Greinar miðvikudaginn 29. ágúst 2007

Fréttir

29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Auka á aðgengi fyrir ferðamenn við Laka

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SAMVINNUNEFND miðhálendisins hefur kynnt tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins í Skaftafellsþjóðgarði við Lakagíga og aðliggjandi svæði. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Aukin sala á áfengi í sumar

SALA áfengis það sem af er sumri hefur aukist um 5,39% á milli ára. Á tímabilinu 1. júní til 26. ágúst hefur ÁTVR selt 5.607.515 lítra af áfengum vökva, en í fyrra seldust 5.320.845 lítrar. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð

Besta kartöfluspretta í rúma öld

FANNAR Ólafsson kartöflubóndi er kampakátur með kartöflusprettuna í ár og telur frásagnir í fjölmiðlum af uppskerubresti mjög misvísandi. Fannar ræktar kartöflur á Þykkvabæjarsvæðinu, á Háfi II, og segir nágranna sína almennt ánægða með sprettuna. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð

Bílvelta og hestaslys

ÞRÍR franskir ferðamenn sluppu að því er talið er með minni háttar meiðsl þegar bílaleigubíll, smájeppi, valt á Sprengisandsleið við Vatnsfellsvirkjun í gærkvöldi. Meiðsl þeirra reyndust minni en í fyrstu var talið. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bóluefni gegn niðurgangi

NÚ er mögulegt að bólusetja börn gegn rótarveiru sem getur valdið slæmum niðurgangi. Yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu segir afleiðingar sjúkdómsins ekki alvarlegar hér á landi en geti verið mjög alvarlegar í löndum þar sem næringarástand barna slæmt. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Brunavarnir fangelsanna almennt í góðum farvegi

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is YFIRMENN fangelsa á landinu telja ekki sérstaka ástæðu til að endurskoða hvernig staðið er að eldvarnamálum fangelsanna, í ljósi afleiðinga brunans á Stuðlum um helgina. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Byggingarlistaverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn

ARKITEKTAFÉLAG Íslands efnir til Íslensku byggingarlistaverðlaunanna sem verða afhent í fyrsta sinn 20. október næstkomandi. Þyrping hf. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Bændur ná varla að anna eftirspurninni

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is VERÐ á útiræktuðu grænmeti hefur haldist nokkuð stöðugt að undanförnu og virðist allt útlit fyrir að svo verði áfram. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Draumabáturinn við sjávarsíðuna

ÞAU sómdu sér vel hlið við hlið í sólinni á dögunum, verkin Sólfarið og Draumabáturinn, eftir SÚM-listamanninn Jón Gunnar Árnason. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Ekið til brúðkaupsveislu

YEMEN-búar sem tilheyra Bagefer-ættbálknum veifa þar sem þeir eru á leið til brúðkaups í Wadi Lesser, Hadramout. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ekki staðið rétt að málum

ÞÓRÐUR Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, segir ekki rétt að unnið hafi verið innan ramma deiliskipulags frá 2002 vegna Laugarvegar 4-6 eins og skipulagsstjóri láti liggja að í viðtali í Morgunblaðinu. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 1894 orð | 1 mynd

Engar kollsteypur

Fátt á að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ganga frá kjarasamningum fyrir áramót að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ómar Friðriksson ræddi við hann. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Erfiðustu deilurnar ræddar

EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraela, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, komu saman í gær og ræddu erfiðustu deilur þjóðanna – endanleg landamæri, Jerúsalem og palestínska... Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

ESB komi á fót hraðliði gegn náttúruhamförum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hyggst leggja til að komið verði á fót varanlegum almannavarnasveitum til að bregðast við skógareldum, flóðum og öðrum náttúruhamförum. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fannst á barnum

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu var ekki lengi að finna ósvífinn þjóf á mánudagskvöld, en sá hafði tæmt sjóðsvél pítsustaðar í miðborg Reykjavíkur. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Fá kirkjuna gefins

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Ákveðið hefur verið að gefa tveimur einstaklingum gömlu kirkjuna á Blönduósi en þeir hafa sýnt áhuga á að gera hana upp. Var það samþykkt einróma á fjölmennum safnaðarfundi Blönduóssóknar. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 45 orð

Fer til Frans

BANDARÍSKUR dómstóll samþykkti í gær beiðni um að Manuel Noriega, fyrrverandi leiðtogi Panama, yrði framseldur til Frakklands eftir að hann hefur afplánað fangelsisdóm 9. september. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um taugavísindi í HR

PRÓFESSOR í taugavísindum og í heilbrigðisverkfræði heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þann föstudaginn 31. ágúst nk. Reza Shadmehr PhD er prófessor við Johns Hopkins University í Baltimore í Bandaríkjunum. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Grímseyjarferja ekki rædd á fundi forsætisnefndar

Stykkishólmur | Forsætisnefnd Alþingis fundaði í Stykkishólmi í gær og var aðalefni fundarins að skipuleggja störf Alþingis á komandi starfsári. Þetta er fyrsti slíkur fundur Sturlu Böðvarssonar sem forseta Alþingis. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Gül leggur áherslu á sættir

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ABDULLAH Gül, nýr forseti Tyrklands, segir að halda verði áfram umbótum í stjórn- og dómskerfi landsins til að greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið, ESB. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Hafísinn á undanhaldi

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÚTLIT er fyrir lítinn hafís við landið í vetur en sjórinn mælist tiltölulega hlýr, líkt og undanfarin ár. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Hálslón orðið fimmtíu ferkílómetrar að stærð

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VATNSBORÐ Hálslóns er nú komið í tæpra 620 metra hæð yfir sjávarborði og þá eru aðeins fimm metrar eftir í ætlaða hæð þess. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 274 orð

Heiftarleg árás talin gerð undir áhrifum kókaíns

ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar og þrír farþegar voru handteknir um sl. helgi í Leirársveit eftir að hafa ekið viljandi aftan á fólksbíl sem fór út af, hoppað á þaki hans og brotið rúðu til að ná farþega út sem þeir síðan gengu í skrokk á. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Hermann var faðir Lúðvíks

LÚÐVÍK Gizurarson hefur fengið það staðfest með mannerfðafræðilegri rannsókn að hann er sonur Hermanns Jónassonar. Hefur Lúðvík reynt að fá þetta staðfest fyrir dómstólum í málaferlum sem nú hafa staðið um þrjú ár. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Héðinn Steingrímsson hefur gengið til liðs við Fjölni

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝJASTI stórmeistari Íslands í skák, Héðinn Steingrímsson, hefur gengið til liðs við skákdeild Fjölnis og gert samning við deildina til tveggja ára. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Hljóp af sér tíu lítra af svita

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MARGIR hlaupagikkir unnu það afrek á dögunum að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni. Hlaupari einn vakti þó meiri athygli en flestir og ráku áhorfendur upp stór augu þegar hann átti leið hjá. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hvert ungmenni á Seltjarnarnesi fær 25 þúsund krónur

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa lagst á eitt um að börn og ungmenni geti stundað tómstundastarf óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum, að því er segir í frétt frá bæjarfélaginu. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 240 orð

Í bága við siðareglur

AUGLÝSINGAR með Lalla Johns í auglýsingaherferð Himins og hafs fyrir Öryggismiðstöðina brjóta gegn almennu velsæmi, að mati siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) Meirihluti nefndarinnar telur "að með því að nýta Lalla í þessum... Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Komu upp fáum ungum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kortasalan góð hjá Leikfélaginu

KORTASALA Leikfélags Akureyrar hófst í síðustu viku og fer blómlega af stað að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra: "Kortasalan er með eindæmum góð. Hún er mun meiri en síðast, sem var metár. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 157 orð

Leitinni hætt

EKKERT fannst á Svínafellsjökli í gær sem gefur tilefni til frekari leitar að Þjóðverjunum tveimur sem leitað hefur verið undanfarna daga. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Líffræðingur segir dýrið líklega eitt á ferð

GESTIR hvalaskoðunarskipsins Moby Dick sáu risa-sæskjaldböku auk hvalanna í skoðunarferð í gær. Helga Ingimundardóttir, sem gerir Moby Dick út, segir að ætla megi að skjaldbakan hafi verið u.þ.b. 1,2–1,5 metrar á lengd. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð

Með hlaðna haglabyssu á Hverfisgötu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók um kl. 19 í gærkvöldi tvo menn á Hverfisgötu í Reykjavík en þeir höfðu haglabyssu meðferðis í bifreið sem þeir óku í. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Menningar- og sögutengd gönguferð

MENNINGAR- og sögutengd gönguferð verður sunnudaginn 2. september kl. 11 í boði Reykjanesbæjar og Ferðamálasamtaka Suðurnesja í samvinnu við sjf menningarmiðlun og FERLIR. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 742 orð | 1 mynd

Menningarsöguleg niðurrif?

Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is HAFNARSTRÆTI 98 telst seint vera fallegt hús, að minnsta kosti í núverandi ásigkomulagi. Líklega munu fáir sem eiga leið framhjá því telja það prýði í miðbænum. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Neyðarvist ekki færð burt

Eftir Unu Sighvatsdóttir unas@mbl. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 279 orð

Óslóarbúar vilja aukið öryggi

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BARÁTTAN vegna sveitarstjórnarkosninganna í Noregi 10. september næstkomandi stendur nú sem hæst og hafa flokkarnir verið iðnir við að kynna kjósendum stefnumál sín, ekki síst í fjölmenninu í Ósló. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

"Spurning um að taka af skarið og tefla"

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari í skák segist finna fyrir vissri löngun til að tefla meira opinberlega á ný. Friðrik er nýkominn heim eftir að hafa tekið þátt í minningarmóti um Max Euwe í Hollandi. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

"Þarna hittum við á sannkallaða óskastund"

Laxveiðimenn líkja ástandinu í ánum þessa dagana við það sem menn eiga frekar að venjast við bestu skilyrði í júlímánuði. Eftir langvarandi þurrka sumarsins er loksins gott vatn í ánum, lax að dreifa sér og víða er hann að ganga af krafti. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Sjómælingaskip breska flotans við Skarfabakka

SJÓMÆLINGASKIPIÐ HMS Scott liggur nú við bryggju í Sundahöfn. Þótt skipið sé í eigu breska flotans er það ekki þungvopnað heldur búið marggeislahljóðsjá til dýptar- og landslagsmælinga á hafsbotni, sérstaklega þar sem dýpi er mikið. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Skelfing greip um sig í rútunni

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is "HANN öskraði aftur í að bíllinn væri bremsulaus. Það greip um sig skelfing í rútunni og allir reyndu að komast út, enda vorum við ekki á nema 40 til 50 kílómetra hraða. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Skipaður í Hæstarétt

DR. Páll S. Hreinsson, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, hefur samkvæmt tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, verið skipaður dómari við Hæstarétt frá og með 1. september næstkomandi. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Skortir starfsfólk við slátrun

MEGINHLUTI af öllu starfsfólki sem starfar við slátrun hér á landi í haust er útlendingar. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Skýfall í Reykjavík

RIGNING hreinsaði loftið í Reykjavík í gær svo það varð hreint og tært á augabragði. Við slík tækifæri er um að gera að spóka sig í miðbænum og best að hafa regnhlíf við hönd. Þó nokkur úrkoma var í borginni og nánast skýfall á tímabili. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 777 orð | 2 myndir

Spennandi að breyta NATO-stöð

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | "Kveikjan að stofnun Veraldarvina var sú að mér fannst vanta hér á Íslandi samtök sem ynnu að styttri sjálfboðaliðaverkefnum, sem tækju 2 vikur til 6 mánuði. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 62 orð

Sykurinn verri en kókaín?

SYKUR veldur svipaðri fíkn og eiturlyf. Er það niðurstaða tilrauna á rottum, sem voru háðar kókaíni, en þær tóku sykurinn fram yfir kókaínið þegar því var að skipta. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Sýningin Hulin ljósverk á Kaffi Sóloni

HAUKUR Snorrason ljósmyndari er með sýningu á listrænum ljósmyndum á Kaffi Sóloni í Bankastræti og stendur sýningin fram í miðjan september. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sýning um Kirkjur Íslands

Í TILEFNI af útkomu 9. og 10. bindis í ritröðinni Kirkjur Íslands verður opnuð sýning í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju um friðaðar kirkjur, gripi og minningarmörk í Eyjafirði, Skagafirði, Húnaþingi og á Ströndum. Opnunin er í kvöld kl. 20. Sr. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Teflt verður í fjórum flokkum

STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu báðir skákir sínar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2007 sem sett var síðdegis í gær. Einnig unnu Bragi Þorfinnsson og Davíð Kjartansson sínar skákir. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 167 orð

Tölvufyrirtæki sameina kraftana

TÖLVUFYRIRTÆKIN Samhæfni og Tölvuþjónusta Vesturlands hafa sameinað krafta sína og eru rekin sem eitt fyrirtæki frá 1. ágúst. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 248 orð

Umferðaróhöpp fást ekki bætt

EIGENDUR bifreiða sem lagt er á langtímastæði Securitas við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fá tjón af völdum umferðaróhappa, sem eiga sér stað á stæðinu, ekki bætt. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Vinna við umhverfismat hefst í haust

"ÞETTA er stærsta framkvæmd sem farið hefur verið í í sveitarfélaginu," segir Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, um fyrirhugaða byggingu Bakkafjöruhafnar. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 364 orð

Vinnumálastofnun hótar undirverktökum dagsektum

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN hefur sent tveimur undirverktökum Arnarfells við Hraunaveitu bréf þar sem fyrirtækjunum er veittur frestur til að koma skráningum sínum í rétt horf ella sæti þau dagsektum. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 265 orð

Virðast hafa verið alveg rólegir í húsinu

"VART er hægt að ímynda sér hversu illa öllum líður yfir því að hafa svona fólk hérna inni. Meira
29. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 49 orð

Vituð ér enn?

ALÞJÓÐLEG nefnd vísindamanna, sem sænsk heilbrigðisyfirvöld fólu að kanna hvaða afleiðingar það hefði ef farið væri að selja áfengi í 8.000 matvöruverslunum í Svíþjóð, telur, að áfengisneyslan muni aukast um 29%. Dauðsföllum muni fjölga um 1. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Öflugar myndavélar

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ökumaður festist í bíl

VÖRUBÍLL ók út af og valt við Kolviðarhól, skammt frá Hellisheiðarvirkjun, rétt fyrir kl. 21 í gærkvöldi. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum út. Meira
29. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ölvaður bílþjófur handtekinn

KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn á bensínstöð við Höfðabakka um klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Hann verður að öllum líkindum ákærður fyrir fimm brot sem hann framdi á stuttum tíma. Meira

Ritstjórnargreinar

29. ágúst 2007 | Leiðarar | 410 orð

Dómsmálaráðherra víkur

Einn af hornsteinum lýðræðisríkisins er dómsvaldið. Í fyrradag tilkynnti Alberto R. Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, afsögn sína. Gonzales fylgdi George Bush Bandaríkjaforseta frá Texas til Washington á sínum tíma. Meira
29. ágúst 2007 | Leiðarar | 399 orð

Eru Danir haldnir "sjúklegri öryggisþörf"?

Í frétt í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá því, að lítill stuðningur sé meðal almennings í Danmörku við áform Anders Fogh Rasmussen um að lækka skatta. Meira
29. ágúst 2007 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Í góðum félagsskap

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svarar með afdráttarlausum hætti – eins og hans var von og vísa – spurningu, sem varpað var fram hér í Staksteinum í fyrradag þess efnis, hvort ráðherrann mundi endursenda umsögn meirihluta Hæstaréttar um... Meira

Menning

29. ágúst 2007 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

35 myndlistarmenn sýna á Svarta lofti

SÝNING þrjátíu og fimm myndlistarmanna frá sjö löndum verður opnuð á Svarta lofti í Reykjanesbæ á morgun í tilefni af Ljósanótt. Á sýningunni eru verk af ýmsum toga; málverk, teikningar, grafik, skúlptúrar, innsetningar og performance. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

90's helgi Curvers og Kiki-Ow

* 90's parið Curver og Kiki-Ow blása til "Mega 90's" helgar dagana 7.–8. september. Fyrra kvöldið verður haldið á Sjallanum á Akureyri en á laugardeginum brunar 90's-lestin í bæinn og spilar á NASA við Austurvöll. Meira
29. ágúst 2007 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Agnar Már í Iðnó á morgun

AGNAR Már Magnússon djasspíanóleikari heldur tónleika í Iðnó annað kvöld kl. 21 í tilefni af útkomu geisladisksins Láð sem kemur út á morgun. Á honum sýnir Agnar á sér nýja hlið með frumsömdum tónsmíðum sem vísa beint og óbeint í íslensk þjóðlög. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 227 orð | 1 mynd

Ánægjan af hinu smáa

The Right Attitute to Rain eftir Alexander McCall Smith. 276 síður innb. Panthenon gefur út. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 71 orð

Ástin lifir í Borgarleikhúsinu

* Söngleikurinn Ást, sem var á fjölum Borgarleikhússins á síðasta ári og gekk fyrir fullu húsi allt það leikár (alls 40 sinnum), verður sýndur áfram í vetur. Meira
29. ágúst 2007 | Leiklist | 650 orð | 3 myndir

Á þriðja hundrað þúsund leikhúsgesta í fyrra

Kraftur, fjölbreytni og gleði er það sem kemur upp í huga Aino Freyju Jarvela, formanns SL, bandalags sjálfstæðra leikhúsa, þegar hún er spurð út í einhver einkenni næsta leikárs sem hefst innan tíðar hjá sjálfstæðum leikhópum um land allt. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Dafydd Thomas frelsistákn pólskra homma

AÐDÁENDUR breska sjónvarpsþáttarins Little Britain , og líka raunar þeir sem hafa aðeins séð þáttinn stöku sinnum, kannast vafalaust við hommann í þröngu stuttbuxunum sem ávallt kynnir sig sem eina hommann í þorpinu (og lokar augunum ávallt fyrir öllum... Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Dr. Gunni með fleiri en eitt járn í eldinum

* Dr. Gunni heldur úti einni skemmtilegustu og elstu bloggsíðu landsins. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 175 orð | 1 mynd

Efaðist um trúna

BARÁTTA móður Teresu við trúna er umfjöllunarefni í nýrri bók um líf hennar. Í bókinni kemur fram að á tímabili hafi henni fundist hún ein og aðskilin frá Guði. Meira
29. ágúst 2007 | Tónlist | 571 orð | 3 myndir

Eru trú sjálfum sér

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Klassart gaf nýverið út sinn fyrsta geisladisk, Klassart , sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Bandið er skipað systkinum úr Sandgerði, þeim Smára og Fríðu Guðmundsbörnum. Meira
29. ágúst 2007 | Tónlist | 141 orð | 1 mynd

Fjölbreytt Jazzhátíð í Reykjavík

DJASSGEGGJARAR landsins líta langþráðan dag í dag þegar Jazzhátíð í Reykjavík verður sett. Hátíðin stendur í fjóra daga, eða fram á laugardag. Það kennir ýmissa grasa á dagskrá hátíðarinnar og tvennir tónleikar fara meðal annars fram í dag. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 399 orð | 2 myndir

Fórnarlömbin tala

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞAÐ ER eiginlega sama hve mikið maður les um ógnarstjórn Stalíns, það er engin leið að skilja hve langt gengið var í grimmd og miskunnarleysi. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 120 orð | 2 myndir

Í ástarsorg

FREGNIR herma að leikarinn Owen Wilson hafi reynt að svipta sig lífi vegna sambandsslita sinna og leikkonunnar Kate Hudson. Mun hann hafa orðið afar niðurdreginn er hann sá myndir af Hudson með nýjum kærasta, Dax Shepherd. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Law leitar til Berlínar

HJARTAKNÚSARINN Jude Law er kominn með nýja kærustu. Sú heitir Susan Hoecke og er þýsk nærfatafyrirsæta. Meira
29. ágúst 2007 | Leiklist | 205 orð | 1 mynd

Leiklist ólögleg?

LÖGREGLA réðst inn í neðanjarðarleikhús í Minsk og handtók 50 manns í síðustu viku. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 78 orð | 1 mynd

Málþing um Guðjón Sveinsson á Höfn

LAUGARDAGINN 1. september kl. 13 verður haldið málþing um Guðjón Sveinsson rithöfund á Breiðdalsvík í tilefni þess að Guðjón varð sjötugur fyrr á árinu og á um þessar mundir fjörutíu ára höfundarafmæli. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 72 orð

Miðasala hefst í næstu viku

* Miðasala á stórtónleika Megasar og Senuþjófanna, í Laugardalshöllinni laugardaginn 13. október, hefst miðvikudaginn 5. september klukkan 10 á öllum sölustöðum. (Miða.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 227 orð

New York Times

1. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 2. Play Dirty - Sandra Brown 3. Force of Nature - Suzanne Brockmann 4. The Quickie - James Patterson & Michael Ledwidge 5. Loving Frank - Nancy Horan 6. Sandworms of Dune - Brian Herbert & Kevin J. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 73 orð

Óli Trausta með nýja plötu

* Nýr diskur frá laga- og textasmiðnum Ólafi Sveini Traustasyni er kominn út. Á plötunni er að finna 12 lög sem sungin eru af þekktum söngvurum á borð við Edgar Smára Atlason, Pál Rósinkranz. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 97 orð | 2 myndir

Sigur Rós á menningarhátíð í New York

* Samkvæmt vef Artist Direct mun Sigur Rós leika á menningarhátíð hins virta tímarits The New Yorker sem fram fer dagana 5.–7. október n.k.. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Skátar færa sig upp á skaftið

* Tónlistin virðir engin landamæri og til marks um það birtist fyrir stuttu jákvæður dómur um fyrstu breiðskífu Skáta Ghost of the Bollock to Come í enska tónlistartímaritinu Plan B Magazine. Meira
29. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 661 orð | 2 myndir

Útvarp Uppreisn

Árið 1990 fór Hamingjusami Harry beinstífi síðast í loftið. Hann var hundeltur en aðdáendur hans dönsuðu á bílþökum með orð hans glymjandi í eyrunum. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 147 orð | 2 myndir

Vel fór á með McCartney og Zellweger á tónleikum

SÚ saga gengur nú fjöllunum hærra að Bítillinn Sir Paul McCartney og bandaríska kvikmyndaleikkonan Renée Zellweger séu að slá sér upp en þau munu hafa sést stinga saman nefjum á tónleikum í New York nýlega. Meira
29. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Vill fæða og klæða barn

LEIKKONAN Sienna Miller þráir að verða móðir samkvæmt slúðurveitunni Bang Showbiz. Miller hætti nýlega með Jamie Burke og er því á lausu en segist samt vera tilbúin til að fara að búa og eignast börn. Hin 25 ára ljóska segist þrá rómantík í líf sitt. Meira
29. ágúst 2007 | Bókmenntir | 436 orð | 1 mynd

Þarf bæði kjark og þor

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is "ÞESSI bók er búin að vera í vinnslu í tvö ár sem telst nú ekki mikið miðað við orðabók," segir Laufey Leifsdóttir hjá Eddu útgáfu um nýja spænsk-íslenska orðabók sem kemur í verslanir á næstu dögum. Meira

Umræðan

29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 655 orð | 1 mynd

Ábending til samkynhneigðra

Björn H. Jónsson skrifar um kirkjulega blessun hjónabanda samkynhneigðra: "Jafnvel þótt einhver prestur reyndi með höndum sínum og orðum að blessa slíkt form þá held ég að sú blessun næði skammt því hver blessun er máttlítil ef blessun Guðs er ekki með í gjörð." Meira
29. ágúst 2007 | Blogg | 62 orð | 1 mynd

Baldur Kristjánsson | 28. ágúst Leitin að framsóknarmönnum stigmagnast...

Baldur Kristjánsson | 28. ágúst Leitin að framsóknarmönnum stigmagnast Bjarni Harðarson heldur því fram hér á Moggablogginu að Perúindíánar séu Framsóknarmenn. Sama segir hann um Amazonindíána. Meira
29. ágúst 2007 | Velvakandi | 488 orð | 1 mynd

dagbók velvakandi

29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Enn um vegamál í Gufudalssveit

Kristinn Bergsveinsson skrifar um vegamál: "Umhverfismatið skilaði sér seint og um síðir og þvílíkt endemis kjaftæði og langlokur, gert og unnið fyrir Vegagerðina með það að markmiði að því væri hafnað." Meira
29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 478 orð | 2 myndir

Fjárfesta þarf betur í heilsu ungs fólks

Þórunn Ólafsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir skrifa um Skólaheilsugæslu í framhaldsskólum: "Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun stefna ótrauð áfram í því að innleiða heilsuvernd og heilsueflingu í framhaldsskólunum á höfuðborgarsvæðinu." Meira
29. ágúst 2007 | Blogg | 79 orð | 1 mynd

Hlynur Hallsson | 28. ágúst Bandaríski herinn þrífi eftir sig sjálfur Er...

Hlynur Hallsson | 28. ágúst Bandaríski herinn þrífi eftir sig sjálfur Er ekki bara hægt að æfa síg í því að hreinsa upp draslið og sprengjurnar sem Herinn skyldi eftir sig og sagði okkur að laga bara til. Meira
29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 447 orð | 1 mynd

Íhaldsöm róttækni, nútímavæðing og fúakofar

Einar Ólafsson skrifar um verndun húsa við Laugaveg: "Nú skal byggt, nú skal rifið og byggt, nú skal fyllt út í fjöru og byggt, nú skal byggt og byggt." Meira
29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 56 orð | 1 mynd

Jakob Björnsson | 24. ágúst Um "lág þolmörk" Í grein á...

Jakob Björnsson | 24. ágúst Um "lág þolmörk" Í grein á jakobbjornson.blog.is segir Jakob Björnsson: "Jón Sigurðsson og fylgismenn hans "mótmæltu allir" á sinni tíð. Meira
29. ágúst 2007 | Blogg | 75 orð | 1 mynd

Jenný Anna Baldursdóttir | 28. ágúst Svo standi hlessa og bláeygðir...

Jenný Anna Baldursdóttir | 28. ágúst Svo standi hlessa og bláeygðir (...) Merkilegt hvað sumir geta verið blindir á það sem flest allir aðrir voru löngu búnir að sjá. Þ.e. hversu óviðeigandi þessi auglýsing var. Meira
29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Langt er seilst...

Rúnar Kristjánsson skrifar um samkynhneigð og söguna: "Hvað er verið að gera við vináttuna, þetta yndislega samband tveggja mannvera, með því að tengja allt því kynferðislega?" Meira
29. ágúst 2007 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Ómar og ginningarfíflin

Jakob Bjarnar Grétarsson veltir fyrir sér nýlegri niðurstöðu matsnefndar um hvað greiða skuli landeigendum á svæði Kárahnjúkavirkjunar: "Þetta mál snýst ekki um að milljörðum sé hent í einhverja Gísla á Uppsölum sem búa á Jökuldal, svo er ekki, heldur er það miklu stærra í sniðum." Meira
29. ágúst 2007 | Blogg | 301 orð | 1 mynd

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir | 28. ágúst Læknaklám 7. kafli "Á...

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir | 28. ágúst Læknaklám 7. kafli "Á vaktinni" Sjöundi kapítuli. Járngerður Brynja kvaddi aldraða embættismanninn með virktum. Hann var nú stálsleginn og virtist fær í flestan sjó. Meira

Minningargreinar

29. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1283 orð | 1 mynd

Áslaug Klara Júlíusdóttir

Áslaug Klara Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1932. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hinnar látnu voru Júlíus Sólbjartsson og Guðrún Ágústa Sigurgeirsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
29. ágúst 2007 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

Guðrún Nikolína Jónsdóttir

Guðrún Nikolína Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 8. apríl 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Gunnarsson f. á Brekku í Mjóafirði 15. 06. 1892, d. 05. 06. Meira  Kaupa minningabók
29. ágúst 2007 | Minningargreinar | 395 orð | 1 mynd

Karólína Thorarensen

Karólína Thorarensen var fædd 18. október 1940. Hún lést 18. ágúst sl. Útför Karólínu fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
29. ágúst 2007 | Minningargreinar | 4054 orð | 1 mynd

Tjörvi Freyr Freysson

Tjörvi Freyr Freysson fæddist í Reykjavík 22. mars 2005. Hann andaðist á barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 21. ágúst sl. Foreldrar Tjörva Freys eru Elfa Hrönn Valdimarsdóttir fædd í Reykjavík 12. 4. 1978 og Freyr Friðriksson fæddur í Vestmannaeyjum... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 193 orð | 2 myndir

Kvótinn 18,7% minni

SKIP sem fá úthlutað aflamarki á grunni aflahlutdeilda við upphaf fiskveiðiársins eru 345 talsins og aflamark þeirra er 267.933 þorskígildistonn. Það er rúmlega 18% samdráttur frá upphafsúthlutun til aflamarksskipa á fyrra fiskveiðiári. Meira
29. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 271 orð | 1 mynd

Mikil veiði á makríl

BÆÐI Norðmenn og Færeyingar hafa nú áhyggjur af makrílveiði íslenzkra fiskiskipa. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet segir að Íslendingar séu búnir að veiða 30.000 tonn af makríl í sumar og 90% af því innan eigin lögsögu. Meira
29. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 594 orð | 2 myndir

Smábátum sem landa fiskafla fækkaði um 120 á síðasta ári

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Á ÁRINU 2006 lönduðu alls 778 smábátar afla sem er fækkun um 120 báta milli ára. Flestir þeirra tilheyra svæðisfélaginu Kletti; Ólafsfjörður – Tjörnes, 108 (128). Meira

Viðskipti

29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Enn kaupir Bakkavör

ENN bætir Bakkavör Group við sig matvælaframleiðslufyrirtæki í Bretlandi. Nú hefur félagið fest kaup á Exotic Farm Produce, sem selur ferskt óskorið grænmeti sem og fersk tilbúin matvæli. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 177 orð | 1 mynd

Fleiri svartsýnir en bjartsýnir

ÍSLENSKIR neytendur eru greinilega mjög ánægðir með stöðu efnahags- og atvinnumála, að minnsta kosti eins og hún er nú, að því er ráða má af nýrri væntingarvísitölu Gallups. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Kallaður á teppið

JEAN-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans (ECB), mun hinn 11. september þurfa að mæta fyrir efnahagsnefnd Evrópusambandsins og skýra ástandið á fjármálamörkuðum fyrir þeim er þar sitja. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 189 orð | 1 mynd

Lækkun beggja vegna Atlantsála

TÖLUR um lækkandi húsnæðisverð í Bandaríkjunum og aukin svartsýni neytenda vestra ásamt með áframhaldandi óróa á fjármálamörkuðum vegna ótryggra húsnæðislána urðu þess valdandi að miklil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í bæði Evrópu og Bandaríkjunum í... Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Lækkun og veiking

ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 1,6% í gær í 8.171 stig. Gengi bréfa Marel hækkaði mest eða um 0,9% og bréfa Atorku um 0,1%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Flögu eða 4,3% og þá lækkaði gengi bréfa Century Aluminium um 3,7%. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 123 orð | 1 mynd

Metafkoma hjá MP Fjárfestingabanka

METHAGNAÐUR var af rekstri MP Fjárfestingarbanka á fyrri helmingi ársins eða 1,1 milljarður króna á móti tæpum 576 milljónum á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu jafngilti tæplega 42% ávöxtun á ársgrundvelli. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 78 orð | 1 mynd

Minni hagnaður

ROYAL Unibrew (RU) var rekið með um 410 milljóna íslenskra króna hagnaði fyrir skatta á fyrri helmingi ársins sem er 18% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Nefnd á að skoða sparisjóðaumhverfið

BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem ætlað er að fara yfir gildandi lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga, eftir atvikum. Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Sjælsø færir niður hagnað

DANSKA fasteignafélagið Sjælsø Gruppen, sem feðgarnir Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Straumur-Burðarás og Birgir Þór Bieltvedt eiga drjúgan hlut í, hefur fært niður áætlanir sínar um væntan hagnað á árinu í 800- 900 milljónir... Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Styttist í olíuvinnslu hjá AP

ATLANTIC Petroleum (AP) var rekið með 35 milljónum danskra króna tapi á öðrum fjórðungi ársins, jafngildi um 416 milljóna íslenskra króna, en tapið fyrstu sex mánuðina nam 39,3 milljónum danskra króna en rétt er að taka fram að rekstrartekjur voru engar... Meira
29. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Yfirdráttarlánin 71,2 milljarðar

TÖLUR, sem Seðlabankinn birti í síðustu viku um yfirdráttarlán, hafa verið endurskoðaðar og er niðurstaðan sú að yfirdráttarlán heimila jukust minna en kom fram í upphaflegum tölum. Meira

Daglegt líf

29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 195 orð | 1 mynd

Áfengismenningin í vinnunni hefur áhrif

ÁFENGI þykir sjálfsagt á mörgum vinnustöðum. Ekki endilega í vinnutímanum heldur með vinnufélögunum að starfsdeginum loknum og í sumum tilfellum í tengslum við uppákomur sem vinnuveitandinn skipuleggur. Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 153 orð

Enn af Grímsey

Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði, hlustaði á viðtal í útvarpi við Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, og orti: Um fjármálasukkið þótt standi nú styr og Sturla í sakleysi blundi ferjunnar umdeildu blásandi byr bíður á... Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 786 orð | 1 mynd

Er unglingurinn að byrja í framhaldsskóla?

Fyrsta skref nýnema inn í ókunnugan heim framhaldsskólans markar byrjun spennandi og krefjandi tíma. Um er að ræða nokkur af erfiðustu en jafnframt eftirminnilegustu árum ævinnar. Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Fólat fyrir frjóar konur

Nýlega kom út fræðslubæklingur frá Lýðheilsustöð um mikilvægi þess að konur taki inn fólat (fólinsýru/fólasín), ekki síst þær konur sem eru á barneignaaldri. Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 635 orð | 3 myndir

"Við kunnum að tala ensku og frönsku"

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Halló. Veistu. Við kunnum að segja yes og no og bonjour," sögðu þau Helgi Hrafn og Esja í óspurðum fréttum þegar Daglegt líf heimsótti fimm ára börn, sem eru nýsest á skólabekk í Landakotsskóla. Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Umhverfisvænn farsími

FYRSTI umhverfisvottaði farsíminn er væntanlegur á markað á næstu vikum. Hann er frá þýska fyrirtækinu Kandy Mobile AG og er ætlaður börnum. Síminn er vottaður með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum. Meira
29. ágúst 2007 | Daglegt líf | 440 orð | 1 mynd

Valkvætt bóluefni gegn niðurgangspest hjá börnum

Foreldrar geta nú óskað eftir því að börn þeirra fái nýtt bóluefni gegn niðurgangspest. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir forvitnaðist um afstöðu Landlæknisembættisins til bólusetninganna. Meira

Fastir þættir

29. ágúst 2007 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Í dag, 29 ágúst, er Ragnar Þ. Magnússon, fyrrverandi...

70 ára afmæli. Í dag, 29 ágúst, er Ragnar Þ. Magnússon, fyrrverandi verkstjóri úr Grindavík , sjötugur. Hann verður að heiman á afmælisdaginn... Meira
29. ágúst 2007 | Í dag | 37 orð | 1 mynd

Beðið eftir lestinni

LESTARSTARFSMAÐUR í Norður-Kóreu bíður hér eftir að neðanjarðarlest komi í Pyongyang. Honum virðist leiðast nokkuð biðin enda líklega ekki skemmtilegt að vinna neðanjarðar allan daginn í loftinu frá lestunum og fólkinu sem treðst þar um á... Meira
29. ágúst 2007 | Fastir þættir | 193 orð

BRIDS - Guðmundur Hermannsson | gummi@mbl.is

Að trompa hátt. Norður &spade;- &heart;ÁD8 ⋄ÁK986432 &klubs;G10 Vestur Austur &spade;ÁKG4 &spade;97652 &heart;G104 &heart;2 ⋄D7 ⋄G105 &klubs;8543 &klubs;KD76 Suður &spade;D1083 &heart;K97653 ⋄- &klubs;Á92 Suður spilar 6&heart;. Meira
29. ágúst 2007 | Í dag | 211 orð | 1 mynd

Hugmynd að dagskrárlið

Þótt öldur ljósvakans bærist með miklum hraða gefa kaplar og strengir netsins þeim ekkert eftir, heldur taka þeim stundum fram. Meira
29. ágúst 2007 | Í dag | 338 orð | 1 mynd

Karlar til ábyrgðar

Ingólfur V. Gíslason fæddist í Reykjavík 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MK 1976, BA-gráðu í stjórnmálafræði fráHÍ 1981 og doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi 1990. Meira
29. ágúst 2007 | Í dag | 26 orð

Orð dagsins: Hann sagði: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli...

Orð dagsins: Hann sagði: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt." (Mk. 4, 24. Meira
29. ágúst 2007 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Rf3 Rc6 6. O-O Hb8 7. Rc3 b5 8. Re5 Rxe5 9. dxe5 Rd7 10. Bf4 Bb7 11. Bxb7 Hxb7 12. Dc2 Be7 13. Hfd1 c6 14. Re4 Dc7 15. Hd2 Rxe5 16. Dc3 f6 17. Rg5 b4 18. De3 Db6 19. De4 Rg4 20. Rh3 e5 21. Df5 Rxf2 22. Meira
29. ágúst 2007 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Ráðinn hefur verið nýr ritstjóri á DV. Hver er það? 2 Baugur hefur eignast byggingu sem hýsir frægt safn. Hvaða safn er það? 3 Ólafur Elíasson hefur hannað sviðsmynd fyrir nýja óperu Hans Werner Henze. Hvað heitir óperan? Meira
29. ágúst 2007 | Viðhorf | 849 orð | 1 mynd

Uppreisn í miðborg

Skyndilega eru málsmetandi miðborgarbúar farnir að tala um að þeir séu jafnvel hálf smeykir í nærumhverfi sínu á nóttunni. Þetta er ekki fólk sem er þekkt að því að reka einstrengingslegan bindindisáróður. Þvert á móti hefur það hingað til talað fyrir umburðarlyndi, frjálslyndi og skemmtilegheitum. Meira
29. ágúst 2007 | Fastir þættir | 439 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Oft er haft á orði að á Íslandi hafi bilið milli þeirra, sem mest eiga og minnst eiga, breikkað á undanförnum árum. Þetta er ekki einsdæmi. Í Þýskalandi hefur þróunin verið sú sama. Meira

Íþróttir

29. ágúst 2007 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Kvennalið Hamars í Hveragerði hefur samið við bandarísku körfuknattleiksstúlkuna La Kiste Barkus um að spila með liðinu á komandi vetri. Hún lék með Keflvíkingum síðari hluta tímabilsins 2005-2006. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 409 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Oliver Jaeger , svissneski sóknarmaðurinn hjá HK , verður ekki með Kópavogsliðinu þegar það tekur á móti Fylki í Landsbankadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

Gunnar Heiðar til Vålerenga

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is Gunnar Heiðar Þorvaldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifar að öllum líkindum undir tíu mánaða lánssamning við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga í dag. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 191 orð

Hamar í 2. deild í fyrsta skipti

FJÖGUR knattspyrnulið tryggðu sér í gær sæti í 2. deild á næsta ári. Þetta eru Víðir úr Garði, Hamar úr Hveragerði, Hvöt frá Blönduósi og Grótta frá Seltjarnarnesi. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Hjálmar skorar úr aukaspyrnu

LANDSLIÐSMENNIRNIR Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson léku báðir allan leikinn með liði sínu Gautaborg þegar það lagði Halmstad á útivelli, 3:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 277 orð

HSÍ reynir að leysa mál Sigfúsar Páls

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is MÁL Sigfúsar Páls Sigfússonar, leikmanns handknattleiksliðs Fram, er enn óleyst en Valur hefur í sumar reynt að fá hann í sínar raðir án árangurs. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 602 orð

KNATTSPYRNA 3. deild karla Síðari úrslitaleikir um sæti í 2. deild...

KNATTSPYRNA 3. deild karla Síðari úrslitaleikir um sæti í 2. deild: Víðir – Tindastóll 2:1 Haraldur Axel Einarsson 51., Atli Rúnar Hólmbergsson 83. – Stefán Arnar Ómarsson 36. *Víðir upp í 2. deild, 6:3 samanlagt. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 762 orð | 1 mynd

Markvörðum er létt

SIGURSÆLASTI knattspyrnumaður Norðmanna, Ole Gunnar Solskjær, hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í knattspyrnu. Solskjær hefur sem kunnugt er leikið með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 1996, við frábæran orðstír. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 536 orð | 1 mynd

Mæta besta miðherja í Evrópu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik fær verðugt verkefni í kvöld þegar liðið tekur á móti Georgíu í B-deild Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöllinni. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

"Spenntur fyrir Ungverjalandi"

JAKOB Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, skrifaði í fyrradag undir samning við ungverska liðið Kecskemeti. Liðið leikur í efstu deild þar í landi og hafnaði í níunda sæti af fjórtán liðum á síðustu leiktíð. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 560 orð | 1 mynd

"Væri frábært að vinna titil"

"ÉG er eiginlega ekkert búinn að velta því fyrir mér hvað gerist hjá mér í lok leiktíðar. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 593 orð | 1 mynd

"Þarf að ná í það sem ég á í vopnabúrinu"

"ÉG geri mér alveg grein fyrir því að staða mín gæti verið betri og vissulega er ég ekki sáttur við að vera ekki hærra á peningalistanum en það eru nokkur mót eftir sem ég ætla nýta vel og reyna að bæta stöðu mína. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 112 orð

Reykjavíkurmótið í kvöld

TÍU karlalið og fimm kvennalið taka þátt í opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem hefst í kvöld. Karlarnir spila í Austurbergi til laugardags en þá lýkur þeirra móti með úrslitaleik klukkan 18. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 512 orð | 1 mynd

Rússar sigursælir

RÚSSAR voru sigursælir á HM í Japan í gær. Jelena Isinbaeva sigraði með yfirburðum í stangarstökki kvenna og á meðan hún hljóp heiðurshringinn tryggðu löndur hennar sér þrefaldan sigur í langstökki. Kenýamenn voru líka sigursælir, unnu þrefalt í 3. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 449 orð | 1 mynd

Stærsti dagur lífs míns

"ÉG er auðvitað í sjöunda himni enda ekki á hverjum degi sem maður verður heimsmeistari sem þjálfari. Meira
29. ágúst 2007 | Íþróttir | 165 orð

Toulouse engin hindrun

RAFAEL Benitez, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, var hæstánægður með 4:0-sigur liðsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn franska liðinu Toulouse í gær á Anfield. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.