Greinar fimmtudaginn 28. júní 2007

Fréttir

28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð

150 ár frá mannskaðanum á Mosfellsheiði

Í MARSMÁNUÐI voru liðin 150 ár frá mannskaðanum á Mosfellsheiði þegar sex vermenn úr Árnessýslu urðu þar úti en átta björguðust við illan leik. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

20 milljóna króna styrkur til Háskólans á Bifröst

REKTOR Háskólans á Bifröst, dr. Ágúst Einarsson veitti sl. miðvikudag viðtöku styrk til skólans að upphæð 20 milljónir króna. Styrkurinn kemur frá Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 40 orð

Aftökur á börnum

AMNESTY International hefur biðlað til íranskra stjórnvalda um að þau stöðvi aftökur á börnum en 71 barn bíður nú aftöku. Frá 1990 hafa 11 börn verið tekin af lífi og 13 höfð í haldi þar til þau urðu 18... Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Ákvað að synda yfir Ermarsundið á fimmtugsafmælinu

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GRÍÐARSTÓRAR marglyttur og næringarskortur eru helsta ógn sjósundmanna sem reyna árlega við Ermarsundið og þess vegna er engan veginn gefið að jafnvel þjálfuðustu sundmenn komist á leiðarenda. Meira
28. júní 2007 | Innlent - greinar | 379 orð | 1 mynd

Ákveðið prótein gegn bólguvöldum í blóði

MANNAN bindilektín (MBL) getur stuðlað að hreinsun mótefnafléttna úr blóði, en mótefnafléttur eru bólguvaldar sem geta átt þátt í tilurð bólgusjúkdóma. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Bautasteinn til að minnast Bríetar

Í TILEFNI aldarafmælis Kvenréttindafélags Íslands hefur verið leitast við að gera dagskrá afmælisársins sem veglegasta. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Björn formaður Þingvallanefndar

Á FYRSTA fundi nýrrar Þingvallanefndar í vikunni var Björn Bjarnason kjörinn formaður og Össur Skarphéðinsson varaformaður. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 1170 orð | 2 myndir

Brown tekinn við, heitir því að beita sér fyrir breytingum

Tíu ára valdatíð Tonys Blairs er lokið í Bretlandi. Gordon Brown hefur loks fengið ósk sína uppfyllta, hann er orðinn forsætisráðherra. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um þau sögulegu tíðindi sem urðu í gær. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Búist við 2-4 þúsund gestum á FM07

Fljótsdalshérað | Búist er við tvö til fjögur þúsund manns á Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi sem hefst á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði í dag. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Einn gætti 500 sundgesta

Eftir Andra Karl andri@mbl.is SJÖ BÖRN hafa verið nálægt drukknun í sundlaugum landsins undanfarin þrjú ár. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ellý verður forseti bæjarstjórnar

Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á þriðjudag var kosið í nefndir og ráð til eins árs. Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjarstjórnar og tekur við af Gunnari Svavarssyni. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Fá gögn

BANDARÍKIN og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi til bráðabirgða um persónulegar upplýsingar sem yfirvöld vestra vilja fá fyrirfram um flugfarþega er koma til... Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 183 orð

Forstjórar kauphalla funda hér

TVEGGJA daga vinnufundir æðstu stjórnenda bandarísku kauphallarinnar Nasdaq og norrænu kauphallarinnar OMX Nordic Exchange hófust hér á landi í gær, vegna yfirtökutilboðs Nasdaq í OMX. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Fundaði með Erdogan

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem staddur er í Tyrklandi, ræddi í gær við Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Á fundinum ræddu þeir möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Fyrsta brautskráning MPM-náms við HÍ

ALLS brautskráðust 35 nemendur með MPM-gráðu, 25 konur og 10 karlar, þegar fyrstu brautskráningu MPM-náms við Háskóla Íslands var fagnað laugardaginn 23. júní. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 103 orð

För sendinefndar frestað

KOMU sendinefndar Norsk Hydro til Þorlákshafnar hefur verið frestað en til stóð að sendinefndin kæmi til Þorlákshafnar í þessari viku til að kanna staðhætti vegna hugsanlegra stóriðjuframkvæmda. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Grunnskólabörn á Laufásborg

Samningur var undirritaður á milli Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar ehf. í gær um að hún yfirtaki rekstur leikskólans Laufásborgar. Þar hefur verið unnið í anda Hjallastefnu síðustu ár. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Gömlu húsin frískuð upp

Hvanneyri | Málaraflokkur hefur unnið við að mála og laga nokkur eldri húsa Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á undanförnum tveimur mánuðum. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Hatshepsut faraó Egyptalands fundin

HATSHEPSUT faraó var meðal merkustu leiðtoga Egyptalands. Hún ríkti á 15. öld f. Kr. og er talin hafa hrifsað völdin af stjúpsyni sínum, Thutmosis III. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Herma eftir Dönum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Með nýjum vinnubrögðum við heyskap eru bændur að leita leiða til að lækka kostnað við framleiðsluna og búa sig undir harðnandi samkeppni. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Hrannar aðstoðar Jóhönnu

HRANNAR Björn Arnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og hefur störf 1. júlí. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Hungurverkfall munka

MUNKAR hafa dvalið fyrir utan þinghúsið í Bangkok dögum saman ásamt trúbræðrum sínum og hafa þeir ekki bragðað mat. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Jörð í eyðifirði slegin á sextíu milljónir

LÍFLEGT uppboð var haldið í Loðmundarfirði í gær þar sem jörðin Stakkahlíð var slegin hæstbjóðanda, Þorsteini Hjaltested, á 60 milljónir. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Kallar á hertar reglur um eftirlit foreldra

Eftir Andra Karl andri@mbl.is OF OFT kemur fyrir að foreldrar bregðist eftirlitsskyldu sinni þegar þeir fara með börnum sínum á sundstaði. Slysin gera ekki boð á undan sér og það á ekki síst við um drukknun sem er hljóðlátt slys. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 706 orð | 2 myndir

Kópavogur verður íþróttabær í júlí

Kópavogur | Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Kópavogi vegna Landsmóts Ungmennafélags Íslands, sem þar fer fram dagana 5.-8. júlí næstkomandi. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Villur í myndatexta Á SÍÐU fjögur í Morgunblaðinu í gær er frétt um veitingu Verkefnastyrkja Félagsstofnunar stúdenta. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Leita að Íslendingum til að aka yfir Suðurskautslandið

BRESKIR vísinda- og ævintýramenn sem ætla í leiðangur þvert yfir Suðurskautslandið eru nú staddir hér á landi. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 238 orð | 2 myndir

Lendingar ákveðinna véla verði rannsakaðar

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að taka til nánari skoðunar lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Lestrarnámskeiðin slá í gegn

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is SÍÐUSTU þrjár vikur hefur yngsta kynslóð Akureyringa lesið sínar uppáhaldsbækur, eða allavega sá hluti hennar sem nú stendur í ströngu við að ná tökum á lestri. Þó standa skólarnir auðir. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 113 orð

Loka um 180 verksmiðjum

YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í gær að 180 verksmiðjum sem framleiða matvæli af ýmsu tagi hefði verið lokað að undanförnu vegna fjölmargra brota á öryggisreglum. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Lýst eftir hjólhýsi

HJÓLHÝSI af gerðinni Musterland 380 með skráningarnúmerið RB-063 var stolið í Reykjanesbæ á tímabilinu 15. júní til 18. júní síðastliðinn. Í fréttatilkynningu segir að Hjólhýsið sé hvítt að lit með ljósgrænum röndum. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Lögð áhersla á heilsu og útivist í Hótel Laka

Eftir Jónas Erlendsson Skaftárhreppur | Nýtt lífsstílshótel hefur verið formlega opnað í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri. Hefur það fengið nafnið Hótel Laki. "Áður en við byrjuðum að byggja ákváðum við að þetta hótel yrði að verða alveg sérstakt. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð

Með handrukkara á hælunum

HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað karlmann til að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 3. ágúst nk. en hann reyndi að ræna 10-11-verslun í Kópavogi nýverið, vopnaður hníf. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Mikil reiði í Íran vegna bensínskömmtunar

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is BENSÍNSTÖÐVAR brunnu og rúður voru brotnar í mótmælaaðgerðum í Íran í gær. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Mæla með námskeiðinu

ODDA, Una, Björg og Nanna Björk taka allar þátt í lestrarnámskeiðinu. "Við gerum frekar mikið," segir Odda. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ný borhola í Grímsnesinu

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur lokið við að bora nýja vinnsluholu fyrir Grímsnesveitu OR. Á vefsíðu Orkuveitunnar segir að borunin hafi heppnast gríðarvel og gefi holan, sem er í landi Öndverðarness, meira en 30 sekúndulítra af um 120 gráðu heitu vatni. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 461 orð

Nýr útgáfustjóri ráðinn til Le Monde

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is FRIÐUR þykir ríkja um framtíð Le Monde , franska blaðsins nafntogaða, eftir að blaðamenn þess lýstu yfir trausti á Pierre Jeantet sem nýjan forstjóra útgáfufélagsins, og þar með æðsta ritstjóra blaðsins. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Nýtt fólk í númer 10

GORDON Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands og eiginkona hans, Sarah, í Downing-stræti 10 í gær. Brown hét því að "hlusta og læra" og byggja upp traust á stjórnvöldum. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð

Nýtt veitingahús opnað í Heklusetrinu

Landsveit | Opnað hefur verið nýtt veitingahús á Leirubakka í Landsveit, í nýju húsi sem einnig hýsir Heklusetrið. Veitingahúsið tekur um 100 manns í sæti og verður opið alla daga allt árið með fjölbreyttum matseðli. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 807 orð | 1 mynd

Óþarfi að ríkisvæða spilakassa hér líkt og í Noregi

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is "AÐ mínu mati eru spilakassar á Íslandi ekki hættulegri spilamennska en lottó, getraunir eða önnur spilamennska. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

"Ástarband þeirra aptur á himnum"

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Risamörgæs fundin í Perú

FORNLEIFAFRÆÐINGAR sögðu frá því í vikunni að í Perú hefðu fundist steingervingar tveggja mörgæsa og var önnur þeirra mun stærri en þær sem lifa nú. Var hún með langan, bjúgan gogg sem ugglaust hefur verið henni notadrjúgur við... Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Rúlluðu yfir FH-inga

VALSMENN gerðu sér lítið fyrir og gjörsigruðu Íslandsmeistara FH, 4:1, á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Heimamenn höfðu yfir 3:0 í hálfleik og segja má að meistararnir hafi aldrei séð til sólar. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 580 orð | 3 myndir

Samfélagsgeðlækningar ofarlega á lista

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Samtök um betri byggð á Kársnesi í burðarliðnum

Undirbúningsfundur að stofnun samtaka um betri byggð á Kársnesi var haldinn í gærkvöldi og tæplega fimmtíu manns sóttu fundinn. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Sigurrós kjörin forseti bæjarstjórnar

SIGURRÓS Þorgrímsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Kópavogs á fundi bæjarstjórnarinnar á mánudag. Hún tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, sem tók sæti á Alþingi eftir nýliðnar alþingiskosningar, og óskaði ekki eftir endurkjöri. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð

Sópa þarf vegina betur og hreinsa

SÓPA þarf vegina betur og halda hreinum, sér í lagi við beygjur og gatnamót. Einnig þarf að gera merkingar við hættum markvissari. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 329 orð

Spurning um forgangsröðun og hagkvæmni

"VIÐ endurvinnum ekki alls konar pappír sem fellur til á ýmsum deildum," segir Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs og framkvæmdastjóri tækja og eigna Landspítala. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 207 orð

Taki fyrir mál vélstjóra á ný

UMBOÐSMAÐUR Alþingis beinir í úrskurði þeim tilmælum til samgönguráðuneytisins að það taki til meðferðar að nýju kæru Vélstjórafélagsins vegna úrskurðar mönnunarnefndar fiskiskipa, óski félagið eftir því. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 23 orð

Tilraunaskot

NORÐUR-Kóreumenn skutu í gær á loft langdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Tilraunin brýtur gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er bannar N-Kóreumönnum allar slíkar... Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Til varnar fórnarlömbum pyntinga

HÓPUR ungra Amnesty-félaga stendur fyrir uppákomu á Austurvelli laugardaginn 30. júní kl. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð

Tækjakostur málmiðnaðardeildar bættur

Neskaupstaður | Verknámsskóli Austurlands í Neskaupstað leitaði til fyrirtækja og stofnana á Austurlandi og víðar um fjárhagslegan stuðning til að efla tækjakost málmiðngreinadeildar skólans. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Um fimmtungur síldarkvótans veiddur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BÚIÐ er að veiða rúmlega 17% kvótans í íslenskri lögsögu af norsk-íslensku síldinni eða hátt í 30.000 tonn af 148.629 tonna kvóta en auk þess má veiða 34. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 265 orð

Umsókn um hárgreiðslustól hafnað

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur tekið ákvörðun um að leggjast gegn því að umhverfisráðherra veiti Ríkeyju Pétursdóttur, hárgreiðslumeistara í Kópavogi, undanþágu frá skilyrðum um starfsleyfi. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ungmennin komin úr gjörgæslu

UNGMENNIN þrjú sem slösuðust alvarlega þegar bifreið þeirra skall harkalega á veitingastaðnum Hamborgarabúllunni hafa öll verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
28. júní 2007 | Erlendar fréttir | 32 orð

Úr sveit í borg

SKÝRSLA Sameinuðu þjóðanna segir að helmingur jarðarbúa muni búa í borgum árið 2008, þar af flestir í þróunarlöndunum. Skýrslan segir að borgarbúum í Afríku og Asíu fjölgi nú um milljón á... Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 52 orð

Útskrifaður af gjörgæsludeild

LITHÁINN sem slasaðist alvarlega í hópslagsmálunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn á batavegi en honum hafði áður verið haldið í öndunarvél. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Vodafonehöll og -völlur eru nær tilbúin á Hlíðarenda

Í FYRSTA skipti á Íslandi var í gær undirritaður samningur milli íþróttafélags og fyrirtækis úr atvinnulífinu, þess efnis að íþróttamannvirki félagsins beri nafn fyrirtækisins. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 140 orð

Yngri en átta ára börn ekki ein í sund

BÖRNUM undir átta ára aldri er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum ábyrgðarmanni sem er 14 ára eða eldri, en þetta kemur fram í reglum um öryggi í sundlaugum sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 1999. Meira
28. júní 2007 | Innlendar fréttir | 380 orð

Þurrkar tefja heyskap

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is "ÞAÐ má segja að þurrkurinn sé farinn að valda vandræðum," sagði Magnús Eggertsson, bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal, í gær þegar hann var spurður um hvernig heyskapur gengi í Borgarfirði. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 2007 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Bloggið og stjórnmálamenn

Á nýrri öld fer stjórnmálaumræðan að drjúgum hluta fram á blogginu. Og úrslit kosninga geta ráðist þar. Um leið og auðveldara verður fyrir almenning að taka virkan þátt í umræðu um stjórnmál verður áhuginn meiri. Meira
28. júní 2007 | Leiðarar | 386 orð

Ísland og Afríka

Það er vel til fundið hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að sækja leiðtogafund Afríkuríkja, sem stendur yfir þessa dagana í Gana. Meira
28. júní 2007 | Leiðarar | 433 orð

Öryggi í sundlaugum

Eftirliti við sundstaði er ábótavant. Í sumum laugum úti á landi er starfslið of fámennt og þess eru dæmi að einn starfsmaður sé við vinnu á sundstað þar sem mörg hundruð manns fara um á dag. Meira

Menning

28. júní 2007 | Kvikmyndir | 77 orð | 1 mynd

Anna og Börnin til Tékklands

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Karlovy Vary fer fram í Tékklandi um helgina. Áður hefur verið greint frá því að Mýrin hans Baltasars Kormáks sé ein þeirra 14 mynda sem keppa í aðalkeppni hátíðarinnar. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Bach og Buxtehude í Hallgrímskirkju

GUÐMUNDUR Sigurðsson organisti Hafnarfjarðarkirkju leikur á hádegistónleikum Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju á hádegi í dag. Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 276 orð | 1 mynd

Drag er ekki sama og dragg

Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is "ÞETTA gengur bara mjög vel," segir Georg Erlingsson, spurður út í það hvernig skráningu í Dragkeppni Íslands miði. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 353 orð | 1 mynd

Dularfullt verk á leið um landið

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 217 orð | 1 mynd

Fjárlögin endursköpuð

Tríó Björns Thoroddsens og Andrea Gylfadóttir Meira
28. júní 2007 | Myndlist | 127 orð | 1 mynd

Flikkað upp á Davíð með leysigeisla

DAVÍÐSSTYTTA ítalska endurreisnarlistamannsins Donatello, sem upphaf endurreisnarhöggmyndalistar er jafnan miðað við, verður brátt hreinsuð almennilega fyrsta sinni og það með leysigeislatækni. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 237 orð

Germanskt blý, gallískt kvikasilfur

Verk eftir Buxtehude, Langlais og Guilmant. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Sunnudaginn 24. júní kl. 20. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 178 orð | 1 mynd

Gulldrengur til Íslands

TÓNLISTARMAÐURINN og plötusnúðurinn Goldie kemur fram á Breakbeat.is-klúbbakvöldi á NASA hinn 14. júlí næstkomandi. Meira
28. júní 2007 | Myndlist | 178 orð | 3 myndir

Heimsbyggðin mynduð

FIMM ungmenni sitja í rauðum sportbíl, úr fjarlægð mætti ímynda sér Beverly Hills. En þegar nær dregur sér maður að stúlka í aftursætinu heldur klút fyrir vitunum og í bakgrunninum eru rústir nýsprengdra bygginga. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 602 orð

Hjartað er ekki tískubóla

Þriðjudagurinn 25. júní. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 349 orð | 1 mynd

Húsvískir hálfvitar

LJÓTU hálfvitarnir hafa gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni. Snæbjörn Ragnarsson segir sveitina bera nafn með rentu. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 210 orð

Kammersveit keisaradæmisins

Landing Duck Records LDR 005 Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 130 orð | 1 mynd

Kántrí eða vestern?

ÉG hef einhverra hluta vegna alltaf haft pervertískan áhuga á Bon Jovi, fundist sveitin skemmtileg á sinn hallærislega hátt og lög á borð við "Livin' on a Prayer" og "Shot through the Heart" eru óneitanlega klassísk innan... Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Kim Larsen til Íslands

HINN glaðbeitti Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken leika á tónleikum í Vodafonehöllinni, hinu nýja Valsheimili, hinn 24. nóvember nk. Verða þetta lokatónleikarnir á ferðalagi Kims og Kjukkens um Norðurlöndin í haust. Miðasala mun fara fram á midi. Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 282 orð | 1 mynd

Lygasögur af frægu fólki

Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is SLEFBERAR og aðrir smjattpattar kjamsa þessa dagana á sögum af meintum samskiptum Bjarkar og Britneyjar Spears. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Má bjóða þér í dans?

CHROMEO er ansi skemmtilegur elektrófönk-dúett sem hafa gert grípandi takta og lifandi laglínur að aðalsmerki sínu. Meira
28. júní 2007 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Málað á belgísku fyrir Saltfisksetrið

NÍU listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast frá Listaháskólanum í Tongeren, Academie of fine kunst, í Belgíu, sýna í Listasal Saltfisksetursins til júlíloka, en sýning þeirra hefst á laugardag kl. 14. Meira
28. júní 2007 | Fjölmiðlar | 78 orð | 1 mynd

Meiri Sýn

UNNENDUR knattspyrnu hafa nú ástæðu til að kætast. Skjár 2 hefur útsendingar innan skamms en á stöðinni verður nær eingöngu í boði efni tengt enska boltanum. Meira
28. júní 2007 | Fjölmiðlar | 37 orð | 1 mynd

Mættir í tæka tíð

ÞESSIR félagar hafa ákveðið að vera alveg vissir um að fá góð sæti á íþróttaleikvangi í Venesúela á dögunum. Liðin sem kepptu síðar voru landslið Chile og Ekvador en ekki fylgdi sögunni með hvoru liðinu félagarnir... Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Natasha Bedingfield á G! Festival í ár

* Breska söngkonan Natasha Bedingfield kemur fram á tónlistarhátíðinni G! sem fram fer í Færeyjum 19.-21. júlí nk. Að sögn Jóns Tyrils, eiganda G! Meira
28. júní 2007 | Bókmenntir | 92 orð | 1 mynd

Nígerískur höfundur hlýtur Booker-verðlaunin

NÍGERÍSKI rithöfundurinn Chinua Achebe hlaut alþjóðlegu Man Booker-heiðursverðlaunin í ár. Hann er sennilega þekktastur fyrir fyrstu skáldsögu sína, Things Fall Apart , frá árinu 1958. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 157 orð | 2 myndir

Nostalgíukast hjá plötukaupendum

FRÓNBÚAR valhoppa um bæinn raulandi helstu krækjurnar frá níunda áratugnum. Þá þenja þeir barkana og taka undir með óskalögum sjómanna. Og einhvers staðar stendur hinn færeyski Jógvan og brosir yfir velgengni splunkunýrrar breiðskífu sinnar. Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Páll Óskar sendir loksins frá sér nýtt lag

* Þótt ekkert íslenskt lag hafi ennþá gert tilkall til titilsins "sumarlag ársins 2007" eru nokkur þegar byrjuð að færa sig upp á skaftið. Eitt af þeim er nýjasta lag Páls Óskars, "Allt fyrir ástina", sem er komið í fulla spilun. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 114 orð | 1 mynd

Prinsalegt löggupopp

HLJÓMSVEITIN Maroon 5 sló rækilega í gegn með smellinum "This Love" af fyrstu plötu sinni, Songs about Jane , frá árinu 2002. Á annarri breiðskífu sveitarinnar er að finna haganlega smíðað popp, þægilegt, ómþýtt, vinalegt. Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 292 orð | 1 mynd

"Við Margrét verðum góðar saman"

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is EVA ÁSRÚN Albertsdóttir samþykkir þá fullyrðingu hlæjandi að einstakur þrifnaður hennar hafi orðið til þess að hún var ráðin í starf annars tveggja stjórnenda þáttarins Allt í drasli á Skjá einum næsta vetur. Meira
28. júní 2007 | Fólk í fréttum | 498 orð | 2 myndir

Rithöfundurinn sem lærði að ljúga vel

Í kvikmyndinni The Hoax fær rithöfundurinn Clifford Irving enn eina höfnunina frá útgefanda sínum og í kjölfarið ákveður hann í örvæntingu sinni að gerast opinber ævisagnaritari auðjöfursins Howard Hughes, óumbeðinn. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 148 orð

Sprengjuregn og dansandi Bítlar

DRENGIRNIR í Sprengjuhöllinni ættu að vera í sjöunda himni þessa dagana. Meira
28. júní 2007 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Söngleikjamenn á Sólheimum

Á LAUGARDAGINN er komið að fimmtu tónleikunum í Menningarveislu Sólheima í Grímsnesi. Sænski söngvarinn Yousef Sheikh og finnski píanóleikarinn Tomi Lehikoinen syngja og spila lög eftir Elton John, Queen, Stevie Wonder og fleiri. Meira
28. júní 2007 | Hugvísindi | 545 orð

Þunglyndisleg áhrif

Eftir Birtu Björnsdóttur og Helga Snæ Sigurðsson Í DAG verður opnuð sýning á verkum norska myndlistarmannsins Kjells Nupen í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Meira

Umræðan

28. júní 2007 | Blogg | 57 orð | 1 mynd

Anna K. Kristjánsdóttir | 27. júní 2007 27. júní er góður dagur! 27...

Anna K. Kristjánsdóttir | 27. júní 2007 27. júní er góður dagur! 27. júní 1996 fengu samkynhneigðir ýmis réttindi sem þeir höfðu ekki haft áður og tíu árum síðar voru réttindi þeirra færð enn nær réttindum annarra þjóðfélagshópa. Því er 27. Meira
28. júní 2007 | Blogg | 401 orð | 1 mynd

Auður H. Ingólfsdóttir | 27. júní 2007 Samviskan friðuð – eða...

Auður H. Ingólfsdóttir | 27. júní 2007 Samviskan friðuð – eða hvað? Jæja, þá er ég búin að kolefnisjafna bílinn minn fyrir þetta ár. Komin með sérstaka kvittun upp á það. Samviskan friðuð í bili – eða hvað? Meira
28. júní 2007 | Blogg | 129 orð | 1 mynd

Breki Logason | 27. júní 2007 Takk, Herra Örlygur! Fór á Nasa í gær og...

Breki Logason | 27. júní 2007 Takk, Herra Örlygur! Fór á Nasa í gær og sá tónleika sveitarinnar The Raptures. Verð nú að viðurkenna að ég þekkti bandið sama og ekki neitt. En nóg til þess að drífa mig á Nasa. Meira
28. júní 2007 | Velvakandi | 425 orð

dagbók/velvakandi

28. júní 2007 | Aðsent efni | 265 orð

Dauðans alvara

ÞAÐ er átakanlegt að sjá mynd af fyrrverandi fermingarbarni sínu í dánartilkynningunum. Enn eitt fallegt og hæfileikaríkt ungmennið er fallið í valinn. Sölumenn dauðans unna sér engrar hvíldar. Meira
28. júní 2007 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Guðfinnur Sveinsson | 27. júní 2007 Meiri viðbjóðurinn Aðeins fyrir 30...

Guðfinnur Sveinsson | 27. júní 2007 Meiri viðbjóðurinn Aðeins fyrir 30 árum ætlaði leyniþjónusta Bandaríkjanna að ráða þjóðarleiðtoga af dögum. Meiri viðbjóðurinn. Meira
28. júní 2007 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Konur á niðursettu verði

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um kjaramál: "Það átti eftir að verða mér Þrándur í Götu að hafa valið það starf sem lá hjarta mínu næst; í hefðbundinni kvennastétt" Meira
28. júní 2007 | Aðsent efni | 218 orð

Merkar greinar um stjórn fiskveiða

SÍÐAN skýrsla Hafrannsóknastofnunar um stöðu fiskistofna hér við land kom út hefur birst fjöldi greina og viðtala um þetta alvarlega ástand og viðbrögð við því. Umræðan hefur ekki alltaf verið markviss, frekar en búast mátti við. Meira
28. júní 2007 | Aðsent efni | 326 orð | 1 mynd

Rangindi rannsóknamanna, ákæruvalds og margra dómara

Eggert Haukdal skrifar um enduruptöku máls síns við Hæstarétt: "Maður spyr sig einfaldlega hvar er réttlætið í landinu sé statt." Meira
28. júní 2007 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Saksóknarinn í eyðimörkinni

Ragnar Halldór Hall skrifar um fjárveitingar til ríkislögreglustjóraembættisins: "Umfjöllun saksóknarans er með hreinum ólíkindum." Meira
28. júní 2007 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Vítavert gáleysi kostar sorg – og peninga

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um umferðaröryggi: "Umferðarslysin eru ekki náttúrulögmál sem við verðum að taka eins og hverju öðru hundsbiti." Meira

Minningargreinar

28. júní 2007 | Minningargreinar | 641 orð | 1 mynd

Friðbjörn Agnarsson

Friðbjörn Agnarsson fæddist 24. nóvember 1934. Hann lést 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Margrét Þorkelsdóttir, f. 14. ágúst 1903, d. 17. mars 1993, og Agnar Guðmundsson, f. 17. september 1883, d. 3. ágúst 1965. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2007 | Minningargreinar | 3189 orð | 1 mynd

Hjörleifur Guðnason

Hjörleifur Guðnason fæddist á Hjarðarholti í Seyðisfirði 5. júní 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 23. júní. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2007 | Minningargreinar | 2252 orð | 1 mynd

Hólmfríður Indriðadóttir

Hólmfríður Indriðadóttir fæddist Ytra-Fjalli í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 3. júlí 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri laugardaginn 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Indriði Þórkelsson bóndi, skáld og ættfræðingur á Ytra-Fjalli, f. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2007 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

Hörður Stefánsson

Hörður Stefánsson var fæddur á Karlsskála í Reyðarfirði 30. mars 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 19. júní síðastliðinn. Hörður var elsti sonur hjónanna Stefáns Guðnasonar hreppstjóra, f. á Karlsskála 13.8. 1903, d. 8.3. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2007 | Minningargreinar | 778 orð | 1 mynd

Ragnar Þórhallsson

Ragnar Þórhallsson fæddist á Laufási í Ketildölum í Arnarfirði 13. nóvember 1933. Hann lést á Dvalarheimilinu Felli í Reykjavík 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Marta Guðmundsdóttir, f. 27.7. 1901, d. 13.5. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2007 | Minningargreinar | 2144 orð | 1 mynd

Susie Rut Einarsdóttir

Susie Rut Einarsdóttir fæddist hinn 14. febrúar 1985 í Reykjavík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala mánudaginn 18. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 26. júní. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. júní 2007 | Sjávarútvegur | 150 orð | 2 myndir

Ný yfirbyggð Cleopatra 38 til Húsavíkur

Útgerðarfélagið Barmur ehf. á Húsavík fékk nú í vikunni afhentan nýjan línubeitningavélbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Ingólfur Árnason. Meira
28. júní 2007 | Sjávarútvegur | 44 orð

Sérstök úthlutunarskilyrði

SJÁVARÚTVEGRÁÐUNEYTIÐ hefur samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í Grundarfjarðarbæ, Fjarðabyggð, Strandabyggð, Norðurþing, Grímseyjarhreppi, Seyðisfirði og Vopnafjarðarhreppi. Meira
28. júní 2007 | Sjávarútvegur | 82 orð

Vill hægari uppbyggingu þorskstofns

FRIÐRIK J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir lítið nýtt í skýrslu Hagfræðistofnunar. "Hún byggist á því að það þurfi að minnka veiðarnar skarpt til að byggja stofninn sem hraðast upp. Meira

Daglegt líf

28. júní 2007 | Ferðalög | 376 orð | 1 mynd

Að kæla sig í hitanum í Berlín

Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com Berlín yfir sumartímann á það til að verða ansi heit. Borgin er þó ríkulega búin öldurhúsum og öðrum stöðum þar sem kæla má sig niður með kaupum á svalameðölum. Meira
28. júní 2007 | Daglegt líf | 378 orð | 2 myndir

akureyri

Bæjarbúar og gestir þeirra hafa ekki liðið fæðuskort undanfarin misseri og ekki er hætta á að það breytist. Einn staður hefur bæst við skyndibitaflóruna; Hlölla-bátar eru nú fáanlegir við Ráðhústorgið, þar sem Borgarsalan var áður til húsa. Meira
28. júní 2007 | Ferðalög | 389 orð | 1 mynd

Barnvænt í kóngsins Köben

Kaupmannahöfn býður upp á ýmislegt fleira fyrir börn en bara Tívolí. Í allt sumar iðar borgin og nágrenni af uppákomum sem gætu hitt unga ferðamenn í hjartastað. Meira
28. júní 2007 | Ferðalög | 785 orð | 5 myndir

Fjölskylduvæn útivistarperla

Tremblant er lítill og vinalegur bær um hundrað kílómetra frá Montreal og stendur við Tremblant-vatnið. Stefán Ólafsson fór og kannaði hvað staðurinn hefur upp á að bjóða. Meira
28. júní 2007 | Neytendur | 457 orð | 1 mynd

Færri fjöltengi og fleiri innstungur

Illa frágengið rafmagn og röng notkun rafmagnstækja er orsök um 3.000 brunatjóna á hverju ári í Danmörku að sögn danska dagblaðsins 24 Timer . Meira
28. júní 2007 | Daglegt líf | 563 orð | 6 myndir

Hannar tangóskó og rekur danshús

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
28. júní 2007 | Daglegt líf | 103 orð | 2 myndir

Hringurinn fór á milljón

Á góðgerðarsamkomu sem formúlukappinn Eddie Jordan og konan hans Marie McCarthy héldu nýlega til styrktar krabbameinssjúkum börnum var boðinn upp Le Baron hringur hannaður af Hendrikku Waage. Hringinn hafði hún gefið til styrktar málefninu. Meira
28. júní 2007 | Daglegt líf | 154 orð

Tukthús og bókalestur

Gunnar Kristinsson var varðstjóri í áratugi á Skólavörðustíg 9. Um hann orti Kristján Schram: Tukthúsið þig tók í sátt, týndan son mun geyma. Þú hefur, vinur, aldrei átt annars staðar heima. Meira
28. júní 2007 | Neytendur | 1458 orð | 2 myndir

Umhverfisvænir bílar eru ekki til

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Auglýsingar um "græna" bíla hafa verið áberandi að undanförnu og eru ýmis bílaumboð farin að auglýsa sig sem umhverfisvænan valkost. Meira
28. júní 2007 | Ferðalög | 128 orð | 1 mynd

Vítt og breitt

Nýr golfstaður á Flórída Úrval golfferða til Flórída og Englands verður í boði hjá GB Ferðum í haust og verður þá m.a. kynntur til sögunnar nýr áfangastaður fyrir golfara á Ginn Reunion Resort í Orlando sem er nýtt lúxusíbúðahótel. Hótelið býður m.a. Meira

Fastir þættir

28. júní 2007 | Árnað heilla | 36 orð

80 ára afmæli. Áttræð er í dag Aðalheiður Friðbertsdóttir frá...

80 ára afmæli. Áttræð er í dag Aðalheiður Friðbertsdóttir frá Súgandafirði, til heimilis að Sóltúni 2 í Reykjavík . Aðalheiður verður að heiman í dag en bendir vinum og vandamönnum á Hjálparstarf kirkjunnar í tilefni... Meira
28. júní 2007 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Falin hætta. Norður &spade;98763 &heart;93 ⋄K1097 &klubs;62 Vestur Austur &spade;G4 &spade;ÁKD102 &heart;54 &heart;1087 ⋄G8 ⋄D432 &klubs;ÁKD10953 &klubs;7 Suður &spade;5 &heart;ÁKDG62 ⋄Á65 &klubs;G84 Suður spilar 3&heart; dobluð. Meira
28. júní 2007 | Í dag | 213 orð | 1 mynd

Sjaldan er góð ýsa of oft freðin

HVERSU marga brandara hefur þú heyrt um ævina? Hve marga þeirra manstu í svipinn? Að öllum líkindum engan. Meira
28. júní 2007 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Rf6 4. d3 e6 5. Bb3 Be7 6. 0–0 0–0 7. c3 Rc6 8. He1 Dc7 9. Rbd2 a6 10. Rf1 b5 11. Rg3 Bb7 12. a3 Hfe8 13. h3 a5 14. a4 b4 15. Bf4 bxc3 16. bxc3 Hab8 17. Bc4 Rd7 18. Hc1 Dc8 19. Bb5 Ba6 20. c4 Rb4 21. Rh2 Hb6 22. Meira
28. júní 2007 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Hvað heitir staðurinn á Seltjarnarnesi þar sem fjölbýlishús með glæsiíbúðum eiga að rísa? 2 Hvað heitir Formúli-1 kappakstursmaðurinn sem var hér á ferð í vikunni? 3 Eftir hvern er ljóðabálkurinn Söngvar frá Pisa sem nú hefur verið þýddur á íslensku? Meira
28. júní 2007 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji verður urrandi argur í hvert skipti sem hann þarf að borga fyrir plastpokana úti í búð. Hvers vegna þarf neytandinn að greiða fyrir að auglýsa verslunina sem hann skiptir við? Meira
28. júní 2007 | Í dag | 432 orð | 1 mynd

Vísbending um vandamál?

Haukur Ingi Jónasson fæddist í Reykjavík 1966. Hann lauk Cand. Theol-prófi frá HÍ 1994 og STM- og PhD-prófi frá Union Theological Seminary (Columbia Univ.) 2006. Meira

Íþróttir

28. júní 2007 | Íþróttir | 182 orð

Bjarni: Fann blóðið spýtast framan í mig

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 1027 orð | 3 myndir

Dýrmæt þrjú stig til Keflavíkur í baráttuleik

ÞRJÚ dýrmæt stig féllu Keflvíkingum í skaut þegar Fylkir kom í heimsókn suður með sjó. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 356 orð

Eiður Smári tilvalinn fyrir United

BRESKIR fjölmiðlar gefast ekki upp á að orða Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða og leikmann spænska liðsins Barcelona, við Manchester United og eftir að franski sóknarmaðurinn Thierry Henry samdi við Börsunga hefur þeim fréttum farið fjölgandi... Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Haraldur Freyr Guðmundsson kom Aalesund á bragðið þegar liðið lagði Alta að velli í 32 liða úrslitum í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi, 2:0. Íslendingaliðin Brann, Stabæk og Start komust einnig í 16 liða úrslitin í gærkvöldi. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Í dag verður dregið til 16 liða-úrslitanna í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðin tíu úr Landsbankadeildinni verða í pottinum ásamt liðunum sex sem komust áfram úr fjórðu umferð. Það voru 1. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Hlutirnir hljóta að fara að falla með KR

ÁTTUNDU umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur á KR-vellinum í kvöld þegar liðin í tveimur neðstu sætum deildarinnar, KR og Fram, leiða saman hesta sína í sannköllum bræðraslag en bræðurnir Teitur og Ólafur Þórðarsynir eru við stjórnvölinn hjá Reykjavíkurliðunum. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 502 orð

KNATTSPYRNA Valur – FH 4:1 Laugardalsvöllur, Landsbankadeild...

KNATTSPYRNA Valur – FH 4:1 Laugardalsvöllur, Landsbankadeild karla, miðvikudaginn 27. júní 2007. Mörk Vals : Guðmundur Benediktsson 3., 62., Helgi Sigurðsson 20., Sjálfsmark 35. Mark FH : Matthías Vilhjálmsson 47. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 1093 orð | 5 myndir

Meistararnir kafsigldir

"EF VIÐ mætum ekki eins og öskrandi ljón í þennan leik þá gerum við það aldrei," var haft eftir Baldri Ingimar Aðalsteinssyni, miðjumanni Vals, í Morgunblaðinu í gær. Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 176 orð

Þjálfari Svía: Gott tækifæri til að hefna ófaranna

"VIÐ fáum gott tækifæri til að hefna ófaranna gegn Íslendingum og við erum nær okkar heimkynnum en íslenska liðið," segir Ingimar Linell landsliðsþjálfari Svía í handknattleik en sem kunnugt er drógust Íslendingar í riðil með Svíum, Slóvökum... Meira
28. júní 2007 | Íþróttir | 113 orð

Þrjú gull í Óðinsvéum

ÍSLENSKI skylmingamenn gerðu það gott á Norðurlandamótinu í skylmingum með höggsverði í Óðinsvéum í Danmörku gær. Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH var Norðurlandameistari í opnum flokki karla og þeir Kári Björnsson, FH, og Andri Kristinsson, SFR höfnuðu í... Meira

Viðskiptablað

28. júní 2007 | Viðskiptablað | 160 orð | 1 mynd

Aðalfundi frestað

AÐALFUNDI Sparisjóðs Skagafjarðar, sem vera átti í dag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu síðustu daga er óánægja meðal nokkurra stofnfjáreigenda með samrunaáætlun sjóðsins og Sparisjóðs Siglufjarðar. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 222 orð

Að gera einfalt mál flókið

ÚTHERJI hefur lifibrauð sitt af því að fjalla um viðskiptalífið og þær hræringar sem þar verða. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 657 orð | 1 mynd

Airbus fær brakandi byr undir báða vængi í baráttu við Boeing

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is FORSVARSMENN flugvélaverksmiðjanna Airbus eru í sjöunda himni að lokinni flugsýningunni í París. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 158 orð | 1 mynd

Alþjóðabankinn berst áfram gegn spillingu

Á síðastliðnum sjö árum hafa samtals 190 fyrirtæki og 148 einstaklingar verið útilokaðir frá því að eiga viðskipti við Alþjóðabankann. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 63 orð | 1 mynd

Bréfin sveiflast í Japan

SENNILEGA kærðu þessar ungu japönsku meyjar, er gengu fram hjá upplýsingaskilti í Tókýó, sig kollóttar þótt hlutabréfaverð í Japan lækkaði talsvert í gær. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Capacent samdi við OpenHand

CAPACENT hefur ákveðið að velja íslensku samskiptalausnina frá OpenHand fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 3186 orð | 6 myndir

Er ein kona betri en engin?

Fréttaskýring | Hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja virðist ekki viðbjargandi. Stærstu fyrirtækin hafa flest enga konu í stjórn og sum aðeins eina. Bera fyrirtækin ábyrgð eða liggur hún öll hjá stjórnvöldum? Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

ESB kvartar við nýju aðildarlöndin

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kvartaði í gær undan því við stjórnvöld í nýjustu aðildarlöndunum, Búlgaríu og Rúmeníu, að þau hefðu engan veginn staðið sig sem skyldi í því að draga úr spillingu í löndunum. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 220 orð | 1 mynd

Finnur Oddsson tekur við hjá Viðskiptaráði

HALLA Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur óskað eftir að láta af störfum næsta haust. Hún ætlar að snúa sér að stofnun eigin fyrirtækis. Gengið hefur verið frá ráðningu dr. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Fjórði hver býr til afsökun

FJÓRÐI hver starfsmaður fyrirtækja í Bandaríkjunum býr til afsökun til að útskýra af hverju hann mætti of seint í vinnuna samkvæmt nýlegri rannsókn sem greint var frá í fréttabréfi SVÞ. Í sömu könnun sögðust 16% mæta of seint til vinnu a.m.k. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 125 orð

FME með svipuð úrræði

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast í Evrópu. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 65 orð

Forðalyf frá Actavis vestur

ACTAVIS hefur sett á markað í Bandaríkjunum forðalyfið Nifedipine XR og er dreifing þess þegar hafin. Þetta er fyrsta markaðssetning dótturfélagsins Abrika síðan Actavis keypti fyrirtækið í apríl síðastliðnum. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 72 orð

Fríblöð á Jótlandi saman í eina sæng

ÚTGEFENDUR fríblaða á norðurhluta Jótlands í Danmörku hafa ákveðið að sameina blöðin í haust í einu blaði, sem mun nefnast 24timer Centrum. Útgáfufélagið Nordjyske Medier í Álaborg hefur gefið út tvö fríblöð, Centrum Morgen og Centrum Aften . Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 120 orð

Frönsk blöð samtímis í verkfall

LESENDUR viðskiptadagblaðanna tveggja sem gefin eru út í Frakklandi, Les Echos og La Tribune, fengu ekki fréttaskammtinn sinn á mánudag. Starfsmenn þessara keppinauta lögðu niður vinnu til að mótmæla áformuðum eigendaskiptum. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 118 orð | 1 mynd

Glitnir kaupir fyrir 1,8 milljarða í Alfesca

TILKYNNT var í gær um kaup Glitnis banka á ríflega 346 milljónum hluta í Alfesca. Miðað við gengi félagsins í gær nema viðskiptin um 1,8 milljörðum króna. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Hagfræðidoktor í EVE

ÍSLENSKA tölvuleikjafyrirtækið CCP Games hefur ráðið sérstakan yfirhagfræðing fyrir leikinn EVE Online, en leikurinn er annálaður fyrir lifandi og raunverulegt hagkerfi hans, sem algerlega er haldið uppi af spilurum leiksins sjálfs. Dr. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 181 orð | 1 mynd

Háar sektir fyrir ólöglegt samráð

FRANSKUR betrunardómstóll hefur sektað Carrefour, næststærstu smásöluverslanakeðju heims, um tvær milljónir evra, um 170 milljónir króna, fyrir rangar auglýsingar, samráð við birgja og fyrir að selja vörur undir kostnaðarverði í stórverslunum sínum í... Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 333 orð | 1 mynd

Hámarki endurhæfingar náð í Þýskalandi

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÞÝSKA hagkerfið hefur á undanförnum misserum sýnt mjög skýr batamerki eftir langa sjúkralegu en nú virðist sem hámarkinu sé náð. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 568 orð | 1 mynd

Hefur mjög gaman af samskiptum við annað fólk

Nýr forstöðumaður samskiptasviðs Alfesca á Íslandi, Hrefna Ingólfsdóttir, er mikil félagsvera eins og Bjarni Ólafsson komst að í samtali við hana. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 149 orð | 1 mynd

Hexa keypti Fasa-Föt

HEXA, fyrirtæki sem er framarlega á vinnufatamarkaði hér á landi, hefur keypt rekstur Fasa-Fata ehf., sem hefur verið í Hallarmúla í Reykjavík, til margra ára. Hexa hefur með samningi þessum yfirtekið gildandi þjónustusamninga Fasa, m.a. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 739 orð | 1 mynd

Hrósar þú nægilega mikið?

Ingrid Kuhlman | ingrid@thekkingarmidlun.is Að hrósa er frábær leið til að hvetja fólk. Með því að hrósa af einlægni sýnir maður persónulegan áhuga og viðurkenningu. Gott hrós segir því einnig mikið um þann sem hrósar. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 526 orð | 1 mynd

Karlar ráða mestu um stjórn lífeyrissjóðanna

Egill Ólafsson egol@mbl.is AÐEINS ein kona situr í sex manna stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna sem þýðir að 17% stjórnarmanna eru konur. Konur eru hins vegar 65% félagsmanna í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 74 orð | 1 mynd

Karl Ottó til Múrbúðarinnar

KARL Ottó Karlsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Hann tekur við starfinu af eiganda fyrirtækisins, Baldri Björnssyni. Áður en Karl kom til starfa hjá Múrbúðinni var hann deildarstjóri í véladeild Bræðranna... Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Kennsluefni um viðbrögð við kvörtunum

Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins hefur veitt Starfsgreinaráði skrifstofu- og verslunargreina styrk til að vinna kennsluefni um hvernig starfsfólk í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum tekur á móti kvörtunum frá viðskiptavinum og hvernig... Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd

Kjör Kaupþings í Japan batna mikið

KAUPÞING gaf í fyrradag úr svonefnd samúræjaskuldabréf í Japan fyrir 28 milljarða jena, eða um 14,5 milljarða íslenskra króna. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 153 orð | 1 mynd

Legoland storkar Disneyland

EIGENDUR Legoland-skemmtigarðanna hafa nú hert megingjarðir og ætla að bjóða stærstu skemmtigarðakeðju í heiminum, Disney, birginn. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 264 orð | 1 mynd

Merkilegt karlaveldi

Telja þeir sig vera hafna yfir umfjöllunarefnið? Þora þeir ekki að tjá sig? Hafa þeir eitthvað slæmt á samviskunni? Þessi viðbrögð eru þeim ekki til sóma. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 80 orð

Moody's segir horfur stöðugar hjá Norvik banka

MOODY'S lánshæfismatsfyrirtækið hefur gefið lettneska bankanum Norvik lánshæfiseinkunnina D- varðandi fjárhagslegan styrkleika og Ba3 fyrir langtímaskuldbindingar. Segir Moody's að horfur séu stöðugar. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 74 orð

Murdoch skrefi nær því að eignast Dow Jones

SKREF hefur verið stigið að hugsanlegri yfirtöku fjölmiðlafyrirtækisins News Corp., sem Rupbert Murdoch á stærstan hlut í, á fjölmiðlasamsteypunni Dow Jones, móðurfélagi Wall Street Journal. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 341 orð

Ríkinu beri að sýna fordæmi

Eftir Halldóru Þórsdóttur og Sigrúnu Rósu Björnsdóttur ENN er mikið verk óunnið þegar kemur að því að rétta hlut kynjanna í íslensku viðskiptalífi. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 96 orð | 1 mynd

Spá 3,6% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings er ekki jafn bjartsýn varðandi breytingu á vísitölu neysluverðs á milli júní og júlí og greiningardeildir Landsbankans og Glitnis. Kaupþing spáir því að vísitalan hækki um 0,1% á milli mánaða. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 963 orð | 4 myndir

Umræðan um loftslagsbreytingar góð fyrir Fjölblendi

Fyrirtækið Fjölblendir hefur þróað blöndung fyrir smávélar sem mengar umtalsvert minna en hefðbundnir blöndungar á þessum markaði. Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við hönnuðinn Kristján B. Ómarsson og framkvæmdastjórann Halldór Kvaran. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 83 orð

Úrvalsvísitalan stendur í stað

ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni, OMX á Íslandi, stóð í stað í gær í 10 milljarða króna viðskiptum. Lokagildi vísitölunnar var 8.279 stig. Hlutabréf Alfesca hækkuðu mest, eða um 3,3%. Þá hækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 1,0% og bréf Teymis um 0,6%. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

Þekkja ekki "keppinautinn"

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÞÓTT flestum forystumönnum fyrirtækja verði tíðrætt um mikilvægi nýmarkaða og áhrif þeirra á heimshagkerfið á næstu árum virðist þekking þeirra á þessum mörkuðum afar takmörkuð. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 114 orð | 1 mynd

Þjóðvegur í garðinum

EKKI eru allir jafnánægðir með heimildir sem stjórnvöld á Vesturlöndum hafa til að taka land í einkaeigu eignarnámi. Meira
28. júní 2007 | Viðskiptablað | 108 orð

Önnur vaxtahækkun ÍLS í mánuðinum

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tilkynnti í gær um hækkun vaxta af nýjum útlánum sjóðsins. Er þetta önnun vaxtahækkunin hjá sjóðnum í þessum mánuði. Vextir af nýjum útlánum Íbúðalánasjóðs voru hækkaðir um 0,05 prósentustig í byrjun þessa mánaðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.