Greinar föstudaginn 28. mars 2008

Fréttir

28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

100 myndir sýndar á 700IS

Egilsstaðir | 700IS Hreindýraland, alþjóðleg og árleg kvikmynda- og myndbandsverkahátíð á Austurlandi, verður formlega sett á morgun. Hátíðin stendur fram til 5. apríl. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

16.700 lítrar á farþega

BANDARÍSKT flugfélag flutti fimm manns yfir Atlantshafið í 240 sæta þotu. Bensínið, sem til þurfti, var 83.000 lítrar eða 16.700 l á hvern farþega. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Aðalflutningar hætta rekstri

Egilsstaðir | Flutningafyrirtækið Aðalflutningar, sem stofnað var árið 1998, hættir starfsemi í dag. Fyrirtækið hefur haft starfsstöðvar á Egilsstöðum, Djúpavogi og í Reykjavík og missa ellefu starfsmenn þess vinnuna. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 545 orð | 2 myndir

Allt annað

Ekki ber að vanmeta þá kvíðatilfinningu sem sumir af samlöndum okkar eru haldnir um þessar mundir og fær gjarnan útrás í spurningunni knýjandi: „Hvað á að koma í staðinn? Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur þrýstingur á kínversk stjórnvöld eykst

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Átökunum í Írak líkt við borgarastyrjöld

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÍRASKAR öryggissveitir áttu í gær í hörðum átökum við sveitir sjíta í hafnarborginni Basra, í borginni Kut og í nokkrum hverfum Bagdadborgar. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 668 orð | 5 myndir

„Alveg æðislegt hjá þeim“

Hópur ungra manna fór í skjóli nætur niður Laugaveginn vopnaður penslum og málningu. Einhver gæti haldið að hér væri eitthvað misjafnt á ferð en sú er alls ekki raunin. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

„Eins og örbylgjuofninn hafi fallið beint af himnum ofan“

Las Guasimas. AP. | Ana Magdalena Melian, 91 árs húsmóðir á Kúbu, hafði aldrei séð örbylgjuofn þegar slíkur ofn birtist í eldhúsi hennar fyrir atbeina kommúnistastjórnarinnar í Havana. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

„Hefur aldrei snúist um bissness – bara gleði“

HELGI og Hljóðfæraleikararnir bjóða í dans í kvöld á Græna hattinum á Akureyri, í tilefni 20 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. Þetta verður fyrsti viðburðurinn í röð ýmissa skemmtana sem staðið verður fyrir á árinu, en á döfinni eru t.a.m. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

„Ráðamenn verða að vakna“

Á ÞRIÐJA tug atvinnubílstjóra á vörubifreiðum lokaði Ártúnsbrekku í rúman hálftíma á fjórða tímanum í gærdag til að mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Bolli Þórir Gústavsson

Séra Bolli Þórir Gústavsson vígslubiskup er látinn 72 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri hinn 17. nóvember árið 1935, sonur hjónanna Gústavs Elí Berg Jónassonar rafvirkjameistara og Hlínar Jónsdóttur húsfreyju. Sr. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 106 orð

Bókanir gengu á víxl

BÓKANIR gengu á víxl milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og minnihluta í borgarstjórn á fundi borgarráðs í gær. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 185 orð

Brúsastaðir bera nafn með rentu

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Brúsastaðir í Vatnsdal voru afurðahæsta kúabúið í Austur-Húnavatnssýslu á síðasta ári. Bærinn ber nafn með rentu. Kúabændur í Austur-Húnavatnssýslu héldu aðalfund sinn á dögunum. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 1126 orð | 2 myndir

Einstakt líf

Eftir Hallgrím Helga Helgason FÉLAGIÐ Einstök börn var stofnað fyrir liðlega 10 árum af foreldrum barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið hefur vaxið mjög bæði að umfangi og starfsemi á þessum árum og í því eru nú um 160 fjölskyldur. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 372 orð

Fagna niðurstöðu stjórnsýsluúttektar

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar: „Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (ÞK) fagnar niðurstöðu stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi ÞK, enda telur Ríkisendurskoðun... Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Fái sem best tækifæri til skýringa

Í BRÉFI, sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sendi Árna M. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fimm íbúanna taldir af

FIMM íbúar hússins, sem hrundi saman að nokkru leyti í Álasundi í fyrradag er stór skriða féll á það, eru nú taldir af. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fimmtán ára framdi rán með skærum

FIMMTÁN ára piltur var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um klukkan fjögur í gærdag í Gerðahverfi, auk þriggja pilta á svipuðu reiki, fyrir vopnað rán í verslun BT í Kringlunni um klukkustund áður. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Fjölmenni á Heiðina á Reykhólum

Reykhólar | Kvikmyndin Heiðin var sýnd um páskana á Reykhólum. Vel á þriðja hundrað manns mætti á sýninguna. Myndin var sýnd í íþróttahúsinu á Reykhólum. Þar eru 250 stólar í rekkum og voru þeir nánast fullsetnir. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 362 orð

Flutningsgámur ekki íbúðarhúsnæði

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með íbúðarhúsnæði en öll híbýli sem ætluð eru til íbúðar þurfa samþykki byggingafulltrúa. Flutningsgámur fær ekki leyfi sem íbúðarhúsnæði. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fósturskaði vegna áfengisneyslu á meðgöngu eykur líkur á afbrotahegðun

KATHRYN Kelly heldur námskeið um áhrif fósturskaða vegna áfengisneyslu (Fetal Alcohol Spectrum Disorder, FASD) og hvernig hann tengist auknum líkum á því að einstaklingar sem þannig hafa skaðast komist í kast við lögin mánudaginn 31. mars. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 580 orð | 1 mynd

Gerólík sýn á möguleikana

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SVO sýnist sem samningaviðræður Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings eystra um sameiginlegan rekstur Landeyjahafnar hafi strandað á því að Eyjamenn vildu neitunarvald á frekari útfærslu. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 983 orð | 5 myndir

Glæpahringir mala gull á lyfjafölsunum

Lyfjafalsanir eru ógn við sjúklinga og tekjulind fyrir óprúttna aðila. Baldur Arnarson sat fund um lyfjafalsanir. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 256 orð

Hagnast á gengislækkun

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TEKJUR ríkissjóðs af virðisaukaskatti munu aukast umtalsvert vegna gengislækkunar krónunnar. Ástæðan er sú að við lækkun gengis hækkar innkaupsverð og virðisaukaskatturinn er prósentutala sem tekur mið af innkaupsverði. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kippa kartöflunni inn í 21. öldina

ÞAÐ má segja að með þessum uppskriftum viljum við kippa kartöflunni inn í 21. öldina. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 402 orð

Landeyjahöfn í eigu ríkis í óþökk Vestmannaeyinga

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BAKKAFJÖRUHÖFN, sem nú er oft nefnd Landeyjahöfn og mun þjóna samgöngum til Vestmannaeyja, verður alfarið byggð af ríkinu og í eigu þess, svokölluð landshöfn ef af verður, samkvæmt heimildum. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð

Lestarsamgöngur skoðaðar

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að láta kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur sem og léttlestarkerfis í Reykjavík. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lísa á fjalirnar í kvöld

Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld verkið Lísu í Undralandi, eftir Lewis Carroll, í leikgerð Sigurðar Ingólfssonar. Leikstjóri er Halldóra Malín Pétursdóttir. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Tvær lóur sáust í Kópavogi í fyrradag og á páskadag sáust fjórar lóur í grennd við Hornafjarðarflugvöll. Það styttist því í að veturinn kveðji og vorið haldi innreið sína með farfuglunum. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 187 orð

Málið talið vanreifað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness vísaði í gær frá dómi máli Samtaka myndrétthafa á Íslandi, Framleiðendafélagsins-SÍK, Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar og Félags hljómplötuframleiðenda á hendur Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð

Málþing um lyfjanæmispróf á krabbameinsfrumum

VALAMED ehf., nýstofnað þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stendur fyrir málþingi sunnudaginn 30. mars þar sem lyfjanæmispróf, aðferð við að meta fyrirfram mögulegan árangur af lyfjameðferð krabbameinssjúklinga, verður kynnt. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Mesta hækkun á verði mjólkurafurða í áratugi

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is 14,6% HÆKKUN á mjólkurverði til bænda þýðir að verð á mjólkurlítra til neytenda fer upp í tæplega 100 krónur en hann er um 87 krónur í dag. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 107 orð

Milljón ára beinaleifar

FUNDIST hafa á Spáni steingerð bein, neðri kjálki, auk tanna úr forföður manna og talið að leifarnar séu liðlega milljón ára gamlar. Er um að ræða elstu leifar manna sem fundist hafa í Vestur-Evrópu, að því er fram kemur á vefsíðu BBC . Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 220 orð

Misheppnaður flótti úr leikskóla

BETUR fór en á horfðist þegar fimm ára drengur var að príla yfir grindverk við leikskóla á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Hinn ungi klifurkappi kom nefnilega ekki standandi niður heldur datt á gangstéttina en fallið var nokkuð. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Nemendur heiðra meistarann

Fyrrverandi og núverandi nemendur konsertmeistarans Guðnýjar Guðmundsdóttur fögnuðu sextugsafmæli hennar með henni á tónleikum í Salnum í gærkvöldi, en hún á að baki 34 ár í tónlistinni. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Nýir eigendur endurnýja tækjakostinn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Snæfellsnes | Nýir eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Snjófells á Arnarstapa hafa verið að endurnýja tækjakost fyrirtækisins vegna ferða á Snæfellsjökul og endurbæta aðstöðuna á Arnarstapa. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Orkuganga í Mývatnssveit

ORKUGANGAN sem er skíðaganga fyrir almenning verður haldin laugardaginn 29. mars kl. 10 og hefst við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. Genginn verður 60 km hringur á Kröflusvæðinu og er þetta því lengsta skíðagangan hér á landi. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 71 orð

Ófrískur karl?

BANDARÍSKUR maður í Oregon, Thomas Beatie, sem var kona en fór í kynskiptaaðgerð, segist nú vera vanfær og kominn fimm mánuði á leið, að sögn The Guardian . Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Ólöglegt húsnæði kortlagt

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SAMKVÆMT skýrslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 1.254 manns í óleyfilegum íbúðum í atvinnuhúsnæði á svæði slökkviliðsins í febrúar 2007. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Óttast versnandi eftirlit

ÓTTI og óvissa einkenndi umræður sem fram fóru á fundi tollvarða á Keflavíkurflugvelli í gær, að sögn Guðbjörns Guðbjörnssonar, formanns Tollvarðafélags Íslands. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Pakka ekki lengur mjólk á Egilsstöðum

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Í dag er í síðasta skiptið pakkað mjólk í mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Umtalsverðar breytingar verða nú á starfseminni þar. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Rannsóknarvinnan víðtæk

Töluverð rannsóknarvinna er framundan í máli tveggja manna sem handteknir voru í Leifsstöð á þriðjudag, grunaðir um hafa að með ólöglegum hætti náð háum fjárhæðum úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Rauði krossinn færir Landsbókasafninu bókagjöf

RAUÐI kross Íslands hefur fært Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni fagbókasafn sitt að gjöf. Um er að ræða rúmlega 2.000 bækur, og er þetta stærsta safn fræðirita í einkaeigu sem Landsbókasafnið hefur eignast á undanförnum árum. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Ráðin framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Höllu Helgadóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Halla er grafískur hönnuður að mennt og hefur starfað í auglýsingafaginu í 20 ár og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ránin teljast upplýst

TVEIMUR karlmönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þremur ránum og ránstilraun, vopnaðir sprautunálum, hefur verið sleppt úr haldi. Einn maður situr enn í haldi lögreglu og rennur gæsluvarðhald yfir honum út í dag. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Rétt eða röng feðrun?

BÚNAÐURINN er ekki flókinn: Eyrnapinni til að taka sýni úr munninum, eyðublað til að staðfesta að viðskiptavinurinn samþykki skilmálana og umslag. Síðan þarf að bíða allt að fimm daga eftir niðurstöðunni og fá staðfest að barnið hafi verið rétt feðrað. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ræðir börn og menningarleg viðhorf

Dr. Marianne Skytte dósent við Aalborg Universitet í Danmörku mun halda erindi á málstofu Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands þriðjudaginn 1. apríl í Odda stofu 101 kl. 12-13. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Ræst verður í vormaraþoni FM í Elliðaárdal í fyrramálið

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ fer ekki fram hjá nokkrum upplýstum manni þegar Reykjavíkurmaraþonið er haldið, sérstaklega ekki eftir að Glitnir hóf að auglýsa það af miklum móð. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Sammála um að sleppa verði öllum stórlaxi

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 51 orð

Sá eftirlýsti gaf sig fram

PÓLSKUR karlmaður sem lögregla lýsti eftir, vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag, gaf sig fram í gærmorgun. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Stefnir Vegagerðinni til að stöðva nýjan Gjábakkaveg

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í STEFNU Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings gegn Vegagerðinni sem þingfest var í gær er þess krafist að úrskurður umhverfisráðherra um að Vegagerðinni sé heimilt að leggja nýjan Gjábakkaveg verði ógildur. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Sveiflukenndir markaðir

MIKLAR sveiflur einkenndu íslenska hlutabréfamarkaðinn í gær, en fyrri helming dagsins stefndi í ríflega þriggja prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Sævar og Rannveig meistarar

SÆVAR Birgisson frá Sauðárkróki og Rannveig Jónsdóttir frá Ísafirði sigruðu í sprettgöngu sem var fyrsta keppnisgreinin á Skíðamóti Íslands sem sett var við hátíðlega athöfn á Ísafirði í gær. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Telja Obama vera múslima

EINN af tíu bandarískum kjósendum telur ranglega að Barack Obama sé múslimi skv. nýrri óháðri skoðanakönnun. Könnunin náði til demókrata, repúblikana og óákveðinna. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð

Tókst ekki að lenda

FOKKERFLUGVÉL sem var í leiguflugi fyrir Flugfélag Íslands á leið frá Akureyri með stóran hóp ungmenna á leið á Íslandsmót á skíðum gerði tvær tilraunir til lendingar í miklu hvassviðri á Ísafirði um miðjan dag í gær en þurfti í bæði skiptin frá að... Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Útför Helga Hallvarðssonar

ÚTFÖR Helga Hallvarðssonar, fyrrverandi skipherra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gærdag. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarðsöng. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Útför Jónínu S. Gísladóttur

ÚTFÖR Jónínu Sigríðar Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupum, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, jarðsöng. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 832 orð | 1 mynd

Varðveita þarf heildarmyndina

Dr. Georges S. Zouain, sérfræðingur í minjavernd, segir í viðtali við Kristján Jónsson mikilvægt að Reykvíkingar haldi vandlega í þau gömlu hús sem eftir eru í miðborginni. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Vatn frá Alcan á velli Keilis

ALCAN á Íslandi hefur samið við verktakafyrirtækið Klæðningu um lagningu um 2,3 km langrar vatnsleiðslu frá álverinu í Straumsvík að golfvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og ennfremur um gerð uppistöðulóns á golfvellinum. Meira
28. mars 2008 | Erlendar fréttir | 134 orð

Viðræðum um ESB-aðild frestað?

ALI Babacan, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að hætta sé á að viðræðum Tyrkja við Evrópusambandið um aðild verði frestað ef dómstólar banni stjórnarflokk Recep Tayyip Erdogans forsætisráðherra, AKP. Meira
28. mars 2008 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Þrettán íslenskir leikmenn

ÞRETTÁN íslenskir knattspyrnumenn leika í stærstu úrvalsdeild í sögu sænsku knattspyrnunnar sem hefst á sunnudag. Liðin í efstu deild eru 14 en þau voru 12 áður og sjö þeirra eru með íslenska leikmenn í sínum röðum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2008 | Leiðarar | 392 orð

Ábyrgðarlaus mótmæli

Atvinnubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku um stundarsakir á fjórða tímanum í gær og á augabragði mynduðust miklar bílaraðir. Áhrifanna af þessari lokun gætti allt niður í miðbæ Reykjavíkur. Meira
28. mars 2008 | Leiðarar | 442 orð

Ófremdarástand í miðborginni

Víða um miðborg Reykjavíkur standa hús sem eru að drabbast niður. Oft eru þetta gömul hús sem voru reist á fyrri hluta 20. aldar eða fyrr. Þau eru útötuð veggjakroti, rúður brotnar, neglt hefur verið fyrir glugga og dyr. Meira
28. mars 2008 | Staksteinar | 189 orð | 1 mynd

Ragnheiður Elín vann!

Hún er stundum skrýtin tík, pólitíkin. Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar var Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. fyllilega heimilt að selja eignir á Miðnesheiði án útboðs. Meira

Menning

28. mars 2008 | Myndlist | 76 orð | 1 mynd

AAA!!! í Borgarbókasafninu

MYNDASÖGUSÝNING verður opnuð í aðalsafni Borgarbókasafnsins, Grófarhúsi á morgun kl. 14. Tilefnið er útgáfa nýs myndasögublaðs nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík; AAA!!! Önnur sýning verður í skólanum sjálfum að Hringbraut 121, JL-húsinu. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

Airwaves er ein sú besta

DAILY Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 208 orð

Edison var ekki fyrstur

VIÐ lærðum það samviskusamlega í skóla að fyrstu hljóðritunina hefði Thomas Alva Edison gert, árið 1877, og að það sem var hljóðritað var lagið Mæja átti lítið lamb . Meira
28. mars 2008 | Bókmenntir | 162 orð | 1 mynd

Elíasarþing á morgun

ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Omdúrman stendur fyrir málþingi um Elías Mar á morgun. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 195 orð | 1 mynd

Engar plötur, bara net

SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN í Saint Louis í Bandaríkjunum, ein virtasta hljómsveit þar vestra, hefur stofnað til útgáfuraðar sem einungis verður fáanleg á netinu og verður ekki gefin út á plötum. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Evróvisjónbaráttan er hafin

*Georgísku flytjendurnir í Evróvisjón með söngkonuna Diana Gurtskaya fremsta í flokki hafa lýst áhuga á því að koma til Íslands og kynna framlag sitt í keppninni. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 289 orð

Gospellofgjörð á Blúshátíð

Tena Palmer, Deitra Farr, Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og KK ásamt hljómsveit. Föstudagskvöldið 21.3.2008. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 253 orð

Himnasending á páskum

Rússnesk trúarlög og veraldarsöngvar fyrir blandaðan kór og einsöngvara eftir: Znamennij, Svíridov, Tsjenokov, Bortnyansky, Lvov, Davidov, Alyabyev og Sodorovich, ásamt rússneskum þjóðlögum. Kór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu. Meira
28. mars 2008 | Kvikmyndir | 674 orð | 2 myndir

Hin mikla rödd alheimsins

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HANDRITIÐ að kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planinu , er að hluta unnið upp úr skáldsögu Þorvalds Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans , sem kom út fyrir sjö árum. Meira
28. mars 2008 | Kvikmyndir | 247 orð | 2 myndir

Hrollur, svik og morð

ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í dag í íslenskum kvikmyndahúsum auk Stóra plansins , en umfjöllun um hana má finna á bls. 47. The Eye Sidney Wells er blindur konsertfiðluleikari og nýtur mikillar velgengni í starfi. Meira
28. mars 2008 | Leiklist | 76 orð | 1 mynd

Hugleikur kominn í sauðfjárrækt

LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir í kvöld leikritið 39½ viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sigurður H. Pálsson. 39½ vika er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og... Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 377 orð | 1 mynd

Hvað ertu, tónlist?

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEIR félagar, Egill og Hjörleifur, hafa búið í Berlín lengi vel en þetta er í fyrsta skipti sem um verulega samvinnu þeirra á milli er að ræða. Meira
28. mars 2008 | Menningarlíf | 461 orð | 2 myndir

Hver er uppskriftin að galdri?

Það er eitt það skemmtilegasta og jafnframt það magnaðasta í tilverunni að spá í það sem heitir listræn upplifun. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 108 orð | 1 mynd

Íslensku Brit-verðlaunin

*Þrátt fyrir að Einar Bárðarson sé alfluttur til Bretlandseyja þar sem hann stýrir umboðsfyrirtæki sínu Believer Music hefur hann ekki gefið Ísland upp á bátinn. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Jared Leto í hjólastól

JARED Leto bætti á sig hátt í þrjátíu kílóum til þess að geta leikið Mark Chapman, morðingja Johns Len nons, í nýjustu mynd sinni Chapter 27. Meira
28. mars 2008 | Fjölmiðlar | 192 orð | 1 mynd

Kjarkmikill maður

Fyrir skömmu sá ég mynd eftir Þorstein Jónsson um ungan mann sem lamaðist fyrir neðan mitti. Ástþór Skúlason heitir hann og hefur tekist að láta draum sinn um að verða bóndi rætast. Meira
28. mars 2008 | Myndlist | 678 orð | 1 mynd

Kæruleysi og þungi

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á FYRSTU sýningunum mínum, þar sem ég valdi alveg sjálfur hvað ég sýndi, voru yfirleitt allir miðlarnir, málverk, teikningar og skúlptúrar,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður. Í dag klukkan 17. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Með læti í lauginni

NÁGRANNAR hjónanna Christinu Aguilera og Jordan Bratman eru orðnir nokkuð þreyttir á síðbúnum nektarböðum þeirra. Nágrannarnir kvarta undan kynlífshljóðum seint um nótt sem munu tengjast þessum baðferðum. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Miðasala hefst á Dylan

ALMENN miðasala hefst í dag á tónleika Bob Dylan sem fram fara í Egilshöll hinn 26. maí næstkomandi. Tvö þúsund miðar seldust í gær á nokkrum mínútum þegar sérstök forsala fór fram fyrir handhafa Mastercard og fengu mun færri miða en vildu. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Morðið á Tupac enn ráðgáta

SVO virðist sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hafi hlaupið á sig þegar það birti grein í síðustu viku þar sem rapparinn Sean Combs var bendlaður við morðið á Tupac Shakur árið 1994. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 317 orð | 2 myndir

Nýtt lag fannst með Vilhjálmi

MAGNÚS Kjartansson hljómlistamaður segir nýtt lag hafa komið í leitirnar nýverið sem Magnús samdi og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng og samdi texta við. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 33 orð

Rangt nafn

Þau mistök urðu við birtingu myndar frá kveðjuhátíð Gauks á Stöng sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag að þar var Ívar Örn Hansen rangnefndur Ívar Oddgeirsson. Er hér með beðið velvirðingar á... Meira
28. mars 2008 | Kvikmyndir | 230 orð | 1 mynd

Stóra planið

KVIKMYNDIN Stóra planið verður frumsýnd í kvöld í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi. Meira
28. mars 2008 | Myndlist | 224 orð | 1 mynd

Ullarhúsið

Sýningin stendur til 30. mars. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 12–17.30. Aðgangur ókeypis Meira
28. mars 2008 | Myndlist | 88 orð | 1 mynd

Um konur í ljósmyndasögunni

ANNA Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, flytur fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri í dag kl 14.50. Meira
28. mars 2008 | Tónlist | 400 orð

Voru þetta tónleikar?

Kór Langholtskirkju flutti verk eftir Edward Elgar, Trond Kverno, June Nixon, W. A. Mozart og J. S. Bach auk verka eftir íslenska höfunda. Rými kirkjunnar var skreytt myndverkum sem tengjast föstunni. Kóreógrafía: Aðalheiður Halldórsdóttir. Meira
28. mars 2008 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Þorsteinn Guðmundsson

Aðalsmaður vikunnar er húmoristi mikill sem sá meðal annars um sjónvarpsþáttinn Atvinnumanninn á sínum tíma. Ný snýr hann aftur á skjáinn með Svalbarða sem hefur göngu sína á Skjá einum hinn 4. apríl. Honum til halds og trausts í þættinum verður Ágústa Eva Erlendsdóttir. Meira

Umræðan

28. mars 2008 | Blogg | 289 orð | 1 mynd

Ármann Kr. Ólafsson | 26. mars 2008 Hafa bankarnir óeðlileg áhrif...

Ármann Kr. Ólafsson | 26. mars 2008 Hafa bankarnir óeðlileg áhrif...? Fyrir páska og svo aftur í dag hafði ég samband við aðila sem fjármögnuðu bíl sem ég keypti á síðari hluta síðasta árs þegar gengisvísitala krónunnar var í kringum 118. Meira
28. mars 2008 | Blogg | 62 orð | 1 mynd

Bjarni Harðarson | 27. mars 2008 Ríkisstjórnin býr til óðaverðbólgu Hin...

Bjarni Harðarson | 27. mars 2008 Ríkisstjórnin býr til óðaverðbólgu Hin alþjóðlega fjármálakreppa var þekkt þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð og stjórnin hefur nú haft mánuði til að bregðast við en ekkert gert. Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Gegn verðbólgu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar um efnahagsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim efnum: "Greiningardeildir bankanna spá 8-9% verðbólgu á þessu ári. Gangi það eftir munu skuldir heimilanna líklega aukast um 100 milljarða króna." Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Heimgreiðslur í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir skrifar um heimgreiðslur til foreldra í Kópavogi: "Það er ódýrara að senda konurnar aftur inn á heimilin en reka leikskóla!" Meira
28. mars 2008 | Blogg | 65 orð | 1 mynd

Hrannar Baldursson | 26. mars 2008 Gætir þú hugsað þér að búa í gámi...

Hrannar Baldursson | 26. mars 2008 Gætir þú hugsað þér að búa í gámi? Þetta er ástand sem við höfum búið til. Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson fjallar um efnahagsmálin og þjóðarbúið: "Stýrivextir eru tvíeggjað vopn í opnu hagkerfi. Mikilvægast að hámarka hagvöxt. Evran mjög óvænleg til að ná því marki. Fullveldisafsal yrði dýrkeypt." Meira
28. mars 2008 | Blogg | 53 orð | 1 mynd

Kristín M. Jóhannsdóttir | 27. mars Andsk. íþróttirnar Síðustu tveir...

Kristín M. Jóhannsdóttir | 27. mars Andsk. íþróttirnar Síðustu tveir dagar hafa ekki verið góðir fyrir íþróttirnar mínar. Ég var eitthvað ógurlega veikluleg í dag og klifraði ekki vel. Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 808 orð | 2 myndir

Neytendur standi vaktina

Finnur Árnason svarar leiðara Morgunblaðsins: "Ég hvet leiðarahöfund og Pétur til þess að kynna sér rannsóknir dr. Jóns Þórs áður en þeir draga frekari ályktanir um samband gengis og verðlags á innfluttum matvörum." Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Um talnaleikfimi og reglugerðir ESB

Andrés Pétursson skrifar um Evrópusambandsmál: "Löggjöf Evrópusambandsins hefur áhrif á nánast hvern einasta einstakling á Íslandi á hverjum degi." Meira
28. mars 2008 | Velvakandi | 378 orð | 1 mynd

velvakandi

101 Hvað? Í SJÓNVARPINU þessa dagana má sjá eftirsóttasta póstnúmer Íslands, 101 Reykjavík, sem hryggðarmynd. Ég bjó þar í níu ár á sínum tíma, í Þingholtunum, rétt við Skólavörðustíginn. Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Þessi ríkisstjórn hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra

Björgvin Guðmundsson skrifar um hagsmunamál aldraðra: "Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. Þessir aðilar hafa brugðist." Meira
28. mars 2008 | Aðsent efni | 162 orð

Þróunarsamvinna og Flugstöð Leifs Eiríkssonar

ÞRÓUNARAÐSTOÐ á vegum utanríkisráðuneytisins hefur verið í umræðunni og fleiri og fleiri spyrja hvað er ríkið að vasast í þessu í stað þess að fela einkageiranum og aðilum með sérþekkingu að annast rekstur slíks málaflokks Á sama hátt spyrja menn: hvað... Meira

Minningargreinar

28. mars 2008 | Minningargreinar | 2071 orð | 1 mynd

Auður Kristjánsdóttir

Auður Kristjánsdóttir fæddist í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 19. maí 1926. Hún andaðist fimmtudaginn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 903 orð | 1 mynd

Ása Guðrún Kristjánsdóttir

Ása Guðrún Kristjánsdóttir fæddist á Innra-Ósi í Strandasýslu 17. júní 1917. Hún lést á Elliheimilinu Grund 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Hinrik Þórðarson, f. 1874, d. 1920 og Sigurlína Kolbeinsdóttir, f. 1880, d. 1970. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 1984 orð | 1 mynd

Guðbjörg Oddsdóttir

Guðbjörg Oddsdóttir fæddist á Heiði á Rangárvöllum 23. desember 1921. Hún lézt á líknardeild Landakotsspítala á skírdag 20. marz síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Þorsteinsdóttir, húsmóðir, f. 23. ágúst 1890, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2246 orð | 1 mynd

Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir

Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist á Skeiðflöt í Sandgerði 21. apríl 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðmundsdóttir, f. 1886, d. 1959 og Bjarni Jónsson, f. 1886, d. 1963. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 1860 orð | 1 mynd

Guðrún Kvaran

Guðrún Kvaran fæddist í Reykjavík 15. mars 1921. Hún lést á bráðadeild Landspítalans 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru reykvísku hjónin Ólafía Gísladóttir, húsfreyja, f. 13.12. 1897, d. 24.8. 1970 og Vilhjálmur Þorsteinsson, stýrimaður, f.... Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 1274 orð | 1 mynd

Jón Ólafur Tómasson

Jón Ólafur Tómasson fæddist á Uppsölum í Hvolhreppi 24. maí 1918. Hann lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli föstudaginn 21. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Uppsölum, f. 1877, d. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2556 orð | 1 mynd

Kristján Páll Sigfússon

Kristján Páll Sigfússon kaupmaður fæddist í Kolakoti í Folafæti við Ísafjarðardjúp 4. mars 1921 en flutti fjögurra ára með foreldrum sínum og systkinum til Ísafjarðar og ólst þar upp. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut 14. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2285 orð | 1 mynd

Móeiður Helgadóttir

Móeiður fæddist á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 12. maí 1924. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Ágústsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, f. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2022 orð | 1 mynd

Ólafur Símon Aðalsteinsson

Ólafur Símon Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1984. Hann lést af slysförum 21. mars sl. Foreldrar Ólafs Símonar eru Aðalsteinn Jón Símonarson, f. 13. sept. 1955, og Guðný Ólafsdóttir, f. 2. apríl 1957. Bræður Ólafs Símonar eru Tryggvi Þór, f. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 1086 orð | 1 mynd

Sigurður Sveinn Másson

Sigurður Sveinn Másson fæddist í Reykjavík 9. september 1955. Hann varð bráðkvaddur í Vilnius í Litháen 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 24. október 1932 og Már Sveinsson, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2953 orð | 1 mynd

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Sigurjóna Sigurjónsdóttir fæddist á Hóli á Stöðvarfirði 28. ágúst 1930. Hún lést á heimili sínu 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Geirsson, f. 26. mars 1904, d. 22. mars 1930 og Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, f. 23. apríl 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2008 | Minningargreinar | 2639 orð | 1 mynd

Valgeir Norðfjörð Guðmundsson

Valgeir Norðfjörð Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónasson, fæddur á Breiðabólstað, Hún., 30.7. 1865, látinn 22.2. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. mars 2008 | Sjávarútvegur | 107 orð | 1 mynd

Erlend skip lönduðu 41.557 tonnum

Alls lönduðu erlend skip 41.557 tonn af sjávarafla úr íslensku landhelginni í febrúarmánuði síðastliðnum. Umfangsmestu veiðarnar voru loðnuveiðar en loðnuafli erlendra skipa var 41.350 tonn. Engin skip stunduðu veiðar við landið í janúar. Meira
28. mars 2008 | Sjávarútvegur | 512 orð | 1 mynd

Grásleppuveiðin misjöfn

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fer bæði hægt og misjafnlega af stað eftir stöðum. Veiðarnar eru hafnar fyrir Norðausturlandi, en veður hefur á köflum verið óhagstætt. Meira

Viðskipti

28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Engar viðræður

ENGAR formlegar eða óformlegar viðræður eru í gangi milli Sparisjóðsins í Keflavík og Icebank um hugsanlegan samruna félaganna, að sögn Geirmunds Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Eyrir Invest með 35,7% hlut í Marel

EYRIR Invest heldur áfram að bæta við hlut sinn í Marel Food Systems . Í gær flaggaði félagið kaupum á tæplega 5 milljónum hluta og á það nú orðið 35,7% af heildarhlutafé Marels. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Fá hæstu einkunn

TVÆR nýjar útgáfur af sérvörðum skuldabréfum Kaupþings fengu í gær lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's og er það hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Hagkerfið öðrum víti til varnaðar

BRESKA blaðið Daily Telegraph segir í grein í blaðinu í gær að efnahagsástandið á Íslandi geti haft áhrif á lönd eins og Tyrkland, Eystrasaltsríkin, Balkanríkin, Ungverjaland og hugsanlega Suður-Afríku. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 350 orð

Hagnaðartaka þurrkaði út hækkun

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MIKLAR sveiflur einkenndu íslenska hlutabréfamarkaðinn í gær, en fyrri helming dagsins stefndi í ríflega þriggja prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Hörð lending hjá Spánverjum

HARÐNAÐ hefur á dalnum á húsnæðismörkuðum víða um heim vegna lánakreppu á fjármálamörkuðum. Spánn er þar engin undantekning. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Kaupþing með 27% í Skiptum

ALLS hafa verið felldar niður 104 afskriftir fyrir hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans, eftir að Kaupþing ákvað að innheimta ekki áskriftirnar í hlutafjárútboðinu. Exista hefur sem kunnugt er gert öllum hluthöfum Skipta yfirtökutilboð. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Krónan veiktist í gær

KRÓNAN veiktist um 1,8% gær, en gengisvísitalan var við lokun markaða 153,40 stig en var 150,65 stig þegar markaðir voru opnaðir í gær. Mikil velta var á millibankamarkaði og nam hún 89,6 milljörðum króna. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Misjafnt gengi hlutabréfa erlendis

ERLENDAR hlutabréfavísitölur hækkuðu flestar í gær, að þeim bandarísku og japönsku undanskildum. Fréttir af minnkandi fjárfestingu í vélbúnaði og öðrum framleiðsluvörum í Bandaríkjunum jók á svartsýni fjárfesta. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 114 orð | 1 mynd

Rannsakar neikvæðan orðróm

Írska fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort neikvæðum orðrómi hafi verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari fyrir yfirtöku. Meira
28. mars 2008 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Viðskipti með stóran hlut í Straumi

SKÖMMU eftir opnun kauphallarinnar í gær voru tilkynnt utanþingsviðskipti með 1,44% hlut í Straumi-Burðarási. Meira

Daglegt líf

28. mars 2008 | Daglegt líf | 201 orð

Af flugu og skáldskap

Pétur Stefánsson hitti fyrir „fluguskömm“ með ærandi suði við einn kúpulinn: Af hverju var skaparinn að skap'ana, skrýtna flugu sem ærði mig með suði? Ég sló hana fast með flötum lófa og drap'ana. Meira
28. mars 2008 | Neytendur | 96 orð | 1 mynd

Batnandi járnbúskapur ungbarna

RANNSÓKN Rannsóknastofu í næringarfræði, sem gerð var árið 2006, leiddi í ljós að járnbúskapur ungbarna hefur batnað talsvert síðan fyrir tíu árum. Meira
28. mars 2008 | Daglegt líf | 573 orð | 1 mynd

Bordeaux 2007 – ekki alslæmur?

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það hefur verið hálfgert þjóðarsport vínáhugamanna undanfarin ár að lofa og gagnrýna vínhúsin í Bordeaux á víxl. Meira
28. mars 2008 | Daglegt líf | 813 orð | 3 myndir

Listamaðurinn lengi þar við undi

Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í marmaramálun og gyllingu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti hagleiksmanninn Helga Gretar Kristinsson og dáðist að hlutum sem hann hefur farið höndum um. Meira
28. mars 2008 | Daglegt líf | 578 orð | 3 myndir

Líður vel á grænmetisfæðinu

Kínverski kórstjórnandinn, organistinn og óperusöngkonan Natalia Chow Hewlett kennir Íslendingum að elda gómsæta grænmetisrétti með kínversku ívafi. Jóhanna Ingvarsdóttir sótti Natalíu heim á Álftanesið. Meira

Fastir þættir

28. mars 2008 | Árnað heilla | 16 orð | 1 mynd

65 ára afmæli. Jónas Helgi Guðjónsson húsasmíðameistari er sextíu og...

65 ára afmæli. Jónas Helgi Guðjónsson húsasmíðameistari er sextíu og fimm ára í dag 28.... Meira
28. mars 2008 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Sjötug er í dag 28. mars Helga Þórdís Tryggvadóttir. Í...

70 ára afmæli. Sjötug er í dag 28. mars Helga Þórdís Tryggvadóttir. Í tilefni dagsins mun Helga Þórdís ásamt eiginmanni sínum, Eyjólfi Gíslasyni, börnum og tengdabörnum, taka á móti ættingjum og vinum í Oddfellowhúsinu Grófinni 6, Keflavík kl. 19. Meira
28. mars 2008 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ára afmæli. Mánudaginn 31. mars verður Sigurður A. Magnússon...

80 ára afmæli. Mánudaginn 31. mars verður Sigurður A. Magnússon rithöfundur áttræður. Laugardaginn 29. mars tekur hann á móti vinum og velunnurum milli kl. 15 og 19 í Félagsheimili Í.R., Skógarseli 12, Reykjavík (í... Meira
28. mars 2008 | Fastir þættir | 167 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Glatað tækifæri. Norður &spade;Á6 &heart;DG92 ⋄ÁD72 &klubs;ÁD4 Vestur Austur &spade;KG3 &spade;74 &heart;87 &heart;ÁK1064 ⋄G984 ⋄1053 &klubs;10832 &klubs;G75 Suður &spade;D109852 &heart;53 ⋄K6 &klubs;K96 Suður spilar 4&spade;. Meira
28. mars 2008 | Fastir þættir | 260 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur hafin Aðalsveitakeppni BR hófst þriðjudaginn 25. mars með þátttöku 18 sveita. Keppnin stendur yfir í fjögur kvöld. Meira
28. mars 2008 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Föstudagsbíó

GOING TO THE MAT (Sjónvarpið kl. 21.15) Blindur drengur sætir einelti og er utanveltu í nýja skólanum en gefst hann tekur til sinna ráða. Öðruvísi unglingamynd. *** ½ THE COUNT OF MONTE CHRISTO (Sjónvarpið kl. 22. Meira
28. mars 2008 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Leiklistin heiðruð á haus

Yfir tvö hundruð leikarar og skemmtikraftar léttu vegfarendum í Madríd lundina í gær í tilefni Alþjóða leiklistardagsins. Trúðar, loftfimleikafólk og látbragðsleikarar mættu íbúum og gestum borgarinnar á hverju götuhorni og í almenningsvögnum. Meira
28. mars 2008 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Lækna mig, Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér...

Orð dagsins: Lækna mig, Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jer. 17, 14. Meira
28. mars 2008 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 Bxc5 6. Rf3 Db6 7. e3 Dc7 8. a3 b6 9. Bd3 Bb7 10. b4 Be7 11. Bb2 a6 12. Hc1 d6 13. O–O Rbd7 14. Hfd1 O–O 15. Re4 h6 16. Rxf6+ Rxf6 17. De2 Had8 18. Rd4 Db8 19. e4 Da8 20. He1 Hfe8 21. f4 e5 22. Meira
28. mars 2008 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkur hefur fagnað skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hver er formaðurinn? 2 Finnur Dellsén hefur verið ráðinn aðstoðarmaður eins formanna stjórnmálaflokkanna. Hvaða formanns? Meira
28. mars 2008 | Í dag | 361 orð | 1 mynd

Upplýsingatækni alstaðar

Svana Helen Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám í rafmagnsverkfræði við HÍ og lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Darmstadt 1987. Meira
28. mars 2008 | Fastir þættir | 347 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji verður seint talinn til stórnotenda bóka, a.m.k. ef miðað er við hans betri helming sem hreint og beint spænir upp hverja skrudduna á fætur annarri. Meira

Íþróttir

28. mars 2008 | Íþróttir | 111 orð

Aron til reynslu hjá Lemgo

ARON Pálmarsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi úr FH og 20-ára landsliðinu, hefur æft með þýska liðinu Lemgo þessa vikuna. Aron sagði í samtali við handbolti. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Ágæt byrjun hjá Birgi á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf leik í gær á Andalúsíu-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir lék á einu höggi yfir pari eða 73 höggum og er hann í 63. sæti ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 1420 orð | 1 mynd

„Krefjandi verkefni“

ÞRETTÁN Íslendingar leika í stærstu úrvalsdeild í sögu sænsku knattspyrnunnar sem byrjar af fullum krafti á sunnudaginn. Liðunum var fjölgað úr fjórtán í sextán fyrir þetta tímabil og sjö þeirra eru með íslenska leikmenn innanborðs, auk þess sem Sigurður Jónsson þjálfar áfram lið Djurgården. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 297 orð

Birkir bíður rólegur

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG veit ekki hver niðurstaðan verður í þessu máli og kannski er best að flýta sér hægt. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 195 orð

Einar hefur ákveðið sig

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG á von á því að það verði klárt í byrjun næstu viku hvar ég leik handbolta á næstu leiktíð. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 148 orð

Fjölnir fær tvo frá Val

NÝLIÐAR Fjölnis í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið liðsauka frá Íslandsmeisturum Vals. Hlíðarendafélagið hefur lánað þeim sóknarmanninn Andra Val Ívarsson og varnarmanninn Kristján Hauksson. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Hannes Þ. Sigurðsson var aðeins 7 mínútur að komast á blað sem markaskorari hjá sínu nýja félagi í sænsku knattspyrnunni, Sundsvall . Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 240 orð

Hannes á leið til Burgdorf

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HANNES Jón Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með Fredericia í Danmörku, er að öllu óbreyttu á leið til Hannover-Burgdorf sem leikur í 2. deild, næstefstu deildinni í Þýskalandi. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 428 orð

ÍSHOKKÍ Úrslitakeppni karla, annar leikur: SA - SR 4:0 (2:0, 1:0, 1:0)...

ÍSHOKKÍ Úrslitakeppni karla, annar leikur: SA - SR 4:0 (2:0, 1:0, 1:0) Mörk SA : Andri Mikaelsson 1/1, Birkir Árnason 1/0, Sigmundur Rúnar Sveinsson 1/0, Steinar Grettisson 1/0, Jón B Gíslason 0/1, Jacub Koci 0/1, Sindri Már Björnsson 0/1. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 110 orð

Ísland upp í 3. deildina

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í íshokkí tryggði sér í gær sæti í 3. deild heimsmeistaramótsins eftir öruggan sigur á Nýja-Sjálandi, 5:1, í uppgjöri efstu liða 4. deildar í Rúmeníu. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 188 orð

Jón samdi við SönderjyskE

JÓN Þorbjörn Jóhannsson, handknattleiksmaður úr Fram, hefur samið við danska félagið SönderjyskE fyrir næsta keppnistímabil. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 130 orð

Ólafur skoraði níu mörk

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, átti stórleik með Ciudad Real í fyrrakvöld og skoraði 9 mörk þegar lið hans vann öruggan útisigur á Antequera í spænsku 1. deildinni í handknattleik, 33:24. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 132 orð

Óvíst hvort Smith komi

ENN er óvíst hvort skoski knattspyrnumaðurinn Barry Smith komi á ný til Valsmanna. Viðræður um það hafa verið í gangi en Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Vals sagði við Morgunblaðið í gær að enn væri allt opið í þeim efnum. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

SA jafnaði við SR

Í gær fór annar leikurinn í úrslitakeppninni í íshokkí fram á Akureyri. SA og SR áttust þá við og eftir ærlega rassskellingu í fyrsta leiknum komu heimamenn mjög einbeittir til leiks. Þeir höfðu yfirhöndina frá byrjun og gáfu engin færi á sér. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 118 orð

SA kærir SR til ÍSÍ

STJÓRN Skautafélags Akureyrar hefur ákveðið að kæra Skautafélag Reykjavíkur fyrir að nota ólöglegan leikmann í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí karla. SR hafði þar betur, 9:6. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 911 orð | 1 mynd

Stemmningslið Snæfells slær Njarðvík út

ÚRSLITAKEPPNI Iceland Express deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Þór og Grindvíkingar fá Skallagrím í heimsókn.. Meira
28. mars 2008 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Trickett og Sullivan bættu heimsmet

EAMON Sullivan og Libby Trickett settu í gær heimsmet í sundi en þau eru bæði frá Ástralíu. Meira

Bílablað

28. mars 2008 | Bílablað | 666 orð | 1 mynd

40 prósent aflmeiri og léttari rafhlöður

DeWALT er um þessar mundir að kynna fjölmargar nýjungar, bæði í verkfærum og fylgihlutum. Þórunn Stefánsdóttir ræddi við Ásgeir Einarsson, framkvæmdastjóra Sindra, um tækniþróunina. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 592 orð | 1 mynd

Að ýmsu að huga varðandi sumardekkin

Arnar Tryggvason, sölustjóri hjá N1-hjólbarðaþjónustu í Fellsmúla, er mikill dekkjasérfræðingur. Það er ekki nóg með að hann hafi unnið í þessum geira í 14 ár heldur eru dekk og felgur eitt helsta áhugamál hans. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 456 orð | 1 mynd

Afmæli JCB á Íslandi

Árið 1945 stofnaði Joseph Cyril Bamford fyrirtæki með það fyrir augum að framleiða bygginga- og landbúnaðartæki, og notaði hann upphafsstafi sína sem nafn fyrirtækisins. Þórunn Stefánsdóttir kynnti sér söguna. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 321 orð | 1 mynd

Aktu í grænum takti

Margt smátt gerir eitt stórt og hver og einn getur lagt sitt á vogarskálarnar til þess að draga úr loftlagsbreytingunum. Það er að sjálfssögðu mikilvægt að velja umhverfisvænan bíl en það er ekki síður mikilvægt að aksturslagið sé það líka. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 626 orð | 1 mynd

Alltaf jafngaman að vera skítugur upp fyrir haus

Það er eiginlega bara kjánalegt að halda að bifvélavirkjun sé ennþá algjört karlastarf. Stefanía Gunnarsdóttir, sem starfar á bifvélaverkstæði Heklu, sagði Völu Ósk Bergsveinsdóttur frá því hversu skemmtilegt það er að vera skítugur upp fyrir haus alla daga. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 265 orð | 6 myndir

Aukahlutir gefa bílnum karakter

Aukahlutir geta breytt miklu varðandi útlit og notkunarmöguleika bíla. Því komst Vala Ósk Bergsveinsdóttir að þegar hún hafði samband við B&L og kynnti sér úrval aukahluta fyrir nýja millistærðarbílinn Hyundai i30. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 813 orð | 1 mynd

Ábyrgð söluumboðs og réttur kaupanda

Hversu víðtæk er ábyrgð á nýjum bílum, hver er réttur neytanda og hvar takmarkast ábyrgð söluumboðs. Sigríður Dóra Gísladóttir leitaði svara við þessum og fleiri spurningum varðandi ábyrgð nýrra bíla. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 102 orð

Ásinn frá BMW grænastur

Dómnefnd bílablaðamanna frá 22 löndum tilkynnti nýverið að val sitt á græna bíl ársins 2008 eða „World Green Car of the Year“ en titilinn að þessu sinni hlýtur BMW 118d. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1219 orð | 1 mynd

„Smáa letrið“ sem ætti að lesa

Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Það mun heyra til undantekninga lesi einhver ábyrgðarskilmála áður en bíll er keyptur. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1219 orð | 5 myndir

Betri og umhverfisvænni vinnubrögð

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Dæling ehf. á Fljótsdalshéraði sérhæfir sig í hreinsun og ástandsgreiningu veitukerfa og hreinsun gatna og gangstétta. Dæling keypti nýverið til landsins sérhæfð tæki, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 245 orð | 5 myndir

Breyttur Land Cruiser 200

Fyrir skemmstu breytti Fjallasport eintaki af hinum nýja Land Cruiser 200 jeppa í fyrsta sinn fyrir 35" dekk en fyrirtækið hefur í gegnum árin sérhæft sig í breytingum á Toyota-jeppum. Hefur það t.d. gert breytingar fyrir 44 dekk á Land Cruiser 120. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 776 orð | 2 myndir

Dokaðu við áður en þú dælir!

Það getur kostað þig dágóðan skilding að dæla röngu eldsneyti á bifreiðina þína. Að þessu komst Sigríður Dóra Gísladóttir í samtali við Stefán Ásgrímsson, ritstjóra hjá FÍB, en árlegt tjón gæti numið 20 milljónum króna. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1582 orð | 2 myndir

Eiga „stórir amerískir palljeppar“ tilverurétt?

Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Íslenska þjóðvegakerfið með eina akrein í hvora átt, einbreiðar brýr og bratta fjallvegi, víða án vegriða, er hættulegt, t.d. hættulegra en margir erlendir ferðamenn eiga að venjast í sínum heimalöndum. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 411 orð | 1 mynd

Ert þú nokkuð á eftir með þinn vagn?

Nú þegar ferðatíminn fer í hönd fjölgar þeim fólksbifreiðum jafnt sem jeppum sem hafa í eftirdragi vagna eins og tjaldvagna, hjólhýsi, hestakerrur eða minni kerrur eins og fyrir mótorkrosshjól. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 215 orð | 2 myndir

Fallegur jeppi væri draumabíllinn

Hver er er uppáhaldsbíllinn þinn? ,Ég myndi segja að það væri sá bíll sem ég á hverju sinni. Ég hef í raun aldrei verið óheppin í bílakaupum og fer oftast eftir tilfinningunni sem ég fæ þegar ég sest undir stýri til að prufukeyra. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 859 orð | 2 myndir

Fékk hjólin til að snúast

Hann var valinn bíll 20. aldarinnar af 133 virtum bílablaðamönnum og sérfræðingum og það það efast enginn um að hann braut blað í sögu bílsins þegar hann kom á markað árið 1908. Ford Model T fagnar 100 ára afmæli í ár. Unnur H. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 204 orð | 2 myndir

Fyrsta flokks „smurstöð á hjólum

Nýlega tók Vélasvið HEKLU í notkun nýjan smurþjónustubíl af gerðinni Scania R270. Í fréttatilkynningu segir að bíllinn sé afar fullkominn og útbúinn, í samstarfi við Skeljung, samkvæmt ströngustu stöðlum frá Caterpillar. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 126 orð | 1 mynd

Fyrsta vélin seld

MHG Verslun ehf. hefur hafið innflutning á Gehl-smágröfum. Gehl-smágröfurnar koma frá Bandaríkjunum og en Gehl-fyrirtækið var stofnað árið 1859 og verður því 150 ára á næsta ári. Að sögn Hilmars Arnarsonar, framkvæmdastjóra MHG Verslunar ehf. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 314 orð | 1 mynd

Fyrsti BMW M bíllinn 30 ára

Á haustmánuðum fyrir 30 árum síðan leit fyrsti M bíll BMW verksmiðjanna dagsins ljós á bílasýningunni í París en það var hinn nú sígildi bíll BMW M1. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 342 orð | 1 mynd

Gúmmívinnslan og Alorka sameinast

Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir allan rekstur ALORKU í Reykjavík. Gúmmívinnslan er rótgróið fyrirtæki og hefur starfað frá árinu 1982. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 163 orð | 4 myndir

Hartmann breytir Mercedes-Benz Sprinter í sannkallaða skutlu

Mercedes-Benz Sprinter bílarnir hafa nú verið á markaði frá árinu 1995 en ekki eru nema um tvö ár síðan Sprinter fékk síðustu yfirhalninguna. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 556 orð | 8 myndir

Hótelherbergi á hjólum

Húsbíllinn býður upp á mikið ferðafrelsi með því að sameina ferðamáta og gistingu. Þormóður Dagsson prufukeyrði á dögunum þýska lúxushúsbílinn James Cook Sprinter Wesfalia. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 592 orð | 2 myndir

Hreinsar fita og fleira í kransæðakerfinu undir borginni

Árið 2004 bauð Reykjavíkurborg út alla hreinsun á holræsakerfinu. Um það leyti samdi Jón Helgason þá við borgina um að kaupa af henni holræsabílinn og stofnaði fyrirtækið Spíssar ehf. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1102 orð | 2 myndir

Hugmyndin sem varð að hagræðingarverkfæri

Það var alvarlegt umferðarslys sem kom fjórum vinum til þess að huga að lausnum til þess að fylgjast með og bæta aksturslag. Þeir byrjuðu í bílskúrnum fyrir átta árum en starfa nú undir nafninu New Development (ND á Íslandi) og eru nú m.a. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 499 orð | 2 myndir

Hummer er algjör draumur

Hummerum hefur fjölgað nokkuð hér á landi á síðustu tveimur árum og einn þeirra sem eiga slíkan bíl er bílaáhugamaðurinn Valdimar Kristjánsson. bert Róbertsson ræddi við hann um bílaáhugann og alla draumabílana. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 320 orð | 2 myndir

Kokssvartur sjarmör

Sá gripur var með fyrstu Chrysler 300-bílunum sem komu til landsins. Halldór segir að Chrysler 300 dragi nafn sitt af bíl sem Chrysler framleiddi fyrir rúmum 50 árum og var nefndur 300; eftir hestöflunum sem öflug vélin skilaði. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 925 orð | 2 myndir

Komatsu ECOT3-dísilvélar

Eftir Leó M. Jónsson leómmm@simnet.is Fyrsta Komatsu-tækið sem tekið var í notkun á Íslandi var jarðýta sem Guðmundur Einarsson verkfræðingur keypti fyrir verktakafyrirtæki sitt, Aðalbraut hf., um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 673 orð | 1 mynd

Kranabílar eru engir smábílar

Það er sko engin lognmolla í kringum kranabílavinnu. Verkefnin eru bæði fjölbreytt og óvænt og enginn veit fyrir fram hvernig vinnudagurinn kemur til með að vera. Vala Ósk Bergsveinsdóttir settist niður með Ásmundi Þór Hreinssyni hjá GP krönum og fékk að heyra meira um starfið. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 363 orð | 1 mynd

Norski rafmagnsbíllinn nýtur hylli

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í bílablaði Morgunblaðsins hefur verið fjallað um Th!nk City, rafmagnsbílinn norska sem frumsýndur var sem hugmyndabíll á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 783 orð | 4 myndir

Nýframkvæmdir fyrir 7,2 milljarða áætlaðar 2008

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@gmail.com Bubbi söng að sumarið væri tíminn og svo sannarlega er það rétt. Sumarið er tími til margs, m.a. tími gatna- og umferðarframkvæmda á Íslandi. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 94 orð | 1 mynd

Nýir Hyster hillulyftarar til Ísheima

Í byrjun þessa árs voru teknir í notkun þrír nýir hillulyftarar í Ísheimum, frystivörumiðstöð Samskipa. Eru þeir af gerðinni Hyster C1. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 39 orð | 5 myndir

Nýjungar í New York

Umhverfishæfar, áhugaverðar, framandi, furðulegar, aflmiklar og frumlegar nýjungar í heima bíla getur að líta á alþjóðlegu bílasýningunni sem stendur yfir í New York dagana 21.-30. mars. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim bifreiðum sem þar eru... Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 247 orð | 1 mynd

Nýr og lipur Hydrema trukkur

Vélar og þjónusta hafa markaðssett nýja trukka, eða búkollur, af gerðinni Hydrema, og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá verktökum hér á landi. Trukkurinn er léttur, eða um sjö og hálft tonn. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 275 orð | 2 myndir

Nýstárlegur danskur vigtunarbúnaður

Vörubíladeild Volvo hefur tekið í notkun forvitnilegan tæknibúnað sem ætlað er að gera vörubílstjórum auðveldara að mæla þyngd og dreifingu farms, sér í lagi farms sem erfitt er að vigta eins og möl, grjót, korn og fleira. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1115 orð | 3 myndir

Óður til hreyfingar

Ný kynslóð Citroen C5-bílsins sem væntanleg er á markað í Evrópu með vorinu felur frekar í sér stökkbreytingu en þróun frá kynslóðinni sem hann leysir af hólmi. Hönnunin er vönduð og útlitið stílfagurt og grípandi við fyrstu sýn. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 394 orð | 2 myndir

Rannsóknir á þreyttum ökumönnum leiða til aukins umferðaröryggis

Yfirvöld í Svíþjóð hafa heimilað Volvo Trucks í Svíþjóð að framkvæma rannsóknir á almennum vegum, sem felast í prófum á aksturslagi þreyttra ökumanna. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 189 orð | 1 mynd

Ró og næði í vinnunni með hljóðlausum brettatjakk

Á lagerum, verkstæðum, verslunum og í vörubílum má finna brettatjakka sem eru nauðsynlegir til þess að flytja stór og þung vörubretti á milli staða en eins eru brettatjakkar mikið notaðir við affermingar á flutningabílum þar sem lyftarar eru ekki til... Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 1056 orð | 4 myndir

Saga vespunnar

Hvað eiga John Waine, Audrey Hepburn, Sting og Jude Lowe sameiginlegt? Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 655 orð | 1 mynd

Tvenns konar bilanir í Opel

* Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 146 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sigur hjá Ducati

Það er ekkert lát á sigurgöngu Ducati en nýjustu kynslóðir mótorhjólanna hafa reynst gífurlega vinsælar. Tvö Ducati mótorhjól voru valin sem mótorhjól ársins 2008, annars vegar í Sport flokki og hins vegar í Supermoto flokki. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 79 orð | 2 myndir

Veikur fyrir pallbílum

Hefurðu átt bíl sem þú tengist sérstaklega? ,,Ég tengist“ ekki bílum og hef eiginlega bara alltaf átt druslur. Fyndnasta druslan sem ég hef átt var líklega Simca Talbot. Af ,,10 worst cars ever made“ hef ég átt 3. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 59 orð | 13 myndir

Vel búin/n í vinnufatnaði

Eftir Hildi Ingu Björnsdóttur hildur@xirena.is Fatnaður fyrir þá sem vinna á vinnuvélum þarf að vera öruggur og vernda menn fyrir hugsanlegum óhöppum á athafnasvæðum. Mikilvægt er að fatnaðurinn endist vel og sé hlýr og þægilegur. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 231 orð | 5 myndir

Vélarnar mala og hjólin rúlla

Þrátt fyrir veðrabrigðin í efnahagslífinu að undanförnu halda vélarnar áfram að mala og hjólin að rúlla, næstum því eins og ekkert hafi í skorist enn sem komið er. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 363 orð | 4 myndir

Vinnubílar á skynsamlegu verði?

Verktakar sem aðrir kunna yfirleitt vel við tæki og tól sem uppfylla þeirra þarfir en eru þó á skynsamlegu verði. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 569 orð | 4 myndir

Vinsæll vinnuþjarkur

Toyota Hilux pallbíll hefur verið meðal vinsælustu vinnubíla allt síðan hann kom fyrst fram í sviðsljósið árið 1967. Sjötta kynslóðin af Toyota Hilux kom á markað fyrir um ári síðan. Róbert Róbertsson reynsluók Hilux Double Cap. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 389 orð | 4 myndir

Vörubílaframleiðandinn MAN 250 ára

Á Íslandi dettur líklega flestum í hug vörubílar þegar minnst er á hið þekkta fyrirtæki MAN. Fyrirtækið er þó þekkt fyrir ýmislegt annað í Þýskalandi en vörubíla enda er það samofið þýskum iðnaði. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 548 orð | 1 mynd

Wave handlangarinn í stað stiga og stóla

Hinir svokölluðu Wave-handlangarar eru sem óðast að ryðja sér til rúms víða um heim, en notkun þeirra stóreykur öryggi starfsfólks og sparar jafnframt tíma og vinnu að verulegu leyti. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 228 orð | 2 myndir

Þekki ekki Volkswagen frá vörubíl

Uppáhaldsbíllinn minn er Jagúar eins Dýrlingurinn ók á sínum tíma. Mér hafa alltaf fundist það stórkostlegir bílar en mér þykir líka rosalega vænt um Santa Fe-jepplinginn minn þótt ég nenni sjaldnast að þrífa hann. Meira
28. mars 2008 | Bílablað | 377 orð | 1 mynd

Þvo undirvagna allra bíla

Nýverið festi verktakafyrirtækið Klæðning ehf. kaup á færanlegri þvottastöð til þess að skola undirvagna flutningabíla sinna. Héðan í frá munu undirvagnar allra bíla Klæðningar ehf. vera þvegnir áður en þeim er ekið út af framkvæmdasvæðum fyrirtækisins. Meira

Annað

28. mars 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

8 Mb/s ódýrust hjá Hive

Hér er kannað mánaðargjald fyrir nettengingu með allt að 8 Mb hraða á sekúndu. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 16 orð

Afmæli í dag

Santi Raphael málari, 1438 Maxim Gorkí rithöfundur, 1868 Dirk Bogarde leikari, 1921 Flora Robson leikkona, 1902 Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Allir klárir fyrir George W. Bush

Hinn umdeildi leikstjóri Oliver Stone hefur nú afhjúpað hverjir munu leika í hinni fyrirhuguðu kvikmynd hans W sem fjallar um mótunarár George W. Bush Bandaríkjaforseta. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 169 orð | 1 mynd

Allir læknarnir sögðu upp

Allir þrír læknarnir á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hafa sagt upp störfum og hefur einn þeirra þegar hætt. Uppsagnir hinna tveggja taka gildi um næstu mánaðamót. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 317 orð | 1 mynd

Allsherjarnefnd taki á sig rögg

Í umfjöllun 24 stunda í gær, og í viðtali við Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, er gerð grein fyrir viðamikilli könnun sem hún stóð fyrir ásamt fleirum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Allt að 18 m/s

Norðaustan 8-13 m/s, en allt að 18 m/s norðvestantil á landinu og við suðausturströndina. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, annars él. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust að deginum... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Athygli vakti þegar flugunni, djammblaðamanni Morgunblaðsins, var sagt...

Athygli vakti þegar flugunni, djammblaðamanni Morgunblaðsins, var sagt upp á dögunum vegna ummæla um Gunnar Birgisson , bæjarstjóra í Kópavogi. Reynir Traustason var ekki lengi að hugsa og réð fluguna í vinnu á DV. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Atvinnubílstjórar tepptu umferð

Umferð í Ártúnsbrekku gekk afar hægt um tíma í gær en tugum flutningabíla með tengivagna var lagt á götuna skammt frá verslun N1 og lokuðu þeir umferðinni í báðar áttir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 34 orð | 1 mynd

Á flakki á tíræðisaldri

Hólm Dýrfjörð er 94 ára íbúi á Grund sem hefur sjaldan ferðast meira um ævina en síðustu ár. Ferðaþráin fór fyrst að gera vart við sig eftir sjötugt og síðan hefur Hólm verið... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 221 orð | 1 mynd

Áhugamál og afslöppun sameinuð

Kynning Ferðaþjónusta bænda býður upp á fjölda áhugaverðra göngu- og hjólreiðaferða erlendis en Hugrún Hannesdóttir hjá Ferðaþjónustunni segir að slíkar ferðir séu mjög vinsælar. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 18 orð | 1 mynd

Áhyggjur af Þingvöllum

Vegagerðin fór rangt með afstöðu Umhverfisstofnunar þegar hún skrifaði UNESCO vegna Gjábakkavegar. Stofnunin vill að náttúran njóti... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 62 orð

Ákvarðað um stimpilgjöld

Reiknað er með því að tekin verði ákvörðun á fundi ríkisstjórnarinnar í dag um útfærslur og tímasetningar vegna niðurfellingar stimpilgjalda á kaupum á fyrstu fasteign. Sú aðgerð var boðuð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 17. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 48 orð

„Getið þið ímyndað ykkur 24,8 milljónir lítra af vökva? Erfitt...

„Getið þið ímyndað ykkur 24,8 milljónir lítra af vökva? Erfitt? Ekki svo rosalega, en þetta er gífurlegt magn. Þetta magn rann ofan í áfengisþyrsta Íslendinga á sl. ári. Ómægodd. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 46 orð

„Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu...

„Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, [... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 54 orð

„Mig dreymdi [...] algjöra steypu í nótt. Eitthvað með...

„Mig dreymdi [...] algjöra steypu í nótt. Eitthvað með leiklistaræfingu sem ég mátti bara horfa á, ekki taka þátt í og einhvern bíl. [...] Ég er samt fegin. Ég er nefnilega með mjög fastheldið kerfi hvað varðar draumana mína [... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

BMW 118d græni bíll ársins

Það setja kannski ekki allir samasemmerki á milli BMW og sparneytinna og umhverfisvænna bíla. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

BMW fagnar 30 ára afmæli M1

Af hverju eru menn ekki ennþá að smíða svona bíla? Þó að BMW hafi verið í bíla-„bisness“ í 92 ár hefur framleiðandinn aðeins smíðað einn ofurbíl með miðlægri vél. Við erum að sjálfsögðu að tala um M1. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Borgarstjórar vissu um kostnað

Borgarstjórar og formaður borgarráðs vissu af framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Laugardalsvöll frá september 2006 og fram í janúar 2008. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri fram til 17. október 2007 og Dagur B. Eggertsson frá þeim degi til 24. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 53 orð

Bremsunýjung

Loksins, eftir öll þessi ár, gefur að líta framþróun í bremsuljósum. Nemendur við Virgina Tech háskólann hafa þróað ljós sem breytist eftir því hvernig þú stígur á bremsuna. Sértu að hægja á þér loga gular perur í miðju ljósinu. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 341 orð | 1 mynd

bréf til blaðsins

Geislafræðingar við Landspítala skrifa: Hvers vegna segja geislafræðingar Landspítala upp störfum? Geislafræði er BSc.-nám sem kennt hefur verið við Tækniháskóla Íslands sem nú hefur sameinast Háskólanum í Reykjavík. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 92 orð | 1 mynd

Dagsektum beitt

Í dag rennur út andmælaréttur eigenda hússins að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að sektum upp á 50 þúsund krónur á dag verði beitt frá 1. apríl verði vistarverum í húsinu, sem er iðnaðarhúsnæði, ekki lokað. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 132 orð | 1 mynd

Dapurleg endalok

Á þessum degi árið 1941 lést rithöfundurinn Virginia Woolf. Hún hafði þjáðst af geðveiki um skeið og sá ekki fram á að ná andlegri heilsu. Þennan dag skrifaði hún bréf til eiginmanns síns, Leonards, og systur sinnar, Vanessu. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Dekurferð til Balí í október

Íslenska ferðaskrifstofan Óríental sérhæfir sig í ferðum til Suðaustur-Asíu. Dæmi um ferðir sem eru til sölu núna er ævintýraferð til Balí frá 8. október til 25. nóvember. Einungis um 30 sæti eru í boði. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Dr. Spock rokkar á Organ

Hinir eiturhressu meðlimir Dr. Spock eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir sveitin verði ekki fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Endurfundir „Við höldum alltaf sambandi og erum búnir að gera það...

Endurfundir „Við höldum alltaf sambandi og erum búnir að gera það í gegnum öll þessi ár. Einar og Garðar eru nánast eins og bræður ennþá og ég fylgi með þegar við getum,“ segir Jóhann G. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 451 orð | 1 mynd

Endurgreiðsla út úr korti

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Himinn og haf er á milli greiðslna vegna ferðakostnaðar sjúklinga og akstursgreiðslna til opinberra starfsmanna. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 348 orð | 1 mynd

Evrópusambandið upphaf á endinum

Einn róttækasti geimverufræðingur heimsins, Stewart Swerdlow, er staddur hér á landi. Hann mun um helgina fræða landsmenn um geimverur, hugstjórnun stjórnvalda, einræði Illuminati-fjölskyldnanna og illsku Evrópusambandsins. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 18 orð

Femínistar fagna frestun keppni

Engin keppni um Ungfrú Vesturland verður í ár. Femínistar fagna og vona að aðrar keppnir fari sömu... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 316 orð | 3 myndir

Femínistar fagna keppnisfríinu

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Hugsanlega mun ég senda fulltrúa í keppnina en ætla ekki að taka ákvörðun um það strax. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 16 orð | 1 mynd

Ferðastyrkir hrökkva skammt

Sjúklingar eru óánægðir með þátttöku Tryggingastofnunar í ferðakostnaði, sem hrökkvi skammt. Ásta R. Jóhannesdóttir vill... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Fjögur lið trygg í úrslitin

Montreal, Pittsburg, Detroit og San Jose hafa nú þegar tryggt sér keppnisrétt í úrslitakeppni NHL en liðin eiga aðeins fimm til sex leiki eftir áður en ljóst verður hvaða sextán lið keppa innbyrðis í úrslitakeppninni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 172 orð | 1 mynd

Flýði í flas lögreglunnar

Fimm ára gutta sem ætlaði að kanna heiminn og klifraði þess vegna yfir grindverk við leikskólann sinn á dögunum brá eiginlega meira þegar hann sá fulltrúa réttvísinnar á staðnum sem var á lögreglubíl með viðvörunarljós í gangi, heldur en við fallið á... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Formúlan með eigin augum

Formúla 1 kappaksturinn nýtur mikilla vinsælda hér á landi og ljóst má vera að marga dreymir um að fara og upplifa slíkan kappakstur með eigin augum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 16 orð

Freyr Eyjólfs stunginn af eitraðri skötu

Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson var stunginn af stingskötu í Afríku. Hann segir tilviljanir hafa bjargað lífi... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Fréttahaukurinn Gissur Sigurðsson uppljóstraði á Bylgjunni á gær að hann...

Fréttahaukurinn Gissur Sigurðsson uppljóstraði á Bylgjunni á gær að hann sé búinn að missa 10 kíló frá áramótum. Fínn árangur það, en megrunarkúrinn þykur sérstakur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð

Fræðslumyndbönd á us.is

Á vef Umferðarstofu, us.is, er nú hægt að skoða fjölda fræðslumyndbanda fyrir ökumenn og aðra sem taka þátt í umferðinni. Myndböndin eru stutt, skýr og vandað hefur verið til gerðar þeirra. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Fullur með barnið í bílnum

Gítarleikari hinnar sívinsælu hljómsveitar Bon Jovi, Richie Sambora, var handtekinn fyrir ölvunarakstur fyrr í vikunni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Föst í London Eye

Um fjögur hundruð manns voru föst í London Eye nýlega þegar stöðva þurfti hjólið vegna viðgerða. Farþegar þurftu að eyða klukkustund í lausu lofti í allt að 135 metra hæð. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 370 orð | 1 mynd

Gamandrama um handrukkara

Ný íslensk kvikmynd, Stóra planið, verður frumsýnd í kvöld. Í henni segir frá ólánsömum handrukkara sem leigir íbúð af grunnskólakennara sem gefur sig út fyrir að vera glæpamaður sjálfur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 299 orð | 1 mynd

Geimfari eða draugabani

Það er langt í frá að sumarbúðir séu bara fyrir börn. Þannig geta fullorðnir sem hafa átt sér draum um að verða geimfarar, dýraþjálfarar eða draugabanar fengið óskir sínar uppfylltar, um tíma. Á síðunni Travelandleisure. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 13 orð

Geimverur í eðlulíki þrífast neðanjarðar

Geimverufræðingurinn Stewart Swerdlow er staddur hér á landi. Hann segir geimverur þrífast... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Glímt við þjóðveginn

Stærsta helgi íslenskra glímukappa er framundan en keppni í Íslandsglímunni fer fram um helgina á Akureyri. Þar reyna sig allir fremstu glímumenn landsins og er bæði um einstaklings- og sveitakeppni að ræða. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Gott frí heima við er tilvalið

Frí þarf ekki að kosta formúu, sérstaklega ekki ef maður tekur það heima hjá sér. Ef þú finnur þér ekki ferðafélaga og líst ekki á að ferðast einsamall/sömul þá er hægt að gera margt skemmtilegt heima við. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Góðar ferðasíður

Á netinu er að finna fjölmargar ferðalagavefsíður þar sem hægt er að bóka flug, gistingu, lestarferðir og bílaleigubíla hér og þar í heiminum og víða er hægt að finna hagstæð tilboð. Meðal vefsíðna af því tagi má nefna síðuna travelagents. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 143 orð | 1 mynd

Grafið undan bönkum?

Írska blaðið Irish Examiner sagði í leiðara í gær, að írska fjármálaeftirlitið rannsakaði hvort neikvæðum orðrómi hefði verið vísvitandi komið á kreik um írskar fjármálastofnanir nýlega með það að markmiði að grafa undan þeim og gera þær viðkvæmari... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 266 orð | 1 mynd

Grímuklædd börn á fráum fákum

Börn á öllum aldri sýna listir sínar á hestbaki í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina og þau yngstu skrýðast skrautlegum grímubúningum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 226 orð | 1 mynd

Hamingjuvog Íslendinga

Hrefna vinkona mín í Árnesi í Trékyllisvík sagði mér á dögunum frá ungum herramanni sem var að glíma við þá spurningu hvort hann ætti að fermast á næsta ári. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 549 orð | 1 mynd

Hatur og hleypidómar biskupsins

Það var grátlegt að heyra biskupinn yfir Íslandi messa yfir lýðnum á páskadagsmorgun. Hann lagði út frá hatri og hleypidómum sem hann segir hrjá mennina gagnvart öðrum kynþáttum. Mig setti hljóða. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 235 orð | 2 myndir

Heimili á hjólum

Kynning Hjól- og fellihýsi sameina að mörgu leyti kosti sumarbústaða og útilega, enda snyrtilegir og hlýlegir gististaðir sem auðvelt er að ferðast með landshorna á milli. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Heldur ótrauður áfram

Íslandsmeistarinn í ralli, Daníel Sigurðsson, keppir sem kunnugt er í breska meistaramótinu í ralli um þessar mundir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 368 orð

Hjartveik borg

Hjarta Reykjavíkur, gamli miðbærinn, er sjúkt. Í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu hafa komið fram margar hliðar á þeim sjúkleika. Eitt mest áberandi sjúkdómseinkennið er hversu fáir virðast bera virðingu fyrir miðborginni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Hlaup hressandi á áfangastað

Ferðaþreyta sækir á marga eftir flug og eins þegar ferðast er til staða þar sem mikils tímamismunar gætir. Fyrir löng ferðalög er mikilvægt að fá góðan svefn áður en ferðalagið hefst, drekka nóg af vatni en forðast áfenga drykki. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 105 orð | 1 mynd

Hlustað á íbúa Seljahverfis

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gærmorgun að festa kaup á eigninni Kleifarseli 18 í Seljahverfi í Breiðholti. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

H&M gengur vel

Dalandi efnahagur heimsbyggðarinnar virðist ekki hafa komið illa við sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Hagnaður keðjunnar jókst um nærri 20% á fyrsta fjórðungi ársins, mun meira en spár gerðu ráð fyrir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Hroki ráðherra

Með þessum dæmalaust hrokafullu sendingum til umboðsmanns Alþingis er Árni Mathiesen í mínum augum að viðurkenna að hann hafi ekki viðhaft eðlilega stjórnsýslu við ráðningu héraðsdómarans. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 21 orð | 1 mynd

Hundruð milljóna í bætur

Nærri 800 milljóna kostnaður vegna tilraunar FL Group til yfir-töku á IGG skiptist í sérfræðilaun og bótagreiðslu. Upphæðin fæst ekki... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Hyundai i30 bíll ársins á Spáni

Spænska dagblaðið ABC útnefndi nýlega Hyundai i30 bíl ársins og mun það vera í fyrsta sinn í 35 ára sögu valsins sem asískum framleiðanda hlotnast þessi heiður. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 264 orð | 1 mynd

Íslendingabarinn 8mm - Áttan

„Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist að Íslendingar tóku yfir bar í Berlín,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um þá stemningu er hefur skapast um barinn 8mm í Berlín. Arnar Eggert var búsettur í Berlín frá árinu 2005 til 2006. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Kanna lestasamgöngur

Borgarráð hefur falið umhverfis- og samgöngusviði að kanna hagkvæmni og fýsileika þess að koma upp léttlestakerfi í Reykjavík og lest milli miðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Klinkið úr sögunni

Ný þjónusta fór í loftið í gærmorgun sem kemur sér vel fyrir þá sem gleyma að hafa með sér smámynt í stöðumæli borgarinnar. Á vefsíðunni www.leggja.is getur fólk greitt í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík á einfaldan hátt með gsm-símanum sínum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 286 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

Í sland er vogunarsjóður, sem þykist vera land. Eða það gætu menn a.m.k. haldið eftir lestur brezku pressunnar í gær. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 334 orð

Kytra leigð á 90.000

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Krzysztof Marszalek og kona hans Marianna leigja þrjátíu fermetra herbergi í ósamþykktu íbúðarhúsnæði að Funahöfða 17 í Reykjavík á níutíu þúsund krónur á mánuði. Þess má geta að Krzysztof er með um 170. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Kærir umhverfisráðherra

Stefna Péturs M. Jónssonar vatnalíffræðings á hendur umhverfisráðherra var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 518 orð | 4 myndir

Lagðist af alvöru í ferðalög um sjötugt

Hólm Kristjánsson Dýrfjörð fæddist þann 21. febrúar árið 1914 í Nauteyrarhreppi. Hann ólst upp skammt frá Ísafirði en fluttist á unglingsaldri til Siglufjarðar. Hólm hefur ferðast víða, meðal annars til Tíbets og Kína. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Leiðsögn Hannesar

Hannes Lárusson myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Streymið-La Durée í Listasafni Íslands á sunnudaginn klukkan 14. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Leikauf sýnir

Austurríski myndlistarmaðurinn Andreas Leikauf opnar sýningu í Anima galleríi að Freyjugötu 27 klukkan 17 í dag. Sem málari gerir Andreas það sem fréttaljósmyndarinn gerir, ljósmyndar skuggahliðar samfélagsins. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Leikhúsmógúllinn Óskar Eiríksson stendur í ströngu þessa dagana, en...

Leikhúsmógúllinn Óskar Eiríksson stendur í ströngu þessa dagana, en sýning hans, Sexy Laundry, hefur slegið í gegn í Los Angeles síðustu vikur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

Léttir til

Léttir heldur til, einkum sunnan- og vestanlands, en áfram stöku él norðan- og austanlands. Hiti 0 til 4 stig um landið suðvestanvert, en annars frost 1 til 8 stig, kaldast inn til... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 718 orð | 1 mynd

Lífleg og sólrík Höfðaborg

„Eftir langa og stranga umhugsun hef ég komist að niðurstöðu, uppáhaldsborgin mín er Höfðaborg í Suður-Afríku. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 55 orð

Margir hætta við kaup í Skiptum

Kaupþing banki felldi í fyrradag niður 111 áskriftir að hlutafé í Skiptum hf., móðurfélagi Símans. Bankinn tilkynnti 19. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Mazda 2 bíll ársins 2008

Mazda 2 var kosinn bíll ársins á alþjóðlegu bílasýningunni í New York í síðustu viku. Í öðru sæti varð Ford Mondeo og Mercedes Benz C í því þriðja. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Málsvörn Árna

Það sem þó vekur hvað mesta athygli er það hvernig fjármálaráðherra leyfir sér að tala til Umboðsmanns í þessu bréfi. Hann sakar Umboðsmann um að hafa tekið afstöðu í málinu áður en svar sitt hafi borist honum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 211 orð | 1 mynd

Málverk á hreyfingu

Um 70 verk verða sýnd á Kvikmyndahátíð á Austurlandi sem hefst um helgina. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 86 orð

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf FL Group, fyrir um 5,6...

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf FL Group, fyrir um 5,6 milljarða króna. Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 9,95%. Bréf 365 hækkuðu um 2,38% og bréf Teymis um 1,90%. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Miðstöð verður til „Þetta verður miðstöð þar sem hægt er að tengja...

Miðstöð verður til „Þetta verður miðstöð þar sem hægt er að tengja saman atvinnulífið og hönnuði, styrkja hönnun á Íslandi og koma hönnuðum á framfæri,“ segir Halla Helgadóttir , sem á næstu dögum tekur við starfi framkvæmdastjóra... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 124 orð | 1 mynd

Mikill ferðatími á fjöllum hafinn

Þrátt fyrir að harðasta jeppafólkið sé búið að stunda fjallaferðir frá því fyrir áramót er nú að renna í hlað sá tími sem einna flestir dusta rykið af stóru bílunum sínum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 428 orð | 1 mynd

Milljarðar á yfirdrætti

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Yfirdráttarlán eru dýrari á Íslandi en víðast hvar annars staðar en að jafnaði voru Íslendingar yfir átján ára aldri með slík lán upp á 227 þúsund krónur um seinustu mánaðamót. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 121 orð | 1 mynd

Minnsta 3ja stjörnu hótel á Íslandi

Undir Eyjafjöllum hvílir minnsta þriggja stjörnu hótel Íslands, Hótel Anna á bænum Moldnúpi. Hótelið er svo sannarlega tilvalið fyrir rómantíska sveitarferð í vor fyrir þá sem vilja einnig kanna fagurt landslagið í kring: Seljalandsfoss, Þórsmörk. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 237 orð | 1 mynd

Mjólkurlítrinn á hundraðkall

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. Hækkunin nemur 14,6 prósentum og tekur hún gildi 1. apríl næstkomandi. Afurðastöðvaverð til bænda mun hækka um rúmar 14 krónur á mjólkurlítra og verður þá 64 krónur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 445 orð | 1 mynd

Móður og barni ráðinn bani í Svíþjóð

Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Annað barnamorðmál skekur nú sænskt þjóðfélag, eftir að móðir og fimm ára dóttir hennar fundust myrtar á heimili sínu í smábænum Lisjö, nærri Surahammar í miðhluta Svíþjóðar, í gærmorgun. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 332 orð | 1 mynd

Myglusveppir finnast víða

Þóra Kristín Þórsdóttir thorakristin@24stundir.is „Ég veit um 5 til 6 tilfelli síðan í haust,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sem rekur fyrirtækið Hús og heilsu, aðspurð um hve mörg heimili hafa eyðilagst af myglu í vetur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Navara fær þrjár stjörnur

Eftir slælega frammistöðu í árekstrarprófi EuroNCAP hefur Nissan Navara undirgengist endurbætur og uppfærslu á hugbúnaði sem stjórnar loftpúðunum í bílnum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 40 orð

NEYTENDAVAKTIN 8 Mb/s ADSL nettenging Fjarskiptafyrirtæki Mánaðargjald...

NEYTENDAVAKTIN 8 Mb/s ADSL nettenging Fjarskiptafyrirtæki Mánaðargjald Munur Erlent niðurhal Hive 4.290 4 GB Sko 4.590 7,0 % Ótakmarkað Vodafone 5.460 27,3 % Ótakmarkað Síminn 5.990 39,6 % Ótakmarkað Hringiðan 5.990 39,6 % 8 GB Snerpa 8. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Nýr A4 frumsýndur um helgina

Hekla frumsýnir nýjan Audi A4 nú um helgina. Bíllinn er allur hinn glæsilegasti og sameinast í honum framsækin tækni og nútímalegt útlit. Þótt stutt sé síðan bíllinn kom á markað hefur hann hlotið fjölda verðlauna. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Of upptekinn við æfingar

Þjálfari kínverska grindahlauparans Liu Xiang segir það afar ólíklegt að Liu verði sá sem tendri Ólympíueldinn á setningarhátíð Ólympíuleikanna í sumar. Liu gefst einfaldlega ekki tími til þess. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 118 orð | 1 mynd

Olíufnykur við Ægisíðu

Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi ráðsins, þar sem hann vildi fá að vita hvaða fótur væri fyrir kvörtunum yfir megnum olíufnyk við Ægisíðuna þegar vindur hefur blásið af hafi í vetur. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Óbreytt verð hjá IKEA til 15. ágúst

Í tilefni fréttaflutnings undanfarna daga, þar sem fram hefur komið að innfluttar vörur eins og húsgögn og raftæki hafi hækkað verulega í kjölfar veikingar íslensku krónunnar, vill IKEA benda á að allar vörur, tæplega 3000 að tölu, sem finna má í... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Óvægin frásögn

Danska skáldsagan Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer vakti verulega athygli og úlfúð í heimalandi höfundarins þegar hún kom út, enda byggir hann söguþráðinn á eigin uppvexti í litlu þorpi nálægt þýsku landamærunum og þykir afar... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Pottur brotinn í verðmerkingum

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að víða þurfi að bæta úr verðmerkingum fyrirtækja. Segir hann verðmerkingar og eftirlit með þeim vera eitt mikilvægasta verkefnið á sviði neytendamála um þessar mundir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð

Rallkappar opna nýja vefsíðu

Rallkapparnir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson stefna á stóra sigra í Íslandsmeistaramótinu í sumar. Þeir enduðu í öðru sæti í fyrra og hafa nú fest kaup á nýjum bíl, Mitsubishi Lancer Evolution 9. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Réttarhöld yfir raðmorðingja hefjast

Réttarhöld hófust í gær yfir hinum 65 ára gamla Michel Fourniret sem ákærður er fyrir að nauðga og svo myrða sjö stúlkur og konur í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 til 2001. Fórnarlömbin voru öll á aldrinum tólf til 22 ára. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Riley sýnir stillingu

Það kann að vera ómögulegt að ímynda sér að þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, Pat Riley, sýni eða geti sýnt stillingu enda alræmdur fyrir æsing og læti um áratugaskeið. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Rokk og ról í Rúmeníu

Stúlkurnar okkar í kvennalandsliðinu í íshokkí standa fyrir sínu á heimsmeistaramótinu í fjórðu deild sem fram fer í Rúmeníu. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 272 orð | 5 myndir

R onaldinho fær kaldar gusur frá franska þjálfaranum Luis Fernandez sem...

R onaldinho fær kaldar gusur frá franska þjálfaranum Luis Fernandez sem var einmitt þjálfari Paris St. Germain þegar Ronaldinho fyrst reyndi fyrir sér í Evrópu með PSG. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Rómuð skáldsaga

Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing er komin út í kilju. Höfundurinn fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Bókin kom upphaflega út 1983 og var gefin út í íslenskri þýðingu Þuríðar Baxter 1988. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 344 orð | 1 mynd

Rýnt í matarleifar

„Þarna tók ég 185 myndir af sama réttinum og hann er aldrei eins þegar búið er að borða af honum,“ segir ljósmyndarinn Spessi sem heldur óvenjulega sýningu í Orkuveitunni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 53 orð

Rændi fartölvu með skærum

Fimmtán ára piltur sem hrifsaði til sín fartölvu í verslun BT í Kringlunni í Reykjavík um miðjan dag í gær var handsamaður af lögreglu klukkustund eftir ránið. Pilturinn klippti á öryggissnúru við fartölvu með skærum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 23 orð

SALA % USD 75,85 -0,20 GBP 152,49 0,42 DKK 16,05 0,08 JPY 0,76 -0,69 EUR...

SALA % USD 75,85 -0,20 GBP 152,49 0,42 DKK 16,05 0,08 JPY 0,76 -0,69 EUR 119,74 0,06 GENGISVÍSITALA 153,90 0,03 ÚRVALSVÍSITALA 5. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Sardinískar strendur

Eyjan Sardinía er einstakur áfangastaður. Hún er næststærst Miðjarðarhafseyjanna og hana prýða drifhvítar fallegar strendur og tær sjór. Síðan 1948 er Sardinía hluti Ítalíu. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Sex í gæslu

Pólverjinn Tomasz Krzysztof Jagiela, sem lögreglan á höfuðuðborgarsvæðinu lýsti eftir, er kominn í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 476 orð | 1 mynd

Sérfræðiaðstoð og bótagreiðsla

EFtir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Sjarmerandi Svalbarði

Eyjan Svalbarði er vinsæll áfangastaður fyrir áhugamenn um náttúru og dýralíf á norðurslóðum, og þá ekki síst yfir vetrartímann. En eins og þeir sem til þekkja vita hefur eyjan alltaf sinn sjarma, líka á sumrin þegar veðrið er mildara. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 661 orð | 2 myndir

Skattbyrði l áglaunafólks

Fyrir um það bil 20 árum voru lægstu dagvinnulaun hérlendis skattlaus. Þá voru skattleysismörk tekjuskatts nokkurn veginn jafnhá lægstu launatöxtum verkalýðsfélaganna. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 199 orð | 2 myndir

Skelfileg endalok

Ég þóttist heldur betur vera komin í feitt þegar ég settist fyrir framan sjónvarpstækið til að horfa á fyrri þáttinn í sakamálaseríunni Rannsókn málsins. Byrjunin lofaði góðu. Gullfalleg stúlka var með nýbökuðum eiginmanni í Covent Garden. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Skætingur

Árni Mathiesen fjármálaráðherra svarar umboðsmanni Alþingis með skætingi í Mogganum í dag. Segir umbann hlutdrægan í héraðsdómaramáli sonar Davíðs Oddssonar. Samkvæmt Árna er umbinn í lagi, ef hann gerir ekki neitt. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 354 orð | 2 myndir

Sniðgöngum ekki Ólympíuleikana

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Sólaráburður líka á varirnar

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og þegar farið er til sólríkra landa má ekki gleyma að bera á sig sólarvörn. Það er um að gera að maka kreminu vel og vandlega á kroppinn og gleyma ekki stöðum eins og eyrum og vörum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 384 orð | 5 myndir

Sparneytinn og skemmtilegur

„Hann breytir öllu,“ sagði í auglýsingunni. Þó að Volkswagen Tiguan hafi reyndar ekki haft svo djúpstæð áhrif á mig má vera að annað gildi um aðra. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 158 orð | 1 mynd

Sportbíll á dönsku

Fyrir þá sem eru hrifnir af hráum og kraftmiklum sportbílum, og geta lesið danskar leiðbeiningar, er ærið tilefni til að gleðjast. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Sr. Bolli Þórir Gústavsson látinn

Séra Bolli Þórir Gústavsson vígslubiskup er látinn 72 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935. Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1963 og vígðist sama ár sóknarprestur til Hríseyjarprestakalls. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 212 orð | 1 mynd

Stunginn af baneitraðri stingskötu

„Ég fann að ég hafði verið stunginn og sá eitthvað synda í burtu. Ég vissi ekkert hvað hafði gerst,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Svekkelsi „Ég vona að mín fjarvera virki jákvætt á strákana en það...

Svekkelsi „Ég vona að mín fjarvera virki jákvætt á strákana en það verður erfitt að sitja hjá og fylgjast með úr stúkunni,“ segir Friðrik Stefánsson , körfuboltakappi hjá Njarðvík. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 117 orð | 3 myndir

Sylt, Hvar og Lissabon

HVAR Í Króatíu má finna hina nýju Rivieru Evrópu. Þorpinu Hvar mætti líkja við St. Tropez Suður-Frakklands. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Tímarit birtir SMS ráðherrans

Finnska tímaritið Hymy mun í næstu viku birta nokkur þeirra 200 vafasamra textaskilaboða sem utanríkisráðherrann Ilkka Kanerva sendi nektardansmeynni Johönnu Tukiainen. Málið hefur vakið mikið umtal í Finnlandi og hafa margir krafist afsagnar... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Tíu fingur nú skannaðir á JFK

Erlendir ferðamenn sem fljúga til JFK flugvallar í New York þurfa nú að láta skanna alla tíu fingur sína í öryggisleit, í stað fimm líkt og hefur verið síðustu ár. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

Tónleikar í minningu Vilhjálms

Vilhjálmur Vilhjálmsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, lést á þessum degi fyrir 30 árum, langt fyrir aldur fram. Í minningu hans verður efnt til tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 282 orð | 1 mynd

Tvær merkar en ólíkar borgir

Kynning Bjarmaland ferðaskrifstofa hefur verið frumkvöðull í ferðum Íslendinga til Rússlands frá árinu 1999, að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmdastjóra Bjarmalands. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 116 orð

Umfjöllun um verð vandasöm

Samkeppnisyfirlitið hefur bent á að umfjöllun fyrirtækja og samtaka þeirra um verðlagningu, sem mikið hefur borið á undanfarið, geti skaðað samkeppni og falið í sér brot á samkeppnislögum. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 151 orð | 3 myndir

Um helgina Kraftwerk Orange Bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo halda...

Um helgina Kraftwerk Orange Bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo halda Kraftwerk Orange- kvöld á skemmtistaðnum Organ laugardagskvöldið 29. mars. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Unaðslegar steikur í N.Y.

Matráðsmenn í The Old Homestead í New York gera það að list að matreiða steikur. Svo víða hefur orðspor þeirra borist að það liggur við steikarpílargrímsferðum til borgarinnar. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Úrum stolið fyrir milljónir króna

Rán var framið í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg um fjögurleytið í fyrrinótt. Tveir menn spenntu upp hurð í versluninni og höfðu á brott með sér fjölda mjög verðmætra úra. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 289 orð | 1 mynd

Vegagerðin fór rangt með

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Verðbólgan í 8,4% í dag?

„Við reiknum með að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,2% milli febrúar og mars,“ segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Hagstofan birtir tölur um breytingu neysluverðsvísitölunnar í dag. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Vilja líka 18.000 króna hækkun

Samtök öryrkja og aldraðra vilja 18.000 króna hækkun bóta, líkt og þeir lægst launuðu, í stað 7,4% hækkunar sem hefur verið... Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 229 orð | 1 mynd

Vilja líka 18 þúsund krónur

Greiðslur lífeyrisþega hækka um 4 prósent frá og með 1. febrúar sl. og kemur sú hækun til viðbótar við 3,3 prósenta hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar. Miðað við óskertar bætur nemur hækkunin alls um 9. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Vorsýning hefst í Eden í dag

Vorsýning Myndlistarfélags Árnessýslu verður opnuð í dag, föstudaginn 28. mars, í Eden í Hveragerði. Fimmtán félagar taka þátt í sýningunni að þessu sinni, en hún stendur til fimmtudagsins 10. apríl. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 427 orð | 1 mynd

Yndislegt og mjög óvenjulegt ferðalag

Ásgeir Bogi Arngrímsson fór í fimm daga hjólreiðaferð um Álandseyjar fyrir tveimur árum en hann fékk ferðina í fermingargjöf. Hann viðurkennir að vera hjólagarpur og segir ferðina hafa verið yndislega. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 181 orð | 1 mynd

Það besta í bænum

Ný Dönsk á Nasa Tónlist Björn Jörundur Friðbjörnsson og félagar hans í hljómsveitinni Ný Dönsk flytja alla sína helstu slagara á stórdansleik á skemmtistaðnum Nasa á laugardag. Aðgangseyrir er 1900 kr., húsið verður opnað kl. Meira
28. mars 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Öflugur handrukkari

Pétur Jóhann Sigfússon fer með hlutverk handrukkara í nýrri íslenskri kvikmynd, Stóra planinu, sem frumsýnd verður í kvöld. Leikstjórinn segir þetta mynd í gamansömum... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.