Greinar laugardaginn 9. júní 2007

Fréttir

9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 84 orð

337 brautskráðir frá HR

BRAUTSKRÁNING frá Háskólanum í Reykjavík fer fram í dag, laugardag, í Háskólabíói. Að þessu sinni verða 337 nemendur brautskráðir frá skólanum. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð

372 brautskráðir frá HA

ALLS verða 372 kandídatar brautskráðir á háskólahátíð sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. júní nk. og hefst kl. 10:30. Þetta er mesti fjöldi kandídata sem brautskráður hefur verið í einu frá Háskólanum á Akureyri. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 56 orð

5 sóttu um í húsafriðunarnefnd

FRESTUR til að sækja um embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar rann út 25. maí sl. Menntamálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 363 orð

Aðstoðin við Afríku aukin

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is GEORGE W. Bush var eflaust ekki sá eini sem var með í maganum þegar niðurstöður G8-fundarins voru kynntar. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Afinn leyfði mótorhjólaakstur

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hafði nýverið afskipti af dreng undir fermingaraldri sem ók litlu mótorhjóli um íbúðargötu og nærliggjandi tún í vesturhluta Reykjavíkur. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Arnbjörg formaður

ARNBJÖRG Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, er formaður nýrrar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, en kosið var í þrjár nýjar fastanefndir Alþingis í fyrradag, eftir að lögum um fastanefndir hafði verið breytt á miðvikudag. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 29 orð

Aserar fagna

UTANRÍKISRÁÐHERRA Aserbaídsjans fagnaði í gær tillögu Rússa um að deilan um gagnflaugaskjöld Bandaríkjanna yrði leyst með því að hann yrði settur upp í Aserbaídsjan en ekki Póllandi og... Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 87 orð | 2 myndir

Axel fer í fyrstu ferðina frá Akureyri í dag

FLUTNINGASKIPIÐ, sem fyrirtækið Dregg á Akureyri festi kaup á nýverið, lagði að bryggju í höfuðstað Norðurlands í fyrsta skipti í gærmorgun. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Álverinu fagnað

Opnunarhátíð álvers Alcoa verður haldin á Reyðarfirði í dag. Mikil dagskrá verður um allan bæ þar sem opnun álversins verður fagnað. Hátíðin ber þess vitni að ákveðin tímamót eru að verða við framkvæmdirnar á Austurlandi. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ásókn í fjármálaverkfræði

ÞRIÐJUNGI fleiri sóttu um grunnnám í verkfræðideild HÍ í vor en í fyrra og er fjöldi umsókna tæp þrjú hundruð. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Bók um Laxness

Ólafur Ragnarsson, fyrrum forleggjari Halldórs Laxness hjá Vöku-Helgafelli, vinnur nú að bók með samtölum við Halldór Laxness frá samstarfstíma þeirra og er stefnt að því að hún komi út hjá bókaforlaginu Veröld í haust. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 439 orð

Bæjarráð Kópavogs krefst aðgerða vegna Goldfingers

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti á fimmtudag tvær tillögur varðandi skemmtistaðinn Goldfinger, sem starfræktur er þar í bæ. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð

Dagskrá í Friðarhúsinu

FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur fyrir dagskrá í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 í dag, laugardaginn 9. júní. Dagskráin er helguð hernámi Palestínu og alþjóðlegum baráttudegi gegn Aðskilnaðarmúrnum. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Ein stærsta höfn landsins

"ÞETTA er allt annað en þetta var hér áður en framkvæmdirnar hófust. Sérstaklega síðustu árin áður en ákveðið var að ráðast í stóriðjuframkvæmdir þá var þetta orðið mjög dapurt." Rúnar Sigurjónsson er hafnarstjóri hafnarinnar á Reyðarfirði. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NOKKUÐ hefur borið á göllum í auðkennislyklunum sem dreift var til notenda heimabanka í vor. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 483 orð | 1 mynd

Ekki skylt að gera grein fyrir öðrum möguleikum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 27. apríl 2006 um að færsla Hringvegar um Hrútafjörð í Bæjarhreppi og Húnaþingi vestra skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Ekki þriggja ára bóla sem er búin

"ÞETTA er næstum því búið að vera eins og ævintýri," segir Samúel Sigurðsson, rekstrarstjóri Olís á Reyðarfirði. Þegar framkvæmdir hófust á Austurlandi var Olís-verslunin hefðbundin bensínstöð sem seldi jafnframt sælgæti. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 676 orð | 1 mynd

Engin töfralausn til við vandamálum sem fylgja vændi

Skiptar skoðanir eru meðal kvenréttindasinna um eðli og umfang vændis. Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir umræðum um málið í gær Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 339 orð

Eru ekki já-manneskjur

Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is EKKI eru allir íbúar Njálsgötu á móti fyrirhuguðu heimili fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 106 orð

Farið fram á lengra farbann

EFNAHAGSBROTADEILD Ríkislögreglustjóra rannsakar enn mál fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfastofu sparisjóðanna (VSP), sem vikið var úr starfi í apríl sl. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Fengu 30 verðlaunapeninga

ÍSLENSKA sundfólkið lauk í gær keppni á Smáþjóðaleikunum í Mónakó með miklum glæsibrag. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Fer hringinn með ljósmyndanámskeið

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is "ÉG hef fengið nokkuð margar fyrirspurnir utan af landi, ekki síst frá Austurlandi. Ég ákvað að halda námskeið þar og taka síðan hring um landið í kjölfarið," segir Pálmi Guðmundsson hjá ljosmyndari. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fjölmenn hjólreiðakeppni

BLÁALÓNSÞRAUTIN á fjallahjóli verður haldin á morgun, sunnudaginn 10. júní. Þrautina skipuleggur Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR). Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 60 og 40 km. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 80 orð

Flóamarkaður á Dalbraut 18-20

ÍBÚAR Dalbrautar 14-20 halda flóamarkað í garðinum í félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 á morgun, sunnudaginn 10. júní, frá kl. 13-16. Margt eigulegra muna verður til sölu, s.s. föt, bækur, skrautmunir og fleira. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Fluttu austur úr höfuðborginni

BERGLIND Leifsdóttir er ein af þremur iðnkonum í álveri Alcoa við Reyðarfjörð. Hátt á þriðja þúsund umsóknir hafa borist Alcoa vegna starfa í álverinu en enn vantar iðnaðarmenn. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 788 orð | 2 myndir

Forstjóri Bechtel viðstaddur opnun álvers

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FORMLEGRI opnun nýs álvers Alcoa Fjarðaáls verður fagnað á Reyðarfirði í dag. Bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel hefur séð um byggingu álversins. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fræðsla hjá Jómfrúnni um afleiðingar reykinga

Í FRAMHALDI af reykingabanninu sem tók gildi 1. júní sl. hafa veitingastaðurinn Jómfrúin og Krabbameinsfélag Reykjavíkur í sameiningu skipulagt tvo fyrirlestra um reykingar og áhrif óbeinna reykinga. Á þeim fyrri, sem haldinn verður mánudaginn 11. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð

Garðaganga í Garðabæ

ÖNNUR garðaganga sumarsins á vegum Garðyrkjufélags Íslands verður miðvikudagskvöldið 13. júní kl. 20, undir leiðsögn Hugrúnar Jóhannesdóttur, varastjórnarmanns GÍ og Valborgar Einarsdóttur, garðyrkjufræðings og starfsmanns GÍ. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 381 orð

Gnúpur stærstur í FL Group með 20,05%

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GNÚPUR Fjárfestingarfélag hf. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Góð eining íbúa var lykillinn

"ÉG er sannfærðari en nokkru sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun," sagði Smári Geirsson þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. "Það þurfti að fórna ýmsu og ég skil að margir hafi séð á eftir því landi sem var fórnað. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 361 orð

Hagstæðari en aðrir samningar

SAMNINGURINN sem samþykktur hefur verið milli Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur sf. gefur hærra orkuverð en þeir samningar sem fyrirtækið hefur áður gert. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hefur tæpast áhrif

DÓMUR Hæstaréttar í máli Sigurðar Helgasonar fyrrum forstjóra Flugleiða gegn FL-Group hf. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Heyskapur er kominn af stað

SLÁTTUR er hafinn á tveimur bæjum í Eyjafjarðarsveit og einum undir Eyjafjöllum. Það var Hörður Snorrason í Hvammi sem var fyrstur fyrir norðan. Þá eru menn byrjaðir á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Líklegt er að sláttur hefjist víðar um eða eftir... Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 37 orð

Hraðmót Hróksins

BLÁSIÐ verður til hraðskákmóts á Hressó, garðskálanum, í dag, laugardag, klukkan 14. Tefldar verða átta umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma. Mótið í heild tekur innan við tvær klst. Bókavinningar fyrir efstu sæti. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 139 orð

Húsasmiðjuhlaupið endurvakið

HÚSASMIÐJUHLAUPIÐ hefur verið endurvakið eftir nokkurt hlé og fer keppnin fram í dag, laugardag. Keppt verður í 3 km og 10 km hlaupi, sem hefjast við Húsamiðjuna í Skútuvogi kl. 11. Fjölskyldur eru í fréttatilkynningu hvattar til að mæta með börnin sín. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 389 orð

Íslenskar konur vilja bætur vegna silíkonfyllinga

SEXTÍU og fimm íslenskar konur, sem fengu silíkonfyllingar frá bandaríska fyrirtækinu Dow Corning Corporation í brjóst sín, hafa lagt fram kröfu um skaðabætur á hendur því, en Dow Corning framleiðir meðal annars silíkongel í púða sem notaðir eru í... Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 28 orð

Í stofufangelsi

ALBERTO Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, var í gær dæmdur í stofufangelsi uns úrskurðað verður hvort framselja eigi hann til Perú. Hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og... Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Íþróttaaðstaða allt önnur

JÓHANN Ingi Jóhannsson, 24 ára leikmaður hjá fótboltaliðinu Fjarðabyggð, segir að stór íþróttahöll sem sveitarfélagið lét reisa fyrir nokkrum árum, hafi breytt miklu fyrir fótboltaiðkendur á svæðinu. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Kaflaskil á Austurlandi

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is "VIÐ þurfum að passa upp á að þetta verði ekki eins og á togaraárunum og þessi þrjú ár sem liðin eru verði bara eins og vertíð. Það verður að halda áfram og byggja eitthvað nýtt. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð

Leiðrétt

Málþing um Tómas Sæmundsson Í frétt um minningarhátíð um Tómas Sæmundsson sem birtist í blaðinu í gær sagði að auk athafnar kl. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Loksins komið sumar í Reykjavík

ÞAU voru ekki lág til hnésins, pilturinn og stúlkan sem örkuðu niður Bankastræti í dag. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lyf í Lyfjaveri

Í FRÉTT um samkeppni á lyfjamarkaði í blaðinu í gær voru talin upp apótek sem standa utan við stóru keðjurnar. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

Menningarfulltrúi af lífi og sál

Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn – Það dylst engum sem sér Barböru Helgu Guðnadóttur, menningarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss, að þar er á ferð kraftmikil og dugleg kona sem virkilega nýtur þess sem hún er að gera. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 397 orð | 4 myndir

Miklar breytingar hjá Baugi

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is JÓN ÁSGEIR Jóhannesson lætur af störfum sem forstjóri Baugs Group og verður starfandi stjórnarformaður félagsins. Hann tekur við stjórnarformennsku af Hreini Loftssyni, sem gegnt hefur því embætti undanfarin ár. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Nýtt bindi æviskráa MA-stúdenta útgefið

SJÖTTA bindi æviskráa MA-stúdenta er komið út hjá bókaútgáfunni Skrukku ehf. Þar er að finna æviágrip allra þeirra sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1974-1978. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Olmert vill semja við Sýrland um Gólan-hæðirnar

Jerúsalem. AP. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Ortegi í haldi

ARNALDO Ortegi, leiðtogi Batasuna, stjórnmálaflokks baskneskra aðskilnaðarsinna, hefur verið handtekinn á Spáni. Hann hafði verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að lofsyngja... Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 177 orð

Ókeypis auglýsingaherferð fyrir gott málefni

AUGA-sjóðurinn hefur auglýst eftir nýjum umsóknum til að velja úr verkefni næsta árs. Síðasta AUGA-herferð, fyrir SAFT og Heimili og skóla, um ábyrga netnotkun gekk mjög vel, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Pace víkur úr herráðinu

ROBERT Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að tilnefna Peter Pace aftur í embætti formanns bandaríska herráðsins. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

"Hér fá menn að vinna þótt þeir séu fertugir"

ÞEGAR Högni Atlason var togaraskipstjóri var Atli litli bróðir hans oft stýrimaður hjá honum. Eftir nokkurt hlé starfa þeir nú aftur saman í skautsmiðju álversins í Reyðarfirði. Í skautsmiðjunni eru bæði bak- og forskaut álkeranna steypt. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 646 orð | 1 mynd

"Jaðarinn að meika það!"

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is "TÓNLISTARMAÐUR sem vill ná langt í jaðartónlistarheiminum verður að hafa marga þætti með sér, tónlistin dugir ekki ein og sér. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 96 orð

Reynir aftur við Ermarsund

BENEDIKT S. Lafleur hyggst reyna á nýjan leik að synda yfir Ermarsundið en í fyrra varð hann frá að hverfa vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Benedikt mun væntanlega þreyta sundið á tímabilinu 7.-14. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ræddu öryggisráðsframboð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti fund með norrænum starfsfélögum sínum í Helsinki í Finnlandi í gær en á dagskrá voru ýmis mál, m.a. loftslagsmálin, en utanríkisráðherra leiddi umræður um þau. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 27 orð

Saksóttur aftur

YFIRVÖLD í Rússland hyggjast hefja ný réttarhöld yfir auðkýfingnum Borís Beresovskí fyrir að hafa dregið sér fé í eigu flugfélagsins Aeroflot. Beresovskí er í útlegð í... Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Salíbuna á hjólastól

UNGI maðurinn á myndinni varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ferðast eftir bandarískri hraðbraut á 80 kílómetra hraða, fastur framan á vörubifreið. Handföng hjólastóls mannsins læstust í grilli vörubifreiðar við árekstur á bensínstöð. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð

Samstarf milli HÍ og Harvard staðfest

MIÐSTÖÐ í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Faraldsfræðideild Harvard Háskóla hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf, sem felur í sérsameiginleg rannsóknarverkefni og uppbyggingu á framhaldsmenntun í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 198 orð

Sannanir fyrir leynifangelsum?

París. AFP. | Bandaríska leyniþjónustan CIA starfrækti leynileg fangelsi í Póllandi og Rúmeníu á árabilinu 2003-2005, ef marka má nýja skýrslu sem Evrópuráðið birti í gær. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Skemmtiferðaskip í blíðunni við heimskautsbaug

Grímsey | Skipið Professor Multanovskiy kom til Grímseyjar í annað sinn á þessu sumri í einmuna blíðu. Um borð voru ferðmenn frá mörgum löndum sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á heimskautasvæðum. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Skrokkurinn í góðu lagi

MARÍA Júlía, fyrsta björgunarskúta Vestfirðinga, hefur verið til viðgerðar hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi að undanförnu. Viðgerðin er liður í því að gera skipið upp í sem næst upprunalegri mynd og varðveita sem fljótandi safn. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 143 orð

SPRON opnar í Borgartúni

SPRON opnaði nýtt útibú í Borgartúni 26 í gær, 8. júní. Af þessu tilefni verður haldin opnunarhátíð í dag, laugardaginn 9. júní, frá 14:00-16:00. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður í boði sem Björgvin Franz Gíslason mun kynna. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

SPRON veitir 1,8 milljónir í styrki

SPRON afhenti hinn 6. júní styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljónir króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna. Auk þess voru veittir margvíslegir aðrir styrkir, samtals að upphæð 625 þúsund krónur. Meira
9. júní 2007 | Innlent - greinar | 648 orð | 1 mynd

Starf endurskoðenda aldrei mikilvægara

Stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda fundaði hér á landi fyrir helgi. Friðrik Ársælsson spjallaði við formann samtakanna, Fermín Del Valle, og varð margs vísari um starfsemi þá sem fer fram innan vébanda þessara fjölþjóðlegu samtaka. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Talað við blómin

ALEXANDER Magnússon ræddi í hjartans einlægni við blómin á hótellóðinni á Blönduósi í gær. Drengurinn og blómin voru sammála um það að tíðin, sem menn töluðu svo lengi um í vor að kæmi bráðum, væri... Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 648 orð | 1 mynd

Tengjum þetta við velmegunina

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SKÓLAÁRINU er lokið í grunnskólum borgarinnar og nemendur komnir í frí. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 134 orð

Umsátursástand í Hnífsdal

SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra var kölluð út laust eftir miðnætti í nótt vegna karlmanns sem grunaður er um að hafa hleypt af skotvopni á heimili sínu í Hnífsdal í seint í gærkvöldi. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð

Umskiptingur ranglega nefndur Völuspá

MÉR hrýs hugur við því, að áfram verði haldið í nafni íslenzkrar tungu að gefa út og gæla við umskipting þann, sem er ranglega nefndur Völuspá, og halda því að uppvaxandi Íslendingum, að svona hraklega hafi foreldrar vorir skáldað fyrr á tíð. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Uppbyggingarstarf að hefjast í Muscat

FELLIBYLURINN Gonu fór mikinn á þriðjudaginn í Óman. Hann skall á höfuðborginni Muscat með miklu afli og að minnsta kosti 49 létust og 27 er saknað. Á miðvikudag voru meira en 20. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 47 orð

Valbjörk í hávegum í sumar

SUMARSÝNING Iðnaðarsafnsins verður opnuð í dag kl. 14. Þar verður að finna úrval 40-50 ára gamalla húsgagna frá Valbjörk, þekktu fyrirtæki á Akureyri á sínum tíma. Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 228 orð

Vannærðar fitubollur í Bretlandi

BRESKA heilbrigðisráðuneytið fullyrðir að að minnsta kosti tvær milljónir Breta séu vannærðar, en margir næringarfræðingar segja að fjöldinn sé líklega tvöfalt meiri, eða 6% bresku þjóðarinnar. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Velja nýjan varaformann

NÝR varaformaður Framsóknarflokksins verður kjörinn á morgun en miðstjórnarfundur verður þá haldinn á Grand hóteli í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13 og mun Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpa fundarmenn í upphafi hans. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 127 orð

Vilja upplýsingar um verð

RÍFLEGA 76% þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun Capacent Gallup – unninni fyrir Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) – telja mikilvægt að olíufélög birti eldsneytisverð á vefsvæðum sínum. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 275 orð

Víða frítt í sund í boði Símans

LANDSMÖNNUM er boðið að stinga sér til sunds í dag, laugardaginn 9. júní, vítt og breitt um landið undir yfirskriftinni "Allir í sund". Meira
9. júní 2007 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Þrælar frelsaðir í Kína

UM 30 mönnum hefur verið bjargað úr múrsteinaverksmiðju í Shanxi-héraði í Kína þar sem þeir höfðu verið hnepptir í þrældóm. Mennirnir voru mjög illa á sig komnir líkamlega og andlega eftir vinnuþrælkunina. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Þungt færi á jöklinum

MARTA Guðmundsdóttir, sem gengur yfir Grænlandsjökul til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, hefur lent í þungu færi á jöklinum að undanförnu. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Þurfum að gefa þessu tækifæri

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is JÓRUNN Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir heimili fyrir íbúa á vegum hins opinbera vera skilgreind sem heimili og svo hafi verið í langa tíð. Meira
9. júní 2007 | Innlendar fréttir | 138 orð

Æfing vegna Jökulsár á Dal

RÝMINGARÆFING verður haldin í dag, laugardaginn 9. júní, á áhrifasvæði Jökulsár á Dal, en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði Hálslóns. Meira

Ritstjórnargreinar

9. júní 2007 | Staksteinar | 210 orð | 1 mynd

Á skákborði viðskiptanna

Breytingar á forystu Baugs, sem tilkynntar voru í gær, koma ekki á óvart. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að Hreinn Loftsson hrl. mundi ekki gegna stjórnarformennsku í Baugi lengur en hentaði aðaleigendum fyrirtækisins. Meira
9. júní 2007 | Leiðarar | 399 orð

Hátíð á Austurlandi

Það er mikil hátíð á Austurlandi í dag, þegar hið nýja álver Alcoa verður formlega opnað. Meira
9. júní 2007 | Leiðarar | 435 orð

Tæknin misnotuð

Þekkingu má nota bæði til góðs og ills og það sama á við um tækni og vísindi. Það sem á einum stað telst til tæknilegra framfara verður annars staðar til bölvunar. Gott dæmi um þetta er tækni til kyngreiningar. Meira

Menning

9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 358 orð | 2 myndir

Aftur í fangelsi

HÓTELERFINGINN Paris Hilton grét og æpti eftir að dómari kvað upp þann úrskurð öðru sinni í gær að hún yrði að ljúka afplánun í fangelsi en ekki stofufangelsi, eins og fógeti hafði gefið leyfi fyrir í fyrradag. "Þetta er ekki sanngjarnt! Meira
9. júní 2007 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Birgitta Spur á Cobra-sýningunni

Á MORGUN kl. 14 fjallar Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, um tengsl Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við nokkra listamenn Cobra-hreyfingarinnar, á Cobra-sýningunni í Listasafni Íslands. Meira
9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 203 orð | 1 mynd

Deilur í sýndarheimi

NEW YORK TIMES fjallaði í fyrradag á vefsíðu sinni um hræringar í tölvuleiknum Eve Online. Nú kunna sumir að hvá, en til glöggvunar má geta þess að 200.000 manna netsamfélag byggir sýndarveröld Eve Online. Meira
9. júní 2007 | Bókmenntir | 337 orð | 1 mynd

Eining sannleika og syndar

Eftir Emil Hjörvar Petersen. Nykur. 2007 – 62 bls. Meira
9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Faðirinn olli vonbrigðum

PULP-meðlimurinn fyrrverandi Jarvis Cocker hitti föður sinn í fyrsta skipti nýlega, eftir 36 ára aðskilnað, en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Cocker var sjö ára. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 1349 orð | 1 mynd

Ferskt loft frá Frans

Franski dúettinn AIR hefur notið mikilla vinsælda frá því fyrsta breiðskífa þeirra, Moon Safari, kom út í byrjun árs 1998 við einróma lof gagnrýnenda. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 200 orð | 1 mynd

Glæsihús

NICOLAI Ouroussoff, tónlistarpenni dagblaðsins International Herald Tribune , velti því fyrir sér í grein í gær hvort upp væri að renna tíð glæsilegustu tónlistarhúsa sögunnar. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 500 orð | 2 myndir

Hinar lööööngu sjónvarpsmínútur

Í gærkvöldi var þátturinn Later With Jools Holland sýndur á BBC 2-sjónvarpsrásinni. Björk kom þar fram ásamt hljómsveitinni sinni og flutti þrjú lög, þar af tvö af nýju plötunni. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn var. Meira
9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Hundar leigðir út

Í KALIFORNÍU geta menn leigt sér hund hjá hundaleigu og brátt verður það einnig hægt í New York. Hundaleigan ber nafnið Flexpetz en það var Marlena nokkur Cervantes sem fékk þessa óvenjulegu viðskiptahugmynd og hrinti í framkvæmd. Meira
9. júní 2007 | Kvikmyndir | 157 orð | 1 mynd

Kanínan sem kom utan úr geimnum

Leikstjóri: Bob Shaye. Aðalleikarar: Joely Richardson, Timothy Hutton, Michael Clarke Duncan, Rainn Wilson. 94 mín. Bandaríkin 2007. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 155 orð | 2 myndir

Lay Low í Vesturheimi

Matthías A. Ingimarsson mai@centrum. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Ljóðaperlur á Gljúfrasteini

Á STOFUTÓNLEIKUM Gljúfrasteins á morgun kl. 16 flytja þær Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir sannkallaðar ljóðaperlur fyrir gesti. Meira
9. júní 2007 | Bókmenntir | 475 orð | 5 myndir

Samspil veraldarsögu, skáldskapar og ævisagna

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BÓKMENNTAHÁTÍÐIN í Reykjavík verður haldin í áttunda sinn 9.-15. september næstkomandi. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 175 orð | 1 mynd

Sekur um ofbeldi gegn tónlistarnemum

KÓRSTJÓRINN heimsfrægi Robert King var í fyrradag fundinn sekur um fjórtán ofbeldisbrot gegn ungu tónlistarfólki. Þrjú ungmennanna sem í hlut áttu voru undir sextán ára aldri. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 233 orð

Sinfónísk litabreidd

Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans. Camerarctica (Örn Magnússon píanó, Ármann Helgason klarínett, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og Sigurður Halldórsson selló). Miðvikudaginn 6.6. kl. 20.30. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Stórsveit Samúels í Edinborgarhúsinu

STÓRSVEIT Samúels Jóns Samúelssonar heldur tvenna tónleika á Ísafirði í kvöld í hinu nýopnaða menningarhúsi Ísfirðinga, Edinborgarhúsinu. Fyrri tónleikarnir verða kl. 21 þar sem öllum er heimill aðgangur og hinir seinni fyrir dansi eftir miðnætti. Meira
9. júní 2007 | Bókmenntir | 780 orð | 2 myndir

Til fundar við Laxness

Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Trommari Ra Ra Riot látinn

JOHN Pike, trommari hljómsveitarinnar Ra Ra Riot, er látinn. Tildrög andlátsins eru óljós en lík hans fannst á nokkurra metra dýpi undan strönd Providence í Rhode Island-ríki á austurströnd Bandaríkjanna. Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 342 orð | 1 mynd

Við erum víst íslensk!

Sverrir Norland sverrirn@mbl.is ÚT er komin ný hljómplata sem kallast Take Me with You . Meira
9. júní 2007 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Von á Gleðilegu sumri

SUMARSMELLIRNIR ryðja sér nú til rúms hver af öðrum og um miðjan júní er von á safndisknum Gleðilegt sumar! 16 frábær ný sumarlög, þar sem kemur fyrir fjölbreyttur hópur tónlistarmanna og nokkur lög sem eru nú þegar farin að heyrast í útvarpinu. Meira
9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Þrumukettirnir í bíó

ÚTLIT er fyrir að bíómynd verði gerð eftir teiknimyndaseríunni Thundercats. Þættirnir snúast um mannlega ketti sem þurfa að flýja heimaplánetu sína Thundera til nýrrar plánetu, þar sem þeir berjast við illgjarna seiðskratta og annan óþjóðalýð. Meira
9. júní 2007 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Örævisögur Madonnu, Britney og Eminem

Hvernig var Madonna sem barn? En Eminem? Svörin við því má finna í popjustice-seríunni þar sem ævi ýmissa þekktra poppara eru gerð örstutt en þó ítarleg skil í smábókum sem svipar mest til herramannabókanna, ásamt vel útilátnum skammti af kaldhæðni. Meira

Umræðan

9. júní 2007 | Blogg | 269 orð | 2 myndir

Egill Helgason | 7. júní 2007 Hættir Steingrímur? Þingmenn sem ég hitti...

Egill Helgason | 7. júní 2007 Hættir Steingrímur? Þingmenn sem ég hitti á röltinu í góða veðrinu í bænum í dag voru flestir á því að tími Steingríms J. Sigfússonar í pólitíkinni væri að líða. Hann virkar þreyttur og argur. Meira
9. júní 2007 | Blogg | 92 orð | 1 mynd

Haukur Nikulásson | 8. júní 2007 Ísland í efsta sæti Íslenska...

Haukur Nikulásson | 8. júní 2007 Ísland í efsta sæti Íslenska knattspyrnulandsliðið var í 37. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir nokkrum árum. Nú erum við að nálgast 100. sætið. Meira
9. júní 2007 | Aðsent efni | 718 orð | 1 mynd

Hvar eru skilaboð ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum?

Steingrímur J. Sigfússon skrifar um horfurnar í efnahagsmálum: "Ekki verður annað ráðið af forystumönnum stjórnarflokkanna en að öll fyrirliggjandi stóriðjuáform muni halda áfram í sínum undirbúningsfarvegi." Meira
9. júní 2007 | Blogg | 61 orð | 1 mynd

Jónína Benediktsdóttir | 8. júní 2007 Hilton-fangelsi betra en Hraunið...

Jónína Benediktsdóttir | 8. júní 2007 Hilton-fangelsi betra en Hraunið Hilton-lúxusfangelsi gæti örugglega gert fólki meira gagn. Brotamenn verða sennilega betri menn með betra atlæti, ekki verra. Allt snýst þetta um að breyta hegðun til batnaðar. Meira
9. júní 2007 | Velvakandi | 412 orð

velvakandi

Hugleiðing um staðarlýsingar ÞEGAR fólk segir ferðasögur er mikilvægt að fara rétt með staðarnöfn. Meira

Minningargreinar

9. júní 2007 | Minningargreinar | 2557 orð | 1 mynd

Auðbjörg Guðmundsdóttir

Auðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Brekku á Fáskrúðsfirði 8. janúar 1915. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 1. júní síðastliðinn. Foreldrar Auðbjargar voru Guðmundur Stefánsson, f. 14. nóvember 1875, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 2264 orð | 1 mynd

Elis Stefán Andrésson

Elis Stefán Andrésson fæddist á Eskifirði 11. september árið 1932. Hann lést á heimili sínu, í Bogahlíð 14 á Eskifirði, 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Eyjólfsson, f. á Vöðlum í Vöðlavík 28. október 1887, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 428 orð | 1 mynd

Eyjólfur Valgeirsson

Eyjólfur Valgeirsson fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu 12. apríl 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. október síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 20. október. Aska hans verður jarðsett í Árneskirkjugarði í dag eftir stutta athöfn sem hefst klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 1432 orð | 1 mynd

Garðar Sigurjónsson

Garðar Sigurjónsson fæddist á Borg í Vestmannaeyjum 22. október 1918. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Högnason frá Seljalandi, f. í Stóradalssókn, Rang. 7. júlí 1891, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 3796 orð | 1 mynd

Gunnar Hjörtur Halldórsson

Gunnar Hjörtur Halldórsson fæddist í Bolungarvík 30. maí 1924. Hann lést á Sjúkraskýli Bolungarvíkur 28. maí 2007. Foreldrar hans voru Halldór Þorgeir Jónasson, f. 22. 5. 1877, d. 16.9. 1956 og Agnes Verónika Guðmundsdóttir, f. 3.5. 1889, d. 21.3. 1976. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 553 orð | 1 mynd

Haukur Freyr Ágústsson

Haukur Freyr Ágústsson fæddist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. febrúar 1982. Hann lést 9. júní 2006 og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 2719 orð | 1 mynd

Henning Frederiksen

Henning Emil Frederiksen fæddist í Søvang í Køge í Danmörku 2. desember 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jacob Emil Vilhelm Frederiksen, f. 27. júlí 1902, d. 5. september 1994, og Alda Valdimarsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 1941 orð | 1 mynd

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir fæddist á Brúnastöðum í Fljótum 6. mars 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 2.6. 1886, d. 1.3. 1968, og Sveinn Þórarinn Arngrímsson, f. 19.7. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 3257 orð | 1 mynd

Hulda Brynjólfsdóttir

Hulda Brynjólfsdóttir fæddist á Selfossi hinn 12. nóvember 1953. Hún andaðist í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að morgni laugardagsins 2. júní síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
9. júní 2007 | Minningargreinar | 2260 orð | 1 mynd

Hulda Vigfúsdóttir

Hulda Vigfúsdóttir fæddist á Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd 16. ágúst 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvik 31. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 114 orð | 1 mynd

Aukin stöðutaka í krónu

GENGI krónunnar styrktist um 5% í síðasta mánuði og jókst framvirk staða viðskiptavina bankanna með krónunni töluvert samfara því. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Fleiri vara við breytingum á hlutabréfamörkuðum

SELJIÐ dönsk hlutabréf í staðinn fyrir að freista þess að kreista hækkun úr fyrirtækjum sem þegar hafa hækkað. Markaðurinn er fullur af skammsýnum ótta og óöryggi, segir í aðvörun frá hinum danska Sydbank. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 428 orð | 1 mynd

Íbúðalánasjóður ekki skaðvaldur á íbúðalánamarkaði

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BREYTING á hámarksláni og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs, sem tók gildi 1. mars síðastliðinn, hefur ekki valdið mikilli aukningu á verðbólgu. Þetta segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Landsbankinn viðurkenndur ráðgjafi

OMX Nordic Exchange á Íslandi hefur samþykkt að Landsbanki Íslands verði viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser, CA) á First North Iceland. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Óvenju mikil velta með skuldabréf

ÓVENJUMIKIL velta var með skuldabréf í kauphöll OMX á Íslandi gær. Heildarvelta dagsins var um 30 milljarðar og þar af var velta með skuldabréf rúmir 18,5 milljarðar. Velta með hlutabréf á aðallista nam tæpum 11 milljörðum. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Saga Capital með stofnfjármarkað

SAGA Capital opnaði í gær fyrsta stofnfjármarkaðinn á Íslandi, Saga Market. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Tilboði Novators hafnað

NOVATOR telur tilboð sitt í Actavis enn sanngjarnt og eðlilegt segir talsmaður Novators þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við neitun Actavis á yfirtökutilboði Novators. Meira
9. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Þrjú virkjanaleyfi

EXORKA hefur keypt leyfi fyrir þremur jarðvarmavirkjunum í Bæjaralandi í Þýskalandi, til viðbótar við eitt leyfi sem félagið átti. Meira

Daglegt líf

9. júní 2007 | Daglegt líf | 204 orð

Af ræsum og hernaði

Davíð Hjálmar Haraldsson hefur fylgst með fréttum úr Kópavoginum upp á síðkastið: Lifna nú troðnir og raskaðir reitir og ræsin þau blómgast svo fáu er líkt því Gunnar um bæinn sinn vatninu veitir og vatnið er sérlega áburðarríkt. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 812 orð | 4 myndir

Ballerína sem dansar í gleri

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þeir brostu vantrúaðir bankamennirnir þegar ég, litla og mjóa kerlingin, fór fram á það að fá lán til að setja upp glerblástursverkstæði hérna. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 298 orð | 2 myndir

Djúpivogur

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps sendi frá sér á síðasta fundi harðort bréf vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir árið 2007. Á Djúpavogi þykir mönnum skilningsleysi stjórnvalda algjört gagnvart stöðu jaðarsveitarfélaganna á Austurlandi. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 762 orð | 6 myndir

Rautt og blátt egg í hvítum einfaldleika

Á sjöttu hæð í einu af háhýsunum í Skuggahverfinu býr Margrét Kjartansdóttir. Hún er umkringd listaverkum og fallegri hönnun. Fríða Björnsdóttir hafði á tilfinningunni að hún væri komin á safn með listmunum frá öllum heimshornum þegar hún heimsótti Margréti. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 267 orð | 7 myndir

Silfurtungl um sumarnætur

Sumarið er lífið, þegar guli hnötturinn skín á daginn og silfurtunglið um nætur. Förðun sumarsins 2007 tekur mið af hvoru tveggja; heitum, gylltum og blíðum litaafbrigðum sunnu kerlingar og köldum, silfruðum tónum karlsins í tunglinu. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 258 orð | 1 mynd

Takmarka á þalöt í leikföngum

Ný reglugerð hefur verið sett sem takmarkar magn þalata í leikföngum og hlutum fyrir börn. Meira
9. júní 2007 | Daglegt líf | 231 orð | 1 mynd

Þvagleki algengur hjá þunguðum

Meira en helmingur þungaðra kvenna finnur fyrir þvagleka, samkvæmt norsku Þjóðarheilbrigðisstofnuninni. Hættan er meiri hjá konum sem hafa áður eignast barn, eru of þungar eða í eldri kantinum þegar þær verða þungaðar. Meira

Fastir þættir

9. júní 2007 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Á morgun, sunnudaginn 10. júní, verður Kristín...

50 ára afmæli. Á morgun, sunnudaginn 10. júní, verður Kristín Guðmundsdóttir fimmtug. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á heimili sínu í Hlégerði 22 í Kópavogi frá klukkan 12 til... Meira
9. júní 2007 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Árni Sörensen, Fremristekk 7 í Reykjavík, er fimmtugur í...

50 ára afmæli. Árni Sörensen, Fremristekk 7 í Reykjavík, er fimmtugur í dag, 9. júní. Árni tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 19 í... Meira
9. júní 2007 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hver er sögnin? Norður &spade;43 &heart;98642 ⋄DG &klubs;K1086 Vestur Austur &spade;ÁG972 &spade;1085 &heart;KD7 &heart;G105 ⋄4 ⋄1096 &klubs;D543 &klubs;ÁG97 Suður &spade;KD6 &heart;Á3 ⋄ÁK87532 &klubs;2 Suður spilar 3G. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 385 orð | 1 mynd

Hafið hugann dregur

Jón Pétur Friðriksson fæddist á Akureyri 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1987 og BA í ensku frá Háskóla Íslands 1998. Jón Pétur er löggiltur skjalaþýðandi og stundakennari í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Íslensk og dönsk bókverk

HANDBÆKUR heitir bókverkasýning sem opnuð var um síðustu helgi í sýningarsal Félags íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Þar sýna verk sín danskar og íslenskar myndlistarkonur. Bókverk eru myndlistarverk í formi bókar. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 1098 orð

(Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss í stað í...

Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss í stað í himinhæðum með honum. (Ef. 2, 6. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 402 orð

Sigurbjörn Þorkelsson leiðir guðsþjónustuna í Laugarneskirkju

Sigurbjörn Þorkelsson leiðir guðsþjónustuna í Laugarneskirkju Messur Laugarneskirkju eru á sunnudagskvöldum kl. 20 í sumar eða fram að sumarleyfi starfsfólks safnaðarins. Á morgun, sunnudaginn 10. júní kl. Meira
9. júní 2007 | Fastir þættir | 130 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 e6 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rf6 11. Bf4 Bb4+ 12. c3 Bd6 13. Re5 O-O 14. O-O-O Rbd7 15. Re4 Rxe4 16. Dxe4 Dc7 17. Kb1 Had8 18. g4 Rf6 19. De2 Rd5 20. Bd2 c5 21. g5 cxd4 22. Meira
9. júní 2007 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Helga Garðarsdóttir skálavörður bjargaði ungum dreng úr straumharðri á. Hvaða á? 2 Hvað vann íslenska fimleikafólkið til margra verðlauna í Mónakó á fimmtudag? 3 Glímt var á Þingvöllum á fimmtudag af ákveðnu tilefni. Hvaða? Meira
9. júní 2007 | Fastir þættir | 531 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Krossá er hættuleg á. Það liggur við að einhver lendi þar í lífshættu á hverju einasta ári. Fyrir nokkrum dögum skall hurð nærri hælum enn einu sinni í Krossá, þegar skálavörður bjargaði 14 ára gömlum dreng úr ánni. Meira

Íþróttir

9. júní 2007 | Íþróttir | 185 orð

Danir verða að leika í Esbjerg

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, komst að þeirri niðurstöðu í gær að úrslit leiks Dana og Svía í Evrópukeppni landsliða, sem var flautaður af á Parken í Kaupmannahöfn sl. laugardag er staðan var 3:3, myndu standa 3:0 eins og tilkynnt var eftir leikinn. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Guðmundur E. Stephensen tryggði sér í gær rétt til að leika í undanúrslitum í einliðaleik í borðtennis á Smáþjóðaleikunum í Mónakó. Guðmundur vann alla mótherja sína en hann stefnir á að vinna einliðaleikinn í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Ólafur Stefánsson , fyrirliði landsliðsins í handknattleik, verður í sviðsljósinu ásamt samherjum sínum í Nis í Serbíu, er Íslendingar mæta Serbum í fyrri leik þjóðanna í undankeppni Evrópukeppni landsliða, sem fer fram í Noregi í janúar 2008. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 144 orð

Grindavík hélt toppsætinu

GRINDVÍKINGAR tróna á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu en í gærkvöldi lögðu þeir nágranna sína úr Njarðvík, 3:2. Paul McShane skoraði tvívegis í leiknum, og sigurmarkið þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 167 orð

Ísland tapaði stórt fyrir Þjóðverjum

Eftir Stefán Stefánsson ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik náði ekki að hefna fyrir tapið í fyrri leiknum við Þjóðverja þegar liðin mættust í Laugardalshöll í gærkvöldi og tapaði 24:35. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Keflavík veitti Val keppni

Eftir Stefán Stefánsson KEFLAVÍKURSTÚLKUR sýndu í gærkvöldi að þær voru sýnd veiði en ekki gefin þegar þær sóttu Val heim í Laugardalinn í Landsbankadeildinni. Það dugði þó ekki til því Valur náði yfirhöndinni og vann, 4:1. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 465 orð

KNATTSPYRNA Víkingur R. – Breiðablik 1:1 Víkin, Landsbankadeild...

KNATTSPYRNA Víkingur R. – Breiðablik 1:1 Víkin, Landsbankadeild karla, föstudagur 8. júní 2007. Mark Víkings: Valur Adolf Úlfarsson 13. Mark Breiðab: Magnús P. Gunnarsson 10. Markskot: Víkingur 19 (9) – Breiðab. 7 (4). Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 163 orð

Lögðu San Marínó

ÍSLENSKA körfuboltalandsliðið lagði San Marínó, 92:81, á Smáþjóðaleikunum í Mónakó í gær og mætir Kýpverjum í úrslitarimmu í dag. Báðar þjóðir hafa unnið alla sína fjóra leiki í keppninni og mætast í hreinum úrslitaleik. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 761 orð | 1 mynd

Næ vonandi að stimpla mig inn til frambúðar

FJÓRIR leikmenn í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið eldskírnina með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Mónakó, Brynjar Björnsson, KR, Þorleifur Ólafsson, Grindavík, Hörður Axel Vilhjálmsson, Fjölni, og Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 751 orð | 3 myndir

"Var í vitlausri stöðu"

"EIGUM við ekki bara að segja að ég hafi alltaf verið látinn spila vitlausa stöðu þar til núna," sagði Magnús Páll Gunnarsson, markaskorari Breiðabliks, eftir að hafa gert mark Kópavogsliðsins gegn Víkingum í Víkinni í gærkvöld. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 367 orð

Spurs stoppar James

LEIKMENN San Antonio Spurs sýndu enn einu sinni agaðan leik og náðu að halda LeBron James hjá Cleveland Cavaliers niðri í fyrsta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar á fimmtudag í Texas. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 171 orð

Teitur Þórðarson orðaður við Motherwell

TEITUR Þórðarson, þjálfari KR-liðsins, er einn af þeim mönnum sem hafa verið nefndir sem næsti knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Tvö met og sex verðlaun á lokadegi

ÍSLENSKA sundfólkið lauk keppni á Smáþjóðaleikunum í Mónakó með miklum glæsibrag en á lokadegi sundkeppninnar hirtu Íslendingar sex verðlaunapeninga, þar af tvo úr gulli, og karla- og kvennasveitirnar settu báðar Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 411 orð | 1 mynd

,,Þetta var geggjað"

Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Mónakó KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir var í sjöunda himni þegar Morgunblaðið náði tali af henni eftir verðlaunaafhendinguna í sundlauginni á St. Louis-leikvangnum í Mónakó gær. Meira
9. júní 2007 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Þórir áfram hjá Lübbecke

ÞÓRIR Ólafsson, handknattleiksmaður hjá þýska liðinu Lübbecke, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði samþykkt tilboð félagsins og aðeins væri eftir að skrifa undir. Meira

Barnablað

9. júní 2007 | Barnablað | 129 orð | 2 myndir

Barnaljóð

Árstíðarnar Þegar haustið fer að fara og veturinn tekur við, þá kólnar yfir öllu, í búðunum verður bið. Svo kemur loksins vorið, þá vaxa blómin smá. Við förum út að labba og segjum öll vá. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 84 orð | 1 mynd

Brotin bein

Bein eru nægilega sterk og sveigjanleg til að þola mikið álag en stundum brotna þau. Sem betur fer gróa þau vel. Ef endarnir á brotnum beinum hafa farið í sundur þarf læknir að leggja þau aftur saman áður en þau fara að gróa. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Bubbi getur ekki málað

Þú verður að klára að teikna og lita Bubba byggi svo hann geti haldið áfram að... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 380 orð | 2 myndir

Fjögur spor saumuð í hökuna

Tinna Björk Ólafsdóttir er 5 ára hrakfallabálkur. Síðastliðinn þriðjudag flækti hún fætur sínar í úlpunni og skall á steinsteypt gólf með þeim afleiðingum að hún fékk stóran opinn skurð á hökuna. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Galdrastelpan Taranee

Una, 6 ára, er mikil áhugamanneskja um galdrastelpurnar og hefur sent okkur nokkrar myndir af þeim. Hún teiknaði þessa skemmtilegu mynd af... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd

Gráðug kónguló

Kóngulóin Kleópatra fékk enga flugu í netið sitt í marga daga. Þegar það svo loksins gerðist lenti hún í mestu vandræðum með að finna réttu leiðina að bráðinni. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 64 orð | 1 mynd

Hrakfallabálkar

Halla og Helgi Pétur eru hinir mestu hrakfallabálkar. Þau eru stöðugt að slasa sig og eru því fastagestir á slysavarðstofunni. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 102 orð | 1 mynd

Hver er þjófurinn?

Lögreglan reynir nú eftir fremsta megni að upplýsa glæp. Illræmdur þjófur gekk um götur borgarinnar og rændi og ruplaði öllu steini léttara. Þrjú vitni gáfu sig fram og þau gátu öll gefið ólíkar upplýsingar. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 171 orð | 1 mynd

Í sjúkrakassa á að vera...

Nauðsynlegt er fyrir hvert heimili að eiga sjúkrakassa. Kassinn þarf að innihalda það allra nauðsynlegasta sem grípa þarf til ef slys ber að höndum. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Í veiðiferð

Birnir, 8 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af sér og foreldrum sínum í veiðiferð. Við sjáum að Birnir hefur veitt einn fisk og pabbi hans leggur frá sér veiðistöngina sína svo hann geti hjálpað Birni. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 39 orð | 1 mynd

Klár trúður

Tobbi trúður er búinn að starfa í sirkus allt sitt líf. Hann er ótrúlega lunkinn við að kasta boltum og er það hans sérgrein. Getur þú talið boltana sem Tobbi er núna að leika sér með? Lausnin er... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 15 orð

Lausnir

Tobbi er að leika sér með 20 bolta. Maðurinn á mynd númer 7 er... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 71 orð | 1 mynd

Litlir flækjufætur á slysavarðstofunni

Flest börn fara að minnsta kosti einu sinni í heimsókn á slysavarðstofuna áður en þau verða fullorðin. Oftast nær eru heimsóknirnar, sem betur fer, ekki af alvarlegum toga. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd

Órangútan

Órangútan-apar lifa í trjánum og koma sjaldan niður á jörðina. Þeir hreiðra meira að segja um sig uppi í tré og sofa þar. Órangútan þýðir maður í trjánum á máli fólksins sem býr á sama svæði og órangútan-aparnir. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Óskar eftir teikningum frá krökkum

Halló krakkar! Mig langaði til að þakka ykkur fyrir öll bréfin og teikningarnar sem þið hafið sent mér. Ég veit fátt skemmtilegra en að fyllast af fréttum og listaverkum frá ykkur. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Sól og máni

Katrín Edda, 8 ára, teiknaði þessa fallegu mynd og með henni fylgdi þetta fallega ljóð. Tunglið skín á næturnar en sólin á daginn. Þannig er það nú allan ársins... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 83 orð | 1 mynd

Undarleg rolla

Reiður maður kom að kjötborði í verslun einni og hélt á elduðu læri í hendinni. Hann kvaðst hafa verið með matarboð og lærið hefði rýrnað svo við eldunina að hann gæti ekki gefið öllum matargestunum sínum að borða. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Vampírufjölskyldan

Sesselja Sól, 8 ára, teiknaði þessa flottu mynd af vampírufjölskyldunni. Það er nú frekar sjaldgæft að sjá svona fallega vampírufjölskyldu en ákaflega... Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 153 orð | 2 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnarorðið skrifið þið á blað og sendið til okkar fyrir 16. júní. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Meira
9. júní 2007 | Barnablað | 279 orð | 2 myndir

Það getur verið gott að kunna skyndihjálp

Það getur verið gott að kunna undirstöðuatriði í skyndihjálp ef voða ber að höndum. Skyndihjálp er fyrsta aðstoð sem veitt er slösuðu eða bráðveiku fólki þar til það kemst undir læknishendur. Meira

Lesbók

9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2340 orð | 2 myndir

Byltingarmenn í bundnu formi

Jónas Hallgrímsson hefur verið skoðaður frá ólíklegustu hliðum á Jónasarþingi Háskóla Íslands sem lýkur á Þingvöllum í dag. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 380 orð | 3 myndir

bækur

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Birtingur franska heimspekingsins Voltaire er ein af þessum ódauðlegu persónum bókmenntasögunnar og sagan sjálf raunar einnig klassísk. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1735 orð | 1 mynd

Eitthvað nýtt!

"Það sem krýnir sig nýtt reynist oft ekki nýtt og það sem kennir sig við hil hefur sennilega engan hyl," segir greinarhöfundur í svari sínu við spurningunni hvort eitthvað nýtt sé að gerast í ljóðlist landsmanna. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 839 orð | 1 mynd

Glápt á ný

Undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda bar nokkuð á rokktónlist þar sem áhersla var lögð á draumkenndan og sveimandi hljóm. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð | 1 mynd

Grúskarinn

Grúskarinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Aldrei hefur Íslendingum verið orða vant við að kveða óvini sína í kútinn, biðja þeim bölbæna í bundnu máli, og jafnvel yrkja níðvísur. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 3928 orð | 7 myndir

Hin mörgu andlit Jane Austen

"Jane Austen leit ekki vel út. Hún er læsilegur höfundur sem veitir mikinn innblástur, en að setja andlit hennar á kápuna myndi ekki vekja mikinn innblástur. Það væri fremur fráhrindandi. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 825 orð | 1 mynd

Horft í gegnum greinaþykkni

Kvikmyndagreinar heitir nýtt rit í bókaflokknum Sjöunda listgreinin en ritstjóri er Guðni Elísson. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð | 2 myndir

Húrra!

Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Í vikunni kom út bók hjá JPV-útgáfu sem á sér ekki marga líka hér á landi. Hún heitir Ljóðhús og er eftir Þorstein Þorsteinsson og inniheldur þætti um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. En hvað er svona sérstakt við... Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 866 orð | 1 mynd

Kvikmyndaborg þráir forna frægð

Cinecittá, ítalska kvikmyndaverið í úthverfi Rómar, átti sjötugsafmæli á dögunum. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð | 3 myndir

KVIKMYNDIR

Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Á ýmsu gengur í kvikmyndagerð í Mið-Austurlöndum. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Nokkrum sinnum á ári hverju er hressandi og nærandi fyrir sálina að lesa ljóð Steins Steinars. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1993 orð | 2 myndir

Manneskjan og maskínan

Útþensla höfuðborgarinnar upp um holt og hæðir er drifin áfram af hinu vegsamaða gróðasjónarmiði fjárfesta og verktaka, segir í þessari grein um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, en greinarhöfundur telur að vald verktaka og annarra framkvæmdaaðila sé orðið ansi mikið. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 656 orð | 1 mynd

Minningarorð um kött

Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com !Ein fallegasta kisa sem ég hef nokkurn tímann kynnst var að deyja. Ég veit ekki hvað hún hét, en kallaði hana alltaf Lubbu í höfuðið á Lobba bróður hennar og Loðbrandi stjúpafa hennar. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1951 orð | 1 mynd

Norskar kvikmyndir sigursælar í Rúðuborg

Ef hægt er að dæma af þeim níu myndum sem voru í samkeppninni, þegar norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg var haldin í tuttugasta skipti dagana 21. mars til 1. apríl, eru engin stórtíðindi að gerast í kvikmyndagerð á norðurslóðum. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 137 orð | 1 mynd

Sjúkdómsgreining

Ég reyni um vor við ritstörfin og ríma ljóð mín ungur. Innan um mig allan finn svo unaðssárar stungur. Áþekk eru einkennin við ástarskot og hungur. Vík öllu frá og vel svo gott vertshús sem ég þekki. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 848 orð | 1 mynd

Snillingur okkar tíma

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Það er útbreiddur misskilningur að Paris Hilton sé holdgervingur alls þess sem er heimskast í menningu samtímans. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 601 orð

Talsvert betra en bíó

Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Avant-gardisminn er dauður. Það verða engir fleiri Andréar Bretonar eða smáir hópar listafólks sem troða og marka nýjar brautir. Og jú, stríðið á hendur hryðjuverkum er áhrifavaldur í bókmenntum í dag. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 442 orð | 1 mynd

Tilgerðin lifi!

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Eitt má segja um hljómsveitirnar sem hrintu af stað þýsku bylgjunni á áttunda áratugnum – þar á bæ höfðu menn ekki áhyggjur af að ganga of langt í tilgerð. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð | 3 myndir

TÓNLIST

Meðlimir írsku hljómsveitarinnar U2 eru nú staddir í borginni Fez í Marokkó þar sem þeir vinna myrkranna á milli að lögum fyrir sína nýjustu plötu. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð | 1 mynd

Tregðan

Í Lesbók Morgunblaðsins 24.2. sl. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Tær snilld

Það er hörkufrost og Heldimm nótt um himinhvolfin geysa norðurljósin rafmögnuð sem ræna mín sjálfs Friðarljós við kertalog Drungi í lofti uns eldingu lýstur niður leiftrandi ásamt dunu Þórs og hagli hittin eins og hugdetta mín er Fávitinn hafandi flog... Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 560 orð

Um Jean-Claude Brialy

Eftir Björn Norðfjörð bn@hi. Meira
9. júní 2007 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð | 1 mynd

Þrjár endurnýttar vísur

Ég kalla þetta endurnýttar vísur. En vilji menn heldur nota orðið útúrsnúning er mér sama, enda gamall aðdáandi þeirrar vanmetnu, ef ekki forsmáðu bókmenntagreinar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.