ANTONÍA Sigurðardóttir, ellefu ára dóttir Sigurðar Gestssonar eiganda Vaxtarræktarinnar, tók í gær fyrstu skóflustungu að heilsuræktarhúsi sem fyrirtækið ætlar að reisa á sundlaugartúninu norðan við íþróttahöllina.
Meira
EFNI tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á morgun á Akureyri og Eskifirði eftir viku helgast að stórum hluta af nálægð allra sálna messu sem er á næstu grösum.
Meira
HIN hnattræna mynd af fólksfjölgun, ástandi vistkerfa og fæðuframleiðslu er ekki uppörvandi. Eyðimerkurmyndun hefur áhrif á fjórðung alls lands í heiminum og ógnar velferð meira en milljarðs jarðarbúa.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað tvo fyrrverandi ritstjóra dagblaðsins DV af kröfu formanns Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að ummæli sem birtust í blaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk.
Meira
BANASLYS varð í gærkvöldi þegar tveir bílar, pallbíll og fólksbíll, rákust saman á norðanverðri Holtavörðuheiðinni. Ekki er vitað um tildrög slyssins en lögreglan á Vestfjörðum vann að rannsókn í gærkvöldi.
Meira
BIRGIR Andrésson myndlistarmaður andaðist í Reykjavík 25. október 52 ára gamall. Birgir fæddist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1955, sonur hjónanna Andrésar Gestssonar frá Pálshúsum á Stokkseyri og Sigríðar Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum.
Meira
Utanríkisráðherra hefur falið Ellisif Tinnu Víðisdóttur að gegna hlutverki breytingastjóra innan Ratsjárstofnunar með starfshópi utanríkisráðuneytisins um yfirtöku stofnunarinnar.
Meira
JÓHANNA Fjóla Jóhannesdóttir MSc hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu hjúkrunarforstjóra á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi (SHA) flytur erindi í málstofu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði 29. okt. nk. kl. 12.10–12.50.
Meira
Vestmannaeyjar | Bæjarráð Vestmannaeyja gerir kröfu um að stærri og öflugri ferja verði notuð til siglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöruhafnar en gert er ráð fyrir í auglýsingu Siglingastofnunar um forval vegna kaupa og rekstrar ferju á þessari...
Meira
Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Kvikmyndafélagið Skotta, sem er í eigu Árna Gunnarssonar á Sauðárkróki og fjölskyldu hans, hefur undanfarið ár unnið að gerð tveggja sjónvarpsmynda.
Meira
Á AÐALFUNDI Félags ábyrgra feðra nýlega var ákveðið að breyta nafni félagsins í Félag um foreldrajafnrétti. Félagið áformar að halda veglega upp á 10 ára afmæli sitt á feðradaginn hinn 11. nóvember nk. Hægt er að gerast félagsmaður á foreldrajafnrétti.
Meira
BIÐRÖÐ myndaðist fyrir utan Apple-verslunina við Laugaveg í gær þegar sala hófst á Leopard, sjöttu útgáfu Mac OS X-stýrikerfisins. Ásgeir Jónsson verslunarstjóri sagðist hafa neyðst til að loka búðinni tímabundið.
Meira
Áfengi er mikið í umræðunni núna. Þótt um löglegt vímuefni sé að ræða veldur það ýmsum skaða, stundum óbætanlegum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við sérfræðinganna Kari Killén, dr.
Meira
MARGT bendir til, að Neandertalsmenn hafi verið rauðhærðir, að minnsta kosti sumir þeirra. Má lesa það út úr DNA eða erfðaefni, sem vísindamönnum tókst að finna í líkamsleifum tveggja þeirra.
Meira
GLERBROT hefur fundist í rauðvínsflösku af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. ÁTVR og Vífilfell hf. biðja viðskiptavini sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd.
Meira
Nýbygging við Grand hótel, við Sigtún í Reykjavík, var tekin formlega í notkun í gær, en með stækkuninni rekur Kaupgarður, fyrirtæki Ólafs Torfasonar hótelstjóra, orðið stærstu hótelkeðju landsins.
Meira
TVEIR ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Annar þeirra, karl á þrítugsaldri, var stöðvaður í Grafarvogi en hinn, 18 ára piltur, var stöðvaður í Kópavogi.
Meira
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili, við Hringbraut heldur upp á 85 ára afmæli um helgina. Laugardaginn 27. október býður heimilisfólk aðstandendum sínum í afmæliskaffi, frá klukkan 14-16.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur leggst alfarið gegn tillögu að nýju deiliskipulagi vegna athafnasvæðis á Hólmsheiði. Skorar stjórn félagsins á borgarstjórn að endurskoða Aðalskipulag Reykjavíkur frá grunni.
Meira
JÓHANNES Jónsson, gjarnan kenndur við Bónus, er afar ósáttur við þau ummæli bæjarstjórans á Akureyri í Morgunblaðinu að ólíklegt sé að Hagkaupsverslun verði reist á svæðinu þar sem Akureyrarvöllur er nú.
Meira
"ÞAÐ er alveg sérstök upplifun að koma í Páfagarð og fá móttökur af því tagi sem ég og mitt föruneyti fengum," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra, eftir fund með Benedikt páfa XVI. í gær.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SÚ ÁKVÖRÐUN stjórnenda Kaupþings banka að gera upp í evrum og leggja til við hluthafafund að breyta hlutafé bankans í evrur kemur ekki á óvart, segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Meira
SIGURJÓN Sigurðsson, formaður Handknattleiksfélags Kópavogs, er óánægður með þá aðferðafræði sem beitt er í úthlutun tíma til HK og Breiðabliks í knatthúsum Kópavogs og vill að bænum og þar með knatthúsunum sé skipt á milli félaganna.
Meira
Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | Starfsmenn fangelsisins á Litla-Hrauni hafa afhent Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis, áskorun til þingmanna, dómsmálaráðherra, Fangelsismálastofnunar og sveitarstjórna á Suðurlandi um...
Meira
BANDALAG íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, útnefndi í gær Land Rover Freelander bíl ársins. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, tók við Stálstýrinu, sem fylgir nafnbótinni, fyrir hönd B&L úr hendi Kristjáns Möllers samgönguráðherra.
Meira
KONUNNI sem handtekin var í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn var sleppt úr haldi á Selfossi í gær. Hafnaði dómari gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar en konan var handtekin vegna gruns um að hún hefði kveikt í íbúð sinni.
Meira
Nafn keppanda vantaði Í FRÉTT af Norðurlandamóti stúlkna, sem fram fer í Danmörku um helgina, vantaði nafn einnar stúlkunnar. Sigríður Björg Helgadóttir mun tefla á mótinu ásamt stöllum sínum sex sem taldar eru upp í fréttinni.
Meira
Stokkseyri | Tónleikar verða með Ljótu hálfvitunum á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld, í tilefni vetrarkomu. Knattspyrnufélagið Ástríkur PSV stendur fyrir tónleikunum.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýknað karlmann af ölvunarakstri á Suðurlandsvegi í mars sl. þar sem svo mikill vafi var kominn upp í málinu og eina vitnið sem hefði getað staðfest sekt mannsins var ekki leitt fyrir dóminn né skýrsla tekin af því.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BETRI veðurskilyrði, kólnandi veður og minni vindur gerðu slökkviliðsmönnum í sunnanverðri Kaliforníu kleift í gær að halda aftur af eða slökkva marga skógarelda. Enn eru þó um 20.000 hús á hættusvæðum.
Meira
OPIÐ hús verður í Sri Chinmoy miðstöðinni til minningar um Sri Chinmoy sem lést þann 11. október síðastliðinn. Allir sem vilja minnast hans eru boðnir velkomnir sunnudaginn 28. október milli kl. 15 og 17 og verður hægt að rita nafn sitt í minningarbók.
Meira
BETUR fór en á horfðist þegar Þórir Hans Svavarsson datt milli skips og bryggju í Reyðarfjarðarhöfn á miðvikudag, en félagar hans björguðu honum á þurrt. Honum líður nú þokkalega og er þakklátur öllum þeim sem komu að björguninni.
Meira
NÁMSKEIÐ í gæðastjórnun á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands verður haldið á Dunhaga 7 þriðjudaginn 13. nóvember kl. 8.30-16, miðvikudaginn 14. nóvember og fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13-17 (3x).
Meira
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Ingu Jónu Þórðardóttur formann sjö manna nefndar sem hefur það hlutverk að efla og styrkja eftirlit með uppbyggingu fasteigna heilbrigðisstofnana og aðstöðu þeirra og rekstri fasteigna Landspítala og Sjúkrahússins á...
Meira
NÝ BÓNUSVERSLUN verður opnuð í Garðabæ í dag, laugardag, kl. 10. Boðið verður upp á fjölda opnunartilboða. Verslanir Bónus eru nú 25 talsins eftir að tveimur litlum verslunum var lokað í sumar.
Meira
SAMKVÆMT reglum vegna útboða á byggingarrétti á lóðum sunnan Sléttuvegar í Reykjavík gat fólk skilað inn tilboðum í fleiri en eina lóð, enda þótt fyrir því vakti að fá aðeins eina lóð.
Meira
SERBNESKIR þjóðernissinnar eru sakaðir um að valda vaxandi spennu í Bosníu og jafnvel víðar á Balkanskaga. Er ástæðan sögð sú, að þeir óttast að missa Kosovo-hérað í hendur albanska meirihlutanum þar.
Meira
STARFSMENN Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði lögðu hönd á plóg laugardaginn 20. október síðastliðinn og unnu að ýmsum verkefnum í þágu samfélagsins. Í október hafa starfsmenn Alcoa um allan heim sinnt sjálfboðavinnu og lagt góðum málefnum lið.
Meira
EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa dr. Sigurgeir Þorgeirsson í embætti ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu frá og með næstu áramótum.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ALLT útlit er fyrir að skráning hlutabréfa í evrum geti hafist í nóvember næstkomandi, en vinna við endurskoðun á skráningarferlum er að ljúka hjá Verðbréfaskráningu Íslands.
Meira
HUANG Yan, fjögurra ára kínverskur drengur, svamlar hér um í sædýrasafninu í Qingdao ásamt fimm ára mjaldri. Ólympíuleikarnir verða í Kína á næsta ári og að undanförnu hefur verið mikið um alls kyns "íþróttauppákomur" með börnum.
Meira
Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | "Mér finnst fengur að því að fá hann hingað með námskeið fyrir börn og stefni að því að halda svona vinnustofur í safninu.
Meira
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði tvenn unglingaslagsmál í síðustu viku. Ofbeldið var grófara en lögreglan hefur áður séð hjá unglingum.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VINNU við endurskoðun á skráningarferli hlutafjár í evrur hjá Verðbréfaskráningu Íslands er að ljúka og er búist við því að fyrirtæki í Kauphöll geti hafið skráningu á hlutafé sínu í þeirri mynt í nóvember.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is VERIÐ er að skoða hugmyndir um að taka upp eitthvert form lýðræðis í samfélagi tölvuleiksins EVE Online, en að leiknum eru nú tæplega 200.
Meira
Selfoss | "Aðalmálin á þessum fundi verða menntunarmál slökkviliðsmanna og samræmdar útkallsskýrslur," sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Selfossi og formaður Félags slökkviliðsstjóra Íslandi (FSÍ), en félagið heldur aðalfund sinn...
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráðherra átti í gær fund með Gloriu Arrayo í Malcanang forsetahöllinni í Manilla, ásamt Angelo T. Reyes orkumálaráðherra Filippseyja og yfirmönnum filippseyska ríkisorkufyrirtækisins.
Meira
Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að mótmæli hefðu verið fyrir utan fundarstað varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem voru á fundi í Hollandi í fyrradag.
Meira
Hinir ungu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru að beita sér fyrir því, að áfengi verði selt í matvöruverzlunum, eru að leika sér að pólitískum eldi.
Meira
Eitt af því sem hefur gert samfélag okkar eftirsóknarvert er sá tiltölulega mikli jöfnuður sem hér hefur ríkt og sú nálægð, sem ríkt hefur milli svokallaðra valdamanna og hinna almennu borgara.
Meira
Krafist er uppsagnar Þrastar Helgasonar, ritstjórnarfulltrúa Lesbókar Morgunblaðsins. Krafan birtist hér: "Verandi löggiltur bókmenntafræðingur staðhæfi ég að þetta er ekki kvæði fyrir fimm aura.
Meira
Eftir Jo Strömgren. Leikstjóri: Jo Strömgren. Leikmynd og búningar: Jo Strömgren. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Hljóðmynd: Ólafur Örn Thoroddsen.
Meira
Eftir Hallgrím H. Helgason hgrimur@simnet.is MARTEINN Hunger Friðriksson dómorganisti hefur nú í 26 ár staðið fyrir Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Þar er jafnan í öndvegi frumflutningur á tónverki sem samið er sérstaklega fyrir kórinn og organistann.
Meira
TÖKUR á kvikmyndinni Englar og djöflar sem er byggð á samnefndri bók Dans Browns hefjast í febrúar á næsta ári. Tom Hanks verður aftur í hlutverki táknfræðingsins Roberts Langdons en hann lék eins og alkunna er prófessor Langdon í Da Vinci-lyklinum .
Meira
NÝJASTA plata Gumma Jóns, gítarleikara Sálarinnar, er komin út og nefnist hún Fuður . Nú verð ég að játa á mig fáfræði því ég hef ekki hugmynd um hvað orðið Fuður þýðir – gaman að því. Það er greinilegt hver hefur samið flest lög Sálarinnar.
Meira
VINIR Sigurðar Gylfa Magnússonar hafa gefið út Íslenzka menningu II honum til heiðurs á fimmtugsafmæli hans. Flestir höfundar efnis í Íslenzkri menningu II starfa við Reykjavíkurakademíuna.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is RÚSSNESK-ísraelski píanósnillingurinn Albert Mamriev heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu Salarins við Richard Wagner-félagið.
Meira
FJÖLMARGAR myndlistarsýningar verða opnaðar um helgina, og gæti það orðið góður rúntur fyrir listelska að kíkja á þær. Í Listasafni ASÍ á Freyjugötu verður opnuð sýning kl. 15 í dag á verkum listakonunnar Sari Maarit Cedergren.
Meira
Síðastliðið vor stakk ungur tónleikagestur upp á því við Sinfóníuhljómsveit Íslands að hún héldi náttfatapartí. Hljómsveitin ætlar að verða við þessari bón í dag klukkan 17 með tónleikum þar sem flutt verður draumkennd næturtónlist ýmiskonar.
Meira
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is UM áramótin rennur út samstarfssamningur um rekstur Safns við Laugaveg og að óbreyttu verður því lokað fyrir fullt og allt.
Meira
HANN stóð 200 sinnum á sviðinu og flutti leikverkið Hellisbúann . Bráðum mun hann hafa leikið Pabbann 80 sinnum og stöðugt er uppselt á sýninguna. Það er nóg að gera hjá Bjarna Hauki Þórssyni. "Ætli þetta sé ekki bara lítið blóm sem hefur vaxið!
Meira
Trompetleikarinn Meynard Ferguson var þekktur fyrir gríðarlegt tónsvið og kraftmikinn tónlistarflutning. Ferguson lést á síðasta ári og á morgun ætla Stórsveit Reykjavíkur og sænski trompetleikarinn Lasse Lindgren að heiðra minningu hans með tónleikum.
Meira
VICTORIA Beckham hefur að sögn þeirra sem til þekkja, valdið miklu uppnámi í fataversluninni Barneys í New York. Ástæðan er sú að Victoria hefur lagt það í vana sinn að skila rándýrum hönnunarfötum, sem hún fær sniðin að líkama sínum.
Meira
The Dark is Rising Ævintýramyndin The Dark is Rising (einnig nefnd The Seeker ) er byggð á skáldsögu Susan Cooper frá árinu 1973 og fjallar um Will Stanton, ungan strák sem uppgötvar sér til mikillar undrunar að hann er ekki bara eilífur, heldur staddur...
Meira
Einar Bragi Bragason | 26. október Verndum listformið skallapopp Já ekki veitir af, ef menn eru það óheppnir að falla undir það að vera skallapoppari er mjög líklegt að viss stétt á Íslandi reyni að gera lítið úr þér alla ævi.
Meira
Jóhannes Tómasson skrifar um áhættu í flugi: "Hver flugferð er flókinn ferill og markmið þeirra sem starfa að flugöryggismálum er að draga úr áhættu."
Meira
UMFÍ sé í raun lokuð samtök þar sem aðilar eru handvaldir inn í samtökin, segir Reynir Ragnarsson: "Það er því algerlega óskiljanlegt fyrir okkur sem erum í forystu fyrir íþróttahreyfingunni í Reykjavík að hreyfingin skuli ekki fá inngöngu í UMFÍ."
Meira
Rósa Þorsteinsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir skrifa um gildi aukinnar hreyfingar: "Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni sem hvetur til þess að börn nýti virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla."
Meira
Helga Bragadóttir varpar örlitlu ljósi á það hvað hjúkrunarfræðingar gera og hvers vegna: "Vegna aukinnar tækni, meiri þekkingar og vaxandi krafna sjúklinga um gæðaþjónustu hafa hjúkrunarfræðingar leitast við að þróa fag sitt og starfshætti."
Meira
Magnús Þór Hafsteinsson | 26. okt. Innflytjendamál stóra kosningamálið í Danmörku? Fyrstu skoðanakannanir, eftir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti þjóð sinni að boðað yrði til kosninga 13.
Meira
Marinó G. Njálsson | 26. október 2007 Flugvöllur í Fljótavík Hún er einkennileg fréttin á visir.is um flugvöll í Fljótavik í ljósi þess að þar hafa verið tvær flugbrautir í fjöldamörg ár.
Meira
Ómar Ragnarsson skrifar um hugsanlegt eldgos af mannavöldum: "Í sex ár hefur verið feluleikur með það að með myndun Hálslóns var storkað náttúruöflum og tekin stórfelld áhætta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."
Meira
Peter Nedergaard, Ole Elgström, Per Lægreid og Baldur Þórhallsson hvetja til aukinna rannsókna á norrænu samstarfi: "Í grein þessari leggja fjórir norrænir prófessorar til að rannsóknum á norrænu samstarfi verði gert hærra undir höfði."
Meira
Signý | 26. október 2007 Í dag... ...var ég tilraunadýr og tók áhugasviðspróf. ...Truflaði mig einn liðurinn í þessu prófi en hann fólst í því að merkja við hvort mér myndi líka mjög vel, ágætlega, frekar illa eða mjög illa að vinna með ákveðnu fólki.
Meira
Títansamningarnir heimila Landsvirkjun í besta falli að byggja rennslisvirkjanir, annað ekki, segir Atli Gíslason: "Verum minnug þess að við erum með landið í láni frá afkomendum okkar og okkur ber að skila því í hendur þeirra í betra ástandi en við tókum við því."
Meira
Í umfjöllun REI-málsins er reynt að festa í sessi spillingarstimpil á Framsóknarflokk, segir Bjarni Harðarson: "...ef við alla umfjöllun um umferðarslys væri tekið fram ef einhver viðkomandi væri búsettur í Kópavogi."
Meira
Frumvörp til Alþingis ÁFENGISMÁL hafa mikið verið í sviðsljósinu síðustu daga og finnst mér frumvarpið um að heimila sölu á áfengum drykkjum í venjulegum verslunum vera alveg fyrir neðan allar hellur.
Meira
Jón Hjaltason vill ekki að bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum: "Ég vil spyrja þingmenn, eruð þið alveg vissir í ykkar sök? Mun til dæmis bjórsala í Hagkaupum ekki auka áfengisneyslu ungmenna?"
Meira
Gunnar Helgason fæddist að Háreksstöðum í Norðurárdal hinn 23. september 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Þórðarson, f. 1877, d. 1951 og Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Sesselja Lára Ólafsdóttir Kjerúlf fæddist á Tjörn á Vatnsnesi í V-Hún. 20. apríl 1909. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson frá Tungu í Þverárhreppi, f. 4. júní 1879, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jóhannesdóttir fæddist að Gunnarsstöðum 10. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalbjörg Vilhjálmsdóttur frá Ytri-Brekkum á Langanesi, f. 24.3. 1892, d. 10.4.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Rúnar Vilhjálmsson fæddist í Hafnarfirði 8. október 1957. Hann lést á heimili sínu 7. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 23. október.
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Elíasdóttir fæddist á Davík hinn 11. janúar 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans 14. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 23. október.
MeiraKaupa minningabók
Ég er mjög ánægður með þennan fund. Hann stóð fyllilega undir mínum væntingum. Það var mjög gott að fá svona góð erindi frá fulltrúum Hafrannsóknastofnunar.
Meira
ICELANDAIR Group tekur við rekstri tékkneska flugfélagsins Travel Service á fjórða ársfjórðungi en ekki þeim þriðja eins og áður hafði verið tilkynnt.
Meira
VELTA í hlutabréfaviðskiptum í kauphöll OMX á Íslandi var fremur dræm í gær en alls skiptu hlutabréf um hendur fyrir ríflega 5,6 milljarða króna. Heildarvelta í kauphöllinni nam hins vegar 18,3 milljörðum .
Meira
REKSTUR Skipta, móðurfélags Símans, skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi og í afkomutilkynningu félagsins kemur fram að það sé 6,4 milljarða króna afkomubati frá sama tímabili í fyrra.
Meira
AFKOMA Exista, sem kunngjörð var í fyrradag, var langt yfir öllum spám greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir 9,7-11,2 milljarða króna tapi á rekstri félagsins á þriðja fjórðungi. Þess í stað hagnaðist félagið um 676 milljónir króna.
Meira
STAN O'Neal, forstjóri Merrill Lynch fjárfestingarbankans, á að hafa komið máli við stjórnendur Wachovia, fjórða stærsta banka Bandaríkjanna, í síðustu viku og lagt til að fyrirtækin rynnu saman.
Meira
COUNTRYWIDE, stærsti íbúðalánasjóður Bandaríkjanna, skilaði 1,2 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins og er það í fyrsta skipti í 25 ár sem sjóðurinn skilar ekki hagnaði á ársfjórðungi.
Meira
ÞEGAR ólga gerir vart við sig á fjármálamörkuðum heimsins er mikilvægt fyrir banka að undirstöður starfseminnar séu heilbrigðar og sjóðstreymi af hefðbundinni bankastarfsemi gott.
Meira
STEMNINGIN virðist hafa verið góð á hlutabréfamörkuðum í vesturheimi í gær. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu merkjanlega og er ástæðuna helst að finna í góðu uppgjöri hugbúnaðarframleiðandans Microsoft sem kætti fjárfesta.
Meira
Mikið er rætt og ritað um nýja þýðingu á Biblíunni. Í Raupararímu stendur: Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti eg hana alla í einu, ei kom það að gagni neinu.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Rússarnir höfðu samband við okkur og buðu íslenskum glímumönnum að koma og taka þátt í þessu heimsmeistaramóti í svokallaðri beltisglímu eða Belt Wrestling.
Meira
Nú um veturnætur líta margir um öxl, einkum til veðráttunnar, ekki síst þeir sem eiga svo margt undir sól og regni. Í þeim hópi eru bændurnir sem nýta frjósama fósturmoldina og njóta þess sem til er sáð.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það ber alla jafna ekki mikið á grænlenskri fatahönnun hér á landi og selskinnsjakkar og -töskur, sem ferðamenn gjarnan taka með sér eftir dvölina, eru líklega það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Meira
Clare Dickens hefur skrifað bók um baráttu sonar síns við geðhvarfasýki og þátttöku sína í þeirri baráttu. Hrund Hauksdóttir mælti sér mót við hina hugrökku móður – til þess að fræðast um þessa merkilegu bók sem var að koma út hjá JPV útgáfu og nefnist: Þegar ljósið slokknar.
Meira
EF ÞÚ óttast að tapa getur þú ekki unnið," sagði sænski tennisleikarinn Björn Borg einhverju sinni. Franka Dietzsch varð heimsmeistari í kringlukasti árið 1999, en eftir það small allt í lás.
Meira
80 ára afmæli. Ásgeir Björgvinsson trésmíðameistari, Reykjamörk 2, Hveragerði, verður áttatíu ára 29. október nk. Af því tilefni mun hann fagna með fjölskyldu sinni í Golfskálanum í Hveragerði í dag, laugardaginn 27. október frá kl....
Meira
80 ára afmæli. Guðrún S.E. Clausen verður áttatíu ára sunnudaginn 28. október nk. Af því tilefni býður hún til veislu í sal félagsþjónustu aldraðra, Hraunbæ 103, á afmælisdaginn frá kl....
Meira
Ártíðardagur Hallgríms Hátíðarmessa verður 28. október kl. 11 í Hallgrímskirkju í tilefni af ártíðardegi Hallgríms Péturssonar (27. október) en í ár eru 333 ár frá andláti þessa mikilhæfa og bænheita listamanns.
Meira
Marc Lanteigne fæddist í Montreal, Kanada 1971. Hann lauk doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá McGill háskóla 2002. Hann er sérfræðingur á sviði stjórnmála og efnahagsmála Kína. Hann kenndi við McGill-háskóla og Dalhousie-háskóla í Halifax. Marc kennir nú við St. Andrews-háskóla Skotlandi.
Meira
Staðan kom upp í landskeppni á milli Rússlands og Kína sem fram fór í Nizhniy í Novgorod í Rússlandi fyrir skömmu. Hin kínverska Yang Shen (2439) hafði svart gegn stöllu sinni Ekaterina Kovalevskaya (2454). 37... Hxc3+! 38. Dxc3 Hc8 39.
Meira
1 Þjóðminjasafnið fær fjölda muna í næsta mánuði frá Svíþjóð sem hafa verið þar í geymslu í 120 ár. Hver er þjóðminjavörður? 2 Kvörtunum um galla í nýbyggingum rignir inn til Húseigendafélagsins. Hver er talsmaður Húseigendafélagsins?
Meira
Einn af viðmælendum Víkverja, sem býr í Kaupmannahöfn, hafði orð á því á dögunum, að framboð á lífrænum matvörum hefði aukizt svo mikið í matvöruverzlunum þar í borg, að í sumum tilvikum mætti telja, að helmingur allrar sölu væri í lífrænum vörum.
Meira
EGGERT Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er fylgjandi því að valdir leikir í ensku úrvalsdeildinni verði færðir til Bandaríkjanna til þess að ná enn meiri athygli á heimsvísu, og þar í landi. Talsmanni deildarinnar líst ekkert á þessa hugmynd.
Meira
"ÉG vonast til að geta breytt áliti þjálfarans á mér. Þegar ég verð kominn í mitt besta form þá er ég meðvitaður um að ég get nýst liðinu vel og sýnt meira en ég gerði í Glasgow.
Meira
Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves snýr til baka í lið Manchester United í dag þegar liðið tekur á móti Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.
Meira
Tindastóll og Njarðvík fögnuðu sigrum í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Tindastóll lagði Skallagrím í framlengingu, 102:90, og Njarðvík hafði betur gegn ÍR, 83:68.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla lék í gærkvöldi einhvern þann slakasta leik sem það hefur leikið í manna minnum þegar það mætti frískum Ungverjum í Laugardalshöll.
Meira
ÓLAFUR Örn Bjarnason, leikmaður norska meistaraliðsins Brann, hefur loks fengið í hendur tilboð frá félaginu en forráðamenn Brann hafa boðið honum nýjan tveggja ára samning.
Meira
Sara Dögg, 8 ára, teiknaði þessa sniðugu mynd af hamstrinum Júlíu. Hamsturinn heitir í höfuðið á systur hennar Söru. Hamsturinn Júlía er mikil dúlla og væri nú gaman að geta tekið Júlíu út úr blaðinu og knúsað hana...
Meira
Þær Alexandra Ríkharðsdóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Marta María Arnarsdóttir og Gréta Arnarsdóttir eru allar 11 ára og æfa ballett hjá Ballettskóla Sigríðar Ármann. Eftir æfingu settust þær niður með okkur og áttum við stutt spjall um ballettinn.
Meira
Ef þú skoðar Fúsa vel sérðu að í andliti hans leynist aldur hans. Prufaðu að snúa andliti Fúsa þangað til þú sérð hversu gamall hann er. Ef þér finnst þetta snúið getur þú litið á lausnina...
Meira
Valur, 9 ára, teiknaði þessa ógurlegu mynd. Það er nú eins gott að þessi sýn hans Vals rætist ekki. Það væri miklu skemmtilegra að fá geimverur í heimsókn sem hægt væri að bjóða í...
Meira
Bertmarí, 11 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af ungri stúlku í siglingu í skemmtigarði. Listakonan Bertmarí hefur teiknað margar myndir fyrir Barnablaðið og vonandi fáum við að sjá fleiri listaverk eftir...
Meira
Ballettinn kom fyrst fram á 16. öld sem skemmtun fyrir kóngafólk í Evrópu. Frá honum þróaðist klassískur ballett en spor og stöður bera enn gömlu frönsku heitin. Í ballett er saga sögð með tónlist, dansi og látbragði.
Meira
Hvaða leiðir eiga indíánarnir að fara til að komast heim til sín? Indíáni A þarf að komast að tjaldi A, indíáni B að tjaldi B o.s.frv. Leiðir þeirra mega ekki skarast. Notaðu blýant svo þú getir strokað út ef þú gerir einhverja vitleysu.
Meira
Flestum þykir mávurinn vera þreytandi fugl og heldur frekur. Þó þetta sé almannaálitið er því ekki að neita að mávurinn er bæði útsjónarsamur og sniðugur. Mávurinn fer nefnilega stundum á kræklingaveiðar.
Meira
Dalur risabeinagrindanna eftir Geronimo Stilton. Bókin er fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára. Það er létt að lesa hana því að hún er stutt og stafirnir eru stórir.
Meira
Einu sinni fyrir langa löngu var land sem var í rauninni ekki til. Sunna sem var bara sex ára var á siglingu með pabba sínum og mömmu þegar hún kom auga á landið. Sunna ákvað að stíga á land og skoða sig um. Allt í einu fann hún fyrir sting í fætinum.
Meira
Aníta Ýr, 9 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af sjálfri sér við snjókarlagerð. Það verður nú gaman að fara út að leika þegar rigningin hættir og snjórinn...
Meira
Í þessari viku eigið þið að leysa stafarugl. Á sviðunum tveimur má sjá uppsetningu á tveimur þekktum ballettum, þið þurfið að finna út hvað sýningarnar heita.
Meira
Berglind er búin að æfa ballet í fjölda ára. Hún lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í dag að týna táskónum sínum fyrir stóru sýninguna í leikhúsinu.
Meira
Strýkur vindur volgri hönd varfærni um dal og lönd vakir sumars sæla tíð sólin skín á bala og hlíð vaxa blómin breitt um grund björt er sumarnæturstund grænn er hagi og gras á hól grösug sveit á sumarkjól. Bjarni Guðmundsson Höfundur er...
Meira
Lars Skinnebach vakti talsverða athygli á Ljóðahátíð Nýhils. Og ljóð hans sem birt var í Lesbók fyrir stuttu, "Lestu mig. Ég er með stór brjóst", vakti ekki síður viðbrögð.
Meira
Frank Castorf er án efa einn af áhrifamestu leikstjórum og leikhússtjórum Evrópu um þessar mundir. Sýningar hans hafa bæði heillað og hneykslað en láta sjaldnast áhorfendur sína ósnortna.
Meira
Gláparinn Svíinn Lukas Moodyson hefur gert nokkrar afbragðs kvikmyndir. Fyrst sá ég Fucking Åmål (1998) sem fjallar um engar venjulegar unglingsástir, heldur þau undur og stórmerki þegar Agnes, einmana unglingsstelpa, verður hrifin af töffaranum Elínu.
Meira
Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Í upphafssenu Tirez sur le pianiste hleypur karl nokkur á flótta undan bifreið eftir myrkum strætum Parísarborgar.
Meira
"Það þarf sérstakan hroka til að tala fyrir munn alls heimsins eins og Guðni gerir. Auk þess er það í ósamræmi við þá fullyrðingu hans, að ég sé "málpípa ráðandi afla".
Meira
Eftir Eystein Björnsson eystb@ismennt .is ! Mér fannst dálítið skondið að lesa eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, með fyrirsögninni: Húðkrabbamein til bóta.
Meira
Hlustarinn Tæplega níu ára sonur minn er í sínu prívat Bítlaæði þessa mánuðina, við dælum lögum þeirra inn á ipodinn, hann hefur jafnvel smitað fjögurra ára systur sína, þau syngja saman hástöfum I´m the eggman, they are the eggmen, I´m the walrus,...
Meira
Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@simnet.is Um daginn undraðist háskólakennari einn að ég skyldi leggja mig niður við að þýða setningarávarp og bókarkafla eftir J. M. Coetzee fyrir bókmenntahátíðina í Reykjavík. Er þetta eitthvert prinsíp?
Meira
"Einvera er draumsýn. Við höldum að þeir séu einir, en þeir eru bara að þykjast vera einir. Það er tóm blekking. Þeir eru kallaðir villidýr, en villidýrin eru einfarar.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Fyrst þetta: ég kynntist Pink Floyd með eilítið óvenjulegum hætti, eða það gæti eitilhörðum aðdáendum hljómsveitarinnar fundist.
Meira
Bókamessan í Frankfurt er ekki staðurinn til að njóta bóka heldur kaupa þær og selja. Er mikilvægt fyrir Íslendinga að hljóta þann sess að vera gestaþjóð árið 2011? spyr greinarhöfundur um leið og hún lýsir upplifun rithöfunda af bókamessunni.
Meira
Er Iceland Airwaves farin að snúast um allt annað en tónlist – er tónlistin aukaatriði sem myndar einungis eins konar ramma, eða afsökun, utan um brjáluðustu (og lengstu) djammhelgi ársins? Er Airwaves orðin að verslunarmannahelgi flotta fólksins, útilegu elítunnar?
Meira
Á sunnudaginn var opnuð sýning á málverkum eftir Magnús Kjartansson myndlistarmann í Grafarvogskirkju. Verkin hafa verið í eins konar prísund í vinnustofu hans í Álafosshúsinu um langan tíma og sjást því í fyrsta sinn á opinberum vettvangi nú.
Meira
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Önnur bókin um ævintýri Eineygða kattarins Kisa eftir Hugleik Dagsson er komin út og að þessu sinni leitar hann að leyndarmálinu um tilgang lífsins.
Meira
Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju sunnudaginn 9. desember og miðvikudaginn 12. desember, kl. 20, báða daga.
Meira
Hvað er betra á dimmum vetrardögum en að hitta drauga, álfa og tröll? Á Stokkseyri sveima slíkar þjóðsagnaverur um í tveimur söfnum, Draugasetrinu og Álfa-, trölla- og norðurljósasafninu.
Meira
Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur hefur farið á mörg jólahlaðborð en segir það misjafnt frá ári til árs hvort hún fari. "Það er haldið jólahlaðborð í vinnunni minni einu sinni á ári, en ég fer þó fremur sjaldan.
Meira
Í íslensku máli er urmull af málsháttum og orðtökum sem tengjast mat og drykk. "Matur er mannsins megin" er sennilega þeirra þekktast en megin þýðir afl eða kraftur.
Meira
Helga Mogensen mathönnuður á Manni lifandi sagði Hildi Loftsdóttur að sér fyndist aðventan yndislegur tími og upplagður til þess að draga vini og vandamenn saman, ekki síst til þess að bæta upp fyrir sumartímann þegar enginn hafði tíma til að hittast.
Meira
–Uppáhaldsjólalagið? "Uppáhaldsjólalagið mitt er án efa "Tvítóla jólakrútt" með Örvari. Það er byltingarkennt jólalag sem á að vera löngu komið út á plötu og óma í eyru landsmanna yfir hátíðarnar." –Hefurðu samið jólalag?
Meira
Nú fer tími skreytinga í hönd, jafnt vetrar- sem jólaskreytinga. Litirnir rauður og grænn eru sígildir fyrir jólin. Grenið góða ilmar og af kertaljósunum stafar birta sem er róandi og hlý.
Meira
Á Ísafirði er fólk með sól í hjarta og farið að huga að jólunum þótt myrkrið grúfi yfir fjöllunum. Hrund Hauksdóttir hafði sambandi við Jónu Símoníu Bjarnadóttur á Ísafirði til að forvitnast um hvernig jólaundirbúningi bæjarbúa væri háttað.
Meira
Við vetrarkomu til forna tíðkuðust ekki aðeins matarhátíðir heldur var til siðs að rýna í ýmis líffæri dýra, til þess að reyna að spá því hvernig veðurfarið yrði þann vetur, einkum kinda enda spiluðu þær stóra rullu í lífi hins íslenska bónda til forna.
Meira
Listin að lifa er þó nokkuð sem ekki er öllum gefið. Knútur Bruun, sem rekur gistiheimilið Frost og Funa, hefur lengi verið mikill áhugamaður um íslenska myndlist.
Meira
Dagar myrkurs kallast vetrarhátíð Austurlands sem haldin er nú í 8. skipti og eflist með hverju ári sem líður. Hátíðin er haldin yfir tvær helgar frá 8.-18. nóvember.
Meira
Þeir sem þrá notalegheit og þægilega jólastemningu ættu að leggja leið sína í Norræna húsið í desembermánuði en þar verður boðið upp á fjölbreytta norræna jóladagskrá fyrir unga jafnt sem aldna.
Meira
Eftir Eddu Jóhannsdóttur eddajoh@mbl.is Þeir gera það ekki endasleppt strákarnir á Hótel Rangá og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða fagurt umhverfi, frábæra þjónustu eða eðalmat í öll mál.
Meira
Védís Hervör Árnadóttir er Íslendingum að góðu kunn fyrir söng sinn. Edda Jóhannsdóttir hleraði eftir lífsreynslusögum af söng undir jólahlaðborðum hjá Védísi og komst að því að hún hefur lent í ýmsum skemmtilegum uppákomum.
Meira
Baun kakótrésins, uppspretta súkkulaðisins, er líklega sú vörutegund úr jurtaríkinu sem trónir á toppi vinsældalistans hjá fólki sem borðar úr því ríki.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Jólamarkaðirnir í Þýskalandi eru hreint ævintýri og sá sem sækir slíkan markað heim getur ekki annað en komist í sannkallað jólaskap.
Meira
Það er óhætt að segja að Landnámssetrið í Borgarnesi fari ótroðnar slóðir í undirbúningi jólamatseðilsins í ár. Þar eru jólasveinarnir þrettán látnir ráða matseðlinum í hádeginu á veitingastaðnum sem setrið rekur.
Meira
Hún er orðin snjáð á mörgum heimilum matreiðslubókin Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur sem Ísafoldarprentsmiðja gaf fyrst út árið 1947 og prentuð var mörgum sinnum.
Meira
Veitingastaðurinn Lindin á Laugarvatni er eitt af best geymdu leyndarmálum veitingastaðaflórunnar að mati Eddu Jóhannsdóttur og reyndar erlendra ferðahandbóka og fransks tímarits. Hún gæddi sér á gómsætu jólahlaðborðinu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.