Egilsstaðir | Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandsverkahátíðin 700IS Hreindýraland hófst formlega í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardagskvöld.
Meira
AÐALFUNDUR Evrópusamtakanna verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 16 í sal Þjóðminjasafnsins. Erindi heldur Árni Páll Árnason alþingismaður. Hefðbundin aðalfundarstörf. Evrópumaður ársins og önnur...
Meira
ALÞJÓÐLEG ljósmyndasýning frá Ítalíu stendur yfir í anddyri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða við Skúlagötu 21. Sýningin heitir „Europe from women's point of view“ og eru myndirnar teknar í tilefni af ári jafnra tækifæra á Ítalíu 2007.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AÐGERÐIR vörubílstjóra í Ártúnsbrekku og á Reykjanesbraut í gærmorgun töfðu ökumenn og farþega á fimmta þúsund bíla allt upp í um klukkustund.
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi tók aðfaranótt laugardags mann sem ók á 194 kílómetra hraða. Maðurinn, sem staðinn var að hraðakstrinum á Suðurlandsvegi, er að auki grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis umrædda nótt.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 312 orð
| 2 myndir
Egilsstaðir | Um fjögur hundruð íbúar á Fljótsdalshéraði hafa ritað nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að hverfa frá fyrirhugaðri skipulagningu verslunar- og þjónustulóða í landi Egilsstaðabúsins.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 158 orð
| 1 mynd
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞRÝSTINGUR á stjórnvöld í Simbabve til að birta niðurstöður kosninga sem fyrst jókst stöðugt í gær. Fyrstu niðurstöður úr 66 kjördæmum voru birtar í gærmorgun, 36 tímum eftir að kjörstöðum hafði verið lokað.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STYRKING krónunnar og innlends hlutabréfamarkaðar í gær bendir til þess að botninum hafi verið náð í efnhagsmálum, að því er fram kom í máli Geirs H.
Meira
ATVINNUBÍLSTJÓRAR efndu til mótmæla á höfuðborgarsvæðinu í gær, en hringveginum var einnig lokað við Höfn í Hornafirði. Að sögn lögreglu varð lítilsháttar töf á umferð og mynduðust biðraðir í allar áttir.
Meira
1. apríl 2008
| Erlendar fréttir
| 832 orð
| 3 myndir
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Harkalegar deilur Baracks Obama og Hillary Clinton eru farnar að valda ugg í demókrataflokknum um að sigur í forsetakosningunum renni þeim úr greipum, John McCain verði næsti húsbóndinn í Hvíta húsinu.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 198 orð
| 1 mynd
Grindavík | Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík er aftur komin á skrið eftir tafir vegna veðurs í vetur. Verið er að loka þaki hússins. Grindavíkurhöllin átti að vera tilbúin til notkunar nú um áramót.
Meira
DOKTORSVÖRN verður frá læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 4. apríl en þá mun Árún Kristín Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur verja doktorsritgerð sína: Sjálfsumönnun í sykursýki.
Meira
HEIMILISFÓLKIÐ á Öndólfsstöðum í Reykjadal rak upp stór augu þegar það kom í fjárhúsin á páskadag því öðruvísi jarm heyrðist í einni krónni og greinilegt að það hafði fjölgað í húsunum.
Meira
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjármálaráðherra út í þetta á þingi í gær.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 275 orð
| 1 mynd
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar telur að yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka fyrirtækja að undanförnu um verðlag eða fyrirætlanir um breytingar á verði geti raskað samkeppni og skaðað hagsmuni neytenda.
Meira
ÁRIÐ 2006 voru framkvæmdar 849 fóstureyðingar á Íslandi sem er smávægileg fjölgun frá árunum á undan. Þess ber þó að geta að fóstureyðingum fækkar ef miðað er við hverja 1000 lifandi fædda, samkvæmt upplýsingum úr talnabrunni landlæknisembættisins.
Meira
HÁSKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt opið hús á laugardag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu gestunum það fjölbreytta nám sem boðið er upp á við fimm deildir skólans.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 116 orð
| 1 mynd
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á morgun, þriðjudaginn 1. apríl, fyrirlestur um loftslagsbreytingar og nýjar öryggisógnir á vegum Carnegie Council í New York.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 242 orð
| 1 mynd
SÉRA Gunnar Gíslason, prófastur og prestur í Glaumbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánudaginn 31. mars á 94. aldursári. Hann fæddist á Seyðisfirði 5. apríl 1914.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EINN þeirra erlendu fjármálamanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 658 orð
| 5 myndir
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞINGMENN og mótmælendur, ráðherrar og öryrkjar, trúboðar og trúleysingjar, vinstri- og hægrimenn: hægt er að finna allan pakkann eins og hann leggur sig á Blog.
Meira
HJÓNADAGAR verða haldnir í Skálholtsskóla dagana 3.-6. apríl í umsjón Hafliða Kristinssonar, fjölskyldu- og hjónaráðgjafa. Námskeið hefst á fimmtudag kl. 18 og lýkur um kl. 17 á föstudag en þá hefjast kyrrðardagar.
Meira
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA Alþingis hefur verið aukin enn frekar og aðgangur að hljóð- og myndupptökum af þingfundum verið opnaður. Hljóðupptökur eru aðgengilegar jafnóðum, þ.e.
Meira
Stjórnlagadómstóll Tyrklands samþykkti í gær beiðni ríkissaksóknara um að úrskurða hvort banna eigi stjórnarflokkinn AKP fyrir að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi landsins.
Meira
MARSMÁNUÐUR var 0,3 stigum yfir meðallagi í Reykjavík, miðað við tölur í gær. Meðalhiti í Reykjavík er 0,4 stig, en var í mars 0,7. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þó að tölur geti eitthvað breyst eftir daginn í dag.
Meira
ÚRSLIT í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanemendur og nýútskrifaða nálgast nú óðum, en yfir 100 viðskiptahugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar.
Meira
SAMNINGUR Landspítala og þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala var undirritaður í gær en til þessa hafa prestar og djáknar orðið að sækja námið utan Íslands.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 638 orð
| 4 myndir
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „HAGSMUNAAÐILAR á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri umfjöllun um verðhækkanir. Í slíkri umfjöllun kunna að felast brot á samkeppnislögum.
Meira
KÚREKAR gera sig reiðubúna fyrir ródeókeppni í Havana á Kúbu. Keppnin, sem er haldin í þrettánda sinn í ár, stendur yfir í eina viku. Með henni er tveggja alda kúrekahefð Kúbumanna höfð í heiðri.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 432 orð
| 1 mynd
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FULLTRÚAR minnihluta í borgarstjórn segja doða í borgaryfirvöldum og að athygli veki það ráðaleysi sem einkennt hafi umræðuna um vanda miðborgarinnar, þegar fyrir liggja vandlega rökstuddar tillögur um úrbætur.
Meira
Nafn féll niður Nafn Ragnheiðar Ebenezersdóttur féll niður í upptalningu Morgunblaðsins í gær á kistuberum á mynd frá útför Ólafar Pétursdóttur á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessum...
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá stjórn Listasjóðs Ólafar: „Fjölskylda Ólafar Pétursdóttur, dómstjóra, þakkar af alhug þeim fjölmörgu sem komu og skoðuðu sýningu á málverkum hennar í Ráðhúsinu liðna helgi.
Meira
Listi uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% atkvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% atkvæða og mun stýra Landssambandinu næsta kjörtímabil.
Meira
Sollentuna. AP. | Íraski flóttamaðurinn Mustafa Aziz Alwi segist ekki geta sofið af ótta við að verða sendur til Bagdad. Hann kveðst hafa lést um tíu kíló frá því að beiðni hans um hæli í Svíþjóð var synjað í janúar.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN stendur fyrir málþingi um landsskipulag 10. apríl kl. 14-18, í Salnum í Kópavogi en málþingið er hluti afmælisdagskrár Skipulagsstofnunar í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan forvera Skipulagsstofnunar var komið á fót.
Meira
ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi í haust, en sýningin hefur verið haldin reglulega síðan 1984 á þriggja ára fresti. Búið er að selja um 80% sýningarsvæðis.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 110 orð
| 1 mynd
NÝ STÖÐ Hreyfingar var opnuð í Glæsibæ sl. laugardag. Að sögn Ágústu Johnson framkvæmdastjóra komu um 600 manns í stöðina í tilefni opnunarinnar. Starfsemin var flutt úr Faxafeni í Glæsibæ í janúar en síðan hefur lokafrágangur staðið yfir.
Meira
„ÞETTA er eðlileg hæfniskrafa. Allir vegamálastjórar hingað til hafa verið verkfræðimenntaðir,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, um auglýsingu vegna setningar í embætti vegamálastjóra.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 197 orð
| 1 mynd
Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Orkugangan 2008 fór fram á Mývatni á laugardaginn við mjög erfiðar aðstæður, í stífri austanátt með skafrenningi og fimm gráða frosti.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 206 orð
| 1 mynd
FJÖLDI fyrirtækja þurfti að loka vegna rafmagnsleysis sem varði lungann úr síðdeginu í gær í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti í norðausturhluta Reykjavíkur.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 283 orð
| 1 mynd
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN hefur hætt rannsókn á því þegar dýrmætum sýnum, einkum af fuglum, í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands var kastað vorið 2006. Sýnin voru varðveitt í frystigeymslu sem stofnunin hafði þá leigt í um 16 ár.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 278 orð
| 1 mynd
MIKILL meirihluti fólks telur að afbrot séu mikið vandamál hér á landi, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúls Gallup. Þannig telja 72% aðspurðra afbrot mikið vandamál, 16% að þau séu lítið vandamál hér á landi og 12% taka ekki afstöðu.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 489 orð
| 1 mynd
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is „HJÁ okkur hefur það verið langtímastefnumótun að verða samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Við tókum þessa ákvörðun í upphafi 10.
Meira
Samgöngumiðstöð sem hýsa mun allar tegundir samgangna rís í Vatnsmýrinni og telur borgin mikilvægt að fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvarinnar verði tilbúinn ekki síðar en í árslok 2009.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 393 orð
| 2 myndir
Hrunamannahreppur | „Hlutverk prófastsins er að vera tengiliður milli biskups og prófastsdæmanna og vera einskonar verkstjóri prestanna á svæðinu,“ segir Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur í Hruna, sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands,...
Meira
Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togaranum Jóni Vídalín VE á Selvogsbanka í fyrrakvöld. Hlaut hann mikið högg á kviðinn og innvortis blæðingar.
Meira
DVERGKRÓKÓDÍL hefur verið stolið úr sædýrasafni í Bergen í Noregi. Þjófarnir brutust inn í búr krókódílsins Taggen, sem er fjögurra ára gamall og 70 sentimetra langur, og báru hann út úr safninu.
Meira
FÉLAG áhugafólks um uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga var stofnað í Álftanesskóla nú um mánaðamótin og er Jóna Benediktsdóttir formaður félagsins.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 193 orð
| 1 mynd
VÖRUBÍLSTJÓRAR segja að alþingismenn og ráðherrar hafi skellt skollaeyrum við mótmælaaðgerðum bílstjóra að undanförnu og ætla að ýta við þeim með því að sturta nokkrum bílförmum af möl fyrir framan Alþingi árdegis í dag.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 169 orð
| 1 mynd
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fullyrðir að Stefán Hjörleifsson hafi brotið lög, er hann veitti ákveðnar upplýsingar í viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag. Kári svarar Stefáni hér fullum hálsi.
Meira
ELLEFU þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík.
Meira
UMHVERFISDAGAR verða haldnir í fyrsta skipti í Háskóla Íslands dagana 1.-3. apríl. Tilgangur daganna er að auka umhverfisvitund meðal stúdenta og að þessu sinni verður athygli einkum beint að endurvinnslu og neyslu.
Meira
BRESKUR dánardómstjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að breska leyniþjónustan hafi myrt Díönu prinsessu eins og Mohammed Al Fayed, faðir unnusta hennar, hefur haldið fram.
Meira
„Nú hafa veiðimenn enga afsökun fyrir því að nota björgunarvestin ekki, þessi eru meðfærileg og virka,“ sagði Bjarni Júlíusson, formaður öryggisnefndar SVFR.
Meira
Neskaupstaður | Ármann Herbertsson er vel tækjum búinn til að takast á við fannfergi eins og það sem verið hefur í Neskaupstað undanfarið, en þar hefur undanfarið á köflum fallið allt að 40 cm af snjó sem er með því mesta sem mælst hefur í vetur.
Meira
1. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 307 orð
| 1 mynd
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EINN þeirra erlendu fjármálamanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota.
Meira
Engin völva Efnahagsmál voru þingmönnum mjög hugleikin á fyrsta þingfundi eftir páskahlé í gær og Guðjón A. Kristjánsson , Frjálslyndum, var hissa á því að hvorki fjármálaráðherra né greiningardeildir bankanna hefðu séð fyrir það ástand sem nú er uppi.
Meira
Henri Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti í gær áætlanir um umbætur á regluverki bandaríska fjármálageirans og er sagt að þetta séu mestu breytingar frá því gripið var til aðgerða á fjórða áratugnum eftir kreppuna miklu.
Meira
Ró komst á í Írak í gær eftir margra daga róstur og átök í Bagdað og Basra. Í fréttum kom fram að fólk hefði snúið aftur út á götur í Bagdað eftir að útgöngubanni, sem sett var á fimmtudag, var aflétt að mestu og í Basra virtist allt vera rólegt.
Meira
Það vakti athygli þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag að til greina kæmi að gera alþjóðlega rannsókn á því hvort óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera tilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.
Meira
KVIKMYNDAHÁTÍÐ Græna ljóssins, Bíódagar, stendur yfir 11.-24. apríl í Regnboganum og er nú ljóst að 13 myndir verða sýndar, en sex bættust í síðustu viku við þær sjö sem áður höfðu verið staðfestar til sýningar.
Meira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „IF YOU can not handle the truth you can not stand in the kitchen,“ segir leikarinn Wolfgang Smutke í leikprufu fyrir kvikmyndina Stóra planið á vefnum YouTube.
Meira
„AUSTURSTRÆTI, ys og læti,“ kvað Laddi í árdaga og víst er að eitthvað verður um það í dag en þá ætlar Bob Dylan að stíga þar á pall ásamt götuspilaranum geðþekka JoJo.
Meira
Hvað er það sem skapar smekk á tónlist? Það líður ekki sá dagur að ég velti þessari spurningu ekki fyrir mér. Best gæti ég trúað að tónlistin væri sú listgrein sem fólk hefði almennt sterkastar skoðanir á, hvað því líkar og hvað ekki.
Meira
Í GREIN sem birtist í Morgunblaðinu í gær um sigurlíkur Íslands í Evróvisjón var talað um Friðrik Ómar og Rebekku, þegar átt var við íslensku flytjendurna Friðrik Ómar Hjörleifsson og Regínu Ósk Óskarsdóttur. Beðist er velvirðingar á...
Meira
BRESKA söngkonan Estelle er verulega ósátt við að bresk útgáfufyrirtæki og fjölmiðlar skuli hafa meiri áhuga á ungum, hvítum söngkonum en þeldökkum.
Meira
FYRSTA úthlutun tónlistarstjóðsins Kraums fer fram í dag kl. 16 að Smiðjustíg 4a. Kraumur var stofnaður í ársbyrjun og hefur það að markmiði að efla íslenskt tónlistarlíf.
Meira
KVIKMYNDIN Mýrin vann öll helstu verðlaunin á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar í Valenciennes í Frakklandi í gær. Baltasar Kormákur hlaut verðlaun fyrir leikstjórn og Ingvar Sigurðsson sömuleiðis fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Meira
EINS og fram hefur komið fengu Sameinuðu þjóðirnar leikarann Gael García Bernal til að vinna fyrir sig stuttmynd sem byggist á einu af hinum átta langtímamarkmiðum samtakanna.
Meira
ÓSKAÐ hefur verið eftir því að tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson taki þátt í listrænu vali á dagskrá fyrir tónlistarhátíðina Womex sem er ein þekktasta heimstónlistarhátíð heims.
Meira
KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir Síðasta tangó í París (1973), eftir Bernardo Bertolucci í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16. Myndinni hefur verið lýst sem áhrifamestu erótísku mynd sem gerð hefur verið.
Meira
Í KVÖLD kl. 20 verða söngtónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu. Efnisskráin samanstendur af dúettum og meðleik á píanó annast nemendur skólans.
Meira
BRESKI leikarinn Thomas Sangster mun fara með hlutverk Tinna í þremur kvikmyndum sem Steven Spielberg hyggst gera um ævintýri blaðamannsins unga.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Live Nation Inc. gerði í gær s.k. 360° samning til 12 ára við írsku hljómsveitina U2 sem felur í sér að fyrirtækið sjái um sölu á öllum varningi tengdum sveitinni, stafræna útgáfu, hafi umsjón með vefsíðum o.fl.
Meira
DANSKIR sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í gegnum árin og er skemmst að minnast Forbrydelsen sem hélt landsmönnum límdum við skjáinn á sunnudagskvöldum í vetur.
Meira
VINUR bresku söngkonunnar Amy Winehouse segir texta á væntanlegri plötu hennar svo myrka að engu sé líkara en sjálfsvígshugleiðingar sæki á hana.
Meira
Birkir Jón Jónsson | 31. mars 2008 Er verið að svíkja eldri borgara og öryrkja? Ég bloggaði fyrir helgi um meint svik ríkisstjórnarinnar við eldri borgara og öryrkja í tengslum við aðkomu ríkisins að kjarasamningum.
Meira
Sif Sigfúsdóttir kynnir BS-nám í viðskiptafræði: "Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu og hefst haustið 2008"
Meira
Davíð Logi Sigurðsson | 31. mars 2008 Ísland í öryggisráðið? Árni Snævarr vekur athygli á grein sem birtist í Turkish Daily News um kosningabaráttuna vegna sætis í öryggisráði SÞ.
Meira
Elín Björg Jónsdóttir og Ögmundur Jónasson fjalla um hækkun á mjólk og vörum almennt: "Enginn getur véfengt að kúabændur hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna geigvænlegrar hækkunar á áburði og öðrum aðföngum."
Meira
Bolli Thoroddsen skrifar um miðborgina og borgarpólitíkina: "Heilindi og heiðarleiki felast m.a. í því að leggja sömu mælistiku á eigin verk og annarra. Fylgja sjálfur þeim leikreglum sem þú ætlast til af öðrum."
Meira
Guðmundur Magnússon | 31. mars Þjóðerni í fréttum ... Þá rifjast upp hin einkennilega regla sem blaðið setti sér og tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum, að ekki skyldi greint frá þjóðerni sakborninga nema það skipti sérstöku máli.
Meira
Hermann Einarsson tíundar samgöngumál í Fjallabyggð fyrr og nú: "Nýju Héðinsfjarðargöngin munu hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Fjallabyggð og voru forsenda þess að fyrrverandi sveitarfélög á svæðinu sameinuðust í eitt."
Meira
Hlynur Hallsson | 31. mars 2008 Hannes Hólmsteinn rekinn frá HÍ Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld.
Meira
Gunnar Jóhannesson skrifar um trúarsannfæringu: "Síðast þegar ég vissi var trúverðugleiki fólginn í því að vera traustur, áreiðanlegur og sannsögull."
Meira
Frá Reyni Harðarsyni: "SAMKVÆMT 73. gr. stjórnarskrárinnar eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Höskuldur Þór Þórhallsson er þeirrar skoðunar að engin ástæða sé til að fella út og umorða vísun í „kristilegt siðgæði“ í leik- og grunnskólalögum."
Meira
Árni Már Þrastarson og Hafsteinn G. Hauksson fjalla um kynjaskiptingu í embættum innan Verzló: "Ekki er lengra en ár síðan stúlkur sátu í meirihluta í stjórn félagsins og árið þar áður var forseti þess stúlka."
Meira
Klukka tapaðist í Vesturbæjarlauginni Á skírdag þann 20. mars sl. varð ég fyrir því óláni að gleyma armbandsúrinu mínu í sundlaugarskápnum. Þegar ég kom aftur í laugina til að vitja klukkunnar þá var hún horfinn, en ég var í skáp nr. 69.
Meira
Minningargreinar
1. apríl 2008
| Minningargreinar
| 1475 orð
| 1 mynd
Anna Guðrún Antonsdóttir fæddist á Siglufirði 17. júlí 1935. Hún lést af slysförum 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Oktovía Sæmundsdóttir f. 7. október 1900, d. 5. febrúar 1982 og Björn Anton Kjartansson, f. 8. september 1904, d. 30.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Kvaran fæddist í Reykjavík 15. mars 1921. Hún lést á bráðadeild Landspítalans 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 28. mars.
MeiraKaupa minningabók
Lilja Jónheiður Skarphéðinsdóttir fæddist 27.3. 1943 og lést 8. mars sl. Foreldrar hennar voru Stefanía Jóhannsdóttir og Skarphéðinn Jónsson, bæði látin. Eftirlifandi systur Lilju eru: a) Inga Kristín, f. 19.11.
MeiraKaupa minningabók
1. apríl 2008
| Minningargreinar
| 1325 orð
| 2 myndir
Sæmundur E. Valdimarsson myndhöggvari fæddist á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 19. mars.
MeiraKaupa minningabók
1. apríl 2008
| Minningargreinar
| 1839 orð
| 1 mynd
Úlfar Jón Andrésson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1940. Hann lést á heimili sínu 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Jónsson, f. í Hvammi undir Eyjafjöllum 8. apríl 1904, d. 12. júní 1942, og Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir, f. 5.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Þórðarson fæddist á Akranesi 5. október 1933. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Sigurðsson, skipstjóri á Akranesi, f. 30. janúar 1901, d. 30. apríl 1965, og Anna Ingvarsdóttir, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
1. apríl 2008
| Minningargreinar
| 3706 orð
| 1 mynd
Þór Willemoes Petersen fæddist á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 13. október 1990. Hann lést á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík að morgni annars dags páska, 24. mars s.l. Foreldrar hans voru Steinunn Anna Ólafsdóttir blaðamaður f. 14.4. 1956, d....
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Svokallað netarall hefst á næstu dögum. Það er rannsókn sem beinist að hrygningarfiski, einkum þorski, og er með svipuðu sniði og togararallið. Netarallið vegur þó ekki jafn þungt í stofnmælingu botnfiska og...
Meira
TÖLUVERT mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf bankanna í gær. Heildarvelta með bréf Glitnis nam 21,3 milljörðum króna en þar af voru sex stök viðskipti upp á meira en milljarð. Fern þeirra voru á genginu 30,05 krónur á hlut.
Meira
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 12,5 milljarða króna í febrúarmánuði, borið saman við 5,5 milljarða króna halla í sama mánuði í fyrra, miðað við sama gengi.
Meira
FL GROUP hefur selt afganginn af eign sinni í finnska flugfélaginu Finnair fyrir um 13,6 milljarða króna. Það sem af er ári nemur gengistap vegna hlutarins 1,7 milljörðum króna samkvæmt tilkynningu frá FL Group.
Meira
JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að eftirlitið hafi hafið rannsókn á því hvort neikvæðum orðrómi hafi verið dreift með skipulögðum hætti um Ísland og íslensku bankana, í því skyni að hagnast á því.
Meira
HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR erlendis hækkuðu almennt í gær, þótt ekki væri um miklar hækkanir að ræða. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,16%, franska CAC um 0,24%, en þýska DAX- vísitalan lækkaði hins vegar um 0,38%.
Meira
SÆNSKA ríkið tók í gær tilboði franska áfengisframleiðandans Pernod í Vin & Sprit, áfengisframleiðslufyrirtækið sem lengi hefur staðið til að einkavæða.
Meira
ÍSLENSKA ríkið ætti að kaupa hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á þá móðursýki sem einkennir skuldabréfamarkaði hvað varðar skuldabréf íslensku bankanna.
Meira
Jón Gissurarson bregður fyrir sig braghenduforminu: Nú er úti norðan hríð og nepju kuldi. Fönnum skrýðast fjalla tindar. Frjósa bæði laut og rindar. Bráðum sólin hátt á himni, haga vermir. Vorið kemur, bjarta, blíða, burtu hrekur vetrar kvíða.
Meira
Öldubrjótur nefnist nýtt verkefni sem 17 starfskonur frá níu löndum taka nú þátt í á Hrafnistu og miðar að því að auka skilning þeirra á íslenskri tungu og samfélagi. Halldóra Traustadóttir fór í heimsókn á dvalarheimilið.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég er alsæll. Ég hafði óskað mér Kitchen Aid-hrærivélar í afmælisgjöf frá frúnni og varð að ósk minni,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sölumaður og sérlegur áhugamaður um bakstur og matseld.
Meira
Að hlaupa úti er lífsstíll sem æ fleiri virðast hafa tileinkað sér ef marka má þær fréttir og myndir sem birtast af og til í fjölmiðlum af stórum hópi fólks sem stillir sér spennt upp á rásmarklínu.
Meira
Skemmtilegir sjortarar geta verið krydd í tilveruna, sérstaklega þegar neistinn er farinn að dofna hjá þeim sem hafa verið lengi saman. Kristín Heiða Kristinsdóttir spáði í fyrirbærið og gluggaði í bók sem gefur ýmsar hugmyndir að hraðsoðnum ánægjustundum.
Meira
MENN eru nú nær því en áður að þróa lyf gegn blindu eftir árangursríkar tilraunir á músum. Rannsóknin gekk út á örvun sérstaks prótíns í augum til að koma í veg fyrir æðaskemmdir sem leitt geta til sjónmissis.
Meira
AÐ vera í megrun er eins og bátsferð; þú stefnir á ákveðinn áfangastað (markmið í megruninni) en til þess að komast þangað þarf eldsneyti (mataræði og hreyfingu) og þú lendir loks á paradísareyju (kominn í bikiníið).
Meira
80 ára afmæli. Í dag, 1. apríl, er Þóra Karítas Árnadóttir , Melabraut 6, Seltjarnarnesi áttræð. Í tilefni dagsins tekur hún á móti ættingjum og vinum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í dag kl. 17 til...
Meira
Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 27.03. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 251 Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónsson 246 Ægir Ferdinandss.
Meira
Sveinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1979, cand.jur. frá Háskóla Íslands 1993 síðar hdl. og hrl. Sveinn hefur síðan starfrækt eigin lögfræðistofu.
Meira
Hlutavelta | Þessar stúlkur, Rebekka Sól Jóhannsdóttir og Súsanna Ísabella Jóhannsdóttir , héldu tombólu við Nóatún í Grafarvogi og færðu Rauða krossinum ágóðann, 1.730...
Meira
UM ÞESSAR mundir fer fram alþjóðlegt mót í fílapólói í borginni Chiang Rai í Taílandi. Mikla lagni þarf til þess að ná pínulitlum boltanum með langri kylfu ofan af fílsbaki.
Meira
1 Útlenskir starfsmenn hér á landi eru farnir að spyrjast fyrir um bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun. Hver er forstjóri hennar? 2 Hver hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands?
Meira
Víkverji styður heilshugar aðgerðir flutningabílstjóra síðustu daga, þar sem bensínhækkunum hefur verið mótmælt og aðgerðaleysi stjórnvalda í því að koma til móts við hækkandi eldsneytiskostnað.
Meira
EF Stuttgart væri á toppnum í Þýskalandi en ekki Bayern München væru öll meistaraliðin úr sex sterkustu deildunum í Evrópu frá sl. keppnistímabili í þeirri stöðu að geta varið meistaratitil sinn, en það hefur ekki gerst áður.
Meira
STUÐNINGSMENN Barcelona eru allt annað en ánægðir með lið sitt þessa dagana og urðu leikmenn liðsins áþreifanlega varir við það á æfingasvæðinu eftir tapleikinn gegn Real Betis.
Meira
Rúnar Kárason , vinstrihandar skyttan unga hjámeistaraflokki Fram í handknattleik, framlengdi í gær samning sinn við Safamýrarliðið til ársins 2011.
Meira
Þjóðverjinn Berti Vogts hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Aserbaídsjan í knattspyrnu til tveggja ára og eitt af fyrstu verkefnum hans með liðið verður vináttuleikur gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum í ágúst í sumar.
Meira
HREIÐAR Guðmundsson og félagar hans hjá sænska liðinu Sävehof, komust í gær í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku deildarinnar. Liðið lagði Lindesberg 29:23 í gærkvöldi og hafði því nokkra yfirburði í rimmunni, sigraði 3-0.
Meira
„MAÐUR sleppir ekki svona opnu skoti þó maður hafi klikkað nokkrum sinnum áður, maður verður að hafa trú á að hitta annars er bara hægt að hætta þessu,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu fyrir KR þegar...
Meira
JOACHIM Löw landsliðaþjálfari Þjóðverja staðfesti í viðtali við þýska knattspyrnutímaritið Kicker í gær að Jens Lehmann væri fyrsti kostur í að verja mark Þjóðverja á Evrópumótinu í sumar þrátt fyrir að hafa orðið undir í baráttunni við Spánverjann...
Meira
BERT van Marwijk skrifaði í gær undir samning við hollenska knattspyrnusambandið en hann mun leysa Marco van Basten af hólmi sem landsliðsþjálfari Hollands í knattspyrnu eftir EM í sumar.
Meira
EINN mikill stuðningsmaður Arsenal á Íslandi er nokkuð viss um að hans lið muni fagna Evrópumeistaratitlinum eftir að hafa séð hvernig drátturinn var í 8-liða úrslitum Meistaradeildar og hvernig leikir röðuðust í undanúrslitum.
Meira
FIMMTI úrslitaleikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla, verður á Akureyri í kvöld samkvæmt því sem næst varð komist í gærkvöldi. Staðan er 2:2 og því um hreinan útslitaleik að ræða.
Meira
ÓLAFUR Ingi Skúlason var eini Íslendingurinn sem gat fagnað sigri í Skandinavíu í gær en Helsingborg vann næsta auðveldan 3:0 sigur á nýliðum Sundsvall í sænsku deildinni. Ólafur Ingi var á bekknum allan leikinn en þeir Sverrir Garðarsson, Hannes Þ.
Meira
SVO gæti farið að Skagamaðurinn Stefán Þórðarson spili ekkert með sænska liðinu Norrköping eins og til stóð. Hann var lánaður frá ÍA til Norrköping fyrr í mánuðinum og til stóð að hann yrði hjá sænska liðinu þar til deildin hér heima byrjar.
Meira
„VIÐ þurfum einhvern veginn alltaf að fikta með eldinn og byrja flatt en ef við hefðum tekið svona á í fyrsta leiknum hefðum við unnið hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-inga eftir erfiðan 86:80-sigur á ÍR í Breiðholtinu í...
Meira
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á nýmjólk. Eins og áður er verðmunur á nýmjólkinni minni en á flestum öðrum matvörum. Þannig er hæsta verð í könnuninni 14,9% hærra en það lægsta eða 11 króna munur.
Meira
Franski áfengisframleiðandinn Pernod Ricard hefur gert samning um að kaup á sænska áfengisframleiðandanum Vin & Sprit, sem framleiðir meðal annars Absolut-vodka.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Ef reglur um hreinsun afrennslis frá byggð við Þingvallavatn verða ekki hertar, má búast við því að Þingvallavatn verði eins og grænmetissúpa á að líta vegna ofauðgunar.
Meira
Til og með 4. apríl næstkomandi býður Icelandair upp á 50 prósent barnaafslátt af öllum Economy- og Best Price-fargjöldum fyrir börn yngri en 11 ára til allra áfangastaða félagsins erlendis.
Meira
Kynning Bílabúð Benna hefur selt yfir 200 Kyron jeppa á síðastliðnu ári sem er mjög góður árangur. Aðspurður hvað útskýri þessa góðu sölu segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri Bílabúðarinnar, að Kyron sé alvöru jeppi sem henti vel við íslenskar aðstæður.
Meira
„Ég átti fína spretti þegar ég var yngri. Spilaði bæði með Tindastóli og Skallagrími í fyrstu deildinni. Ég er ekki alveg skelfilegur,“ segir skemmtikrafturinn og sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal.
Meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.
Meira
Á tónleikum til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara í Salnum á föstudagskvöldið mátti sjá Þóru Guðmundsdóttur , ætíð kennda við Atlanta, og dóttur hennar og Vilhjálms, Vilhelmínu , en hún fæddist skömmu áður en faðir hennar lést.
Meira
Sigvaldi Kaldalóns útvarpsmaður „Fyrsti bíllinn minn var Benz 190C, árgerð 1965, sem var fornbíll. Ég tók bílinn eignarhaldi þar sem pabbi átti hann og var búinn að eiga hann í 17 ár.
Meira
Hugsjón Halldórs Jóhannssonar er rekstur akstursbrautarinnar við Krísuvíkurveg þar sem hann vill að ökumenn æfi sig og fái útrás á brautinni í stað þess að fá hana á götum borgarinnar með tilheyrandi hættu.
Meira
Nú þegar hefur framleiðslu á hinni svokölluðu Superleggera-tegund af Gallardo verið hætt, en hún var kynnt til sögunnar árið 2007. Var bifreiðin kynnt á bílasýningu í Genf og sett fram sem samkeppnisaðili Ferrari 430 Scuderia.
Meira
Mikill munur var á aðstæðum barna á Breiðavíkurheimilinu eftir því hver þar fór með forstöðu hverju sinni. Starfsmenn fylgdu oft forstöðumanni á staðinn og af honum aftur.
Meira
Breskur almenningur heldur sérstaklega upp á Porsche 911 og um 29 prósent þjóðarinnar telja bílinn vera uppáhaldsbílinn sinn frá níunda áratugnum. Hinn vinsæli Audi Quattro er sömuleiðis í miklu uppáhaldi því hann lenti í öðru sæti með 28 prósent.
Meira
Hátt í 80 prósent Breta samþykkja nú hraðamyndavélina samkvæmt nýlegri könnun. Þessum sömu Bretum þykir myndavélarnar vera eðlilegur hluti lífsins.
Meira
Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti og stefnir nú á Brussel í Belgíu. Þar sýnir flokkurinn tvö verk á menningarhátíðinni Iceland on the Edge sem er í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu. Verkin sem sýnd verða saman þann...
Meira
Á þessum degi árið 1984 lést tónlistarmaðurinn Marvin Gaye. Hann hafði þjáðst af heilsuleysi og þunglyndi í allnokkurn tíma fyrir andlát sitt. Hann gerðist æ einrænni og leitaði huggunar í kókaíni.
Meira
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Engar sannanir liggja fyrir um að Filippus drottningarmaður hafi fyrirskipað eða breska leyniþjónustan skipulagt morð á Díönu prinsessu.
Meira
Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Við erum búnar að starfa mjög náið með þessu fólki frá byrjun, gefa okkur 150% í þetta allan tímann og skipuleggja framtíðina alveg í kringum þessa keppni.
Meira
Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. [...
Meira
Ekkjan eftir Stephen King er komin í kilju. Þar segir frá Lisey Landon sem stóð í djúpu og stundum ógnvekjandi sambandi við eiginmann sinn, Scott, dáðan metsöluhöfund – og mann sem átti sér leyndarmál.
Meira
Samtök offitusjúklinga í Danmörku hafa gagnrýnt ummæli dagskrárstjóra DR2 um að fólk sem birtist í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar eigi að vera nokkurn veginn í kjörþyngd.
Meira
„Við erum ósýnileg í umferðinni og verðum að gera ráð fyrir því að aðrir ökumenn sjái okkur aldrei,“ segir séra Gunnar Sigurjónsson, Snigill og mótorhjólaprestur, með meiru.
Meira
Fræðsluefni hræðir mig. Sérstaklega fræðsluefni sem er jafn fagmannlega unnið og þættirnir um jörðina á RÚV. Þeir hræða úr mér líftóruna vegna þess að þeir hafa sýnt mér að allt varð til fyrir tilviljun.
Meira
Kynning á fjarnámi við Háskólann á Akureyri fer fram á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 2. apríl kl. 17-18. Þar verður farið yfir námsframboð og kennslutilhögun auk þess sem kennarar og nemendur segja frá reynslu sinni af fjarnámi við skólann.
Meira
Einn af hverjum fimm 10. bekkingum býst við að flytja til útlanda seinna á ævinni og hafa enn fleiri áhuga á því, skv. nýrri rannsókn. Myndu flestir flytja til Bandaríkjanna ef þeir þyrftu að yfirgefa...
Meira
Deilur um eignarrétt á ofurhetjunni Súperman milli erfingja hins upprunalega höfundar og D.C. Comics hafa valdið því að framtíð Súperman-kvikmynda er í uppnámi.
Meira
Gefandi Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hafa haldið fyrirlestra víða um landið frá því að bók þeirra Postulín kom út í nóvember. Þær eru ekki síst vinsælir fyrirlesarar í unglingadeildum grunnskólanna.
Meira
Stjórnvöld geta beitt Íbúðalánasjóði til þess að leggja lausafjársveltum bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum lið í þeirri kreppu sem nú virðist vera að leggjast yfir landið eftir 10 mánaða setu ríkisstjórnarinnar.
Meira
Haukur í horni „Það gengur ótrúlega vel, miklu betur en við bjuggumst við,“ segir Friðbjörn Orri Ketilsson en hann stendur fyrir fjársöfnun fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson .
Meira
„Hjólið mitt er í bílskúrnum núna, ég ætla ekki að taka það út fyrr en það er farið að hlýna verulega,“ segir Siv Friðleifsdóttir sem tekur væntanlega ekki Honda Nighthawke-mótorhjólið sitt út fyrr en í maíblíðunni.
Meira
Eftir Þórð Snæ Júlíusson og Elías Jón Guðjónsson Arctus ehf. hefur hótað sveitarfélaginu Ölfusi málsókn vegna vanefnda þess á einkaréttaryfirlýsingu sem Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri undirritaði í nóvember 2006.
Meira
Flugfélög um allan heim fara ekki varhluta af háu eldsneytisverði frekar en almennir bílaeigendur. Til þess að létta byrði flugvélanna og spara þannig eldsneyti taka flugfélög mörg hver til þess ráðs að skipta „innbúi“ vélanna út.
Meira
Á toppi Snæfellsjökuls var 11 stiga frost og sterkur vindur síðasta laugardag. 150 manna gönguhópur fann fyrir frostinu sem sennilega náði um 30 gráðum í verstu hviðunum.
Meira
Mikið var um dýrðir á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem fram fór dagana 21. til 30. mars. Meðal tegunda sem voru frumsýndar voru nýir dísilsmájeppar árgerð 2009, nýr Nissan Maxima, nokkrar nýjungar frá Pontiac og V-6 útgáfa af Dodge Challenger.
Meira
Indverska fyrirtækið, Tata Motors, hefur nú keypt merkin Jagúar og Land Rover en fyrirtækið fékk lánað fé til kaupanna. Talsmaður Tata tekur fram að framleiðsla Jagúar og Land Rover verði ekki flutt til Indlands og bresk arfleifð bifreiðanna verði virt.
Meira
U mræður um efnahagsmál á Alþingi snerust í gær upp í leitina að Soffíu frænku. Guðni Ágústsson hélt landsföðurlega ræðu um efnahaginn og hvatti til stóriðjuframkvæmda og að þeim yrði jafnvel flýtt. Steingrími J.
Meira
Leiðari Fréttablaðsins í dag ber heitið „Undir árás.“ [...] Þetta er barnamál, þetta er tölvuleikjamál – þetta er bein þýðing úr ensku, under attack, en passar inn í íslensku eins og mynd af Múhameð á tilkynningaspjaldi í moskunni.
Meira
Bílveiki er algengari en margir halda og getur valdið viðkomandi miklum vandræðum. Gott er að hafa í huga að lestur í bíl á ferð getur vakið ógleði og því er betra að sleppa því.
Meira
Þegar ég var stelpa voru stundum sagðar fréttir af mótmælum herstöðvarandstæðinga. Þetta pakk safnaðist saman í óþökk virðulegra skattborgara, sem hristu höfuðið í hneykslan og fyrirlitningu.
Meira
Það lítur út fyrir að framtíðarbíllinn Aptera muni fljótlega líta dagsins ljós en Aptera er loftaflsfræðilegur tvinnbíll. Framleiðslufyrirtækið er nú tilbúið að hefja framleiðslu eftir að hafa safnað fé til verksins.
Meira
Akstursbrautin við Krísuvíkurveg hefur verið vinsæl hjá ungum ökumönnum sem æfa þar færni sína í ökuleikni og hraðakstri. Það er Halldór Jóhannsson sem heldur utan um...
Meira
Mannaveiðar á RÚV hafa farið vel af stað. Hver stórleikarinn á fætur öðrum kemur fram í þáttunum og síðasta sunnudag var persóna Atla Rafns Sigurðarsonar kynnt til sögunnar.
Meira
Kúbumenn mega nú gista á hótelum í eigin landi sem áður voru alfarið frátekin fyrir erlenda ferðamenn, svo fremi sem þeir sýna skilríki og eru borgunarmenn.
Meira
Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 21.288 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Kaupþingi eða um 5,38%. Bréf í ICEQ hækkuðu um 1,93% og bréf í Exista um 1,76%.
Meira
Mér hefur fundist eins og ég sé í Matadorspili. Vandinn við spilið, sem ég haft svo gaman af, er að það sem maður kaupir og á af peningum í Matador virkar ekkert utan leiksins.
Meira
Hugmyndaflugi mannsins eru engin takmörk sett og því er ástæðulaust að sitja uppi með hefðbundinn bláan eða grænan bíl. Bíllinn getur þvert á móti verið lýsandi fyrir persónuleika þinn eða áhugamál.
Meira
Þeir verða ekkert mikið harðari naglarnir en Sebastien Loeb. Ekki fyrr byrjað að tísta um að hátindinum sé náð og ferillinn liggi nú niður á við en hann tekur sig til og vinnur Argentínurallið í fjórða skipti í röð.
Meira
Íslenskum neytendum hefur ekki verið sérlega lagið að mótmæla á afgerandi hátt. Mótmæli vörubílstjóra undanfarna daga, vegna gjaldtöku ríkissjóðs af olíu og bensíni, eru mótmæli af því tagi sem Íslendingar eiga ekki að venjast.
Meira
Gone in 60 secondes Giovanni Ribisi leikur hér Kip Raines, montinn, ungan bílaþjóf sem vinnur með hópi þjófa að því að stela 50 hraðskreiðum bifreiðum fyrir skúrk nokkurn sem kallaður er The Carpenter eða trésmiðurinn.
Meira
Nú þegar vorið er framundan og bensínverð í hámarki er tilvalið að taka reiðhjólið út úr geymslunni og hvíla bílinn. Auðvelt er að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í borginni þar sem sífellt meira er um góða reiðhjólastíga.
Meira
Opið hús fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð miðvikudaginn 2. apríl kl. 18-21. Kynnt verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf nemenda. Einnig verður opið hús í Kvennaskólanum sama kvöld frá kl.
Meira
Mikil viðhöfn var á Torgi hins himneska friðar í kínversku höfuðborginni Peking í gær þegar ólympíueldurinn kom til borgarinnar frá Aþenu. Öryggisgæsla var mjög mikil af ótta við mótmælendur.
Meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 98. Íslandsglímunni sem fram fór um helgina þegar Pétur Þórir Gunnarsson hirti Grettisbeltið af Pétri Eyþórssyni en Pétur hefur nánast átt áskrift að titlum í glímu í karlaflokki síðustu árin.
Meira
Í framhaldi af því að karlmenn eru sagðir hafa vaxandi áhuga á því að leggja meira í hönnun eldhúss í híbýlum sínum ákvað hönnunardeild Porsche í samráði við Poggenpohl Mobelwerke að hanna eldhús sérstaklega sniðið að smekk þeirra.
Meira
Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í gær og ekki tókst að koma rafmagni aftur á fyrr en um fimm leytið. Rafmagnið fór af á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, Grafarholti og hluta Grafarvogs.
Meira
Síðustu daga höfum við ekki heyrt annað í fréttum en hversu mikið krónan hefur fallið og lánin hafa hækkað. Fyrir suma þýðir þetta tímabundin óþægindi en fyrir aðra skelfileg fjárhagsvandræði og jafnvel gjaldþrot.
Meira
Sigurjón Jónsson húsasmiður notfærði sér verkefnið Bættu um betur og lauk námi eftir að hafa starfað lengi sem ómenntaður smiður en slíkt raunfærnimat nýtist mörgum...
Meira
Nemendur sem útskrifast úr grunnskóla í vor þurfa senn að taka ákvörðun um hvaða framhaldsskóla þeir fara í næsta haust. Úr vöndu er að ráða enda úr mörgum skólum að velja og enn fleiri námsleiðum.
Meira
Ég var svo heppin að geta sótt tónlistarhátíðina „Aldrei fór ég suður“ í Skíðavikunni á Ísafirði í ár eins og ég hef reyndar gert árlega frá því hún var fyrst haldin, fyrir 5 árum.
Meira
Stjórn Geðhjálpar var á aðalfundi félagsins á laugardaginn falið að ræða samband félagsins við Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ. Leggi stjórnin til úrsögn úr ÖBÍ, eins og hefur verið til umræðu innan félagsins, skal tillagan lögð fyrir félagsfund.
Meira
Sagt var frá því á dögunum að vöðvabúntið Egill Gillzenegger notaði lagið Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey sem hringitón, en hann er meðlimur hljómsveitarinnar Merzedes Club sem flytur lagið.
Meira
Virkur dagur Samfylkingarinnar er þessi: Ingibjörg Sólrún berst fyrir Nató í Afganistan, berst fyrir aðild að öryggisráðinu, verndar sendiherra Halldórs og Davíðs. Hún varðveitir arf Framsóknar og má ekki vera að öðru.
Meira
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálmholti og landeigandi við Þjórsá, sakar sveitarstjórn Flóahrepps um sinnaskipti varðandi Urriðafossvirkjun gegn greiðslu frá Landsvirkjun.
Meira
Sest í gott bú „Þetta er gríðarlega spennandi og jafnframt ögrandi verkefni,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem tekur við ritstjórn 24 stunda af Ólafi Þ. Stephensen fljótlega.
Meira
Frakkar hafa hingað til auðveldlega getað haft ofan af fyrir börnum sínum í bíl með því að fara í leikinn „Þekkir þú héraðið?“. En ekki mikið lengur.
Meira
Rafmagnsleysið sem stóð yfir í gærdag olli töluverðum vandkvæðum hjá fyrirtækjum á svæðinu. Meðal annars fór öll starfsemi Reykjalundar úr skorðum. Jón M. Benediktsson framkvæmdastjóri sagði að sem betur fer hefði það ekki skapað neina hættu.
Meira
Skodi ljóti drífur ekki upp í móti var oft sönglað hér á árum áður og sagðir brandarar á borð við: Hvers vegna hafa Skodar tvöfaldan hitara á bakrúðunni? Til þess að hægt sé að halda höndunum heitum á meðan maður ýtir bílnum.
Meira
Spjallvefir verða stöðugt vinsælli enda er þægilegt að geta setið heima og átt í samræðum um sín helstu áhugamál. Bílaáhugamenn hafa að sjálfsögðu ekki látið spjallmenninguna framhjá sér fara. Þeir flykkjast nú á www.blyfotur.
Meira
Stjórnarandstæðingar í Simbabve fullyrða að Morgan Tsvangirai hafi hlotið um 60 prósent atkvæða og forsetinn Robert Mugabe 30 prósent í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina.
Meira
stutt Löggur í skyldusport Lögreglustjóri hefur undirritað nýjan líkamsræktarsamning við World Class til að hvetja lögregluþjóna til líkamsræktar. Þeir þurfa ekki að borga í ræktina nema þeir skrópi. Þá fá þeir 4000 króna sekt.
Meira
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Sumt af þeirri miklu vinnu sem fram fór í okkar tíð hefur í raun legið ofan í skúffum alveg frá því að hinn nýi meirihluti tók við.
Meira
„Það er mikið gleðiefni hversu vel Gerður er kynnt og hvað fólk dáist að verkum hennar,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur en í Gerðarsafni stendur yfir sýning á verkum Gerðar Helgadóttur.
Meira
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Einn af hverjum þremur tíundubekkingum langar að flytjast úr landi og einn af hverjum fimm býst við að flytja utan síðar á ævinni skv.
Meira
Golfaðdáendur í Bretlandi eru himinlifandi með það sem gæti orðið þeirra eigin Tiger Woods. Hinn 19 ára gamli Oliver Fisher er í 32. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar eftir að hafa tapað í bráðabana gegn Thomas Levet á Opna Andalúsíumótinu.
Meira
Bókasafn Háskólans á Akureyri, kennaradeild skólans og 3f - félag um upplýsingatækni og menntun, standa fyrir fræðslufundi um upplýsingatækni í skólastarfi í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 4. apríl kl. 13:30-17.
Meira
Þeir sem hafa unnið við iðngrein en ekki lokið prófi geta bætt úr því með því að fá starfsreynslu og þekkingu metna inn í skólakerfið og ljúka því sem upp á vantar.
Meira
Hugmyndina að Jagúarnum má rekja aftur til ársins 1922 en hún kviknaði hjá William Lyons sem upphaflega ætlaði að framleiða hliðarbíla á mótorhjól í fyrirtæki sínu Swallow Sidecar Company.
Meira
Flugfélagið Emirates ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum á fyrsta farrými möguleika á að fara í steypibað um borð. Þjónustan verður hins vegar ekki ókeypis heldur mun hún kosta rúmlega eina milljón króna.
Meira
Gunnar Hansson leikari svífur um borgina á fagurgrænni vespu. Sannri Vespu Piaggio. „Þetta eru gæðahjól, einu hjólin sem svo sannarlega eru vespur,“ segir Gunnar sem flytur þau inn og selur.
Meira
Hugtakið „road rage“ er mjög þekkt en það vísar til fólks sem missir stjórn á skapi sínu í umferðinni. Ef til vill kannast þú við að öskra á bílstjórann fyrir framan þig og blóta honum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.