Greinar laugardaginn 13. október 2007

Fréttir

13. október 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

5 millj. kr í rannsóknarsjóð HA

LANDSBANKINN leggur eina milljón króna á ári næstu fimm árin í rannsóknarsjóð Háskólans á Akureyri (HA). Samningur þar að lútandi var undirritaður í vikunni. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Aðildarviðræður að ESB gætu tekið hálft ár

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki á óvart að Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarviðræðna Evrópusambandsins, meti það þannig að Króatía verði næsta aðildarríki ESB, það 28. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð

Afgreiðslu línumáls frestað

Grindavík | Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ekki veitt umsögn um tillögur Landsnets um nýtt orkuflutningakerfi fyrir Suðurnesin. Málið var á dagskrá bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð

Athugasemd frá Skeljungi

VEGNA fréttar af forritanlegum dælulykli frá Atlantsolíu til að koma í veg fyrir mistök við dælingu, þ.e. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð

Átak til atvinnusköpunar

IÐNAÐARÁÐUNEYTIÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til smærri viðfangsefna og vegna snjallra nýsköpunarhugmynda. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð

Bandaríkin og Kína – hver ógnar hverjum?

HÁDEGISFYRIRLESTUR verður í Norræna húsinu, mánudaginn 15. október, kl. 12-13. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og ASÍS – Asíuver Íslands standa saman fyrir hádegisfyrirlestri um samskipti Bandaríkjanna og Kína. Dr. Henry Rosemont, Jr. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð

Björgunarþyrla verði staðsett á Hornafirði

Á FUNDI bæjarstjórnar Hornafjarðar 4. október er ítrekuð fyrri ályktun um björgunarþyrlu og þeim eindregnu tilmælum beint til yfirvalda að björgunarþyrla verði staðsett á Hornafirði. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Bleikur tennis

BLEIKA tennismótið verður haldið í Tennishöllinni í Kópavogi í dag, laugardag. Mótið er fyrir allar konur á öllum aldri á hvaða hæfileikastigi sem er í tennis. Mótið hefst kl. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð

Bærinn styður bráðger börn

Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styðja við nemendur grunnskóla Reykjanesbæjar sem vilja bæta kunnáttu sína, til að sækja námskeið fyrir efnilega nemendur á vegum Ad Astra í Háskólanum í Reykjavík. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 713 orð | 1 mynd

Eflir einstaklinginn til að leita lausna

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Það er félagsskapurinn og stemningin sem fylgir því að hafa ákveðið frelsi til að gera það sem manni dettur í hug sem gerir skátastarfið svo skemmtilegt sem raun ber vitni. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Einkennisklæddir atvinnuflugnemar

FLUGNEMAR sem ljúka bóklegu atvinnuflugnámi við Flugskóla Íslands í vetur klæðast nú einkennisfötum í skólanum. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Ekkert eftirlit með börnunum

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ ER fyllilega raunhæft að börn, sem koma hingað til lands, geti staðið fyrir "utan við kerfið" um talsvert langan tíma. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ekki réttur dagafjöldi

Í Morgunblaðinu í gær var sagt að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn hefði staðið í 486 daga, talið frá 13. júní 2006 til dagsins í fyrradag. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Fagna vel unnu verki

STARFSMENN frá Landsvirkjun og Impregilo fögnuðu saman í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar við Axará í gær, þegar risavöxnum stálhlera milli hinna 40 km löngu aðrennslisganga og aðkomuganga 2 að þeim var lokað. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 214 orð

Flónni frestað vegna Óvitanna

TIL að bregðast við mikilli aðsókn á Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur hafa forráðamenn Leikfélags Akureyrar ákveðið að lengja sýningartímabilið um tæpan mánuð og verður frumsýningu gamanleiksins Flóar á skinni seinkað sem því nemur, til loka janúar. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra Búrma látinn

SOE Win, forsætisráðherra Búrma, er látinn af völdum hvítblæði. Frá þessu var greint í Búrma í gær. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Friðarmyndir barna

Í TILEFNI afhjúpunar Friðarsúlu Yoko Ono á afmælisdegi Johns Lennons hinn 9. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Friðrik gerði jafntefli

ÍSLANDSMÓT skákfélaga hófst í Rimaskóla í Grafarvogi í gærkveldi þegar um 400 skákmenn alls staðar að af landinu settust að tafli. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrirlestur um offitu barna

TRYGGVI Helgason barnalæknir heldur erindi um offitu barna hjá Manni lifandi, Borgartúni 24, þriðjudaginn 16. október kl. 17.30-19. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Færði Minjasafninu þúsund ljósmyndir

Flúðir | Helgi Daníelsson hefur fært Minjasafninu í Gröf í Hrunamannahreppi að gjöf ljósmyndir af bæjum í uppsveitum Árnessýslu. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir til athugunar að koma upp ljósmyndasafni af þessu tilefni. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð

Gervigreindarhátíðin 2007

GERVIGREINDARHÁTÍÐ Háskólans í Reykjavík verður haldin í Borgarleikhúsinu í dag, laugardag. Hátíðin verður sett kl. 13. Í fréttatilkynningu segir að margt forvitnilegt verði að sjá, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Má þar m.a. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Getur setið sem forseti borgarstjórnar

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT Margrét K. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 181 orð

Gæsluvarðhald staðfest

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa valdið dauða karlmanns á fimmtugsaldri í íbúð við Hringbraut í síðustu viku, sæti gæsluvarðhaldi til 15. október. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Hafa fullt traust og stuðning Varðar

TÖLUVERÐAR umræður fóru fram á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í gær en í ályktun sem þar var samþykkt var lýst yfir miklum vonbrigðum með óvænt slit meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokksins og... Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 60 orð

Harma ályktun öryggisráðsins

HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma kvaðst í gær harma ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ráðið fordæmdi ofbeldisaðgerðir herforingjastjórnarinnar gegn friðsömum mótmælendum. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Hart deilt um eldflaugavarnir

CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir viðræður við rússneska ráðamenn í Moskvu í gær að Bandaríkjastjórn hygðist hvergi hvika frá áformum sínum um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Póllandi og Tékklandi þrátt fyrir harða... Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Haustfölur dagur

FEGURÐ haustsins er viðbrugðið, en hún er tímabundin; litadýrðin varir því miður ekki mjög lengi. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 133 orð

Hálf milljón deyr við barnsburð

SÉRFRÆÐINGAR hafa gagnrýnt stjórnvöld í ríkjum heims fyrir að hafa ekki gert nóg til að fækka dauðsföllum meðal kvenna við barnsburð. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að dauðsföllunum hefur lítið fækkað síðustu tuttugu árin. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Hefur fundist að framsóknarmenn mættu oftar "standa í lappirnar"

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is "MÉR hefur fundist á undanförnum árum, og kannski einhverjum fleirum, að Framsóknaflokkurinn hefði oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum málum og segja hingað og ekki lengra. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Heilsugæslan fær viðurkenningu

STARFSMENN og stjórnendur Heilsugæslustöðavinnar á Akureyri (HAK) hlutu í vikunni viðurkenningu fyrir góðan árangur í starfi, sem framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar veitir árlega einhverri af stofnunum bæjarins. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hlutur í HAB ekki seldur

FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Borgarbyggð skorar á Alþingi að fella nú þegar úr gildi heimild í fjárlögum til að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Hraðamyndavélar hafa gómað marga við hraðakstur

STAFRÆNAR myndavélar í Hvalfjarðarsveit hafa myndað 3.152 hraðabrot frá því þær voru settar upp í byrjun júlí eða rúmlega eitt þúsund hraðabrot á mánuði. Heildarsektir vegna þessara brota námu 55 milljónum króna. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 700 orð

Hvað viltu, veröld? (14)

Ég fékk að lifa nær alla 20. öldina. En hvað lifir maður af því, sem er að gerast í samtímanum? Það er smátt brot af viðburðum og heildarreynslu mannfólksins á jörðinni, sem skynjun og hugur hvers einstaklings getur tekið við og rúmað. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð

IKEA fagnar ársafmæli í Garðabæ

EITT ár er síðan IKEA opnaði stórverslun sína í Kauptúni í Garðabæ og varð þar með fyrst fyrirtækja til að hefja starfsemi á svæði sem hefur verið sérstaklega skipulagt fyrir verslunarrekstur á þessum stað sunnan Reykjanesbrautar. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Jóla-Björgvin í höllinni

Í TILEFNI 40 ára söngafmælis mun stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson halda jólatónleika í Laugardalshöll hinn 1. desember. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Kaupfélagið gefur sjúkrahúsinu sneiðmyndatæki

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Stjórn Kaupfélags Suðurnesja tilkynnti í gær að félagið myndi fjármagna kaup á sneiðmyndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Kaupfélagið leggur til sjóð að fjárhæð 30 milljónir kr. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Kiwanismenn styrktir

LANDSSÖFNUN Kiwanismanna fór fram um land allt dagana 4.–7. október. Kjörorð söfnunarinnar var Lykill að lífi. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð

Landssöfnun Kiwanis lokið

LANDSSÖFNUN Kiwanis-hreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra, Lykill að lífi, lauk sunnudaginn 7. október. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Landsvirkjun stofnar Orkurannsóknasjóð

STJÓRN nýstofnaðs Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar kom saman í fyrsta sinn 11. október sl. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT

Hörður er Arnarson Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, var ranglega sagður Árnason í frétt á viðskiptasíðu blaðsins í gær og er beðist velvirðingar á þeim... Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Lýðháskóli?

VERIÐ er að skoða hugmyndir um að koma fót dönskum lýðháskóla á Núpi í Dýrafirði á vegum Ungmennafélags Íslands í samstarfi við systursamtök UMFÍ í Danmörku og stjórnvöld á Íslandi. Þetta kom fram í Bæjarins Besta nýlega. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 159 orð

Margt vel gert í viðbúnaði

MARGT er vel gert í viðbúnaði Íslendinga vegna mögulegs heimsfaraldurs inflúensu. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð

Námskeið fyrir pör á vegum MS-félagsins

FYRIRHUGAÐ er að bjóða uppá námskeið dagana 25. okt.–27. okt. fyrir hjón og sambúðarfólk í fallegu umhverfi á Hótel Glymi í Hvalfirði. Fjallað verður um hjónabandið, að vera með langvinnan sjúkdóm, vonir væntingar, vonbrigði, gleði. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Neyðarkall um úrbætur í Heiðmörk

VEGIR í Heiðmörk eru svo slæmir að stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Heiðmörk, hefur sent borgarstjóra neyðarkall um úrbætur, að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 368 orð | 3 myndir

Nóbelinn eykur líkur á framboði Gore

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ný brú á Brúará

Biskupstungur | Ný brú á Brúará við Spóastaði verður tekin í notkun í næsta mánuði. Framkvæmdir hafa tafist nokkuð vegna vatnavaxta í ánni. Brúin við Spóastaði er tvíbreið. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð

Opið hús hjá Bergmáli

BERGMÁL líknar- og vinafélag verður með opið hús sunnudaginn 14. október kl. 16 í Blindraheimilinu í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Elín og Elísabet Eyþórsdætur syngja og leika á gítar. Hildur Friðriksdóttir leikur á harmonikku og stjórnar fjöldasöng. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Reynslubolti í boreftirliti

Mývatnssveit | Borinn Jötunn hefur unnið að rannsóknaborunum á háhitasvæðunum við Kröflu og á Þeistareykjum síðan snemma í vor. Tvær holur hafa verið boraðar á Þeistareykjum en í Kröflu er að hefjast borun þriðju holunnar á þessu sumri. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Riddarinn sem hætti að vera andlag

VIKA er langur tími í pólitík, segja spekingarnir alltaf þegar mikið gengur á. En vika getur líka verið leiðinlegur tími í pólitík, eins og ég sagði rétt eftir hádegi á fimmtudag og lét orð eins og ládeyðu og tilbreytingarleysi fylgja með. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Ræða nýja meirihlutann

SAMFYLKINGARFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur fund um nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í dag, laugardaginn 13. október, kl 11 á Hallveigarstíg 1. Gestur fundarins er Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri í Reykjavík. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð

Rændu rakvélarblöðum

HÓPUR Litháa, sem grunaður er um stórfelldan og skipulagðan þjófnað úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu, stal m.a. rakvélarblöðum og öðrum snyrtivörum fyrir a.m.k. 900 þúsund krónur. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 562 orð | 1 mynd

Samvinna möguleg

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is INDÓNESÍA hefur aðeins virkjað um 4% af jarðhita sínum, að sögn þeirra Andi Joko Nugroho vélaverkfræðings og Hary Koestono jarðfræðings. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð

Samþykkt að auka stofnfé um 1,3 milljarða

Hvammstangi | Almennur fundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings og Stranda, SpHún, hefur samþykkt að auka stofnfé um 1,3 milljarða króna. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Sarkozy-hjónin að skilja?

FRANSKA blaðið L'Est Republicain sagði í gær á vefsíðu sinni að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og eiginkona hans, Cecilia, hygðust sækja um skilnað á næstunni. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sigur er markmiðið

SÍÐASTI heimaleikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er í dag gegn Lettum á Laugardalsvelli. Ísland tapaði stórt, 4:0, í fyrri leiknum en þrátt fyrir það segir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari að stefnt sé á sigur á heimavelli. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Sjaldan verið jafn skelfilega rólegt

Grindavík | "Hér hefur sjaldan verið jafn skelfilega rólegt og að undanförnu," segir Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík. Hann hefur unnið við höfnina í tæp tuttugu ár og man ekki eftir svona rólegheitum. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Sri Chinmoy látinn

INDVERSKI heimspekingurinn Sri Chinmoy Kumar Ghose lést í New York í fyrradag, 76 ára að aldri, að sögn bandarískra fjölmiðla. Chinmoy var m.a. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð

Starfsdagur í Laufási

HEFUR þú séð hvernig kindahausar og lappir eru sviðin? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, brauð eða geitamjólk? Starfsdagur verður í Gamla bænum í Laufási í dag, laugardag, milli kl. 14 og 16. Meira
13. október 2007 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Svíar mótmæla ofbeldi götugengja

ÞÚSUNDIR manna komu saman í Kungsträdgården, almenningsgarði í miðborg Stokkhólms, í gær til að sýna andstöðu sína í verki við ofbeldisöldu sem sett hefur svip sinn á borgarlífið undanfarið. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Tafir vegna vatnselgs

MIKIÐ magn vatns hafði safnast saman á hringtorginu á mótum Suðurgötu og Hringbrautar, við Þjóðminjasafnið, síðdegis í gær og olli vatnselgurinn miklum töfum á umferð, enda veigruðu margir sér við að aka út í gríðarlegan pollinn. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Telur öryggi fullnægjandi

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ telur, að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja öryggi Fjarðarárvirkjana. Hefur iðnaðarráðuneytið lagt fyrir Orkustofnun að fylgjast áfram með framkvæmdunum í því skyni að tryggja öryggi virkjananna. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 1743 orð | 4 myndir

Tillögur fyrir eigendafund og stjórnarfund OR 3. október 2007

1. Lagt er til að Orkuveita Reykjavíkur (OR) kaupi nýtt hlutafé í Reykjavík Energy Invest hf. (REI) að fjárhæð kr. 2.600.000.000 á genginu 1,00 sem staðgreiðist fyrir 1. febrúar 2008. 2. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Umboðsmaður slær á opinbera útrásarputta

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, vill nú að eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Verður mannekluvandamálið leyst?

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MYNDUN nýs borgarstjórnarmeirihluta vekur spurningar um hvernig hann bregðist við manneklu á leikskólum og víðar í umönnunarstörfum sem mjög hefur verið til umræðu. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Við eigum ekki að biðja um undanþágur

ÍSLENDINGAR bera engu minni ábyrgð í loftlagsmálum en aðrar þjóðir. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 1236 orð | 1 mynd

Við stöndum á tímamótum hvað varðar náttúruvernd

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Lei[a má líkur að því að ásýnd Íslands hafi breyst meira á sl. fimm árum en nokkru sinni áður á jafn stuttum tíma í sögunni. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Vilja vinna 27 milljónir m³ úr Lambafelli

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁÆTLAÐ er að vinna 27 milljónir rúmmetra á næstu þrjátíu árum úr stækkaðri malarnámu Árvéla sf. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vinna hafin hjá Miðfelli á Ísafirði

SKRIFAÐ hefur verið undir kaupsamning milli væntanlegs hlutafélags og skiptastjóra rækjuverksmiðjunnar Miðfells á Ísafirði og hófst rækjuvinnsla því á ný á Ísafirði í gærmorgun. 22 starfsmenn mættu til vinnu. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Vinstri græn ætla að kafa ofan í málefni Orkuveitu Reykjavíkur

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is STAÐA okkar hefur styrkst umfram kjörfylgi í aðdraganda þessara breytinga. Hún hefur styrkst það mikið að við stöndum í fremstu víglínu. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 307 orð

Víðtækar skyldur Orkuveitunnar við REI í 20 ár

ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur skuldbundið sig til að veita einungis Reykjavík Energy Invest (REI) sérfræðiþjónustu á vettvangi jarðhita, rannsókna, ýmiss konar áætlanagerðar og markaðsmála. Meira
13. október 2007 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Vörubílar með ofgnótt af ljósum

AF ÞEIM 16 vöruflutningabifreiðum sem stöðvaðar voru í grennd við höfuðborgina í sérstöku átaksverkefni í gær og fyrradag var ástand sex bíla með þeim hætti að þeir voru boðaðir í bifreiðaskoðun. Meira

Ritstjórnargreinar

13. október 2007 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Áhrifalítill?

Einn áhrifamesti borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans á sinni tíð var Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Meira
13. október 2007 | Leiðarar | 386 orð

Hvað vakir fyrir Vinstri grænum?

Í samtali við Morgunblaðið fyrir rúmri viku eða hinn 5. október sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur og verðandi staðgengill borgarstjóra, m.a. Meira
13. október 2007 | Leiðarar | 378 orð

Umhverfisverðlaun Nóbels

Ákvörðun Nóbelsnefndarinnar um að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, friðarverðlaunin kemur ekki á óvart. Meira

Menning

13. október 2007 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Ariadne í beinni útsendingu á Rás 1

Annað kvöld kl. 19.50 verður flutningur Íslensku óperunnar á Ariadne eftir Richard Strauss sendur út beint á Rás 1. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 167 orð | 2 myndir

Ástinni stolið á Organ

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is "VIÐ ætlum bara að búa til skemmtilega stemningu," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, forsprakki hljómsveitarinnar Motion Boys, sem stendur fyrir allsérstökum tónleikum á Organ í kvöld. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 418 orð | 1 mynd

Björgvin Halldórsson hringir inn jólin

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is "ÁRIÐ 1967 byrjaði ég í hljómsveit sem hét Bendix og var héðan úr Hafnarfirðinum, nánar tiltekið úr Flensborg. Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Björk til S-Ameríku

* Bjarkartúrinn er nú enn og aftur í pásu. Þegar eru að baki á fjórða tug tónleika um Bandaríkin og Evrópu en næsta ferðalag er áætlað um Suður-Ameríku og Mexíkó. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Dísella syngur á æskustöðvunum

SÓPRANSÖNGKONAN Hjördís Elín Lárusdóttur, betur þekkt undir nafninu Dísella, heldur á morgun sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 189 orð

Drekabátabragur

Þjóðlagahljómsveit Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan flutti kínverska alþýðutónlist. Miðvikudagur 3. október. Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Ein sprauta í mánuði

ÞRÁTT fyrir að vera aðeins 23 ára fer Ashlee Simpson reglulega til lýtalæknis og lætur sprauta í andlitið á sér til að halda sér unglegri. Söngkonan unga lét laga á sér nefið í apríl 2006 og núna á hún tíma í hverjum mánuði hjá lýtalækninum sínum, Dr. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 336 orð

Föstudagsfreistingar

Tónlistarfélag Akureyrar föstudaginn 5. okt. 2007 kl. 12.00 í Ketilhúsinu. Meira
13. október 2007 | Myndlist | 786 orð | 2 myndir

Glerplata, dagljós og H#4

Sýning á teikningum eftir Ingólf Arnarsson stendur nú yfir í sýningarsal Listaháskóla Íslands, Kubbnum. Ingólfur gegndi prófessorsstöðu við Listaháskóla Íslands 2000-2007. Sýningin er opin í tengslum við Sequences-hátíðina milli kl. 14 og 16 í dag, og er það síðasti sýningardagur. Meira
13. október 2007 | Fjölmiðlar | 315 orð

Heljarmikil súla

GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður og Kristín Pálsdóttir kvikmyndagerðarkona. Á milli þess sem þær velta fyrir sér m.a. Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hrund Ósk er efni í frábæra blússöngkonu

* Á Blúskvöldi á Gauknum í fyrrakvöld átti Ragnheiður Gröndal að syngja nokkur lög. Ragnheiður forfallaðist, en í hennar stað söng lítið þekkt söngkona, Hrund Ósk Árnadóttir. Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Kate verður Veronika

Af metsöluhöfundinum Paulo Coelho er það að frétta að kvikmyndagerð Veronika ákveður að deyja er væntanleg með Kate Bosworth í aðalhlutverki sem ætti að tryggja mætingu allra Ofurmennisaðdáenda enda lék Bosworth síðast sjálfa Lois Lane í Superman... Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 303 orð | 4 myndir

Kynþokkafyllstu ofurhetjurnar

ANGELINA JOLIE og George Clooney eru kynþokkafyllstu ofurhetjurnar samkvæmt könnun sem var gerð á dögunum í tilefni af útkomu ofurhetjumyndarinnar Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer á mynddiski. Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 740 orð | 2 myndir

Listin að hlæja í kór

Til hvers að fara í bíó? Þessi spurning hefur gerst æ háværari undanfarin ár í kjölfar heimabíóa, niðurhals og dvd-diska og þeir svartsýnustu telja að bíóferðir verði fljótlega aðeins áhugamál fáeinna sérvitringa með fortíðarþrá. Meira
13. október 2007 | Kvikmyndir | 239 orð | 1 mynd

Óbeisluð fegurð er allra

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is "VIÐ vonumst til þess að myndin fari á einhverjar hátíðir. Það hafa komið fyrirspurnir frá Berlín og Bandaríkjunum eftir sýninguna á RIFF en það er ekkert komið í ljós ennþá. Meira
13. október 2007 | Leiklist | 836 orð | 1 mynd

Ótaminn og óstýrilátur strákur

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UNGIR sem aldnir þekkja eflaust spýtustrákinn Gosa sem lendir í ýmsum ævintýrum á meðan nef hans stækkar við hverja lygi. Í dag verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins barnaleikritið Gosi . Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

"Ég er ekki Samantha"

LEIKKONAN Kim Cattrall er öfundsjúk út í persónu sína í Sex and the City . Cattrall, sem fer með hlutverk Samönthu Jones, óskar þess stundum að hún væri elskuð jafnmikið af aðdáendum þáttanna og Samantha. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 356 orð | 1 mynd

Rambað á Megas

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TALAÐ er um Frágang , plötu Megasar og Senuþjófanna, sem eina af plötum ársins og að hún sé með því besta sem meistarinn hafi sent frá sér á ferlinum. Meira
13. október 2007 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Schubert í Þjóðmenningarhúsinu

Kristallinn kammertónleikaröð, heldur áfram göngu sinni í Þjóðmenningarhúsinu á morgun þegar hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja Oktett í F-dúr op. 166 eftir Schubert. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Meira
13. október 2007 | Bókmenntir | 51 orð | 1 mynd

Smásögur Magnúsar

MAGNÚS Baldursson, sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla, hefur sent frá sér smásagnasafnið Dögum fóru og nóttum . Meira
13. október 2007 | Fólk í fréttum | 85 orð

Steed Lord jafnvíg á tónlist og tísku

* Íslenska "new-rave"-sveitin Steed Lord með Svölu Björgvins í broddi fylkingar er á fleygiferð þessa dagana. Meira
13. október 2007 | Tónlist | 459 orð | 2 myndir

Tónlistin ein

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er ekki ofmælt að Buck 65 sé einn áhrifaríkasti hipp hopp listamaður síðustu ára og leiddi hann hina gróskumiklu Halifax-senu á sínum tíma, sem var og skjól listamanna á borð við Sixtoo og Josh Martinez. Meira

Umræðan

13. október 2007 | Aðsent efni | 248 orð | 1 mynd

Birgir Dýrfjörð ræðst óvart á álverin

Ómar Ragnarsson er ánægður með nýjan liðsmann í baráttunni gegn nýjum álverum: "Ef Birgi finnst dýrmætri orku sóað fyrir netþjónabú má nærri geta hvað honum finnst um álverin sem nota meira en tvöfalt meiri orku á hvert starf." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 276 orð | 1 mynd

Eins og óskiljanlegur galdur

Guði finnst þú ekki bara frábær heldur dýrmæt manneskja segir Sigurbjörn Þorkelsson: "Ást Guðs er eins og galdur sem við skiljum ekki, en getum upplifað og megum hvíla í og njóta, dag eftir dag." Meira
13. október 2007 | Blogg | 71 orð | 1 mynd

Eiríkur Bergmann Einarsson | 12. okt. Móðurlaus Brooklyn Á leiðinni til...

Eiríkur Bergmann Einarsson | 12. okt. Móðurlaus Brooklyn Á leiðinni til útlanda um daginn kom ég við í bókabúðinni í Leifstöð og greip ég með mér bók Jonathan Lethem, Móðurlaus Brooklyn, en bókin hafði fengið frábæra dóma í íslenskum fjölmiðlum. Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Eru hjúkrunarfræðingar hættir að vinna sína vinnu?

Lilja Ásgeirsdóttir segir Helga Hafstein Helgason vega að starfsgreininni hjúkrunarfræði: "Undanfari allrar skráningar er mat og eftirlit sem fer hvergi annars staðar fram en í samskiptum og nærveru við sjúklinginn." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Eru hrossin þín í góðum haga?

Sigríður Björnsdóttir skrifar um haustbeit hrossa og útigöngu: "Velferð dýra er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra og hverjum sem verður var við slæman aðbúnað hrossa ber að gera viðkomandi héraðsdýralækni viðvart." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd

Ég finn fyrir sorg

Til verða draugaþorp um land allt ef ekkert er að gert segir Huld S. Ringsted: "Ef fiskvinnslan þar leggst af þá er staðurinn dauðadæmdur, búðin dauðadæmd, engin börn verða til að sækja skólann, eftir verður draugaþorp." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Gjald afstæðishyggjunnar

Gunnar Jóhannesson skrifar um afstæðishyggju: "Því ættum við að hlusta á nokkuð ef sannleiksgildi þess sem er sagt er háð réttindum, skoðunum eða hagsmunum hvers og eins?" Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 212 orð

Gunnar og ,,hvalrekinn"

GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, opinberaði sig með óvenju skýrum hætti í fréttum Stöðvar 2 hinn 10. október síðastliðinn. Meira
13. október 2007 | Blogg | 301 orð | 1 mynd

Hanna Birna Jóhannsdóttir | 12. okt. Sparisjóður Vestmannaeyja ... Á...

Hanna Birna Jóhannsdóttir | 12. okt. Sparisjóður Vestmannaeyja ... Á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja á þriðjudagskvöldið var samþykkt tillaga stjórnar um að auka stofnfé sjóðsins. Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 341 orð | 2 myndir

Heimsóknavinir gegn einsemd og einangrun

Garðar H. Guðjónsson og Linda Ósk Sigurðardóttir fjalla um heimsóknir til fólks sem býr við einsemd og einangrun: "Þjónustan eflist jafnt og þétt og nú eru um 70 sjálfboðaliðar í reglubundnum verkefnum heimsóknavina." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 226 orð

Mannekla Dögg

HAUSTIÐ er komið og Mannekla Dögg er mætt til starfa á leikskólum höfuðborgarinnar, öflugri en nokkru sinni. Í fyrsta sinn í sögu Grænuborgar þarf að stytta vistunartíma. Foreldrum er gert að stytta vinnudag sinn um klukkutíma. Öflug kona, Mannekla. Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 418 orð | 1 mynd

Óhefðbundnar lækningar

Selma Júlíusdóttir skrifar í tilefni athugasemda Péturs Tyrfingssonar sálfræðings: "Það er sorglegt að einstaklingar sem hafa lokið svo stórkostlegri skólagöngu séu svo þröngsýnir og hrokafullir að þeir koma fram við aðrar stéttir af mikilli vanvirðingu." Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Týnda eldgosið við Vestmannaeyjar

Ísleifur Jónsson skrifar um hugsanlegt eldgos á Vestmannaeyjasvæðinu: "Þetta gos er ekki talið með þegar gerð er skrá yfir eldgos við Ísland. Þess vegna kalla ég það týnda gosið." Meira
13. október 2007 | Velvakandi | 447 orð | 1 mynd

velvakandi

Barnaníðingar og böl vítis ÓHÆTT er að segja að þau skelfilegu hryllingsverk sem unnin eru í skjóli friðhelgi heimilisins séu þau grimmdarverk sem aldrei verða yfirstigin eða réttlætt. Meira
13. október 2007 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Þrjúhundruð kúlur og málið dautt

Snorri Sigurjónsson skrifar um nýtingu auðlinda og eignarrétt: "Í mínum huga ætti enginn að geta átt auðlindir, ekki einu sinni ríkið. Meira að segja þjóðareign er orðin til sölu." Meira

Minningargreinar

13. október 2007 | Minningargreinar | 805 orð | 1 mynd

Ágústa Kristín Jónsdóttir

Ágústa Kristín Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 13. október 1936 og andaðist á líknardeild Landakotsspítala 1. október sl. Foreldrar hennar voru Jón Alfreð Andersen, f. á Akureyri 19.7. 1910, d. 14.6. 1989, og Guðrún María Guðmundsdóttir, f. á Ísafirði... Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 437 orð | 1 mynd

Ásgeir Þór Jónsson

Ásgeir Þór Jónsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1967. Hann lést í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 20. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 691 orð | 1 mynd

Ester J. Bjarnadóttir

Ester Jóhanna Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1945. Hún lést á heimili sínu 1. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 10. október. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 223 orð | 1 mynd

Friðrikka Bjarnadóttir

Friðrikka Bjarnadóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 29. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, fimmtudaginn 27. september síðastliðinn. Friðrikka verður jarðsungin 4. október sl.. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 1066 orð | 1 mynd

Gíslína Torfadóttir

Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi 8. júní 1937. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 24. september. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 2511 orð | 1 mynd

Guðmundur G. Halldórsson

Guðmundur Gunnlaugsson Halldórsson fæddist á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi 15. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Gamalíel Sigurjónsson bóndi, f. á Hallbjarnarstöðum 30.8. 1880, d.... Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 263 orð | 1 mynd

Guðni W. Kristjánsson

Guðni Wilhelm Kristjánsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1940. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. september síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Halldór Maríus Alfreðsson

Halldór Maríus Alfreðsson fæddist í Bifröst á Þórshöfn á Langanesi 21. október 1957. Hann varð bráðkvaddur á Krít 28. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju 6. október. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

Inger Tara Löve Ómarsdóttir

Inger Tara fæddist í Reykjavík 16. júlí 1977. Hún lést á heimili sínu 7. september sl. Útför hennar fór fram 17. september sl. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 572 orð | 1 mynd

Ingólfur Gunnar Gíslason

Ingólfur Gunnar Gíslason fæddist í Flateyjarhúsi í Ólafsvík 25. júlí 1917. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi að morgni sunnudagsins 7. október síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Magnússon, f. í Einarslóni 19.5. 1879, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 2258 orð | 1 mynd

Ragnar Sigurmundsson

Ragnar Sigurmundsson fæddist að Svínhólum í Lóni 26. ágúst 1916.Hann lést í Hulduhlíð á Eskifirði 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurmundur Guðmundsson bóndi að Svínhólum, f. 4. september 1881 d. 12. mars 1960 og Guðný Bjarnadóttir f. 28. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 1255 orð | 1 mynd

Sigrún Sölvadóttir

Sigrún Sölvadóttir fæddist á Núpi í Öxarfirði 30. ágúst 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 6. október síðastliðinn. Sigrún var dóttir hjónanna Steinfríðar Tryggvadóttur og Sölva Steins Ólasonar. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

Sæmundur Óskarsson

Sæmundur Óskarsson stórkaupmaður fæddist á Akureyri 10. ágúst 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. september síðastliðinn. Sæmundur var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 20. sept. sl. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2007 | Minningargreinar | 551 orð | 1 mynd

Þráinn Guðmundsson

Þráinn Skagfjörð Guðmundsson fæddist á Siglufirði 24. apríl 1933. Hann lést á Kanaríeyjum 20. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 4. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. október 2007 | Sjávarútvegur | 392 orð | 1 mynd

Minnsta verðmæti í áratugi

Heildarafli í september var 44.865 tonn. Það er helmingi minni afli en var í september 2006, þá var aflinn 87.199 tonn. Samdráttur var í afla flestra tegunda en hvað magn varðar munar mest um minni síldarafla í ár. Meira

Viðskipti

13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 106 orð | 1 mynd

Askar Capital stofna nýjan fjárfestingasjóð

ASKAR Capital hafa stofnað nýjan 150 milljón dollara fjárfestingasjóð á sviði framtaksfjármögnunar (e. private equity) í samvinnu við VCM Capital Management og Resource America. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 430 orð

Dýrara lánsfé en viðunandi kjör

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is KJÖR þau sem Kaupþingi buðust í nýafstöðnum skuldabréfaútboðum eru heldur verri en þau sem bankinn fékk fyrir nokkrum mánuðum, áður en títtnefnd ólga hófst á alþjóðlegum lánamörkuðum. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 87 orð

FL með 95% í Tryggingamiðstöðinni

FL GROUP hefur aukið hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni um rúm 11% og er komið með 94,96% hlut í fyrirtækinu en fyrir átti FL Group 83,74%. FL Group hefur meðal annars keypt 9% hlut af félagi í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur , Kristni ehf. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Lækkun hlutabréfa

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% og er 8.517 stig. Bréf Alfesca hækkuðu um 1,43%, bréf Atorku Group um 0,71% og bréf Föroya Banka um 0,68%. Bréf Teymis lækkuðu um 2,08% og Össurar um 1,89%. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Segir engar viðræður í gangi

EKKERT er hæft í þeim orðrómi að Iceland Express hafi fest kaup á Air Atlanta, að sögn forstjóra fyrrnefnda félagsins, en í grein í Fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að sú saga gangi nú fjöllum hærra að gengið hafi verið frá kaupunum. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 255 orð | 1 mynd

Stendur í stórræðum í Stokkhólmi

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is STRAUMUR-Burðarás fjárfestingarbanki opnar starfsstöð í Svíaríki á næstunni og undirbýr nú þá opnun. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Stofnfé aukið um milljarð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja, en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi stofnfjáreigenda í vikunni. Er sagt frá þessu í Eyjafréttum. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Stærstur miðlara

GLITNIR sá um 6,56% viðskipta á norrænu OMX-kauphöllinni í september og var í fyrsta sæti miðlara í kauphöllinni. Er það í fyrsta skipti sem það gerist. Meira
13. október 2007 | Viðskiptafréttir | 101 orð | 1 mynd

Vill kaupa Northern

BRESKI auðkýfingurinn Richard Branson hefur nú bæst í hóp þeirra sem hafa hug á að kaupa fasteignalánabankann Northern Rock. Meira

Daglegt líf

13. október 2007 | Daglegt líf | 154 orð

Af sjó og borg

Pétur Stefánsson yrkir um atganginn í borgarstjórn: Hvar sem bjóðast völd og veraldarauður, vatn í munninn svikahrappur fær. – Ég sem hélt að Júdas væri dauður og jarðaður í Austurlöndum nær. Meira
13. október 2007 | Daglegt líf | 233 orð | 1 mynd

Ertu haldinn astmavaldandi þrifnaðaræði?

EF ÞIG langar hreint ekkert að taka til hendinni heima hjá þér um helgina þá er hér komin læknisfræðileg undankomuleið. Meira
13. október 2007 | Ferðalög | 873 orð | 4 myndir

Flökkulíf um háloftin

Eysteinn Fjölnir Arason var orðinn þreyttur á hefðbundnum sumarfríum. Í einu slíku fríi rakst hann þó á áhugaverða grein í tímariti sem kveikti heldur betur í honum. Meira
13. október 2007 | Daglegt líf | 1209 orð | 8 myndir

Hann vinnur og ég sit og horfi á

Húsin í nánd við heimili Eddu Kjartansdóttur og Sigurjóns Gunnarssonar á Seltjarnarnesi bera nöfn á borð við Höfn, Helgafell, Sæfell, Lambastaðir og Dvergasteinn. Þeirra hús heitir Þrúðvangur. Meira
13. október 2007 | Daglegt líf | 803 orð | 6 myndir

Hátíska á lágvöruver ði

Sænska tískuverslanakeðjan Hennes & Mauritz, H&M, hefur enn aukið á vinsældir sínar undanfarin misseri með árvissu samstarfi við hátískuhönnuði, segir Jón Agnar Ólason. Ítalski glyskóngurinn Roberto Cavalli er næstur og verður fatalína hans sett í sölu hinn 8. nóvember nk. Meira
13. október 2007 | Daglegt líf | 572 orð | 2 myndir

STYKKISHÓLMUR

Verkalýðsfélögin á Snæfellsnesi eru á leiðinni að sameinast í eitt félag. Forráðamenn verkalýðsfélaganna þriggja sem starfa á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sent félagsmönnum á svæðinu kynningarbækling þar sem þetta er lagt til. Meira

Fastir þættir

13. október 2007 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

40 ára afmæli. Petrea Kr. Friðriksdóttir verður fertug sunnudaginn 14...

40 ára afmæli. Petrea Kr. Friðriksdóttir verður fertug sunnudaginn 14. október. Af því tilefni ætlar hún að taka á móti gestum á Classic Rock í Ármúla 5 í kvöld, laugardagskvöldið 13. október, frá kl. 21 og vonast til að sjá sem... Meira
13. október 2007 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

90 ára afmæli. Ingibjörg Björnsdóttir frá Stóru-Seylu, Æja, verður níræð...

90 ára afmæli. Ingibjörg Björnsdóttir frá Stóru-Seylu, Æja, verður níræð 16. október nk. Hún verður í dag á heimili frænku sinnar, Önnu Halldórsdóttur, í Furuhlíð 7 á Sauðárkróki, þar sem ættingjar hennar og vinir fagna tímamótunum með... Meira
13. október 2007 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Þrýstingur í fyrsta slag. Meira
13. október 2007 | Fastir þættir | 211 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsfélag Kópavogs Tveggja kvölda tvímenningi lauk með stórsigri Sigurðar og Ragnars. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Lokastaðan: Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 260 Ármann J. Láruss. – Bernódus Krist.s. Meira
13. október 2007 | Í dag | 355 orð | 1 mynd

Hver ræður hvað þú borðar?

Guðrún Ólafsdóttir lauk BS-námi í matvælafræði frá HÍ 1980, MS-námi frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum 1985 og dokotorsprófi frá Háskóla Íslands 2005. Meira
13. október 2007 | Í dag | 956 orð | 1 mynd

Kaffisala kristniboðsfélags karla KAFFISALA kristniboðsfélags karla...

Kaffisala kristniboðsfélags karla KAFFISALA kristniboðsfélags karla verður í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, á morgun kl. 14 -17. Þetta er árleg fjáröflun félagsins fyrir kristniboðs- og þróunarverkefni Kristniboðssambandsins. Meira
13. október 2007 | Í dag | 1550 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Jesús læknar hinn lama. Meira
13. október 2007 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna...

Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38. Meira
13. október 2007 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 c5 8. Re5 a6 9. Be3 Dc7 10. Da4+ Rd7 11. O-O-O cxd4 12. Rxd7 Bxd7 13. Dxd4 e5 14. De4 Bc6 15. Dg4 Dc8 16. Dg5 De6 17. Be2 f6 18. Dh5+ g6 19. Dh4 b5 20. f4 Be7 21. f5 Dxf5 22. Meira
13. október 2007 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Fyrir hvern situr Margrét Sverrisdóttir, nýr forseti borgarstjórnar, í borgarstjórninni? 2 Tveir kunnir myndlistarmenn opna sýningu í Safni við Laugaveg. Hverjir eru þeir? 3 Hvaða banki er farinn að bjóða nýja tegund snertilausra greiðslukorta? Meira
13. október 2007 | Fastir þættir | 1033 orð | 3 myndir

TR skákar Helli í Tyrklandi

2.-10. október Meira
13. október 2007 | Fastir þættir | 328 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Bjarni Vestmann starfsmaður í utanríkisráðuneyti varð með ýmsum hætti fyrir aðkasti, sem átti rætur í ráðuneytinu vegna fundar, sem hann átti með fulltrúa Tamíl-tígra á Sri Lanka fyrir nokkru. Meira

Íþróttir

13. október 2007 | Íþróttir | 164 orð

Allir að leggjast á eitt

KRISTJÁN Örn Sigurðsson mun standa vaktina í vörn íslenska landsliðsins í leiknum við Letta í dag en Kristján átti virkilega góða leiki á móti Spánverjum og Norður-Írum og var meðal bestu manna íslenska liðsins. "Þetta er ósköp einfalt. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Birgir komst í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari vallar eða 72 höggum á öðrum keppnisdegi á Madrid-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 75 höggum á fyrsta keppnisdegi mótsins eða þremur höggum yfir pari. Hann er í 59.-73. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 554 orð | 1 mynd

Ekki að þessu til að vera með, heldur til að vinna

HAUKAR hefja titilvörn sína í Iceland Express-deild kvenna í dag þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferðinni. Haukar unnu allt sem hægt var að vinna í fyrra í kvennakörfunni en hafa misst nokkrar lykilmanneskjur og er spáð öðru sætinu núna. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Angel Cabrera frá Argentínu lagði Paul Casey að velli í 8-manna úrslitum á HSBC-heimsmótinu í holukeppni í gær en Casey hafði titil að verja á mótinu. Cabrera sigraði 4/3 og mætir hann Hunter Mahan frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 317 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Daninn Michael Laudrup, þjálfari spænska liðsins Getafe, er sagður fá einn mánuð til að rétta gengi liðsins við en takist honum það ekki verður hann látinn taka pokann sinn. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 611 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna N1 deildin: Valur - FH 35:20 Mörk...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna N1 deildin: Valur - FH 35:20 Mörk Vals : Nora Valovics 6, Dagný Skúladóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 4, Eva Barna 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Hildigunnur... Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 228 orð

Mike Dean dæmir Evrópuleik Íslands og Lettlands í Laugardal

MIKE Dean, sem dæmir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, mun dæma leik Íslendinga og Letta í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í dag. Dean, sem er 29 ára gamall, hefur nokkrum sinnum komist í kastljósið fyrir störf sín. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 216 orð

Ólafur:"Var ekki að bíða eftir KR eða FH"

ÓLAFUR Kristjánsson skrifaði í gær undir samning við knattspyrnuliðið Breiðablik sem gildir til loka ársins 2009 en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö tímabil. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 679 orð | 1 mynd

"Við höfum örugglega æft mest allra liða"

LANGÞRÁÐUR sigur Stjörnunnar í körfubolta varð staðreynd í Garðabæ þegar liðið lagði Skallagrím að velli 85:72 í hörkuleik. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 174 orð

Reynsla Arnórs dýrmæt

"ÉG ber mikla virðingu fyrir íslenskum handknattleik. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 156 orð

Rúnar yfirmaður KR

RÚNAR Kristinsson tekur við starfi hjá KR sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 162 orð

Sigurþór stóðst prófið

SIGURÞÓR Jónsson úr GR tryggði sér í gær keppnisrétt á sænsku atvinnumótaröðinni í golfi en hann endaði í 4.-5. sæti á Elisafarm-vellinum í Svíþjóð. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 566 orð | 1 mynd

,,Vara okkur á því að vera ekki með neinn hroka"

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu leikur í dag sinn síðasta heimaleik í undankeppni Evrópumótsins þegar það tekur á móti Lettum á Laugardalsvelli klukkan 16. Meira
13. október 2007 | Íþróttir | 661 orð | 1 mynd

Vil sjá framhald af leiknum gegn Spáni

ÓLAFUR Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir mjög raunhæft markmið hjá íslenska landsliðinu að stefna á sex stig í næstu tveimur landsleikjum en Íslendingar taka á móti Lettum á Laugardalsvellinum í dag og sækja Liechtensteina heim á miðvikudaginn. Meira

Barnablað

13. október 2007 | Barnablað | 52 orð | 1 mynd

Eldhúsáhöld

20 hlutir eru á teikningunni. Flestir þeirra eiga heima í eldhúsinu en þó ekki allir. Getur þú hjálpað Stínu litlu og mömmu hennar að tína út óviðeigandi hluti úr eldhúsinu. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 48 orð | 2 myndir

Fjallrefur

Ólafur Örn, 8 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af ref sem er að klóra sér. Þetta er að öllum líkindum fjallrefur en sú tegund barst hingað til lands áður en land byggðist. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 54 orð | 1 mynd

Gaman að eiga hamstra

Í Kópavogi býr ungur hamstraræktandi, Óliver Adam Kristjánsson, 8 ára. Hann á þrjá litla dverghamstra og vonast til að eignast fleiri. Það hefur þó gengið misvel fyrir mömmuhamsturinn hana Snældu að búa með afkvæmum sínum. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 78 orð | 1 mynd

Gæludýrahald

Villt dýr spjara sig vel í náttúrulegu umhverfi sínu en fá gæludýr geta veitt og hreyft sig eins og þeim er eðlilegt. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir þörfum gæludýra og veita þeim það sem þau þurfa svo þau þrífist sem best. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Hamstrarnir hennar Halldóru eru horfnir

Hún Halldóra er að vinna í gæludýrabúðinni Me, bra og mjá alla laugardagsmorgna. Þegar hún mætti í morgun voru öll hamstrabúrin opin og 14 hamstrar höfðu sloppið út úr þeim. Getur þú hjálpað henni að finna hamstrana 14 á síðum... Meira
13. október 2007 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Hay-Lin

Una, 6 ára, teiknaði þessa flottu mynd af galdrastelpunni Hay-Lin. Sjáið hvað hún er með sítt og fallegt fjólublátt hár. Það hlýtur nú stundum að vera svolítið erfitt að hugsa um allt þetta... Meira
13. október 2007 | Barnablað | 11 orð

Lausnir

Hlutir númer 6, 11 og 17 eiga ekki heima í... Meira
13. október 2007 | Barnablað | 47 orð | 1 mynd

Ljóð

Vinir Það er gott að vera góður, bæði í blíðu og stríðu. Það er gott að eiga góðan vin, sem hjálpar mér. Kjólar Ég á marga kjóla, bæði bláa, græna og fjólubláa. Ég á líka marga skokka, fjólubláa, rauða og gula. Höf.: Elín Ylfa Viðarsdóttir, 8... Meira
13. október 2007 | Barnablað | 846 orð | 4 myndir

Mamman át tvo unga

Barnablaðið heimsótti ungan dreng í Kópavoginum, Óliver Adam Kristjánsson, 8 ára, en hann hefur um tíma fengist við þá skemmtilegu iðju að rækta hamstra. Óliver á eins og er þrjá hamstra, þau Snúð, Snældu og Toný. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 148 orð | 1 mynd

Saga um kisur

Kisan Vigdís eignaðist tvo kettlinga. Vigdís var ekki búin að skíra kettlingana sína. Þeir voru óþekkir og einn daginn týndust þeir. Mamma þeirra var búin að leita að þeim úti um allt. Vigdís, mamma þeirra, var döpur því hún fann ekki börnin sín. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 132 orð | 1 mynd

Sjaldgæf gæludýr

Í árþúsundir hefur hundurinn verið tryggasta gæludýr mannsins. Varðhundar gegna oft veigamiklu hlutverki og sumir eru tamdir til að aðstoða við veiðar en flestir hundar eru einfaldlega góðir vinir eigenda sinna. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 104 orð | 1 mynd

Skrítlur

Á milli vinkvenna. "Veistu hvenær Anna á afmæli?" "Nei, en ég held að það sé á þessu ári." "Læknir! Það er eitthvað að fingrunum mínum. Í hvert skipti sem ég sting þeim í eyrun þá hætti ég að heyra." Á veitingahúsinu. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 64 orð | 3 myndir

Svangar skjaldbökur

Bertmarí Ýr, 11 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af skjaldbökum í dýragarði. Þetta er fallegur garður þar sem skjaldbökurnar eiga heima, lítill hellir til að hvíla sig í og foss til að baða sig í. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd

Úti að leika með Snata

Listakonan Arna, 8 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd. Arna hugar vel að öllum smáatriðum og vandar sig bæði þegar hún teiknar og litar. Sjáið bara hvað stelpan klæðist flottum fötum og hundurinn er með fína hálsól. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 141 orð | 9 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku þurfið þið að svara níu skemmtilegum spurningum. Svörin skrifið þið á blað og sendið inn fyrir 20. október. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Þá eigið þið möguleika á að vinna DVD-myndina Barnyard. Meira
13. október 2007 | Barnablað | 1 orð | 1 mynd

Viltu klára að teikna mig?

... Meira
13. október 2007 | Barnablað | 235 orð | 1 mynd

Vinnan í kringum hamsturinn

Að ýmsu þarf að huga áður en hamstur kemur inn á heimilið. Það þarf að koma sér upp öllum nauðsynjum í kringum hamstrahald og eins þarf væntanlegur eigandi að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir gæludýrahaldi. Hvað þarf að kaupa? Meira
13. október 2007 | Barnablað | 27 orð | 2 myndir

Völundarhús

Kemstu í gegnum græna völundarhúsið? Byrjaðu við efri örina og endaðu við þá neðri. Mundu að nota blýant og hafa strokleður við höndina ef þú gerir... Meira

Lesbók

13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 3979 orð | 1 mynd

Að efnisögnin sé: ÞAÐ

Hér er fjallað um nokkur af merkustu verkum listasögunnar, Nike frá Samothraki , Venus frá Milo , Mjólkurstúlku Goya og fleiri nú, þegar loks er geispað yfir konsept, sem magurt konsept var, og... Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2290 orð | 1 mynd

Aldamótaþýðing Biblíunnar

Eftir Jón Sveinbjörnsson jsveinb@simnet.is Margir spyrja hvers vegna verið sé að þýða Biblíuna sem hefur verið til á íslensku um fimm aldir. Spurningin á vissulega rétt á sér og tengist annarri spurningu: Hvers vegna er verið að stunda guðfræði? Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 949 orð | 1 mynd

Án markmiðs, ástæðu og innihalds

Nú stendur yfir stærsti bókmenntaviðburður Þýskalands, Bókamessan í Frankfurt. Þá verða þýsku bókmenntaverðlaunin (Der Deutsche Buchpreis), sem eru ígildi Booker-verðlaunanna fyrir hið þýska málsvæði, afhent í þriðja sinn. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 541 orð

Barflugurnar Bukowski og Schroeder

Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Skáldið Charles Bukowski og kvikmyndamaskínan sem kennd er við Hollywood tilheyra andstæðum pólum bandarískrar menningar. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð

Brottför

Dag einn sá ég út um lestargluggann elginn sem ólmaðist upp steinvegginn síðan þá eru liðin 29 ár það gerðist í dag Við þjáningunni var ekkert að gera nema taka við henni Vængirnir Þrýsti lófunum að höndum formóður minnar. Krossar, för, hrukkur. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð | 3 myndir

BÆKUR

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Mannfræðingarnir Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir eru ritstjórar bókarinnar Afríka sunnan Sahara – í brennidepli sem kom nýverið út. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1083 orð | 2 myndir

Efasemdarmaður hannar húsgögn

Í dag verður opnuð sýning á húsgögnum Sigurðar Gústafssonar, allt frá vinnumódelum og upp í húsgögn í framleiðslu, í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ, þar sem er að finna bæði "byggð" og "afbyggð" verk, en að auki húsgögn þar sem... Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 679 orð | 1 mynd

Heilbrigðar sálir en skert verkfæri

Opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Sýningu lýkur 27. janúar, 2008. Aðgangseyrir 600 kr. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð | 1 mynd

Heimurinn hefur minnkað

Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ! Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð | 1 mynd

Hlustarinn

Hlustarinn Það er ótrúlegt að pæla í því hvað ég hef hlustað mikið á Marc Bolan sem er þekktastur fyrir að hafa verið maðurinn á bak við T.Rex. Það er hægt að segja að þessi hljómsveit hafi orðið fyrsta súpergrúppan á áttunda áratugnum í Bretlandi. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 593 orð | 1 mynd

Hreinsunareldurinn

Eftir Gerði Kristnýju gkristny@simnet.is Vinkona mín hafði tekið lagið Pride með hljómsveit sem hét U2 upp á kassettu úr útvarpinu og spilaði það fyrir mig inni í herberginu sínu. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2860 orð | 1 mynd

Hvítur snjór

Eftir Ólaf Gíslason olg@simnet.is Ég er víst ekki einn um þá tilfinningu að heimurinn sé fátækari eftir að við misstum Þorstein Gylfason. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 916 orð | 1 mynd

Innan í kistu

Er hægt að pakka fjórum áratugum af tónlist – þrjátíu og tveim breiðskífum, ellefu tónleikaplötum og hundruðum óútgefinna laga til viðbótar – í þriggja diska safnkassa? Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

Í Hafnarvogi

Þegar við göngum þröngar götur Hafnarvogs eru fáir á ferli enda kvöldmatur og bókasafnið að loka. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 431 orð | 3 myndir

KVIKMYNDIR

Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Ég hef alltaf gaman af ferðasögum og sjálfsævisögum. Ég er nýbúinn að klára Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson og mér fannst hún svo spennandi að ég næstum því gleymdi að hún er á íslensku. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 710 orð | 1 mynd

Lífið ofan- og neðanjarðar

Heimildarmyndin Black White + Gray , sem er leikstýrt af James Crump, hefur vakið athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim upp á síðkastið, hátíðum á borð við London Film Festival, en myndin fjallar um ævi og störf hins áhrifamikla sýningarstjóra og listasafnara, Sam Wagstaff. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 230 orð | 2 myndir

Portrett af tímanum

Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Location heitir ný ljósmyndabók eftir Spessa. Bókin heitir þessu enska nafni vegna þess að hún er gefin út í New York en þessi bók á ekkert síður erindi við Íslendinga. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 778 orð | 1 mynd

Reiki

Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Af hverju varð fólk svona reitt? Morguninn eftir að fréttir bárust af sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest átti ég leið um bæinn. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð | 1 mynd

Til hamingju með afmælið!

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Einnig kom fram Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson og Karlakór Keflavíkur. Einsöngvari: Davíð Ólafsson. Föstudagur 5. október. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 448 orð | 3 myndir

TÓNLIST

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Gömlu brýnin í Genesis komu aftur saman á þessu ári aðdáendum til mikillar gleði. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1423 orð | 5 myndir

Tónlistarhúsið við höfnina

Tónlistarhús hefur verið draumsýn margra tónlistarmanna í áratugi en í árslok ársins 2009 mun húsið langþráða loksins verða tilbúið og ef allt gengur eftir verða glæsilegra en flesta óraði fyrir. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð | 1 mynd

Umhverfisbábiljur

"Jákvæðir þættir stjórnlítillar hlýnunar eru ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi. Meira
13. október 2007 | Menningarblað/Lesbók | 617 orð

Þarf endilega að klára?

Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Ég var að hlusta á útvarpið um daginn og þá fór maður að hlæja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.