Greinar miðvikudaginn 26. mars 2008

Fréttir

26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 138 orð

33 sóttu um sveitarstjórastarfið

ALLS sóttu 33 umsóknir um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar en umsóknarfrestur rann út fyrir rúmri viku. Nýr sveitarstjóri tekur við af Bjarna Kristjánssyni sem gegnt hefur starfinu frá 1998. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Allt er í heiminum hverfult

ALLT lætur undan síga, hvort heldur það er úr flóru landsins eða manngerðir gripir á borð við skipið sem verið var að rífa í frumeindir sínar í slippnum í Hafnarfirði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið fram hjá í gær. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Alvarlegur vatnsskortur á Kýpur

MJÖG alvarlegur vatnsskortur er á Kýpur og hafa yfirvöld á eynni, það er að segja í gríska hlutanum, ákveðið skera vatnsnotkunina niður um 30%. Skömmtunin var ákveðin á neyðarfundi, sem ríkisstjórnin boðaði til ásamt forsetanum, Demetris Christofias. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Aukin kynjasjónarmið í Verzló

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands hefur veitt því athygli að nýkjörin stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands er eingöngu skipuð körlum og af 20 frambjóðendum til stjórnar nemendafélagsins voru aðeins 3 konur. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 578 orð | 1 mynd

„Mikilvægur stuðningur“

SAMTÖK iðnaðarins (SI) tilkynntu í gær um svokallaða vinnustaðakennslustyrki til sex fyrirtækja, tveggja í kjötiðnaði og fjögurra í prentiðnaði. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

„Nú eru tækin til en þá vantar mannskap“

„Á NÍUNDA áratugnum fór fram hér á landi landssöfnun fyrir tæki, svokölluðum heilasírita, til að greina flogaveika einstaklinga sem mögulega gætu farið í skurðaðgerð til útlanda. Það er reyndar komið enn betra tæki síðan. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Breyting á dagskrá Frönsku vikunnar

AF óviðráðanlegum ástæðum verður að aflýsa fyrirlestrum kanadísku blaða- og fræðikonunnar Julie Barlow sem fyrirhugaðir voru í dag, miðvikudag og á morgun, fimmtudag. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bútæknibylting

TÆKNIÞRÓUN í landbúnaði á síðustu öld verður til umfjöllunar í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgáradal annað kvöld. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Byrjað að ryðja fyrir byggð í Reynisvatnsási

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gatna- og holræsagerð í Reynisvatnsási í Grafarholti. Á svæðinu, sem þekur um 10 hektara, eða 100.000 fermetra, er ráðgert að byggja 106 íbúðir og er áætlað að ljúka gatnagerð í október. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 150 orð

Drukkna í skriffinnsku

SVO mikil er skriffinnskan, að félagsráðgjafar hafa lítinn sem engan tíma til að sinna hinu eiginlega viðfangsefni, fólki, sem þarf á aðstoð að halda. Kemur það fram í könnun, sem gerð var í Danmörku. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Ekkert má út af bregða

FRÁGANGURINN á farmi bílsins á myndinni að ofan virðist með öllu óviðunandi. Þetta er mat Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglu, og Ágústs Mogensen, forstöðumanns rannsóknarnefndar umferðarslysa, sem báðir skoðuðu myndina. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 440 orð

Eldgos, gróðurleifar og kláfur á Breiðá

NÝLEGA úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2008. Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð

Endurhæfingarúrræði fyrir öryrkja

UNDIRRITAÐ verður samkomulag um endurhæfingarúrræði fyrir öryrkja, sem er tilraunaverkefni til þriggja ára, en slíkt úrræði hefur ekki áður verið í boði á Vesturlandi. Undirritunin fer fram að Kirkjubraut 1 á Akranesi í dag, 26. mars kl. 15. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð

Erlingskvöld tileinkað pólskri menningu

Reykjanesbær | Hið árlega Erlingskvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni, verður haldið á morgun, fimmudag. Dagskráin fer fram í Bíósal Duushúsa og hefst kl. 20. Dagskráin í ár er tileinkuð pólskri menningu. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð

Farið að lögum í Helguvík

ÁRNI Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og lögfræðilegur ráðgjafi Norðuráls, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður hafi verið í fullum rétti þegar þau gáfu út byggingarleyfi vegna fyrsta áfanga álvers við Helguvík. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Fimmti maðurinn handtekinn vegna Keilufellsmálsins

SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum gerðu húsleit í Röstinni í Reykjanesbæ undir kvöld í gær og handtóku Pólverja sem talinn er tengjast árásarhópnum í Keilufellsmálinu svonefnda. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjörutíu óku of hratt

LÖGREGLAN á Blönduósi hafði afskipti af 40 ökumönnum vegna hraðaksturs í fyrradag og þar af voru 20 teknir á Þverárfjallsvegi, en einn þeirra var tekinn á 140 km hraða. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 680 orð | 1 mynd

Frá S-Afríku í grundfirska bæjarstjórn

Eftir Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði „ÉG hef alltaf haft áhuga á pólitík – ekkert annað var hægt á 8. áratugnum í Suður-Afríku!“ segir Johanna Elizabeth Van Schalkwyk sem fæddist árið 1973 í Suður-Afríku. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 453 orð | 2 myndir

Fyrirtækið er undir hestamönnum komið

Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Hjónin Svala Jónsdóttir og Agnar Jónasson hafa keypt fyrirtækið Helluskeifur ehf. og hafið starfsemi í Stykkishólmi. Fyrirtækið er keypt frá Hellu og höfðu fyrri eigendur rekið Helluskeifur frá árinu 1989. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 189 orð

Geislafræðingar hafa sagt upp

FULLTRÚAR geislafræðinga á myndgreiningarsviði Landspítalans eiga fund með yfirmönnum sviðsins í dag, vegna breytinga á vinnutíma þeirra. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 416 orð | 3 myndir

Geta valið um nokkrar gerðir rafmagnsbíla

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á DÖGUM himinhás olíuverðs hljómar það afar ósennilegt að hægt sé að komast af með aðeins 774 krónur í „eldsneyti“ á mánuði. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Grunur um íkveikju í tveimur húsum í gær

ELDUR kom upp í Waldorfskólanum Sólstöfum við Hraunberg kl. 11 í gær. Barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tilkynning um mikinn reyk en slökkvistarf gekk greiðlega. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hversu barnvænn er skólinn?

GUNNAR E. Finnbogason dósent við Kennaraháskóla Íslands leitast við að svara spurningunni um hversu barnvænn íslenski skólinn og íslenskt samfélag sé, í fyrirlestri sem fer fram í dag, 26. mars, kl. 16, í Bratta, fyrirlestrarsal í Hamri. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 200 orð

Höfuðbeinið sent í rannsókn

HLUTI úr höfuðkúpu sem fannst í Kjósarhreppi á páskadag verður afhentur réttarmeinafræðingi sem mun rannsaka beinið með aðstoð mannfræðings í Sviss og munu fræðingarnir skera endanlega og formlega úr um hvort um mannabein sé að ræða. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 106 orð

Í nógu að snúast á Akranesi

UM 90 verkefni komu til afgreiðslu lögreglunnar á Akranesi í liðinni viku, að því er fram kemur á fréttavef lögreglunnar. Umferðin átti drjúgan þátt í verkefnum lögreglumanna eins og oft áður og voru m.a. 20 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar í Skálholti

HELGINA 28.–30. mars nk. leiðir séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur kyrrðardaga í Skálholti ásamt Kristni Ólasyni rektor þar sem fjallað verður um sorg og sorgarviðbrögð. Allir syrgjendur eru hjartanlega velkomnir. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Landsþing Ungmennaráðs Samfés haldið á Selfossi

HINN 29. mars n.k. heldur ungmennaráð Samfés landsþing sitt. Landsþingið er opið öllum á aldrinum 13–16 ára. Þetta er í annað sinn sem Ungmennaráð heldur landsþing. Í fyrra var þemað „Barn eða fullorðinn“. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð

Leiðrétt

Bakkatjörn en ekki Seltjörn Í Velvakanda 20. mars síðastliðinn var Bakkatjörn rangnefnd Seltjörn. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rangur dómstóll Dómur í grúsardeilu sem fjallað var um í Morgunblaðinu 19. mars sl. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Leyndardómsfullur hugbúnaður á sýningu

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð

Líkamsárásir á Selfossi

NOKKRAR líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Selfossi yfir páskahelgina. M.a. ruddist karlmaður inn í íbúðarhús um miðnætti föstudagsins langa og réðst þar á heimilismann með þeim afleiðingum að hann viðbeinsbrotnaði og hlaut áverka í andliti. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Lýsti áhyggjum vegna Tíbets

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi í gær við Zhang Keyuan, sendiherra Kína á Íslandi, þar sem hún lýsti þungum áhyggjum vegna ástandsins í Tíbet. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Matvörur hækka um allan heim

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is MATARSKORTUR hefur aukist til muna og hækkandi matvöruverð gerir nú vart við sig í flestum löndum heims. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Meira en 100 bílar í einni kös

AÐ minnsta kosti einn maður lét lífið og nokkrir tugir slösuðust í gær er meira en 100 bílar rákust saman á þjóðleiðinni milli Vínar og Salzborgar í Austurríki. Ægði þar öllu saman, einkabifreiðum, stórum flutningabílum og rútum. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Met í leikhúsaðsókn

HVER Íslendingur fór að jafnaði einu sinni til tvisvar í leikhús veturinn 2006-2007. Í frétt sem Hagstofa Íslands birti í gær kemur fram að áætlaður fjöldi leikhúsgesta í fyrra hafi verið um 440 þúsund manns og hafi þá fjölgað um 48 þúsund frá... Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Minjar skemmdar við jarðrask

DÆMI eru um að fornminjum hafi verið raskað við lagningu jarðstrengja, ljósleiðara og annarra lagna, t.d. skólplagna, án þess að Fornleifavernd ríkisins hafi verið kunnugt um að framkvæmdir stæðu fyrir dyrum eða væru hafnar. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Minkur kominn í Fagurey og Elliðaey

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VITAÐ er að minkur er kominn í Elliðaey og Fagurey á Breiðafirði, og grunur leikur á að minkur sé einnig í Bíldsey. Þessar eyjar eru út af Stykkishólmi og hefur tekist að mestu að verja þær síðustu fimm árin. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Mun ógna öryggi sjúklinga

„Þetta mikla álag getur farið að ógna öryggi sjúklinga,“ segir Álfheiður Árnadóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala, um það álag sem starfsfólk spítalans býr við vegna manneklu og útskriftarvanda. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Músík í Mývatnssveit

Mývatnssveit | Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari kom færandi hendi í Dymbilviku með fríðan flokk hljóðfæraleikara og söngkonu. Á skírdag í Skjólbrekku fluttu þau oktett í F–dúr eftir Schubert og einnig sönglög. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 236 orð

Óttast að al-Sadr felli vopnahlé úr gildi

BARDAGAR brutust í gær út í Basra, næststærstu borg Íraks, milli liðsmanna sjítaklerksins Moqtada al-Sadr og íraskra hermanna sem nutu stuðnings bandarískra hermanna. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 296 orð

Parkinsonsveikir orðið fyrir varanlegum skaða

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Píslarganga í blíðviðri við Mývatn

Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Töluvert á annað hundrað manns hóf píslargönguna sem að venju hófst við Hótel Reynihlíð að morgni föstudagsins langa. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 165 orð | 2 myndir

Ræða rannsókn á stjórnun ríkisstofnana

Morgunverðarmálþing fjármálaráðuneytis, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða v. H.Í. kynnir og ræðir lokaniðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stjórnun og starfumhverfi ríkisstofnana, á morgun fimmtudag. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 318 orð

Seðlabanki rennir nýjum stoðum undir krónuna

Eftir Egil Ólafsson og Guðmund Sverri Þór GENGI íslensku krónunnar styrktist verulega í gær í kjölfar tilkynninga Seðlabanka Íslands um verulega hækkun stýrivaxta og breyttar reglur sem miða að því auka lausafé á markaði auk þess sem ríkissjóður mun... Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Setur fjölda fólks í lífshættu

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is UM páskahelgina brunnu á höfuðborgarsvæðinu fimm bílar og er talið líklegt að kveikt hafi verið í þeim öllum. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Sitjum við sama borð

Garður | Góð aðsókn var að hátíðarmessu í Útskálakirkju á skírdag í tilefni af opnun kirkjunnar eftir endurbætur. Messan var með hefðbundnu sniði en biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikaði. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sól mótmælir loftlínum

SÓL í Straumi skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna tilleitan Landsnets um að loftlínur fyrir álver í Helguvík fari í gegnum bæjarlandið. Meira
26. mars 2008 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Steinhengjur í Ástralíu

STEINHENGJURNAR fornu á Englandi hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en brátt munu þær fá nokkra samkeppni og það úr óvæntri átt, frá Ástralíu. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Sterar og töflur í fórum fanga

TVÖ mál hafa komið upp á Litla-Hrauni síðustu daga er varða brot á lyfjalögum. Málin snúast um stera og töflur sem fundust í fórum tveggja fanga. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Stunda prjónaskap og kórsöng þrátt fyrir háan aldur

SYSTKININ þrjú frá Tungu í Fljótshlíð eru öll hátt á tíræðisaldri og búa nú öll á sömu torfunni. Systurnar Þórunn og Sigríður búa á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og beint á móti heimilinu í sömu götu býr Oddgeir ásamt konu sinni Guðfinnu. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Tjáningin öðruvísi

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Hér í Reykjanesbæ er að koma fram allt önnur tjáning á strigann en í Reykjavík. Ég er bæði að sjá tilvitnanir í atvinnuna sem Íslendingar stunduðu á Vellinum og líka um afkomendur Ameríkananna. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 459 orð

Urðu fyrir varanlegum skaða

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MEÐFERÐ sjúkdóms á borð við Parkinson er langtímaverkefni en ekki bráðameðferð. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 365 orð

Útlit fyrir að olíuverðið haldist hátt á næstunni

„ÞAÐ VÆRI mjög gott ef krónan myndi styrkjast. Hún er náttúrulega bara dropi í hafið á móti þessum stóru gjaldmiðlum,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, um áhrif gengisins á olíuverðið. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Vaðfuglar og votlendi

DR. Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Háskólaseturs í Snæfellsbæ mun flytja fyrirlestur í dag um vaðfugla og votlendi. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Vantar stíflueyði á LSH

„ÞAÐ sem lýst er þarna á við um okkur öll,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, um fréttaskýringu Morgunblaðsins í gær um áhrif manneklu og útskriftarvanda Landspítala á þjónustu við sjúklinga. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Vextir hækka um 125 punkta

Verðbólguvæntingar eru meiri en spáð var. Eftirspurn í hagkerfinu er sömuleiðis meiri en búist var við. Þá hefur gengi krónunnar lækkað töluvert meira en reiknað var með. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Þjónustan versnað vegna manneklu

„Það vantar miklu meiri þjónustu við alla okkar sjúklingahópa,“ sagði Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugadeild LSH í Morgunblaðinu í gær. Sagði hann þjónustu við Parkinsonsveika „klárlega“ hafa vernsað. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 93 orð

Þrjú fíkniefnamál á Ísafirði

ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á Ísafirði um helgina þar sem hald var lagt á fíkniefni í neysluskömmtum. Í einu málinu fannst nokkuð af fíkniefnum á farþega sem var að koma með flugi frá Reykjavík. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Þrjú systkini á tíræðisaldri

SYSTKININ þrjú frá Tungu í Fljótshlíð, Þórunn, Sigríður og Oddgeir Guðjónsbörn, eru öll hátt á tíræðisaldri, en þau búa nú öll á sömu torfunni. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Ætlað að styðja við gengið

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MEGINTILGANGUR Seðlabankans með því að hækka stýrivexti nú er að styðja við gengi krónunnar, en 30% gengislækkun á 12 vikum hefði að óbreyttu leitt til mikillar verðbólgu. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

Ætluðu að ljúka tvöföldun við Vogaveg í fyrrasumar

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁÆTLANIR Jarðvéla ehf. gerðu ráð fyrir að lokið yrði við að tvöfalda Reykjanesbraut við veginn að Vogum í lok ágúst í fyrra. Rekstur Jarðvéla fór hins vegar í þrot og framkvæmdir hafa legið niðri svo mánuðum skiptir. Meira
26. mars 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ökuhraði mældur víða í Kópavogi

Í NÆSTA mánuði mun lögreglan mæla hraða með myndavélabúnaði í ómerktri lögreglubifreið víða í hverfum og á stofnbrautum í Kópavogi. Mælingarnar fara fram dagana 3. apríl til og með 11. apríl. Meira

Ritstjórnargreinar

26. mars 2008 | Leiðarar | 872 orð

Bylmingshögg

Segja má, að Seðlabankinn hafi barið bylmingshögg í þjóðarborðið með ákvörðun sinni í gærmorgun um umtalsverða hækkun stýrivaxta. Meira
26. mars 2008 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Í þágu hverra?

Fyrir nokkrum vikum var vikið að því hér í Morgunblaðinu að tímabært væri að svokallaðir hagsmunaverðir þyrftu að skrá sig hjá opinberum aðilum og láta þess getið hverjir umbjóðendur þeirra væru. Meira

Menning

26. mars 2008 | Myndlist | 229 orð | 1 mynd

„Í háum gæðaflokki“

THE ARMORY Show, alþjóðleg kaupstefna með nýja myndlist í New York, opnar fyrir fjölmiðlamenn og safnara í dag. Er þetta ein helsta kaupstefnan með myndlist og er áherslan alfarið á það sem kalla má nýjast í listheiminum. Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 185 orð | 1 mynd

Björk með tónleika í Ísrael

BJÖRK Guðmundsdóttir mun halda tónleika í Ísrael hinn 31. júlí næstkomandi, að því er fram kemur á fréttavefnum Jerusalem Post . Meira
26. mars 2008 | Leiklist | 334 orð

Breytt landslag í sviðslistum

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ER þetta ekki frábært?“ svarar Aino Freyja Järvelä, formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa, innt viðbragða við frétt Hagstofu Íslands í gær um hagtölur leikhúsanna í landinu starfsárið 2006-2007. Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Bubbi og gítarinn í Austurbæ í apríl

* Bubbi Morthens heldur tónleika í Austurbæ fimmtudaginn 3. apríl nk. kl. 21. Á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni, s.s. klassískir Bubba-tónleikar, Bubbi og gítarinn. Ný plata er svo væntanleg frá kónginum 6. Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 435 orð | 1 mynd

Dauðans alvara

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SKILGREININGAR eru hvergi jafn nákvæmar og í þunga/harðkjarnarokki og dans/raftónlist, þessum ofsavirku og einkar frjósömu neðanjarðarsenum. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Drottning lýtalækninganna

SHARON Osbourne hefur verið útnefnd drottning lýtalækninganna og þykja þær lagfæringar sem hún hefur látið gera á útliti sínu einkar vel heppnaðar. Meira
26. mars 2008 | Kvikmyndir | 223 orð | 2 myndir

Fíllinn vinalegi fikrar sig upp í efsta sætið

TEIKNIMYNDIN um vinalega fílinn Horton skaust upp í annað sætið fyrstu vikuna á Bíólistanum, en er nú búin að fikra sig upp í efsta sætið. Meira
26. mars 2008 | Kvikmyndir | 122 orð | 1 mynd

Fjöllistamaður á ferð

Leikstjórar: Joseph Marzolla & Tómas Lemarquis. Aðalpersóna: Ketill Larsen. 20 mín. Ísland. 2008. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Hvað varð um mýragyðjurnar?

Á MORGUN kl. 17.15 talar Terry Gunnell um Gyðjurnar í mýrunum í erindi sem fjallar um tengsl norrænna gyðja við mýri og vötn, og af hverju mýrarfórnir í Skandinavíu virðast hafa horfið um 500 eftir Krist. Meira
26. mars 2008 | Bókmenntir | 337 orð | 2 myndir

Kerfið mikla

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
26. mars 2008 | Myndlist | 219 orð | 1 mynd

Lauder gefur Whitney 10 milljarða

LEONARD A. Lauder snyrtivöruframleiðandi, stjórnarformaður Whitney Museum of American Art í New York, hefur tilkynnt að hann muni gefa safninu 131 milljón dala, tæpa tíu milljarða króna. Er það stærsta gjöf sem safninu hefur borist í 77 ára sögu þess. Meira
26. mars 2008 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Með puttann á púlsinum

Útvarpshlustun ljósvaka dagsins er að miklu leyti bundin við bílferðir, ferðir til og frá vinnustað og annan akstur milli áfangastaða. Meira
26. mars 2008 | Bókmenntir | 71 orð

Metsölulistar»

New York Times1. Change of Heart - Jodi Picoult 2. The Appeal - John Grisham 3. Remember Me? - Sophie Kinsella 4. 7th Heaven - James Patterson 5. Killer Heat - Linda Fairstein 6. A Prisoner of Birth - Jeffrey Archer 7. Lush Life - Meira
26. mars 2008 | Myndlist | 219 orð

Niðurnjörvuð náttúra

Til 27. apríl. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur ókeypis. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Semur myndasögu

ÁSTRALSKI leikarinn Hugh Jackman hefur samið við fyrirtækið Virgin Comics um að skrifa teiknimyndasögusyrpu sem nefnist „Nowhere Man“, eða „Hvergi-maður“, með Marc Guggenheim. Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Silfurkvintettinn heiðrar djassmann

NÆSTU tónleikar Jazzklúbbsins Múlans verða annað kvöld, á Domo. Silver kvintett leikur, en hann sérhæfir sig í að leika tónlist píanóleikarans og tónskáldsins síunga Horace Silver, en hann verður áttræður á árinu. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 839 orð | 6 myndir

Skiptar skoðanir á Mannaveiðum

Smart og vel skipað í hlutverk „ÉG beið spennt, búin að koma barninu inn í rúm og allt til þess að geta fylgst með hverju orði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og þingmaður. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Skottulæknir skaðaði Presley

PRISCILLA Presley, ekkja Elvis Presley, þurfti að fara í aðgerð vegna andlitsskaða sem hún hlaut eftir að húðsjúkdómalæknir sprautaði í hana efni árið 2003 sem virka átti líkt og Botox, og að hans sögn betur, en reyndist ólöglegt og skaðlegt. Meira
26. mars 2008 | Menningarlíf | 523 orð | 2 myndir

Skyttur í skotmáli

Er þetta ekki dæmigert íslenskt morð'... Subbulegt, tilgangslaust og framið án þess að gerð sé tilraun til að leyna því...“ (Úr Mýrinni eftir Arnald Indriðason). Meira
26. mars 2008 | Bókmenntir | 265 orð | 1 mynd

Skæld þrenning

Hunting and Gathering eftir Önnu Gavalda. Riverhead Books gefur út. 496 bls.kilja. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Spears slær áhorfsmet

ÁHORFSMET á gamanþáttinn How I met Your Mother var slegið í Bandaríkjunum í fyrradag og ástæðan mun vera sú að Britney Spears lék í þættinum. Spears brá sér í hlutverk einkaritara sem sækir allan sinn fróðleik í sjálfshjálparbækur. Meira
26. mars 2008 | Kvikmyndir | 79 orð | 1 mynd

Stuttmyndadagar auglýsa skilafrest

STUTTMYNDADAGAR 2008 verða í Kringlubíói 29. maí. Veitt verða verðlaun fyrir bestu stuttmyndina að verðmæti 100.000 kr, 75.000 fyrir annað sætið og 50.000 fyrir þriðja sætið. Meira
26. mars 2008 | Fólk í fréttum | 29 orð

Sveigjanlegur ráðningartími, sanngjörn laun

* Jaðabókaútgáfan og ungskáldafélagið Nýhil leitar nú framkvæmdastjóra í 20-25% hlutastarf. Vinnu- og ráðningartími er sveigjanlegur og laun „sanngjörn“. Í umsókn má gjarnan vera ljóð. Ómótstæðilegt tækifæri í... Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 918 orð | 1 mynd

Tregir til trega

Blúshátíð í Reykjavík, Hilton Reykjavík Nordica, 19. mars 2008. Nordic All Stars Blues Band Bláir Skuggar The Yardbirds Meira
26. mars 2008 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Vinsæll á Balí, í Kosovo og Litháen

* Tónlistarmaðurinn BMV gerir það aldeilis gott þessa dagana með lagi sínu „Endlessly“, en það er í 26. sæti yfir vinsælustu lögin á Balí á útvarpsstöðinni Phoenix Radio sem ku vera sú heitasta á eyjunni. Meira
26. mars 2008 | Kvikmyndir | 370 orð | 1 mynd

Ævintýri í ljósálfalandi

Leikstjórn: Mark Waters. Aðalhlutverk: Freddy Highmore, Sarah Bolger, David Strathairn, Seth Rogen, Martin Short, Mary Louise Parker, Andrew McCarthy, Nick Nolte. 97 mín. Bandaríkin. Meira

Umræðan

26. mars 2008 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar vex enn

Þorsteinn Hilmarsson svarar grein Álfheiðar Ingadóttur: "Glöggir menn sjá að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hefur aukist enn frá matinu í skýrslu iðnaðarráðherra sem sýndi þó meiri arðsemi en nokkru sinni áður" Meira
26. mars 2008 | Blogg | 77 orð | 1 mynd

Ásgerður Jóna Flosadóttir | 25. mars Nafnaleynd á blogginu – Hvers...

Ásgerður Jóna Flosadóttir | 25. mars Nafnaleynd á blogginu – Hvers vegna? Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna mbl.is leyfir einstaklingum að blogga undir nafnleynd. Ég tel slíkt mjög óeðlilegt. Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Björgum Vestfjörðum

Jakob Kristinsson skrifar um fríríkið Vestfirði: "Vestfirðir geta staðið á eigin fótum, ef þeir fá frið og ættu að fá að stofna sjálfstæða Vestfirði sem nýtt sjálfstjórnarsvæði innan Íslands." Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Er líf bifhjólafólks minna virði?

Óskar Páll Þorgilsson skrifar um hættu sem bifhjólafólki stafar af víravegriðum: "Erlendis hefur mikil umræða verið vegna víravegriða en þar hafa orðið slys þar sem bifhjólafólk hefur skorist í tvennt eftir að hafa lent á þeim." Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Fjörutíu ára afmæli Félags eldri borgara í Hafnarfirði

Sigurður Hallgrímsson fjallar um starf eldri borgara í Hafnarfirði í fjóra áratugi: "Sköttum á að létta af öldruðu fólki. Það þarf að reisa heimili fyrir aldraða í Hafnarfirði. Það vantar tómstundastarf í bæinn fyrir aldraða." Meira
26. mars 2008 | Blogg | 328 orð | 1 mynd

Helga Sigrún Harðardóttir | 25. mars Oft var þörf... Í stjórnkerfinu...

Helga Sigrún Harðardóttir | 25. mars Oft var þörf... Í stjórnkerfinu ætti að vera til n.k. Meira
26. mars 2008 | Bréf til blaðsins | 818 orð

Hugleiðingar um ES

Frá Lúðvík Vilhjálmssyni: "AÐILD Íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu er enn og aftur ofarlega í huga manna sem telja sig hagsmuni eiga að verja. Athafnamenn sem hafa verið í landvinningum á undanförnum árum heimta nýjan gjaldmiðil enda er krónan þeim einskis nýt." Meira
26. mars 2008 | Bréf til blaðsins | 559 orð

Hugleiðingar um vegagerð á Austurlandi

Frá Aðalsteini Valdimarssyni: "Á LIÐNUM mánuðum hefur borið mikið á umræðu um nýjar framkvæmdir í vegamálum." Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Listamannalaun

Ágúst Guðmundsson skrifar um listamannalaun: "Hér er ekki um styrki að ræða, heldur laun. Launin eru fyrir ákveðin verkefni sem valin eru af kostgæfni af fagfólki." Meira
26. mars 2008 | Blogg | 66 orð | 1 mynd

María Kristjánsdóttir | 25. mars 2008 Nesti fyrir Björn Bjarnason...

María Kristjánsdóttir | 25. mars 2008 Nesti fyrir Björn Bjarnason Eduardo Galiano heitir skáld frá Uruquay. Hann hefur aðrar skoðanir á Milton Friedman en David Mamet. Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Tölum jákvætt, það er léttara

Bergþór G. Böðvarsson skrifar um fordóma gegn geðsjúkum: "Það að tala um heilbrigði frekar en veikindi er vænlegra til að styrkja og hjálpa manneskjunni til að taka ábyrgð á sjálfri sér og virkan þátt í sínum bataferli." Meira
26. mars 2008 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Um umhverfismat og byggingaleyfi álvers við Helguvík

Árni Vilhjálmsson skrifar um byggingu álvers við Helguvík: "Sjónarmið Norðuráls hefur verið að ákvörðun um að beita ekki heimildinni sæti ekki kæru og þess vegna eigi að vísa kærunni frá." Meira
26. mars 2008 | Velvakandi | 372 orð | 1 mynd

velvakandi

Minning um vin HUNDURINN Ares lést í svefni mánudaginn 17. mars sl. Honum var gotið 1. desember 1994 að mér óþekktum bæ í nágrenni Hvolsvallar. Móðirin var einstæð Collí tík. Meira

Minningargreinar

26. mars 2008 | Minningargreinar | 1443 orð | 1 mynd

Ágústa Olsen

Ágústa Olsen fæddist í Hafnarfirði 22. september 1934. Hún lést á blóðmeinadeild Landspítalans 10. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2008 | Minningargreinar | 1460 orð | 1 mynd

Björgvin Anton Jónsson

Björgvin Anton Jónsson fæddist í Hafnarfirði hinn 11. ágúst 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði hinn 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, kenndur við Skollagróf, f. 12. ágúst 1879, d. 26. okt. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2008 | Minningargreinar | 387 orð | 1 mynd

Björn Elías Ingimarsson

Björn Elías Ingimarsson fæddist í Hnífsdal 12. ágúst 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 9. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju 15. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2008 | Minningargreinar | 1427 orð | 1 mynd

Inga Sigríður Kristjánsdóttir

Inga Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Hrútsholti í Eyjahreppi 30. júní 1919, en ólst upp á Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Björnsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2008 | Minningargreinar | 222 orð | 1 mynd

Ragnar Halldórsson

Ragnar Halldórsson fæddist í Reykjavík 25. október 1936. Hann andaðist í Víðinesi mánudaginn 25. febrúar síðastliðinn. Útför Ragnars fór fram frá Kirkju Óháða safnaðarins 3. mars sl. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2008 | Minningargreinar | 1129 orð | 1 mynd

Sigurður Pálsson

Sigurður Pálsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 14. september 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Daðey Gísladóttir húsmóðir, f. 17.1. 1908, d. 3.7. 1981 og Páll Jónsson skipstjóri, f. 12.12. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

26. mars 2008 | Sjávarútvegur | 283 orð | 1 mynd

Góður kolmunnatúr

HÁKON EA gerði mjög góðan kolmunnatúr fyrir páskana. Hann kom þá til löndunar í Neskaupstað með 700 tonn af heilfrystum kolmunna og 1.300 tonn í bræðslu. Aflaverðmæti rúmlega 45 milljónir króna. Meira
26. mars 2008 | Sjávarútvegur | 431 orð | 2 myndir

Mikið af þorski á slóðinni

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er nóg af þorski að fá, það er bara spurningin hvort menn vilja taka hann eða mega það. Það eru reyndar bara tveir bátar eftir hér á netum, en þeir eru að fá um tonn í trossuna. Meira

Viðskipti

26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Áhyggjur af Íslandi aukast

SKYNDILEG og óvænt hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum sínum í gær hefur aukið áhyggjur manna af því að Ísland gæti orðið fyrsta landið til að fara illa út úr þeim erfiðleikum sem nú eru á fjármálamörkuðum heimsins. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 91 orð | 1 mynd

Galdur samdi við Prentun.com

PRENTSMIÐJAN Galdur á Höfn í Hornafirði hefur gengið til samstarfs við Prentun.com og munu viðskiptavinir Galdurs nú geta nýtt sér þá þjónustu og framleiðslu sem Prentun.com hefur á boðstólum, að því er segir í tilkynningu. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Geta sérfræðingar spáð?

HELGI Tómasson, kennari í hagrannsóknum og tölfræði í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, flytur erindi í dag um sögu hagrannsókna undir yfirskriftinni: Geta verðbréfasérfræðingar spáð? Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Hleðslutæki frá Strax verðlaunað

HLEÐSLUTÆKI frá farsíma aukahlutafyrirtækinu Strax var fyrir nokkru valið uppfinning ársins á farsímahátíð í London, The Mobile News Awards. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Með 24% í Skiptum

KAUPÞING á tæplega 1,8 milljónir hluta í Skiptum, móðurfélagi Símans, eða liðlega 24% af heildarhlutafé Skipta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skiptum. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 252 orð | 2 myndir

Mesta hækkun frá upphafi hér á landi

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉF í kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkuðu almennt mikið í verði í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,16% og er það mesta hækkun á einum degi frá því kauphallarviðskipti með hlutabréf hófust hér á... Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Mikil viðskipti utanþings í gær

FYRIR opnun hlutabréfamarkaðar hér á landi í gær voru viðskipti með bréf Kaupþings fyrir 3,6 milljarða króna. Þá voru skráð utanþingsviðskipti fyrir opnun markaðar með bréf í Glitni fyrir 868 milljónir. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Minni bjartsýni vestanhafs

HELSTU hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Bandaríkjunum lækkuðu við opnun markaða í gær eftir nokkra hækkun daginn áður. Meira
26. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Sigurður Helgason áfram í stjórn Finnair

SIGURÐUR Helgason, fv. forstjóri Flugleiða , er áfram í kjöri í stjórn flugfélagsins Finnair , en aðalfundur þess fer fram á morgun. Meira

Daglegt líf

26. mars 2008 | Daglegt líf | 224 orð

Af dauða og djöflinum

Það hafa fleiri dáið en Kristur,“ sagði Stefán Þ. Þorláksson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri, er hann rifjaði upp í aðdraganda páska að „Matthías Jochumsson drap djöfulinn í íslenskri þjóðkirkju. Meira
26. mars 2008 | Daglegt líf | 131 orð | 1 mynd

Greiningin er oft léttir fyrir sjúklinginn

LÆKNAR eru oft hikandi við að tilkynna sjúklingum sínum að líkur séu á að þeir þjáist af Alzheimers-sjúkdóminum eða séu fórnarlömb annarra elliglapa af ótta við viðbrögð skjólstæðinga sinna. Meira
26. mars 2008 | Daglegt líf | 578 orð | 1 mynd

Meiri ávexti og grænmeti – heilsunnar vegna!

Rífleg neysla grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameina, sykursýki af gerð 2 og offitu. Meira
26. mars 2008 | Daglegt líf | 878 orð | 2 myndir

Strákar og stelpur hafa mismikla trú á sjálfum sér

Unglingsstrákar þykjast færir í flestan sjó en unglingsstúlkur eru ekki jafnsannfærðar um eigið ágæti. Náms- og starfsráðgjafinn Sigríður Bílddal sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur frá áhyggjum sínum af jafnréttinu ef þetta mynstur héldist upp alla aldursflokka. Meira
26. mars 2008 | Daglegt líf | 207 orð | 1 mynd

Streita foreldra slæm fyrir heilsu barnanna

Foreldrar sem lifa mjög streituþrungnu lífi hafa ekki síður áhrif á ónæmiskerfi barna sinna en sitt eigið. Meira

Fastir þættir

26. mars 2008 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

60 ára afmæli. Í gær, 25. mars, varð sextugur Leó E. Löve...

60 ára afmæli. Í gær, 25. mars, varð sextugur Leó E. Löve hæstaréttarlögmaður, Kringlunni 35, Reykjavík. Leó er staddur á Kanaríeyjum yfir páskana en biður fyrir kveðjur til ættingja og vina um allt... Meira
26. mars 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Baldvin Jóhannsson varð sjötugur 24. mars síðastaliðinn...

70 ára afmæli. Baldvin Jóhannsson varð sjötugur 24. mars síðastaliðinn. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í golfskála Keilis föstudaginn 28. mars frá kl... Meira
26. mars 2008 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Í gær, 25. mars, varð sjötugur Jökull Arngeir Guðmundsson...

70 ára afmæli. Í gær, 25. mars, varð sjötugur Jökull Arngeir Guðmundsson málmiðnaðarmaður með meiru. Hann er til heimilis að Skarðshlíð 13e á... Meira
26. mars 2008 | Fastir þættir | 160 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Umfeðmingsbragð. Norður &spade;G7 &heart;107 ⋄KDG872 &klubs;Á94 Vestur Austur &spade;D8 &spade;542 &heart;K852 &heart;ÁG63 ⋄953 ⋄1064 &klubs;D765 &klubs;K108 Suður &spade;ÁK10963 &heart;D94 ⋄Á &klubs;G32 Suður spilar 4&spade;. Meira
26. mars 2008 | Í dag | 72 orð | 1 mynd

Góðir vinir

GEORGE W. Bush kann vel við páskakanínuna svonefndu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í fyrradag við Hvíta húsið. Þar fór fram árlegt eggjakapphlaup sem löng hefð er fyrir við forseta-bústaðinn, það fyrsta haldið 1878. Meira
26. mars 2008 | Í dag | 348 orð | 1 mynd

Nýstárleg efnistök í íslensku

Steingrímur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1951. Hann lauk B.A.- prófi í íslensku og sögu frá HÍ 1979 og M.Sc.-gráðu í kennslufræðum frá Edinborgarháskóla 2001. Meira
26. mars 2008 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim...

Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38. Meira
26. mars 2008 | Fastir þættir | 64 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp á opna Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu. Ítalska undrabarnið og stórmeistarinn Fabiano Caruano (2598) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Ketevan Arakhamia Grant (2457) frá Skotlandi. 47. De7! Meira
26. mars 2008 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Síðustu forvöð eru að skoða Náttúrugripasafnið sem senn verður lokað. Hver er forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar? 2 Leikhúsið 540 Gólf hyggur í leikferð til Bretlands með íslenskt forvarnarleikrit. Hvað heitir það? Meira
26. mars 2008 | Fastir þættir | 385 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji tók upp á því nú á gamalsaldri að bregða sér á svigskíði í fyrsta sinn á ævinni. Meira

Íþróttir

26. mars 2008 | Íþróttir | 105 orð

Árni ekki löglegur

ÁRNI Gautur Arason náði ekki að leika sinn fyrsta leik í suður-afrísku knattspyrnunni um helgina eins og til stóð. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 632 orð | 1 mynd

„Ég þakkaði bara fyrir mig og skaut“

ÞÆR skildu mig eftir til að taka skotin svo ég þakkaði bara fyrir mig og skaut,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem skoraði 13 mikilvæg stig í lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða og náði þannig að hrista Grindvíkinga af sér og tryggja... Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 424 orð

„Fá og einföld skilaboð“

„HLUTVERKIÐ er að búa til lið sem getur spilað eftir okkar höfði og eftir okkar áherslum. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

„Þurfum að fara varlega með Gylfa“

MONS Ivar Mjelde, þjálfari Noregsmeistara Brann í knattspyrnu, segir að þó hann hafi teflt Gylfa Einarssyni fram í byrjunarliði félagsins í undanförnum leikjum sé alls ekki víst að hann verði þar þegar keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst um næstu... Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 86 orð

Beckham leikur 100. leikinn

DAVID Beckham verður í kvöld fimmti knattspyrnumaðurinn í sögunni til að leika 100 leiki fyrir landslið Englands. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 426 orð | 1 mynd

Capello lætur Rio Ferdinand fá fyrirliðabandið

FABIO Capello, landsliðsþjálfari Englands, ákvað í gær að láta Rio Ferdinand, miðvörð Manchester United, fá fyrirliðabandið fyrir vináttuleik Englendinga gegn Frökkum á Stade de France í París í kvöld. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Einn nýliði í landsliðinu í badminton

ÁRNI Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í badminton, tilkynnti í gær hvaða átta leikmenn hann hefði valið til keppni á Evrópumótinu í Danmörku 12.–20. apríl en Ísland vann sér á síðasta ári keppnisrétt í flokki A-þjóða. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Eyjólfur missir af byrjuninni

EYJÓLFUR Héðinsson, knattspyrnumaður hjá GAIS í Svíþjóð, missir af byrjun keppnistímabilsins þar í landi vegna veikinda. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 335 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Grétar Rafn Steinsson var valinn í úrvalslið 31. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá sjónvarpsstöðinni Sky . Grétar Rafn lék mjög vel með Bolton gegn Manchester City á laugardaginn og átti m.a. skalla í þverslá. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 404 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 6 þegar liðið vann Melsungen , 42:33, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sverre Jakobsson lék í vörn Gummersbach en skoraði ekki. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 139 orð

Fullt hús stiga í Rúmeníu

KVENNALANDSLIÐIÐ í íshokkí hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í 4. deild heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir í Rúmeníu. Ísland vann Rúmeníu á páskadag, 4:3, og Tyrkland í fyrradag, 9:0. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 109 orð

Fyrsti úrslitaleikur SA og SR

FYRSTI úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí fer fram í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri. Leikur liðanna hefst klukkan 19. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Get loks sagt hvað við lögðum upp með

„ÉG get sagt frá því núna hvað við lögðum upp með,“ sagði Jóhannes Árnason, þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, eftir sigur á Grindavík í Vesturbænum í gærkvöldi. KR mætir því Keflavík í úrslitaleikjunum. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 158 orð

Ísland í 12. sæti í Evrópu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið upp í 19. sætið á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem birtur var fyrir helgina. Ísland hefur um langt skeið setið í 21. sætinu en lyfti sér nú uppfyrir Tékkland og Spán. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 393 orð | 2 myndir

Kristján fimmti fyrirliði Ólafs

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is KRISTJÁN Örn Sigurðsson, varnarmaður Brann í Noregi, verður fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í fyrsta skipti í kvöld þegar liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik í Zlaté Moravce. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 325 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Grindavík 83:69 DHL-höllin, Íslandsmót...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Grindavík 83:69 DHL-höllin, Íslandsmót kvenna, undanúrslit, oddaleikur, þriðjudaginn 25. mars 2008. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Slóvakarnir koma víðs vegar að

JAN Kocian, landsliðsþjálfari Slóvaka í knattspyrnu, tilkynnti í gærmorgun endanlegan 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í Zlaté Moravce í kvöld. Meira
26. mars 2008 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Sverre til liðs við HK-inga

SVERRE Jakobsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Gummersbach í Þýskalandi, mun leika með úrvalsdeildarliði HK næsta vetur. Meira

Annað

26. mars 2008 | 24 stundir | 523 orð | 1 mynd

15% hækkun á matarkörfunni

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Það er unnið að ýmsu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem verður kynnt þegar þar að kemur,“ segir Björgvin G. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

83,7% verðmunur á hálfum lítra af kóki

Að þessu sinni könnuðu Neytendasamtökin verð á 0,5 lítra plastflöskum af kóki. Reyndist hæsta verð vera 83,7% hærra en það lægsta eða 77 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 238 orð | 1 mynd

Að missa til að fá

Mótsagnir leynast í málsháttum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ gæti þýtt „Enginn veit hvað hann fær fyrr en misst hefur“. Tökum bílaeign sem dæmi. Bílar eru komnir til að vera og nokkrir eru mikilvægir s.s. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 365 orð | 1 mynd

Að vinna bug á tilfinningum með mat

Í erli hversdagsins kannast margir við það að grípa súkkulaðistykki eða aðra óhollustu til þess eins að slá á helsta stressið og finna fyrir einhvers konar vellíðan. Þessi vellíðan lætur þó eftir sér bíða og þess í stað lætur sektarkenndina á sér kræla. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 20 orð

Afmæli í dag

Robert Frost skáld, 1874 Tennessee Williams leikritahöfundur, 1911 Diana Ross söngkona, 1944 Erica Jong rithöfundur, 1942 Patrick Süskind rithöfundur, 1949 Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Aukin áhersla á kjarnorku

Búist er við að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti nái samkomulagi síðar í vikunni og muni lýsa yfir stuðningi við frekari nýtingu kjarnorku og samvinnu í innflytjenda-, varnar- og efnahagsmálum. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 589 orð | 1 mynd

Á fyrsta farrými

Tveir menn ræddu ástand efnahagslífsins. Annar sagði: „Við siglum beint til helvítis.“ „Já,“ sagði hinn, „en við siglum á fyrsta farrými. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Áhyggjufull vegna Tíbets

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti í gær þungum áhyggjum vegna ástandsins í Tíbet við Zhang Keyuan, sendiherra Kína. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 100 orð | 1 mynd

Ástand og viðhald bílsins

Ástand og viðhald bílsins skiptir máli þegar rekstrarkostnaður er annars vegar. Mikilvægt er að hafa réttan loftþrýsting í hjólbörðum. Rangur loftþrýstingur getur haft í för með sér allt að 10% meiri eldsneytiseyðslu. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Átakið Karlar og krabbamein

Karlmenn og krabbamein er yfirskrift átaks Krabbameinsfélags Íslands. Af því tilefni hefur verið opnuð vefsíðan: www.karlmennogkrabbamein. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Áætlun að árangri

Öll höfum við sett okkur einhver markmið en oftar en ekki er erfitt að standa við þau. Staðreyndin er sú að nauðsynlegt er að breyta einhverju til að fá eitthvað. Til dæmis er ekki hægt að léttast með því að borða eins og áður. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 252 orð | 1 mynd

Bananar bæta almenna líðan

Bananar eru ríkir af trefjum og næringarefnum ásamt því sem þeir eru góðir orkugjafar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tveir bananar gefi líkamanum næga orku til þess að halda út krefjandi líkamsrækt í 90 mínútur. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Bannað að spara í Kringlunni?

„Þarna er stór banki að hindra að við náum til fólks sem vill greiða lán sín hraðar,“ segir talsmaður Sparnaðar sem segir Kringluna hafa úthýst sér vegna þrýstings frá... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 325 orð | 1 mynd

Bannað að spara í Kringlunni?

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Við gerðum árssamning við Kringluna í október um aðstöðu hjá þeim, en svo fengum við allt í einu tölvupóst þar sem samningnum við okkur var sagt upp án frekari skýringa.“ Þetta segir Gestur B. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 265 orð | 1 mynd

Baráttan hafin utan vallar

Harðar deilur eiga sér nú stað milli Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar vegna nýs leikmanns sem sunnanmenn hyggjast tefla fram í úrslitakeppninni í íshokkíi sem hefst í kvöld og var fundað í stjórn Íshokkísambandsins vegna málsins langt... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 315 orð | 1 mynd

„Grenjavæðing“ miðborgarinnar

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 42 orð

„Vegakerfið [á Vestfjörðum] er eins og æðakerfi í áttræðum...

„Vegakerfið [á Vestfjörðum] er eins og æðakerfi í áttræðum offitusjúklingi sem hefur reykt filterslausan Camel frá fermingu. LÍFSHÆTTULEGT. Hvað er eiginlega málið með alla þessa mjóu malarvegi? Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 47 orð

„Það styttist sem betur fer í að Bush fari frá völdum, þessi...

„Það styttist sem betur fer í að Bush fari frá völdum, þessi alversti forseti í sögu Bandaríkjanna (og er þá viðbjóðurinn Nixon ekki undanskilinn). Ég finn að það er farið að létta á sálarangist margra og vorvindar glaðir farnir að blása á ný. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 75 orð

Bílinn má nýta betur

Ein leið til að draga úr útgjöldum vegna reksturs heimilisbílsins er einfaldlega að nota hann minna eða betur. Hver og einn þarf að meta eigin ferðavenjur og athuga hvort gera megi einhverjar breytingar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Dagsformið „Sumt var ágætt og annað miður eins og gengur og...

Dagsformið „Sumt var ágætt og annað miður eins og gengur og gerist,“ segir Örn Arnarson sundkappi, en íslenska landsliðið í sundi kom heim í gær frá Evrópumótinu í 50m laug. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 20 orð

Doktor Dauði vill komast á þing

Jack Kevorkian, sem talið er að hafi hjálpað um 130 manns að deyja, ætlar að bjóða sig fram til... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 342 orð | 1 mynd

Doktor Dauði vill komast á þing

Dr. Jack Kevorkian hyggst bjóða sig fram til Bandaríkjaþings þar sem hann hyggst meðal annars berjast fyrir lögleiðingu líknardrápa. Talið er að hann hafi hjálpað um 130 manns að deyja. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 102 orð | 1 mynd

Einkenni sem þarf að athuga:

Horfur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi eru almennt góðar. Á vefsíðunni www.karlarogkrabbamein.is eru upplýsingar um þau einkenni sem karlar þurfa að vera vakandi fyrir og geta verið merki um krabbamein. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 122 orð | 1 mynd

Ekið sparlega og af skynsemi

Með því að aka skynsamlega og forðast öfgar geta menn dregið úr óþarfa eldsneytiseyðslu. Mikilvægt er að koma bílnum í hæsta mögulega gír sem fyrst og aka á jöfnum og góðum hraða. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Eldur kom upp í Waldorfskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsnæði Waldorfskólans í Hraunbergi í Breiðholti í morgun. Að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu barst þeim tilkynning um mikinn reyk en slökkvistarf gekk fljótt og vel, og var skólinn svo reykræstur. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 240 orð | 1 mynd

Eru líklegri til að veikjast

Einstaklingar sem búa við mikla streitu eru líklegri til þess að veikjast en hinir sem búa við minni streitu. Börn foreldra sem lifa annasömu og streituvaldandi lífi eru einnig líklegri til þess að veikjast en börn minna stressaðra foreldra. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Él austanlands

Austan 5-10 m/s. Él austantil, en annars skýjað og að mestu þurrt. Frost 0 til 8 stig, en hiti kringum frostmark... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

Él sunnanlands

Austan 5-10 m/s, en heldur hvassari með suðurströndinni. Léttskýjað eða skýjað með köflum um landið norðanvert og vægt frost, en stöku él á annesjum. Dálítil él sunnantil og hiti um... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Fernando til Ferrari?

Miklar vangaveltur eru um að Fernando Alonso sé inni í myndinni sem ökumaður fyrir Ferrari á næsta tímabili í Formúlunni. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 158 orð | 1 mynd

Félagsfælni algengust

Almenn kvíðaröskun Almenn kvíðaröskun, áhyggjur af öllu milli himins og jarðar, fjármálum, mögulegum veikindum annarra og jafnvel áhyggjur af því að hafa áhyggjur. Þráhyggja og árátturöskun Áhyggjur af því að fá ógeðfelldar hugsanir. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 402 orð | 1 mynd

Félagsfælnir óttast neikvæðar skoðanir

Ætla má að um 25% Íslendinga fái kvíðaröskun einhvern tímann á ævinni. Mun fleiri eiga það til að finna fyrir kvíða og streitu, en kvíðinn er orðinn mun alvarlegri þegar um röskun er að ræða. Þá þarf að leita meðferðar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Forkeppni Guðmundar

Fremsti borðtenniskappi landsins, Guðmundur Stephensen, mun taka þátt í sérstakri forkeppni fyrir Ólympíuleikanna í Kína í Frakklandi í byrjun næsta mánaðar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Frægðin og Fitzgerald

Á þessum degi árið 1920 sendi Francis Scott Fitzgerald frá sér fyrstu skáldsögu sína, This Side of Paradise. Bókin færði hinum 23 ára höfundi mikla frægð. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 486 orð | 1 mynd

Fær tónverk í afmælisgjöf

Guðný Guðmundsdóttir fagnar sextugsafmæli með tónleikum í Salnum á fimmtudagskvöld. Hún fær tónverk í afmælisgjöf. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 235 orð | 1 mynd

Gen hafa áhrif á áföll

Vísindamenn hafa löngum trúað að viðbrögð einstaklings við áfalli, hvort sem er vegna ofbeldisglæps, náttúruhamfara eða stríðs, einkennist ekki einungis af því hversu mikið áfallið er heldur líka af flóknu samspili fyrri reynslu og genatengdra þátta. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Glæpasaga frá Kína

Út er komin ný glæpasaga sem gerist í Kína nútímans en teygir anga sína aftur í myrka og spennandi fortíð. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Góð þjónusta

Nú er liðið rúmlega hálft ár frá því að ég tók við verkefnisstjórn Straumhvarfaverkefnisins og það er ánægjulegt að sjá hve vel miðar áfram. Okkur mun takast í ár að halda þeirri áætlun sem gerð var í upphafi. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Grenjum fjölgar í miðborginni

Bergstaðastræti 20 er eitt margra húsa sem hafa staðið auð í miðborg Reykjavíkur og drabbast niður. Borgin vill ekki leyfa að húsið verði rifið, en verktakafyrirtækið sem á það segir örlög þess í skoðun. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Grænt te til heilsubótar

Kínverjar hafa drukkið te sér til ánægju og heilsubótar í fimm þúsund ár en á eftir vatni drekka jarðarbúar mest af tei. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 373 orð

Heimilum blæðir

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Mér líst mjög illa á ástandið. Gjaldþrot blasa við fjölda heimila og ríkisstjórnin, sem á að gæta hagsmuna almennings, verður að grípa inn í ef heimilin í landinu eiga ekki hreinlega að flosna upp. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 253 orð | 2 myndir

Hjólaleigur væntanlegar í miðborgina

Í Kaupmannahöfn er boðið upp á þann skemmtilega kost, frá 1. maí til 15. desember, að fá lánað hjól til að skoða borgina á slíkum fararskjótum. Hjólin má fá lánuð á einum stað og skila á öðrum gegn vægu gjaldi. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Hollar túnfisk snittur

Túnfiskur er hollur og góður og úr honum má gera ýmiskonar hollan partímat eða forrétti. Fyrir þá sem borða hráan túnfisk má prófa eftirfarandi uppskrift. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 167 orð | 1 mynd

Hollur og góður biti

Kynning Nýverið voru vörurnar UMM settar á markað en UMM er hollur og góður biti þar sem eingöngu er notað heilsusamlegt en jafnframt bragðgott og spennandi hráefni, samkvæmt Sigurði Ólafssyni talsmanni. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Hótað barsmíðum vegna Heiðarinnar

Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson var frumsýnd á dögunum. Atriði í kvikmyndinni, þar sem lítið lamb er skorið á háls, hefur vakið hörð viðbrögð margra og virðast einhverjir halda að slátrunin hafi verið framkvæmd í raunveruleikanum. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Hreyfing allra meina bót

Regluleg hreyfing og líkamsrækt hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina heldur einnig á andlegu hliðina. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 141 orð | 1 mynd

Hæstu launin í Kaupmannahöfn

Hæstu launin í heiminum eru í Kaupmannahöfn, samkvæmt könnun á vegum stærsta fjárfestingabankans í Sviss, UBS. Brúttólaunin í Kaupmannahöfn eru til dæmis 32 prósentum hærri en brúttólaunin í Stokkhólmi sem er í fjórtánda sæti á listanum. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 235 orð | 1 mynd

Íslenskt fæðubótarefni

Kynning Fæðubótarefnið Profitt hefur verið á markaði í tvö ár en það er íslensk framleiðsla að öllu leyti. Selma Hreiðarsdóttir, sölumaður Kötlu sem framleiðir Profitt, segir að viðtökurnar hafi verið frábærar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Jákvæðni og virðing

Allir hafa náttúrulega hæfileika og getu sem nýtist við alls kyns tækifæri. Að sama skapi er misjafnt hvað hvetur okkur áfram, það geta t.d. verið peningar, frami, ást eða viðurkenning. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 77 orð

Kaupþing með fjórðung í Skiptum

Í kjölfar tilkynningar Kaupþings frá því fyrir páska um að bankinn hefði ákveðið að innheimta ekki þær áskriftir sem fengust í hlutafjárútboði Skipta og að fella niður þær áskriftir sem ekki hafa verið greiddar fyrir kl. 16 26. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 293 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

S telpurnar í Verzló eru ekki nógu duglegar að koma sér á framfæri. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Kofod svaf hjá 15 ára stúlku

Danski þingmaðurinn Jeppe Kofod hefur sagt af sér sem talsmaður danskra jafnaðarmanna í utanríkismálum eftir að upp komst að hann hafði átt í kynferðislegu sambandi við 15 ára stúlku á fundi ungliðahreyfingar jafnaðarmanna í Esbjerg um helgina. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 221 orð | 1 mynd

Koma stundum of seint

„Með þessu átaki viljum við hvetja karlmenn til að hugsa betur um heilsuna og hlusta betur á eigin líkama. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 922 orð | 1 mynd

Krabbameinið er verkefni sem ég reyni að leysa

„Ég greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í júnímánuði síðastliðnum,“ segir Sverrir Heiðar Júlíusson. „Ætli ég sé ekki methafi,“ bætir hann við. „Rétt fertugur og yngstur allra með þessa tegund krabbameins. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 307 orð | 1 mynd

Kratos leggur undir sig lófaleikjatölvurnar

Tölvuleikir Viggó Ingimar Jónsson Einn harðasti nagli tölvuleikjanna, Spartverjinn Kratos, er snúinn aftur en að þessu sinni berst hann við óvætti á hinni litlu en mögnuðu PSP-leikjatölvu. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Landsmót á skíðum

Á morgun hefst á Ísafirði skíðalandsmót Íslands 2008 en mótið stendur fram á sunnudaginn kemur. Keppt verður þar í öllum helstu greinum skíðaíþrótta og flestir af betri skíðagörpum landsins eðlilega með. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 16 orð

Leitað að sólguðinum Helios á PSP

God of War: Chains of Olympus er einn besti PSP-leikur frá upphafi, segir tölvuleikjadómari 24... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Ljóð og myndir

Í tilefni af sjötugsafmæli Þorsteins frá Hamri hefur Forlagið endurútgefið bókina Ljóð og myndir í samvinnu við Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 49 orð

Mannaveiðar fóru vel af stað. Fantagóður leikur hjá öllum. Dásamlegt...

Mannaveiðar fóru vel af stað. Fantagóður leikur hjá öllum. Dásamlegt samband Hinriks (Gísli Örn) og Gunnars (Ólafur Darri). Verð að segja að ég er bara þrusu ánægð, enn sem komið er ...En nú hlýtur spurningin að vera: Segjum að þetta sé hefnd. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 183 orð | 1 mynd

Meðhöndlun getur verið lífshættuleg

Amerísku hjartasamtökin (The American Heart Association) hvetja lækna á bráðamóttöku bandarískra sjúkrahúsa til þess að kanna kókaínneyslu hjá ungu fólki sem kemur inn með einkenni hjartaáfalls. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 111 orð

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um...

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 6,8 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Glitnis, fyrir 3,0 milljarða. Mesta hækkunin var á bréfum Kaupþings, eða 9,41%. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 338 orð | 1 mynd

Miðborgin er þjóðgarður

Breytingar geta verið til góðs eða ills. Framundan er uppbygging á Laugavegi, Hverfisgötu og víðar um miðborgina. Hugmyndin var að sú uppbygging yrði til góðs fyrir íbúa miðborgar, þá sem sækja miðborgina heim og þá sem reka fyrirtæki á svæðinu. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 201 orð | 1 mynd

Mikilvægt að ættingjar virði mörkin

Ættingjar og vinir þeirra sem stríða við ófrjósemi eru oft ráðalausir þegar kemur að því að sýna stuðning og ástúð við þessar erfiðu aðstæður. Dr. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Minna varið í brúðkaupin

Skipuleggjendur brúðkaupa í Danmörku segjast greinilega finna fyrir því að trúlofuð pör taki mark á ráðleggingum um aðhald og sparnað á næstu misserum. Danir fara nú í ódýrari brúðkaupsferðir, sleppa því að leigja þyrlu og kaupa ódýrari brúðarkjóla. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 233 orð | 2 myndir

Missti 50 kíló eftir magahjáveituaðgerð

Baráttan við vigtina er oft hörð og margir missa móðinn áður en árangur næst. Þuríður Guðmundsdóttir kannast við þennan slag en hún hafði reynt alla mögulega megrunarkúra sem báru aldrei langtímaárangur. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 337 orð | 1 mynd

Morðinginn gengur enn laus

ftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Morðingi tveggja barna sem létust í kjölfar hnífstunguárásar á heimili sínu í Arboga í Svíþjóð í síðustu viku, gengur enn laus. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 277 orð | 1 mynd

Möguleikarnir góðir

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 33 orð

NEYTENDAVAKTIN 0,5 lítrar af kóki í plastflösku Verslun Verð Verðmunur...

NEYTENDAVAKTIN 0,5 lítrar af kóki í plastflösku Verslun Verð Verðmunur Bónus 92 Krónan 93 1,10 % Nóatún 119 29,30 % N1 155 68,50 % Videohöllin Lágmúla 155 68,50 % 10-11 169 83,70... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 340 orð

Niðurlæging miðborgarinnar

24 stundir birtu fyrir páskahelgina myndir af ástandi fjölmargra húsa við Laugaveginn, sem sýna skýrt fram á að þessi helzta verzlunargata miðborgarinnar býr við niðurníðslu og niðurlægingu. Verzlunarhús, sem standa auð, eru á annan tug. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Nýjar viðvaranir

Lífshættuleg segulleikföng eru enn til sölu þrátt fyrir fullyrðingar framleiðandans um hið gagnstæða í fyrra. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 181 orð | 1 mynd

Nýr grunnskóli á Skagann

Stefnt er að því að nýr grunnskóli, sem ber vinnuheitið Skógarskóli, verði tekinn í notkun á Akranesi haustið 2009. „Við stefnum á undirbúning að hönnun og byggingu í ár,“ segir Gísli S. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Nýverið birtust fregnir af því að Eurobandið og fylgimeyjar þess ynnu...

Nýverið birtust fregnir af því að Eurobandið og fylgimeyjar þess ynnu hörðum höndum að því að koma skrokknum í form fyrir Eurovision-átökin í Serbíu í maí. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Ofuráhersla

Ég er nýkominn frá Íslandi og heyrði marga málsmetandi samfylkingarmenn setja spurningarmerki við ofuráherslu á framboðið til Öryggisráðsins. Eru heimsóknir til Afganistans og Barbados málið á meðan íslenska krónan hrynur til grunna? Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 447 orð | 1 mynd

Persónulegar myndir í tjöru og gulli

Erla Axelsdóttir myndlistarkona notar tjöru, gull og olíukrít við listsköpun sína, en hún opnar sýningu á verkum sínum í Grafíksafni Íslands næstkomandi laugardag. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

RÚV frumsýndi á mánudaginn fyrsta þáttinn af Mannaveiðum og virðist hann...

RÚV frumsýndi á mánudaginn fyrsta þáttinn af Mannaveiðum og virðist hann hafa fallið í góðan jarðveg. Það hlýtur að vera mikill sigur fyrir rithöfundinn Viktor Arnar Ingólfsson en þættirnir eru sem kunnugt er byggðir á bók hans, Aftureldingu. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 23 orð

SALA % USD 75,74 -3,31 GBP 151,27 -2,63 DKK 15,82 -3,60 JPY 0,75 -4,18...

SALA % USD 75,74 -3,31 GBP 151,27 -2,63 DKK 15,82 -3,60 JPY 0,75 -4,18 EUR 118,02 -3,60 GENGISVÍSITALA 152,25 -3,46 ÚRVALSVÍSITALA 4. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 130 orð | 1 mynd

Samhjálp í sveitum

„Þegar óhöpp verða en ekki slys á fólki er mjög algengt að bændur hér inn um Ísafjarðardjúp aðstoði,“ segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn Vestfjarða, en á annan dag páska valt bíll á veginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi án þess að... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 328 orð | 1 mynd

Setjum okkur sjálfar í fyrsta sætið

Kynning Vorið og sumarið er uppáhaldstími flestra þar sem orkan eykst og við fyllumst bjartsýni og eldmóði með hækkandi sól. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 179 orð | 2 myndir

Skemmtilegar Mannaveiðar

Mannaveiðar, íslenski spennumyndaflokkurinn sem RÚV hefur hafið sýningar á, valda ekki vonbrigðum. Reyndar á eftir að sýna þrjá þætti en fyrsti þátturinn var svo fagmannlega unninn að afar ólíklegt er að framhaldið valdi vonbrigðum. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Skipt um bíl

Það getur borgað sig að skipta um bíl til að draga úr rekstrarkostnaði, að sögn Sigurðar Friðleifssonar. Í sumum tilvikum er hægt að helminga eyðsluna án þess að vera á minni... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Skoða óeðlileg áhrif á gengið

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn hafi vísbendingar um að einhverjir kunni að hafa haft óeðlileg áhrif á gengi krónunnar. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Smáríkjapopp Nýtt lag popparans BMV, sem Þjóðskráin þekkir undir nafninu...

Smáríkjapopp Nýtt lag popparans BMV, sem Þjóðskráin þekkir undir nafninu Brynjar Már Valdimarsson , er komið á vinsældalista í Kosovo, Litháen og Balí. Lagið heitir Endlessly og er, að sögn Brynjars, rólegt og ljúft ástarlag. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 110 orð | 1 mynd

Streitan á brott í sveitinni

Börnum sem alast upp í höfuðborginni er hollt að kynnast lífinu í sveitinni og vera nálægt dýrum, fjarri streitu og mengun borgarinnar. Á bóndabænum Miðdal í Kjós eru börn velkomin í heimsókn. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 86 orð

Stutt Lést í bifhjólaslysi Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á...

Stutt Lést í bifhjólaslysi Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrarbraut að kvöldi 21. mars sl. hét Ólafur Símon Aðalsteinsson, til heimilis í Hátúni 6 á Álftanesi. Ólafur var fæddur 17. ágúst 1984. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 91 orð

STUTT Mismæli Bandaríski forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton hefur...

STUTT Mismæli Bandaríski forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton hefur viðurkennt að hafa mismælt sig þegar hún sagðist hafa flúið skothríð frá leyniskyttum ásamt dóttur sinni í heimsókn til Bosníu árið 1996. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 180 orð | 1 mynd

Svartsýniskast neytenda

Samkvæmt væntingavísitölu Gallup í mars hefur svartsýni íslenskra neytenda aukist talsvert frá síðustu mælingu. Í febrúar var vísitalan rétt yfir hundrað stigum sem gefur til kynna um það bil jafnmarga jákvæða og neikvæða svarendur. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Til Japans „Ég flýg 1. apríl til Tókýó í Japan þar sem ég ætla að...

Til Japans „Ég flýg 1. apríl til Tókýó í Japan þar sem ég ætla að hefja meistaranám í fjármálum,“ segir Bolli Thoroddsen , varaborgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin á Ísafirði um helgina...

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin á Ísafirði um helgina. Megas var á meðal þeirra sem skelltu sér vestur, en hugðist eingöngu horfa á að þessu sinni. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Tónverk að gjöf

Guðný Guðmundsdóttir fagnar sextugsafmæli sínu með tónleikum í Salnum á fimmtudagskvöld, þar sem meðal annars verður flutt glænýtt verk sem Karólína Eiríksdóttir samdi fyrir... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 14 orð

Tölvan stjórnar heimilinu

Michael St. Neitzel lætur tölvuna stýra nánast öllum heimilistækjum. Hún getur jafnvel fundið... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 401 orð | 1 mynd

Tölvan stjórnar öllu á heimilinu

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Það má eiginlega segja að þetta sé eins og að gægjast inn í framtíðina. Ég held að þetta muni verða algengt á venjulegum heimilum eftir 5 til 10 ár,“ segir Michael St. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 469 orð | 1 mynd

Umdeild ákvörðun

Eftir Elías Jón Guðjónsson og Hlyn Orra Stefánsson „Mér finnst þessi vaxtahækkunarferill hjá Seðlabankanum hafa verið fullkomin mistök,“ segir Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna, um nýjustu vaxtahækkun... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 213 orð | 1 mynd

Uppbygging samfélags

Kynning Undanfarið hefur verið mikil umræða um sanngirnisviðskipti eða Fair trade. Spratt sú umræða í kjölfar þess að nýlega kom fram ákveðin gagnrýni um að Fair trade sé ekki alltaf að skila sér til bóndans. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Vantraust

Í það minnsta bregst markaðurinn vel við þessum aðgerðum Seðlabankans, eins illa og hann brást við blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Þvílíkt skaðræði sem þetta stefnuleysi er öllum almenningi. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 272 orð | 1 mynd

Vinsælasta fitubrennsluefnið

Kynning Verslunin Fitness Sport, sem staðsett er í Laugum og í Faxafeni, er með allt sem viðkemur heilsuræktinni, föt, lóð og tæki og fitubrennsluefni. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Vænta má milljón tilfella á ári

Búast má við að fimmti hver Bandaríkjamaður fái elliglöp þegar aldurinn færist yfir. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 258 orð | 1 mynd

Það getur margborgað sig að skipta um bíl

Ef menn vilja draga úr rekstrarkostnaði heimilisbílsins getur borgað sig að skipta honum út. Í sumum tilvikum er hægt að helminga eyðsluna án þess að minnka við sig. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 199 orð | 1 mynd

Þrálát reiði getur orsakað þunglyndi

Fólk sem getur ekki stjórnað skapi sínu veit ekki hvar það getur fengið hjálp, sem getur leitt til upplausnar í fjölskyldum, sjúkdóma og andlegra veikinda, samkvæmt breskri góðgerðarstofnun. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 152 orð | 1 mynd

Þúsund bækur með auðum síðum

Elín Hansdóttir myndlistarmaður sýnir nú verk sitt BOOKSPACE í Landsbókasafni - háskólabókasafni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Verkið samanstendur af eitt þúsund bókum með auðum síðum. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 429 orð | 2 myndir

Þú verður ófrísk ef þú færð þér lítinn hvolp

Ófrjósemi er algengari en margir halda. Fæstir vita hvað ófrjósemi raunverulega er og hvaða lausnir eru í boði fyrir pör sem glíma við sjúkdóminn. Þrátt fyrir það eru flestir ófeimnir við að ráðleggja parinu. Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Ærnar eru ættræknar

„Kindur eru ættræknar þó það sé mismunandi eftir ættum,“ segir Hafdís Sturlaugsdóttir sem er að ljúka meistararitgerð um myndun og viðhald tengsla milli lamba og mæðra þeirra. Hafdís segir alsystur sérlega... Meira
26. mars 2008 | 24 stundir | 279 orð | 1 mynd

Ærnar eru ættræknar

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.