FYRSTU 9 mánuði ársins 2007 hafa gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum aukist úr 38,9 milljörðum í 44,8 milljarða eða um 15%. Munar mest um neyslu innanlands en hún hefur aukist á þessu tímabili um 25% á meðan fargjaldatekjur hafa dregist saman um...
Meira
ÞEIR sem koma að ferðaþjónustu í sveitarfélögum í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru jákvæðir í garð uppbyggingar í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarðinn en margir hafa áhyggjur af því að fjárveitingar nýs þjóðgarðs verði ekki nægar til...
Meira
EINTAK af bókinni Pétri Gaut seldist á 570 þúsund krónur á uppboði sem haldið var í Iðnó í gærdag. Eintakið er tölusett númer eitt af þrjátíu sem Einar Benediktsson þýddi og gaf út árið 1901. Ekki er gefið upp hver kaupandinn er.
Meira
SKÝRSLU um vist barna á Breiðavíkurheimilinu verður skilað í janúar á næsta ári. Formaður nefndarinnar, Róbert R. Spanó, lagaprófessor við HÍ, segir vinnuna ganga vel og að nefndin ætti að geta haldið sig innan áætlaðs tímaramma.
Meira
Hellissandur | Endurbygging þjóðvegarins um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul frá Saxhóli að Dagverðará hefur gengið vel. Ríflega 11 km kafli frá Saxhóli að Purkhólum hefur verið uppbyggður og frágenginn með klæðningu. Verktaki er Stafnafell ehf. í Snæfellsbæ.
Meira
ERLA Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, bætti fimmtán ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50 metra bringusundi í 50 metra laug á hollenska meistaramótinu í sundi í Eindhoven á laugardaginn.
Meira
FLASKA af 81 árs gömlum skota var seld á 54.000 dollara, rúmar 3 milljónir ísl. kr., á uppboði í New York. Um var að ræða viskí frá Macallan-fyrirtækinu í Skotlandi sem var blandað 1926 og sett á flösku 1986 og svo umflaskað...
Meira
HVAÐ gerist ef verð á einhverri vöru er lækkað um 26%? Eðlilegt svar við spurningunni er að sala á vörunni muni aukast. Rannsókn sem Valdimar Sigurðsson aðjúnkt og Hugi Sævarsson viðskiptafræðingur gerðu bendir hins vegar til að salan aukist ekki neitt.
Meira
Á ANNAÐ hundrað jarðskjálftar höfðu mælst við Upptyppinga, norðan Vatnajökuls, frá því síðdegis á laugardag og til miðnættis í gær. Skjálftavirkni á svæðinu hefur hins vegar staðið yfir síðan snemma á föstudag, með hléum.
Meira
TÓNLISTARKONAN Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, hefur ánafnað Aflinu á Akureyri ágóða sínum af sölu geisladisks með tónlistinni úr leikritinu Ökutímum sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. Diskurinn kemur út í janúar.
Meira
TVEIR menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt vegna ölvunar og óspekta en annar þeirra hafði veist að lögreglumanni í Grindavík.
Meira
ANNE Darwin var handtekin er hún sneri aftur heim til Bretlands í gær en hún er eiginkona Johns Darwins sem á laugardag var formlega ákærður fyrir fjársvik. Darwin setti eigin dauða á svið 2002 svo kona hans gæti fengið greiddar tryggingabætur.
Meira
ÚTLIT er fyrir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu verði rekin með 140 milljóna króna halla á árinu. Bætist það við 81 milljónar króna halla á síðasta ári og eldri uppsafnaðan halla stofnananna sem mynduðu stofnunina.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tillögu menntamálaráðherra að skipa starfshóp til að koma með tillögur um framtíð og skipan skólahalds á Hólum í Hjaltadal og málefni Hólastaðar.
Meira
BRÖGÐÓTTIR jólasveinar komu á jólatrésskemmtun sem efnt var til í Árbæjarsafni í gær en þar stendur yfir sýning í tilefni jólanna. Fjöldi gesta á öllum aldri var við guðsþjónustu í gömlu torfkirkjunni og jólatrésskemmtun á torginu.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í tíu bifreiðum og plastbát, sem stóðu við Hafnarveg í Vogum, laust fyrir klukkan sex í gærmorgun.
Meira
„VIÐ erum rosalega stolt af þessu ritverki,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þegar hann kynnti útgáfu bókarinnar Sáðmenn sandanna sem gefin er út í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi skipulegs landgræðslustarfs...
Meira
HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur allt frá árinu 1955 verið ein helsta fjáröflunarleið krabbameinssamtakanna og stuðlað að uppbyggingu þeirra og þróun.
Meira
JÓLATRJÁASALA Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefst í dag, mánudaginn 10. desember, og stendur til mánudagsins 24. desember. Í ár eru trén seld í bragga frá seinni heimsstyrjöld, sem stendur við hlið húss sveitarinnar við Flugvallarveg.
Meira
JÓN GUNNAR Grjetarsson, fréttamaður Sjónvarpsins, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á laugardag, tæplega fjörutíu og sjö ára að aldri. Hann fæddist 9. janúar 1961, sonur Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ og Söndru Jóhannsdóttur.
Meira
FÁTT er jólalegra en bókalestur við hlýja birtu. Nú á aðventunni er gestum og gangandi boðið að hlýða á rithöfunda lesa upp úr verkum sínum við langeldinn á Landnámssýningunni í Aðalstræti. Á laugardaginn riðu þrír höfundar á vaðið.
Meira
Maður sér víða umbúðir af matarpökkum frá Barnahjálp SÞ og öðrum stofnunum, stór hluti íbúanna lifir nú á matargjöfum. En þessar stofnanir hafa líka átt í stríði við hernámsyfirvöld sem takmarka mjög aðgang að Gaza.
Meira
ÞESS var minnst með sameiginlegri dagskrá Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins í Salnum í Kópavogi föstudaginn 23. nóvember að Friðrik VIII. Danakonungur staðfesti lög hinn 22. nóvember 1907 um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „Fölsuð verk verða því miður alltaf í umferð, þau voru ekki gerð upptæk og geta viljandi eða óviljandi farið aftur í umferð,“ segir Viktor Smári Sæmundsson, forvörður í Studio Stafni.
Meira
LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna og Afríkuríkja urðu í gær ásáttir um að efla samskiptin milli álfanna tveggja til muna en þeir funduðu í Lissabon í Portúgal um helgina.
Meira
ÓVERULEGAR breytingar hafa orðið á fjölda hjúkrunarfólks á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir að hjúkrunarþörf á spítalanum hafi aukist umtalsvert á tímabilinu vegna aukinnar starfsemi á mörgum sviðum.
Meira
Eyjafjarðarsveit | Margir bændur hér um slóðir láta rýja fé sitt fljótt eftir að það er tekið á hús. Segja má að því fyrr sem það er gert því betra. Ullin flokkast best ef hún er alveg tandurhrein.
Meira
SVÍNABÓNDI í Kanada, Robert Pickton, var í gær fundinn sekur um annarrar gráðu morð fyrir rétti í Vancouver. Dómurinn víkur að dauða sex kvenna en lík þeirra fundust í mörgum hlutum á búi hans 2002. Alls er Pickton sakaður um að hafa drepið 26 konur.
Meira
Eftir Gunnar Kristjánsson SÍLDARÆVINTÝRIÐ í Grundarfirði heldur áfram. Fjöldi síldarbáta hefur verið á firðinum við veiðar síðustu daga, eins og verið hefur frá því í október, og í heild hafa verið veidd þar um 100 þúsund tonn.
Meira
Opinber stefna hefur oft áhrif til hins verra á hag þeirra tekjulægstu í samfélaginu. Skattbyrði þeirra hefur vaxið úr því að vera engin árið 1995 í tæp 14 prósent á síðasta ári samkvæmt rannsókn Hörpu Njálsdóttur félagsfræðings.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIL aðsókn hefur verið á námskeið til að fá svonefnt „pungapróf“ en það veitir skipstjórnarréttindi á skipi sem er allt að 30 brúttórúmlestir (rl). Fjöltækniskóli Íslands hefur t.d.
Meira
EINN var fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál fyrir utan Draugahúsið á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu hlaut maðurinn töluverð meiðsli en er ekki talinn alvarlega slasaður. Engin kæra hafði borist lögreglu í gærkvöldi.
Meira
SLÖKKT hefur verið á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey, en friðarsúlan logar frá fæðingardegi Johns Lennon 9. október ár hvert til og með dánardegi hans 8. desember. Fjölbreytt dagskrá var í Viðey af þessu tilefni á laugardag.
Meira
SNORRI Már Skúlason hefur verið ráðinn deildarstjóri upplýsingar- og kynningardeildar hjá Alþýðusambandi Íslands. Ráðning Snorra endurspeglar skipulagsbreytingar á skrifstofu ASÍ, þar sem þessar deildir eru sameinaðar í eina.
Meira
TÆP 94% telja mjög eða frekar mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur samkvæmt könnun Capacent Gallup um ímynd og vitund um alþjóðahús.
Meira
STARF sunnudagaskólanna er öflugt á aðventunni og tíminn notaður til undirbúnings jólahátíðinni. Í Grafarvogi taka vel á annað hundrað barna þátt í sunnudagaskólanum. Í gærmorgun var helgileikur í sunnudagaskóla Grafarvogskirkju í sal Borgarholtsskóla.
Meira
ÞÚSUNDIR manna hafa um helgina tekið þátt í hreinsunarstarfi undan suðvesturströnd Suður-Kóreu eftir versta mengunarslys í sögu landsins á föstudagskvöld.
Meira
STJÓRN Íbúasamtaka Bústaðahverfis hafa ályktað eftirfarandi vegna umræðu um mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar: „Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn framkomnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við...
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FULLTRÚAR allra stjórnmálaflokka í utanríkismálanefnd Alþingis telja skynsamlegt að stíga varlega til jarðar í Kosovo-málinu, þ.e.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Helga Bjarnason BJARNI Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tekur undir þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að ekki sé ráðlegt...
Meira
Það er enginn uppgjafartónn í Garry Kasparov, helzta andstæðingi Pútíns í Rússlandi, þrátt fyrir fimm daga fangelsisvist og stórsigur Pútíns í þingkosningunum í Rússlandi (sem Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður sá ekkert athugavert við en aðrir...
Meira
Sl. laugardagsmorgun barst ritstjórn Morgunblaðsins bréf frá ökumanni jeppa, sem lenti í alvarlegu bílslysi skammt frá álverinu í Straumsvík sl. fimmtudag.
Meira
Íslenska ríkisstjórnin hyggst eftir fund utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins fyrir helgi móta afstöðu sína til væntanlegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Kosovo. Í raun hefur verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi með Kosovo.
Meira
MÓÐIR söngkonunnar Amy Winehouse hefur ritað dóttur sinni opinbert bréf þar sem hún biður hana að hafa samband og koma heim. Auk þess sem hún minnir hana á að hjálp sé í boði.
Meira
Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is SÍÐASTI pistill fjallaði um 10 ára afmæli mynddisksins, en líkt og komið hefur fram er DVD-formið að breytast umtalsvert með tilkomu nýrrar tækni.
Meira
Bandaríkin 2006. Sam-myndir 2007. 120 mín. Ekki við hæfi yngri en 12 ára. Ísl. texti. Leikstjóri: Emilio Estevez. Aðalleikarar: Anthony Hopkins, Demi Moore, William H. Macy o.fl.
Meira
Bókaútgáfan Salka var að gefa út dagatalsbókina Konur eiga orðið og af því tilefni slógu Sölkurnar upp veislu í höfuðstöðvum sínum og buðu miklum kvennafjölda.
Meira
KARLAKÓRINN Fóstbræður og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sturlu Erlendsson en hann var félagi í báðum kórum um árabil.
Meira
Aríur, dúettar og forleikir eftir Glinka, Cilea, Donizetti, Verdi, Puccini, Britten, Massenet, Lloyd Webber o.fl. Kiri Te Kanawa sópran, Garðar Thór Cortes tenór og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Alistair Dawes. Föstudaginn 7. desember kl. 19:30.
Meira
BACKSTREET Boys meðlimurinn Howie Dorough gekk að eiga unnustu sína til margra ára, Leigh Boniello, á laugardaginn. Athöfnin fór fram í heimabæ kappans í Orlanda samkvæmt vefsíðunni People.
Meira
ÞEGAR auglýsingaljósmyndarinn Jim Kranz heimsótti Guggenheim-safnið í New York fyrir skömmu varð hann furðu lostinn að sjá þar mynd eftir sjálfan sig.
Meira
ANGELINA Jolie trónir efst á lista yfir 100 kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur sem hafa lifað. Það var Empire tímaritið sem stóð fyrir kosningunni til að finna fallegustu stjörnu hvíta tjaldsins hingað til.
Meira
HOLLENSKI ljósmyndarinn Hester Blankestijn heldur fyrirlestur um landslagsljósmyndun í Hollandi í dag kl. 12.30 í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA er margþættur rekstur og segja má að stoðirnar undir honum séu þrjár. Í fyrsta lagi forvarsla og viðgerðir á listaverkum.
Meira
MIÐASALA á stórtónleika Jet Black Joe í Laugardalshöll hefst á morgun, þriðjudaginn 11. desember kl. 10 á vefsíðunni www.midi.is og í verslunum Skífunnar og BT út á landi.
Meira
Bandaríkin 1971. Sam-myndir 2007. 131 mín. Íslenskur texti. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Stanley Kubrick. Aðalleikarar: Malcolm McDowell, Adrienne Corri, Patrick Magee.
Meira
Útvarpsþátturinn sem einu sinni hét Laufskálinn á Rás 1 heitir nú Okkar á milli. Þetta gerist stundum. Einhverra hluta vegna telja stjórnendur fjölmiðla að það borgi sig að breyta heiti þátta.
Meira
Í KVÖLD verður upplestur á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar mæta Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir og lesa upp úr nýrri bók um Freyju, Postulín . Þegar Freyja fæddist var henni ekki hugað líf.
Meira
SEINT á níunda áratug síðustu aldar hófst glæstur ferill fjögurra íslenskra hljómsveita sem enn starfa. Hér er vitanlega átt við Ný dönsk, Todmobile, Sálina og Síðan skein sól.
Meira
SÉRSTÖK forsýning fór fram á kvikmyndinni Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street í Paramount stúdíóinu í Hollywood í síðustu viku. Þangað mættu leikarar myndarinnar og framleiðendur en það er DreamWorks Pictures sem framleiðir...
Meira
Búlgaría/Bretland/Bandaríkin 2007. Sena 2007. 100 mín. Ekki við hæfi yngri en 14 ára. Leikstjóri: Josef Rusnak. Aðalleikarar: Wesley Snipes, Charles Dance.
Meira
Guðrún D. Guðmundsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi sem er í dag: "Tæplega sautján hundruð Íslendingar skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn mansali"
Meira
Ásta Möller fjallar um kjarabætur til eldri borgara: "Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar heldur áfram á þeirri braut sem mörkuð var í tíð fyrri ríkisstjórna að bæta kjör lífeyrisþega."
Meira
Hallur Magnússon | 8. desember Heilagur staður, Viðey Það er vel við hæfi að viðhalda aldalangri helgi Viðeyjar með friðarsúlunni „Imagine Peace Tower“.
Meira
Herbert Guðmundsson | 8. desember Meðaltöl Kæri Hannes Hólmsteinn! Mikið vorkenni ég þér að standa í þessu endalausa ströggli um fátæktina hér á landi, sem þú þekkir ekkert til nema sem talna og meðaltala.
Meira
Eftir Emil B. Karlsson: "Þó hlutfall matarútgjaldanna fari minnkandi í samanburði við aðra útgjaldaliði er það ekki vegna þess að verðlag á matvælum fari lækkandi heldur hækka aðrir liðir, eins og húsnæðiskostnaður, mun hraðar."
Meira
Stefán Friðrik Stefánsson | 9. des. Bleikt silfur Það vantaði bara að Egill væri með friðarpípuna uppi í sér. Það hefur reyndar verið ansi harkalega ráðist að forystukonum femínistanna.
Meira
Guðrún Egilson fjallar um endurútgáfu Negrastrákanna: "Þar á bæ höfðu menn kjark til að ögra ímynduðum brigslum um kynþáttahatur og gerðu bókina vel úr garði."
Meira
Magnús Stefánsson er ósáttur með grein Guðbjarts Hannessonar í Mbl. 3. desember: "Í grein Guðbjarts gætir mótsagna og sá grunur vaknar að hún sé fyrst og fremst birt í auglýsingaskyni."
Meira
Að lifa með reisn Í KASTLJÓSI 5. desember var viðtal við félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur vegna aðgerða ríkistjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja.
Meira
Bergþór Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 1. desember.
MeiraKaupa minningabók
Brynjólfur Magnússon fæddist í Reykjavík 9. október 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Benediktsson, fæddur í Uppkoti Hvammssókn á Mýrum 29.5. 1865, látinn 2.2.
MeiraKaupa minningabók
Filippía Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri 16. október 1921. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rögnvaldína Karítas Hjálmarsdóttir, f. 16.8. 1890, d. 10.6. 1962, og Kristján Marías Guðnason, f. 19.11.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg Ásgeirsdóttir (Lilla) fæddist í Reykjavík hinn 21. nóvember 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 1885, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðfinna Ólafsdóttir fæddist á Álftanesi 25. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. desember 2006 og var útför hennar gerð frá Bessastaðakirkju 15. desember.
MeiraKaupa minningabók
Karl Magnús Gunnarsson fæddist við Framnesveginn í Vesturbæ Reykjavíkur hinn 20. apríl 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi, fimmtudaginn 29. nóvember 2007. Foreldrar hans voru Margrét Ágústa Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 21. ágúst 1894, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. október 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ólafsdóttir f. 24.6. 1914, d. 10.7. 1989 og Guðmundur Brynjólfsson f. 13.8. 1915, d. 15.5.
MeiraKaupa minningabók
Sólveig Jónasdóttir fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 20. apríl 1925. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Hagan Jónsson, f. 1900, d. 1989 og Hulda Lúðvíksdóttir, f. 1899, d. 1970.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Gunnar Kristjánsson Síldarævintýrið á Grundarfirði virðist engan enda ætla taka. Frá því í októbermánuði hafa komið upp úr firðinum hátt í hundrað þúsund tonn af síld.
Meira
FÆREYSKA flugfélagið Atlantic Airways verður skráð í kauphöll OMX á Íslandi í dag. Magni Arge , forstjóri félagsins, mun hringja bjöllu í lok viðskipta dagsins. Þetta er 26.
Meira
BAUGUR er samkvæmt frásögn The Sunday Times í gær orðaður við yfirtökutilboð í bresku fatakeðjuna Moss Bros upp á 40 milljónir punda, eða um fimm milljarða króna.
Meira
FOSSVÉLAR á Selfossi fengu fyrir helgina afhenta frá vélasviði Heklu risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R, sem gengur undir nafninu Skessan . Í tilkynningu um kaupin segir að þetta sé önnur jarðýtan af þessari gerð sem seljist hér á landi.
Meira
GENGI krónunnar hefur átt undir högg að sækja í núverandi umhverfi lausafjárvanda og þverrandi áhættusækni undanfarnar vikur. Reikna má með því að þetta ástand muni a.m.k. verða viðvarandi út árið.
Meira
DÓTTURFÉLAG Norvikur í Bretlandi, Continental Wood Products, hefur keypt skip til timburflutninga frá Eystrasaltshöfnum og Skandinavíu til Bretlands . Um er að ræða 2.700 tonna skip sem getur lestað 4.000 rúmmetra af timbri.
Meira
SJÖ sparisjóðir í landinu eru með stofnfjárútboð í gangi hjá sér í þessum mánuði, alls að andvirði um 32,5 milljarða króna. Til samanburðar nam eigið fé þessara sömu sjóða nærri 47 milljörðum króna í lok júní sl.
Meira
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Félagsskapur er ekki það eina sem fólk sækist eftir í gæludýrum. Stundum eru dýrin fengin fyrst og fremst upp á skraut eða jafnvel til að hafa sefandi áhrif.
Meira
ÞAÐ er harla óvenjulegt jólatréð sem hér sést enda búið til úr kartöflum. Jólatréð er verk námsmanna í Líma í Perú og notuðu þeir alls um 98 kg af 18 ólíkum tegundum af kartöflum til verksins.
Meira
Einu sinni á ári verða miklar hamfarir, svokallaðar jólahamfarir, sem koma mismunandi við pyngju landsmanna. Unnur H. Jóhannsdóttir veltir svolítið fyrir sér hvernig fólk bregst almennt við þessum hamförum og hvort það eigi val um að lenda í þeim.
Meira
70 ára afmæli. Sjötugur er í dag, 10. desember, Vífill Oddsson verkfræðingur. Vífill tekur á móti gestum í Þróttaraheimilinu Laugardal í dag milli kl. 17 og...
Meira
Bóndinn og bankastjórinn unnu afmælismótið Bridsfélag Sauðárkróks hélt tvímenningsmót sl. sunnudag. Mótið var haldið til heiðurs Gunnari Þórðarsyni fyrrverandi lögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni í tilefni af níutíu ára afmæli hans í haust.
Meira
Unnar Atli Guðmundsson fæddist á Hvammstanga 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla. Unnar starfaði við fiskiðnað um nokkurt skeið, og var síðar starfsmaður mjólkurstöðvar. Hann er nú iðnverkamaður við húsbyggingar. Unnar hefur verið meðlimur Handarinnar frá 2006.
Meira
JÓLAMARKAÐIR eru í fullum gangi víða um heim um þessar mundir. Hér skoða viðskiptavinir handgerðar jólaskreytingar úr tré í bás á jólamarkaðinum í München í Þýskalandi í gær.
Meira
1 Fyrrum söngvari Nýdanskrar er snúinn aftur til hljómsveitarinnar. Hver er hann? 2 Hvaða tvær íslenskar myndir hafa verið valdar í stuttmyndaflokkinn á Sundance-kvikmyndahátíðinni? 3 Númer hvað er Ragna Ingólfsdóttir bandmintonkona á Evrópulistanum?
Meira
Lottóvinningurinn var sexfaldur á laugardagskvöldið og Víkverji hugði sér gott til glóðarinnar, keypti sér miða og vonaðist svo til þess að sá stóri félli honum í skaut og umbreytti þannig jólastemmningunni. Ekki var það þó ferð til fjár.
Meira
1. deild karla KA – HK 3:0 (25:18, 25:17, 25:20) Þróttur R. – Stjarnan 3:2 (25:22, 19:25, 25:20, 25:22, 15:8) KA - HK 3:0 (25:13, 25:23, 25:18) Staðan: Stjarnan 87123:1221 Þróttur R. 76119:219 KA 84415:1315 ÍS 72511:1611 HK 8082:242 1.
Meira
Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍSLANDSMEISTARAR Vals þurftu lítið að hafa fyrir sigri á ÍBV í Eyjum í N1 deild karla í handknattleik á laugardaginn, 40:28. „Sergey Trotsenko skoraði allt of mikið á okkur.
Meira
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakonan snjalla frá Akureyri, náði ekki að renna sér niður brunbrautina í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið þegar keppt var í heimsbikarnum.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona í gærkvöld þegar liðið lagði Deportivo La Coruna, 2:1, á Nývangi. Hidalgo Cristian kom gestunum í Deportivo yfir strax á 3. mínútu, Ronaldinho jafnaði metin á 40.
Meira
ERNIE Els frá Suður-Afríku gerði afdrifarík mistök á lokaholunni á Alfred Dunhill meistaramótinu í golfi í gær í Suður-Afríku og John Bickerton frá Englandi landaði sigrinum á 13 höggum undir pari samtals.
Meira
England Úrvalsdeild: Middlesbro – Arsenal 2:1 Stewart Downing 4. (víti), Tuncay Sanli 74. - Tomas Rosicky 90. - 26,428. Reading – Liverpool 3:1 Stephen Hunt 17. (víti), Kevin Doyle 60., James Harper 67. - Steven Gerrard 28. - 24,022.
Meira
ERLA Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, gerði sér lítið fyrir og bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur frá Akranesi í 50 m bringusundi á hollenska meistaramótinu í sundi í 50 m laug í Eindhoven á laugardagimm.
Meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur hug á að hvíla nokkra leikmenn sína í leiknum gegn Roma í meistaradeild Evrópu í vikunni í Róm, þar sem United á að leika þýðingarmikinn leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um næstu...
Meira
Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik í N1 deildinni, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sinna í fjölmiðlum eftir leik Fram og Stjörnunnar á dögunum.
Meira
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 10 stig fyrir Univer Kecskemét þegar liðið sigraði Lami-Véd-Körmend , 91:80, í ungversku deildinni í körfuknattleik.
Meira
Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu 25 mínúturnar með Burnley þegar liðið vann góðan útisigur á Wolves , 2:3, í ensku 1. deildinni. Burnley hefur verið á góðu skriði síðustu vikurnar og er komið upp í 7.
Meira
ARSENAL tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær þegar liðið lá fyrir Middlesbrough, 2:1, á Riverside. Þetta var fyrsta tap Arsenal í 23 leikjum í úrvalsdeildinni eða frá því það tapaði fyrir West Ham í apríl.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIÐ West Ham vann afar sætan sigur á Blackburn þegar liðin áttust við á Ewood Park, heimavelli Blackburn, í gær. West Ham hrósaði sigri, 1:0, og skoraði framherjinn stóri og stæðilegi, Dean Ashton, sigurmarkið á 52.
Meira
Guð hjálpi okkur Roberto Carlos Abbondanzieri „Pato“, markvörður Getafe á Spáni, tekur um höfuðið þegar knötturinn var kominn í netið hjá honum í sögulegum leik, sem Ateletico Madrid vann á Vicente Calderon-leikvellinum í Madrid í gær, 1:0.
Meira
HEIMIR Örn Árnason, leikmaður Stjörnunnar, var sveitungum sínum frá Akureyri erfiður þegar Stjarnan fagnaði sigri í úrvalsdeild karla í handknattleik í Mýrinni á laugardaginn, 30:29.
Meira
FLOYD Mayweather frá Bandaríkjunum hafði betur gegn Englendingnum Ricky Hatton þegar þeir mættust í hnefaleikahringnum og börðust um heimsmeistaratitilinn í veltivigt í fyrrinótt.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIÐ Reading varð fyrst allra liða til að leggja Liverpool að velli í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en Reading bar sigurorð af Liverpool, 3:1, á Madejski Stadium á laugardagskvöldið.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson gat ekki leikið með Ciudad Real þegar liðið hafði betur í toppslagnum gegn Portland San Antonio, 31:24, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær.
Meira
PAVLA Plaminkova gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk þegar Grótta vann stórsigur á Fylki í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, N1-deildinni, á laugardaginn.
Meira
HERMANN Hreiðarsson sat allan tímann á tréverkinu hjá Portsmouth sem vann góðan útisigur á Aston Villa, 1:3, og vann þar með sinn sjötta leik í röð.
Meira
TVEIR leikmenn öðrum fremur áttu mestan þátt í eins marks sigri Fram gegn HK í Safamýrinni í gær, 29:28, en þeir eiga sameiginlegt að hafa lent í slæmum meiðslum.
Meira
SPÁNVERJINN Manuel Almunia, markvörður Arsenal, er tilbúinn að leika í markinu hjá enska landsliðinu fái hann tvöfalt ríkisfang, enskt vegabréf. Englendingar hafa sagt að þeirra stóri höfuðverkur sé að þeir eiga ekki marga góða markverði.
Meira
NÍGERÍUMAÐURINN Yakubu var maður dagsins á Goodison Park þegar Everton skellti Fulham, 3:0. Eftir markalausan fyrri hálfleik tók Yakubu til ráða sinna og skoraði þrennu á 28 mínútum.
Meira
FANNAR Ólafsson, miðherji KR, kom liðinu áfram í átta liða úrslit í Lýsingarbikarkeppninni í körfuknattleik, með því að skora sigurkörfuna gegn Grindvíkingum fjórum sekúndum fyrir leikslok.
Meira
Kópavogur | Fasteign.is er með í sölu eitt glæsilegasta einbýlishús Vatnsendasvæðisins og þó víðar væri leitað. Um er að ræða fullbúna eign alls 483 fm. á 1,618 fm lóð. Aðalíbúð er öll á einni hæð á efri hæð hússins, alls 255 fm ásamt 62 fm innb.
Meira
Reykjavík | Eignaval er með í sölu vandað 265,9 fm endaraðhús á þrem hæðum með innbyggðum 24,7 fm bílskúr, ca 60 fm aukaíbúð og ræktuðum fallegum garði með stéttum, pöllum og nýju vermihúsi. Á 1. og 2.
Meira
Skammdegið er að verða algert og því nauðsynlegt að kveikja á aðventukransinum öllum til gleði og hugarhægðar. En brátt snýr sólin og aftur tekur að birta af degi. Þangað til brennum við kerti og njótum flöktandi ljósanna í svartnætti...
Meira
Kópavogur | Valhöll fasteignasala er með í einkasölu glæsilegt parhús á einni hæð á mjög góðum útsýnisstað í Kópavogi í eftirsóttu hverfi. Samkvæmt skráningu FMR er stærð hússins 190,6 fm, þ.e. birt stærð m. bílskúr sem er skráður 27,2 fm.
Meira
Kópavogur | Híbýli fasteignasala er með í sölu fallega og bjarta efri sérhæð, fimm herbergja með fallegu útsýni, 183,1 fm þ.e. íbúð 152,3 fm og bílskúr 30,8 fm mjög miðsvæðis við Nýbýlaveg í Kópavogi.
Meira
Rannsaka íbúalýðræði * Fulltrúar Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsbankans hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf og stuðning við þróunar- og rannsóknarverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um íbúalýðræði, félagsauð,...
Meira
Kópavogur | Fasteignamiðlun er með í sölu fallegt 169,3 fm einbýlishús við Þinghólsbraut í Kópavogi. Glæsilegt útsýni. Húsið skiptist m.a. í eldhús, stofu, borðstofu og fimm herbergi. 39,5 ferm. bílskúr tilheyrir. Samtals 208,8 fm.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.