VIÐBÚIÐ er að farsímamarkaðurinn á Indlandi muni vaxa hratt á næstu árum, því indverska símafyrirtækið Spice hyggst setja á markað einfalda gerð „farsíma fólksins“ sem kosti nýr aðeins tíu pund, um 1.300 ísl. krónur.
Meira
ÞETTA gekk betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, um Háskóladaginn, sem haldinn var á laugardaginn. Þar kynntu háskólar landsins, alls átta talsins, námsframboð sitt fyrir næsta skólaár.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skoraði á stjórnvöld í Zimbabwe að efna til heiðarlegra kosninga þegar kosið verður til þings og forseti valinn í næsta mánuði, er hann ávarpaði gesti í opinberri heimsókn til Tansaníu í gær.
Meira
AUÐMAÐUR nokkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur boðið 14,2 milljónir Bandaríkjadala, um 950 milljónir króna, fyrir bílnúmerið „1“ og hyggst maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hengja upp númerið á vegg hjá...
Meira
STÚLKA féll af hestbaki í Grindavík í gær og hlaut áverka á baki þegar hestur hennar fældist vegna hávaða frá torfæruhjólum sem óku um nálægt hesthúsahverfi í bænum. Vitni sagði mörg hross hafa fælst við lætin í hjólunum.
Meira
MENNTARÁÐ og Leikskólaráð Reykjavíkur hafa samþykkt að kanna kosti þess að koma á fót fimm ára deildum við grunnskóla í borginni næsta haust. Niðurstöður þeirrar könnunar verði kynntar í menntaráði og leikskólaráði í apríl.
Meira
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er undrandi á ummælum Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), í Morgunblaðinu á laugardaginn þess efnis að hann sé óánægður með sátt sem SVÞ gerðu við...
Meira
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur fært BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala, tvær milljónir króna að gjöf. Fénu er ætlað að renna í sjóð til kaupa á íbúð í nágrenni deildarinnar.
Meira
„ÉG tel að það væri mjög æskilegt að ljúka þessu í þessari viku sem nú er að hefjast,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í Silfri Egils í gær, spurður hversu langan tíma eðlilegt væri að Vilhjálmur Þ.
Meira
GÍFURLEGT flóð varð við bæinn Kvíar í Þverárhlíð í Borgarfirði þegar Litla-Þverá ruddist í gær yfir bakka sína og lágu klakastykkin eftir á túnum og girðingar meira eða minna ónýtar.
Meira
KARLMAÐUR sem er grunaður um að hafa keyrt á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í byrjun desember og valdið dauða hans fór úr landi í gærmorgun. Maðurinn var leystur úr farbanni í síðustu viku.
Meira
Eftir því sem velmegandi jarðarbúum fjölgar verður mengunin frá landbúnaði meiri. Baldur Arnarson kynnti sér hvort ný bylgja aukinnar grænmetisneyslu væri í vændum.
Meira
TASSOS Papadopoulos, forseti Kýpur, beið ósigur í forsetakosningunum í gær og verður kosið á milli andstæðinga hans Demetris Christofias og Ioannis Kasoulides í annarri umferðinni eftir viku. Kosningaþátttaka var um...
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TUGIR þúsunda manna streymdu út á götur Pristina í Kosovo í gær eftir að þingið samþykkti að stofna sjálfstætt ríki. Rússar gagnrýndu skrefið harðlega og fóru fram á neyðarfund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær.
Meira
HELGA Margrét Þorsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut kvenna í frjálsíþróttum í gær á Meistaramóti Íslands í fjölþraut. Helga er aðeins 16 ára gömul og á hún Íslandsmetið í þessari grein í fjórum aldursflokkum.
Meira
ÞAÐ er sérstaklega gaman að ná þessu rétt fyrir Evrópumeistaramótið,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Íslandsmeistari og nýr Íslandsmethafi í loftskammbyssuskotfimi.
Meira
GEYSILEG fagnaðarlæti brutust út í Pristina eftir að þingið í Kosovo samþykkti sjálfstæði og aðskilnað frá Serbíu. Kosovo var hérað í Serbíu og segjast stjórnvöld í Belgrad aldrei munu viðurkenna sjálfstæðið.
Meira
Svonefnd Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega námsmönnum sem þykja hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Meira
ÞETTA er ótrúlega góður dagur, ég get varla lýst því,“ segir Idriz Andrés Zogu, sem er frá borginni Prizen í Kosovo, en hefur búið á Íslandi í rúm tuttugu ár.
Meira
ENGIN ástæða er til að ætla að niðurstaða áhættumats tefji væntanlegar framkvæmdir við uppbyggingu álvers í Helguvík, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Verið sé að vinna að nefndu áhættumati á olíutönkum og olíuleiðslum.
Meira
Á FÖSTUDAG, 15. febrúar, var formlega stofnuð Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni.
Meira
HVERNIG tekst John McCain/Hillary Clinton/Barack Obama að sigra í bandarísku forsetakosningunum? Hver verða áhrif niðurstöðunnar fyrir aðrar þjóðir, þ. á m. Ísland? Á morgun, þriðjudaginn 19. febrúar nk., mun Michael T.
Meira
MAÐUR var fluttur á slysadeild snemma í gærmorgun en hann var talinn hafa verið stunginn í bakið með hnífi. Einn gisti fangageymslur lögreglunnar vegna málsins.
Meira
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is LANGUR biðlisti eftir augasteinsaðgerðum á Landspítala er ein helsta ástæða þess að brugðið hefur verið á það ráð að bjóða aðgerðirnar út.
Meira
ÞEIR eru vel á verði enda margt sem þarf að varast í henni veröld, hvort sem loðnir ferfætlingar eiga í hlut eða mannfólkið. Hundar eru athugular skepnur sem láta fátt fram hjá sér fara.
Meira
SÚ staðhæfing fulltrúa núverandi borgarstjórnar að ekki sé hægt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri á kjörtímabilinu vegna veðurrannsókna stenst ekki,“ segir Örn Sigurðsson, stjórnarmaður Samtaka um betri byggð.
Meira
Eftir Gunnlaug Árnason AÐ öllu óbreyttu munu ferðir ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð leggjast af yfir vetrartímann frá lokum ársins 2009. Eftir það er einungis gert ráð fyrir tveimur ferðum í viku til og frá Flatey.
Meira
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes ,,Ljósið í myrkrinu“ vetrarhátíð og borgarafundur um ferðaþjónustu á Vesturlandi, var haldið í Landnámssetrinu sl. laugardag.
Meira
UM ÞRJÁTÍU manns voru hnepptir í gæsluvarðhald í Danmörku um helgina eftir miklar óeirðir í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum. Mótmælendur hafa borið eld að byggingum og bílum og býr lögreglan sig undir fleiri bruna.
Meira
VERÐ á áburði, einum helsta útgjaldaliði bænda, hækkaði verulega á heimsmarkaði í fyrra og telja talsmenn helstu áburðarinnflytjenda landsins að hækkanirnar muni fyrr en síðar skila sér út í verðlag á kjöti.
Meira
Ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group í viðtali við Stöð 2, sem sent verður út í dag, en kynningarbrot voru sýnd úr sl. föstudagskvöld, hafa valdið nokkrum titringi í fjármálalífinu um helgina.
Meira
Nýtt ríki er fætt í Evrópu. Kosovo lýsti í gær yfir sjálfstæði eftir að þingið hafði samþykkt að slíta öll tengsl við Serbíu. „Við lýsum yfir því að Kosovo er óháð og fullvalda lýðræðisríki,“ sagði í yfirlýsingunni.
Meira
EINU sinni dreymdi mig um að eignast upplýstan hnött, eins og sumir fengu þá í fermingargjöf. Það var miklu flottara en að skoða heiminn af korti eða landabréfabók.
Meira
Leikstjóri: Sean Penn. Aðalleikarar: Emile Hirsch, Marcia Gay Harden, William Hurt, Jena Malone, Brian Dierker, Catherine Keener, Vince Vaughn, Kristen Stewart, Hal Holbrook. 140 mín. Bandaríkin 2007.
Meira
BRASILÍSKA kvikmyndin The Elite Squad hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem lauk í gær. Myndin fjallar um spillta fíkniefnalögreglumenn í Brasilíu sem svífast einskis til að fá sínu framgengt.
Meira
Sýnd var kvikmyndin „Nosferatu – Eine Symphonie des Grauens“ eftir F.W. Murnau. Tónlist undir kvikmynd, „Nosferatu in Concert“, eftir Helle Solberg. Flytjendur: Geir Draugsvoll harmónikka, Mattias Rodrick rafmagnsselló. Sunnudaginn 3. febrúar kl. 17.
Meira
FJALAKÖTTURINN sýnir tvær kvikmyndir í Tjarnarbíói í dag. Annars vegar er það franska myndin Hrossaþjófarnir , en tónlist Jóhanns Jóhannssonar hljómar í henni. Hún er sýnd kl. 17 og 22.
Meira
SÝNISHORN úr nýjustu ævintýramyndinni um Indiana Jones, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, er nú komið á Netið, en það má meðal annars sjá á vefsíðunni topp5.is.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GÓÐ aðsókn var að málþingi um útrás íslenskrar listar og menningar sem Útflutningsráð Íslands og Bandalag íslenskra listamanna, BÍL, stóðu fyrir fimmtudaginn sl. undir yfirskriftinni Út vil ek.
Meira
KYNNINGARHERFERÐ vegna útgáfu á plötu Mínuss, The Great Northern Whalekill , ytra er hafin af krafti. Þannig trónir borði með auglýsingu fyrir plötuna efst á Myspace Music síðunni auk þess sem hún er auglýst á titilsíðu myspace. com.
Meira
OPINN fyrirlestur verður haldinn í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30 í dag. Þar mun myndlistarmaðurinn Ólöf Nordal fjalla um eigin verk.
Meira
SÖNGKONAN Rihanna, sem verður tvítug á miðvikudaginn, hélt upp á afmæli sitt á skemmtistaðnum Les Deux í Los Angeles um helgina. Fregnir herma að hún hafi gert það með fremur óhefðbundnum hætti því afmælinu lauk með allsherjar matarslag milli...
Meira
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur annað kvöld kl. 20:30. Stjórnandi og höfundur tónlistar verður að þessu sinni hin þýska Maria Babtist, en hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu á undanfrörnum árum. Maria hefur m.a.
Meira
TÍMARITIÐ Myndir mánaðarins hefur á annan áratug verið handhægt hjálpargagn þeirra sem stytta sér stundir við að horfa á myndbönd og nú síðari árin á mynddiska.
Meira
Steinar Daði Haraldsson er ósáttur við gagnrýni Bergþóru Jónsdóttur á verkið La Traviata: "Í mínum eyrum og augum var Jóhann Friðgeir alveg hreint út sagt frábær í hlutverki Alfredos og þá sérstaklega sönglega."
Meira
Auður H Ingólfsdóttir | 17. febrúar Dagur í Sarajevó Ég var að reyna að ímynda mér að fyrir aðeins 12-15 árum hafi íbúar þessarar borgar verið í heljargreipum umsáturs. Miðbærinn er í dæld, en allt um kring eru umlykjandi hæðir og hólar.
Meira
Kjartan Valgarðsson | 17. feb. 2007 Bækur og verslun Útgangspunktur Páls Gunnars Pálssonar í grein í Fréttablaðinu... er að bækur séu venjuleg vara. Þær eru það að vissu marki, en hafa þó mikla sérstöðu...
Meira
Tómas Jónsson skrifar um orkunýtingu á Suðurlandi: "Við eigum að taka Þingeyinga okkur til fyrirmyndar sem vilja nýta orku sína en taka ekki í mál að hún verði flutt í önnur héruð."
Meira
Rassskellta svíður í rassinn UNGUR handknattleiksmaður hér í Hafnarfirði mátti þola rassskellingu eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik. Það er jú einu sinni siður á þeim bæ. Nokkrum dögum síðar sveið hann enn í rassinn!
Meira
Vilhjálmur Ö.Vilhjálmsson 17. feb. Verk villimanna Danska sjónvarpið sýndi í gær bókasafn í dönskum skóla. Brotist hafði verið inn í bókasafnið og bensíni hellt yfir þorra bókanna.
Meira
Ragnar Önundarson skrifar um efnahagsmál: "Þensla banka umfram vöxt er ekki einkamál þeirra. Áhrif þeirra á þjóðlífið eru mikil og þeim ber að rísa undir því trausti sem þeim er sýnt."
Meira
Þrymur Sveinsson | 17. febrúar Stríð í Serbíu? Eru Serbar að vígbúast til að halda stöðu sinni eftir að hafa misst einn fjórða af landinu við eina yfirlýsingu nú klukkan 14:00?
Meira
Anna Sigríður Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 24. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum aðfaranótt 9. febrúar sl. Anna var dóttir hjónana Jóhanns Friðfinnsonar skipstjóra, f. 6.11. 1889, d. 29.10. 1942, og Haflínu Helgadóttur, f. 4.1.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Dagbjört Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Vigfúsdóttir, f. í Reykjavik 24.11. 1881, d. 19.6. 1942 og Björn Jóhannsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Guðmundsson fæddist í Ólafsvík 28. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 16. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Tómas Egilsson fæddist á Akureyri 29. ágúst 1926. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 9. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 15. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Mogensen fæddist í Reykjavík 24. maí 1951. Hann lést í Gautaborg í Svíþjóð 20. janúar síðastliðinn. Ólafur var jarðsunginn frá Hagakyrkan í Gautaborg þriðjudaginn 5. febrúar. Minningarathöfn var í Dómkirkjunni í Reykjavík 15. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Sigurveig Jónsdóttir leikkona fæddist í Ólafsfirði 10. janúar 1931. Hún lést í Reykjavík sunnudaginn 3. febrúar síðastliðinn, liðlega 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Jón Steindór Frímannsson vélsmiður, f. 4.11. 1896, d. 26.12.
MeiraKaupa minningabók
Sigurveig Magnúsdóttir fæddist í Sjónarhóli í Vatnsleysustrandarhreppi 22. janúar 1928. Hún lést á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík miðvikudaginn 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kálfatjarnarkirkju 8. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Sigfinnsdóttir fæddist í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá 4. febrúar 1915. Hún lést á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 11. febrúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
„VIÐ sjáum af þessu hvað verið er að gera stórkostlega hluti í útgerð og fiskvinnslu. Því hefur stundum verið haldið fram að, að skipa megi atvinnulífinu einhvern veginn í tvennt, það er þekkingariðnað annars vegar og síðan eitthvað allt annað.
Meira
Staða sjávarútvegsins er að segja má bæði góð og vond um þessar mundir. Hið slæma er að sjálfsögðu niðurskurður þorskkvótans og mikil óvissa um loðnuna.
Meira
AFGANGUR í vöruskiptum Kínverja við útlönd jókst í janúar sl. miðað við sama tíma í fyrra og nam 19,5 milljörðum dollara. Er þetta meiri afgangur en sérfræðingar á markaði höfðu spáð. Útflutningur nam nærri 110 milljörðum dollara, jafnvirði um 7.
Meira
JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og FL Group, sendi áréttingu frá sér síðdegis í gær þar sem hann taldi að ummæli sín í Markaðnum á Stöð 2 á föstudag um skuldaálag bankanna hefðu verið misskilin.
Meira
TILBOÐI Klæðningar ehf. upp á nákvæmlega 1.111.111.111 krónur, eða rúman milljarð króna, var nýlega tekið í lagningu svonefndrar Hellisheiðar- og Engidalsæðar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Meira
Guðbjörg Hildur Kolbeins er fjölmiðlafræðingur, fræðimaður og umdeildur bloggari sem vakti meðal annars athygli fyrir pistil sinn um forsíðumynd á auglýsingabæklingi sem verslanamiðstöðin Smáralind gaf út síðastliðið vor.
Meira
Naggrísinn Óskar flutti til Óðinsvéa síðastliðið haust og kann bara ágætlega við sig á danskri grundu heyrði Vala Ósk Bergsveinsdóttir hjá eiganda hans, Margréti Maríudóttur Olsen.
Meira
Fyrir þremur áratugum talaði enginn um lífstíl á Íslandi. Nú talar enginn um annað. Unnur H. Jóhannsdóttir velti fyrir sér hvernig þessi lífstíll er tilkominn og hvaða fjárhagsatriði ætti að hafa í huga við val á lífstíl.
Meira
Glæsilegri Bridshátíð lauk í gær en þá voru fjórar síðustu umferðirnar spilaðar í sveitakeppninni. Þegar þetta er skrifað er tveimur umferðum ólokið og er sveit Málningar efst með 158 stig.
Meira
Nikolay Ivanov Mateev fæddist í Sofíu í Búlgaríu 1960. Hann lauk íþróttaþjálfaragráðu og vélaverkfræðinámi. Nikolay keppti með landsliði Búlgaríu í skylmingum á HM og Ólympíuleikum. Hann hefur verið þjálfari hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur frá 1991.
Meira
1 Hvað heitir eignarhaldsfélagið sem lætur reisa tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn? 2 Haldnir voru minningartónleikar um söngkonu og söngvaskáld fyrir helgi. Hver var hún?
Meira
Víkverji hefur ekki mikinn tíma aflögu fyrir mannamót en gat þó ekki látið sig vanta þegar gamall félagi hélt upp á tímamót með vinum og kunningjum í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Heyra mátti á máli viðstaddra að flestir væru vinstrimenn.
Meira
MANCHESTER United átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Arsenal að velli þegar liðin mættust í 5. umferð elstu bikarkeppni í heimi á laugardaginn.
Meira
VALSKONUR tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik, með sigri á slóvenska liðinu RK Lasta 31:30. Hafrún Kristjánsdóttir skoraði sigurmarkið af línunni þegar innan við tíu sekúndur lifðu af leiknum.
Meira
TOMMY Smith ein af goðsögnunum í liði Liverpool sem var fyrirliði þegar liðið varð Englandsmeistari og vann UEFA-bikarinn árið 1971 gagnrýnir Rafael Benítez knattspyrnustjóra Liverpool fyrir að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins í bikarleiknum gegn...
Meira
England Bikarkeppnin, 5. umferð: Preston – Portsmouth 0:1 – Darren Carter (sjálfsmark) 90. Sheff. Utd – Middlesbrough 0:0 Manch. United – Arsenal 4:0 Wayne Rooney 16., Darren Fletcher 20., 74., Nani 38.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir þýska liðið Gummersbach í 33:30-sigri liðsins gegn Gorenje Velenje frá Slóveníu í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.
Meira
Eamon Sullivan frá Ástralíu bætti heimsmetið í 50 metra skriðsundi á móti sem fram fór í Sydney um helgina. Hann synti vegalengdina á 21,56 sek og bætti met Rússans Alexander Popov frá árinu 2000 um 0,08 sekúndu.
Meira
Sheffield United , sem leikur í næst efstu deild, og úrvalsdeildarlið Middlesbrough verða að mætast á nýjan leik í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Riverside en liðin gerðu markalaust jafntefli á Bramall Lane , heimavelli Sheffield-liðsins í...
Meira
Emil Hallfreðsson var í leikmannahópi Reggina sem tapaði 3:1 á heimavelli gegn Udinese í ítölsku knattspyrnunni um helgina. Reggina er í næstneðsta sæti deildarinnar með 18 stig en Parma er í þriðja neðsta sæti með 21 stig.
Meira
FRAMARAR biðu lægri hlut fyrir rúmenska handknattleiksliðinu CSU Poli Timisoara í fyrri leik liðanna á laugardag 26:24. Þeim hefði því dugað þriggja marka sigur í síðari leiknum sem fram fór í gær til að komast áfram í 8-liða úrslit.
Meira
SNORRI Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru nálægt því að landa sigri með danska handknattleiksliðinu GOG gegn Pick Szeged á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær.
Meira
HANNES Þ. Sigurðsson leikmaður norska knattspyrnuliðsins Viking er ekki alvarlega slasaður á olnboga en hann fór meiddur af velli í æfingaleik gegn Stabæk s.l. föstudag á La Manga á Spáni.
Meira
INTER er með 11 stiga forskot í ítölsku deildarkeppninni í knatttspyrnu eftir 2:0-sigur liðsins gegn Livorno. Það var David Suazo frá Hondúras sem skoraði bæði mörk Inter.
Meira
HERMANN Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth voru stálheppnir með 1:0-sigur gegn 1. deildarliðinu Preston í ensku bikarkeppninni í gær. Hermann lék í stöðu vinstri bakvarðar frá upphafi leiks og átti hann stóran þátt í sigurmarkinu.
Meira
Jason Kapono leikmaður NBA-liðsins Toront Raptors hitti úr 10 þriggja stiga skotum í röð og jafnaði stigametið þegar hann tryggði sér sigur í þriggja stiga skotkeppni NBA-deildarinnar í New Orleans á laugardag.
Meira
MAGNÚS Stefánsson leikmaður Akureyrar tryggði liðinu jafntefli, 26:26, gegn HK á útivelli 15 sekúndum fyrir leikslok í N1-deild karla í handknattleik á laugardag.
Meira
BRASILÍSKI markvörðurinn Dida, sem leikur með Evrópumeistaraliði AC Milan, gæti misst af leiknum gegn Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í London á miðvikudag.
Meira
Forskot spænska meistaraliðsins Real Madrid er aðeins 5 stig eftir 2:1-tap liðsins á útivelli á laugardag gegn Real Betis. „Við hættum að gera það sem við gerum vel í síðari hálfleik,“ sagði Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid.
Meira
NJARÐVÍKINGAR hristu af sér slenið eftir slakt gengi að undanförnu í Iceland Express deildinni í körfuknattleik með stórsigri gegn Hamri úr Hveragerði, 120:86.
Meira
CIUDAD Real, lið Ólafs Stefánssonar, tók á móti franska liðinu Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Ciudad-liðið tók völdin snemma í leiknum og með góðum varnarleik lagði það grunninn að því að ná góðu forskoti á franska liðið.
Meira
Eftir Sigursvein Þórðarson LEIKMENN ÍBV komu öllum á óvart nema sjálfum sér þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli í æsispennandi leik í Eyjum á laugardag, 34:33. Var þetta aðeins annar sigur liðsins í vetur.
Meira
ÍSLENSKU landsliðin í karla- og kvennaflokki fá erfið verkefni í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins en dregið var í riðla á laugardag. Fyrsti leikur karlaliðsins í B-deild Evrópumótsins verður gegn Dönum á heimavelli hinn 10. september en kvennaliðið mætir Sviss á heimavelli í lok ágúst.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í fjórum aldursflokkum í fimmtarþraut kvenna í frjálsíþróttum í gær. Helga er aðeins 16 ára gömul en verður 17 ára á þessu...
Meira
SPENNAN í neðri hluta Iceland-Express-deildarinnar er orðin gríðarleg eftir leiki gærdagsins. Á Akureyri áttust erkifjendurnir Þór og Tindastóll við í frábærum spennuleik.
Meira
Ítalski framherjinn Luca Toni var í miklum ham í gær þegar hann skoraði þrennu í 3:0-sigri Bayern München gegn Hannover á útivelli í þýsku knattspyrnunni.
Meira
TVEIR leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik á laugardag. Nýliðar Vals gerðu sér lítið fyrir og lögðu Grindavík 69:57. Íslandsmeistaralið Hauka átti ekki í vandræðum með Fjölni 91:59.
Meira
Bóndarósir hafa verið í ræktun á Íslandi í nokkrar kynslóðir. Undanfarin ár hafa þær eitthvað fallið í skuggann af þeim aragrúa nýrra og spennandi blómplantna sem kynntar hafa verið til leiks í íslenskum görðum.
Meira
Það er fullmikið sagt að geislahitun hafi nokkurn tímann dáið drottni sínum því að fjölmörg hús eru með því hitakerfi í dag, hús sem byggð voru á árunum frá 1950 – 1970.
Meira
Reykjavík | Akkurat fasteignasala er með til sölu mjög mikið endurnýjaða 4ra herbergja kjallaraíbúð í Hlíðunum. Samtals er hún 84,4 fm. Þegar komið er inn í íbúðina er náttúrsteinn á gólfi og þar er fatahengi.
Meira
Eignaumboðið stendur fyrir kynningarfundum fyrir íslenska fjárfesta með fjárfestingarráðgjöfum frá Marokkó þriðjudaginn 19. og miðvikudaginn 20. febrúar nk.
Meira
Það gefur auga leið að fasteignasölur þurfa á húsnæði að halda alveg eins og öll önnur fyrirtæki en með kólnun markaðarins, sem enginn þekkir betur en fasteignasalarnir, gæti maður búist við að þeir héldu að sér höndunum og biðu með að kaupa.
Meira
Reykjavík | Akkurat fasteignasala er með í sölu mikið endurnýjaða 93,9 fm íbúð á 4. hæð/efstu. Komið er inn í stórt og gott hol/gang. Lítið innskot á hægri hönd þar sem er fatahengi, hægt að útbúa þar fataskáp.
Meira
Reykjavík | Fold fasteignasala er með í sölu fallega teiknað parhús ásamt 39 fm bílskúr. Komið er inn á flísalagt hol og er fataherbergi við hlið þess.
Meira
Garðabær | Fasteign.is er með til sölu mjög fallegt, einlyft einbýlishús. Íbúðarrýmið er 170 fm og bílskúrinn er 32,5 fm. Hönnun hússins er mjög nýtískuleg og er um að ræða þrjú hús sem tengjast með uppbyggðu glerþaki.
Meira
Byggingarstarfsemin heldur áfram á höfuðborgarsvæðinu og byggingarkranana ber víða við dökkan febrúarhimininn þrátt fyrir að enn dekkri teikn séu á lofti á fjármálamörkuðum hér heima sem erlendis.
Meira
Í þeirri þenslu sem hefur verið á fasteignamarkaði og hinni miklu aukningu erlends vinnuafls hér á landi á fáum árum hefur það komið fyrir í einhverjum tilvikum að húsnæði er gjörnýtt til búsetu ef svo má segja.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.