HVER árstími hefur sinn sjarma og víst er að haustið með allri sinni litadýrð snertir streng í mörgum. Á sumrin ríkir græni liturinn á litakortinu og í sumar var fjölbreytni græna litarins óvenju mikil. Kannski hið góða veður hafi átt sinn þátt í því.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STÆRSTI styrktarsamningur sem Íþróttasamband fatlaðra hefur gert fyrir hönd þroskaheftra og seinfærra íþróttamanna sem keppa á alþjóðaleikum Special Olympics var undirritaður í gær.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SPENNUHÆKKUN á Kröflulínu 2 er til athugunar og undirbúnings hjá Landsneti. Verið er að kanna kostnað og hver ávinningur gæti orðið ef til kæmi.
Meira
STJÓRN Eistlands hafnaði í gær að heimila Rússum að leggja gasleiðslu um landhelgi Eistlendinga en leiðslan á að flytja gas til Þýskalands og fleiri ríkja V-Evrópu. Líklegt er að Finnar leyfi að leiðslan liggi um finnskt...
Meira
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is "ÞAÐ er bara kraftaverk að barnið skuli lifa. Það er eiginlega bara með ólíkindum," segir Hilmar Andrésson, afi 8 ára drengs sem féll niður um þak gamla Blómavalshússins á þriðjudaginn.
Meira
TVEIR langdrægir Birnir, sprengjuflugvélar frá Rússlandi af gerðinni Túpólev 95 (öðru nafni BEAR H), flugu snemma í gærmorgun inn á loftrýmiseftirlitssvæði Íslands norður af landinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær.
Meira
TALSVERÐAR breytingar hafa orðið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu og má geta þess að Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sest nú á þing og lætur af starfi borgarfulltrúa.
Meira
Blönduós | Bæjarstjórinn á Blönduósi hefur óskað eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um möguleika þess að skattstofa Norðurlandsumdæmis vestra verði flutt frá Siglufirði á Blönduós. Skattstofa Norðurlandsumdæmis vestra er á Siglufirði.
Meira
FRAM kom í yfirheyrslum á Bandaríkjaþingi að eitruð málning á Mattel-leikföngum, sem framleidd voru í Kína, var eitraðri en talið var. Var blýmagnið allt að 110.000 á móti milljón en ekki 600 eins og mest er leyft.
Meira
KAUPTILBOÐ barst í síðustu viku, skv. heimildum Morgunblaðsins, í húsið Hafnarstæti 98, Hótel Akureyri; umtalaðasta hús höfuðstaðar Norðurlands um þessar mundir.
Meira
Umfangsmikil lögreglurannsókn sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði skilaði tilætluðum árangri í gærmorgun þegar lagt var hald á nærri 70 kg af amfetamíni í ómerktri skútu.
Meira
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Hildi Björgu Hafstein, fyrir hönd íbúa við Laugardal: "Íbúar við Laugardal lýsa yfir furðu og sorg yfir ákvörðun skipulagsráðs um að leyfa byggingu tveggja hæða íbúðarhúss á grænum reit í Laugardal.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMM karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald – flestir til 18. október nk. – fyrir aðild sína að umfangsmiklum innflutningi fíkniefna til landsins. Þeir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Einari Hermannssyni skipaverkfræðingi: "Þótt undirrituðum sé þvert um geð að standa í deilum við Grímseyinga í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi, þá er ég knúinn til að gera nokkrar athugasemdir...
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti í gær að hætta risarækjueldi og var forstjóra falið að reyna á næstu tveimur mánuðum að finna einhvern aðila til að taka við verkefninu.
Meira
ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að tveir nemendur í skóla í New Jersey megi nota hnappa sem sýna mynd af félaga í Hitlersæskunni. Markmið ungmennanna er að mótmæla skyldu til að nota...
Meira
SKÍÐAGÖNGUFÉLAGIÐ stendur fyrir hjólaskíðamóti á Bláfjallaafleggjaranum á morgun, laugardaginn 22. september. Mótið hefst kl. 11.00 og verða gengnir 10 kílómetrar.
Meira
EVA Kamilla Einarsdóttir, háskólanemi og umsjónarmaður frístundaheimilis, gefur kost á sér sem varaformaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar í Reykjavík dagana 6. og 7. október.
Meira
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær íslenska ríkið af bótakröfu Trésmiðju Snorra Hjaltasonar vegna kaupa trésmiðjunnar á húseign af íslenska ríkinu. Reyndist húseignin við mælingu eftir kaupin minni en gefið var upp í kaupsamningi.
Meira
Baldur er í ráðuneyti fjármála MEÐ viðtali við Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra í Bretlandi, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist mynd af Sverri og nokkrum gestum í móttöku sem sendiráð Íslands í Bretlandi hélt í Dublin í síðustu viku.
Meira
LEIT að manni sem féll í Sogið í fyrradag bar engan árangur í gær. Um 110 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í leitinni sem stóð fram í myrkur.
Meira
UNGLIÐAHREYFINGIN Nashí, sem styður stjórnina í Kreml og þykir mjög þjóðernissinnuð, hefur fengið leyfi til að stofna "sveitir", sem halda skulu uppi lögum og reglu í aðdraganda þingkosninganna í Rússlandi í...
Meira
Egilsstaðir | Á dögunum tók Þuríður Backman þingmaður sig til og dró fram málningarpensla og litatúpur í þágu góðs málefnis. Að beiðni kvenfélagsins Bláklukku á Egilsstöðum málaði Þuríður mynd, sem fara mun á listmunauppboð á Hótel Héraði 6. október...
Meira
FJÖLMIÐLAR og stjórnmálamenn í Ísrael sameinuðust í gær um að fordæma Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi leiðtoga Likudflokksins, fyrir að hafa viðurkennt, að Ísraelar hefðu gert loftárás langt inni í Sýrlandi snemma í þessum...
Meira
OSAMA bin Laden, leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, ætlar að lýsa yfir "stríði" gegn Pervez Musharraf, forseta Pakistans, í væntanlegu myndbandi. Kom það fram á íslamskri vefsíðu.
Meira
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi þá niðurstöðu yfirskattanefndar að verktakafyrirtækinu Impregilo beri að greiða staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna tveggja starfsmannaleiga.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is. SÉRA Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, verður fyrst kvenna til að gegna embætti Dómkirkjuprests, en valnefnd í Dómkirkjuprestakalli ákvað í fyrrakvöld að mæla með henni.
Meira
PÁLL Gíslason, íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari, brosti í gærkvöldi eftir að strákarnir hans í 3. flokki Þórs sigruðu Tindastól frá Sauðárkróki, 3:1, í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ á Norður- og Austurlandi.
Meira
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, stýri ekki áfram starfi byggingarnefndar nýs Landspítala.
Meira
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is VERKALÝÐSFÉLÖG í Frakklandi hafa tekið þunglega yfirlýsingum Nicolas Sarkozys forseta um nauðsyn þess að ríkisstarfsmönnum verði fækkað og eftirlaunakjörum tiltekinna hópa breytt.
Meira
GARÐAR Thór Cortes heldur tónleika í Barbican Center í London næstkomandi miðvikudag. Garðar verður fyrstur Íslendinga til að halda einsöngstónleika í þessum tónleikasal sem er talinn vera einn sá besti í heimi.
Meira
CALIN Popescu Tãriceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, hvetur íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í Rúmeníu og fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á að nýta hreinar orkulindir í landinu. Þetta kom m.a.
Meira
CALIN Popescu Tãriceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, hvetur íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í Rúmeníu og fagnar áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á að nýta hreinar orkulindir í landinu. Þetta kom m.a.
Meira
Moskvu. AFP. | Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á sýnum sem rússneskir vísindamenn hafa tekið á hafsbotni sanna að stór neðansjávarhryggur í Norður-Íshafinu er hluti af landgrunni Rússlands, að sögn embættismanna í Moskvu í gær.
Meira
GLITNIR hefur gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði og var fjárhæðin einn milljarður dollara eða um 63 milljarðar ísl. króna.
Meira
Í TILEFNI af Samgönguviku munu tónlistarmenn stíga á stokk í Strætó í dag, föstudag, sem hér segir: Kira Kira á leið 1 kl. 7.20 frá Firði að HÍ, Mr. Silla á leið 3 kl. 7.21 frá Gerðubergi að MR, Svavar Knútur og Jón Geir á leið 6 kl. 7.
Meira
FRÆÐSLUSÝNING um sjálfbæra þróun verður opnuð á morgun, laugardaginn 22. sept., kl. 11 í Gamla bókasafninu, Mjósundi 10 í Hafnarfirði. Sýningin er byggð á hugmyndum Jarðarsáttmálans, sem saminn var af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum.
Meira
KOMIÐ hefur í ljós að ríflega 420 settu nafn sitt undir áskorun til meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar um að hann segði af sér, en ekki 600 eins og greint var frá þegar listarnir voru afhentir bæjarstjóra nýverið.
Meira
LÖG um greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna, sem samþykkt voru í fyrra og tóku gildi 1. júlí 2006, eru meingölluð að mati Birnu Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Védís Edda Pétursdóttir, fædd 17.
Meira
ÓLAFUR Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku ehf., telur að sóknarfæri geti legið fyrir fyrirtækið á Austurlandi og segir að málið verði skoðað ofan í kjölinn ef kúabændur á svæðinu ákveði að leita eftir þátttöku þess.
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MILLJÓNATJÓN varð í tveggja hæða raðhúsíbúð við Steinahlíð í gær eftir að heitavatnsrör á efri hæð gaf sig.
Meira
STJÓRN Torfusamtakanna fagnar þeim hugmyndum sem birtast í verðlaunatillögu í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar, þar sem rík áhersla er lögð á að varðveita og endurbyggja merkar gamlar byggingar á svæðinu umhverfis Lækjartorg.
Meira
STJÓRNIR Johans Rönning, Sindra og Hebron hafa ákveðið að sameina félögin undir eina kennitölu. Fyrr á árinu var Raftækjaverslun Íslands sameinuð Johan Rönning hf.
Meira
OFFITA og þau vandamál, sem henni fylgja, verða æ fyrirferðarmeiri í málflutningi þeirra, sem nú keppa eftir útnefningu sem forsetaefni í kosningunum í Bandaríkjunum annað haust.
Meira
STJÓRN Búnaðarsambands Austurlands (BsA) hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim tillögum sem stjórn MS hefur lagt fram um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum.
Meira
Akranes | Hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar til nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru veitt í fyrsta skipti í fyrradag. Sagt er frá afhendingu verðlaunanna á vef héraðsfréttablaðsins Skessuhorns.
Meira
Tölvur, farsíma, myndavélar og hvers kyns spilara er allajafna að finna í farangri fólks á ferðalögum. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá Íslendingi, sem hugðist skrá myndavél sína hjá tollinum þegar hann fór úr landi, en fékk ekki.
Meira
Í fyrra voru samþykkt lög um greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna. Þessum lögum var ætlað að aðstoða foreldra, sem ekki geta verið í vinnu vegna umönnunar barna sinna. Lögin tóku gildi 1.
Meira
Frá því að Skotar bönnuðu reykingar á opinberum svæðum hafa undur og stórmerki átt sér stað. Tíðni hjartaáfalla hefur minnkað um 17% af hundraði. Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvað geti valdið þessu.
Meira
Þegar ég var barn að aldri voru líkamsskiptakvikmyndir nokkuð vinsælar og algeng Hollívúdd-afurð. Slíkar myndir hafa snúið aftur á seinustu árum, nýlegt dæmi unglingaræma þar sem gelgja hleypur í skrokk móður sinni og öfugt.
Meira
Myndlistargagnrýnandi breska blaðsins The Guardian er ekki hrifinn af sýningu Matthews Barney í Serpentine-safninu í London og segir hann vera blóðlítinn listamann.
Meira
SPENNUMYNDIN Shoot 'Em Up verður frumsýnd í Smárabíói, Regnboganum og Sambíóunum á Akureyri í kvöld. Um er að ræða kröftuga hasarmynd þar sem húmorinn er þó alltaf skammt undan. Clive Owen leikur Mr.
Meira
DAVE Grohl, trommari hljómsveitarinnar Foo Fighters, lýsti því nýverið yfir að Queens of the Stone Age væri besta hljómsveit sem hann hefði spilað með.
Meira
Aðalsmaður vikunnar er bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? sem spilar á tónleikum á NASA í kvöld ásamt Diktu og Ölvis. Þá spilar hann í söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu – en er annars að leita sér að fastri vinnu.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is STÓRSÖNGVARINN Garðar Thór Cortes heldur tónleika í listamiðstöðinni Barbican Center í London næstkomandi miðvikudag. Hann segir tónleikana leggjast mjög vel í sig. "Ég hlakka bara til.
Meira
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt verk eftir Bjarna Jónsson leikskáld. Verkið nefnist Óhapp! og er þriðja verk Bjarna sem Þjóðleikhúsið sýnir.
Meira
Ensk leikhústónlist á 17. öld. Bachsveitin í Skálholti leikur verk eftir Henry Purcell, William Lawes, Simon Ives, Robert Johnson og Matthew Locke. Leiðari: Jaap Schröder. Hljóðritað í Skálholtskirkju 5.-8. ágúst 2002. Upptökustjórn og hljðvinnsla: Halldór Víkingsson.
Meira
ÞAU mistök urðu í grein um sýningu Denis Masi í blaðinu í gær, að sýning hans var sögð vera í Hafnarhúsinu. Það er ekki rétt, því sýningin er í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.
Meira
ÍSLENSKA kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur hafið vetrarstarf sitt. Föstudagsfundir ÍKSA hefjast á ný á hádegi í dag í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Fundirnir, sem hefjast stundvíslega kl.
Meira
SÖNGVARINN Justin Timberlake hefur lýst því yfir opinberlega að hann hafi ekki hugmynd um hvað gangi á í lífi fyrrverandi kærustu hans, Britney Spears. "Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað er að gerast hjá henni.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞRÍR fyndnir menn, þeir Þorsteinn Guðmundsson leikari, Þórhallur Þórhallsson, fyndnasti maður Íslands, og Úlfar Linnet, sem eitt sinn bar titilinn fyndnasti maður Íslands, hefja í kvöld ferð um landið.
Meira
* Hr. Örlygur og Two Little Dogs Itd. standa fyrir tónleikum í London á miðvikudaginn í næstu viku til að kynna Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem er á næsta leiti.
Meira
SÍÐASTA föstudagskvöld hóf göngu sína í sjónvarpinu spurningaþátturinn Útsvar. Einu sinni í viku munu etja kappi í þættinum fulltrúar sveitarfélaganna.
Meira
KEIRA Knightley segir að allar þessar ljósmyndir sem eru teknar af henni eyðileggi sál hennar. Kvikmyndastjarnan trúir því að hluti af henni deyi í hvert skipti sem tekin er mynd af henni.
Meira
GAMANMYNDIN I Now Pronounce You Chuck and Larry verður frumsýnd í í Laugarásbíói, Háskólabíói, Sambíóunum Álfabakka, Sambíóunum Keflavík og Borgarbíói á Akureyri í kvöld.
Meira
ÍSLENSKUR píanóleikari, Eva Þyri Hilmarsdóttir, heldur einleikstónleika í Sívalaturni í Kaupmannahöfn kl. 20 í kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Chopin, Granados og Prokofiev.
Meira
* Þriðja plata Katie Melua , Pictures , er væntanleg. Söngkonuna langar að koma til Íslands og spila. "Ég þekki náttúrlega tónlistina hennar Bjarkar og finnst hún frábær, en kannast ekki við neina hefðbundna íslenska tónlist.
Meira
"ÞAÐ er náttúrlega mjög ánægjulegt að vera búinn að opna fyrstu einkasýninguna, ekki síst vegna þess að margir hafa sýnt verkunum áhuga," segir Eysteinn Jónsson sem á dögunum opnaði sýningu á verkum sínum í Galleríi 100 gráðum, í húsi...
Meira
LEIKARINN Matthew McConaughey mun koma í stað Owens Wilsons í nýrri gamanmynd, Tropic Thunder , sem Wilson var kominn með hlutverk í áður en hann reyndi sjálfsmorð. McConaughey mun leika þar við hlið Jacks Black, Roberts Downey Jr.
Meira
BLÁSIÐ var til stórtónleika í Listasafni Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag þar sem fram komu hljómsveitir á borð við Jeff Who, Reykjavík, Skakkamanage, Grrrrr, Retro Stefson og Soundspell.
Meira
LEIKARAPARIÐ Tom Cruise og Katie Holmes vill eignast aðra dóttur. Þau vinna nú að því að eignast annað barn og vilja gjarnan að það verði lítil systir fyrir frumburð þeirra, hina 18 mánaða Suri.
Meira
Íslands/Sýningarsalur á Garðatorgi. 8. til 30. september, opið 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarhönnun: Massimo Santanicchia
Meira
Björk Vilhelmsdóttir skrifar um byggingu sambýlis í Laugardal: "Deilan snýst um hvort vegi þyngra verndun lóðar nálægt grænu svæði eða búsetuþörf fólks sem lengi hefur verið án þeirra mannréttinda að eiga heimili"
Meira
Dagur Snær Sævarsson | 20. sept. Matur eða dóp? Ég hef alltaf haldið að það sé afskaplega auðvelt að smygla inn fíkniefnum sjóleiðina inn í landið.
Meira
Egill Harðar | 20. september 2007 Ætli þeir hafi verið búnir að hringja í Lippi? Hlutirnir gerast hratt. Maður hefur varla við að fylgjast með. Ég hef enga trú á að Avram Grant þessi verði lengi við völd hjá Chelsea.
Meira
Jorge Sampaio skrifar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi friðardagurinn: "Það er hættulegt að halda því fram að trúarbrögð séu helsta orsök ofbeldis í heiminum, því með því er athyglinni beint frá raunverulegum rótum átaka."
Meira
Heilabilun sviptir mikinn fjölda fólks lífi og lífsgæðum, segir Helgi Jóhann Hauksson í tilefni Alzheimerdagsins 2007: "Töf á greiningu hindrar að sjúklingurinn og ástvinir hans geti gripið til margháttaðra ráðstafana sem geta létt lífið og aukið þeim lífsgæði."
Meira
Frá Heinz Kubitz: "Eftir mörg ár lét ég draum rætast og ferðaðist til Íslands. Við heilluðumst af fegurð náttúrunnar og áhugaverðum ferðamannastöðum. Hins vegar erum við niðurbrotin yfir því sem á sér stað í Reykjavík um helgar."
Meira
Eftir Birnu Sigurðardóttur: "Ég sit við fartölvuna í lítilli hlýlegri stofu á Barnaspítala Hringsins. Litla fallega dóttir mín liggur í rúmi sínu og hrýtur hljóðlega; litla dauðvona dóttir mín."
Meira
Staksteinar leiðréttir Í Staksteinum Morgunblaðinu miðvikudaginn 19. september sl. er fjallað um tiltekið atvik varðandi vegabréfaeftirlit í Bandaríkjunum. Í fjórðu málsgrein kemur fram algeng en mjög hvimleið málvilla og hugsanavilla.
Meira
Sigurbjörn Þorkelsson skrifar hugvekju.: "Það er óhætt að halda út í daginn því sjálfur höfundur og fullkomnari lífsins hefur heitið því að vera með okkur og veita okkur styrk til góðra verka."
Meira
Erla Sigurgeirsdóttir fæddist 31. ágúst 1939. Hún lést 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Jóhannsson verkamaður í Reykjavík, f. 13.1. 1911, d. 9.9. 1943, Húnvetningur, og Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f....
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur B. Ólafsson fæddist 12. september 1924 á Valshamri í Geiradalshreppi í A-Barðastrandarsýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Elías Þórðarson, bóndi á Valshamri, f. 3.6.
MeiraKaupa minningabók
Hans Bäärnhielm fæddist í Gävle í Svíþjóð 14. október 1941. Hann lést 3. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Britta Bäärnhielm, f. 1918, d. 1996 og Ingemar Bäärnhielm, f. 1918, sem býr nú í hárri elli í Luleå.
MeiraKaupa minningabók
Hjörtur Líndal Guðnason fæddist á Akranesi 16. desember 1963. Hann lést í Reykjavík 11. september síðastliðinn. Hjörtur var yngstur átta barna, hjónanna Guðna Jóhannesar Ásgeirssonar, f. 1.3. 1930, d. 18.5. 2005 og Sigríðar Hjartardóttur, f. 26.10....
MeiraKaupa minningabók
Kristjana Árnadóttir fæddist í Saltvík í Reykjahreppi 21. september 1907. Hún andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 11. september 1987.
MeiraKaupa minningabók
Markús Kristjánsson fæddist í Reykjavík 13. júlí 1961. Foreldrar hann eru Kristján Þorkelsson frá Hellissandi og Sigríður Markúsdóttir frá Stykkishólmi. Systkini Markúsar eru Kristján Sigurður, f. 12.12. 963, Rafn Áskell, f. 3.1. 1970 og Alma Sif, f....
MeiraKaupa minningabók
Páll Sigurðsson fæddist á Eyrarbakka 17. október 1916. Hann andaðist 16. september síðastliðinn á líknardeild Landspítala á Landakoti. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Guðmundsson, bankamaður á Eyrarbakka og síðar á Selfossi, f. 26.11. 1878, d. 22.5.
MeiraKaupa minningabók
Sigfús Jónsson fæddist í Hólsgerði í Eyjafirði 28. febrúar 1923. Hann lést á Akureyri 9. september síðastliðinn. Sigfús ólst upp á Arnarstöðum í Eyjafirði og var bóndi þar fram til ársins 1982 er hann og fjölskylda hans fluttu til Akureyrar.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jónína Jónasdóttir fæddist í Vetrarbraut á Húsavík 6. júní 1919. Hún lést á heimili sínu í Hvammi heimili aldraðra á Húsavík miðvikudaginn 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Bjarnason, f. á Hraunhöfða í Öxnadal 4.
MeiraKaupa minningabók
Úlfur Chaka Karlsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1976. Hann lést á Landspítalanum 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, f. 1953, og Charles S.
MeiraKaupa minningabók
FISKNEYZLA í Þýzkalandi hefur aukizt stöðugt undanfarin ár. Nú er gert ráð fyrir að hún slái met á þessu ári og nái 16 kílóum á hvert mannsbarn að meðaltali. Neyzlan á síðasta ári var 15,5 kíló.
Meira
ASKAR Capital stefna að því að fjárfesta fyrir allt 500 milljónir evra, jafngildi um 44 milljarða íslenskra króna, í fasteignum í Rúmeníu á næstu misserum.
Meira
GOLDMAN Sachs, sem er stærsti fjárfestingarbanki heims, var rekinn með 2,85 milljarða dala (180 milljarða króna) hagnaði á þriðja ársfjórðungi á móti um 1,55 milljarða dala hagnaði á sama tímabili í fyrra.
Meira
NORSKA fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent bæði Kaupþingi banka og Existu bréf með ósk um viðbótarupplýsingar í tengslum við rannsókn þess á því hvort Exista og Kaupþing hafi unnið saman að því að byggja upp ráðandi eða nær ráðandi eignarhlut í...
Meira
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur samþykkt breytingu SPRON í hlutafélag, á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Hefur SPRON þar með uppfyllt öll lögformleg skilyrði breytingarinnar og telst hlutafélag frá og 1. apríl á þessu ári.
Meira
DANSKI epn-fréttavefurinn fullyrðir að 365 Media sé nú að skapa stærsta fyrirtæki sem framleiðir auglýsingamyndir í Evrópu. Meiningin sé að slá saman fyrirtækjunum European Film Group, Saga Film á Íslandi, 2AM á Bretlandi og Soft Pillow í Tékklandi.
Meira
MISTÖK, vanhæfni og skortur á innra og ytra eftirliti gerðu það að verkum að Nick Leeson gat um þriggja ára skeið stundað viðskipti í nafni Barings-bankans breska langt umfram það sem eðlilegt gat talist og gat falið tap af þeim viðskiptum í bókhaldi...
Meira
"Þetta er besti matur í heimi," hafa börnin á leikskólanum Öldukoti sagt um matinn hennar Renuku Perera frá Sri Lanka. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði karrífisk með kókosmjólk og grænmetishrísgrjón heima hjá Renuku og fjölskyldu.
Meira
Sannkölluð sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir lífrænum matvælum á sl. árum og ásóknin á bara eftir að aukast, heyrði Anna Sigríður Einarsdóttir hjá þeim Jennifer Vermeulen og Joop Bouwman.
Meira
Kristbjörg F. Steingrímsdóttir á Hrauni á Aðaldal yrkir um nýja auglýsingu Símans: Enn flytur Gnarr oss gaman sitt, guðstrúna slítur úr böndum, ennþá sýnir sjónvarpið mitt símann í Júdasar höndum.
Meira
Stefán frá Hvítadal, sem frægur varð ungur maður fyrir ljóðabók sína Söngvar förumannsins, verður heiðraður á 120 ára afmæli sínu með söng í Staðarhólskirkju í Dölum.
Meira
Íslenskt handverk Fjöldi handverksfólks er starfandi hér á landi og margir sem senda frá sér hina áhugaverðustu hluti þó ekki beri alltaf mikið á þessum gripum í listasöfnum.
Meira
HÉR sést fyrirsæta klædd hönnun Stellu McCartney fyrir Adidas-íþróttamerkið á tískuviku í London í vikunni. Þessi fatnaður er í vor/sumar-línu Adidas fyrir sumarið 2008.
Meira
1 Samkaup vilja fá lóð hjá Faxaflóahöfnum? Hver er framkvæmdastjóri fyrirtækisins? 2 Skaðræðissniglar hada fundist hér við land. Við hvaða land eru þeir kenndir? 3 Hver er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna í ár?
Meira
Guðmundur Ingi Markússon fæddist í Reykjavík 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1998, BA-gráðu í trúarbragðafræði frá Árósaháskóla 2002 og cand.mag.-gráðu frá sama skóla 2003.
Meira
Víkverji og sonur hans eru miklir aðdáendur sundstaðanna á höfuðborgarsvæðinu. Á frídögum þykir þeim gaman að kíkja í laugarnar og prófa heita potta, innilaugar og rennibrautir.
Meira
ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeistari í tennis, er kominn í undanúrslit í tvíliðaleik og í 16 manna úrslit í einliðaleik á atvinnumannamóti sem nú stendur yfir í Costa Mesa í Kaliforníu. Arnar sigraði Bandaríkjamanninn Marcus Fugate í 1.
Meira
Ragnar Óskarsson skoraði hvorki fleiri né færri en 13 mörk fyrir sitt nýja lið í frönsku 1. deildinni í handknattleik, Nimes , þegar það sótti Tremblay heim í fyrrakvöld.
Meira
Valdimar Fannar Þórsson var markahæstur í liði Malmö þegar liðið tapaði, 22:21, á heimavelli fyrir Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Valdimar Fannar gerði fimm mörk og Guðlaugur Arnarsson 2.
Meira
GRÉTAR Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar standa mjög vel að vígi í UEFA-bikarnum eftir sigur á Pacos de Ferreira, 1:0, í Portúgal í gærkvöld. Alkmaar á heimaleikinn eftir og getur þar tryggt sér sæti í riðlakeppninni sem tekur við eftir 1. umferð aðalkeppninnar.
Meira
"ÞAÐ liggur alveg ljóst fyrir, samkvæmt reglum, að landslið hefur ávallt forgang framyfir félagslið í svona tilfellum en þetta mál er í skoðun og verður leyst í bróðerni," sagði Gunnar Gylfason, yfirmaður landsliðsmála hjá Knattspyrnusambandi...
Meira
NORSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kínverjum í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Kína. Í hinum leiknum mætast Brasilía og Ástralía. Noregur vann Gana 7:2 í undanúrslitum í gær þar sem Ragnhild Gulbrandsen gerði þrennu.
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is "ÞETTA var algjört lykilatriði fyrir mig, ég setti ákveðnar forsendur fyrir því að ég héldi áfram með liðið og nú er ég mjög sáttur," sagði Ólafur H.
Meira
SÆNSKA blaðið Dagens Nyheter valdi íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson besta leikmanninn í 21. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fyrir frammistöðu sína í vörn IFK Gautaborg gegn meisturum Elfsborg.
Meira
SYSTURNAR Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadætur hafa gengið til liðs við körfuknattleikslið KR, en báðar léku þær með meistaraliði Hauka á síðustu leiktíð en eru upprunalega frá Borgarnesi þar sem þær léku með Skallagrími.
Meira
REYNSLAN kom Stjörnumönnum til góða þegar Íslandsmeistarar Vals sóttu þá heim í Mýrina í gærkvöldi því eftir brokkgengan fyrri hálfleik sneru Garðbæingar við blaðinu og nýttu reynslu sína til að snúa leiknum sér í vil og vinna 27:22.
Meira
Lotus bílaframleiðandinn fagnar því þessa dagana að 40 ár eru síðan framleiðsla hófst fyrst í bænum Hethel í Bretlandi, hinn 23. september 1967, sama ár og Svíþjóð skipti yfir í hægri umferð.
Meira
Nýr Skodia Fabia verður kynntur landsmönnum um helgina í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg. Bíllinn var upphaflega afhjúpaður á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og nú er hann kominn til landsins í fjórum útfærslum.
Meira
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Bílasýningin í Frankfurt er nýhafin og þar hefur hver bíllinn verið frumsýndur á fætur öðrum og eitt og annað áhugavert komið fram.
Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur gert ráðstafanir sem ætlað er að neyða bílaframleiðendur til að láta af hendi tæknilegar upplýsingar um einstakar bíltegundir svo sjálfstæð og óháð bílaverkstæði geti gert við þá.
Meira
Frankfurt er mikilvægur vettvangur fyrir VW þessa dagana þar sem VW samsteypan kynnir fjölda nýrra bíla frá undirmerkjum sínum en einnig fjölda nýrra VW bíla.
Meira
Nýr áfangi náðist í réttindabaráttu kvenna í vikunni er hrundið var úr vör verkefni í Senegel í vestanverðri Afríku þar sem konur eru hvattar til að gerast leigubílstjórar. Tíu konur hófu akstur sl.
Meira
Fyrir skemmstu var sagt frá nýjum Audi RS6 í bílablaði Morgunblaðsins en bíllinn þykir með þeim öflugri sem bjóðast í dag en eins og sönnum þýskum framleiðendum hættir til þá tók ekki langan tíma að slá Audi út af laginu.
Meira
Tugþúsundir gesta hafa sótt Alþjóðlegu bílasýninguna í Frankfurt sem lýkur nú um helgina. Margir bílar frá öllum helstu bílaframleiðendum heims voru frumsýndir og hafa gestir jafnframt fengið innsýn í það sem koma skal í bílum framtíðarinnar.
Meira
Um helgina lýkur alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt en eins og frá var sagt í blaðinu í síðustu viku þá hefur þemað í ár verið einstaklega grænt.
Meira
Algengt er að bílaframleiðendur innkalli bíla til að láta lagfæra í þeim hugsanlega galla. Getur fjöldinn hlaupið á tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda bíla. Japanski bílaframleiðandinn Nissan greip til innköllunar á dögunum en nokkurs annars eðlis þó.
Meira
MAN-umboðið Kraftur kynnir um næstu helgi nýjar TGX- og TGS-vörubílagerðir frá hinum þýska atvinnubílaframleiðanda. Opið hús verður í Vagnhöfða laugardaginn 30. september milli klukkan 12 og 16.
Meira
Einn vinsælasti jeppi þjóðarinnar er nú á leið á markað í sinni áttundu útgáfu en það er stóri Land Cruiser 200 bíllinn. Toyota hefur stækkað bílinn þannig að nú komast í hann átta manns.
Meira
Á bílasýningunni í Frankfurt heimsfrumsýnir Volkswagen nýjan Caddy Max-atvinnubíl en hann er sagður brúa bilið milli Caddy og Transporter. Bíllinn rúmar sjö manns auk farangurs og er 4,88 metrar að lengd – 47 cm lengri en fyrri gerðin.
Meira
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com. Spurt: Undanfarið hef ég verið að kynna mér nýja bíla.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.