Greinar mánudaginn 3. desember 2007

Fréttir

3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

25.000 konur deyja úr leghálskrabbameini í Evrópu

Eftir Unni H. Jóhannesdóttur uhj@mbl.is Á HVERJU árið greinast 50.000 konur með leghálskrabbamein og 25.000 deyja af völdum sjúkdómsins í Evrópu. Öflug skipuleg leghálskrabbameinsleit getur komið í veg fyrir rúmlega 80% þessara dauðsfalla. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

25 milljónum úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði

ÚTHLUTUN styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2008 er lokið og þar með þrítugustu og fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Úthlutað var að þessu sinni 55 styrkjum að fjárhæð samtals 25.300.000 kr. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

400 milljónir í öryggismál

Á ÁRUNUM 2007 til 2010 renna 1,7 milljarðar króna til aðgerða sem varða umferðaröryggi eða rúmlega 400 milljónir króna á ári. Þetta kom fram í máli Kristjáns Möller samgönguráðherra á aðalfundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 125 orð

78% styðja ríkisstjórnina

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina eykst á ný eftir að hafa dalað undanfarna mánuði, mælist nú 78%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um tvö prósentustig frá síðustu mælingu og er nú liðlega 39%. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Afburðanemendur verðlaunaðir

FJÓRIR nemendur, sem útskrifast hafa úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeildar Háskóla Íslands, hljóta verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar af Akranesi í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi námsárangur árin 2006 og 2007. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 41 orð

Aska gefin út á spænsku

SAMNINGAR hafa tekist milli bókaforlagsins Veraldar og spænsku útgáfusamsteypunnar Santillana um útgáfu á glæpasögunni Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur í átján spænskumælandi löndum heims. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Aukið framboð veiðileyfa hjá Stangaveiðifélaginu

SÖLUSKRÁ Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir 2008 er komin út. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð

Bátur sökk í höfninni

BÁTUR sökk í höfninni í Stykkishólmi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var báturinn, sem heitir Fanney RE 31, smíðaður árið 1967. Hann hafði verið bundinn við bryggju sl. ár. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

„Framtíðartónlistin er afnám verðtryggingar“

„KJARNI málsins er að framtíðartónlistin er afnám verðtryggingar og stöðugt efnahagslíf þar sem verðbólgan er við eða undir viðmiðunum Seðlabankans,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 717 orð | 2 myndir

„Í bandalag með allskonar viðbjóði, án þess kannski að vera vondir“

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SINNULEYSI var helsta ástæða þess að börnin í Breiðavík bjuggu árum saman við harðræði. Enn eru tillögur um nauðsynlegar úrbætur í málefnum barna virtar að vettugi. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 708 orð | 3 myndir

„Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar“

Íbúar við Vesturgötu í Reykjanesbæ vilja að þegar í stað verði gripið til hraðahindrandi aðgerða við götuna. Bæjarstjórinn fundar með fulltrúa íbúa í dag. Meira
3. desember 2007 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Bhutto ræðir við Sharif

BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur staðfest að hún hyggist ræða við Nawaz Sharif, annan fyrrverandi forsætisráðherra, um hvort stjórnarandstaðan eigi að sniðganga þingkosningar sem boðaðar hafa verið í janúar. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Bílvelta í Kópavogi

TVENNT slapp með skrekkinn þegar jeppi valt í Salahverfi í Kópavogi í gær. Ökumaður jeppans virðist hafa misst stjórn á ökutæki sínu vegna hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn endaði á hvolfi og flutti sjúkrabíll ökumann af vettvangi. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Bæjarbúar eru harmi slegnir yfir banaslysi

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÍBÚAR hér í bænum eru slegnir yfir þessum atburði og sýna samhug sinn í verki,“ segir séra Sigfús Baldvin Ingvason, prestur í Keflavíkurkirkju. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Börnin björguðu „horaða“ jólatrénu

Eftir Jón Sigurðsson Skagaströnd | Það er fastur liður í jólahaldinu á Skagaströnd að kveikja á jólatré á svonefndu Hnappstaðatúni í miðbænum. Í ár kom úr Kjarnaskógi frekar lítið og rýrt jólatré og var það sett upp á sínum stað. Meira
3. desember 2007 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Castro í framboð að nýju

FIDEL Castro var í gær tilnefndur sem frambjóðandi í þingkosningum sem fram fara á Kúbu í janúar og framboðið greiðir fyrir því að þingið geti kosið hann þjóðhöfðingja að nýju. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Eftir álver og virkjun

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Nú þegar Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hafa verið gangsett verða ýmsar breytingar í sveitarfélögunum sem hýsa virkjunina og álverið. Yfir 1. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Ein tillaga á tólf árum

„Það hefur aldrei gerst í tólf ára sögu Barnaverndarstofu að ein einasta tillaga stofnunarinnar til fjárlaganefndar hafi verið samþykkt fyrr en nú í haust,“ sagði Bragi Guðbrandsson forstjóri í pallborðsumræðum um barnaverndarmál að lokinni... Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 250 orð

Fleiri á móti afnámi einkasölu

ANDSTAÐA við sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum hefur aukist á undanförnum árum og Íslendingar eru á móti því að leyfa sölu á sterku víni í matvöruverslunum. Andstaða við lækkun áfengiskaupaaldurs hefur aukist töluvert. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Flestir sammála um að vilja sjá á bak verðtryggingunn

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist taka undir orð Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, um að rétt sé að í framtíðinni skuli stefnt að afnámi verðtryggingar. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 46 orð

Frístundagjald hækkar

GJALD sem foreldrar greiða vegna frístundaheimila og frístundaklúbba á vegum ÍTR í Reykjavík hækkar um 2,5% um næstu áramót. Eftir hækkun verður vistunargjald fyrir barn sem er í vistun fimm daga vikunnar 8.365 krónur á mánuði. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 150 orð | 2 myndir

Færeysk myndlist í Domus fasteignasölu

FÆREYSKI listamaðurinn Pól Skarðenni mun í desembermánuði sýna úrval verka sinna í húsnæði Domus fasteignasölu á Laugavegi 97. Pól er fæddur árið 1962 og er rísandi stjarna í færeysku listalífi. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 520 orð

Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í dag á alþjóðadegi fatlaðra

Í ÁR er alþjóðadagur fatlaðra haldinn undir kjörorðinu „Atvinnu við hæfi fyrir einstaklinga með fötlun“. Meira
3. desember 2007 | Erlendar fréttir | 978 orð | 2 myndir

Hvattir til að rannsaka meint kosningasvik

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Í 3. sæti í siglingakeppni í Tyrklandi

„SALKA Valka hefur átt heima í Port Gocek síðan árið 2003 og eigendur tíma ekki að fara annað, a.m.k. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Jólaljósin skína

FJÖLMENNI kom saman við Austurvöll þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð við hátíðlega athöfn í gær. Tréð, sem er rúmir 12 metrar á hæð, var höggvið við Sognsvann sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Óslóarbúa. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Jólasveinarnir í baðferð

Eftir Birki Fanndal Haraldsson Jarðböðin við Mývatn | Það er orðin hefð fyrir því að jólasveinarnir, allir sem einn, fari í ærlegt þrifabað í Jarðböðunum í byrjun jólaföstu. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 943 orð | 1 mynd

Landnámssetrið fær alþjóðlega viðurkenningu

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Í lok nóvember sl. tók Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Sirrý í Landnámssetrinu) við alþjóðlegum verðlaunum á heimsþingi kvenna í atvinnurekstri FECM sem haldið var í Kaíró. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Lauk keppni með glæsibrag

„Mótið hófst skelfilega hjá okkur með stórtapi fyrir Litháum en því lauk með sannkölluðum glæsibrag,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir sigur á Hvít-Rússum, 31:30, í síðasta leik liðsins af fimm í... Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð

Lausasölulyf geta verið hættuleg

LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Íslands varar mjög við að leyft verði að selja lyf í stórmörkuðum eða annars staðar utan apóteka í eftirfarandi fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu barst: „Í umræðunni undanfarna daga um að breyta þurfi lagaumhverfi... Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Málmur fagnar 70 ára afmæli

LIÐIN voru sjötíu ár frá því að Meistarafélag járniðnaðarmanna var stofnað hinn 28. nóvember síðastliðinn. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Jón Ósmann ferjumann

Sauðárkrókur | Í stilltu en björtu og köldu veðri sl. fimmtudag kom saman hópur fólks á áningarstað Vegagerðarinnar við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Mörg óhöpp á Akureyri

SJÖ umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í gær. Að sögn lögreglu má rekja öll óhöppin til slæmrar færðar og hálku en mikið hefur snjóað í bænum. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Um kl. 12. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ný stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga

LANDSFUNDUR SHA var haldinn laugardaginn 24. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd fyrir næsta starfsár. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Óku saman í hestvagni á jólasýningu í Árbæjarsafni

ÞEIR voru ánægðir með sig, Styrmir Steinn og Grímur Garri Sverrissynir, þegar þeir fengu sér stutta ferð á hestinum sem ók um Árbæjarsafn í Reykjavík í gær. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ólæti í Reykjanesbæ

TVEIR ökumenn voru teknir á Grindavíkurvegi í gærmorgun grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var sá fyrri tekinn um klukkan 7 og sá seinni rétt fyrir klukkan 8. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð

Rannsaki meint svik

TALSMAÐUR George W. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ræða ókeypis grunnskóla og geislun í umhverfi

SAMFOK, samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur hefur ákveðið að bjóða foreldrum grunnskólabarna til fundar þriðjudaginn 4. desember. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð

Sexfaldur næst í Lottói

ENGINN var með allar tölurnar réttar í Lottóútdrætti vikunnar og verður potturinn því sexfaldur næsta laugardag. Reiknað er með að vinningurinn verði þá 45-50 milljónir. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skrifstofa sveitarstjórnar innsigluð

SKRIFSTOFA Grímseyjarhrepps var innsigluð síðdegis á föstudag. Bjarni Magnússon hreppstjóri segist hafa gert það samkvæmt fyrirmælum þeirra tveggja manna sem sitja í hreppsnefnd auk oddvitans. Meira
3. desember 2007 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Spenna í Venesúela

MIKIL spenna var í Venesúela í gærkvöldi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að stórauka völd Hugos Chavez forseta. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 158 orð

Styðja „Grænan miðbæ“

MEIRIHLUTI íbúa Álftaness styður nýja skipulagstillögu um miðsvæði Álftaness sem nefnd hefur verið „Grænn miðbær“. Þetta er ein helsta niðurstaða könnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir bæjaryfirvöld. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Svipuð laun og á Norðurlöndum

LAUNAKOSTNAÐUR hér á landi, reiknaður í evrum, er mjög svipaður og annars staðar á Norðurlöndum. Aftur á móti er hann hærri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem hagdeild ASÍ tók saman um launakostnað á Íslandi. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð

Tíu menn gistu fangageymslu

ERILL var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og gista 10 manns nú fangageymslur fyrir ýmis brot. Að sögn lögreglu voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Aðrir tveir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Tjón hleypur á milljónatugum

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ENN liggur ekki fyrir hve tjónið á flutningaskipinu Axel er mikið, en þó ljóst að það hleypur á tugum milljóna króna. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Tók lagið með börnum sínum

TÓNLEIKAGESTUM að óvörum tók Garðar Cortes lagið með börnum sínum á tónleikum sem Lexus á Íslandi skipulagði fyrir Lexus-eigendur og fram fóru í Háskólabíói í gær. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Undir fátæktarmörkum

„VIÐ höfðum trúað og vonað að af þessu yrði ekki,“ segir Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en breyting lífeyrissjóða á greiðslum til um 1.600 örorkulífeyrisþega tóku gildi nú um mánaðamótin. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Verðmæti áls eykst mikið

Á FYRSTU tíu mánuðum þessa árs voru flutt út 348 þúsund tonn af áli fyrir 64,4 milljarða króna. Þetta er veruleg aukning miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá voru flutt út tæplega 250 þúsund tonn af áli fyrir 46,6 milljarða. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 269 orð

Vilja að daggjöld hjúkrunarheimila hækki

AÐALFUNDUR Aðstandendafélags heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli hvetur til þess að í annarri umræðu fjárlaga hækki Alþingi daggjöld til hjúkrunarheimila til muna frá því sem nú er og átak verði gert nú þegar til þess að útrýma margbýlum á... Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 170 orð

Vilja að ráðin verði sameinuð á ný

REYKJAVÍKURDEILD Félags leikskólakennara (FL) og Kennarafélag Reykjavíkur (KFR) minna á umræðu sem í gangi var þegar nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum á síðastliðnu ári og ákveðið var að kljúfa leikskólamálefni úr... Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð | 3 myndir

Vindurinn stýrir oddafluginu

„VERKEFNIÐ var að búa til listaverk inn í þessa keilu og mynda um leið ákveðna tengingu við Kanada. Gæsir eru verur sem fljúga á milli heimsálfa, m.a. Meira
3. desember 2007 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Þórarinn fer fyrir rétt á þriðjudag

RÉTTAÐ verður í máli Þórarins Jónssonar listnema á þriðjudag en hann olli uppnámi í Toronto sl. miðvikudag þegar hann kom fyrir poka merktum „Þetta er ekki sprengja“ á listasafni í miðborginni. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 2007 | Leiðarar | 388 orð

Er verðtrygging til óþurftar?

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, hefur áður viðrað efasemdir um verðtryggingu fjárskuldbindinga en í viðtali við Morgunblaðið sl. Meira
3. desember 2007 | Staksteinar | 187 orð | 1 mynd

Guðni og sagan

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki nógu vel að sér í pólitískri sögu lands og þjóðar. Þetta kemur á óvart en kemur skýrt fram í grein, sem hann skrifaði hér í Morgunblaðið í gær. Í grein þessari segir formaður Framsóknarflokksins... Meira
3. desember 2007 | Leiðarar | 394 orð

Sviðsett lýðræði?

Rússland stefnir hraðbyri í að verða land þar sem einn flokkur ræður ríkjum. Flokkur Vladímírs Pútíns forseta, Sameinað Rússland, hafði 63,3% fylgi þegar tæplega þriðjungur atkvæða í þingkosningunum um helgina hafði verið talinn í gærkvöldi. Meira

Menning

3. desember 2007 | Bókmenntir | 108 orð | 1 mynd

130 bókum fleiri

780 BÓKATITLAR eru í Bókatíðindum þetta árið. Í fyrra voru titlarnir 650. Prentun virðist í síauknum mæli fara fram erlendis, 54,2% í ár samanborið við 42,8% í fyrra. Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 268; 30 þeirra (11%) prentaðar á Íslandi. Meira
3. desember 2007 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Aldrei aftur allsber Pitt

LEIKARINN Brad Pitt hefur heitið því að striplast aldrei aftur fyrir framan kvikmyndavélarnar. Ástæðan er sú að hann vill ekki að börn sín fjögur þurfi að horfa upp á föður sinn nakinn á hvíta tjaldinu. Meira
3. desember 2007 | Myndlist | 309 orð | 1 mynd

Allt er síbreytilegt

„Í LANDSLAGSMYNDUM mínum mótar fyrir fjöllunum í fjarskanum, veikum smáblettum við sjóndeildarhringinn. Þeim er ætlað að sýna að við erum lítil og veikburða og ráðum litlu um örlög okkar. Þar ræður máttur sem er okkur öllum æðri. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

Ágætis skemmtun

SNIGLABANDIÐ hefur sent frá sér enn eina plötuna, sem í þetta sinn nefnist Vestur . Platan er hið skemmtilegasta partí. Á henni hljóma blússkotin popplög í vönduðum útsetningum. Vestur er að öllu leyti vel unnin plata. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 82 orð | 4 myndir

Cliff Clavin þótti best

SEX íslenskar hljómsveitir öttu kappi á Gauki á Stöng síðastliðið föstudagskvöld um að komast í undanúrslit hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Meira
3. desember 2007 | Dans | 65 orð | 1 mynd

Dansað við steypireyði

NORSKI nútímalistdansflokkurinn Carte Blanche hefur óskað eftir því við Hvalveiðisafnið í Söndefjord að fá lánaða þaðan beinagrind af steypireyði. Beinagrindina hyggst dansflokkurinn nota í sviðsmynd dansverksins Ambra. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 305 orð | 1 mynd

Dúnmjúkur Mór

Tíu íslenzk þjóðlög. Mór (Þórhildur Örlygsdóttir söngur, Kristján Edelstein rafgítar, Stefán Daði Ingólfsson rafbassi og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommur). Lengd: 50:00. Pólarfónía Classics PFCD 05.07.013-1, 2007. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 389 orð | 1 mynd

Eftirminnilegt algleymi

Verk eftir Igor Stravinskí og Thomas Adès. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Thomas Adès. Einleikarar: Carolin Widmann, fiðla, og Hamrahlíðarkórar. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 152 orð | 1 mynd

Fögur sönglög

Ýmsir flytjendur. Meira
3. desember 2007 | Bókmenntir | 509 orð | 1 mynd

Handtöskuserían hefst

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ athugun kemur í ljós að af þeim þýddu skáldsögum sem gefnar eru út á íslensku eru töluvert fleiri titlar eftir karlmenn en konur. Meira
3. desember 2007 | Fólk í fréttum | 257 orð | 1 mynd

Heilu landsvæðin til umráða

Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is EINN svakalegasti leikur síðari ára kom út fyrir stuttu. Crysis heitir gripurinn og er hannaður af þýska fyrirtækinu Crytek og Electronic Arts. Meira
3. desember 2007 | Fólk í fréttum | 290 orð | 1 mynd

Hopp og hí í himnaborgum

PS3 Insomniac Meira
3. desember 2007 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Hrafnkell segir frá eigin verkum

HRAFNKELL Sigurðsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um eigin verk kl. 12.30 í dag í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91, stofu 024. Meira
3. desember 2007 | Bókmenntir | 901 orð | 1 mynd

Íslenskur Diskheimur

Terence David John Pratchett, sem þekktur er undir nafninu Terry Pratchett, er einn vinsælasti rithöfundur heims og hefur verið undanfarna áratugi. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Létt jólalög í bland við hátíðleg

KRISTJANA Stefánsdóttir djasssöngkona syngur á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar í kvöld kl. 20 við undirleik gítarleikarans Ragnars Arnar Emilssonar. Efnisskráin verður sérlega hátíðleg með léttum jólalögum í bland við hátíðleg. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 248 orð | 1 mynd

Minna er meira

VÉDÍS Hervör hefur sent frá sér aðra plötu sína en hún nefnist A Beautiful Life ~ Recovery Project . Lög og textar eru eftir Védísi, Jamie Maher, Þórhall Bergmann og Michael Fayne. Á plötuni má heyra einlæga texta Védísar við r&b-skotna popptónlist. Meira
3. desember 2007 | Kvikmyndir | 53 orð | 1 mynd

Mirren besta leikkonan

BRESKA leikkonan Helen Mirren var í fyrrakvöld valin besta leikkona í aðalhlutverki á verðlaunaafhendingu Evrópsku kvikmyndaakademíunnar sem fór fram í Berlín. Verðlaunin hlaut hún fyrir túlkun sína á Elísabetu II. Meira
3. desember 2007 | Bókmenntir | 376 orð | 2 myndir

Nútímahetja sem brýtur staðalmyndir

Eftir Freyju Haraldsdóttur og Ölmu Guðmundsdóttur. Salka 2007 – 246 bls. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 311 orð | 1 mynd

Ragga höndlar sveifluna

FÉLAGI minn góður segir þegar sýður í sveiflupottinum: „Þetta er eintóm gleði! Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 468 orð | 6 myndir

Rrrrroooookkkk!

ÉG SKAL glaður játa að hlátur var mér ofarlega í huga þegar ég gekk fyrst inn á Nasa á fullveldisdaginn. Meira
3. desember 2007 | Fólk í fréttum | 386 orð | 15 myndir

...Skjálfandi og söngglaðir reykingamenn...

Nú er dagur eitt í komast-í-kjólinn-fyrir-jólin-átakinu sem lýkur með hátíðlegri athöfn á Þorláksmessu; þ.e. í skötuveislu Sægreifans hér niðri við Reykjavíkurhöfn. Meira
3. desember 2007 | Bókmenntir | 106 orð | 1 mynd

Tilnefning og tilboð

ÞAÐ leið ekki klukkustund frá því að Kristín Steinsdóttir var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Á eigin vegum þar til tilboð barst frá sænska forlaginu Kabusa um útgáfu hennar. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð Bebopfélagsins

BEBOPFÉLAG Reykjavíkur heldur tónleika í kvöld á Kaffi Kúltúru við Hverfisgötu í Reykjavík. Félagið var stofnað fyrr á árinu og hefur staðið fyrir tónleikum fyrsta mánudag hvers mánaðar, þar sem fram hafa komið margir af helstu djassleikurum... Meira
3. desember 2007 | Kvikmyndir | 464 orð | 1 mynd

Vatnalíf í Paradís

Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn, handrit, myndataka og klipping: Gunnar Sigurgeirsson. Lokaklipping: Steinþór Birgisson. Hljóðupptaka: Ólafur Þórarinsson. Hljóðblöndun: Pétur Einarsson. Þulir: Gunnar Eyjólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. 90 mínútur. Filmsýn. Ísland. 2007. Meira
3. desember 2007 | Tónlist | 151 orð | 1 mynd

Vel sótt Íslandshátíð

ÍSLENSKA menningarhátíðin Reykjavík to Rotterdam, sem haldin var í Rotterdam, þótti heppnast afbragðsvel. Henni lauk 24. nóvember sl. og var uppselt á alla viðburði, þó svo aukasýningum eða tónleikum hafi verið komið á. Meira
3. desember 2007 | Bókmenntir | 376 orð | 1 mynd

Vinátta og brostnar hugsjónir

Eftir Lóu Pind Aldísardóttur. Salka 2007 – 323 Meira
3. desember 2007 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Þættir til tuttugu ára

HÚN er langlíf sú klisja að breskir sjónvarpsþættir séu einhverra hluta vegna betri en þeir sem hingað berast frá öðrum löndum. Meira

Umræðan

3. desember 2007 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur fatlaðra

Stefnt er að því að Ísland verði meðal þeirra 20 þjóða sem fyrstar fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra. Meira
3. desember 2007 | Blogg | 58 orð | 1 mynd

Andrés Magnússon | 2. des. 2007 Enginn hægrimaður Í Silfrinu áðan voru...

Andrés Magnússon | 2. des. 2007 Enginn hægrimaður Í Silfrinu áðan voru þau Guðfinna S. Bjarnadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Jón Magnússon, Aðalsteinn Baldursson og Margrét Pála Ólafsdóttir að ræða málefni dagsins. Meira
3. desember 2007 | Blogg | 82 orð | 1 mynd

Björk Vilhelmsdóttir | 2. des. 2007 Aðventuhátíð Það er fyrsti...

Björk Vilhelmsdóttir | 2. des. 2007 Aðventuhátíð Það er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við erum hvert og eitt að byrja undirbúning jólanna. Meira
3. desember 2007 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Gleymdist að uppfæra hugsunarháttinn?

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir skrifar um réttindi fatlaðs fólks: "Þegar breytt var frá skipan ölmusu í að tryggja réttindi fatlaðs fólks til þjónustu er eins og gleymst hafi að uppfæra hugsunarháttinn til samræmis." Meira
3. desember 2007 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Já, ég vinn hérna

Kolbrún D. Kristjánsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra sem er í dag: "Atvinna við hæfi fyrir einstaklinga með fötlun er þema dagsins." Meira
3. desember 2007 | Blogg | 201 orð | 1 mynd

Kristinn Pétursson | 2. desember 2007 Rússum vegni sem best Pútín hefur...

Kristinn Pétursson | 2. desember 2007 Rússum vegni sem best Pútín hefur á margan hátt staðið sig vel í Rússlandi. En „allt orkar tvímælis þá gert er“ segir máltækið – og það er ekkert fullkomið til. Meira
3. desember 2007 | Blogg | 79 orð | 1 mynd

Paul Nikolov | 1. desember 2007 Annaðhvort eða? Eitt sem ég skil ekki í...

Paul Nikolov | 1. desember 2007 Annaðhvort eða? Eitt sem ég skil ekki í umræðunni er af hverju sumir halda að þetta sé einhverskonar stríð á milli trúaðs fólks og trúleysingja. Er ekki hægt að vera kristinn og trúa á aðskilnað ríkis og kirkju? Meira
3. desember 2007 | Aðsent efni | 1226 orð | 1 mynd

Sanngjörn skipting andrúmsloftsins

Eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans er að svara þeirri spurningu hvernig þjóðir heims eiga að takmarka og skipta á milli sín réttinum til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Meira
3. desember 2007 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 1. des. Breiðavíkurdrengur Eftir að hafa...

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 1. des. Breiðavíkurdrengur Eftir að hafa lesið bókina Breiðavíkurdrengur kemur upp í hugann sú óþægilega tilfinning að enn eimi eftir af birtingarmynd Breiðavíkurdrengs í velmegunarsamfélagi nútímans. E.t.v. Meira
3. desember 2007 | Aðsent efni | 465 orð | 1 mynd

Um mansal á Íslandi

Margrét Steinarsdóttir skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Brýnt er að sem fyrst verði gengið frá slíkri aðgerðaáætlun hér á landi..." Meira
3. desember 2007 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Veggjald í Hvalfjarðargöngum verði lagt af

Guðbjartur Hannesson skrifar um samgöngur: "Ríkisstjórnin má ekki freistast til að halda veggjaldi í Hvalfjarðargöngum, hvað þá að láta sér detta í hug að setja veggjald á Sundabraut." Meira
3. desember 2007 | Velvakandi | 444 orð | 1 mynd

velvakandi

Fleiri karlkennara í grunnskólana Í ÞJÓÐFÉLAGINU er mikið talað um að kynjahlutföll innan fyrirtækja séu ekki rétt og konur hafi ekki sömu völd og karlmenn. Þessi umræða var hávær í kosningabaráttunni sl. Meira

Minningargreinar

3. desember 2007 | Minningargreinar | 588 orð | 1 mynd

Geirfinna Guðrún Óladóttir

Geirfinna Guðrún Óladóttir (Geira) fæddist á Akranesi 8. júlí 1958. Hún andaðist 29. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 1314 orð | 1 mynd

Guðmundur Árnason

Guðmundur Árnason fæddist í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi 27. ágúst 1916. Hann lést 27. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hraungerðiskirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 332 orð | 1 mynd

Gylfi Kristjánsson

Gylfi Gísli Kristjánsson fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1948. Hann lést á heimili sínu hinn 29. október síðastliðinn. Gylfi var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 8. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 425 orð | 1 mynd

Haraldur Karlsson

Haraldur Karlsson fæddist á Njálsgötu 62 í Reykjavík 27. október 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. október síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 2513 orð | 1 mynd

Helena Ottósdóttir

Helena Martha Ottósdóttir fæddist í Pirna í Saxlandi í austurhluta Þýskalands 14. september 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Otto Heckel járnbrautarstarfsmaður, f. 1.7. 1887, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 175 orð | 1 mynd

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 10. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 3. október. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 898 orð | 1 mynd

Jóhanna Þorbjörnsdóttir

Jóhanna Þorbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1965. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 7. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. október. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 481 orð | 1 mynd

Kristín S. Kvaran

Kristín S. Kvaran kaupmaður fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 6. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 987 orð | 1 mynd

Pétur Magnússon

Pétur Magnússon, rafvirkjameistari og vélstjóri, fæddist á Selskerjum í Múlahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu 3.7. 1916. Hann lést á Landspítalanum 20.11. síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

Sigurður Þorkell Guðmundsson

Sigurður Þorkell Guðmundsson læknir fæddist 25. júní árið 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 31. október síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Neskirkju 13. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 284 orð | 1 mynd

Vigdís Jónsdóttir

Vigdís Jónsdóttir fæddist í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum 15. júlí 1925. Hún lést á vistheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 31. okt. síðastliðinn. Vigdís var jarðsungin frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum 10. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 679 orð | 1 mynd

Þórir Gunnarsson

Þórir Gunnarsson fæddist á Stokkseyri 19. september 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 22. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 3. nóvember. mbl.is/minningar Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2007 | Minningargreinar | 476 orð | 1 mynd

Þórunn J. Sigfúsdóttir

Þórunn Jóna Sigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1941. Hún lést þar 18. október síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey 30. október. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. desember 2007 | Sjávarútvegur | 318 orð | 1 mynd

Eflir samkeppnishæfni íslensks matvælaiðnaðar

MATÍS (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SINTEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Meira
3. desember 2007 | Sjávarútvegur | 546 orð | 2 myndir

Skötuselurinn hefur smækkað

Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Frumkvöðull í veiðum á skötusel í net við Suðurland segir að skötuselurinn hafi smækkað mikið síðustu árin. Kallar hann eftir auknum rannsóknum á stofninum. Meira

Viðskipti

3. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Launaseðill á móðurmálinu

ERLENDIR starfsmenn á Íslandi munu nú geta fengið launaseðla sína afhenta á sínu eigin móðurmáli. Í fréttatilkynningu frá Kerfisþróun ehf. Meira
3. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Lækkar verð í útlöndum

VODAFONE mun frá 1. janúar lækka verð á símtölum í útlöndum. Kjörin eru til samræmis við þau sem ákveðin voru í reglugerð Evrópusambandsins um verð á reikiþjónustu í aðildarlöndum sambandsins. Reglugerðin hefur þó ekki fengið lagagildi á Íslandi. Meira
3. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 156 orð | 1 mynd

Lög um löggildingarstofu níutíu ára

BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhjúpaði á laugardag álnastiku og minningarskjöld við Þingvallakirkju í tilefni af því að á þessu ári eru 90 ár liðin síðan lög voru sett um löggildingarstofu hér á landi. Meira
3. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 56 orð | 1 mynd

Ok félagi ársins hjá HP

OPIN kerfi hrepptu titilinn „Partner of the Year 2007“ á Norður-Atlantshafi á verðlaunahátíð Hewlett-Packard sem haldin var nýverið. Á hátíðinni HP Award 2007 voru samstarfsfyrirtæki HP verðlaunuð. Meira

Daglegt líf

3. desember 2007 | Daglegt líf | 617 orð | 2 myndir

Ábyrgð fylgir lifandi jólapökkum

Það getur svo sannarlega vakið kátínu og hamingju þegar lítill hundur eða kettlingur stekkur alskapaður út úr jólapakkanum. Kristín Heiða Kristinsdóttir lærði þó að slíkir pakkar ættu ekki að leynast undir jólatrénu nema gefandinn hefði hugsað sér að taka ábyrgð á dýrinu. Meira
3. desember 2007 | Daglegt líf | 422 orð | 1 mynd

Einfaldar aðgerðir áhrifaríkar

Handþvottur og notkun andlitsgrisju geta verið áhrifaríkustu aðgerðirnar til að koma í veg fyrir smit ef upp kemur nýr alheimsfaraldur inflúensu. Meira
3. desember 2007 | Daglegt líf | 349 orð | 1 mynd

Karlar latari við að bursta tennurnar

UM ÞRIÐJI hver karlmaður á Norðurlöndunum burstar tennurnar bara einu sinni á dag að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende . Meira
3. desember 2007 | Daglegt líf | 329 orð | 1 mynd

Klókasti vinurinn

Hundar geta ímyndað sér afstæða hluti líkt og við manneskjurnar. Þeir eru heldur ekki svo galnir þegar kemur að tölvum. Þetta kemur fram á norsku vefsíðunni forskning.no . Meira
3. desember 2007 | Neytendur | 590 orð | 2 myndir

Mikilvægt að huga að því hvenær viðbótarlífeyrissparnaður er tekinn út

Fram hefur komið hversu mikið hagsmunamál val á lífeyrissjóði getur verið. Þessi mál geta hinsvegar tekið óvænta stefnu þegar lífeyrir frá Tryggingastofnun er þeginn og hefur Guðni Sörensen reynslu af því. Ingvar Örn Ingvarsson ræddi við Guðna. Meira

Fastir þættir

3. desember 2007 | Fastir þættir | 191 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Spiladobl. Norður &spade;G3 &heart;KD4 ⋄K842 &klubs;G953 Vestur Austur &spade;5 &spade;Á1076 &heart;1065 &heart;G973 ⋄DG1096 ⋄Á &klubs;D874 &klubs;K1062 Suður &spade;KD9842 &heart;Á82 ⋄753 &klubs;Á Suður spilar 4&spade;. Meira
3. desember 2007 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Bronslitaðar stálkonur

ALÞJÓÐLEG hreysti- og vaxtarræktarkeppni var haldin í Búdapest í gær. Ljósmyndari þar í borg smellti þessari mynd af keppendum í kvennaflokki skömmu fyrir keppni. Meira
3. desember 2007 | Í dag | 341 orð | 1 mynd

Freyðivín og freistingar

Eirný Ósk Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk BA-gráðu í hótelstjórnun frá Queen Margaret College, framhaldsgráðu í viðskiptum frá Napier University og MSC-gráðu frá Chartered Institute of Marketing. Meira
3. desember 2007 | Viðhorf | 940 orð | 1 mynd

List og siðleysi

Þar sem ætla má að listamaðurinn hafi vel gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar verkið myndi hafa er ekki út í hött að álykta að hin eiginlega hvöt að baki verkinu hafi verið drottnunargirnd. Löngun til að sýna vald sitt. Meira
3. desember 2007 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er...

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 4. Meira
3. desember 2007 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 Re4 7. Dc2 c5 8. dxc5 Rc6 9. cxd5 exd5 10. e3 Da5+ 11. b4 Rxb4 12. axb4 Dxa1 13. Bb5+ Kf8 14. Re2 a5 15. f3 Rf6 16. 0-0 De5 17. e4 dxe4 18. Bf4 Df5 19. g4 Dg6 20. Meira
3. desember 2007 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Ungur íslenskur listnemi hefur valdið nokkru uppnámi í Toronto í Kanada. fyrir gjörning. Í hverju fólst hann? 2 Leikfélag Akureyrar hefur náð miklum umskiptum í resktri. Hver er formaður félagsins? Meira
3. desember 2007 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji hvetur fólk til að gleyma ekki fuglunum nú þegar veturinn er genginn í garð. Víkverji hefur mikla ánægju af því að fylgjast með smáfuglunum sem sækja í tré í garði beint fyrir framan stofugluggann. Meira

Íþróttir

3. desember 2007 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

1. deild karla HK – Stjarnan 0:3 (21:25, 13:25, 14:25) Staðan...

1. deild karla HK – Stjarnan 0:3 (21:25, 13:25, 14:25) Staðan: Stjarnan 66018:718 Þróttur R. 65116:316 KA 6249:139 ÍS 6249:139 HK 6062:182 1. deild kvenna Þróttur R. – Fylkir 3:0 (25:23, 25:15, 25:10) Staðan: Þróttur N. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Alexander ekki með

ALEXANDER Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, lék ekki með Flensburg um helgina vegna ökklameiðsla en liðið er komið á toppinn í þýsku 1. deildinni. Flensburg lagði Magdeburg 34:28 og komst upp fyrir Kiel sem tapaði fyrir Nordhorn. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Anna valin í úrvalsliðið í Litháen

ANNA Úrsúla Guðmundsdóttir var valin í úrvalslið undanriðils Evrópukeppninnar í handknattleik en það var tilkynnt að lokinni síðustu umferð mótsins í Litháen í gær. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 2362 orð | 2 myndir

Á líka líf fyrir utan badmintonið

ÁRIÐ 2007 verður án efa eftirminnilegt hjá hinni 24 ára gömlu Rögnu Ingólfsdóttur en hún hefur glímt við mótlæti og jafnframt fagnað sigrum á alþjóðlegum mótum í badminton. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 686 orð | 1 mynd

„Enn orðlaus eftir hálfan mánuð“

„ÉG VEIT eiginlega ekki hvernig ég á að tjá mig um svona stórfurðulegan leik. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 282 orð

„Ég hafði þetta á tilfinningunni“

ÍTALÍA og Frakkland, liðin sem léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu á síðasta ári, drógust saman í riðil í úrslitakeppni EM 2008 í gær. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 408 orð

„Leikir vinnast á varnarleiknum“

Eftir Gylfa Árnason Skallagrímur vann góðan sigur á Njarðvíkingum, 90:82, í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Borgnesingar komust þar með upp fyrir Njarðvíkinga og í fjórða sæti deildarinnar en liðin eru nú bæði með 10 stig eftir níu umferðir. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 115 orð

Breytingar í UEFA-bikarnum

ÍSLENSK lið hefja keppni í UEFA-bikarnum í knattspyrnu strax um miðjan júní 2009, samkvæmt breytingum sem samþykktar hafa verið á Evrópumótum félagsliða í knattspyrnu. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Brynjar Björn lék 250. leikinn

BRYNJAR Björn Gunnarsson lék sinn 250. deildaleik í ensku knattspyrnunni á laugardaginn þegar Reading gerði jafntefli, 1:1, við Middlesbrough á heimavelli sínum, Madjeski Stadium. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 1248 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Chelsea – West Ham 1:0 Joe Cole 76. Blackburn...

England Úrvalsdeild: Chelsea – West Ham 1:0 Joe Cole 76. Blackburn – Newcastle 3:1 David Bentley 54., 67., Tugay 90. – Obafemi Martins 47. Portsmouth – Everton 0:0 Reading – Middlesbrough 1:1 Dave Kitson 54. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 981 orð | 1 mynd

Fjölnir – Þór A. 84:88 Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi, úrvalsdeild...

Fjölnir – Þór A. 84:88 Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, laugardaginn 1. desember 2007. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 328 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Heiðmar Felixson var rekinn af leikvelli á 35. mínútu fyrir grófan varnarleik í gær þegar lið hans, Burgdorf , gerði jafntefli á heimvelli við Emsdetten í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik, 26:26. Heiðmar hafði áður skorað eitt mark. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 352 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Magnús Þormar , knattspyrnumarkvörður úr Keflavík , gekk um helgina til liðs við Grindavík , nýliðana í úrvalsdeildinni. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 418 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Arnar Þór Viðarsson og félagar í De Graafschap töpuðu naumlega fyrir toppliðinu PSV Eindhoven , 0:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Arnar var í byrjunarliðinu að vanda en var skipt af velli á 70. mínútu. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 398 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá þýska handknattleiksliðinu Gummersbach duttu ekki í lukkupottinn þegar dregið var til 8 liða úrslita í bikarkeppninni í gær. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 279 orð

Fær 40.000 á mánuði frá afrekssjóði

ÞAÐ fylgir því mikill kostnaður þegar tekin er ákvörðun um að komast í fremstu röð í einstaklingsíþrótt og Ragna Ingólfsdóttir hefur á undanförnum árum kynnst því að það gengur ekki vel að ná endum saman. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 189 orð

Garcia og Róbert drjúgir

JALIESKY Garcia skoraði 5 mörk og var markahæstur í liði Göppingen ásamt tveimur öðrum þegar það lagði Essen að velli, 24:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

HK lagði Eyjamenn auðveldlega

Eftir Sigurð Víðisson HK vann afar auðveldan sigur á ÍBV, 36:22, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik í Digranesi í gær. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 18 orð

í kvöld HANDKNATTLEIKUR Eimskipsbikar karla, 8-liða úrslit: Framhús...

í kvöld HANDKNATTLEIKUR Eimskipsbikar karla, 8-liða úrslit: Framhús: Fram – Stjarnan 20 Strandgata: Þróttur V. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 654 orð | 1 mynd

Ísland – Bosnía 27:22 Litháen, undankeppni EM kvenna, laugardaginn...

Ísland – Bosnía 27:22 Litháen, undankeppni EM kvenna, laugardaginn 1. desember 2007. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Kaká fékk Gullboltann

BRASILÍUMAÐURINN Kaká var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu af franska knattspyrnutímaritinu France Football . Hann hlaut Gullboltann, Ballon d'Or, en það eru íþróttafréttamenn víðs vegar að úr heiminum sem greiða atkvæði í kjörinu. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 421 orð | 1 mynd

Liverpool í slaginn

LIVERPOOL skaust upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með sannfærandi sigri á Bolton, 4:0, á Anfield. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

,,Lærið er tvöfalt“

EMIL Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór meiddur af leikvelli í hálfleik þegar lið hans, Reggina, tapaði 3:0 fyrir Sampdoria í ítölsku A-deildinni á laugardagskvöldið. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 674 orð | 1 mynd

Mótið hófst skelfilega en lauk með glæsibrag

„VIÐ þjálfararnir erum ákaflega stoltir af liðinu að lokinni þessari keppni, ekki bara vegna þess að það náði takmarkinu heldur gerði gott betur en það,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í gær, eftir sigur á... Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Ragnar meiddist

RAGNAR Óskarsson fór meiddur af leikvelli þegar lið hans, Nimes, vann Istres á útivelli, 27:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Ragnar byrjaði leikinn með látum og skoraði fjögur mörk úr fimm skottilraunum á fyrstu tuttugu... Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Snorri lék með í Kaíró

SNORRI Steinn Guðjónsson lék í 20 mínútur með heimsúrvali handknattleiksmanna í gær þegar það mætti landsliði Egyptalands í Kaíró í tilefni af 50 ára afmæli handknattleikssambands Egyptalands. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Snæfell skellti Grindavík

SNÆFELL gerði sér lítið fyrir og stöðvaði sigurgöngu Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld með því að skella þeim á eigin heimavelli, 95:82. Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 687 orð | 1 mynd

Stórleikur Ólafs Hauks fleytti Valsmönnum áfram

MARKVÖRÐURINN Ólafur Haukur Gíslason átti einn stærsta þáttinn í að tryggja Val sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ, Eimskipsbikarnum, með sigri á Haukum, 23:22, í sannkölluðum bikarleik í íþróttahúsi Vals síðdegis í gær þar sem Íslandsmeistararnir... Meira
3. desember 2007 | Íþróttir | 123 orð

Tuttugu lið leika um 10 sæti á EM

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik er eitt 20 liða sem taka þátt í umspili Evrópukeppninnar í vor. Níu lið komust áfram úr undanriðlum þar sem keppni lauk um helgina. Meira

Fasteignablað

3. desember 2007 | Fasteignablað | 178 orð | 3 myndir

Bústaðavegur 99 og 101

Reykjavík | Remax Borg er með í sölu tvær nýstandsettar íbúðir á tveimur hæðum. Önnur íbúðin er í dag skráð 82,2 ferm. en verður skráð ca 130 ferm. eftir stækkun, þar að auki er töluvert af gólffleti sem er undir súð og mælist því ekki. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 204 orð | 1 mynd

Byggingaréttur við Álfhólsveg

Kópavogur | Stakfell fasteignasala er með til sölu byggingarétt að nýju fjölbýli í grónu hverfi á höfuðborgarsvæðinu, hornlóð á fallegum stað með útsýni. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 451 orð | 5 myndir

Einbýli í Flórída

Flórída | Ýmir Jónsson arkitekt, sem verið hefur við nám í Bandaríkjunum síðustu ár, er að selja einbýlishús sem hann á í Flórída. Húsið er í borginni Altamonte Springs sem er góð verslunarborg í aðeins 10-15 mínútna fjarlægð frá miðbæ Orlando. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 182 orð | 1 mynd

Eva G. Sigurðardóttir sýnir í Artótekinu

EVA G. Sigurðardóttir opnaði sýningu í Artóteki Borgarbókasafns Reykjavíkur 23. nóvember sl. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og stundaði framhaldsnám í myndlist í École des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-1991. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 462 orð | 3 myndir

Framnesvegur 64

Reykjavík | Heimili fasteignasala er með í sölu eignina Austurholt. Húsið var byggt 1904 á Bráðræðisholtinu og á sér langa sögu. Byggt hefur verið við það tvisvar sinnum. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 88 orð | 3 myndir

Fyrirmynd að góðu sambýli

Blásalir 22 er fjölbýli í Kópavogi þar sem eldri borgarar búa. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 792 orð | 2 myndir

Hreinsun steinteppa

Síðustu ár hefur steinteppum fjölgað verulega hér á landi. Steinteppi hafa marga góða kosti sem sameina kosti hefðbundinna teppa og harðra gólfefna s.s. flísa. Þau eru í senn bæði mjúk að ganga á en hafa styrkinn frá flísunum. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 532 orð | 1 mynd

Húsbók fyrir alla íbúana

Hússtjórnin í Blásölum 22 í Kópavogi hefur farið svolítið aðrar leiðir en hússtjórnir í öðrum fjölbýlishúsum. Út er gefin handbók um notkun hússins og næsta nágrennis sem auk þess inniheldur upplýsingar um alls konar hagnýta hluti sem íbúunum gagnast. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 294 orð | 1 mynd

Hvalnes á Skaga

Skagafjörður | Fasteignamiðstöðin er með til sölu áhugaverða hlunnindajörð. Um er að ræða jörðina Hvalnes á Skaga í Skagafjarðarsýslu, sígilda hlunnindajörð þar sem saman fer gríðarlegt landflæmi, ca 2. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 294 orð | 2 myndir

Lambhagi 12

Bessastaðahreppur | Fasteignasalan Eignamiðlun er með í sölu einstaklega vel staðsett einbýlishús á sjávarlóð. Húsið er steinsteypt á einni hæð og hannað af Kjartani Sveinssyni. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 586 orð | 2 myndir

Sérkostnaður eða sameiginlegur

Í fjöleignarhúsum er eignarréttur hvers eiganda blandaður ef svo má segja. Þannig teljast ákveðnir hlutar húss til séreignar tiltekins eiganda á meðan aðrir hlutar þess eru í sameign eigenda. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 731 orð | 3 myndir

Stjarna jólanna og drottning blómaframleiðenda

Því er líkt farið með Íslendinga og margar aðrar þjóðir heims að fátt er jólalegra á aðventunni en eiga eina eða fleiri jólastjörnur til að skreyta hýbýli og vinnustaði með fyrir jólin. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 319 orð | 1 mynd

Urriðaholt verðlaunað

SKIPULAG Urriðaholts í Garðabæ hlaut 2. sætið í lokaúrslitum samkeppni um Alþjóðlegu lífsgæðaverðlaunin, LivCom, sem afhent voru í London í vikunni. Meira
3. desember 2007 | Fasteignablað | 435 orð | 3 myndir

ÞETTA HELST...

LHÍ á Frakkastígsreit * Vonir manna standa til að hægt verði að ganga frá samningum milli Samson Properties og Listaháskóla Íslands (LHÍ) á næstunni, að sögn Sveins Björnssonar, framkvæmdastjóra Samson Properties. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.