Greinar fimmtudaginn 24. janúar 2008

Fréttir

24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

80 tonn með annarri hendi

AF myndinni að dæma virðist sem Ólafur Þorsteinsson smiður haldi á 80 tonna húsi með annarri hendi. Svo er nú ekki heldur voru starfsmenn ET ehf. að færa húsið til vestur á Granda í gær og notuðu stórvirka krana og flutningabíla við verkið. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 262 orð

Aðgerðir gegn mansali

JÓHANNA Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Auknar líkur á harðri lendingu

LÍKUR á harðri lendingu í hagkerfinu hafa aukist síðustu mánuði að mati hagdeildar ASÍ. Búast má við að atvinnuleysi muni aukast þegar líður á árið og draga muni úr launaskriði. Minni vöxtur einkaneyslu og fjárfestinga mun draga úr hagvexti. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Baráttan um fiskinn harðnar

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Með niðurskurði þorskkvótans og einstaklega þrálátum brælum frá því í haust hefur samkeppnin um hráefnið harðnað. Það kemur bæði fram á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Barnaskákmót

ÍSLANDSMÓT barna í skák verður haldið á laugardag í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst kl. 13, skráning hefst á staðnum hálftíma fyrr. Öll börn tíu ára og yngri geta tekið þátt. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

„Hækkun umfram sveiflur“

HÆKKUN kostnaðarverðs á bensíni um eina krónu í fyrradag skilaði sér samdægurs í 2,50 króna hækkun til neytenda. Þetta kemur fram á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð

„Þú ert að verða of seinn í skólann!“

Á HÁSKÓLAÁRINU 2007-2008 minnist Kennaraháskóli Íslands þess með veglegum hætti að þá eru liðin 100 ár frá setningu fyrstu fræðslulaga á Íslandi og stofnun Kennaraskóla Íslands – sem nú er Kennaraháskóli Íslands. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 497 orð

Ber að standa vörð um sjálfstæði dómstóla

BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá Dómarafélagi Íslands: „Samkvæmt lögum Dómarafélags Íslands ber félaginu að standa vörð um sjálfstæði dómstóla. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Besta auglýsingin fyrir Akranes

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
24. janúar 2008 | Þingfréttir | 303 orð | 1 mynd

Blekkingar og tvöfeldni

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Stjórnarandstöðuþingmenn voru harðorðir í garð Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær og sökuðu flokkinn um tvöfeldni, blekkingar og tvískinnung. Tilefnið var svar Árna M. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Blindaðri bjargdúfu hjálpað til heilsu

Djúpivogur | Þegar Andrés Skúlason á Djúpavogi kom til vinnu sinnar í öndverðum janúarmánuði stóð umkomulaus bjargdúfa við útidyrnar. Við skoðun kom í ljós að dúfan var blind og augun djúpt sokkin í sárum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 645 orð | 1 mynd

Bólusetning borgar sig á löngum tíma

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Jakob Jóhannsson krabbameinslæknir kynnti niðurstöður meistararitgerðar sinnar í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands á Læknadögum í gær. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Enn möguleiki á sjöunda sæti

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik hrökk heldur betur í gang í Þrándheimi í gær og vann stórsigur á Ungverjum, 36:28. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Evrópusambandið kynnir aðgerðir í umhverfismálum

BIRT var í Brussel í gær áætlun um baráttuna gegn mengun og loftslagsbreytingum en með henni mun ESB, Evrópusambandið, verða í fararbroddi í heiminum í umhverfismálum. Ekki er þó einhugur um hvernig deila skuli kostnaði við baráttuna, sem er gífurlegur. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 276 orð

Exista segir rangfærslur SEB Enskilda augljósar

„ÞETTA álit greiningarmanns Enskilda í Helsinki dæmir sig í raun sjálft, enda illa unnið og rangfærslur augljósar,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Exista, um greiningarskýrslu frá SEB Enskilda þess efnis að Exista... Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fái lögmann hér á landi

HELGI Ólafsson stórmeistari, sem var í hópi þeirra sem unnu að því á sínum tíma að koma skákmanninum Bobby Fischer til Íslands, segir að hafi Fischer átt dóttur sé sjálfsagt að henni verði útvegður lögmaður sem gæti hagsmuna hennar hér á landi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ferð ráðherra lokið

FERÐ Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra til Brussel og Lúxemborgar lauk í gær. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð

FÍH fagnar auknu samstarfi

STJÓRN Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fagnar samkomulagi Landspítalans við nágrannasjúkrahúsin fjögur um aukið samstarf og tilflutning verkefna. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Fjöldi íbúa vill hringveginn nær Dyrhólaósi

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | Í áskorun sem fjöldi íbúa Mýrdalshrepps skrifar undir ásamt bílstjórum sem oft eiga leið um Mýrdalinn er farið fram á það að valin verði önnur leið fyrir hringveginn um Mýrdal en sveitarstjórn hefur ákveðið. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fundur um ungt fólk sem hefur leiðst út í afbrot

FUNDUR um málefni fanga verður haldinn föstudaginn 25. janúar nk. klukkan 8-10 á Grand Hóteli, Reykjavík. Fundarefnið er: Börn og refsingar. Hvernig viljum við haga málum ungmenna sem hafa leiðst út í afbrot? Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestur um þróunarsamvinnu við Eþíópíu

FYRIRLESTUR um þróunarsamvinnu við Eþíópíu verður í Bratta þriðjudaginn 29. janúar kl. 16-17.15 Dr. Berit H. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Geimflaugin afhjúpuð

GEIMFYRIRTÆKIÐ Virgin Galactic kynnti í gær útlit geimflaugarinnar SpaceShipTwo, sem ætlað er að gera almenningi kleift að fara út í geiminn, án þess að þurfa að kaupa far með hefðbundnum ferjum fyrir stjarnfræðilegar upphæðir. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð

Greiðsla til kennara í Garðabæ

GRUNNSKÓLAKENNARAR sem starfa í skólum Garðabæjar og verða þar enn 1. maí 2008 munu fá eingreiðslu hinn 1. maí sem nemur 110 þúsund krónum. Þetta og aðrar launahækkanir fyrir bæjarstarfsmenn voru samþykktar í bæjarráði Garðabæjar fyrr í þessum mánuði. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 186 orð

Harma ákvörðun Ólafs

MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Þar er lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun Ólafs F. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð

Heimir og Stefán Íslandi í Langholtskirkju

KARLAKÓRINN Heimir, ásamt einsöngvurum, hljóðfæraleikurum og sagnamönnum, verður einnig með söngsýningu til heiðurs Stefáni Íslandi í Langholtskirkju í Reykjavík næstkomandi laugardag, en í frétt í blaðinu í gær kom aðeins fram að sýningin yrði í... Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Helga Ingimundardóttir

HELGA Ingimundardóttir, húsfreyja og ekkja Sveins heitins Benediktssonar framkvæmdastjóra, andaðist í Reykjavík 22. janúar sl., 93 ára gömul. Helga fæddist 23. Meira
24. janúar 2008 | Þingfréttir | 199 orð

Hið sanna eðli NATO að koma betur í ljós

„HIÐ sanna eðli NATO sem árásarbandalags er sífellt betur að koma í ljós,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á Alþingi í gær og óskaði eftir svörum við því hvort Íslendingar hyggist beita sér gegn því á... Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hlaupa gegn eiturlyfjum

TVEIR hollenskir hlauparar ætla að hlaupa frá ráðhúsi Reykvíkinga til Keflavíkur til að vekja athygli á því vandamáli sem eiturlyfjaneysla ungmenna er. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Hæðst að framlagi Íslendinga í Írak

SÚ STAÐREYND að Íslendingar voru á „lista hinna viljugu“, ríkja sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak vorið 2003, er dregin sundur og saman í háði í kvöldþætti Jons Stewart á CBS í vikunni, við hlátrasköll gesta í upptökusalnum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Hækka þrátt fyrir lækkun

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VIÐ 5% lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði minnka tekjur Reykjavíkurborgar um 130 milljónir. Fyrir fjölskyldu sem býr í 140 fm húsi þýðir þessi breyting 3.640 kr. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ís á vötnum víða ótraustur

VEGNA hlákunnar síðustu daga er ís á vötnum og ám víða orðinn ótraustur og full ástæða til að vara fólk við því að fara út á hann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Kaloríur í skyndibitanum tíundaðar á matseðlinum

YFIRVÖLD heilbrigðismála í New York samþykktu nú í vikunni, að skyndibitastaðir í borginni skyldu upplýsa um hitaeininga- eða kaloríufjölda í öllum sínum réttum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Kolaportið óhult

DAGUR B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, og fjármálaráðuneytið hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að bjarga Kolaportinu. Dagur og forsvarsmenn Kolaportsins kynntu þetta í gær. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 167 orð | 2 myndir

Kosið í Háskóla Íslands

Hinar árlegu kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram dagana 6. og 7. febrúar nk. Tvö framboð hafa kynnt lista sína fyrir komandi kosningar, Röskva og Vaka. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kuldinn bítur Ahmadinejad

MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, hefur átt í útistöðum við vestræn ríki vegna kjarnorkuáætlana Írana en nú hefur hann eignast óvin, sem hann getur ekki svarað fullum hálsi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 168 orð

Lagaleg staða íslenskunnar rædd

ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að semja drög að íslenskri málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Þetta er í fyrsta sinn sem með formlegum hætti er mótuð slík stefna hér á landi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 317 orð

Lélegar nettengingar í dreifbýli

STJÓRN Bændasamtaka Íslands (BÍ) hefur í yfirlýsingu lýst yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að uppfylla það markmið fjarskiptaáætlunar stjórnvalda að allir landsmenn ættu kost á háhraðatengingum við Netið á árinu 2007. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Lækkun í kauphöll 463 milljarðar frá áramótum

ÚRVALSVÍSITALA íslensku kauphallarinnar lækkaði um 4,5% í viðskiptum gærdagsins og er það þriðja mesta lækkunin í sögu Kauphallarinnar á einum degi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 616 orð | 2 myndir

Lögðu áherslu á sundkennslu og skólamat

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 100 ÁR eru í dag liðin frá því að konur náðu í fyrsta sinn kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur eftir að sérstakur listi kvenna vann stórsigur í kosningum sem þá fóru fram. Meira
24. janúar 2008 | Þingfréttir | 220 orð | 1 mynd

Margfalt meiri losun fáist orkan úr kolum

VÆRI álver Fjarðaáls á Reyðarfirði knúið áfram með orku frá kolum myndi losun koldíoxíðs frá því vera sexfalt meiri en frá öllum bílaflota landsmanna. Þetta kom fram í svari Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Péturs H. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Meirihlutanum mótmælt

UNGLIÐAHREYFINGAR Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur hvetja félagshyggjuöflin til að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Minnst með blysgöngu

VESTMANNAEYINGAR héldu í gær upp á það að 35 ár voru liðin síðan eldgos hófst í 1.600 m gossprungu á austanverðri Heimaey. Bæjarbúar kalla athöfnina þakkargjörð sem vísar til þess að nóttina örlagaríku tókst að flytja nánast alla 5. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Mótmæla breytingum á Álftanesi

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FULLTRÚAR íbúa á Álftanesi gengu á fund bæjarstjóra í gær og afhentu honum athugasemdir vegna skipulagsbreytinga á Álftanesi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð

Nýr meirihluti tekur við í dag

Á BORGARSTJÓRNARFUNDI í dag mun hinn nýi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar, oddvita F-listans, formlega taka við. Kosið verður í embætti borgarstjóra og önnur helstu embætti stjórnkerfis borgarinnar. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Pétur mikli strandaði

DÝPKUNARSKIPIÐ Pétur mikli sem er að vinna við dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn tók niðri í gærmorgun austan við höfnina er skipið var að fara með grjótfarm og losa hann nálægt austurkantinum. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 105 orð

Prodi á barmi afsagnar?

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, íhugar að segja af sér embætti í dag, að því er ítalskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ríkið bólusetji gegn leghálskrabba

ÞAÐ borgar sig að ríkið greiði fyrir bólusetningu allra 12 ára gamalla stúlkna gegn leghálskrabbameini, þótt ávinningurinn skili sér á mjög löngum tíma. Þetta er niðurstaða meistaraverkefnis Jakobs Jóhannssonar krabbameinslæknis í heilsuhagfræði. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Saumað og spjallað

Eftir Hallfríði Bjarnadóttur Reyðarfjörður | Nýlokið er helgarsamveru áhugakvenna um bútasaum og var það í fjórða sinn sem konurnar í hinum óformlega bútasaumsklúbbi Spretti á Austurlandi hittast. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 193 orð

SUS tekur þátt í mótmælum gegn ólögmætum handtökum

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna tók 21. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Sveigjanleiki í frístundaheimilum ÍTR

SAMÞYKKT var á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur nýlega að bjóða upp á sveigjanlega þjónustu fyrir börn og foreldra/forráðamenn í öllum frístundaheimilum á vegum ÍTR. Meira
24. janúar 2008 | Erlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Tugir þúsunda manna streymdu frá Gaza

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TUGIR þúsunda Palestínumanna streymdu frá Gaza-svæðinu til Egyptalands í gær eftir að hópur vopnaðra Palestínumanna eyðilagði um tvo þriðju hluta tólf kílómetra langs múrs á landamærunum með sprengjum og vinnuvélum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 147 orð

Tvöföldunin tefst til áramóta

BJÓÐA verður framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar út á ný eftir að verktakafyrirtækið Jarðvélar sagði sig frá verkinu skömmu fyrir áramót. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Um áhrif kulda og myrkurs

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NOKKRIR kanadískir og íslenskir leikarar hafa unnið saman í leiksmiðju á Akureyri að undanförnu og verkefnið er veturinn og myrkrið og hvaða áhrif þau fyrirbæri geta haft á fólk. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 156 orð

Valdafýsn fram yfir hagsmuni

UNG vinstri græn í Reykjavík lýsa yfir vantrausti á nýjasta meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Vilja fund með ráðherra

„ÞAÐ verður ekki setið þegjandi yfir því að á örfáum dögum hrynji yfir okkur hundruð uppsagna í fiskvinnslunni. Litlum þorpum á landsbyggðinni blæðir beinlínis út,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Vilja samstarf við Íslendinga

OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Katar hófst á þriðjudaginn. Tóku Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, emír Katar, og kona hans Shekha Mozah á móti hinum íslensku gestum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Vilja tafarlausan fund með stjórn og stjórnendum HB Granda

BÆJARSTJÓRN Akraness óskar eftir tafarlausum fundi með stjórn og stjórnendum HB Granda hf. þar sem þeir geri grein fyrir ákvörðunum sínum um uppsagnir á Akranesi og framtíðarrekstri fyrirtækisins á staðnum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð

Vinnan í lífi okkar

RANNSÓKNASTOFA í vinnuvernd og Rannsóknarstöð þjóðmála efna til fyrirlestrar á morgun, föstudag, sem ber yfirskriftina „Vinnan í lífi Íslendinga“. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð

Vörður fagnar

STJÓRN Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fagnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í samstarfi við Ólaf F. Magnússon og F-listann. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Yfir 200 milljónum úthlutað í styrkjum

AURORA velgerðarsjóður mun ráðstafa 210 milljónum króna til fjögurra styrktarverkefna. Tilkynnt var um þessa ákvörðun í gær en tvö verkefnanna eru staðsett í Afríku. Meira
24. janúar 2008 | Þingfréttir | 209 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST

Rætt á víxl Íbúðalánasjóður og Atlantshafsbandalagið voru rædd sitt á hvað undir liðnum störf þingsins í upphafi þingfundar í gær. Umræðan varð fyrir vikið dálítið spaugileg á köflum, t.d. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð

Þingað um væntanleg útboð

ÚTBOÐSÞING 2008 um verklegar framkvæmdir verður haldið á morgun á Grand Hótel í Reykjavík. Þar verður gerð grein fyrir öllum helstu útboðum opinberra aðila á framkvæmdum á þessu ári. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Þróttmikil starfsemi í nýju Vegahúsi

Egilsstaðir | Vegahúsið, menningarhús ungs fólks á Héraði, var enduropnað í nýju húsnæði á Egilsstöðum á þriðjudag. Fær það nú inni í gamla sláturhúsinu, sem er að verða helsta skjólshús menningar á Egilsstöðum. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 311 orð

Þurfa að endurgreiða andvirðið

SELJENDUR hrossa hafa sumir hverjir fengið erlend tölvubréf að undanförnu þar sem falast er eftir auglýstum hrossum þeirra. Í samskiptum við seljendur er hvorki hugað að læknisskoðun, myndum né öðru sem viðkemur hrossinu, en aðeins verðinu. Meira
24. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Þyrlusveit til Akureyrar?

„ÞÓ AÐ tillaga þessi sé flutt af hópi þingmanna Norðausturkjördæmis ber alls ekki að líta svo á að hún snúist um byggða- eða atvinnumál, heldur er hér fyrst og fremst um öryggismál að ræða sem brýnt er að leyst verði úr hið fyrsta. Meira

Ritstjórnargreinar

24. janúar 2008 | Leiðarar | 398 orð

Enskilda, Exista og Kaupþing

Skýrsla Enskildabankans um stöðu Exista, sem Morgunblaðið sagði frá í gær hefur vakið mikla athygli, alla vega í fjármálaheiminum bæði hér og annars staðar, þar sem Exista á hagsmuna að gæta. Meira
24. janúar 2008 | Staksteinar | 179 orð

Hverjir leggjast lágt?

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, um hina nýju meirihlutamyndun í borgarstjórn Reykjavíkur: „Það kemur manni alltaf jafn óþægilega á óvart að sjá hvað menn eru tilbúnir að leggjast lágt í... Meira
24. janúar 2008 | Leiðarar | 352 orð

Öflugt starf Þjóðminjasafns

Íslendingum er mikill sómi sýndur með afhendingu Nordiska Muséet í Svíþjóð á 800 íslenskum munum til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Forngripirnir voru afhentir við hátíðlega viðhöfn í Þjóðminjasafninu á þriðjudag. Meira

Menning

24. janúar 2008 | Tónlist | 120 orð | 1 mynd

Áfram Ringo!

BÍTILLINN Ringo Starr hækkaði allverulega í áliti hjá mér þegar hann kom til Íslands á dögunum og sagði Yoko Ono að „hann væri búinn að ná skilaboðunum“. Þvílíkur snillingur. Meira
24. janúar 2008 | Kvikmyndir | 619 orð | 4 myndir

Barnastjörnur og rökkurmyndir

Ég las einhvers staðar að hver meðalkrakki sæi eitthvað í kringum tíu þúsund dauðsföll í sjónvarpinu áður en hann verður átján ára. Meira
24. janúar 2008 | Fjölmiðlar | 167 orð | 1 mynd

Blessaðir drengirnir

Í blíðu og stríðu heita stuðningsmannasamtök handboltaunnenda, ef ég man rétt. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 136 orð | 2 myndir

Dánarorsök ókunn

ENN er óljóst hvernig ástralski leikarinn Heath Ledger lést, en hann fannst látinn í íbúð sinni í New York í fyrrakvöld. Fram kemur á fréttavef BBC að lík hans hafi þegar verið krufið, en krufningin hafi hins vegar ekki leitt dánarorsökina í ljós. Meira
24. janúar 2008 | Leiklist | 55 orð | 1 mynd

Draugalest í útvarpinu

Nýtt útvarpsleikrit, Draugalest, er á dagskrá Rásar 1 í kvöld, og hefst það kl. 22.20. Verkið segir frá fjórum mönnum sem koma saman í herbergi og segja sögur sínar meðan blóðið rennur niður veggina. Höfundur er Jón Atli Jónasson, leikarar Ellert A. Meira
24. janúar 2008 | Leiklist | 1025 orð | 1 mynd

Finnur sig í samtímanum

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Halla og Kári eru ekkert ógæfufólk eða utangarðsmenn í þeim skilningi en þau fara á skjön við ákveðnar reglur í samfélaginu til þess að ná markmiðum sínum. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd

Fjör á fimmtudegi

FJÖRUGUR fimmtudagsforleikur verður haldinn í Hinu Húsinu við Pósthússtræti í kvöld. Fimm hljómsveitir koma fram að þessu sinni, en þær eru Big Red Band, RainBoyGirl, Overrated Monday, Hvar er Mjallhvít? og ÚT/EXIT. Tónleikarnir hefjast kl. 19. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Hilmar og Oyvind djassa á Gauknum

GÍTARLEIKARINN Hilmar Jensson og norski trommuleikarinn Oyvind Skarbo halda tónleika á Gauki á Stöng í kvöld, og hefjast þeir kl. 21. Oyvind er ungur trommuleikari sem á undanförnum árum hefur skipað sér í flokk fremstu trommuleikara Noregs. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 94 orð | 1 mynd

Hiphop á Organ

UPPSVEIFLUKVÖLD verður haldið á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti í kvöld, og hefst það kl. 22. Að þessu sinni verður hiphopið í fyrirrúmi, en þeir sem koma fram eru Poetrix, Original Melody og 1985! Meira
24. janúar 2008 | Kvikmyndir | 193 orð | 1 mynd

Hringekja ástarinnar

Leikstjóri: Emmanuel Mouret. Leikarar: Emmanuel Mouret, Frédérique Bel, Fanny Valette, Dany Brillant. 85 mín. Frakkland. 2006. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Hyggur Sprengjuhöllin á útrás?

* Hljómsveitin Sprengjuhöllin hefur lokið við tónsmíðar á nýju lagi sem notað verður í leikritinu Fló á skinni sem LA hefur sýningar á í febrúar. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 127 orð | 1 mynd

Í Regnbogalandi

MILLJÓNIR hafa nú orðið sér úti um plötu Radiohead, In Rainbows , hvort sem er á efnislegu eða stafrænu formi. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 113 orð | 1 mynd

Kántrírokk/rokkkántrí

ALABAMASVEITINNI Drive-By Truckers hefur vaxið ásmegin með hverri skífu, eða allt síðan hin metnaðarfulla Southern Rock Opera kom út árið 2001. Hér er á ferðinni rokkað kántrí eða kántrískotið rokk, allt eftir því hvernig menn kjósa að líta á það. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 309 orð

Kominn til að vera

Saxófónkvartettar eftir Pierné, Françaix, Rivier og Glazunov. Íslenzki saxófónkvartettinn (Vigdís Klara Aradóttir S, Sigurður Flosason A, Peter Tompkins T og Guido Bäumer Bar.). Laugardaginn 19. janúar kl. 15:15. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Mary-Kate með nýjan

BANDARÍSKA leikkonan Mary-Kate Olsen er komin með nýjan mann upp á arminn, en sá heppni heitir Nate Lowman og er 29 ára gamall listamaður, búsettur í New York. Sést hefur til þeirra saman á fjölmörgum næturklúbbum í borginni. Meira
24. janúar 2008 | Myndlist | 328 orð | 1 mynd

Myndir úr draumtíma

Sýningin stendur til 23. febrúar. Opið miðvikudaga til laugardaga frá 12-17 og eftir samkomulagi. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 255 orð

Nýárssprell í Hafnarborg

Óperettu-, söngleikja- og Vínartónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barýton og Tríó Reykjavíkur. Sunnudaginn 20. janúar kl. 20. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Nýr tónlistarsjóður stofnaður

KRAUMUR er heiti á nýjum tónlistarsjóði sem var stofnsettur í gær í Þjóðminjahúsinu. Sjóðurinn er á vegum velgerðarsjóðsins Aurora og verður tilraunaverkefni til þriggja ára. Meira
24. janúar 2008 | Myndlist | 246 orð

Ósýnileg hlutföll

Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13:00 til 17:00. Sýningu lýkur 6. febrúar. Aðgangur ókeypis. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Púað á Björk í Ástralíu

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tónleika í Gold Coast í Ástralíu síðastliðinn sunnudag. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni Big Day Out, en hún er haldin árlega á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Meira
24. janúar 2008 | Myndlist | 190 orð | 1 mynd

Rammpólitísk einlægni

Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-17. Sýningu lýkur 6. febrúar. Aðgangur ókeypis. Meira
24. janúar 2008 | Hugvísindi | 80 orð | 1 mynd

Rask á rökstólum málfræðinga

MÁLFRÆÐINGURINN Rasmus Kristján Rask ferðaðist um Ísland á árunum 1813-15 og lagði stund á rannsóknir á íslensku máli. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 468 orð | 1 mynd

Rómantísk rauðvínsstemning

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „FÆ ég ekki opnu í Morgunblaðinu?“ segir André Bachmann þegar blaðamaður hefur samband við hann út af plötu sem hann gaf út 22. desember sl. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 201 orð | 2 myndir

Sena með yfirburði á Tónlistanum

ÞAÐ eru litlar breytingar í efstu sætum Tónlistans þessa vikuna og ef ekki væri fyrir stökk Garðars Thórs Cortes upp í þriðja sætið mætti halda að við værum stödd viku fyrir jól en ekki í þriðju viku nýs árs. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Skyndibiti í beinni

FYRIRSÆTAN og þáttastjórnandinn Tyra Banks fær sér skyndibita ásamt John Edwards, frambjóðanda í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum, en uppákoman átti sér stað í beinni útsendingu frá sjónvarpsþætti Banks, The Tyra Banks Show, í fyrradag. Meira
24. janúar 2008 | Myndlist | 400 orð | 1 mynd

Smátíma í smátíma

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SÝNINGARRÝMIÐ Smátíma í kjallara Hljómalindarhússins á Laugavegi átti aðeins að vera þar í smátíma eins og nafnið gefur til kynna. Meira
24. janúar 2008 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Stjörnubjart

* Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur vandræðagangurinn við framleiðslu á kvikmyndinni A Journey Home , sem byggist á skáldsögunni Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, verið með ólíkindum. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Vinir Wagners með Wagner-bíó

AÐALFUNDUR Richard Wagner-félagsins verður haldinn á Þingholti, Hótel Holti, á sunnudag kl. 14. Að loknum aðalfundarstörfum verður myndin Das Erste eftir Doris Metz sýnd, í minningu Gudrunar Wagner sem lést seint á síðasta ári. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 559 orð | 2 myndir

Það er sál í 101

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LÁTÍÐ í bæ er yfirskrift á tónleikaveislu sem fer fram á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg um komandi helgi. Meira
24. janúar 2008 | Tónlist | 742 orð | 1 mynd

Öflugur tónlistarsjóður stofnaður

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TILKYNNT var um stofnun nýs tónlistarsjóðs í Þjóðminjasafninu í gær. Meira

Umræðan

24. janúar 2008 | Aðsent efni | 404 orð

Af heilum hug

HINN 8. janúar sl. beindi ég spurningum til stjórnenda Landspítalans um ýmislegt, sem snertir „útvistun“ (sem er fínt orð fyrir einkavæðingu) á störfum læknaritara á spítalanum. Hinn 13. janúar sl. Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 1206 orð | 1 mynd

Afturför að taka lækni af neyðarbíl

Eftir Kristínu Sigurðardóttur: "Með því að fjarlægja lækninn af vettvangi fyrstu viðbragða tel ég að vegið sé að öryggi sjúklinga." Meira
24. janúar 2008 | Blogg | 91 orð | 1 mynd

Andrea Ólafsdóttir | 22. janúar 2008 Þetta lýðræði... ...Það er ekki...

Andrea Ólafsdóttir | 22. janúar 2008 Þetta lýðræði... ...Það er ekki eins og þetta komi kannski á óvart... Meira
24. janúar 2008 | Blogg | 90 orð | 1 mynd

Baldur Kristjánsson | 23. janúar 2008 35 ár frá gosi í Eyjum! Þrjátíu og...

Baldur Kristjánsson | 23. janúar 2008 35 ár frá gosi í Eyjum! Þrjátíu og fimm ár eru frá gosinu í Heimaey. Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 287 orð

„Veldi að riða til falls?“

„VELDI Moggans að riða til falls? Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Enn rýfur forseti Alþingis friðinn

Steingrímur J. Sigfússon gerir athugasemdir við grein Sturlu Böðvarssonar: "Með greininni leggur Sturla Böðvarsson lykkju á leið sína til að viðhalda úlfúð og deilum." Meira
24. janúar 2008 | Bréf til blaðsins | 435 orð

Er samkeppniseftirlitið varðhundur kerfisins?

Frá Sigurði Lárussyni: "ÉG verð að taka það fram strax í upphafi að ég er ekki menntaður í lögum, sem e.t.v. veldur fáfræði minni." Meira
24. janúar 2008 | Bréf til blaðsins | 379 orð | 1 mynd

Hrikalegt er það

Frá Jóhannesi Eiríkssyni: "NÚ fuðra upp hlutabréfin smekklega prentuð á úrvals pappír, en vinnulýðurinn borgar í hærri vöxtum og verðbólgu. Kannski voru þetta skammtímabréf, enda skammtíma hugsun praktíseruð og flýtir enda mjög fyrir framkvæmdum." Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Í nafni fagurfræðinnar

Gísli Sigurðsson skrifar um Vesturlandsveg: "...verði hægt að koma í veg fyrir aukakostnað upp á nítján milljarða með því einu að strika hana út, mun vonandi hægt að segja að þessi síðasta borgarstjórnarbylting hafi þó ekki verið til einskis." Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 838 orð | 1 mynd

Oftrú á afskiptaleysi

Ragnar Önundarson fjallar um markaðinn, íbúðaverð og íbúðalán til einstaklinga: "Oft er rætt um sjálfstæði Seðlabankans. En getur nokkur verið sjálfstæður sem ekki hefur sjálfstæðar skoðanir? Bankinn eltir tískustrauma í hagstjórn." Meira
24. janúar 2008 | Blogg | 330 orð | 1 mynd

Sveinn Ingi Lýðsson | 23. janúar 2008 Álftnesingar sýna samtakamátt Sl...

Sveinn Ingi Lýðsson | 23. janúar 2008 Álftnesingar sýna samtakamátt Sl. föstudag var sent dreifibréf í hvert einasta hús á Álftanesi þar sem vakin var athygli íbúa á mjög alvarlegum ágalla í auglýstri deiliskipulagstillögu. Meira
24. janúar 2008 | Velvakandi | 406 orð | 1 mynd

velvakandi

Hugleiðing ÉG HEF verið að velta fyrir mér lífinu og tilverunni. Hvernig það er með smáfuglana. Ég keypti hollt og gott fóður fyrir þá. Meira
24. janúar 2008 | Blogg | 70 orð | 1 mynd

Þorsteinn Ingimarsson | 23. janúar Lækkun fasteignaskatta er lýðskrum...

Þorsteinn Ingimarsson | 23. janúar Lækkun fasteignaskatta er lýðskrum ...Það sem er illskiljanlegt er af hverju þarf að lækka fasteignaskattinn í stað þess að halda honum óbreyttum til tekjujöfnunar. Meira
24. janúar 2008 | Aðsent efni | 145 orð

Þær systur Lágkúra og Lygi

ÞAÐ er nú augljóst að örfáir fulltrúar í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna hafa blekkt Ólaf F. Magnússon til fylgis við sig með því að ljúga því að honum að þeir væru um það bil að mynda nýjan meirihluta með Vinstri grænum. Meira

Minningargreinar

24. janúar 2008 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

Kári Hermannsson

Kári Hermannsson fæddist í Keldudal í Skagafirði 24. janúar 1923. Hann lést á heimili sínu á Sauðárkróki 24. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkrókskirkju 29. desember. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2008 | Minningargreinar | 1949 orð | 1 mynd

Rebekka Theódórsdóttir

Rebekka Theódórsdóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Soffía Bjarnadóttir frá Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi, f. 13.10. 1890, d. 21.6. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2008 | Minningargreinar | 2403 orð | 1 mynd

Richardt Svendsen

Richardt Svendsen fæddist í Give Aars á Norður-Jótlandi í Danmörku 29. júní 1948. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar Richardts eru Hermann Olsen, f. 27. janúar 1923, og Alma Cederstom Svendsen, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2008 | Minningargreinar | 2751 orð | 1 mynd

Ríkharður Chan

Ríkharður Chan fæddist í Malasíu 3. september 1946. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Chan Kee Lin, f. í Malasíu 17. desember 1915, d. 27. október 1996, og Ho Thai, f. í Malasíu 23. september 1921. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. janúar 2008 | Sjávarútvegur | 316 orð | 1 mynd

Lítið sem ekkert finnst af loðnunni

ENN finnst lítið sem ekkert af loðnu, en brælan nú í vikubyrjun setti strik í reikninginn, bæði hvað varðaði loðnuveiðar og loðnuleit. Meira
24. janúar 2008 | Sjávarútvegur | 222 orð | 1 mynd

Rannsóknarsetrið Vör tekur nýtt húsnæði í notkun

VÖR, Sjávarrannsóknasetrið við Breiðafjörð, hefur flutt í nýtt húsnæði á Norðurtanga 3 í Ólafsvík. Um er að ræða140 fermetra rannsókna- og skrifstofuaðstöðu. Áður var Vör til húsa á Ennisbraut 1. Meira

Daglegt líf

24. janúar 2008 | Daglegt líf | 211 orð

Af Fischer og máti

Þegar hálfpirraður unglingur á heimilinu kom að skjánum og horfði á Vilhjálm halda tölu, þá gat hann ekki orða bundist. Bjargey Arnórsdóttir greip það á lofti: Dagur hættir, daprast sýn Djísús, borgin fallin? Meira
24. janúar 2008 | Daglegt líf | 407 orð | 2 myndir

akureyri

Það gerist fátt merkilegt í höfuðstað Norðurlands þessa daga. Ekki einu sinni skipt um meirihluta í bæjarstjórn; hér hefur sami meirihlutinn setið við völd allt frá kosningunum 2006. Er það ekki dálítið gamaldags? Meira
24. janúar 2008 | Neytendur | 1185 orð | 1 mynd

Hraðahindranirnar margar

Á Íslandi eru seldar hvað flestar breiðbandstengingar á hverja hundrað íbúa en hraðinn í niðurhali virðist ekki alveg vera í samræmi við það. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir og Árni Matthíasson kynntu sér málið. Meira
24. janúar 2008 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Ilmvatnsský og þunglyndi

Þunglyndi eða depurð veldur því að maður tapar lyktarskyninu og þær konur sem úða miklu magni af ilmvatni á sig gera sér ekki grein fyrir ilmvatnsskýinu í kringum sig því þær þjást af þunglyndi. Vefmiðillinn msnbc. Meira
24. janúar 2008 | Neytendur | 148 orð | 2 myndir

nýtt

Túnfiskur með chili og hvítlauk Ora hefur sett á markað túnfisk í þremur bragðtegundum – í vatni, í sætri chilisósu og með ólífuolíu, hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum. Túnfiskurinn er í nýjum og handhægum lofttæmdum umbúðum í 120 g bréfi. Meira
24. janúar 2008 | Ferðalög | 168 orð | 2 myndir

vítt og breitt

Páskaferð til Berlínar Express Ferðir bjóða upp á ferð til Berlínar dagana 17.-24. mars. Ferðin er farin undir fararstjórn Lilju Hilmarsdóttur og gefst fólki þar tækifæri til að kynna sér menningu, listir og sögu Berlínar og nágrennis. Meira
24. janúar 2008 | Neytendur | 604 orð

Þjóðlegur matur á þorranum

Krónan Gildir 24. jan.-27. jan. verð nú verð áður mælie. verð Danskar grísalundir 1.288 2.342 1.288 kr. kg Ungnautalund, dönsk 2.995 3.998 2.995 kr. kg Goða folaldakj. saltað/reykt m/beini 489 656 489 kr. kg Goða saltkjöt, ódýrt 299 449 299 kr. Meira
24. janúar 2008 | Ferðalög | 914 orð | 5 myndir

Ævintýraferð til Ekvador

Það var komið að því. Fjögurra mánaða dvöl minni sem sjálfboðaliði í Kostaríka var lokið og framundan, segir Gyða Erlingsdóttir, var ævintýri lífs míns, hálfs árs heimsreisa með einn bakpoka og þó nokkrar ferðahandbækur. Meira

Fastir þættir

24. janúar 2008 | Fastir þættir | 149 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Draumaspil. Norður &spade;KD93 &heart;ÁDG2 ⋄D643 &klubs;4 Vestur Austur &spade;74 &spade;G5 &heart;-- &heart;10876543 ⋄ÁK9872 ⋄G &klubs;G9876 &klubs;K32 Suður &spade;Á10862 &heart;K9 ⋄105 &klubs;ÁD105 Suður spilar 4&spade;. Meira
24. janúar 2008 | Fastir þættir | 405 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Högna Friðþjófssonar Reykjanesmeistari í sveitakeppni Sveit Högna Friðþjófssonar sigraði í Reykjanesmótinu í sveitakeppni sem fram fór um síðustu helgi í Hafnarfirði. Keppnin var jöfn og hörð allan tímann eins og títt er um þetta mót. Meira
24. janúar 2008 | Í dag | 336 orð | 1 mynd

Frá sjónarhorni barnanna

Sigríður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Hún lauk B.A.-prófi í almennum þjóðfélagsfræðum frá HÍ 1975 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumörkun velferðarþjónustu frá Háskólanum í Manchester 1979. Meira
24. janúar 2008 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér...

Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni. (Mark. 10,52. Meira
24. janúar 2008 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. Be3 Rc6 8. h3 a6 9. f4 Dc7 10. Bg2 Be7 11. De2 Rxd4 12. Bxd4 e5 13. Be3 exf4 14. Bxf4 Be6 15. 0-0-0 Rd7 16. h4 Re5 17. Bh3 0-0-0 18. g5 Kb8 19. gxh6 gxh6 20. Rd5 Bxd5 21. Hxd5 Bxh4 22. Meira
24. janúar 2008 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Opnuð hafa verið tilboð í ný vegagöng. Hvar? 2 Hvað eru margir borgarstjórar á launum þessa stundina? 3 Bandaríski seðlabankinn greip til neyðaraðgerða og lækkaði stýrivexti til að vinna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu. Hvað var lækkunin mikil? Meira
24. janúar 2008 | Fastir þættir | 281 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji telur ljóst að hann þarf að drífa sig í heimsókn á Háskólatorg og fá sér bollu og kaffi í Hámu, nýrri matsölu Félagsstofnunar stúdenta. Meira

Íþróttir

24. janúar 2008 | Íþróttir | 139 orð

Byrjuðum af krafti

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „VIÐ byrjuðum strax af mikill ákveðni og slógum Ungverja svolítið út af laginu,“ sagði Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir sigur á Ungverjum. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Chelsea aftur á Wembley

CHELSEA tryggði sér rétt til að leika til úrslita við Tottenham í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu með því að sigra Everton, 1:0, á Goodison Park í Liverpool í gærkvöld og þar með 3:1 samanlagt. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 527 orð

Danir eru í miklum ham

NOKKUÐ óvænt úrslit urðu í milliriðli I á Evrópumótinu í handknattleik í gær. Fyrir það fyrsta unnu Slóvenar lið Norðmanna, sem virðast heldur vera að missa flugið. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 211 orð

Dramatískur sigur Svía

SVÍAR unnu dramatískan sigur á Spánverjum, 27:26, í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik í Þrándheimi í gær. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 787 orð | 2 myndir

Eins og menn væru leystir úr álögum

„NÚ ER loksins allt orðið eðlilegt hjá íslenska liðinu. Það er fátt sem hægt er að setja út á og ég veit hreinlega ekki hvað fólk ætlar að tala um á morgun. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Er 30 kg léttari

„LOKSINS sigur og það skal ég viðurkenna að tilfinningin er óneitanlega miklum mun betri en síðustu daga,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handknattleik, í sjöunda himni eftir sigurinn á Ungverjum, 36:28, í Evrópumótinu í... Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 731 orð | 1 mynd

Er virkilega stoltur af strákunum

„LOKSINS tókst okkur að leika almennilegan leik í 60 mínútur og það tók okkur margar æfingar í dag fyrir þennan,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sigur landsliðsins á Ungverjum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Þrándheimi í gær, 36:28. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 361 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Páll Guðlaugsson , sem þjálfaði lið Leifturs og Keflavíkur í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sínum tíma, er kominn aftur í íslenska fótboltann, eftir rúmlega sjö ára fjarveru. Hann var í gær ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Leiknis á Fáskrúðsfirði . Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 327 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Einar Hólmgeirsson og Jaliesky Garcia voru ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins gegn Ungverjum í gær. Einar hafði tekið þátt í fjórum fyrstu leikjum landsliðsins í mótinu. Í stað Einars kom Sverre Jakobsson inn í hópinn. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Frakkar ósigraðir

Evrópumeistarar Frakka gulltryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins þegar þeir unnu Þjóðverja, 26:23, í hörkuleik í Þrándheimi. Ljóst var strax í upphafi að ekkert yrði gefið eftir í leiknum. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 163 orð

Gylfi æfir með Brann

GYLFI Einarsson er í dag væntanlegur til Bergen þar sem hann mun æfa með Brann, Noregsmeisturunum í knattspyrnu, til að sýna sig og sanna. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 957 orð

HANDKNATTLEIKUR EM í Noregi Ísland – Ungverjaland 36:28...

HANDKNATTLEIKUR EM í Noregi Ísland – Ungverjaland 36:28 Spektrum-íþróttahöllin í Þrándheimi, Evrópukeppni landsliða, milliriðill B, miðvikudagur 23. janúar 2008. Gangur leiksins : 1:0, 1:2, 3:4, 3:6, 4:8, 6:8, 8:10, 10:11, 11:! Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Keflavík vann Suðurnesjaslaginn stórt

KEFLAVÍK, KR og Grindavík eru jöfn og efst á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik eftir úrslit gærkvöldsins. Keflavík vann þá stórsigur á Grindavík í toppslag, 95:72, og KR hafði betur gegn Fjölni í heimsókn í Grafarvoginn, 68:58. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 219 orð

Kemst Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna í dag?

ÍSLAND gæti í dag hreppt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, jafnvel þótt leikurinn gegn Spánverjum í Þrándheimi færi á versta veg. Ef niðurstaðan úr milliriðlunum verður sú að Danir og Króatar fari áfram úr 1. riðli og Frakkar og Þjóðverjar úr 2. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 544 orð | 1 mynd

Kraftur og sjálfstraust

„VIÐ getum kallað þennan leik minn það, að með honum hafi ég svarað gagnrýnisröddum, en málið snýst hins vegar ekkert um það í mínum huga að vera að svara einhverjum sem hafa verið að gagnrýna mig. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 135 orð

Leikmannasamtök í undirbúningi

LEIKMANNASAMTÖK eru í undirbúningi hjá handknattleikslandsliðunum í Evrópu. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 153 orð

Meiri vilji hjá okkur en áður

,,ÞETTA var góður sigur og gaman að ná að sigra, bæði fyrir okkur sjálfa og íslensku þjóðina. Við vorum í smá veseni í byrjun en það var eins og viljinn væri meiri í liðinu en áður. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 227 orð

Möguleiki á leik um sjöunda sæti

EFTIR stórsigurinn á Ungverjum í Þrándheimi í gærkvöld á íslenska landsliðið í handknattleik möguleika á því að leika um sjöunda sætið á Evrópumótinu. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 147 orð

Ragna best í Reykjavík

RAGNA Ingólfsdóttir úr TBR var í gær útnefnd Íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2007. Ragna varð þrefaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu og vann tvö alþjóðleg mót. Hún komst hæst í 37. sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna og var í 53. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Serbar í fremstu röð í Melbourne

Roger Federer frá Sviss getur jafnað met Pete Sampras frá Bandaríkjunum ef hann sigrar á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 832 orð | 2 myndir

Snorri Steinn og Hreiðar fóru á kostum

ÍSLENSKA landsliðið frá a til ö tók sig svo sannarlega saman í andlitinu gegn Ungverjum í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu. Eftir tvo dapra leiki í röð sýndi liðið svo sannarlega hvað í því býr og vann glæsilegan sigur, 36:28. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 636 orð | 1 mynd

Tom Brady og samherjar einum sigri frá fullkomnun

ÞAÐ verða New England Patriots og New York Giants sem mætast í 42. Ofurskálarleiknum í NFL-ruðningsdeildinni þriðja febrúar. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 407 orð | 2 myndir

Viljinn var svo mikill að vinna

,,ÞETTA hikstaði svolítið í byrjun hjá okkur. Menn voru kannski fullákveðnir í að komast í snertingu en um leið og við fórum í gömlu góðu 6:0 vörnina þá áttu Ungverjarnir ekki möguleika,“ sagði Sigfús Sigurðsson við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Ungverjum. Meira
24. janúar 2008 | Íþróttir | 88 orð

Þrenna á þremur mín.

SERBINN Mateja Kezman skoraði þrennu fyrir tyrkneska knattspyrnuliðið Fenerbache á aðeins þremur mín. er það vann Alanyaspor örugglega í bikarleik, 10:3. Kezman skoraði mörkin þrjú á 77. til 80. mín. Meira

Viðskiptablað

24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 279 orð | 1 mynd

20% verðhrun frá áramótum

ÚRVALSVÍSITALA íslensku kauphallarinnar lækkaði um 4,5% í viðskiptum gærdagsins og hefur nú alls lækkað um fimmtung, eða 20,1%, frá áramótum. Vísitalan stóð í lok dags í 5.051 stigi en hún fór innan dagsins í fyrsta skipti undir 5. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 615 orð | 1 mynd

Aðstoðar íslenska fjárfesta að kaupa fasteignir í Berlín

Örn Viðar Skúlason veitir fyrirtækjaráðgjöf hjá SPRON Verðbréfum forstöðu, og er að hluta til kominn á fornar slóðir í Berlín, líkt og Björn Jóhann Björnsson komst að í spjalli við hann. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 81 orð

AppliCon kaupir sænskt fyrirtæki

APPLICON AB í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur skrifað undir samning um kaup á öllum hlutabréfum í sænska fyrirtækinu Marquardt & Partners AB. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 239 orð | 1 mynd

Askar hafa afskrifað 800 milljónir króna

TRYGGVI Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, segir að fjárfestingarbankinn standi sterkum fótum þrátt fyrir óróann á fjármálamörkuðum. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 3271 orð | 8 myndir

Áhugaverðir fjárfestingarkostir

Hinn almenni fjárfestir stendur ráðþrota gagnvart óróanum á fjármálamarkaði og velta sumir fyrir sér hvort best sé að halda að sér höndum. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 49 orð | 1 mynd

Áhyggjur í Davos

ÁRLEGA heimsviðskiptaráðstefnan í Davos í Sviss er nú í fullum gangi. Meðal umræðuefna er órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem fram hafa komið verulegar áhyggjur af stöðu efnahagsmála í heiminum. Tony Blair, fv. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 62 orð

Álagið fer enn hækkandi

LÁNAKJÖR íslensku bankanna á alþjóðamarkaði fara enn versnandi en skuldatryggingarálag þeirra heldur áfram að hækka. Álag Kaupþings lá í gær í kringum 573 punkta, eða 5,7%, og álag Landsbankans í kringum 325 punkta. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 380 orð | 1 mynd

Álitleg smásölukeðja í Tókýó og góður amerískur apótekari

Elín Jónsdóttir mælir með hlutabréfum í nokkrum af þeim félögum sem Arev fylgist helst með nú um stundir: * Pier 1 Imports „Félagið selur húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 58 orð

Bretar lifa vel um efni fram

FIMM milljónir Breta lifa langt um efni fram og viðhalda neyslunni með úttektum á kreditkortum, að því er fram kemur í nýrri viðamikilli rannsókn á vegum vefsíðunnar uSwitch.com. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 184 orð | 2 myndir

Breytingar hjá móðurfélagi Vistor

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Veritas Capital hf., sem á m.a. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Djúpri lægð spáð í Davos

ÓTTINN á fjármálamörkuðunum hefur einnig gripið um sig meðal gesta á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss um að djúp lægð sé framundan hjá helstu hagkerfum heims. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 316 orð

Ekkert gengur hjá Metro

REKSTUR sumra fríblaða í Bandaríkjunum hefur ekki gengið sem skyldi, samkvæmt grein í tímaritinu The Economist. Þar er bent á að sænska fyrirtækið Metro International skili enn taprekstri eftir sjö ár á bandaríska markaðnum. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 120 orð

Evran komin í 98 krónur og aldrei verið hærri

GENGI íslensku krónunnar veiktist um 1,7% í gær og endaði gengisvísitalan í 128,5 stigum. Gengi evrunnar fór yfir 98 krónur innan dagsins en endaði í 97,57 kr. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 192 orð

FME með 60 sektir frá 2004

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ, FME, hefur frá árinu 2004 sektað í yfir 60 málum sem komið hafa til meðferðar hjá stofnuninni. Hafa sektarfjárhæðir numið frá 50 þúsund krónum upp í 15 milljónir króna. Hæsta sekt getur numið 50 milljónum króna lögum samkvæmt. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 253 orð | 1 mynd

Forystusauðurinn?

Viðbrögðin á alþjóðamarkaði gefa til kynna að enn er horft til Bandaríkjanna sem forystusauðar meðal hagkerfa heimsins. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 164 orð

Gengið í takt við markaðina

Strákunum okkar í handboltalandsliðinu hefur ekki gengið sem skyldi á Evrópumótinu í Noregi, eða þar til loks í gærkvöldi að góður sigur vannst loks á Ungverjum. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Gömul tækni til bjargar

SÍHÆKKANDI olíuverð hefur haft umtalsverð áhrif á fjölda atvinnugreina, enda er eldsneytiskostnaður stór hluti í rekstrarkostnaði margra fyrirtækja. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 131 orð | 1 mynd

Hundurinn þinn vill steik

LÍKLEGA eru flestir, að nokkrum ofuráhugasömum hundaeigendum frátöldum, sammála um að hundar eru ekki flóknar verur, andlega séð. Þarfir þeirra eru einfaldar og, að því er mætti halda, fyrirsjáanlegar. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 560 orð | 2 myndir

Hvað eiga kreditkort og sokkar sameiginlegt?

Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com Tilboð, tilboð...20% afsláttur...“ glumdi í eyrum mér er ég kveikti á útvarpinu rétt áður en hádegisfréttir Ríkisútvarpsins áttu að hefjast. „Enn meiri verðlækkun... Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 76 orð

Jákvæðni í garð ÍLS

NIÐURSTÖÐUR viðhorfskönnunar Capacent virðast benda til að mikill meirihluti almennings sé jákvæður í garð Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og telji að sjóðurinn eigi að starfa áfram í óbreyttri mynd. Þannig sögðust 80% svarenda vera jákvæð í garð sjóðsins. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 92 orð

Landsbankinn hækkar verðbólguspá í 6%

GREINING Landsbankans hefur endurskoðað fyrri verðbólguspá fyrir janúarmánuð og telur að endanleg vísitala neysluverðs fyrir janúar muni hækka um 0,1% frá fyrri mælingu í byrjun janúar. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 259 orð | 1 mynd

Mál til komið að endurmeta peningamálastefnu?

SEÐLABANKINN hefur lagt of mikla áherslu á gengi krónunnar við vaxtaákvarðanir sínar og hefur það haft óæskileg áhrif til veikingar peningastefnunnar, að mati Friðriks Más Baldurssonar, en þetta kom fram í erindi hans um peningastjórnun í málstofu... Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 140 orð | 1 mynd

Morten Lund biðlar til fjárfesta

DANSKI kaupsýslumaðurinn Morten Lund, sem keypti á dögunum 51% hlut af Dagsbrun Media í Nyhedsavisen , hefur sent tölvupóst til fjárfesta með „djúpa vasa“ til að kanna áhuga þeirra á að fjárfesta með honum í danska fríblaðinu. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 83 orð

Novator kaupir meira í finnsku sportfyrirtæki

FINNSKI armur Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í íþróttavöruframleiðandanum Amer Sports Corporation í 20,3%. Meðal vörumerkja sem fyrirtækið framleiðir eru Salomon, Wilson, Precor, Atomic og Suunto. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 280 orð | 1 mynd

Rauður dagur í evrópskum kauphöllum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MARKAÐIR lækkuðu víðast hvar í heiminum í gær og var í mörgum tilfellum um umtalsverðar lækkanir að ræða. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 101 orð | 1 mynd

Ráðgjöf við kaup af Cadbury

STAMFORD Partners, fjárfestingabanki sem er í helmingseigu Straums, veitti ráðgjöf við kaup Tangerine Confectionary Ltd. á sælgætisverksmiðju í eigu Cadbury Schweppes, stærsta sælgætisframleiðanda heims. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 346 orð | 1 mynd

Rætt um markaðssetningu og netviðskipti

ALÞJÓÐLEG ráðstefna, RIMC 2008, verður haldin í byrjun febrúar um markaðssetningu og viðskipti á netinu. Að ráðstefnunni standa mbl.is og Nordic eMarketing, en fyrirlesarar eru erlendir og innlendir sérfræðingar. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 1025 orð | 2 myndir

Sextíu ára óveðrið

Eftir George Soros Efnahagskreppan, sem nú er skollin á eftir að húsnæðislánablaðran sprakk í Bandaríkjunum, markar einnig endalok gríðarlegrar þenslu lausafjár, sem hefur byggst á stöðu dollarans sem alþjóðlegs gjaldmiðils. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 75 orð | 1 mynd

Straumur stækkar í Stokkhólmi

STRAUMUR Burðarás Fjárfestingabanki hyggst efla starfsemi sína í Stokkhólmi með ráðningu þriggja nýrra yfirmanna. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 160 orð | 1 mynd

Strætófyrirtæki gefur út „Leiðarvísi fyrir bjána“

ÞEIM fjölgar sem spá niðursveiflu, ef ekki kreppu, í bresku efnahagslífi á næstu misserum og mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á neysluvenjur og hegðun almennings. Meira
24. janúar 2008 | Viðskiptablað | 1247 orð | 2 myndir

Veðjað á gengislækkun

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ör lækkun úrvalsvísitölu kauphallarinnar á undanförnum vikum hefur orðið mörgum yrkisefni enda vart ofsögum sagt að hún hafi verið eitt helsta fréttaefni fjölmiðla að undanförnu. Meira

Annað

24. janúar 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

10 milljónir WoW-spilara

Vinsælasti netleikur heimsins er án nokkurs vafa World of Warcraft, eða WoW eins og hann er kallaður í daglegu tali leikmanna. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

19. apríl

Þá er það orðið opinbert að hinn velski Joe Calzaghi mætir Bandaríkjamanninum Bernard Hopkins í hringnum þann 19. apríl og annar staður en Las Vegas kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

1 árs fangelsi

„Hver sem lætur af hendi eða heitir greiðslu eða öðrum ávinningi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári,“ segir í nýju frumvarpi til breytingar á hegningarlögum sem lagt var fram í vikunni. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

50 konur á 100 árum

Hundrað ár eru síðan konur settust fyrst í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fyrsta málið sem konur lögðu fram í borgarstjórn sneri að sundkennslu... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 8 orð

Afmæli í dag

Edith Wharton rithöfundur, 1862 Ernest Borgnine leikari, 1917 Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 266 orð | 1 mynd

Allt að verða klárt í Kína

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það verður seint sagt um Kínverja að þeir spýti ekki vel í lófa þegar á þarf að halda. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 190 orð | 2 myndir

Auðir seðlar það eina sem gildir

„Af hverju ætti maður að vilja eyðileggja atkvæðið sitt,“ er það sem oftast er sagt við mig þegar ég segi fólki hvað ég er hrifinn af því að skila auðu í kosningum. Nú getur hver sem opnar fjölmiðil séð það sem ég vissi alltaf. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 174 orð | 1 mynd

Aurora ráðstafar 210 milljónum í styrki

Stjórn Auroru, velgerðarsjóðs hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, kynnti í gær þá ákvörðun sína að ráðstafa alls 210 milljónum króna til fjögurra verkefna við fyrstu styrkveitingu sjóðsins. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 385 orð | 1 mynd

Ágengt gamanleikrit á Smíðaverkstæðinu

Vígaguðinn er nýtt leikrit eftir franska leikskáldið Yasminu Reza en það verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Það fjallar um tvenn hjón sem hittast til þess að ræða um deilur á milli sona þeirra. Allir ætla að koma vel fram en vegna undirliggjandi spennu fer fundurinn úr böndunum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 248 orð | 1 mynd

Ávöxtun á verðbréfamarkaði

Sífellt færist í aukana að einstaklingar kjósi að ávaxta fé sitt á verðbréfamarkaði. Sögulega séð hefur fjárfesting í hlutabréfum t.a.m. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 52 orð

„Ísland vs. Ungverjaland, reikna með stóru tapi. Að reikna með að...

„Ísland vs. Ungverjaland, reikna með stóru tapi. Að reikna með að Ísland standi sig á stórmóti er eins og að reikna með að Rick Astley komist á toppinn aftur. ... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 339 orð | 1 mynd

„Puðuðum eins og konur gera“

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 46 orð

„...skiptir engu máli hvað íþróttafréttamenn láta út úr sér við...

„...skiptir engu máli hvað íþróttafréttamenn láta út úr sér við lýsingar? [Adolf Ingi]... missti sig enn og aftur... að lýsa leik Íslands og Þýskalands... nú voru það dómararnir sem voru norskar kellingar. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

„Stórkallalegar yfirlýsingar“

„Ábyrgð fasteignaeigenda og verktaka vegna byggingaframkvæmda og sprenginga er mjög rík. Ábyrgðin er þeirra verði tjón á granneign af þeirra völdum.“ Þetta segir Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 439 orð | 1 mynd

„Vistarbandinu ekki aflétt“

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Í nýju frumvarpi til laga um atvinnuréttindi útlendinga er m.a. lagt til að tímabundin atvinnuleyfi verði gefin út á nafni einstaklingsins en leyfið verði skilyrt við ákveðinn atvinnurekanda. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 49 orð

„Það er svosem ekki til að gantast með, en stjörnustatus Heath...

„Það er svosem ekki til að gantast með, en stjörnustatus Heath Ledger er hér með svo gott sem gulltryggður. Sagan sýnir og sannar að ekkert gerir frama fólks eins gott eins og ótímabært en um leið heppilega tímasett dauðsfall. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

BG og Ingibjörg

Lagið „Þín innsta þrá“ hlaut yfirburðakosningu þegar besta ísfirska dægurlagið var valið á bb.is. Fimm lög voru í boði en sigurlag BG og Ingibjargar frá árinu 1970 vann mjög öruggan... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 531 orð | 2 myndir

Bindum kolefni

Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, binda örfoka land og byggja upp vistkerfi á lífssnauðum svæðum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Bjórinn verður dýrari

Vífilfell hefur sent frá sér tilkynningu um að vegna hækkunar aðfanga neyðist fyrirtækið til að hækka verð vara sinna töluvert. Meðalhækkun óáfengra drykkja er 5,5%, en bjór hækkar að meðaltali um 9,5%. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Bobby Fisher hefur kannski yfirgefið þessa jörð en andi hans svífur enn...

Bobby Fisher hefur kannski yfirgefið þessa jörð en andi hans svífur enn yfir vötnum. Margir vilja setja einhvern minnisvarða um þennan merka mann og þeirra á meðal er listneminn og blaðamaðurinn Símon Birgisson. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 116 orð | 1 mynd

Brúnaþungir vegna efnahagsmála

Áhyggjur af efnahagsmálum heimsins yfirskyggja aðra umræðu á heimsviðskiptaráðstefnunni sem hófst í Davos í Sviss í gær. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Bæði Sigmundur Ernir og Svanhildur Hólm hafa stært sig af því að Stöð 2...

Bæði Sigmundur Ernir og Svanhildur Hólm hafa stært sig af því að Stöð 2 hafi fyrst allra greint frá raunum styttugerðarmannsins í ráðhúsinu sem hefur ekki undan að gera brjóstmyndir af borgarstjórunum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 181 orð | 1 mynd

Dregur úr streitu, eykur vellíðan

Alþjóðlegu mannræktar- og sjálfboðaliðasamtökin The Art of Living bjóða upp á sex daga jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið sem hefst fimmtudaginn 31. janúar. „Námskeiðið samanstendur aðallega af öndunaræfingum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Dunst hannar eigin fatalínu

Kirsten Dunst hefur tekið höndum saman við aðstandendur fatamerkisins Lutz + Patmos með það fyrir augum að setja á laggirnar eigin fatalínu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 179 orð | 1 mynd

Efast um hagræðissjónarmið

Bæjarstjórn Akraness fundaði í gær vegna fyrirhugaðra uppsagna HB Granda á öllum starfsmönnum fyrirtækisins í landvinnslu á Akranesi. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Engin gæludýr í strætó

Breti sem teymir unnustu sína á eftir sér í ól hefur sakað strætisvagnastjóra um hafa mismunað parinu með því að meina því inngöngu í vagninn. Segir konan ólina vera mikilvægan hluta lífs síns. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Él sunnan- og vestantil

Suðlæg átt, víða 8-13 m/s og él sunnan- og vestantil, en annars skýjað með köflum. Dregur úr vindi undir kvöld, en snýst síðan í NA 8-13 á SV-landi með snjókomu. Frost 0 til 6 stig, en kaldara til... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 173 orð | 1 mynd

Fasteignasalar fái tímakaup

Ótækt er að fasteignasalar fái greitt í hlutfalli við verð fasteigna sem umbjóðendur þeirra selja. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 397 orð | 1 mynd

Fasteignasalinn líka í súpunni

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Búist er við hrinu ákæra á hendur fasteignasölum og -ráðgjöfum í Bandaríkjunum, þar sem æ fleiri nýjum húseigendum finnst þeir hafa verið plataðir til að kaupa á yfirverði. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Flaugum skotið við Frakkland

Rússneskar sprengiflugvélar hafa skotið eldflaugum undan Frakklandsströndum. Herma heimildir innan rússneska hersins að þetta sé hluti af heræfingum sem skipulagðar hafa verið í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

Flytja inn dóp

Hávar Sigurjónsson frumsýnir um helgina nýtt leikrit sitt, Halla og Kári, sem er í gamansöm tón en fjallar um alvarlegt mál þar sem nútímapar freistast til að flytja inn fíkniefni til að... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Flytur vegna Britney Spears

Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney hefur neyðst til að skipta um húsnæði vegna skrílsláta sem fylgja nágrannakonu hans, Britney Spears. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 232 orð | 1 mynd

Fólk hefur verið sofandi á verðinum

„Það má ekki gleyma þeim skapandi hlutum þeirri miklu sál sem miðbærinn hefur að geyma. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Fólk streymir yfir

Þúsundir Palestínumanna hafa flúið af Gasasvæðinu eftir að fjöldi sprengna felldi múr sem skilur svæðið frá Egyptalandi. Eldsneyti, matvæli og aðrar nauðsynjavörur hefur skort á Gasa síðan Ísrael lokaði svæðið af. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Frestur Arnarfells rennur út í dag

Frestur Arnarfells til að semja við lánardrottna sína, Landsbankann og Lýsingu, rennur út í dag. Verktakafyrirtækið byggir Hrauna- og Ufsárveitu Kárahnjúkavirkjunar. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 403 orð | 1 mynd

Fyrsta skipið með vetnisvél

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl næstkomandi, verður hvalaskoðunarbáturinn Elding fyrsta farþegaskipið í heiminum með ljósavél sem gengur fyrir vetni. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 84 orð | 1 mynd

Fyrsti karlformaður jafnréttisnefndar

Steingrímur J. Sigfússon var í gær valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins en Steingrímur er fyrsti karlmaðurinn til að sinna formennsku í nefndinni. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 284 orð | 1 mynd

Fær glimrandi dóma fyrir Empire Fall

Elíza Newman er kát og glöð þessa dagana því fyrsta sólóplata hennar, Empire Fall, er að fá mjög góða dóma á erlendum tónlistarvefjum. Um er að ræða síðurnar Collected Sounds (www.collectedsounds.com) og Room Thirteen (www.roomthirteen. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 99 orð | 1 mynd

Gleður með litum

Ég er á haus að vinna fyrir sýninguna mína á Sólon 9. febrúar,“ svarar Mæja listmálari og segir: „Þar verða stórar akrýlmyndir því þetta er nýtt upphaf. Nýtt ár og margt búið að breytast hjá mér.“ Málar þú ennþá álfa? Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Gruna Páfagarð um græsku

Vatíkanið hefur verið sakað um að vinna gegn ríkisstjórn Romanos Prodis á Ítalíu. Ríkisstjórnin, sem hefur nauman meirihluta í öldungadeild þingsins, nýtur ekki lengur stuðnings kristilegs demókrataflokks Clemente Mastella. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Guillemots gefa út aðra plötu

Önnur plata hljómsveitarinnar Guillemots er væntanleg í mars og mun heita „Red“. Hún fylgir eftir þeirra fyrstu plötu frá 2006 sem bar heitið „Through The Windowpane“. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Hefndarhugur

Hefndarhugur ræður för eða snilli í stjórnmálum. En hvað með velferð borgaranna og þau verkefni sem við bíðum eftir að verði framkvæmd. Á hvaða forsendum fengu sjálfstæðismenn sín atkvæði? Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 151 orð | 1 mynd

Helmingur mótmælir

Um helmingur Álftnesinga yfir átján ára aldri skrifaði sig á undirskriftalista gegn deiliskipulagi bæjarins sem afhentir voru Sigurði Magnússyni bæjarstjóra um tvöleytið í gær. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Hitaeiningar upp á borðið

Borgaryfirvöld í New York íhuga að þvinga skyndibitastaðakeðjur til að birta hitaeiningainnihald hvers réttar á matseðlinum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 157 orð | 1 mynd

Hljóðver Noel Gallagher falt

Upptökuverið þar sem breska sveitin Oasis tók upp plötu sína Heathen Chemistry frá árinu 2002 er nú til sölu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Hot Chip gerir hipphopp

Hljómsveitin Hot Chip hefur látið í veðri vaka að hún sé á leið í hljóðver að taka upp lag eftir Snoop Dogg. Sveitin spilaði lagið Sensual Seduction í beinni útsendingu í útvarpi, og stofnandi Hot Chip, Joe Goddard, sagði að til stæði að taka lagið upp. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 397 orð | 1 mynd

Hvað er í innkaupakörfunni?

Matur er eitthvað sem við getum ekki verið án og stór fjölskylda getur eytt allt að 100 þúsund kr. á mánuði í matarinnkaup. Það er því gott að skipuleggja þennan útgjaldalið sem best til að koma í veg fyrir aukakostnað. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 117 orð | 1 mynd

Í lagi að plata kirkjuskóla

Ekki er hægt að sakast við foreldra sem gera sér upp kristilega lífssýn til að koma börnum sínum í betri skóla, segir breski íhaldsmaðurinn David Cameron. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Jarðskjálftar í Grindavík réna

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni við Grindavík en að sögn jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 50 jarðskjálftar á svæðinu á þessum sólarhring. Tveir snarpir skjálftar urðu við Grindavík í fyrrinótt og mældust fjórir á Richter. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Katie klæðir gesti sína upp

Katie Holmes fór heldur ótroðnar slóðir í veislu sem hún hélt á heimili sínu í Colorado á dögunum. Ralph Lauren var látinn hanna föt á alla gestina auk þess sem húsið var innréttað eftir stíl hönnuðarins. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Kaupmáttur dregst saman

Launahækkun á milli nóvember og desember var sú lægsta síðan í desember 2006 og má það samkvæmt greiningardeild Landsbankans rekja til þess að kjarasamningar eru framundan. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 370 orð | 1 mynd

Kemur krökkum á góða hreyfingu

Skólahreysti er hafin í fjórða sinn og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Um 500 nemendur taka þátt og koma þeir úr nær öllum grunnskólum landsins. Hróður keppninnar hefur einnig borist út fyrir landsteinana. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Kevin Federline besti faðirinn

Fyrrum eiginmaður Britney Spears, Kevin Federline, var á dögunum útnefndur pabbi ársins af tímaritinu Details, en hann hefur sem kunnugt er haft forræði sonanna Jayden James og Sean Preston eftir að Britney náði nýjum hæðum í forræðisdeilunni með... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 378 orð | 1 mynd

Kjarnavopn til forvarnar

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Vesturlönd verða að vera viðbúin að beita hnitmiðuðum kjarnorkuárásum til að berjast gegn útbreiðslu hvers kyns gereyðingarvopna, segir í skýrslu sem kynnt var fyrir Atlantshafsbandalaginu í vikunni. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 271 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

F ráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur segir að Ólafur F. Magnússon hafi verið blekktur til samstarfs við sjálfstæðismenn. Dagur B. Eggertsson telur þetta blasa við. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Lausn á verkfalli í augsýn

Félag handritshöfunda og samtök sjónvarps- og kvikmyndaframleiðenda í Hollywood hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt er að félögin muni setjast aftur að samningaborðinu til að athuga hvort hægt sé að ná umræðugrundvelli í deilunni þeirra á... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Lee og Magni

Rokkguðinn Tommy Lee kemur á klakann um helgina. Jón Atli Helgason sem skipuleggur komu rokkarans til landsins, segir hann hafa sent póst vegna Magna. Tommy Lee hafi spurt hvort Magnificent yrði ekki örugglega á Nasa þegar hann... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Lengi hefur gengið orðrómur um að rjóminn af handrukkarastétt landsins...

Lengi hefur gengið orðrómur um að rjóminn af handrukkarastétt landsins búi í Vogum á Vatnsleysuströnd og eiga þessir menn að halda sveitarfélaginu í ógnargreipum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Litgreindir í X-B

Hugsjónir Framsóknarflokksins eru óljósar, svo að ekki sé meira sagt, og völdin orðin að engu. Fyrir hvað á að berjast? Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

Marilyn skilur við Miller

Á þessum degi árið 1961 skildi Marilyn Monroe við þriðja eiginmann sinn, leikskáldið Arthur Miller. Þau höfðu verið gift í rúm fjögur ár. Hann hafði skrifað handritið að kvikmyndinni The Misfits, sem gerð var árið 1960, með hana í huga. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Matarútgjöldin lækkuð

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, varaformaður Neytendasamtakanna, segir að gott sé að gera matseðil fyrir vikuna vilji menn spara í matarinnkaupum. Ekki á að fara svangur út í... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

McRae minnst

Skipuleggjendur heimsmeistaramótsins í ralli ætla að minnast Skotans Colin McRae sem lést á síðasta ári í þyrluslysi. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Megadæmi hjá FM

Ég er að undirbúa Hlustendaverðlaun FM 957 sem verða haldin í Háskólabíói 8. mars. Það byrjar allt með rauða dreglinum upp úr hálfníu en þetta verður non stop verðlaunaafhending. Þarna verður fullt af hljómsveitum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Meiri tafir við Reykjanesbraut

Ekki náðist samkomulag um að halda áfram framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar (Strandarheiði – Njarðvík) á fundi Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka í gær. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 91 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi banka...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi banka, fyrir 1,97 milljarða. Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, en þau hækkuðu um 4,15%. Næstmest var hækkunin í Alfesca, um 0,15%. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Mikil keyrsla

Við byrjuðum um síðustu helgi á Broadway með George Michael-sýninguna og það er tóm gleði. Framundan eru tíu sýningar,“ svarar Friðrik Ómar söngvari. Færðu ekki leiða á að syngja alltaf sömu lögin? Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Mikill munur á mælagjaldi

Mælagjald vegna húshitunar (einnig kallað fastagjald) getur verið mishátt á milli byggðarlaga, jafnvel hjá sömu hitaveitu. Hér er miðað við leigu á 15 mm mæli og er munur á hæsta og lægsta verði 253%. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 51 orð

Mismuna samkynhneigðum

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fellt dóm gegn franska ríkinu í máli konu sem meinað var að ættleiða barn vegna þess að hún var samkynhneigð. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 305 orð | 1 mynd

Mótmæla við jarðarför Ledger

Öfgafullur bandarískur trúarhópur hyggst mótmæla við útför leikarans Heath Ledger vegna þess að hann lék samkynhneigðan kúreka í Brokeback Mountain. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Mætir ekki á Óskarinn

Leikarinn og Íslandsvinurinn Viggo Mortensen hyggst ekki mæta á Óskarsverðlaunahátíðina, sem haldin verður í næsta mánuði, ef ekki verður búið að leysa verkfall handritshöfunda í Hollywood. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Neytendastofa hyggst birta verðið

Neytendastofa hyggst birta gjaldskrá tannlækna til að neytendur geti borið saman verð þeirra. „Persónuvernd taldi að samkvæmt lögum um hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins væri það ekki hennar að birta gjaldskrána, heldur Neytendastofu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 34 orð

NEYTENDAVAKTIN Mælagjald hjá hitaveitum Hitaveita Verð Verðmunur...

NEYTENDAVAKTIN Mælagjald hjá hitaveitum Hitaveita Verð Verðmunur Hitaveita Suðurnesja 4.759 Orkuveita Reykjavíkur 7.851 49 % HS Vestmannaeyjum 11.953 127 % RARIK Blönduósi 13.515 157 % Norðurorka 15.491 195 % RARIK Búðardal 18. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Opna Bókaútgáfuna Opnu

Bókaútgáfan Opna er nýtt útgáfufélag sem stofnað var í gær, miðvikudag. Stofnendur þess eru þau Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson en bæði hafa þau mikla reynslu af bókaútgáfu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 149 orð | 1 mynd

Ódýr matseðill fyrir alla

Vefsíðan www.hillbillyhousewife.com er stútfull af sparnaðarráðum fyrir heimilið. Síðan er rekin af Susanne, bandarískri húsmóður, sem segir að allar uppskriftirnar séu margreyndar í eldhúsi þar sem allt er morandi af börnum og gæludýrum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 355 orð

Pólitískur pyttur

Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi og flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, eru í erfiðri stöðu vegna þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið um fatakaup á Björn Inga fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Ragna íþróttamaður Reykjavíkur

Badmintondrottningin Ragna Ingólfsdóttir var í gær valin íþróttamaður Reykjavíkur 2007 og fékk hún af því tilefni bæði bikar og 150 þúsund króna styrk. Allir sem fylgst hafa með íþróttum þekkja Rögnu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 103 orð

Ráðstefna um netauglýsingar

Alþjóðleg ráðstefna, RIMC 2008, verður haldin í byrjun febrúar um markaðssetningu og viðskipti á netinu. Að ráðstefnunni standa mbl.is og Nordic eMarketing, en fyrirlesarar eru erlendir og innlendir sérfræðingar. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Regluleg hreyfing í vinnunni

Þeir sem vinna starf sem felur í sér litla hreyfingu og kyrrsetu ættu að temja sér að standa á fætur öðru hverju til að hreyfa sig aðeins og koma blóðinu á hreyfingu. Ef menn hafa tök á er upplagt að bregða sér í stutta gönguferð, til dæmis í hádeginu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 177 orð | 1 mynd

Reykingaklefi vekur athygli

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 20 orð | 1 mynd

Reykingaklefi vekur athygli

Sænskir reykingaklefar vekja athygli hér á landi. Stór fyrirtæki íhuga kaup á slíkum klefa til að koma upp í... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 319 orð | 2 myndir

RÚV hyggst ekki reka hliðarrás

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Óánægja vegna árekstra dagskrárefnis við fréttir RÚV er gömul tugga og ný, sérstaklega nú þegar stórmót líkt og EM í handbolta ber að garði. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

RÚV og ein rás

Óánægja vegna árekstra dagskrárefnis við fréttir RÚV kom upp í enn eitt skiptið þegar fréttum seinkaði vegna handbolta. Þórhallur Gunnarsson segir aukarás ekki á... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Samkeppni reyklausra

Reyksíminn og Lýðheilsustöð hafa hleypt af stokkunum verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008. Leitað er að þeim sem eru tilbúnir að hætta að reykja eða eru þegar hættir og búa yfir góðri sögu sem getur verið öðrum hvatning til að gera slíkt hið sama. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 277 orð

Sex svartir mánuðir

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 4,48 prósent í gær. Lækkunin er sú mesta á einum degi síðan í apríl í fyrra og sú fimmta mesta á íslenskum hlutabréfamarkaði frá upphafi. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Shaq úti

Þegar Pat Riley, þjálfari Miami Heat, hélt að hlutirnir gætu vart orðið verri... urðu þeir verri. Nú er ljóst að miðvörðurinn Shaquille O´Neal verður frá vegna meiðsla í nokkrar vikur. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Shrek svífur syngjandi um sviðið

Vinsældir græna tröllkarlsins Shrek, unnustu hans Fíónu og málglaða asnans Asna virðast engan enda taka. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 606 orð | 1 mynd

Sjónvarp í lykilhlutverki

Hávar Sigurjónsson segir nýtt leikrit sitt, Halla og Kári, vera gamanleik með alvarlegum undirtón. Í leikritinu er sjónvarpið orðið að sjálfstæðri persónu sem talar við Kára og Höllu. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 512 orð | 1 mynd

Skoðum evruna betur

Vöxtur hins íslenska fjármálamarkaðar hefur verið ótrúlega hraður á undanförnum árum. Íslenskir bankar eru ekki lengur íslenskir bankar í hefðbundnum skilningi, heldur alþjóðlegar fjármálastofnanir með starfsemi um allan heim. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 137 orð | 1 mynd

Skortir rök frá Árna

Stjórn Dómarafélags Íslands telur að Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Smekklaus Dolly Parton

Kántrísöngkonan Dolly Parton hefur viðurkennt að hana skorti öll smekklegheit þegar kemur að fatavali, en segist ekki ætla að breyta neinu í þeim efnum. „Fólk veit að ég hef engan smekk, stíl eða klassa. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Snjókoma eða él

Suðvestan eða vestan 10-15 m/s, snjókoma eða él og frost 0 til 5 stig, en hiti um frostmark við suður- og vesturströndina. Heldur hægari vindur á Norður- og Austurlandi og bjartviðri að mestu. Frost 2 til 9... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Spilar út vegna forsetakosninga

Hinn reyndi forsetaframbjóðandi, Ástþór Magnússon, einnig þekktur sem Friður 2000, hefur boðað fjölmiðla til fundar í dag. „Þar verður mitt útspil vegna forsetakosninganna á árinu,“ segir Ástþór, sem lofar athyglisverðri sýningu á fundinum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 92 orð | 1 mynd

Sprengjuárás í Mósúl

Minnst níu manns létust og 75 eru sárir eftir að yfirgefin bygging sprakk í loft upp í írösku borginni Mósúl. Varð sprengingin þegar lögregla kom til að fylgja eftir ábendingu um að byggingin væri notuð til að geyma vopn og sprengiefni. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Stefáns Íslandi minnst

Karlakórinn Heimir ætlar að bjóða upp á veglega söngdagskrá til heiðurs Stefáni Íslandi í Reykholti á morgun, föstudaginn 25. janúar klukkan 20.30, og í Langholtskirkju á laugadaginn, 26. janúar klukkan 16. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 131 orð | 1 mynd

Sterkar konur í Íran

Listasafn Reykjavíkur og Reykjavík Documentary Workshop efna til sýningar á kvikmyndinni Borgarmúrar: Mín eigin Teheran eftir írönsku leikstýruna Afsar Soniu Shafie í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 20. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Stolt þrátt fyrir gagnrýni

Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna virðast ekki hafa slegið leikkonuna Lindsay Lohan út af laginu, en hún mun hafa fengið þrjár tilnefningar til þessara miður skemmtilegu verðlauna, sem útnefna verstu frammistöðuna í heimi kvikmyndanna. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 81 orð

Streita slæm fyrir heilsuna

Streita í starfi hefur bein áhrif á starfsemi líkamans og eykur líkur á hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar sem náði til meira en 10.000 opinberra starfsmanna. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 94 orð

Stutt Bensínverð Olíufélag nepalska ríkisins, sem hefur einkaleyfi á...

Stutt Bensínverð Olíufélag nepalska ríkisins, sem hefur einkaleyfi á eldsneytissölu í landinu, hefur dregið til baka hækkanir á eldsneyti sem kynntar voru á mánudag. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 87 orð

stutt Leiðrétt Rangt var haft eftir Guðna Ágústssyni, formanni...

stutt Leiðrétt Rangt var haft eftir Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, í frétt á blaðsíðu 10 í 24 stundum í gær. Þar kom fram að Guðni hefði staðfest að Framsóknarflokkurinn hefði lagt út peninga fyrir fatakaupum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Söguleg Tyrklandsför

Gríski forsætisráðherrann Costas Karamanlis hóf opinbera heimsókn til Tyrklands á miðvikudag. Er heimsóknin sú fyrsta í nærri hálfa öld. Búist er við að ferðin muni helst þjóna táknrænum tilgangi. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Tónlist Ökutíma í verslanir

Í dag kemur út geislaplatan Ökutímar með tónlistinni úr leikverkinu Ökutímum, sem sýnt hefur verið hjá Leikfélagi Akureyrar. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Tvöhundraðasta sýningin

Möguleikhúsið fagnar tímamótum í dag þegar barnaleikritið Langafi prakkari verður sýnt í 200. skipti í leikskólanum Brákarborg. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

Tvö hundruð

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur mælist í sæti númer 200 á peningalistanum í evrópsku mótaröðinni að þremur mótum loknum. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Uppsveifla á Organ í kvöld

Hljómsveitirnar Poetrix, Original Melody og 1985!, með þeim Dóra DNA og Danna Deluxxx innanborðs, munu leika á svokölluðu Uppsveiflukvöldi götublaðsins Monitor á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Varað við ótraustum ís

Í hlákunni síðustu daga er ís á vötnum og ám víða orðinn ótraustur og er fólk varað við því að fara út á hann. Erfitt getur verið að meta hvort ís sé nægjanlega traustur til að fara út á hann, en regla númer eitt er að snúa alltaf við ef brestir... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 300 orð | 1 mynd

Vegið að þjóðarhag?

Efst á málefnalista nýs meirihluta í Reykjavík er að flugvöllur verði sýndur í óbreyttri mynd í aðalskipulagi meðan rannsóknir standa yfir á nýju vallarstæði. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Veikur hlekkur

Þessi handarbakavinnubrögð minna óþægilega á vinnubrögð sama fólks í OR og REI málinu mikla, þegar borgarstjórinn þáverandi las ekki fundargögnin af því hann skildi ekki enskuna – og frekar en láta lögfræðingana hjá borginni fara í gegnum gögnin... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 137 orð | 1 mynd

Verðbólgan sök Potters

Verðbólgan í Noregi var 1,8 prósent en ekki 1,5 prósent eins og Seðlabanki Noregs hafði gert ráð fyrir. Harry Potter á ef til vill sök á aukningunni. „Verðbólgan í desember var sérstök. Meðal annars jók bókaverð verðbólguna um 0,2 prósentustig. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 112 orð | 1 mynd

Vika gegn leghálskrabba

Evrópuvika gegn leghálskrabbameini stendur frá 20. til 26. janúar. Hér á landi verða seld sérstök barmmerki, vísdómsperla, til stuðnings baráttunni. Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna í heiminum. Árlega greinast um 50. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 202 orð | 2 myndir

Vill hitta Magna

„Það er rosahiti í fólki fyrir komu Tommy Lees. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 296 orð | 1 mynd

Vill sleppa fyrr vegna veikinda sinna

Fyrrum rokkstjarnan Gary Glitter, sem dúsir nú í fangelsi í Víetnam, hefur verið fluttur í spítala vegna hjartsláttartruflanna. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 317 orð | 1 mynd

Vinnubrögð þau sömu og í REI

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Ég áttaði mig á því áðan þegar ég var að tala um atburði undanfarinna daga að þetta er mjög kunnugleg orðræða. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 15 orð | 1 mynd

Vinnubrögð þau sömu og í REI

Svandís Svavarsdóttir segir borgarstjórnarskiptin minna á REI-málið. Sömu blekkingar, hraði, leynimakk og samráðsleysi einkenni... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 14 orð | 1 mynd

Vistarbandinu ekki aflétt

Tímabundin atvinnuleyfi verða skráð á einstaklinga en þó bundin atvinnurekendum áfram, samkvæmt frumvarpi... Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Winehouse í meðferð

Ólátabelgurinn Amy Winehouse hefur nú tekið sig saman í andlitinu og skráð sig í meðferð. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 292 orð | 6 myndir

Y firmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Pedja Mijatovic , hefur hent...

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Pedja Mijatovic , hefur hent hvíta handklæðinu hvað varðar að stórstjörnur gangi til liðs við liðið í sumar. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 283 orð | 1 mynd

Þar sem rokkið hittir klassíkina

Hjaltalín er ein þeirra nýju hljómsveita sem hafa náð að kynna tónlist sína vel og vekur jafnan athygli á tónleikum fyrir framandi og óvenjulegan hljóðfæraleik. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 216 orð | 1 mynd

Þín innsta þrá hlaut yfirburðakosningu

Á héraðsfréttanetmiðlinum bb.is hefur staðið yfir vinsældarkosning þar sem lesendum gefst kostur á að velja sitt uppáhalds ísfirska dægurlag. Meira
24. janúar 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Þyrlu norður

Þingsályktunartillaga um að ríkisstjórnin tryggi að Landhelgisgæslan haldi út björgunarþyrlu frá Akureyri var flutt af þingmönnum allra flokka í Norðausturkjördæmi á þriðjudag. Í greinargerð segir m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.