Greinar fimmtudaginn 27. desember 2007

Fréttir

27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

800 tonn flugelda í loftið

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Á MILLI 700 og 800 tonn af flugeldum verða til sölu fyrir áramótin, sem er hátt í tvö hundruð tonna aukning frá í fyrra. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

95 stúdentar frá MH

95 STÚDENTAR voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudag fyrir jól. 65 konur og 30 karlar luku námi frá skólanum að þessu sinni. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Annasamt við snjómoksturinn

MARGIR glöddust yfir jólasnjónum sem tók að kyngja niður á aðfangadag og fullkomnaði jólastemninguna. Snjórinn kallaði þó marga til vinnu yfir hátíðarnar og hefur verið mikið að gera við snjómokstur hjá Vegagerðinni síðustu daga. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 118 orð

Áflog í heimahúsi á jólanótt

KONA í Breiðholti kallaði eftir aðstoð lögreglu um fimmleytið aðfaranótt jóladags. Var hún gestkomandi í íbúð þar sem kastast hafði í kekki með henni og heimilisfólkinu. Brutust út slagsmál sem leiddu m.a. til þess að konan hlaut nefbrot og brotna tönn. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Áframhaldandi jólaveður

HRAÐINN er ekki lítill á þessari ungu dömu er hún þeysist niður Vatnsendahæðina, alls óhrædd og hæstánægð með færðina. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Ákveðið að úrelda sláturhúsið í Búðardal

MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Dalabyggðar tók á fundi sínum skömmu fyrir jól ákvörðun um að úrelda sláturhúsið í Búðardal. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð

Álagið jókst jafnt og þétt

VEL gekk að uppfylla orkuþörf Reykvíkinga yfir jólin en gríðarlegt álag skapast yfirleitt á þessum tíma. Að sögn Benedikts Einarssonar, vaktstjóra Orkuveitunnar, urðu engar stórvægilegar bilanir og gekk allt vel. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 86 orð

Árásir í Írak hækka olíuverð

OLÍUVERÐ hækkaði á mörkuðum í gær og fór hæst í 96,54 Bandaríkjadali fatið í New York, það mesta í um mánuð. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð

Árekstrar í mikilli hálku

NOKKRIR árekstrar urðu í umferðinni í gær og á jóladag, en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Að öðru leyti gekk umferðin vel um hátíðarnar þrátt fyrir snjókomu og þunga færð á norðan- og vestanverðu landinu. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 23 orð

Barist á Srí Lanka

TALSMENN sjóhersins á Srí Lanka sögðust í gær hafa fellt minnst 40 liðsmenn tamíltígranna í sjóorrustu undan Jaffna-skaganum þegar þeir sökktu ellefu... Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

„Fundum fyrir miklu höggi“

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „FJÓRUM mínútum eftir að við drápum á hreyflunum fundum við fyrir miklu höggi og rafmagnið fór af vélinni,“ segir Mekkinó Björnsson, flugstjóri hjá Atlanta. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Björn Þórhallsson

BJÖRN Þórhallsson viðskiptafræðingur lést aðfaranótt 25. desember sl. Björn fæddist á Efri-Hólum í Presthólahreppi, N-Þingeyjarsýslu 7. október 1930. Foreldrar hans voru Margrét Friðriksdóttir húsmóðir og Þórhallur Björnsson kaupfélagsstjóri. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Brúarslys í Nepal

Kathmandu. AFP, AP. | Minnst 16 hröpuðu til dauða eða drukknuðu þegar hengibrú gaf sig í Nepal í gær. Talið er að um 400 manns hafi verið á brúnni, sem er um 120 metra löng. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Dúxinn sópaði að sér verðlaunum

Grundarfjörður | Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifaði sl. föstudag 11 nemendur með stúdentspróf, þar af luku 6 nemendur stúdentsprófi á þremur og hálfu ári. Ísak Hilmarssyni er dúx skólans. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 91 orð

Eldur í bílskúr á Seltjarnarnesi

ELDUR kom upp í bílskúr í raðhúsi við Kolbeinsmýri á Seltjarnarnesi að kvöldi jóladags. Tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll voru sendir á vettvang og var óttast að eldurinn bærist í viðbyggð hús. Að sögn lögreglu stafaði ekki teljandi hætta af eldinum. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ellefu brennur í Reykjavík

UM áramótin verða 11 áramótabrennur í Reykjavík. Starfsmenn framkvæmdasviðs borgarinnar verða við móttöku og uppröðun í bálkesti frá deginum í dag, fimmtudegi. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Fékk stóran hluta af lunningu í trollið

Skagaströnd | Skipstjóri Arnars Hu-1 bíður nú eftir niðurstöðum rannsóknarnefndar sjóslysa varðandi óvenjulegan afla sem kom í trollið í síðasta túr fyrir jól. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Færðu sjúkrahúsinu stafrænt myndgreiningartæki

Siglufjörður | Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar færði Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að gjöf stafrænt myndgreiningartæki við röntgenbúnað stofnunarinnar. Verðmæti búnaðar er um fjórar milljónir kr. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 180 orð

Gaf sjö milljónir í jólagjöf

STÆRSTA gjöf frá einstaklingi til þessa, 7,2 milljónir króna, barst ABC-barnahjálp nú rétt fyrir jól. Í fréttatilkynningu frá ABC-barnahjálp kemur fram að sá gjafmildi vilji ekki láta nafns síns getið, en hann er 82 ára gamall og býr í Reykjavík. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Garðbæingar fá allt vatn frá VK

VATNI frá Vatnsveitu Kópavogs var á föstudag hleypt á allt dreifikerfi Vatnsveitu Garðabæjar. Fyrir fáeinum vikum var vatni frá VK hleypt á Kauptún og síðar á Molduhraun. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gleymdist að opna fyrir arin

SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgarsvæðinu brá skjótt við er brunakerfi fór í gang í Depluhólum um tíuleytið í gærkvöldi. Mun betur fór en á horfðist en í ljós kom að gleymst hafði að opna skorstein fyrir arin en enginn eldur var laus í húsinu. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð

Handteknir eftir þjófnað

BROTIST var inn í Snælandsskóla í Kópavogi snemma í gærmorgun. Þrír unglingspiltar voru staðnir að verki við innbrotið og að sögn lögreglunnar komu öryggisverðir að piltunum þar sem þeir voru að tína til tölvur og myndvarpa. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Hótel rís við golfvöllinn á Akranesi

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is TIL stendur að byggja þriggja stjörnu hótel við golfvöllinn á Akranesi. Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri og einn eigenda Langasands ehf. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 173 orð

Írönsk stjórnvöld kaupa rússneskt gagnflaugakerfi

ÍRÖNSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær að gengið hefði verið frá samningum við Rússa um uppsetningu rússneskra S-300-gagnflaugakerfa í landinu. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Karzai og Musharraf heita auknu samstarfi

Islamabad. AFP. | Pervez Musharraf Pakistansforseti og Hamid Karzai, forseti Afganistans, hétu aukinni samvinnu í hryðjuverkastríðinu að loknum fundi þeirra í Islamabad í gær. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Konurnar sækja í baksturinn

FULLT er út úr dyrum á bökunarnámskeiðum í Bretlandi og talsmenn verslana eru á einu máli: Breskar konur keppast nú við að læra handtökin við baksturinn. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 187 orð

Kortanotkun vex jafnt og þétt

GREIÐSLUKORTANOTKUN Íslendinga hefur aukist verulega á árinu að sögn talsmanna Eurocard og Visa á Íslandi. Á tímabilinu frá 19. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 52 orð

Lyf gegn mígreni?

VONIR eru bundnar við tilraunir með lyf gegn mígreni í Bretlandi sem læknirinn John Chambers á frumkvæði að. Fyrir tilviljun uppgötvaði Chambers að lyfið clopidogrel, sem m.a. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Lægri leikskólagjöld í Kópavogi

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur ákveðið að lækka almenn leikskólagjöld um 15% árið 2008. Almennt grunngjald á tímann fer úr 2.100 kr. í 1.788 kr. Almennt leikskólagjald fyrir 8 tíma skóladvöl fer því úr 16.800 kr. í 14.304 kr. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð

Maður ók vélsleða á vegg

VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist þegar hann ók á vegg á sveitabæ í nágrenni við Selfoss um eftirmiðdegið í gær. Að sögn lögreglu var maðurinn óvanur vélsleðum, og gestkomandi á bænum. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Mikil gleði í kirkjunum

Kirkjur landsins voru vel sóttar um jólin enda messusókn jafnan mest á þeim tíma árs. Álagið er þó mest á aðfangadag og hafa margar stærstu kirkjurnar tekið upp á því að halda tvær messur. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Mikil sorg eftir flóð á Indónesíu

Tawangmangu, AFP, AP. | Óttast er að allt að 84 hafi farist í flóðum og aurskriðum á Indónesíu í gær eftir miklar monsúnrigningar undanfarna daga. Skriðurnar féllu á þorp í héruðunum Karanganyar og Wonogiri á Jövu í gærmorgun. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Ofurlest á 500 km hraða

JAPANSKT fyrirtæki hyggst hanna hraðskreiðustu lest heims innan næstu tveggja áratuga, hátæknilest sem flýtur ofan á segulsviði og nær allt að 500 km hraða. Áætlað er að hönnun og smíði lestarinnar muni kosta sem svarar 2.870 milljörðum íslenskra króna. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ræðir glímu barna við merkingu hugtaka og orða

NÝSTOFNUÐ Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga við Kennaraháskóla Íslands býður til erindis dr. Dans I. Slobins, prófessors við Berkeley-háskóla í Kaliforníu, í dag, 27. desember. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 306 orð

Samið við sálfræðinga

„HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa áttað sig á því að það er ekki hægt að ganga framhjá þjónustu sálfræðinga,“ segir Pétur Tyrfingsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Meira
27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 86 orð

Sexmenningarnir dæmdir í átta ára fangelsi í Tsjad

DÓMSTÓLL í Tsjad dæmdi í gær sex franska hjálparstarfsmenn í átta ára erfiðisvinnu í fangelsi fyrir þátt þeirra í að flytja á annað hundrað börn út úr landinu. Sexmenningarnir voru handteknir í október sl. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Sjaldgæfur fugl á ferð

LAUST fyrir klukkan fjögur á jóladag sást til fimm haftyrðla í Siglufirði en sú fuglategund er einkar sjaldgæf sjón hér á landi. Fuglarnir sáust inni í botni Siglufjarðar í ætisleit í Fjarðará, undir Hólsbrunni. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Sjúkrasjóðirnir standa líklega óbreyttir um sinn

Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur astasoley@mbl. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 85 orð

Skattleysismörk hækka

PERSÓNUAFSLÁTTUR einstaklinga mun hækka 1. janúar næstkomandi um 5,86% eða 1.884 kr. vegna hækkunar vísitölu neysluverðs milli desember 2006 og 2007. Við það munu skattleysismörkin hækka um kr. 5.274 frá sama tíma. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 103 orð

Skemmdarvargar á Reyðarfirði

REYÐFIRÐINGUM brá heldur betur í brún í gærmorgun er þeir hugðust dást að jólatré bæjarins í morgunsárið. Höfðu óprúttnir skemmdarvargar sagað tréð niður í skjóli nætur, en það var um það bil fimm metra hátt. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skorað á björgunarsveitir

FORSVARSMENN umhverfisvefjarins Náttúran.is skora á björgunarsveitir landsins að sýna frumkvæði og auglýsa að þær taki flugeldarusl eftir áramót og sjái til þess að því sé komið til endurvinnslu og fargað á réttan hátt. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Skömmu fyrir frumsýningu...

LEIKRITIÐ Ívanov eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi, en um er að ræða jólasýningu leikhússins. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Stór stund í Eistlandi

„ÞETTA er stærsta viðurkenning sem mér hefur hlotnast á þjálfaraferli mínum,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari sem í gærkvöldi var kjörinn íþróttaþjálfari ársins 2007 í Eistlandi. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Stungið á dekk lögreglunnar á jólanótt

MÁL skemmdarvargs sem stakk göt á hjólbarða á bifreiðum lögreglu Suðurnesja á jólanótt er nú til rannsóknar hjá embættinu. Hinn grunaði var handtekinn skömmu eftir verknaðinn, en lögreglan rakti spor frá lögreglustöðinni heim til hans. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 300 orð

Tekinn með mesta magn e-taflna ætlað til sölu hér

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TOLLGÆSLAN á Suðurnesjum hafði hendur í hári þýsks karlmanns í Leifsstöð aðfaranótt 22. desember sl. en hann hafði 23.000 e-töflur í fórum sínum við komuna til landsins. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 10 orð | 1 mynd

Tignarlegur í snjókomunni

27. desember 2007 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Tígrisdýr sleppur

SÍBERÍUTÍGRISDÝR olli miklum usla þegar það slapp af svæði sínu í dýragarðinum í San Francisco um fimmleytið að staðartíma á jóladag, um eittleytið í fyrrinótt að íslenskum tíma. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 184 orð

Tveir menn létust af völdum súrefnisskorts í lest togskips í Marokkó

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BANASLYS varð um borð í togskipi, sem útgerðarfyrirtækið Fleur de Mer gerir út frá Marokkó, á jóladag. Tveir menn létust í slysinu, annar þeirra Íslendingur en hinn Marokkómaður. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð

Útnefndur prófastur

BISKUP Íslands hefur skipað sr. Eirík Jóhannsson, prest í Hrunaprestakalli, í embætti prófasts í Árnesprófastsdæmi að fenginni tilnefningu presta og formanna sóknarnefnda í prófastsdæminu. Útnefningin er til fimm ára, frá 1. janúar 2008. Sr. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 637 orð | 3 myndir

Útreiðartúrinn hluti af jólastemningunni

Félagssvæði Fáks iðar af lífi þessi dagana og snævi þakin jörð og dásamlegt veðrið gera svo útreiðartúrinn enn ómótstæðilegri. Ásta Sóley Sigurðardóttir tók púlsinn á hestum og mönnum. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 65 orð

Verslunin fékk nafnið Hlaðhönd

Borgarnes | Verslun Landnámsseturs í Borgarnesi hefur fengið nafn. Hlaðhönd heitir hún og er nafnið fengið frá Þóru Hlaðhönd úr Egilssögu. Efnt var til samkeppni um nafn á verslunina. Fjöldi tillagna barst og voru flestar sóttar í Egilssögu. Meira
27. desember 2007 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Vitja trakteringa tjarnargestanna

HÁLSINN er reigður og vængirnir sperrtir er þær bíða í ofvæni eftir því að sjá hvað leynist í pokanum. Skyldi það vera sætur biti af fransbrauði eða þurrar kringlur sem þarf að bleyta í tjarnarvatninu? Meira

Ritstjórnargreinar

27. desember 2007 | Staksteinar | 229 orð | 1 mynd

Ekki fyrir Tíbeta

Tíbet fær ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum, sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Ástæður alþjóðaólympíunefndarinnar fyrir því eru traustar. Nefndin segir að tíbeska ólympíunefndin hafi ekki verið stofnuð í samræmi við settar reglur. Meira
27. desember 2007 | Leiðarar | 409 orð

Ekki öll nótt úti enn

Við höfum glatað tækifærinu til að gera góða hluti í Borgartúninu,“ segir Jóhannes Þórðarson, deildarforseti hönnunar- og arkitektadeildar Listaháskóla Íslands, í samtali við Freystein Jóhannsson í Morgunblaðinu á sunnudag. Meira
27. desember 2007 | Leiðarar | 436 orð

Friðsöm þjóð?

Ölvaður maður kinnbeinsbraut lögreglumann á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt aðfangadags. Um helgina var ráðist á lögreglumann á Akureyri og sparkað í bak hans og fætur. Þessar árásir á lögreglumenn eru síður en svo einsdæmi. Meira

Menning

27. desember 2007 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Anna Mjöll syngur á Domo

SÖNGKONAN Anna Mjöll Ólafsdóttir er í stuttri heimsókn hér á landi um þessar mundir, en hún hefur verið búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Í tilefni af heimsókninni hefur hún ákveðið að halda tónleika á Domo í Þingholtsstræti 5 í kvöld. Meira
27. desember 2007 | Kvikmyndir | 486 orð | 1 mynd

„Það verður allt í þessu fína“

Leikstjóri: Francis Lawrence. Aðalleikarar: Will Smith, Alice Braga, Salli Richardson. 101 mín. Bandaríkin 2007 Meira
27. desember 2007 | Tónlist | 51 orð | 5 myndir

Betra líf á Nasa

PÁLL Óskar Hjálmtýsson spilaði á háskólaballi á Nasa föstudagskvöldið 21. desember síðastliðinn. Það var Félag verkfræðinema við Háskóla Íslands sem stóð fyrir ballinu, en allir voru þó velkomnir. Meira
27. desember 2007 | Tónlist | 261 orð | 1 mynd

Fráleitt sannfærandi sveit

ÞEIR Óskar Guðnason og Ingólfur Steinsson hafa sitthvað brallað í íslensku tónlistarlífi og sumt með ágætum. Diskurinn sem hér er til umfjöllunar inniheldur lagasmíðar Óskars við texta Ingólfs. Meira
27. desember 2007 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Komin í fangelsi

BANDARÍSKA leikkonan Michelle Rodriguez hóf að afplána sex mánaða langan dóm á Þorláksmessu. Meira
27. desember 2007 | Fjölmiðlar | 80 orð | 1 mynd

Metall yfir konfekti og kertaljósum

SÉRSTÖK hátíðardagskrá mun prýða þungarokksþáttinn Metal á Rás 2 kl. 22.10 í kvöld. Meira
27. desember 2007 | Tónlist | 1023 orð | 1 mynd

Mætti ég fá að heyra meira?

Út er komin tvöföld geislaplata með verkinu Radium sem hljóðlistamaðurinn Finnbogi Pétursson og hljómsveitin Ghostigital dýrkuðu upp á umliðinni Listahátíð. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við þá Finnboga og Einar Örn Benediktsson, annan helming Ghostigital, um útgáfuna. Meira
27. desember 2007 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Oscar Peterson látinn

KANADÍSKI djasspíanistinn Oscar Peterson lést í Toronto í Kanada á Þorláksmessu, 82 ára að aldri. Peterson lék með mörgum þekktustu djasstónlistarmönnum heims, þar á meðal Ellu Fitzgerald, Count Basie og Dizzy Gillespie. Meira
27. desember 2007 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Rowling táraðist

BRESKI rithöfundurinn J.K. Rowling táraðist nýverið þegar hún heimsótti íbúðina þar sem hún skrifaði fyrstu Harry Potter-bókina fyrir rúmum áratug síðan. Meira
27. desember 2007 | Dans | 84 orð | 1 mynd

Salsakvöld á Gauknum

ÞAÐ verður suðræn sveifla á Gauki á stöng í kvöld. Þar ætla skífuknapar og danskennarar frá Salsaiceland.com ásamt kólumbískum salsaplötusnúð, Nelson Araque, að sjá til þess að latínó-stemningin verði ósvikin. Meira
27. desember 2007 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Segir Lohan vera kynlífsfíkil

RILEY Giles, fyrrverandi kærasti leikkonunnar Lindsay Lohan, segir að hún sé kynlífsfíkill. Giles og Lohan kynntust á meðferðarheimili í Utah þar sem þau bæði dvöldu, en Giles segir að í stað fíkniefnanna sé Lohan nú algjörlega háð kynlífi. Meira
27. desember 2007 | Fólk í fréttum | 168 orð | 10 myndir

Skúrkar ársins

UM leið og það er gaman í lok hvers árs að telja þá upp sem sköruðu fram úr á sínu sviði er það ekki síður lærdómsríkt að draga nokkra „skúrka“ saman á lista. Hinir sömu geta þá huggað sig við það að án skúrkanna væru heldur engar hetjur. 1. Meira
27. desember 2007 | Tónlist | 49 orð | 4 myndir

Sungu inn jólin

HLJÓMSVEITIN Ullarhattarnir hélt sína árlegu tónleika á Þorláksmessu, en að þessu sinni fóru tónleikarnir fram á Domo. Meira
27. desember 2007 | Menningarlíf | 243 orð | 1 mynd

Togað í strengi

Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, flytja verkið Dagbókarbrot – Notes from a diary op. 33 eftir Hafliða Hallgrímsson og Lachrymae, Reflections on a Song of Dowland op. 48 eftir Benjamin Britten. Meira

Umræðan

27. desember 2007 | Aðsent efni | 1832 orð | 3 myndir

Af hverju þarf að byggja upp sameinaðan Landspítala?

Eftir Ölmu D. Möller og Bjarna Torfason: "Hjá svo fámennri þjóð teljum við augljósa ókosti því tengda að dreifa sérhæfðri starfsemi eins og á við um ákveðnar skurðaðgerðir og rannsóknir eins og verið hefur í umræðunni." Meira
27. desember 2007 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Aukum lífsgæði fólks

Stella Kr. Víðisdóttir skrifar um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar: "Enginn á að þurfa að lifa af framfærslu sveitarfélags til langs tíma. Í stefnukorti Velferðarsviðs er yfirmarkmiðið ,,Velferðarsvið stuðli að auknum lífsgæðum fólks“." Meira
27. desember 2007 | Blogg | 73 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason | 25. desember Himnaríki og helvíti Bókin Himnaríki og...

Björn Bjarnason | 25. desember Himnaríki og helvíti Bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson lætur engan ósnortinn. Honum er einstaklega vel lagið að draga sterkar myndir og mannlýsingar í meitluðum, kjarnyrtum texta. Meira
27. desember 2007 | Velvakandi | 430 orð

dagbók / velvakandi

27. desember 2007 | Aðsent efni | 1048 orð | 2 myndir

Frábært/ óviðunandi

Eftir Braga Ásgeirsson: "Um gríðarlegt framfaraspor er að ræða þótt enn sem komið er sé nokkur galli á gjöf Njarðar þar sem báðir aðilar þurfa að vera með samskonar tæki..." Meira
27. desember 2007 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Guðmundur Arnar Guðmundsson | 26. desember 2007 Ánægjuleg fjölgun...

Guðmundur Arnar Guðmundsson | 26. desember 2007 Ánægjuleg fjölgun útlendinga á Íslandi Ég er ótrúlega ánægður með það hvað við Íslendingar erum að blandast öðrum menningarheimum þessa dagana. Meira
27. desember 2007 | Bréf til blaðsins | 271 orð | 1 mynd

Kyndla vora hefjum hátt

Frá Magnúsi Inga Magnússyni: "VART hefur það farið framhjá nokkrum manni að hjálparsveitir hafa verið í önnum síðustu vikur. Hver stórlægðin af annarri hefur riðið yfir svo fokið hefur í flest skjól og veðurfréttamenn tala um sprengilægðir." Meira
27. desember 2007 | Blogg | 331 orð | 1 mynd

Óli Björn Kárason | 26 des Ístöðuleysi í fjármálum Tekjuafgangur hins...

Óli Björn Kárason | 26 des Ístöðuleysi í fjármálum Tekjuafgangur hins opinbera minnkaði á fyrstu níu mánuðum ársins, miðað við sama tíma fyrir ári. Alls nam afgangurinn 41,9 milljörðum króna á móti 50,2 milljörðum. Meira
27. desember 2007 | Blogg | 85 orð | 1 mynd

Páll Höskuldsson | 26. desember Jól í Póllandi Það er gaman að halda jól...

Páll Höskuldsson | 26. desember Jól í Póllandi Það er gaman að halda jól í Póllandi. Það fer ekki framhjá neinum sem er staddur hérna í Póllandi að pólska þjóðin er kaþólsk. Kirkjusókn er mikil og messur haldnar oft og títt. Meira

Minningargreinar

27. desember 2007 | Minningargreinar | 1631 orð | 1 mynd

Guðfinna Lárusdóttir

Guðfinna Lárusdóttir fæddist í Reykjavík, 24. október 1920. Hún lést á Grund 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Unnur Helgadóttir frá Flateyri í Önundarfirði og Lárus Pálmi Lárusson frá Álftargróf í V-Skaftafellssýslu. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2007 | Minningargreinar | 2269 orð | 1 mynd

Guðríður Þórðardóttir

Guðríður Þórðardóttir fæddist í Sviðugörðum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd þriðjudaginn 18. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2007 | Minningargreinar | 4021 orð | 1 mynd

Jóhann Ragnarsson

Jóhann Ragnarsson fæddist á Grund í Hveragerði 10. júlí 1942. Hann lést á heimili sínu á Laufásvegi 62 í Reykjavík hinn 17. desember síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir, starfsmaður Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2007 | Minningargreinar | 2736 orð | 1 mynd

Stefán Jóhann Jónatansson

Stefán Jóhann Jónatansson fæddist á Aðalbóli í Miðfirði 25. júní 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónatan Lárus Jakobsson, f. 22.9. 1907, d. 13.3. 1996, og Svanhvít Stefánsdóttir, f. 15.3. 1918,... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

27. desember 2007 | Sjávarútvegur | 455 orð | 1 mynd

Leiguverð í hámarki

LEIGUVERÐ á þorskkvóta, aflamarki, er nú í sögulegu hámarki, í kringum 240 krónur kílóið. Um mitt árið 2001 var það í kringum 100 krónur. Í megindráttum sveiflaðist verð aflamarks framan af í takt við gengi krónunnar með nokkurri tímatöf. Meira
27. desember 2007 | Sjávarútvegur | 190 orð | 1 mynd

Verð á fiskafurðum mjög hátt um þessar mundir

Verð sjávarafurða hækkaði um 2,0% í október frá fyrri mánuði mælt í erlendri mynt (SDR). Afurðaverð á erlendum mörkuðum er í sögulegu hámarki og hefur hækkað um tæp 4% á síðustu tveimur mánuðum. Meira

Viðskipti

27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Ávöxtunarkrafa á markaði lækkaði

EFTIR að Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti skömmu fyrir jól tók ávöxtunarkrafa á markaði að lækka töluvert. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 88 orð | 1 mynd

Domino's og Vífilfell með stóran samning

FORSVARSMENN Vífilfells og Domino's á Íslandi skrifuðu nýverið undir samstarfssamning til þriggja ára. Fyrirtækin hafa unnið saman frá árinu 1993 en samningurinn nú er sagður sá stærsti sem gosdrykkjaframleiðandi og skyndibitakeðja hafa gert hér á... Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Enn lækkar húsnæðisverð

SAMKVÆMT mælingu á Standard&Poor's/Case-Shiller-vísitölunni lækkaði fasteignaverð í Bandaríkjunum um 6,7% í október sl. frá sama mánuði í fyrra. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Hlutabréfaverð víðast upp um jólahátíðina

KAUPHALLIR á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu voru lokaðar í gær vegna jólanna en viðskipti með hlutabréf fóru fram í Bandaríkjunum og Asíu. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Ísland neðst á lista yfir sölutækni og kveðjur

ÍSLAND vermir botnsætin í nýrri skýrslu samtakanna International Mistery Shopping Alliance (IMSA) þegar kemur að sölutækni starfsmanna fyrirtækja og hvort þeir kasta kveðju á viðskiptavini sína. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 479 orð | 2 myndir

Íslenskt fjármálakerfi hið versta í V-Evrópu

ÞAÐ umhverfi sem íslenski hlutabréfamarkaðurinn spratt úr var um margt meingallað. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Mikil jólasala á lokaspretti

NEYTENDUR í Bandaríkjunum versluðu sem aldrei fyrr síðustu dagana fyrir jól og þeim virðist hafa tekist að hífa aðeins upp sölutölurnar, samkvæmt frétt í Wall Street Journal. Engu að síður þykir jólasala hafa verið undir væntingum markaðarins. Meira
27. desember 2007 | Viðskiptafréttir | 105 orð | 1 mynd

Warren Buffett leggur út 283 milljarða króna

FJÁRFESTINGASJÓÐUR á vegum Warrens Buffetts, Berkshire Hathaway , hefur keypt 60% hlut í bandaríska iðnfyrirtækinu Marmon Holdings, sem hefur verið í eigu Pritzker- fjölskyldunnar í Chicago í meira en 50 ár. Meira

Daglegt líf

27. desember 2007 | Daglegt líf | 209 orð

Af bókum og mannlífi

Hallmundur Kristinsson gaumgæfði mannlífið í aðdraganda jóla: Ég vafraði um bæinn og vitið þið hvað ég sá? Það voru í búðarglugganum leirlimir tveir. Þeir Björn og Davíð bækur rituðu á og bjuggust við að þá mundi seljast meir. Meira
27. desember 2007 | Daglegt líf | 724 orð | 1 mynd

Gott að gefa, gott að þiggja en vont að skila

Þótt engin lög nái yfir rétt til að skila ógölluðum vörum veita verslunareigendur almennt fjórtán daga skilafrest. Meira
27. desember 2007 | Ferðalög | 762 orð | 3 myndir

Í byltingarbúðum yfir hátíðirnar

Jólin og áramótin voru ekki með neinu venjulegu sniði hjá Mist Rúnarsdóttur fyrir tveimur árum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fékk að heyra af froskum í sturtunni og daglegri baunakássu og komst að því hvernig hægt er að fagna þrennum áramótum á einu ári. Meira
27. desember 2007 | Daglegt líf | 265 orð | 1 mynd

Strengja græn áramótaheit

Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum, sem eru mestu mengunarvaldar heims, hyggjast strengja græn áramótaheit í ár. Þeir stefna að því að vera umhverfisvænni árið 2008 með því að draga úr rafmagnsnotkun á heimilinu og endurvinna meira en áður. Meira
27. desember 2007 | Daglegt líf | 307 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar

Þegar Víkverji les frásagnir um að slökkviliðsmenn hlaupi upp tugi hæða með 35 kg á bakinu og keyri púlsinn upp í nærri 200 slög á mínútu verður hann móður. Mjög móður. Meira

Fastir þættir

27. desember 2007 | Fastir þættir | 175 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sterk tía. Norður &spade;D84 &heart;K63 ⋄Á763 &klubs;652 Vestur Austur &spade;G63 &spade;5 &heart;7 &heart;DG1092 ⋄KD98 ⋄G1042 &klubs;ÁDG97 &klubs;K83 Suður &spade;ÁK10972 &heart;Á954 ⋄5 &klubs;104 Suður spilar 4&spade;. Meira
27. desember 2007 | Í dag | 412 orð | 1 mynd

Förum varlega með flugelda

Jón Ingi Sigvaldason fæddist í Reykjavík 1972. Hann útskrifaðist af rafvirkjabraut í FB 1995 og leggur nú stund á nám við endumenntun HÍ. Jón Ingi hefur starfað hjá Slysavarnafél. Meira
27. desember 2007 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins

27. desember 2007 | Fastir þættir | 85 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

Staðan kom upp á heimsbikarmótinu í skák sem er nýlokið í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Kínverski stórmeistarinn Hao Wang (2.643) hafði svart gegn fyrrverandi heimsmeistara FIDE, Ruslan Ponomarjov (2.703) frá Úkraínu. 25.... Dxd1! 26. Dxd1 Rxb2 27. Meira
27. desember 2007 | Í dag | 157 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Ríkissaksóknari telur nálgunarbann óskilvirkt. Hver er ríkissaksóknarinn sem reyndar lætur af störfum um áramót? 2 Yfirtökunefnd er að skoða eignarhald FL Groups. Formaður nefndarinnar vék úr sæti vegna skyldleika við stóran hluthafa í FL Group. Meira
27. desember 2007 | Í dag | 188 orð | 1 mynd

Undur útvarpsmessunnar

Fyrir Ljósvaka dagsins eru jólin tónlist og kirkjan gegnir þar veigamiklu hlutverki. Síðan hann man eftir sér hafa jólin hafist með útvarpsmessunni klukkan sex á aðfangadag með sálmunum Í dag er glatt í döprum hjörtum og Heims um ból að lokum. Meira

Íþróttir

27. desember 2007 | Íþróttir | 248 orð

Átta mörk og þrjú rauð spjöld á Stamford Bridge

FRANK Lampard fór meiddur af velli og Ricardo Carvalho og Ashley Cole, varnarmenn Chelsea, fengu rauða spjaldið þegar lið þeirra gerði jafntefli, 4:4, við Aston Villa í mögnuðum leik á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

„Ekkert annað að gera en að reka Brynjar af velli“

STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, sagði að dómari leiksins hefði átt einskis annars úrkosta en að reka Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmann Íslands og miðjumann Reading, af velli þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við West Ham á Upton Park í... Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 317 orð | 2 myndir

„Hef engar áhyggjur“

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kvaðst ekki hafa þungar áhyggjur af því að hafa misst toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í hendur Manchester United í gærkvöld. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 168 orð

Bjarni Þór fær hrós

SKOSKI sóknarleikmaðurinn James McFadden, sem Celtic lánaði til Everton, hrósar ungu leikmönnunum hjá Everton, sem tóku þátt í UEFA-leiknum gegn AZ Alkmaar og fögnuðu sigri í Hollandi. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 702 orð | 1 mynd

Einar og Alexander góðir og Flensburg áfram efst

ÍSLENDINGALIÐIÐ Flensburg heldur forystu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir að liðið lagði Tus N-Lübbecke, 34:26, í Campushalle í Flensburg í gær að viðstöddum 6.300 áhorfendum. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Elías Már á heimleið

ELÍAS Már Halldórsson handknattleiksmaður er laus allra mála hjá þýska 2. deildar liðinu Empor Rostock eftir innan við hálfs árs veru hjá því. Elías gekk til liðs við Empor Rostock í sumar eftir að hann var leystur undan samningi við Stjörnuna. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 773 orð

England Úrvalsdeild: Chelsea – Aston Villa 4:4 Andriy Shevchenko...

England Úrvalsdeild: Chelsea – Aston Villa 4:4 Andriy Shevchenko 45. (víti), 50., Alex 66., Michael Ballack 88. – Shaun Maloney 14., 44., Martin Laursen 72., Gareth Barry 90. (víti). Rautt spjald : Zat Knight (Villa) 45. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Brasilíska knattspyrnufélagið Flamengo er í samningaviðræðum við Evrópumeistara AC Milan um að fá til liðs við sig brasilíska sóknarmanninn Ronaldo . Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 320 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem tapaði á heimavelli fyrir St. Mirren , 0:1, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eggert , sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Dönum í síðasta mánuði, var tekinn af velli á 49. mínútu. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 835 orð | 1 mynd

McMillan sneri við blaðinu hjá Portland

PORTLAND Trailblazers er það lið í NBA-deildinni sem hefur komið mest á óvart á undanförnum vikum en fáir áttu von á því að það lið sem er með lægsta meðalaldurinn gæti tekið upp á því að vinna 11 leiki í röð. Og það án nýliðans Gregs Odens sem átti að bjarga liðinu. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Sjö mörk Valdimars dugðu skammt

GUIF hafði betur gegn Malmö, 36:29, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í handkattleik í gærkvöldi. Kristán Andrésson er þjálfari GUIF og með liðinu leikur yngri bróðir hans, Haukur Andrésson, sem skoraði eitt mark í leiknum. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 224 orð

Stutt jólaleyfi í handboltanum - deildabikarinn á fulla ferð

LEIKMENN fjögurra efstu liða karla og kvenna í N1-deildunum í handknattleik fá tækifæri til þess að hrista af sér jólasteikurnar á milli hátíðanna en í kvöld og annað kvöld verður leikið í N1-deildabikarkeppninni með nýju fyrirkomulagi. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 574 orð | 1 mynd

United á toppnum

MANCHESTER United náði forystunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu úr höndum Arsenal í gær og er því á toppnum þegar keppnin er hálfnuð, 19 umferðum lokið af 38. Meira
27. desember 2007 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Vésteinn bestur í Eistlandi

VÉSTEINN Hafsteinsson var í gær valinn þjálfari ársins í Eistlandi, í árlegu hófi íþrótta- og ólympíusambands landsins þar sem tilkynnt var val á íþróttakarli og -konu ársins, auk þjálfara ársins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.