Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EIMSKIP hefur fjórar vikur til þess að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins þess efnis að félagið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Samskipum.
Meira
HELDUR óróasamt hefur lengi verið í hverfinu Mjølnerparken í Kaupmannahöfn, mikið um skemmdarverk, bruna, líkamsárásir og þjófnað. Á því hefur nú orðið mikil breyting til batnaðar og ástæðan er aðeins ein.
Meira
ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að venju fyrir blysför niður Laugaveginn í Reykjavík á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan stundvíslega af stað kl. 18. Friðargangan er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra.
Meira
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur fallist á beiðni nefndar, sem fjallar um starfsemi Breiðavíkurheimilisins, um að nefndin fái einn mánuð til viðbótar til að ljúka störfum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi fyrir aðild sína að tilraun til innflutnings 360 g af kókaíni í ágúst á síðasta ári. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær dóm yfir fjórum einstaklingum vegna þjófnaðar úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu júlí til september. Þyngsti dómurinn var tíu mánaða fangelsi en hinir vægari og jafnvel skilorðsbundnir.
Meira
Reyðarfjörður | Fullkomin aðstaða fyrir starfmenn Alcoa Fjarðaáls hefur verið tekin í notkun í nýju og glæsilegu starfsmannahúsi. Í gær var boðið upp á hefðbundinn íslenskan jólamat og tónleika í nýjum matsal fyrirtækisins.
Meira
Í desemberhefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla- www.stjornmalogstjornsysla.is er að finna ellefu bókadóma um nýjar eða nýútkomnar bækur á málefnasviði tímaritsins.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vegna greinar Steindórs Sigurgeirssonar í Morgunblaðinu 16. desember sl.: „Steindór Sigurgeirsson lætur liggja að því í grein í Morgunblaðinu 16.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HEFÐU fjölmiðlar átt að neita 19 ára manni, Robert Hawkins, um að verða frægur í vetur fyrir að ráðast inn í skóla í Omaha, skjóta þar saklaust fólk og loks sjálfan sig?
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingflokki Vinstri grænna: „Í vikunni féll dómur Evrópudómstólsins í Vaxholm-málinu svokallaða en dómurinn kveður á um að heimilt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum sem gilda í...
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem ítrekað hefur brotið af sér í umferðinni. Maðurinn sætir fangelsi í átta mánuði fyrir ölvunarakstur en þetta er í fimmta skipti sem hann er dæmdur fyrir slíkt brot.
Meira
FJÓRIR Akureyringar voru í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér með ólöglegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfi Glitnis, sem var til komin vegna forritunarmistaka bankastarfsmanna.
Meira
SAMÞYKKT var á borgarráðsfundi í gær að veita Fjölsmiðjunni heimild til húsnæðiskaupa undir starfsemi sína, sem kostað gæti allt að 340 milljónum króna.
Meira
FORFAÐIR hvalanna var spendýr á stærð við ref, sem uppi var fyrir um 48 milljónum ára. Má lesa það út úr steingervingum sem fundust í Kasmír-héraði á Indlandi fyrir aldarfjórðungi.
Meira
LINDA Pétursdóttir hjá Iceland Spa & fitness, fyrrum alheimsfegurðardrottning og verndari FÍ, færði nýlega skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar Íslands glæsilega gjöf frá Iceland Spa & Fitness að andvirði 930.
Meira
HARRIET Harman, varaleiðtogi Verkamannaflokksins breska, vill að gert verði ólöglegt að greiða fyrir kynlíf og segir að könnuð verði reynsla Svía af slíku banni. Vændi er ekki ólöglegt núna í...
Meira
Grindavík | Bláa lónið tók á móti fjögurhundruðþúsundasta gesti sínum síðdegis í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem gestafjöldinn fer yfir 400 þúsund. Hjónin Ármann Höskuldsson og Bjarnheiður Hauksdóttir voru gestirnir sem fylltu fjögur hundruð þúsundin.
Meira
RUDY Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, sem lengi var talinn líklegastur til að verða forsetaefni repúblikana í kosningunum næsta haust, er nú á hraðri niðurleið í skoðanakönnunum.
Meira
Álftanes | „Í raun og veru erum við, með þessari framkvæmd, að ljúka byggingu íþróttamiðstöðvar og inni- og útisundlaugar,“ segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness.
Meira
GLUGGAGÆGIR náðist á mynd þar sem hann var að sinna árlegum störfum sínum í nótt. Hann mátti ekkert vera að því að stilla sér upp, enda nóg að gera við að setja í skó allra þægu barnanna.
Meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA, segir að ný alríkislög um orkusparnað, sem George W. Bush forseti staðfesti á miðvikudag, valdi því að Kalifornía og 16 önnur sambandsríki verði að hætta við að setja sér eigin staðla um losun koldíoxíðs frá bílum.
Meira
PÓLVERJI, sem er einn þeirra sem rufu farbann vegna gruns um aðild að nauðgun á Selfossi, var handtekinn af pólsku lögreglunni við landamæri Póllands og Þýskalands sl. mánudag.
Meira
SAMKVÆMT nýjum reglum í Bretlandi verður heimilt að dæma þá, sem tala í farsíma undir stýri, í tveggja ára fangelsi. Þá má líka kæra þá, sem valda dauðaslysi með glæfraakstri, fyrir...
Meira
Seyðisfjörður | Ljúft og gott veður hefur verið á Seyðisfirði að undanförnu og bærinn er orðinn mjög jólalegur. Seyðfirðingar fara enda margir hverjir á kostum í jólaskreytingum húsa sinna og eru þau oft og tíðum hreint augnayndi í skammdeginu.
Meira
UM HELGINA verður Jólaskógurinn í Heiðmörk opinn á föstudag, laugardag og sunnudag meðan bjart er, eða kl. 10–16. Í fréttatilkynningu segir að sem áður verði eldur, ilmandi kakó og jólasveinar til að aðstoða fólk og skemmta börnunum.
Meira
AÐSTANDENDUR telpunnar sem missti fingur slysi í Laugardalslaug síðastliðinn laugardag átti fund með borgaryfirvöldum í gær vegna slyssins og segir þann fund hafa verið ánægjulegan.
Meira
ALMENNUR fundur Sjúkraliðafélags Íslands/Reykjavíkurdeildar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundur Reykjavíkurdeildar sjúkraliða vekur athygli á að mikill skortur á hjúkrunarfólki og aukið álag vegna mannfæðar gerir kröfu til heilbrigðisráðherra...
Meira
KRISTÍN Steinsdóttir rithöfundur hlaut í gær viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Kristín hefur aðallega skrifað bækur fyrir börn og unglinga, en einnig hefur hún samið leikrit og sent frá sér tvær skáldsögur fyrir fullorðna.
Meira
SAMTÖK ferðaþjónustunnar fagna þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn Íslands að skipa nefnd sem móti stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofanjarðar.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ er óvissa framundan og allar líkur á verulegum hækkunum [mjólkurvara] á árinu 2008.“ Þetta segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, en hann bendir m.a.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 365 miðla til að greiða Magnúsi Ragnarssyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás Eins, 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ummæla sem birt voru í prentmiðlum fyrirtækisins, DV og Fréttablaðinu.
Meira
Jöklabreytingar verða að öllum líkindum langáhrifamesti þáttur hugsanlegra loftslagsbreytinga á vatnafar og náttúrufar Íslands á komandi árum og áratugum, að því er fram kom í erindi Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands, í...
Meira
TÍU fyrrverandi stjórnarmenn í HPY-samsteypunni finnsku (Símafélagi Helsinki), sem nú heitir Elisa, sendu í gær lesendabréf til finnska blaðsins Helsingin Sanomat þar sem þeir lýsa andúð sinni á tilraunum Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors...
Meira
NÍU RÍKI, átta Austur-Evrópuríki og Malta, bættust á miðnætti í nótt við Schengen-svæðið og er heildarfjöldi þátttökuríkja því orðinn 24, að Íslandi meðtöldu.
Meira
Á VEGUM Reykjavíkurborgar hefur verið lokið við gerð leigubílastæða neðst á Hverfisgötunni á móts við Arnarhól. Leigubílastæðin í Lækjargötunni, gegnt Iðu, verða þó áfram í notkun. Framkvæmdin bætir úr þörf fyrir leigubílastæði í miðborginni.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hefur skipað Þorstein Davíðsson héraðsdómara frá og með 1. janúar 2008. Hann mun verða með 75% starfsskyldur við héraðsdóm Norðurlands eystra og 25% við héraðsdóm Austurlands.
Meira
SJÁLFBOÐALIÐAR og starfsmenn Rauða krossins standa vaktir nú yfir hátíðarnar hjá Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn allt árið.
Meira
NÝLEGA undirrituðu Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB, og Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsfulltrúi hjá EJS, samning um áframhaldandi samstarf.
Meira
SOS-BARNAÞORPIN á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna tvö verkefni í A-Evrópu með frjálsum framlögum íslenskra styrktaraðila. Fyrir höfðu samtökin tekið að sér rekstur eins fjölskylduhúss í barnaþorpi í Úkraínu.
Meira
Marga undrar hve vestrænar, gamalreyndar menningarþjóðir skora lágt í Písa-könnuninni margumtöluðu. Lönd á borð við Danmörku, Spán, Slóvakíu, Ísland, Noreg, Frakkland, Bandaríkin og Ítalíu raða sér í tossabekk heimsins.
Meira
FJÖLBREYTT skemmtidagskrá verður í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina. Á laugardaginn, 22. desember, verður opið kl. 12–18. Skemmtiatriði hefjast kl. 14. Í fréttatilkynningu segir að á sviðinu verði mikið um dýrðir.
Meira
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra. Sex sóttu um stöðuna. Regína tekur við starfinu af Magnúsi Þór Gylfasyni.
Meira
VINNUSLYS varð rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi á byggingarsvæði við Mánatún í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar féll maður á fertugsaldri um 10 metra og slasaðist töluvert. Hann brotnaði bæði á höndum og fótum og var fluttur á slysadeild.
Meira
Félagsmálaráðherra undirritaði í gær samkomulag við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins, um kaup á 15 íbúðum í Reykjavík. Sigrún Ásmundsdóttir var viðstödd undirritunina.
Meira
HÚSASMIÐJAN hefur sl. tvö ár styrkt Skógræktarfélag Íslands til framleiðslu á íslenskum jólatrjám. Samstarf aðilanna, sem handsalað var í október 2005 og gildir til fimm ára, gerir ráð fyrir árlegu framlagi Húsasmiðjunnar upp á eina milljón króna.
Meira
STOFNFUNDUR Suðurlinda ohf. var haldinn í Stóru-Vogaskóla í Vogum gær en hluthafar í félaginu eru; Grindavíkurkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður og sveitarfélagið Vogar. Í stofnsamþykkt sem var staðfest á fundinum segir m.a.
Meira
Í FYRRA voru 226.000 Danir skráðir með sykursýki og hefur fjöldinn tvöfaldast á tíu árum. Óttast er, að þessi tala muni tvöfaldast á enn skemmri tíma en talið er, að margir séu sjúkir án þess að vita...
Meira
SÁRASÓTT eða sýfilis er aftur í sókn en á einum áratug tífaldaðist fjöldi tilfella í Bretlandi. Mikil fjölgun er einnig annars staðar í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar um...
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI í Suður-Afríku, Mokotedi Mpshe, kvaðst í gær hafa fengið nægar sannanir til að ákæra Jacob Zuma, nýkjörinn leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC), fyrir spillingu. „Rannsókninni er lokið.
Meira
Sjaldgæfur fugl sást á ferð í Mýrdalnum í gær. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar telja hann vera ungan kúhegra (Bubulcus ibis). Kúhegri dvelst helst við Miðjarðarhaf.
Meira
MAGNÚS Þorsteinsson hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Eimskipafélagsins, þar sem félag hans Frontline Holdings er stærsti hluthafi. Sindri Sindrason tekur við formennsku.
Meira
REIKNA má með að allt að 90 íbúðir muni skemmast um jólin og áramótin vegna kertabruna, samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá-Almennum. Kertabrunum hefur þó fækkað nokkuð í desembermánuði undanfarin ár, en að meðaltali hafa slík óhöpp verið 120 í desember.
Meira
SJÓMÆLINGASVIÐ Landhelgisgæslu Íslands hefur vakið athygli á því að fullt tungl er á aðfangadag og að vanda sé stórstreymi því samfara. Því sé ástæða fyrir sjómenn og aðra til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÓFÆRT var nema á bát upp að bænum Ferjukoti í Borgarfirði í gærdag vegna mikilla vatnavaxta í Hvítá, og aðeins var hægt að komast að bænum Auðsholti í Árnessýslu á mjög stórum bílum eða dráttarvélum.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Þetta verður mikil lyftistöng fyrir félagið, ekki síst æskulýðsstarfið,“ segir Guðbergur Reynisson, formaður hestamannafélagsins Mána á Suðurnesjum.
Meira
BALDVIN H. Sigurðsson, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórn, vill að bæjarfélagið marki sér stefnu um hvaða framtíðarsýn það hafi til íþrótta almennt.
Meira
Á FUNDI Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum á þriðjudag, voru samþykktar áskoranir og áherslur í vísindum, tækniþróun og nýsköpun á næstu árum.
Meira
HARALDUR Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, opnaði síðastliðinn laugardag nýja 1.000 fermetra heilsuræktarstöð World Class í nýju húsnæði við Lágafellslaug í Mosfellsbæ.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sigurbirni Sveinssyni, fyrrverandi formanni Læknafélagsins Íslands. „Vegna bréfs Kára Stefánssonar, læknis, til Læknafélags Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu [20.
Meira
Þegar regluleg fjölmiðlaumfjöllun um viðskiptalífið hófst fyrir meira en tveimur áratugum með útgáfu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins voru fimmtudagar (útkomudagar blaðsins) erfiðir á ritstjórn Morgunblaðsins vegna þess, að forráðamenn fyrirtækja, sem ekki...
Meira
Eigi árangur að nást í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda er gagngerra aðgerða þörf. Þær aðgerðir kalla á hugarfarsbreytingu, ekki síst á Vesturlöndum.
Meira
Í jólablaði Vísbendingar er viðtal við Þór Vigfússon, einn af þeim „efnilegu mönnum“ sem Einar Olgeirsson handvaldi til náms í Austur-Þýskalandi um miðjan sjötta áratuginn.
Meira
* Það er kannski merki um rólega og þægilega tíma þegar aðal-áhyggjumál landsmanna er 60 sekúndna auglýsingahlé sem á að troða inn í Áramótaskaupið . Sitt sýnist hverjum og Ómar R. Valdimarsson náði svo sannarlega háu nótunum í Kastljósinu á miðvikudag.
Meira
TVÆR kvikmyndir verða frumsýndar í dag í íslenskum kvikmyndahúsum, annars vegar Disney-myndin Enchanted og hins vegar myndin We Own the Night . Enchanted Gamaldags ævintýri í stórborginni New York.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Má ég hringja í þig eftir hálftíma í þetta númer? Ég er nefnilega á fundi.“ Þannig svarar Árni Beinteinn Árnason fjöllistamaður í símann, nýorðinn 13 ára.
Meira
SÍÐUSTU kertaljósatónleikar Camerarctica, Mozart við kertaljós, verða í Dómkirkjunni í kvöld kl. 21. Hópurinn hefur leikið tónlist eftir Mozart í 15 ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrð og kertaljós í rökkrinu.
Meira
BÓKIN Last Rituals , ensk þýðing á glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja táknið , fær ekki svo jákvæða umsögn í bandaríska vikublaðinu Village Voice. Bókin er sögð eiga að höfða til aðdáenda hinna „dökku norrænu sagna“ (e.
Meira
ÍSLANDSVINURINN Jude Law ætlar að eyða jólunum með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sadie Frost, og börnum á Kúbu. Þau ætla meðal annars að fara á salsadans-námskeið í Havana í fríinu. Law og Frost voru gift í sex ár en skildu árið 2003.
Meira
Gradualekór Langholtskirkju syngur. Einsöngvarar með kórnum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, Erla María Markúsdóttir og Bergljót Sigríður Karlsdóttir.
Meira
Í kvöld verður útgáfu Of gott ... fagnað á Gauki á Stöng. Þetta er þriðja sólóplata Sesars A, en hann gaf síðast út plötuna Gerðu það sjálfur árið 2002. Hugmyndafræðin á bak við þá plötu var keyrð út í öfgar við gerð Of gott...
Meira
NAFNTOGUÐUM gestum sem hingað sækja fjölgar með hverju árinu sem líður. Hvort sem þeir koma hingað í viðskiptalegum erindagjörðum eða eingöngu til þess að skemmta sér er tilefni til að líta yfir árið sem nú er að líða og velja þá er stóðu upp úr. 1.
Meira
EFTIR endurkomutónleika Led Zeppelin þann 10. desember í Lundúnum hafa gengið allskonar sögur um að hljómsveitin víðfræga hyggist halda fleiri tónleika.
Meira
Björg Þórhallsdóttir, sópran, flytur ýmis sönglög ásamt kammersveit. Meðsöngvari: Bragi Bergþórsson, tenór. Tónmeistari og listræn stjórnun: Sverrir Guðjónsson.
Meira
Líklega verða fáir jafnspenntir og aðalsmaður vikunnar þegar Áramótaskaupið verður sýnt á gamlárskvöld. Hann er einn af okkar færustu leikstjórum og óhætt er að segja að árið 2007 hafi verið honum gott.
Meira
Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari gefur út sína fyrstu plötu fyrir þessi jól. Hún hefur fengið nafnið Fyrramál og á henni eru meðal annars verk eftir Unu sjálfa og Jón Nordal. „Ég valdi þetta nafn því hún var tekin upp í fyrra,“ segir Una.
Meira
ROYAL Academy-listaháskólinn og -safnið í London vinna nú að því að bjarga fyrirhugaðri sýningu sinni á rússneskum og frönskum meistaraverkum. Örfáar vikur eru í sýningaropnun en Rússar hafa nú hætt við að lána verkin, m.a. Hermitage-safnið í St.
Meira
SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur gefið út bókina Íslandskvikmyndir 1916-1966 – Ímyndir, sjálfsmynd og vald eftir Írisi Ellenberger sagnfræðing.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er alþjóðleg hátíð kvikmyndaskóla sem hefur verið haldin þarna í ein þrjátíu ár. Þarna voru rúmlega 40 myndir frá 22 löndum, en 1.
Meira
GUÐJÓNSSYSTKININ úr Garðabænum fara aðra leið en skólasystkini frá Bloomington. Hér er djasshrynurinn nálægur í gervi Tómasar R. Einarssonar bassaleikara og Matthísar Hemstocks trommara. Ingibjörg sópran, Óskar tenóristi og Ómar gítarleikari eru ólík.
Meira
AÐVENTUVAKA verður í Fríkirkjunni í Reykjavík á vetrarsólstöðum í kvöld kl. 21. Flytendur tals og tóna verða Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Ása Björk Ólafsdóttir, en þær flytja jólalög og sálma frá ýmsum tímum.
Meira
* Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hinn þekkti söngleikur Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice, Jesus Christ Superstar , verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í næstu viku.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is AFMÆLISÚTGÁFA með verkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins, og íslenskum flytjendum er komin út á geisladiski.
Meira
HIN þungaða Jamie Lynn Spears og barnsfaðir hennar Casey Aldridge ætla að gifta sig. Jamie Lynn, sem er 16 ára systir Britney Spears, staðfesti það á þriðjudaginn að hún ætti von á sínu fyrsta barni.
Meira
Fimmtudagur 13. desember. Við lögðum af stað frá Los Angeles um hádegisbilið. Tónleikar Bjarkar í Nokia-tónlistarhöllinni hér í borg voru í gærkvöldi eins og fram kom í síðasta pistli og þóttu ágætlega heppnaðir. Nú lá leiðin til Las Vegas.
Meira
HIÐ opinbera vasast í ýmsum rekstri. Það rekur menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir, vegakerfi og það rekur veitustarfsemi, að ákveðnum hluta. Það er ekki hægt að kaupa heitt vatn og kalt vatn nema af opinberum aðilum.
Meira
Frá Guðrúnu Þóru Hjatadóttur: "NÚ fer í hönd mesta átveisla þjóðarinnar. Jólahátíðin er trúlega sá tími sem öll þjóðin er að háma í sig mat öllum stundum."
Meira
Eftir Véstein Ólason: "Nýtt hús í næsta nágrenni við Þjóðarbókhlöðu á að svara nútímakröfum og laða fram samstarfsvilja og starfsorku þeirra sem þar eiga vinnustað."
Meira
Þórður Guðmundsson skrifar um framtíðarsýn Landsnets við lagningu raforkuflutningsvirkja: "..hefur Landsnet einkum horft til þess að byggja loftlínur þar sem þær uppfylla þessar kröfur laganna betur en aðrir kostir."
Meira
Jóhann Elíasson | 20. desember Hæpið að verðbólgumarkmið náist... Þetta getur nú hver maður sagt sér sjálfur. Gengismálin VERÐA að jafna sig, gengi krónunnar þarf að lækka og það verður líka að verða stöðugt.
Meira
Leyfum jólunum að færa okkur fögnuð í hjarta, fyrirgefningu og frið, trú, von og kærleika segir Sigurbjörn Þorkelsson: "Pössum upp á að ekki verði blásið á ljós lífsins sem okkur hefur verið gefið eða að reynt verði að slökkva það eða að ræna því frá okkur."
Meira
Kjölfestan í lífi flestra Íslendinga hefur verið kristin trú segir Birgir Albertsson: "Sonurinn harðneitaði að sleppa kristnisögunni og faðirinn sagði: „Jæja, það er þá best að strákurinn ráði, hann hefur sinn atkvæðisrétt.“"
Meira
Ómar R. Valdimarsson | 20. desember Vetrarsólstöður á laugardaginn Samkvæmt Wikipediu verða vetrarsólstöður stundvíslega kl. 06:08 á nk. laugardag.
Meira
Einar Axel Helgason skrifar um trúfrelsi: "Biskup Íslands vill meina að krafan um að taka trúarbrögð úr skóla sé ekki nema frekja hinna fáu. Hvernig stendur réttur hinna fáu?"
Meira
Guðbrandur Sigurðsson svarar grein Ólafs M. Magnússonar: "Mjólkuriðnaðurinn hefur á undanförnum árum lyft grettistaki í að lækka verð til neytenda með hagræðingu hjá mjólkurbændum og vinnslustöðvum."
Meira
Óðinn Sigþórsson fjallar um átökin um þjóðlendur á Íslandi: "Að gengum þessum dómi Hæstaréttar eru algjörlega brostnar forsendur fyrir áframhaldandi málarekstri ríkisvaldsins."
Meira
Löng bið eftir pizzum frá Rizzo UNDIRRITAÐA langar að koma því á framfæri að ef pantað er frá veitingastaðnum Rizzo Pizzeria má maður eiga von á löngum biðtíma og hortugu starfsfólki. Undirrituð hringdi á staðinn á Grensásvegi um kl. 18 þann 18.12. sl.
Meira
Ragnar Önundarson skrifar um vexti og verðtryggingu: "Ekki er gott að stórir hópar verði fyrir eins sveiflum á sama tíma. Betra er að vextir haldist óbreyttir frá upphafi, enda ein forsenda fjárfestinga"
Meira
Jan-Erik Enestam skrifar um Norræna þróunarsjóðinn: "Ráðherrar þróunarmála vilja leggja niður Norræna þróunarsjóðinn. Það yrði skref aftur á bak, hvort heldur væri fyrir þróunarríkin eða norrænt samstarf."
Meira
Þorsteinn Ingimarsson | 20. desember Jólaskap hjá mér en ekki bankanum mínum Jæja þá held ég bara að ég sé loksins kominn í jólagírinn. Kreditkortið ennþá opið og jólatréð komið inní stofu, bíður eftir að vera skreytt.
Meira
Þorsteinn Siglaugsson | 20. desember Ekki merki um samráð Lítill verðmunur er alls ekki merki um samráð. Mörgum hefur orðið tíðrætt um krónumuninn á Bónus og Krónunni og talið hann merki um verðsamráð.
Meira
Ari Þórðarson fæddist í Reykjavík 26. maí 1961. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Útför Ara fór fram frá Neskirkju 30. nóvember sl.
MeiraKaupa minningabók
Berglind Una Magnúsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík hinn 4. desember 1980. Hún varð bráðkvödd á heimili foreldra sinna hinn 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Magnús Sigurðsson, f. 8. janúar 1949, og Sigríður Lárusdóttir, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Bergþóra Jónsdóttir Trampe fæddist í Litladal í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 29. október 1917. Hún lést á Akureyri 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétur Sophusson Trampe, bóndi í Litladal, f. á Akureyri 17.9. 1884, d. 9.8. 1949.
MeiraKaupa minningabók
Birgir Guðlaugsson byggingameistari fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést þar 26. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju 8. desember.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 8. mars 1929. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfaranótt 22. nóvember síðastliðins og var útför hennar gerð frá Höfðakapellu 29. nóvember, í kyrrþey að hennar ósk.
MeiraKaupa minningabók
Hilmar Garðars fæddist á Akureyri 5. desember 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 5. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 19. desember.
MeiraKaupa minningabók
Högni Kristinsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1989. Hann lést á krabbameinsdeild LSH við Hringbraut 13. desember síðastliðinn. Móðir Högna er Eva Björk Karlsdóttir, f. 4.4. 1967, gift Alfreð Erni Lilliendahl, f. 27.6. 1967.
MeiraKaupa minningabók
Karl Magnús Gunnarsson fæddist í vesturbæ Reykjavíkur hinn 20. apríl 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 29. nóvember 2007. Útför Karls var gerð frá Grafarvogskirkju 10. desember sl.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Stefánsson fæddist í Reykjavík 4. október 1937. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Vilhjálmsson, f. 28.11. 1908, d. 15.11. 1979, og Jóhanna María Jóhannesdóttir, f. 19.10. 1917, d. 25.9.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Þorbjörg Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1917. Hún fékk hægt andlát á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 28. nóvember síðastliðinn. Faðir hennar var Garðar stórkaupmaður í Reykjavík, f. 14. júní 1876, d. 11. feb.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Finnur Böðvarsson fæddist í Saurbæ á Kjalarnesi 27. september 1954. Hann andaðist 5. desember síðastliðinn. Útför Ólafs fór fram frá Grafarvogskirkju 17. desember sl.
MeiraKaupa minningabók
Óttarr Proppé fæddist á Þingeyri 19. febrúar 1916. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Proppé, fv. alþingismaður og forstjóri SÍF, f. 1886, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Finnsdóttir Tate fæddist á Hvilft í Önundarfirði 17. janúar 1918. Hún lést í Newport News í Virginia í Bandaríkjunum 10. nóvember síðastliðinn og var hennar minnst í Newport News 16. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Símon Waagfjörð fæddist í Vestmannaeyjum 1. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Vigfússon Waagfjörð málarameistari og bakarameistari í Vestmannaeyjum f. 15.10. 1882, d. 2.3.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Benedikt Benediktsson fæddist í Héðinsvík á Tjörnesi þann 18. febrúar 1922. Hann lést á Landakotsspítala þann 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Kristjánsson, f. 14.10. 1890, d. 31.7.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn María Guðmundsdóttir fæddist á Höfða í Grunnavíkurhreppi 11. maí 1924. Hún lést á sjúkrahúsi í San Augustin á Kanaríeyjum 26. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju á Álftanesi 11. desember.
MeiraKaupa minningabók
HÆGT er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu.
Meira
Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði hefur afgreitt nýjan Cleopatra-bát til Kjøllefjord, í Finnmerkurfylki í Noregi. Kaupandi bátsins er Striptind AS.
Meira
HAGVÖXTUR verður 1% á næsta ári og 3,5% árið 2009, að mati greiningardeildar Landsbankans, en hagvöxtur ársins í ár stefnir í 3% , sem er umfram fyrri spár bankans.
Meira
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss. Langtímaeinkunn bankans er BBB-, skammtímaeinkunnin F3, óháð einkunn C/D og stuðningseinkunnin er 3 og eru horfur stöðugar samkvæmt fréttatilkynningu frá Straumi.
Meira
ALLAR helstu hlutabréfavísitölur heims hækkuðu í gær þrátt fyrir að afkoma bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns hafi verið undir væntingum greinenda.
Meira
LÍTILSHÁTTAR hækkun varð á úrvalsvísitölu aðallista kauphallar OMX á Íslandi í gær, 0,05%, og nam gildi hennar við lokun markaðar 6.217,13 stigum. Mest hækkun varð á bréfum Atlantic Petroleum , 2,89%, en bréf Spron lækkuðu mest, um 7,92%.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands telur að með óbreyttum stýrivöxtum nú megi ná verðbólgumarkmiði Seðlabankans, 2,5%, um miðbik ársins 2009.
Meira
GUÐRÚN Erlingsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir við Morgunblaðið að bréf sjóðsins í Vinnslustöðinni (VSV) séu langtímafjárfesting og ekki standi til að selja þau.
Meira
Það hljómar ekki amalega geitaostur og hamborgarhryggur á klettasalati og hins vegar kalkúnakebab með sataysósu. Þetta eru réttirnir sem Jón R. Sigurðsson benti Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur á að tilvalið væri að gera úr afgöngum af jólasteikinni.
Meira
Þann 21. desember gægist Gluggagægir inn um gluggann þinn. Hann er að kanna hvort þú átt eitthvað sem hann getur tekið. Ef hann er staðinn að verki skammast hann sín ekki einu sinni. Nei, hann grettir sig bara framan í þig!
Meira
Ein þekktasta vínekra Frakklands heitir Hermitage og er á mikilli hæð sem gnæfir yfir bæinn Tain l'Hermitage við fljótið Rhone. Þarna er það Syrah-þrúgan, sem Ástralar og fleiri hafa kosið að nefna Shiraz þegar þeir nota hana, sem ræður ríkjum.
Meira
Kristján Bersi Ólafsson orti brag til minningar um tré sem veðurofsinn lagði að velli síðari roknóttina í liðinni viku. Hann skrifar: „Það er ekki af vangá sem lokahendingin er höfð með annarri stuðlasetningu en línan á undan hefur.
Meira
Sumar brúðargjafir geta gætt mjúkan ísbjörn lífi. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ísbjörninn Hring sem heimsótti börnin á Barnaspítala Hringsins í gær.
Meira
Fjörutíu prósent norskra karlmanna óska sér 50 tomma flatskjás í jólagjöf. Þetta sýnir ný rannsókn sem könnunarfyrirtækið Norstat gerði fyrir raftækjaverslunina Elkjøp þar í landi og vefmiðill Aftenposten greinir frá. Í könnuninni voru 1.
Meira
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Á Hverfisgötu er skrifstofa á annarri hæð, sem er ekki eins og skrifstofur eru flestar, þótt þar sé vissulega skrifborð og kaffi í bolla. Guðjón Guðmundsson drekkur reyndar ekki kaffi sjálfur.
Meira
60 ára afmæli. Sextugur er í dag, föstudaginn 21. desember, Halldór Kristinn Pedersen , starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur. Halldór Kristinn mun taka á móti vinum og vandamönnum í dag milli kl. 19 og 22 í safnaðarheimili...
Meira
KEA-hangikjötstvímenningur Síðasta spilakvöld Bridsfélags Akureyrar fyrir jól var að venju eins kvölds tvímenningur með KEA-hangikjöt og reyktan magál í verðlaun.
Meira
Það breytir engu þótt forstjóri FL hafi haft fáránlega há laun miðað við frammistöðu og Paris sé kannski ekki skarpasta járnið í skúffunni. Sápukúlur eru mjög raunverulegar og fullkomlega heillandi – þangað til þær springa.
Meira
SURVIVING CHRISTMAS (Stöð 2 kl. 21.00) Jólamynd, tvöföld hvað siðgæðið snertir, illa skrifuð en laglega leikin. Persónurnar fremur klisjukenndar, sérstaklega kærastan hans Drew og hennar ofursnobbaða fjölskylda. Rétt notaleg skemmtun.
Meira
Einar Skúlason fæddist í Kaupmannahöfn 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1991, BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1998 og MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla 2003.
Meira
1 Samskip íhuga málsókn á grunvelli niðurstaðna Samkeppniseftirlits. Hver er forstjóri Samskipa? 2 Álftagerðisbræður fagna afmæli um þessar mundir. Hvað er langt síðan þeir hófu að syngja saman formlega?
Meira
. Ein er sú bók sem Víkverji hvarflar ítrekað til þessa dagana; ekki vegna þess að hún sé svo leiðinleg aflestrar, heldur er hún þvert á móti stórskemmtileg og hafsjór af fróðleik. Þetta er bók Bill Bryson; Stiklað á stóru um næstum allt.
Meira
ENGINN nýliði er í 19 manna leikmannahópi sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti val á í gær og er ætlað að búa sig undir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Noregi frá 17.–27. janúar nk.
Meira
BJARNI Þór Viðarsson lék í fyrsta sinn með aðalliði enska úrvalsdeildarliðsins Everton í gær þegar hann kom inná sem varamaður gegn AZ Alkmaar í Hollandi í gær.
Meira
BRYNJAR Björn Gunnarsson verður ekki með Reading gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Madjeski Stadium í Reading á morgun en hann gerir sér vonir um að verða klár í slaginn gegn West Ham þegar liðin eigast við á Upton Park á öðrum degi jóla.
Meira
ARGENTÍNSKI landsliðmaðurinn Carlos Tevez hjá Manchester United hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar...
Meira
Wayne Rooney, framherji Manchester United, segir að möguleikar liðsins á að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor hafi aukist þar sem liðið hafi í sínum röðum besta varnarmann heims um þessar mundir, Rio Ferdinand.
Meira
Gunnar Gylfason , FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aviks sem átt sér stað í leik Everton og Zenit í UEFA-bikarnum. Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn en Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þórleifsson voru honum til aðstoðar.
Meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Róma gerðu sér lítið fyrir og lögðu stórlið Real Madrid frá Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær.
Meira
HEINER Brand, þjálfari þýsku heimsmeistaranna í handknattleik, hefur tilkynnt 28 leikmanna hóp fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Noregi hinn 17. janúar.
Meira
ÞAÐ verður dregið í 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í dag. Fjögur ensk lið verða í hattinum og er ljóst að Liverpool og Arsenal dragast gegn liðum frá Ítalíu, Spáni eða Portúgal – og leika þau fyrri leikinn á heimavelli.
Meira
LANDSLIÐHÓPURINN: Fanney L. Guðmundsd., Hamri Hafrún Hálfdánardóttir, Hamri Jóhanna B. Sveinsdóttir, Hamri Guðbjörg Sverrisdóttir, Haukum Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum Ragna M. Brynjarsdóttir, Haukum Telma B.
Meira
OSCAR Pistorius, fótalaus hlaupari frá Suður-Afríku, sem notar koltrefjafæturna Cheetah sem Össur framleiðir, hefur forskot á aðra keppendur segir Gert-Peter Brüggemann, þýskur prófessor, við þýska blaðið Die Welt í gær.
Meira
RAGNA Ingólfsdóttir mætir Nhung Le frá Víetnam í undanúrslitunum á alþjóðlega badmintonmótinu í Saloniki í Grikklandi í dag. Ragna vann í gær sannfærandi sigur á Karin Schnaase frá Þýskalandi, 21:10 og 21:13, í átta manna úrslitunum í gær. Ragna er í...
Meira
ÁRNI Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki fundið sér nýjan vinnustað eftir að samningur hans við norska liðið Vålerenga rann út í lok nóvember sl.
Meira
ÁGÚST Björgvinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, situr ekki auðum höndum. Hann er búinn að fá til sín aðstoðarþjálfara sem er KR-ingurinn Finnur Freyr Stefánsson og í fyrrakvöld, daginn sem hann var ráðinn þjálfari, tilkynnti hann sinn fyrsta landsliðshóp.
Meira
ÍSLENDINGAR mæta landsliði Wales í vináttulandsleik í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli hinn 28. maí á næsta ári en frá þessu var greint á vef breska ríkisútvarpsins í gær, BBC.
Meira
Fernando Alonso tekur mið af ráðum hinna eldri ef marka má orð hans um hvers vegna hann ákvað að ráða sig að nýju til Renault í formúlu-1. Hann segir ömmu sína hafa knúið á um að hann hætti hjá McLaren og gengi aftur í raðir franska liðsins.
Meira
Verðstríð tveggja nær samliggjandi bensínstöðva í bílaborginni Detroit í Bandaríkjunum fékk óvæntan endi. Svo mikil harka færðist í deilur eigenda stöðvanna að þeim lyktaði með því að annar þeirra dró upp byssu og skaut hinn.
Meira
Demókratar, auðugir, langskólagengnir og athafnasamir eru orð sem viðhöfð eru til að lýsa dæmigerðum kaupendum tvinnbíla í Bandaríkjunum. Árstekjur tæplega helmings hjóna sem eiga tvinnbíl eða eru með hann á rekstrarleigu eru 100.
Meira
Um árabil hefur hitaskynjunartæknin (Thermal Imaging) nánast eingöngu verið notuð í hernaði til að sjá hluti, menn og dýr, hvort heldur er í myrkri eða í dagsljósi.
Meira
Vegna umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið um eiganda ökutækis sem vildi ekki sætta sig við skráningarnúmerið GAY17, sem honum hafði verið úthlutað, vill Umferðarstofa árétta að brugðist er við vel rökstuddum óskum eigenda ökutækja um nýja úthlutun...
Meira
SÉRLEGA jólalegur Willys-jeppi hefur vakið töluverða athygli á Selfossi undanfarna viku en í honum situr hvíthærður og gleðilegur maður með skotthúfu og heldur ófríð kona sem glottir út í eitt. Skráningarnúmerið er „Jól 2007“.
Meira
Los Angeles. AFP. Kaliforníuríki ætlar að höfða mál gegn bandarísku umhverfisstofnuninni, EPA, til að hnekkja ákvörðun hennar frá því á miðvikudag um að hafna kalifornískum lögum, sem setja þröngar skorður við leyfilegu magni CO 2 í útblæstri bíla.
Meira
Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hilux-pallbíll frá Toyota reyndist valtur á fótunum í svonefndu elgsprófi í Svíþjóð í haust. Lá við að hann ylti í krappri hlykkbeygju og komst tímaritið Teknikens Värld að þeirri niðurstöðu að bíllinn væri hættulegur.
Meira
Svo getur farið að bílaframleiðendur fái eftir allt „afslátt“ af væntanlegum reglum Evrópusambandsins (ESB) um takmörkun losunar bíla á gróðurhúsalofti.
Meira
EINU sinni voru Mazda-bílar með mest seldu bílum á Íslandi og líkt og nú voru þeir þekktir fyrir gæði og gott verð. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og Mazda hefur meðal annars flakkað milli umboða og salan féll verulega.
Meira
Nýr og snjall árekstravari frá Toyota er til þess hugsaður að auðvelda ökumönnum að komast hjá því að aka á aðra bíla eða gangandi vegfarendur. Tæknibúnaður þessi gæti einnig nýst til að koma í veg fyrir að menn aki gegn rauðu ljósi.
Meira
Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tvær nýjungar á heimsvísu verða í nýja Fuga-bílnum sem Nissan hleypir af stokkum í Japan fyrir áramót. Annars vegar rafeindabúnaður sem gætir þess að góðu bili sé haldið í næsta bíl á undan.
Meira
*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ýtarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Högg/skrölt í stýri á Corolla Spurt: Ég á Toyota Corolla 2004.
Meira
Tímamót verða nú í jólamánuðinum í sögu Prius-tvinnbílsins frá Toyota. Áratugur er liðinn frá því að bíllinn kom á markað í Japan undir árslok 1997, en hann er búinn bæði rafmagns- og bensínmótor. Í millitíðinni hafa verið seld um 900.
Meira
Það kann að koma að því fyrr en margur ætlar, að ökumaður hafi ekki öll völd í bílnum sínum. Með nýjum öryggisbúnaði sem Volvo-verksmiðjurnar eru að þróa getur komið upp sú staða í akstri að skyndilega bremsi bíllinn og stöðvi án aðildar bílstjórans.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.