Greinar mánudaginn 24. september 2007

Fréttir

24. september 2007 | Innlendar fréttir | 487 orð

60.000 fyrir vistun hjá dagforeldri

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MIKIL eftirspurn hefur verið eftir plássi hjá dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði, enda hafa mörg börn ekki komist á leikskóla sökum manneklu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Allir unnu sínar skákir í gær

ALLIR íslensku skákmennirnir unnu sínar skákir í gær í síðustu umferð Evrópumóts ungmenna, sem fram fór í Zagreb í Króatíu. Öll hækka þau í stigum fyrir frammistöðu sína. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 205 orð

Annasöm helgi á Suðurnesjum

TVEIR gistu fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Annar þeirra var grunaður um líkamsárás og er það mál í rannsókn. Hinn var látinn dúsa í fangaklefa í fyrrinótt vegna ölvunar og óláta á skemmtistað. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Aukinn kraftur settur í kosningabaráttu Íslands

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Gert er ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti a.m.k. 25 erlenda starfsbræður sína í fimm daga heimsókn sinni til New York í vikunni. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 17 orð | 1 mynd

Á iði í dalnum

Á hjóli Drengurinn lét haustkuldann ekki á sig fá heldur hjólaði léttklæddur um Laugardalinn með skautana... Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Baltasar eftirsóttur

BALTASAR Kormákur er með þrjú tilboð á borðinu um að leikstýra erlendum stórmyndum. Meðal annars hefur Bob Yari, framleiðandi óskarsverðlaunamyndarinnar Crash , átt fund með Baltasar og boðið honum að leikstýra mynd fyrir sig. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 273 orð | 2 myndir

Barnungur hugsjónamaður

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NÝ rennibraut var vígð í sundlauginni á Bolungarvík á laugardaginn og mega Bolvíkingar þakka ákveðnum, ungum pilti það tímabæra verk. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 786 orð | 1 mynd

Betri málstaður er ekki til

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Borgarnes | Kvöld eitt í liðinni viku sveif grískur andi yfir Landnámssetrinu en þar hafði Ingibjörg Ingadóttir menntaskólakennari eldað saltfiskrétti á gríska vísu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Bíll fauk útaf í hvassviðri á Kjalarnesi

ÓVEÐUR var á Kjalarnesi í gær og varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fólk við að vera þar á ferð. Smájeppi fauk þar útaf veginum í gærkvöldi og var einn úr bílnum fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Meira
24. september 2007 | Erlendar fréttir | 140 orð

Brown vill ekki útiloka að boðað verði til þingkosninga

NÝ skoðanakönnun bendir til þess að breski Verkamannaflokkurinn hafi náð verulegu forskoti á Íhaldsflokkinn. Gordon Brown heldur í dag fyrstu ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins sem forsætisráðherra. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Bruni í Bolungarvík

TALSVERÐAR skemmdir urðu af völdum elds, reyks og vatns í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík í gærmorgun. Þar kom upp eldur á milli klæðninga á ellefta tímanum. Þá var nýlega hafin æfing í íþróttasalnum í húsinu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Dauðagildrur fundust í miðborginni

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÞAÐ sem gerist þegar flóttaleiðum er læst er að þá skapast hætta á stórslysi. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 164 orð

Eftirlit sé á einni hendi

Í TILEFNI af hinu svokallaða Pólstjörnumáli skrifar Björn Bjarnason á heimasíðu sinni að það sé athugunarefni hvort nýta megi búnað Ratsjárstofnunar til að fylgjast með skipaferðum umhverfis landið. Meira
24. september 2007 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Ferðaðist á hestbaki frá Mongólíu til Ungverjalands

TIM Cope, 28 ára ævintýramaður frá Ástralíu, lauk þriggja ára ferð á hestbaki frá Mongólíu til Ungverjalands um helgina. Cope fetaði í fótspor mongólska höfðingjans Djengis Kahns og ferðaðist alls um 10.000 kílómetra. Meira
24. september 2007 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Fjölmennustu mótmæli í Búrma í tæp 20 ár

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UM 20.000 búddamunkar, nunnur og stuðningsmenn þeirra gengu í gær um götur Rangoon í fjölmennustu mótmælum sem efnt hefur verið til gegn herforingjastjórninni í Búrma í tæpa tvo áratugi. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð

Flúði úr bílnum

NEYÐARLÍNU barst á tíunda tímanum í gærkvöldi tilkynning frá ökumanni á ferð í Kristsnesi í Eyjafirði. Hafði maðurinn verið við akstur þegar reykur gaus upp í bílnum. Stöðvaði hann bifreiðina og flúði úr honum þegar eldur kom upp í vélarýminu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

Funda hér um Hatton Rockall-málið í vikunni

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is FULLTRÚAR fjögurra ríkja, sem gera tilkall til landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu á Norður-Atlantshafi, munu funda hér á landi í vikunni. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Gengur vel að selja eignir

MEGINREGLAN er sú að ágætlega gangi að selja fasteignir sem Byggðastofnun auglýsir til sölu, að sögn Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra stofnunarinnar. Hann sagði framboðið minna nú en oft áður. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð

Góð aðsókn að Gljúfrastofu

AÐSÓKN hefur verið góð að Gljúfrastofu í Ásbyrgi í sumar. Í Gljúfrastofu, sem er gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins, hafa komið um 19.500 gestir, að því er segir í tilkynningu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð

Grunaðir um kókaínsmygl

TVEIR karlar, annar á fertugsaldri og hinn um fertugt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 26. september. Þeir eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Grænlensk börn í heimsókn

HÓPUR grænlenskra barna, sem stödd eru í heimsókn hér á landi þessa dagana, skemmti sér vel í Húsdýragarðinum um helgina. Þar prófuðu þau meðal annars hringekjuna. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Gæddu sér á íslensku hunangi

UPPSKERUHÁTÍÐ býflugnabænda var haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Bændur af sunnanverðu landinu kynntu þá býflugnarækt og komu með sýnishorn af uppskeru sumarsins. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hafa lært að spara

ÝMSIR hafa lært listina að spara, líkt og kemur fram í Fjármálum fjölskyldunnar í dag. Þar er rætt við þrjár fjölskyldur sem hafa tamið sér hófsemi í fjárútlátum og að lifa ekki um efni fram. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Hjólað á skjánum

HJÓLREIÐAR voru í brennidepli Samgönguviku síðastliðinn laugardag. Þá var efnt til hóphjólreiða víða á höfuðborgarsvæðinu til Ráðhúss Reykjavíkur. Þá var efnt til Tjarnarsprettsins, sem er hápunktur íslenskra keppnishjólreiða. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 580 orð | 5 myndir

Hörkubarátta um titlana

Fimmta og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri fór fram á Hellu á laugardaginn, en þessi keppni var jafnframt fimmta umferð Heimsbikarmótsins. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 382 orð

Impregilo vill endurgreiðslu

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is "ÞETTA mál, og reynslan af þessum stórframkvæmdum við Kárahnjúka, hefur staðfest það að undirbúningurinn af hálfu íslenskra stjórnvalda var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Íslensk tónlist í Kína

HEIMSÓKN Hamrahlíðarkórsins til Beijing er nú lokið en hún var fyrsti hluti hálfsmánaðarferðar kórsins til Kína. Meira
24. september 2007 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Merkel styður kröfu Dalai Lama um sjálfstjórn Tíbets

ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, á sögulegum fundi sem haldinn var í Berlín í gær þrátt fyrir andstöðu kínverskra stjórnvalda. Meira
24. september 2007 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Miðjumaður tekur við af Abe

Tókýó. AFP. | Yasuo Fukuda, 71 árs miðjumaður, sigraði í leiðtogakjöri Frjálslynda demókrataflokksins í Japan í gær. Fukuda fær það hlutverk að gegna embætti forsætisráðherra í stað Shinzo Abe sem sagði af sér fyrr í mánuðinum. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 89 orð | 2 myndir

Minntust látins félaga

PILTURINN sem lenti í slysi í Sundlaug Kópavogs 26. apríl síðastliðinn lést á laugardaginn var af völdum slyssins. Hann hét Þórður Ingi Guðmundsson, fæddur 29. apríl 1991, og var 16 ára gamall. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 261 orð

Misjafnt gengi risanna

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NETMIÐILLINN Intrafish bar í síðustu viku saman gengi stóru íslenzku sjávarútvegsfyrirtækjanna Alfesca og Icelandic Group. Gengi þeirra hefur verið ólíkt á árinu. Hlutabréf í Alfesca hafa hækkað en lækkað í Icelandic. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mörg atriði rannsökuð

VATNSRENNSLI í Soginu er meðal margra þátta sem rannsakaðir eru hjá lögreglunni á Selfossi vegna slyssins sem varð í ánni síðastliðinn miðvikudag. Þá féll stangveiðimaður í Sogið og drukknaði. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 216 orð

Nauðgun kærð í Vestmannaeyjum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MANNI á fertugsaldri, sem kærður hefur verið fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun, var sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð

Óvænt lending

FLUGVÉL frá hollenska flugfélaginu KLM sem var á leið frá Amsterdam til Toronto í Kanada lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar í ljós kom að tveir íranskir farþegar höfðu ekki skilað sér í vélina þrátt fyrir að ferðatöskur þeirra væru um... Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 160 orð

Pólska skútan fannst

ÁHÖFN pólsku skútunnar Syrenka lét vita af sér fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Ekkert hafði þá heyrst til skútunnar og höfðu landhelgisgæslur á Íslandi, í Færeyjum og á Hjaltlandi þá reynt að kalla hana upp. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

"Fjörugt og skemmtilegt"

RAGNAR Bjarnason söngvari mun stíga aftur á sviðið í Súlnasal Hótels Sögu um næstu helgar. Segja má að Ragnar sé þar á heimaslóð því hann skemmti í Súlnasalnum samfleytt í 18 vetur eftir að salurinn var opnaður. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

"Geymt en ekki gleymt" á Kársnesi

ÍBÚAR á Kársnesi tóku niður mótmælaborða sína á laugardaginn í samstilltu átaki sem nefndist Geymt en ekki gleymt. Það gerðu þeir m.a. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

"Við eigum eftir að taka þetta"

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is INNAN skamms munu 32 Íslendingar halda í mikið ferðalag til Kína í því skyni að taka þátt í Special Olympics sem haldnir verða þar í landi. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Rannsókn Pólstjörnumálsins gengur vel

SAMKVÆMT upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókninni á fíkniefnamálinu sem upp kom á Fáskrúðsfirði fyrir helgi vel. Yfirheyrslur yfir sakborningum halda áfram og gefur lögregla lítið upp um mögulegt framhald málsins. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 258 orð

Reynir að læra af reynslu annarra

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AUKINN kraftur verður í vikunni settur í kosningabaráttu Íslands vegna setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009-2010. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Sigríður nýr sjónvarpsstjóri Skjásins

SIGRÍÐUR Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur við starfi sjónvarpsstjóra Skjásins í kjölfar þess að Björn Þórir Sigurðsson lét af störfum, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Sri Chinmoy fái friðarverðlaun Nóbels

ÍSLENSKIR þingmenn hafa undirritað bréf til norsku Nóbelsnefndarinnar þar sem þeir tilnefna Sri Chinmoy Kumar Ghose til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Starfsemi hefst brátt í hæstu byggingu landsins

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BYGGING háhýsis við Smáratorg 3 í Kópavogi hefur farið framhjá fæstum sem leið eiga um bæinn enda um að ræða tuttugu hæða glerhýsi sem trónir hátt yfir nærliggjandi húsum. Gunnar I. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Tekið á í Kópaþreki

ÞAU drógu hvergi af sér krakkarnir sem tóku þátt í Kópaþreki skíðadeildar Breiðabliks um helgina. Um er að ræða mót í þrekæfingum sem þá fór fram fjórða árið í röð. Um 100 krakkar á aldrinum 13-16 ára tóku þátt og koma þau víða að, m.a. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Titillinn blasir við Val eftir 20 ára bið

VALSMENN eiga gullna möguleika á að verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu eftir 20 ára bið. Þeir unnu titilinn í 19. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Tónleikar í Landakirkju

TRÍÓ Björns Thoroddsens og Andrea Gylfadóttir verða með tónleika í safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. september kl. 20.30. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð

Valt á Þúsundvatnaleið

LÍTILL fólksflutningabíll af gerðinni Ford Econoline valt á svonefndri Þúsundvatnaleið á Hellisheiði í gær. Um tíu ferðamenn voru í bílnum og sakaði engan við óhappið, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Veiðimenn verða að skilja hættuna

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is STJÓRN Stangaveiðafélags Reykjavíkur hyggst á næstunni taka upp viðræður við Landsbjörgu um hvernig auka megi öryggi veiðimanna á veiðisvæðum félagsins. Meira
24. september 2007 | Innlendar fréttir | 245 orð

Vímuefnaneysla foreldra rædd

ÞERAPEIA ehf. í samvinnu við Landlæknisembættið stendur fyrir námsdögum 27. og 28. september. Að því er segir í tilkynningu er þema námsdaganna vímuefnaneysla foreldra og afleiðingar fyrir börn. Meira

Ritstjórnargreinar

24. september 2007 | Staksteinar | 242 orð | 1 mynd

Aðför Vesturlanda að frelsinu

Breska vikuritið The Economist birtir um þessa helgi fyrsta hluta greinaraðar, sem ætlað er að sýna fram á það hvernig grafið hefur verið undan frelsi á Vesturlöndum. Meira
24. september 2007 | Leiðarar | 450 orð

Framúrakstur bannaður

Framúrakstur vegna endurnýjunar Grímseyjarferjunnar hefur verið gagnrýndur harkalega á undanförnum vikum og jafnframt talað um að draga þurfi lærdóm af því hvað fór úrskeiðis í því máli. Meira
24. september 2007 | Leiðarar | 452 orð

Saga herdrengs

Leið mín hafði legið um brunnin þorp þar sem stirðnaðir líkamar karlmanna, kvenna og barna á öllum aldri lágu á víð og dreif eins og laufblöð eftir storm. Meira

Menning

24. september 2007 | Myndlist | 97 orð | 1 mynd

Akrar boðið upp

EITT síðasta landslagsmálverk Hollendingsins Vincents van Goghs, "Akrar," verður boðið upp hjá Sotheby's í New York í nóvember á þessu ári, og er þess vænst að fyrir það fáist sem svarar rúmum tveim milljörðum króna, að því er breska blaðið... Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 710 orð | 2 myndir

Boðið að vinna með stórstjörnum

Eftir Ingveldi Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í KJÖLFAR velgengni Mýrarinnar í Ameríku hefur Baltasar Kormáki leikstjóra hennar verið boðinn mikill fjöldi leikstjórnarverkefna í álfunni. Meira
24. september 2007 | Fólk í fréttum | 41 orð | 1 mynd

Brákaði rifbein

LEIKARINN og eðaltöffarinn George Clooney brákaði rifbein í bifhjólaslysi í New Jersey á laugardaginn, að sögn talsmanns leikarans. Með leikaranum var unnusta hans, Sarah Larson, og fótbrotnaði hún í slysinu. Meira
24. september 2007 | Tónlist | 290 orð | 1 mynd

Dægurmolar

ÞAÐ ER alltaf gaman að fá í hendurnar diska sem gefa innsýn inn í heim sem maður þekkir lítið sem ekkert og með þessum diski er svo sannarlega verið að gera eitthvað slíkt. Meira
24. september 2007 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Flutt í sveitina

HJÓNAKORNIN Nicole Kidman og Keith Urban hafa yfirgefið stjörnulífstílinn fyrir líf á sveitabæ. Eftir að Urban setti hús sitt í Nashville á sölu keyptu þau landskika í Music City í Nashville og ætla sér að verða eitt með náttúrunni. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 237 orð | 1 mynd

Framhaldslíf sjónvarpsþátta á mynddiskum

Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Aðdáendur Falcon Crest -þáttanna, muna örugglega æðið sem greip um sig þegar hægt var að nálgast þá á gamla góða myndbandinu. Meira
24. september 2007 | Fólk í fréttum | 362 orð | 15 myndir

...Frændi bin Ladens undir stýri...

Mikið getur leigubílalyktin verið yfirþyrmandi ... sko, fluga er orðin hundleið á stækri svitalykt í rándýrum leigubílum borgarinnar og finnst lágmarkskrafa að mögulegt sé að anda í gegnum nefið á slíkum ferðalögum um borgina. Meira
24. september 2007 | Bókmenntir | 71 orð | 1 mynd

Fyrrverandi herdrengur í Iðnó í dag

Í DAG stendur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir opnum hádegisfundi í Iðnó með Ishmael Beah, fyrrum herdreng frá Síerra Leóne. Meira
24. september 2007 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Fæddi dóttur

LEIKKONAN Salma Hayek og unnusti hennar, franski kaupsýslumaðurinn Francois-Henri Pinault, hafa eignast dóttur, samkvæmt vefnum TMZ.com. Heilsast móður og dóttur vel en parið hefur gefið stúlkunni nafnið Valentina Paloma Pinault. Meira
24. september 2007 | Bókmenntir | 425 orð | 2 myndir

Hvað heitir gatið framan á gítar?

Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is SEXÞÚSUND myndir, texti á fimm tungumálum og bók sem áreiðanlega er að minnsta kosti þrjú kíló að þyngd: Á borðinu hjá blaðamanni liggur Stóra myndorðabókin sem nýkomin er út hjá Máli og menningu. Meira
24. september 2007 | Fjölmiðlar | 244 orð | 1 mynd

Hvað ræður stillingunni í bílnum?

Af hverju hefur maður alltaf stillt á sömu útvarpsstöðina í bílnum? Af hverju þá stöð? Þetta er verðugt rannsóknarefni fyrir "djúpsálfræðinga". Meira
24. september 2007 | Leiklist | 562 orð | 1 mynd

Matur

Eftir Bjarna Jónsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóðmynd: Frank Þórir Hall. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 68 orð | 1 mynd

Minnast Baldvins Halldórssonar

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir myndina Kristnihald undir jökli eftir Guðnýju Halldórsdóttur á morgun og laugardaginn 29. september. Kvikmyndasafnið vill með sýningu Kristnihaldsins minnast leikarans og leikstjórans Baldvins Halldórssonar sem lést 14. Meira
24. september 2007 | Hönnun | 79 orð | 1 mynd

Olof Kolte fjallar um eigin hönnun

SÆNSKI hönnuðurinn Olof Kolte heldur í dag fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, stofu 113. Kolte mun fjalla þar um eigin verk en hann hefur unnið fjölda verkefna í vöruhönnun fyrir ýmis fyrirtæki, þar á meðal IKEA, Pergo og David Design. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 151 orð

Óholl uppeldisáhrif

Bandaríkin 2006. Myndform 2007. 85 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Kevin Bacon. Aðalleikarar: Kyra Sedgwick, Matt Dillon. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 105 orð

Samsæri í Seattle

Bandaríkin 1974. Sam myndir 2007. Öllum leyfð. Sölumyndband. Ísl. Texti. 102 mín. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Aðalleikarar: Warren Beatty, Paula Prentiss, Hume Cronyn. Meira
24. september 2007 | Bókmenntir | 153 orð | 1 mynd

Sérblað um þjóðskáldið á dönsku

HALLDÓR Blöndal, formaður nefndar um 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, og Benedikt Jóhannesson, útgefandi Iceland Review, afhentu Lasse Reimann, sendiherra Dana á Íslandi, fyrsta eintak af blaði með þýðingum á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar á dönsku... Meira
24. september 2007 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Skeggið veldur vandræðum

LEIKARINN Benicio Del Toro verður sífellt fyrir því að vera ásakaður um að vera hryðjuverkamaður eftir að hann lét sér vaxa skegg fyrir hlutverk sitt sem Che Guevara. Meira
24. september 2007 | Bókmenntir | 196 orð | 1 mynd

Stefán Máni hlaut Blóðdropann

RITHÖFUNDURINN Stefán Máni hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2007, Blóðdropann, sem voru afhent í fyrsta sinn í bókabúðinni Iðu í gær. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 364 orð | 1 mynd

Syndir mæðranna

Ísland 2006. RUV 2007. 90 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Aðalleikarar: Hilmir Snær Guðnason, Þórunn Lárusdótttir, Jón Sæmundur Auðarson. Meira
24. september 2007 | Kvikmyndir | 151 orð | 1 mynd

Vandræðaunglingarnir og Anna Frank

Bandaríkin/Þýskaland 2007. Sam myndir 2007. 118 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Richard LaGravenese. Aðalleikarar: Hilary Swank, Scott Glenn, Imelda Staunton. Meira
24. september 2007 | Bókmenntir | 198 orð | 1 mynd

Vinnur að friði

BRASILÍSKI rithöfundurinn Paulo Coelho var útnefndur sendiboði friðar af Sameinuðu þjóðunum á alþjóðlegum degi friðar, 21. september sl. Einnig fékk prinsessan af Jórdaníu, Haya Bint Al Hussein, sömu útnefningu. Meira

Umræðan

24. september 2007 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Dönsk skyldulesning um framkvæmdir

Ómar Ragnarsson skrifar um niðurstöður Bents Flyvbjerg um flóknar framkvæmdir: "Bækur og rit Bent Flyvbjergs hefðu átt að vera skyldulesning þeirra sem fara með opinbera fjármuni sem og þeirra sem fá þeim völd og fé í hendur." Meira
24. september 2007 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Forysta og loftslagsbreytingar

Eftir Ban Ki-moon: "Þetta er ögurstund fyrir okkur öll. Við berum sögulega ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Barnabörn okkar munu dæma okkur." Meira
24. september 2007 | Blogg | 90 orð | 1 mynd

Katrín Anna Guðmundsd. | 22. sept. Almennir mannasiðir Ekki virðist...

Katrín Anna Guðmundsd. | 22. sept. Almennir mannasiðir Ekki virðist vanþörf á að sumir fullorðnir tileinki sér almenna mannasiði í samskiptum á netinu. Set því inn netorðin 5 frá SAFT: 1. Allt sem þú gerir endurspeglar hver þú ert. 2. Meira
24. september 2007 | Blogg | 207 orð | 1 mynd

Kristinn Pétursson | 23. september 2007 Aukið samstarf í...

Kristinn Pétursson | 23. september 2007 Aukið samstarf í auðlindanýtingu? Aukið samstarf Íslendinga við Dani, Færeyinga og Grænlendinga í auðlindanýtingu o.fl. – er eitt af þeim málefnum sem við ættum að íhuga gaumgæfilega. Meira
24. september 2007 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Menningarhlutverk ríkissjónvarpsins

Salvör Nordal ítrekar óánægju sína með ríkissjónvarpið: "Hvað ætli sé langt síðan ríkissjónvarpið hefur tekið upp dansverk í fullri lengd með Íslenska dansflokknum – eða dansverk eftir íslenskan danshöfund?" Meira
24. september 2007 | Aðsent efni | 274 orð | 1 mynd

Misskilningur í Laugardalnum

Stefán Benediktsson skrifar um úthlutun lóðar við Holtaveg: "Lóðin Holtavegur 29 er ekki "grænt svæði"" Meira
24. september 2007 | Blogg | 68 orð | 1 mynd

Pjetur Hafstein Lárusson | 22. sept. Tvítyngd stjórnsýsla Aurinn er...

Pjetur Hafstein Lárusson | 22. sept. Tvítyngd stjórnsýsla Aurinn er þeirra guð og hagkvæmnin þeirra biblía... Meira
24. september 2007 | Blogg | 59 orð | 1 mynd

Sigurlín Margrét Sigurðard. | 23. sept. Tvöfalt gjald Vissuð þið að ef...

Sigurlín Margrét Sigurðard. | 23. sept. Tvöfalt gjald Vissuð þið að ef þið sendið sms skilaboð með íslenskum stöfum úr farsíma sem hefur enska/erlenda valmynd, þá borgið þið tvöfalt fyrir sms-skeytið? Meira
24. september 2007 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 23. sept. Fimm vikna bið lokið Það er ekki...

Stefán Friðrik Stefánsson | 23. sept. Fimm vikna bið lokið Það er ekki hægt að segja að Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hafi verið einlægur og iðrandi í afsökunarbeiðni sinni til Einars Hermannssonar, skipaverkfræðings. Meira
24. september 2007 | Velvakandi | 467 orð | 1 mynd

velvakandi

Íslandspóstur ÞJÓNUSTAN hjá Íslandspósti er alveg hreint með ólíkindum. Ég er búin að eiga sendingu hjá þeim síðan 13. september og í dag, 20. september, er pakkinn ekki ennþá kominn til mín. Meira

Minningargreinar

24. september 2007 | Minningargreinar | 552 orð | 1 mynd

Auðunn H. Jónsson

Auðunn Hafnfjörð Jónsson fæddist á Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 24. desember 1936. Hann varð bráðkvaddur 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Olga Soffía Thorarensen, f. á Gjögri 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 3035 orð | 1 mynd

Ágústa Ólafsdóttir

Ágústa Guðbjörg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1930. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Einarsdóttir frá Ívarsseli í Reykjavík, f. 16.1. 1906, d. 18.4. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 1879 orð | 1 mynd

Gíslína Torfadóttir

Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi 8. júní 1937. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. september síðastliðinn. Foreldrar Gíslínu voru Torfi Sigurjónsson frá Kringlu í Grímsnesi, f. 14.3. 1906, d. 13.2. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

Haukur Þorsteinsson

Haukur Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1921. Hann lést á líknardeild Landspítala 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundína Margrét Sigurðardóttir, f. 18.6. 1900, d. 17.7. 1963, og Þorsteinn Jónsson, f. 29.1. 1882, d. 5.9. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 820 orð | 1 mynd

Kristveig Sveinsdóttir

Kristveig Sveinsdóttir fæddist á Dvergasteini við Seyðisfjörð 12. apríl 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru séra Sveinn Víkingur Grímsson, f. í Garði í Kelduhverfi 17.1. 1886, d. 5.6. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 3105 orð | 1 mynd

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir fæddist í Keflavík 17. september 1922. Hún andaðist á Landspítala í Fossvogi 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 22.6. 1903, d. 20.3. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 3182 orð | 1 mynd

Sigurður Guðmarsson

Sigurður Guðmarsson fæddist 22. júní 1945. Hann lést af slysförum 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Guðmar Stefánsson, f. 1905, d. 1997 og Þórunn Sigurðardóttir, f. 1915. Systir Sigurðar er Árdís, f. 1948, gift Einari Jónassyni, f. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2007 | Minningargreinar | 2475 orð | 1 mynd

Svava M. Þórðardóttir

Svava Magnea Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 13. september síðastliðinn. Hún var dóttir Þórðar Björnssonar frá Neskaupstað og Höllu Einarsdóttur sem síðar giftist Þorleifi V. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. september 2007 | Sjávarútvegur | 275 orð

Ástralir hagræða í sjávarútveginum

RÁÐHERRA sjávarútvegsmála í Ástralíu, Eric Abetz, hefur kynnt nýja fiskveiðistefnu landsins. Hún byggist á nýrri aðferð við að ákvarða hámarksafla og miðar að sjálfbærri nýtingu til langs tíma. Meira
24. september 2007 | Sjávarútvegur | 606 orð | 3 myndir

Góð aðstaða til námskeiðahalds á Hólum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is "ÉG ER mjög ánægður með aðstöðuna við Háskólann á Hólum og í Verinu á Sauðárkróki. Meira
24. september 2007 | Sjávarútvegur | 609 orð | 1 mynd

Stofnum skipafriðunarsjóð

Á liðnum árum hafa byggðasöfnin mörg tekið við fjölda fiskibáta, sem smíðaðir voru á fyrri hluta liðinnar aldar, þó að margir þeirra hafi lent í áramótabrennum. Það urðu t.d. Meira

Viðskipti

24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 253 orð | 1 mynd

380 milljarða króna lán til Northern Rock bankans

FRÁ því að Englandsbanki lýsti því yfir fyrir rúmri viku að hann væri reiðubúinn að aðstoða breska Northern Rock íbúðalánabankann vegna lausafjárvandræða þá hefur hann lánað um þrjá milljarða punda, jafnvirði nærri 380 milljarða króna. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Aðaleigendur N1 kaupa 49% hlut í dönsku olíufélagi

ÍSLENSKA fyrirtækið BNT, sem á m.a. N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply a/s. Seljandi hlutarins er stofnandi og aðaleigandi félagsins frá upphafi, Morten Jacobsen. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 66 orð

DM og Parlogis fá að sameinast

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna samruna DM og Parlogis , hann muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Segir í úrskurði að um sé að ræða tvö fyrirtæki sem hafi til þessa einbeitt sér á ólíkum mörkuðum. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Óbreytt stjórn Alfesca

AÐALFUNDUR fiskafurðafyrirtækisins Alfesca fer fram í dag. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Slippfélagið skiptir um eigendur

HLUTHAFAR í Slippfélaginu í Reykjavík hafa selt félagið til bræðranna Péturs Más og Ástgeirs Finnssona . Slippfélagið, sem framleiðir málningu til húsbygginga og skipa, er næstelsta hlutafélag landsins, stofnað í marsmánuði árið 1902 . Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 183 orð | 1 mynd

Spá 15% hækkun á sænskum bréfum

GREINING Glitnis í Svíþjóð spáir því að sænska hlutabréfavísitala OMX í Stokkhólmi muni hækka um 15% á næstu tólf mánuðum, en þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ástand og horfur á sænska markaðnum og sagt er frá í Morgunkorni. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Stofnandi Goldsmiths rekinn frá félaginu

BAUGUR hefur samkvæmt frétt breska blaðsins The Observer í gær rekið Jurek Piasecki , forstjóra og stofnanda skartgripakeðjunnar Goldsmiths . Talsmenn fyrirtækisins segja hann hins vegar vera í fríi. Meira
24. september 2007 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Verðstöðvun í Kína

STJÓRNVÖLD í Kína hafa ákveðið að verðlag á opinberri þjónustu muni ekkert hækka það sem eftir er ári. Er þar um að ræða enn eina tilraunina til þess að koma böndum á verðbólguna sem sífellt eykst í landinu. Meira

Daglegt líf

24. september 2007 | Daglegt líf | 846 orð | 3 myndir

Alþjóðamál ber í sér friðarhugsjón

Esperantó er hlutlaust mál þar sem allir standa jafnt að vígi því engin ein þjóð hefur það að móðurmáli. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti esperantista sem er nýkominn frá Hala í Suðursveit þar sem haldið var þing íslenskra esperantista. Meira
24. september 2007 | Daglegt líf | 197 orð | 1 mynd

Hulunni svipt af pitsunni

MATUR eins og pitsa hefur fengið orð á sig fyrir að vera óhollur en að ósekju þegar vel er að gáð. Meira
24. september 2007 | Daglegt líf | 446 orð | 1 mynd

Tíminn er mjög dýrmætt hráefni

Yfirdrættir heimilanna í landinu eru í mörgum tilfellum himinháir ef mark er takandi á fjármálafréttum, enda virðast ansi margir þurfa að eignast allt strax. Pétur Blöndal hitti þrjár fjölskyldur að máli sem kunna listina að spara. Meira
24. september 2007 | Daglegt líf | 880 orð | 3 myndir

Vitsugur og veðurblíða á Holtamannaafrétti

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hífandi rok og ofsarigning svo fárviðri má kalla. Regnið skóf á öldum. Smalar urðu hraktir og kaldir og smalaðist illa. Snjóél síðdegis. Svartabylur um kvöldið. Meira

Fastir þættir

24. september 2007 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Í dag, mánudaginn 24. september, er sjötugur Þorsteinn...

70 ára afmæli. Í dag, mánudaginn 24. september, er sjötugur Þorsteinn Jónsson frá Grund, Akranesi . Af því tilefni er ættingjum og vinum boðið til samfagnaðar í safnaskála Byggðasafnsins á Görðum, Akranesi, laugardaginn 29. september nk. milli kl. Meira
24. september 2007 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hinn ungi Terence Reese. Norður &spade;D963 &heart;KG5 ⋄9742 &klubs;G3 Vestur Austur &spade;G103 &spade;5 &heart;D872 &heart;1043 ⋄ÁKG ⋄108653 &klubs;854 &klubs;D962 Suður &spade;ÁK872 &heart;Á96 ⋄D &klubs;ÁK107 Suður spilar... Meira
24. september 2007 | Í dag | 336 orð | 1 mynd

Erum við þá Rómverjar?

Magnús Árni Magnússon fæddist í Reykjavík 1968. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Íslands 1989-1991 og lauk B.A. prófi í heimspeki frá HÍ 1997. Árið 1998 lauk hann M.A. námi í hagfræði frá San Francisco-háskóla, og M. Meira
24. september 2007 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
24. september 2007 | Fastir þættir | 115 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. O-O d6 5. c3 Rg6 6. d4 Bd7 7. d5 Rb8 8. Db3 b6 9. a4 Be7 10. a5 O-O 11. Be3 Bxb5 12. Dxb5 Rd7 13. axb6 cxb6 14. Rbd2 Dc7 15. Ha3 Hfc8 16. Hfa1 Rgf8 17. Ha6 Db7 18. Da4 Hc7 19. Da2 Rc5 20. Bxc5 bxc5 21. Meira
24. september 2007 | Í dag | 129 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 32 íslenskir keppendur eru á leið á Special Olympics. Hvar eru leikarnir haldnir? 2 Mikilli bílasýningu lauk um helgina. Hvar var hún haldin? 3 Hverjir stjórna hinum nýja spurningaþætti Sjónvarpsins, Útsvari? Meira
24. september 2007 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Svört og hvít á rúgbíleik

ÞEIR eru heldur ófrýnilegir þessir stuðningsmenn liðs Nýja-Sjálands á heimsbikarmótinu í rúgbí. Lið Nýja Sjálands var að keppa við lið Skotland á Murrayfield-leikvanginum í Edinborg í Skotlandi í... Meira
24. september 2007 | Fastir þættir | 321 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji fékk nýlega bréf í tilefni af frétt um að helmingur 7.000 tungumála í heiminum kynni að hverfa fyrir lok aldarinnar. Bréfritari hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskunnar og telur hana á meðal þeirra tungumála sem eru í útrýmingarhættu. Meira

Íþróttir

24. september 2007 | Íþróttir | 657 orð | 1 mynd

Afturelding – HK 24:28 Varmá, Mosfellsbæ, úrvalsdeild karla...

Afturelding – HK 24:28 Varmá, Mosfellsbæ, úrvalsdeild karla, N1-deildin, laugardaginn 22. september 2007. Gangur leiksins : 1:0, 1:3, 3:6, 7:6, 10:9, 12:11, 12:13 , 13:13, 13:15, 16:15, 17:17, 17:20, 20:21, 22:25, 24:25, 24:28 . Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 724 orð

Algert lánleysi hjá Víkingum

NEÐSTA sæti deildarinnar varð Víkinga þegar þeim tókst ekki að nýta neitt af 16 færum sínum og jafnmörgum hornspyrnum á Akranesi í gærkvöldi. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 256 orð

Eitt skref enn hjá Brann

ÍSLENDINGALIÐIÐ Brann steig eitt skrefið enn í átt að norska meistaratitlinum í gær með því að vinna mjög öruggan sigur á Odd Grenland, 4:0, í Bergen. Mörkin komu öll í seinni hálfleiknum. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 368 orð

Ekki búnir að vinna neitt ennþá

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,STAÐA okkar er vissulega þægileg en við eigum mjög erfiðan leik gegn HK í lokaumferðinni. HK-liðið hefur sýnt í sumar að það er mikið í það spunnið og það er ekki inni í myndinni að við vanmetum þeirra lið. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 810 orð | 1 mynd

Eldskírn hjá Grant

MANCHESTER United er komið á kunnuglegar slóðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea, 2:0, í stórleik tveggja bestu liðanna frá því í fyrra á Old Trafford í gær. United lyfti sér með sigrinum upp í 2. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Evrópa og Ameríka í úrslitum

ÞAÐ verður Evrópuþjóð sem mætir Ameríkuþjóð í úrslitaleiknum á heimsmeistaramóti kvenna um næstu helgi. Þetta varð endanlega ljóst í gær þegar Noregur vann gestgjafana, Kínverja, 1:0, í átta liða úrslitunum og Brasilía lagði Ástralíu, 3:2, í spennuleik. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Fjölnir í Evrópukeppni?

ÞEGAR Gunnar Már Guðmundsson er beðinn um að bera saman umgjörðina hjá félaginu í dag við það sem var þegar hann byrjaði í meistaraflokki fyrir nokkrum árum, þá segir hann um gríðarlegan mun að ræða: ,,Þegar við vorum í 3. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 213 orð

Flensburg ýtti Kiel af toppnum

FLENSBURG er komið á topp þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir glæsilegan sigur á Kiel, 37:32, í uppgjöri toppliðanna á laugardaginn. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 317 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Emil Hallfreðsson var nálægt því að skora sitt fyrsta mark í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld en lið hans, Reggina , beið þá lægri hlut fyrir Udinese á útivelli, 2:0. Emil átti hörkuskot seint í leiknum, í þverslána á marki heimaliðsins. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 301 orð

Fólk sport@mbl.is

Sigurbergur Elísson úr Keflavík varð í gær yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi frá upphafi. Sigurbergur kom inná sem varamaður gegn Fylki á 61. mínútu en hann var í gær aðeins 15 ára og 105 daga gamall. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 324 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn með Reading þegar liðið kom sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Wigan , 2:1, á laugardaginn. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 411 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Tom Köhlert , þjálfari danska knattspyrnuliðsins Bröndby , var ánægður með Eskfirðinginn Stefán Gíslason sem var fyrirliði liðsins í fyrsta skipti í gær. Bröndby tapaði þá, 0:1, fyrir FC Köbenhavn í nágrannaslag í dönsku úrvalsdeildinni. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 320 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real á laugardaginn þegar lið hans vann auðveldan sigur á Teucro á útivelli, 33:22, í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Siarhei Rutenka var markahæstur hjá Ciudad með 8 mörk. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Á sgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk fyrir GOG og Snorri Steinn Guðjónsson 2 þegar lið þeirra vann Fredericia , 25:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Ásgeir Örn fékk sérstakt hrós fyrir framgöngu sína í varnarleik liðsins. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 113 orð

Framarar fengu 3,7 millj. kr. fyrir Sigfús Pál

FRAMARAR fengu 3,7 millj. kr. frá Val fyrir landsliðsmanninn Sigfús Pál Sigfússon, sem er mesta peningaupphæð sem greidd hefur verið fyrir handknattleiksmann á milli liða á Íslandi. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 299 orð

Grindvíkingar upp á ný með látum

GRINDVÍKINGAR eru komnir í úrvalsdeildina í knattspyrnu á ný eftir árs fjarveru en þeir gulltryggðu sér sæti þar á laugardaginn með stórsigri í Suðurnesjaslag gegn Reyni úr Sandgerði, 6:0. Um leið sendu þeir Reynismenn með annan fótinn niður í 2. deild. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 210 orð

Guðjón Valur líklega frá fram yfir áramót

GUÐJÓN Valur fór úr axlarlið á upphafsmínútum leiks Gummersbach og Balingen í þýsku deildinni á laugardaginn, fór og lét kippa öxlinni í liðinn aftur og horfði á allan leikinn áður en hann fór á sjúkrahús. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 67 orð

Guðmundur meiddist

GUÐMUNDUR Steinarsson var fluttur með sjúkrabíl á slysavarðstofuna í gær þegar hann meiddist í leik Fylkis og Keflavíkur. Atvikið varð á 34. mínútu leiksins. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 847 orð | 3 myndir

HK er enn í fallhættu

NÝLIÐAR HK í Landsbankadeild karla eru enn í fallhættu þegar ein umferð er eftir af deildinni. Liðið bjargaði stigi gegn grönnum sínum í Breiðabliki í gær þegar Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 188 orð

Ísland áfram og Berglind sló Olgu og Margréti við

BERGLIND Björg Þorvaldsdóttir skoraði öll þrjú mörkin þegar Ísland sigraði Úkraínu, 3:0, í lokaleik sínum í undanriðli Evrópukeppni stúlknalandsliða í knattspyrnu, undir 17 ára, sem fram fór í Slóveníu á laugardaginn. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 658 orð | 1 mynd

Ívar kom til bjargar

ÍVAR Björnsson reyndist hetja Fram þegar hann tryggði liðinu 1:1 jafntefli við KR á lokasekúndum leiks liðanna í sautjándu umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Bæði lið komust þar með stigi frá neðsta sæti deildarinnar og þurfa ekki að treysta á úrslit annarra leikja í lokaumferðinni. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 94 orð

Jóhannes skipti sjálfum sér útaf

JÓHANNES Valgeirsson dómari í leik FH og Vals gat ekki lokið verkefninu í gær vegna meiðsla. Garðar Örn Hinriksson fjórði dómari leiksins dæmdi síðustu 20 mínúturnar eftir að Jóhannes hafði tognað á kálfa. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 348 orð

Kanu var hetja Portsmouth

HERMANN Hreiðarsson og samherjar hans hjá Portsmouth gerðu góða ferð til Blackburn í gær, þar sem þeir fögnuðu sigri, 1:0. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 1860 orð | 1 mynd

Keflavík – KR 0:3 Laugardalsvöllur, bikarkeppni kvenna...

Keflavík – KR 0:3 Laugardalsvöllur, bikarkeppni kvenna, VISA-bikarinn, úrslitaleikur, laugardaginn 22. september 2007. Mörk KR : Olga Færseth 15., Hrefna Huld Jóhannesdóttir 20., 55. Markskot : Keflavík 2 (2) – KR 15 (8). Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 360 orð

Ólafur Jóhannesson: Stólum á stórveldið úr Kópavoginum

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 971 orð | 1 mynd

Petkevicius hélt HK á floti

HK-menn geta þakkað markverði sínum, Egidijus Petkevicius, fyrir stigin tvö sem þeir höfðu upp úr krafsinu í heimsókn til Aftureldingar að Varmá á laugardaginn, 28:24. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Powerade-bikar karla 8-liða úrslit: Snæfell – Þór 99:84 Grindavík...

Powerade-bikar karla 8-liða úrslit: Snæfell – Þór 99:84 Grindavík – Skallagr. 91:100 KR – Hamar 94:79 Njarðvík – ÍR 87:80 *Undanúrslit verða á fimmtudaginn og þá mætast Njarðvík og Snæfell annars vegar og hins vegar KR og Þór. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

"Adebayor eins og ljón"

"ADEBAYOR er sterkari en hann var í fyrra, það sést á návígjunum sem hann fer í. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 367 orð

"Áttum að skora þetta mark fyrr"

"VIÐ áttum náttúrulega að vera búnir að skora þetta jöfnunarmark fyrr í leiknum en þetta var mjög sætt í lokin. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 386 orð

"Buðum þeim hreinlega upp á þetta"

"ÞAÐ eina sem við erum kátir með núna er náttúrlega að vera komnir upp fyrir strikið, úr fallsætinu, en það var afskaplega sárt að sjá boltann í netinu þarna þegar svona lítið var eftir af leiknum," sagði Logi Ólafsson þjálfari KR eftir að... Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 837 orð

"Skuldaði þessi mörk"

"ÉG skuldaði liðinu þessi mörk," sagði Albert Brynjar Ingason eftir að hann hafði gert þrjú mörk þegar Fylkir vann Keflavík 4:0 í síðasta heimaleik sínum í sumar. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 499 orð | 1 mynd

"Við erum í dauðafæri"

"ÞETTA er skref í rétta átt. Og ég er gríðarlega stoltur af liðinu. Við vissum hvert takmarkið var og það kom bara eitt til greina. Sigur," sagði Guðmundur Benediktsson leikmaður Vals eftir leikinn. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

"Það var hrollur í okkur í byrjun"

"ÞETTA var ekkert flókið í hugum fólks fyrir leikinn. Það talaði bara um hve gaman yrði þegar við værum búnar að vinna og svona, en það þarf nú að spila leikina og fótboltinn er bara þannig að það er aldrei hægt að bóka neitt. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Saviola var bjargvættur Real

JAVIER Saviola, Argentínumaðurinn sem Real Madrid fékk frá Barcelona í sumar, var bjargvættur Spánarmeistaranna í gærkvöld. Hann jafnaði metin aðeins þremur mínútum fyrir leikslok, 1:1, gegn nýliðum Valladolid á útivelli. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 286 orð | 1 mynd

Söguleg stund í Grafarvoginum

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is FJÖLNIR úr Grafarvogi mun leika í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta ári í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þrjú lið fara upp úr 1. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Titillinn blasir við Val

VALSMMENN eiga mjög góða möguleika á að verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í 20 ár eftir að þeir lögðu FH-inga að velli, 2:0, í uppgjöri efstu liðanna í Kaplakrikanum í gær. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 550 orð | 1 mynd

Valsmenn ráða ferðinni

"Við erum í dauðafæri að tryggja okkur titilinn í síðustu umferðinni. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 739 orð | 1 mynd

Þær eru snillingar

TVÖ mörk Hrefnu Huldar Jóhannesdóttur og eitt mark frá Olgu Færseth tryggðu KR öruggan sigur á Keflavík í úrslitaleik VISA-bikarsins í knattspyrnu síðastliðinn laugardag á Laugardalsvellinum, 3:0. Meira
24. september 2007 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Örn fékk þrjá gullpeninga í Danmörku

ÖRN Arnarson, SH, og Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, tóku þátt sundmóti, Öresund cup, í Danmörku um helgina, þar sem margir af bestu sundmönnum Danmörku, Svíþjóðar og Noregs voru einnig á ferðinni. Meira

Fasteignablað

24. september 2007 | Fasteignablað | 230 orð | 3 myndir

Ánaland 2

Reykjavík | Heimili fasteignasala er með í einkasölu rúmgott og bjart einbýli/parhús með innbyggðum bílskúr á besta stað í Fossvoginum. Húsið er á tveimur hæðum og skráð 263,4 fermetrar. Íbúðarrými 236 fermetrar og bílskúr 27,5 fermetrar. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 330 orð | 1 mynd

Bók fyrir pípulagningamenn

Út er komið hjá IÐNÚ bókarkornið Verktæknifræði fyrir pípulagningamenn. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 282 orð | 3 myndir

Eyrargata 44a – Ingólfur

Eyrarbakki | Fasteignasalan Stakfell er með einbýli á Eyrarbakka til sölu. Húsið, sem kallað er Ingólfur, er með elstu húsum á Eyrarbakka, var byggt 1891. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 619 orð | 6 myndir

Haustkrans

Síðla sumars og þegar haustið er í nánd eða um það leyti sem náttúran skartar sínum fegurstu haustlitum er við hæfi að vefja fallegan haustkrans sem síðan má hengja á eða við útidyrnar. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 372 orð | 1 mynd

Helgubraut 6

Kópavogur | Berg fasteignasala er með í sölu lítið og fallegt einbýlishús á 750 fermetra eignarlóð á eftirsóttum stað í vesturbæ Kópavogs. Húsið er mjög mikið endurnýjað og var t.a.m. klætt og einangrað að utan og innan fyrir nokkrum árum. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 112 orð | 3 myndir

Kópalind 10

Kópavogur | Húsavík fasteignasala er með í sölu fallega fjögurra herbergja, 123,7 fermetra endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi við Kópalind í Kópavogi. Komið er inn í forstofu með góðum skáp. Fallegt parket er á holi, stofu, eldhúsi og svefnherbergjum. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 45 orð | 3 myndir

Rósir lífga upp á allt

FÁTT er eins upplífgandi og blóm og mörgum finnst rósir sérstaklega fallegar og rómantískar. Úr rósum má gera einfalda borðskreytingu sem bæði gleður augað og gefur góðan ilm í stofuna. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 254 orð | 3 myndir

Sýning á vistvænni hönnun

8. september var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýning á vistvænni hönnun í eigu safnsins og nokkurra fyrirtækja. Sýningin stendur til 30. september. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 400 orð | 1 mynd

Verslunin Kúnígúnd á tímamótum

Það er óþarfi að kynna verslunina Kúnígúnd fyrir landsmönnum, en hún á 25 ára afmæli um þessar mundir. Kristján Guðlaugsson hitti Sigurveigu Lúðvíksdóttur að máli og spjallaði við hana um sögu verslunarinnar. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 433 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Torfusamtökin fagna * Stjórn Torfusamtakanna fagnar þeim hugmyndum sem birtast í verðlaunatillögu úr hugmyndaleit Reykjavíkurborgar , þar sem rík áhersla er lögð á að varðveita og endurbyggja gamlar byggingar á svæðinu umhverfis Lækjartorg. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 417 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Smáhýsi á Eyrarbakka * Í vikunni voru kynntar hugmyndir um íbúðarreit á hraðfrystihússlóðinni eða Ísfoldarreitnum við Eyrargötu á Eyrarbakka. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Meira
24. september 2007 | Fasteignablað | 110 orð | 2 myndir

Þúsund ára gömul iðn

Kínverjar byrjuðu að brenna leir fyrir mörg þúsund árum þótt postulínsframleiðsla hæfist þar ekki fyrr en löngu síðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.