ALLT að 10.000 manns létu lífið í fellibylnum sem gekk yfir Bangladesh á fimmtudagskvöld, að sögn Rauða hálfmánans í gær. Talið er að sjö milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Yfirvöld sögðu að þegar hefðu yfir 3.100 lík fundist.
Meira
HERSKARI apa hefur gert mikinn óskunda í norðausturhluta Indlands, m.a. stolið farsímum og brotist inn í hús til að hnupla gosdrykkjum úr ísskápum, að sögn fulltrúa á þingi indverska ríkisins Assam.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG ER ósammála þessu öllu! Við fengum valinn hóp af fólki til að lesa yfir og mér dettur ekki í hug að þetta ágæta, vandaða fólk hafi ekki verið starfi sínu vaxið.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is KARL og kona björguðust úr brennandi íbúð í Fannarfelli 6 í gærmorgun en liggja nú á lýtalækningadeild Landspítalans með brunasár. Að sögn læknis er líðan þeirra góð eftir atvikum.
Meira
STUTTMYNDIN Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson vann aðalverðlaun í flokki evrópskra stuttmynda á Brest European Short Film Festival sem lauk nú um helgina.
Meira
„ÞETTA mun bæta þjónustu við blinda og sjónskerta á Íslandi verulega. Ég lýsi ánægju minni með þessar ákvarðanir. Ég sat í framkvæmdahópnum sem vann að þessum tillögum.
Meira
Nemendasýning Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar var haldin í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi í gær. Margir krakkar voru á staðnum og áhorfendur voru einnig fjölmargir.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Það er ekki útlit fyrir að skjólstæðingar innlendra hjálparsamtaka hafi ráð á að velja gps-staðsetningartæki sem jólagjöfina í ár, tækið sem spáð er að verði vinsælasta jólagjöf landsmanna.
Meira
ALLS sóttu ellefu um embætti prests í Grafarvogsprestakalli, sem nýlega var auglýst til umsóknar en umsóknarfrestur rann út 14. nóvember sl. Ekki oft hafa jafn margir sótt um embætti prests í prestakallinu. Umsækjendurnir eru: cand. theol.
Meira
ALLIR Seltirningar fá nú ótakmarkaðan aðgang að heimanámskerfinu NemaNet. Seltjarnarnesbær og Námsstofan undirrituðu á föstudag samning þess efnis. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ var kerfið kynnt 9. og 10.
Meira
RÁÐUNEYTISSTJÓRAR, skrifstofustjórar og forstöðumenn ríkisstofnana bætast í hóp þeirra sem kjararáð úrskurðar um hvaða kjör skuli hafa, ef frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um kjararáð nær fram að ganga á Alþingi.
Meira
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Indriði Jósafatsson er að byrja sitt átjánda starfsár sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar og segist haldast í þessu starfi af því að alltaf séu ný og skemmtileg verkefni framundan.
Meira
Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Snæfrost hf. hefur opnað nýtt og glæsilegt frystihótel á Norðurgarði. Þar sem hótelið stendur var áður ólgandi sjór.
Meira
TÆPLEGA 700 nýjar íbúðir verða byggðar í vesturhluta Hnoðraholts, austan Reykjanesbrautar í Garðabæ, en bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að velja tillögu Arkþings, Arkitema og VSÓ ráðgjafar að rammaskipulagi svæðisins.
Meira
KARLMAÐUR, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir vegna rannsóknar á alvarlegu sakamáli á föstudag, hefur gefið sig fram við lögreglu og var tekin skýrsla af honum um helgina.
Meira
JOHN Negroponte, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og hvatti hann til að aflétta neyðarlögum og hefja að nýju viðræður við Benazir Bhutto, fyrrverandi...
Meira
Flúðir | Þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar var minnst alla síðustu viku hjá börnunum í Flúðaskóla, en 16. nóvember síðastliðinn voru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar.
Meira
ORKUPÚSL Legó-hönnunarkeppninnar fór fram í Öskju á dögunum, þegar 200 grunnskólabörn sýndu árangur 8 vikna undirbúningsvinnu við rannsóknir, hönnun og forritun. Keppnin var æsispennandi og aðeins fá stig greindu liðin að.
Meira
MAÐURINN sem lést í bílslysinu á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á föstudag hét Kristinn Guðbjartur Óskarsson, til heimilis á Álfhólsvegi 151 í Kópavogi. Hann var fæddur 31. júlí árið 1931 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.
Meira
LÆGSTU vextir til íbúðakaupa sem hægt er að fá í dag eru hjá lífeyrissjóðunum, en sumir þeirra bjóða 5% vexti. Vextir Íbúðalánasjóðs hækkuðu í síðustu viku í 5,3% og lægstu húsnæðilánasvextir bankanna eru 6,2%.
Meira
Riyadh. AFP, AP. | Leiðtogar aðildarríkja OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, hétu því að sjá viðskiptaþjóðum sínum fyrir nægri olíu og gera ráðstafanir til að stemma stigu við útblæstri lofttegunda sem stuðluðu að loftslagsbreytingum í heiminum.
Meira
MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, hyggst ræða við leiðtoga arabaríkja um tillögu þess efnis að Íranar kaupi auðgað úran af hlutlausu landi á borð við Sviss í stað þess að framleiða það sjálfir.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FJÓRIR sextán ára strákar voru handteknir vegna vopnaðs ráns í Sunnubúðinni í Hlíðahverfinu í gær. Þeir eru fæddir árið 1991. Lögreglan lagði þá hald á öxi og kylfu sem meint sönnunargögn og loks hluta þýfis.
Meira
Skagaströnd | Höfðaskóli stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá í félagsheimilinu á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Nemendur skólans minntust þar íslenskunnar og Jónasar Hallgrímssonar með ljóðalestri, leik og söng.
Meira
HLÝNUN jarðar er staðreynd. Vísindaleg vissa um loftslagsbreytingar af mannavöldum hefur aukizt. Spáð er 1,8-4° hlýnun á þessari öld. Sjávarborð mun hækka; Norður-Íshafið verður nálega íslaust á sumrin fyrir aldarlok.
Meira
FJÓRHJÓLASLYS varð á Suðurstrandarvegi norðan við Íshólfsskála um kl. 15 í gærdag, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Slysið vildi þannig til að ökumaður fjórhjólsins missti vald á hjóli sínu og hafnaði það utan vegar.
Meira
TVEIR af þremur hreppum í Þingeyjarsýslu samþykktu sameiningu í almennum sameiningarkosningum á laugardag, en þriðji hreppurinn felldi sameiningu.
Meira
KYNNINGAR- og umræðufundur um geðhvörf verður haldinn í Geðhjálp, Túngötu 7, Reykjavík í kvöld, 19. nóvember kl. 20. Á fundinum mun Clare Dickens meðal annars segja frá reynslu sinni af geðhvarfasýki sonar síns.
Meira
„SÍLDIN er að kæla sig niður til að draga úr líkamsstarfseminni. Hún er ekkert að éta á þessum tíma og er að spara orku eins og hún getur,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarfisks hjá Hafrannsóknastofnuninni.
Meira
TEKIÐ va rupp á ýmsu í tilefni þess að 200 ár voru frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Félagar úr Ferðafélagi Íslands notuðu tækifærið til að ganga á Skjaldbreiði.
Meira
TUTTUGU og átta manns biðu bana og tólf manna er saknað eftir að eldur blossaði upp í olíuleiðslu í eyðimörk í Sádi-Arabíu í gær. Embættismenn sögðu að ekkert benti til þess að um hryðjuverk væri að ræða.
Meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið í notkun fyrstu lágþrýstivél landsins í Hellisheiðarvirkjun, en vélin kemur til með að spara Orkuveitunni orkukaup fyrir almennan markað fyrir um 700 milljónir króna á ári.
Meira
TAÍLENDINGUR sýnir frosk í býli sínu norðaustan við Bangkok. Hann hefur ræktað froska í 23 ár og á nú allt að 10.000 froska. Tekjur hans af dýrunum nema sem svarar 90.000 krónum á...
Meira
PÓLSKUR maður særðist í hnífaárás í vinnubúðum við Hellisheiðarvirkjun í gær. Meiðslin voru þó ekki lífshættuleg. Vinnufélagi hans og samlandi er grunaður um árásina og gaf sig fram í gær. Báðir voru þeir ölvaðir þegar atvikið varð.
Meira
Kíev. AFP, AP. | Að minnsta kosti 65 námumenn biðu bana í gassprengingu í einni af hættulegustu kolanámum Úkraínu í gær. 35 annarra námumanna var enn saknað og 28 lágu þungt haldnir á sjúkrahúsi.
Meira
Togbáturinn Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði kom á laugardag með tundurdufl að landi á Rifi á Snæfellsnesi. Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni var um virkt tundurdufl að ræða og er það þýskt, frá því í seinni heimsstyrjöldinni.
Meira
VEITINGAMAÐURINN á Tropical Sunrise á Stórhöfða hefur verið kærður fyrir að selja unglingum áfengi en um helgina réðst lögreglan til inngöngu á staðinn.
Meira
SEX ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára voru handtekin í sumarbústað í Húsafelli og færð á lögreglustöðina í Borgarnesi síðdegis í gær vegna gruns um aðild þeirra að innbroti, þjófnaði og skemmdarverkum á staðnum.
Meira
JAPANSKI hvalveiðiflotinn hélt á veiðar í gær og ráðgert er að hann veiði 1.000 hvali, meðal annars 50 hnúfubaka, hvalategund sem hefur ekki verið veidd í rúm 40...
Meira
MÖGULEG þátttaka Reykjavík Energy Invest í kaupum á hlut í Hitaveitu Filippseyja var eina málið sem rætt var á framhaldshluthafafundi í félaginu seinnipartinn í gær. Öðrum atriðum, þ. á m.
Meira
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, varð sjötugur í gær og var haldin aflmælisdagskrá til heiðurs honum í Þjóðminjasafninu. Þór gegndi starfi þjóðminjavarðar á árunum 1968-2000.
Meira
BÍLL fór út af Leiruvegi við Akureyri rétt fyrir hádegi í gærdag og endaði niðri í fjöru. Tvennt var í bílnum en fólkið mun ekki hafa hlotið meiðsl.
Meira
Lokaskýrsla vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var kynnt á Spáni á laugardag og er niðurstaða hennar að hefjast þurfi handa nú þegar til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eigi að komast hjá stórslysi í loftslagsmálum.
Meira
Víkverji Morgunblaðsins velti því fyrir sér fyrir skömmu hver viðbrögð Fréttablaðsins yrðu vegna framsóknar hins fríblaðsins, 24 stunda, á fríblaðamarkaðnum en 24 stundir nálgast nú Fréttablaðið mjög í lestri.
Meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur nú setið að völdum í tæpa sex mánuði. Því verður tæpast haldið fram að á þessum sex mánuðum hafi orðið mikil umskipti í samfélaginu.
Meira
BÍÓSPEKÚLANTAR á breska kvikmyndatímaritinu Total Film , sem ásamt Empire er það stærsta þar í landi, halda ekki vatni yfir Heima þeirra Sigur Rósar og segja hana bestu tónleikamynd sem komið hafi út á meðan blaðið hafi starfað.
Meira
NÝ kvikmyndagerð hins ævaforna hetjukvæðis Bjólfskviðu – Beowulf – gekk vel í bíógesti vestra um helgina og hefur myndin þegar á fyrstu sýningarhelgi slegið útgáfu Sturlu Gunnarssonar rækilega við, bæði hvað varðar aðsókn og dóma – en...
Meira
Í tilefni af útkomu bókarinnar Snert hörpu mína – ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi eftir Friðrik G. Olgeirsson bjóða JPV útgáfa og Akureyrarstofa til útgáfuhófs í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6 á Akureyri, mánudaginn 19. nóvember milli kl....
Meira
GUNNI junior var sigurvegari í Rímnaflæði 2007. Keppnin fór fram fyrir troðfullu húsi í félagsheimilinu Miðbergi í Breiðholti, en um 400 manns mættu á atburðinn. Tíu rapparar kepptu um sigur en allir voru þó góðir vinir á eftir.
Meira
Nýverið lauk undirritaður fæðingarorlofi sínu. Morgnarnir byrjuðu jafnan á því að kveikt var ýmist á gömlu Gufunni eða Rás 2. Þegar Gufan varð fyrir valinu fékk hún oft að vera í friði framan af morgni, enda fátt eins róandi og gott Gufubað.
Meira
Svala Björgvinsdóttir, söngfugl með meiru, var í Rokki&rósum í vikunni þegar Flugan var í óða önn að velja sér rauðan glimmerkjól fyrir Senupartíið.
Meira
Eftir Henrik Ibsen, þýðandi Eline McKay. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Tónlist: Ragnheiður Gröndal. Lýsing: Sveinn Benediktsson.
Meira
BOB Dylan heldur sína fyrstu einkasýningu í litlu galleríi í Chemnitz í austurhluta Þýskalands. Ingrid Mössinger, stjórnandi gallerísins, fann bók með skissum Dylans í fornbókabúð og hafði í kjölfarið samband við söngvaskáldið.
Meira
Í TILEFNI 75 ára útgáfuafmælis Brave New World , sem þýdd var sem Veröld ný og góð á íslensku, veltir rithöfundurinn Margaret Atwood því fyrir sér í Guardian hvort forspá Aldous Huxley hafi ræst.
Meira
ÞEGAR vestrinn angurværi Brokeback Mountain var frumsýndur við mikla hylli almennings þótti það mikið framfaraskref í Bandaríkjunum, enda var myndin af mörgum talin sú fyrsta sem sagði klassísku ástarsögu með samkynhneigða í aðalhlutverki.
Meira
OLIVER Stone lauk við Víetnam-þríleik sinn fyrir margt löngu síðan – en hann virðist nú hafa ákveðið að gera hann að fjórleik, enda fær hann greinilega seint nóg af Víetnam og hefur lítinn áhuga á nýmóðins átökum eins og þeim í Írak.
Meira
TRÍÓ Reykjavíkur heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag, en það er skipað þeim Gunnari Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Peter Máté píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 12.
Meira
SIGURREIFAR stúlkur úr félagsmiðstöðinni Mekka úr Kópavogi sýna klærnar á myndinni hér fyrir ofan. Þær voru sigurvegarar á Stíl 2007 sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva, hélt um helgina.
Meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um stjórnsýslu í Kópavogi: "Einhverjar fundargerðir hafa verið ritaðar eftir fundina en ekki lesnar yfir og staðfestar af fundarmönnum."
Meira
Dögg Pálsdóttir | 18. nóvember 2007 Lýst yfir sigri og hætt Forystumaður VG beitir greinilega aðferð sem Johnson og Nixon var ráðlagt þegar Bandaríkin áttu í Víetnam-stríðinu. Hún lýsir yfir sigri og hættir.
Meira
Gísli Ingvarsson skrifar um framburð þula og fréttamanna: "Fréttamenn RÚV eiga engar erlendar hlustir að gæla við. Því geta þeir alveg sleppt tilgerðarlegri hljóðlíkingu við einhverskonar ensku."
Meira
Frá Sigþóri Guðmundssyni: "ÉG ER einn af mörgum kristnum mönnum í þessu landi sem eru orðnir dauðþreyttir á yfirgangi og frekju hins fámenna hóps „samkynhneigðra“ og kornið sem fyllti minn mæli var fréttaflutningur í einu dagblaðanna, síðar í Kastljósi RÚV, hinn 23."
Meira
Margrét Jónsdóttir skrifar um nám í fótaaðgerðafræðum: "...hvetur Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga ríkisstjórn Íslands til að sýna í verki vilja sinn til þess að sykursjúkir fái sem besta umönnun og meðferð á fylgikvillum sykursýkinnar."
Meira
Ólína Þorvarðardóttir | 18. nóvember Friggjarspuni í skýjum Sólin er horfin úr firðinum – við sjáum hana ekki aftur fyrr en 25. janúar. En í dag hefur gyðjan Frigg spunnið gullþræði sína í nóvemberhimininn.
Meira
Ómar Ragnarsson | 18. nóvember „Tíðahvörf“ í málfari Heyrði í útvarpi í hádeginu: „...sagði að ekki hafi verið rætt um hvað gera skyldi“ og kýs að kalla þetta „tíðahvörf“ í málfari.
Meira
Frá Rúnari Birgi Gíslasyni: "MÁNUDAGINN 29. október sendi undirritaður tölvupóst á Sigmund Ó. Steinarsson, yfirmann íþróttadeildar Morgunblaðsins. Ástæðan var skortur á umfjöllun um stórleik Njarðvíkur og Keflavíkur í Iceland Express-deild karla sem fram fór daginn áður."
Meira
Stefán Friðrik Stefánsson | 18. nóv. Dapurleg tíðindi Það er alveg sorglegt að fylgjast með fréttum af brunanum í Stærra Árskógi, hér út með firði. Þar eru öll útihús brunnin, en nýlega var byggt við þau og allt tekið í gegn.
Meira
Biblían er blessuð bók ÞAÐ fer ekki framhjá neinum á þessum dögum að menn bregðast á ýmsa vegu við nýju biblíuþýðingunni. Vafalaust er það fastur liður í hvert sinn sem ný þýðing hennar kemur fram.
Meira
Birna Jónsdóttir húsmóðir fæddist í Ólafsvík 5. nóvember árið 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lára Bjarnadóttir kaupmaður og Jón Gíslason póstmeistari.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1955. Hann lést í Ólsó 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Theódórsdóttir, f. í Reykjavík 1918, og Sveinn Snæbjörn Sveinsson frá Sveinseyri í Tálknafirði, f.
MeiraKaupa minningabók
Jón Friðriksson fæddist á Stóra Ósi í Miðfirði 2. janúar 1918. Hann lést á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 7. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Þorvaldsdóttur frá Melstað, f. 17. sept. 1881, d. 12.
MeiraKaupa minningabók
Ósk Þ. Sigursteinsdóttir fæddist á Akranesi 20. apríl 1955. Hún lést á heimili sínu á Akranesi 9. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigursteins Óskars Jóhanssonar, f. á Skálatanga í Innri-Akraneshreppi 6.11. 1916, d. 14.1.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Jensína Bjarman fæddist á Akureyri 26. maí 1927. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Bjarman, aðalbókari KEA, f. 1890, d. 1952, og Guðbjörg Bjarman húsfreyja, f.
MeiraKaupa minningabók
Veiðar Íslendinga úr deilistofnun á Norðaustur-Atlantshafi gætu numið allt að hálfri milljón tonna á næsta ári. Þetta er samkvæmt niðurstöðum ársfundar Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Á fundinum var m.a.
Meira
Hann Óli fór í Slysavarnaskóla sjómanna um borð í Sæbjörginni í nýliðinni viku. Honum líkaði það mjög vel. Hann var ánægður með alla kennsluna og fróðleikinn og hefur mikinn áhuga á öryggismálum til sjós.
Meira
SÆNSKA fjármálafyrirtækið Folkia hefur sameinast norsku fjármálafyrirtæki er nefnist Folkefinans og lokið hlutafjárútboði sem tryggir því um 110 milljónir norskra króna, jafngildi ríflega 1,2 milljarða íslenskra króna, sem leggjast við eigið fé...
Meira
SMÁSÖLUVELTA í Bretlandi í október minnkaði um 0,1% milli mánaða, og er þetta fyrsta lækkunin í níu mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands. Reiknað hafði verið með óbreyttri smásölu. Mest varð minnkunin í sölu á fatnaði og skóm.
Meira
Á öldrunarheimilum er fólk sem lengst af hefur átt og umgengist dýr, dýr sem því hefur þótt vænt um. Sumir hafa þurft að losa sig við dýrin þegar þeim hefur boðist vist á slíkum heimilum en aðrir hafa afþakkað vistina sem hefði leitt til þess að aflífa hefði þurft gæludýrið.
Meira
Það er ekki oft sem að bækur þróast í samvinnu þriggja höfunda sem búa hver í sínu landinu. Sú er engu að síður raunin með Skrímslabækur þeirra Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir ræddi við þau.
Meira
Leyndardómurinn við að viðhalda unglegri húð, góðri beinabyggingu, skörpu minni og við að halda sjúkdómum í fjarlægð kann að liggja í ísskápnum heima. Því litríkara mataræði sem þú velur til að setja ofan í þig þeim mun heilbrigðari ertu.
Meira
Menntun, vinna, fjölskylda og börn er ekki eini afrakstur langrar starfsævi því eftir situr lífeyrir sem er ætlað að gera ævikvöldið áhyggjulaust og skemmtilegt.
Meira
TVEIR hundar sýna á hundatískusýningu í Búdapest um helgina. Þeir hafa vafalítið orðið brjálaðir þegar þeir lásu Reuter-skeytið um sýninguna því þar var notað enska orðið „catwalk“ um uppákomuna.
Meira
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Armenski stórmeistarinn Rafael Vaganjan (2.600) hafði hvítt gegn spænskum kollega sínum Marc Narciso (2.546) . 36. Rd7! Bxd7 37. Bxd6 Ba7 hvíta a-peðið hefði runnið upp í borð eftir...
Meira
1 Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri týndi tímabundið tveimur verðlaunagripum íslensku kvikmyndakademíunnar' Hvað kallast þeir? 2 Blað hestamanna á 30 ára afmæli um þessar mundir. Hvað heitir það?
Meira
Víkverji er matelskur maður og sælkeri og hefur mikla ánægju af því að gera sér dagamun um helgar, elda góðan mat í eldhúsinu sínu. Endrum og eins tekur hann þó upp kreditkortið sitt og skundar með kærustunni á einhvern af veitingastöðum borgarinnar.
Meira
Helga Sól Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 1970. Hún lauk BA-gráðu í uppeldisfræði frá HÍ 1997, félagsráðgjafi 1998. Árið 2002 lauk hún MA í fél.ráðgj. frá Gautaborgarháskóla og leggur nú stund á doktorsnám í lýðheilsufræðum við Norræna lýðheilsuhásk.
Meira
FRAMARAR áttu ekki í erfiðleikum með Akureyringa í Safamýrinni í gær, þar sem liðin áttust við í N1-deild karla í handknattleik. Heimamenn tóku leikinn strax í sínar hendur og voru með fjögurra marka forskot í leikhléi, 12:8.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tryggði sér í gær áframhaldandi keppnisrétt á síðustu tveimur hringjunum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen mun ekki þekkjast boð um að taka þátt í hinum árlega góðgerðarleik gegn fátækt í Malaga á morgun. Þar etja kappi annars vegar lið sem Ronaldo valdi og hins vegar lið Zinedine Zidane.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Stjörnunnar í handknattleik kvenna fengu heldur óvæntan skell á heimavelli á laugardaginn – þeir máttu þola tap fyrir FH í Mýrinni, 26:25.
Meira
Alexander Petersson gerði þrjú mörk þegar Flensburg heimsótti Melsungen á laugardaginn í þýsku deildinni í handbolta. Þetta var mikill markaleikur og höfðu gestirnir betur, 47:40. Já, 87 mörk, eða 1,45 að meðaltali á mín.
Meira
Logi Gunnarsson er að komast á skrið eftir meiðsli og var í byrjunarliði Gijon þegar það tók á móti Cai Huesca Cosarsa í spænsku LEB-platínudeildinni. Leikurinn endaði með 99:94-sigri Gijon eftir framlengingu. Logi lék í 12 mínútur og gerði 2 stig.
Meira
Martin Laursen, sóknarmaður í danska landsliðinu í knattspyrnu, verður ekki með landsliðinu á móti Íslendingum á Parken á miðvikudaginn. Morten Olsen, landsliðsþjálfari, féllst á að leyfa honum að fara til Englands og æfa með sínu liði, Aston Villa.
Meira
Jakob Jóhann Sveinsson , sundmaður úr Ægi, keppti um helgina á heimsbikarmóti í sundi í Berlín. Hann varð í 19. sæti í 100 metra bringusundi í gær en á laugardaginn náði hann 11. sætinu í 200 metra bringusundi og 18. sæti í 50 metra bringusundi.
Meira
VALSMENN töpuðu fyrir Gummersbach í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær. Leikið var í Köln og lauk leiknum með 34:22-sigri Alfreðs Gíslasonar og lærisveina hans. Á sama tíma vann Celje Lasko lið Veszprém, 28:23.
Meira
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG veit bara ekki hvaða skrekkur þetta var í mönnum í byrjun leiks. Það var alveg ljóst að við lögðum ekki upp með að allar sóknaraðgerðir gengju út á sækja inn á miðjuna.
Meira
Íslandsmót karla SA - SR 3:6 Mörk og stoðsendingar SA : Jón Gíslason 1/1, Tomas Fiala 1, Andri Már Mikaelsson 1, Sindri Björnsson 0/1, Steinar Grettisson 0/1. Brottvísanir : 26 mínútur.
Meira
SEX þjóðir tryggðu sér um helgina sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Ítalía, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Spánn eru komin áfram og hafa nú tólf þjóðir tryggt sér farseðilinn á EM í Austurríki og Sviss næsta sumar.
Meira
HANN var jafn leikur ÍR og Grindavíkur í Seljaskólanum í gærkvöldi, allt fram á lokasekúndur leiksins. ÍR var þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25:22.
Meira
NÝLIÐAR KR í Iceland Express-deild kvenna gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturum Hauka þegar liðin mættust í DHL-höll KR-inga á laugardaginn. Talsverðar sveiflur voru í leiknum en með frábærum endaspretti tókst KR að sigra, 88:81.
Meira
STÆRÐ FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, er mikil en það er talið að allt að 450 milljónir leikmanna á öllum aldri stundi íþróttina á heimsvísu. FIBA, er með 213 sérsambönd frá jafnmörgum þjóðum í sínum röðum.
Meira
NÝLIÐAR Fjölnis í efstu deild karla í knattspyrnu leika sinn fyrsta leik í Laugardalnum er þeir mæta Þrótti R. þar í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar í maí.
Meira
FJÖLNIR úr Grafarvogi gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og lagði Snæfell að velli í Stykkishólmi, 73:59. Keflvíkingar halda uppteknum hætti og unnu Hamar 67:56 og er langt síðan svo lágt skor hefur sést í Keflavík.
Meira
ÞEGAR upp var staðið frá leik HK og FCK Håndbold í gær geta leikmenn HK nagað sig í handarbökin fyrir að leika hreint eins og byrjendur fyrsta stundarfjórðunginn.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Miðborg er með í sölu fallegt 168,3 fm endaraðhús á einni hæð, þar af 28,6 fm bílskúr. Gríðarlega stór verönd með skjólvegg og heitum potti til suðurs.
Meira
Reykjavík | Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu fallegt og stílhreint 220,6 fm einbýlishús á einni hæð, sérlega vel staðsett á rólegum stað innst í lokaðri húsagötu. Eignin skiptist í 175,8 fm íbúðarhluta og 44,8 fm góðan bílskúr.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Draumahús er með í sölu sérstakt og mikið endurnýjað parhús, 266,3 fm að meðtöldum 40,9 fm bílskúr. Húsið er á 3 hæðum og með góðum möguleika á séríbúð í kjallara.
Meira
Haustið hefur á margan hátt verið gott og fólk hefur meira að segja getað notað regnhlífar af og til hér á suðvesturhorni landsins. En þetta eilífa regn getur nú samt verið pirrandi. Kannski vetrarsnjórinn verði skemmtileg...
Meira
Kópavogur | Fasteignasalan Húsavík er með í sölu fallegt 220 fm sérbýli á tveimur hæðum í fallegu steinhúsi innarlega í lokaðri götu í suðurhlíðum Kópavogs.
Meira
Mosfellsbær | Fasteignasalan Heimili er með fallegt parhús í útjaðri höfuðborgarinnar í sölu. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á einstökum útsýnisstað. Húsið er skráð 163,5 fm með innbyggðum 28 fm bílskúr.
Meira
Mosfellsbær | Fasteignasalan Heimili er með í sölu 407 fm einbýlishús (hægt að hafa aukaíbúð) með tvöföldum bílskúr með geymslulofti ásamt 91 fm hesthúsi fyrir 10-12 hesta, samtals skráðir 498,1 fm á einstaklega fallegum stað við Hraðastaðaveg 9 í...
Meira
Plexigler er ekki nýtt efni en hefur verið að ryðja sér meira og meira til rúms á síðustu áratugum. Efnið hefur marga kosti, það er þolið og endingargott, fæst í mörgum litum og þarfnast lítils viðhalds.
Meira
Garðabær | Fasteignasalan Húsavík er með í sölu glæsilegt 296,3 fm einbýlishús á tveimur pöllum þar með talinn 66,5 fm bílskúr í lokaðri götu á vinsælum stað í Garðabæ.
Meira
Garðabær | Fasteignasalan Eignamiðlun er með í sölu fallega íbúð við Strandveg í Garðabæ. Frá íbúðinni er óhindrað sjávarútsýni yfir hraunið sem er friðað í dag. Húsið er byggt árið 2004 og er lyftuhús.
Meira
Góður vinur minn hnippti í mig á dögunum og spurði hvort það væri byrjaður nýr þáttur í Morgunblaðinu. Ég varð eitt spurningarmerki og skildi ekki hvað hann átti við. Jú, hann vildi meina að Blóm vikunnar hefði breyst í Veður vikunnar.
Meira
Hækkandi leiguverð * Leiguverð hefur hækkað meira á þessu ári en fjögur ár þar á undan. Hækkunin í ár er 8,9%, en verðbólgan á tímabilinu er 4,8%. Í fyrra hækkaði leiga um 8% og árið þar á undan um 6%.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.