Erlends Eyjólfssonar, f. á Snorrastöðum í Laugardalshreppi í Árnessýslu 26.
MeiraKaupa minningabók
Birna Ingibjörg Egilsdóttir fæddist í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði 13. október 1934. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Björnsdóttir, f. 21. október 1896, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Einar Sigurðsson fæddist á Seyðisfirði 2. desember 1934. Hann lést 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson, f. 14. mars 1870, d. 12. maí 1943, og Alexandra Alexandersdóttir, f. 3. júlí 1889, d. 25. desember 1950.
MeiraKaupa minningabók
Eygló Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1951. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Keflavík hinn 25. desember síðastliðinn. Foreldar Eyglóar eru Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir, f. 3. des. 1921, og Þorsteinn Kristján Þórðarson, f. 18.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Margrét Björnsdóttir fæddist á Vopnafirði 29. desember 1914. Hún lést á Kumbaravogi 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Katrín Jónsdóttir og Þórarinn Björn Stefánsson, bæði af austfirskum ættum.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Patreksfirði 23. ágúst 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Kristjánsson, f. í Bjarnareyjum á Breiðafirði 20. júlí 1900, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Kristjánsson fæddist 26. desember 1906. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir, f. 1867, þá vinnukona í Hrísey, og Kristján Kristjánsson, f. 1848, sem búsettur var í Hrísey.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SALA á íslenzku fiskmörkuðunum hefur verið mikil á árinu 2006. Í heildina fór salan í 106.500 tonn sem er nokkru meira en áætlanir voru um. Heildarverðmæti er um 14,8 milljarðar króna.
Meira
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Birtíngur hefur keypt útgáfufélagið Fögrudyr, sem stofnað var um tímaritið Ísafold. Birtíngur, sem áður hét Fróði, hefur m.a. gefið út tímaritin Mannlíf, Séð og heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Nýtt líf og Hús og híbýli.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,22% í Kauphöll Íslands í gær og var við lokun markaða 6.410,48 stig. Í dag hækkaði Exista mest eða um 2,74% en Mosaic Fashion lækkaði mest eða um 4,38%.
Meira
VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Kaupþing hafa gengið frá samkomulagi um almenna bankaþjónustu ásamt eignastýringu fyrir félagið. Samkomulagið kveður einnig á um alhliða fjármálaþjónustu til handa þeim félagsmönnum VM sem það kjósa.
Meira
FRJÁLS verslun útnefndi í gær mann ársins 2006 í íslensku viðskiptalífi við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. Heiðurinn féll í skaut Róbert Wessmann, hinum 36 ára forstjóra Actavis, og afhenti Geir Haarde forsætisráðherra honum viðurkenningarskjöld.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 15,83% á árinu 2006 en um síðustu áramót stóð vísitalan í 5.534,39 stigum en nú er hún 6.410,48 stig. Segir í Hálffimm fréttum Kaupþings að markaðurinn hafi farið mjög vel af stað í ársbyrjun.
Meira
MEÐ sérstökum fituskanna er nú hægt að "spotta" út það fólk sem er líklegt til að ala með sér hættulega fitusöfnun í kringum lífsnauðsynleg innvortis líffæri, að sögn sérfræðinga.
Meira
Tískumeðvitaðir hafa augu í hnakkanum, bókstaflega. Þeir sjá smáatriðin og vita að þau skipta máli. Eins og hárskraut. Reglan er samt sú að hið smáa má ekki verða of stórt eða of áberandi.
Meira
Hreiðar Karlsson yrkir í tilefni af sendingu Alcan til íbúa í Hafnarfirði: Íslandspóstur glæstar gjafir ber góðu börnunum í Hafnarfirði. Svo þeim verði ljóst að Alcan er ótalmargra geisladiska virði.
Meira
Hjá mörgum nær hátíðleikinn hámarki kvöldið sem gamla árið er kvatt. Veisluborð svigna undan kræsingum og á meðan dýrindis matur er snæddur skrafar fólk saman og fer yfir hápunkta ársins sem senn er á enda.
Meira
Áramót eru tími loforða og fagurs ásetnings um að bæta ráð sitt. Reykleysi, megrun og hreyfing eru sennilega meðal vinsælustu nýársheita landans.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood hefur sagt að fatnaður, hárgreiðsla og förðun gefi fólki óendanleg tækifæri til að draga það besta fram í fari sínu og persónuleika.
Meira
Þegar kemur að því að skrifa pistil frá Vestmannaeyjum er erfitt að komast hjá því að minnast á samgöngumál. Enda skiptir fátt Eyjamenn meira máli. Á árinu sem senn er á enda hefur náðst verulegur árangur í bættum samgöngum.
Meira
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýningunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega myndlistarvettvangs.
Meira
Sparisjóðsstjórarnir sigruðu í Siglufirði Kristján Snorrason og Ólafur Jónsson sigruðu á árlegu minningarmóti um Benedikt Sigurjónsson í Siglufirði á dögunum.
Meira
Gullbrúðkaup | Í gær, 29. desember, áttu Leifur Heiðar Bjarnason og Svala Guðmundsdóttir 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau giftu sig í Patreksfjarðarkirkju og þurftu leyfisbréf forseta vegna ungs...
Meira
Heyrst hefur : Hann hlaut bæði verðlaunin. RÉTT VÆRI: Hann hlaut hvortveggju verðlaunin. (Eintala af orðinu verðlaun (eitt verðlaun) er ekki til.
Meira
1 Haldið er úti gæludýrafjósi á bæ skammt frá Akureyri með kanínum, landnámshænum, gullfiski, fasana og stundum gestum. Hvaða bær er þetta? 2 Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður er íþróttamaður ársins. Hann leikur í Þýskalandi en með hvaða liði?
Meira
Jón Ingi Sigvaldason fæddist í Reykjavík 1972. Hann útskrifaðist af rafvirkjabraut frá FB 1995 og leggur nú stund á nám í viðskiptafræði við HR. Jón Ingi starfaði við byggingarvinnu og rafvirkjun, og síðar sölu- og markaðsstörf.
Meira
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÁSGEIR Örn Hallgrímsson er undir smásjá þýska handknattleiksliðsins Füchse Berlin samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en hann er laus undan samningi við þýska 1. deildar liðið Lemgo um mitt næsta ár.
Meira
Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, kusu svissneska tennisleikarann Roger Federer og rússneska stangarstökkvarann Jelenu Isinbajevu íþróttafólk ársins 2006 í karla- og kvennaflokki.
Meira
Í hófi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna á Grand hóteli Reykjavík í fyrrakvöld afhenti ÍSÍ viðurkenningar til 58 íþróttamanna.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIN Charlton og West Ham, sem bæði eru í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fá góð tækifæri til að ljúka árinu með sigrum. Þau eru bæði á heimavelli í dag gegn liðum sem ekki hafa sankað að sér mörgum stigum að undanförnu.
Meira
KR-INGAR lögðu Grindavík í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær og tróna nú einir á toppi deildarinnar þó svo það gæti breyst í dag.
Meira
KEFLVÍKINGAR eru komnir með nýjan bandarískan leikmann í körfunni. Sá heitir Ismail Muhammad og er 198 sentimetra hár framherji. Hann kom til landsins snemma í gærmorgunn og tók eina æfingu með liðinu í gær.
Meira
TOPPLIÐIN Manchester United og Chelsea eiga svipaða dagskrá fyrir höndum um áramótin þegar tvær umferðir eru leiknar í ensku úrvalsdeildinni. United er með fjögurra stiga forskot en bæði lið eru afar sigurstrangleg í leikjum sínum í dag.
Meira
TIGER Woods, besti kylfingur heims, ákvað í gær að sleppa því að keppa á Mercedes-Benz-meistaramótinu, en þar keppa allir meistarar ársins og markar þetta mót upphafið að nýju keppnistímabili.
Meira
Gömul þjóðtrú segir frá því að ef menn komi sér vel fyrir á krossgötum uppi á hæð þar sem sér til fjögurra kirkna á jólanótt geti dregið til tíðinda. Síðar var trúað að nýársnótt væri mögnuð. Trú manna var að álfarnir væru á ferðinni þessa nótt.
Meira
Brandur er lítill kettlingur. Hann er nýkominn frá mömmu sinni. Hann var gefinn strák sem heitir Óli. Honum Brandi leiðist, nú getur hann ekki leikið við systkini sín. Óli fór alltaf út á morgnana og kom heim á kvöldin.
Meira
Tómas Helgi Harðarson, sem er fimm ára, sendi okkur þessa fínu mynd af ánægðri stelpu. Ætli vinkonurnar séu að dansa eða leika í leikriti. Hvað heldur...
Meira
Afmælisgjöfin Holly var 9 ára gömul amerísk stelpa. Hún átti mömmu, pabba og einn lítinn bróður sem hét William. Helsti draumur Hollyar var að fara til Íslands.
Meira
Einu sinni var strákur sem hét Bjarni. Hann var 8 ára. Honum var boðið í afmæli hjá Palla og Lovísu. Á leiðinni í afmælið hitti hann álf sem heitir Laddi. Og hann gaf honum eina ósk. Hann sagði: "Ég óska mér að allir séu vinir.
Meira
Ótal uppgötvanir "Hún er mjög góð og segir frá sögu vísindanna," segir Geir Andersen um bókina Hér segir frá ótal uppfinningum snillinganna eftir Roger Bridgman.
Meira
Ef þig langar að búa til sparibauk þarftu: * plastflösku * pappír * skæri * liti * korktappa Það sem gera þarf: * klipptu út eyrun eins og mynd A sýnir og límdu á flöskuna. * rófan er búin til úr pappísrsstrimli sem þú klippir út og límir á.
Meira
Vefslóð vikunnar er www.leikur1.is Þar er að finna ýmsa skemmtilega spilaleiki, þrautir, ævintýraleiki, púsluspil og margt fleira. Þar er hægt að leika sér af...
Meira
Nú eru áramótin að ganga í garð. Hressir krakkar og foreldrar þeirra njóta þess að taka þátt í áramótagleði. Nú er að njóta ljósadýrðarinnar sem fylgir þessum tímamótum. Jafnframt þarf að gæta vel að flugeldum.
Meira
Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dagny@hi.is Ég hef verið að lesa fjórða og fimmta bindi Bókmenntasögu Máls og menningar, mér til mikillar skemmtunar.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Á uppvaxtarárum sínum á sjötta og sjöunda áratugnum var Bud Goodall sér meðvitandi um að faðir hans var "eitthvað að vinna fyrir ríkisstjórnina" og að þeirri vinnu hans fylgdu oft ferðalög.
Meira
Eftir Skafta Þ. Halldórsson skaftih@simnet.is Eftirminnilegar eru myndir Ragnars Axelssonar í Morgunblaðinu á Þorláksmessu af flóðunum í Hvítá í kjölfar asahlákunnar um daginn. Áin var sem hafsjór þar sem fáeinir bæir stóðu upp úr á bæjarhólum.
Meira
Einn af eftirminnilegustu (menningar)viðburðum ársins var skalli Zidanes í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í júlí. Hvað gerðist eiginlega? Í augum margra var hér um að ræða óheyrilegt ódæði sem gerði fyrri hetjudáðir Zidanes að engu. En gerðist það í raun? Og komu guðirnir við sögu?
Meira
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Á tíu ára afmæli Villtra morgna eftir Skagastúlkuna Önnu Halldórsdóttur er við hæfi að gefa þeirri góðu plötu dálítinn gaum – smeygja henni jafnvel aftur nokkrum sinnum í tækið.
Meira
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Bandarísk fjölmiðlaumræða er einkar lífleg, en að sama skapi er óhætt að fullyrða að þar vaði almennt uppi meiri fáfræði og öfgar en t.d. í mörgum Evrópulöndum.
Meira
Líkt og undanfarin ár birtust mörg lykilverk kvikmyndasögunnar á dvd-mynddiskum á árinu. Hér er skautað yfir það helsta sem bæði kvikmyndaverin og óháðir útgefendur buðu kvikmyndaunnendum upp á.
Meira
Eftir Önnu Jóa annajoa@simnet.is Í þessum pistli er leitast við að gera yfirlit um og greina hræringar á innlendum myndlistarvettvangi. Þess má þó geta í upphafi að áhersla á myndun alþjóðlegra tengsla að undanförnu, m.a.
Meira
Eftir Guðmund Odd Magnússon goddur@lhi.is Í mínum huga var þetta gott myndlistarár – margir toppar. Til dæmis var Ilya Kabakov glæsilegur á Kjarvalsstöðum. Ég fékk í hnén.
Meira
Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ þekkja allir þessa fimm; kallana kátu sem fylgja okkur dag og nótt, og eru okkur innan handar um alla skapaða hluti.
Meira
Robert Walser lést fyrir 50 árum. Hver var Robert Walser? Margir halda því fram nú að Robert Walser sé einn sérstæðasti og merkasti rithöfundur 20. aldarinnar.
Meira
Kemur í skóginn gæf og góð, gáir að birkitrjánum. Skýst milli runna skjót og hljóð, skráir í fannir rjúpuslóð. Að henni beint er arnarsjónum fránum. Leiftrar í skógi logaglóð. Lýtur að fugli dánum, hann sem í felum hokinn stóð, hróðugur og í vígamóð.
Meira
Íslensk menning á árinu 2006 er til umfjöllunar í sjö greinum um bókmenntir, kvikmyndir, myndlist, tónlist, danslist og rokk sem blaðamenn og gagnrýnendur Morgunblaðsins skrifa. Einnig er leitað álits nokkurra áhugamanna um menningu og listir utan blaðs.
Meira
Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is !Áramót eru tími upptalninga. Álitsgjafar í fjölmiðlum raða á topp tíu-lista kvikmyndum, tónlist, íþróttafólki, fyrirtækjum og hverju öðru sem hugarflugið leyfir.
Meira
Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Mér finnst gott hvað flestar þær myndir sem við gerum eru rosalega íslenskar; það er einhver sérstök tilfinning í þeim sem maður sér ekki víðar.
Meira
Íslensk menning á árinu 2006 er til umfjöllunar í sjö greinum um bókmenntir, kvikmyndir, myndlist, tónlist, danslist og rokk sem blaðamenn og gagnrýnendur Morgunblaðsins skrifa. Einnig er leitað álits nokkurra áhugamanna um menningu og listir utan blaðs.
Meira
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is New York Times Book Review birtir lista yfir fimmtíu áhugaverðustu skáldverk ársins í stafrófsröð, sem eru satt að segja vonbrigði.
Meira
Eftir Magnús Þór Þorbergsson magnusthor@lhi.is H vaða mælikvarða á að nota þegar valin er "besta sýning ársins"? Sýningar eru misminnisstæðar fyrir ólíkar sakir og erfitt að setja þær allar undir sama hatt.
Meira
Eftir Jónas Sen sen@mbl.is Í ár var Mozart ár og í janúar, þegar tónskáldið átti 250 ára afmæli, hugsaði maður með hryllingi til allra tónleikanna með tónlist Mozarts sem yrðu óhjákvæmilega haldnir á árinu.
Meira
I Hvernig á að gera upp menningarárið með sanngirni? Eina svarið hlýtur að vera að gera það með því að stefna saman eins mörgum sjónarhornum og hægt er. Nafnleysinginn sem skrifar þennan pistil ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum.
Meira
Hvað var á seyði annars staðar en á Íslandi í dægurtónlist á liðnu ári? Hvaða straumar voru aflmestir, hvaða stefnur mest áberandi og er yfir höfuð hægt að tína eitthvað slíkt til í einhvers konar "uppgjöri"? Hausklór í þessum efnum fer vaxandi með hverju árinu...
Meira
Eftir Hilmar Oddsson ho@ismennt.is Í fljótu bragði geri ég mér enga grein fyrir því hvort ég fór á fáa eða marga tónleika á árinu. Ætli árið hafi ekki verið í meðallagi.
Meira
Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varuldur@centrum.is Kvikmyndaárið mitt angar af rommi, enda kitlar mig enn í magann af gleði yfir sjóræningjamyndinni um dauðs manns kistuna.
Meira
Eftir Óttar Proppé ottarr@penninn.is Eftirminnilegasta bók sem ég las á árinu er The Road eftir bandaríska verðlaunahöfundinn Cormac McCarthy. Óskilgreindar hamfarir hafa skilið eftir sig sviðna jörð á borð við kjarnorkuvetur.
Meira
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Árið 2006 var öld liðin frá því að reglubundnar kvikmyndasýningar hófust fyrst hér á landi í Reykjavíkur-biograftheater, sem hafði aðstöðu sína í Fjalakettinum í Aðalstræti 8.
Meira
Eftir Helga Hafliðason helgiha@simnet.is Víkingur Heiðar sýndi snilldartök þegar hann lék 3. píanókonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.