Greinar mánudaginn 7. maí 2007

Fréttir

7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Atvinnuleysistryggingasjóður flytur

Skagaströnd | Það var létt yfir fólki við formlega opnun starfsstöðvar Vinnumálastofnunar á Skagaströnd hinn 4. maí. Umsýsla Atvinnuleysistryggingasjóðs færist nú til Skagastrandar en við það verða til sex til sjö ný skrifstofustörf á staðnum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Áhyggjur af ástandinu

Ísafjörður | Fjölmennur borgarafundur um horfur í atvinnumálum í Bolungarvík var haldinn í ráðhúsi staðarins í gær. Til fundarins var boðað eftir að erfiður rekstur rækjuvinnslu fiskvinnslufyrirtækisins Bakkavíkur hf. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 25 orð

Bannar framboð

HÆSTIRÉTTUR Spánar lagði í gær bann við framboði flestra frambjóðenda lítils flokks sem tengist hinum útlæga flokki baskneskra aðskilnaðarsinna, Batasuna, í sveitarstjórnarkosningum síðar í... Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Biðlistar eftir miðum

FULLT hús var á öllum sýningum Íslenska dansflokksins í Sjanghæ, Kanton og Peking, en vel heppnaðri sýningarferð flokksins til Kína lauk í gærkvöldi. Á síðustu sýningunni í Peking í gær komust færri að en vildu í 2.200 manna sal. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason sæmdur gullmerki

FÉLAG yfirlögregluþjóna sæmdi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gullmerki félagsins á föstudag fyrir afar ánægjulegt samstarf á undanförnum árum auk þess að koma af stað breytingu á löggæslunni í landinu. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Blóðbankinn fær aðgang að nútímanum

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TÍMAMÓT verða í sögu Blóðbankans í dag en þá verður hann opnaður í nýjum húsakynnum að Snorrabraut 60, þar sem Skátabúðin og síðar líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld voru áður til húsa. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 57 orð

Blómsveigur fyrir fallna sjómenn

MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, munu gangast fyrir því miðvikudaginn 9. maí kl. 10 að lagður verði blómsveigur að minnismerki um fallna sjómenn í Fossvogskirkjugarði. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 394 orð

Brakið fundið í Kamerún

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMENN flugfélagsins Kenya Airlines staðfestu í gærkvöld að búið væri að finna flak Boeing-þotu félagsins sem hrapaði í Kamerún aðfaranótt laugardags. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Breiðavíkursamtökin stofnuð

STOFNFUNDUR félags fólks sem vistað var á upptökuheimilum og öðrum sambærilegum stofnunum á árunum 1950–1980 var haldinn þann 29. apríl sl. í safnaðarheimili Laugarneskirkju og mættu þangað um 40 manns. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Breska stúlkan sem hvarf í Algarve enn ófundin

BEÐIÐ var í gær við messu í kirkju í Algarve í Portúgal fyrir þriggja ára gamalli, breskri stúlku, Madeleine McCann, sem talið er að hafi verið rænt fyrir þremur dögum frá foreldrum sínum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 417 orð | 4 myndir

Bæjarbúum líst vel á

HVERNIG líst bæjarbúum á Vatnasafnið og hvaða áhrif telja þeir að safnið muni hafa á bæjarfélagið? Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Bætt launakjör gegn manneklu

BÆTT starfsaðstaða og launakjör innan heilbrigðiskerfisins eru leiðin til að bregðast við manneklu í heilbrigðisstéttum að mati flestra stjórnmálaflokka, að því kemur fram í svörum flokkanna við spurningum læknaráðs og hjúkrunarráðs. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 800 orð | 2 myndir

Ein mesta kjörsókn í sögu fimmta lýðveldisins

Nicolas Sarkozy vann öruggan sigur í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi segir frá stemmningunni á kjördag og samtölum við franska kjósendur. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Einn helsti hápunktur ferilsins

STÓRSVEIT Winnipeg, Winnipeg Jazz Orchestra, hélt upp á 10 ára afmæli sitt með tveimur tónleikum um liðna helgi og var uppselt á þá báða. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Félag kvenna í Frjálslynda flokknum

HÚSFYLLIR var þegar Félag kvenna í Frjálslynda flokknum var stofnað 24. apríl síðastliðinn í kosningamiðstöðinni Skeifunni 7 í Reykjavík. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Fjölbreytt en heilsteypt

VOLTA, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í dag, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í Morgunblaðinu í dag. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Flestir vilja að samkynhneigðir fái að giftast

ÓVERULEGAR breytingar hafa orðið á afstöðu kjósenda til spurningarinnar um giftingar samkynhneigðra. Ívið fleiri lýsa þó fylgi við að samkynhneigðir fái að gifta sig bæði borgaralega og í kirkju. Hlutfallið er 67,4% nú, en var 65,6% í september í fyrra. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fluttur alvarlega slasaður á slysadeild LSH

KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir umferðarslys í Njarðvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 93 orð

Forsetinn í rannsókn á LSH

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, dvaldi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í nótt en hann fór rannsókn í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytuviðbrögðum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fótbrotin kona sótt með þyrlu

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti á þriðja tímanum í gær konu sem fótbrotnaði í gönguferð við Botnssúlur. Ekki var hægt að fara á bíl á vettvang og var því þyrlan kölluð út en jafnframt sjúkraflutningamenn frá Akranesi. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 216 orð

Framsókn nær ekki manni inn

JÓN Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, nær ekki kjöri á þing, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði á fylgi flokka í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Sjónvarpið. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Frekari rannsókna þörf

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FREKARI og fjölbreyttari rannsóknir þarf að gera á fátækt barna hér á landi, að sögn Guðnýjar Bjarkar Eydal, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Friðsæld í Nauthólsvík

Á ströndinni Það var fremur rólegt um að litast í Nauthólsvík þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði í gær. Flestir voru vel klæddir því að það er enn nokkuð kalt þó að sól sé farin að rísa og vorið gengið í garð. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fræðslufundur um lífræna ræktun matjurta

GARÐYRKJUFÉLAG Íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 10. maí um lífræna ræktun matjurta. Gunnþór K. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

Gul dregur forsetaframboð sitt til baka

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Heklusetur tekið í notkun

Hellu | NÝ aðstaða fyrir ferðamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér gossögu og jarðfræði eldfjallsins Heklu var opnuð um helgina að Leirubakka í Landsveit. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hópur innbrotsþjófa handtekinn

LÖGREGLAN á Selfossi handtók á laugardag níu manns í tengslum við innbrot í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Biskupstungum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Hættir sem umboðsmaður barna

EMBÆTTI umboðsmanns barna var auglýst laust til umsóknar í atvinnublaði Morgunblaðsins í gær en því starfi hefur Ingibjörg Rafnar gegnt frá því í byrjun árs 2005. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Karlakórinn Jökull í Skjólbrekku

Mývatnssveit | Karlakórinn Jökull frá Hornafirði skemmti Mývetningum með laglegum söng í Skjólbrekku á föstudagskvöldið. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morávek en undirleikari Guðlaug Hestnes. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Kjósendur bera aukið traust til Geirs H. Haarde

TRAUST til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins hefur aukist milli kannana en Capacent Gallup spurði að því í könnun, sem gerð var 25. apríl til 1. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 157 orð

Landgræðsluskóli SÞ verði í Gunnarsholti

STJÓRN Oddafélagsins, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, ályktaði á fundi sínum nýlega eindreginn stuðning við fyrirætlanir um stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi með aðsetur hjá höfuðstöðvum... Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Lögreglan á Akureyri leitar brennuvargs

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í tvíbýlishúsi á Akureyri á sjötta tímanum í gærmorgun. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 378 orð

Með allar klær úti

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is "VIÐ leitum alls staðar, maður er með allar klær úti. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Miklar olíulindir finnast í Kína

KÍNVERSKA olíufélagið PetroChina hefur fundið geysilega auðugar olíulindir í Bohai-flóa og að sögn blaðsins Jyllandsposten í Danmörku er magnið talið vera um 7,5 milljarðar fata af olíu eða samsvarandi magni af gasi. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 30 orð

Misþyrmingar?

TVENN samtök mannréttindasinna í Ísrael saka liðsmenn í öryggissveitum landsins um að misþyrma með reglubundnum hætti palestínskum föngum. Segja þau að markmiðið með misþyrmingunum sé að brjóta fangana niður... Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Mjög náið fylgst með djúpborunarverkefninu

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MIKLIR möguleikar eru í nýtingu jarðvarma á alþjóðavettvangi og þar getur sérþekking Íslendinga komið að góðum notum að sögn dr. Jefferson Tester, prófessors við MIT-háskólann í Bandaríkjunum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa

ÍBÚAR í hverfinu í kringum Njálsgötu safna nú undirskriftum gegn fyrirhugaðri staðsetningu heimilis fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74. Um hundrað manns hafa skrifað undir mótmælaskjal þessa efnis. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 44 orð

Mugabe víki

PIUS Ncube, erkibiskup safnaðar kaþólikka í Bulawayo í Simbabve, hefur hvatt Robert Mugabe forseta til að segja af sér, útilokað sé að semja við manninn, hann verði að fara. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Námskeið fyrir bankastjóra

FORYSTUMÖNNUM banka og fjármálafyrirtækja stendur til boða námskeið í siðfræði næstkomandi fimmtudag þar þeir fá m.a. tækifæri til að rökræða siðferðilegar spurningar um samfélagslega ábyrgð, lífsgæði og -gildi. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Neyðarástand vegna skýstróka

Horft yfir borgina Greensburg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum sem varð fyrir geysimiklu tjóni er mannskæðir skýstrókar herjuðu á föstudag. George W. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Nýr vegur við Hreðavatnsskála

Í SUMAR verður þjóðvegi eitt við Hreðavatnsskála í Borgarfirði breytt. Þar eru í dag tvær slæmar beygjur og blindhæð. Auk þess eru mörk vegar og bílastæða óljós. Umferðaröryggi mun því aukast við þessar framkvæmdir. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

"Ég verð forseti allra Frakka"

Eftir Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi agas@mbl.is NICOLAS Sarkozy sagðist verða forseti allra Frakka er hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að hafa verið kosinn sjötti forseti fimmta franska lýðveldisins í gær. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 441 orð | 2 myndir

"Hér er verið að skapa einstakan speglasal náttúrunnar"

Stykkishólmi | "Vatnasafnið í Stykkishólmi mun vekja athygli víða um heim," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem var viðstaddur opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi. "Þetta er merkisviðburður í listaheimi veraldar. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Reid styður Brown

London. AFP. | John Reid, innanríkisráðherra Bretlands og eini maðurinn í Verkamannaflokknum sem talinn hefur verið geta hindrað Gordon Brown í að taka við leiðtogaembættinu af Tony Blair, lýsti í gær yfir stuðningi við Brown. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 143 orð

Reykjavíkurmaraþon Glitnis

REYKJAVÍKURMARAÞON Glitnis fer fram í 24. sinn laugardaginn 18. ágúst nk. Peningaverðlaun verða í boði í þremur vegalengdum – heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 kílómetra hlaupi, auk brautarmeta í heilu og hálfu maraþoni. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 384 orð

Rúmlega níu hundruð fegrunaraðgerðir

Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is SEX af átta starfandi lýtalæknum á Íslandi framkvæmdu samtals 689 fegrunaraðgerðir á árinu 2006. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 271 orð

Saga af týndum buxum

JIN Nam Chung og Ki Chung frá S-Kóreu settust að í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, fyrir sjö árum með ungum syni sínum, opnuðu efnalaug og ætluðu að láta ameríska drauminnn um bjarta framtíð rætast, segir í frétt í danska blaðinu Jyllandsposten. Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 30 orð

Sprengt á Gaza

HERSKÁIR Palestínumenn, síðskeggjaðir og klæddir kuflum íslamista, vörpuðu sprengju í grennd við barnaskemmtun sem grunnskóli á vegum SÞ hélt á Gaza í gær. Lífvörður leiðtoga Fatah á staðnum lét... Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 426 orð | 5 myndir

Stefán fékk æðstu viðurkenningu Þjóðræknisfélagsins

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á ÞINGI Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg var Stefán J. Stefánson, fyrrverandi fógeti á Gimli í Manitoba, sæmdur æðstu viðurkenningu INL, the Lawrence Johnson Lifetime Achievement Award. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Styrkveitingar úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

ÞRÍR styrkir voru veittir úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar húsameistara hinn 16. apríl síðastliðinn og hlutu eftirtalin verkefni styrk: Haraldur Helgason arkitekt hlaut 800.000 kr. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð

Sumarháskóli í fuglaskoðun

HÁSKÓLASETUR Vestfjarða heldur sumarnámskeið í fuglafræði við Látrabjarg dagana 25.–29. maí. Námskeiðið er í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða og Háskólasetur HÍ á Snæfellsnesi, en Endurmenntun HÍ sér um skráningu á námskeiðið. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Tengivagn rann af stað og hafnaði á byggingu

MIKIL mildi þykir að tengivagn, sem rann nokkur hundruð metra áður en hann lenti á húsi, skyldi ekki hafna á bensíndælum á plani Skálans á Blönduósi um klukkan eitt í gærdag. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir

Torfæra við Sandfell

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í ralli hófst síðastliðinn laugardag þegar fyrsta keppni ársins var ekin í Reykjavík. Í rallinu voru eknar tólf sérleiðir sem allar voru innan borgarmarka Reykjavíkur. Átta þeirra voru í Gufunesi en fjórar á Geithálsi. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Uppbygging Gaddstaðaflata í sjónmáli

Hellu | Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um 80 milljóna kr. stuðning við uppbyggingu fyrir hestaíþróttaaðstöðu á Gaddstaðaflötum við Hellu. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 166 orð

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2007–2008

ÚTHLUTUNARNEFND fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá september 2007 til ágústloka 2008. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Úthlutun úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2007. Fræðimannsstyrk að þessu sinni hlýtur Katrín Ólafsdóttir til útgáfu á rannsókn hennar sem ber heitið "Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur?". Meira
7. maí 2007 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Úthýsa botnvörpu

FULLTRÚAR ríkja við sunnanvert Kyrrahaf náðu að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins BBC , í liðinni viku samkomulagi um að takmarka mjög notkun á þungum togaravörpum sem vitað er að geta valdið miklu tjóni á hafsbotninum, einkum kóralrifum. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Vara við hættu á hækkuðu orkuverði

ÍSLANDSHREYFINGIN – lifandi land varar við hættunni á hækkuðu orkuverði til almennings í kjölfar frekari einkavæðingar orkuauðlindarinnar. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 219 orð

VG styrkja stöðu sína til muna

VINSTRI-grænir meira en tvöfalda fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi frá síðustu kosningum ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups sem unnin var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi VG mælist nú 14,5% en var 6,2% í kosningunum 2003. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Vinafundur í Húsdýragarðinum

GESTUM Húsdýragarðsins fer jafnan að fjölga þegar líða tekur á maí og vor er í lofti. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Vindurinn feykti hjólhýsum út fyrir veg

TVÖ HJÓLHÝSI fuku út af veginum í Breiðavaðsbrekku, skammt austan við Blönduós, síðdegis í gærdag. Bifreið sem dró annað hjólhýsið valt út fyrir veg í látunum og hlaut ökumaðurinn skurð á höfði en slasaðist ekki alvarlega. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Virkilega gott tækifæri

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Þrettán undir pari

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sínum besta árangri í atvinnumennskunni um helgina þegar hann endaði í 11. til 13. sæti á Opna ítalska mótinu sem fram fór í Mílanó. Meira
7. maí 2007 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Öflugri löggæsla á Vesturlandi

VIÐBRAGÐSTÍMI lögreglunnar á Vesturlandi styttist og löggæslan verður mun sýnilegri en verið hefur. Þetta verður meðal annars mögulegt með því að nýta betur fjármagn, mannafla og tæki sem tiltæk eru á svæðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 2007 | Leiðarar | 859 orð

Endurfæðing Frakklands?

Nicolas Sarkozy bar sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi í gær. Hann fékk um 53,06% atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Ségolène Royal, 46,94%. Meira
7. maí 2007 | Staksteinar | 185 orð | 1 mynd

Enn einu sinni?

Er Steingrímur J. Sigfússon enn einu sinni að glutra niður stórsigri Vinstri grænna í þingkosningum? Skoðanakannanir benda eindregið til þess að svo sé. Hvað getur valdið því, að þetta gerist aftur og aftur? Meira

Menning

7. maí 2007 | Dans | 561 orð | 1 mynd

Alla þyrstir í að láta hrífast

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VEL heppnaðri sýningarferð Íslenska dansflokksins til Kína lauk í gærkvöldi, þegar flokkurinn dansaði fyrir troðfullum sal 2.200 gesta í Peking. Meira
7. maí 2007 | Hugvísindi | 193 orð | 1 mynd

Ekkert púður í þessari bombu

ÞAÐ er eitthvað við fyrstu-persónu-skotleiki sem gerast í "raunveruleikanum" sem heillar mig meira en leikir eins og Doom og álíka leikir sem gerast úti í geimnum eða hafa of mikinn ævintýrablæ á sér. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 668 orð | 2 myndir

Fjögurra stjörnu bátsferð með Björk

FÁUM er eins lagið að koma hlustendum sínum á óvart en halda samt í öll sín sérkenni og Björk Guðmundsdóttur. Það er einmitt tilfellið á nýjustu plötu hennar, Volta , sem er aðgengileg almenningi frá og með deginum í dag. Meira
7. maí 2007 | Myndlist | 235 orð | 1 mynd

Hérna var það

Til 6. maí. Opið fim. til sun. frá kl. 14–18. Aðgangur ókeypis. Meira
7. maí 2007 | Fólk í fréttum | 428 orð | 14 myndir

Í kampavínsbaði og kavíarkrísu

Fiðrildi flöktu í mallakút flugu seinnipart föstudagsins en þá var samkvæmisdýrið að snyrta sig í hástert fyrir boð á Bessastöðum . Meira
7. maí 2007 | Kvikmyndir | 222 orð | 1 mynd

Könguló í klóm leiðinda

Leikstjórn: Sam Raimi. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Kirsten Dunst, James Franco, Thomas Haden Church, Topher Grace og Bruce Campbell. Bandaríkin, 140 mín. Meira
7. maí 2007 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Miðasala á AIM-hátíðina hefst í dag

MIÐASALA á AIM festival hefst á midi.is í dag. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 509 orð | 8 myndir

Miklar vinsældir Eiríks í Finnlandi

Um helgina fóru fram tvær æfingar á "Valentine Lost", framlagi Eiríks Haukssonar og félaga fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Helsinki. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 271 orð | 1 mynd

Mikligaldur í verkfalli

Beethoven: Píanókonsert nr. 4 í G Op. 58. Brahms: Sinfónía nr. 2 í D Op. 73. Cristina Ortiz píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Miðvikudaginn 2.5. kl. 19:30. Meira
7. maí 2007 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Orka leyst úr læðingi við Hverfisgötu

SÝNINGIN Uppreisn litarins verður opnuð í Vin við Hverfisgötu 47 klukkan 13 í dag. Mikil orka hefur verið leyst úr læðingi í Vin að undanförnu og má sjá afraksturinn á veggjum athvarfsins. Meira
7. maí 2007 | Myndlist | 289 orð | 1 mynd

Ólafur Elíasson á króatískri eyju og í Manchester

ÓLAFUR Elíasson myndlistarmaður hefur í nógu að snúast þessa dagana. Eins og greint var frá fyrir skömmu vinnur hann að hönnun sumarskála Serpentine-gallerísins í Lundúnum en hann tekur einnig þátt í samsýningu í Manchester. Meira
7. maí 2007 | Kvikmyndir | 625 orð | 1 mynd

Óttinn kremur sálina

Leikstjóri: Florian Henckel von Donnersmarck. Aðalleikarar: Martina Gedeck , Ulrich Muehe, Sebastian Koch, Ulrich Tukur. 135 mín. Þýskaland 2006. Meira
7. maí 2007 | Menningarlíf | 196 orð | 3 myndir

Palmer valin besti ungi flytjandinn

BRESKI fiðluleikarinn Ruth Palmer var valin besti ungi flytjandinn á klassíska hluta bresku tónlistarverðlaunanna, Classical Brits, sem afhent voru í Lundúnum á fimmtudagskvöldið. Meira
7. maí 2007 | Dans | 40 orð | 1 mynd

"Þið eruð æðisleg"

"ÉG þekki Sigur Rós og ég þekki múm og þið eruð æðisleg," sagði kínversk hnáta við framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins eftir síðustu sýninguna þar í landi í gærkvöldi. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 361 orð | 1 mynd

Saknar þjóðlegra einkenna

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is "MÉR finnst íslenska lagið alveg ágætt, það er frekar einfalt og grípandi," segir Stefán Hilmarsson söngvari um framlag Íslendinga til Evróvisjón-söngvakeppninnar. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Sefur í náttfötum Kurts

COURTNEY Love, ekkja Kurts Cobain, sefur í náttfötum Kurts. Hún segist gera það til þess að gleyma honum ekki en hún er samt sem áður hrædd um að finna ástina ekki að nýju sleppi hún ekki af honum takinu. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 253 orð

Stjörnukvöld

Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es Op. 73. Brahms: Sinfónía nr. 1 í c Op. 68. John Lill píanó, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Föstudaginn 4. maí kl. 19:30. Meira
7. maí 2007 | Hugvísindi | 252 orð | 1 mynd

Stundum er vísa of oft kveðin

FRUMLEIKI er ekki sterkasta hlið þessa leiks í Genji-leikjaröðinni. Manni finnst eins og maður hafi spilað þennan leik hundrað sinnum áður, undir öðru nafni. Meira
7. maí 2007 | Fjölmiðlar | 213 orð | 1 mynd

Sumir klikka – aðrir klikka ekki

Geir kallinn, hann klikkar ekki. Verst að hann skuli vera sjálfstæðismaður. Það er svo merkilegt að fylgjast með því hvernig forystumenn stjórnmálaflokkanna koma fyrir í sjónvarpi, sérstaklega nú í aðdraganda kosninga. Meira
7. maí 2007 | Tónlist | 375 orð | 2 myndir

Tekur ristað brauð fram yfir drauga

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BRESKA útvarpsstöðin BBC 6 Music gerði nýverið könnun á því meðal hlustenda sinna hvaða lagatextar tónlistarsögunnar þeim þættu verstir. Meira
7. maí 2007 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Tyft slær taktinn á Dómó í kvöld

TRÍÓIÐ Tyft heldur tónleika á Dómó kl. 21 í kvöld. Sveitina skipa þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Jim Black trommuleikari og Andrew D'Angelo saxófónleikari. Meira
7. maí 2007 | Hugvísindi | 292 orð | 1 mynd

Vantar nokkur hestöfl

ÉG er ekki mikill bílaleikjamaður og reyni að forðast þá eins og heitan eldinn. Þó er einn leikjabálkur sem á hug minn og það er Burnout-serían. Meira

Umræðan

7. maí 2007 | Blogg | 85 orð | 1 mynd

Áslaug Ósk Hinriksdóttir | 3. maí 2007 Pælingar Ég er mikið að pæla í...

Áslaug Ósk Hinriksdóttir | 3. maí 2007 Pælingar Ég er mikið að pæla í því hvað ég á að gera í haust ef Þuríður mín heldur áfram að vera svona góð einsog hún hefur verið undanfarna rúma tvo mánuði. Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Einn af hverjum sex

Eftir Árna Pál Árnason: "Í NÝÚTKOMINNI skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika 2007 kemur fram að um 16% af fasteignaveðlánum móðurfélaga bankanna í árslok 2006 sé með veðhlutfalli yfir 90%." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 601 orð | 1 mynd

Engin hornreka í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: "EES-samningurinn lifir góðu lífi." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Eruð þið búin að gleyma?

Eftir Ingunni Snædal: "KVÓTAMISFERLINU? Öllum kvótanum sem ríkisstjórnin hafði af sjávarþorpum landsins og skenkti sægreifavinum sínum og sjálfum sér? Auðlind þjóðarinnar afhent örfáum auðmönnum sem fá að braska með hana að vild." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Íslandshreyfingin vill efla ferðaþjónustu

Eftir Ósk Vilhjálmsdóttur: "ÞAÐ er furðu algengt að heyra Íslendinga tala niður til ferðaþjónustunnar. Það er talað um láglaunastörf og að ferðamenn valdi náttúruspjöllum og stundum skilst manni að hagsmunir ferðaþjónustunnar skipti litlu sem engu máli séu aðrir hagmunir í húfi." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 162 orð | 1 mynd

Jaðarsvæðin – Nokkur orð um minnstu bræðurna

Eftir Guðjón í Mánabergi: "EKKI hefi ég enn í þessari kosningabaráttu heyrt minnst á ,,jaðarsvæðin" eða hvort þau hafi verið heimsótt. Undanskilin eru Vinstri græn (VG). Þau ráku inn nefið á dögunum." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Jafnrétti og málefni fjölskyldunnar

Eftir Jenný Ingu Eiðsdóttur: "Málefni kvenna og barna eru mér hugleikin. Bæði vegna þess að ég er ljósmóðir en líka vegna þess að ég er kona og ég á börn." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Kjósendur, ábyrgðin er okkar

Eftir Baldur Ágústsson: "ÞAÐ er alltaf dapurt að sjá þá sem geta látið gott af sér leiða misnota völd sín af hroka og lítilsvirðingu gagnvart öðrum. Víða sjáum við dæmi þessa: Stundum t.d." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Kýst þú flokk sem hvorki ber virðingu fyrir fólki né umhverfi?

Eftir Friðrik Dag Arnarson: "ÉG spyr þessarar spurningar í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt miðað við síðustu kosningar, sé tekið mark á könnunum." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Lánasjóðurinn aldrei öflugri

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Lánasjóðurinn hefur aldrei gegnt félagslegu jöfnunarhlutverki sínu betur en nú" Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Námssetur fyrir þróunarlönd á Íslandi vegna landeyðingar og landgræðslu

Herdís Þorvaldsdóttir vill ekki láta skepnur éta undan okkur landið: "Nær væri að við færum á námskeið hjá Nýsjálendingum sem sáu fyrir hálfri öld að þeir væru að missa gróðurþekjuna sökum ofbeitar og sneru vörn í sókn." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd

Opinber útgjöld aukast en velferðin varð út undan

Eftir Jón Magnússon: "Opinber útgjöld hafa aukist á 15 ára stjórnartímabili Sjálfstæðisflokksins úr 32% af þjóðarframleiðslu í 42% af þjóðarframleiðslu. Þetta er gríðarleg útgjaldaaukning sem stafar að verulegu leyti af aðhaldsleysi í opinberum fjármálum." Meira
7. maí 2007 | Blogg | 289 orð | 1 mynd

Pálmi Gunnarsson | 5. maí 2007 Það er svo skrýtið Á liðnum árum hefur...

Pálmi Gunnarsson | 5. maí 2007 Það er svo skrýtið Á liðnum árum hefur þjóðin getið af sér leiðtoga sem hafa stjórnað landinu af óskaplegum dugnaði og heilindum að eigin sögn. Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd

Samkeppnisstaða, útrás og komandi alþingiskosningar

Eftir Egil Benedikt Hreinsson: "HIÐ öra og breytilega veðurfar á Íslandi á vafalaust þátt í að móta skapferli okkar og vinnuhefðir." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 190 orð | 1 mynd

Samlag um kostnaðarhlut sjúklinga

Eftir Kristin H. Gunnarsson: "FRJÁLSLYNDI flokkurinn vill endurskoða innheimtu þjónustugjalda í heilbrigðisþjónustunni. Með breytingum á skipulagi ýmissa þátta heilbrigðisþjónustunnar, t.d." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Samstarf nauðsynlegt til að sinna mannúðarstörfum

Ómar H. Kristmundsson vill skerpa á starfi Rauða krossins: "Á alþjóðadegi Rauða krossins, hinn 8. maí, verður lögð áhersla á mikilvægi þess að auka samstöðu í mannúðarstarfi." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Skattar og skattalækkanir

Indriði H. Þorláksson skrifar um skatta: "Skattar ráðast af ákvörðunum um útgjöld til samneyslu en ekki með skattalögum." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 220 orð

Sláturleyfishafar

Sverrir Hermannsson: "MENN reka upp stór augu og spyrja hvað á bak við búi að Framsókn skuli skipta um formann Landsvirkjunar hálfum mánuði fyrir kosningar og afleiðingin aukinn draugagangur í myrkfælnum flokki. Raunar er málið mjög einfalt." Meira
7. maí 2007 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 6. maí 2007 Viðbrögð Ég hef aldrei verið...

Stefán Friðrik Stefánsson | 6. maí 2007 Viðbrögð Ég hef aldrei verið hallelúja-maður fyrir einn flokk eða einhvern einn mann. Það er enginn fullkominn í þessum heimi. Sjálfur þoli ég ekki þá sem verja sinn flokk algjörlega út í dauðann. Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Tækifæri og jöfnuður – málstaður fólksins

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: ""Samfylkingin er málstaður fólksins", hún stendur vörð um þá sem standa höllum fæti um leið og hún stuðlar að almennri hagsæld allra." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 499 orð | 1 mynd

Veiting ríkisborgararéttar

Guðjón Ólafur Jónsson skrifar um veitingu ríkisborgararéttar: "Svo kann að fara að þingmenn muni veigra sér við því að setja sérstök lög um veitingu ríkisborgararéttar" Meira
7. maí 2007 | Velvakandi | 533 orð | 1 mynd

velvakandi

Kastljós 1. maí ÉG, undirritaður, horfði og hlustaði á Kastljós 1. maí. Þar reifaði heilbrigðisráðherrann hæstvirtur sínar hugsjónir og ætla ég að minnast lítillega á þá sýn sem ráðherrann hefur á þarfir eldra fólks og öryrkja. Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Verður Ísland fátækara án Vestfirðinga?

Gísli H. Halldórsson vill treysta byggð á Vestfjörðum: "Það sem við þurfum til að byggja Ísland myndarlega er stórhugur en ekki hokur." Meira
7. maí 2007 | Aðsent efni | 382 orð | 1 mynd

Væntingar og síðan vonbrigði – aldraðir enn settir til hliðar

Eftir Eyjólf Eysteinsson: "Hér er ekki verið að hugsa um okkur gamla fólkið heldur stöðugt verið að reyna veiða atkvæði okkar." Meira

Minningargreinar

7. maí 2007 | Minningargreinar | 1786 orð | 1 mynd

Axel Guðmundsson

Axel Guðmundsson fæddist á Bakka á Bökkum í Vestur-Fljótum í Skagafjarðarsýslu 9. september 1924. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

Árný Hildur Árnadóttir

Árný Hildur Árnadóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1975. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 26. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 6. mars. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 596 orð | 1 mynd

Erna Sigrún Sigurðardóttir

Erna Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1932. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 30. apríl. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Egilsstöðum, Ölfushreppi, Árnessýslu, 24. desember 1935. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. apríl síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. maí sl. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 7613 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson bassaleikari fæddist á Söndum í Dýrafirði 14. mars 1932. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Z. Gíslason, prestur á Þingeyri, f. 15.7. 1900, d. 1.1. 1943, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 5.1. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 636 orð | 1 mynd

Sigmar Kristjánsson

Sigmar Kristjánsson fæddist á Húsavík 24. nóvember 1946. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar Sigmars eru Kristján Benediktsson, f. í Aðaldal 17.5. 1919, d. 17.4. 2004, og Petrína Grímsdóttir, f. á Húsavík 14.1. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2007 | Minningargreinar | 585 orð | 1 mynd

Sveinn Rögnvaldsson

Sveinn Ingvar Rögnvaldsson fæddist 7. maí 1950. Hann lést 10. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Valgerðar Sveinsdóttur frá Gerði á Barðaströnd og Rögnvaldar Haraldssonar frá Hringsdal í Arnarfirði, sem bjuggu á Patreksfirði. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 436 orð | 1 mynd

Enn af umhverfismerkingum

Umhverfismerkingar á fisk og fiskafurðir eru stöðugt til umræðu. Meira
7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 349 orð | 1 mynd

Grásleppuveiðin hér á landi minni en í fyrra

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VEIÐUM á grásleppu hjá þeim, sem fyrstir hófu þær, er nú lokið. Hver bátur má stunda veiðar í 50 daga og hefja mátti þær þann 10. marz síðastliðinn. Meira
7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 152 orð | 1 mynd

Nýr bátur til Tálknafjarðar

Útgerðarfélagið Bergdís ehf á Tálknafirði hefur fengið afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Þór Magnússon sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Meira
7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 186 orð

Rafrænn flutningur heimilaður

FISKISTOFU er nú heimilt að gera þjónustusamninga um rafrænar tilkynningar um flutning aflamarks milli fiskiskipa sem eru í eigu sama einstaklings eða lögaðila. Greiða skal kr. 12. Meira
7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 204 orð

Sex sjóræningjaskip rifin

SAMKVÆMT upplýsingum frá skrifstofu Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) verða sex af þeim skipum sem stundað hafa ólöglegar karfaveiðar á Reykjaneshrygg undanfarin ár rifin á næstunni. Meira
7. maí 2007 | Sjávarútvegur | 219 orð

Vetur í Íslandshafi

VETRARÁSTAND er enn ríkjandi í hafinu norðaustur af landinu, frá Langanesi að Jan Mayen. Gróður er þó byrjaður að myndast í yfirborðslögum sjávar og mest var um átu norðaustarlega á svæðinu. Dagana 18.-26. Meira

Viðskipti

7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Actavis kaupir markaðsleyfi fyrir sýklalyf

Actavis hefur keypt markaðsleyfi sýklalyfsins Floxapen af lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline í Evrópu. Actavis mun hefja dreifingu og sölu lyfsins á næstu vikum. Meira
7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 130 orð | 1 mynd

Bitist um LionOre

RÚSSNESKA fyrirtækið Norilsk Nickel, sem framleiðir fimmtung af öllu nikkeli í heiminum, hefur gert yfirtökutilboð í kanadíska nikkelframleiðandann LionOre. Meira
7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Gjaldþrotum fjölgar á Englandi og Wales

YFIR 30 þúsund manns urðu gjaldþrota á Englandi og Wales á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er um 25% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef BBC -fréttastofunnar. Meira
7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Gott uppgjör hjá Vinnslustöðinni

HAGNAÐUR af rekstri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum nam 765 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við 213 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Meira
7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 154 orð | 1 mynd

Lofa því að eplið verði grænt

BANDARÍSKA tæknifyrirtækið Apple stefnir að því taka upp vistvænni aðferðir við framleiðslu á tölvubúnaði, iPod og öðrum vörum fyrirtækisins. Meira
7. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 446 orð | 1 mynd

Murdoch þarf að vera þolinmóður

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TILBOÐ fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdochs og fjölmiðlasamsteypu hans, News Corp., í Dow Jones & Co er "fáránlega hátt". Þetta er mat James Lowell II. Meira

Daglegt líf

7. maí 2007 | Daglegt líf | 299 orð | 1 mynd

Alnæmislyf úr söltum sjó

Geta sjávardýr lagt eitthvað til í baráttunni við alnæmi? Vísindamenn rannsaka nú sérstakar sameindir frá örverum í sjónum með það að markmiði að þær hindri útbreiðslu alnæmisveirunnar í líkamanum. Meira
7. maí 2007 | Daglegt líf | 714 orð | 3 myndir

Ég á að vera löngu kominn undir sex fetin

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er engin leið að hemja mig og ég er alltaf að finna mér ný verkefni til að takast á við. Ég veit svosem vel að ég er orðinn allt of gamall til að standa í þessum rekstri því ég er kominn yfir áttrætt. Meira
7. maí 2007 | Daglegt líf | 232 orð | 1 mynd

Gallaefni besta sólvörnin

GALLAEFNI og raunar líka ull, er besta vörnin gegn geislum sólar að mati svissneskra vísindamanna sem athuguðu 500 rannsóknir sem gerðar höfðu verið víða um heim á því hvernig fólk varði húð sína gegn sólinni. Meira
7. maí 2007 | Neytendur | 1344 orð | 2 myndir

Hvað kosta sumarnámskeiðin?

Sá tími er liðinn að skólabörn noti íslenska sumarið í útileiki með vinunum meðan mamma sinnir garðverkunum heima við. Alls kyns námskeið og skipulögð dagskrá bíður þeirra þegar skólanum lýkur á vorin en hvað skyldu herlegheitin kosta? Meira
7. maí 2007 | Daglegt líf | 492 orð | 4 myndir

Ofvaxnar klær valda vanlíðan og geta skemmt liði

Mörgum hunda- og kattategundum þarf að kemba daglega, bursta tennur þeirra daglega og síðast en ekki síst verður að fylgjast vel með klónum svo þær vaxi ekki um of og valdi dýrinu skaða og óþægindum. Meira
7. maí 2007 | Daglegt líf | 120 orð | 2 myndir

Sælgætis-Knútur

HANN er vinsæll í heimalandi sínu Þýskalandi þessa dagana ísbjarnarunginn Knútur enda ýmislegt sem hefur gengið á á hans stuttu ævi. Meira

Fastir þættir

7. maí 2007 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Barney "Bush" í boltaleik

BARNEY, hundur George W. Bush Bandaríkjaforseta, leikur sér með bolta á lóðinni suður af Hvíta húsinu í Washington í gær. Barney er skoskur terríer og kom í heiminn fyrir tæpum sjö árum... Meira
7. maí 2007 | Fastir þættir | 153 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tveir fyrir einn. Norður &spade;Á105 &heart;ÁK532 ⋄842 &klubs;Á7 Vestur Austur &spade;KDG942 &spade;3 &heart;D109 &heart;874 ⋄96 ⋄KD10753 &klubs;32 &klubs;864 Suður &spade;876 &heart;G6 ⋄ÁG &klubs;KDG1095 Suður spilar 5&klubs;. Meira
7. maí 2007 | Í dag | 39 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur á Vopnafirði, Bryndís Gísladóttir...

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur á Vopnafirði, Bryndís Gísladóttir, Hugrún Ingólfsdóttir og Gabríela Sól Magnúsdóttir , héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær söfnuðu 7.682 krónum. Meira
7. maí 2007 | Dagbók | 429 orð | 1 mynd

Miðlun menningararfs

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1985 og útskrifaðist frá lagadeild HÍ 1993. Þorgerður starfaði hjá Lögfræðingum Höfðabakka og var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar RÚV. Meira
7. maí 2007 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í...

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18. Meira
7. maí 2007 | Fastir þættir | 138 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 e6 6. a3 Rd7 7. d3 g6 8. g3 Bg7 9. Bg2 Re7 10. De2 O-O 11. O-O Db6 12. Bd2 Hfe8 13. Hab1 a5 14. Rd1 c5 15. Re3 Da6 16. Hfe1 dxe4 17. Bxe4 Rc6 18. a4 Had8 19. Bg2 Rde5 20. Dd1 f5 21. b3 Rf7 22. Rc4 Rb4 23. Meira
7. maí 2007 | Í dag | 148 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Tekinn er til starfa á Akureyri nýr fjárfestingabanki. Hvað nefnist hann? 2 Kylfingurinn heimsfrægi Tiger Woods er ekki með síður frægan lærimeistara um þessar mundir. Hver er hann? 3 Kryddpían Mel B. Meira
7. maí 2007 | Fastir þættir | 303 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji er himinlifandi þessa dagana, sjálfstraustið hefur aldrei verið meira, hann finnur að hann er maður með mönnum, þenur út brjóstið og hreykir sér. Myndi sperra stél ef hann væri með slíkt þarfaþing. Ástæðan? Meira

Íþróttir

7. maí 2007 | Íþróttir | 146 orð

Alkmaar missti af bikarnum í vítakeppni

GRÉTAR Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar misstu í gær af sínum öðrum stóra titli í hollensku knattspyrnunni á einni viku. Þeir töpuðu fyrir Ajax í vítaspyrnukeppni eftir að úrslitaleikur liðanna í bikarkeppninni endaði 1:1, að lokinni framlengingu. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 502 orð

Allt opið eftir tap Dallas

TAP Dallas fyrir Golden State hefur breytt stöðunni verulega í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 587 orð | 1 mynd

Ánægður með sjálfan mig

"ÉG er mjög ánægður með þetta enda er þetta besti árangur sem ég hef náð og við verðum að byggja ofan á það. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 174 orð

Birgir Leifur lagaði stöðu sína verulega

MEÐ árangri sínum á Opna ítalska mótinu um helgina lagaði Birgir Leifur Hafþórsson stöðu sína á evrópska peningalistanum verulega. Fyrir mótið var hann í 215 sæti með 14.619 evrur í verðlaunafé, eða sem nemur rúmum 1,2 milljónum króna. Fyrir 11. til 13. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

Bjarki tryggði FH sigur

ÍSLANDSMEISTARAR FH báru sigurorð af bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni karla í knattspyrnu, 1:0. Liðin mættust í gærkvöldi á frjálsíþróttavelli FH-inga í Kaplakrika við fremur erfiðar aðstæður. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 118 orð

Bremen á ennþá von

SVÍINN Markus Rosenberg skoraði þrennu fyrir Werder Bremen þegar liðið vann Herthu 4:1 í Berlín. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

Deildabikar kvenna Grótta – Stjarnan 23:25 Seltjarnarnes...

Deildabikar kvenna Grótta – Stjarnan 23:25 Seltjarnarnes, DHL-bikarinn, annar úrslitaleikur, laugardaginn 5. maí 2007. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 1677 orð | 1 mynd

FH – Keflavík 1:0 Kaplakriki, Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki...

FH – Keflavík 1:0 Kaplakriki, Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki, sunnudaginn 6. maí 2007. Mörk FH : Bjarki Gunnlaugsson 17. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 303 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Árni Gautur Arason og félagar í Vålerenga unnu sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir lögðu meistarana í Rosenborg að velli, 2:1, í Osló . Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 401 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Helgi Már Magnússon og félagar í svissneska liðinu Boncourt töpuðu þriðja leiknum í framlengingu í undanúrslitunum 93:89 fyrir Friburg . Staðan er því 2:1 fyrir Friburg sem getur tryggt sér sigur og sæti í úrslitunum með sigri á miðvikudaginn. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 94 orð

Fólk sport@mbl.is

Fylkir sigraði 1. deildarlið Þórs í æfingaleik á Fylkisvellinum á laugardaginn, 5:2. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 327 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Bjarni Guðjónsson fór af velli snemma leiks, meiddur í baki, þegar ÍA gerði markalaust jafntefli við 1. deildarlið Víkings frá Ólafsvík í æfingaleik á grasvellinum á Hellissandi á laugardaginn. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 411 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading og lék allan leikinn þegar lið hans tapaði óvænt, 0:2, fyrir botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður hjá Reading á 79. mínútu. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 830 orð | 2 myndir

Gott að fá eitthvað í kassann

KYLFINGURINN Birgir Leifur Hafþórsson hefur í nógu að snúast í sumar og dagskráinn er þétt. Eftir mótið í Mílanó í gær hélt hann heim, stoppaði þar í tæpa tvo sólarhirnga áður en haldið var til Spánar á næsta mót. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 186 orð

Kiel og Hamburg áfram á sigurbraut

TOPPLIÐIN Kiel og Hamburg unnu bæði örugga sigra á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn og eru jöfn og efst með 48 stig þegar bæði eiga sex leikjum ólokið. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

NBA Houston - Utah 99:103 *Utah vann 4:3 og mætir Golden State í átta...

NBA Houston - Utah 99:103 *Utah vann 4:3 og mætir Golden State í átta liða úrslitum. Detroit - Chicago 95:69 *Detroit yfir 1:0. Cleveland - New Jersey 81:77 *Cleveland yfir 1:0. Phoenix - San Antonio Spurs 106:111 *Spurs yfir... Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 202 orð

"Serbar eru með hörkulið"

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is "SERBAR eru með hörkulið, vel skipulagt og þétt, með nokkra góða leikmenn. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 695 orð | 2 myndir

"Tel að 38 stig dugi"

"EF liðið væri búið að spila svona í allan vetur værum við í baráttu við Liverpool og Arsenal um þriðja sætið í deildinni," sagði Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham við Morgunblaðið í gær. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Real í annað sætið eftir "rauðan" leik gegn Sevilla sem datt niður í þriðja

REAL Madrid komst í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Sevilla, 3:2, í sögulegum leik á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Roeder hættur hjá Newcastle

GLENN Roeder sagði í gærkvöld lausu starfi sínu sem knattspyrnustjóri Newcastle, en Freddie Shepherd stjórnarformaður félagsins staðfesti það seint í gærkvöld. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Samúel á leiðinni til Noregs

SAMÚEL Ívar Árnason handknattleiksmaður er hættur hjá Haukum og leikur með norsku félagi á næsta tímabili. Það verður að öllum líkindum úrvalsdeildarliðið Elverum en Samúel hefur æft með liðinu undanfarna daga og kom heim á ný í gærkvöldi. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 679 orð | 1 mynd

Sextándi titill United

MANCHESTER United varð í gær enskur meistari í knattspyrnu í 16. skipti þegar Arsenal og Chelsea skildu jöfn, 1:1, á Emirates-leikvanginum. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 194 orð

Tap hjá KKÍ og unglingarnir ekki á EM

TVÆR breytingar urðu á stjórn Körfuknattleikssambands Íslands en ársþing þess var haldið um helgina. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

Tottenham heldur í Emil

ENSKA knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við íslenska landsliðsmanninn Emil Hallfreðsson og framlengja hann um eitt ár í viðbót. Samningur Emils við félagið átti annars að renna út í vor. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Vænleg staða hjá Ciudad

ÓLAFUR Stefánsson og félagar eru áfram efstir í spænsku 1. deildinni í handknattleik eftir góðan útisigur á Arrate í hörkuleik í fyrrakvöld, 29:27. Meira
7. maí 2007 | Íþróttir | 353 orð | 2 myndir

Þriðji titill Stjörnunnar

STJARNAN úr Garðabæ varð um helgina deildabikarmeistari í handknattleik kvenna þegar liðið lagði Gróttu öðru sinni í úrslitum keppninnar. Hjá körlunum þarf hins vegar oddaleik þar sem Stjarnan lagði HK og jafnaði þar með metin, 1:1. Meira

Fasteignablað

7. maí 2007 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Allt klárt fyrir sumarið

Fyrir þá sem ekki eiga sumarbústað, húsbíl, fellihýsi eða tjaldvagn er allt í lagi að ferðast um landið með tjald. Smávegis rigning gerir ekkert ef maður hefur sitt á... Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 722 orð | 2 myndir

Bærinn við eyjarnar óteljandi

"Ég lít á Stykkishólm sem "Paradís á jörðu" enda er þetta að mínu mati "Nafli alheimsins" Hugarfarið skiptir svo til öllu máli í lífi fólks. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 127 orð | 4 myndir

Engjateigur 17

Reykjavík | Valhöll fasteignasala er með til sölu mjög góða, vel staðsetta 109,9 fm íbúð á tveimur hæðum í Listhúsinu við Engjateig. Flísalögð forstofa, gott hjónaherbergi með góðum skápum og flísar á gólfi. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 137 orð | 2 myndir

Fífumói 18

Njarðvík | Akkurat fasteignasala hefur til sölu laglegt fimm herbergja parhús á tveimur hæðum í Njarðvík. Eignin skiptist í forstofu og við hlið forstofu er þvottahús og eldhús. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 197 orð | 2 myndir

Gvendargeisli 44

Reykjavík | Fasteignasalan Borgir hefur til sölu sérlega fallega og rúmgóða 4ra herbergja íbúð sem er 138,9 fm að stærð auk stæðis í bílskýli. Íbúðin, sem er endaíbúð á 2. hæð, er með sérinngangi og er aðeins ein íbúð á hæð. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Hreiðurgerð

Ekki búa allir í íbúðum eða húsum. Um þessar mundir eru smáfuglarnir að búa til hreiður um allt land. Bæði starrar, kríur, lóur og aðrir fuglar skapa sér heimili á vorin. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 672 orð | 2 myndir

Kaupirðu hundrað rauðvínsflöskur og hellir víninu í vaskinn?

Það er vor í lofti, ekki vafi á því. Hver grasblettur tekur á sig grænan gróðurlit, ekki loku fyrir það skotið að húseigandi leiði hugann að því hvenær tímabært verður að slá. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 77 orð | 3 myndir

Kominn tími til að huga að grillinu

Það er óhætt að fara að huga að grillinu enda vorið alveg á næstu grösum. Í flestum verslunum er hægt að fá tilbúinn grillmat en einnig er einfalt að búa til grillspjót eða grilla annað kjötmeti og þá heyra bæði grænmeti og ávextir til. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 128 orð | 2 myndir

Liljurnar blómstra í vel hirtum görðum

Víða í görðum má sjá páskaliljur og önnur blóm boða komu nýs árstíma. Falleg blóm og vel hirtur garður fara saman. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 316 orð | 3 myndir

Mikil hækkun fasteignaverðs á Norðurlandi eystra á árinu 2006

Fasteignaverð á Norðurlandi eystra er ekki oft í brennidepli, en þar er til staðar eitt af stærri markaðssvæðum landsins, þ.e.a.s. höfuðstaður Norðurlands Akureyri. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 218 orð | 6 myndir

Njálsgata 44

Reykjavík | Kjöreign er með í sölu fallega uppgert einbýlishús á hornlóð í miðbænum. Járnklætt timburhús á steyptum kjallara. Kjallarinn er með sérinngangi. Einnig fylgir þvottahús og geymsla, íbúð, baðherbergi, eldhús, stofa og herbergi. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 194 orð | 2 myndir

Nökkvavogur 52

Reykjavík | Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu vandlega hannað einbýlishús með bílskúr. Húsið er bakhús og stendur í enda botnlanga í fallegum garði í góðri rækt. Húsið er skráð 168,7 ferm. og sérstandandi bílskúr 24,2 ferm. Alls 192,7. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 250 orð | 1 mynd

Rúm fyrir góðan svefn

Verslunin Svefn & heilsa býður nú stillanlega botna og höfðagafla í nokkrum gerðum og mörgum litum, en rúmin eru framleidd af belgíska fyrirtækinu Velda. Einnig er hægt að panta fótskemla í stíl við rúmið. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 152 orð | 5 myndir

Sumarhús í landi Gjábakka við Þingvallavatn

Þingvellir | Fold fasteignasala er með í sölu sumarhús á einstökum stað í landi Gjábakka við Þingvallavatn. Sumarhúsið stendur fjarri öðrum sumarhúsum og verður ekki byggt neitt nærri bústaðnum, þar sem hann stendur á leigulóð í landi Þjóðgarðs. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 48 orð | 1 mynd

Sumarið kemur

Það er kannski til of mikils ætlast að hitamælirinn sýni 24 gráður svo snemma að vori, en fyrir skemmstu voru 18 gráður fyrir norðan og blíðskaparveður. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 89 orð | 1 mynd

Vantar fleiri símaklefa

Þótt flestir gangi með farsíma nú til dags gleymist oft þjónusta við erlenda ferðamenn, sem oftar en ekki eiga í vanda með að nota farsíma sem þeir hafa haft með sér. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 381 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Dýrt í Urriðaholti * Einbýlishúsalóðir í Urriðaholti í Garðabæ munu kosta frá 18 til 60 milljóna króna , allt eftir stærð og staðsetningu viðkomandi lóða. Gert er ráð fyrir um það bil 1.630 íbúðum í hverfinu og að þar muni búa um 4.400 manns. Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 371 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Námsmannaíbúðir * Hafin er bygging annars áfanga á sérhönnuðu svæði fyrir námsmenn á Bjarkarvelli í Hafnarfirði. Fyrsta skóflustungan var tekin síðastliðinn fimmtudag. En á svæðinu verða samtals 200 íbúðir . Meira
7. maí 2007 | Fasteignablað | 326 orð | 3 myndir

Ölduslóð 32

Fasteignastofan er með í sölu fallegt einbýli ásamt bílskúr og séríbúð í kjallara á fallegum útsýnisstað í Hafnarfirði. Mikið endurnýjuð eign. Eignin er skráð alls 279,4 fermetrar og skiptist þannig: kjallari 91,5 fm., hæðin er 107 fm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.