Greinar laugardaginn 15. desember 2007

Fréttir

15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 718 orð | 1 mynd

27 ár í sama prestakalli

Eyrarbakki | Séra Úlfar Guðmundsson, sóknarprestur á Eyrarbakka, lætur af störfum prófasts í Árnesprófastsdæmi um áramótin eftir að hann sinnt starfinu síðustu 10 árin samhliða prestsstörfum sínum. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Að brjóta hnetur

ÓVÍST er hvort aðferð stúlknanna á myndinni dugar vel til þess að brjóta hnetur en atriðið er vissulega úr sjálfum Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí sem nemendur í Listdansskóla Íslands dansa brot úr við undirspil Sinfóníuhljómsveitarinnar. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 266 orð

Átti ekki rétt á skólavist

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Seltjarnarneskaupstað af skaðabótakröfu konu sem vikið var úr skóla í sveitarfélaginu og síðan neitað um skólavist vegna fötlunar og sjúkdóma. Segir Hæstiréttur m.a. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 37 orð

Bannar aftökur

ÞING New Jersey hefur samþykkt með 44 atkvæðum gegn 36 að afnema dauðarefsingar. New Jersey varð þar með fyrsta sambandsríkið í Bandaríkjunum til að afnema dauðarefsingar frá því að hæstiréttur landsins heimilaði þær að nýju árið... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

„Malt og appelsín er vinsælast núna“

NETVERSLUN með íslenskar matvörur, drykkjarvörur, sápur og sælgæti er tekin til starfa í Danmörku. Vefslóð verslunarinnar er www.bestoficeland.dk. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

„Mitt framlag til samfélagsins“

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MEGINÁSTÆÐAN fyrir sumum af tjónunum sem upp koma í dag er hversu langvarandi stormurinn er. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

„Spennandi tímar framundan“

LJÓSABORG, félag í eigu Guðjóns Sigfússonar verkfræðings á Selfossi, hefur keypt hið forna höfuðból Grund í Eyjafirði. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Bílnum var stolið á þrjátíu sekúndum

SUBARU-bifreið Friðjóns Fannars Hermannssonar var stolið í gærmorgun í ofsaveðrinu í Reykjavík, svo hann stóð eftir á götunni í rokinu bíllaus og lyklalaus. Hann fann bílinn síðdegis í gær fyrir tilviljun. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 187 orð

Borgaralegt samstarf um öryggismál

ÍSLANDSDEILD Norðurlandaráðs lagði til á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Norræna húsinu í gær að fjallað yrði um öryggismál á norðurslóðum innan ráðsins. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 123 orð

Breytingar hjá Hagstofunni

HALLGRÍMUR Snorrason hagstofustjóri hefur ákveðið að láta af störfum um áramótin. Hinn 1. janúar 2008 verður Hagstofa Íslands lögð niður sem ráðuneyti. Magnús S. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Bærinn leggur 100 milljónir í endurbætur á Sundhöll Selfoss

Selfoss | Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar á næsta ári verða 263 milljónir króna vegna nýs skólahúsnæðis á Stokkseyri, 105 milljónir vegna endurbyggingar og endurnýjunar Tryggvagötu á Selfossi, byggð verður sundhöll við... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Doktor í klínískri sálfræði

* SIGURRÓS Davíðsdóttir varði doktorsritgerð sína í klínískri sálfræði við Boston University í Boston, Bandaríkjunum, hinn 27. júlí 2006. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Doktor í máltækni

* HRAFN Loftsson varði doktorsritgerð sína í tölvunarfræði/máltækni við University of Sheffield hinn 3. júlí sl. Leiðbeinandi Hrafns var prófessor Yorick Wilks og andmælendur við doktorsvörnina voru dr. Mark Hepple frá University of Sheffield og dr. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 259 orð

Dæmdur fyrir hættulega árás á sambýliskonu sína

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína á heimili þeirra í janúar sl. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 133 orð

Er móðir þín með sjúkdóm?

VÁTRYGGINGAFÉLÖG munu þurfa að halda til haga upplýsingum um fjölda fólks sem er synjað um persónutryggingu vegna eigin heilsufars eða heilsufars foreldra eða systkina. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

ESB reynir að semja við Serba

LEIÐTOGAR ríkja Evrópusambandsins buðust í gær til að flýta viðræðum við Serbíu um hugsanlega aðild landsins að sambandinu. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fjórða mæðrahúsið tekið í notkun

FJÓRÐA mæðrahúsið sem byggt er fyrir íslenskt fjármagn í Níkaragva á þessu ári var formlega tekið í notkun á dögunum. Mæðrahúsið er í borginni Juigalpa í miðhluta Níkaragva. Kvennasamtök í borginni hafa tekið að sér rekstur hússins í sjálfboðavinnu. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

FL Group leggi meiri áherslu á óskráðar eignir

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 243 orð

Frumvarp um innheimtu lagt fram

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur lagt fram stjórnarfrumvarp til innheimtulaga á Alþingi. Þar eru skilgreind ýmis skilyrði fyrir rekstri innheimtustarfsemi. Einnig verður eftirlitsskylda Fjármálaeftirlitsins með slíkri starfsemi fest í lög. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Gáfu Mæðrastyrksnefnd eina milljón

SEX verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu í gær Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð 1,1 milljón króna. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar en fyrsti úthlutunardagur hennar er í dag. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Grasagarðurinn

STARFSMENN Grasagarðsins í Laugardal hafa búið garðinn undir jólin. Gangandi vegfarendur geta notið Garðskálans sem er prýddur skrauti og ljósum og Lystihússins þar sem jatan stendur að kaþólskum sið. Úti er skreytt sitkagrenitré. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Grunur um íkveikju í Fiskiðjunni í Eyjum

ELDUR kviknaði í Fiskiðjunni, gömlu frystihúsi í Vestmannaeyjum, í fyrrinótt og var einn maður á þrítugsaldri yfirheyrður í gærkvöld vegna málsins með stöðu grunaðs manns. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var tilkynnt um eldinn um kl. 3.30. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Háttsettir herforingjar í Noregi reknir fyrir spillingu

JAN Reksten, aðmíráll og yfirmaður sameiginlegra aðgerða allra deilda norskra varna og um leið aðgerða á erlendri grundu, þ. á m. Afganistan, varð á fimmtudag að segja af sér í kjölfar spillingarmála. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Heilluð af Rómönsku Ameríku

TÓNLISTARKONAN Björk segist heilluð af Rómönsku Ameríku eftir að hafa haldið þar tónleika víða um lönd. Tónlistarmennirnir sem hafa verið með henni í för séu á sama máli. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Húsnæði leikskólans stækkar um 40%

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Viðbygging við leikskólann Barnabæ á Blönduósi var tekin í notkun við athöfn á dögunum, að viðstöddu fjölmenni. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Í nógu að snúast vegna óveðurs

SAMHÆFINGARSTÖÐIN í Skógarhlíð var virkjuð vegna óveðurs sem var í aðsigi kl. 3 í gærmorgun og var fullmannað í stöðinni frá því kl. 8. Fyrsta tjón var tilkynnt til stöðvarinnar kl. 4.30. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 215 orð

Jafnréttisvottun í gagnið 2010

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VOTTUNARKERFI fyrir fyrirtæki vegna framkvæmdar jafnréttisáætlana gæti verið tilbúið í ársbyrjun 2010. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Jólakossar og knús við þingfrestun

EINS og venja er féllust þingmenn í faðma eftir að þingfundi var frestað í gær og köstuðu jólakveðjum hver á annan. Ekki varð vart við neina flokkadrætti í faðmlögum og vonandi fór enginn kossalaus í jólafríið. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð

Jólaskógurinn opnar í dag

Í dag kl. 11 opnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri jólaskóginn í Hjalladal í Heiðmörk og heggur jólatré með fjölskyldu sinni. Varðeldur, kakó og jólasveinar verða á staðnum og eru allir velkomnir. Jólaskógurinn verður opinn þessa og næstu helgi frá kl. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju

JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrarkirkju verða á morgun, sunnudag, kl. 17 og 20 í kirkjunni. Á efnisskránni er Messe de minuit, messa byggð á jólalögum eftir franska barokktónskáldið Marc-Antoine Charpentier. Einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Elvý... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 845 orð | 1 mynd

Kristileg orrusta og lambakjöt

Síðustu dagar fyrir þinghlé eru yfirleitt frekar kaótískir. Koma þarf fjölda mála í gegn, þingfundir standa lengi og dagskrá riðlast reglulega. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 207 orð

Kynferðislegt efni á leikjasíðu

LEIKJAVEFURINN Leikjanet.is, sem ætlaður er börnum, var með ögrandi kynferðislegt efni á forsíðu sinni í gær, þar sem sett hafði verið inn auglýsing fyrir heimasíðu sem býður myndir af fáklæddum konum í vefmyndavélum. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð

LEIÐRÉTT

Innréttingar úr Lyfjabúðinni Iðunni Ranglega var farið með í frétt á bls. 8 í Morgunblaðinu 12. desember sl. hvar innréttingum úr Lyfjabúðinni Iðunni var komið fyrir, en rétt er að þeim var komið fyrir í Lyfjafræðisafninu á Seltjarnarnesi. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Lögreglukórinn í Grafarvogskirkju

LÖGREGLUKÓRINN verður með jólatónleika í Grafarvogskirkju sunnudaginn 16. des nk. kl. 20.30. Einsöngvarar verða Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Mál Erlu til skoðunar

BANDARÍSKA sendiráðið í Reykjavík hefur verið í sambandi við bandaríska heimavarnaráðuneytið (Home and Security) bæði í Washington og New York og er enn að skoða mál Erlu Óskar Arnardóttur Lilliendahl, að sögn talsmanns sendiráðsins í gær. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Mikið um ólögleg lyf í hornaboltanum

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ hefur verið um notkun á sterum í bandaríska hornaboltanum árum saman og menn sem notað hafa lyf er bæta frammistöðuna hafa verið í öllum 30 liðum úrvalsdeildarinnar (MLB). Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð

Mikill áhugi á FL Group

MIKIL umframeftirspurn var í hlutafjárútboði FL Group sem lauk í gær. Fjárfestar skráðu sig fyrir hlutafé að andvirði 20,6 milljarðar. Hlutabréf voru seld fyrir 15 milljarða, nýir hlutir fyrir 10 milljarða og Baugur Group seldi fyrir fimm milljarða. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Mörg hundruð útköll í gær

Fréttaskýring Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Nýr forstjóri

BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Páll E. Winkel er 34 ára að aldri. Umsóknarfrestur rann út 10. desember sl. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Pósturinn styrkir BUGL

ÍSLANDSPÓSTUR efndi í gær til útgáfuhófs vegna útkomu nýrra frímerkja sem gefin hafa verið út í haust. Nýlega kom út frímerki til að minnast 100 ára afmælis Kleppsspítala. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 37 orð

Pútín í Minsk

FORSETAR Rússa og Hvít-Rússa, Vladímír Pútín og Alexander Lúkashenkó, hétu því á fundi í Minsk að auka samstarf þjóðanna í varnar-, efnahags- og utanríkismálum. Þeir gáfu ekki til kynna að miðað hefði í átt að samruna... Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Reynt að semja um málamiðlun á Balí

Balí. AP, AFP. | Fulltrúar Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri landa reyndu að ná samkomulagi á ráðstefnu aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) á Balí í gær. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Sagan skrifuð eftir vettvangsferðir og viðtöl

Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | ,,Þessi bók er búin að vera þrjú ár í meðgöngu. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Samgöngur allar úr skorðum

Eftir Silju Björk Huldudóttur og Örlyg Stein Sigurjónsson VEÐURHAMURINN hamlaði samgöngum í gær, hvort heldur var í lofti, láði eða legi. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Sérstök aðstaða opnuð fyrir MND-sjúklinga

Hveragerði | Sérstakt herbergi fyrir MND-sjúklinga hefur verið opnað á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði (HNLFÍ). Herbergið er glæsilegt í alla staði, búið fullkomnum tækjum og öll aðstaða er þar til fyrirmyndar. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Skagfirskir skólar bestir

Eftir Björn Björnsson og Gunnhildi Finnsdóttur SKAGFIRSKIR nemendur náðu áberandi góðum árangri í PISA-könnuninni þar sem lesskilningur fimmtán ára barna var mældur og sömuleiðis kunnátta þeirra í náttúrufræði og stærðfræði. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 709 orð | 1 mynd

Skilaboð um að skólahald félli niður náðu ekki til allra

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Silju Björk Huldudóttur SKILABOÐ til foreldra um að halda börnum heima vegna veðurofsans á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun náði ekki til fjölmargra nýbúa, enda tilkynningin eingöngu send út á íslensku í gegnum miðla sem gera... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 377 orð

Starfsleyfi fiskþurrkunar Lýsis stytt um 2½ ár

Þorlákshöfn | Umhverfisráðuneytið fellir ekki úr gildi starfsleyfi sem Heilbrigðisnefnd Suðurlands ákvað að veita Lýsi hf. til þurrkunar fiskafurða í verksmiðju fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Stúfur veðurtepptur í gær

STÚFUR var veðurtepptur í gær og komst ekki í Þjóðminjasafnið. Stúfur er heldur lágur til hnésins og reyndist honum um megn að berjast áfram í óveðrinu, segir í tilkynningu. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 441 orð | 2 myndir

Suðurálman formlega tekin í notkun og nýja kapellan vígð

NÝTT húsnæði á þremur hæðum var í gær formlega tekið í notkun í Suðurálmu Sjúkrahússins á Akureyri, á ársfundi stofnunarinnar. Í álmunni verður m.a. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 902 orð | 1 mynd

Sungið frá því hún var ómálga barn

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þetta er fyrsta samstarfsverkefni okkar mæðgna á þessu sviði. Meira
15. desember 2007 | Erlendar fréttir | 34 orð

Tekur við eftirliti

NORSKI herinn tók í gær við eftirliti með lofthelgi Eystrasaltsríkjanna þriggja við landamærin að Rússlandi. Við eftirlitið verða notaðar fjórar norskar orrustuþotur af gerðinni F-16. Lönd NATO hafa skipst á um að annast... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Tónlistarjól í boði götulistamannsins Jo Jo

VÍFILFELL hefur á undanförnum þremur árum styrkt götulistamanninn Jo Jo til upptöku og framleiðslu á jóladiski sem listamaðurinn hefur svo gefið gestum og gangandi í Austurstræti. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð

Vatnamælingar 60 ára

VATNAMÆLINGAR Orkustofnunar bjóða þann 19. desember nk. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Veiðigjaldið sé það sama og á síðasta ári

„ÞAÐ VAR auðvitað mjög einkennilegt að á sama tíma og gripið var til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar í þorskkvóta hækkaði skattlagning á útgerðir, einmitt á sama ári og áfallið kemur,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs-... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Vel mætt í jólamatinn í Múlalundi

JÓLAHLAÐBORÐ var í boði í Múlalundi í gær, föstudag. Mjög fjölmennt var og komu gestir víða að. Allir tóku vel til matar og voru ánægðir eftir matinn. Það var ekki laust við að það kæmu fram þreytumerki eftir svona góðan mat. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Viðbragðsstaða vegna óveðursbrims í Grindavík

ÓVEÐRIÐ í gær setti menn í töluvert mikla viðbragðsstöðu í Grindavíkurhöfn þar sem á milli 30 og 40 skip og bátar þurftu athugunar við vegna sjógangs sem vænta mátti að yrði gífurlegur á flóði í gærkvöld. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 247 orð

Viðræður á fulla ferð upp úr áramótum?

FÆSTIR forystumenn á vinnumarkaðinum gera nú ráð fyrir að samningum verði lokið fyrir áramót en skv. viðræðuáætlunum ætti undirritun nýrra kjarasamninga að fara fram í dag. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vilja ekki flytja

BANDALAG háskólamanna hvetur ráðamenn til að eyða þeirri óvissu sem ríkir um staðsetningu starfsfólks matvælasviðs Umhverfisstofnunar og matvælaeftirlitssvið Fiskistofu við opnun Matvælaeftirlits nú um áramótin. Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Það þarf að gefa öndum brauð...

EKKI má gleyma að gefa fuglunum á Tjörninni brauðmola að bíta í á aðventunni enda fleiri en mannfólkið sem þá vilja fá gott í gogginn. Gaman er að skoða fuglalífið við Tjörnina á fallegum... Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

ÞETTA HELST...

Jólafrí Fundum Alþingis var frestað í gær og þing kemur saman að nýju 15. janúar. Jólafrí þingmanna stendur þó aðeins til 7. janúar en þá hefjast kjördæmadagar . Meira
15. desember 2007 | Innlendar fréttir | 115 orð

Þorláksmessuganga

ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 17.45 og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra. Meira

Ritstjórnargreinar

15. desember 2007 | Leiðarar | 402 orð

Linkind

Það er athyglisvert að sjá hvað Alþingi Íslendinga með ríkisstjórn og stjórnarflokka í fararbroddi sýnir útgerðarmönnum á Íslandi mikla linkind og hvað þingið sýnir mikinn vesaldóm í varðstöðu um hagsmuni almennings. Meira
15. desember 2007 | Leiðarar | 374 orð

Stjórnarsamstarfið

Samstarf stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hefur nú staðið í hálft ár og þess vegna nokkur reynsla að byrja að fást af því. Á þessu hálfa ári hefur fátt gerzt og svo sem ekki við öðru að búast. Meira
15. desember 2007 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Viðtengingarhátturinn!

Það er eins og allsherjar barnaskapur ráði viðhorfum embættismanna utanríkisráðuneytisins, sem tjá sig fram og til baka í viðtengingarhætti um hvað yrði, ef Ísland næði kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Meira

Menning

15. desember 2007 | Menningarlíf | 464 orð | 2 myndir

Andlit sem birtast í myrkrinu

Ímyndunum er oft þungt myrkur, mikil sverta, og út úr þessum massíva svarta tóni dregur hann háljósin; þar er jafnan aðalatriðið að finna, oftast andlit, stundum bara hendur, og þegar best tekst til er þetta áhersluatriði sem augun grípa, svo listalega... Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 872 orð | 1 mynd

Ástin á tónlist

Björk Guðmundsdóttir sló í gegn á frábærum tónleikum á miðvikudagskvöld í troðfullri Nokia-tónlistarhöllinni í miðborg Los Angeles Meira
15. desember 2007 | Fjölmiðlar | 181 orð | 1 mynd

„Sökktu þér í séniver“

GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Benedikt Erlingsson og Ólöf Eldjárn. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. Meira
15. desember 2007 | Kvikmyndir | 152 orð | 1 mynd

Blaðamaður í bragðvondu

Leikstjóri: Roberto Dordit. Aðalleikarar: Claudio Santamaria, Elio di Capitanio, Michela Noonan. 90 mín. Ítalía 2005. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 361 orð | 1 mynd

Bókaprestur segir frá

Eftir séra Björn Helga Jónsson. Útgefandi: Birnungar, Reykjavík 2007. 495 bls., myndefni, heillaóskaskrá. Meira
15. desember 2007 | Kvikmyndir | 101 orð | 1 mynd

Chaplin í bíó

Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina A King in New York eftir meistara Charlie Chaplin í dag kl. 16 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Cross nakin á netinu

BANDARÍSKU leikkonunni Marciu Cross tókst ekki að koma í veg fyrir að nektarmyndir af henni bærust á netið. Cross leikur aðþrengdu eiginkonuna Brie í samnefndum þáttum. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 341 orð | 2 myndir

Djúp innlifun

Tríó Reykjavíkur, dúótónleikar við kertaljós. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Fara karlmenn í verkfall á morgun?

* Gera má ráð fyrir því að óvenju fáir karlmenn verði á ferli eftir hádegi á morgun, sunnudag. Ástæðan er sú að svo skemmtilega vill til að tveir af stærstu leikjum ársins í ensku knattspyrnunni fara báðir fram á morgun. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 656 orð | 1 mynd

Frostrósir um jólin

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í KVÖLD verða haldnir í Laugardalshöll árlegir jólatónleikar sem fengið hafa yfirskriftina Frostrósir. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 288 orð

Grípandi djass Thoroddsens

ÞEGAR Björn Thoroddsen gítarvirtúós kom að nýju fram með Gömmunum á djasshátíðinni í fyrra var einsog hann hefði aldrei lagt frá sér rafgítarinn og tekið upp þann klassíska og ferðast um fjöll og firnindi með Djangóskotin þjóðlög íslensk. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 208 orð | 1 mynd

Haltrar á hækju

ÞÆR eru ekki eins léttar á fæti og áður fyrr, stelpurnar í Kryddpíunum. Nú haltrar Emma Bunton um á hækjum eftir að hafa dottið á sviði á tónleikum Spice Girls í Las Vegas á þriðjudaginn. Hún hrasaði og snéri á sér annan ökklann. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 377 orð | 1 mynd

Hápólitísk kynjakort

Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HVERNIG væri Evrópukortið ef Hitler hefði unnið stríðið? Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Hátíðlegur jólasöngur í Dómkirkju

SÓPRANSÖNGKONURNAR Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir halda jólatónleika í Dómkirkjunni á morgun kl. 17. Meðleikari þeirra verður Julian Hewlett píanóleikari. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Hélt Parker framhjá?

FRANSKA fyrirsætan Alexandra Paressant segist hafa sofið hjá eiginmanni leikkonunnar Evu Longoriu, körfuboltamanninum Tony Parker, í september sl. Parker neitar allri sök, segist elska eiginkonu sína og að hann hafi aldrei verið hamingjusamari á ævinni. Meira
15. desember 2007 | Myndlist | 390 orð | 1 mynd

Hugvekja, kjálkaharpa og ferðapumpuorgel

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ verður heldur óvenjuleg jólauppákoma sem fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag. Þar munu Kira Kira úr Tilraunaeldhúsinu, Kippi Kaninus og útgáfufélagið Apaflasa standa fyrir jólamessi. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 232 orð | 1 mynd

Hægstreymt og ljúft

UM er að ræða aðra plötu Samplings, sem er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar, en hann er best þekktur sem Mezzías MC. Fyrsta plata listamannsins, The Dawn Is Your Enemy , kom út í fyrra og innihélt einslags blöndu af hipphoppi og house-tónlist. Meira
15. desember 2007 | Kvikmyndir | 53 orð | 1 mynd

Jackass 2.5 beint á netið

PARAMOUNT Pictures og MTV New Media, framleiðendur kvikmyndarinnar Jackass 2.5 , ætla að frumsýna hana á netinu. Hægt verður að ná í myndina á vef Blockbuster-vídeóleigunnar þann 19. desember nk. og það ókeypis. Frá og með 26. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Karlakórssöngur í Hallgrímskirkju

JÓLATÓNLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur verða í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 og 21 og á morgun kl. 17 og 20. Kórinn syngur sígildar jólaperlur í sannri jólastemningu. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Komnir yfir Þorgrím

* Bókin Konur eru aldrei hamingjusamar af því þær eru með svo litlan heila – og karlar rosa pirrandi er komin ofar en bókin Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama? eftir Þorgrím Þráinsson á metsölulista Eymundssonar. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Kortaauglýsingar í 30 Rock

AUGLÝSINGAR eru óumflýjanlegur fylgifiskur sjónvarpsgláps og svo virðist sem sífellt erfiðara verði að koma auga á þær, ef marka má fréttir af nýjustu þáttunum í gamanþáttaröðinni 30 Rock . Meira
15. desember 2007 | Myndlist | 983 orð | 2 myndir

List sem verður verðmæt

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á KVEÐIÐ hefur verið í borgarráði að hækka þá upphæð sem Listasafn Reykjavíkur hefur til listaverkakaupa um þrjár milljónir króna á ári. Meira
15. desember 2007 | Myndlist | 223 orð | 1 mynd

Líkamsgeometríur

Opið lau. og sun. frá 13.00 – 17.30. Sýningu lýkur 31. desember. Aðgangur ókeypis. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 221 orð | 1 mynd

Ljóð fanga

SHAIKH Abdurraheem Muslim Dost, pakistanskt ljóðskáld og fyrrum fangi Bandaríkjahers í Guantanámo á Kúbu, hefur nú endurritað safn ljóða sem fangar þar ristu með steinvölum í frauðmál, 21 ljóð alls. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 354 orð | 2 myndir

Lóð á vog réttlætis

Eftir Jón Trausta Reynisson og Aron Pálma Ágústsson. Mál og menning 2007. 230 bls. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 567 orð | 1 mynd

Maður margra andlita

Eftir Milan Kundera, Friðrik Rafnsson þýddi. JPV útgáfa. 2007. 352 bls. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Með nýjan mann

LEIKKONAN Mary-Kate Olsen á í rómantísku sambandi við sjónvarpsþáttastjörnuna Dave Annable sem leikur meðal annars í Brothers and Sisters sem er sýndur í Sjónvarpinu. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 434 orð | 1 mynd

Orð flæða um myndir

Eftir Gísla Sigurðsson. Skrudda, Reykjavík 2007. 112 bls. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 240 orð | 1 mynd

Partíið búið

Eftir Aðalbjörgu Jónsdóttur, Bergþóru Jónsdóttur, Heiði Gestsdóttur, Ingu Guðmundsdóttur, Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur, Rögnu Guðvarðardóttur, Sigurbjörgu Björgvinsdóttur og Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Ritstjóri: Þórður Helgason. Höfundar gáfu út. 2007. 32 bls. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Pirruð á karlkyns Winehouse-eftirhermu

SARAH Harding, ein söngkvenna í stúlknasveitinni Girls Aloud, segist hafa í sífellu fengið símtöl frá manni sem þóttist vera söngkonan Amy Winehouse. Harding segist ekki átta sig á þessari hegðun mannsins. Í samtali við kvennaritið Cosmopolitan . Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Sjö punda Villi

SÍÐAST þegar ítalski leikstjórinn Gabriele Muccino leikstýrði Will Smith skilaði það sér í óskarstilnefningu til leikstjórans (í The Pursuit of Happyness ) og ýmsir spá því að sagan endurtaki sig með Seven Pounds þar sem Smith leikur á móti villingnum... Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 534 orð | 1 mynd

Sótt í austur og vestur

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NYLON-STÚLKURNAR eru búnar vasast í poppfræðunum í um fjögur ár núna og reynslusarpurinn því orðinn ansi bústinn. Meira
15. desember 2007 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Suðurfljótið með tvenna tónleika

* Hin góðkunna hljómsveit South River Band ætlar að halda tvenna tónleika í dag. Fyrri tónleikarnir fara fram í Kolaportinu kl. 14 og þeir síðari á Grand Rokki kl. 22. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 249 orð | 2 myndir

TÓNLISTARMOLAR»

Framsækið Hressó-kvöld * Það er óhætt að segja að framsækin rokktónlist verði ráðandi á þriggja sveita tónleikum sem fram fara á Hressó í kvöld. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 165 orð | 1 mynd

Töfrum þrungin lífsgleði

Eftir Bergljótu Arnalds. Teikningar eftir Baelo, Kasereka og Shongo. JPV, Reykjavík 2007. 45 bls. Meira
15. desember 2007 | Bókmenntir | 78 orð | 1 mynd

Upplestur í sveitarkyrrðinni

KOMIÐ er að síðasta upplestri í upplestraröð Gljúfrasteins. En þar munu rithöfundar lesa úr verkum sýnum 16. des. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 330 orð

Valinmennur vasakór

Jólatónlist eftir Bach. Björn Steinar Sólbergsson orgel og Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Sunnudaginn 9. desember kl. 17. Meira
15. desember 2007 | Tónlist | 194 orð | 1 mynd

Þegar leikföngin lifna við

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÉG hefði líka farið að skæla í sporum Klöru. Þessi furðumaður, herra Drosselmeyer sem kom í heimsókn á aðfangadagskvöld, gaf öllum í fjölskyldunni jólagjöf – nema henni. Og svo... Meira

Umræðan

15. desember 2007 | Aðsent efni | 841 orð | 1 mynd

Að hugsa sér...Satan!

Reynir Harðarson skrifar um trúmál: "Hér eru dregin fram nokkur ummæli biskups vegna aðgangs kirkju að skólum. Ummæli þessi hljóta að vekja fólk til umhugsunar um hver er hatrammur." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Forsjárhyggja eða fyrirhyggja?

Þórunn Guðmundsdóttir skrifar um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum: "Frumvarp til breytinga á samrunaákvæðum samkeppnislaga vekur ýmsar spurningar" Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Loddarar í Landsvirkjun

Ólafi Þ. Hallgrímssyni finnst Landsvirkjunarmenn fara frjálslega með: "Nú þegar virkjunarframkvæmdum er lokið, má sannleikurinn koma í ljós." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Morgunblaðið, rjúpan og Skotvís

Indriði Aðalsteinsson skrifar um siðleysi rjúpnaskyttna og 1000% verðbólgu á rjúpu: "Ég sagðist vera hættur rjúpnaveiði en hugsanlega gæti ég bjargað honum gegnum kunningja. Mætti ég nefna við þá fimm stafa krónutölu? Ekkert var því til fyrirstöðu." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Neytendur þurfa að hegða sér vel

Sigurður Jónsson hvetur fólk til að sýna þolinmæði í jólaösinni: "Það er eðlilegt að kvarta yfir lélegri þjónustu þegar ástæða er til en því miður ber nokkuð á óþolinmæði og jafnvel dónaskap gagnvart starfsfólki." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 771 orð | 4 myndir

Opið bréf til alþingismanna

Ingunn Hansdóttir, Gyða Björnsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir skrifa um áfengismál: "Við köllum eftir ábyrgð ráðamanna. Sala áfengis í matvöruverslunum mun auka neyslu almennt, eru menn tilbúnir til að taka afleiðingum þess?" Meira
15. desember 2007 | Blogg | 120 orð | 1 mynd

Ragnar Freyr Ingvarsson | 13. des. Flamberuð nautasteik Við slógum...

Ragnar Freyr Ingvarsson | 13. des. Flamberuð nautasteik Við slógum nýverið saman í veislu, nokkrir vinir. Oft þegar ég vil gera mér glaðan dag þá geri ég steik og bernaise sósu. Ég steiki kjötið og Snædís gerir sósuna. Meira
15. desember 2007 | Blogg | 67 orð | 1 mynd

Salvör | 14. desember Fatlaðir nemendur í heimaskóla Dómur Hæstaréttar...

Salvör | 14. desember Fatlaðir nemendur í heimaskóla Dómur Hæstaréttar 169/2007 fjallar um fatlað barn og fjölskyldu þess og baráttu foreldranna fyrir réttindum barnsins til að taka þátt í samfélaginu. Meira
15. desember 2007 | Blogg | 386 orð | 1 mynd

Sigurður Hreiðar | 14. desember Ekki krónu – ekki einu sinni...

Sigurður Hreiðar | 14. desember Ekki krónu – ekki einu sinni piparköku! Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 316 orð | 1 mynd

Sitt hvort er trúnaður eða leynimakk

Gunnar I. Birgisson svarar grein Guðríðar Arnardóttur um starfslokasamninga: "Virðing fyrir lögunum og fyrrverandi starfsmönnum Kópavogsbæjar kemur í veg fyrir að ég geti rökrætt starfslokasamninga í blöðunum." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn gerði átak í velferð borgaranna

Við getum verið stolt af störfum okkar í þágu Reykvíkinga, segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen: "Við lögðum mikla áherslu á forvarnir og endurhæfingu fyrir unga sem aldna og jukum fjármagn til forvarnamála og átaksverkefna af ýmsu tagi." Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 240 orð | 1 mynd

Staksteinar skjóta á sendiboða

Gústaf Adolf Skúlason gerir athugasemd við Staksteina: "Er manninum ekki heimilt að staðfesta aðspurður það sem segir í greinargerð tillögunnar? Væri betra að þessar upplýsingar kæmu ekki fram?" Meira
15. desember 2007 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Stöndum vörð um kirkju og skólastarf

Guðni Ágústsson skrifar um tengsl skóla og kristinfræðslu: "Nú skal kennsluborðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi sjálfs menntamálaráðherra." Meira
15. desember 2007 | Velvakandi | 423 orð

velvakandi

Sé húsnæði tekið úr neysluvísitölu fer verðbólga úr 5,2 í 1,9% ÉG hef undanfarið á heimasíðu minni (kiddip.blog. Meira
15. desember 2007 | Blogg | 67 orð | 1 mynd

Þorsteinn Ingimarsson | 14. desember Vegabréfaeftirlit Pólskur nauðgari...

Þorsteinn Ingimarsson | 14. desember Vegabréfaeftirlit Pólskur nauðgari í farbanni gengur í gegnum vegabréfaeftirlitið eins og bráðið smjör en slakur brasilískur knattspyrnumaður er stöðvaður með harðri hendi með breytt og hagrætt vegabréf. Meira

Minningargreinar

15. desember 2007 | Minningargreinar | 574 orð | 1 mynd

Ari Steinberg Árnason

Ari Steinberg Árnason bifreiðastjóri fæddist á Akureyri 29. mars 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 14. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 409 orð | 1 mynd

Ásdís Emilía Þorvaldsdóttir

Ásdís Emilía Þorvaldsdóttir fæddist í Svalvogum við Dýrafjörð 19. febrúar 1918. Hún lést á Landakotsspítala 24. nóvember síðastliðinn. Útför Ásdísar var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. des. sl. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1641 orð | 1 mynd

Birgir Guðlaugsson

Birgir Guðlaugsson byggingameistari fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést þar 26. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

Dóra Guðlaugsdóttir

Dóra Guðlaugsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. desember 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 986 orð | 1 mynd

Elísabet Guðmundsdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 8. mars 1929. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfaranótt 22. nóvember síðastliðins og var útför hennar gerð frá Höfðakapellu 29. nóvember, í kyrrþey að hennar ósk. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1120 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Magnússon

Gunnlaugur Magnússon fæddist í Ólafsfirði 4. október 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Halldór Ingimundarson, f. 22. september 1901, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 4687 orð | 1 mynd

Gunnur Guðmundsdóttir

Gunnur Guðmundsdóttir (Gógó) fæddist í Hnífsdal 15. mars 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Oddsflöt í Grunnavík í Grunnavíkurhreppi, Elísa Guðrún Einarsdóttir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1283 orð | 1 mynd

Guttormur Óskarsson

Guttormur Óskarsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. desember 1916. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 764 orð | 1 mynd

Gústaf Agnarsson

Gústaf Agnarsson fæddist í Reykjavík 21. maí 1952. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 21. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1186 orð | 1 mynd

Hlífar Erlingsson

Hlífar Erlingsson fæddist á Þorgrímsstöðum í Breiðdal 28. júlí 1927. Hann lést 7. desember síðastliðinn. Foreldrar Hlífars voru Erlingur Jónsson, bóndi á Þorgrímsstöðum, f. 22.10. 1895, d. 12.4. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 2074 orð | 1 mynd

Jón E. Hallsson

Jón Eggert Hallsson fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd 25. apríl 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 30. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 862 orð | 1 mynd

Margrét Ámundadóttir

Margrét Ámundadóttir fæddist í Háholti í Gnúpverjahreppi 15. mars 1925. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stóra-Núpskirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1613 orð | 1 mynd

Óskar Hálfdánsson

Óskar Hálfdánsson fæddist í Bolungarvík 2. febrúar 1942. Hann varð bráðkvaddur í Bolungarvík 24. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík 1. desember Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1345 orð | 1 mynd

Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir

Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir fæddist á Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu 23. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 1. desember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 548 orð | 1 mynd

Runólfur Marteins Jónsson

Runólfur Marteins Jónsson fæddist á Kambi í Deildardal í Skagafirði 15. desember 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hofskirkju á Höfðaströnd 10. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1450 orð | 1 mynd

Sigurbergur Þorbjörnsson

Sigurbergur Þorbjörnsson (Kúddi) fæddist á Hafnarbraut 24 á Höfn 6. mars 1946. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ágústa Margrét Vignisdóttir, f. 4. ágúst 1923 og Þorbjörn Sigurðsson, f. 7. febrúar 1918,... Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 3181 orð | 1 mynd

Sigurður Sigfússon

Sigurður Sigfússon fæddist í Blönduhlíð í Hörðudal 2. apríl 1931. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 5. desember síðastliðinn. Móðir hans var Jóhanna Jónsdóttir, f. 21. september 1889. Faðir hans var Sigfús Einarsson, f. 18. mars 1893. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 1960 orð | 1 mynd

Sigurjón Jósep Friðriksson

Sigurjón Jósep Friðriksson fæddist á Felli við Finnafjörð 28. desember 1936. Hann lést á Þórshöfn 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Sigurðardóttir f. 5.11. 1894, d. 2.12. 1938 og Friðrik Jóhann Oddsson f. 11.1. 1894, d. 11.8. 1973. Meira  Kaupa minningabók
15. desember 2007 | Minningargreinar | 352 orð | 1 mynd

Steingerður Theodórsdóttir

Steingerður Theodórsdóttir fæddist í Holti í Hrafnagilshreppi 1. febrúar 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 7. desember síðastliðinn. Steingerður giftist 7. júní 1952 Valtý Hólmgeirssyni, stöðvarstjóra Pósts og síma á Raufarhöfn, f. 31. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Citigroup tekur á sig verðbréfasjóði

CITYGROUP tilkynnti í gær um að bankinn sæi sig knúinn til þess að færa sjö sérstaka verðbréfasjóði (e. structured investment funds) að verðmæti 49 milljarðar dala eða liðlega þrjú þúsund milljarðar íslenskra króna inn á efnahagsreikning bankans. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Færri samningar

SAMNINGAR vegna fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu voru 142 í vikunni og hefur ekki verið skrifað undir færri kaupsamninga frá því í lok janúar. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Icebank fjárfestir í Baltcap

ICELAND hefur ásamt fleiri fjármálafyrirtækjum skrifað undir samkomulag um þátttöku í um 57 milljóna evra fjárfestingu í Baltcap Private Equity Fund, sem er sagður leiðandi einkafjármagnsfjárfestir í Eystrasaltslöndunum. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 572 orð | 3 myndir

Icelandair í viðræðum við SAS um samstarf í fluginu

Eftir Björn Jóhann Björnsson og Arnór Gísla Ólafsson TILKYNNT var formlega til kauphallarinnar í gær um forstjóraskipti hjá Icelandair Group. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 139 orð | 1 mynd

Icelandic hættir við í Þýskalandi

ICELANDIC Group og Finnbogi A. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 91 orð | 1 mynd

Ísafold og Nýtt líf verða sameinuð

TÍMARITIN Ísafold og Nýtt líf verða sameinuð nú um áramótin undir nafni Nýs Lífs. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Katrín Olga til Skipta

KATRÍN Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins, Mílu, Já og fleiri félaga. Katrín Olga hefur starfað hjá Símanum undanfarin fimm ár, síðast sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Krónan veikist

ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 0,9% í gær og stendur nú í 6.466 stigum en um áramótin síðustu stóð hún í 6.338 stigum og nemur hækkun á árinu um 2%. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Minni afgangur

TEKJUAFGANGUR hins opinbera á fyrstu níu mánuðum ársins nam 41,9 milljörðum króna á móti 50,2 milljörðum á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í fréttum Hagstofu Íslands . Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 38 orð

Samræmd vístala hækkar

SAMRÆMD vísitala neysluverðs á Íslandi mælist nú 2,8% á ársgrundvelli í nóvembermánuði. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að hún sé nú hæst hér af Norðurlöndunum en í síðasta mánuði hafði Svíþjóð þann vafasama heiður að sitja á... Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 154 orð | 1 mynd

Snerpa starfar fyrir Mílu á Vestfjörðum

SNERPA á Ísafirði og Míla ehf. hafa skrifað undir samstarfssamning þess efnis að Snerpa taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu á norðanverðum Vestfjörðum. Meira
15. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Vaxandi verðbólga felldi hlutabréfavísitölur vestra

HELSTU hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu í gær og er ástæðan einkum rakin til nýrra verðbólgutalna sem birtar voru í gær en einnig að hluta til nauðunarákvörðunar Citigroup um að taka verðbréfasjóði inn á efnahagsreikning sinn sem aftur getur... Meira

Daglegt líf

15. desember 2007 | Daglegt líf | 443 orð | 2 myndir

Ástríða í víngerð

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Franska héraðið Roussillon hefur sótt í sig veðrið í víngerð á undanförnum árum þó ekki sé það stórt yfir að líta úr hlíðum Canigou-fjalls rétt norðan við landamæri Frakklands og Spánar. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 165 orð

Erótík og Eiður Smári

Guðmunda M. Oddsdóttir sendi Vísnahorninu ráðningu á „Miðbæjarkrossgátunni“: Laugavegar ljósahaf lokkar marga í bæinn njóttu og hafðu yndi af annríkinu á daginn. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 201 orð | 1 mynd

Hefur nóg pláss fyrir nýja dótið

Jón Bjartur Heimisson, 5 ára heldur að jólin komi bráðum og er farinn að hlakka til þeirra. – Hvers vegna hlakkar þú til jólanna? „Veit það ekki.“ – Hlakkarðu til jólanna af því að þá færðu jólatré? Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 395 orð | 6 myndir

Í jólakjól fyrir Sollu

Ertu kona A, B, C eða kannski D þegar kemur að jólafötum? Blaðamaður í jólakjólaleit flokkast sem B eða C. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 532 orð | 6 myndir

Krummi og mjólkurbrúsi stofustáss

Hún vill hafa allskonar ólíka hluti heima hjá sér og húsgögn frá ólíkum tíma og allt með sögu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti hönnuð í Norðurmýrinni. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 696 orð | 3 myndir

Sést sjúkdómurinn á þér?

Ertu sköllóttur, með stutta leggi, smáfættur, með langa fingur o.s.frv.? Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 521 orð | 2 myndir

STYKKISHÓLMUR

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið í Stykkishólmi á síðustu árum og enn er kraftur í húsbyggingum. Eftirspurn er eftir lóðum. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 856 orð | 3 myndir

Tíu litlir sveitastrákar basla í búskapnum

Henni finnst stjórnvöld ekki standa sig í landbúnaðarmálum og ungu fólki nánast ógerlegt að hefja búskap í sveit. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í konu sem skrifaði pólitíska bók um tíu litla sveitastráka. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 653 orð | 1 mynd

Vín fyrir villibráðina

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Nú á aðventunni vanda margir valið á vínum enn betur en áður enda er þetta sá tími ársins sem við gerum hvað best við okkur í mat og drykk. Meira
15. desember 2007 | Daglegt líf | 69 orð | 1 mynd

Þvörusleikir – 15. desember

Ef þú heyrir, þann 15. desember, einhvern spyrja: „Hvar eru nú allar sleifarnar?“ þá hefur hann Þvörusleikir bróðir minn komið í heimsókn. Hann hefur allt í röð og reglu, strákurinn. Meira

Fastir þættir

15. desember 2007 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ára afmæli. Mánudaginn 17. desember verður Þórdís Eggertsdóttir...

80 ára afmæli. Mánudaginn 17. desember verður Þórdís Eggertsdóttir áttræð. Hún verður með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini í húsnæði félagsstarfs aldraðra, Hraunbæ 105, á morgun sunnudaginn 16. desember kl. 15 og... Meira
15. desember 2007 | Í dag | 348 orð | 1 mynd

Aðventuævintýri á Akureyri

Þórgnýr Dýrfjörð fæddist á Siglufirði 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1988 og BA-gráðu í heimspeki frá HÍ 1993. Hann kenndi við MA og síðar við HA. Þórgnýr var framkvæmdastj. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 175 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Þvingun án talningar. Norður &spade;G4 &heart;ÁK ⋄G1083 &klubs;ÁK1065 Vestur Austur &spade;86 &spade;D10972 &heart;954 &heart;D1083 ⋄D9742 ⋄K6 &klubs;932 &klubs;84 Suður &spade;ÁK53 &heart;G762 ⋄Á5 &klubs;DG7 Suður spilar 6G. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 320 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Aðalsveitakeppnin hafin hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar Annað kvöldið af fimm í aðalsveitakeppni félagsins fór fram 10. des. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 1095 orð | 3 myndir

Hraðskák er vanmetin keppnisgrein

„Í SKEMMTILEGRI hraðskák fer yfirleitt fram meiri hugsun en í bandarísku ruðningsliði yfir heilt keppnistímabil,“ sagði bandaríski stórmeistarinn Walter Browne í ræðu eftir keppni Norðurlanda og Bandaríkjanna veturinn 1986. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 693 orð

Íslenskt mál

jonf@rhi.hi.is: "Afsláttur á eða af eða kannski frá einhverju? Nafnorðið afsláttur er m.a. notað í merkingunni (1) ‘undanlátssemi; það að slá af e-u' og (2) ‘verðlækkun'. Ég hef vanist því að nota með því forsetninguna af , t.d." Meira
15. desember 2007 | Í dag | 238 orð | 1 mynd

Laugardagsbíó

DR. SEUSS: HOW THE GRINCH STOLE CHRISTMAS (Sjónvarpið kl. 19.45) Góð jóla/fjölskyldumynd þótt hún sveiflist nokkuð milli hressilegs farsa og mikillar vellu, einkum í nokkrum söngatriðum, sem gjarnan hefðu mátt lenda í skærakjöftum klipparans. Meira
15. desember 2007 | Í dag | 1612 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Orðsending Jóhannesar. Meira
15. desember 2007 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir...

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 76 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp í heimsbikarmótinu í skák sem fer fram þessa dagana í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Rússneski stórmeistarinn Sergei Volkov (2.648) hafði svart gegn pólska kollega sínum Grzegorz Gajewski (2.573) . 40. ... Re5! Meira
15. desember 2007 | Í dag | 148 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund vegna meðferðar þarlendra yfirvalda á íslenskri konu. Hvað heitir sendiherrann? 2 Ellý Katrín Guðmundsdóttir fráforandi forstjóri Umhverfisstofnunar hefur tekið aftur við sínu fyrra starfi. Meira
15. desember 2007 | Viðhorf | 942 orð | 1 mynd

Vindhögg

Ef út í það er farið er afskaplega þægilegt að vera útilokaður svona frá þátttöku í umræðunni, og settur í hlutverk óvirks áhorfanda. Það þýðir að ég get sagt hvað sem er, því að ég veit fyrirfram að það verður ekki hlustað á mig. Meira
15. desember 2007 | Í dag | 1560 orð | 1 mynd

Vígsluafmæli og afhjúpun steindra glugga í Seljakirkju Hátíð verður í...

Vígsluafmæli og afhjúpun steindra glugga í Seljakirkju Hátíð verður í Seljakirkju þar sem tuttugu ár eru frá vígslu kirkjunnar en hún var vígð 3. sunnudag í aðventu árið 1987. Seljakirkja var fyrsta kirkjan sem vígð var í Breiðholtshverfinu. Meira
15. desember 2007 | Fastir þættir | 368 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Lausaganga hunda er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu eins og allir vita og þarf ekki að útskýra nánar hvers vegna. Meira

Íþróttir

15. desember 2007 | Íþróttir | 188 orð

14 sinnum byrjað heima

ÍSLAND hefur tekið þátt í undankeppni stórmóta í knattspyrnu karla samfleytt frá árinu 1972. Sú undankeppni HM sem hefst í september 2008 er sú nítjánda í röð en slík keppni hefst á tveggja ára fresti, til skiptis í Evrópukeppni og heimsmeistaramóti. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 444 orð | 1 mynd

„Tillaga FIFA var bull“

„VIÐ erum sáttir við útkomuna og þessa niðurröðun leikja en auðvitað er þetta þannig að allir þurfa að gefa eitthvað eftir í svona samningaviðræðum,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Birgir Leifur komst áfram

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tryggði sér í gær rétt til að leika tvo síðustu hringina á Opna Suður-Afríkumótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 113 orð

Capello var ráðinn

ENSKA knattspyrnusambandið staðfesti í gær að Fabio Capello hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands til fjögurra og hálfs árs. Hann tekur við af Steve McClaren sem var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Ekkert fararsnið á Rijkaard

FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa félagið þrátt fyrir að hafa verið harðlega gagnrýndur síðustu mánuði í fjölmiðlum í Katalóníu, eftir misjafnan árangur liðsins. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 226 orð

Engin tilboð í Ragnar

RAGNAR Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu gerir fastlega ráð fyrir því að leika áfram með sænsku meisturunum IFK Gautaborg. Hann á tvö ár eftir af samningi sínu og skrifar að öllu óbreyttu undir nýjan samning til fjögurra ára innan skamms. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Sir Alex Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og sektaður um 5.000 pund, 630. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Steve Coppell , knattspyrnustjóri Reading og fyrrverandi landsliðsmaður Englands , segir að það ríki sorg í ensku knattspyrnunni – þegar ljóst er að landsliðsþjálfari Englands verður útlendingur, Ítalinn Fabio Capello . Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 624 orð

HANDKNATTLEIKUR HK – Haukar 26:30 Digranes, úrvalsdeild karla, N1...

HANDKNATTLEIKUR HK – Haukar 26:30 Digranes, úrvalsdeild karla, N1 deildin, föstudagur 14. desember 2007. Gangur leiksins : 0:2, 2:2, 4:3, 7:5, 8:6, 8:9, 11:13, 13:14 , 18:19, 18:23, 19:25, 24:25, 25:26, 25:28, 26:30. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 379 orð | 1 mynd

Haukar höfðu betur í toppslagnum við HK

HAUKAR styrktu stöðu sína í efsta sæti N1 deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu HK 30:26 í Digranesi. Haukar náðu sex marka forystu um miðjan síðari hálfleikinn en HK minnkaði muninn í eitt mark og lokamínúturunar urðu spennandi. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 137 orð

Klofningur hjá EHF

ALLT bendir til þess að klofningur verði innan handknattleikssambands Evrópu eftir að 24 evrópsk handknattleiksfélög hafa sagt upp samningi við EHF frá útsendingum þeirra frá leikjum Evrópukeppninnar. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 79 orð

Leikir Íslands

Undankeppni HM 2010 6. septenber 2008: Noregur – Ísland 10. september 2008: Ísland – Skotland 11. október 2008: Holland – Ísland 15. október 2008: Ísland – Makedónía 1. apríl 2009: Skotland – Ísland 6. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 948 orð | 1 mynd

Meistaraorrustur

BOÐIÐ verður upp á tvær stórmeistaraorrustur á Englandi á morgun þegar ásarnir fjórir í úrvalsdeildinni verða í sviðsljósinu. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 762 orð | 1 mynd

Níu hraðaupphlaup Dagnýjar kom Val á toppinn

HERBRAGÐ Valsstúlkna gekk upp í Vodafone-höllinni í gærkvöldi þegar Grótta sótti þær heim því vörnin stóð fyrir sínu sem skilaði 12 hraðaupphlaupsmörkum og 32:29 sigri. Meira
15. desember 2007 | Íþróttir | 465 orð

Örn „stimplaði sig inn“

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG VONAÐIST til að komast undir 24 sekúndur og fór nærri því og er því nokkuð sáttur,“ sagði sundkappinn Örn Arnarson eftir að hann hafði hreppt 6. Meira

Barnablað

15. desember 2007 | Barnablað | 188 orð | 3 myndir

Börnin þurfa að vera dugleg að minnka

Bókin Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur er leikrit um tvo átta ára stráka sem heita Guðmundur og Finnur. Finnur ákveður að strjúka að heiman því að pabbi hans var svo vondur við hann og mömmu hans og biður Guðmund að hjálpa sér. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 51 orð | 1 mynd

Hirðakertið

Á morgun kveikjum við á þriðja kertinu á aðventukransinum. Það kerti heitir Hirðakertið og er kerti gleðinnar. Kertið minnir okkur á að fjárhirðarnir fengu fyrstir að heyra það að Jesús væri fæddur. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Hoppandi kátur

Jóhann Ægir, 7 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af ungum dreng sem er hoppandi kátur úti að leika sér. Kannski er þetta Jóhann Ægir sjálfur og húsið hans á... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 50 orð | 2 myndir

Hvar er Óli jóli?

Óli jólaálfur á að leggja á borð í dag. Jólaálfunum þykir það mikill heiður að fá að aðstoða við heimilishaldið. Ef þú lest eftirfarandi upplýsingar, getur þú þá fundið Óla litla jólaálf? 1. Hann er með klút um hálsinn. 2. Peysan hans er ekki röndótt.... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Ísland er land þitt

Gunnar Snær, 8 ára, teiknaði þessa fínu mynd af Íslandi og litaði. Það er alltaf gaman þegar börn sýna landi sínu og þjóð áhuga og enn skemmtilegra þegar þau sýna það í... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 111 orð | 1 mynd

Jólagrín

Tveir litlir strákar fengu að gista hjá ömmu sinni og afa. Þegar kominn var háttatími krupu strákarnir litlu við rúmstokkinn til að fara með bænirnar sínar. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 23 orð | 2 myndir

Kisulóran Krúsulína

Helga Guðrún, 11 ára, teiknaði þessa sætu mynd af kisulórunni Krúsulínu. Sjáið hvað hún er falleg á litinn, með gulan depil yfir... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Lausnir

Óli er jólaálfur númer 6. Jólapakkar númer 4 og 10 eru... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Pakkaflóð

Aðeins tveir pakkar eru alveg eins, hvaða pakkar eru það? Lausn... Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 51 orð | 1 mynd

Piparkökuflóttinn mikli

Stína var búin að standa í ströngu í eldhúsinu í marga klukkutíma þegar hún varð fyrir miklum vonbrigðum. Piparkökustrákarnir hennar og -stelpur stukku út úr ofninum um leið og hún opnaði hann og hlupu í felur. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 239 orð | 2 myndir

Rósa og álfaprinsessan

Einu sinni var stelpa sem bjó langt, langt uppi í sveit. Bærinn sem hún bjó í var fyrir neðan fjall sem fullt af berjum var á. Hún bjó í litlu húsi. Stelpan hét Rósa. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 100 orð | 1 mynd

Sleðaferð

Lilja Karen, 10 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af krökkum að renna sér á sleðum. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 116 orð | 1 mynd

Teiknar fallegustu myndirnar

Nýlega hlaut rithöfundurinn og myndlistarkonan Sigrún Eldjárn Dimmalimm-verðlaunin fyrir myndskreytingar sínar í bókinni Gælur, fælur og þvælur eftir Þórarin Eldjárn. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir best skreyttu íslensku barnabókina. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 178 orð | 2 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að leita að nöfnum jólasveinanna í stafasúpunni. Þið komist fljótt að því að aðeins eru nöfn 11 sveinka í stafasúpunni og því tvö nöfn sem vantar. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 215 orð | 2 myndir

Þegar piparkökur bakast

Hér kemur einföld en góð uppskrift af piparkökum fyrir káta krakka. Munið samt að fá leyfi hjá einhverjum fullorðnum áður en þið leggið eldhúsið undir ykkur. Ef þið eruð yngri en 10 ára getur verið gott að hafa einhvern fullorðinn sér til aðstoðar. Meira
15. desember 2007 | Barnablað | 751 orð | 3 myndir

Þykir ósköp vænt um Kugg og Málfríði og mömmu hennar

Rithöfundinum og myndlistarkonunni Sigrúnu Eldjárn þótti ekki tiltökumál að koma beint úr flugi frá Glasgow í viðtal upp í Gerðuberg. Þar standa nú yfir tvær ólíkar sýningar sem báðar tengjast Sigrúnu. Meira

Lesbók

15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2708 orð | 2 myndir

Afhjúpun Guðna Elíssonar

„Guðni ætlaði að afhjúpa mig, en afhjúpaði í raun sjálfan sig,“ segir Hannes Hólmsteinn í svari sínu við Guðna Elíssyni en þeir hafa deilt á síðum Lesbókar um hlýnun loftslags og viðbrögð við henni. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1596 orð | 1 mynd

„Lífið er fyrst og síðast fallegt“

„Hafi ég einhvern tíma haldið að Bíbí væri platari sannfærðist ég um hið gagnstæða í veikindum mínum,“ segir Vigdís Grímsdóttir. Bók hennar um Bíbí Ólafsdóttur nýtur mikillar athygli þessa dagana en hér er tilurð bókarinnar skoðuð með höfundi. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 420 orð | 3 myndir

BÓKMENNTIR

Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Nýlega kom út hjá bókaútgáfunni Mondial í New York þýðing Baldurs Ragnarssonar á Sjálfstæðu fólki á esperantó. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1003 orð | 1 mynd

Dylan sem umskiptingur

Í kvikmyndinni I'm Not There (Ég er fjarverandi) tekst Todd Haynes á við ævi og feril Bobs Dylans á vægast sagt óhefðbundinn máta. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð | 1 mynd

Galdrakarlinn hans Oz

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Í bítið þann 19. mars 1982 hlekktist Beechcraft Bonanza-flugvél á í glæfraflugi í Leesburg í Flórída, með þeim afleiðingum að hún rakst á rútubifreið og brotlenti á framhlið höfðingjaseturs nokkurs. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð | 1 mynd

Gláparinn

Gláparinn Ég var enn einu sinni að horfa á myndina Big Fish í leikstjórn Tims Burtons. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1474 orð | 1 mynd

Góð bók, eða þýðing, ratar undantekningarlaust til sinna

Skáldsaga Stephens Crane, Hið rauða tákn hugprýðinnar , er sú nýjasta í röð öndvegisbóka sem Atli Magnússon hefur þýtt. Atli hefur þýtt fjölda allrahanda verka, spennusögur og barnabækur, en segir bókmenntaverkin, sem hann velur sjálfur að færa á íslensku, standa sér næst. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1119 orð | 1 mynd

Góðir kommúnistar hlæja ekki að Marx

Friðrik Rafnsson hefur þýtt allar skáldsögur tékknesk-franska rithöfundarins Milans Kundera á íslensku. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 683 orð | 1 mynd

Heimt úr helju

Kylie Minogue sneri aftur á leiksvið poppsins með plötunni X í endaðan nóvember en barátta hennar við brjóstakrabbamein hefur haldið henni á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð

John Ford og Blade Runner

Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Nei, lesandi góður, það er ekki svo að ég hafi fundið týnda hlekkinn á milli vísindamyndarinnar Blade Runner sem frumsýnd var árið 1982 og leikstjórans góðkunna Johns Ford sem lést tæpum áratug fyrr. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð | 3 myndir

KVIKMYNDIR

Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í einum þætti bresku gamanseríunnar Extras tekur Andy Millman feil á Samuel L. Jackson og Laurence Fishburne. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Ég get nú ekki mælt með síðustu bók sem ég las, en það var skáldsagan La sangre de los inocentes , eða Blóð hinna saklausu , eftir Juliu Navarro. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 337 orð | 1 mynd

Listin og sjálfshjálp samtímans

Til 23. des. Opið mið. til sun. frá kl. 12–17. Aðgangur ókeypis. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 195 orð | 2 myndir

Lífið ein aðventa

Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Eftir því sem árin færðust yfir hann var sem allt hans líf væri orðin ein aðventa. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

María

Í nótt hefur sálunum enn verið safnað saman hinstu andvörpin lesin úr þaranum leyst undan heljarþungum söndunum og úr nístandi viðjum íssins. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 705 orð

Martin Amis og „nýja kynþáttahyggjan“

Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Breski rithöfundurinn Martin Amis hefur lengi verið milli tannanna á fjölmiðlafólki og menningarummælendum. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 540 orð | 1 mynd

Mugison eða olíuhreinsunarstöð?

Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@simnet.is !Þær eru sterkar myndirnar sem birtust af Mugison í tímaritinu Monitor í október síðastliðnum. Þar stendur hann við verbúðina Ósvör í Bolungarvík klæddur eins og formaður á leið í róður. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 785 orð | 2 myndir

Osama bin Laden og jólabúðingurinn

Vafasamur jólabúðingur, rannsóknarstofa réttarmeinafræðinga, hryðjuverkahópar og tölvuhakkarar koma við sögu í nýþýddum reyfurum eftir Agöthu Christie, Patriciu Cornwall, Andy McNab og Henning Mankell. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 317 orð

Seilst í átt að guðdómnum

Flutningur: Einar Jóhannesson, klarínett. Hljóðritað í Kristskirkju í Reykjavík. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson. Stafræn úrvinnsla: Páll Sveinn Guðmundsson. Smekkleysa 2006. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 634 orð | 1 mynd

Sextán sortir og ein bók

Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is Enga stétt manna veit ég baka meira fyrir jólin en rithöfunda. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2702 orð | 2 myndir

Skuggi þjóðhetjunnar

Jón Guðmundsson ritstjóri átti í umfangsmiklum bréfasamskiptum við Jón Sigurðsson forseta. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð | 2 myndir

Tónlist

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það var fyrir löngu orðið tímabært að hin eina sanna sálardrottning samtímans, Erykah Badu, sem er ósnertanleg í svalheitum, snaraði út nýrri plötu. Meira
15. desember 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2868 orð | 2 myndir

Þarf alþjóðasamfélagið sterkari gleraugu?

Eftir Hjálmtý Heiðdal seylan@seylan.is Ísraelsríki er stöðugt í fréttum, oft vegna hernaðarátaka, stundum vegna landtökubyggða og stöku sinnum vegna sk. friðarferlis. Þetta smávaxna ríki er um 20.700 km 2 að flatarmáli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.