Greinar föstudaginn 7. mars 2008

Fréttir

7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 166 orð

Aðalfundur Markaðsstofu Austurlands

AÐALFUNDUR Markaðsstofu Austurlands verður haldinn á Vopnafirði á morgun, laugardaginn 8. mars. Í fréttatilkynningu kemur m.a. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 73 orð

Átta biðu bana í skóla

ÁTTA nemendur trúarskóla gyðinga í Jerúsalem biðu bana í árás byssumanns í gærkvöldi, að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Níu manns særðust í árásinni, þar af þrír alvarlega. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

„Hætta á leikskólum til að keyra út samlokur“

LEITAÐ var skýringa á ástæðum þess að ekki hefur tekist að útrýma kynbundnum launamun og hvaða aðgerðir væru líklegastar til árangurs á ráðstefnu sem samtök launafólks boðuðu til um launajafnrétti í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er... Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

„Ömmu- og au pair“niðurgreiðslur til foreldra

FJÖLGA á úrræðum vegna gæslu ungra barna í Reykjavík og benda á úrræði sem hafa farið lágt, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð

Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80

SKELJUNGUR hækkaði verð á bensíni í gær um 2 krónur og fór lítrinn af 95 oktana bensíni í 141,80 kr. Þjónustuverð á 95 oktana bensíni er 144,80 kr. og hækkaði einnig um 2 krónur. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Byggingarnefndin brást eftirlitshlutverki sínu

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð

Bænadagur kvenna

ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður fyrsta föstudag í mars áratugum saman hérlendis. Bænasamkomur eru víða um land, en konur frá ellefu trúfélögum og kristnum hópum standa að bænadegi kvenna. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Bæti samráð í Afganistan

Í umræðum um Afganistan, á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel, kallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir bættu samráði alþjóðastofnana í Afganistan undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 190 orð

Dagur óskaði eftir upplýsingum um ábyrgð KSÍ

DAGUR B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sat þá tvo fundi sem haldnir voru í byggingarnefndinni sem hafði eftirlitshlutverki að gegna um framkvæmdir í Laugardal. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð

Dæmdur í 2 ára fangelsi

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann um þrítugt, Birgi Brynjarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fimm þjófnaði og umferðarlagabrot. Var refsing sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjaness í júní sl. þar með stytt um fjóra mánuði. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Engin stórfelld tollalækkun

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EKKI verður ráðist í neinar stórfelldar lækkanir á tollum á landbúnaðarvöru, sagði Árni M. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fagnar lækkun tekjuskatts

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskatt á fyrirtæki úr 18% og niður í 15%. Í fréttatilkynningu segir m.a. að lægri skattar auki arðsemi fyrirtækja. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fer verðið á olíunni í 200 dollara?

OPEC, Samtök olíuframleiðsluríkja, héldu fund í fyrradag og ákváðu þá að halda olíuvinnslunni óbreyttri. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fjáröflunar- og fræðsluátak um krabbamein meðal karla

„KARLMENN og krabbamein“ er yfirskrift tveggja vikna átaks á vegum Krabbameinsfélags Íslands, sem hleypt var af stokkunum á miðvikudag. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sem það gerði í Kringlubíói. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Fluglistin í fyrirrúmi

ÞEGAR styttir upp milli élja sæta flugmenn á hinum ýmsu flugförum færis og fljúga út frá Reykjavíkurflugvelli sem mikið hefur verið til umræðu síðustu árin þar sem einkum er spurt hvort hann eigi eða fara eða vera. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð

Framtíðarlandið með Austurþing á Höfn

Höfn | Á morgun efna Framtíðarlandið og Nýheimar, þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð Hornfirðinga, til Austurþings á Höfn. Þingið er hið þriðja í röð landshlutaþinga sem Framtíðarlandið stendur fyrir nú í vetur. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 160 orð

Gullfossvirkjun eða 10 milljónir Kínverja

UMHVERFISRÁÐHERRA virðist ekki gera sér grein fyrir afleiðingum af hitnun jarðar, sagði Pétur H. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð

Handtekinn fyrir þjófnað

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í gær fyrir peningaþjófnað í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu gekk maðurinn inn í útibúið og sagðist ætla að ræna bankann. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hernaðarhyggja og skortur á lýðræði

SAMTÖK hernaðarandstæðinga (SHA) leggja til að Alþingi vísi varnarmálafrumvarpi utanríkisráðherra frá í umsögn sinni sem hefur verið send utanríkismálanefnd. Frumvarpið var sent út til umsagnar til átján aðila og tólf hafa skilað áliti sínu. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Hvatt til að smærri einingar sameinist í stærri

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 785 orð | 1 mynd

Hvenær lýkur stríði?

Konur í Líberíu urðu fyrir hrottalegu kynferðislegu ofbeldi í borgarastyrjöldinni en sameinuðust einnig og hvöttu markvisst til friðar. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Jóganámskeið fyrir konur

HINGAÐ er væntanleg kundalini-jógakennarinn Sada Sat Kaur til að vera með námskeið fyrir konur helgina 15.–16. mars undir yfirskriftinni „Friðsæll hugur og opið hjarta“. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Kardemommubærinn á fjölum samkomuhússins

Húsavík | Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan hafa verið á fjölum gamla samkomuhússins á Húsavík að undanförnu ásamt öðrum íbúum Kardemommubæjarins. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Kennt að borða hollan mat

FRÁ og með árinu 2010 eiga dönsk leikskólabörn ekki að hafa með sér neitt nesti eða mat eins og venjan hefur verið. Þeim verður séð fyrir hollum mat í leikskólanum og reikningurinn, rúmlega 3.600 íslenskar krónur, sendur foreldrunum. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð

Konurnar heim fyrir tæpar 9 þúsund krónur?

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá borgarfulltrúum Samfylkingar vegna fyrirhugaðra heimgreiðslna meirihlutans í Reykjavík: „Það er afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Upplýsingar vantaði í Fermingarblað Fyrir mistök féllu niður upplýsingar sem fylgja áttu mynd af fermingarstúlku á síðu tvö í Fermingarblaði Morgunblaðsins sem kom út 29. febrúar síðastliðinn. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Leita allra ráða

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞRÁTT fyrir alla umræðuna á umliðnum 20-30 árum, aðgerðir og einbeittan vilja getur enginn því á móti mælt að enn er mikill og óútskýrður munur á launum kynjanna um allt þjóðfélagið. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 155 orð

LV kaupir ekki meira í Skiptum

LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna reiknar ekki með að kaupa meira í Skiptum, móðurfélagi Símans, segir Þorgeir Eyjólfsson framkvæmdastjóri, en sjóðurinn á fyrir 8% hlut í félaginu. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 501 orð | 2 myndir

Lyfleysan vann á morfínfíkn fyrir austan

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Markvisst unnið að því að flytja störf norður

TÍU ár eru um þessar mundir síðan starfsemi Capacent hófst á Akureyri, þá undir nafni Ráðgarðs. Fyrirtækið sinnir rannsóknum, ráðgjöf og ráðningum, auk þess sem þar er stærsta úthringiver landsins. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Málþing um þjóðlendumál

RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, stendur fyrir málþingi um eignarrétt á landi, þjóðlendulögin og framkvæmd þeirra í Snorrastofu í Reykholti, nk. laugardag ásamt Árnastofnun, Snorrastofu og Búnaðarsamtökum Vesturlands. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Minjagripir frá einvíginu 1972

FYRSTADAGSUMSLÖG og minnispeningar sem gefin voru út meðan á einvígi Fischers og Spasskys stóð í Reykjavík árið 1972 skiptu um hendur í gær þegar Magni R. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Mjóeyrarviti stangaður

Neskaupstaður | Þeir dóu ekki ráðalausir, krakkarnir sem tóku þátt í brettamóti í Oddsskarði á dögunum. Á meðan beðið var eftir því að veðrið lagaðist svo hægt væri að halda mótið, dunduðu þau sér við eitt og annað niðri á láglendinu. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Mjólkurmóttaka í 80 ár

Í GÆR voru 80 ár liðin frá því að mjólkurvinnsla hófst á Akureyri; þá var í fyrsta skipti tekið á móti mjólk en Mjólkursamlag KEA var þá í Grófargili þar sem veitingastaðurinn Friðrik V er nú til húsa. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 1064 orð | 2 myndir

Nauðsynlegt að Íslendingar stýri ferðinni sjálfir

Skiptar skoðanir voru á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins þar sem meðal annars var rætt um kosti og galla upptöku evru og aðildar að Evrópusambandinu. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð

Námstefna um mannsheilann

FÉLAG talkennara og talmeinafræðinga stendur fyrir námstefnunni Nýjustu rannsóknir um mannsheilann á Grand hóteli mánudaginn 10. mars kl. 8.45-15.30. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Opinber heimsókn til Mexíkó

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða í opinberri heimsókn í Mexíkó 11.-13. mars. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og fyrsta heimsókn til Suður-Ameríku. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

OR gefur Landsbjörg 67 tetra-fjarskiptastöðvar

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur fært Slysavarnafélaginu Landsbjörg 67 tetra-fjarskiptastöðvar að gjöf. Verða stöðvarnar nýttar fyrir svæðisstjórnir Slysavarnafélagsins Landsbjargar og koma þær sér vel í uppbyggingu öflugra fjarskipta sveitanna. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ósiðlegu efni lætt inn á vefi

FULL ástæða er til að foreldrar fylgist grannt með netnotkun barna sinna, ef marka má tvö nýleg íslensk dæmi. Í öðru tilvikinu varð foreldri vart við að á heimasíðu 13 ára stúlku, undir vefsvæðinu myspace. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 103 orð

Pilti meinað að hefja laganám

ÁTTA ára piltur stóðst inntökupróf lagadeildar háskóla í Brasilíu en honum var meinað að hefja nám þar vegna þess að skólinn vill að drengurinn ljúki fyrst námi í grunnskóla og menntaskóla. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 551 orð | 2 myndir

Reyna að bæta samskiptin innan IWC

Eftir Hjört Gíslason og Svein Sigurðsson IWC, Alþjóðahvalveiðiráðið, hefur boðað til óformlegs fundar í London nú í vikunni og verður þar rætt um leiðir til að semja sátt milli andstæðinga og stuðningsmanna hvalveiða í atvinnuskyni. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnir grípi til aðgerða

ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna þar sem segir m.a. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Ræddu Breiðavíkurskýrsluna

TVEIR stjórnarmenn Breiðavíkursamtakanna áttu í fyrradag fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra um Breiðavíkurskýrsluna og frumvarp til laga um miskabætur. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 243 orð

Samverustund og boðin áfallahjálp

SAMVERUSTUND var haldin í húsnæði íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi í gærkvöldi vegna alvarlegra atvika sem urðu á fimleikaæfingu hjá félaginu í fyrrakvöld. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 997 orð | 7 myndir

Sátt um hækkanir nauðsyn

Búnaðarþing er nýafstaðið. Að vonum var mikið rætt um hækkandi verð aðfanga í landbúnaði, enda glíma bændur nú við alþjóðleg vandamál á olíu-, fóður- og áburðarmörkuðum. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Segja hóprefsingar Ísraela óverjandi

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HJÁLPARSTOFNANIR og mannréttindasamtök segja að neyðin meðal íbúa Gaza-svæðisins hafi aldrei verið meiri í rúm 40 ár, eða frá því að Ísraelar hernámu svæðið árið 1967. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Straumhvörf í Kópavogi

JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu um búsetu og þjónustu við fólk með geðfötlun í Kópavogi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
7. mars 2008 | Þingfréttir | 208 orð

ÞETTA HELST...

Hriktir í stoðum Það hriktir í stoðum sjávarplássa landsins, sagði Árni Johnsen , Sjálfstæðisflokki, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 876 orð | 1 mynd

Svarnir óvinir berjast um valdastólinn á ný

Þingkosningar verða haldnar á Spáni næstkomandi sunnudag. Jóhanna María Vilhelmsdóttir kynnti sér aðdraganda kosninganna og helstu áherslur forystumanna stærstu flokkanna, Sósíalistaflokksins og Þjóðarflokksins. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Sveigjanleiki innan kjarasamninga alltaf fyrir hendi

ÞAÐ ER enginn kjarasamningur í gildi á grundvelli bókunar númer fimm. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tollar verði ekki lækkaðir

BÚNAÐARÞING 2008 samþykkti í gær ályktun um kjaramál þar sem lögð er áhersla á að tollar á innfluttar landbúnaðarvörur verði ekki lækkaðir og að útflutningsskylda kindakjöts verði ekki felld niður en samkvæmt lögum á það að gerast 1. júní nk. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 500 orð | 1 mynd

Unnum saman og trúðum á efnið

Eftir Guðbjörgu Sif Halldórsdóttur Hamingjan skein úr andlitum starfsfólks og nemenda í Seljaskóla, þegar meðlimir ræðuliðsins voru heiðraðir fyrir sigur sinn í „Málinu“, en það er ræðukeppni milli allra grunnskóla í Reykjavík. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Valt út í Tjörnina eftir framúrakstur

BMW bifreið hafnaði úti í Tjörninni við Skothúsveg í Reykjavík á fimmta tímanum síðdegis í gær. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 242 orð | 2 myndir

Varð undir þungri rá á æfingu

LITLU mátti muna að alvarlegt slys yrði á æfingu Engisprettna eftir Biljönu Srbljanovic í Þjóðleikhúsinu í gær þegar ljósrá var dregin niður fyrir slysni með þeim afleiðingum að hún lenti á Sólveigu Arnarsdóttur leikkonu. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 238 orð

Verktakar tryggi sig gegn göllum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is GÖLLUM í nýbyggingum hefur fjölgað undanfarið, það er óumflýjanleg staðreynd. Réttur þeirra sem kaupa af aðila sem byggir og selur eignir í atvinnuskyni er mjög ríkur en þó geta málaferlin verið þung í vöfum. Hinn 1. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Verri kjör í skiptasamningum

KRÓNAN veiktist um 1,72% í gær en velta á millibankamarkaði nam 48,1 milljarði króna. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir krónuna hafa verið að lækka undanfarna daga og nokkrar ástæður séu fyrir því. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Vélsleðasalan 50% meiri

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SALA á vélsleðum hefur gengið vel í vetur og þakka vélsleðasalar það snjónum. Sölumönnum ber saman um að samsetning vélsleðasölunnar sé að breytast. Dregið hafi úr sölu á ferðasleðum en sala fjallasleða aukist. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Viggó til Framara

VIGGÓ Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari Fram frá og með komandi sumri. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Vináttuheimsókn til Gíneu-Bissá

NÚ stendur yfir opinber vináttuheimsókn til Gíneu-Bissá (3.-9. mars) í þeim tilgangi að efla enn frekar tengslin milli landanna tveggja. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Vísiterar Hallgrímssöfnuð

BISKUP Íslands hefur í vetur „vísiterað“ söfnuði í Reykjavík. Sunnudaginn 9. mars n.k. vísiterar biskup Hallgrímssöfnuð. Hátíðarmessa verður kl. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 201 orð

Þekkingarleysi til trafala?

RÁÐSTEFNA og námskeið um útivist og vetraríþróttir fatlaðra hefst í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri og lýkur með málþingi á sama stað á mánudaginn. Meira
7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Þjálfar sig stíft fyrir fyrsta þyrluútkallið

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BRYNHILDUR Ásta Bjartmarz lýkur senn æfingum á báðar gerðir björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar. Með því verður hún fyrsti kvenkyns atvinnuþyrluflugmaðurinn á Íslandi, ásamt Marion Herera. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Þrælar aldrei fleiri en nú

ALMENNT er litið svo á, að þrælahald tilheyri löngu liðnum tíma en samt er það svo, að þrælar hafa aldrei fyrr í sögunni verið jafnmargir og nú. Meira
7. mars 2008 | Erlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Þýskir launþegar farnir að efast um samfélagssáttina

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SKATTAHNEYKSLIÐ í Þýskalandi, sem nýlega komst upp um, hefur vakið mikla athygli á þeirri vaxandi gjá, sem er á milli almennings í landinu og auðmannastéttarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 2008 | Staksteinar | 181 orð | 1 mynd

Hvað gerðist í Íran?

Það hefur verið heldur hljótt um ferð Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, til Teheran fyrir skömmu. Meira
7. mars 2008 | Leiðarar | 835 orð

Röng ákvörðun

Það er röng ákvörðun hjá utanríkisráðherra að senda fleiri Íslendinga til Afganistans. Samtals á að senda fjóra Íslendinga til landsins til viðbótar við þá, sem fyrir eru. Þetta er röng ákvörðun í grundvallaratriðum. Í Afganistan er háð ógeðslegt stríð. Meira

Menning

7. mars 2008 | Tónlist | 273 orð | 1 mynd

300 syngja í Carnegie Hall

ÓPERUKÓRINN í Reykjavík, Skagfirska Söngsveitin, kvennakór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, nokkrir skagfirskir söngvarar og hugsanlega fleiri íslenskir kórar munu halda til New York í sumar og flytja verkið Carmina Burana eftir Carl Orff, ásamt... Meira
7. mars 2008 | Tónlist | 568 orð | 2 myndir

Ár fiðlunnar runnið upp

Það er svei mér eins og heimslið fiðluleikara hafi strengt þess heit á gamlárskvöld að allir yrðu félagar þess að spila á Íslandi á nýju ári og það strax. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 367 orð | 1 mynd

Ása Hauksdóttir

Aðalskona vikunnar er hússtýra Hins hússins eða deildarstjóri menningarmála eins og það heitir víst. Hún hefur þar að auki yfirumsjón með Músíktilraunum sem hefjast á mánudaginn þegar fyrstu tilraunasveitirnar stinga í samband. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Brooklyn breikaði í eigin afmælisveislu

ELSTI sonur Beckham-hjónanna, Brooklyn, hélt upp á níu ára afmælið sitt með pompi og prakt síðastliðinn þriðjudag og var afmælisveislan haldin á mexíkóskum veitingastað í Los Angeles. Meira
7. mars 2008 | Kvikmyndir | 240 orð | 2 myndir

Draugagangur og körfuboltasprelligosar

GÆSAHÚÐ eða hláturskrampa? Meira
7. mars 2008 | Kvikmyndir | 226 orð | 1 mynd

Draugsleg og dimm

Leikstjóri: Pete Riski. Aðalleikarar: Skye Bennett, Noah Huntley, Ronald Pickup. 85 mín. Finnland/Ísland 2008 Meira
7. mars 2008 | Fjölmiðlar | 172 orð | 1 mynd

Ekki svipur hjá sjón

Einhvern veginn hefur sjónvarpið misst gildi sitt á þessum síðustu tæknivæddu tímum. Netið gerir það að verkum að fréttir berast samstundis um allan heim og beinar útsendingar frá ólíklegustu atburðum í mannkynssögunni eru staðreynd. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Flókið að vera fallegur

* Einhvers staðar var minnst á fegurðarsamkeppnina Is She Hot (Er hún sæt?) sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta tekur þátt í og er stýrt af karlanetsíðunni Savvy.com. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 146 orð | 2 myndir

Flugtími endaði í klósettinu

HARRISON Ford sannaði það fyrir leikaranum Shia LaBeouf að ungum er ekki allt auðið. Meira
7. mars 2008 | Kvikmyndir | 433 orð | 2 myndir

Háaldraðir söngfuglar

Eftir Klöru Kristínu Arndal Í 130 ár hefur hópur eldri manna í Dublin hist einu sinni í viku og sungið hver fyrir annan þjóðlög, óperuarírur og aðra tónlist sem stendur hjarta þeirra nærri. Meira
7. mars 2008 | Myndlist | 616 orð | 1 mynd

Helíumfyllt fjallasýn

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ERLING Klingenberg, einn stofnenda og stjórnenda Kling & Bang gallerís, er heldur rámur í morgunsárið enda bara búinn með einn kaffibolla. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Hætta á flogakasti

BREYTA þurfti myndbandi við lag Gnarls Barkley, „Run“, þar sem Justin Timberlake kemur fram, því blikkandi ljós í því voru talin geta valdið flogakasti. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Í ástarvímu á meðferðarstofnun

LEIKKONAN Kirsten Dunst virðist hafa fundið ástina í vímuefnameðferð sem hún gengst nú undir í Cirque Lodge-meðferðarstofnuninni í Utah. Meira
7. mars 2008 | Myndlist | 303 orð | 1 mynd

Íslensk sól á perúskum himni

Til 22. mars. Opið virka daga 12-19 og lau. 12-15. Meira
7. mars 2008 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Nekt í Fótógrafí á Skólavörðustíg

NEKT er heiti sýningar Önnu Ellenar Douglas sem verður opnuð í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, á laugardaginn klukkan 17. Meira
7. mars 2008 | Tónlist | 114 orð | 1 mynd

Nine Inch Nails dreifa efninu sjálfir

BANDARÍSKA rokkhljómsveitin Nine Inch Nails hefur verið án samnings við útgáfufyrirtæki um hríð. Hljómsveitin hefur nú slegist í hóp listamanna og hljómsveita á borð við Radiohead og kannar nýjar leiðir við dreifingu efnis á netinu. Meira
7. mars 2008 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Ókeypis fyrir listina

„LISTAMENN auka verðmæti allra hverfa,“ segir David Walentas, fasteignaeigandi í Dumbo-hverfinu í Brooklyn í New York, um þá ákvörðun að leigja listamönnum aðstöðu og íbúðir á afar lágu verði, jafnvel láta þá fá húsnæði endurgjaldslaust. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Pop-Quiz á Organ komið til að vera

* Um 60 keppendur tóku þátt í Pop-Quiz-keppninni sem fram fór á Organ í fyrsta sinn síðasta föstudag. Viðar Hákon Gíslason úr Trabant fékk bjórvinninginn fræga en þó ekki fyrr en hann hafði undir Jens Guð í bráðabana. Meira
7. mars 2008 | Kvikmyndir | 185 orð | 1 mynd

Segist haldinn þráhyggju

LEIKARINN Forest Whitaker, sem hlaut Óskarsverðlaunin á síðasta ári fyrir túlkun sína á Idi Amin og lék í kvikmynd Baltasars Samper, A Little Trip to Heaven, segist í viðtali við The Guardian vilja leika trompetleikarann Louis Armstrong. Meira
7. mars 2008 | Myndlist | 73 orð | 1 mynd

Sigurður Örlygsson með verk um konu

SIGURÐUR Örlygsson myndlistarmaður opnar á morgun, laugardag klukkan 15.00, sýningu á myndverkum í Listasafni ASÍ. Sýninguna nefnir hann Um konu . Sýningin er þrískipt og fjallar um ýmsa atburði í lífi konu. Meira
7. mars 2008 | Fjölmiðlar | 276 orð | 2 myndir

Spennan magnast

FYRRI undanúrslitaþáttur í Gettu betur fór fram í gærkvöldi í Vetrargarðinum í Smáralind þar sem Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Hamrahlíð háðu harða keppni. Meira
7. mars 2008 | Kvikmyndir | 945 orð | 1 mynd

Spænskur hryllingur

Spænska myndin Munaðarleysingjahælið, El Orfanato, verður frumsýnd hér á landi í dag en myndin segir frá voveiflegum atburðum í fortíð og nútíð á heimili fyrir munaðarlaus börn. Meira
7. mars 2008 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Svakaleg auglýsing Kastljóssins

* Kastljóssþátturinn í fyrrakvöld vakti mikla athygli, nánar tiltekið spjall Jóhönnu Vilhjálmsdóttur við þau Karl Th. Birgisson blaðamann og Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðing um forkosningarnar í Bandaríkjunum. Meira
7. mars 2008 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Veggverk Jorns selt

NÓTT eina árið 1964, málaði Cobra-málarinn kunni Asger Jorn, verk beint á forstofuvegg í húsi vinar síns, listunnandans Robert Dalmann Olsen, í Dragör í Danmörku. Færði Jorn vini sínum verkið síðan í afmælisgjöf. Meira
7. mars 2008 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Verk eftir Ravel á hádegistónleikum

SJÖTTU og síðustu tónleikarnir í hádegistónleikaröðinni VON103 verða haldnir klukkan 12.15 í dag í tónleikasalnum VON, Efstaleiti 7. Meira

Umræðan

7. mars 2008 | Aðsent efni | 560 orð | 1 mynd

Álftanes – Ótrúverðugur Á-listi

Gísli Gíslason skrifar um bæjarpólitíkina á Álftanesi: "Fyrir kosningar fannst Á-lista eðlilegt að taka tillit til mótmæla 700 íbúa en sjálfsagt að hundsa skrifleg mótmæli rúmlega 700 íbúa eftir kosningar." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Evrópudagur talmeinafræðinnnar

Friðrik Rúnar Guðmundsson skrifar í tilefni af degi talmeinafræðinnar: "...þurfum við fleiri vel menntaða talmeinafræðinga til að takast á við vanda þessa hóps..." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 413 orð | 1 mynd

Fótspor jafnaðarstefnu

Ingólfur Margeirsson skrifar um framkomið frumvarp um bætur er snerta lífskjör öryrkja og aldraðra: "Með þessu frumvarpi hefur Jóhanna tekið risaskref í þá átt að jafna lífskjör og ævikjör öryrkja og aldraðra við aðra." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 656 orð | 3 myndir

Hvað kostar að „keyra“ frá Eyjum?

Birkir Egilsson skrifar um ferðakostnað til og frá Eyjum: "Það kemur því í ljós að dýrast er fyrir fjölskylduna í Vestmannaeyjum að ferðast til höfuðborgarinnar, sækja þangað þjónustu eða hvert sem erindið er." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Íslenskt fangaflug?

Kjartan Rolf Árnason skrifar um hlutverk Íslands í fangaflugi CIA: "Alvarlegar ásakanir danska sjónvarpsins um þátt Íslands í ólöglegu fangaflugi CIA kalla óhjákvæmilega á rannsókn íslenskra stjórnvalda." Meira
7. mars 2008 | Blogg | 75 orð | 1 mynd

Jakob Smári Magnússon | 6. mars Ég er kjáni ! Samkvæmt úrskurði...

Jakob Smári Magnússon | 6. mars Ég er kjáni ! Samkvæmt úrskurði blaðamannsins og spekingsins Páls Baldvins er ég kjáni. Hann kallar mig „kjána í klipparasæti“. Meira
7. mars 2008 | Blogg | 297 orð | 1 mynd

Kjartan Valgarðsson | 6. mars Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael Ég...

Kjartan Valgarðsson | 6. mars Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael Ég var að hlusta á viðtal við lækni í morgun á BBC, hann starfar á Gaza. Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 843 orð | 1 mynd

Konurnar heim og ekkert vesen

Sigrún Elsa Smáradóttir fjallar um leikskólamál í Borginni: "Heimgreiðslur og biðlistar, þessi stefna minnir á stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir árið 1994" Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Mjöður Seðlabanka Íslands

Jón Helgi Egilsson skrifar um vaxtastefnu Seðlabankans: "Rök seðlabankastjóra minna óneitanlega á rök manns sem vill ekki hætta að drekka því að það mun bara hafa í för með sér timburmenn." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Reykjavíkurflugvöllur – aðstaða til framtíðar!

Árni Gunnarsson skrifar um óviðunandi aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli: "Nú berast hinsvegar fréttir af því að útbúa eigi enn eina bráðabirgðaaðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli og það sem er enn áhugaverðara, hún á að vera kostuð af almannafé." Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Skáldskapur fyrrum bæjarstjóra

Sigurður Magnússon svarar grein Guðmundar G. Gunnarssonar: "Bæjarstjórnin vill tryggja íbúunum þau búsetugæði sem felast í opnum útivistarsvæðum, göngustígum og að tryggja markmið um sveit í borg." Meira
7. mars 2008 | Blogg | 77 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 6. mars Patrick Swayze með briskrabbamein...

Stefán Friðrik Stefánsson | 6. mars Patrick Swayze með briskrabbamein Það eru dapurleg tíðindi að leikarinn Patrick Swayze hafi fengið krabbamein í bris og berjist fyrir lífi sínu. Meira
7. mars 2008 | Aðsent efni | 858 orð | 1 mynd

Stríð og friður – þáttur kvenna

Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar um starf UNIFEM í Líberíu: "Án almennrar þátttöku allra þegna í friðaruppbyggingu verður ferlið að engu og ekki varanlegt." Meira
7. mars 2008 | Velvakandi | 382 orð

velvakandi

Barnagleraugu Barnagleraugu fundust í strætisvagnaskýli við Birkimel fyrir viku síðan, eigandi getur vitjað þeirra í síma 551-0785. Af hverju þarf að borga fyrir bláu tunnuna? Meira

Minningargreinar

7. mars 2008 | Minningargreinar | 5469 orð | 1 mynd

Elfa-Björk Gunnarsdóttir

Elfa-Björk Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Þórir Þorláksson, húsasmíðameistari, f. 10. júní 1919, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 2742 orð | 1 mynd

Hörður Ágústsson

Hörður Ágústsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Bjarnason ríkisbókari, f. 18. ágúst 1910, d. 3. janúar 1993, og Fanney Jónsdóttir húsfrú, f. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 2055 orð | 1 mynd

Inga Jenný Guðjónsdóttir

Inga Jenný Guðjónsdóttir fæddist á Viðborði í A-Skaftafellssýslu 15. desember 1925. Hún lést á Landakoti hinn 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Jónsdóttir, f. 14.10. 1885, d. 11.12. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

Kolbeinn Kolbeinsson

Kolbeinn Kolbeinsson fæddist í Kollafirði 12. desember 1918. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kolbeinn Högnason, f. 25.6. 1889, d. 14.5. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 1079 orð | 1 mynd

Ólöf Kristín Erlendsdóttir

Ólöf Kristín Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1929. Hún lést á heimili sínu 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Erlendur Sigurðsson skipstjóri, f. 1. júlí 1894, d. 21. september 1975, og Guðrún Hálfdánardóttir húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 3254 orð | 1 mynd

Sólveig Sigurlilja Guðmundsdóttir

Sólveig Sigurlilja Guðmundsdóttir fæddist á Löndum á Miðnesi 3. september 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, útvegsbóndi frá Miðnesi, f. 14.9. 1877, d. 14.3. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2008 | Minningargreinar | 3481 orð | 1 mynd

Þorvaldur Kristinn Guðmundsson

Þorvaldur Kristinn Guðmundsson fæddist á Akranesi 15. nóvember 1989. Hann andaðist á Landspítala 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóna Guðrún Sigurgeirsdóttir, f. 28. september 1963, og Guðmundur Valur Óskarsson, f. 22. júní 1952. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

7. mars 2008 | Sjávarútvegur | 105 orð | 1 mynd

Loðna í frystihótelið

Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Vilhelm Þorsteinsson landaði á þriðjudag 600 tonnum af sjófrystri loðnu til varðveislu í Frystihótelinu í Grundarfirði sem tekið var í notkun síðastliðið haust. Starfsmenn löndunarþjónustu Djúpakletts ehf. Meira
7. mars 2008 | Sjávarútvegur | 349 orð

Nú snýst allt um frystingu loðnuhrognanna

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VINNSLA loðnuhrogna fer nú fram af miklum krafti víða um land. Fyrirtækin leggja allt kapp á að nýta takmarkaðar veiðiheimildir til hrognavinnslu og eru því að veiða fremst úr göngunni, sem í gær var við Stafnes. Meira

Viðskipti

7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 87 orð

1.780 milljóna króna hagnaður hjá MP

MP Fjárfestingarbanki hf. skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári en tæpum 1,8 milljörðum eftir skatta. Jafngildir það 35% ávöxtun eigin fjár á ársgrundvelli og er 39% meiri hagnaður en árið 2006. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Enn lækkar í Kauphöll

ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,89% í Kauphöll OMX í gær og var lokagildi hennar 4.808,16 stig við lokun markaða. Færeyjabanki hækkaði um 3,65% og Atlantic Petroleum um 0,45%. Icelandic Group lækkaði hins vegar um 3,17%. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Fyrrverandi formenn FÍS skora á félagsmenn

FJÓRIR fyrrverandi formenn Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, þeir Birgir Rafn Jónsson, Jón Ásbjörnsson, Haukur Þór Hauksson og Jón Magnússon, sendu í gær áskorun til félagsmanna FÍS þar sem þeir eru hvattir til að standa saman gegn slitum á félaginu... Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 73 orð | 1 mynd

Óbreyttir stýrivextir í Evrópu og á Englandi

BANKASTJÓRNIR Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka ákváðu í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum og hófu því ekki lækkunarferli líkt og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gert. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Óvissa af krónu

VIÐSKIPTARÁÐ Íslands segir í greinargerð sinni að aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hafi leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra fyrirtækja sé í erlendum gjaldmiðlun. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Saga Capital tapaði 825 milljónum króna

SAGA Capital Fjárfestingarbanki tapaði 825 milljónum króna á síðasta ári. Bankinn var stofnaður seint á árinu 2006 og tók formlega til starfa í júní 2007. Eru því að baki 12 útgjaldamánuðir og sex tekjumánuðir. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 114 orð | 1 mynd

Tveir á lista Forbes

TVEIR Íslendingar eru á lista Forbes- tímaritsins yfir ríkustu menn heims, feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor. Björgólfur Thor er í 307. Meira
7. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Þrjár breytingar verða í stjórn FL Group

FRAMBOÐSFRESTUR til setu í stjórn FL Group rann út í gær. Sjö eru í kjöri og telst stjórnin sjálfkjörin á aðalfundi nk. þriðjudag. Meira

Daglegt líf

7. mars 2008 | Daglegt líf | 169 orð

Af Geir og austanátt

Pétur Stefánsson fylgdist með fréttaflutningi frá Vestmannaeyjum: Þar er oftast úfinn sær, alla menn að þrúga. Nú er austanátt og snær illskuhreti að spúa. Ekki vildi ég vinur kær í Vestmannaeyjum búa. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 66 orð | 2 myndir

Fyrir kóríanderunnendur

Kóríander er ein þeirra kryddjurta sem hafa orðið að tískukryddi hér á landi á síðustu árum, en þetta bragðmikla krydd er mikið notað í asíska matargerð. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 571 orð | 1 mynd

Gengur með kokkinn í maganum

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Kakan er virkilega ljúffeng. Þú ættir endilega að fá þér sneið,“ sagði hinn fimmtán ára Þórður Magnús Tryggvason þegar Daglegt líf heimsótti hann í foreldrahús í Kópavogi í liðinni viku. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 367 orð | 3 myndir

Góðar viðbætur í kampavínsflóruna

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það hefur verið mikil þróun í neysluvenjum Íslendinga á síðustu árum þegar vín er annars vegar og þar má greina margt forvitnilegt. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 208 orð | 1 mynd

Megrunarpilla í stað aðgerðar

NÝ megrunarpilla gæti leyst af hólmi skurðaðgerðir, sem framkvæmdar eru til að vinna bug á offituvanda einstaklinga. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 361 orð | 1 mynd

Mæður falla af framabraut

ÞRIÐJUNGUR hámenntaðra kvenna og þeirra sem eru í háum starfsstöðum hverfa af framabrautinni þegar þær verða mæður. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 135 orð | 1 mynd

Sjortarinn bestur

Það er óþarfi að fyllast kvíða við tilhugsunina um að gott kynlíf með með kærustunni þýði það sama og langt kynlíf. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 129 orð | 3 myndir

Töfrar túlípanans

Þó að enn ríki vetur konungur með krapa og snjó í flestum landsfjórðungum eru páskarnir og vorið handan við hornið með fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Meira
7. mars 2008 | Daglegt líf | 1025 orð | 2 myndir

Þegar hversdagsleg verkefni verða flókin

Hvenær er við hæfi að biðja nýja makann um að sækja börnin í skólann, eða fá stjúpömmu og afa til að passa? Hvað á að gera við gömlu myndaalbúmin þar sem fyrrverandi er í aðalhlutverki? Slíkir ofurhversdagslegir hlutir geta þvælst fyrir á stundum. Meira

Fastir þættir

7. mars 2008 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Í dag, 7. mars, verður Elísabet Dottý Kristjánsdóttir...

50 ára afmæli. Í dag, 7. mars, verður Elísabet Dottý Kristjánsdóttir fimmtug. Hún fagnar þessum tímamótum með fjölskyldu, vinum og samferðamönnum sínum og hefur opið hús í Vesturhópi 6, Grindavík, milli kl. 18 og 21. Meira
7. mars 2008 | Fastir þættir | 175 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Bridgebase.com Norður &spade;D2 &heart;ÁDG4 ⋄KG94 &klubs;ÁG7 Vestur Austur &spade;Á986 &spade;KG10743 &heart;93 &heart;52 ⋄ÁD1052 ⋄7 &klubs;D3 &klubs;6542 Suður &spade;5 &heart;K10876 ⋄863 &klubs;K1098 Suður spilar 5&heart;. Meira
7. mars 2008 | Fastir þættir | 456 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsfélag Reykjavíkur Þegar aðaltvímenningur BR er hálfnaður er staða efstu para: Aron Þorfinnsson – Guðmundur Snorrason/Daníel Már Sigurðsson 63,8% Kjartan Ingvarss. – Gunnl. Karlss. 63,3% Hlynur Garðars.– Kjartan Ásmunds. Meira
7. mars 2008 | Í dag | 390 orð | 1 mynd

Friður og menning

María S. Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1956. Hún stundaði nám í Evrópufræðum við University of Sussex í Bretlandi 1976-1979. Meira
7. mars 2008 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Föstudagsbíó

CHIPS, THE WARDOG (Sjónvarpið kl. 21.30) Þýskir fjárhundar hafa greinilega lítið stjórnmálavit, þeir börðust fyrir Foringjann í síðari heimsstyrjöldinni, samkvæmt þessari að öðru leyti ofur-venjulegu barnamynd frá Disney. Meira
7. mars 2008 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og...

Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24. Meira
7. mars 2008 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Ósiðleg verk?

MÁLVERKIN Luctitea og Venus eftir þýska endurreisnarmeistarann Lucas Cranach eldri, eru meðal verkanna á stórri yfirlitssýningu málarans sem opnar í Royal Academy of Arts í London um helgina. Meira
7. mars 2008 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. cxd5 cxd5 6. Bg5 Be7 7. e3 h6 8. Bh4 O–O 9. Bd3 Rc6 10. Hc1 a6 11. Bb1 Rd7 12. Bg3 f5 13. a3 Rb6 14. Rd2 Bd6 15. Bxd6 Dxd6 16. O–O Bd7 17. b4 Hfb8 18. Db3 Kh8 19. Re2 Ra7 20. f3 Ba4 21. Db2 Bb5 22. Meira
7. mars 2008 | Í dag | 133 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 66º Norður ætlar að reisa verksmiðju í Kína. Hver er stjórnarformaður fyrirtækisins. 2 Gunnar Birgisson er á leið til útlanda að velja atburði fyrir menningarhátíð í Kópavogi. Hvert er hann að fara? Meira
7. mars 2008 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji hefur áhyggjur af fjármálum sínum. Og ekki bara sínum heldur virðist honum svo margt í fjármálaheiminum skjálfa. Grínlaust hafa þessar áhyggjur stundum gengið svo nærri Víkverja að hann getur ekki á heilum sér tekið. Meira

Íþróttir

7. mars 2008 | Íþróttir | 432 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Helena Sverrisdóttir skoraði 9 stig í stórsigri TCU gegn Air Force í bandaríska háskólaboltanum, 85:50. Þetta var síðasti heimaleikur TCU á keppnistímabilinu en liðið hefur unnið 19 leiki og tapað 10. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 462 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kristján Örn Sigurðsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, lék ekki með Brann vegna meiðsla í gær þegar norsku meistararnir unnu 1. deildar lið Bryne , 4:2, í æfingaleik. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 1018 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram – Afturelding 28:26 Íþróttahús Fram...

HANDKNATTLEIKUR Fram – Afturelding 28:26 Íþróttahús Fram, úrvalsdeild karla, N1 deildin, fimmtudaginn 6. mars 2008. Gangur leiksins : 0:1, 5:3, 10:5, 12:9, 13:12, 15:12 , 17:13, 20:18, 21:21, 22:23, 26:26, 28:26. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 216 orð

Hart sótt að Rögnu

RAGNA Ingólfsdóttir virðist vera að fá aukna keppni um keppnisréttinn á Ólympíuleikunum í Peking, þrátt fyrir að hún hafi haldið stöðu sinni á heimslista Alþjóða-badmintonsambandsins sem gefinn var út í gær. Þar er hún áfram í 54. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Heiðar í árekstri, lagði upp mark og skallaði í slá

HEIÐAR Helguson kom mikið við sögu í leik Bolton og Sporting Lissabon í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í gærkvöld enda þótt hann væri aðeins með í 55 mínútur. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 661 orð | 1 mynd

Körfuboltaævintýrið á enda hjá Hamarsmönnum

HVERGERÐINGAR féllu úr Iceland Express-deildinni í körfuknattleik karla í gærkvöldi, þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum KR 95:66 í Vesturbænum. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 119 orð | 3 myndir

Leikmenn frá átján þjóðum í einu og sama liði

ÞEIR sem taka að sér starf knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni þurfa helst á ágætri málakunnáttu að halda. Á árum áður dugði enskan ein og sér til að höndla ensku, skosku, velsku og írsku leikmennina í liðunum en nú er öldin önnur. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Ólafur velur eftir helgi

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi hinn 16. þessa mánaðar og verður þetta fyrsti leikurinn sem A-landslið karla leikur undir þaki. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Stjarnan vann og Fjölnir féll

NÝLIÐAR Stjörnunnar unu mikilvægan sigur á ÍR í Seljaskólanum í gær þegar liðin mættust í þriðju síðustu umferð Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 87:84 og þar með ljóst að Fjölnir fellur niður í fyrstu deild. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 494 orð | 1 mynd

Stressaðir Framarar

FRÖMURUM tókst með naumindum að merja sigur á Aftureldingu, 28:26, er Mosfellingar sóttu Safamýrarpiltana heim í N1-deild karla í handknattleik í gærkvöld. „Ég er að sjálfsögðu mjög vonsvikinn með þetta tap. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 301 orð

Valskonur komu fram hefndum fyrir bikartapið gegn Fylki

Eftir Stefán Stefánsson MINNUGAR þess hverjar slógu þær út úr bikarnum gáfu Valsstúlkur engan grið er Fylkir mætti á Hlíðarenda á Íslandsmótinu í handknattleik kvenna í gærkvöldi og 28:19 sigur nokkuð öruggur. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 332 orð

Viggó tekur við Fram

VIGGÓ Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, tekur við karlaliði Fram í handknattleik eftir þetta keppnistímabil. Viggó tekur við starfi Ungverjans Ferenc Buday er samningur hans rennur út í sumar. Meira
7. mars 2008 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Þrjár breytingar á liði Íslands

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Írum í Algarve-bikarnum sem fram fer í Portúgal kl. 16.30 í dag. Meira

Bílablað

7. mars 2008 | Bílablað | 648 orð | 1 mynd

Eins og kassi með ánamöðkum

Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (ath. bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Audi A6: Óeðlilegur olíureykur Spurt: Er í vandræðum með Audi A6 árg. 2000. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 99 orð

Leikfangabíll knúinn áfram af vetni

VETNISBÍLAR eru greinilega ekki eins fjarlægir og margir halda, í það minnsta ef fólk sættir sig við önnur hlutföll, því Corgi-leikfangaframleiðandinn hefur þróað spennandi dótabíl sem gengur fyrir vetni. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 918 orð | 3 myndir

Með tvo persónuleika

Hver er hinn rétti bíll fyrir íslenskar aðstæður? Hvaða bíll hentar þeim sem vilja komast flestar vegleysur en leiðist að aka jeppum? Hvaða bíll sameinar jeppa, sportbíl, lúxusbíl, nægt rými til ferðalaga og fallegt útlit? Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 266 orð | 1 mynd

Porsche seilist eftir ráðandi hlut í VW

ÞÝSKI sportbílaframleiðandinn Porsche hefur notið mikillar velgengni síðustu ár og er nú einn ríkasti bílaframleiðandi Þýskalands. Nú virðist sem veldi þess muni senn ná nýjum hæðum. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 498 orð

Segir Hamilton betri en Räikkönen

Lewis Hamilton er betri ökumaður en heimsmeistarinn Kimi Räikkönen. Það er alltjent skoðun Sir Franks Williams, eiganda og aðalstjórnanda Williams-liðsins í formúlu-1. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 158 orð | 10 myndir

Smábílar í aðalhlutverki

Í vikunni hófst hin árlega alþjóðlega bílasýning í Genf sem almennt er talin ein sú mikilvægasta sinnar tegundar. Þetta er í sjötugasta og áttunda skiptið sem sýningin er haldin og að venju keppast þar bílaframleiðendur heimsins um athyglina. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 382 orð | 2 myndir

Sprækari og frískari Twingo

EFTIR umfjöllun um hinn ítalska, skemmtilega og nú spræka Fiat 500 Abarth í síðustu viku er ljóst að nóg er í boði fyrir þá sem aðhyllast spræka smábíla því nú hefur hinn rómaði bílaframleiðandi kynnt til sögunnar nýjan Twingo. Meira
7. mars 2008 | Bílablað | 443 orð | 2 myndir

Williams ætlar sér reglulega á verðlaunapall

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Williamsliðið hefur komið á óvart við bílprófanir í vetur. Meira

Ýmis aukablöð

7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 118 orð

Allar eiga sinn draumakjól

Á brúðkaupsdaginn beinist athygli gesta oft ekki hvað síst að brúðarkjólnum sem ófáar stundir hafa farið í að velja. Sumar konur leigja kjólinn eða kaupa, aðrar nota kjól af mömmu eða ömmu og enn aðrar láta sérsauma á sig brúðarkjólin. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 998 orð | 3 myndir

Allir ættu að leita sér ráða

Undirbúningur brúðkaupsins reynist oft meiri en margur heldur. Miklu máli skiptir að hugað sé að hverju smáatriði því allt, smátt og stórt, skapar þá heild sem gerir brúðkaupsdaginn ógleymanlegan. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 409 orð | 3 myndir

Allt sem er hvítt, hvítt finnst mér vera fallegt...

Einfaldleikinn er yfirleitt hafður í fyrirrúmi þegar kemur að vali á borðbúnaði og skreytingum fyrir brúðkaupsveisluna og hvíti liturinn er klassískur. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 345 orð | 3 myndir

Athöfn í varðeldalautinni við Úlfljótsvatn

Þau Ósk og Sverrir voru ákveðin í að undirbúa brúðkaupið og veisluna sjálf og gera hlutina á sínum eigin forsendum. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 1144 orð | 2 myndir

Árekstur og yfirlið í upphafi hjónabands

Ást, umhyggja og gagnkvæm virðing eru ekki einungis orð í huga hjónanna Margrétar J. Guðjónsdóttur og Ólafs Marteinssonar sem hafa verið gift í ríflega 40 ár. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 115 orð | 10 myndir

Árstíðin ræður umgjörðinni

Þótt sumrin séu ótvírætt vinsælasti brúðkaupstíminn giftir fólk sig vissulega á öllum árstíðum. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 1056 orð | 3 myndir

Ást á réttu spori – muna eftir regnhlífinni!

Ljósritað boðskort á gulan pappír varð til þess að Bergþóra Njála Guðmundsdóttir flaug til Bergen þar sem hún var við harla óvenjulegt brúðkaup í byrjun ársins. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 491 orð | 1 mynd

Ástin innsigluð að hætti ásatrúarmanna

Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson hefur gegnt embætti allsherjargoða síðan 2003. Aðeins sextán ára gamall gekk hann í Ásatrúarfélagið og hefur verið ötull talsmaður hins forna siðar allar götur síðan. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 310 orð | 1 mynd

Borgaralegar vígslur algengari yfir veturinn

Eftir Þórunni Stefánsdóttur Það eru ekki allir sem velja þann kostinn að gifta sig í kirkju og bjóða stórfjölskyldunni og vinahópnum að vera viðstaddir athöfnina. Sumir velja borgaralega vígslu sem fer fram hjá sýslumönnum eða löglærðum fulltrúum... Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 537 orð | 1 mynd

Brúðhjón feimin við að tjá ást sín

Hvað er mikilvægara en brúðkaupsdagurinn? Allir vilja hafa þann stóra dag fullkominn og sitt sýnist hverjum hvernig brúðkaupið á að fara fram. Páll Óskar Hjálmtýsson segir Þórunni Stefánsdóttur frá því hvernig draumabrúðkaupið lítur út í hans augum. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 170 orð | 4 myndir

Brúðkaup

Brúðkaup. Það er stór stund hjá hverju pari þegar það ákveður að gifta sig. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 95 orð | 9 myndir

Brúðkaupsbaugarnir eru tákn eilífðarinnar

Eftir Hrund Hauksdóttur Það er ekki vitað með fullri vissu hvaðan sú hefð er komin að setja upp hringa við giftingu. Getum hefur verið leitt að því að hugmyndina sé að rekja til Afríku þar sem úlnliðir brúðhjóna voru bundnir saman með grasi. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 820 orð | 6 myndir

Brúðkaupsmyndin er dýrmætasta myndin

Ljósmyndirnar úr brúðkaupinu varðveita minninguna um daginn og hægt er að ylja sér við þær ár eftir ár. Það er mikilvægt að ljósmyndarinn festi öll mikilvægustu, rómantískustu og fyndnustu augnablikin á filmu og því má segja að ljósmyndarinn leiki eitt aðalhlutverkið á þessum stóra degi. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 219 orð

Bækur þar sem brúðkaup eru í stóru hlutverki

The Worst-Case Scenario Survival Handbook: Weddings. Fyndin bók sem lumar á nokkrum nytsamlegum bjargráðum í brúðkaupum eins og hvað skal taka til bragðs ef hljómsveitin mætir ekki í veisluna. The Age of Innocence. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 141 orð | 4 myndir

Draumakjóll til leigu

Ekkert væri brúðkaupið án brúðarinnar...og þá er brúðarkjóllinn sjaldnast langt undan. Kjóllinn er gjarnan það fyrsta sem verðandi brúður hugar að við undirbúning brúðkaupsins enda fátítt að jafn mikið sé í klæðnaðinn lagt og á þessum stóra degi. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 664 orð | 8 myndir

Einfaldir smáréttir í veisluna

Það þarf ekki að vera flókið að útbúa úrval smárétta fyrir brúðkaupsveisluna þótt nokkur tími fari án efa í undirbúninginn. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 804 orð | 6 myndir

Ekki þurrt auga í salnum!

Á laugardaginn var gengu í hjónaband þau Úlfhildur Ævarsdóttir og Pétur Ágúst Steindórsson. Séra Kristín Tómasdóttir gifti þau en athöfnin og veislan fór fram í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ að viðstöddu nánasta fólki, ættingjum og vinum Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 671 orð | 9 myndir

Flóttabrúðir og tortryggnir feður

Þær eru ófár kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um þennan stóra dag, brúðkaupsdaginn, og oftar en ekki er tekið á viðfangsefninu á kómísku nótunum. Hrund Hauksdóttir kynnti sér málið. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 560 orð | 1 mynd

Gifting í fljótandi kapellu

Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Sumir segja að það sé margt skrýtið í kýrhausnum en líklega er álíka margt skrýtið í henni Ameríku. Þar er til dæmis hægt að láta gifta sig í fljótandi kapellu. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 473 orð | 1 mynd

Gæsir og steggir – allt er gott í hófi

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur Það er orðin sterk hefð fyrir því að halda gæsa- og steggjaveislur áður en tilvonandi brúðhjón ganga í það heilaga. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 843 orð | 2 myndir

Hjónabandið og hamingjan

Það skiptir miklu máli að ákvörðunin um að ganga í hjónaband sé yfirveguð og vel ígrunduð, að mati séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju við Hagamel. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 467 orð | 6 myndir

Hundasúrur og mosi tilvalin í brúðarvöndinn

Brúðarvendir, barmblóm, gestabækur og borðskreytingar. Það er ýmislegt sem þarf að láta útbúa fyrir brúðkaupsdaginn. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 931 orð | 3 myndir

Hvað er svona merkilegt við það... að baka kransaköku?

Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Flestum þykir svolítið merkilegt að heyra af konum sem eru flinkar að baka kransakökur, kökurnar sem eru ómissandi í allar brúðkaupsveislur. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 128 orð | 4 myndir

Hvernig á að hafa boðskortin?

Ef fólk er með fjörugt hugmyndaflug er hægt að útbúa alls konar skemmtileg boðskort fyrir brúðkaupið. Þökk sé tækninni er einfalt að hanna ýmis sniðug kort á stuttum tíma, í samvinnu við verslanir og prentsmiðjur sem afgreiða kortin innan fárra daga. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 673 orð | 1 mynd

Í blíðu jafnt sem stríðu

Frasinn „þau lifðu hamingjusöm til æviloka“ er vinsæll sem lokaorð ævintýrabókmennta. Veruleikinn er hins vegar nokkuð flóknari er kemur að sambúð og mannlegum samskiptum. Hrund Hauksdóttur fór á fund tveggja sérfræðinga. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 177 orð | 10 myndir

Kjóllinn hvíti

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Fortíðarskotinn eða framúrstefnulegur? Einfaldur eða íburðarmikill? Síður eða stuttur? Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 521 orð | 6 myndir

Nútíma klassík

Ekki þurfa allir að vera steyptir í sama mót er kemur að hári og förðun fyrir stóra daginn. Sigurbjörg Arnarsdóttir fékk nokkra af fremsta fagfólki landsins til að útfæra hár og brúðarförðun fyrir vor- og sumar 2008. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 414 orð | 9 myndir

Ofnæmisprófaður kettlingur eða vikulegt nudd

Það lá við hjónaskilnaði þegar brúðguminn dró stoltur fram saumavél og gaf brúði sinni í morgungjöf fyrir nokkrum árum. Hún hafði séð fyrir sér rómantíska gjöf á við demantshring eða hálsmen. Guðbjörg R. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 619 orð | 5 myndir

Ódauðleikinn í myndunum

Gísli Ari Hafsteinsson hefur starfað sem ljósmyndari í Hollandi í mörg ár. Nýlega hlotnuðust honum sérstök verðlaun frá Sony fyrir ljósmyndir sínar. Þormóður Dagsson ræddi við Gísla um kúnstir ljósmyndarans, Grindvíkinga og galdurinn á bak við góðar brúðkaupsmyndir. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 139 orð | 7 myndir

Perlur, svört blöð og rokkaðar rósir

Að velja brúðarvöndinn er sjálfsagt eitt af því skemmtilegasta og mest spennandi sem verðandi brúður fæst við þegar undirbúningur stóra dagsins stendur yfir. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 562 orð | 2 myndir

Rósum stráð hjónasæng

Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Brúðkaupssiðir eins og aðrir siðir breytast með tímanum. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 596 orð | 2 myndir

Stundum stutt í tárin

Sesselja Magnúsdóttir, eða Sessý eins og hún er oftast kölluð, veit fátt meira gefandi en að syngja við brúðkaup. Hún sagði Hrund Hauksdóttur frá þeirri ástríðu sinni. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 726 orð | 4 myndir

Súkkulaði og sykursvanir

Frönsk súkkulaðikaka er langvinsælasta brúðkaupstertan hjá okkur, sagði Reynir Carl Þorleifsson bakarameistari hjá Reyni bakara í Kópavoginum þegar Guðbjörg R. Guðmundsdóttir tók á honum hús til að forvitnast um kökubakstur fyrir brúðkaup. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 267 orð | 2 myndir

Sýn kaþólsku kirkjunnar á hjónabandið

Það hefur fjölgað hægt og sígandi í kaþólska söfnuðinum á Íslandi og nú eru í honum skv. þjóðskrá það bil 8.000 manns. En að sögn séra Hjalta Þorkelssonar eru til muna fleiri kaþólskrar trúar hér, innflytjendur sem eru óskráðir í trúfélag. Meira
7. mars 2008 | Brúðkaupsblað | 754 orð | 2 myndir

Veislustjórar í blíðu og stríðu

Það er vandi að vera góður veislustjóri í brúðkaupi, enda leika þeir þar stórt hlutverk. Veislustjórinn þarf líka að vera frumlegur, skemmtilegur og skipulagður, kunna að lesa í gestina og meta hvað á við hverju sinni. Meira

Annað

7. mars 2008 | 24 stundir | 8 orð

Afmæli í dag

Piet Mondrian málari, 1872 Ivan Lendl tennisleikari, 1960 Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Aftur í hefðina „Mér finnst þetta bara dásamlegt. Ég hef ekki gert...

Aftur í hefðina „Mér finnst þetta bara dásamlegt. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 415 orð | 6 myndir

Algjör dagdraumabíll

Stór, klunnalegur og dísilknúinn. Getur verið að það sé uppskrift sem getur gengið upp? Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Algjör sparigrís

Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi „Ég fékk mjög lítinn pening í fermingargjöf eða rúmlega tuttugu þúsund krónur, að minnsta kosti þótti það lítið á þeim tíma. Þá voru skólasystkini mín gjarnan að fá 150 þúsund krónur. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 328 orð | 1 mynd

Allt frá bónorðinu til brúðkaupsferðarinnar

Um 20 fyrirtæki kynna vörur og þjónustu á brúðkaupssýningunni Já sem fram fer í Blómavali um helgina. Kynnir verður Elín María Björnsdóttir sem er flestum fróðari um allt sem tengist brúðkaupum og undirbúningi þeirra. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Alonso á litla möguleika

Felipe Massa hjá Ferrari telur möguleika Fernando Alonso að taka þátt í toppbaráttunni í Formúlu 1 þetta tímabilið nánast enga. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal var sett í Hafnarfjarðarleikhúsinu í...

Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal var sett í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær. Þar mátti sjá kunnugleg andlit úr leiklistarbransanum á Íslandi ; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mætti og Stefán Baldursson óperustjóri líka. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 94 orð

Áfall á íþróttaæfingu í Kópavogi

Drengur á ellefta ári liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið heilablæðingu á fimleikaæfingu hjá Gerplu í fyrradag. Drengurinn var að klifra í kaðli ásamt vinum sínum er hann veiktist skyndilega. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 177 orð | 1 mynd

Árangur í lýðheilsu étinn upp

Hugsanlegt er að verið sé að éta upp þann árangur sem hefur náðst í lýðheilsu með því að auka hagvöxtinn. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 106 orð | 1 mynd

Ástarbók leyfð

Skaðabótakröfu Matti Vanhanens, forsætisráðherra Finnlands, vegna bókar sem ljóstraði upp um ástarmál hans hefur verið vísað frá héraðsdómi í Helsinki. „Brúður forsætisráðherrans“ kom út stuttu fyrir þingkosningar á síðasta ári. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Ávöxtun eða eyðsla?

„Munið nú að stinga einhverju af þessum peningum í vasann,“ sagði Auður Eir kvenkirkjuprestur vinalega við fermingarbörnin sín um daginn er þau komu til hennar í fermingarfræðslu og uppskar breitt bros frá þeim öllum í staðinn. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 38 orð

„Djörfung Ég hef stundum gaman af því að tefla á tvær hættur. Hef...

„Djörfung Ég hef stundum gaman af því að tefla á tvær hættur. Hef reyndar aldrei þorað því þegar kemur að peningum. En nú ætla ég að láta vaða. Vona að adrenalínið skemmti mér: ÓMAR VALDIMARSSON.“ Hafrún Kristjánsdóttir habbakriss.eyjan. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 49 orð

„Gillzenegger og Þorkell Máni eiga PR-múf dagsins. Máni lætur út...

„Gillzenegger og Þorkell Máni eiga PR-múf dagsins. Máni lætur út berast að Gillz ætli að tilkynna samkynhneigð sína í þættinum Sjálfstætt fólk. Gillz neitar og segir að Máni sé „rammöfugur“ og að hann girnist sig á laun. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 191 orð | 2 myndir

„Rokk og ról er ekki töff lengur“

„Nýja platan flaug undir radarinn,“ segir Krummi í Mínus, í nýju viðtali við breska tónlistartímaritið Kerrang. Strákarnir í Mínus fara um víðan völl í viðtalinu sem þekur heila opnu í Kerrang, sem er eitt vinsælasta tónlistartímarit heims. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 57 orð

„Þarna lá ég í 30 til 40 mínútur, fullviss um það að þetta væri...

„Þarna lá ég í 30 til 40 mínútur, fullviss um það að þetta væri hollt fyrir líkamann og svo fékk maður svo ,,hraustlegt“ útlit og sá ekki eftir krónu sem fór í þetta svitasund. Stóð upp með brenndan rass og leit út eins og geimvera. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Bíódagar snúa aftur

„Um er að ræða tveggja vikna kvikmyndaveislu þar sem 10 til 20 gæðamyndir frá öllum heimshornum verða frumsýndar,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins, í tilkynningu um Bíódaga Græna ljóssins. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Björgólfsfeðgar falla á lista Forbes

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 307. sæti og faðir hans Björgólfur Guðmundsson í 1.014 sæti á nýjum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 276 orð | 2 myndir

Björgun í beinni

Áhyggjufull systir leitaði á náðir Íslands í bítið í gærmorgun vegna leitar að bróður sínum. Sá hafði sofnað í lest á leið til Kastrup og misst af vélinni til Íslands. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Britney kennir börnum dans

Söngkonan Britney Spears verður seint útnefnd sem móðir ársins en ef fram fer sem horfir gæti hún verið útnefnd sem kennari ársins í dansskóla einum í Los Angeles. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 330 orð | 1 mynd

Brottkast á hvalkjöti

Fyrr í vikunni flaug um heiminn frétt af þeirri athugun norskra hvalveiðimanna að neysla hvalkjöts væri mun vænni fyrir loftslagið en að leggja sér nautakjöt til munns. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 225 orð | 1 mynd

Buffy smakkar á forboðna ávextinum

Þó svo að framleiðsla og sýningar á sjónvarpsþáttunum um blóðsugubanann Buffy heyri nú sögunni til lifir persónan enn góðu lífi á síðum teiknimyndablaðanna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 35 orð | 1 mynd

Byggingarnefnd í skoðunarferð

Dagur B. Eggertsson segir byggingarnefnd stúku í Laugardal aldrei hafa fengið upplýsingar um viðbótarkostnað. Arftaki Dags í nefndinni, Björn Ingi Hrafnsson, segist bara hafa farið í skoðunarferð um stúkuna, þá hafi allt verið ákveð... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Bændaforystan í fæðingarorlof

Bæði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, og Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri þeirra, eiga von á barni. Báðir hyggjast þeir taka sitt lögbundna fæðingarorlof og jafnvel gott betur. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 168 orð | 2 myndir

Clinton-klúður í Kastljósinu

Áhorfendur Kastljóssins rak marga hverja í rogastans í fyrradag þegar eitt neyðarlegasta augnablik íslenskrar sjónvarpssögu varð í beinni útsendingu. Þau Karl Th. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 15 orð

Diskódansandi uppvakningar

Michael Jackson gaf nýverið út viðhafnarútgáfu breiðskífunnar Thriller. Skífan fer vel í gagnrýnanda 24... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 294 orð | 2 myndir

Eftirlit brást og ótrúleg aukaverk

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Byggingarnefnd sem átti að hafa eftirlit með framkvæmdum við Laugardalsvöll brást hlutverki sínu að mati innri endurskoðunar Reykjavíkur. KSÍ gerði kröfu um að borgin greiddi sér alls 1. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Einstætt meistaraverk

Forlagið sendir nú frá sér hið einstæða meistaraverk Þórbergs Þórðarsonar, Bréf til Láru, í kilju. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Ekkert vit að flytja til Íslands

„Fjárhagslega er ekkert vit í að flytja til Íslands,“ segir Óttar Kjartansson en í Danmörku þar sem hann býr eru húsnæðisverð, ástandið í daggæslumálum barna og vinnutíminn hagstæðari en hér á... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 322 orð | 1 mynd

Ekkert vit í að flytja til Íslands

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Þetta er virkilega slæmt ástand vegna þess að við fáum ekki það fólk sem sækir reynslu og menntun til útlanda til baka í atvinnulífið hér heima. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 190 orð | 2 myndir

Ekki grínmynd

Kvikmyndir traustis@24stundir.is Miklar væntingar voru gerðar til myndarinnar Be Kind Rewind. Leikstjóri hennar og höfundur er Michael Gondry, er gerði Eternal Sunshine of the Spotless Mind og glás af tónlistarmyndböndum með Björk okkar. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 135 orð | 1 mynd

Elska skaltu náungann

Í ár fermast 40 börn í Fríkirkjunni í Reykjavík en í söfnuðinum eru um 8000 manns. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 326 orð | 1 mynd

Endurreisn Detroit

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það er tvennt sem er athugunarvert við stöðu Detroit Red Wings í efsta sæti NHL-íshokkídeildarinnar vestanhafs um þessar mundir. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Eyjapeyjar dansa saman

Laugardagskvöldið 8. mars verður sannkölluð Eyjastemning á Players í Kópavogi þar sem hið árlega Eyjakvöld verður haldið. Í fyrra komust færri að en vildu og var röðin fyrir utan PLAYERS um 150 metra löng þegar best lét. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Fallega skreytt borð

Í fermingarveislunni eru borð jafnan fallega skreytt og oft er eitthvert heildarþema á matarborðinu og í veislunni allri. Skreytingarnar þurfa ekki að vera dýrar en tilvalið er að nota ímyndunaraflið. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 440 orð | 1 mynd

Fara á heimspekilegt námskeið

Borgaralegar fermingar njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og í ár verða 116 börn frá öllum landshlutum fermd með borgaralegum hætti. Athafnirnar verða tvær og fara fram í Háskólabíói þann 27. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 451 orð | 1 mynd

Fermingarveisla á hálfa milljón

Útgjöld vegna fermingarveislu geta hlaupið á hundruðum þúsunda. Það er því ekki á allra færi að halda veglega veislu þrátt fyrir tímamót í lífi barnsins. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 214 orð | 1 mynd

Fornmunagreining og skrímsli

Alls kyns skrímsli verða á kreiki í sölum Þjóðminjasafnsins sunnudaginn 9. mars. Efnt verður til skrímsladagskrár í tilefni af Þórbergssmiðju, dagskrá tileinkaðri Þórbergi Þórðarsyni. „Það verður tekið á móti börnunum kl. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 155 orð | 1 mynd

Frískandi lestur

Stelpan frá Stokkseyri - Saga Margrétar Frímannsdóttur Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skráði Bókamarkaðsverð 990 kr. Margrét Frímannsdóttir sagði frá því í sunnudagsviðtalinu við Evu Maríu að hún kynni ekki að segja sögu og alls ekki að segja brandara. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 270 orð | 2 myndir

Frumlegar og litríkar skreytingar

Fermingarbörn hafa mjög ákveðnar skoðanir um hvernig skal skreyta í veislunni og litaúrvalið er fjölbreytilegt. Oft vilja þau tengja skreytingarnar við sín áhugamál og velja liti í samræmi við það. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Fyrirspurn um stúdenta í flýti

Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur beint fyrirspurn til menntamálaráðherra um stúdenta sem fara í gegnum Menntaskólann Hraðbraut. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 297 orð | 2 myndir

Fær ekki að vera með derhúfuna

„Ég myndi alveg vilja vera afslappaður í hettupeysu með derhúfu í kirkjunni,“ segir Alexander Svanur Guðmundsson, eitt fermingarbarnanna í Neskirkju. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 226 orð | 1 mynd

Gott að dreifa kostnaði við veisluna

Til þess að draga úr kostnaði við fermingarveisluna þarf að vera hagsýnn og skipulagður. Ef byrjað er nógu snemma að undirbúa veisluna má dreifa kostnaðinum á lengri tíma og kemur það þá ekki jafn illa við pyngjuna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 254 orð | 2 myndir

Grilluð fermingarbörn

Börn og unglingar eru næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geisla ljósabekkja sem og geislum sólarinnar. Síðustu ár hefur fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra verið gerð hættan ljós með herferð þar sem varað er við ljósabekkjunum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Hafið flokkar sundur fætur

Lögregla í Kanada hefur notið hjálpar fjölda haffræðinga við rannsókn á þremur hægri fótum sem rekið hefur á land undanfarið. Sýnist sitt hverjum, en Curtis Ebbesmeyer segir enga tilviljun að aðeins hafi fundist hægri fætur. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Háglansandi leggings

Svo virðist sem leggings muni halda velli í tískuheiminum fram á næsta ár. Það má því búast við að margar fermingarstúlkur vilji vera í leggings við fermingarkjólinn eða -pilsið. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Hiti nálægt frostmarki

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og él, en úrkomulítið suðvestantil. Nokkru hvassara með köflum yfir Vestfjörðum og snjókoma. Hiti yfirleitt nálægt... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hótel Saga verði alls ekki seld

Tillaga um að taka mögulega sölu á Hótel Sögu til umræðu var felld á Búnaðarþingi í gær en 23 fulltrúar greiddu atkvæði gegn henni á móti 22 sem studdu hana. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 359 orð | 2 myndir

Hvernig ávaxtar maður pund sitt?

Þegar bankabókin verður allt í einu galtóm gera flestir sér grein fyrir að þeir eru í vanda staddir. Auk þess að þeim hafa orðið á afdrifarík mistök. Örugglega var það ekki ætlunin að ávaxta sitt pund á þennan hátt. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Hvöss norðanátt

Áfram nokkuð hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, snjókoma eða él, en hægviðri annars staðar og þurrt að mestu. Hiti yfirleitt í kringum... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 375 orð | 1 mynd

Iðnaðurinn vill aðild að ESB

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins, eru 54 prósent landsmanna hlynnt því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 189 orð | 1 mynd

Íslenskur landbúnaður varinn

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ljóst að stoðunum verði ekki kippt undan íslenskum landbúnaði. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

James Bond flýr veðrið í Perú

Tökur á Quantum of Solace, nýjustu Bond-myndinni, standa nú yfir víða um hin byggðu ból og samkvæmt aðstandendum myndarinnar ganga þær vonum framar. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Jennifer hætti með Brad Pitt

Söngkonan Cheryl Crow heldur því nú fram að vinkona hennar, leikkonan Jennifer Aniston, hafi slitið sambandi sínu við Brad Pitt áður en hann byrjaði með Jennifer Aniston. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 269 orð | 1 mynd

Karlar séu vakandi

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ýtti átakinu Karlmenn og krabbamein úr vör á miðvikudagskvöldið er hann opnaði vefsíðuna karlmennogkrabbamein.is. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 233 orð | 1 mynd

Kaupum afurðir beint frá bændum!

Loksins hefur verið skipuð nefnd um hvernig megi standa að og greiða fyrir þróun heimavinnslu og sölu afurða hjá bændum. Mikið hlakka ég til þegar hún skilar tillögum. Vonandi nær vorþingið að samþykkja þær. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Keyrt fullvarlega

Tónlist heida@24stundir.is Diskurinn Ökutímar úr samnefndu leikriti er prýðilegur. Hann hefst á 5 lögum Lovísu Elísabetar, og eitt þeirra, Saman, hefur notið vinsælda í útvarpi enda falleg sönglína. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 253 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

B jörn Bjarnason dómsmálaráðherra er með viðamikla útttekt á samruna REI og Geysis Green í nýju hefti Þjóðmála sem hann kallar hið misheppnaða snilldarbragð. Björn rekur málið ítarlega frá 3. október 2007 til dagsins í dag. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 481 orð | 1 mynd

KSÍ kynnti ekki kostnaðarauka

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það vekur mjög mikla athygli að þetta hafi ekki verið kynnt í byggingarnefndinni. Það var ekkert talað um þessa kostnaðaráætlun á fundinum,“ segir Dagur B. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 179 orð | 1 mynd

Kvarta yfir auglýsingu Heklu

Bílaumboðið B&L hefur sent Neytendastofu erindi og kvartað yfir auglýsingu frá Heklu, þar sem fullyrt er að Volkswagen Tiguan sé kraftmesti sportjeppinn. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 51 orð

Leiðsögn Þóru

Listasafn Íslands býður upp á leiðsögn Þóru Þórisdóttur um sýninguna Streymið – La Durée á sunnudaginn klukkan 14. Á sýningunni leiða saman hesta sína þrjár listakonur, þær Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Emmanuelle Antille. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 152 orð | 1 mynd

Leiklistarveisla í Reykjavík

Leiklistarhátíðin Lókal stendur sem hæst um helgina en hún miðar að því að kynna Íslendingum nýjustu strauma í leiklist auk þess að efla tengsl innlendra og erlendra leikhúslistamanna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 74 orð | 4 myndir

Liðir og hárskraut

„Hárskraut og alls konar liðir eru mikið í tísku,“ segir Elfar Logi Rafnsson hjá Kompaníinu sem gefur hér dæmi um fermingarhártísku stúlkna. „Silja bjó til hárskrautið og farðaði stelpurnar með Mac-snyrtivörum,“ bætir hann við. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 160 orð | 3 myndir

Listin að gera brauðtertu

Þeim sem ætla sér að halda veislu í heimahúsi og hafa það á verkefnalistanum að búa til brauðtertu getur vaxið verkið í augum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Lopapeysulið „Við ætlum að fara um alla borg og ræða við fólk um...

Lopapeysulið „Við ætlum að fara um alla borg og ræða við fólk um landsins gagn og nauðsynjar, líka þótt það sé í jakkafötum,“ segir Katrín Jakobsdóttir , varaformaður Vinstri grænna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Mannréttindi í menntaskóla

„Við vorum nokkrir kallar sem tókum að okkur að túlka konur í mannréttindaviku,“ segir Garðar Gíslason, félagsfræðikennari í Menntaskólanum í Kópavogi. Með honum á myndinni er Ólafur Þorsteinsson sögukennari, á peysufötum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 93 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Landsbanka Íslands...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Landsbanka Íslands hf. eða fyrir tæpa 1,2 milljarða króna og í Straumi-Burðarási fyrir tæpar 750 milljónir króna. Mesta hækkun var á bréfum í Færeyjabanka um 3,65%. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 825 orð | 2 myndir

Mikilvægast að njóta dagsins með barninu

Stefanía Valdís Stefánsdóttir er lektor í heimilisfræðum við Kennaraháskóla Íslands og mikill matgæðingur. Hún gefur lesendum góð ráð fyrir fermingarveisluna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Mjólkurkvóti

Ríkisstyrkir í formi beingreiðslna nema um 40% af tekjum mjólkurbænda. Það eru stunduð viðskipti með hinn svokallaða mjólkurkvóta, sem eru í raun og veru fyrst og fremst viðskipti með ávísanir sem ríkissjóður mun gefa út í framtíðinni. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 225 orð | 1 mynd

Mæður panta ráðgjöf

„Mæður stúlkna panta oft ráðgjöf um förðun fyrir fermingardaginn fyrir dætur sínar hér í Make-up store,“ segir Margrét Ragna hjá Make-up Store í Kringlunni og Smáralind. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Nekt í Fótógrafí

Anna Ellen Douglas opnar ljósmyndasýninguna Nekt í Fótógrafí við Skólavörðustíg 4 á morgun, laugardaginn 8. mars klukkan 17. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Niðurtalning

Allt er tilbúið fyrir heimsmeistarakeppnina í frjálsum íþróttum innanhúss í Valenciu á Spáni en hún hefst í dag. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 303 orð | 1 mynd

Notar þú ekki smokkinn?

Ástráður, Jafningjafræðslan í Reykjavík og Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir hafa ákveðið að blása til vitundarvakningar um notkun smokksins þar sem kynsjúkdómar eru stöðug ógn hérlendis. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Nytsöm og þægileg gjöf

Ef þú ert í miklum vandræðum með hvað þú eigir að gefa fermingarbarninu er góð hugmynd að gefa vönduð rúmföt. Rúmföt koma sér alltaf vel og hver vill ekki mjúk og góð sængurföt í rúmið sitt? Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Nýtt heimili fyrir aldraða

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Framkvæmdasýslu ríkisins að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 110 aldraða við Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík. Áætlað er að nýtt heimili verði tekið í notkun um mitt ár 2010. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 166 orð | 1 mynd

Ofbeldi gegn skólastúlkum

Amnesty International hvetur ríkisstjórnir og skólayfirvöld um allan heim til að grípa til áhrifaríkra aðgerða til að binda enda á ofbeldi gegn stúlkum, einkum innan veggja skóla. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 175 orð | 6 myndir

Ofurbíll úr tré Háskólanemar í Norður-Karólínu hafa dundað sér við að...

Ofurbíll úr tré Háskólanemar í Norður-Karólínu hafa dundað sér við að hanna ofurbíl úr tré. Nemarnir segja tré alls ekki óhentugt efni til bílasmíða og reikna með að smíði bílsins, Splinter, ljúki á árinu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 188 orð | 1 mynd

Óvenjulegar gjafir

Einhverju sinni voru það hálsfestar, hringar og skartgripaskrín handa stúlkum og áletraðir blekpennar og vasaúr handa drengjum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 85 orð | 1 mynd

Pop-Quiz heldur áfram á Organ

Hin vikulega Pop-quiz-keppni verður haldin í annað skiptið á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Í síðustu viku tóku hvorki meira né minna en 60 keppendur þátt og var það Viðar Hákonarson úr hljómsveitinni Trabant sem fór með sigur af hólmi. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Prins í fjárhagskröggum

Jefri Bolkiah, bróðir soldánsins af Brunei, sölsaði undir sig yfir 1.000 milljörðum íslenskra króna þegar hann var fjármálaráðherra í heimalandi sínu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 196 orð | 1 mynd

Pönnukökur eru sívinsælar

Í fermingarveislum áður fyrr voru gjarnan lummur og pönnukökur á borðum og stundum hleypt inn í hollum þegar plássið var lítið. Pönnukökur eru eitthvað sem flestir geta bakað og þykir nauðsynleg kunnátta í eldhúsinu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Risaskammtur af Jack Bauer

Nú hefur verið ákveðið að gera um tveggja klukkustunda langan þátt af spennuþáttaröðinni 24 en tilgangurinn með þættinum er að fræða fólk um hvað gerðist á milli sjöttu og sjöundu þáttaraðar en tvö ár af lífi Jacks Bauers líða á milli seríanna. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 357 orð | 1 mynd

Ríkisbubbar aka greitt

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Breskir ökumenn munu geta komist greiðar yfir á nýjum forgangsakreinum sem teknar verða í notkun á helstu leiðum á næstu árum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 15 orð

Ruth Reginalds krefst skaðabóta

Söngkonan Ruth Reginalds segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu tjóni af völdum umfjöllunar Séð &... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 343 orð | 2 myndir

Ruth reið Eiríki

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Söngkonan og fyrrverandi barnastjarnan Ruth Reginalds er ósátt við umfjöllun Séð & heyrt um sig, í hefti blaðsins frá því í október. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 23 orð

SALA % USD 67,00 +0,85 GBP 134,38 +2,01 DKK 13,81 +1,65 JPY 0,65 +1,30...

SALA % USD 67,00 +0,85 GBP 134,38 +2,01 DKK 13,81 +1,65 JPY 0,65 +1,30 EUR 102,89 +1,65 GENGISVÍSITALA 133,74 +1,49 ÚRVALSVÍSITALA 4. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Saman í eina sæng

Kristján Möller samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér sameiningu reksturs Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og að opinbert hlutafélag verði stofnað um reksturinn. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Sátta leitað í Alþjóðahvalveiðiráði

Alþjóðahvalveiðiráðið fundar um þessar mundir í Lundúnum. Eru vonir bundnar við að náist að brúa bilið á milli landa sem styðja hvalveiðar og þeirra sem eru andvíg þeim. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Sextán

Borðtennislið Kína sigraði á heimsmeistaramótinu í þeirri grein sem fram fór fyrir skemmstu. Tóku þeir S-Kóreu í kennslustund í úrslitaleiknum sem fór 3-0. Þar á ekkert að koma á óvart. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Sigríður í Eplinu

Sigríður Rut Hreinsdóttir sýnir þessa dagana olíumálverk í hársnyrtistofunni Eplinu við Borgartún 26. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 201 orð | 1 mynd

Sinclair Spectrum 48k

Páll Óskar Hjálmtýsson Tónlistarmaður „Ég keypti mér Sinclair Spectrum-leikjatölvu og hún var sko 48 K sem er örugglega jafnmikið og er í skjánum á gemsa í dag. En þetta var alveg það heitasta árið 1983 og aðalmálið á breiktímabilinu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 532 orð | 2 myndir

Skáld á eigin vegum

„Það er sorglegt en segir margt um þjóðina að verkum Steinars skuli ekki hafa verið gefinn meiri gaumur en raun ber vitni,“ segir Eiríkur Guðmundsson sem ritstýrir heildarútgáfu á verkum Steinars Sigurjónssonar. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Skilaði ránsfengnum í bankann

Bankarán var framið í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði um hádegisbilið í gær. Karlmaður á fertugsaldri gekk inn í útibúið og hrópaði á konu sem þar var að störfum, að afhenda sér peninga. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Skoða úrræði í barnavernd

Borgarráð leggur til að metið verði hvort tilefni sé til að borgin kanni frekar starfsemi á öðrum heimilum og úrræði barnaverndaryfirvalda í kjölfar Breiðavíkurskýrslunnar en um hana var fjallað í ráðinu í gær. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Skreytt með páskaeggjum

Ef ferma á unglinginn um páska er upplagt að nota egg sem skreytingu. Hægt er að mála eggin eftir eigin hugmyndaflugi og setja þau síðan í glervasa. Fallegt er að hafa þau í skærum litum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 190 orð | 2 myndir

Skuldadagar?

Það er enginn leikur að vera íslenskur þjóðfélagsþegn á tímum þegar verið er að segja manni að komið sé að skuldadögum. Skilaboð dagsins eru þau að efnahagskreppa sé að skella á. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Sló vinstri framtönn úr manni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta fyrir að slá mann hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að vinstri framtönn losnaði á skemmtistaðnum Thorvaldsen í lok árs 2006. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 257 orð | 1 mynd

Smáréttir og kökur vinsælastar

Margir kjósa að kaupa veitingar í fermingarveislur enda nægt álag fyrir á foreldrum fermingarbarna. Veitingaþjónustur eru með mikið úrval veitinga og því lítið annað að gera en panta og borga. Guðmundur P. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 101 orð | 3 myndir

Sniðugar lausnir

Í kringum fermingu huga margir foreldrar að breyttum þörfum barna sinna hvað varðar innréttingar og skipulag í herbergjum þeirra. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 29 orð | 1 mynd

Sorgleg þjóð

Eiríkur Guðmundsson segir að það sé sorglegt en segi margt um þjóðina að verkum Steinars Sigurjónssonar hafi ekki verið gefinn meiri gaumur. Heildarverk hans koma út um þessar... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 403 orð | 1 mynd

Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl

Kling & Bang gallerí verður opnað á ný á morgun, laugardaginn 8. mars, í nýju húsnæði á Hverfisgötu 42, þar sem áður var samkomusalur Samhjálpar. Áður var Kling & Bang gallerí til húsa á Laugavegi 23 en til stendur að húsið verði rifið. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Spennandi „Þetta verður fjölbreytt, fullt af flottu fólki,&ldquo...

Spennandi „Þetta verður fjölbreytt, fullt af flottu fólki,“ segir Þórir Hrafnsson , nýráðinn aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. „Það verður spennandi að vinna fyrir og með fólkinu í ráðuneytinu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Spennandi ráðgáta

Glæpasagan Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson, sem kom út fyrir síðustu jól, er nú komin í kilju og því tilvalið fyrir þá sem misstu af þessari stórgóðu bók að endurnýja kynnin af Einari blaðamanni. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Spennan magnast í Bandinu hans Bubba í kvöld. Bubbi rak tvo keppendur...

Spennan magnast í Bandinu hans Bubba í kvöld. Bubbi rak tvo keppendur heim í síðustu viku og annar þeirra, trúbadorinn Siggi Lauf , hefur tjáð sig um brottreksturinn í fjölmiðlum í vikunni. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 316 orð | 1 mynd

Spenna og áhætta

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Fyrsta ferðin var ótrúlega flott. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

Strippari í Idolinu

Ameríska þjóðarsálin hneykslast nú mjög yfir því að einn karlkyns keppandi í söngvarakeppninni American Idol skuli hafa unnið fyrir sér sem strippari. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 16 orð

Strippari syngur í ameríska idolinu

Ameríska þjóðarsálin logar um þessar mundir eftir að upp komst að einn keppenda idolsins er... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 247 orð | 1 mynd

Strætó lækkar gjaldið um helming

Stjórn Strætó hefur ákveðið að lækka greiðsluna fyrir nýtt námsmannakort úr 10 þúsundum króna í 5 þúsund krónur. „Þetta var tímabær ákvörðun. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð

Stutt Mildari dómur Hæstiréttur hefur stytt dóm héraðsdóms yfir...

Stutt Mildari dómur Hæstiréttur hefur stytt dóm héraðsdóms yfir karlmanni um þrítugt. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en var áður dæmdur í tvö og hálft ár fyrir fimm þjófnaði og umferðarlagabrot. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Sveiflur krónu skapa óvissu

Aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hefur leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra fyrirtækja er í erlendum gjaldmiðlun. Af þessum sökum skapa gengissveiflur íslensku krónunnar mikinn kostnað og óvissu í rekstri viðkomandi... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 98 orð | 1 mynd

Svellkaldar konur á ísnum

Á annað hundrað konur hafa skráð sig til keppni á ístöltsmótið Svellkaldar konur sem haldið er í Skautahöllinni í Laugardal, laugardaginn 8. mars, og er um metþátttöku að ræða. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Textarnir kalla fram gæsahúð

Tónlist heida@24stundir.is Poetrix er enn að móta stíl sinn og því er platan ögn leitandi en engu að síður eru frábær lög á milli. Grunnar Steve Sampling eru flottir og einlægni og eldmóður Poetrix kemur honum langt. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Til fyrir alla aldurshópa

„Það eru til sleðar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Fólk er ótrúlega fljótt að ná valdi á sleðunum,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttasambands fatlaðra. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Til Gíneu-Bissá

Íslenski hópurinn telur á annan tug fólks. Frá Unicef, Háskólanum í Reykjavík, utanríkisþjónustunni, Katrínu Júlíusdóttur alþingismanni, íslensku athafnalífi og okkur félögum frá viðskiptaráðuneytinu. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Til heiðurs Jórunni Viðar

Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir halda síðdegistónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudag til heiðurs tónskáldinu Jórunni Viðar sem verður 90 ára á þessu ári. Það er ekki oft sem sönglög Jórunnar Viðar eru flutt á einum tónleikum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Til pabba í stað eiginmannsins

Pör eru ekki lengur með sameiginlegan fjárhag eins og áður tíðkaðist. Niðurstöður nýrrar norskrar rannsóknar sýna að pör skipta öllum kostnaði jafnt og þar sem það er yfirleitt karlinn sem þénar meira hefur hann meira milli handanna en konan. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 616 orð | 1 mynd

Tímaspursmál

Um nokkurt skeið hefur mátt sjá fyrir að þau hörðu átök sem orðið hafa milli innflytjenda og innfæddra í mörgum Evrópuríkjum væru á leiðinni til Íslands. Við sjáum nú skýr merki um þessa þróun í fjölmiðlum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 244 orð | 1 mynd

Um helgina Pönk 2008 Nokkrir gamlir pönkarar, meðlimir Fræbbblanna...

Um helgina Pönk 2008 Nokkrir gamlir pönkarar, meðlimir Fræbbblanna, Snillinganna, Taugadeildarinnar, Tappa tíkarrass, Q4U, Das Kapital og fleiri sveita rifja upp pönkárin 1976-1979 á Grand Rokk á laugardagskvöldið kl. 22. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 234 orð | 1 mynd

Úthvíld í nýju rúmi

Fermingardagurinn er stór dagur í lífi hvers barns og Sædís Bjarnadóttir fer ekki varhluta af því. Þann 20. mars ætlar hún að fermast klukkan 11 í Árbæjarkirkju og hlakkar mikið til. „Við erum ekki alveg búin að undirbúa allt en flest er tilbúið. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 85 orð

Van Doorn á Nasa

Hollenski plötusnúðurinn Sander Van Doorn spilar á Nasa 8. mars. Sander var valinn í 15. sæti yfir topp 100 vinsælustu plötusnúða heimsins í DJMAG sem er vinsælasti og virtasti vinsældarlisti plötsnúða í heimi. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 327 orð | 1 mynd

Vantar alls staðar konur

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Atvinnurekendur bera ábyrgð á kynbundnum launamun, ég svara því játandi, en eingöngu að hluta,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Veðmál á þingi

Það var eftir því tekið hvað Geir var pirraður í þinginu þegar hann svaraði fyrirspurn Bjarna Harðarsonar um gjaldmiðilsmálin. Geir var stuttur í spuna. Gjaldmiðilsmálið er greinilega farið að valda forsætisráðherra verulegum óþægindum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Vel undirbúin veisla

Stefanía Valdís Stefánsdóttir, lektor í heimilisfræðum, segir að undirbúa megi fermingarveislu með góðum fyrirvara með góðri skipulagningu. Gott er að hafa barnið með í... Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 387 orð

Vændi á netsíðu

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Ég hef gaman [af því] að leika mér í kynlífinu, nýt þess alltaf ef vel gengur og því ekki að prófa að gera það sem fæstir vilja? Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 194 orð | 1 mynd

Það besta í bænum

Sálmadjass Tónlist Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti leiða saman hesta sína í sálmaspuna í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 368 orð

Þau geta sjálf

Þrátt fyrir alls konar heitstrengingar og markmiðssetningar hefur íslenzkum fyrirtækjum gengið alveg furðulega illa að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Þær fréttir bárust í gær að auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson...

Þær fréttir bárust í gær að auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefði fallið niður í 307. sæti yfir ríkustu menn heims. Björgólfur var í 249. sæti í fyrra og hefur því fallið um 58 sæti. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 354 orð | 5 myndir

Öðruvísi og eigulegar fermingarmyndir

Hægt er að gera fermingarmyndirnar mun skemmtilegri með því að tengja þær áhugamálum og persónuleika barnanna, að sögn Harðar Ólafssonar ljósmyndara sem sérhæfir sig í að taka öðruvísi myndir. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Ökuþórar saman á nýjan leik

Leikkonan Michelle Rodriguez hefur samþykkt að taka að sér hlutverk í bílamyndinni Fast and the Furious 4. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Öruggt

Lið Keflavíkur kláraði kvennadeildina í körfubolta nokkuð örugglega þegar það rúllaði upp stelpunum úr KR með 31 stigs mun en vesturbæjarstelpurnar sitja í öðru sæti. Meira
7. mars 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Öryggið á oddinn hjá Bretum

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn hefur einn af hverjum tíu Bretum meitt sig eftir að hafa gengið á ljósastaur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.