SÍÐUSTU tíu daga hefur gengið vonum framar að ráða kennara til starfa við skólana í Reykjavík og hefur 31 nýr kennari verið ráðinn á þeim tíma. Þá hafa 98 prósent stöðugilda við kennslu í grunnskólunum verið mönnuð.
Meira
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is "ÞAÐ er gaman að sjá þig vinur. En þú hefðir alveg mátt koma fyrr. Það hefði ekki veitt af smá auglýsingu." Þannig heilsaði mér Ásgrímur Ágústsson á dögunum, betur þekktur sem Ási ljósmyndari.
Meira
FARÞEGAR í Boeing 737-800-þotu flugfélagsins China Airlines áttu fótum sínum fjör að launa þegar flugvélin varð skyndilega alelda eftir nauðlendingu á Okinawa í Japan í gærmorgun.
Meira
AÐALHEIÐUR Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, ávarpaði namibískar konur í viðskiptalífinu á málþingi sem haldið var á dögunum. Á þriðja hundrað kvenna frá öllum sýslum Namibíu sóttu málþingið.
Meira
NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, skýrði í gær frá nýjum ráðstöfunum til að taka á málum manna sem hafa ítrekað verið dæmdir fyrir að nauðga börnum.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ er mikilvægt umhverfismál að tengja eldsneytisleiðslu sem varnarliðið lagði frá Helguvík upp á Keflavíkurflugvöll við eldsneytisafgreiðslu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nú fara olíubílar u.þ.b.
Meira
Nasaret. AP. | Issa er fimmtán ára palestínskur piltur og sumardagarnir í lífi hans hefjast þegar sólin rís yfir hæð í Norður-Ísrael og skín á ruslahaug, þyrnirunna og síðan skítuga dýnu sem er rekkja piltsins.
Meira
LÖGREGLA biður þá sem hafa orðið varir við tvo Þjóðverja, Matthias Hinz og Thomas Grundt, að hafa samband við lögreglu. Mennirnir hafa verið staddir í nágrenni Vatnajökuls, en skiluðu sér ekki til Þýskalands með áætluðu flugi þann 17. ágúst sl.
Meira
SÍFELLT verður meira um að ferðamenn komi í hópferðir hingað til lands á vegum erlendra ferðaskrifstofa og í mörgum tilvikum eru hóparnir ekki með leiðsögumann heldur hópstjóra.
Meira
Hnúfubakshjón nokkur og kálfur þeirra hafa leikið listir sínar fyrir ferðamenn á Skjálfandaflóa undanfarna daga. Í hádeginu í gær fór hópur ferðamanna, flestir frá Ítalíu og Spáni, í hvalaskoðun og fylgdist með sporðaköstunum rétt við bátinn.
Meira
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur dunja@hi.is FELLIBYLURINN Dean ólmast enn í Karíbahafinu og liggja að minnsta kosti sex í valnum. Hann skall í gær á Jamaíka og olli þar minna tjóni en menn höfðu óttast.
Meira
KNATTSPYRNUSKÓLA Kristjáns Bernburg í Belgíu var slitið nýlega. Alls voru 27 íslenskir piltar á aldrinum 14-15 ára í skólanum í ár og þótti hann takast mjög vel.
Meira
MIKIL umfjöllun er um Ísland í ágústhefti þýska ferðatímaritsins GeoSaison . Auk þess að prýða forsíðu blaðsins þekur umfjöllunin alls 30 blaðsíður í tímaritinu og er ljósmyndum af íslenskri náttúru gert hátt undir höfði.
Meira
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði hefur samþykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að í næstu kjarasamningum verði samið um 30% hækkun lágmarkslauna og að skattleysismörk hækki.
Meira
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum, sem grunaðir eru um þjófnaði og hylmingu. Þeir hafa setið í varðhaldi frá 29. júní sl.
Meira
Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur samþykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að í næstu kjarasamningum verði samið um 30 prósenta hækkun lágmarkslauna og að skattleysismörk hækki.
Meira
Steinþóra Einarsdóttir Í ferðalýsingu minni í sunnudagsblaði Mbl. hinn 12. ágúst sl. urðu mér á þau mistök að fara rangt með nafn móður Guðmundar Einarssonar (1873-1964) refaskyttu.
Meira
MAÐURINN sem lést í flugslysi í Kanada síðdegis á laugardag hét Guðni Rúnar Kristinsson, til heimilis að Digranesheiði 2 í Kópavogi. Guðni var á 23. aldursári, fæddur 29. desember 1984. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Meira
HÁTT í 200 íslenskir og erlendir fagmenn hafa skráð sig til þátttöku í keppnisgreinum ÍSMÓTS 2007. Um er að ræða Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins og mun það fara fram dagana 1.
Meira
Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fór fram um helgina, samkvæmt venju. Þá rifjuðu bæjarbúar upp dönskukunnáttu sína og margt var gert til að nafngiftin stæði undir væntingum.
Meira
21. ágúst 2007
| Innlendar fréttir
| 2501 orð
| 7 myndir
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Skammt er stórra högga á milli í fornleifauppgreftrinum í Hringsdal. Uppgröfturinn fer fram á svæði sem er í jaðri dalsins, eiginlega alveg við sjávarsíðuna.
Meira
DÓMARI í máli Charles Taylors, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi í Líberíu fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag, frestaði í gær réttarhöldum fram í janúar á næsta ári.
Meira
KJÖTSALA var rúmlega 15% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra og telur Landssamband kúabænda að júlímánuður í ár hafi að líkindum verið einn besti sölumánuður grillkjöts frá upphafi.
Meira
STJÓRN samtakanna Betri nónhæð í Kópavogi afhenti í gær Smára Smárasyni, skipulagsstjóra í Kópavogi, undirskriftalista meira en 600 íbúa Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar, þar sem þeir mótmæla eindregið fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi vegna...
Meira
KLAUS Kleinfeld hefur verið kjörinn aðalframkvæmdastjóri Alcoa af stjórn samstæðunnar. Kleinfeld er 49 ára gamall og var áður forstjóri Siemens AG. Hann mun bera ábyrgð á öllum almennum rekstri Alcoa, að því er kemur fram í tilkynningu.
Meira
Á FUNDI dómara í Hæstarétti, sem haldinn var 15. ágúst sl. var Árni Kolbeinsson kjörinn varaforseti réttarins. Mun Árni gegna embættinu í einn mánuð, þ.e. tímabilið 1. september til 31.
Meira
Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is BÚAST má við því að um 500–600 nýbakaðir ökumenn þurfi að þreyta sérstakt námskeið vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðaskírteinis á hverju ári í kjölfar breytinga sem gerðar voru á umferðarlögum í...
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "Ef rétt reynist þá er þetta alvarlegt. Við munum skoða þetta mál og kanna sannleiksgildi þessarar frásagnar," segir Jóhann R.
Meira
Samgönguráðuneytið fór ekki eftir þremur af þeim fjórum forsendum sem skoðunarmenn skipsins sem keypt var sem Grímseyjarferja gáfu sér fyrir kaupunum, að því er fram kemur í bréfi sem Einar Hermannsson, skipaverkfræðingur, hefur skrifað fulltrúum í...
Meira
"ÉG er enn að jafna mig eftir að hafa fengið fréttirnar. Það er gríðarlegur heiður að vera valin í A-landsliðið," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður 1. deildar liðs Hauka, við Morgunblaðið í gær.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is GUÐRÚN O. Karlsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu ásamt afkomendum sínum, ættingjum og vinum á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær. Guðrún fæddist í barnaskólanum á Seltjarnarnesi hinn 20.
Meira
Á SÍÐASTA fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur var einróma samþykkt tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar um að kannaðir verði möguleikar á að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki.
Meira
"TILRAUN Stuðmanna veit ég að féll í misjafnan jarðveg, en Stuðmenn eru uppátækjasamir tónlistarmenn, og menn sem spila mikið finna auðvitað þörf hjá sér til að breyta til og spila eitthvað nýtt," sagði Einar Bárðarson um flutning Stuðmanna á...
Meira
STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna (SKB) og Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum fengu myndarlegan stuðning nýlega þegar fulltrúar starfsmannafélags Miklagarðs afhentu félögunum ávísanir að upphæð 2.620.143 kr. hvoru félagi.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Skriðuklaustur | Ein af kistunum sem grafnar voru upp í fornleifarannsókninni á Skriðuklaustri í sumar var með útskorna áletrun á kistulokinu.
Meira
BÓKANIR gengu á víxl á milli pólitískra fylkinga í menntaráði í gær. Minnihluti Vinstri grænna, Samfylkingar og F-lista bar upp tvær tillögur til úrbóta vegna skorts á starfsfólki í grunnskólum borgarinnar.
Meira
RÚMLEGA 1.200 nýnemar eru að hefja nám við Háskólann í Reykjavík (HR). Skólasetning HR fór fram sl. föstudag þegar Svafa Grönfeldt, rektor skólans, bauð nýja nemendur velkomna og í kjölfarið var skólinn og starfsemi hans kynnt fyrir hinum nýju nemendum.
Meira
Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Umhverfisverðlaun Skagafjarðar voru afhent í þriðja skipti við athöfn sem fram fór í tengslum við landbúnaðarsýninguna á Sauðárkróki.
Meira
KARLMAÐUR á þrítugsaldri svipti sig lífi í klefa sínum í fangelsinu á Litla-Hrauni aðfaranótt sunnudags. Maðurinn sem fæddur var árið 1985 hóf afplánun á þriggja mánaða dómi í byrjun júní.
Meira
Myrtle Beach. AP. | Samkvæmt gögnum frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna jókst salan á fimm algengustu verkjalyfjunum þar í landi um 88% milli áranna 1997 og 2005, en hægst hefur á aukningunni allra síðustu ár.
Meira
Helsinki. AFP. | Finnski diplómatinn Alpo Rusi hefur höfðað mál gegn finnska ríkinu og fer hann fram á skaðabætur fyrir að hafa að ósekju verið sakaður um það fyrir fimm árum að hafa njósnað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, Stasi, í kalda stríðinu.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun og greinargerð fráDýralæknafélagi Íslands vegna ákvörðunar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki í máli manns sem barði hest margsinnis.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá flugstjóranum sem fjallað var um í gær í tengslum við mál konu frá Venesúela sem segist hafa komið með ólöglegum hætti til landsins.
Meira
Ankara. AFP. | Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, náði ekki kjöri sem forseti Tyrklands í atkvæðagreiðslu sem fram fór í tyrkneska þinginu í gær.
Meira
SÍÐUSTU daga hefur tökulið Discovery-sjónvarpsstöðvarinnar verið að störfum í Hringsdal í Arnarfirði. Stendur yfir framleiðsla á þáttaröð um fornleifafræðing sem tekur þátt í rannsóknum fornleifafræðinga víða um heim.
Meira
Það stefnir í erfiða kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrir skömmu hafði Morgunblaðið eftir Kristjáni G. Gunnarssyni, formanni Starfsgreinasambandsins að kröfur þess í komandi samningaviðræðum um launahækkanir yrðu miklar. Í gær skýrði mbl.
Meira
Í Rússlandi eru fjölmiðlar mjög hallir undir stjórnvöld og andstæðingar þeirra eiga mjög erfitt með að koma sjónarmiðum sínum að, sérstaklega á öldum ljósvakans.
Meira
Öryggi í umferðinni er mikilvægt baráttumál og er mikið til vinnandi að koma í veg fyrir hryllilegar afleiðingar umferðarslysa. Í umræðum um umferðaröryggi hefur augum iðulega verið beint að ungum ökumönnum og það er eðlilegt.
Meira
SÖNGLEIKURINN Abbababb eftir Dr. Gunna í leikstjórn Maríu Reyndal verður aftur tekinn til sýninga í Hafnarfjarðarleikhúsinu í september. Sýningin hlaut í júní Grímuna sem besta barnasýning ársins.
Meira
KANADÍSKI rithöfundurinn Yann Martel hefur tekið upp á óvenjulegum baráttuaðferðum til þess að fá yfirvöld landsins til að auka framlög til lista.
Meira
Leikstjóri: Kristín G. Magnús, handrit: Molly Kennedy, Kristín G. Magnús og fleiri, ljósahönnuður: Lárus Björnsson, tæknistjóri: Jón Ívarsson, hönnun myndefnis: Magnús Snorri Halldórsson, leikmyndahönnun: Kristín G.
Meira
Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld verður leikið á píanó og flautu. Flytjendur eru þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari sem hafa í sumar spilað vítt og breitt um landið sem dúóið para-Dís.
Meira
Í GÆR birtist í Morgunblaðinu úttekt á þeirri dagskrá sem íslensku sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á í vetur. Ekkert í þeirri úttekt fékk mig til að hoppa af kæti og taka frá ákveðin kvöld á komandi vetri fyrir sjónvarpsgláp.
Meira
HARRY Potter-höfundurinn víðfrægi hreiðrar víst um sig á kaffihúsi í Edinborg þessa dagana og hripar niður drög að nýrri glæpasögu. Hin skoska J.K.
Meira
* Listin þrífst svo sannarlega á ólíklegustu stöðum. Á landi Lilju Pálmadóttur myndlistarkonu, Hofi, er gamall vatnstankur sem sennilega gegnir ekki lengur sama hlutverki og forðum.
Meira
Listasafn ASÍ við Freyjugötu sýnir nú verk úr safneigninni, bæði verk sem það hefur nýlega eignast og verk úr stofngjöf Ragnars Jónssonar í Smára frá 1961. Sýningin gefur tilefni til hugleiðinga um íslenska listasögu og listáhuga hér á landi.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SEPTEMBERÚTGÁFA kanadíska ljósmyndatímaritsins Photolife kom út í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Snorri nokkur Gunnarsson tók myndina sem prýðir forsíðuna.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is FINNSKA sópransöngkonan Laura Pyrrö ólst upp við tónlist Jean Sibelius líkt og aðrir Finnar og varð seinna mikill sérfræðingur í tónlist hans.
Meira
* Hann vakti þó nokkra athygli nafnalistinn sem birtist í Morgunblaðinu í gær yfir þá tónlistarmenn sem fengnir hafa verið til að semja lög fyrir forkeppni Evróvisjón hér heima.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Stuðmenn áskilja sér rétt til þess að koma fólki á óvart," segir Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon um flutning sveitarinnar á afmælistónleikum Kaupþings á föstudaginn.
Meira
GOSFLÖSKUR geta verið til ýmissa hluta nytsamlegar eftir að búið er að gæða sér á innihaldinu. Þessi sniðugi strákur er til dæmis búinn að gera kút úr tveimur tómum flöskum og hefur hann sér til halds og trausts meðan pabbi hans kennir honum sundtökin.
Meira
INNHERJAR herma að The Rolling Stones muni leggja gítarana á hilluna eftir fyrirhugaða lokatónleika "A Bigger Bang"-túrsins svokallaða í O2-höllinni í Lundúnum hinn 26. ágúst næstkomandi.
Meira
ANNAÐ kvöld syngur Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona, ásamt kór Skálholtskirkju og öðrum gestum á tónleikum í Salnum í Kópavogi. Meðleikari á tónleikunum er Antonía Hevesí.
Meira
ELLEFTU Kirkjulistahátíðinni lauk um helgina en hátíðin hefur farið fram annað hvert ár frá vígslu Hallgrímskirkju, en í ár voru einnig haldnir tónleikar í Skálholti.
Meira
SENNILEGA höfðu Íslendingar nóg annað að gera um síðustu helgi en að fara á bíó; risatónleikar bæði á föstudags- og laugardagskvöld, auk fjölbreytilegs úrvals margs kyns viðburða á Menningarnótt.
Meira
Ágúst Ólafur Ágústsson | 20. ágúst Raunhæf og marktæk fjárlög En hluti af vandanum gæti verið sá að forstöðumenn ríkisstofnana átta sig á því að afleiðingarnar við að fara fram úr fjárheimildum eru litlar sem engar.
Meira
Dögg Pálsdóttir | 19. ágúst 2007 Sameiginleg forsjá og lögheimili barna Vegna þessarar túlkunar tel ég að ákvæðinu þurfi að breyta til að tryggja að lögheimili barns, sem lýtur sameiginlegri forsjá, verði ekki breytt nema með samþykki beggja.
Meira
Frá Einari Berg: "ÉG vil gjarnan koma á framfæri við sem flesta að mér finnst Elísabet ekki traustsins verð. Það er allt of mikið af hlutum sem ekki eru í lagi hjá tryggingafélaginu Elísabetu/ TM."
Meira
Við berumst með straumnum eins og villuráfandi sauðir sem engan hirði hafa segir Sigurbjörn Þorkelsson: "Laun heimsins eru niðurlægjandi. Við fyllumst minnimáttarkennd, erum gjaldfelld, dæmd of gömul, hallærisleg og úrelt en laun himinsins eru eilíft líf."
Meira
Ágúst Úlfar Sigurðsson hvetur þingmenn til vandvirkni við að semja ný og breyta eldri lögum: "Vanda þarf vinnubrögð við setningu laga því að léttvæg lögbrot, sem látin eru afskiptalaus, verða gjarna hvati að framhaldi á sömu braut."
Meira
Ragnhildur Sverrisdóttir | 20. ágúst Morgunmatur Þykkmjólk með jarðarberjum, svaraði ég og þá tilkynnti hún að hún vildi gjarnan fá svoleiðis. Með kakóinu. Margrét var ekki í nokkrum vafa um hvað hún vildi helst. "Súrmjólk með púðursykri.
Meira
Toshiki Toma skrifar um staðfesta samvist og hjónabönd samkynhneigðra: "Mig langar til að ítreka það að við prestarnir sem erum í stuðningshópnum viljum allir leggja okkar af mörkum til að ýta á jafnrétti samkynhneigðs fólks."
Meira
TómasHa | 20. ágúst 2007 Newcastle vs. West Ham Hvort ætli West Ham eða Newcastle sé flottara lið? Ég efast um að kaup á svona félagi sé mikil gróðafjárfesting. Er þetta ekki bara næsta þota? Flott að eiga einkaþotu og fótboltalið.
Meira
Hvar er reikningurinn? ÉG GET fyllilega tekið undir þá gagnrýni sem hefur komið fram í þessum dálki varðandi póstþjónustuna í þessu landi. Hún er fyrir neðan allar hellur.
Meira
Séra Sigurður Haukur sendi Morgunblaðinu þessa grein til birtingar nokkrum dögum áður en hann dó. Greinin er birt núna í samráði við aðstandendur.
MeiraKaupa minningabók
Magnea Kristín Hjartardóttir fæddist á Saurum í Dalasýslu 18. apríl 1916. Hún andaðist á Vífilsstöðum 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Ólafsdóttir, f. á Vatni í Haukadal í Dalasýslu 23. ágúst 1888, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Bárðardóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. júní árið 1949. Hún lést sunnudaginn 12. ágúst sl. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Skaftártungu. Foreldrar hennar eru Bárður Sigurðsson, f. 13.3.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Magnússon fæddist á Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu hinn 27. september árið 1913. Hann lést í Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 5. ágúst síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Þórarinn Símonarson flugeldasmiður fæddist í Hafnarfirði 23. desember 1923. Hann lést á heimili sínu í Þórsmörk í Garðabæ hinn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Áslaug Ásmundsdóttir húsfreyja, f. á Stóra Seli í Reykjavík 18. október 1888, d....
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is FRYSTITOGARINN Kiel kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun með metaflaverðmæti, um 450 milljónir króna. Aflinn upp úr sjó var um 2.000 tonn af þorski og 100 tonn af öðrum tegundum.
Meira
ERLENDAR hlutabréfavísitölur hækkuðu almennt í gær, en helst vekja athygli miklar hækkanir í Asíu. Kínverska Hang Seng vísitalan hækkaði t.a.m. um 5,93%, japanska Nikkei um 3,00% og STI vísitalan í Singapúr um 5,4%.
Meira
GENGI hlutabréfa hækkaði umtalsvert í Kauphöll Íslands í gær, en velta á markaði nam tæpum 20 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,13% og var 8.038 stig við lokun markaða.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody's gera almennt ekki ráð fyrir lækkun lánshæfiseinkunna banka vegna óróleikans sem nú ríkir í fjármálamörkuðum.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is NASDAQ hefur gert það ljóst að félagið mun ekki gefa yfirtöku á OMX, sem meðal annars rekur kauphöllina hér á landi, upp á bátinn.
Meira
BREYTINGAR hafa orðið á Saltkaupum eftir að hópar fjárfesta undir forystu Ólafs Steinarssonar og Péturs Björnssonar í Ísfelli keyptu 60% hlut framkvæmdastjórans, Jóns Rúnars Halldórssonar , í fyrirtækinu.
Meira
BRESKA fatakeðjan MK One, sem er í meirihlutaeigu Baugs, tapaði 21,4 milljónum punda, tæpum þremur milljörðum króna, á síðasta ári og þurfti keðjan, sem rekur 172 verslanir, að endurskipuleggja fjármál sín í kjölfarið.
Meira
BYGGINGAFÉLAGIÐ Ris ehf. hefur verið selt. Kaupandi félagsins er Stafna á milli ehf. en kaupverð verður ekki gefið upp, að því er segir í tilkynningu. Nýir eigendur munu taka við félaginu frá og með 20.
Meira
Slæmt sjálfsmat hefur neikvæð áhrif á næstum alla þætti hins daglega lífs, m.a. tengsl okkar við aðra, heilsuna og vinnu. Með því að bæta sjálfstraustið má því vel bæta heilsuna – jafnvel þó að sjálfsmatið hafi verið slæmt árum saman.
Meira
Steinn G. Hermannsson svarar vísu Hallmundar Kristinssonar frá því á laugardag: Í síðu Sturlu hefur horn Hallmundur með vísukorn notar óspart þorn og þorn og þorn og Þorn og þorn og þorn.
Meira
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Nú er sá tími þegar skólarnir taka að fyllast af ungmennum sem síðustu vikur hafa notið þeirrar tilbreytingar sem felst í sumarvinnunni.
Meira
Danskir gestir settu svip á bæjarlífið á Hólmavík í síðustu viku. Þar var á ferð hópur grunnskólakrakka frá vinabænum Arslev í Danmörku, er heimsóttu jafnaldra sína í Strandabyggð. Með í för voru fimm kennarar og foreldrar.
Meira
Náttúruleg litarefni, sem gefa ákveðnum ávöxtum og grænmeti áberandi rauðan, fjólubláan eða bláan lit, virka sem forvörn gegn krabbameinum, að því er nýleg bandarísk rannsókn staðhæfir.
Meira
Árið 1972 kom fyrsti vinsæli tölvuleikurinn á markað. Nú 35 árum síðar eru leikirnir sem voru hvað vinsælastir fyrir áratugum enn spilaðir. Ingvar Örn Ingvarsson tók þrjá leikjaspilara tali sem allir spila fornfræg spil.
Meira
Gullbrúðkaup | Hjónin Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir og Hans Ploder héldu upp á gullbrúðkaup sitt, 80 ára afmæli Hans og 70 ára afmæli Jóhönnu í Austurríki hinn 11. ágúst, ásamt fjölskyldu sinni og...
Meira
Hlutavelta | Þrjár duglegar stelpur, Emilía Bergmann, Þórunn Rebecca Ingvarsdóttir og María Nína Gunnarsdóttir héldu hlutaveltu og söfnuðu 5.679 krónum fyrir Rauða kross Íslands. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega...
Meira
Mahendra Amarasuriya fæddist í Colombo á Srí Lanka. Hann lauk BS-gráðu frá Háskólanum í Ceylon og nam stjórnun í Lausanne í Sviss. Mahendra er nú stjórnarmaður í Viðskiptabanka Ceylon auk fleiri fyrirtækja.
Meira
1 Bókin Napóleonsskjölin hefur slegið í gegn í Þýskalandi. Hver skrifaði bókina? 2 Íslenskir athafnamenn hafa áhuga á því að kaupa hlut í ensku knattspyrnuliði. Hverju? 3 Fellibylur hefur gert mikinn usla í Karíbahafi undanfarna daga. Hvað nefnist hann?
Meira
Íslendingar geta margt lært af frændum vorum Dönum þegar kemur að umferðarmannvirkjum, merkingum þeirra og skipulagi. Þetta varð Víkverja endanlega ljóst eftir að hafa nýverið ekið um þann hluta Danmerkur sem hann átti eftir ókannaðan, þ.e. Jótland.
Meira
Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu á laugardaginn Íslandsmeistarar karla í strandblaki fjórða árið í röð en Íslandsmótið fór þá fram í Fagralundi í Kópavogi .
Meira
William Gallas, fyrirliði Arsenal, verður trúlega frá æfingum og keppni næstu tvær til þrjár vikurnar. Hann meiddist á nára í leik liðsins við Blackburn Rovers á sunnudaginn og varð að fara af velli vegna þess.
Meira
KJARTAN Henry Finnbogason, sem hefur verið í röðum skoska knattspyrnufélagsins Celtic síðustu árin, kom í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Halmstad þar sem hann verður til reynslu í vikunni.
Meira
VALSMENN eiga þrjá leikmenn í úrvalsliði Morgunblaðsins í 12. umferð Landsbankadeildar karla, sem sjá má hér fyrir neðan. Þeir sigruðu KR-inga í fyrsta leik umferðarinnar þann 8. ágúst, 3:0. Þrír aðrir leikir í umferðinni voru leiknir daginn eftir, 9.
Meira
"ÍSLENDINGAR eru gerðir úr mjög sérstöku efni og Kári Árnason sannaði það í síðasta leik," segir m.a. í grein á heimasíðu danska úrvalsdeildarliðsins AGF eftir leik liðsins gegn Bröndby sl. laugardag.
Meira
STEVE McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, verður sjálfsagt í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði sínu á móti Þjóðverjum annað kvöld en þá mætast þjóðirnar í vináttuleik. Marga leikmenn vantar í enska liðið.
Meira
"ENGINN er ómissandi," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, sem verður án fyrirliða síns, Ásthildar Helgadóttur, þegar Ísland mætir Slóveníu í Dravograd á sunnudaginn kemur.
Meira
"ÉG er enn að jafna mig eftir að hafa fengið fréttirnar. Það er gríðarlegur heiður að vera valin í A-landsliðið," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður 1. deildar liðs Hauka, við Morgunblaðið í gær.
Meira
STEFÁN Þórðarson bjargaði stigi fyrir Norrköping í gærkvöldi í sænsku fyrstu deildinni en þá tók liðið á móti Sylvia sem var í næstneðsta sætinu með 20 stig en Norrköping er í efsta sætinu með 48 stig. Gestirnir komust yfir á 63.
Meira
LEIKUR Íslands og Slóveníu í undankeppni Evrópukeppninnar verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Það er ekki á hverjum degi sem sýnt er beint frá leikjum kvennalandsliða Íslands, hvað þá þegar leikið er erlendis eins og nú gerist.
Meira
ÞÓREY Edda Elísdóttir er mætt til Japans þar sem hún undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum sem hefst um næstu helgi í Osaka í Japan. Þórey keppir í stangarstökki en hún er eini íslenski keppandinn á HM að þessu sinni.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.