SÍMINN hefur fengið úthlutað tilraunaleyfi frá Póst og fjarskiptastofnun fyrir langdrægt 3G-farsímakerfi. Verið er að setja upp búnað á Suðurlandi og er gert ráð fyrir að tilraunir hefjist í vikunni.
Meira
ALVARLEGT vinnuslys varð í Klettagörðum í gærkvöld kl. 18.40 þegar iðnaðarmaður féll milli hæða í húsi og lenti á steyptu gólfi. Hann var fluttur á slysadeild með slæm höfuðmeiðsl og átti að leggjast inn á gjörgæsludeild að lokinni aðgerð.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HITAVEITA Vestmannaeyja þarf að nota meiri olíu um þessar mundir en í venjulegu árferði vegna bilunar í Sultartangavirkjun, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ENGINN áþreifanlegur árangur varð af sáttafundi í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna svonefndu hjá ríkissáttasemjara í gær.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AÐ MINNSTA kosti sex manns lágu í valnum eftir árás liðsmanna taliban-hreyfingarinnar á glæsihótel í Kabúl í gær. Á meðal þeirra sem biðu bana var norskur blaðamaður sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærkvöldi.
Meira
AL Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, bauð fyrir skömmu nokkrum gestum til fundar við sig í New York þar sem fjallað var um umhverfis- og orkumál með áherslu á hreina orku og skipta tækifæri í jarðhitaiðnaði þar verulegu máli. Skv.
Meira
UPPREISNARMENN úr röðum múslíma felldu átta taílenska hermenn í suðurhluta landsins í gær. Sprengju hafði verið komið fyrir á vegi sem þeir óku...
Meira
MIKIÐ var um dýrðir þegar haldið var upp á 80 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar í KA-heimilinu á laugardagskvöldið. Fjölmargir voru heiðraðir af félaginu, Íþrótta- og ólympíusambandinu og átta fyrrverandi formenn KA voru gerðir að heiðursfélögum.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldóru Þórsdóttur BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að rýmka reglur um verðbréf sem teljast veðhæf í reglulegum viðskiptum fjármálafyrirtækja við bankann.
Meira
BJÖRK Guðmundsdóttir söngkona réðst að ljósmyndaranum Glenn Jeffrey við komuna á flugvöllinn í Auckland á Nýja-Sjálandi. Söngkonan var að koma úr löngu flugi þegar myndin var tekin.
Meira
STAÐBUNDIÐ óveður gekk yfir Suðurnes í fyrrinótt og kyngdi niður miklum snjó í Grindavík á skömmum tíma. Skólahald féll niður og tafir urðu á millilandaflugi í gærmorgun.
Meira
FIMMTÁN ára piltur brenndist í andliti um helgina þegar hann bar eld að púðri sem hann hafði tekið úr flugeldum. Óhappið varð í Hafnarfirði en pilturinn kom púðrinu fyrir í dós og bar eld að með þeim afleiðingum að eldblossinn náði í andlit hans.
Meira
Reyðarfjörður | Eimskipafélagið er nú með reglubundnar áætlunarsiglingar til Reyðarfjarðar. Skipakoma er vikulega í Mjóeyrarhöfn við álverið. Fyrsta skipið á hinni nýju áætlun var Lómur, sem kom frá Reykjavík með almenna innflutningsvöru fyrir álverið.
Meira
ÖFLUG samtök ítalskra bænda sögðu í gær að neysla á mjólk og kjöti klónaðra dýra myndi vera allt of áhættusöm fyrir fólk þótt ESB virðist nú ætla að leyfa...
Meira
HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisina samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærmorgun að beita skyndifriðun fyrir húsin á Laugavegi 4 og 6. Það þýðir að menntamálaráðherra hefur tveggja vikna frest til að ákveða um friðun húsanna.
Meira
GÓÐUR stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli fyrir íslenska landsliðið í handknattleik, en liðið er að leggja af stað á Evrópumótið í Noregi. Þessir drengir létu sig ekki vanta í Laugardalshöll í gær þegar Ísland spilaði við Tékkland.
Meira
Engin lognmolla er á Háskólatorginu á virkum dögum. Þangað sækir fólk úr öllum áttum og fyllir hina víðu sali þess. Vorönn er nýhafin og stúdentar Háskóla Íslands í óðaönn að koma sér aftur í vinnugírinn.
Meira
Ástandið á götum Nairobi í Kenía er skelfilegt, fólk hamstrar mat og bíður átekta fyrir mótmælin á morgun. Þórunn Helgadóttir sagði Baldri Arnarsyni frá aðbúnaði þeirra sem misst hafa heimili sín í óeirðunum undanfarið. Meira
ORKUVEITA Reykjarvíkur hóf síðastliðið vor átaksverkefni til að sporna við slysum sem heitt vatn hefur valdið og í því skyni opnað vefinn www.stillumhitann.is.
Meira
BOÐAÐ hefur verið til borgarafundar í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld þar sem ræða á um hátíðahöld í bænum. Akureyrarstofa, sem komið var á laggirnar í fyrra, boðar til fundarins en hún hefur m.a.
Meira
NIÐURSTAÐA hefur fengist í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á stórbruna við Hafnarveg í Vogum hinn 9. desember síðastliðinn þar sem tíu bílar eyðilögðust.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingmönnum VG: „Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að þær grunnforsendur sem íslenska kvótakerfið byggir á standist ekki.
Meira
VEGAGERÐIN hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Axarvegi í Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi. Er áætlað að byggja 18 km langan nýjan veg yfir Öxi, milli hringvegar í Skriðdal og hringvegar í Berufirði.
Meira
MÁLÞING í verður haldið í Landbúnaðarháskólanum, Ársal á Hvanneyri, þriðjudaginn 15. janúar kl. 13–15. Málþinginu verður netvarpað beint á heimasíðunni www.utanrikisraduneyti.
Meira
Egilsstaðir | Opinn íbúafundur um menntun var haldinn á Egilsstöðum sl. föstudag. Markar fundurinn upphaf vinnu er miðar að mótun heildstæðrar menntastefnu fyrir Fljótsdalshérað.
Meira
VEGNA viðtals í Morgunblaðinu í gær við Nikulás Úlfar Másson, formann húsafriðunarnefndar og fyrrverandi starfsmann Borgarskipulags Reykjavíkur, vill Jóhannes Sigurðsson í Kaupangi koma eftirfarandi á framfæri: „Nikulás Úlfar Másson tók virkan...
Meira
VÍTALÍ Kalojev hefur verið gerður að aðstoðarráðherra N-Ossetíu. Kalojev myrti á sínum tíma danskan flugumferðarstjóra sem hann kenndi um flugslys árið...
Meira
BROT 89 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í síðustu viku frá þriðjudegi til föstudags eða á tæplega 88 klukkustundum. Vöktuð voru 5.700 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða u.þ.b. 1,6%, of hratt eða yfir afskiptahraða.
Meira
Eftir Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi | Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur flutt stjórnsýslu sína í nýinnréttað Ráðhús. Húsið er á Hvammstangabraut 5 og var um árabil í eigu Sparisjóðs V-Hún. Húnaþing vestra keypti húsið á sl.
Meira
NEW York-borg hefur ákveðið að fá Ólaf Elíasson myndlistarmann til að vinna verkefni á stóra sýningu fyrir borgina undir heitinu „Fossarnir í New York“. Verkin eiga að vera á fjórum stöðum í ánni East River, milli Manhattan og Brooklyn.
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, þegar reynt var að nema á brott 8 ára stúlku sem er nemandi í skólanum.
Meira
LINDA Björk Guðrúnardóttir flytur í dag á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri erindi um lagalega réttarstöðu fólks sem tekið var til fanga í Írak frá því innrásin var gerð árið 2003 og réttlætingu Bandaríkjastjórnar á „mannúðlegum“ pyntingum...
Meira
NÝR flokkur óverðtryggðra ríkisbréfa, á gjalddaga árið 2018 eða 2019 verður gefinn út fljótlega, samtals 35 milljarðar króna á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans.
Meira
Garður | Sagnakvöld verður í Byggðasafninu á Garðskaga í Garði næstkomandi fimmtudag klukkan 20. Kennararnir Inga Rósa Þórðardóttir, Kristjana Kjartansdóttir og Sigrún Franklín segja frá á sagnakvöldinu sem er í boði Sveitarfélagsins Garðs.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Taubleiur eru orðnar nánast eins einfaldar í notkun og pappírsbleiur og eru að sækja á að nýju,“ segir Eydís Hentze sem rekur vefverslunina draumafaeding.net.
Meira
EIGENDUR veiðiréttar við Þverá og Kjarrá í Borgarfirði hafa samþykkt tilboð núverandi leigutaka, Sporðs, um áframhaldandi leigu á ánum. Samkvæmt fréttavef SVFR gildir samningurinn til 2012. Leiguupphæðin er trúnaðarmál.
Meira
LEIÐTOGAR Þjóðarflokks Pakistans, flokks stjórnarandstæðingsins Benazir Bhutto, sem myrt var í desember, gefa nú í skyn að þeir geti hugsanlega starfað með Pervez Musharraf forseta eftir þingkosningarnar 18. febrúar.
Meira
EFTIR að Nicolas og Cecilia Sarkozy skildu fyrir þremur mánuðum fór hann út með hverri konunni á fætur annarri, duflaði á næturklúbbum og söng í karaoke til klukkan fjögur á morgnana þegar stéttarfélög höfðu hafið hrinu verkfalla til að mótmæla áformum...
Meira
ÓVENJUMIKIÐ fannfergi var og ófært í Grindavík í gær þegar staðbundið óveður gekk þar yfir aðfaranótt mánudags. Mjög djúpir skaflar mynduðust í bænum og hafði björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík nóg að gera við að losa bíla sem sátu fastir.
Meira
Eftir Birkir Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Mótorhjóla- og vélsleðasamband Íslands hefur sett af stað mótaröð þriggja ískrossmóta fyrir vélhjólafólk og verða öll mót vetrarins við Mývatn.
Meira
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur í bréfi brýnt fyrir heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum að upplýsa sjúklinga fyrirfram um kostnað við læknisaðgerðir. Komið hefur fyrir að kvartað hafi verið til ráðuneytisins um að þetta hafi ekki verið gert.
Meira
ÁKVEÐIÐ verður í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm litháískum karlmönnum sem voru handteknir fyrir árás á fjóra fíkniefnalögreglumenn fyrir helgi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent málsgögnin til...
Meira
KARLMAÐUR sem ók pallbíl slapp ómeiddur úr slæmri bílveltu sem varð rétt innan við Skarfasker við Ísafjörð upp úr hádeginu í gær. Ökumaðurinn var einn í bifreið sinni en hann var á leiðinni frá Bolungarvík til Ísafjarðar þegar óhappið varð.
Meira
GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari lagðist að bryggju á athafnasvæði Slippsins – Akureyri síðdegis í gær, nærri tveimur sólarhringum eftir að haldið var frá Hafnarfirði.
Meira
Þorlákshöfn | Hljómsveitin Sprengjuhöllin verður með tónleika í Þorlákshöfn á vegum tónleikaraðarinnar Tóna við hafið annað kvöld. Tónleikarnir verða í Versölum, sal í Ráðhúsi Ölfuss, og hefjast kl. 20.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TVEIR bræður úr Innri-Njarðvík lentu í óvenjulegri lífsreynslu í kajakróðri á sunnudag þegar þeir rákust á hnúfubak og voru í návígi við hann í um klukkutíma.
Meira
EF Bandaríkjamenn draga herafla sinn of fljótt frá Írak mun það valda nýjum og hrottalegum átökum milli fylkinga í landinu, að sögn Sheikh Ahmed Abu Reesha, leiðtoga samtaka súnnítahópa í Anbar-héraði, er berjast nú gegn al-Qaeda.
Meira
SPRENGJUTILRÆÐI var gert rétt við fundarstað 50 þúsund manna úr ýmsum flokkum í Katmandu í Nepal í gær og særðust fimm manns. Þingkosningar verða 10....
Meira
JÓN Sigurjónsson, kaupmaður í Jóni og Óskari, úra- og skartgripaverslun, Laugavegi 61, undrast þá ráðstöfun borgaryfirvalda að leyfa hótelbyggingu á lóðunum Laugavegi 4-6.
Meira
FYRIR skömmu fannst net í neðanverðri Korpu/Úlfarsá. Það voru laganna verðir sem komu auga á netið og í því voru tveir laxar og var leigutaka gert viðvart um athæfið.
Meira
FORSETI herráðs Bandaríkjanna, Michael Mullen, segir að loka ætti Guantanamo-búðunum vegna þess álitshnekkis sem þær valdi þjóðinni en ekki séu neinar áætlanir fyrir hendi um slíkar...
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi frjálslyndra í Eyjafirði: „Fundur félaga í Frjálslynda flokknum í Eyjafirði skorar á stjórnvöld að virða mannréttindi og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Íslendinga og afnema án tafar...
Meira
HESTAKONAN unga frá Grundarfirði tók tæknina í sína þjónustu við að ná í folaldið út í haga. Snati virðist ekkert ósáttur við þetta vinnulag og fylgdi sáttur sínum húsbónda.
Meira
Seðlabanki Íslands hefur gripið til áþekkra aðgerða og seðlabankar í nágrannalöndum okkar austan hafs og vestan og gert ákveðnar ráðstafanir til þess að auðvelda aðgengi fjármálafyrirtækja að lánsfé.
Meira
Unglingum af erlendum uppruna líður verr en íslenskum. Þeir verða oftar fyrir einelti en önnur börn og eru mun ólíklegri til að taka stúdentspróf.
Meira
Einhver stífla í ennisholunum gerði lendinguna á Heathrow sérlega kvalafulla. „Leið þér eins og þú værir að fæða með auganu?“ spurði sessunautur minn í vélinni sem hafði gefið kvölum mínum gaum. „Eiginlega,“ svaraði ég.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÁSGERÐI Júníusdóttur söngkonu hefur verið boðið að koma fram á óperuhátíðinni Die Lange Nacht der Oper í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín 26. janúar.
Meira
BRYNDÍS Björgvinsdóttir er meistaranemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og The University of California, Berkeley. Bryndís hefur gert bandarísk úthverfi og menningararf að rannsóknarefni sínu. Fimmtudaginn 17. janúar kl. 12.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „STÓR? Hún er nú ekkert svakalega stór,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, þegar hann er spurður hvernig stórstjarnan Beyoncé Knowles hafi komið honum fyrir sjónir.
Meira
ÞRÁTT fyrir að nokkrar nýjar kvikmyndir hafi verið frumsýndar fyrir helgi tókst engri þeirra að slá ævintýramyndina National Treasure: Book Of Secrets af toppnum. Nicolas Cage og félagar eru því í efsta sæti bíólistans aðra helgina í röð, en rúmlega 3.
Meira
EKKI er búist við að söngkonan Björk Guðmundsdóttir fái á sig kæru vegna atviks sem varð við komu hennar til flugvallarins í Auckland á Nýja-Sjálandi í fyrradag, en þar mun hún syngja á tónlistarhátíð á föstudaginn kemur.
Meira
SÖGUMIÐLUNIN hefur í samstarfi við Leikminjasafn Íslands gefið út bókina Leikmyndlist á Íslandi eftir Ólaf J. Engilbertsson. Bókin er að grunni til BA-ritgerð höfundar í sagnfræði við Háskóla Íslands, aukin og endurbætt.
Meira
BRITNEY Spears á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Nú herma fregnir að hún hafi hótað að svipta sig lífi verði hún neydd til að leggjast inn á geðsjúkrahús, eins og foreldrar hennar og vinir hafa sagt að kunni að reynast nauðsynlegt.
Meira
STYTTA af breska sakamálahöfundinum Ken Follett hefur verið opinberuð nærri Santa Maria-dómkirkjunni í höfuðstað Baskalands, Vitoria-Gasteiz. Myndin sýnir Follett íbygginn á svip með hönd á höku.
Meira
* Kvikmyndagerð Friðþægingar , skáldsögu Ian McEwan, vann Golden Globe-verðlaunin á sunnudagskvöld og útgefandi höfundarins hérlendis, Bjartur, var forspár um velgengni myndarinnar – en endurútgáfa bókarinnar í kilju var fyrsta bók forlagsins á...
Meira
GOLDEN Globe-verðlaunin voru veitt í Los Angeles á sunnudagskvöldið á hálftíma löngum blaðamannafundi, en verðlaunahátíðinni sjálfri var aflýst þetta árið vega verkfalls handritshöfunda sem staðið hefur yfir frá því í nóvember og gæti einnig ógnað...
Meira
KENNARARNIR Inga Rósa Þórðardóttir, Kristjana Kjartansdóttir og Sigrún Franklín bjóða íbúum og öðrum áhugasömum á sagnakvöld í boði Sveitarfélagsins Garðs.
Meira
HERBIE Hancock, Nancy Wilson, Quincy Jones og æðstu menn Kanada voru meðal þúsundanna sem kvöddu Oscar Peterson á stórtónleikum í Toronto um helgina, en Peterson lést á Þorláksmessu.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Á ÞESSU ári eru liðin 30 ár frá stofnun Kvikmyndasafns Íslands. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar afmælisdagskrár sem standa mun yfir allt árið.
Meira
FRÆGA fólkið fjölgar sér stíft um þessar mundir. Á föstudaginn eignaðist Nicole Richie dóttur með unnusta sínum Joel Madden, er hún þeirra fyrsta barn. Parið hefur nefnt frumburðinn Harlow Winter Kate Madden.
Meira
Það varð endanlega ljóst síðastliðið laugardagskvöld hvaða tólf lög það verða sem keppa til úrslita í Laugardagslögunum um það að verða fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor.
Meira
HÖRN Hrafnsdóttir og Margrét Grétarsdóttir í tríóinu Sopranos hafa verið valdar af dómnefnd í söngvarakeppninni Barry Alexander International Vocal Competition til 1. og 2. sætis vinningshafa.
Meira
Þegar kemur að menningar- og listrýni í þessu landi standa fáir núlifandi menn Þresti Helgasyni, kollega mínum og vini hér á Morgunblaðinu, á sporði.
Meira
Andrea Ólafsdóttir | 14. janúar Drepa skólar sköpunarhæfileika? Mannrækt í skólum? Menntun fyrir betri heim? Sittu kyrr og gerðu verkefnin þín, barn!
Meira
Björgvin Guðmundsson | 14. janúar Á hverju stendur, Jóhanna? Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra. Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra. Hún hefur ekkert gert enn.
Meira
Ögmundur Jónasson og Árni Stefán Jónsson fjalla um störf læknaritara: "Læknaritarastarfið er eitt af lykilstörfum í heilbrigðiskerfinu. Persónuverndarsjónarmið og krafa um góða fagmennsku eru þar grundvallaratriði."
Meira
Lýður Árnason skrifar um nýfallinn dóm Mannréttindanefndarinnar: "Tveir sjómenn ákváðu á sínum tíma, kvótalausir, að halda til veiða og gerðu. Í þeirra hugum réttlætismál að fá sinn skerf af þjóðarauðlindinni."
Meira
Á leikvangi lífsins stendur besti þjálfarinn þér við hlið og leiðbeinir þér, segir Sighvatur Karlsson: "Þegar þú horfir á rammann á leikvangi lífsins þá bregður þjálfarinn yfir þig skikkju hugrekkisins og segir við þig: „Þú átt leik“."
Meira
Kristín M. Jóhannsdóttir | 14. janúar Dómarafífl Einhvern tímann í vor eða sumar skrifaði ég langa færslu um dómarafífl sem dæmdi leikinn okkar í Presto og gjöreyðilagði gamanið því hann dæmdi eingöngu á okkar lið.
Meira
Mitt álit er að aldrei verði friður milli gyðinga og araba fyrr en þeir sameinast í einu ríki, segir Hermann Þórðarson: "Gyðingar voru ekki ofsóttir í löndum múslima heldur aðallega í löndum kristinna manna."
Meira
Helgi Laxdal er ekki sáttur við aðkomu ASÍ að frumvarpi sem varð að lögum um íslensk kaupskip: "Réttur sjómanna í almannatryggingakerfinu er í einhverjum tilvikum enginn og í öðrum mjög óljós."
Meira
Frá Lúðvík Vilhjálmssyni: "MIKILL hávaði hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu vegna álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótaskipulag Íslendinga og brot stjórnvalda á mannréttindum trillukarla."
Meira
Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifar um leiguíbúðir: "Tillögur okkar sjálfstæðismanna eru raunhæfar og raunverulegar tillögur til úrbóta í félagslega leiguíbúðakerfinu, þær eru ekki sýndarfrumkvæði."
Meira
Stefán Benediktsson fjallar um skrif Reykjavíkurbréfs: "Sjálfstæðismenn eru í minnihluta í Reykjavík af því að þeir sprengdu samstarf sitt við Framsókn með mistökum og illskýranlegri hegðun."
Meira
Jóhannes Kári Kristinsson og Ólafur Már Björnsson segja mikilvægt að sykursjúkir fari reglulega í augnskoðun: "Lasermeðferð við sykursýki getur minnkað líkur á sjónskerðingu og blindu um heil 50% ef gripið er inn í nógu snemma."
Meira
Gjaldfrjáls þjónusta við veik börn er til mikilla bóta segir Vilhjálmur Ari Arason: "Frí þjónusta við börn á heilsugæslustöðvum eru skýr skilaboð heilbrigðisyfirvalda um að börn fái að njóta samfelldrar þjónustu innan heilsugæslunnar."
Meira
Ásta R. Jóhannesdóttir segir frá nýjum lögum um breytingar á greiðslum til foreldra langveikra eða fatlaðra barna: "Talið er að foreldrar um 200 barna muni nú nýta sér þessar greiðslur árlega í stað færri en 10 á síðasta ári."
Meira
Týnd læða SVÖRT og hvít nett læða sem er innikisa og feimin týndist frá Þorfinnsgötu aðfaranótt sunnudags 13. janúar. Finnandi vinsamlegast hafið samband við Helgu í síma 691-9693.
Meira
Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 12. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Ninna Kristbjörg Gestsdóttir fæddist í Múla í Aðaldal, 19. október 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að morgni nýársdags. Kristbjörg var dóttir hjónanna Guðnýjar Árnadóttur, f. 6.3.1904, d. 6.11.1933 og Gests Kristjánssonar, f. 10.11.1906, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigfús Ingimundarson fæddist í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi 8. júlí 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni á Hafnarfirði 11. janúar.
MeiraKaupa minningabók
FYRSTI fundur um nýgerðan kjarasamning LS og sjómannasamtakanna var haldinn á Hellissandi á sunnudagskvöld. Það var Snæfell sem reið á vaðið, en félagið felldi samninginn. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Meira
MIKIÐ verðfall varð á eldislaxi frá Noregi síðastliðinn föstudag. Verðið féll þá um 47 til 83 krónur íslenzkar á hvert kíló. Þetta er mesta lækkun á einni viku síðan árið 2006.
Meira
BANDARÍSKA tölvufyrirtækið IBM birti í gær bráðabirgðatölur um afkomu fjórða ársfjórðungs 2007 og reyndust þær mun betri en greiningaraðilar höfðu reiknað með, og höfðu tíðindin jákvæð áhrif á fjárfesta á Wall Street þegar viðskipti hófust í gær.
Meira
EFTIR talsverða hækkun fyrir helgi hefur skuldatryggingarálag bankanna lækkað. Kaupþing er enn langhæst og lækkaði minnst, um 23 punkta niður í 457.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 1,2% og var lokastaða hennar tæp 5.502 stig. Heildavelta nam 32,8 milljörðum króna, þar af 26,8 með skuldabréf og 5,9 með hlutabréf.
Meira
BANDARÍSKA fjármálaeftirlitið rannskar nú hvort nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bankans Merrill Lynch hafi brotið reglur um innherjaviðskipti.
Meira
ALLT er vænt sem vel er grænt, líkt og vísitölubreytingar gærdagsins, utan þá íslensku. Góð afkoma IBM hafði jákvæð áhrif á Wall Street, og hífði gengi Intel upp um 5,1% og Hewlett Packard um 2,7% með sér. Í heild kom því tæknivísitalan Nasdaq vel út.
Meira
VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,28% frá því í desember, samkvæmt mælingu Hagstofunnar, og verðbólga á ársgrundvelli er áfram 5,9%. Þetta er mjög nærri spá greiningardeildar Glitnis en heldur meiri hækkun en Landsbankinn og Kaupþing reiknuðu með.
Meira
VIÐRÆÐUR eru hafnar milli Landsbankans og Cenkos Securities annars vegar og stjórnenda Close Brothers Group hins vegar um hugsanlegt yfirtökutilboð að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum.
Meira
EINKAVÆÐINGARNEFND slóvensku ríkisstjórnarinnar hyggst ganga til viðræðna við Skipti um kaup félagsins á meirihluta í Telekom Slovenije. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segist hóflega bjartsýnn og væntir þess að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.
Meira
Friðrik Jónsson á Helgastöðum orti hringhendu á sínum tíma: Heimsins brestur hjálparlið hugurinn skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi.
Meira
Þeir láta sig hafa það að æfa í tveimur líkamsræktarstöðvum, bara til að geta verið í palladansi hjá ákveðinni konu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti fjóra sveitta karlmenn í Sporthúsinu.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Hver hefði trúað því að um leið og tvær bækur um Kleppsspítalann, og ýmislegt honum tengt, koma út hér á landi, skuli vera að koma út bók í Serbíu sem einnig gerist á Kleppi? Sú er þó raunin.
Meira
Gæludýr eru vinsæl meðal Japana og virðast hundar vera þar fremstir í flokki. Fyrirsæturnar hér á myndinni tóku þátt í sérstakri hundatískusýningu sem haldin var í Tókýó um helgina.
Meira
90 ára afmæli. Níræður er í dag, 15. janúar, Sveinn Snjólfur Þórðarson frá Skógum í Mjóafirði. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 19. janúar í Sigfúsarhúsi, félagi eldri borgara á Neskaupstað, eftir kl....
Meira
Hlutavelta | Patrik Gunnarsson , Jón Otti Sigurjónsson og Elvar Guðmundsson héldu tombólu hjá Nettó í Salahverfi, til styrktar Rauða krossinum. Þeir komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins og afhentu afrakstur tombólunnar, 5.760 kr.
Meira
Sóley Dröfn Davíðsdóttir fæddist í Reykjavík 1972. Hún dvaldist eitt ár við nám við BLCU í Peking, lauk B.A.-gráðu í sálfræði frá HÍ 1997, cand.psych.-gráðu frá sama skóla 2001 og leggur nú stund á sérnám í hugrænni atferlismeðferð.
Meira
Minningarmót Carlos Torre hefur verið haldið um nokkurt skeið í Merida í Mexíkó en það er haldið með útsláttarfyrirkomulagi þar sem fyrst eru tefldar kappskákir en síðan styttri skákir ef leikar eru jafnir eftir þær.
Meira
1 Ein af virkjunum Landsvirkjunar framleiðir ekkert rafmagn sem stendur vegna bilunar. Hvaða virkjun? 2 Fyrrverandi lögreglumaður mun í bók segja sína hlið m.a. á Geirfinnsmálinu. Hver er hann?
Meira
Söfnun | Sex vinkonur úr Lindaskóla, þær Birta Líf Reynisdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Katrín Linh Hauksdóttir, Ólafía Ósk Reynisdóttir, Diljá Rún Sigurðardóttir og Helga Margrét Gísladóttir , komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogs.
Meira
ALFREÐ Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, heldur í dag til Noregs með sextán leikmenn, sem taka þátt í Evrópukeppni landsliða sem hefst á fimmtudaginn kemur og leikur Ísland þá fyrst gegn Svíum í Þrándheimi.
Meira
„Það var margt miklu betra en í fyrri leiknum og þetta var mun betri leikur en sá fyrri, heilsteyptari þrátt fyrir að hafa ekki mann eins og Loga og að Garcia skyldi detta út í lokin með skurð á augabrún,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari...
Meira
„Í FYRSTA skipti í langan tíma valdi Hollendingurinn rétt lið og rétta leikaðferð. Nú bíðum við og sjáum hvort hann átti sig á því sjálfur. Það kemur fljótlega í ljós.“ Þetta segir ritstjóri knattspyrnuvefjarins Goal.
Meira
Tveir nýliðar í handknattleik, sem léku sína fyrstu landsleiki á Posten Cup í Noregi – Fannar Örn Þorbjörnsson , Fredrecia og Guðlaugur Arnarsson, Malmö, fetuðu í fótspor feðra sinna.
Meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið ákvað í gær að Oscar Pistorius , fatlaður hlaupari frá Suður-Afríku , megi ekki keppa á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.
Meira
ÖNNUR umferð úrslitakeppninar í NFL-ruðningsdeildinni fór fram um helgina, en fyrsta umferðin skiptir venjulega litlu máli þar sem fjögur bestu liðin sitja hjá.
Meira
NÚ ER liðið rúmt 21 ár frá því að Boston Celtics vann síðasta meistaratitill sinn í NBA-deildinni, sem sjálfsagt þarf ekki að minna marga gamalgróna stuðningsmenn liðsins á.
Meira
GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður Vals og kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í samningaviðræðum við bandaríska félagið FC Indiana um að leika með því á komandi keppnistímabili.
Meira
INDRIÐI Sigurðsson leikmaður norska knattspyrnuliðsins Lyn í Noregi getur ekki tekið þátt í landsliðsverkefnum Íslands sem fram fara á Möltu í byrjun febrúar. Þar verður leikið gegn heimamönnum, Armeníu og Hvít-Rússum.
Meira
SLÓVAKAR, sem eru á meðal mótherja Íslendinga í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik, tilkynntu í gær 16 manna hóp sinn fyrir keppnina í Noregi, sem hefst á fimmtudaginn.
Meira
Landsliðsmaðurinn Sverrir Garðarsson, sem lék lykilhlutverk með bikarmeistaraliði FH á síðustu leiktíð, verður í Svíþjóð næstu daga til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Sundsvall.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og mun hann hefja æfingar með liðinu á mánudag í næstu viku.
Meira
ALÞJÓÐA badmintonsambandið tilkynnti í vikunni að frá og með þessu ári yrðu sömu peningaverðlaun í boði fyrir konur og karla á öllum stórmótum á vegum þess.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.