TJÓNUM fjölgaði á landinu öllu í fyrra um 3,7% og slösuðum einstaklingum um 11,4%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði tjónum hins vegar um 1,8% og slösuðum um 9,2%. Veruleg aukning hefur orðið á tjónum á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 804 orð
| 1 mynd
Í fyrradag var sögð örlítil frétt um 200 saumavélar. Hingað komu sölumenn með farm af ítölskum saumavélum til að selja á verði sem ku vera útsölu-afsláttar-ódýrasta-sprengiverð, 18.900 krónur stykkið.
Meira
ÓLAFUR F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur, og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss ehf., undirrituðu nýjan þjónustusamning Alþjóðahússins ehf. við Reykjavíkurborg til eins árs upp á 30 milljónir króna.
Meira
AÐALMEÐFERÐ í Byrgismálinu svonefnda hófst í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Áætlað er að þinghaldið, sem er lokað, haldi áfram á mánudag og þriðjudag.
Meira
Þingfundavikan var í styttra lagi enda fór fyrri partur vikunnar undir nefndastörf og þingfundir voru því aðeins á miðvikudag og fimmtudag. Tvenn lög voru þó samþykkt en ekki er hægt að segja að atkvæðagreiðslurnar hafi verið fjölmennar.
Meira
FÓLKI sem leitar aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað upp á síðkastið. Að sögn Ástu S. Helgadóttur, forstöðumanns Ráðgjafarstofunnar, er mikið um að fólk hringir og leitar ráða.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 282 orð
| 1 mynd
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Skiptar skoðanir eru um ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Meira
ÁSETNING nautkálfa í fyrra var mjög svipuð og árið áður, að því er fram kemur á vef Bændasamtakanna. Því má búast við svipaðri nautakjötsframleiðslu á næstu misserum og verið hefur. Árið 2006 voru settir á 7.
Meira
Mexíkóborg er ein stærsta borg í heimi og meira en 60 sinnum fjölmennari en öll íslenska þjóðin. Sigríður Víðis Jónsdóttir ferðaðist í gegnum borgina, fann forseta Íslands halda fyrirlestur og ræddi við mexíkóska nemendur um boðskapinn.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 366 orð
| 1 mynd
MENNTUN og gagnrýnin hugsun er yfirskrift ráðstefnu sem fram fer í dag til heiðurs Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fyrsta deildarforseta kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst í húsakynnum skólans við Þingvallastræti kl. 13.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 193 orð
| 1 mynd
BRÆÐURNIR Jóhann Gunnar Malmquist og Oddur Viðar Malmquist á Akureyri geta hvorugur borðað hefðbundin páskaegg. Jóhann Gunnar er sykursjúkur og Oddur Viðar með mjólkuróþol, en það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir gæði sér á gómsætum páskaeggjum.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG lít svo á sem þarna sé verið að ráðskast með ákvörðunarvald sveitarfélaganna,“ segir Birgir Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Kópavogsbæ.
Meira
SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur enn á ný hneykslað marga landa sína. Nú með því að segja, að vanti ungt fólk, einkum kvenfólk, peninga eða atvinnu, þá sé ráðið að giftast milljónamæringi.
Meira
AÐALFUNDIR félaga grunn-, framhalds- og leikskólakennara fóru fram á Grand Hóteli í gær og fyrradag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, að aðalfundur þess hafi verið kraftmikill.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 113 orð
| 1 mynd
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun halda tónleika í Egilshöllinni mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi.
Meira
SPÁ um páskaveðrið hefur verið birt á heimasíðu Veðurstofu Íslands, með þeim fyrirvara að spáin verði nákvæmari eftir því sem nær dregur. Þar kemur fram að á skírdag sé útlit fyrir stífa norðanátt sem gangi niður þegar líður á daginn.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 91 orð
| 2 myndir
MAGNÚS Pétursson, sem verið hefur forstjóri Landspítalans frá árinu 1999, mun láta af störfum 1. apríl. Þetta tilkynnti heilbrigðisráðuneytið í gær. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri verði ráðinn 1. september nk.
Meira
Hveragerði | Blómaskálinn Eden í Hveragerði hefur verið opnaður á nýjan leik. Í vetur hafa verið gerðar endurbætur á skálanum, hann fengið eins konar andlitslyftingu. Opið verður um páskana.
Meira
Í DESEMBER sl. var dregið úr umsóknum um íbúðahúsalóðir við Reynisvatnsás í Reykjavík og var lóðum þar úthlutað í samræmi við val umsækjenda sem dregnir voru út.
Meira
RÍKISBANKINN í Eþíópíu ákvað nýlega að selja til Suður-Afríku dálítið af gulli til að styrkja fjárhag ríkisins. Væntanlegir kaupendur voru þó ekkert hrifnir af sendingunni.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 230 orð
| 1 mynd
HARA-systur munu skemmta í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti í Smáralind 18. mars kl. 16. Í DAG, föstudaginn 15. mars, hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti og stendur hún til 23.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 432 orð
| 1 mynd
BAUGUR Group hf. íhugar að leita réttar síns fyrir dómstólum vegna endurálagningar skatta á félagið vegna vantalins söluhagnaðar á árinu 1998 vegna sameiningar Hagkaups og Bónuss en yfirskattanefnd féllst ekki á að fella þá skatta niður.
Meira
BANDARÍKJASTJÓRN gagnrýndi írönsk yfirvöld fyrir framkvæmd þingkosninganna í gær, en hundruðum frambjóðenda úr röðum umbótasinna var meinað að bjóða fram sökum þess að þeir væru ekki nógu hliðhollir íslömsku byltingunni.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 109 orð
| 1 mynd
GEIR H. Haarde forsætisráðherra kom fram í þættinum World Business Today á fréttastöðinni CNN í gærkvöldi. Þar var hann m.a. spurður að því hvort íslensku bankarnir gætu staðist núverandi hættuástand.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EF gengi krónunnar helst svipað og það er nú er útlit fyrir að kostnaður Landhelgisgæslunnar aukist um marga tugi milljóna umfram það sem miðað var við þegar fjárlög 2008 voru samþykkt.
Meira
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en úrslitaviðureignin fór fram í beinni útsendingu Sjónvarps í gærkvöldi. Þar sigruðu MR-ingarnir lið Menntaskólans á Akureyri með 28 stigum gegn 26.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 709 orð
| 1 mynd
Selfoss | „Ég sé margs konar verkefni fyrir mér þar sem kvenfélögin geta látið til sín taka á komandi árum á sviði líknar- og menningarmála og kvenfélögin munu blómstra.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 308 orð
| 1 mynd
SKJÁR Símans leigir út erótískar kvikmyndir í Skjábíói, vídeóleigu sinni sem aðgengileg er í sjónvarpi fyrir tilstilli s.k. VOD-tækni (video on demand), í sérstökum læstum flokki.
Meira
AFAR bjart var yfir landinu í gær eins og þessi gervitunglamynd sýnir. Spáð er björtu veðri um helgina og því kjörið að leggja land land undir fót og sjá landið skarta sínu fegursta í vetrarbúningi, áður en...
Meira
Suðurlandsvegur, ekki Sundabraut Þau mistök áttu sér stað í Morgunblaðinu í gær að í fyrirsögn miðopnugreinar um viðauka við samgönguáætlun var sagt að hefja ætti vinnu við að tvöfalda Sundabraut á næsta ári. Hið sama kom fram í myndatexta.
Meira
MATSFYRIRTÆKIÐ Moody's segir horfur í íslenska bankakerfinu neikvæðar og endurspegli það versnandi lánaskilyrði á bankamarkaði almennt auk áskorana vegna örs vaxtar þeirra, mikillar samþjöppunar í lánasafni og hás hlutfalls venslaðra lána.
Meira
KOSNINGABARÁTTA Barack Obama gæti beðið álitshnekki eftir að bandarískar sjónvarpsstöðvar birtu í vikunni upptökur af fyrrverandi presti úr kirkju Obama-fjölskyldunnar í Chicago.
Meira
HEILSUMEISTARASKÓLINN verður með opið hús í dag, laugardaginn 15. mars, kl. 14 í húsnæði Yggdrasils við Skólavörðustíg. Almenn kynning verður á þriggja ára námi skólans sem er heildarnám í náttúrulækningum.
Meira
SÍÐUSTU sjö vikur hafa nemendur vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands unnið hörðum höndum að því að sérhanna nýjar íslenskar matvörur í samvinnu við samstarfsbændur sína.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI hefur fellt niður mál sem fyrrverandi dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri höfðaði gegn manni vegna ummæla sem sá lét falla. Dómarinn fór fram á 4 milljónir króna í bætur.
Meira
Reykjanesbær | Reykjanesbær hefur gert samning við Gagnavörsluna ehf. um geymslu skjalasafns bæjarins og menningarminja á vegum safna bæjarins. Gagnavarslan er nýtt fyrirtæki sem verið er að byggja upp á gamla varnarliðssvæðinu á Vallarheiði.
Meira
ELLEFU nöfn voru samþykkt af mannanafnanefnd í janúar og febrúar en sjö var hafnað. Þau kvennöfn sem samþykkt voru eru Eirún, Vibeka, Idda, Sónata, Lúna og Lokbrá. Nýsamþykkt karlanöfn eru Asael, Vincent, Tonni og Robert, samþykkt sem ritmynd af Róbert.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Áhugahópnum um verndun Jökulsánna í Skagafirði: „Áhugahópurinn um verndun Jökulsánna í Skagafirði lýsir yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um friðlýsingu Austari- og...
Meira
SÆMUNDUR Valdimarsson myndhöggvari andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars, 79 ára að aldri. Sæmundur var fæddur að Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Kristófersdóttur og Valdimars Sæmundssonar.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 465 orð
| 1 mynd
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Mér fannst það skrýtið þegar fjórir voru búnir að hringja til þess að fullvissa sig um að ég myndi mæta á fundinn.
Meira
15. mars 2008
| Innlendar fréttir
| 362 orð
| 1 mynd
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Afganistans á morgun, sunnudag. Af öryggisástæðum verður ekki greint nánar frá viðkomustöðum ráðherra, né heldur frá því hverja hún mun hitta.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun aðalfundar VG í Skagafirði varðandi uppbyggingu og framtíð Hólaskóla, Háskólans á Hólum: „Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Skagafirði, haldinn í Héðinsminni 10.
Meira
Grindavík | Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla í bænum. Lengi hefur verið rætt um það í Grindavík að fá framhaldsskólakennslu í einhverri mynd inn í bæjarfélagið.
Meira
Gengi krónunnar hefur lækkað mikið í þessari viku og þeirri síðustu. Þessi mikla gengislækkun kemur illa við hinn almenna borgara. Innflutningsverð á nauðsynjavörum hækkar, og í sumum tilvikum mikið, vegna þess að erlendur gjaldmiðill verður dýrari.
Meira
Írar eiga við vandamál að stríða. Bankakerfi þeirra er í kröggum og jafnvel rætt um hugsanlega þjóðnýtingu bankanna. Fasteignaverð er lækkandi og vanskil eru að aukast skv. frétt í Morgunblaðinu í gær.
Meira
Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans og mikill áhrifamaður í Washington DC, var hér á ferð síðari hluta vikunnar og sat fyrir svörum blaðamanna á fundi með utanríkisráðherra okkar í fyrradag. Á blaðamannafundinum sagði Zoellick m.a.
Meira
„ÞEGAR hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Svo hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Bókin kom út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem víðast og oftast hefur verið gefin út.
Meira
GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Valur Freyr Einarsson leikari. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a.
Meira
„VIÐ erum enn að 15 árum og tíu börnum síðar. Það er kraftur í konum,“ segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, en nú eru fimmtán ár síðan hún stofnaði Trio Nordica ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra píanóleikara.
Meira
SKJÁR Símans býður upp á úrval mynda í ýmsum flokkum sem hægt er að leigja fyrir tilstilli svokallaðrar VOD-tækni (video on demand) í SkjáBíó, þ.e. vídeóleigu Skjásins sem aðgengileg er heiman úr stofu.
Meira
Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins fimmtudaginn 13. mars. Þátt tóku Levenova, Nightriders, Spiral, Man ekki hvað þeir heita, Unchastity, Happy Funeral, Judico Jeff, Acts of Oath, Nögl og Blæti.
Meira
Hafliði Hallgrímsson: Bagatelles Op. 39 (1964–2007; frumfl.). Sketches in Time (1992–; frumfl. á Íslandi). Fley Op. 37 (1968–2007; frumfl.). Fimm stykki fyrir píanó Op. 2 (1971). Strönd (1982/1988).
Meira
LEIKARINN Colin Farrell uppgötvaði nýtt áhugamál þegar hann var að vinna við nýjustu mynd sína í New York fyrir skömmu, og gerðist daglegur gestur í rússnesku og tyrknesku baðhúsunum í borginni.
Meira
Síðustu daga og vikur hafa borist fréttir af því að hingað til lands séu væntanlegir til tónleikahalds þrír merkilegir kappar; þeir Eric Clapton, Bob Dylan og John Fogerty.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HEIMILDAKVIKMYNDIN Ketill , um Ketil Larsen, verður frumsýnd á vegum Fjalakattarins í Tjarnarbíói á morgun klukkan 15 og síðan er önnur sýning klukkan 20.
Meira
NÝTT gallerí, Reykjavík Art Gallery, verður opnað á Skúlagötu 28 í dag kl. 14. Fyrstu myndlistarmennirnir sem opna sýningar á verkum sínum þar eru Magnús Tómasson (f. 1943), sem sýnir málverk og skúlptúrverk, Pétur Már Pétursson (f.
Meira
* Ármann Jakobsson , íslenskufræðingur og kennari við MR, segir á bloggsíðu sinni að hann sé að velta því fyrir sér að taka upp millinafnið Fabio í þeirri von að það muni breyta ímynd hans.
Meira
ÞÆR Daria Ilushko og Kseniya Sydorenko frá Ísrael taka þátt í Evrópukeppninni í sundfimleikum sem fram fór í Eindhoven í Hollandi í gær. Ekki fylgdi sögunni hvernig þeim stöllum gekk í keppninni, en eins og sjá má skein einbeitingin úr augum...
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að DJ Premier sé þungavigtarmaður í hipphoppheimum og er sú lýsing eiginlega fullléttvæg. Áhrif hans á þróun samtímahipphopps eru ómæld og sporin sem hann hefur markað eru hyldjúp.
Meira
TÓNLEIKAR strengjasveita Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Áskirkju klukkan 14 í dag. Stjórnandi yngri hljómsveitarinnar er Sigurgeir Agnarsson og leikur sveitin verk eftir Henry Purcell, Berceuse eftir Edvard Grieg og Ungverska dansa nr.
Meira
MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, lýkur í kvöld í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar keppa tíu hljómsveitir um ýmis verðlaun, en þau helstu eru hljóðverstímar.
Meira
*Músíktilraunir Hins hússins og Tónabæjar hafa gengið eins og í sögu alla þessa viku og í kvöld kemur í ljós hvaða hljómsveit ber sigur úr býtum.
Meira
DAGSKRÁ verður í Esperantohúsinu, Skólavörðustíg 6b, í tilefni þess að liðin eru 120 ár frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar. Í dag kl. 14 flytur Baldur Ragnarsson erindið Esperanto og þýðingar. Á morgun kl.
Meira
Ágúst H Bjarnason | 14. mars Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? ... Er von á meiri skíðasnjó og skautasvellum á næstu áratugum? Getur verið að einhver deyfð sé að færast yfir sólina?
Meira
Toshiki Toma skrifar um fordóma í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti: "Í raun má segja að ekkert okkar sé algerlega fordómalaust; við höfum öll fordóma sem við verðum að reyna að uppræta."
Meira
Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "Þessi niðurstaða sýnir með hvaða hætti hinir kappsfullu Evrópusinnar hafa vaðið reykinn og vitandi eða óafvitandi beitt almenning blekkingum."
Meira
Pjetur Hafstein Lárusson | 14. mars Steinn Steinarr XVII Fjarri fer því, að Steinn Steinarr hafi verið brautryðjandi í þeirri iðju listamanna, að níða skóinn hver af öðrum. Þetta er ævafornt fyrirbæri og þekkist í öllum heimsins hornum.
Meira
Óskar Bergsson skrifar um þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar vegna ÍTR: "Nú getur íþróttahreyfingin séð svart á hvítu hvort það var Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur sem gætti hagsmuna hennar í borgarstjórninni."
Meira
Stefán Friðrik Stefánsson | 14. mars Merkilegur dómur Það er mjög merkilegt að móðir nemenda hafi verið dæmd til að greiða kennara tíu milljónir króna vegna þess að kennarinn hafi slasast af völdum nemandans.
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Ég vil skoða allar leiðir gaumgæfilega og taka ákvörðun að yfirveguðu ráði með langtímahagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi."
Meira
Álfhildur Guðbjartsdóttir fæddist á Ísafirði 7. júlí 1972. Hún andaðist 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbjartur Kristinn Ástþórsson, f. 17. júlí 1950 og Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, f. 8. júlí 1952.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 1145 orð
| 1 mynd
Árný Guðríður Enoksdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík miðvikudaginn 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Enok Ingimundarsson, f. 29.8. 1907, d. 2.7.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 1962 orð
| 1 mynd
Björn Elías Ingimarsson fæddist í Hnífsdal 12. ágúst 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ingimar Finnbjörnsson frá Görðum í Aðalvík, f. 4.1. 1897, d. 26.10.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 2275 orð
| 1 mynd
Gunnar Þorgilsson fæddist á Ægissíðu í Rangárvallasýslu 19. apríl 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgils Jónsson bóndi, f. á Ægissíðu í Rangárvallasýslu 21. október 1895, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 2883 orð
| 1 mynd
Jónas Geir Sigurðsson fæddist á Brekkum í Holtum 17. maí 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, að Rauðalæk, 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans, bændur á Brekkum, voru hjónin Marta Jónsdóttir, f. á Mið-Hvoli í Mýrdal 17.5. 1890, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jónsdóttir fæddist á Meðalfelli II í Nesjahreppi hinn 15. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar hinn 24. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju 1. mars.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 1297 orð
| 1 mynd
Sigurður Árnason fæddist á Bjarkarlandi í Vestur-Eyjafjallahreppi 26. apríl 1932 og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ísleif Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1910, d.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 1156 orð
| 1 mynd
Vilborg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1936. Hún lést á Landspítalanum 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Laug í Biskupstungum, f. 21.12. 1900, d. 31.5.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 2479 orð
| 1 mynd
Þorsteinn Þorsteinsson vélstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 17.1. 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 1. mars sl. Foreldrar Þorsteins voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Vatnsdal í Fljótshlíð og Kristín Jónsdóttir frá Eskiholti Mýrarhreppi.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2008
| Minningargreinar
| 3756 orð
| 1 mynd
Þráinn Sigtryggsson fæddist á Mosfelli í Ólafsvík á Snæfellsnesi 1. september 1928. Hann lést í Reykjavík 7. mars síðastliðinn. Foreldrar Þráins voru Sigtryggur Sigtryggsson, f . 6.8. 1898, d. 16.4. 1978, og Guðbjörg Jenný Vigfúsdóttir, f. 11.10.
MeiraKaupa minningabók
BAKKAVÖR Group heldur áfram sinni útrás. Nú hefur fyrirtækið keypt 48% hlut í matvæla- og drykkjarvöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál en velta þessa fyrirtækis í fyrra var um 770 milljónir króna og starfsmenn...
Meira
KAUPÞING fær lægstu einkunn þeirra félaga sem reiknuð eru í Stoxx 600-hlutabréfavísitölu viðskiptafréttastofunnar Bloomberg hjá greinendum sem Bloomberg fékk til þess að meta félögin.
Meira
VISSULEGA hefðum við kosið að sjá fleiri fjárfesta koma að félaginu, ekki hvað síst til að mynda virkari viðskipti með bréfin í Kauphöllinni,“ segir Pétur Þ.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN heldur áfram að lækka en í gær lækkaði hún um 0,5% og var lokagildi hennar 4.818 stig. Mest hækkaði gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways , 12,6%, en Spron hækkaði um 2,9%. Mest lækkun varð á gengi FL Group, 4,5%.
Meira
EIMSKIP lýkur á næstu mánuðum sölu á fasteignum Versacold og Atlas í Kanada og Bandaríkjunum, en félagið keypti þessi fyrirtæki á árunum 2006 og 2007.
Meira
STÝRIVEXTIR í Sviss og Noregi eru áfram óbreyttir, samkvæmt ákvörðunum þarlendra seðlabanka. Í Sviss eru þeir áfram 2,75%, sjöunda mánuðinn í röð, og í Noregi eru þeir 5,25%.
Meira
ICELANDIC Group tapaði 29,3 milljónum evra á síðasta ári, jafnvirði ríflegra þriggja milljarða króna, og þar af nemur tapið á fjórða ársfjórðungi 29 milljónum evra.
Meira
Vignir Kristinsson er mikill hagleiksmaður sem vílar ekki fyrir sér að innrétta eigið heimili, líkt og Fríða Björnsdóttir komst að er hún brá sér í heimsókn til Grindavíkur.
Meira
Mikið mannvirki er að rísa norðan hesthúsabyggðar við Hvammstanga. Þar byggir Hestamannafélagið Þytur reiðhöll sem er 1250 fm að stærð. Húsið er stálgrind á steyptum sökklum, klætt yleiningum. Áætlaður byggingarkostnaður er 40-50 milljónir króna.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég reyni að passa mig og vera meðvituð um að það sem kemur frá hjartanu er alltaf best. En ég hef alveg dottið í þá gryfju að hanna það sem markaðurinn vill en ekki út frá því sem hjartað mitt segir mér.
Meira
80 ára afmæli. Áttræður er í dag, 15. mars, Sigurður Þ. Árnason , fv. skipherra Landhelgisgæslunnar, til heimilis á Otrateigi 32, Reykjavík. Sigurður tekur á móti gestum á milli 16 og 18 í safnaðarheimili Háteigskirkju við...
Meira
80 ára afmæli. Í dag, 15. mars, verður Ragnar Þorbergsson áttræður. Ragnar verður á Gran Canari á afmælisdaginn, Rouge Nublo, Avenida De Tirajana 28, 35100 Playa del Ingle. Sími...
Meira
jonf@rhi.hi.is: "Standa á einhverju eins og hundur á roði Sum orðatiltæki eru skemmtilegri en önnur. Umsjónarmanni hefur alltaf þótt orðatiltækið standa á einhverju eins og hundur á roði afar skemmtilegt og lýsandi."
Meira
THE PACIFIER (Sjónvarpið kl. 21.05) Disney og Diesel ná saman í mynd þar sem vöðvabúntið leikur sérsveitarmann sem fær óvenjulegt verkefni. Svo einfeldningsleg að harðhausinn virðist of þroskaður í aðalhlutverkið en útkoman meinlaus, barnvæn hasarmynd.
Meira
1 Hver er lögmaður Hannesar Hólmsteins í málinu um ritstuld úr verkum Halldórs Laxness? 2 Latibær er enn í landvinningum. Hvar nú? 3 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sótti ráðherrafund Schengen-ríkja. Hvar var hann haldinn?
Meira
Þessa dagana talar fólk mikið sín í milli um matvælaverð og raunar verðlag almennt. Ástæðan er einföld. Allir, sem leggja leið sína í matvöruverzlun finna, hvað matvörur hafa hækkað mikið og hvað kostnaðurinn er orðinn mikill við að kaupa í matinn.
Meira
ÍSLAND og Færeyjar mætast á morgun í 21. skipti í A-landsleik karla í knattspyrnu þegar þjóðirnar eigast við í Kórnum í Kópavogi. Ísland hefur haft betur í 19 leikjum af 20 til þessa en þjóðirnar gerðu jafntefli, 0:0, í Þórshöfn árið 1984.
Meira
,,Á pappírunum finnst manni að Schalke sé eitt af veikari liðunum sem eftir eru og því er hægt að segja að við höfum verið nokkuð heppnir. Ég átti enga óskamótherja.
Meira
KR-ingar eru komnir með forystu í kapphlaupinu gegn Grindavík um sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. KR sigraði örugglega í fyrsta leik liðanna í DHL-höllinni í gærkvöldi, 81:68, eftir að hafa verði yfir í leikhléi 37:28.
Meira
FJÓRIR íslenskir sundmenn taka þátt í Evrópumeistaramótinu í 50 m laug sem hefst í Eindhoven í Hollandi á þriðjudag. Það eru Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigrún Brá Sverrisdóttir og Örn Arnarson.
Meira
Gunnar Kristjánsson , leikmaður með 1. deildar liði Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, er farinn til Skotlands þar sem hann verður til reynslu hjá 1. deildar liðinu Hamilton . Lið Hamilton er efst í 1.
Meira
Þrír bræður keppa á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í Versölum í Kópavogi um helgina, þeir Dýri , Erlendur og Hlynur Kristjánssynir . Það hefur ekki áður gerst á Íslandsmóti.
Meira
ÍVAR Ingimarsson og félagar hans í liði Reading eiga erfiðan leik fyrir höndum á dag en þá sækja þeir Liverpool heim á Anfield. Ívar vonast eftir góðum úrslitum en eftir átta tapleiki í röð hefur Reading unnið tvo leiki í röð og er komið úr fallsæti.
Meira
JÚLÍUS Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær 16 manna hóp fyrir alþjóðlega mótið sem fram fer í Portúgal eftir páskana. Hann valdi tvo nýliða í hópinn.
Meira
KEFLVÍKINGAR hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Borgarnesi undanfarin ár og fram að leiknum í gærkvöldi höfðu þeir aðeins unnið einn deildarleik í „fjósinu“ frá árinu 1999, en „fjósið“ er viðurnefni...
Meira
FJÖLMENNI var á fundi, sem forráðamenn 20 sérsambanda úr röðum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands boðuðu til í fyrrakvöld, en fundarefnið var stofnun nýrrar íþróttasjónvarpsstöðvar.
Meira
,,VIÐ ætlum svo sannarlega að selja okkur dýrt og vonandi fáum við öflugan stuðning frá fólki sem hjálpar okkur til að vinna upp þennan mun,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, leikmaður Vals, við Morgunblaðið en annað kvöld mæta Valskonur franska...
Meira
ÞORBJÖRN Jónsson, 17 ára skvassari, mun taka þátt í Evrópumóti 19 ára og yngri sem fram fer í Stavanger í Noregi. Mótið hefst um helgina og stendur alla næstu viku en einstaklingskeppninni lýkur á þriðjudag og þá tekur við liðakeppni.
Meira
Listakonan Andrea Sif er ekki nema 4 ára gömul en hún teiknaði þessa glæsilegu blómamynd. Í baksýn má sjá himinbláfjöll og fagurgræna kastala. Það væri ekki leiðinlegt að hafa svona útsýni út um gluggann hjá...
Meira
Kári, 5 ára, teiknaði þessa frábæru mynd af hljómsveitarmönnum í miklu stuði. Gítarleikarinn er glæsilegur og má eiginlega segja að hann steli sviðsljósinu af söngvaranum.
Meira
Halló krakkar! Ég er hann Maxímús Músíkús! Nú ætla ég að segja ykkur frá því þegar ég kynntist Sinfóníuhljómsveitinni. Einu sinni var ég á leið um borgina í leit að ævintýrum. Þá villtist ég inn í gríðarstórt hús og fann mér holu til að skríða í.
Meira
Maxímús Músíkús er lítil sæt mús sem heillast af töfraheimi tónlistarinnar. Maxímús gekk nýlega til liðs við Sinfóníuhljómsveit Íslands og mun nú verða lukkudýr hljómsveitarinnar.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að gefa tvo miða á fjölskyldutónleika Maxímúsar Músíkúsar sem haldnir verða laugardaginn 29. mars. Ef þig langar til að fara og bjóða einhverjum með þér er kjörið tækifæri fyrir þig að taka þátt í þessum leik.
Meira
Hann Maxímús Músíkús, oftast kallaður Maxi, veit fátt fallegra en tónlist enda óvenju tónelsk mús. Hann hefur óskaplega gaman af því að skrifa nótur en það vefst stundum fyrir honum hvernig eigi að skrifa G-lykla.
Meira
Bílstjórinn með bókstafaandlitið er frá þekktri stórborg í Evrópu. Ef þú raðar bókstöfunum í rétta röð getur þú fundið út hvað bærinn heitir. Lausn...
Meira
Vel stæður Arabafursti lést og lét eftir sig 17 kameldýr sem synir hans þrír áttu að erfa. Hann setti þau skilyrði að elsti sonurinn myndi fá helminginn af kameldýrunum, miðsonurinn 1/3 og yngsti sonurinn 1/9.
Meira
Stóri ferningurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga að koma fyrir ein hálfnóta, fjórðapartsnóta, áttundapartsnóta og sextándupartsnótnatölurnar. Eins eiga þessar nótur að koma fyrir í hverri línu, lárétt og lóðrétt.
Meira
Hjördís Birna, 7 ára, teiknaði þessa sætu mynd af músinni Heiðu. Myndina teiknaði hún eftir texta Jóhanns Helgasonar, Litla músin: Ég fann litla mús, hún heitir Heiða, hún var að greiða mér í dag, herra Jón.
Meira
Í næstu viku kemur út bókin Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina eftir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara. Bókin er um litla mús sem kemst í kynni við töfraheim tónlistarinnar.
Meira
Mattý, 6 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af snjókarlinum Snæfinni sem stendur úti í garði hjá Jóni afa hennar. Snæfinnur er með sex fallega steinahnappa og girnilegt appelsínugult gulrótarnef.
Meira
Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnarorðið skrifið þið á blað og sendið inn fyrir 22. mars næstkomandi. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur.
Meira
„Mamma, ég nenni ekki í skólann í dag. Það er svo brjálað veður!“ „Sólveig mín, þú veist að þú verður að fara í skólann. Þú þarft bara að klæða þig mjög vel.“ „En snjórinn er svo kuldalegur og kaldur.
Meira
...að harpan hefur 46 strengi. Sá stysti er á stærð við tannstöngul en sá lengsti er mannhæðarhár. ...að vatn safnast fyrir inni í blásturshljóðfærum vegna raka í andgufu hljóðfæraleikaranna. ...að í bogum strengjahljóðfæranna eru hrosshár.
Meira
eins og að standa nývaknaður við rúmstokkinn með fangið fullt af draumum undir glugganum þar sem sólin hitaði gólfið undir annarri ilinni og vita ekki í hvorn fótinn að stíga Melkorka Ólafsdóttir Höfundur er...
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1354 orð
| 1 mynd
Greinarhöfundur spáir því að ævisaga Péturs Gunnarssonar um Þórberg Þórðarson fái Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar bæði bindi hennar verða komin út en sjálfur varð hann fyrir vonbrigðum með hana.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 391 orð
| 3 myndir
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Ríkið stækkar og stækkar, skattar hækka, verðbólga líka, það er verið að undirbúa fleiri glórulaus stríð og frelsi okkar hefur verið skert.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 612 orð
| 1 mynd
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Ég hef alltaf misst af þáttunum um Bionic Woman , en skilst þeir séu næstum költ. Hins vegar hef ég stolist til að horfa á unglingaþáttinn Friday Night Lights , eftir að The OC hætti.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 2015 orð
| 1 mynd
Miles Davis sagði að á hverjum degi ættu tónlistarunnendur að þakka fyrir Duke Ellington. Sennilega hafa fáir ef nokkrir djassarar haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og Ellington sem samdi yfir þúsund tónverk og hljóðritaði þúsundir verka, auk þess að vera frábær píanisti.
Meira
Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Þrátt fyrir að gjarnan sé talað um kvikmyndahöfunda þá hlýtur kvikmyndaformið að vera einn erfiðasti vettvangur listamanna sem vilja stýra hreinni og persónulegri listrænni sýn.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 113 orð
| 1 mynd
Gláparinn Nýlega var horft á myndina Eastern Promises eftir David Cronenberg. Undirritaður hefur ekki alltaf verið hrifinn af myndum Cronenbergs en þessi mynd er vönduð skemmtun.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 167 orð
| 1 mynd
Hlustarinn Fyrir áhugamanneskju um jazz og klassíska tónlist kom hljómdiskurinn D ívan og jazzmaðurinn , sem kom út á síðastliðnu ári, skemmtilega á óvart. Þar skarast tveir ólíkir tónlistarheimar, sem sjaldgæft er að heyra.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 957 orð
| 1 mynd
Þú hvarfst mér sjónum. Úfnar öldur risu og augum döprum störðu á föla brá, er heitir sandar hlógu við mér einum og hvítum má. Þú söngst mig burt. Og öldur kysstu kletta og krupu hljótt við þang og salta borg.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 411 orð
| 3 myndir
Það var löngu kominn tími til að útgefendum dytti í hug að endurútgefa sígild íslensk bókmenntaverk í ódýrum kiljum. Dytti í hug segi ég vegna þess að það þurfti ekki annað til.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 485 orð
| 3 myndir
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Nýstirni síðustu Óskarsverðlaunahátíðar voru vafalítið stöllurnar sem sköpuðu Juno, aðalleikkonan Ellen Page og handritshöfundurinn Diablo Cody.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 558 orð
| 1 mynd
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hjalmarstefan@gmail.com Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að maður kaupir plötu án þess að hafa hugmynd um innihaldið.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 984 orð
| 1 mynd
Í tilefni af sjötugsafmæli Þorsteins frá Hamri er bók hans og Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns, Ljóð og myndir , endurútgefin í dag. Bókin kom fyrst út árið 1988.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1462 orð
| 1 mynd
Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Margt hefur verið skrifað um minningargreinar Morgunblaðsins á undanförnum árum og ólíklegt hlýtur að teljast að nokkurt efni blaðsins skipti þjóðina jafn miklu, kannski vegna þess að það er ritað af landsmönnum öllum.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1676 orð
| 4 myndir
Bára Kristinsdóttir ljósmyndari breytir því sem við fyrstu sýn virðist fráhrindandi, eða í besta falli óspennandi, í margbrotinn heim smáatriða þar sem hið staðnaða öðlast líf og hið formfasta tekur á sig óreglulega og iðandi mynd, segir...
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Um þessar mundir sýna kvikmyndahús landsins Juno , nýja mynd leikstjórans Jasons Reitman sem vakti mikla athygli fyrir mynd sína Thank you for Smoking árið 2005.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 911 orð
| 1 mynd
Sveimtónlist, hálfdansvæn raftónlist og tilraunakenndari tónlist kemur saman á nýrri plötu rafsveitarinnar Autechre og sýnir eins konar þverskurð af ferli sveitarinnar hingað til.
Meira
15. mars 2008
| Menningarblað/Lesbók
| 1317 orð
| 1 mynd
Samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala greindust 93 einstaklingar á Íslandi með salmonellusýkingu í fyrra og er það svipaður fjöldi og greinst hefur síðastliðin ár. Ekki varð vart við hópsýkingar af völdum salmonellu á árinu sem leið.
Meira
Eftir Ásu Baldursdóttur Kaupþing banki og Íslandspóstur hafa ákveðið að loka afgreiðslustöðvum sínum á Flúðum í Hrunamannahreppi, sem þar hafa verið reknar í sama húsi. Öll bankaafgreiðsla verður færð á Selfoss.
Meira
Ég fermdist 17. júní 1978 í Laufáskirkju. Það var 23 stiga hiti sem er eftirminnilegt. Einnig var þessi dagur eftirminnilegur af því að yngsta systir mín, séra Hildur Eir, var skírð.
Meira
Athygli vakti í vikunni þegar Logi Bergmann Eiðsson las hádegisfréttir með gleraugu á nefinu. Í viðtali við Vísi sagði Logi að sýking í auga hefði neytt sig til að leggja linsunum, eins og hann þurfti síðast að gera fyrir rúmum fimm árum.
Meira
Kveikt var í verslunum og lögreglubílum í elsta hluta tíbetsku höfuðborgarinnar Lhasa í gær. Munkar hafa margir mótmælt kínverskum stjórnvöldum á götum Lhasa síðustu daga og er mótmælunum lýst sem þeim mestu í héraðinu frá árinu 1989.
Meira
Þingið í Kanada samþykkti í gær að framlengja þátttöku landsins í aðgerðum NATO í Afganistan til ársins 2011. Stephen Harper forsætisráðherra mun kynna ráðherrum NATO áformin á fundi í Búkarest í næsta mánuði.
Meira
Leikkonan Carmen Electra er sögð yfir sig ástfangin þessa dagana, en sá heppni er enginn annar en Rob Patterson, gítarleikari hljómsveitarinnar Korn.
Meira
Stjórnarskrárréttur Þýskalands hefur staðfest lög sem banna kynferðislegt samneyti náinna ættingja. Rétturinn féllst því ekki á málaflutning manns sem á fjögur börn með systur sinni. Systkinin Patrick og Susan ólust ekki upp saman.
Meira
Glaumgosinn og leikarinn Charlie Sheen hefur samþykkt að taka að sér aðalhlutverkið í ónefndri hryllingsmynd kvikmyndafyrirtækisins Twisted Pictures.
Meira
Loftur Þorsteinsson, gjaldkeri félags eldri borgara í Hrunamannahreppi, er yfir sig hneykslaður á lokunaráformum Kaupþings og Íslandspósts á Flúðum. Íbúarnir og hreppsnefndin mótmæla aðgerðunum.
Meira
„...var ergilegt að komast að því við spurningasamninguna fyrir Gettu betur, að í raun var illa séð þegar maður bað um sígilt efni úr fórum RÚV því að birtingarrétturinn var óljós og kostnaðurinn gat verið svimandi.
Meira
„Þegar ég var að hlusta á útvarpið í morgun fékk ég eiginlega flassbakk. Fyrir um 19 árum síðan var ég 17 ára rugludallur í kappakstri. Ég fór útaf veginum og út í hraun.
Meira
Ég fermdist á sólríkum degi í maí 1960 og það var mikið tilstand. Við bjuggum á Seyðisfirði og efnið í kjólinn þurfti að kaupa í Reykjavík. Ég fékk fyrstu hælaskóna mína fyrir ferminguna og þeir voru támjóir.
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur hefur staðfest að hann taki þátt í Opna Madeira-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi en mótið hefst í næstu viku.
Meira
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Breytingar á yfirstjórn Landspítalans vekja Álfheiði Ingadóttur, fulltrúa Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd Alþingis, ugg um framhaldið, eins og hún orðar það.
Meira
Eftirréttur fyrir 4 Estragonbrûlée (hráefni): *1 lítri rjómi *150 g sykur *350 g eggjarauður *1/2 búnt ferskt estragon Aðferð: Sjóðið upp á rjómanum, blandið eggjarauðum og sykri saman, hellið heitum rjómanum yfir og hrærið.
Meira
„Ég fékk mér ljónsandlit á öxlina,“ segir söngvarinn Hjálmar Már Kristinsson, keppandi í Bandinu hans Bubba. Keppendum í Bandinu hans Bubba var boðið upp á tattú í vikunni og nýttu fjórir keppendur af sex sér tilboðið.
Meira
Hingað til lands er kominn víðfrægur drengjakór frá St. Paul's-skólanum í Baltimore í Bandaríkjunum. St.Paul's-skólinn er einkarekinn drengjaskóli sem var stofnaður árið 1849 af söfnuði gömlu St. Paul's-kirkjunnar í miðborg Baltimore.
Meira
Íslenska skólakerfið kostar meira á hvern nemanda en skólakerfi í flestum öðrum OECD-ríkjum. Hérlendis eru laun starfsfólks dýrasti liðurinn, hvort sem um er að ræða grunn-, framhalds- eða háskóla.
Meira
Forréttur fyrir 4 Elgur (hráefni): *150 g elgur *100 g teriyaki-sósa *100 g granateplapuré Aðferð: Sjóðið upp á puré og setjið teriyaki-sósu út í. Brúnið elginn á öllum hliðum, saltið og piprið. Veltið upp úr marineringunni og látið liggja.
Meira
Í dag er svo stórt viðtal við[Ingibjörgu] í Politiken og annað von bráðar í Jyllandsposten. Eins og við öll vitum hefur umfjöllun fjölmiðla í Danmörku verið neikvæð í garð íslenskra viðskiptamanna.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Bode Miller tryggði sér heimsbikarinn í alpagreinum í vikunni en þetta er í annað skipti sem kappinn sérlundaði nær þeim stórkostlega áfanga.
Meira
Nýjasta mynd grínarans Bens Stiller, Tropic Thunder, skartar skemmtilegum leikurum, á borð við Jack Black og Robert Downey jr., en hann leikur blökkumann í myndinni.
Meira
Hide and Seek er hrollvekjandi spennudrama með meistara Robert De Nero og ungstirninu ótrúlega Dakota Fanning. De Niro leikur ekkil sem reynir að koma lífi sínu á rétta braut eftir að eiginkona hans framdi sjálfsmorð.
Meira
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir á skemmtilegar minningar frá fermingardeginum, rétt eins og fjórir aðrir viðmælendur sem deila reynslu sinni frá þessum degi. Einn hætti t.d. við að...
Meira
Danskur dómstóll hefur sýknað 26 manns af ákæru um brot gegn valdstjórninni í mótmælunum um Ungdómshúsið á Nørrebro í Kaupmannahöfn í fyrra. Saksóknari hefur þegar áfrýjað dómnum.
Meira
Kannað var hvað símtal kostar þegar hringt er með frelsi í heimasíma. Í töflunni eru upplýsingar um verð á símtölum sem tekur hálfa mínútu og tvær mínútur.
Meira
The Pacifier er kanadísk gamanmynd frá 2005 um sérsveitarmann sem er falið að gæta fimm barna nýlátins vísindamanns en sá er talinn hafa falið hernaðarleyndarmál á heimili sínu.
Meira
Breið samstaða er í tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum um verulegar breytingar á heilbrigðiskerfi landsmanna. Þetta er víðtækari endurskipulagning en gerð hefur verið í áratugi.
Meira
Grímur Atlason og Kári Sturluson , mennirnir á bak við komu Erics Claptons til landsins í sumar, eru hæstánægðir með viðtökur Íslendinga við tónleikum goðsagnarinnar. Rúmlega 11.500 miðar eru þegar seldir á tónleikana og aðeins 1.
Meira
Hagnaður Byrs Sparisjóðs var um 9,6 milljarðar fyrir tekjuskatt árið 2007 samanborið við 3,2 milljarða árið áður. Um er að ræða aukningu um 200,5%.
Meira
Þeir sem eru með hjartagangráð ættu að fara að vara sig því nú hefur teymi sérfræðinga frá Háskólanum í Washington og Massachusetts sýnt fram á að tölvuþrjótar geta, með réttum útbúnaði, brotist inn í gangráða.
Meira
Konurnar í Kvenfélagi Bústaðasóknar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í tengslum við fermingar í kirkjunni. Þær útvega börnunum fermingarkyrtlana og bera fram skínandi hreina bikara við altarisgönguna.
Meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi í gær yfirvöldum í Reykjavík erindi vegna búsetu útigangsmanna í brunagildrum við Laugaveg og Vatnsstíg. „Aðkoman var skelfileg.
Meira
En hvað segir formaður samgönguráðs, Dagur B Eggertsson um þetta. Hvar eru nú hinir sívökulu fjölmiðlar landsins, af hverju leita þeir ekki álits hjá honum um þetta má?
Meira
Niðurstöður dómstóla vekja oft hörð viðbrögð. Í hita umræðunnar falla þung orð í garð dómsvaldsins og aldrei er gagnrýninni svarað. Dómarar tjá sig ekki um eigin dóma. Af einhverri ástæðu finnst sumum þetta skrítið.
Meira
Í dag eru sérhannaðar matvörur seldar á markaði sem fengið hefur nafnið „Stefnumót bænda og hönnuða.“ Markaðurinn er afrakstur samstarfsverkefnis vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands og íslenskra bænda í heimavinnslu.
Meira
Kona á fimmtugsaldri sem er fyrrverandi starfsmaður Tryggingastofnunar játaði við þingfestingu í héraðsdómi í gær að hafa svikið tæpar 76 milljónir út úr stofnuninni.
Meira
Héraðsdómur dæmdi í gær móður ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað.
Meira
Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Við erum ekkert smeykir, viðhlökkum til,“ segir Róbert Haraldsson, knattspyrnuþjálfari Tindastóls á Sauðárkróki.
Meira
Grínistinn Billy Crystal, sem er einarður aðdáandi hafnaboltaliðsins New York Yankees, lét gamlan draum rætast þegar hann kastaði fyrstur fyrir liðið í leik gegn Pittsburgh Pirates, í 5-3 tapleik.
Meira
Lítið hefur spurst til sjónvarpskonunnar Sigríðar Arnardóttur , Sirrýjar, upp á síðkastið. Sirrý, sem hefur verið kölluð hin íslenska Oprah, sást síðast á skjánum í Örlagadeginum á Stöð 2 en hefur söðlað um og er farin að vinna hjá DV.
Meira
Nemendur við vöruhönnunardeild Listaháskólans kynna matvörur sem þeir hafa hannað í samstarfi við bændur á matarmarkaði í dag. Markaðurinn fer fram að Grandagarði 8 kl. 14-17.
Meira
Bardagi Muhammad Ali og Joe Frazier í Manila á Filippseyjum 1975 er mesta einvígi í íþróttasögunni samkvæmt könnun veðbankans Totessport meðal notenda sinna.
Meira
Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir 1.569 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í SPRON eða um 2,87%. Bréf í Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,76% og bréf í Atorku Group um 1,25%.
Meira
Nú hafa aftur sprottið upp sögusagnir um gerð kvikmyndarinnar Metal Gear Solid. Samkvæmt kvikmyndasíðunni Coming Soon mun Kurt Wimmer, leikstjóri Equilibrium, að öllum líkindum leikstýra myndinni.
Meira
Breska leikkonan Minnie Driver hefur kunngjört að hún gangi með barn. Í viðtali hjá Jay Leno staðfesti hún sögusagnirnar og segist himinlifandi með þær breytingar sem í vændum eru.
Meira
Í nýrri fréttatilkynningu frá MGM-kvikmyndaverinu kennir ýmissa grasa en þar eru talin upp ýmis verkefni sem kvikmyndaverið hyggst vinna að á næstunni.
Meira
C.S.I. eru bandarískir þættir um störf rannsóknardeildar Las Vegas-borgar. Rannsóknardeildin fæst við eitt óhugnanlegasta mál sitt frá upphafi þegar heil fjölskylda er myrt fyrir utan dóttur sem er talin vera haldin illum...
Meira
Tímaritið Star hefur greint frá því að Steve-O, sem gerði garðinn frægan með fíflalátum í hinum fornfrægu Jackass-þáttum, hafi verið lagður inn á Thalians-geðheilbrigðisstofnunina af ótta við að hann myndi freista þess að fremja sjálfsmorð.
Meira
„Ég hef frá tíu ára aldri haft áhuga á íslensku atvinnulífi. Þá vann ég í fyrsta skipti launaða vinnu við að salta síld á plani austur á Neskaupsstað.
Meira
Vilhjálmur Bjarnason hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á aðalfundum FL Group og Glitnis að undanförnu. Í viðtali við 24 stundir ræðir Vilhjálmur skoðanir sínar á íslensku viðskiptalífi og þróun...
Meira
„Ég er búinn að vera að túra síðan í október með partí sem ég skírði bara XXX, ég er búinn að vera með það í Keflavík, Vestmannaeyjum og bara út um allt land.
Meira
Regína hefur þrisvar sinnum farið út sem bakrödd í Eurovision og eins og alþjóð veit mun hún nú fara utan í fjórða sinn. Nú ásamt Friðriki Ómari og munu þau tvö keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision með lagið Þér við hlið.
Meira
Saltfiskur (hráefni og aðferð): Fjórar 140 g saltfisksteikur eru steiktar á pönnu og fulleldaðar í ofni við 160°C í nokkrar mínútur (fer eftir stærð).
Meira
Starfshópur sem umhverfisráðherra skipaði til að undirbúa sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga hefur skilað greinargerð til ráðherra. Með sameiningunni á m.a.
Meira
Ríkisstjóri Veracruz-ríkis í Mexíkó, Fidel Herrera, hefur lýst yfir áhuga á að koma með sendinefnd til Íslands á næstu mánuðum til að kynna sér heildarskipulag sjávarútvegs og virkjun hreinna orkugjafa, að því er segir í fréttatilkynningu frá...
Meira
Sár fátækt Hópur Íslendinga heimsótti nýlega Gíneu-Bissá til að sjá árangur af þróunaraðstoð UNICEF. „Við erum litlar þjóðir og það var gaman að sjá hvað við getum náð miklum árangri,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingkona.
Meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, spyr hvers vegna nýr forstjóri Landspítala taki ekki til starfa fyrr en eftir 5 mánuði. „Fólkið sem á að gegna forstjórastarfinu þangað til er mjög öflugt en það er í öðrum störfum.
Meira
Ég er alltaf að missa af dögum. Ég missti til dæmis af alþjóðlega glákudeginum 6. mars og ég mun örugglega gleyma alþjóðlega svefndeginum sem er 21 mars. Svo er ég alltaf að uppgötva að það sé þessi og hinn kvennadagurinn.
Meira
Medhat Kattab, fulltrúi Nye Alliance í bæjarráði Svendborgar í Danmörku, vill að stúlkum undir 18 ára aldri verði bannað að ganga með höfuðklút í skólum.
Meira
Leiðtogarnir, sem herra Ólafur Ragnar kveðst hafa lært svo mikið af, voru gerspilltir, hygluðu vinum sínum og virtu lögin aðeins eftir hentugleikum, meðan þeir fylltu eigin fjárhirslur með greiðvikni við mjög misvandaða auðjöfra.
Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lyfjalögum í vikunni. Segir hann að tilgangurinn sé meðal annars að efla samkeppni og auka þjónustu við neytendur.
Meira
Vigdís Ylfa Hreinsdóttir hefur náð langt í matreiðslu þrátt fyrir ungan aldur og meðal annars tekið þátt í keppnum erlendis. Vigdís býður lesendum upp á þrjá spennandi rétti.
Meira
Stutt Hraðakstur Sextíu og fimm ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Ásbraut og í Hlíðarbergi í Hafnarfirði í gær og í fyrradag en þar var ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði.
Meira
STUTT Uppþot Hundruð Kosovo-Serba tóku yfir dómhús Sameinuðu þjóðanna í borginni Mitrovica í Kosovo í gær, og drógu serbneska fánann að húni í stað fána SÞ við byggingarnar.
Meira
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ - klukkan 7 á morgnana er mér dröslað niðr'í bæ. Enginn tekur eftir því þó heyrist lítil kvein, því mamma er að vinna en er orðin allt of sein.
Meira
Systkinamót „Fimleikar eru náttúrlega fjölskyldusport en ég veit ekki hvort það er hægt fullyrða það út frá þessu, en það má alveg spyrja sig hvort þetta sé í genunum,“ segir Hrund Þorgeirsdóttir , framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands,...
Meira
Ég held að ég hafi átt með furðulegustu fermingardögum sem til eru. Ég fermdist ári seinna en gengur og gerist, í norsku sjómannakirkjunni í Gautaborg með einum öðrum Íslendingi, Ingþóri Guðmundssyni, sem var í KF Nörd-liðinu á Sýn.
Meira
Einar K. Guðfinnsson segist grjótharður á því að uppboð á tollkvótum sé rétt leið til að úthluta innflutningsheimildum á landbúnaðarvörum. Hlutkesti sé eins og að draga hlutina upp úr hatti...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist sannfærður um að sú uppboðsleið sem nú er farin til að úthluta tollkvótum sé sú eina rétta. „Þetta er takmarkað magn og ég er alveg grjótharður á því að þetta er besta...
Meira
Íshokkílið Detroit Red Wings varð fyrsta liðið til að tryggja sér farseðil í úrslitakeppni NHL þessa leiktíðina eftir sigur á Dallas Stars. Liðið jafnaði ennfremur met í deildinni en þetta er áttunda leiktíð liðsins í röð þar sem það nær hundrað stigum.
Meira
Hér getur að líta mynd úr vídeóverki myndlistarkonunnar Gunnhildar Hauksdóttur sem sýnir í D-sal Listasafns Reykjavíkur um þessar mundir. Þetta er áttunda sýningin í D-sýningaröðinni svokölluðu, en hún var opnuð síðastliðinn fimmtudag og er opin til 27.
Meira
Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar. Langt er síðan verðbólga hefur verið jafnhá.
Meira
Götusmiðjan hefur kynnt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu tillögur að samstarfi um rekstur neyðarathvarfs í Reykjavík og eftirmeðferðarheimilis sem yrði staðsett á Suðurlandi.
Meira
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, varði í gær þá stefnu flokks síns að gera fyrirkomulag fæðingarorlofs í Bretlandi sveigjanlegra en nú er, þannig að feður og mæður geti tekið orlof samtímis.
Meira
-Að um tíma ákvað Frederic Chopin, tónskáld og píanóleikari, að vera aðeins með skegg á annarri hlið andlits sína. „Skiptir engu máli,“ sagði hann. „Áhorfendur sjá aðeins aðra hliðina á andlitinu meðan ég spila á píanóið!
Meira
Þorir út þrátt fyrir svifryk Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi umhverfissviðs borgarinnar, gleðst yfir því að komast í hreina loftið í Biskupstungum um helgina, meðan svifrykið leggst yfir Reykjavík.
Meira
Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona æfir nú á fullu fyrir Eurovision í Serbíu í maí. Þetta er í fjórða skipti sem hún tekur þátt í keppninni. Regína svarar 24 spurningum að þessu...
Meira
Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, hefur unnið að meðferðarmálum í fjórtán ár en segist hafa verið í þeim geira í fimmtíu ár. „Ég fæddist inn í þennan heim, inn á brotið heimili sem einkenndist af heimilisofbeldi og drykkjuskap.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.