Greinar föstudaginn 16. nóvember 2007

Fréttir

16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 251 orð

150 nýjar íbúðir á háskólasvæði Keilis

Reykjanesbær | Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, hefur fengið allt að 150 íbúðir til úthlutunar fyrir námsmenn á háskólasvæðinu á Vallarheiði í Reykjanesbæ. Þessar íbúðir bætast við þær 350 sem þegar er búið í á svæðinu. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 114 orð

70 ferðalangar á slóðir söguhetju Aðventu

Fljótsdalur | Gunnarsstofnun, í samvinnu við Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur og Austurlands- og Húsavíkurdeildir 4x4, stendur fyrir ferð í fótspor Fjalla-Bensa á sunnudag. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 186 orð

Að gera jafnréttisstarf sýnilegt

RÁÐSTEFNA verður haldin á Hótel Loftleiðum um jafnréttisstarf sveitarfélaga í dag, föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13 til kl. 17. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Áhorfendaskari gerir langhlaupin bærilegri

METÞÁTTTAKA var í maraþonhlaupum Íslendinga erlendis í ár, en um 270 íslenskir hlauparar hafa tekið þátt í erlendum maraþonum á þessu ári. Þetta er mikill fjöldi ef borið er saman við þátttöku Íslendinga í hlaupum hérlendis. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Bann við dauðarefsingum til umræðu hjá SÞ

ÁTTATÍU og sjö af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt fram tillögu fyrir allsherjarþing SÞ þess efnis að bann verði lagt við dauðarefsingum en síðar meir verði þær formlega aflagðar. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Basar í Mosfellsbæ

FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ verður með sölu á ýmiss konar handverki, á morgun, laugardaginn 17. nóvember, kl. 12-16 í Listasal og Bókasafninu í Kjarna. Vorboðarnir, kór eldri borgara syngur frá kl.... Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 798 orð | 2 myndir

„Heillaspor fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu“

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 181 orð

„Konnarar“ með tónleika í Glerárkirkju

SÖNGTÓNLEIKAR verða í Glerárkirkju í kvöld þar sem ýmsir „Konnarar“ koma fram, en svo eru kallaðir afkomendur Jóhanns Konráðssonar söngvara og Fanneyjar Oddgeirsdóttur. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 878 orð | 6 myndir

„Mjög varasamur tími framundan í húsnæðismálum“

Ef fasteignaverð lækkar minnkar eigið fé fólks sem keypt hefur fasteign því skuldirnar lækka ekki. Það kunna því að vera varasamir tímar framundan í húsnæðismálum. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 59 orð

Blendin skýrsla

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir í skýrslu, sem birt var í gær, að Íranar hafi veitt henni upplýsingar um kjarnorkuáætlun þeirra en virt að vettugi kröfuna um að hætta auðgun úrans. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Borgarstjóri fagnar frumkvæði nemendanna

„ÉG fagna þessu frumkvæði Önnu og vinkvenna hennar. Mér fannst mikilvægt að þær fengju þau skilaboð að okkur í borgarstjórninni þykir mjög vænt um það þegar ungir jafnt sem aldnir láta sér annt um borgina,“ segir Dagur B. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Bólið sigraði í undankeppni Samfés

Vogar | Fimmtán félagsmiðstöðvar tóku lagið í undankeppni Samfés söngkeppni, Suðurlands- og Suðurnesjariðli, sem haldin var í Vogum. Bólið í Mosfellssveit varð í fyrsta sæti. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Býsna góð heilræði

„VERNDUM bernskuna“ er yfirskrift tíu heilræða sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, afhentu foreldrum barna á leikskólanum Laufásborg í gær. Heilræðin minna uppalendur m.a. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Dagurinn aldrei verið stærri

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is DAGUR íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 40 orð

Dapurt í Darfur

JEAN-Marie Guehenno, yfirmaður friðargæslumála hjá Sameinuðu þjóðunum, óttast að áætlanir um sameiginlegar friðargæslusveitir Afríkusambandsins og SÞ í Darfur renni út í sandinn vegna þess að ekki hefur tekist að tryggja liðinu mannskap og tæki, einkum... Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 322 orð

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex ungum stúlkum, sem voru á aldrinum 4-13 ára þegar brotin voru framin. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð

Dæmdur fyrir líkamsrárás

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því m.a. að bregða belti um háls fyrrverandi eiginkonu sinnar og herða að. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Fellibylur olli miklu tjóni í Bangladesh

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞÚSUNDIR heimila eyðilögðust í öflugum fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Bangladesh í gærkvöldi. Hundruð þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín, m.a. vegna hættu á mikilli flóðbylgju. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð

Flóahreppur fellst á virkjun

SVEITARSTJÓRN Flóahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 14. nóvember að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrrverandi Villingaholtshrepps þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

FL sagt hafa tapað á þriðja tug milljarða

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Þingfréttir | 91 orð | 1 mynd

Greiðslur í sex mánuði

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna en tilgangurinn er að koma til móts við þær bráðaaðstæður sem geta komið upp hjá fjölskyldum við greiningu. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 276 orð

Gögn stýrihóps ekki birt

Á FUNDI borgarráðs í gær óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir að tillaga um niðurstöðu í málefnum REI og GGE, sem lögð hefði verið fyrir stýrihóp um málefni Orkuveitunnar, yrði lögð fram á aukafundi borgarráðs í dag. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Hagleiksmaður á tíræðisaldri

JÓN Gíslason fyrrverandi húsasmíðameistari hefur fært Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf 30 útskurðarmyndir eftir sjálfan sig. Jón er á tíræðisaldri, fæddur 1915, og er enn að skera út listaverk. Glæsilega gripi af ýmsu tagi eins og sjá má í safninu. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hallur Páll mannauðsstjóri

HALLUR Páll Jónsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá 1. nóvember. Fráfarandi mannauðsstjóri Birgir Björn Sigurjónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá sama tíma. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hámarksútsvar áfram á næsta ári

Borgarráð samþykkti á fundi sinum í gær að vísa tillögu borgarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu 13,03% á næsta ári til borgarstjórnar, en það er hámark þess útsvars sem heimilt er að leggja á samkvæmt lögum. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Hársnyrtideildin tíu ára

Neskaupstaður | Í vikunni var haldið upp á tíu ára afmæli hársnyrtideildar Verkmenntaskóla Austurlands. Af því tilefni var formlega tekin í notkun ný og betri kennsluaðstaða. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 84 orð

Heimsorkuráðið fundar á Íslandi

Á FUNDI heimsorkuráðsins í Róm í vikunni var samþykkt að halda árlegan framkvæmdaráðsfund þess árið 2009 í Reykjavík. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Hestar og menn leika listir í Smáralind

MARGIR af fremstu knöpum landsins munu sýna hesta sína í Vetrargarðinum í Smáralind í dag milli kl. 16 og 19. Tilefnið er útgáfa 30 ára afmælisrits Eiðfaxa. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni er Valdimar Bergstað, efnilegasti knapinn árið 2007. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Hituðu upp fyrir HM

HILDUR Berglind Jóhannsdóttir, 8 ára Reykjavíkursnót, gerði sér lítið fyrir og lagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að velli í upphitunarskák fyrir Heimsmeistaramót barna og unglinga í skák í gær. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 836 orð | 2 myndir

Húsleit hjá Bónus, Kaupási og þremur heildsölum

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gær húsleit hjá verslanakeðjunum Högum, þ.ám. Bónus og Kaupási, sem rekur m.a. Krónuna, og einnig hjá þremur innflytjendum og heildsölum á matvörumarkaði, Innesi, Íslensk-ameríska og O. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 153 orð

Jólasveinum ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“

Sydney. AFP. | Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðið frá því að segja „hó, hó, hó“ þegar þeir heilsa fólki vegna þess að það getur talist móðgun við konur, að sögn ástralska dagblaðsins The Daily Telegraph . Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Jónas er einu sinni Jónas

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar var sett á laggirnar nefnd á vegum menntamálaráðurneytisins til að skipuleggja viðburði á afmælisárinu. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Kosovo-búar kjósa

ÍBÚAR Kosovo ganga til kosninga á morgun en bæði er um þingkosningar að ræða og sveitarstjórnarkosningar. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 129 orð

Laða fólk á leikskólana

GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, kynnti sértækar aðgerðir í starfsmannamálum í gær. Aðgerðunum er ætlað að laða fólk að lausum störfum. Meira
16. nóvember 2007 | Þingfréttir | 401 orð | 1 mynd

Linnulaus þrýstingur

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FRÉTTIR af því að sveitarstjórn Flóahrepps hafi samþykkt að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag eru nöturlegar og ríkisstjórnin öll ber ábyrgð á málinu. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Lykilsvæði hitaveitunnar

HITAVEITA Suðurnesja hefur fengið rannsóknarleyfi á háhitasvæðum í Krýsuvík, við Sandfell og í Trölladyngju. Stefnt er að því að nota þá orku sem þar vinnst m.a. til uppbyggingar álvers í Helguvík. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 46 orð

Markaðsdagar á Eiðistorgi

MARKAÐSDAGAR verða haldnir dagana 16. og 17. nóvember á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Í dag, föstudaginn 16. nóvember, milli kl. 15 og 18 verða m.a. spákonur í Nýjalandi sem kíkja í tarrotspilin sín fyrir 1.000 kr. í u.þ.b. 15 mín. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 27 orð

Menga mest

ÁSTRALAR menga mest allra þjóða skv. nýrri rannsókn, þeir framleiða fimm sinnum meira af koltvísýringi heldur en Kínverjar. Bandaríkin koma næst, þau framleiða sextánfalt á við... Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Minjavarsla býður upp á sóknarfæri

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „Menningararfurinn er grundvöllur atvinnuuppbyggingar, byggðaþróunar og nýsköpunar. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 697 orð | 3 myndir

Nútíminn kom til Reykjavíkur

Eftir Andra Karl andri@mbl.is REYKJAVÍKURHÖFN átti mikinn þátt í því að Reykjavík náði miklum yfirburðum yfir aðra staði á Íslandi á 20. öld og varð t.a.m. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 293 orð

Nýjar upplýsingar gerðu húsleit nauðsynlega

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gær húsleit hjá verslanakeðjunum Högum, þ.ám. Bónus og Kaupási, sem rekur m.a. Krónuna, og einnig hjá þremur innflytjendum og heildsölum á matvörumarkaði, Innesi, Íslensk-ameríska og O. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Olmert undir smásjánni

HUGSANLEG brot Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, á lögum um fjármögnun kosninga eru nú til skoðunar hjá ísraelsku lögreglunni. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Rudd heldur forskoti sínu á John Howard

Sydney. AFP. | Flest bendir til að valdatíð Johns Howards sé senn á enda runnin í Ástralíu en kosningar fara fram í landinu eftir rúma viku, laugardaginn 24. nóvember. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 77 orð

Rætt um dönsku kosningarnar

ALÞJÓÐANEFND Sambands ungra sjálfstæðismanna efnir til hádegisfundar um úrslit og áhrif dönsku kosninganna s.l. þriðjudag. Kosningarnar voru spennandi og úrslit réðust á lokasprettinum. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 97 orð

Samþykktu tímaáætlun

Washington. AFP. | Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög um fjármögnun stríðsrekstrarins í Írak sem ganga þvert á óskir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Smá úði eða ýrir úr lofti?

Í TILEFNI af degi íslenskrar tungu lýsa fjórar kynslóðir Íslendinga veðri gærdagsins, hver með sínu tungutaki. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Stjórnlaus á ofsahraða

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Stoppaðar í tolli í Svíþjóð

UM 200 tegundir af íslenskum mjólkurvörum voru stöðvaðar í tolli í Svíþjóð, en vörurnar áttu að fara á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku sem nú stendur yfir. Þetta leiddi til þess að ekkert varð út þátttöku Íslands á sýningunni. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Suðurlindir komi inn í HS

ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðu Hitaveitu Suðurnesja sterka á Reykjanesi, hún hafi m.a. jarðhitaréttindi á svæðinu við Reykjanesvirkjun sem og í Svartsengi. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð

Taudýr til styrktar Barnaheillum

IKEA á Íslandi ætlar annað árið í röð að styðja við innlend verkefni Barnaheilla með sölu taudýra í verslun sinni. Barnaheill munu fá 100 kr. af hverju seldu taudýri á tímabilinu 15. nóvember til 24. desember 2007. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð

Töltkeppni í verslunarmiðstöð

Í TILEFNI af útgáfu 30 ára afmælisrits Eiðfaxa verður efnt til afmælishátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind á milli kl. 16 og 19 í dag, föstudaginn 16. nóvember. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Valdaskipti í hernum

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARINN í Pakistan segir að Pervez Musharraf forseti ætli að hætta sem æðsti yfirmaður hersins fyrir 1. desember nk. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Verkfall tekur á taugarnar

MENN þurftu að hafa fyrir því að komast inn í þær farþegalestir sem gengu í París í gær en þá var annar dagur verkfalls lestarstarfsmanna. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 167 orð

Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi

„ÉG get sagt hvað sem ég vil á mínu eigin máli en bara það sem ég kann á öðrum tungumálum,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið í tilefni af því að hún afhendir í dag ný íslenskuverðlaun... Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Vill gefa börnum landslagið undir Hálslóni

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Landslag til sölu eða gefins er nafn nýopnaðrar sýningar Írisar Lindar Sævarsdóttur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar má finna gríðarstórt málverk af landslagi sem farið er undir Hálslón. Meira
16. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Vill sátt um hælisleitendur

ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst ræða við leiðtoga allra flokkanna á danska þinginu um nýjan stjórnarsáttmála Venstre og Íhaldsflokksins. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 1144 orð | 2 myndir

Þetta er aðför að íslenskunni

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Verðlaun eru alltaf hvatning,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem afhendir í dag ný íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Meira
16. nóvember 2007 | Þingfréttir | 171 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Léleg lög Skýrsla umboðsmanns Alþingis var rædd á þingi í gær og nokkrir þingmenn höfðu áhyggjur af athugasemdum umboðsmanns þess efnis að hlutfall lélegra laga sé of hátt á Íslandi. Meira
16. nóvember 2007 | Þingfréttir | 73 orð

Þrjú stig ákæruvalds

OPINBER mál munu heita sakamál ef viðamikið frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum en hann lagði það fram á Alþingi í gær. Frumvarpið felur m.a. í sér að ákæruvaldinu verður skipt í þrjú stjórnsýslustig með stofnun embættis héraðssaksóknara. Meira
16. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ökumenn á vímuefnum

STEFÁN Eiríksson lögreglustjóri LRH telur ekki vanþörf á að efna til umræðu um þá fjölmörgu ökumenn sem teknir eru undir áhrifum vímuefna á hverjum sólarhring. Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 2007 | Leiðarar | 814 orð

„Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“

Allt frá því að Jónas Hallgrímsson hreif landa sína fyrst með skáldskap sínum hafa tengsl margra kynslóða Íslendinga við land sitt verið mótuð af þeirri sýn sem ljóð hans lýsa. Meira
16. nóvember 2007 | Staksteinar | 170 orð | 1 mynd

Hvert er ferðinni heitið?

Ólöf Nordal alþingismaður spyr Dag B. Eggertsson borgarstjóra nokkurra grundvallarspurninga í lítilli grein hér í Morgunblaðinu í gær. Meira

Menning

16. nóvember 2007 | Bókmenntir | 398 orð | 2 myndir

Af Jónasi

Fá íslensk skáld hafa verið rannsökuð jafn ítarlega og Jónas Hallgrímsson. Um fá ljóð hefur meira verið skrifað en Jónasar. Frægar eru deilur um einstök ljóð eins og „Alsnjóa“. Hver er merking þess? Hver er hjartavörðurinn? Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 8 orð

Algjör lúðulaki!

lúðulaki K ræfill, kauði í klæðaburði, skussi,... Meira
16. nóvember 2007 | Tónlist | 443 orð | 1 mynd

Ánægjuleg kvöldstund

Einnig komu fram Thorngat og Jihyun Kim. Tónleikarnir fóru fram í Sankti Páls kirkju á Columbus-breiðstræti og 60. stræti, New York. 9. nóvember, 2007, kl. 20. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 11 orð

Blessuð skrunkan

skrunka , -u, -ur KV gömul kerling, gömul og rytjuleg... Meira
16. nóvember 2007 | Leiklist | 386 orð | 1 mynd

Blóðugt eins og Biblían

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Menningarlíf | 624 orð

Engin skipuleg söfnun nýyrða

Fréttaskýring Eftir Helga Snæ Sigurðsson og Höskuld Ólafsson EITT af frumskilyrðum þess að íslensk tunga deyji ekki út er að ný orð bætist í hóp þeirra sem fyrir eru. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 11 orð

Er ekki hornriði á leiðinni!

hornriði , -a, -ar K regnský í norðaustri, norðaustanátt með... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 8 orð

Er hjúkólfur um helgina?

hjúkólfur , -s, -ar K † samkvæmi,... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 4 orð

Goggolía er ekki seld hér

goggolía KV áfengi,... Meira
16. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Gott er að vera einn

* Og meira af þessu jólatónleikaæði. Áður en miðasala fór í gang virtist sem í hönd færi hörð samkeppni á milli tónleikahaldara um sama markhóp. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 4 orð

Hann er ekki beinlínis saktmóðigur

saktmóðigur L †... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 5 orð

Hann er hreinn og klár glötuður

glötuður K sá sem... Meira
16. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Hinn þögla meirihluta þyrstir í jólatónleika

* Yfir okkur dynja um þessar mundir fréttir af sölumetum á jólatónleika Frostrósa annars vegar og Björgvins Halldórssonar hins vegar. Meira
16. nóvember 2007 | Myndlist | 143 orð | 1 mynd

Hreinn fær heiðursverðlaun

HREINN Friðfinnsson myndlistarmaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs í gær, en Edda Jónsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Hreins sem staddur er erlendis. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 8 orð

Hún er að meika hús

meika , -aði S blanda, meykja, gera,... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 7 orð

Hún er alls ekkert skuðrildi

skuðrildi , -is H kerlingarskrukka, dækja,... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 7 orð

Hún er ysja

ysja , -u, -ur KV fasmikil... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 5 orð

Hvar jobbar þú?

jobba , -aði S... Meira
16. nóvember 2007 | Myndlist | 71 orð | 1 mynd

Hversdagurinn við Green Lanes

DIDDA Hjartardóttir opnar sýningu á ljósmyndum í Hoffmannsgalleríi í dag kl.17. Meira
16. nóvember 2007 | Bókmenntir | 158 orð | 1 mynd

Ira Levin látinn

RITHÖFUNDURINN Ira Levin er látinn. Hann var þekktastur fyrir að skrifa Rosemary's Baby , The Boys From Brazil og The Stepford Wives . Hann lést á heimili sínu í Manhattan á mánudaginn af völdum hjartaáfalls, 78 ára gamall. Meira
16. nóvember 2007 | Bókmenntir | 237 orð | 1 mynd

Jákvætt innlegg

„BÓKIN er ekki andsvar við Tíu litlum negrastrákum . Meira
16. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 368 orð | 1 mynd

Jónas Hallgrímsson

Aðalsmaður vikunnar er ljósmyndari og sölumaður hjá Nýherja. Hann hefur ekki skipulagt hátíðarhöld í tilefni af því að 200 ár eru í dag liðin frá fæðingu alnafna hans. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 7 orð

Komdu, finnum okkur gonsu

gonsa , -u, -ur KV laut,... Meira
16. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 245 orð | 1 mynd

Lífið í bleiku

ÞAÐ var enginn skortur á andstæðum og dramatík í lífi Édith Giovanna Gassion. Hún ólst upp í vændishúsi og á götum Parísar þar sem hún vann fyrir sér sem götulistamaður. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 6 orð

Loks er ég orðinn fjórelleftur

fjórelleftur L † 44 ára... Meira
16. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 121 orð | 2 myndir

Lögguhasar og ólán í ástum

American Gangster Denzel Washington leikur bílstjóra voldugs glæpaforingja á áttunda áratugnum. Þegar yfirmaður hans deyr skyndilega notar hann tækifærið til þess að koma undir sig fótunum og verða umsvifamesti fíkniefnasali New York. Meira
16. nóvember 2007 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Meistaraverk undrabarns

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í kristalssal Þjóðmenningarhússins kl.17. Þar gefst færi á að heyra eitt af meistaraverkum strengjatónbókmenntanna, Strengjaoktett Mendelssohns. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 7 orð

Mig vantar spílur í hárið

spíla , -u, -ur KV hárspenna,... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 3 orð

Óttalega ertu fruggaður!

fruggaður L... Meira
16. nóvember 2007 | Tónlist | 288 orð | 1 mynd

Poppið fær uppreisn æru

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „SPRENGJUHÖLLIN og Motion Boys eru náttúrlega svakalega vinsælar um þessar mundir,“ segir Elís Pétursson, bassaleikari Jeff Who? Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 7 orð

Réttu mér spilkomuna væni

spilkoma , u, -ur KV hankalaus... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 9 orð

Rubbinn er hlýr

rubbi , -a, -ar K grófprjónaður sokkur eða... Meira
16. nóvember 2007 | Bókmenntir | 70 orð | 1 mynd

Sagnaslóðir á Reykjanesi

Í KVÖLD kl. 20–22 verður sagnakvöld í boði Grindavíkurbæjar, Saltfisksetursins og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 3 orð

Sigli ég um oturheim

oturheimur K... Meira
16. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Skrímsl og skarbítar

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar voru inntir eftir því hvert þeirra uppáhaldsorð væri í íslensku máli. Ekki stóð á svörum og ráku allir út úr sér tunguna í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 151 orð | 1 mynd

Snjór...? hvað áttu við?

ÞEGAR þjóðin var enn háðari veðrum en í dag voru orðin um blæbrigði veðurfarsins ólíkt litríkari og skilmerkilegri en nú tíðkast. Það sama á við um mörg önnur orð, til dæmis þau sem við notum um hafið. Meira
16. nóvember 2007 | Tónlist | 304 orð | 3 myndir

TÓNLISTARMOLAR»

Keppni í rímnaflæði * Rímnaflæði 2007 fer fram í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Efra-Breiðholti í kvöld. Meira
16. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 290 orð | 1 mynd

Týndi tveimur Eddum

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 86 orð | 1 mynd

Veðrið er okkur tamt á tungu

Hvernig var veðrið í gær? Segðu það með þínum orðum, þau segja það með sínum orðum, fjórar kynslóðir orðlagðra Íslendinga, sem hver um sig lýsir veðri gærdagsins á sinn hátt. Meira
16. nóvember 2007 | Bókmenntir | 461 orð

Viðburðir í tilefni dagsins

Á MORGUN verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar og því hafa hátíðahöldin á degi íslenskrar tungu yfir sér veglegri blæ en oft áður. Hér verða talin upp brot af þeim viðburðum sem í boði eru. Blysför í Hljómskálagarðinn * Gangan hefst stundvíslega kl. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 8 orð

Það er naumast asfiskið

asfiski , -is H góður afli, mikill... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 5 orð

Það er vissulega megund

megund , -ar KV... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 3 orð

Það sækir að mér das

das H... Meira
16. nóvember 2007 | Menningarlíf | 438 orð | 3 myndir

Þegar Jónas var grafinn á Þingvöllum

BEIN Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands frá Assistentskirkjugarðinum í Kaupmannahöfn árið 1946. Það var iðnjöfur úr Mosfellssveit, Sigurjón Pétursson, forstjóri Álafoss, sem stóð fyrir því að fá bein Jónasar flutt heim. Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 6 orð

Þessi dabbía gengur ekki

dabbía , -u KV mikið... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 6 orð

Þetta gengur dála

dála AO † algerlega, fullkomlega,... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 5 orð

Þetta var óttaleg falhendisgjöf

falhendisgjöf KV lítil, óveruleg... Meira
16. nóvember 2007 | Hugvísindi | 6 orð

Þú ert svei mér læpuleg

læpulegur L slyttislegur, latur, linur,... Meira
16. nóvember 2007 | Fjölmiðlar | 234 orð | 1 mynd

Ættland með uppvaskinu

Ég er nýbúin að koma stóru og ævagömlu útvarpi fyrir í eldhúsinu mínu, en þessi kostagripur af gerðinni Nordmende hékk áratugum saman uppi á vegg í eldhúsi ömmu minnar á Gunnlaugsstöðum á Völlum. Meira

Umræðan

16. nóvember 2007 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Allir dagar eru íslenskudagar

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Við eigum að leyfa okkur þann munað að kenna á íslensku og leyfa okkur það ómak að hugsa á íslensku." Meira
16. nóvember 2007 | Blogg | 89 orð | 1 mynd

Auður H. Ingólfsdóttir | 15. nóvember Aldarminning Í gær voru hundrað ár...

Auður H. Ingólfsdóttir | 15. nóvember Aldarminning Í gær voru hundrað ár liðin frá fæðingu Astrid Lindgren. Meira
16. nóvember 2007 | Blogg | 64 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson | 15. nóvember Á að fresta kjarabótum aldraðra...

Björgvin Guðmundsson | 15. nóvember Á að fresta kjarabótum aldraðra? Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um að flytja hluta almannatrygginga og yfirstjórn þeirra til félagsmálaráðuneytis. Meira
16. nóvember 2007 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Er góður málþroski lykillinn að námsárangri?

Bjartey Sigurðardóttir skrifar um gildi móðurmálsins: "Þegar lesið er fyrir börn byggir það upp orðaforða þeirra og málfræðiþekkingu ..." Meira
16. nóvember 2007 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Hagrætt frá (sjónar) horni 108

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar í tilefni þess að starf forstöðumanns hjá Umhverfisstofnun á Akureyri hefur verið lagt niður: "Við sem höfum valið að lifa gæðalífi á landsbyggðinni gerum okkur æ betur ljóst hvaða varnarbarátta þarf að eiga sér stað á hverjum degi." Meira
16. nóvember 2007 | Blogg | 80 orð | 1 mynd

Hjörtur J. Guðmundsson | 15. nóv. Hlýnun jarðar Frammámaður innan...

Hjörtur J. Guðmundsson | 15. nóv. Hlýnun jarðar Frammámaður innan Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi hvatti til þess í blaðagrein 12. nóvember sl. að fólk drægi úr barneignum í því skyni að hjálpa til við að sporna gegn hlýnun jarðar. Meira
16. nóvember 2007 | Aðsent efni | 696 orð | 2 myndir

Hver er Arthur Laffer?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir frá hagfræðingnum Arthur Laffer: "Það hefur reynst rétt, sem Laffer brýnir fyrir okkur, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku." Meira
16. nóvember 2007 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Máltaka barna og áherslur í leikskólastarfi

Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir skrifar í tilefni af degi íslenskrar tungu: "Vandað málumhverfi í bernsku stuðlar að því að börn nái góðu valdi á tungumálinu svo það verði þeim lykill til náms, þroska og samskipta alla ævi." Meira
16. nóvember 2007 | Blogg | 297 orð | 1 mynd

Ómar R. Valdimarsson | 15. nóvember Ekki kaupa iPhone Ég er einn þeirra...

Ómar R. Valdimarsson | 15. nóvember Ekki kaupa iPhone Ég er einn þeirra sem eru með strax-veikina á lokastigi. Endrum og eins koma nýjar græjur á markað sem ég verð alveg veikur fyrir og gefst ekki upp fyrr en ég hef fengið þær í hendurnar. Meira
16. nóvember 2007 | Bréf til blaðsins | 416 orð | 1 mynd

Tónleikar til styrktar umsjónarfélagi einhverfra

Frá Sigríði Ingvarsdóttur: "„ÞEGAR hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Slíkt er hægt að gera með ýmsu móti. Benedikt gerði það líka á sinn hátt.“ Á þessum orðum hefst Aðventa, ein þekktasta saga eftir skáldið Gunnar Gunnarsson." Meira
16. nóvember 2007 | Velvakandi | 501 orð | 2 myndir

velvakandi

Um áfengissölu í matvöruverslunum ÉG ER svo undrandi og hneyksluð á heilbrigðisráðherra. Í gærkvöld var hann með fjölda ungmenna að styðja baráttu gegn vímuefnum, sem er gott og blessað. Meira

Minningargreinar

16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 1354 orð | 1 mynd

Árni Bergur Eiríksson

Árni Bergur Eiríksson fæddist í Reykjavík 26. janúar 1945. Hann andaðist að heimili sínu í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lucinda Sigríður Jóhannsdóttir Möller, f. 12. ágúst 1921, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 1818 orð | 1 mynd

Guðmundur Þorleifsson

Guðmundur Þorleifsson fæddist í Svínhólum í Lóni 8. ágúst 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Höfn í Hornafirði 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 10.12. 1879, d. 11.12. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 4432 orð | 1 mynd

Hanna Sigurbjörnsdóttir

Hanna Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1915. Hún lést 9. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigurbjörns Þorkelssonar kaupmanns í Vísi og síðar forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 25.8. 1885, d. 4.10. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 656 orð | 1 mynd

Haraldur (Halli) Hagan

Haraldur (Halli) Hagan fæddist í Reykjavík 17. janúar 1930. Hann andaðist á hjúkrunarheimili í New Jersey í Bandaríkjunum 16. október síðastliðinn. Hann var sonur Lárettu og Haraldar Hagan gullsmiðs í Reykjavík. Systkini Halla eru fjögur, Eiríkur, f.... Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 2960 orð | 1 mynd

Herdís Hauksdóttir

Herdís Hauksdóttir fæddist á Akureyri 11. september 1969. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 6. nóvember síðastliðins. Foreldrar hennar eru Haukur Óli Þorbjörnsson, f. á Akureyri 1. janúar 1931, og Sigrún Ragnarsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 1628 orð | 1 mynd

Hjörtur Þór Gunnarsson

Hjörtur Þór Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. september 1946. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 1. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 12. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 2732 orð | 1 mynd

Karl Ragnarsson

Karl (Kristjánsson ) Ragnarsson fæddist í Neskaupstað 12. nóvember 1930. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Kristjánsson, f. á Seyðisfirði 14.9. 1907, d. 15.3. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 2900 orð | 1 mynd

Kristín S. Björnsdóttir

Kristín Sigþóra Björnsdóttir fæddist á Rútsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 1. mars 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2007 | Minningargreinar | 791 orð | 1 mynd

Sigríður Finnsdóttir Tate

Sigríður Finnsdóttir Tate fæddist á Hvilft í Önundarfirði 17. janúar 1918 og ólst þar upp ásamt 10 systkinum og einum fósturbróður. Hún lést í Newport News í Virginia í Bandaríkjunum 10. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. nóvember 2007 | Sjávarútvegur | 702 orð | 1 mynd

Fyrsta fisksalan á Fjölnetinu

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HAMRAFELL í Hafnarfirði keypti í vikunni rúm 19 tonn af steinbít á Fjölnetinu. Meira

Viðskipti

16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Erlendar skuldir heimila aukast um 93% milli ára

ERLENDAR skuldir heimila hafa aukist hraðar en ráðstöfunartekjur þeirra á undanförnum árum, þrátt fyrir mikinn vöxt ráðstöfunartekna, segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Lækkun og veiking

ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 1,5% í gær og stendur nú í tæpum 7.326 stigum en viðskipti með hlutabréf námu 6,9 milljörðum króna. Mest lækkun varð á gengi bréfa Atlantic Petroleum og Føroya Banka eða 2,9% og bréfa Atorku eða um 2,7%. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 139 orð | 1 mynd

Markaðirnir niður enn eina ferðina

LÆKKANIR urðu á öllum helstu hlutabréfavísitölum heimsins í gær, í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Northern Travel eignast Astraeus að fullu

NORTHERN Travel Holding hefur keypt allt hlutafé í félaginu breska flugfélaginu Astraeus Limited en fyrir kaupin átti Northern Travel 51% af hlutafé félagins. Northern Travel Holding er í eigu Fons (44%), FL Group (34%) og Sunds (22%). Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Runnar fjölga sér

EIGENDUR eignarhaldsfélagsins Runna ehf. hafa skipt með sér hlut sínum í Teymi í fimm eignarhaldsfélög. Viðskiptin fóru fram á verðinu 6,62 á hlut en um var að ræða tæplega 256,8 milljónir hluta sem skiptu um hendur í gær. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 327 orð | 1 mynd

Skipti vilja fá að seinka skráningu

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is STJÓRN Skipta, sem m.a. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Stofna kvikmyndaver á Miðnesheiði

HALLUR Helgason og Kvikmyndafélag Íslands hafa stofnað hlutafélagið Atlantic Studios hf. um rekstur kvikmyndavers í gömlu varnarstöðinni á Miðnesheiði. Meira
16. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 58 orð | 1 mynd

Yfir Merrill Lynch

JOHN Thain, forstjóri NYSE Euronext, hefur verið ráðinn forstjóri Merrill Lynch. Er hann fyrsti fortjórinn í 93 ára sögu fjárfestingabankans sem ekki er innanbúðarmaður og hefur ráðningin komið bandaríska markaðnum á óvart. Meira

Daglegt líf

16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 182 orð

Af tík og ævintýrum

Það er ljúft að byrja daginn á „einni lítilli morgunvísu“ úr smiðju Hálfdans Ármanns Björnssonar: Sólu hillir austri í, alla gyllir hnjúka. Logn og stilla, lítil ský leggja á syllur dúka. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 642 orð | 1 mynd

„Hvíld, ganga og menning er mitt andlega helgarfóður“

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 628 orð | 5 myndir

Hagstæð kaup frá Cazes og Lurton

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Tveir miklir karakterar sem hafa sett svip sinn á Bordeaux um áratugaskeið eru þeir Jean-Michel Cazes og André Lurton. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 555 orð | 4 myndir

Í Kólumbíu er allt nýtt af nautinu

Tvö ár eru síðan Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva kom til Íslands eftir að hafa flúið frá heimalandi sínu Kólumbíu til Ekvadors. Hún vill lítið tala um fortíðina, en gott sé að vera á Íslandi. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði nautalifur og jólabúðing að hætti Kólumbíumanna. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 444 orð | 4 myndir

mælt með...

Gengið hægt um gleðinnar dyr Nú þegar halla fer á seinnihluta nóvembermánaðar fer landinn að búast í jólaham ef marka má aukna ös í verslunarmiðstöðvum og auglýsingaflóð sem berst í formi bæklinga inn á sérhvert heimili. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 471 orð | 1 mynd

Nýtt uppboðshús með nýjar áherslur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Uppboðshúsið Arnason & Andonov ehf. verður með fyrsta uppboð sitt í Iðnó á sunnudag og kennir þar margra grasa. Meira
16. nóvember 2007 | Daglegt líf | 51 orð | 1 mynd

Vélrænn taktur í danssporum

Róbótadans er vissulega hugtak sem finna má innan dansins, en öllu sjaldgæfara er að sjá róbóta dansa. Krakkarnir á þessari mynd virða þó hugfanginn fyrir sér hóp smágerðra róbóta stíga dans í Lianyungang, í austurhluta Kína. Meira

Fastir þættir

16. nóvember 2007 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

80 ára afmæli. Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur verður áttræð hinn 23...

80 ára afmæli. Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur verður áttræð hinn 23. nóvember næstkomandi. Maður hennar, Magnús Hallgrímsson verkfræðingur, varð 75 ára fyrr í mánuðinum. Meira
16. nóvember 2007 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Óþægileg stífla. Norður &spade;7 &heart;1086 ⋄ÁK52 &klubs;ÁD963 Vestur Austur &spade;DG32 &spade;K865 &heart;ÁD972 &heart;K ⋄D86 ⋄G10974 &klubs;5 &klubs;KG2 Suður &spade;Á1094 &heart;G543 ⋄3 &klubs;10874 Suður spilar 3&klubs; dobluð. Meira
16. nóvember 2007 | Í dag | 225 orð | 1 mynd

Föstudagsbíó

VERONICA GUERIN (Sjónvarpið kl. 01.05) Hörð og skelegg Hollywood-mynd um konu sem var samkvæmt blaðaskrifum á sínum tíma aðgætin og greind og átti í höggi við flóknara samfélag en þær klisjur sem ber fyrir augun. *** MELINDA AND MELINDA (Stöð 2 kl. 21. Meira
16. nóvember 2007 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup | Hjónin Berta Björgvinsdóttir og Guðni Jónsson ...

Gullbrúðkaup | Hjónin Berta Björgvinsdóttir og Guðni Jónsson , Sautjándajúnítorgi 3 í Garðabæ, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 16. nóvember. Þau njóta dagsins á bökkum Signufljóts og í görðum... Meira
16. nóvember 2007 | Í dag | 295 orð | 1 mynd

Heimspeki í skólum

Gunnar Harðarson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1974, BA-gráðu í heimspeki, bókmenntum og íslensku frá Háskóla Íslands 1978, maitrise-gráðu frá Háskólanum í Montpellier 1979 og doktorsgráðu frá Parísarháskóla 1984. Meira
16. nóvember 2007 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Tvær vinkonur á Akureyri héldu tombólu við...

Hlutavelta | Tvær vinkonur á Akureyri héldu tombólu við verslunarmiðstöðina Glerártorg og kökulottó í hverfinu sínu og söfnuðu 19.121 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Þær eru: Birna Pétursdóttir og Sólveig Agnarsdóttir... Meira
16. nóvember 2007 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura (2.648) hafði svart gegn pólskum kollega sínum Mikhael Krasenkov (2.668) . 21.... Dxf2+! 22. Kxf2 Bc5+ 23. Kf3? Meira
16. nóvember 2007 | Viðhorf | 928 orð | 1 mynd

Skot í tilefni dagsins

Almenna reglan á íslenskum fjölmiðlum er sú, að ef maður er „kúl og krisp“ (og jafnvel líka „slikk“), vinnur hratt og mokar miklu, skiptir engu máli þótt maður geti ekki komið út úr sér óbjagaðri setningu eða sett heila hugsun á blað. Meira
16. nóvember 2007 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að stofnað verði við HÍ prófessorsembætti í nafni Jónasar Hallgrímssonar. Hver er fyrsti flutningsmaður? 2 Þingmaður frá Færeyjum er í lykilstöðu í danska þinginu. Hver er hann? Meira
16. nóvember 2007 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Söfnun | Kristján Nói Benjamínsson stofnaði verslun og seldi ýmsa hluti...

Söfnun | Kristján Nói Benjamínsson stofnaði verslun og seldi ýmsa hluti m/annars óskasteina, myndir o.fl. og færði Rauða krossi Íslands ágóðann kr. 5.934, til hjálpar fátækum... Meira
16. nóvember 2007 | Fastir þættir | 308 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji brá sér nýlega á suðrænar slóðir, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Hins vegar varð atvik á heimleiðinni sem Víkverji ætlar að segja frá. Meira

Íþróttir

16. nóvember 2007 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Árni Gautur Arason er hættur hjá norska liðinu Vålerenga

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er hættur hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga. Samningur hans við félagið er að renna út og eftir fundahöld í vikunni varð sátt um að hann leitaði á önnur mið. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

„Ekki lokað neinum dyrum“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 352 orð

„Maður í manns stað“

„ÞETTA er mikið áfall fyrir okkur en sem betur fer er fótboltinn þannig að það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við Morgunblaðið um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen úr... Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 187 orð

Birgir Leifur með skýr markmið

„MÉR líður vel og ég var mjög sáttur við fyrsta hringinn. Vissulega fékk ég þrjá skolla, þar sem ég fékk eitt víti, og þrípúttaði eina flöt. Að öðru leyti er allt á sínum stað og ég er með skýr markmið. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

Ekki nóg að heita Njarðvík

„ÉG er virkilega ánægður með sigurinn og sérstaklega með svæðisvörnina sem kom ljómandi vel út. Þú labbar ekki yfir neitt lið í deildinni, sérstaklega ekki kanalausir eins og við vorum í kvöld. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 103 orð

Eygló bætti eigið met

EYGLÓ Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti eigið meyjamet í 100 metra fjórsundi um fjórar sekúndur í gærkvöld en þá hófst keppni á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalnum. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ragna Ingólfsdóttir hætti við þátttöku á Opna norska meistaramótinu í badminton sem hófst í Ósló í gær. Eftir að hafa keppt á mótum tvær helgar í röð ákvað hún að vera hér heima og safna kröftum. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 446 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í kvöld þegar lið hans, Lottomatica Roma , vann stórsigur á Bamberg frá Þýskalandi, 81:57, í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Rómarborg og þetta var fyrsti sigur Roma eftir þrjá tapleiki. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 927 orð

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – Haukar 34:30 Mýrin, bikarkeppni HSÍ...

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – Haukar 34:30 Mýrin, bikarkeppni HSÍ, Eimskipsbikarinn, 8-liða úrslit kvenna: Gangur leiksins : 0:1, 1:3, 4:3, 6:7, 8:7, 8:10, 12:12, 13:14, 16:15 , 17:17, 22:18, 29:19, 31:20, 32:25, 33:28, 34:30 . Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 188 orð

Jakob syndir í Berlín

JAKOB Jóhann Sveinsson, Íslandsmethafi í bringusundi, tekur þátt í heimsbikarmóti í sundi í Berlín á morgun og sunnudag. Af þeim sökum er hann ekki á meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem hófst í Laugardal í gær. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 739 orð | 1 mynd

Keflvíkingar verða illviðráðanlegir í vetur

KEFLVÍKINGAR halda sínu striki í Iceland Express deild karla í körfu og lögðu Stjörnuna næsta auðveldlega í gær, 101:80 í Garðabænum. Á Sauðárkróki gerði Þór frá Akureyri sér lítið fyrir og vann heimamenn með einu stigi, 106:107. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 104 orð

Leikið gegn Þjóðverjum

LANDSLIÐ karla í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Þjóðverjum í æfingaleik í Trier í Þýskalandi í kvöld. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Margrét Lára með mörg járn í eldinum

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is MARGRÉT Lára Viðarsdóttir markadrottning í liði Íslandsmeistara Vals er með mörg járn í eldinum þessa dagana en félög í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa borið víurnar í hana. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Ragna fellur niður þrátt fyrir sigur

ÞRÁTT fyrir öruggan sigur í einliðaleik á alþjóðlega Iceland Express-mótinu í badminton hér á landi um síðustu helgi féll Ragna Ingólfsdóttir um sex sæti á heimslista Alþjóðabadmintonsambandsins í einliðaleik kvenna sem gefinn var út í gærmorgun. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 188 orð

Sækja um styrk úr sjóði hjá rússneskum auðkýfingi

ÍSLENSKA Skylmingasambandið ætlar að sækja um styrk í sjóð á vegum rússneska auðkýfingsins Alisher Uzmanov. Uzmanov er formaður rússneska skylmingasambandsins og einnig Evrópusambandsins. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 554 orð | 1 mynd

Tuttugu mínútna martröð

TUTTUGU mínútna kafli eftir jafna stöðu þegar Stjörnustúlkur skora 14 mörk í 17 sóknum á meðan Haukar ná aðeins þrisvar að koma boltanum í netið gerði útslagið er liðin mættust í 8-liða úrslitum í Mýrinni í gærkvöldi. Meira
16. nóvember 2007 | Íþróttir | 168 orð

Þorleifur sjóðheitur

ÞORLEIFUR Ólafsson var sjóðheitur þegar Grindvíkingar unnu Fjölni 90:84 í Grafarvoginum í gærkvöldi. Grindavíkingar fylgja því fast á eftir nágrönnum sínum úr Keflavík, eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir. Meira

Bílablað

16. nóvember 2007 | Bílablað | 306 orð | 1 mynd

Bílarnir þyngjast og fitna

Hálfgerður offituvandi hrjáir bílaframleiðendur að því leyti að bílar hafa þyngst og þyngst a.m.k. undanfarinn áratug. Og það þrátt fyrir tækni- og verkfræðilegar framfarir í bílsmíði. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 298 orð | 1 mynd

Draumabíllinn ekki ítalskur ofurbíll

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 114 orð

Innbrot í bíl kostar 37 þúsund

Tjón vegna innbrots í bíla í Bretlandi nemur að meðaltali 300 sterlingspundum eða sem svarar til 37.000 króna. Kemur þetta fram í nýlegri rannsókn sem unnin var fyrir breska framrúðuframleiðandann Autoglass. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 141 orð | 1 mynd

Mazda til samstarfs við Norðmenn um vetnisþróun

Mazda-fyrirtækið hefur gengið til samstarfs við norska fyrirtækið HyNor um þróun vetniseldsneytis og vetnisbíla. Í þeim tilgangi kaupir HyNor 20 vetnisbíla af gerðinni RX-8 Hydrogen RE næsta sumar. Verða það fyrstu vetnisbílarnir sem Mazda flytur út. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 253 orð | 1 mynd

Proton hyggst smíða íslamskan bíl

Bílafyrirtækið Proton í Malasíu áformar samstarf við fyrirtæki í Íran og Tyrklandi um smíði „íslamskra bíla“ sem markaðssettir verða um heim allan. Í þeim verður sérstakur áttaviti er vísar til hinnar helgu borgar Mekka. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 186 orð | 2 myndir

Ráðherra snýr sér að kappakstri

Drayson lávarður, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu breska, hefur tekið sér frí frá störfum til að geta helgað sig þátttöku í ALMS-kappakstursmótunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 180 orð | 1 mynd

Reynt að uppræta einkabílinn í París?

Parísarborg hyggst freista þess að fá íbúa sína til að brúka ekki einkabílinn nema til brýnustu þarfa. Til að koma til móts við þetta mun borgin koma upp flota vistvænna bíla sem borgarbúar geta fengið skammtíma afnot af. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 549 orð | 4 myndir

Skemmtilegur skutbíll frá VW

Fyrsta útgáfa af Golf Variant sá dagsins ljós árið 1993 en áður hafði nafnið „variant“ verið lengi notað yfir lengri og rúmmeiri fólksbíla frá VW. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 375 orð | 1 mynd

Sparneytni slær öll met

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bandaríska samgönguráðuneytið segir að gera megi ráð fyrir því að í ár verði öll met slegin hvað varði sparneytni nýrra bíla. Þar segi til sín tækninýjungar og auknar kröfur um neyslugranna bíla. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 763 orð | 1 mynd

Spurt og svarað

*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 377 orð | 1 mynd

Vörubílstjórar samþykkja að aka hægar

Franskir vörubílstjórar hafa átt frumkvæði að aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofts stórra vöruflutningabíla. Fallast þeir m.a. á minnkun hámarkshraða þeirra í 80 km/klst. Meira
16. nóvember 2007 | Bílablað | 165 orð | 2 myndir

Þýskir Subaru-eigendur ánægðir

Félag bifreiðaeigenda í Þýskalandi, ADAC, birti nýlega skoðanakönnun sem var unnin upp úr svörum 56 þúsund félaga í ADAC. Komu Subaru-bílar best út í heild litið og sköruðu þar fram úr bílum á borð við Porsche og Toyota. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.