KVIÐDÓMUR í Bretlandi hefur sýknað lögreglumann af ákæru um ósæmilega hegðun en lögreglumaðurinn, Massoud Khan, bauð konu sem hann hafði kynnst á Netinu, inn á skrifstofu á lögreglustöð nærri Gatwick-flugvelli og stundaði þar ástarleiki með henni.
Meira
ICELAND Express mun fljúga til Barcelona á Spáni í vetur og hófst sala farmiða í gær. Barcelona verður 15. áfangastaður flugfélagsins. Flogið verður tvisvar í viku á tímabilinu frá 9.
Meira
STÓRU olíufélögin þrjú hækkuðu eldsneytisverð í gær og í fyrradag um tvær krónur lítrann vegna lækkunar á gengi Bandaríkjadals undanfarna daga. N1 reið á vaðið í fyrradag, en OLÍS og Skeljungur fylgdu í kjölfarið í gær.
Meira
ÞJÓNUSTA við börn með geð- og hegðunarraskanir verður stórefld á næstu mánuðum ef marka má áætlanir ríkisstjórnar, sem meðal annars stefna að því að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, en 165 börn og unglingar bíða þess nú að fá...
Meira
Fjöldi ríkisstofnana er rekinn með halla ár eftir ár og gagnrýnir Ríkisendurskoðun bæði þær og ráðuneytin í skýrslu um framkvæmd fjárlaga 2006. Af úttektinni má ráða að margvíslegar ástæður eru fyrir rekstrarvanda stofnananna.
Meira
15 ára drengur var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, tilraun til ráns, tilraun til þjófnaðar, þjófnað, umferðalagabrot auk fíkniefnalagabrots. Drengurinn er á sextánda aldursári.
Meira
BARNADAUÐI af völdum malaríu hefur minnkað um helming á þeim svæðum í Kenýa þar sem hann var algengastur eftir að hjálpastofnanir tóku að dreifa þar flugnanetum. Malaría er aðaldánarorsök...
Meira
ÁTTUNDU og síðustu föstudagshádegistónleikar Listasumars verða haldnir í Ketilhúsinu í dag kl. 12. Flytjendur eru Hanna Friðriksdóttir sópransöngkona og Jón Sigurðsson píanóleikari.
Meira
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur ákveðið að framlengja frest til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar varðandi skipulag á hafnarsvæði á Kársnesi um hálfan mánuð, til 3. september næstkomandi.
Meira
HAUKUR Kristjánsson kom með fyrstu lundapysjuna sem fundist hefur í Vestmannaeyjabæ á þessu ári á Náttúrugripasafnið síðastliðinn miðvikudag. Hún var mjög dúnuð en ekki var að sjá að hún hefði liðið skort því hún var feit og pattaraleg.
Meira
LÍTILL nýfæddur vatnagrís ásamt móður sinni í dýragarðinum í Zürich í Sviss í gær. Sex vatnasvín fæddust í dýragarðinum í síðustu viku en eitt þeirra komst ekki á legg.
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hvetur dýraeigendur til að huga að dýrum sínum vegna flugeldasýningar Menningarnætur sem verður klukkan ellefu á laugardagskvöld.
Meira
STJÓRN Faxaflóahafna hefur ákveðið að fá verðmat á Hafnarhúsið við Tryggvagötu og Slysavarnafélagshúsið á Grandagarði 14 með hugsanlega sölu í huga.
Meira
JOSE Padilla var handtekinn í maí árið 2002 á á O'Hare-flugvelli í Chicago er hann var að koma frá Pakistan. Nú, fimm árum síðar hefur hann loksins verið sakfelldur, en ekki fyrir þá glæpi sem voru hvatinn að fangelsun hans.
Meira
Öflugur landskjálfti varð að minnsta kosti 500 manns að bana í Perú í fyrrakvöld og Rauði krossinn taldi að tala látinna myndi hækka til muna. Er þetta mannskæðasti jarðskjálfti í Perú í 40 ár.
Meira
FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar tekur þátt í alþjóðlegri vitahelgi radíóamatöra helgina 17.-19. ágúst. Þessa helgi flykkjast radíóamatörar um heim allan að vitum og í vitaskip og setja upp fjarskiptabúnað sinn þar.
Meira
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Kántrýdagar verður haldin á Skagaströnd nú um helgina, en hún hefst í dag, föstudaginn 17. ágúst og stendur fram á sunnudag, 19. ágúst. Dagskrá verður alla helgina þar sem fjölbreyttur hópur listamanna stígur fram og skemmtir gestum.
Meira
Labradorhundurinn Tiger var keyptur til landsins í sumar frá Bandaríkjunum, tæplega eins og hálfs árs gamall, en hann er svokallaður pointer labrador.
Meira
UM 120 börn og unglingar hafa undanfarna daga setið námskeið í hljóðfæraleik eftir Suzuki-aðferðinni. Þeirra á meðal voru þær Ingibjörg, Ísabella, Íris og Miriam sem munduðu fiðlubogana fagmannlega á lokatónleikunum í gær.
Meira
ÍTALSKA lögreglan hefur á síðustu dögum gert húsleit á um 50 heimilum í San Luca í Kalabríuhéraði þar sem 'Ndrangheta glæpagengið hefur hreiðrað um sig.
Meira
ARNHEIÐUR Eyþórsdóttir mun í dag verja meistararitgerð sína, Bioprospecting for antimicrobial activity at the hydrothermal vent site in Eyjafjörður ("Leit að örveruhemjandi virkni úr lífríki hverastrýtanna í Eyjafirði") við viðskipta- og...
Meira
SAMFYLKINGIN telur að endurmeta eigi þörf á miðborgarvakt lögreglu og auka þar sýnilega löggæslu. Reykjavík hafi alla burði til að setja markið á að vera öruggasta borg Evrópu. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í borgarráði í gær.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SVIPTINGAR á erlendum hlutabréfa- og lánamörkuðum héldu áfram í gær og hafði það umtalsverð áhrif á gengi krónu og hlutabréfa í Kauphöll OMX á Íslandi.
Meira
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi hafa ákveðið að taka höndum saman um að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis til að safna fé fyrir skjólstæðinga sína.
Meira
ANGELA Merkel, Þýskalandskanslari, lagði í gær upp í ferðalag til Grænlands, til þess að sjá með eigin augum áhrif hlýnunar loftlags á norðlægum slóðum. Einn förunauta Merkel er Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana.
Meira
FÁÍA, Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, efnir til námskeiðs í íþróttahúsi Árbæjarskóla í Reykjavík dagana 24. og 25. ágúst. Hefst það kl. 15.30 á föstudeginum.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FAXAFLÓAHAFNIR sf. hafa skrifað undir samning við hollensku skipasmíðastöðina Damen um smíði á nýjum dráttarbáti og á að afhenda hann haustið 2008. Dráttarbáturinn Jötunn verður seldur til Þorlákshafnar.
Meira
ÓSKYNSAMLEGT er að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, að mati Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Er það vegna þeirrar hættu sem olíuskipum getur stafað af hafís á siglingaleiðum úti fyrir Vestfjörðum.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ gekk mikið á þegar nýstofnaður "englaskóli" Mörtu Lovísu Noregsprinsessu tók til starfa í Ósló í gær.
Meira
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | "Þessar ferðir eru miklu meira en bara hvalaskoðunarferðir, því gestirnir fá í öllum ferðum að heyra þjóðsöguna um Rauðahöfða þegar við siglum fram hjá Stakki.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar þeirri gagnrýni Ríkisendurskoðunar á bug sem snýr að aðkomu fjármálaráðuneytisins að fjármögnun hinnar nýju Grímseyjarferju.
Meira
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Formaður nefndarinnar er Ásta Möller alþingismaður.
Meira
DONALD Rumsfeld sagði af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna daginn áður en landsmenn gengu til þingkosninga sl. haust. Sem kunnugt er guldu repúblikanar þar afhroð og misstu meirihluta sinn í báðum deildum þingsins. George W.
Meira
FORMAÐUR samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir bæjarstjóra Kópavogsbæjar ekki hafa mætt vel undirbúinn á íbúafund sem samtökin stóðu fyrir í fyrradag. Engin breyting hafi komið fram í máli hans.
Meira
Aþena. AP, AFP. | Rýma þurfti heimili og aðra mannabústaði í útjaðri Aþenu í gær eftir að mikill skógareldur braust út á Penteli-fjalli og næsta nágrenni.
Meira
NÝSKIPAÐUR sendiherra Kína á Íslandi lét það verða sitt fyrsta embættisverk eftir komuna til landsins að heimsækja Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi, í tilefni af fyrirhugaðri kínverskri menningarhátíð í bænum í lok september og áformum um að...
Meira
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára. Gert er ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. Stjórnina skipa: Anna Kristín Ólafsdóttir formaður, varamaður er Hilmar J. Malmquist.
Meira
BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði stóðu í gær fyrir kynningarfundi um tillögu að nýju deiliskipulagi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar er gert ráð fyrir stórhýsi við Strandgötu, sem skiptar skoðanir eru um meðal bæjarbúa.
Meira
HIN árlega og sívinsæla sultukeppni sveitamarkaðarins í Mosskógum í Mosfellsdal fer fram næstkomandi laugardag, 18. ágúst. Þátttakendur eiga að koma með afurðir sínar milli klukkan 12 og 13.30 og úrslitin verða tilkynnt klukkan 15.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is EINN STÆRSTI menningarviðburður borgarinnar hefst á morgun með formlegri setningu Menningarnætur í Norræna húsinu klukkan 13.
Meira
LÖGREGLA og aðrir viðbragðsaðilar munu taka hart á drykkju unglinga í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Jafnframt verður útivistartíma barna fylgt vel eftir.
Meira
VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist vonast til þess að viðræður um nýja kjarasamninga hefjist strax í næsta mánuði, en obbinn af kjarasamningum samtakanna eru lausir um áramót. Kristján G.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segist ekki gráta það fari Vínbúð ÁTVR úr Austurstræti.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi samgönguráðherra, vegna umræðna um Grímseyjarferju: "Skýrsla Ríkisendurskoðunar um nýja Grímseyjarferju hefur orðið tilefni mikillar umræðu undanfarna daga.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞRJÁR ungar stúlkur fá í dag milljón krónur hver í styrk til framhaldsnáms í píanóleik, þær Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Birna Hallgrímsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir.
Meira
Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér harða gagnrýni á framkvæmd fjárlaga síðasta árs. "Löggjafinn ákvarðar umfang opinberrar þjónustu með fjárlögum hvers árs," segir í inngangi skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Meira
Töluverðar umræður hafa orðið í heimsblöðunum um þá athöfn Rússa að senda lítinn kafbát til þess að koma rússneska fánanum fyrir á hafsbotni undir norðurpólnum og gera með þeim hætti tilkall til víðfeðms svæðis á hafsbotni á þessum slóðum.
Meira
SUMARTÓNLEIKAR Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði lýkur á morgun, laugardag, með tónleikum Benna Hemm Hemm. Tónleikarnir hefjast kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20.30. Forsala miða er í Þjóðlagasetrinu og miðaverð er 1.500 kr.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Á DÖNSKU eyjunni Mön, við suðausturhorn Sjálands, búa um 11 þúsund manns, þar á meðal íslenska sópransöngkonan Sólrún Bragadóttir. Eða Sóla Braga eins og hún kallar sig þar.
Meira
Í gær voru 30 ár liðin frá því bandaríski tónlistarmaðurinn Elvis Presley lést. Mikil hátíðahöld fóru fram víða um heim af því tilefni, mest þó í Bandaríkjunum.
Meira
SÝNING á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar verður opnuð í dag í sýningarsal Toyota í Kópavogi. Í tilefni þess býðst íbúum höfuðborgarsvæðisins að upplifa sanna Eyjastemningu frá kl.
Meira
Verk eftir Huga Guðmundsson, Chopin, Houghton og fleiri. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson, Robert Brightmore, Elena Jáuregui og Francisco Javier Jáuregui. Sunnudagur 12. ágúst.
Meira
SÚ heimsmynd sem blasað hefur við heiminum eftir 11. september árið 2001 myndar bakgrunn þemahluta nýjasta heftis Hugar – tímarits félags áhugamanna um heimspeki.
Meira
12.00 – Tónlistarandakt/Buxtehude Sr. María Ágústsdóttir. Tónlist eftir Buxtehude í flutningi Eyþórs Inga Jónssonar o.fl. 19.00 – Skálholtsdómkirkja Ísrael í Egyptalandi HWV 54 eftir G.F. Handel.
Meira
ÞAU leiðu mistök urðu í Morgunblaðinu í gær að staðsetning tónleika Páls Óskars og Moniku á Menningarnótt var sögð vera í Listasafni Sigurjóns. Hið rétta er að tónleikarnir fara fram í Listasafni Einars Jónssonar klukkan 18.15, 20 og...
Meira
NYKUR gefur út ljóðabókina Fjallvegir í Reykjavík eftir Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur. Þetta er safn prósaljóða um stræti borgarinnar þar sem fjöllin hreyfa við ólíkum persónum. Með flestum prósunum fylgja GPS-staðsetningarpunktar.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Við erum rosalega spenntar," segir Alma Guðmundsdóttir Nylon-stúlka um stórtónleika sem haldnir verða á Laugardalsvelli í kvöld, en Nylon er á meðal þeirra sveita og listamanna sem stíga á stokk.
Meira
Í fyrradag lauk Útvarpsleikhúsið flutningi svakamálaleikritsins Mæju spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Ýmsir þekktir leikarar voru þar í aðalhlutverkum svo sem Ilmur Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson.
Meira
FIMM ár eru um liðin síðan hin margverðlaunaða platínumplata ofurrokkarans Bruce Springsteen og sveitarinnar The E Street Band, The Rising , kom út.
Meira
Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is ROBINSON Devor nefnist leikstjóri kvikmyndarinnar Zoo sem frumsýnd er á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Regnboganum.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞRÍR ungir píanóleikarar, þær Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Birna Hallgrímsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir fá í dag afhenta eina milljón króna hver í styrk til framhaldsnáms erlendis.
Meira
Aðalsmann vikunnar þarf vart að kynna. Hún er einn af umsjónarmönnum Kastljóssins, var eitt sinn kjörin ungfrú Ísland og vakti mikla athygli þegar hún lék í sérstökum auglýsingum fyrir súkkulaðið Staur. Þá leikur hún aðalhlutverkið í Astrópíu, nýrri kvikmynd sem verður frumsýnd á miðvikudaginn.
Meira
* Unglingabókin Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson hefur verið endurútgefin. Bókin kom fyrst út árið 1990 og naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma.
Meira
Í TILEFNI sextíu ára afmælis sjálfstæðis Indlands og Pakistans í vikunni hefur breska blaðið The Guardian fjalla ítarlega um bókmenntir þjóðanna í vikunni.
Meira
Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is Á ALÞJÓÐLEGRI kvikmyndhátíð í Reykjavík, sem fram fer dagana 27. september til 7. október, verður meðal annars staðið fyrir bílabíói í flugskýli á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Fyrirhuguð er sýning hinn 3.
Meira
Stuðningur vaskara hlaupara mun hjálpa fátækum börnum segir Stefán Ingi Stefánsson: "Í dag hlaupa þúsundir íslenskra barna í Latabæjarhlaupinu undir slagorðunum "börn hlaupa fyrir börn" og rennur þátttökugjaldið óskipt til UNICEF."
Meira
Eva Kamilla Einarsdóttir | 16. ágúst 2007 Sicko Ég elska að fara í bíó. Stemningin er bara einhvern veginn þannig að ég næ að lifa mig alveg ótrúlega inn í allt.
Meira
Gunnar R. Jónsson | 16. ágúst 2007 Dylgjar Vatíkanið um Gerry Adams? Í morgun rakst ég á frétt inn á vef breska ríkisútvarpsins sem vakti athygli mína.
Meira
Guðmundur Karl Jónsson skrifar um vegamál á Austfjörðum: "Samgöngubætur í formi jarðganga snúast um að Seyðfirðingar sitji við sama borð og aðrir heimamenn í fjórðungnum."
Meira
Kristján Guðmundsson: "Kristján Guðmundsson | 18. ágúst Vatnsþéttileiki skipa Í DESEMBER 2006 kom út á vegum Siglingastofnunar Íslands merkilegt rit er varðar öryggismál íslenskra skipa."
Meira
Marsibil | 15. ágúst 2007 Leitaðu og þú munt finna... Er það? En ef maður er ekki að leita? Þó maður sé ekki að leita að einhverju þýðir það ekki að maður vilji ekki finna það.
Meira
Ómar Örn Hauksson | 16. ágúst 2007 Hvað er að ungdóminum? Ég get svo sem skilið að ungt fólk viti ekki hvað eggaldin heitir, það er ekki mikið borðað en það var samt til í búðum þegar ég var krakki fyrir 20 árum. En kom on!
Meira
Benedikt S. Lafleur fjallar um samkynhneigð og Sahaja yoga: "Rætur samkynhneigðar eru fyrst og fremst af sálfræðilegum toga sem bitnar síðan á kynhegðun eða náttúru hins sama tiltekna einstaklings."
Meira
Auður Elimarsdóttir fæddist í Grundarfirði 28. júní 1947. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Pálsdóttir frá Álfhjólaleigu í V-Landeyjum, f. 3.3. 1915, d. 28.5.
MeiraKaupa minningabók
Berga Ólafsdóttir fæddist á Kiðafelli í Kjós 21. júní 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg mánudaginn 13. ágúst sl. Foreldrar Bergu voru Ólafur Ólafsson bóndi, f. 14.11. 1876, d. 10.2. 1955 og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
(Gunnar) Erlendur Stefánsson fæddist á Stokkseyri, 20. febrúar 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Erlendsson, f. á Norðfirði 24.6. 1888 og Sigríður Þórðardóttir, f. á Stokkseyri 3.11.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Már Hafberg fæddist í Reykjavík 26. október 1956. Hann lést á krabbameinsdeild Loma Linda-spítalans í Kaliforníu 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst S. Hafberg, f. 30.6. 1927, d. 16.5. 2001 og Árnheiður Guðný Guðmundsdóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
Inga Snæbjörg Jónsdóttir fæddist í Parti í Dýrafirði 8. september 1921. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Sigurlínadóttir, f. 6. janúar 1882, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Káradóttir fæddist í Reykjahlíð í Skagafirði 23. nóvember 1956. Hún lést á heimili sínu í Bidalite í Svíþjóð 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kári Þorsteinsson, f. 15.10. 1929 og Sólborg Björnsdóttir, f. 30.9.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Stefán Óskarsson fæddist í Keflavík 30. maí 1961. Hann lést á ferðalagi í Tyrklandi 3. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkrókskirkju 14. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Ruth Halla Sigurgeirsdóttir fæddist 29. janúar 1946. Hún lést á Landspítalanum 1. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 10. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÚ HAFA íslenzk skip veitt um 93.500 tonn af norsk-íslenzkri síld. Nær öll síldin er að þessu sinni veidd innan íslenzku lögsögunnar, en svo hefur ekki verið áður. Um síðustu mánaðamót var aflinn orðinn 84.
Meira
SAMSON Properties, fasteignafélag í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur sent stjórn Faxaflóahafna erindi þar sem lýst er áhuga á að kaupa verbúðirnar við Geirsgötu og jafnvel fleiri fasteignir á því svæði.
Meira
TVEIR hátt settir stjórnendur Kaupþings banka hafa nýlega nýtt sér kauprétti í bankanum fyrir alls 767 milljónir króna. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi , keypti 400 þúsund hluti á genginu 1.095, eða fyrir 438 milljónir króna.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 3,84% í Kauphöll OMX á Íslandi í gær og er þetta fimmta mesta lækkun á einum degi í Kauphöllinni frá upphafi en mesta lækkun sem orðið hefur á Úrvalsvísitölunni frá upphafi var 4. apríl á síðasta ári er hún lækkaði um 4,65%.
Meira
LÁRUS Welding, forstjóri Glitnis, hefur verið kjörinn nýr formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og tekur við af Bjarna Ármannssyni sem lét af formennsku í sumar.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SÍÐAN ólgan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hófst í síðari hluta júlímánaðar nemur samanlögð virðisrýrnun á gengi erlendra félaga sem Exista og FL Group hafa fjárfest í um 55 milljörðum króna.
Meira
SAMTÖK atvinnulífsins telja nauðsynlegt að endurskoða verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eins og það var upphaflega sett fram með samkomulagi bankans og ríkisstjórnarinnar 27. mars 2001. Kemur þetta fram í bréfi sem samtökin hafa sent forsætisráðherra.
Meira
GENGISVÍSITALA krónunnar mun hækka næstu tvö árin og ná um 129 stigum við lok ársins 2009. Þetta kemur fram í spá fyrir júní sem birtist í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Fyrri spár hafa gert ráð fyrir veikingu krónunnar, þ.e.
Meira
SAMANLAGÐUR hagnaður tryggingafélaganna eftir skatta á síðasta ári nam 19,5 milljörðum króna, borið saman við 20,2 milljarða árið 2005. Þetta kemur m.a. fram í nýrri samantekt Fjármálaeftirlitsins, FME.
Meira
Meðan Þórður Þorgeirsson, meistaraknapi og tamningamaður, stendur í fremstu röð á heimsmeistaramótinu í Eindhoven, keppandi bæði fyrir Ísland og Þýzkaland, sinnir Ólöf, móðursystir Helgu konu hans, hestabúi þeirra í Akurgerði í Ölfusi.
Meira
Allt að 88,4% munur var á hæsta og lægsta verði nýrra námsbóka milli bókaverslana og 111,1% á notuðum bókum. Þetta kom í ljós í gær þegar verðlagseftirlit ASÍ skoðaði verð í sjö bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Sigurður Smárason hreyfir sig sennilega meira en meðaljóninn um helgar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir heyrði af þrekþjálfun, sjóböðum og háværri efnafræði.
Meira
Fólk sem glímir við offitu vanmetur sykurmagnið sem það innbyrðir. Þetta veldur því að rannsóknir, sem byggja á upplýsingum frá offitusjúklingunum sjálfum, verða óáreiðanlegar.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Lífrænt ræktuð matvæli eru engin tískusveifla, þau eru komin til að vera heilsunnar vegna," segir Guðlaug Pétursdóttir annar eigenda veitingastaðarins Gló.
Meira
Njótið, njótið! Á morgun verður sannkallaður gósentími fyrir þá sem kunna að meta góða menningu því borgin verður hlaðin litríkum menningaruppákomum frá morgni til kvölds.
Meira
60 ára afmæli. Í dag, 17. ágúst, er Ólafur Theodórsson sextugur. Í tilefni dagsins er vinum og vandamönnum boðið til veislu á heimili hans , Dalsgerði 2D, Akureyri , sem hefst klukkan 20 í...
Meira
70 ára afmæli. Í dag, 17. ágúst, er sjötug Herdís Eggertsdóttir (Lillý), Vitastíg 20, 415, Bolungarvík. Hún heldur uppá daginn með fjölskyldu sinni...
Meira
Gullbrúðkaup | Í dag, 17. ágúst, eru 50 ár síðan Sigrún Ólafsdóttir og Sigurbjartur Frímannsson giftu sig. Af því tilefni taka þau á móti ættingjum og vinum í Fellaskála á Víðdalstunguheiði frá kl. 15 laugardaginn 18....
Meira
1 Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill leyfa olíuhreinsunarstöð. Hvar? 2 Merkur gripur verður sýndur á nýrri sýningu í Gerðarsafni. Hver? 3 Kaupþing heldur stórtónleika á Laugardalsvelli í kvöld. Hver er skipuleggjandinn?
Meira
Sveinbjörn Markús Njálsson fæddist í V-Leirárgörðum 1954 og ólst upp í hópi 10 systkina. Hann lauk B.Ed.-gráðu frá KHÍ 1980 og stundar nú framhaldsn. í stjórnun. Sveinbjörn Markús starfaði sem grunnskólak., síðar aðstoðarskstj. og skólastj. Skólastj.
Meira
Víkverji er búsettur í 101 í götu þar sem eru gjaldskyld bílastæði. Heyrst hafa raddir þess efnis að ósanngjarnt sé að íbúar ákveðinna svæða borgi fyrir stæði á meðan aðrir fái þau ókeypis.
Meira
ÁRMANN Smári Björnsson skoraði fyrir Brann í 2:1-sigri liðsins gegn eistneska liðinu FK Suduva í 2. umferð forkeppni UEFA-keppninnar. Um var að ræða fyrri leik liðanna sem fram fór í Bergen í Noregi.
Meira
HK vann sannkallaðan baráttusigur, 2:1, á lánlausu liði Keflavíkur á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Með sigrinum færist HK upp í 7. sæti deildarinnar en þeir eru með 14 stig eftir 12 leiki og eiga leik gegn FH til góða.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR FH og botnlið Fram skildu jöfn í Kaplakrika í gærkvöldi í mögnuðum markaleik þar sem alls voru skoruð 6 mörk. FH komst tvisvar yfir en leikmenn Fram neituðu að gefast upp og náðu að jafna í bæði skiptin.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Skandinavíu-meistaramótsins sem hófst í gær í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Meira
"ÉG á erfitt með að sætta mig við þessi úrslit," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leik liðsins við Val í gærkvöld. "Mér fannst jafnræði með liðunum framan af og fyrra markið þeirra kom eftir skelfileg...
Meira
Hólmfríður Magnúsdóttir , knattspyrnukona úr KR , var í gær valin leikmaður 7.-12. umferðar Landsbankadeildarinnar af valnefnd KSÍ. Hólmfríður hefur náð sér vel af meiðslum sem hrjáðu hana í vor og skorað 11 mörk í átta leikjum í deildinni.
Meira
Handboltakapparnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson , sem leika með Flensburg í þýsku 1. deildinni í vetur, áttu báðir góðan leik í fyrrakvöld þegar liðið lék við St. Otmar í St. Gallen í Sviss .
Meira
ENSKI knattspyrnumaðurinn David Beckham skoraði sitt fyrsta mark fyrir bandaríska liðið LA Galaxy í fyrrinótt, þegar það lagði DC United, 2:0, í undanúrslitum sameinaðrar úrvalsdeildar Bandaríkjanna og Mexíkó. Markið kom á 28.
Meira
DAÐI Lárusson markvörður og fyrirliði FH var alls ekki ánægður með leik sinna manna gegn Fram í gærkvöldi. "Við fengum fullt af færum til að afgreiða þennan leik og fengum síðan ódýr mörk á okkur. Við eigum að sigra svona lið á okkar heimavelli.
Meira
LEIFUR Garðarsson, þjálfari Fylkis, var ekki sammála því að leikur liðsins hefði verið varfærinn framan af. "Nei, ég er ekki sammála því. Það var fimm manna varnarlína aftarlega hjá þeim og þar er gríðarlega erfitt að brjóta sér leið í gegnum hana.
Meira
VALSKONUR undirstrikuðu þann uppgang sem er í íslenskum kvennafótbolta þegar þær unnu afar sannfærandi sigur í sínum riðli Evrópukeppninnar í Færeyjum á dögunum.
Meira
KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla HK – Keflavík 2:1 Oliver Jaeger 48., Jón Þorgrímur Stefánsson 79. – Guðmundur Steinarsson 76. (víti) Víkingur R. – KR 0:1 Gunnlaugur Jónsson 72. Valur – Breiðablik 2:2 Helgi Sigurðsson 15., 38.
Meira
MIKILL fögnuður braust út á meðal fjölmennra Vesturbæinga á áhorfendapöllunum í Víkinni í gærkvöldi þegar flautað var til leiksloka hjá Víkingi og KR.
Meira
VALSARAR misstu í gærkvöld af tækifæri til að jafna FH að stigum, þegar þeir gerðu 2:2 jafntefli við Breiðablik á Laugardalsvelli í 13. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu.
Meira
LARS Hirschfeld, landsliðsmarkvörður Kanada í knattspyrnu, getur ekki spilað gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur eftir að hafa lent í óvenjulegu óhappi heima hjá sér.
Meira
HÖRÐUR Már Magnússon, aldursforsetinn í liði HK, lék sinn 100. leik fyrir félagið er hann kom inná rúmum 10 mínútum fyrir leikslok. Hörður hefur verið fjarri góðu gamni í heilt ár vegna meiðsla en er nú loks kominn til baka í lið HK.
Meira
"ÞAÐ er alltaf sárt að tapa og við höfum kannski verið að gera of mikið af því að undanförnu. Okkur hefur gengið illa að skora og við búum ekki til nægilega opin færi og náum ekki að skora.
Meira
HALLDÓR Arnar Hilmisson virðist kunna vel við sig á móti Skagamönnum því hann gerði tvö mörk á móti þeim í bikarnum á sunnudaginn og endurtók leikinn í gærkvöldi. "Já, það virðist vera að ég kunni vel við að spila við Skagamenn.
Meira
"ÉG veit lítið um þetta mál sem Sheffield United er að reyna að búa til og hef reyndar afskaplega litlar áhyggjur af því hvað þeir hjá Sheffield eru að gera," sagði Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, um nýjasta útspil Sheffield...
Meira
"ÞETTA hefur sennilega ekki verið sérlega skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur en við nutum þess að hlaupa og berjast og mér fannst við berjast vel fyrir þessu og uppskera eins og við áttum skilið," sagði Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK í...
Meira
Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is EVERTON hefur farið vel af stað á yfirstandandi leiktímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og unnið báða sína leiki.
Meira
SIGURÐUR Jónsson þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Djurgården og Niclas Alexandersson leikmaður IFK Gautaborgar rifust heiftarlega við hliðarlínuna í gær þegar liðin áttust við í sænsku deildarkepninni í gær.
Meira
REYNISMENN galopnuðu fallbaráttuna í 1. deild karla í gærkvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna, 3:1, í Sandgerði, með því að skora tvö mörk í uppbótartíma.
Meira
Alexander Steen lék sérlega vel með Fram sem varnarsinnaður miðjumaður gegn FH í gær. "Mér líður vel eftir þennan leik. Við byrjuðum leikinn vel og spiluðum fyrri hálfleikinn ágætlega en seinni hálfleikinn byrjuðum við hræðilega illa.
Meira
Nú þegar umræða um umhverfis- og náttúruvernd er alltumlykjandi keppast bílaframleiðendur við að búa til "grænustu" bifreiðirnar. Á sama tíma reyna þeir að forðast eftir bestu getu að skerða gæði bílanna.
Meira
Næstum tveir af hverjum þremur karlkyns ökumönnum í Bretlandi aka að jafnaði yfir 160 km/klst. (100 mph) á þjóðvegum landsins samkvæmt nýlegri könnun.
Meira
BERNIE Ecclestone, stundum nefndur alráður formúlu 1, hefur ákveðið að selja 50 afar fágæta bíla úr safni fornbíla sem hann hefur byggt upp allt frá því hann setti á fót lítið fyrirtæki í Kent í Englandi fyrir rúmri hálfri öld og hóf að selja mótorhjól...
Meira
FLESTIR kannast við Nissan Patrol á Íslandi enda hefur sá dyggi ferðabíll ferjað þúsundir Íslendinga um landið og hálendið en færri gera sér grein fyrir því að 50 ára þróun fjórhjóladrifs liggur að baki getu bílsins.
Meira
Um síðustu helgi fór fram kappakstur fornbíla á Nurburgring-brautinni í Þýskalandi. Keppnin sem ber heitið AvD Oldtimer Grand Prix hefur verið haldin árlega í rúmlega þrjátíu ár.
Meira
ÞEGAR framleiðendur BMW réðu listamanninn Ólaf Elíasson til þess verks að hanna listbíl útfrá H2R vetniskappakstursbíl þeirra, datt þeim ábyggilega ekki í hug að hann myndi gera eins róttækar breytingar á bílnum og raun ber vitni.
Meira
Framleiðendur VW hafa ástæðu til að kætast um þessar mundir en metsala var á bifreiðum þeirra á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Jókst salan um 7,9 prósent frá sama tímabili í fyrra en heildarsalan á heimsvísu náði 2,11 milljónum bifreiða.
Meira
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com Spurt: Hyundai Elantra 1999-2000.
Meira
FYRIR bílhneigða skiptir öllu máli að eiga réttu verkfærin, svo hægt sé að dytta sómasamlega að bílnum. Þó er hægt að ganga ansi langt í áhugamálinu en nú er t.d.
Meira
Nýr Santa Fe var kynntur hér á landi fyrir um ári síðan og fékk bíllinn strax góðar viðtökur enda hafði eldri kynslóð bílsins selst mjög vel hjá B&L.
Meira
MIKILL meirihluti Bandaríkjamanna vill að ökumönnum verði bannað að senda SMS á meðan þeir aka bíl að því er kemur fram í frétt frá Reuters fréttastofunni.
Meira
Niðurstöður úr árekstraprófi á vegum bandarískra samtaka bílatryggingafélaga voru nýverið birtar, en þar voru sérstaklega prófaðir hliðarárekstrar á fólksbíla.
Meira
Á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst í næsta mánuði munu bílaframleiðendur heimsins kynna nýjustu afurðir sínar og ef miðað er við undanfarnar bílasýningar má ætla að áherslurnar verði á umhverfisvænum bílum.
Meira
Sr. Þórhallur Heimisson verður í haust með nýtt fjölskyldunámskeið sem hann nefnir 10 leiðir til þess að lifa lífinu lifandi. Sr. Þórhallur hefur í tíu ár haldið hjónanámskeið um land allt, sem yfir 10.000 manns hafa sótt, flest þó í...
Meira
Hvernig á að "ramma inn réttu flísina" í myndatöku? Um það fræddist Guðmundur Páll Arnarson af þeim Karli Jeppesen og Marteini Sigurgeirssyni, höfundum námsefnis um hreyfimyndir og stafræna ljósmyndun.
Meira
Ingibjörg Hafstað er kennslustjóri í íslensku í Alþjóðahúsi og hefur í tvö ár stjórnað þar og sinnt starfstengdri íslenskukennslu. Hún þróaði kennsluaðferðina í eigin fyrirtæki, Fjölmenningu, áður en hún kom í Alþjóðahúsið.
Meira
Það eru ekki allir sem ljúka tveimur meistaragráðum í ólíkum greinum. Fríða Björnsdóttir leit inn á rannsóknarstofuna hjá bókmenntafræðingnum Ragnhildi Kolka sem er einnig lífeindafræðingur að mennt og er nú í meistaranámi við læknadeild HÍ.
Meira
Bóksala stúdenta er blómleg bókabúð allan ársins hring en mestur er þó atgangurinn á haustin þegar háskólanemar streyma í skólana. "Við erum eina bókabúðin sinnar tegundar á landinu," segir Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Bóksölu stúdenta.
Meira
Margir hafa stigið sín fyrstu skref með því að spila á blokklautu en víða er boðið á slíkt nám fyrir börn, bæði í tónlistarskólum og grunnskólum. Blokkflautan er í hópi elstu blásturshljóðfæra en hún var þekkt í Egyptalandi um 2500 f. Kr.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is UM ÞAÐ leyti sem skólar hefjast á hverju hausti fara nemendur og foreldrar þeirra að spá í fartölvukaup, enda er slíkt apparat víða orðið nauðsynlegt verkfæri í námi.
Meira
Við Landbúnaðarháskóla Íslands er rekin öflug endurmenntunardeild sem hefur stækkað jafnt og þétt samhliða skólanum og eru haldin námskeið víða um land.
Meira
Skemmtileg blanda nemenda sækir þau fjölmörgu listnámskeið sem Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á. Fríða Björnsdóttir komst að mörgu fróðlegu þegar hún ræddi við Ingibjörgu Jóhannsdóttur skólastjóra hans.
Meira
Næsta vetur mun Tónskólinn bjóða námskeið fyrir foreldra og ung börn. Kennari verður Diljá Sigursveinsdóttir en hún hefur á undanförnum árum verið við nám og störf í Danmörku. Í námslýsingu segir m.a.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@mbl.is Menntaskólinn við Hamrahlíð stofnaði fyrstu skóla öldungadeild árið 1972 og fagnar deildin því 35 ára afmæli sínu. Hugmyndina fékk Guðmundur Arnlaugsson rektor m.a.
Meira
Nýir miðlar eins og tölvuleikir, einkatölvan og Netið hafa haft mikil áhrif á líf nútímafólks og ekki síst barna og unglinga. Þessir nýju miðlar hafa einnig haft mikil áhrif á námsaðferðir og venjur.
Meira
Heilinn er fullur af hugsunum sem mörgum finnst þeir ekki hafa nægilega góða stjórn á. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að Guðjón Bergmann hefur reynt sitt hvað og miðlar nú því sem hann kann best í hugarfarsstjórnun.
Meira
Íslenskum nemendum á háskólastigi gefst nú flestum kostur á að taka a.m.k. eitt misseri af grunnnámi sínu við erlendan háskóla. Ian Watson fjallar um skiptinám og gefur nokkur góð ráð.
Meira
Hugarkort er aðferð sem hefur hjálpað mörgum að koma skipulagi á hugsanir sínar og að hafa yfirsýn yfir þær. Guðmundur Páll Arnarson ræddi við Hróbjart Árnason lektor í kennslufræði við Kennarháskóla Íslands um þessa náms- og skipulagsaðferð og fleiri.
Meira
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er einn af elstu skólum landsins, varð 125 ára 1. júní sl. Hann hóf starfsemi árið 1882 og 1. október verður fagnað fyrstu skólasetningunni.
Meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins. Í ár er reiknað með að hingað komi um 500 þúsund ferðamenn og talan verði komin í eina milljón 2016.
Meira
Í dag, föstudaginn 17. ágúst, verður opnaður nýr vefur á vef Námsgagnastofnunnar www.nams.is. "Lönd heimsins er nýr vefur þar sem hægt er að lesa sér til um sögu flestra landa heimsins, þjóðir þeirra, stjórnarfar og efnahag, svo fátt eitt sé nefnt.
Meira
Námskeið sem heitir Innflytjendur – nýr mannauður í íslensku samfélagi verður í boði hjá Mími-Símenntun. Hallveig Þórarinsdóttir mun fjalla um þær áður óþekktu breytingar sem íslenskt samfélag gengur í gegnum og gerast hraðar en flesta óraði...
Meira
Það þykja ekki lengur tíðindi þótt fólk skipti um starfsvettvang en endurmenntun veitir mörgum ný tækifæri. Guðmundur Páll Arnarson ræddi við Helga Hrafnsson fyrrum sjómann sem nú ekur olíubíl.
Meira
Evrópusambandið hefur gert menntaáætlun fyrir tímabilið 2007-2013. Markmið menntaáætlunarinnar, The Lifelong Learning Programme, er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu.
Meira
Fulbright er menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna og starfsemi hennar felst í því að efla samskipti þessara tveggja ríkja á sviði mennta og rannsókna.
Meira
"Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki og skiptist starfsemi þess í þrjú kjarnasvið, fjölmenningu og frístundir, náms- og starfsráðgjöf og nám fyrir atvinnulífið," segir Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími-símenntun.
Meira
Ég kenndi þýsku í öldungadeild MH meira og minna í hátt á annan áratug," segir Eygló Eyjólfsdóttir sem kenndi í MH frá 1970 til 1990 og var konrektor 1986-1990.
Meira
Hvað fær menn til að neyta sinna ýtrustu krafta? Guðmundur Páll Arnarson fékk að vita það hjá Magnúsi Árna Magnússyni hjá Capacent á Íslandi sem er fróður um leiðtoga og forystuhæfileika.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Katla Þórarinsdóttir hefur dansað frá því hún man eftir sér en byrjaði í ballett 11 ára hjá Sigríði Ármann.
Meira
Símennt Háskólans í Reykjavík hóf göngu sína í byrjun árs 2005 og segir Þór Clausen forstöðumaður að framboð námskeiða hafi aukist jafnt og þétt.
Meira
Sjálfshjálpin er oft sú hjálp sem best gagnast og mikið til í því að best er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Unnur H. Jóhannsdóttir velti fyrir sér hvað væri líkt með fiskvinnslu og sjálfshjálparnámskeiðum.
Meira
Skákin á djúpar rætur í íslenskri menningu og við búum að svo merkilegum skákarfi og sögu," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands.
Meira
Tölvan verður æ fyrirferðarmeiri í lífi námsmanna. Guðmundur Páll Arnarson ræddi við Ingólf B. Kristjánsson enskukennara og einn stofnenda og hugmyndafræðinga Skólavefjarins.
Meira
Fulbrigt veitir styrk sem ætlaður er framúrskarandi námsmönnum í vísinda- og tæknigreinum til doktorsnáms og nefnist International Fulbright Science and technology award for outstanding foreign students.
Meira
Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is Þeir sem eru lesblindir og eru í vinnu, geta nú sótt um hjálpartæki til þess að auðvelda sér lestur og ritun með tölvum.
Meira
Tónskóli Sigursveins D. Kristinsson var stofnaður árið 1964 og hefur því verið starfræktur í 43 ár. Sigursveinn Magnússon, skólastjóri Tónskólans segir tónlistarnám barna og unglinga hafa breyst á þessu tímabili eins og samfélagið.
Meira
Paolo Turchi, lét gamlan draum rætast þegar hann vann fimm milljónir í spurningaþættinum Viltu vinna milljón á Stöð 2 og stofnaði sinn eigin tungumálaskóla, sem heitir Lingva.
Meira
Hefur þú aldrei hætt þér út á veraldarvefinn? Það er ekkert að óttast - allt sem til þarf er ofurlítil og hagnýt tölvukunnátta og þú getur ferðast um heiminn og aflað þér þekkingar eða fundið afþreyingu þegar þér hentar.
Meira
Kvikmyndagerð er blómleg í grunnskólum eins og sjá mátti á Taka 2007, kvikmyndahátíð grunnskóla Reykjavíkur, sem haldin var á vordögum. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum en 60 myndir bárust í keppnina.
Meira
Heilinn skiptist í tvo hve, vinstra heilahvel og hægra, sem þrátt fyrir að virðast eins við fyrstu sýn eru líffræðilega ólík og starfa því á ólíkan hátt. Að jafnaði stjórnar hvort hvelið fyrir sig andstæðum hluta líkamans.
Meira
Á haustin er tilvalið að skella sér á matreiðslunámskeið og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Bæta lífsstílinn með því að læra að búa til hollari og betri mat frá grunni og njóta þess betur um leið.
Meira
Er vinnulag fólksins í vinnunni þinni þér ekki að skapi? Þú getur engu að síður lært að vinna með því. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við Eyþór Eðvarðsson, M.A.
Meira
Það þarf ekki að búa á Akureyri eða í nærsveitum til þess að ganga í Háskólann á Akureyri. Að því komst Fríða Björnsdóttir í samtali við háskólanemann og kaupmanninn á Skaganum Bjarna H. Þorsteinsson.
Meira
Á skólaárinu 2006-2007 stunduðu rúmlega 102 þúsund Íslendingar nám á einhverju skólastigi, frá leikskóla og upp í háskóla. Frá árinu 1997 hefur nemendum á öllum skólastigum fjölgað um rúmlega 16 þúsund, eða um 18,7%.
Meira
Mikill áhugi hefur lengi verið á starfstengdu ferðamálanámi í Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Fríða Björnsdóttir ræddi við Helene Pedersen, fagstjóra skólans.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.