Hvalsnes | Haldið verður upp á 120 ára vígsluafmæli Hvalsneskirkju við hátíðarguðsþjónustu næstkomandi sunnudag, klukkan 14. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar í kirkjunni og Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ fögnum þessu svo sannarlega, þetta þýðir að fólk getur haldið áfram að vinna í samfellu,“ segir Helgi K.
Meira
Selfoss | Atlantsolía hefur opnað nýja bensínstöð Selfossi en þetta er tólfta stöðin sem fyrirtækið opnar frá því að það hóf að selja bensín 8. janúar 2004. Bensínstöðin er við hlið Toyota-umboðsins, rétt áður en komið er að Ölfusárbrúnni á austurleið.
Meira
Í TILEFNI Nikulásmessu á fimmtudag, 6. desember, var haldin sameiginleg helgistund rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og þjóðkirkjunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, framið í byrjun sumars 2005. Honum var jafnframt gert að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í miskabætur.
Meira
GEFIN hefur verið út handtökuskipun á hendur Anne Darwin, eiginkonu Bretans Johns Darwins sem birtist óvænt á lögreglustöð um sl. helgi eftir að hafa verið talinn látinn í fimm ár.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Gunnar Rúnar Gunnarsson, 34 ára karlmann, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, skjalafals og brot gegn umferðarlögum.
Meira
Þegar íslensk tunga er rædd á Alþingi gerast flestir ræðumenn hátíðlegir. Samhljómur er um að tungan eigi í vök að verjast og að allir þurfi að leggjast á eitt við að vernda hana, enda sé það hún sem geri Íslendinga að þjóð.
Meira
27 ÁRA gamall Lithái, Tomas Arlauskas (áður Malakauskas), sem fékk tveggja og hálfs árs fangelsi í líkfundarmálinu svokallaða fyrir rúmum tveimur árum, var dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Héraðsdómi í gær.
Meira
BRESK stjórnvöld vilja draga úr „sjálfvirkum þýðingum“ upplýsinga frá hinu opinbera á tungumál innflytjenda í Bretlandi. Tilgangurinn er að að efla enska tungu og stuðla að því að innflytjendur og erlent vinnuafl tileinki sér hana.
Meira
Selfoss | Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi, er mikill áhugamaður um menningar- og félagsmál ýmiskonar enda hefur hann verið á fullum krafti á þeim vettvangi í gegnum árin.
Meira
Á aðventu blómstrar endurtekningin. Þá er hefð fyrir því að heyra sömu sögurnar, syngja sömu söngvana, elda sömu steikina, baka sömu smákökurnar, hlakka til sömu pakkanna, vera á sama spaninu, hitta sama fólkið.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STAÐFEST var í gær að minnst tveimur myndböndum, sem sýndu bandaríska leyniþjónustumenn yfirheyra meinta hryðjuverkamenn al-Qaeda, hefði verið eytt af starfsmönnum leyniþjónustunnar, CIA, árið 2005.
Meira
STJÓRN Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar telur mikilvæga þá ákvörðun Ríkisendurskoðunar að ráðast í úttekt á starfsemi félagsins, eins og stjórn...
Meira
UPPSKERUHÁTÍÐ Evrópuárs jafnra tækifæra í skólum Akureyrarbæjar verður haldin 19. desember. Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk Lundarskóla rætt og ritað um mannréttindi og sáttmálann um réttindi barnsins. Þar fengu þeir, m.a.
Meira
VINSTRIHREYFINGINN – grænt framboð heldur fund í dag, laugardaginn 8. desember, kl. 11-12.30, Suðurgötu 3. Yfirskrift fundarins er Erfðarmengið mitt – jólagjöfin í ár?
Meira
ÁRLEGIR Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Íþróttahöllinni í dag, laugardag, kl. 18. Einsöngvari með hljómsveitinni að þessu sinni er Garðar Thór Cortes.
Meira
SJÓKLÆÐAGERÐIN 66°Norður kom færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans sl. miðvikudag með húfur, sokka og vettlinga að andvirði tæplega 2.000.000 kr. fyrir nýfædd börn. Myndin er frá afhendingunni en á henni eru f.v.
Meira
MIKE Huckabee nýtur nú næstmests fylgis í forvali repúblikana vegna forsetakosninga á næsta ári. Ný könnun sýnir Rudy Giuliani með 26% fylgi á landsvísu en Huckabee hefur nú 18% og er á hraðri siglingu, hafði 10% fyrir mánuði.
Meira
BÓKAÚTGÁFAN Omdúrman efnir til borgargöngu í miðborg Reykjavíkur í dag, laugardaginn 8. desember. Í göngunni verður slóð sögupersóna í skáldsögum rithöfundarins Elíasar Marar rakin.
Meira
HIÐ nýja menningarhús Hof á Akureyri verður til sýnis fyrir almenning sunnudaginn 9. desember klukkan 13-15. Mögulegt verður að ganga um fyrstu hæðina og líta inn í aðalsal hússins sem kemur til með að rúma 500 manns í sæti.
Meira
ÍSLAND er í þriðja sæti á eftir Svíum og Þjóðverjum í nýrri vísitölu umhverfismála, sem kynnt var á eynni Balí í Indónesíu þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir.
Meira
JÓLADAGSKRÁIN í Þjóðminjasafninu hefst sunnudaginn 9. desember kl. 14 með opnun jólasýningarinnar „Sérkenni sveinanna.“ Á sýningunni er sett upp lítið jólahús með alls konar gripum sem tengjast jólasveinunum. Þar er t.d.
Meira
SAMEIGINLEGIR jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar og Grundartangakórsins verða haldnir í Víðistaðakirkju á morgun, sunnudag kl. 16. Flutt verða jólalög frá mismunandi tímabilum og ýmsum löndum. Kórarnir munu einnig syngja nokkur lög saman.
Meira
Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt í vikunni sinn árlega jólagjafafund þar sem félagið afhenti gjafir að andvirði 700.000 krónur fyrir jólin. Hjálparsjóður Selfosskirkju fékk t.d. 200.000 krónur, Kvennaathvarfið 100.
Meira
FORYSTA ASÍ hefur óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar til að kynna kröfur sem verkalýðshreyfingin gerir sameiginlega í tengslum við kjaraviðræður sem nú standa yfir. Kröfurnar verða kynntar fyrir Samtökum atvinnulífsins á...
Meira
Upphafsgengið var 21,6 RANGT var farið með upphafsgengið í Exista í frétt í Morgunblaðinu í gær. Upphafsgengið var 21,6, en ekki 23,2 eins og sagði í blaðinu. Gengi félagsins var 22,45 í fyrradag og er því gengið ekki komið niður fyrir upphafsgengið.
Meira
TVEIR karlmenn, sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Reykjanesbraut á fimmtudag, liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis hafa þeir gengist undir meðferð og er haldið sofandi í öndunarvél.
Meira
MÁLÞING verður haldið á mánudaginn í Ketilhúsinu á vegum Háskólans á Akureyri og Utanríkisráðuneytisins. Yfirskriftin er „Mannréttindi í utanríkisstefnu Íslands - Hvers vegna?
Meira
MÁLFUNDUR Mannréttindaskrifstofu Íslands, Samtakanna '78 og TransÍsland fer fram í dag, laugardaginn 8. desember, kl. 13.30 í Regnbogasalnum, Laugavegi 3.
Meira
ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðað fund forsætisráðherra allra 16 sambandslanda Þýskalands til að ræða stöðu félagsmálakerfisins í ljósi morðs móður á fimm ungum sonum sínum í Darry í Norður-Þýskalandi.
Meira
TVEIR skipverjar af Súlunni EA 300 sem strandaði í innsiglingunni við Grindavík í gærmorgun voru fluttir á sjúkrahús og var annar þeirra með höfuðáverka. Hafði hann dottið á dekkinu og rekið höfuðið í.
Meira
NEMENDALÝÐRÆÐI og gjaldfrjáls leikskóli er meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir, VG, hefði viljað sjá tryggt í frumvörpum menntamálaráðherra um skólamál en var engu að síður jákvæð í garð breytinganna.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ALLTOF algengt er að hönnuðir og byggingaverktakar virði ekki byggingastaðal um að heitt vatn á heimilum geti ekki orðið heitara en 65°C.
Meira
LEIKRITIÐ Óvitar víkur senn fyrir Fló á skinni þrátt fyrir að uppselt sé á allar sýningar LA á verkinu. Fló á skinni verður frumsýnd í Samkomuhúsinu eftir áramót og síðustu sýningar á Óvitum verða því um áramótin.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞORSKSTOFNINN er ekki að hjarna við samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar úr stofnmælingu botnfiska í haust. Heildarvísitala þorsks lækkaði um 20% frá haustmælingunni í fyrra og hefur lækkað um 34% frá 2004.
Meira
ALLS féllu 16 manns í sjálfsmorðsárás konu sem sprengdi sig í Írak í gær. Sprengjan sprakk á skrifstofu samtaka súnníta í bænum Mugdadiya í Diyala-héraði, um 90 km norðaustur af Bagdad.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÚAST má við að eldri borgarar muni taka út viðbótarlífeyrissparnað smátt og smátt, en ekki allan í einu eftir að stjórnvöld hafa hætt að láta sparnaðinn skerða bætur almannatrygginga.
Meira
Þorlákshöfn | Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt stefnu í menningarmálum. Stefnan er til þriggja ára og er ætlunin að endurskoða hana á árinu 2010.
Meira
Í TENGSLUM við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi efna Leikfélag Akureyrar og Jafnréttisstofa til sérstakrar aukasýningar á leikritinu Ökutímum á morgun, sunnudag, kl. 20. Á eftir verða umræður sérfræðinga, leikhúsfólks og horfenda.
Meira
„ÉG SÉ í sjálfu sér ekki ríkar ástæður fyrir því að við séum að keyra ungt fólk fyrr út á vinnumarkaðinn,“ sagði Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðum um lagafrumvörp um menntamál á Alþingi í gær og lagði...
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÚSSLAND og Vesturveldin deila nú hart um framtíð Kosovo-héraðs en Albanar, sem eru í meirihluta í héraðinu, hyggjast lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu í næstu viku.
Meira
FÁIR voru á ferli þegar ljósmyndari Morgunblaðsins mundaði vél sína við Elliðavatn í gærdag. Þar skartaði náttúran sínu fegursta og þrátt fyrir að skarkali borgarinnar sé nærri náði hann ekki að eyðileggja andartakið.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Grunnkunnátta í íslensku er lykilatriði þegar kemur að samskiptum og þátttöku innflytjenda í samfélaginu.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ: „Í ræðum á Alþingi, sem útvarpað og sjónvarpað var fyrir alþjóð, létu alþingismennirnir Atli Gíslason og Bjarni Harðarson falla ummæli í minn garð...
Meira
Eftir Rúnar Pálmason og Andra Karl ÞRÍR Litháar sem eru í farbanni vegna gruns um að þeir tilheyri þjófagengi, sem lét til sín taka með stórtækum hætti á höfuðborgarsvæðinu, reyndu í gærmorgun að flýja land.
Meira
Það vekur óhug og viðbjóð að lesa frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times um vinnubrögð bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, við yfirheyrslur yfir meintum hryðjuverkamönnum.
Meira
Alþjóðabankinn gerir alla jafna kröfur um að lánveitingum fylgi skuldbindingar um afnám hafta og ríkisstyrkja í viðkomandi löndum. Yfirleitt er staða þessara ríkja svo slæm að þau eiga ekki annars kost en að sætta sig við kröfur bankans.
Meira
Í KVÖLD verður skemmtistaðurinn Black opnaður í Lækjargötu þar sem Litli ljóti andarunginn var til húsa þar til nýlega. Þorsteinn Blær Jóhannsson, betur þekktur sem dragdrottningin Blær og best þekktur sem Steini Díva, verður skemmtanastjóri á staðnum.
Meira
GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Hildur Lilliendahl ljóðskáld og Úlfar Þormóðsson rithöfundur. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a.
Meira
Tónlist eftir Händel, Telemann og Muffat í flutningi Camerata Drammatica. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Sunnudagur 2. desember.
Meira
Á PLÖTUNNI Einhversstaðar einhverntímann... aftur hefur söngkonan ástsæla, Ellen Kristjánsdóttir, sett flest af sínum vinsælustu lögum í nýjan búning.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SMEKKLEYSA hefur á undanförnum árum verið í fararbroddi í útgáfu klassískrar tónlistar í flutningi íslenskra tónlistarmanna, samtímatónlistar, þjóðlegrar tónlistar, djass og annarrar íslenskrar tónlistar.
Meira
* Huldar Breiðfjörð rithöfundur hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann skrifaði ferðasöguna Múrinn í Kína en rithöfundurinn söðlaði um í kjölfarið og flutti til New York til að læra kvikmyndagerð.
Meira
* Færeyska hljómsveitin Boys in a Band sigraði keppnina Global Battles of the Bands sem fram fór í London í fyrrakvöld. Sveitin lék á Icelandic Airwaves og þótti standa sig frábærlega vel. Hin íslenska Cliff Clavin hafnaði í 6...
Meira
HÉR voru góðir gestir frá Nýfundnalandi; gítarleikararnir Duan Andrews, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, og Brad Powell, hryngítaristi, sem þó fékk að leika eitt blússóló, er þeir hittu Björn Thoroddsen gítarvirtúos og Jón Rafnsson bassaleikara á...
Meira
ÞÝSKA tónskáldið Karlheinz Stockhausen lést á miðvikudaginn á heimili sínu í Kuerten í Þýskalandi. Stockhausen var 79 ára að aldri. Hann er talinn frumkvöðull raftónlistarinnar og eitt mikilvægasta tónskáld 20. aldarinnar.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA verður hefðbundið, maður á að vera íhaldssamur á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari, en í dag kl.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEIR Sunnlendingar sem ala með sér listmálaradrauma fá tækifæri til að spreyta sig í dag, í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Meira
BANDARÍSKA sveitasöngkonan Dolly Parton hefur mikinn áhuga á því að fá Scarlett Johansson til þess að leika sig í kvikmynd sem hún vonar að verði gerð um ævi sína.
Meira
STÓRMYNDIN I Am Legend verður frumsýnd í Bandaríkjunum næstkomandi föstudag, en hún skartar Will Smith í aðalhlutverkinu og fjallar um mann sem hugsanlega er síðasti maðurinn á jörðinni.
Meira
HIMNAMÓÐIRIN bjarta kallast aðventutónleikar sem haldnir verða á morgun í Langholtskirkju. Þar munu koma fram þau systkinin Nanna María og Aron Axel Cortes.
Meira
MENNINGARNÓTT og Flickr@Iceland (ljósmyndahópur fyrir Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru á Íslandi, á Flickr-ljósmyndavefnum) efndu til ljósmyndasamkeppni á Menningarnótt í ágúst síðastliðnum.
Meira
Uppskeruhátíð á Gauknum * Afkimi ehf. (kimi records) heldur uppskeruhátíð í kvöld á Gauki á Stöng þar sem fram koma Hellvar, Hjaltalín og Morðingjarnir, en plötur með Hellvar og Hjaltalín hafa nýlega komið út hjá kimi records.
Meira
Hallgrímskirkja kl. 12-17 * Söngur og orgeltónlist á jólaföstu. Klais-orgelið 15 ára. 12.00 Hörður Áskelsson segir frá orgelinu. 12.30 Hörður Áskelsson og Hljómskálakvintettinn leika á klukkuspil og lúðra í kirkjuturninum. 13.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is BENNI Hemm Hemm er að gefa út nýjan disk um þessar mundir og munu útgáfutónleikarnir renna saman við jólaglögg og opnun nýrrar verslunar, Útúrdúrs, á Njálsgötu 14.
Meira
PLATAN Volta , sem Björk Guðmundsdóttir sendi frá sér fyrr á þessu ári, er tilnefnd til Grammy-verðlauna sem besta platan í flokki framsækinnar tónlistar (Best Alternative Music Album).
Meira
SOUTH River Band leikur sérlega vandaða þjóðlagatónlist sem er að miklu leyti undir austurevrópskum áhrifum. Á plötu þeirra Allar stúlkurnar má bæði finna frumsamin lög auk þjóðlaga úr ýmsum áttum.
Meira
HJALTALÍN átti einn óvæntasta smell ársins, hina margslungnu og kaflaskiptu kammerpoppsmíð „Goodbye July/Margt að ugga“; lag sem hefði eiginlega ekki átt að geta náð vinsældum í útvarpi, sökum byggingar, en gerði það samt.
Meira
HIN klassíska jólasýning leikhópsins á Senunni, Ævintýrið um Augastein , verður á sínum stað í Hafnarfjarðarleikhúsinu annan og þriðja í aðventu líkt og undanfarin ár.
Meira
Hjálmar Árnason er ósáttur með árásir nokkurra einstaklinga á Þróunarfélagið og framþróun á Vellinum: "Markmið starfsins á Vellinum er að skapa varanleg störf í lifandi þekkingarþorpi. Aðdróttanir nokkurra pólitíkusa gera lítið annað en skaða."
Meira
Steinar Skarphéðinsson skrifar um úthlutun byggðakvóta í Skagafirði: "Það er því enginn á Hofsósi sem getur tekið á móti fiski og fullnægt þeim skilyrðum sem gerðar eru samkvæmt reglum um úthlutun byggðakvóta."
Meira
Einar Ben Þorsteinsson | 7. desember Ég er ekki viss ...Ég þurfti að senda öllum sveitar/bæjarstjórum Austurlands lítið bréfkorn með sama texta og af því tilefni þurfti ég að staldra aðeins við og hugsa.
Meira
Ólafur M. Magnússon fjallar um verðlagningu og verðmyndun á mjólkurvörum: "Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi er aðför að tilvist Mjólku ehf. og heggur nú sá er hlífa skyldi."
Meira
JÓN Þ. Þór, sá ágæti sagnfræðingur, skrifar nokkuð harða ádrepu um bók Guðna Ágústssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Morgunblaðið á fimmtudaginn.
Meira
Kári Harðarson | 6. desember 2007 Gerðu mér tilboð sem ég get ekki hafnað Eitt lærði ég í bók með heilræðum um hvernig ætti að versla hagkvæmt, og það var að verða ekki ástfanginn af vörunni sem ég er að fara að kaupa.
Meira
Margrét Grímsdóttir skrifar um heilbrigði í samböndum: "Fræðsla fyrir unglinga um heilbrigði í samböndum er mikilvægur þáttur í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi."
Meira
Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Við eigum að setja markið hátt. En til þess að svo megi verða þá verðum við að fjalla á hreinskilinn og heiðarlegan hátt um niðurstöður sem þessar og þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir."
Meira
Þorgrímur Gestsson skrifar um samning Björgólfs Guðmundssonar og RÚV um styrki til framleiðslu innlends leikins sjónvarpsefnis: "Og nú fær hann nánast einræði við val á efni sem verður styrkt með fé frá Björgólfi – en hefur þó fulltrúa hans sér til fulltingis."
Meira
Eftir Önnu Kristjánsdóttur: "...stærð skrefa hjálpar ekki ef haldið er í ranga átt. KappAbel vísar í ákveðna átt, sem grundvallast á vitneskju um að nemendur eru megnugri en skólaárangur sýnir."
Meira
Frá Gunni Ingu Einarsdóttur: "JÓLIN nálgast með sínum ljósum, gjöfum, hátíðleika, stressi og jólatónleikum. En þeim fylgir líka sorg og söknuður. Því á jólunum verða hughrifin meiri en aðra daga."
Meira
Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir skrifa um kjarakannanir á vegum heildarsamtaka launafólks og einstakra stéttarfélaga: "Bæta þarf kjör starfsfólks í almannaþjónustu verulega í komandi samningum."
Meira
Frá Ásthildi Sturludóttur: "SJÁLFSTÆÐISMENN fagna í dag 70 ára afmæli Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar í Reykjavík sem er fjölmennasta stjórnmálahreyfing kvenna á landinu. Í sjö áratugi hafa sjálfstæðiskonur í Reykjavík verið einn af máttarstólpum flokksstarfsins."
Meira
Þórður Skúlason segir ríkið ekki greiða sinn hlut í eyðingu refa og minka: "Réttast væri að ríkið bæri kostnað af því að verja náttúru landsins fyrir skaða af völdum refa og minka."
Meira
Kristján L. Möller skrifar um samhengi umferðarslysa og skipulags: "Gatnaskipulag íbúðarhverfa á fyrst og fremst að þjóna þeim sem þar búa. Þar verða öryggissjónarmið að vera efst á blaði og hámarkshraði sem minnstur."
Meira
Það er erfitt að skrifa „góða“ matreiðslubók FYRIR nokkrum vikum kom út matreiðslubókin Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur. Bók þessi er trúlega besta matreiðslubókin sem út hefur komið í áraraðir.
Meira
Inga Dóra Björnsdóttir skrifar í tilefni af endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar: "Textinn algjör snilld og orðið negri ákaflega gott orð."
Meira
Brit J. Bieltvedt skrifar um kjör aldraðra: "Fyrst og síðast viljum við að þjónustan og úrræðin séu sveigjanleg þannig að þau mæti þörfum sem flestra aldraðra..."
Meira
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 7. des. Hin nýju alheimstrúarbrögð Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sértrúarsöfnuður sé orðinn til. ...
Meira
Garðar H. Björgvinsson skrifar um kvótakerfið og landsbyggðina: "Útkoman er sú að 85% þjóðarinnar vilja losna undan oki kerfisins og fara aðra heilbrigðari leið við stjórn fiskveiða."
Meira
Anna Þorgerður Benediktsdóttir fæddist á Kálfafelli í Suðursveit 22. júní 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Benedikt Þórðarson, f. á Hala í Suðursveit 20. júlí 1894, d.
MeiraKaupa minningabók
Arndís Guðrún Óskarsdóttir (Lillý) fæddist á Sleitustöðum í Kolbeinsdal 28. júlí. 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja á Sleitustöðum, f. 16.
MeiraKaupa minningabók
Birgir Guðlaugsson byggingameistari fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést þar 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Gottskálksson, smiður og verkamaður á Siglufirði, f. 1.10. 1900, d. 6.2.
MeiraKaupa minningabók
Dóra Guðlaugsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. desember 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 28.1. 1911, d. 22.9.
MeiraKaupa minningabók
Emil Bergmann Emilsson fæddist í í Hátúni í Seyðisfirði 31. október 1925. Hann lést 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Emil Th. Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir. Emil var 9. í röðinni af 12 systkinum. Emil kvæntist 29.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Valdimar fæddist á Akureyri 2. nóvember 1983. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kjartan Jakob Valdimarsson skipstjóri á Grundfirðingi frá Grundarfirði, f. 24.
MeiraKaupa minningabók
Jón Eggert Hallsson fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd 25. apríl 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallur Jónsson póstur, f. 1. okt. 1871, d. 31. ág. 1940 og Jóhanna Sturlaugsdóttir,...
MeiraKaupa minningabók
Margrét Ámundadóttir fæddist í Háholti, Gnúpverjahreppi 15. mars 1925, ásamt tvíburasystur sinni Guðbjörgu. Margrét lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ámundi Jónsson bóndi frá Minna-Núpi, f. 27.8.
MeiraKaupa minningabók
Valtýr Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 21. júlí 1984. Hann lést af slysförum 8. desember 2006 og var útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju 16. desember 2006.
MeiraKaupa minningabók
ÞAU íslensku félög sem stefnt hafa að því að fá hlutabréf sín skráð í evrum í íslensku kauphöllinni eru vonsvikin yfir þeirri frestun á skráningunni sem Verðbréfaskráning Íslands tilkynnti um í vikunni, og sum þeirra útiloka ekki skráningu erlendis.
Meira
SPARISJÓÐURINN í Keflavík hefur farið af stað með útboð á nýju stofnfé að nafnverði 1.587 milljónir króna. Gengið í útboðinu er 2,17 krónur og heildarverðmæti bréfanna er því um 3,4 milljarðar króna .
Meira
„Á SAMA tíma og Baugur Group hefur styrkt stöðu sína í hinu blæðandi fjárfestingarfélagi FL Group hefur félagið sjálft orðið fyrir skelli vegna lækkunar á verði lykilfjárfestinga þess.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa í kauphöll OMX á Íslandi hækkaði örlítið í gær, eða um 0,8%, og endaði í 6.431 stigi, litlu ofar en upphafsgildi þessa árs. Viðskipti með hlutabréf námu um þremur milljörðum króna.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Linda trúði mér fyrir því að hana langaði í læknanám en það væri dýrt og engir möguleikar væru á styrkjum fyrir fátæka stúlku eins og hana.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Jólavættir íslensku þjóðsagnanna eru fjölmargir og einn kemur sérstaklega við sögu þegar föt eru annars vegar og þótti ógnvænlegur mjög en það var jólakötturinn.
Meira
Þórir Jónsson á Ólafsfirði rölti á dögunum í lognhúminu út með hlíðinni milli fjalls og fjöru. „Þar var rólegt og gott“: Rökkrið felur rinda í hlíð. Refur smó í leynum. Innsker kyssir aldan blíð. Unir már á hleinum.
Meira
Áhöfn dýpkunarskipsins Perlunnar vinnur nú dag og nótt við dælingu sands upp úr höfninni hér á Sauðárkróki. Hófst vinnan um síðustu helgi, og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki milli jóla og nýárs.
Meira
70 ára afmæli. Mánudaginn 10. desember verður Sigurdór Eggertsson sjötugur. Í tilefni þess býður hann ættingjum og vinum í kaffi á morgun, sunnudaginn 9. desember kl. 16, í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi...
Meira
Cavendish - tvímenningur BR Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson fengu risaskor á öðru kvöldi í Cavendish-tvímenningi BR og fóru úr mínus og á toppinn! Staða efstu para er þannig þegar eitt kvöld er eftir í þessari skemmtilegu keppni: Ómar F.
Meira
Höskuldur Þráinsson fæddist í Reykjavík 1946. Hann lauk B.A. prófi í íslensku og sagnfræði frá HÍ 1969, fyrrihlutaprófi í málvísindum í Þýskalandi 1972, cand.mag.
Meira
THE TIME MACHINE (Sjónvarpið kl. 21.40) Meðalmenn rembast við að tækla klassíkina hans H.G. Wells, og klúðra hlutunum æ meir eftir því sem á líður. Fráhrindandi og slakur leikur. * UNDERWORLD (Sjónvarpið kl. 23.
Meira
1 Skeiðarárhlaup stendur nú yfir. Hvað eru mörg ár frá því síðast hljóp í ánni? 2 Exista hefur komið nokkuð við sögu síðustu daga vegna mikils gengishraps á hlutabréfamörkuðum. Hver á stærsta hlutinn í félaginu? 3 Komin er út bókin Leikskóli fyrir alla.
Meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar er mikilvæg framkvæmd og augljóst af þeim vegaköflum, sem þegar hafa verið tvöfaldaðir hversu mikil breyting það verður, þegar framkvæmdum við alla brautina er lokið og fólk ekki í lífshættu dag hvern, sem ekið er milli...
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson heltist úr lestinni á Alfred Dunhill -meistaramótinu í golfi í Suður-Afríku í gær þrátt fyrir að leika á tveimur höggum undir pari á öðrum keppnisdegi.
Meira
Það hefur verið uppi orðrómur um að Chelsea muni selja Úkraínumanninn Andrei Shevchenko þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann hefur ekki náð sér á strik síðan hann var keyptur frá AC Milan í maí 2006.
Meira
KVENNALIÐ KR fékk góðan liðsstyrk í gær en þá gekk Guðrún Sóley Gunnarsdóttir til liðs við sitt gamla félag. Hún skrifaði undir samning við Vesturbæjarliðið sem gildir út næstu leiktíð en Guðrún yfirgaf KR fyrir tveimur árum og skipti yfir í Breiðablik.
Meira
RAGNA Ingólfsdóttir mætir Kati Tolmoff frá Eistlandi í fyrstu umferð aðalkeppninnar á ítalska meistaramótinu í badminton sem hefst í Róm á þriðjudaginn. Sigurvegarinn í þeirri viðureign mætir Elizabeth Cann frá Englandi, eða keppanda úr undankeppninni, í 16 manna úrslitunum.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SIGURVIN Ólafsson, knattspyrnumaður, hefur tilkynnt FH-ingum að hann ætli ekki að framlengja samning við félagið sem honum stóð til boða.
Meira
HEIMSMEISTARAR Þjóðverja lögðu Svía, 34:28, í æfingaleik sem háður var í Skövde í Svíþjóð í gærkvöld. Þjóðverjar höfðu undirtökin allan tímann og voru fimm mörkum yfir í leikhléi, 18:13, eftir að staðan hafði verið jöfn, 13:13.
Meira
Bókin Nonni og Selma – fjör í fyrsta bekk eftir Brynhildi Þórarinsdóttur fjallar um þau Nonna og Selmu sem eru að byrja í fyrsta bekk. Þau þekkjast ekki neitt þegar þau byrja í skólanum en þau eiga sama afmælisdag, 17. júní.
Meira
Hrefna María, 9 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af Andrési önd. Hrefna sendi Barnablaðinu líka þennan sniðuga brandara: Köttur einn var banhungraður og sagði þá, „Ég er svangur.“ Þá svaraði músin: „Ekki éta mig.
Meira
Á morgun kveikjum við á kerti númer tvö á aðventukransinum. Það minnir okkur á fæðingarborg Jesús, Betlehem, og táknar líka kærleikann. Við verðum samt að muna að vera alltaf góð hvert við annað, ekki bara á jólunum.
Meira
Helmúth Þór, 10 ára, er mikill listamaður og hugar vel að hverju smáatriði en hann teiknaði þessa glæsilegu mynd af Gosa. Spýtustrákurinn skemmtilegi hefur greinilega verið að segja eitthvað ósatt því nefið hans hefur stækkað heldur...
Meira
Hvað sagði 0-ið við 8-una? Hvar fékkstu þetta belti? Hvernig fannst þér bókin mín? Mjög góð, nema hvað hún var of löng í miðjunni. Hvaðan fékkstu þessi stóru og fallegu augu? Þau fylgdu nú bara...
Meira
Grey litla tölvustelpan er búin að týna nokkrum stöfum af lyklaborðinu sínu. Hún skammast sín svo mikið og getur ekki fengið af sér að skrifa neitt þessa dagana.
Meira
Þessi ferðalangur ætlar að leggja leið sína til einnar þekktrar höfuðborgar í Evrópu. Ef þú litar alla reiti sem eru með svörtum punkti standa eftir þeir stafir sem mynda nafn borgarinnar. Lausn...
Meira
Hildur Margrét, 5 ára, teiknaði þessa frábæru sjálfsmynd. Hildur Margrét er óvenju fær ef tekið er mið af aldri hennar og hlökkum við til að sjá fleiri teikningar eftir hana í...
Meira
Björn Alexander, 7 ára, teiknaði þessa flottu mynd af helstu hetjunum í Stjörnustríðsmyndunum. Hann sendi okkur líka eftirfarandi brandara: Einu sinni voru Lúk og Svarthöfði að berjast.
Meira
Vinkonurnar Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, 10 ára, og Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir, 7 ára, eru óvenju skýrar og skemmtilegar stelpur. Þær búa í Árneshreppi á Ströndum og blogga reglulega um lífið í sveitinni.
Meira
Getur þú parað saman rétta setningu við rétta mynd? Lausn aftast. A) Ef þú hættir ekki að gæða þér á hattinum mínum kalla ég á öryggisvörð. B) Þú verður að láta gera við bílflautuna á morgun, Hannes.
Meira
Einu sinni voru fíll og lítil mús sem voru ástfangin. Þá kom köttur sem var afbrýðissamur út í fílinn. Músin stökk af háum kletti og leni djúpt ofan í vatni en síðan drakk fíllinn allt vatnið og knúsaði svo músina með rananum.
Meira
Í þessari viku eigið þið að setja tölurnar á bréfmiðunum á réttan stað í talnakrossgátunni. Þegar þið hafið fyllt talnakrossgátuna sjáið þið að ein tala verður afgangs. Hvaða tala er það?
Meira
Þrátt fyrir ungan aldur hafa vinkonurnar Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, 10 ára, og Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir, sjö ára, verið duglegar að halda úti heimasíðu og uppfæra hana nærri daglega.
Meira
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Nonni og Selma eru tvíburar. Ekki þó venjulegir tvíburar heldur afmælistvíburar, bæði fædd hinn sautjánda júní, hvort í sínum landshlutanum.
Meira
Norður, niður, alveg út, eyddur póllinn sjálfur. Hangir fólk í sorg og sút við seytl og öldugjálfur á Ál-þingi með kork og kút, í kafi er bærinn hálfur, - nautheimsk þjóð og niðurlút núna heitir Ál-fur.
Meira
Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is !Stundum vildi ég að ég væri 1.000 manns en ekki bara einn maður. Þá væri miklu auðveldara fyrir mig að skilja hvað margvíslegar upplýsingar um áhættu fela í sér.
Meira
Pétur Halldórsson hefur þróað áfram gamlar kenningar Einars Pálssonar um heimsmynd fornmanna, en hana telja þeir mun flóknari en áður hefur verið talið. Um þetta hefur Pétur sent frá sér bókina Stærð veraldar.
Meira
Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur anna.kristin.jonsdottir@gmail.com Stephanie Pearl-McPhee er frekar grannvaxin kona á miðjum aldri. Ég hef aldrei hitt hana en veit samt ýmislegt um þessa konu.
Meira
Hlustarinn Ég er að hlusta á upptökur með Emil Gilels þar sem hann spilar alla píanókonserta Beethovens á tónleikum í Prag árið 1958, tíu árum eftir að hann kom þar fyrst fram og Vesturlönd fengu loks að frétta af þessum snillingi.
Meira
Því hefur verið haldið fram að tölvuleikjabransinn sé núorðið miðlægasti þáttur hins alþjóðlega afþreyingarveldis, að hér sé um að ræða iðnað sem taki bæði kvikmyndum og tónlist langt fram í vinsældum og áhrifum.
Meira
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Jason Reitman sló í gegn í fyrra með satírunni Thank You for Smoking og var af mörgum kallaður föðurbetrungur, þótt hörðustu aðdáendur Ghostbusters (sem Ivan pabbi hans leikstýrði) muni sjálfsagt þræta fyrir...
Meira
Lesarinn Á bókasafninu á Seltjarnarnesi rakst ég á bókina Jól á Íslandi eftir Árna Björnsson sem ég greip umsvifalaust með mér. Hér er um að ræða kandídatsritgerð þessa merka fræðimanns, óbreytta að mestu, sem gefin var út hjá Sögufélaginu árið 1963.
Meira
Eftir Aðalstein Ingólfsson adalsteinn@honnunarsafn.is Í þeim fáu drögum að sögu íslenskrar gullsmíði á úthallandi tuttugustu öld sem rituð hafa verið gleymist stundum að minnast á þátt Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen (1920-1992).
Meira
Með koparstungu sinni frá 1504 og hinum stórkostlegu málverkum sínum í Prado-safninu frá 1507, skapar Albrecht Dürer (1471-1528) fyrsta karlmanninn og fyrstu konuna sem „eftirmyndir fullkomleikans“.
Meira
Afleggjarinn nefnist þriðja skáldsaga Auðar A. Ólafsdóttur listfræðings. Ungur karlmaður kveður ættingjana og heldur suður í heim, með þrjá rósaafleggjara.
Meira
Á bókamessunni í Frankfurt am Main í byrjun október voru þýsku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta (Deutscher Buchpreis) afhent í þriðja sinn. Verðlaunin hlaut þýski rithöfundurinn Julia Franck fyrir bók sína Die Mittagsfrau (Hádegisfrúin).
Meira
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það vakti athygli þegar Davíð Hjálmar Haraldsson kvaddi sér hljóðs á leirlistanum, póstlista hagyrðinga, fyrir fáeinum árum.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com DANIEL Lanois er þekktastur fyrir störf sín sem upptökustjóri, einkanlega fyrir írsku stórsveitina U2, en meðfram því hefur hann alltaf sinnt eigin tónlist, þó sá þáttur hafi ekki farið ýkja hátt.
Meira
Kevin Barnes, höfuðpaur of Montreal, greip til listarinnar til að lina þjáningu eins og heyra má á síðustu breiðskífu sveitarinnar, en þar er að finna langt sendibréf hans til fyrrverandi og núverandi sambýliskonu.
Meira
Hún á að hafa skilið við hverja höfundur ljóðsins átti, skilið hversu heitt hann unni henni og munað alla tíð. Varð hún harmþrungin mjög og lagðist upp í rúm og lá fyrir það sem eftir var dags
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.