Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Fyrsta vitneskja mín um fiðluleikarann Shlomo Mintz kom með geislaplötu. Hann spilaði Fiðlusónötu í A-dúr eftir César Franck, og meðleikari hans á píanóið var landi hans Yefim Bronfman.
Meira
Í siðuðu samfélagi fá látnir að hvíla í friði. Með hófsemd og kyrrð sýnir maður hinum látna tilhlýðilega virðingu og með kærleiksorðum sýnir maður nánustu aðstandendum skilning og samúð á erfiðustu stund lífsins.
Meira
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum og á Ítalíu létu í gær til skarar skríða gegn mafíunni í New York og á Sikiley og voru meira en 80 menn handteknir. Er litið á aðgerðina sem meiriháttar atlögu að glæpasamtökunum.
Meira
BERNHARD Falk, næstráðandi í þýsku leyniþjónustunni, sagði í viðtali við dagblaðið Die Welt , að al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin hefðu lagt á ráðin um árásir og hermdarverk í Þýskalandi.
Meira
ÞÉTTRIÐIÐ tengslanet, upplýsingar og notenda- og markaðsgreining var fyrirlesurunum ofarlega í huga á alþjóðlegri netmarkaðsráðstefnu, sem haldin var í gær í samvinnu Árvakurs og Nordic eMarketing.
Meira
„Þetta var stórkostleg sýning, ekki síst fyrir frábæra frammistöðu Sigrúnar Pálmadóttur og Tómasar Tómassonar sem hafa ekki sungið á sviði Íslensku óperunnar áður að heiti geti,“ sagði Bergþóra Jónsdóttir, tónlistargagnrýnandi...
Meira
Islamabad. AFP. | Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, lést af völdum höfuðhöggs vegna sprengingar, samkvæmt nýrri skýrslu fulltrúa Scotland Yard, sem kynnt var í gær.
Meira
BESTU nemendur Háskólans í Reykjavík voru í vikunni heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum. Að þessu sinni hlutu 70 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn.
Meira
NIÐURSTAÐA Hæstaréttar sem dæmt hefur olíufélögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís, til að greiða Reykjavíkurborg 73 milljónir kr. í bætur vegna tjóns af ólögmætu samráði félaganna, getur verið fordæmisgefandi í öðrum málum, að mati Vilhjálms H.
Meira
LÆGÐIN sem olli óveðrinu í gær og í nótt átti að vera 934 hPa um miðnætti. Gengi það eftir yrði hún dýpsta lægð vetrarins hér við land, að því er fram kom á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gær.
Meira
ÞÓRHALLUR Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir engan ágreining milli fjármálaráðuneytisins og stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um það hve miklu sala eigna á varnarsvæðinu skili í ríkissjóð.
Meira
LEITIN að Ívari Jörgenssyni, 18 ára pilti, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag á norðurhluta Jótlands, hefur enn engan árangur borið. Danska lögreglan hefur fáar vísbendingar til að fara eftir.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ENGINN meiddist þegar rúta, sem í voru sextán liðsmenn 3. flokks karla í Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar, auk þjálfara og bílstjóra, fauk út af veginum um kl. 14 í gær.
Meira
STJÓRN Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar fríverslunarsamningi sem gerður hefur verið á milli Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, og Kanada.
Meira
Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Nýr vegur um Öxi er nú í hönnunar- og matsferli. Mikil ánægja er með þetta verkefni og stuðning samgönguráðherra við það, á opnum fundi sem Kristján Möller efndi til á Djúpavogi.
Meira
Selfoss | Þrjú öflug bókasöfn eru rekin í Sveitarfélaginu Árborg, Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi, Bókasafn Umf. Eyrarbakka og bókasafnið á Stokkseyri. Margrét I.
Meira
BRIDGEHÁTÍÐ 2008, Icelandair Open, verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 13.-17. febrúar. Gera má ráð fyrir að þúsundir innlendra sem erlendra bridgeáhugamanna fylgist með í gegnum netið.
Meira
TÓNVERK eftir Önnu Þorvaldsdóttur við Almanaksljóð séra Bolla Gústavssonar, fyrrverandi vígslubiskups, verður frumflutt í Laugarborg í dag. Meðal flytjenda er sópransöngkonan Gerður, dóttir séra Bolla.
Meira
Grindavík | „Börnin eru upptekin af þessu og fræðslan skilar sér líka inn á heimilin,“ segir Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Króki í Grindavík.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BÆJARRÁÐ Akraness gagnrýnir vinnu stýrihóps um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og REI, sem skilaði skýrslu sinni formlega í gær. Í bókun bæjarráðs frá fundi 7.
Meira
Nepal. AP. | Indverskur læknir, grunaður um að hafa skipulagt og framkvæmt stórfellda ólöglega líffæraflutninga, hefur verið handtekinn í Nepal. Læknirinn, Amit Kumar, hefur verið á flótta frá því í janúar og var leitað af Interpol.
Meira
Stjórnmál eiga það til að vera stöðug endurtekning. Sama málið er tekið upp aftur og aftur og sömu rimmurnar háðar. Víglínurnar eru oft fyrirsjáanlegar og hafa jafnvel ekkert með málið sjálft að gera.
Meira
GUÐJÓN Davíð Karlsson leikur tvífarana Jóhannes Ringsted forstjóra og Klemma, dyravörð og fjölvirkja, í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á farsanum Fló á skinni sem frumsýndur var í gærkvöldi við góðar undirtektir.
Meira
SENDIHERRA Íslands í Kanada, Markús Örn Antonsson, efndi nýlega til athafnar í sendiherrabústaðnum í höfuðborginni Ottawa til heiðurs jöklafræðingnum og rithöfundinum dr. Jack Ives í tilefni af útgáfu bókar hans um Skaftafell hjá bókaútgáfunni...
Meira
SVEITARSTJÓRN Grímseyjarhrepps hefur ákveðið að kæra á næstunni Brynjólf Árnason, fyrrverandi sveitarstjóra, til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot í starfi. Lögmaður sveitarfélagsins, Ingvar Þóroddsson, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið.
Meira
NÚ STENDUR yfir í forsal og kaffistofu Amtsbókasafnsins sýning um leiklist á Akureyri frá upphafi til dagsins í dag. Sýningin er sett upp í tilefni af aldarafmæli Samkomuhússins á Akureyri og níutíu ára afmæli Leikfélags Akureyrar í fyrra.
Meira
STÓRT loðnuskip, Fiskeskjer frá Álasundi í Noregi, sigldi upp á enda gamla hafnargarðsins í Neskaupstað um kl. 15.30 í gær og strandaði þar. Verið var að færa skipið á milli bryggja þegar óhappið varð.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MIKILL fjöldi lægða við Íslandsstrendur á umliðnum vikum og mánuðum hefur tæpast farið framhjá neinum.
Meira
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ERKIBISKUPINN af Kantaraborg hefur lagt til að sjaríalögin, lög múslima, verði að takmörkuðu leyti tekin upp í Bretlandi. Erkibiskupinn, Dr.
Meira
FJÖLMÖRG norsk loðnuveiðiskip voru í höfn á Eskifirði í gær vegna veðurs. Alls mega 25 norsk skip stunda hér loðnuveiðar í einu og í gær voru 25 skip skráð innan landhelginnar og 10 skip biðu eftir því að komast inn. Norðmenn eru með 39.
Meira
„ÉG AUÐVITAÐ ber svona mál undir borgarlögmann. Ég fer ekki til lögfræðinga úti í bæ. Og það kemur fram í hans áliti að ég hafi haft þetta umboð.
Meira
ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. Hún er arkitekt að mennt og með próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.
Meira
FEIF eru alþjóðasamtök um íslenska hestinn og sameina landssambönd 18 landa. Hin árlega ráðstefna FEIF verður að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 15.-16. febrúar. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á ráðstefnuna geri það fyrir miðvikudaginn 13.
Meira
NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN Rajendra K. Pachauri bauð Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, sérstaklega til alþjóðlegrar loftslagsráðstefnu á vegum vísindastofnunarinnar TERI.
Meira
RES Orkuskólinn á Akureyri verður settur í fyrsta sinn í dag og kennsla hefst á mánudaginn. Nemendur eru 31, frá 10 löndum og búa á stúdentagarði í Skjaldarvík. Þar var áður dvalarheimili aldraðra en húsnæðið hefur verið tekið í gegn.
Meira
MJÖG mjótt var á munum í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fram fóru á fimmtudag. Röskva fór með sigur af hólmi í kosningunum, hlaut 1.692 atkvæði og fimm sæti í ráðinu. Vaka hlaut 1.686 atkvæði og fjögur sæti.
Meira
LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi á Hótel KEA á Akureyri í dag kl. 15. Yfirskrift fundarins er ,,Konur og nýir möguleikar í atvinnulífinu“.
Meira
VONIR hafa vaknað um, að innan ekki langs tíma verði unnt að hjálpa þeim, sem hlotið hafa mænuskaða. Felst hjálpin í því að flytja taugar úr öðrum stað í líkamanum og koma þeim fyrir í mænunni þar sem skaðinn varð.
Meira
RAUÐI krossinn, í samstarfi við N1, gefur öllum leik-, grunn-, framhalds- og háskólum landsins skyndihjálparveggspjaldið Getur þú hjálpað, þegar á reynir?
Meira
FYRIRHUGUÐ eru í Tyrklandi mikil mótmæli gegn þeirri stefnu stjórnvalda að afnema bann við íslömskum höfuðklútum í æðri menntastofnunum. Hefur tillaga um það verið samþykkt á þingi en veraldlega sinnaðir menn í landinu eru því...
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Skurðstofa sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður starfrækt allan sólarhringinn eftir að hún flytur í nýtt húsnæði. Áformað er að það verði á vormánuðum. Fengist hefur fjárveiting til þess.
Meira
EIN sögufrægasta hljómsveit rokksögunnar, The Yardbirds, er væntanleg hingað til lands, en hún mun spila á tónleikum á Blúshátíð í Reykjavík miðvikudagskvöldið 19. mars næstkomandi.
Meira
GARÐBÆINGAR náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Garðbæingur númer tíu þúsund er, samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá, stúlka sem fæddist 30. janúar sl.
Meira
ÞAÐ virðist ekki vera ofsögum af því sagt, að reykingar drepi, ekki ef marka má WHO, alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Hún áætlar, að á þessari öld muni tóbaksreykingar leggja einn milljarð manna að velli. Talið er, að þær hafi banað 100 millj.
Meira
MYNDBAND háskólanema, sem með ögrandi hætti setja spurningamerki við takmörkun stjórnarinnar á ferðafrelsi almennings, ellegar hvers vegna þeim er meinað að dvelja á hótelum landsins, hefur valdið töluverðri ólgu.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfulltrúa. „Vegna umfjöllunar Kastljóss um að ég hafi þann 4. október annars vegar og 8.
Meira
Fjallað var um leiðir til að koma í veg fyrir að fatlaðir einangrist í samfélaginu og tryggja fötluðum atvinnu á fundi sem haldinn var um félagsleg fyrirtæki og hag íslensks samfélags af rekstri þeirra fyrr í þessari viku.
Meira
Er óeðlilegt að ætlast til að forsvarsmenn einkafyrirtækis eins og FL Group hafi skilning á því, að aðkoma þeirra að gerð þjónustusamnings á milli OR og REI var óviðeigandi?
Meira
Er skortur á samkeppni í bókaútgáfu á Íslandi? Er hætta á einokun í bókaútgáfu? Svarið við báðum þessum spurningum er að það er hvorki skortur á samkeppni né hætta á einokun. Er níðst á kaupendum bóka með því að setja hátt verð á bækur?
Meira
* Hróður Barða í Bang Gang berst víða en í sumum tilfellum seint. Og í tilfelli vefsíðunnar Tunecore (www.tunecore.com) heilum tíu árum of seint.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „KJARTAN samdi Dimmu fyrir mig árið 1985. Við lentum svo á kjaftatörn í fyrravor sem lauk með því að hann sagði: „Ég skrifa bara annað verk!
Meira
Mannkynssagan vitrast manni oft skýrast í mistökum, misskilningi og blekkingum, því það er oft fyrst þegar maður fer að leita að sannleikanum á bak við blekkinguna sem maður áttar sig best á hversu flókinn og þversagnakenndan vef sagan á það til að...
Meira
SARA Vilbergsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu í Hliðarsal Gallerí Foldar í dag klukkan 15. Þar sýnir hún litrík málverk, pappamassafólk og ljósmyndir af börnum sem brugðu á leik við pappafólkið.
Meira
EITTHVAÐ segir manni að villtustu órar leikstjórans Woodys Allens hafi ræst við upptökur á nýjustu mynd hans, en á meðal atriða í myndinni er lesbískt ástaratriði með þokkadísunum Penelope Cruz og Scarlett Johansson.
Meira
BRESKA söngkonan Amy Winehouse verður ekki viðstödd Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fer í Bandaríkjunum á sunnudag sökum þess að henni hefur verið neitað um vegabréfsáritun.
Meira
NAHSHID Sulaiman, sem síðar tók sér nafnið OneManArmy og svo One.Be.Lo, sem hann notar í dag kemur fram á Organ í kvöld ásamt írska skífuskankaranum DJ Flip, en hann vann ITF plötusnúðakeppnina um árið.
Meira
* Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, hefur aldrei farið í grafgötur með aðdáun sína á kanadíska rokkaranum Neil Young og varla líður sá dagur að Óli Palli leiki ekki að minnsta kosti eitt lag með tónlistarmanninum.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum að mestu búin með tökur á Íslandshlutanum, það var tekið núna fyrir áramótin. Svo stefnum við að því að fara fljótlega til Rotterdam þar sem við verðum svona viku í tökum.
Meira
NÚ um helgina lýkur þremur vinsælum sýningum á Listasafni Íslands og af því tilefni ætlar Halldór Björn Runólfsson safnstjóri að bjóða síðustu gestunum upp á leiðsögn um sýningarnar.
Meira
ÞAÐ verður fjölbreytt dagskrá í Söngskóla Reykjavíkur í dag í tilefni af Vetrarhátíð. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og verður mikið lagt upp úr þátttöku tónleikagesta, m.a.
Meira
MY Bloody Underground kallast 13. breiðskífa Íslandsvinarins Jasons Newcombes og hljómsveitar hans The Brian Jonestown Massacre. Platan kemur út á vegum a recordings, sem Newcombe sjálfur rekur, og er útgáfudagurinn 15. apríl næstkomandi.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Ég er nýkominn í hljóðver,“ tjáir Eyfi blaðamanni, „og er búinn að spila inn sjö grunna af tólf í góðu samstarfi við Þóri Úlfarsson.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „TVÆR af mínum uppáhalds íslensku hljómsveitum gáfu bara út á spólu, það er að segja hljómsveitirnar Fan Houtens Kókó og Oxzmá, sem er mjög gaman að geta spilað.
Meira
ROKKAFINN Mick Jagger hefur lengi verið sagður nískasta rokkstjarna heims og ófáar sögurnar til af nirfilshætti söngvarans. Ein slík saga komst í fréttirnar í vikunni fyrir frumsýningu á Rolling Stones-myndinni Shine a Light .
Meira
NÝTT kaffihús var opnað í húsakynnum Máls & menningar við Laugaveg á fimmtudagskvöldið. Um er að ræða sama húsnæði og kaffihúsið Súfistinn var áður í, en Te & kaffi er nú komið þar í staðinn.
Meira
John Speight: Sinfónía nr. 4 (frumfl.). Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 3 (frumfl.); einsöngur: Gunnar Guðbjörnsson og Ágúst Ólafsson; bakraddir: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Meira
BRIAN May, gítarleikari Queen og núverandi stjarneðlisfræðingur, segist ekki hafa vitað af samkynhneigð söngvarans Freddy Mercury fyrr en komið var fram á níunda áratuginn en sveitin var stofnuð í upphafi þess áttunda.
Meira
Valdimar Leó Friðriksson skrifar í tilefni af 112-deginum: "...slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru ávallt viðbúnir að gera sitt besta til að bjarga þér og þínum."
Meira
Hólmfríður Vilhjálmsdóttir fjallar um innri vefi fyrirtækja: "Innri vefir geta gefið af sér mikla hagræðingu í vinnuferli starfsmanna. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil þróun í gerð og notkun þeirra."
Meira
Einar Eiríksson skrifar um borgarskipulag: "Það óhagræði sem alls ekki má leggja á flugfarþega, sem eru um 1000 á dag, er í lagi að leggja á 200.000 höfuðborgarbúa á hverjum einasta degi!"
Meira
Frá Jean Jensen: "ÞEGAR þrystihópur fer að berjast fyrir málefni sem honum er kært gleymist oft að sameiginlegt gjaldþol allra landsmanna er ekki ótakmarkað. Margir vilja koma sínum málum í forgang og sjá þar af leiðandi ekki langt fram fyrir fætur sér."
Meira
Gunnþórunn Jónsdóttir fjallar um velferð barna: "Blátt áfram er með frábært forvarnarverkefni sem ég álít að allir ættu að nýta sér – sérstaklega allir þeir sem eru með börn í sinni umsjá."
Meira
Heiða B. Heiðarsdóttir | 8. febrúar Flögrandi fiðrildi í nærbuxunum Ef það er eitthvað að marka þessar klósettskálahreinsiefna- og dömubindaauglýsingar þá mæta manni svífandi blómaknúppar þegar maður lyftir klósettsetunni við notkun undraefnanna.
Meira
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar um flugstöðvarrekstur: "Núverandi stærð Leifsstöðvar annar 3,2 milljónum farþega á ári eða 60% meiru en í dag. Farþegaspár gera ráð fyrir að því marki verði náð árið 2015."
Meira
Ólína Þorvarðardóttir | 8. febrúar 2008 Samstöðustjórnmál? Það lítur út fyrir að skýrsla stýrihópsins svokallaða eigi að verða endahnúturinn á þessu skelfilega OR- og REI-máli.
Meira
Pjetur Hafstein Lárusson | 8. febrúar Steinn Steinarr VII Mér er það stórlega til efs, að umkomulausara fólk hafi verið til á Íslandi, en niðursetningar gamla bændasamfélagsins.
Meira
Kristján Sturluson skrifar í tilefni af 112-deginum, sem er mánudaginn 11. febrúar: "Dæmin sanna að jafnvel börn geta bjargað mannslífum með því að þekkja til grunnþátta í skyndihjálp."
Meira
Takk fyrir stoppið! Það er ekki með öllu þrautalaust að ferðast á hjólinu sínu um borgina eins og snjóalögin hrannast upp. Ruðningar liggja þvers og kruss og saltið berst ótæpilega á stígana svo erfiðara verður að fá grip undir reiðhjóladekkin.
Meira
Benedikt Thorarensen fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Egill G. Thorarensen kaupmaður og síðar kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, f. 7.
MeiraKaupa minningabók
Bryndís Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1. febrúar 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 20.2. 1880, d. 14. 6.
MeiraKaupa minningabók
Jón Haukur Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni J. Hafstað, bóndi í Vík, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.
MeiraKaupa minningabók
EYRIR Invest skilaði 797 milljóna króna hagnaði á árinu 2007 en það er tæplega helmingi minni hagnaður en af árinu áður. Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 1,2 milljörðum króna og er það 42% samdráttur frá fyrra ári.
Meira
SAMKVÆMT frétt í breska blaðinu Scunthorpe Telegraph í gær er Bakkavör að íhuga lokun á verksmiðjunni Pasta Company í bænum Scunthorpe. Segir í fréttinni að 107 störf séu þar með í hættu.
Meira
CHINA Investment Corporation, CIC, og fjárfestingarfélagið JC Flowers hyggjast leggja fjóra milljarða Bandaríkjadala í sjóð til kaupa í fjármálafyrirtækjum, að því er fram kemur í Financial Times .
Meira
ÍSLENSKA krónan veiktist um 0,9% í gær og hefur ekki verið jafnveik síðan í júlí 2006. Fram kemur í Hálffimmfréttum Kaupþings að krónan hafði þá veikst í sex mánuði, m.a.
Meira
LANDSVIRKJUN, LV, gaf í vikunni út tvö skuldabréf alls að andvirði um 6,3 milljarða króna, annars vegar í 75 milljónum dollara og hins vegar í 2 þúsund milljónum japanskra jena. Kjörin á bréfunum jafngilda USD Libor að viðbættu 15-20 punkta álagi.
Meira
LOKAGILDI úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var 4.999,7 stig eftir 1,34% í gær. Þetta er lægsta gildi vísitölunnar síðan í nóvember 2005. Mest lækkaði Exista, um 4,13%, en eina félagið sem hækkaði var hinn færeyski Eik Banki, um 3%.
Meira
STJÓRN Icelandic Group hefur skipað Finnboga Baldvinsson nýjan forstjóra félagsins. Finnbogi tekur við starfi Björgólfs Jóhannssonar sem hefur stýrt Icelandair síðan 15. janúar síðastliðinn.
Meira
Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is VIÐ væntum þess ekki að Seðlabankinn lækki vexti á fimmtudaginn,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir hjá Greiningu Glitnis.
Meira
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum, VSV, skilaði 636 milljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs, borið saman við 207 milljóna hagnað árið áður. Heildartekjur drógust saman um 175 milljónir og námu 5,6 milljörðum króna.
Meira
Kristján Bersi Ólafsson skrifar hugleiðingu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Kristjánssonar: „Sverrir var einn þeirra manna sem settu mark á samtíð sína.
Meira
Ef Sveinn Dúa Hjörleifsson hefði ekki farið á sjóinn, þá hefði hann sennilega aldrei farið að læra söng. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ungan og efnilegan tenór sem snertir strengi í brjóstum með söng sínum.
Meira
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Íslendingar kunna að vera orðnir fullsaddir á kynnum sínum af Vetri konungi þetta árið – enda takmarkað sem það getur talist góð skemmtun að moka snjó.
Meira
Þegar Hugrún Haraldsdóttir og Ottó Eiríksson fluttu úr Salahverfinu tæmdist gatan eiginlega af börnum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sá hvernig sjö manna fjölskylda hefur hreiðrað um sig í nýjasta hverfi Kópavogs.
Meira
Barnahreinlætisvörur eins og sjampó, krem og púður eru m.a. taldar orsök þess að efnasamböndin þalöt fundust í þvagi allra bandarísku ungbarnanna sem tóku þátt í nýrri rannsókn er febrúarhefti bandaríska tímaritsins Pediatrics segir frá.
Meira
Rysjótt tíðarfar hefur sett svip á bæjarlífið þessar vikurnar, hvassviðri, ofankoma og svo fljúgandi hálka ofan á allt saman, þannig að varla er stætt úti.
Meira
80 ára afmæli. Heiðurshjónin Guðmundur Sigurþórsson og Margrét Magnúsdóttir eru áttræð um þessar mundir. Guðmundur átti afmæli 26. nóvember síðastliðinn og Margrét í dag 9. febrúar. Þau fagna tímamótunum með fjölskyldunni og verða að...
Meira
THE BREAK-UP (Sjónvarpið kl. 21.40) Ung kona ákveður að fara frá manni sínum, sem henni finnst vanrækja sig, svo að hann sakni hennar. En vegna misskilnings og vondra ráða sem þau þiggja af vinum og ættingjum brýst út stríð milli þeirra.
Meira
1.Á hvaða kirkjujörð á Norðurlandi er deilt um ábúð? 2 Hver var formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á liðnu sumri? 3 Hvaða lið leika til úrslita í Afríkukeppninni í knattspyrnu?
Meira
Sunnudagaskólahátíð kirkjunnar Í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er barnastarf í kirkjunum á hverjum sunnudegi. 10. febrúar munu sunnudagaskólarnir í prófastsdæminu sameinast í hátíð sem haldin verður í Grafarvogskirkju kl. 11.
Meira
VIÐ fyrstu sýn virðist sem belgíski tennisleikarinn Steve Darcis hafi sett sig í heldur flóknar stellingar þegar hann gaf upp í leik á móti Tékkanum Radek Stepanek, en þeir áttust við í fyrstu umferð Davis-bikarsins í gær.
Meira
Valdimar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 1978. Hann lauk BA-prófi í sálfræði og viðskiptafræði frá HÍ 2003, meistaragráðu í viðskiptafræði frá HÍ 2005 og doktorsprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Cardiff 2007.
Meira
Þeir, sem starfa við snjóruðning á höfuðborgarsvæðinu við aðstæður eins og þær, sem skapast hafa síðustu sólarhringa, eru ekki öfundsverðir af starfi sínu.
Meira
ÍSLANDSMEISTURUM Stjörnunnar í handknattleik kvenna tókst í gærkvöldi að halda lífi í titilvörn sinni þegar liðið sigraði Val örugglega, 30:22, á Hlíðarenda.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona þegar liðið mætir Sevilla í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Deco verður ekki með vegna meiðsla, en hann tók stöðu Eiðs í liðinu á ný í síðasta mánuði.
Meira
Róbert Magnússon , sem verið hefur aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar hjá Skagamönnum og sjúkraþjálfari liðsins, verður ekki við þann starfa á sumri komanda. Frá þessu segir Gísli Gíslason , formaður rekstrarfélags meistara- og 2.
Meira
Jens Martin Knudsen, fyrrum markvörður Leifturs í Ólafsfirði og færeyska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Færeyja. Þar leysir hann af hólmi annan fyrrum leikmann Leifturs, framherjann John Petersen .
Meira
HLUTAFÉLAGIÐ sem á og rekur íþróttamannvirkið Parken í Kaupmannahöfn hefur sett fram áætlanir sem gera Dönum kleift að sækja um heimsmeistarakeppnina í handknattleik árið 2011. Kaupmannahafnarbúar hafa ekki yfir að ráða íþróttahöllum sem taka yfir 10.
Meira
KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, segist mjög spenntur fyrir því að fá franska framherjann Thierry Henry, leikmann Barcelona, til liðs við félagið og telur það alls ekki óraunhæft þó svo að hann sé nýfarinn frá ensku liði, en hann lék með...
Meira
Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is NORSKA knattspyrnufélagið Lyn vill fá Arnar Darra Pétursson, 16 ára markvörð úr Stjörnunni, í sínar raðir og er komið í viðræður um hann við Garðabæjarfélagið. Von er á formlegu tilboði frá Lyn í næstu viku.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik meiddist á lærvöðva í leik með ítalska liðinu Lottomatica Roma og verður hann frá í einhvern tíma.
Meira
Marek Krala frá Belgíu er til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Snæfells úr Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Krala er bakvörður og verður væntanlega í leikmannahópi liðsins gegn Hamri á sunnudaginn í næstu viku.
Meira
VALUR hefur samið við serbneska liðið RK Lasta Radnicki um að báðar viðureignir liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna fari fram hér á landi. Verða þeir spilaðir á heimavelli Vals að Hlíðarenda um næstu helgi.
Meira
Óliver, 7 ára, teiknaði þessa frábæru mynd af Bart Simpson, gula prakkarastráknum, þar sem hann sýnir listir sínar á hjólabretti. Ætli Óliver sé jafngóður á hjólabretti og...
Meira
Hrund, 8 ára, er mikil hestakona en hún teiknaði þessa skemmtilegu mynd af sjálfri sér með hestinum Austra. Hestar eru lyktnæmir og með skarpa sjón og heyrn og þeir skynja því jafnan hættu fljótt og eru þá snöggir að forða sér.
Meira
Skoðaðu hringina þrjá hér að ofan vel og athugaðu hvort þú áttar þig á því hvernig næsti hringur í röðinni myndi líta út. Litaðu hringinn sem Þorri þrautakarl bendir á eins og þú heldur að hann eigi að...
Meira
Anna Birna leirlistarstúlka er afar leið í dag því þegar hún mætti á verkstæðið sitt í morgun var búið að taka öll listaverkin hennar úr hillunum. Getur þú hjálpað henni og fundið 10 leirvasa á síðum...
Meira
Trausti Már, 8 ára, teiknaði þessa fínu mynd af krókódíl. Krókódílar eru rándýr sem leynast í ám og fenjum og grípa allt sem þeir komast í færi við. Þeir éta fiska og froska í heilu lagi.
Meira
Þegar leir sem tekinn er úr jörðu er hitaður breytist hann úr rennblautri leðju í sterkt, hart og vatnsþétt efni. Leir hentar því mjög vel í nytjamuni vegna þess að hann má móta að vild og gera úr honum bæði flata matardiska og djúpar krúsir.
Meira
Þeir Ólafur Baldvin Jónsson, 14 ára, Hlynur Kristjánsson, 12 ára, og Gauti Páll Jónsson, 8 ára, sækja allir leirnámskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Meira
Hæ! Ég heiti Ísak Sölvi, ég er 8 ára og mig langar í pennavin. Ég teiknaði þessa skrípamynd handa ykkur. Kveðja, Ísak Sölvi Ingvaldsson Drápuhlíð 8 105 Reykjavík Hæ, hæ! Ég heiti Þórhildur og ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 9-12 ára.
Meira
Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Athugið að það er að finna myndir af hlutum sem þið þekkið ef til vill ekki þar sem þeir eru ekki í notkun á mörgum heimilum í dag.
Meira
Einn góðan veðurdag var allt fullt af töskum frammi á gangi. „Hvað er að gerast?“ spurði Sara. „Við erum að flytja,“ sagði mamma. „Hvað?“ sagði Villi. „En ég vil ekki flytja.
Meira
Í Myndlistaskóla Reykjavíkur er boðið upp á fjölmörg skemmtileg námskeið fyrir börn og unglinga. Eitt námskeið sem er afar vinsælt er leirrennsla og mótun en þar fá nemendur þjálfun í að renna og móta hina ýmsu nytjahluti.
Meira
Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er bók um strák sem heitir Eyvindur og segir frá ævintýrum hans á Hveravöllum. Eyvindur hefur mikinn áhuga á sögunum um Fjalla-Eyvind og Höllu.
Meira
Hvað sagði ljóskan þegar hún sá bananahýði á götunni? Árans, nú dett ég aftur. Hvernig setur maður fíl inn í ísskáp? Opnar hurðina, lætur fílinn inn og lokar. Konungur dýranna ætlar að halda ráðstefnu í skóginum. Öll dýrin mæta nema eitt.
Meira
Þýska bókaforlagið Taschen hefur gefið út bókina The Big Book of Breasts: The Golden Age of Natural Curves . Í henni eru aðallega myndir af berbrjósta konum frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum en brjóstadýrkun karla er einnig skoðuð í sögulegu ljósi.
Meira
Í Riverside-bíóinu í London er hægt að láta fara vel um sig og njóta tveggja-mynda dagskrár. Nýlega voru þar sýndar tvær myndir sem fjalla um geimferðir á ólíkan en þó andlega skyldan hátt.
Meira
Eftir Guðrúnu Þórhallsdóttur gth@hi.is Meðan unnið var að hinni nýju þýðingu Biblíunnar samþykkti stjórn Hins íslenska biblíufélags að verða við tilmælum um að taka tillit til „máls beggja kynja“ og lagði m.a.
Meira
Fjörutíu ár eru liðin frá því að fyrsta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn , kom út 1968. Bókin var lykilverk í bylgju módernískrar skáldsagnagerðar hérlendis.
Meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti nýrrar þýðingar á Biblíunni sem kom út á síðasta ári. Þýðingin hefur verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni, flatneskjulegan stíl, málfræðivillur og að ganga of langt í notkun svokallaðs máls beggja kynja svo eitthvað sé nefnt.
Meira
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Það gladdi marga þegar Þorsteinn Þorsteinsson hlaust íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ljóðhús , bókina um skáldskap Sigfúsar Daðasonar.
Meira
Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Franska leikskáldið Yasmina Reza lýsir nýjasta leikverki sínu Vígaguðinum sem tragíkomedíu og segist halda að það sé ennþá sterkara verk en Listaverkið sem hún sló í gegn með fyrir tíu árum.
Meira
Þá vorið vaknar aftur í vitund sem er hlý er Guð sá gleðikraftur sem gefur von á ný. Ég lít þá dögun dreyminn sem dýrð í huga þér. Svo gef ég glaður heiminn og Guð í sjálfum mér. Ég gef þér gleði mína og gef þér himininn.
Meira
Hlustarinn Ég myndi gjarnan vilja mæla með plötunni Till The Sun Turns Black með bandaríska söngvaskáldinu Ray Lamontagne. Platan er önnur plata listamannsins og er frá árinu 2006, en ég keypti hana í fyrra og kolféll fyrir henni.
Meira
Erfitt er að henda reiður á öllum þeim hljómsveitum sem kanadíski tónlistarmaðurinn Dan Bejar vinnur með um þessar mundir og eins getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir þann grúa tónlistar sem hann hefur samið og gefið út.
Meira
Norski skíðasnillingurinn Per Flaaten gegndi herskyldu á Eyjafjallajökli í febrúar 1943. Þó að óvinurinn hafi verið víðsfjarri telur Flaten sig hafa verið heppinn að sleppa lifandi úr vistinni.
Meira
Eftir Guðrúnu Egilson gudrun@verslo.is !,,Ætli ég geti ekki fengið svona sjötíu milljónir fyrir húsið mitt en það nægir ekki fyrir lúxusíbúð í hundrað og einum.
Meira
9. febrúar 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1312 orð
| 2 myndir
Nick Broomfield hefur gert heimildamyndir um suður-afríska þjóðernissinnann Eugene Terre'Blanche, Margréti Thatcher, samband Kurt Cobain og Courtney Love og vændiskofa í Arizona-eyðimörkinni sem heitir Chicken Ranch og vakti mikla...
Meira
Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is Hvar á að byrja? Jú, byrjum á Kjarvalsstöðum þar sem nýr meirihluti í borgarstjórn var kynntur fyrir tæpum þremur vikum.
Meira
La Traviata eftir Verdi, sem var frumsýnd á fjölum Íslensku óperunnar í gær, er ein vinsælasta ópera tónbókmenntanna. Enda var Verdi snillingur sem átti auðvelt með að búa til grípandi laglínur.
Meira
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Einn virtasti rithöfundur samtímans, nóbelskáldið nýkrýnda Harold Pinter, lýsti fyrir skemmstu kvikmyndaborginni Hollywood sem „kamri“ samtímans, úrgangsstöð og rotþró menningarinnar.
Meira
9. febrúar 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1846 orð
| 2 myndir
Hvaða skoðun hafa Rússar á Jósef Stalín sem líklega mótaði samfélag þeirra á 20. öld meira en nokkur annar? Ýmislegt bendir til þess að verið sé að endurreisa minningu Stalíns Rússlandi. Hér er sagan rifjuð upp og rýnt í viðhorf samtímans til Stalíns.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ein af þakklátari endurkomum fornfrægra pönksveita var þegar Gang of Four ákvað að taka þráðinn upp að nýju fyrir nokkrum árum.
Meira
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hjalmarstefan@gmail.com Áður en Morrison Hotel var gefin út hafði hljómsveitin The Doors þurft að fresta heilu tónleikaferðalögunum vegna ákæru á hendur Jims Morrison fyrir ósiðlegt athæfi á tónleikum.
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson fellur jafnt og þétt niður peningalista evrópsku mótaraðarinnar enda ekkert spilað nú um tíma og tekur ekki upp kylfur á ný á móti fyrr en í næsta mánuði.
Meira
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á biomjólk með jarðarberjum frá MS. Biomjólkin er seld í 1/2 lítra umbúðum. Munur á hæsta og lægsta verði var 43,6% eða 44 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í...
Meira
Sigmar Guðmundsson fór á kostum í Kastljósi fimmtudagsins þar sem hann mætti annars vegar Svandísi Svavarsdóttur og hins vegar Vilhjálmi Vilhjálmssyni.
Meira
Mér finnst vera þrennt sem skiptir máli til að hlúa að ástinni. Í fyrsta lagi er það að vera saman og þá að hlusta á hvort annað, lifa sig inn í hvað hinn er að segja og sýna umhyggju og efla samkenndina. Þetta þýðir t.d.
Meira
Aðstoðar Ólaf „Að sjálfsögðu býst ég við að sinna þessu starfi lengur en þrjá mánuði,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir en hún hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í Reykjavík.
Meira
Aðdáendur Jay Leno geta tekið gleði sína á mánudaginn því þá mun Skjár Einn hefja aftur útsendingar á sívinsælum spjallþáttum hans. Þar tekur Leno á móti heimsfrægum gestum og líkt og fyrr er alltaf stutt í...
Meira
Aldur mannsins Fyrstu tíu vetur: barn, tuttugu ára: ungur, þrjátíu ára: fullorðinn, fjörutíu ára: í sínum blóma, og þá hvorki aftur né fram, fimmtíu ára: athugaaldur, sextugur: með aldri, sjötugur: færist aldur á, áttræður: fellur minnið frá, níræður:...
Meira
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í gær þá tillögu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að banna reykingar í Alþingishúsinu frá og með 1. júní næstkomandi.
Meira
„Þetta er áfellisdómur yfir Vilhjálmi Þ. og það sem er mikil tíðindi er að fulltrúar allra flokka fella þann dóm,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurð um álit sitt á REI-skýrslunni.
Meira
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari stúlknaliðs Stjörnunnar í handbolta, íhugar alvarlega að fá niðurstöðu almennra dómstóla vegna banns þess er hann var dæmdur í af hálfu aganefndar Handknattleikssambandsins snemma í desember.
Meira
Ein stærsta matarveisla ársins er í vændum því að alþjóðlega matarhátíðin Food and Fun verður haldin í Reykjavík dagana 20.- 25. febrúar. Von er á úrvalsmatreiðslumönnum frá útlöndum sem munu sýna listir sínar á veitingastöðum borgarinnar.
Meira
Björgunarmenn í Castalian Springs í Tennessee í Bandaríkjunum voru eiginlega búnir að gefa upp alla von um að finna Kyson Stowell, sem er 11 mánaða, á lífi eftir hamfarirnar þar nú í vikunni.
Meira
Minnst tvær stórar vefskoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Englandi, síðan hugmyndir Knattspyrnusambands Englands um útflutning á enska boltanum frá árinu 2011 voru gerðar ljósar, sýna að þeir sem eru þeim fylgjandi telja að flestir leikjanna ættu að...
Meira
Skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari kom hingað til lands bandarískur byggingaspesíalisti í „skemmtiferð“. Ekki veit ég hvernig honum datt það í hug, en hann fékk sér göngutúr um borgina og skoðaði „húsagerðarlistina“.
Meira
„Ég hef verið að pæla í því að gerast búddamunkur í Tíbet. Bora holu í ennið á mér, þannig fæ ég þriðja augað. Læra að yfirgefa líkamann eftir vild. Annars heyrði ég að Jesú hafi farið til Kasmir, eftir að honum var bjargað niður af krossinum.
Meira
Sögusvið leikritsins Baðstofunnar eftir Hugleik Dagsson er baðstofa ein á Íslandi árið sautján hundruð og súrkál. Stefán Hallur Stefánsson fer þar með hlutverk marbendils sem ber óvænt að garði og hristir upp í heimilislífinu.
Meira
„Orðið „stýrihópur“ er nokkuð framandlegt. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt það fyrr en í REI-málinu. Maður er vanari að heyra „rannsóknarnefnd“. Hlutverk rannsóknarnefnda er að komast að sannleikanum.
Meira
Forseti Tsjads, Idriss Déby, hefur beðið Evrópusambandið um að senda sem fyrst herstyrk til landsins til að vernda flóttamenn frá Darfúr í Súdan.
Meira
Lögreglumenn frá Scotland Yard í Bretlandi eru sannfærðir um að Benazir Bhutto hafi látist af völdum sjálfsmorðssprengju þann 27. desember síðastliðinn en ekki af skothríð tilræðismanns.
Meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur lokið úttekt sinni á brunavörnum í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Af þeim tæplega fjörutíu byggingum sem slökkviliðið skoðaði í úttekt sinni, reyndust þrettán þeirra vera með brunavarnir í ólagi.
Meira
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur nú upp í Langholtskirkju óperu Mozarts Brúðkaup Figarós. Söngvarar í uppsetningunni eru 39 af nemendum Söngskólans.
Meira
Þessar buxur keypti ég á Spáni fyrir tveimur árum. Ég fékk þær í verslun sem heitir Breskha og er í Barcelona. Ég nota þær rosalega mikið og get með sanni sagt að þetta séu uppáhaldsbuxurnar.
Meira
Starfsmaður verktakafyrirtækisins Loftorku, sem ber ábyrgð á náttúruspjöllum í fjöru á norðanverðu Álftanesi, er samflokksmaður Sigurðar Magnússonar, bæjarstjóra Álftaness, og formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins.
Meira
Niðurstaða rannsóknar vísindamanna frá ýmsum háskólum í Bandaríkjunum, meðal annars Stanford-háskólanum og Harvard Kennedy-skólanum, sýnir að depurð hefur áhrif á hegðun varðandi innkaup og leiðir í versta falli til óábyrgrar hegðunar.
Meira
Það virðist ekki kosta fúlgu fjár að fá rokkarann Pete Doherty til þess að skemmta í einkasamkvæmum. Dyggur aðdáandi Pete´s hélt upp á afmælið sitt á dögunum og rukkaði stjarnan eingöngu 100 pund fyrir herlegheitin.
Meira
„Mín skoðun er sú að ef það kostar hundrað eða tvö hundruð milljónir að vekja borgaryfirvöld og borgarbúa af værum blundi og gera þeim ljóst að við erum að glata miklum menningarverðmætum með því að rífa söguleg hús þá finnst mér það ekki svo...
Meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu til þess að hætta að fylgjast með manni en hann kærði lögmæti rannsóknar sem hann sætti til héraðsdóms Reykjavíkur.
Meira
Húsafriðunarnefnd verður mest áberandi þegar deilur rísa um friðun húsa. Nefndin er hins vegar stöðugt að störfum og sinnir því sem henni ber að gera sem er að stuðla að varðveislu þess hluta byggingararfsins sem talinn er hafa gildi til varðveislu.
Meira
Vinun er einkarekin þjónustumiðstöð fyrir fatlað fólk, aldraða og aðra þá sem þurfa tímabundna aðstoð við daglegar athafnir vegna veikinda og slysa.
Meira
Mikilvægast er að hlúa hvort að öðru og gleyma því ekki að halda áfram að fara á stefnumót að minnsta kosti einu sinni í viku og gefa sér tíma hvort fyrir annað, það er eitt af því sem gleymist í hinu daglega amstri.
Meira
Bocuse d'or akademía Íslands tók í notkun fullkomið æfingaeldhús fyrir matreiðslumenn sem keppa fyrir Íslands hönd erlendis síðastliðinn fimmtudag. Slíkt æfingahúsnæði hefur ekki verið til áður hér á landi.
Meira
Mikill viðbúnaður var hafður eftir að rúta fauk út af veginum nálægt Hvanná á Jökuldal í gær. Rútan valt á hliðina í vindhviðu og lenti í skafli. Lögregla og sjúkralið komu 16 ungmennum á heilsugæslustöðina á Egilstöðum en ekkert þeirra meiddist. mbl.
Meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur fengið dágóða umfjöllun í fjölmiðlum vegna þess sérstæða baráttumáls síns að brýnt sé að finna annað orð í stað hins hefðbundna orðs „ráðherra“ yfir konur sem sinna því starfi.
Meira
Eyrnalokkana sem ég er með fékk ég frá einni af bestu vinkonum mínum í jólagjöf. Ég held alveg rosalega mikið upp á þá og hef notað þá mjög mikið.
Meira
Hæstiréttur hefur fallist á þá kröfu embættis ríkislögreglustjóra að fram fari húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra í því skyni að leggja hald á tiltekin gögn vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum Óskars Magnússonar, fyrrum stjórnarformanns...
Meira
Fangelsi á Íslandi Litla-Hraun Alls er pláss fyrir 77 fanga á Litla-Hrauni ef hver þeirra fær að vera einn í klefa. Fyrirhugað er að byggja við fangelsið og mun fangaplássum fjölga í 83.
Meira
Felix Bergsson lauk leiklistarnámi frá Queen Margaret University College í Edinborg árið 1991. Seinna fór hann í framhaldsnám í leiklist í London. Hann hafði þá þegar öðlast feikimiklar vinsældir sem sjarmerandi söngvari Greifanna.
Meira
Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari undirbýr sig nú ásamt landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi næsta haust. Hann gefur lesendum uppskrift að þriggja rétta...
Meira
Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Þórarni Inga Péturssyni og fjölskyldu hans hefur verið gert að flytja íbúðarhús sitt af jörðinni Laufási í Grýtubakkahreppi. Jafnframt hefur þeim verið synjað um leigu á jörðinni til lengri tíma en fjögurra...
Meira
Enn fjölgar fólki í golfinu hérlendis. Samkvæmt upplýsingum hjá Golfsambandi Íslands er heildarfjöldi skráðra félaga þar á bæ kominn í fimmtán þúsund, sem gerir sambandið það næststærsta í landinu.
Meira
Vetrarhátíð Reykjavíkur fer nú fram höfuðborgarbúum til upplyftingar í ofsaveðri og snjósköflum. Frá 7.-9. febrúar er rækilega skipulögð dagskrá út um borg og bý þar sem alls kyns menningartengdir viðburðir fara fram.
Meira
Kvikmyndasíðan ShockTillYouDrop.com hefur greint frá því að næsta kvikmynd leikstjórans Alexandre Aja, hrollvekjan Piranha, verði sýnd í þrívídd í kvikmyndahúsum. Myndin er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1978.
Meira
„Við viljum sýna að við séum á móti kynþáttahatri og félagsskap eins og ÍFÍ [Ísland fyrir Íslendinga] sem hefur verið mikið fjallað um upp á síðkastið, okkur langar að sýna að það er fleira fólk gegn rasisma,“ segir Sabine Høgh, en hún fer...
Meira
Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að Eva Mendes hafi sagt skilið við meðferðarheimilið Cirque Lodge í síðustu viku eftir aðeins nokkra daga í meðferð.
Meira
Ég er með blautt meik frá Chanel sem ég er virkilega ánægð með og nota mikið. Einnig er ég með létt sólarpúður frá Guerlain til þess að fá smá blæ á andlitið og síðan nota ég maskara frá Chanel.
Meira
Landsvirkjun gaf í vikunni út tvö skuldabréf, annars vegar að fjárhæð 75 milljónir dala og hins vegar 2.000 milljónir jena, en samtals svara þessar skuldabréfaútgáfur til um 6,3 milljarða króna.
Meira
Þriðjungur starfsfólks á vinnustöðum er talinn þannig gerður að hann geti ekki unnið í opnu rými. Opin rými auðvelda samstarf en auka áreiti. Margir þola illa hávaðann og verða þreyttari fyrir...
Meira
Góðlátlegt grín Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur, vill ekki meina að Villi og Óli spili stóra rullu í þættinum í kvöld, enda segir hann að þeir hafi fengið sterk viðbrögð frá fólki um að þeir ættu ekki að vera grimmir heldur bjóða upp á góðlátlegt...
Meira
Þann 28. mars verður frumsýnd í Bandaríkjunum nýjasta myndin í ádeilu- eða paródíugeiranum en hún ber nafnið Superhero Movie. Eins og nafnið gefur til kynna fá ofurhetjurnar hér að finna fyrir gríninu.
Meira
Fjórir milljarðar evra, eða tæplega 400 milljarðar íslenskra króna, hafa farið í framkvæmdir sem framkvæmdastjórar Evrópusambandsins geta ekki gert grein fyrir.
Meira
Hagnaður Eyris Invest á árinu 2007 nam 797 milljónum króna eftir skatt. Árið 2006 var hagnaður félagsins tæplega 1,6 milljarðar króna. Eigið fé í árslok nam um 18.133 milljónum króna en var 11.995 milljónir króna í upphafi árs. mbl.
Meira
Fíkniefnaleitarhundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í ströngu undanfarið og hafa enn og aftur sannað gildi sitt. Óvíst er að án þeirra hefði jafn vel tekist til við að upplýsa fíkniefnabrot og raun ber vitni.
Meira
Núna tók ég hárið upp og aðeins frá andlitinu. Ég geri svolítið mikið af því, en annars er ég með hárið slegið. Það fer í rauninni bara eftir því hvernig ástandið er á hárinu hverju sinni og auðvitað skapinu.
Meira
Hinn sautján ára Hákon Dagur Guðjónsson er einn þeirra fjölmörgu umsækjenda sem fengu úthlutað úr Styrktarsjóði Baugs í fyrradag. Hákon er þess heiðurs aðnjótandi að vera sá einstaklingur sem minnst fékk úr sjóðnum, samtals 10.000 krónur, íslenskar.
Meira
Horfin úrræði Byrgið og Vernd Á árinu 2006 voru að meðaltali 6,5 fangar í afplánun vistaðir í meðferð á hverjum degi. Ári síðar hafði þeim fækkað um þrjá og voru 3,5.
Meira
Söngkonan Christina Aguilera segist ómögulega geta hætt að horfa á nýfæddan son sinn, Max Liron. Kveðst hún vart trúa því að hún hafi skapað drenginn og horfir hún dáleidd á hann öllum stundum. „Þetta er bara ótrúlegt.
Meira
Leikkonurnar Penelope Cruz og Scarlett Johansson munu leika saman í heljarinnar ástarsenu í næstu kvikmynd Woodys Allen, auk þess að stunda þríleik í rekkjunni með kærasta Cruz, Javier Bardem.
Meira
Natascha Kampusch, sem fyrir einu og hálfu ári slapp frá manninum sem hélt henni fanginni í kjallara í Vín í átta ár, íhugar nú hvort hún eigi að höfða mál gegn austurríska ríkinu.
Meira
Undanfarna mánuði hafa sögusagnir verið á sveimi sem segja að hinn heimsfrægi kvikmyndamorðingi Jason Voorhees muni birtast í þáttaröðinni Supernatural.
Meira
Bóndi í Grýtubakkahreppi sem situr í sóknarnefnd og hreppsnefnd spáir fjöldaúrsögnum úr þjóðkirkjunni verði prestssyninum í Laufási gert að fara. Séra Halldór Gunnarsson í Holti segir Laufás í...
Meira
Óskilorðsbundnar fangelsisrefsingar sem bárust Fangelsismálastofnun til fullnustu voru 312 árið 2002 en 407 í fyrra. Þeim hefur því fjölgað um 30 prósent á því tímabili.
Meira
Hvernig maður hlúir að ástinni? Með byssu. Nei, nei ég segi nú bara svona. Það gerir maður með alúð en samt temmilegum skammti af ofbeldi, þetta er svona sitt lítið af hverju-hugmyndafræðin.
Meira
Eitt vinsælasta lagið á netinu um þessar mundir er lagið Yes We Can eftir tónlistarmanninn Will.I.Am. Lagið er byggt á ræðu forsetaframbjóðandans Barack Obama.
Meira
Felix Bergsson leikari fékk 24 spurningar sem hann svaraði af fyllstu hreinskilni. Þar kemur m.a. fram að hann vildi gjarnan kunna að fljúga og að ofbeldi geri hann...
Meira
Nú er Vetrarhátíð í bæ og í dag eru ansi sérstakir lúðrasveitartónleikar í Hafnarhúsinu. Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu barnatónleika og krakkar úr Skólahljómsveit Austurbæjar eru sérstakir gestir.
Meira
„Þetta er búið. Þeir gerðu með sér samning og eru búnir að handsala hann. Þetta verður lagt fyrir handritshöfundana á laugardaginn [í dag],“ sagði Michael Eisner, fyrrverandi stjórnarformaður Disney í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina.
Meira
Magnús Scheving mætti ásamt fríðu föruneyti karlaklúbbs á veitingastaðinn Argentínu á dögunum. Þar snæddu þeir kvöldverð og hlógu dátt fram eftir kvöldi.
Meira
24 stundir spurðu dómsmálaráðherra: Verður eitthvað gert vegna ástandsins í vistun refsifanga? „Það hefur þegar verið gripið til þeirra ráðstafana að tvísetja í nokkra fangaklefa. Í byrjun mars kemur endurbætt fangelsi á Akureyri í gagnið.
Meira
Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður byggir á frönskum grunni í matargerð en leggur þó jafnframt áherslu á léttleika. Hann undirbýr sig nú ásamt landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Þýskalandi næsta haust.
Meira
Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi banka, fyrir 9,36 milljarða króna. Bréf í Century Aluminium hækkuðu um 6,88% í gær og bréf í 365 hf. hækkuðu um 0,56%. Mesta lækk unin var á bréfum í Exista eða 4,13%.
Meira
Einn milljarður mun látast af sjúkdómum tengdum tóbaksreykingum áður en þessi öld líður undir lok verði ekki gripið til aðgerða. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, um afleiðingar reykinga í 179 löndum.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Miklu fleiri lönd stunda nú njósnir í Noregi en á tímum kalda stríðsins. Rússar eru til dæmis jafnöflugir í njósnastarfseminni og þeir voru áður en Sovétríkin liðuðust í sundur.
Meira
Til að búa til góða kvikmynd þarftu fyrst og fremst að vilja segja áhorfendum sögu. Þú þarft að ákveða hvað sagan á að vera um og í hvaða stíl þú ætlar að segja hana. Verður þetta hryllingsmynd, spennumynd eða grínmynd?
Meira
Orkubúntið Egill Gillzenegger hefur ekki farið varhluta af snjóþunga síðustu daga. Hann lenti í því á dögunum að aka heldur greitt inn í hringtorg, renna út af og pikkfesta japanska fólksbílinn sem hann ók.
Meira
Það er vonandi vísir að því sem koma skal um helgina á Pebble Beach Pro-mótinu í Bandaríkjunum að fara þurfti niður í sextánda sæti til að finna heimsþekktan kylfing en flestir þar fyrir ofan eftir fyrsta dag voru gaukar sem fáir þekkja eins og Kent...
Meira
Starfsmaður í Regina spilavítinu í Kanada gerði mistök sem voru dýr fyrir eigandann. Gestirnir urðu hins vegar glaðir því að starfsmaðurinn setti ranga seðla í spilakassann. Í stað þess að fá 5 dollara seðla fengu þeir 20 dollara seðla.
Meira
Pólitísk lægð gengur nú yfir landið af mikilli hörku og gárungarnir velta fyrir sér hvað hafi orðið um Hannes Hólmstein Gissurarson sem hefur væntanlegar sterkar skoðanir á hræringunum.
Meira
Hvar er nú kraftur Svandísar og sexmenninganna Sjálfstæðisflokksins? Það er engu líkara en stungið hafi verið prjóni í blöðru þegar hlustað er á Svandísi, nú síðast í Kastljósi.
Meira
Nú er rétta tækifærið til að afnema fáránleg viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat. Íbúðamarkaðurinn er gersamlega frosinn í augnablikinu og þarf reyndar að fá smá púst svo ekki fari illa.
Meira
Til að hlúa að ástinni er hvað mikilvægast að koma hvort öðru á óvart og halda þannig við ákveðnum rómans í sambandinu og eins að tala saman. Ef allt annað klikkar þá er að kveikja á kertum og opna rauðvínsflösku.
Meira
„Orð mín frá því í fyrradag hafa verið mistúlkuð í fjölmiðlum. Þau verður að skoða í því ljósi að það var aldrei hlutverk stýrihópsins að draga menn til ábyrgðar. Ég hef ekki í hyggju að benda á einn eða neinn í þessum efnum,“ segir Ólafur...
Meira
Ljósmyndir Rebekku Guðleifsdóttur hafa notið vinsælda á Yahoo Flickr-ljósmyndasíðunni um nokkurt skeið en Rebekka uppgötvaði nýlega að myndir hennar hafa verið seldar í leyfisleysi á iStockphoto-vefsíðunni. Sagt er frá því á fréttavefnum www.news.
Meira
Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Sé einhver leggur heimsmeistarakeppninnar í rallakstri skemmtilegri áhorfs en aðrir tekur sænska rallíið það skuldlaust.
Meira
Norskur togari, Fiskeskjer að nafni, sigldi upp á hafnarkantinn í Neskaupstað eftir hádegið í gær. Togarinn mun hafa leitað vars í Neskaupstað og var verið að færa hann til í höfninni svo annað skip gæti tekið olíu.
Meira
Skokkinn sem ég er í keypti ég núna nýlega í versluninni Urban Outfitters þegar ég var í New York. Ég er þvílíkt ánægð með hann þó svo að ég hafi kannski ekki notað hann neitt rosalega oft ennþá.
Meira
Ég er í hvítum skóm sem ég keypti í versluninni Glamúr. Ég fékk mér þá fyrir brúðkaupið hans pabba síðasta sumar og hef notað þá slatta mikið síðan. Þeir eru með svona pínu hæl, svona frekar fínir, og ég er alveg rosalega ánægð með þá.
Meira
Suðvestan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir, hvassast á Vestfjörðum. Heldur hægari og bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, en annars nálægt...
Meira
Grínistinn Larry David, sem er meðal annars þekktur fyrir þættina Curb Your Enthusiasm, hefur tekið að sér að leika í næstu mynd Woodys Allens samkvæmt heimildum Entertainment Weekly.
Meira
„Fyrir mér er þetta eitthvað sem við vissum fyrir nokkru síðan, þannig að þetta er bara staðfest þarna af þessum lögfræðingum,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um það sem kemur fram í REI-skýrslunni um...
Meira
Hartnær tvö hundruð keppendur eru skráðir til leiks á fjölmennasta karatemóti ársins Íslandsmóti barna. Fer keppnin fram í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi á morgun og stendur frá kl. 10 til 14.
Meira
STUTT Eldsneyti hækkar í verði Eldsneytisverð hefur hækkað hér á landi í morgun. Skeljungur hækkaði verð á bensínlítra um 1,20 krónur og á dísilolíulítra um 2 krónur.
Meira
Stutt Ökumenn taka tillit til aðstæðna Brot 51 ökumanns var myndað á Kringlumýrarbraut frá miðvikudegi til föstudags en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt, þ.e. yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Meira
Dregur úr vindi og léttir til norðaustanlands, en suðvestan 20-25 m/s við suður- og vesturströndina annað kvöld. Kólnar með morgninum og víða vægt frost síðdegis.
Meira
Sunnlendingum verður tryggður aðgangur að sunnlenskum bjór í vínbúðum í sinni heimabyggð um leið og hann kemur á markað. Þetta segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR.
Meira
S ú hugmynd að leika eina umferð eða svo í ensku úrvalsdeildinni utan breskra landsteina fer fyrir ofan garð og neðan hjá boltafræðingum og aðdáendum. Helstu rökin á móti eru meira álag á leikmenn og svindl gagnvart enskum aðdáendum.
Meira
Skemmtilegt ís-parfite er auðvelt að laga og getur gefið nýja vídd í eftirréttina með blönduðum ávöxtum Hráefni: *150 g eggjarauður *20 g hunang *200 g Ivori, hvítt súkkulaði *450 g rjómi *250 g síróp (110 g vatn og 140 g sykur) leyst upp Aðferð: Þeytið...
Meira
Aðlaðandi og opið í nefi með kröftugan ilm af svörtum berjum, ferskum kryddjurtum, balsamik, leðri og steinefnum með vott af sætleika. Rúnnað í munni með áberandi skógarberjasultu, hrásykri og tóbakslaufi.
Meira
Landsbankinn hefur fært SÍBS, Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, tvær milljónir króna í tilefni af 40 ára afmæli Árbæjarútibús Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, afhenti SÍBS gjöfina í gær á afmælishátíð útibúsins.
Meira
„Skýrslan varpar fyrst og fremst ljósi á að fyrrverandi borgarstjóri hafði ekki umboð til þeirrar ákvörðunartöku sem hann taldi sig hafa,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, aðpurður um álit sitt á REI-skýrslunni.
Meira
Ungt og óþroskað rauðvín má gjarnan bæta með umhellingu en þá er því hellt hratt í karöflu eða svipað ílát og látið anda í hálftíma til klukkustund fyrir neyslu. Einnig má umhella eldri og þroskaðri vínum til að losna við grugg.
Meira
Um Janice „Ég hef alltaf verið hrifinn af Janice Joplin , enda er hún frá þeim tíma sem stendur mér nærri,“ segir Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, sem skrifar nú leikrit um söngkonuna sem söng hátt og af innlifun, lifði hratt og dó ung.
Meira
Sýningar eru hafnar á einum vinsælasta farsa allra tíma, Fló á skinni, hjá Leikfélagi Akureyrar. Verkið var frumsýnt í gær og er þegar orðið uppselt á 24 sýningar, þannig að fjölmörgum aukasýningum hefur verið bætt við til að bregðast við...
Meira
Stýrihópur Svandísar Svavarsdóttur um REI vill að stjórnmálamenn dragi mikilsverðan lærdóm af REI-málinu og að sá lærdómur nái til sambærilegra fyrirtækja í eigu hins opinbera, sveitarfélaga og ríkisins.
Meira
Steinn Steinarr er eitt dáðasta skáld sem Ísland hefur alið. Árið 1933, þegar hann var hálfþrítugur, tók hann þátt í athæfi sem vakti litla hrifningu yfirvalda og þótti móðgun við þýska ríkið. Hann var dæmdur til fangelsisvistar ásamt félögum sínum.
Meira
„Ég hefði ekki viljað hafa meiri vind,“ segir kona sem var á ferð um Reykjanesbraut síðdegis í gær. Hún segir fólk almennt hafa farið gætilega. Björgunarsveitir voru að störfum í Keflavík, Grindavík, Sandgerði og Njarðvík frá því í...
Meira
Orð erkibiskupsins af Kantaraborg í Englandi, Rowan Williams, um að nauðsynlegt sé að innleiða ákveðna þætti sjaríalaganna í landinu, til dæmis varðandi hjónaband og fjármál, hafa verið harðlega gagnrýnd.
Meira
... að menn geta fundið lykt af skunki í næstum tveggja kílómetra fjarlægð? ... að bókasafn háskólans í Indiana sekkur um 2,5 sentímetra árlega vegna þess að verkfræðingarnir sem byggðu það gleymdu að gera ráð fyrir þyngd bókanna í útreikningum sínum?...
Meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að nýtt vopnakapphlaup sé hafið í heiminum. Forsetinn vill ekki að Rússland taki þátt í kapphlaupinu og segir Vesturlönd ekki hafa tekið áhyggjur Rússlands til greina.
Meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður allsherjarnefndar, heimsótti nýverið Litla-Hraun ásamt öðrum nefndarmönnum til að kynna sér aðstæður þeirra fanga sem þar dvelja. „Það er alveg ljóst að það þarf meira fjármagn í fangelsismál.
Meira
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Variety er leikstjórinn Martin Scorsese um þessar mundir að undirbúa gerð heimildarmyndar um reggae-goðsögnina Bob Marley.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.