Íslensku sjónlistaverðlaunin verða afhent á föstudaginn í Flugsafni Íslands á Akureyri. Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar en hinn á sviði hönnunar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Hinir tilnefndu eru í ár Birgir Andrésson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, fyrirtækið Nikita, Studio Granda og Össur hf. Hér eru hinir tilnefndu kynntir, Ragna Sigurðardóttir skrifar um myndlistarmennina Birgi, Heklu Dögg og Hrafnkel og Elísabet V. Ingvarsdóttir um hönnuðina.
Meira