„FYRST þegar ég kom fannst mér íslenskan mjög erfið, en svo gekk bara vel,“ segir Uros Rudinac. Hann er frá Serbíu en hefur búið á Íslandi í fjögur ár og talar íslensku afburða vel. Uros, sem er í 8.
Meira
Borgarnes | Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Fyrir skömmu stóð skólinn fyrir afmælistónleikum í Borgarneskirkju. Flytjendurnir á tónleikunum komu úr röðum núverandi og fyrrverandi nemenda og kennara skólans.
Meira
HALDIÐ var upp á það í gær í Verkmenntaskólanum á Akureyri að 25 ár voru síðan málmsmíðadeild skólans flutti úr þröngu húsnæði við Glerárgötu í nýbyggt og rúmgott húsnæði á Eyrarlandsholti.
Meira
Dhaka. AFP, AP. | Talið er ljóst að mörg hundruð manns hið minnsta hafi farist í Asíuríkinu Bangladesh þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir suðurhluta landsins í fyrrinótt.
Meira
BLYSFÖR var farin um miðaftansbil í gær á Degi íslenskrar tungu frá aðalbyggingu Háskóla Íslands að Hljómskálagarðinum. Efnt var til blysfararinnar af hálfu HÍ, Rithöfundasambands Íslands og afmælisnefndar Jónasar Hallgrímssonar.
Meira
Yfirbragð Alþingis hefur verið með rólegra móti undanfarið og nýir sem gamalreyndir þingmenn hafa haft orð á því. Þeir sem muna einhver ár aftur í tímann segja að það sé eðlilegt á fyrsta þingvetri nýs kjörtímabils.
Meira
Það er ástæða til þess fyrir dómstólaráð að taka til gaumgæfilegrar athugunar hvort ekki sé ástæða til þess að efla fjölmiðlakynningu í þágu dómstólanna, að því er fram kom í erindi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands í...
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu óskar nú eftir liðsinni almennings vegna sakamáls sem hún hefur tekið til rannsóknar og vill vita hvort einhver þekki karlmanninn á meðfylgjandi mynd.
Meira
EIGENDAFUNDUR Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti samhljóða í gærkvöldi að staðfesta fyrri ákvarðanir borgarráðs Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá byrjun þessa mánaðar um að hafna samruna Reykjavik Energy Invest (REI) við Geysi Green...
Meira
EKKI verður af kosningaeftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Rússlandi í desember en þingkosningar fara fram í landinu 2. desember nk.
Meira
KÍNVERSK stjórnvöld hafna ásökunum um að þau hafi staðið fyrir iðnaðarnjósnum í Bandaríkjunum. Slíku er þó haldið fram í skýrslu sem lögð var fyrir...
Meira
ÍSLENSK erfðagreining hleypti í gær af stokkunum nýrri þjónustu, deCODEme. Með þessu er verið að nýta þá sérþekkingu, sem fyrirtækið hefur byggt upp síðasta áratuginn, til að færa erfðafræði nær almenningi, samkvæmt tilkynningu. Á vefsíðunni www.
Meira
„VIÐ áttum ekki von á þessu en þó má segja að þetta hafi verið eðlilegt skref af hálfu samkeppnisyfirvalda miðað við þær ásakanir sem fram hafa komið um að birgjar ættu hlut að máli,“ segir Magnús Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá...
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hafa á undanförnum árum sýnt viðleitni til að bæta ímynd konungdæmisins sem satt best að segja hefur ekki verið sérstaklega góð.
Meira
NÝ móttaka fyrir fólk með sykursýki var opnuð formlega á dag- og göngudeild lyflækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni, á alþjóðadegi sykursjúkra.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GRINDAVÍKURBÆR hefur gert samning við íþróttafélagið á staðnum, UMFG, þess efnis að öll börn á grunnskólaaldri á staðnum geti stundað íþróttaæfingar án endurgjalds.
Meira
ÁSTANDIÐ á Gaza-svæðinu er orðið hryllilegt og óttast heilbrigðisráðherra Palestínumanna, dr. Bassim Naim, að heilbrigðiskerfið muni hrynja á næstu vikum verði ekkert að gert.
Meira
GENGI BRÉFA deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, snarhækkaði á Nasdaq-verðbréfamarkaðinum vestur í Bandaríkjunum í gær eða um nálega 19% og stendur gengi bréfa félagsins nú í 36 dölum á hlut.
Meira
LANDSVIRKJUN hlaut íslensku gæðaverðlaunin í ár, en þau voru afhent í níunda sinn í fyrradag. Samgönguráðherra, Kristján Möller, afhenti verðlaunin. Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins, VR og Háskóla Íslands.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 20. desember.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HEILDARGREIÐSLA af óverðtryggðu fasteignaláni á 15,75% vöxtum er lægri en af verðtryggðu láni hjá Íbúðalánasjóði á 5,3% vöxtum miðað við 2,5% verðbólgu. Miklu hagstæðara er þó að taka erlent lán, þ.e.a.s.
Meira
Prag. AP. | Leikritið fjallar um leiðtoga ónefnds ríkis sem hættir þátttöku í stjórnmálum eftir mörg ár á valdastóli og neyðist til að aðlagast nýju lífi.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is „SEGJA má að þetta sé í beinu og eðlilegu framhaldi af þeirri niðurstöðu sem kom fram í sumar hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Meira
HILMARI Snorrasyni var veitt viðurkenning í Dublin á Írlandi á dögunum. Um er að ræða viðurkenningu sem Sea and Shore Safety Services veitir árlega þeim sem stuðla að auknu öryggi meðal sæfarenda.
Meira
NASER Khader sagði í gær að flokkur hans, Nýtt bandalag, myndi hætta viðræðum um aðild að nýrri ríkisstjórn ef núverandi stjórnarflokkar gengju ekki að kröfum hans.
Meira
MEÐ tilkomu rafrænna vegabréfa hefur móttaka umsókna um íslensk vegabréf utan Íslands einungis farið fram í sendiráðunum í Washington, London, Berlín, Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞRÁTT fyrir að Íbúðalánasjóður hafi í gær hækkað vexti um 0,45 prósentustig eru vextir sjóðsins enn um einu prósentustigi lægri en vextir bankanna.
Meira
Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Að undanförnu hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Húsavíkur á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Sýningin er byggð á leikgerð frá árinu 1980 sem Bríet Héðinsdóttir gerði fyrir Leiklistarskólann.
Meira
JÓLAKORT Barnaheilla 2007 eru komin í sölu. Með kaupum á jólakortum Barnaheilla er verið að styðja starf í þágu barna bæði hérlendis og erlendis.
Meira
JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Myndin „Tilhlökkun“ eftir Guðnýju Eysteinsdóttur prýðir kortin að þessu sinni. Hægt er að fá kortin bæði með og án texta. Verð með umslagi er 100 kr.
Meira
Selfoss | Selfyssingar eru, sumir hverjir, komnir í jólaskapið. Fjölskyldan að Grashaga 3 er byrjuð að skreyta og um liðna helgi voru settar upp fjórar seríur. Í heildina verða þær um 20.
Meira
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að torgið sem nýtt hús Náttúrufræðistofnunar Íslands rís við í Urriðaholti í Garðabæ verði nefnt Jónasartorg.
Meira
KARLMAÐUR á áttræðisaldri beið bana í bílslysi á Suðurlandsvegi í gær þegar vörubifreið skall á jeppa hans. Maðurinn var einn í jeppa sínum og var fluttur á Landspítalann. Var hann úrskurðaður látinn eftir komu þangað að sögn læknis á slysadeild.
Meira
NÝ 33 MW lágþrýstivél verður tekin í notkun í Hellisheiðarvirkjun í dag og á sama tíma verður gestaskáli stöðvarhússins tekinn formlega í notkun. Orkan frá nýju vélinni, sem er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi, mun fara á almennan markað.
Meira
HILLARY Clinton þótti standa sig best í kappræðum sjö demókrata sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins. Clinton fór nokkuð halloka fyrir þeim Barack Obama og John Edwards í kappræðum fyrir hálfum mánuði en þótti ná vopnum sínum í gær.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólki Landspítala hafi yfirsést að greina bráðakransæðastíflu og veita manni meðferð í tæka tíð í febrúar 2003.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÆTLA MÁ að markaðsvirði skráðra eigna í eigu Exista hafi fallið um eina 40 milljarða það sem af er fjórða ársfjórðungi, þ.e. frá 1. október.
Meira
ÞAÐ er mikið stuð á íslensku sundfólki þessa dagana og í gær setti það fjögur Íslandsmet og átta unglingamet á öðrum degi Meistaramóts Íslands í 25 metra laug í Laugardalnum.
Meira
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Á Miðnesheiði stendur til að reisa þrjú kvikmyndaver sem hvert um sig verður 750 til 1.200 fermetrar að stærð.
Meira
NÝ landskjörstjórn hefur verið kosin af Alþingi. Í henni sitja sem aðalmenn Gísli Baldur Garðarsson, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Þórður Bogason.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er sjálfgefið að þetta gleður mann að sjálfsögðu, og er mjög dýrmætt fyrir mig persónulega,“ segir Sigurbjörn Einarsson biskup sem veitti í gær viðtöku Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar.
Meira
STJÓRNVÖLD í Georgíu afléttu í gær neyðarlögum og Mikhail Saakashvili forseti sagði að lífið væri að komast í eðlilegt horf í höfuðborginni eftir átök lögreglu og stjórnarandstæðinga á...
Meira
ÍSRAELSK stjórnvöld eru afar óánægð með Alþjóðakjarnorkumálastofnunina en þau segja að henni hafi mistekist að fletta ofan af augljósum áformum Írana um að koma sér upp...
Meira
SKÝ stendur fyrir ráðstefnu um áskoranir í starfsumhverfi hugbúnaðargeirans og nýjungar í aðferðafræði þriðjudaginn 20. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 13–16.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SÍLDVEIÐISKIPIN halda áfram að moka upp síldinni á Grundarfirði. Í gær voru fjögur skip þar að veiðum og Guðmundur VE fékk risakast upp undir fjöru, hugsanlega allt að 2000 tonn. Kap VE fékk líka mjög stórt kast.
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í gær minningarstofu um Jónas Hallgrímsson á fæðingarstað hans, Hrauni í Öxnadal, þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu listaskáldsins góða.
Meira
BIRNA Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands segir stjórn félagsins ekki hafa ályktað um hina nýju þjónustu ÍE. Hún bendir á að það sé hlutverk þjóðfélagsins að setja reglur um hvernig nota skuli upplýsingar af þessu tagi.
Meira
TOYOTA verður einn af aðalstyrktaraðilum Landssambands hestamanna og Landsmóts. Samningur þessa efnis var undirritaður á formannafundi Landssambandsins föstudaginn 9.
Meira
Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Tónlistarlíf í Þorlákshöfn er fjölbreytt, þar starfa þrír kórar, lúðrasveit og fjölmargar hljómsveitir. Ekki minnkar fjölbreytnin því nú hefur 20 manna hópur eldri borgara bæst í hópinn.
Meira
FRAMLAG tveggja ungmenna í Árskóla á Sauðárkróki var valið til birtingar í ritið „If I ruled the world“ sem gefið var út í júlí á vegum Alþjóðasambands Soroptimista.
Meira
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Hátt í eitt hundrað börn á öllum stigum grunnskóla voru heiðruð fyrir margvísleg afrek tengd íslenskri tungu í Borgarleikhúsinu í gær.
Meira
RAJENDA Pachauri, nóbelsverðlaunahafi með meiru, á ráðstefnu IPCC um loftslagsmál í Valencia í gær. Ráðstefnan ályktaði að loftslagsbreytingar gætu haft víðtækar og varanlegar...
Meira
Vestfirðir | Vestfirsku skáldin nefnist dagskrá sem boðið verður upp á í Holti í Önundarfirði sunnudaginn 18. nóvember kl. 16:00. Það er Vestfjarðaakademían í samstarfi við afmælisnefnd Guðmundar Inga Kristjánssonar sem efnir til þessa skáldskaparþings.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum: „Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem ríkir nú á húsnæðismarkaðnum eftir nýjustu vaxtahækkanir bankanna.
Meira
Ósló. AFP. | Samþykkt var á prestastefnu norsku þjóðkirkjunnar í gær að heimila vígslu samkynhneigðra presta eða djákna. Fimmtíu af 84 fulltrúum á prestastefnunni samþykktu tillögu um að afnema bann við vígslu samkynhneigðra presta.
Meira
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, sagði á aðalfundi bandalagsins í gær þegar hann mælti fyrir ályktun fundarins að menn yrðu að opna augun fyrir þeim alvarlega vanda sem blasti við innan almannaþjónustunnar. Víða væri erfitt að manna störf.
Meira
KYNNINGAR- og umræðufundur um geðhvörf verður haldinn í Geðhjálp, Túngötu 7, Reykjavík mánudaginn 19. nóvember kl. 20. Gefin hefur verið út bókin „Þegar ljósið slokknar“ sem er baráttusaga sonar og móður.
Meira
Elstu nemendur allra grunnskóla fá að gjöf nýja bók um Jónas Hallgrímsson, sem Böðvar Guðmundsson hefur skrifað. Skapti Hallgrímsson fylgdist með þegar forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fyrstu eintök bókarinnar í Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð í gær.
Meira
BAN Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði hart að stríðandi fylkingum í Líbanon í gær að leiða til lykta deilur um skipan nýs forseta en hann ber að skipa áður en kjörtímabil núverandi forseta, Emile Lahoud, rennur út 24. nóvember nk.
Meira
MIKILL fjöldi barna hefur síðustu ár heimsótt jólasveinana í Dimmuborgum í Mývatnssveit og brátt gefst jólabörnum á öllum aldri tækifæri til að njóta sýningar á Akureyri þar sem Stúfur úr Dimmuborgum segir sögu kryddaða með tónlist, brúðum og...
Meira
Tillaga er komin fram fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar og leggja þær formlega af síðar. Andstæðingar tillögunnar segja að um sé að ræða tilraun til afskipta af innanríkismálum fullvalda ríkja.
Meira
Víðtæk samstaða er um nauðsyn húsleitar þeirrar, sem Samkeppniseftirlit stóð fyrir í fyrradag hjá tveimur stærstu matvælakeðjum landsins og beindist fyrst og fremst að rekstri Bónusverzlana og Krónuverzlana.
Meira
GETA pabbar ekki grátið? söng Helgi Björns hér um árið og því svara þeir Ethan Hawke og Mark Ruffalo (sem eiga samtals fimm börn) játandi enda munu þeir báðir gráta af mikilli karlmennsku í Real Men Cry .
Meira
* Barði Jóhannsson er á miklu flugi þessa dagana og er það spá margra að lag hans „Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey“ fari alla leið í undankeppni Evróvisjón á næsta ári.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Við tókum þetta upp í stofunni minni hérna í Hveragerði, ég og Haffi tempó,“ segir Magnús Þór Sigmundsson, einn af kunnustu lagahöfundum landsins.
Meira
Í TILEFNI þess að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar mun Fífilbrekkuhópurinn koma fram í Tíbrá í Salnum og flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson, en hann hefur samið mörg lög við ljóð Jónasar.
Meira
Tryggvi M. Baldvinsson: Stúlkan í turninum (frumfl.). J. Haydn: Píanókonsert í D Hob.XVIII:11. Schumann: Sinfónía nr. 4 í d Op. 120. Edda Erlendsdóttir píanó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Kurt Kopecky. Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19:30.
Meira
MAGNEA Ásmundsdóttir opnar einkasýningu sína, Á ferð , í Gallerí Ágúst kl.16 í dag. Magnea notar ólíka miðla, svo sem ljósmyndir, myndbandsverk og margt fleira til þess að skapa sögu, ferðalag, hring, samhengi og heild.
Meira
NÚ um helgina lýkur sex mánaða löngu sýningartímabili á verki Unnars Arnar J. Auðarsonar í Safni, en verkið ber titilinn Yfirborðssafnið Girndararkífið Hrörnunarvirkið . Í dag kl.
Meira
HANDRITSHÖFUNDAR í Hollywood standa nú í hatrammri kjaradeilu og til þess að sýna smá samkennd er rétt að gleðja ykkur með smá handritshöfundafréttum, enda fá þessir leikarar og leikstjórar allt of mikla athygli.
Meira
Verk eftir Corelli, A. Scarlatti og Händel. Einsöngur: Susanne Rydén. Nordic Affect-hópurinn (Halla S. Stefánsdóttir og Julia Fredersdorff fiðlur, Hanna Loftsdóttir selló, Karl Nyhlin þjorba og Guðrún Óskarsdóttir semball). Miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.
Meira
GYLLTI áttavitinn , sem á ensku nefnist ýmis Northern Lights eða The Golden Compass , verður frumsýnd um jólin og er fyrsta myndin í þríleiknum Ævintýri Lýru ( His Dark Materials ).
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is EINS og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum afþakkaði tónlistarkonan Lay Low boð Lucindu Williams um að hita upp fyrir tónleikaferð Williams um Evrópu.
Meira
Í VESTURSAL Kjarvalsstaða eru 56 alheimsfegurðardrottningar komnar upp á veggi, í jafnmörgum málverkum Birgis Snæbjörns Birgissonar. Sýningin, sem verður opnuð klukkan 16 í dag, nefnist Ljóshærð ungfrú heimur 1951 –.
Meira
ÞÓTT hún eigi enn fjögur ár í þrítugsaldurinn hefur Natalie Portman nú þegar verið ráðin til þess að leikstýra sinni fyrstu mynd. Sú heitir Saga um ástir og drunga ( A Tale of Love and Darkness ).
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Þetta eru tónleikar, en ekki í al-hefðbundnasta forminu,“ segir Stefán Baldursson óperustjóri um Óperuperlur , tónleikadagskrá með leikrænu ívafi, sem frumflutt verður í Óperunni kl. 20 í kvöld.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG bý í Vesturbænum, og Steingrímur organisti í Neskirkju hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki halda tónleika í kirkjunni.
Meira
Dikta, Coral og Perla í Tónastöðinni * Í tilefni þess að Tónastöðin hefur nú stækkað verslun sína í Skipholti 50d um meira en helming munu hljómsveitirnar Dikta, Coral og Perla troða upp í búðinni í dag.
Meira
* Tom Waits-tónleikarnir sem fram fóru í Óperunni á haustdögum eru mörgum enn í fersku minni. Til stóð að endurtaka leikinn en nú hefur heyrst að aðstandendur hafi því miður fallið frá þeirri...
Meira
* Björk er um þessar mundir að ljúka tónleikaferð sinni um Suður-Ameríku en þegar hefur hún leikið í Brasilíu, Argentínu, Perú og Chile og kemur svo fram í Palacio de los Deportes í Kólumbíu í kvöld.
Meira
Jónína Guðmundsdóttir fer yfir helstu breytingar sem lagðar eru fram í nýju frumvarpi um breytingar á barnalöggjöf: "Rannsóknir hafa sýnt fram á að skaðsemi skilnaðar er mun minni hjá þeim börnum sem hafa traust tengsl við báða foreldra sína eftir skilnaðinn."
Meira
Ágúst Guðmundsson skrifar um laun listamanna: "Það hefur nefnilega gefist vel að veita listamönnum starfslaun. Þetta er fjárfesting sem borgar sig."
Meira
Gestur Guðjónsson | 16. nóvember VG á móti lýðræðinu? Þessi málflutningur VG er dæmigerður fyrir viðhorf þeirra til lýðræðisins. Það á nefnilega bara við ef það nýtist þeim sjálfum.
Meira
Sigurður Magnússon veltir fyrir sér muninum á íþróttafélagi og ungmennafélagi: "Flest aðildarfélög UMFÍ – ungmennafélög – eru í engu frábrugðin þeim íþróttafélögum sem standa utan UMFÍ."
Meira
Karl Tómasson | 16. nóvember Jónas og Megas Það er magnað að fara um heimahaga Jónasar og þrátt fyrir að 200 ár séu liðin frá fæðingu hans kemur hann alltaf upp í hugann á þessum slóðum.
Meira
Ragnar Freyr Ingvarsson | 15. nóv. Spaghetti Ragnarese ...Ég nota fullt af tómötum í mína uppskrift þannig að kannski ætti hún að heita eitthvað annað þar sem hún er hálfgerður bastarður.
Meira
Frá Friðrik Má Bergsveinssyni: "FIMMTUDAGINN 8. nóvember hélt Lionsklúbburinn Fjörgyn fimmtu stórtónleika sína í Grafarvogskirkju til styrktar BUGL. Fjöldi listamanna skemmti áheyrendum með stórkostlegum flutningi og leikrænni tjáningu. Diddú lék stórt hlutverk í upphafi tónleikanna."
Meira
Rúnar Kristjánsson gerir athugasemdir við grein Akeem Cujo Oppong: "Og þar erum við kannski komin að kjarna málsins. Það er nefnilega heimskulegt hvernig sumir hegða sér í nafni mannréttinda."
Meira
Toppþjónusta ÞAÐ er mikið kvartað yfir ýmsu í dag en mér þætti vænt um að fá þennan stutta pistil sem fjallar um góða og lipra þjónustu birtan í Morgunblaðinu.
Meira
Erling Ásgeirsson skrifar um friðlýsingu Vífilsstaðavatns og nágrennis: "Með friðlýsingu Vífilsstaðavatns og nánasta umhverfis er tryggður aðgangur almennings að ósnortinni náttúru á miðju höfuðborgarsvæðinu til framtíðar."
Meira
Ráðamenn eiga að viður kenna mistök sín segir Hörður Bergmann: "Um viðleitni á Alþingi og í borgarstjórn til að leiðrétta mistök sem þessar stofnanir bera ábyrgð á."
Meira
Bjarni Eyvindsson húsasmíðameistari fæddist í Útey í Laugardalshreppi 3. maí 1920. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 9. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Fjóla Þorleifsdóttir fyrrverandi ljósmóðir, fæddist í Sólheimum í Svínavatnshreppi í A-Hún. 20. ágúst 1928. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Ingvarsson bóndi í Sólheimum, f. 9.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Kristinn Erlendsson fæddist í Hamrahóli í Holtum í Rang. 3. mars 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 2. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Gústav Axel Guðmundsson matreiðslumeistari fæddist í Reykjavík 15 september 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pétursson, f. í Reykjavík 10. september 1904, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Kolka Ísberg fæddist í Vestmannaeyjum 3. september 1929. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 20. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 1. október.
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Karlsson fæddist á Fljótsbakka 8. október 1936. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 10. nóvember síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Einars Karls Sigvaldasonar frá Fljótsbakka, f. 13.10. 1906, d. 11.9.
MeiraKaupa minningabók
Karl Jóhann Gunnarsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. desember 1926. Hann lést á Landspítalanum hinn 3. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 9. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Herbjörnsson fæddist á Ásunnarstöðum í Breiðdal 11. júlí 1938. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Magnúsdóttir, f. 5. mars 1919, d. 11. des.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Sigfinnsdóttir fæddist á Ósi á Borgarfirði eystra 1. janúar 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hinn 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Halldórsdóttir, f. 15. apríl 1893, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
ICELANDIC Group var rekið með 346 þúsund evra eða tæplega 31 milljónar króna tapi tapi á þriðja ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 3,3 milljónir evra.
Meira
VELTA í dagvöruverslun var 10,5% meiri í október sl. en í sama mánuði í fyrra. Frá því í september sl. jókst veltan um 2,2%, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Eru þetta umskipti frá mánuðinum á undan þegar veltan minnkaði um rúm 9%.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 1,45% í gær og stendur nú í 7.219 stigum en viðskipti með hlutabréf námu 6,4 milljörðum króna. Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkaði mest eða um 9% og þá lækkaði gengi bréf Kaupþings um 2,5%.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LÖGGJÖF um hlutafélög, markaði og réttindi hluthafa er skapleg hér á landi, en nokkuð skortir á almennan skilning á efni laganna og eftirlit með því að þeim sé fylgt.
Meira
ADAM Applegarth, forstjóri breska bankans Northern Rock og fjórir aðrir stjórnendur innan bankans auk tveggja stjórnarmanna hafa hætt hjá bankanum.
Meira
MOSAIC Fashions á í viðræðum við bandarísku verslanakeðjuna Bloomingdales um að opna verslanir innan keðjunnar undir merkjum Coast og Karen Millen . Þetta kemur fram á vefsíðu Baugs Group, þar sem vitnað er í frásögn tímaritsins Retail Week .
Meira
HOLLENSKI bankinn NIBC, sem Kaupþing banki hefur keypt, var rekinn með 204 milljón evra eða um 18,2 milljarða króna hagnaði af undirliggjandi starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins á móti 182 milljónum evra á sama tímabili í fyrra og nemur...
Meira
ÆTLA MÁ að verðmæti skráðra eigna FL Group hafi lækkað um í kringum 20 milljarða króna það sem af er fjórða ársfjórðungi en ekki um 25 milljarða eins og sagði í frétt á vef Berlingske Tidende og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
Meira
SPRON Verðbréf, dótturfélag SPRON, hefur opnað skrifstofu í Berlín. Meginhlutverk hennar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og nálægum svæðum.
Meira
Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Árni Mathiesen, hefur veitt móðurfélagi Símans, Skipta, frest til marsloka 2008 á að bjóða almenningi að kaupa 30% hlutafjár í móðurfélagi Símans, en það átti að gera í síðasta lagi fyrir...
Meira
TAP Atlantic Petroleum nam 11,1 milljón danskra króna eða 132 milljónum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi á móti 258 þúsund danskra króna tapi á sama tímabili í fyrra.
Meira
Heimili og hönnun er mikið áhugamál hjá Kristínu Árnadóttur enda býr hún bæði yfir smekkvísi og fegurðarskyni, eins og Jóhanna Ingvarsdóttir komst að þegar hún sótti þau Kristínu og Stefán Melsted heim á Nesveginn.
Meira
Þessi dagur sem við okkur blasir er 321. dagur ársins. Og í dag byrjar 4. vika vetrar og tungl er á fyrsta kvartili, tungli sem kviknaði í norðvestri. Sólin hangir þá hæst hún rís rétt sex gráður yfir sjóndeildarhring og fer lækkandi.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta er búin að vera brjáluð vinna en líka rosalega gaman. Við fengum frí í skólanum í heila viku til að vinna í atriðinu okkar og það veitti ekkert af því.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú þegar vetur konungur er genginn í garð með sínu ótrúlega hlýindaskeiði er ekki úr vegi að taka mark á veðurspám undanfarið sem eru alltaf að reyna að segja að veður fari kólnandi.
Meira
jonf@rhi.hi.is: "Ný þýðing Biblíunnar Út er komin ný þýðing Biblíunnar, sú ellefta í röðinni. Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir nýju útgáfunni en að henni hefur verið unnið síðustu nítján árin. Sá sem þetta skrifar fylgdist með framvindu verksins og las m.a."
Meira
KONA í bænum Mitrovica í skugga veggjakrots sem vísar jafnt til frelsis og hnattvæðingar. Kosningar fara fram í dag í héraðinu sem enn tilheyrir Serbíu að nafninu...
Meira
Engilbert S. Ingvarsson fæddist í Unaðsdal 1927, flutti að Lyngholti 9 ára og til Ísafjarðar 17 ára. Þar lærði hann bókband í prentsmiðjunni Ísrún.
Meira
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Spænski stórmeistarinn Miguel Illescas (2598) hafði hvítt gegn kollega sínum og landa Marc Narciso (2546) . 40. Hxh5+! gxh5 41. Dxe2 Dxf1+ svartur hefði einnig tapað eftir 41... a1=D...
Meira
1 Skákstúlkan Hildur Berglind Jóhannsdóttir lagði Geir Haarde í skák. Hve gömul er hún? 2 Hver er forstjóri Samkeppniseftirlitsins? 3 Hvert er nafnið á auðlindafélagi því sem Hafnarfjörður, Grindavík og Vogar hafa stofnað?
Meira
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir, að kaupmenn byrji jólin snemma í nóvember? Engir nema kaupmenn hafa áhuga á því að jólahátíðin standi í tvo mánuði. Þeir byrja fyrr með hverju árinu sem líður og nú er þetta gersamlega komið úr böndum.
Meira
„ÞETTA er skemmtileg og mikil áskorun fyrir okkur og það er gaman fyrir stuðningsmenn okkar að fá leik gegn þessu öfluga liði, FCK, hér á heimavelli,“ sagði Miglius Astrauskas, þjálfari HK, toppliðsins í úrvalsdeildinni í handknattleik, sem...
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er í 13.-19. sæti af alls 156 kylfingum að loknum öðrum keppnisdegi af alls sex á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi.
Meira
ERLA Dögg Haraldsdóttir, sunddrottning úr Reykjanesbæ, setti glæsilegt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi í gær á Meistaramóti Íslands í 25 m laug, í Laugardal. Hún synti vegalengdina á tímanum 1:02,71 sek. og fékk fyrir það 885 stig.
Meira
Jóhannes Valgeirsson dæmdi leik Norður-Írlands og Lúxemborgar í Evrópukeppni 21-árs landsliða karla í knattspyrnu sem fram fór í Lurgan á Norður-Írlandi í gærkvöld.
Meira
„VIÐ erum fegnir að vera lausir við langt og erfitt ferðalag,“ segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, en deildin hefur komist að samkomulagi við forráðamenn tyrkneska liðsins Ankara Özel Idare SK um að báðir leikir...
Meira
HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Þróttur R. – Grótta 17:31 FH – Víkingur 26:26 Staðan: FH 7610222:17413 ÍR 6501174:15410 Selfoss 6402177:1568 Víkingur R.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfuknattleik karla niðurlægðu bikarmeistara ÍR í DHL höllinni í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 92:60 en úrslitin voru löngu ráðin þegar leikklukkan rann út.
Meira
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Burnley á Englandi, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir Evrópuleikinn gegn Dönum sem fram fer á Parken á miðvikudaginn.
Meira
JÚLÍUS Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur tilkynnt val á 16 leikmönnum sem leika fyrir Íslands hönd í forkeppni Evrópumótsins, en leikið verður í riðli íslenska landsliðsins í Panevezys í Litháen frá 27. nóvember til 2. desember.
Meira
KÁRI Árnason, leikmaður AGF í Danmörku, er ekki hress með að hafa verið skilinn útundan þegar Ólafur Jóhannesson valdi í sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikinn gegn Dönum sem fram fer á Parken næsta miðvikudag.
Meira
„ÞETTA er einhver misskilningur hjá Kára,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, um þau ummæli Kára Árnasonar knattspyrnumanns hjá AGF, að hann væri óánægður með vinnubrögð KSÍ, sem sagt var frá á mbl.
Meira
BREIÐABLIK vann stórsigur á FSu í toppslag liðanna í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Bæði lið voru ósigruð eftir fimm leiki en í gær voru það Blikar sem unnu fínan sigur, 105:89 og eru taplausir á toppnum.
Meira
NÆSTSÍÐASTA umferðin í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er leikin í dag. Fjórar þjóðir eru komnar í úrslitakeppnina ásamt gestgjöfum Sviss og Austurríkis en það eru Grikkland, Þýskaland, Tékkland og Rúmenía.
Meira
„STEFNA okkar er sú að ná sem hagstæðustum úrslitum þannig að okkur nægi að vinna heimaleikinn,“ segir Arnór Atlason, handknattleiksmaður hjá FCK í Kaupmannahöfn sem sækir HK heim í 32 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik í Digranesi...
Meira
NÝLIÐAR Þróttar í úrvalsdeildinni sömdu í gær við danska knattspyrnumanninn Dennis Danry um að leika með þeim næstu tvö árin. Danry er 28 ára gamall, miðju- eða varnarmaður, og hefur lengst af leikið með Fremad Amager í dönsku 1. deildinni.
Meira
ÍSLENSKA landsliði í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tapaði 3:0 fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik í gærkvöldi en leikið var í Trier í Þýskalandi.
Meira
Kjartan Örn, 5 ára, er á leikskólanum Sólbrekku og fengu börnin þar nýlega heimsókn frá slökkviliðinu. Eftir heimsóknina teiknaði Kjartan þennan glæsilega...
Meira
Heiða María, 9 ára, teiknaði þessa sætu mynd af bangsanum Bessa. Saga bangsans er svolítið skemmtileg en fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Theodore Roosevelt, sem of var kallaður Teddy, var í veiðiferð árið 1902.
Meira
Fyrir langalöngu var konungsveldi í fjarlægu landi. Þar bjó ungur drengur sem hét Arnór. Vinur hans hét Símon og mamma Arnórs hét Guðný. Arnór dreymdi um að verða riddari.
Meira
Vinirnir Gunnar Bjarki Björnsson og Þórður Páll Fjalarsson eiga báðir framtíðina fyrir sér í badminton. Þeir æfa 4-5 sinnum í viku og setja markið hátt. Gunnar Bjarki æfir með TBR en Þórður Páll með ÍA.
Meira
Lilja Karen, 10 ára, sendi þessa skemmtilegu brandara. Einu sinni var kona í sturtu og þá var bankað á hurðina. Konan vafði handklæðinu um sig og fór til dyra. Fyrir utan dyrnar var lögregluþjónn sem sagði: „Ég fangaði bófa, ég fangaði bófa.
Meira
Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, gerði hlé á æfingu í vikunni og átti skemmtilegt spjall við blaðamennina ungu og badmintonspilarana þá Gunnar Bjarka Björnsson og Þórð Pál Fjalarsson. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi tvisvar á dag.
Meira
Á teikningunum tveimur eru sömu hlutirnir að þremur undanskildum. Á neðri myndina vantar þrjá hluti sem má finna á þeirri efri. Getur þú fundið út hvaða þrír hlutir þetta eru? Lausn...
Meira
Hæsta fjallið í Afríku er óvirkt eldfjall og er það rétt tæplega 6.000 metra hátt. Veist þú hvað þetta fjall heitir? A) Mount Everest B) Fusijama C) Kilimanjaro. Lausn...
Meira
Ólafur Örn, 8 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af mörgæs sem neitar að fara í dýragarð. Þegar það átti að fljúga með hana frá suðurskautinu í dýragarð í Evrópu gerði hún sér lítið fyrir rændi fallhlíf og stökk út. Sniðug litla mörgæsin hans...
Meira
Fjöldi: 5-30 leikmenn Aldur: +6 ára Völlur: opið svæði Leiklýsing: Allir leikmenn dreifa sér um svæðið, ganga með augun lokuð og hendur útréttar. Einn leikmaður er Prúi. Hann gengur einnig um svæðið með augun lokuð og hendur útréttar.
Meira
Pétur litli: „Mamma, ég meiði mig svo í tánum.“ Mamman: „Það er engin furða. Þú hefur sett skóna á vitlausa fætur.“ Pétur litli: „Já, en ég er ekki með neina aðra fætur.“ Andrés: „Ha?
Meira
Viktor Emil, 7 ára, teiknaði þessa flottu mynd af tölvuleik. Beinagrindurnar tvær berjast með geislasverðum en þrátt fyrir hrikalegar aðstæður skín sól á himni og brosandi tölvudraugur sveimar um...
Meira
Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið á blað og sendið fyrir 24. nóvember. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Framan á umslagið skrifið þið: Morgunblaðið Börn – verðlaunaleikur 17.
Meira
Listamaðurinn ungi Andrés Daníel, 5 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd. Maðurinn fylgist með aðflugi farþegaflugvélanna á Reykjavíkurflugvelli um leið og hann viðrar hundinn sinn. Í baksýn má sjá...
Meira
Þau Pétur og Guðbjörg fundu hvergi badmintonbolta fyrir æfingu og reyndu að nota býflugur fyrir bolta. Það gaf ekki góða raun og þau gátu ekki með nokkru móti spilað. Getur þú hjálpað þeim að finna 10 badmintonbolta á síðum...
Meira
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þegar almættið skóp þungarokk missti það óhóflegan skammt af testósteróni út í blönduna. Allar götur síðan hefur þessi jaðarstefna í rokkheimum verið vígi hins gagnkynhneigða karlmanns. Þar skyrpa menn stáli.
Meira
Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ein er sú tegund bóka sem vekur alltaf sérstaka eftirvæntingu, ævisögur og endurminningar skálda og rithöfunda. Og um þessar mundir koma þær nánast í tugatali á markaðinn.
Meira
Danski leikstjórinn Susanne Bier virðist hafa fundið sig vandræðalaust í Hollywood, og verður forvitnilegt að sjá hvort ný mynd hennar, Things We Lost in the Fire , kemst svo langt að skila leikurunum óskarstilnefningum.
Meira
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Eddu-verðlaunin voru veitt um síðustu helgi og e.t.v. má segja að athöfnin hafi verið meira spennandi en stundum áður, a.m.k. á kvikmyndasviðinu.
Meira
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hannesgi@rhi.hi.is ! Gunnarshólmi er ekki besta kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Í mörgum öðrum verkum nýtur sín betur sérstakur hæfileiki skáldsins til að orða algild sannindi á tæran, þýðan og einfaldan hátt.
Meira
Eftir Matthías Johannessen Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að fáránlegt sé að segja að einn listamaður sé betri en annar, ennþá fáránlegra að bera saman ólík listaverk. Við höfum svo ólíkan smekk. Listaverk hafa mismunandi áhrif á okkur.
Meira
Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Ég hef stundum velt því fyrir mér, þegar dagblöð og fréttir dagsins mæta mér, hvernig það sé að vera ungur strákur og fara í gegnum þessa hrúgu af hryllingsfréttum þar sem karlmenn eru oft í hlutverki hins vonda.
Meira
1807 Jónas fæddur á Hrauni í Öxnadal mánudaginn 16. nóvember, sonur séra Hallgríms Þorsteinssonar aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur. Eldri systkini voru Þorsteinn, fæddur 1800, og Rannveig, fædd 1802.
Meira
Það er eins og hið lágstemmda yfirbragð White Chalk, sem er nýjasta verk PJ Harvey, hafi breitt fullmikið úr sér því það er eins og enginn hafi tekið eftir því að hún kom út. Platan læddist inn í heiminn 24.
Meira
Jón Kalman Stefánsson gerði könnun snemma árs 1992 meðal framhaldsskólanema um Jónas Hallgrímsson. Í tilefni 200 ára afmælis skáldsins var ákveðið að endurtaka leikinn.
Meira
Eftir Eirík Guðmundsson eirikurg@ruv.is Þótt ljóð séu búin til úr orðum virðast sum ljóð vera handan orða. Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson er eitt þeirra.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Ghostface Killah er líklega sá meðlimur Vogatangaklíkunnar, eða Wu-Tang Clan, sem hefur náð hvað bestum árangri á sólósviðinu en plata hans frá því í fyrra, Fishscale, hlaut einróma lof gagnrýnenda.
Meira
„Ég var lengi vel feiminn við að semja tónlist við ljóð Jónasar. Þau eru svo fullkomin að engu þarf við að bæta. Tónlist getur þá aðeins truflað og ruglað,“ segir greinarhöfundur sem segir hér frá glímu sinni við að semja tónlist við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.
Meira
Hvernig varð Jónas að þjóðskáldi? Í þessari grein eru viðtökur Jónasar á nítjándu öld skoðaðar og skýrt hvernig hann varð að skáldi sem þjóðin kunni að meta og eins konar málsvari lands og lýðs, hrópandans rödd sem benti þjóðinni á ágæti landsins og gaf henni von um bjartari framtíð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.