Greinar þriðjudaginn 5. febrúar 2008

Fréttir

5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

81,6% hækkun á vöxtum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HÆKKANDI fjármagnskostnaður hefur komið mjög illa við kúabú sem staðið hafa í miklum fjárfestingum á undanförnum árum. Kjörvextir verðtryggðra lána hafa á tveimur árum farið úr 4,9% í 8,9%, en þetta er 81,6% hækkun. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Attenborough kemur

RITHÖFUNDURINN og sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough sækir Ísland heim í haust og heldur hér fyrirlestur. Attenborough kemur til landsins í tilefni af útgáfu nýjustu bókar sinnar á íslensku. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

„Eigum að feta okkur frá kvótakerfinu“

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja að kvótakerfi í mjólkurframleiðslu standi á krossgötum og menn eigi að feta sig út úr þessu kerfi líkt og aðrar Evrópuþjóðir séu að gera. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

„Ég gerði það besta sem ég gat“

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞAÐ sem hefur bjargað mér í lífinu er að ég hef tekið öllu með ískaldri ró. Ég gerði það besta sem ég gat. Ef það dugði ekki þá varð bara Guð að taka við. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 516 orð | 2 myndir

Björgunarsveitir í stappi við ökumenn

Fólk leggur á fjallvegi þrátt fyrir að Vegagerðin hafi auglýst þá lokaða. Ökumenn vanbúinna bíla orsaka að snjóruðningstæki komast ekki leiðar sinnar. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 88 orð

Bláar rósir á markað

Tókýó. AFP. | Japanska fyrirtækið Suntory hefur ræktað bláar rósir með erfðatækni og tilkynnti í gær að það hygðist setja þær á markað í Japan á næsta ári. Fyrirtækið vonast til þess að selja hundruð þúsunda blárra rósa í Japan á ári hverju. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Brunahætta af yfirgefnum húsum í miðborginni mikil

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ELDHÆTTA og öryggisvandi fylgir yfirgefnum húsum sem bíða framkvæmda eða niðurrifs í Reykjavík, ekki síst í miðbænum. Þetta er mat Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð

Dagur leikskólans

DAGUR leikskólans verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, í fyrsta sinn. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Eigum að feta okkur frá kvótakerfi

HARALDUR Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur að Íslendingar eigi að feta sig frá kvótakerfi í mjólkurframleiðslu líkt og aðrar Evrópuþjóðir séu að gera. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ernir fjölga ferðum til Hafnar

FRÁ því Flugfélagið Ernir tók við flugi til Hafnar í Hornafirði hefur farþegastraumur aukist mikið. Vegna þessarar aukningar hefur verið ákveðið að bæta við flugferðum á þriðjudögum, en ekki hefur verið flogið áður þá daga. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fjórðungur taldi Churchill og Nightingale uppspuna

London. AFP. | Bretar virðast fákunnandi í eigin sögu og bókmenntum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Bretlandi. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 83 orð

Forseti úti enn forseti

ELLERT B. Schram, þingmaður Samfylkingar, mælti í gær fyrir stjórnarskrárfrumvarpi sem felur í sér að forsetavaldið verði ekki fært til forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar þegar forseti Íslands dvelur erlendis. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fundur hjá Félagi nýrnasjúkra

EFNI fyrsta fræðslu- og stuðningsfundar ársins hjá Félagi nýrnasjúkra er „Tilfinningar þínar eru alltaf réttar“. Fundurinn verður haldinn í Þjónustusetri líknarfélaga á 9. hæð í Hátúni 10 B, miðvikudaginn febrúar kl. 19.30. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fögnuður á Old Trafford

HALLDÓR Einarsson í Henson hitti Albert Scanlon, fyrrverandi leikmann enska knattspyrnustórveldisins Manchester United, á Old Trafford, heimavelli félagsins, í gær. Halldór færði Scanlon treyju, sem hann saumaði í tilefni þess að á morgun, 6. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Gáfu FSA 50 milljónir kr.

GÓÐTEMPLARAREGLAN á Akureyri afhenti sjúkrahúsinu þar í bæ, FSA, í gær 50 milljónir króna að gjöf sem varið verður til kaupa á tækjum til greiningar og meðferðar hjartasjúkdóma. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð

Gefa út dagatal fyrir uppsveitir Árnessýslu

Árnessýsla | Nýtt samstarfsverkefni, Uppsveitadagatalið, hefur göngu sína. Biskupstungur eru þema fyrsta dagatalsins. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Góðtemplarar gefa 50 milljónir

GÓÐTEMPLARAREGLAN á Akureyri afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) í gær 50 milljónir króna að gjöf til stofnunar á sérstökum sjóði sem varið verður til kaupa á tækjum og búnaði til greiningar og meðferðar hjartasjúkdóma á stofnuninni. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hald lagt á 25 g af amfetamíni

LÖGREGLAN á Akureyri lagði hald á um 25 grömm af amfetamíni aðfaranótt sl. sunnudags. Sex karlmenn voru handteknir í tengslum við fíkniefnafundinn og þeim sleppt aðlokinni skýrslutöku. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hittið í dag

Í DAG, þriðjudag kl. 20, mun Femínistafélag Íslands halda sitt mánaðarlega Hitt. Að þessu sinni verður fjallað um fjölskyldur og jafnrétti. Fundurinn verður haldinn á Bertelsstofu á Thorvaldsen-bar í Austurstræti. Á fundinum munu Gyða M. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Hjálmar Hjálmarsson

HJÁLMAR Hjálmarsson frá Bjargi á Bakkafirði lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. febrúar s.l., 80 ára að aldri. Hjámar fæddist 20. október 1927. Foreldrar hans voru Hjálmar Friðriksson og Sigríður Sigurðardóttir á Bjargi. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Hross séu bandvön áður en þau eru flutt úr landi

ATHUGASEMDIR hafa borist frá eftirlitsdýralæknum sem taka á móti íslenskum hestum á flugvellinum í Billund í Danmörku um aðstöðu og ástand hrossanna og hafa íslenskir dýralæknar óskað eftir breytingu á reglugerð um útflutning á hrossum. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Hugvitið virkjað með alþjóðlegum háskóla í Reykjavík

BYGGINGARFRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 142 orð

Hætta af grýlukertum og snjóhengjum

SJÖ ára stúlka í Breiðholtinu skarst á vör í gær þegar hún ætlaði að ná í grýlukerti en varð fyrir því og varð að sauma fyrir. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Ísraelar svara sjálfsmorðsárás

ÍSRAELSK kona og tveir palestínskir árásarmenn létu lífið og ellefu manns særðust í sjálfsmorðsárás í Ísrael í gær. Árásin var gerð af tveimur mönnum í verslunarmiðstöð í borginni Dimona í sunnanverðu Ísrael. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

John McCain vonast eftir fullnaðarsigri

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Komst í feitt og galt með lífi sínu

Eftir Theódór Kr. Þórðarson FJÓRIR ísbirnir hafa verið felldir í byggð á austurströnd Grænlands síðan í desember og er það óvanalegt á svo skömmum tíma. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Landfylling við Ánanaust og endurbættar sjóvarnir

FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavíkurborgar kynnti í gær tillögur um breytingar á núverandi sjóvörnum við Ánanaust og hugmyndir um landfyllingar á svæðinu. Íbúar í nágrenninu og aðrir hagsmunaaðilar voru ekki sáttir við gang mála. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Leikskólarnir í Reykjanesbæ eru fullsetnir

Reykjanesbær | Leikskólarnir í Reykjanesbæ eru fullsetnir um þessar mundir, að því er fram kom hjá leikskólafulltrúa á fundi fræðsluráðs fyrir skömmu. Ástæðan er mikil fjölgun íbúa. Verið er að huga að frekari uppbyggingu. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lenti ölvuð í óhöppum

LÖGREGLUMENN gripu inn í atburðarás í Hafnarfirði í gær þegar mjög ölvuð kona hafði reynt að aka frá eigin heimili en lent í árekstri við annan bíl skömmu síðar. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Loka þurfti Rafstöðvarvegi vegna krapaflóða

LOKA þurfti Rafstöðvarvegi í Elliðaárdal um tíma í gærmorgun vegna krapaflóða í Elliðaám. Töluvert af vatni flæddi yfir veginn og tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákvörðun um lokun af þeim sökum. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Lyfin 7,5% ódýrari hér

TUTTUGU kostnaðarsömustu lyfin á Íslandi sem seld eru út úr apótekum eru að meðaltali 7,5% ódýrari á Íslandi en í Danmörku, samkvæmt verðkönnun sem lyfsalahópur SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, gerði 1. febrúar sl. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 361 orð

Lyfjaávísanir enn í gegnum síma eða á staðnum

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ENN UM sinn verður ekki hægt að biðja um endurnýjun á lyfseðli rafrænt um netið en í mars nk. verður þeim áfanga náð að allar heilsugæslustöðvar á landinu geta sent lyfseðla með rafrænum hætti í lyfjaverslanir. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 689 orð | 2 myndir

Lögregla komin með góða heildarmynd af bankaráninu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞRÍR karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir vopnað rán í útibúi Glitnis við Lækjargötu í gærmorgun. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð

Megi ekki kaupa vændi

OPINBERIR starfsmenn þurfa að skrifa undir sérstakar siðareglur ef þingsályktunartillaga þriggja þingmanna VG og Framsóknar verður samþykkt, en Kolbrún Halldórsdóttir mælti fyrir henni í gær. Reglurnar eiga m.a. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Mótmæli gegn Farc í Reykjavík

Fólk, sem ættað er frá Kólumbíu en býr hér á landi, kom saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla marxísku skæruliðasamtökunum Farc í ættlandi sínu og þeim glæpa- og hryðjuverkum, sem þau stunda þar. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð

Mótmæli kráareigenda búin

MÓTMÆLUM gegn reykingabanni á skemmtistöðum verður hætt og horfið frá reykingum innandyra að nýju. Þetta var ákveðið á fundi Félags kráareigenda í gær. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ný stefna í kjaramálum

KRISTJÁN Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að samningamál hafi tekið nýja stefnu í gær og ef allir komist í sama gírinn ættu málin að skýrast fyrir vikulok. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð

Pláss fyrir 196.000 kjúklinga

STÆRSTA kjúklingabú landsins verður á Melavöllum á Kjalarnesi með fyrirhugaðri stækkun fyrirtækisins Matfugls á aðstöðu sinni þar. Ætlunin er að reisa fjögur ný hús sem hvert um sig verður tæplega 1.800 fermetrar að stærð. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Ráðseti, ráðandi og ráðríkir ráðherrar og ráðfrúr

RÁÐSETI, ráðandi, ráðfrú og ráðríkur voru meðal orða sem voru nefnd í umræðum á Alþingi í gær þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Sambasveiflur í Ríó

KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR eru nú haldnar víða um heim, en langstærsta og viðamesta hátíðin er í Rio de Janeiro í Brasilíu. Rio hefur verið kölluð höfuðborg kjötkveðjuhátíðanna og um hálf milljón gesta heimsækir hana á ári hverju. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Samhentir verkmenn

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, og nokkrir nemendur í Norðlingaskóla tóku í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri leik- og grunnskólabyggingu við Árvað 3 í Norðlingaholti. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Samstarfsnet Evrópufræða

EVRÓPUFRÆÐASETUR Háskólans á Bifröst hefur ásamt 65 háskólastofnunum víðsvegar í Evrópu gengið frá samningi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að koma á fót samstarfsneti Evrópufræða í álfunni. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð

Skemmdir koma í ljós þegar hlýna tekur á ný

NOKKUÐ hefur borið á því í kuldanum að undanförnu að neysluvatnslagnir, hvort heldur fyrir heitt eða kalt, hafi frosið. Þetta segir Guðbjörn Ævarsson pípulagningameistari. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 59 orð

Skoði embættisskipan

ÞINGMENN úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að skipuð verði nefnd til að móta reglur um skipanir í opinber embætti og skoða kosti þess að matsnefndir fái víðara verksvið. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 190 orð

Stendur ekki til að breyta gjaldmiðlinum

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞAÐ STENDUR ekki til að gera neinar breytingar á gjaldmiðlum á Íslandi á næstunni,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær, en Steingrímur J. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Stjórnmálamenn lesa Passíusálma

RÁÐHERRAR og þingmenn lesa Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar á föstunni í Grafarvogskirkju. Lesið er alla virka daga kl. 18 og mun Geir H. Haarde forsætisráðherra ríða á vaðið á morgun, öskudag, og lesa fyrsta sálminn. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Svaraði að Jesús hlyti að vera gott og gilt nafn

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BALDUR Sigurðsson, dósent hjá Kennaraháskóla Íslands, hélt á laugardag fyrirlestur sem hann kallaði Nöfn og ónefni samkvæmt íslenskum mannanafnalögum, en Baldur situr í mannanafnanefnd. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Tryggingarálag bankanna sagt of hátt

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is AFKOMA íslensku viðskiptabankanna var merkilega góð á síðasta ári, þegar markaðsaðstæður eru hafðar í huga að mati greiningarfyrirtækisins Credit Sights, sem telur að árið 2008 verði bönkunum öllu erfiðara. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Tækifæri til að ræða málin

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð

Útbreiðsla og ákafi Mýraelda

HRAFNAÞING – fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. febrúar kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 56 orð

Útskrift á Bifröst

RÚMLEGA fjörutíu nemendur verða brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst nk. laugaradg. Athöfnin hefst klukkan 14. Tónlistarskóli Borgarfjarðar annast tónlistarflutning við athöfnina og verðlaun verða veitt fyrir góðan námsárangur. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Verð þeirra dýrustu 20% lægra

MÁLVERK eftir Jóhannes Kjarval seldist á 2,8 milljónir króna og verk eftir Þorvald Skúlason á ríflega 1,5 milljónir á listmunauppboði hjá Galleríi Fold á sunnudag. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Viggo Mortensen sýnir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Yfirforingjar Hjálpræðishersins heimsækja Ísland

YFIRFORINGJAR Hjálpræðishersins, kommandörarnir Carl og Guðrún Lydholm, heimsækja Ísland þessa dagana. Guðrún er af íslensku bergi brotin en Carl er danskur. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 1471 orð | 1 mynd

Ýsudráttur, óformleg samskipti, tækjagnótt og Britney Spears

Hér á landi eru nú staddir tólf verðandi tungumálakennarar frá sex Evrópulöndum til að kynna sér kennaramenntun við HÍ, skólastarf og kennsluhætti í framhaldsskólum. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

þetta helst

Allt á íslensku Gærdagurinn fór að mestu í umræður um þingmannamál á Alþingi en ekki voru þó margir sem tóku þátt í umræðum T.a.m. tók enginn til máls á eftir Merði Árnasyni þegar hann mælti fyrir tillögu sinni um að Reykjavík yrði aftur eitt kjördæmi. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Þorpsbúar bollaðir

Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur Kópasker | Kópasker mun vera einn af fáum stöðum á landinu þar sem sá siður er við lýði að íbúarnir geta átt von á því að vera bollaðir í morgunsárið á bolludag. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 220 orð

Þremur sagt upp hjá Glitni

ÞREMUR starfsmönnum í útibúi Glitnis við Lækjargötu hefur verið sagt upp störfum en ástæður uppsagnanna eru að sögn Más Mássonar, upplýsingafulltrúa bankans, niðurrif útibúsins. Meira
5. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Þúsundir manna flýja hörð átök í höfuðborg Tsjad

ÞÚSUNDIR manna flúðu í gær frá höfuðborg Tsjad, N'Djamena, eftir tveggja daga átök í borginni milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Öðruvísi fólk, annars konar miðlar

MIÐVIKUDAGSFYRIRLESTUR Kennaraháskóla Íslands ber yfirskriftina Öðruvísi fólk, annars konar miðlar. Þar fjallar Stefán Jökulsson lektor um hlutverk fjölmiðla í fjölmenningarsamfélögum. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 643 orð | 3 myndir

Örlagadagar í Djúpinu

Fjörutíu ár eru nú liðin frá sjóslysunum hræðilegu í Ísafjarðardjúpi í byrjun febrúar 1968. Þá fórust 26 sjómenn af tveimur breskum togurum og íslenskum báti. Átján sjómönnum var bjargað af skipverjum á vs. Óðni sem unnu hetjudáð. Meira
5. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð

Öryggis- og umhverfisþing

ÖRYGGIS- og umhverfisþing verður í Háskólatorgi HÍ, sal HT102, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 14-17. Sérfræðingar á sviði öryggis- og umhverfismála í byggingarframkvæmdum flytja erindi og ræða aðferðir og stefnur. Meira

Ritstjórnargreinar

5. febrúar 2008 | Leiðarar | 367 orð

Hvar eru hugmyndirnar?

Pólitík byggist á hugmyndum. Ef hugmyndagrunnur stjórnmálaflokkanna er ekki í stöðugri endurnýjun kemur fljótt í ljós, að þeir hafa ekkert nýtt fram að færa. Þetta á við um alla íslenzku stjórnmálaflokkana eins og nú standa sakir. Meira
5. febrúar 2008 | Staksteinar | 250 orð | 1 mynd

Milljón plastpokar á mínútu

Talið er að notaðir séu minnst 500 milljarðar plastpoka árlega en sú tala gæti verið helmingi hærri. Samkvæmt því eru notaðir milljón plastpokar á mínútu í heiminum. Plastpokar eru mengunarvaldur. Meira
5. febrúar 2008 | Leiðarar | 368 orð

Þjóðareign í stjórnarskrá

Í forystugrein Morgunblaðsins í gær voru færð rök að því með tilvitnunum í ummæli formanna stjórnmálaflokkanna, að almenn samstaða væri á milli þeirra um það grundvallaratriði varðandi orkuauðlindir að þær yrðu í þjóðareign, hvort sem eignarhaldið væri... Meira

Menning

5. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 507 orð | 1 mynd

Að Gautaborg lokinni

Eftir Kristínu Bjarnadóttur kb.lyng@gmail.com ALÞJÓÐLEGU kvikmyndahátíðinni í Gautaborg er lokið. Á hátíðinni sem hófst 25. janúar hafa alls verið sýndar 450 kvikmyndir frá 67 löndum á um 750 sýningum á þeim tíu dögum sem hátíðin hefur staðið. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 450 orð | 1 mynd

Áheyrendur eru drifkrafturinn

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TÓNLEIKAR rússnesku kvennahljómsveitarinnar Iva Nova er einn stærsti viðburður Vetrarhátíðar í ár, en hljómsveitin leikur á Nasa á laugardagskvöld og slær þar með botn í hátíðina. Meira
5. febrúar 2008 | Fjölmiðlar | 167 orð | 1 mynd

Á mjúku nótunum

Sunnudagskvöld með Evu Maríu geta reynzt góð skemmtun þegar viðmælandi hennar hefur brunn reynslu og þekkingar til að ausa af. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Camilla Söderberg í Laugarborg

TÓNSKÁLDIÐ og blokkflautuleikarinn Camilla Söderberg heldur sína fyrstu portrait tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafirði í kvöld kl. 20.30. Camilla er Íslendingum að góðu kunn enda komið mikið við sögu í íslensku tónlistarlífi í gegnum árin. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Ekki alltaf besta lagið sem kemst áfram

* Óhætt er að segja að keppnin í síðustu Laugardagslögum hafi verið hnífjöfn þó ekki hafi það komið á óvart hvaða tvö lög komust áfram. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 663 orð | 2 myndir

Framar öllum vonum

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÍSLENSKA plötuútgáfufyrirtækið Bedroom Community hóf starfsemi fyrir rúmu ári. Meira
5. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 122 orð | 1 mynd

Hannah Montana á toppnum

BANDARÍSKA táningapoppstjarnan Hannah Montana nýtur gríðarlegra vinsælda í Norður-Ameríku ef marka má aðsókn á tónleikamyndina Hannah Montana & Miley Cyrus: Best of Both Worlds í Bandaríkjunum og Kanada. Myndin er í þrívídd. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Ifans vill kvænast Miller

UNNUSTI Siennu Miller, Rhys Ifans, hefur sett henni úrslitakosti – annaðhvort giftist hún honum eða sambandinu sé lokið. Meira
5. febrúar 2008 | Bókmenntir | 83 orð | 1 mynd

Inngangur að miðöldum komin út

ÚT ER komin bókin Inngangur að miðöldum: Handbók í íslenskri miðaldasögu 1 eftir Gunnar Karlsson. Er hún inngangsbindi að fræðilegu yfirlitsriti um íslenska miðaldasögu. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 607 orð | 2 myndir

Íslenskur Collings óskast

Þegar öfgarnar ná tökum á mér þá finnst mér myndlistarheimurinn hreinlega vera samansafn af hálfvitum. Og ég hef engan áhuga á því að fá milljónir manna í röð að skoða þetta dót. Af hverju ættu þær að gera það? Þetta kemur þeim lítið sem ekkert við. Meira
5. febrúar 2008 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Komið heim

ÁSTRALAR hafa skilað 526 ára gömlu landakorti aftur til Spánar. Kortið er verðmetið á 145.000 dollara. Því var stolið á síðasta ári frá Landsbókasafninu á Spáni og er úr sjaldgæfri útgáfu af atlas sem þekkist sem Cosmographia. Meira
5. febrúar 2008 | Bókmenntir | 175 orð

Leita vísna Sigga í Krossanesi

ÞESSA dagana er unnið að því að safna saman vísum eftir Skagfirðinginn Sigurð Óskarsson, eða Sigga í Krossanesi eins og hann var jafnan nefndur. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Ljóðalög Jóns Hlöðvers flutt

LJÓÐALÖG eftir Jón Hlöðver Áskelsson verða flutt á tónleikum í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Það eru Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem flytja, ljóðin les Kristján Valur Ingólfsson. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Logi þorir á MySpace

* Vefsamfélagið MySpace hefur á undanförnum misserum verið einkar vinsælt hjá hljómsveitum og tónlistarmönnum til að kynna list sína og þar hafa nær allir net-tengdir tónlistarmenn sett upp prófíl með tóndæmum og myndum. Meira
5. febrúar 2008 | Bókmenntir | 1156 orð | 4 myndir

Mest lesnu myndasögur síðasta árs

Lestur á myndasögum hefur vaxið mikið undanfarin ár með tilkomu sérhæfðrar verslunar, aukins framboðs í bókabúðum og gríðarlegs vaxtar myndasögudeilda í bókasöfnum. Heimir Snorrason kynnti sér óformlegan lista yfir vinsælustu myndasögur ársins 2007. Meira
5. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 241 orð | 2 myndir

Morðóði rakarinn náði ekki Brúðgumanum

BRÚÐGUMI Baltasars Kormáks trónir enn á toppi Bíólistans, stóð af sér frumsýningu á kvikmynd eins vinsælasta leikstjóra heims, Tim Burton. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Moss vill skapa fleiri ilmvötn

ÞAÐ er mjög vinsælt hjá stjörnunum um þessar mundir að framleiða eigið ilmvatn. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 45 orð

Myrkir músíkdagar

12.15 Norræna húsið Margrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja tónlist eftir Jón Hlöðver Áskelsson 20. Meira
5. febrúar 2008 | Tónlist | 174 orð | 1 mynd

Njúton flytur ný verk í Iðnó

KAMMERHÓPURINN Njúton stígur á stokk í Iðnó í kvöld með glænýja dagskrá eftir íslenska og erlenda höfunda. Verkin á efnisskránni í kvöld koma úr ýmsum áttum, að sögn Berglindar Maríu Tómasdóttur, flautuleikara í Njúton. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Pirate Bay lögsótt

SÆNSKIR saksóknarar hafa höfðað mál á hendur umsjónarmönnum umfangsmestu skráaskiptavefsíðu heims, Pirate Bay, á þeim forsendum að þeir hagnist á því að veita mönnum frían aðgang að höfundaréttarvörðu efni. Meira
5. febrúar 2008 | Fjölmiðlar | 39 orð

Röng vefslóð

ÞAU leiðu mistök urðu í umfjöllun um vefsíðu vikunnar í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þann 3. febrúar, að röng vefslóð var birt. Fjallað var um vefsíðuna Time Out og er rétta slóðin á hana www.timeout.com. Beðist er velvirðingar á... Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Saman á ný

TÓNLISTARKONAN Kylie Minogue hefur tekið aftur saman við fyrrverandi unnusta sinn, leikarann Olivier Martinez. Þau hættu saman eftir fjögurra ára samband á síðasta ári eftir að út spurðist að Martinez væri Minogue ótrúr. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Uppselt í stúku á Sálartónleika í Höllinni

* Mikið verður um dýrðir í Höllinni föstudaginn 14. mars þegar Sálin hans Jóns míns heldur afmælistónleika sína. Sálinni til fulltingis verður blásara- og strengjasveit, Gospelkór Reykjavíkur og fleiri aðstoðarmenn, auk þess sem von er á leynigestum. Meira
5. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Vöðvastæltur njósnari

NJÓSNARINN James Bond er hasarkroppur og því hefur leikarinn Daniel Craig kynnst. En Craig fór í stranga megrun og stundaði miklar líkamsæfingar fyrir fyrsta Bond-hlutverk sitt í Casino Royale . Meira
5. febrúar 2008 | Bókmenntir | 275 orð | 2 myndir

Þörf á stærra húsnæði en síðast

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SIR DAVID Attenborough, rithöfundur og sjónvarpsmaður heimsækir Ísland í haust, og heldur hér fyrirlestur. Meira

Umræðan

5. febrúar 2008 | Blogg | 391 orð | 1 mynd

Auður H. Ingólfsdóttir | 3. febrúar 2008 Úps! Í dag upplifði ég skrýtna...

Auður H. Ingólfsdóttir | 3. febrúar 2008 Úps! Í dag upplifði ég skrýtna tilviljun. Ég hlusta oft á íslenska útvarpsþætti í tölvunni um helgar. Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd

Beitum okkur betur innan Evrópu

Anna Pála Sverrisdóttir vill að við nýtum okkur öll þau tækifæri sem við höfum í gegnum EES: "Það má segja með réttu að við höfum þó nokkur tækifæri á að beita okkur innan ESB gegnum EES-samninginn, þannig að á okkur sé hlustað." Meira
5. febrúar 2008 | Blogg | 76 orð | 1 mynd

Bryndís Ísfold Hlöðversd. | 3. febrúar Ólæknandi útþrá... Fyrir suma eru...

Bryndís Ísfold Hlöðversd. | 3. febrúar Ólæknandi útþrá... Fyrir suma eru janúar og febrúar erfiður tími og mörgum finnst best að kúra helst undir sæng alla þessa mánuði. Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Hvar eru mörkin?

Sævar Sigbjarnarson skrifar hugleiðingu um ástandið á Gaza: "...við erum ekki eingöngu að bregðast Palestínumönnum með þessu afstöðuleysi, ekki síður erum við að bregðast Ísraelsmönnum." Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Hver er Litli maðurinn?

Litli maðurinn er okkar innri kjarni segir Margrét St. Hafsteinsdóttir: "Litli maðurinn dreginn fram í dagsljósið og skellt í fangið á framboðsfólki sem rífst um það hvert þeirra ætlar að gera mest fyrir hann." Meira
5. febrúar 2008 | Blogg | 70 orð | 1 mynd

Kristinn Pétursson | 4. febrúar 2008 Björn Bjarnason góður í Silfri...

Kristinn Pétursson | 4. febrúar 2008 Björn Bjarnason góður í Silfri Egils Frammistaða Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í Silfri Egils í gær var sérlega góð. Björn svaraði öllum spurningum yfirvegað. Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Netið og framtíð sjónvarps

Hólmgeir Baldursson skrifar um ljósvakaefni á vefnum: "„Ég vildi því nota tækifærið og hvetja innlenda framleiðendur til að nýta sér veraldarvefinn og koma myndefni sínu á framfæri á erlenda markaði.“" Meira
5. febrúar 2008 | Blogg | 78 orð | 1 mynd

Steinn Hafliðason | 4. febrúar 2008 Bolludagurinn... ...er einn af...

Steinn Hafliðason | 4. febrúar 2008 Bolludagurinn... ...er einn af fáránlegustu dögum ársins. Þá hamast fólk við að setja ofan í sig ógeðslega óhollan mat sem er gerður úr smjörlíki, eggjum og rjóma. Síðan smjattar fólk á þessum... Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 657 orð | 1 mynd

Uppruni og rætur

Árni Einarsson skrifar um ásatrú: "Ég stend í þeirri meiningu að goðin séu öll samtengd okkur, líkt og við erum tengd þeim í gegnum náttúruna og umhverfi okkar..." Meira
5. febrúar 2008 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Vanræksla stjórnvalda

Magnús Stefánsson fjallar um evruna og aðild að ESB: "Það myndi framkalla tvöfalt hagkerfi hér á landi, annars vegar með evru og hins vegar íslensku krónuna. Það getur ekki talist góð og farsæl þróun." Meira
5. febrúar 2008 | Velvakandi | 389 orð

velvakandi

Hafa skal það sem sannara reynist Í frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 3. febrúar sl. hefur Magnús Jónasson yfirlæknir ekki rétt eftir mér. Orðrétt skrifaði ég: „Vegna tíðra innlagna útaf hjartabilun, nú síðast um sl. Meira

Minningargreinar

5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 916 orð | 1 mynd

Aðalheiður Helgadóttir

Aðalheiður Helgadóttir fæddist á Krossi á Berufjarðarströnd 6. nóvember 1939. Hún andaðist á líknardeild Landspítala hinn 22. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 4324 orð | 1 mynd

Gunnar Hansson Stephensen

Gunnar Hansson Stephensen fæddist í Reykjavík 6. maí 1931. Hann varð bráðkvaddur 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 1391 orð | 1 mynd

Kristinn Guðnason

Kristinn Guðnason fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 28. ágúst 1913. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Kristinn Guðnason bóndi, f. 24.11. 1864, d. 4.2. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

Runólfur Ó. Þorgeirsson

Runólfur Ó. Þorgeirsson fæddist í Reykavík 19. desember 1912. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 28. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðrún Runólfsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 29.1. 1887, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 277 orð | 1 mynd

Sigríður Björnsdóttir

Sigríður Björnsdóttir fæddist í Seli í Grímsnesi 8. september 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 28. janúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson fæddist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 4. mars 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkurkirkju 12. janúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2008 | Minningargreinar | 1103 orð | 1 mynd

Soffía Þorvaldsdóttir

Soffía Þorvaldsdóttir fæddist á Akureyri 6. maí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

5. febrúar 2008 | Sjávarútvegur | 256 orð | 1 mynd

Samdráttur við Færeyjar

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LANDANIR á fiski í Færeyjum drógust saman á síðasta ári um 10%. Verðmæti landaðs afla dróst einnig saman, en minna eða um 7%. Alls var landað 120.879 tonnum á síðasta ári, en 134.164 tonnum árið áður. Meira

Viðskipti

5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Álagið svipað

LITLAR breytingar urðu á skuldatryggingarálagi á skuldabréfum bankanna í gær og voru þær ekki allar í sömu átt. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Botninum náð?

FORSTJÓRAR, framkvæmdastjórar og aðrir innherjar beggja vegna Atlantshafsins kaupa nú meira en þeir selja í fyrirtækjum sínum í fyrsta sinn í langan tíma. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Ekki tilefni til að endurmeta

EXISTA hefur hvorki vilja né þörf til þess að selja hluti sína í Sampo og Storebrand. Þetta segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Exista, í samtali við Morgunblaðið vegna skrifa í Lex-dálki breska blaðsins Financial Times fyrir helgi. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Hagnaður ÍLS dregst saman milli ára

HAGNAÐUR af rekstri Íbúðalánasjóðs var rúmir 2,5 milljarðar króna á síðasta ári en hagnaður sjóðsins var tæpir 2,8 milljarðar á árinu 2006. Eigið fé sjóðsins í árslok var 20,2 milljarðar og eiginfjárhlutfall 7%. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 256 orð | 1 mynd

Krosstengsl ekki til

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Landsbanki byggir upp í Edinborg

LANDSBANKINN er að byggja upp starfsemi sína í Edinborg í Skotlandi og hefur fengið til liðs við sig nokkra þungavigtarmenn í hlutabréfagreiningu, en í frétt The Herald segir að með ráðningunum sé Landsbankinn að endurbyggja hlutabréfagreiningu Teather... Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 55 orð | 1 mynd

Lækkanir vestra

BANDARÍSKAR hlutabréfavísitölur lækkuðu í gær í kjölfar lækkana á lánshæfismati nokkurra banka og greiðslukortafyrirtækja. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Lækkun í kauphöll

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 1,08% og er 5.404 stig. Bréf Century Aluminium hækkuðu um 1,97%, Marels um 0,9% og Eimskips um 0,15%, en bréf SPRON lækkuðu um 3,93%. Meira
5. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Störfum fækkar

BÚIST er við því að störfum í breska smásölugeiranum fækki um 100.000 á næstu tveimur árum, að því er segir í frétt Daily Telegraph . Meira

Daglegt líf

5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 242 orð

Af orrahríð og Ráðinu

Erlendur Hansen á Sauðárkróki yrkir um sviptingar í borginni: Eftir dapra orrahríð aftur kemur betri tíð. Laugavegur lifnar við ljóma slær á íhaldið. Einn af lesendum Vísnahornsins sendi þættinum kvæðið Ráðið eftir Pál J. Meira
5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 819 orð | 4 myndir

Barneignir ekki á planinu í bráð

Þeir voru dálítið þreytulegir krakkarnir sem mættu í HUB 102 í MK mánudaginn fyrir rúmri viku. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sat í tíma með þeim og 45 raunveruleikabörnum sem höfðu haldið fyrir þeim vöku. Meira
5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 614 orð | 1 mynd

Ekki bara kork og kút

Eftir Björgu Sveinsdóttur Það þarf ekkert til að byrja að synda, ja jú, auðvitað sundbol, já og sundgleraugu, og sundhettu og kannski kork og blöðkur og ... Það er alveg merkilegt hvað er mikið í sundtöskunni. Meira
5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 689 orð | 1 mynd

Hrós er árangursríkt agatæki

Mörgum kann að þykja sú fullyrðing að hrós sé betra stjórn- og agatæki en refsing vera hæpin. Dr. Laura Riffel sagði Unni H. Jóhannsdóttur hins vegar frá því hvernig kennarar geta bætt hegðun nemenda sinna um 80% með því einu að beina athygli þeirra að því sem þeir gera rétt. Meira
5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 554 orð | 2 myndir

Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrirlestur um tölvufíkn unglinga verður haldinn í ME í dag kl. 18.00. Fyrirlesturinn flytur Þorsteinn K. Jóhannsson, sem sjálfur hefur þurft að glíma við alvarlega tölvufíkn í aldarfjórðung og markaði það mjög líf hans og aðstandenda. Meira
5. febrúar 2008 | Daglegt líf | 338 orð | 1 mynd

Þegar fjölskyldan fitar

ÞAÐ reynir vel á staðfestu og viljastyrk fólks er það gerir sitt besta til að breyta um lífstíl, t.d. með því að bæta mataræðið eða auka hreyfinguna. Stundum er það þó svo að fjölskyldan er ekki á einu máli þegar kemur að hollustu og heilbrigði. Meira

Fastir þættir

5. febrúar 2008 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tignarleg trompun. Norður &spade;7 &heart;Á64 ⋄752 &klubs;ÁK7653 Vestur Austur &spade;D543 &spade;K1096 &heart;G82 &heart;103 ⋄KD103 ⋄9864 &klubs;G9 &klubs;D102 Suður &spade;ÁG82 &heart;KD975 ⋄ÁG &klubs;84 Suður spilar 6&heart;. Meira
5. febrúar 2008 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og...

Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1. Meira
5. febrúar 2008 | Fastir þættir | 135 orð

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. Be2 O–O 8. Dd2 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxd5 Dxd5 11. Bf3 De5 12. Rxc6 bxc6 13. c3 Ba6 14. O–O–O Da5 15. Kb1 Bc4 16. b4 Hab8 17. Meira
5. febrúar 2008 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Skoðar dautt sæljón

DRENGUR gengur fram á dautt sæljón á Cobquecura-ströndinni í Chile í gær. Sæljónum fer fækkandi og er aðallega um að kenna búsetu manna sem hefur færst nær heimkynnum... Meira
5. febrúar 2008 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Íslenskur knattspyrnukappi skoraði mark fyrir Bolton um helgina. Hvað heitir hann? 2 Þekkt unglingahljómsveit er hætt störfum. Hvað heitir hún? 3 Hvaða stjórnmálamaður er talið að verði fyrsti utanríkisráðherra Færeyja? Meira
5. febrúar 2008 | Í dag | 325 orð | 1 mynd

Starfsmannamál ríkisins

Gunnar Björnsson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1974 og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands 1982. Meira
5. febrúar 2008 | Fastir þættir | 338 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji er mikill áhugamaður um knattspyrnu og á rauði herinn frá heimaborg Bítlanna stuðning hans allan. Sem stuðningsmaður Liverpool fer Víkverji gjarnan á öldurhús eitt í Kópavogi til þess að horfa á leiki með eftirlætisliðinu. Meira

Íþróttir

5. febrúar 2008 | Íþróttir | 127 orð

AIK vill skoða Pálma Rafn Pálmason

PÁLMA Rafni Pálmasyni knattspyrnumanni í Val hefur verið boðið til reynslu hjá sænska liðinu AIK í Stokkhólmi. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Ágúst skoðar aðstæður hjá Levanger

ÁGÚST Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, skrapp til Noregs um helgina og skoðaði aðstæður hjá Levanger, sem leikur þar í efstu deild. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 195 orð

Birgir er 12. á biðlista

BIRGIR Leifur Hafþórsson er 12. á biðlista fyrir næsta mót á Evrópumótaröðinni í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Indlandi. Það eru því litlar líkur á því að hann komist inn á mótið en hann var í 22. sæti á biðlistanum á föstudaginn í síðustu viku. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

B-landsliðið heldur áfram

AÐ sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands, er ríkur áhugi fyrir því innan HSÍ að halda áfram að vinna með B-landslið karla eins og gert var í síðasta mánuði í aðdraganda Evrópumótsins í handknattleik. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

Dapurt á Möltu

„FRAMMISTAÐA okkar var mjög dapurleg í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, þá gerðist nánast ekkert hjá okkur,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, eftir að landsliðið hafði tapað, 1:0, fyrir Möltu á... Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 295 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt mark í 2:1-sigri norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk gegn Lilleström um helgina. Veigar skoraði á 49. mínútu en hann fór af leikvelli á 67. mínútu. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 329 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Grindvíkingurinn Guðmundur Andri Bjarnason er genginn til liðs við Fjarðabyggð . Hann gerði þriggja ára samning við félagið á föstudaginn. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hreiðar Levý Guðmundsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans hjá Sävehof unnu HK Malmö , 32:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Guðlaugur Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Malmö og Valdimar Fannar Þórsson þrjú. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 240 orð

KNATTSPYRNA Ísland – Malta 0:1 Ta Qali, Möltu, Möltumótið...

KNATTSPYRNA Ísland – Malta 0:1 Ta Qali, Möltu, Möltumótið, mánudagur 4. febrúar 2008. Mark Möltu : Cleavon Frendo 18. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Maurice Greene hættur keppni

SPRETTHLAUPARINN Maurice Greene tilkynnti á mánudag að hann væri hættur að keppa en hinn 33 ára gamli Bandaríkjamaður er fyrrverandi heims- og ólympíumeistari í 100 metra hlaupi. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 594 orð | 1 mynd

Ólafur var óhress með dapran leik við Möltu

„FYRRI hálfleikur var hálfgert miðjuþóf en þeim tókst að skora mark með skoti fyrir utan vítateiginn eftir um 18 mínútur. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Ragna Ingólfsdóttir úr leik í Íran

RAGNA Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, féll í gær úr keppni í 8-manna úrslitum á móti í Teheren í Íran. Hún beið þá lægri hlut fyrir Morshahlza Baharum frá Malasíu í löngum og jöfnum leik með tveimur lotum gegn einni. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 575 orð | 1 mynd

Risarnir frá New York lögðu New England Patriots

NEW York Giants kom flestum hér á University of Phoenix leikvanginum í Arizonaeyðimörkinni á óvart í 42. Ofurskálarleiknum með því að sigra New England Patriots, 17:14, í leik sem varð æsispennandi í lokaleikhlutanum. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 314 orð

Tillen semur við Fram

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SAM Tillen, 23 ára gamall enskur leikmaður, er genginn til liðs við Framara. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 172 orð

Vilja gera nýjan samning við Ronaldo

TALIÐ er að forráðamenn Manchester United ætli að bjóða Portúgalanum Cristiano Ronaldo nýjan samning við félagið í vikunni sem muni tryggja honum toppsætið yfir launahæstu leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 106 orð

Þeir skora grimmt

TVEIR af litríkustu knattspyrnumönnum í ensku úrvalsdeildinni – Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor, miðherji Arsenal, og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United – eru þeir leikmenn sem koma til með að berjast um markakóngstitilinn á... Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 72 orð

Þórey ekki með inni

ÞÓREY Edda Elísdóttir, Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna, hefur tekið ákvörðun um að keppa ekkert innanhúss í vetur, en keppnistímabil frjálsíþróttamanna innanhúss er hafið. Framundan er m.a. heimsmeistaramót þar sem Þórey gat tekið þátt. Meira
5. febrúar 2008 | Íþróttir | 119 orð

Þýsku leikmennirnir fá góðan bónus

LEIKMENN þýska landsliðsins í knattspyrnu fá góðan bónus takist þeim að hampa Evrópumeistaratitlinum í sumar. Meira

Annað

5. febrúar 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

300 Land Cruiserar í janúar

Sölumet var sett hjá Toyota á Íslandi í janúar þegar 585 bílar voru afhentir, þar af 300 Land Cruiser-jeppar. „Þetta er um 20% meira en nokkru sinni í janúar,“ segir Kristinn G. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 85 orð | 1 mynd

3 tonn af saltkjöti með gamla laginu

„Við mokum saltkjötinu upp úr tunnum í dag,“ segir Friðrik Guðmundsson einn Melabúðarfeðga um aðsóknina í saltkjötið á sprengidag. Saltkjötið í búðinni er unnið með gamla laginu, feðgarnir salta það sjálfir í tunnur. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 8 orð

Afmæli

William Burroughs rithöfundur, 1914 Charlotte Rampling leikkona, 1946 Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Alba floppar enn aftur

Það verður ekki af leikkonunni Jessicu Alba tekið að hún er eitt fegursta fljóðið í Hollywood en henni er lífsins ómögulegt að leika í vinsælli mynd. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 232 orð | 1 mynd

Allt sem auðveldað getur lífið

Mannskepnan er iðin við að finna upp á nýjum hlutum eða aðferðum til að létta sér lífið. Nýjungunum er alltaf tekið fagnandi, því við trúum því statt og stöðugt að þetta sé æðsta markmiðið: Að gera lífið auðveldara. Ég er ekkert frábrugðin öðru fólki. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 173 orð | 1 mynd

Á að efla ábyrgðartilfinningu

Týni nemandi svokölluðu námsmannakorti sem veitir ókeypis ferðir með Strætó þarf hann að greiða 10 þúsund krónur fyrir nýtt kort. „Þetta er Strætó til háborinnar skammar. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 259 orð | 1 mynd

Ábyrgjast ekki fullan nethraða

Símafyrirtækin geta ekki ábyrgst að viðskiptavinir sínir fái þann internethraða sem þeir greiða fyrir. Utanaðkomandi aðstæður geta hægt á nettengingu notenda. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 320 orð | 1 mynd

Álftanesið logar

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Álftanes logar nú í deilum vegna skipulagsmála. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Ástandið í Palestínu

Félagið Ísland-Palestína mun standa fyrir sýningum á heimildar- og bíómyndum um málefni Palestínu og Ísraels fyrsta þriðjudag hvers mánaðar það sem eftir lifir vetrar í Alþjóðahúsinu. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Bandið hans Bubba fer vel af stað, en fyrsti þátturinn fór í loftið um...

Bandið hans Bubba fer vel af stað, en fyrsti þátturinn fór í loftið um helgina. Mátti sjá kónginn rúnta í Bolungarvík, þar sem hann var á verbúð í gamla daga. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 325 orð | 1 mynd

Barnið tapar mestu

Mig langar að fjalla um málefni foreldra heyrnarskerts drengs, Daníels Rafns, er þau fengu synjun frá Fæðingarorlofssjóði vegna heyrnarskerðingar Daníels Rafns í fæðingu, sbr. umfjöllun í 24 stundum sl. laugardag. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 52 orð

„fyrir minn húmor kom fyndnasta komment ever í þættinum í...

„fyrir minn húmor kom fyndnasta komment ever í þættinum í gærkvöldi frá einni í leikskólanum Grænuborg. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 56 orð

„..hann er einn af betri kómíkerum sem við eigum. En ég gerði þá...

„..hann er einn af betri kómíkerum sem við eigum. En ég gerði þá reginskyssu að horfa á þáttinn um hann hjá Jóni Ársæli. Ég er engu nær um hver Jón Gnarr er. Ég vissi að hann hafi verið pönkari og ódæll unglingur. Ég vissi að hann var trúaður. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 50 orð

„Þegar vatnið rann niður bakið á mér í sturtunni áttaði ég mig á...

„Þegar vatnið rann niður bakið á mér í sturtunni áttaði ég mig á því að maðurinn á róðrarvélinni var enginn sem ég þekkti. Hafði sennilega ekki gert vinkonum mínum neitt. Hann var líklega ekkert vafasamari en hver annar. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Bestu bílarnir í snjónum

Samkvæmt tímaritinu Forbes er Subaru Outback einn besti bíllinn til aksturs í snjó. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 278 orð | 1 mynd

Bíladraumar og ráðningar

Draumaráðningar eru til um flestallt sem okkur dreymir og bílar eru þar engin undantekning. Draumspekingar segja að lesa mega í bíladrauma á mismunandi hátt eftir því hvað við erum að gera í draumnum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Bílar án bílstjóra innan tíu ára

Bílar sem þurfa ekki bílstjóra eru líklegir til að verða að veruleika innan tíu ára ef marka má forstjóra bandaríska bílaframleiðandans General Motors. „Þetta er ekki óraunhæft og við getum auðveldlega hannað slíkan bíl,“ segir Larry Burns. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Bílstjórinn ávarpaður

Í Danmörku hefur verið þróaður búnaður þar sem notast er við GPS-tækni. Er búnaðurinn tengdur við gervihnött og lætur bílstjórann vita ef hann keyrir of hratt einfaldlega með að því að ávarpa hann með slíkum skilaboðum. Þú ekur of hratt! Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 336 orð | 1 mynd

Blár og marinn eftir sýnatöku

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Átján ára Hafnfirðingur, Haukur Arnar Hafþórsson, ber lögregluna á Selfossi þungum sökum og segir hana hafa beitt sig ofbeldi við sýnatöku árla dags á föstudaginn. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 105 orð | 1 mynd

Boðssýning fyrir ungmenni

Farandleikhús Þjóðleikhússins hefur undanfarna daga sýnt leiksýninguna norway.today í framhaldsskólum á landsbyggðinni, en næstkomandi föstudag, þann 8. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Bollurnar bannaðar

Hægt verður að svipta veitingastaði í Mississippi starfsleyfi ef þeir gerast ítrekað uppvísir að því að selja offitusjúklingum mat, verði nýtt lagafrumvarp samþykkt. Flutningsmenn frumvarpsins búast síður við að það verði að lögum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 42 orð

Brautskráning frá Bifröst

40 nemendur verða brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst laugardaginn 9. febrúar. Athöfnin hefst kl. 14. Tónlistarskóli Borgarfjarðar annast tónlistarflutning við athöfnina og verðlaun verða veitt fyrir góðan námsárangur. Dr. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Bráðger formaður

Gunnar Dofri Ólafsson er formaður stjórnar Ad Astra sem býður upp á námskeið fyrir bráðger börn í 6.-10. bekk grunnskóla en sjálfur var hann bráðger sem... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 331 orð | 1 mynd

Bretar hættu við að skipta

Mörgum líst ekkert á að keyra í Bretlandi og á þeim stöðum þar sem vinstri umferð tíðkast enn. Sá siður að umferð gangi til vinstri á sér skýringar síðan fyrr á öldum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 64 orð | 6 myndir

Bros Hitlers prýðir húdd bílsins

Volkswagen-bifreiðinni, sjálfri Bjöllunni, hannaðri af Ferdinand Porsche og sjálfum Hitler var vel tekið af almenningi. Markmið Hitlers var að allir vinnandi menn gætu keypt sér bifreið. Bjallan hélt sigurgöngu sinni áfram eftir stríð. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Búnaður fylgist með bílstjórum

Fyrirtæki og foreldrar hér á landi hafa nýtt sér svokallaðan Saga-búnað til að fylgjast með starfsfólki sínu og börnum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 47 orð

Bætt á lista fórnarlamba

Áfrýjunarréttur hefur úrskurðað að læknirinn Sneha Anne Philip hafi látist þegar tvíburaturnarnir féllu 11. september 2001. Philip sást síðast á lífi 10. september, þegar hún var á leið á heimili sitt í nágrenni tvíburaturnanna. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 297 orð | 1 mynd

Dagleg umhirða mikilvægust

Ert þú einn af þeim sem hálf búslóðin fylgir á eftir þegar þú stígur út úr bílnum þínum? Það eru margir sem eiga við þetta vandamál að stríða og stundum vill það fara úr böndunum þegar rusl og drasl er farið að hrannast upp um allan bíl. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 172 orð | 2 myndir

Dönsk brjóstamótmæli í uppnámi

„Ég er mjög svekktur. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja. Það er svakalegt að þær skyldu guggna,“ segir Elías Jóhann Jónsson. Elías býr í Árósum í Danmörku. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 17 orð

Dönsk brjóstamótmæli í uppnámi

Dönsku stúlkurnar sem ætluðu að mótmæla því að þurfa að hylja á sér brjóstin guggnuðu á... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Einn látinn

Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í verslunarmiðstöð í ísraelska bænum Dimona í gær. Ein kona féll í árásinni. Segist lögregla hafa komið í veg fyrir aðra árás í bænum á sama tíma. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin í Ísrael í rúmt ár. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Ekki rán síðan 2004

Ekki hefur verið framið bankarán í Íslandi frá árinu 2004. Á árunum 2003 til 2004 reið yfir alda bankarána og voru framin tíu bankarán á þessum árum. Sex þeirra voru framin á árinu 2003 en fjögur árið 2004. Öll ránin upplýstust fljótt og vel. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Erlendar umferðarreglur

Farðu sérlega varlega þegar þú ert með bíl á leigu erlendis. Passaðu að skilja töskur og persónulegar eigur aldrei eftir þannig að þær sjáist. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 365 orð

Evrópa og stjórnarskráin

Ágæt skýrsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Alþingis um Evrópumál á að fá þingmenn til að leiða hugann að ýmsum álitaefnum varðandi þátttöku Íslands í Evrópusamstarfinu. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Éljagangur

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri austantil á landinu. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustan- og... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 276 orð | 1 mynd

Farsímar auka umferðarteppu

Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Miklar tafir í umferðinni geta verið afleiðing þess að ökumenn noti farsíma á meðan þeir aka. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 374 orð | 1 mynd

Fá egg frá íslenskum konum

Á hverju ári koma 10 til 15 konur frá Norðurlöndum til fyrirtækisins ART Medica á Íslandi til þess að fá gjafaegg frá íslenskum konum. Ein kvennanna er Geske Fischer-Hansen sem býr í Danmörku en þar er biðtíminn eftir gjafaeggi allt að 6 ár. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 111 orð | 1 mynd

Fimm tilfelli inn til lögreglu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar mun tilkynna fimm skemmti- og veitingastaði til lögreglu fyrir brot á tóbaksvarnarlögum með því að heimila reykingar innandyra, en lögregla getur svipt staði rekstrarleyfi sem fara á svig við lögin. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 333 orð | 2 myndir

Fjölskylda einstæðinga

Mikið hefur maður fengið að hlæja að gamalmennum á Nýja sviði Borgarleikhússins! Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Forseti, líka á ferðalögum

„Við lifum á nýrri öld þar sem fólk getur farið til útlanda að morgni og komið aftur að kvöldi,“ segir Ellert B. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 219 orð | 1 mynd

Föst þóknun hjá Netbílum

Netbílasalan Netbílar hóf starfssemi sína nú í janúar en fyrirtækið býður fasta söluþóknun upp á 29.900 kr. með vsk, auk 100 prósenta verðverndar. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Grínlaust

Fyrrum ólympíu- og heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi, Maurice Green, er formlega hættur keppni. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 457 orð | 1 mynd

Halda námskeið fyrir bráðger börn

Hópur framhaldsskólanema og þingmaður bjóða upp á námskeið fyrir bráðger börn. Nauðsynlegt er að virkja þann mannauð sem í þeim felst að mati stjórnarformannsins sem fyllti sjálfur flokk bráðgerra barna. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Handbók í miðaldasögu

Inngangur að miðöldum er inngangsbindi að fræðilegu yfirlitsriti um íslenska miðaldasögu eftir Gunnar Karlsson sagnfræðing sem Háskólaútgáfan gefur út. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Hart mætir hörðu

Víkingasveitin, Ultimate Force, er breskur spennumyndaflokkur um sérsveit innan hersins sem fæst við erfið mál sem eru ekki á allra færi að leysa. Aðalhlutverk leika Ross Kemp, Miles Anderson, Liam Garrigan, Christopher Fox og Heather Peace. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 190 orð | 2 myndir

Hinn mjúki Björn

Björn Bjarnason er ekki beinlínis stjórnmálamaður sem hefur það sem kalla má mjúka ímynd. Hann þykir harðskeyttur og óvæginn og sýnist lítið fyrir glens og grín. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Hljómsveitin Benny Crespo's Gang kom fram á rokkpöbbnum Dillon á...

Hljómsveitin Benny Crespo's Gang kom fram á rokkpöbbnum Dillon á föstudagskvöld . Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Hrafnhildur í START ART

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar sýninguna „Í forsal vinda“ í START ART við Laugaveg 12b þann 7. febrúar næstkomandi. Myndefnið einkennist af haust- og vetrarlægðunum sem gengið hafa yfir síðan í haust. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hvar var Poulter?

Enginn verður ríkur af að veðja á sigur Tiger Woods á golfmótum. Hann tók Dubai Classic á endasprettinum og hefur farið stórkostlega af stað í vetur. Svo hefur kappinn gaman af öllu saman og furðaði sig mikið á að Ian Poulter skyldi ekki ná ofar en 39. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Hýrir og hressir

Í Queer Eye-þáttunum þefa fimm samkynhneigðar tískulöggur uppi lúðalega gaura og breyta þeim í flotta fýra. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Innra eftirlit SocGen brást

Innra eftirlit franska bankans Société Générale brást, sagði fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, er hún kynnti skýrslu um fjársvik verðbréfamiðlara bankans, Jerome Kerviel, en talið er að viðskipti sem hann átti með framvirkum samningum hafi... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 373 orð | 2 myndir

Íslendingar flýja úr kuldanum

Vetur hefur sjaldan verið jafn kaldur og hann hefur verið upp á síðkastið. Eflaust dreymir því marga um að keyra út í Leifsstöð og fljúga til heitari landa. Á meðan sumir láta sig dreyma og halda áfram að vaða snjóinn henda aðrir sundfötunum í tösku og drífa sig af stað. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 356 orð | 1 mynd

Íslendingar í innlánastríði

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Netbankar í eigu Kaupþings og Landsbankans hafa vakið athygli í Bretlandi í þeirri samkeppni sem þar ríkir nú á innlánamarkaðnum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Japanar óðir í heilsuræktina

Nýjasta undrið í herbúðum leikjarisans Nintendo, hinn sérstaki tölvuleikur Wii Fit, er aldeilis að gera góða hluti í Japan. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 252 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

M aður helgarinnar var án nokkurs vafa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann fór í sjónvarpsviðtal, sem er ekki í frásögur færandi eitt og sér. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 37 orð | 1 mynd

Kosið í 24 fylkjum Bandaríkjanna

Forval bandarísku forsetakosninganna fer fram í 24 fylkjum Bandaríkjanna í dag. Benda skoðanakannanir til þess að John McCain hafi þægilegt forskot á Mitt Romney hjá kjósendum repúblikana. Sáralitlu munar á demókrötunum Hillary Clinton og Barack Obama. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Kröftugri Ford Focus

Von er á öflugri Ford Focus á markaðinn á þessu ári en Ford-menn bíða nú spenntir eftir kröftugum bíl. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Langferð Skærasta stjarna íslenska badmintonheimsins, Ragna...

Langferð Skærasta stjarna íslenska badmintonheimsins, Ragna Ingólfsdóttir , fór enga frægðarför til Írans. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 342 orð

Leifsstöð sprungin

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 18 orð

Leifur heppni á viðeigandi stað

Styttan af Leifi heppna sem prýddi Hard Rock í gamla daga er í góðum höndum Baugs í... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 13 orð

Leita að stúlkum í djarfan danshóp

Fyrsti „burlesque“-danshópur landsins hefur verið stofnaður og leitin að réttu stúlkunum er... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 343 orð | 1 mynd

Leita að stúlkum í djarfan danshóp

Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Það verður gaman að endurvekja þennan gamla, klassíska sexí stíl,“ segir hin dularfulla Þórey, en hún leggur nú drög að stofnun burlesque-danshóps í Reykjavík ásamt tveimur öðrum stúlkum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Lifði fyrir listina

Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum eins frægasta listmálara Færeyja, Sámals Joensen Mikines, en sonur hans, Kári Mikines var viðstaddur opnun... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 433 orð | 2 myndir

Lifði fyrir myndlistina

Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum Sámals Joensen Mikines. Þessi frægasti listmálari Færeyja barðist við ýmsa sjúkdóma á ævinni, eins og Kári, sonur hans, lýsir í viðtali. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Ljósmyndir úr Loðmundarfirði

Auk sýningar Hrafnhildar Ingu verður önnur sýning í START ART opnuð á fimmtudaginn, en það er ljósmyndasýning Christinu Gartner. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Logandi pólitísk átök á Álftanesi

Bæjarstjórinn bað skólastjórann um að falla frá athugasemdum um skipulag. Eldri borgarar vildu ekki hitta bæjarstjórann og gefa honum færi á að lýsa fundi... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Lok, lok og læs og allt í stáli

Oft klikkar fólk á því augljósasta þegar kemur að því að sporna við þjófnaði á og úr bílum. Nærri 20 prósent bíla sem stolið er hafa verið skildir eftir með lyklinum í svo passaðu þig á því. Bara nokkrar mínútur geta skipt máli. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 311 orð | 1 mynd

Lögreglan upplýsti ránið hratt

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti bankarán sem framið var í útibúi Glitnis í Lækjargötu í gærmorgun á mettíma. Fyrir hádegi var búið að handtaka þrjá menn, vegna aðildar að ráninu. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 236 orð | 1 mynd

Markmiðið að efla ímynd starfsins

Á sjötta þúsund manns starfa við uppeldi og menntun barna í tæplega 270 leikskólum hér á landi. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Má ekki vera með

Í síðustu viku var greint frá því að endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet væri í bígerð. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 213 orð

Meira sala í janúar

Samkvæmt Umferðarstofu voru 1.315 nýir fólksbílar nýskráðir í þessum fyrsta mánuði ársins frá 1. janúar til 30. janúar, en það er meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru nýskráðir fólksbílar 968 talsins. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Meistaranám í lyfjaskráningum

Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun um lyfjamál og Endurmenntun Háskóla Íslands gerðu nýverið með sér samning til tveggja ára sem felur í sér samstarf um símenntun lyfjafræðinga og starfsfólks í lyfjaiðnaði. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 221 orð | 1 mynd

Mest selda bónið á Íslandi

Þrátt fyrir að úti sé snjór yfir öllu, og þar á meðal bílunum, er ekki síður mikilvægt að þrífa bílinn á svona vetrardögum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 94 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi, fyrir...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi, fyrir 1.536 milljónir króna. Mesta hækkunin varð á bréfum í Century Aluminium, eða 1,97%. Bréf í Marel hækkuðu um 0,90% og í Eimskipum um 0,15%. Mesta lækkunin varð á bréfum í SPRON,... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 113 orð | 1 mynd

Milljónir í gasklefa á hverju ári

Breyttar neysluvenjur hafa valdið því að norskir bændur senda þrjár milljónir varpfugla í gasklefa ár hvert og henda hræjunum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Mismunandi tjónatitlar

Undanfarin ár hefur ákveðin aukning átt sér stað í innflutningi á notuðum bílum, meðal annars frá Bandaríkjunum, en þar má nefna innflutning á bílum eins og Lexus, Lincoln og Land Rover. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Myrkir músíkdagar

Ljóðalög eftir Jón Hlöðver Áskelsson verða flutt á tónleikum á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12:15. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 257 orð | 2 myndir

Netlöggur og netnirðir: Fín hugmynd illa útfærð

Í spennutryllinum Untraceable fylgjumst við með netlöggunni Jennifer Marsh, sem kemur illþýði internetsins á bak við lás og slá í þægilegri fjarlægð í því sem líkist helst þægilegri skrifstofuvinnu. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 466 orð | 1 mynd

Notaðir bílar ekki nægilega ódýrir

Mikil afföll eru af verði nýrra bíla hérlendis. Offramboð er á notuðum bílum en verð þeirra virðist ekki vera nægilega lágt til þess að Íslendingar séu tilbúnir til þess að kaupa þá. Vinsælir bílar halda frekar verðgildi sínu. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 117 orð | 1 mynd

Nýbökuðum feðrum mismunað

Umboðsmaður jafnréttismála í Noregi segir að reglur um fæðingarorlof mismuni feðrum þar í landi. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 41 orð

Ný kvk-verslun

Feminíska verslunin kvk færði sig nýverið um set, nánar tiltekið í bakhús Laugavegar 58. Í tilefni þess var opnunarteiti þar á bæ þar sem nýrri vöru var til tjaldað fyrir gesti sem tóku henni fagnandi í bland við gómsætt snarl. bjorg@24stundir. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Ný kvk-verslun

Feminíska verslunin kvk færði sig nýverið um set, nánar tiltekið í bakhús Laugavegar 58. Í tilefni þess var opnunarteiti þar á bæ þar sem nýrri vöru var til tjaldað fyrir gesti sem tóku henni fagnandi í bland við gómsætt snarl. bjorg@24stundir. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Nýr Volvo á markaðinn í vor

Volvo-aðdáendur bíða nú spenntir eftir komu Volvo XC60 á markaðinn en von er á gripnum í vor. Volvo XC60 er svokallaður litli bróðir XC90 4x4 en bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars 2008. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Ný stefna

Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa myndað landstjórn í Færeyjum. Stefnir stjórnin á að þoka landinu í sjálfstæðisátt. Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins, gegnir stöðu lögmanns. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Orkuvinnsla

Jarðhitinn er nú kominn á radar ESB. Það er reiðubúið að greiða götu orkuvinnslu úr jörðu, eins og kom fram á hádegisfundi okkar orkukommissars sambandsins. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Ósanngjörn laun

Ef marka má það sem sagt var í aðdraganda síðustu kosninga er eindreginn vilji til að láta ekki staðar numið við kennara. Hækka þurfi einnig laun annars staðar innan almannaþjónustunnar, ekki síst í umönnunargeiranum. Að honum er m.a. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Óvinur númer eitt á Spáni

Það er stutt í kvikuna á Spánverjunum og á því fær ökuþórinn Lewis Hamilton að kenna. Má hann vart stíga fæti á spænska grund án þess að fá yfir sig tonn af níði frá öllum sem að honum komast þar með talið á æfingasvæðum McLaren. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 41 orð

Pólland

Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um eldflaugavarnakerfi sem hinir síðarnefndu vilja koma sér upp innan landamæra Póllands. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 173 orð | 1 mynd

Ráðherfa og laun láglaunakvenna

„Við sem köllum okkur femínista verðum vör við það og skynjum mjög sterkt þá kröfu að við þurfum að koma fram með eitthvað nýtt, en þetta nýja má alls ekki vera gamalt, lummó eða róttækt,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, en... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Rán í útibúi Glitnis upplýst

Bankarán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í gærmorgun. Lögreglan greip ræningjann stuttu eftir ránið. Sá er þekktur brotamaður og framdi síðast vopnað rán í 10-11 verslun í Kópavogi í... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Ræða tilboðin um sjúkraskrár

Formaður Félags íslenskra læknaritara, Kristín Vilhjálmsdóttir, kveðst vænta mikils af fundi sínum með forstjóra Landspítalans nú í vikunni um tilboðin 12 í tilraunaverkefnið um ritun sjúkraskráa utan sjúkrahússins. „Við viljum ræða málin. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Samstarfsnet Evrópufræða

Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst hefur ásamt 65 háskólastofnunum víðsvegar í Evrópu gengið frá samningi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að koma á fót samstarfsneti Evrópufræða í álfunni. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 40 orð | 1 mynd

Sár en sigraði

Bandaríkjamaðurinn Bode Miller tryggði sér fimmta sigur sinn á heimsbikarmótinu í skíðaíþróttum með sigri um helgina og það þrátt fyrir að vera sprautaður niður vegna verkja eftir fall á æfingu fyrir helgina. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 170 orð | 1 mynd

Skipt um hlið árið 1968

Á Íslandi voru sett lög um hægri handar umferð þann 26. maí 1968 og voru Hljómar fengnir til að syngja lag dagsins, Varúð til vinstri – hætta til hægri. Hægri umferð var tekin upp í Danmörku í lok 18. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 240 orð | 1 mynd

Slakað á í sumarbústaðnum allt árið

Það er ekki á allra færi að splæsa í sólarlandaferðir og sumir þurfa því að hugsa aðeins smærra þegar kemur að því að taka vetrarfrí. Sumarbústaðir eru alltaf góð lausn fyrir þá sem vilja sleppa aðeins frá hversdagleikanum og styrkja fjölskylduböndin. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 20 orð | 1 mynd

Slydda eða él

Norðvestan og vestan 5-10 m/s og él, en slydda austanlands síðdegis. Frost 0 til 6 stig, en hlánar við... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 131 orð | 1 mynd

Snjóflóð og krapastíflur

Fimm ára stúlka slapp naumlega þegar hún varð undir þungri snjóhengju sem féll ofan af þriggja hæða húsi á Akureyri í fyrrakvöld. Stúlkan var að leik ásamt vinkonu sinni þegar snjóhengjan féll á hana. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Spaugstofan hefur verið í eldlínunni undanfarið eftir að hún gerði grín...

Spaugstofan hefur verið í eldlínunni undanfarið eftir að hún gerði grín að borgarstjóra Reykjavíkur. Umræðan fór hátt á tímabili og voru Spaugstofumenn vinsælir gestir spjallþátta þar sem þeir svöruðu fyrir grínið. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Spáir aukinni samkeppni

Forstjóri Microsoft, Steve Ballmer, segir að ef tilboði Microsoft í Yahoo! Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 259 orð | 1 mynd

Sprautunálar í lánsíbúðinni

Hinn almenni Íslendingur þarf oft að grípa til frumlegra ráða til að geta skemmt sér. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Sprengidagur „Við erum að fara að hittast, en ætlum bara að halda...

Sprengidagur „Við erum að fara að hittast, en ætlum bara að halda fund og æfa,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson , meðlimur Sprengjuhallarinnar. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Stallone síður en svo hættur

Samkvæmt kvikmyndaritinu The Hollywood Reporter er gamla brýnið Sylvester Stallone síður en svo að slá af á efri árunum og nú nýverið undirritaði hann nýjan samning um að leika aðalhlutverkið í tveimur nýjum hasarmyndum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Stóra stundin framundan

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Aðeins fimm dagar eru til stefnu áður en Íslandsmeistaramót barna í karate fer fram og það hvergi annars staðar en í Smáralindinni sjálfri. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Stórskjálftar

Jörð skalf á mörkum Rúanda og Austur-Kongó á sunnudag. Minnst 38 manns týndu lífi og hundruð slösuðust alvarlega. Á meðal fallinna eru 10 sem létust þegar kirkja hrundi. Meginjarðskjálftarnir tveir mældust 5 og 6 stig á Richterkvarða. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 104 orð

stutt Eldur í yfirgefnu húsi Eldur kom upp í yfirgefnu húsi við...

stutt Eldur í yfirgefnu húsi Eldur kom upp í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu 34 síðdegis í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi marga dælubíla á staðinn. Skammt er síðan eldur kom upp í þessu sama húsi en talið er að kveikt hafi verið í. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 81 orð

Stutt Enga fjölmenningu Danir eru þjóða neikvæðastir í garð blöndunar...

Stutt Enga fjölmenningu Danir eru þjóða neikvæðastir í garð blöndunar menningarheima í samfélaginu. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við Álaborgarháskóla sem könnuðu afstöðu fólks frá 27 löndum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 75 orð

stutt Ökuferð 1 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða...

stutt Ökuferð 1 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 400 þúsund króna sekt og svipt hann ökuleyfi. Hann ók á 142 km hraða á undir áhrifum fíkniefna. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 310 orð | 1 mynd

Styttan á mjög viðeigandi stað

Styttan af Leifi heppna sem prýddi Hard Rock veitingastaðinn er nú stödd í Lundúnum, í höfuðstöðvum Baugs. Tómas Tómasson rifjar upp tilurð hennar og tilgang. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Sýnilegir puttaferðalangar

Puttaferðalangar eru kannski ekki jafn margir í dag og þeir voru áður en þó eru enn margir sem nýta sér slíkan ferðamáta. Til að húkka sér far er langmikilvægast að velja sér góðan stað til að standa á. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 138 orð | 1 mynd

Tadic hrósar sigri

Boris Tadic var endurkjörinn í embætti forseta Serbíu í seinni umferð kosninga á sunnudag. Úrslitunum var fagnað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 316 orð | 1 mynd

Tangódans og Rússarokk

Dagskrá Vetrarhátíðar er fjölbreytileg að vanda en hátíðin hefst á fimmtudaginn og stendur í þrjá daga. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 329 orð | 2 myndir

Tekist á um Tsjad

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Þúsundir manna hafa yfirgefið N'Djamena, höfuðborg Tsjads, eftir tveggja daga harða bardaga á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 430 orð | 1 mynd

Telja hættu vera á kynferðisofbeldi

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 324 orð | 5 myndir

Tími örbílanna liðinn?

Fullkominn til ferðalaga um kræklóttar götur miðbæjarins, vistvænn og ódýr í rekstri í landi þar sem bensín og olía eru fljótandi gull. Hagkvæmari í rokrassinum 66 gráður norður en vespurnar sem unga fólkið sveimar um bæinn á, skjálfandi af kulda. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 566 orð | 1 mynd

Transfitusýrur ógna heilsunni

Transfitusýrur ógna heilsu okkar. Þær myndast þegar olía er hert en hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika s.s. aukið geymsluþol. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 57 orð | 2 myndir

Tvífarar vikunnar

Tvífararnir að þessu sinni eru annars vegar stórleikarinn Stacey Keach, sem margir kannast við sem spæjarann Mike Hammer úr samnefndum þáttum og kynþáttahatarann Cameron Alexander úr American History X (einnig leikur hann fangelsisstjórann í... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 188 orð | 1 mynd

Umræðan oft á villigötum

Tuttugu kostnaðarsömustu lyfin á Íslandi sem seld eru úr apótekum eru að meðaltali 7,5% ódýrari á Íslandi en í Danmörku, samkvæmt verðkönnun sem lyfsalahópur SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, gerði þann 1. febrúar síðastliðinn. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 83 orð | 4 myndir

Ungt fólk á Framadögum

Framadagar voru haldnir í 14. skipti í Háskólabíói nýverið eftir marga mánaða skipulagningu. Freyja Oddsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Framadaganna og fræddi blaðamann góðfúslega um málið. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Útilokar ekki sölu til BHP

Yfirmaður kínverska álfyrirtækisins Chinalco, sem nýverið keypti 12% hlut í Rio Tinto ásamst Alcoa, segir að félagið líti á kaupin sem fjárfestingu og ekki sé útilokað að hluturinn verði seldur til BHP Billiton ef rétt verð fæst fyrir hann. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Út í geim

Íran hefur skotið flaug út í geim, eftir því sem ríkisrekin sjónvarpsstöð landsins segir. Mun stefnt að því að senda gervitungl út í himinhvolfið í mars á næsta ári. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 257 orð | 1 mynd

Útlagar í Írak

Leikritið Betrayed sem verður frumsýnt í New York á morgun er eftir bandaríska blaðamanninn George Packer og byggir á grein hans um stöðu túlka í Írak. Öryggi þeirra er ógnað en þeir fá litla sem enga vernd. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 148 orð | 1 mynd

Venom fær að njóta sín

Samkvæmt heimildum kvikmyndavefsins IESB er Marvel-kvikmyndaverið að undirbúa gerð kvikmyndar um ævintýri svartklædda skúrksins Venom en hann er einn höfuðandstæðingur Kóngulóarmannsins. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 245 orð | 4 myndir

Verðstríðið nær ekki hingað til lands

Í Bretlandi geisar verðstríð. Þrátt fyrir vinsældir bílsins Fiat 500 lækkar verð hans jafnt og þétt í samkeppni við annan smábíl, Renault Twingo Extreme. Fiat 500 selst á 980 þúsund íslenskar krónur og Renault á 940 þúsund. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Vondar viðgerðir

Almannatryggingakerfið er orðið eins og illa farin og stagbætt flík eftir áratuga misvandaðar viðgerðir. Óteljandi breytingar á þessum lögum hafa verið gerðar án þess að horfa á þau í heild. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 129 orð | 1 mynd

Yfir hundrað hugmyndir bárust

Yfir 100 viðskiptahugmyndir bárust í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanema og nýútskrifaða en umsóknarfrestur rann út 30. janúar. Hugmyndir bárust úr öllum háskólum landsins og að auki frá Íslendingum í erlendum háskólum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 289 orð | 2 myndir

Það er ekkert nýtt á þessum bænum

NBA 08 er enn einn körfuboltaleikurinn sem kemur á markaðinn en það sem einkennir leikjatölvurnar nú til dags er einmitt stanslaust flóð af skot- og boltaleikjum. NBA býður upp á allt þetta hefðbundna sem menn ætlast til að finna í nútíma... Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Þingmaður „Ég kem frá Vestmannaeyjum og er bara kona á besta...

Þingmaður „Ég kem frá Vestmannaeyjum og er bara kona á besta aldri,“ segir Hanna Birna Jóhannsdóttir, varaþingmaður Frjálslyndra, sem settist á þing í gær. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 212 orð | 3 myndir

Þ rátt fyrir slefsigur AC Milan um helgina var haldinn krísufundur strax...

Þ rátt fyrir slefsigur AC Milan um helgina var haldinn krísufundur strax daginn eftir enda slasaðist nýstirnið Alexandro Pato í þeim leik eftir að hafa skorað sigurmarkið. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Þrír skólar undir einu þaki

„Ég flutti drápu í ungmennafélagsandanum eftir karl föður minn, Vígþór H. Jörundsson, en hann er gamall skólamaður á eftirlaunum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Þrjú uppgjör kynnt í vikunni

Uppgjör stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni hafa nú verið kynnt, en uppgjörslotunni er þó ekki lokið. Í vikunni verða uppgjör þriggja fyrirtækja kynnt. Í dag verður uppgjör Össurar opinberað, á morgun uppgjör Spron og uppgjör 365 á fimmtudag. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Þurfa meiri tíma til að afgreiða orkulög

„Við þurfum að gefa okkur aðeins betri tíma,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um afgreiðslu þingflokksins á orkufrumvarpi iðnaðarráðherra. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

Þúsund manns í nístandi gaddi

Fleiri hundruð manns, og allt að þúsund að mati sumra, létu fara vel um sig og fylgdust með fyrsta snocrossmóti sem fram fór þetta árið í Bolöldu um helgina þrátt fyrir miklar frosthörkur á fjöllum. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 295 orð | 1 mynd

Þögn ríkisvaldsins æpandi

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að mjög mikil óþreyja sé komin í sína félagsmenn. Meira
5. febrúar 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Þögn útsaumsins

Á Gel-hárstofu við Hverfisgötu 37 stendur yfir myndlistarsýning Körlu Daggar Karlsdóttur, og ber sýningin heitið „Hitaðu matinn þinn sjálfur“. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.