HÉR er allt komið í fullan gang,“ sagði Ragnar Johansen í Hörgslandi í gærkvöldi, en veiðimenn sem luku veiðum í Vatnamótunum við Skaftá um hádegi í gær veiddu 50 sjóbirtinga.
Meira
Á GÓÐUM degi getur neytandi á Íslandi vel ímyndað sér að hann sé staddur í útlöndum. Ekki síst eftir að úrval af öllu mögulegu varð jafn mikið og raun ber vitni nú til dags.
Meira
Hjá Lýðheilsustöð er unnið að fjölbreytilegum verkefnum, flestum á sviði forvarna. Lögum samkvæmt er stofnuninni gert að sjá um allt frá slysavörnum til vímuefnavarna auk hvers kyns manneldis- og heilsueflingarverkefna.
Meira
„MÉR finnst skorta framtíðarsýn fyrir landið og byggðina. Spyrja þarf hvernig byggð við viljum sjá í landinu eftir tuttugu ár,“ segir Hrund Skarphéðinsdóttir, en hún tók á dögunum við formennsku í Framtíðarlandinu.
Meira
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók mann um tvítugt á sjöunda tímanum á sunnudagmorgun. Maðurinn hafði brugðið hnífi um háls annars manns og hafði í hótunum þar sem þeir biðu í röð eftir leigubíl.
Meira
FYRIR aðalfundi Landsbankans 23. apríl næstkomandi liggur m.a. tillaga um lækkun hlutafjár bankans um 300 milljónir króna að nafnvirði með niðurfellingu á eigin hlutum bankans.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is DÝRALÆKNAFÉLAG Íslands mótmælir boðuðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr harðlega og segir hætt við mikilli skerðingu á þjónustu í dreifbýli.
Meira
KARLMAÐUR fórst í eldsvoða í raðhúsi við Skúlabraut á Blönduósi á sunnudagsmorgun. Tilkynnt var um eldsvoðann kl. 6.15 og lagði mikinn og þykkan reyk úr íbúð mannsins sem er mjög skemmd og jafnvel talin ónýt eftir eldinn.
Meira
14. apríl 2008
| Innlendar fréttir
| 1149 orð
| 2 myndir
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MARGIR munu sjálfsagt telja þær róttækar, tillögurnar sem meðlimir í umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleðasambandsins Íslands lögðu fyrir umhverfisráðherra í nýlegri skýrslu en þar er m.a.
Meira
KARLMAÐUR ók bifreið á hús á Laugavegi þar sem veitingastaðurinn Asía er til húsa aðfaranótt sunnudags. Var maðurinn handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Ekki er vitað um skemmdir á húsinu en bifreiðin er mikið skemmd.
Meira
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ENN er Landeyjahöfn í Bakkafjöru umdeild þótt stjórnvöld séu langt komin í að láta byggingu hennar verða að veruleika.
Meira
NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Mikið var af ungum gestum í bænum, sem komnir voru til að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna.
Meira
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is STÉTTARFÉLAG Vesturlands fékk góðan liðsauka um síðustu áramót þegar Signý Jóhannesdóttir var ráðin framkvæmdastjóri.
Meira
NÝ KOMUVERSLUN var formlega opnuð í á fimmtudag á 1. hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nýja komuverslunin er 1.500 fermetrar að stærð, eða um 1.000 fermetrum stærri en fyrri verslun.
Meira
VEFTÍMARITIÐ The Scientist birti nýlega grein undir titlinum A Trial, decoded [Réttarhöld, afkóðuð] um samskipti Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar [deCODE genetics], við Hákon Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóra...
Meira
EIMSKIP og Flytjandi hafa tilkynnt 5-11% gjaldskrárhækkanir á flutningsgjöldum á nýliðnum dögum. Um sl. mánaðamót hækkuðu flutningsgjöld hjá Eimskip um 5-11% og Flytjandi hækkaði gjaldskrá um 5,6% frá 9. apríl.
Meira
„VIÐ viljum með gjöfinni sýna að við metum starfsemi Reykjalundar mikils, en við viljum meira af henni,“ segir Ásbjörn Einarsson, formaður Parkinsonsamtakanna á Íslandi, en samtökin hafa fært Reykjalundi gjöf að verðmæti um þrjár milljónir...
Meira
SAMKVÆMT upplýsingum á gjörgæsludeild Landspítalans er líðan karlmanns sem slasaðist á mótokrosshjóli á laugardag óbreytt. Manninum, sem er á þrítugsaldri, er haldið sofandi í öndunarvél, en hann er með alvarlega höfuðáverka. Slysið varð um kl.
Meira
Á DÖGUNUM var undirritaður viðamikill samningur þar sem kveðið er á um stuðning og samstarf Hertz á Íslandi við Landsmót ehf. (LM) og Landssamband hestamannafélaga (LH). Samningurinn er til þriggja ára og nær því yfir Landsmót 2008 og 2010.
Meira
BÍLVELTA varð að morgni sunnudags á gatnamótum Laugavegar og Mjölnisholts, þegar jepplingur rann í hálku, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin slys urðu á fólki en slökkvilið var kallað út til að hreinsa olíu sem lak úr...
Meira
KEFLAVÍK náði í gær að jafna metin í undanúrslitaviðureign liðsins gegn ÍR í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik með 97:79-sigri í Seljaskóla.
Meira
LÖGREGLU höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt á sunnudagsmorgun að skemmdir hefðu verið unnar á kínverska sendiráðinu við Víðimel. Hafði orðið „murderers“ (ísl. morðingjar) verið skrifað á vegg sendiráðsins í skjóli nætur með rauðum úða.
Meira
FJÖLDI fólks lagði leið sína í verslun Bónuss í Faxafeni í gær, en 30% afsláttur var af öllum vörum í búðinni. Verður verslunin svo lokuð næstu daga meðan unnið er að endurbótum.
Meira
RUMEN Petkov, innanríkisráðherra Búlgaríu, sagði af sér í gær, eftir að upp komst fyrir nokkrum vikum að áhrifamiklir aðilar innan innanríkisráðuneytisins hefðu lekið gögnum til grunaðra glæpamanna sem voru undir lögreglurannsókn.
Meira
Úr fimm í plús í þrjár í mínus Í dæmi, sem sýnt var í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag um áhrif verðbólguspár og lækkunar á húsnæðismarkaði sem seðlabankinn greindi frá síðastliðinn fimmtudag gleymdist að taka verðbótaþátt vegna húsnæðisverðs með.
Meira
MICHAL Sikorski, ræðismaður Póllands á Íslandi, segir Pólverja hér á landi hafa miklar áhyggjur af því að glæpamenn komi hingað frá Póllandi og haldi áfram glæpastarfsemi sinni. Hegðun þeirra hafi slæm áhrif á ímynd Pólverja á Íslandi.
Meira
FORSETAFRAMBJÓÐANDINN Barack Obama reynir nú að lágmarka þann skaða sem umdeild ummæli hans um íbúa Pennsylvaníu kunna að hafa valdið framboði hans, nú þegar um vika er til forkosninga demókrata í ríkinu.
Meira
LÖGREGLAN var kölluð að húsi í vesturbænum kl. 4 á sunnudagsmorgni en móðir hafði óskað aðstoðar út af syni sínum sem hótaði henni með hnífi og var í annarlegu ástandi.
Meira
RÆÐISMAÐUR Póllands vakti fyrstur, ásamt öðrum Pólverja, athygli lögreglunnar á því að samlandi þeirra, sem eftirlýstur væri af pólskum yfirvöldum vegna gruns um aðild að morði, væri staddur hér á landi.
Meira
KYNNT voru á aðalfundi RARIK á Akureyri fyrir helgi helstu verkefni nýstofnaðs félags, RARIK orkuþróunar ehf. Er því félagi ætlað að halda utan um ráðgjafar- og þróunarverkefni á sviði vatnsaflsvirkjana og annarra orkumála, bæði hér á landi og erlendis.
Meira
ÍRÖSK stjórnvöld hafa rekið 1.300 hermenn úr hernum fyrir að hafa brugðist skyldum sínum þegar herinn gerði áhlaup á vígamenn úr röðum sjíta í Basra í lok síðasta mánaðar.
Meira
BNEDIKT XVI. páfi veitti Pétri Bürcher Reykjavíkurbiskupi einkaáheyrn á föstudag. Greindi Pétur biskupi frá stöðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og fjölgun innan hennar undanfarin ár.
Meira
HVORKI saksóknari né verjandi Birgis Páls Marteinssonar eru sáttir við niðurstöðu dómara í Færeyjum, sem dæmdi Birgi Pál á föstudag í 7 ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnasmygli og fyrir vörslu mikils magns fíkniefna í tengslum við Pólstjörnumálið.
Meira
Tenórsöngvarinn Þórarinn Jóhannes Ólafsson var með tónleika í Nýja Íslandi fyrir skömmu og á efnisskránni var eitt lag sem amma hans söng á sömu slóðum 1956.
Meira
MARGIR efnilegustu íshokkíleikmenn heims þyrluðu upp ísnum í Egilshöll um helgina. Þar eru í gangi æfingabúðir fyrir leikmenn frá Íslandi, Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi, Svíþjóð og Slóvakíu.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í NÝLEGUM tillögum torfæruhjólamanna er lagt til að Vegagerðin fjölgi skilgreiningum sínum á fjallvegum um tvær en það myndi m.a.
Meira
SPÆNSKIR fornleifafræðingar áttu í samvinnu við þýska kollega sína á dögum nasismans, á þeim tímum þegar spænskir fasistar vildu ýta undir þá kenningu að rekja mætti uppruna aríanna, hins „hreina“ kynstofns samkvæmt kynþáttahyggju Adolfs...
Meira
STJÓRNVÖLD í Japan bjóða íslenskum framhaldsskólanemum á 1. og 2. ári (16-17 ára), að sækja um styrk til námsdvalar í Japan frá seinni hluta ágúst 2008 til fyrri hluta janúar 2009.
Meira
LÖGREGLAN í Borgarnesi var kölluð til þegar fólksbíll valt í Reykholtsdal um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum og sakaði ekki enda í bílbelti. Bíllinn fór heila veltu og endaði á hjólunum, óökufær þó.
Meira
RÍKISSTJÓRN Rauls Castros Kúbuleiðtoga hefur ákveðið að gera þúsundum Kúbverja kleift að skrá sig sem eigendur fasteigna sem þeir hafa hingað til leigt af ríkinu.
Meira
BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er nú í opinberri heimsókn til Kína, en hún er farin til að endurgjalda heimsókn starfsbróður ráðherra frá því í júní í fyrra.
Meira
VAXANDI fylgi er við þá hugmynd innan BSRB að kjarasamningum við ríkið verði lokið hið fyrsta en að aðeins verði samið til eins árs, að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB.
Meira
„LÓAN er komin að kveða burt snjóinn,“ segir í textanum og víst munu lóurnar sem hér sjást horfa inn til lands á Eyrarbakka hugsa með sér eins og vorboða sæmir og spyrja: „Hvar er nú vorið?
Meira
ÖRYGGISVERÐIR á Keflavíkurflugvelli hafa sent samgönguráðherra undirskriftalista þar sem fyrirhuguðum breytingum á skipulagi lög- og tollgæslu á Suðurnesjum er mótmælt.
Meira
Þær upplýsingar, sem fram hafa komið hér í Morgunblaðinu um póstdreifingu á höfuðborgarsvæðinu, benda til þess að alvarlegur trúnaðarbrestur sé kominn upp á milli Íslandspósts annars vegar og hins vegar þeirra, sem fela fyrirtækinu að dreifa pósti, og...
Meira
Evran er mjög sterk um þessar mundir, m.a. gagnvart dollar. Þessi sterka staða evrunnar er byrjuð að valda sumum aðildarríkjum Evrópusambandsins erfiðleikum. Það á t.d. við um Spán og Írland og að einhverju leyti Ítalíu.
Meira
Bíllinn er mikilvægur Íslendingum og lítið hefur verið gert í skipulagsmálum til þess að draga úr því mikilvægi. Kemur þar bæði til gisin byggð í þéttbýli og sú staðreynd að fyrir flesta eru almenningssamgöngur ekki raunhæfur kostur.
Meira
Eftir Daníel Sigurð Eðvaldsson daniel@mbl.is FRAMHALDSSKÓLANEMAR fjölmenntu norður á Akureyri um helgina, en bærinn hýsti hina árlegu og geysivinsælu Söngkeppni framhaldsskólanna annað árið í röð. Talið er að um 2.
Meira
ÞEGAR litið er til baka er ekki svo ýkja langt síðan franskir leikarar slöguðu hátt í breska og bandaríska hvað vinsældir snerti hér heima. Í hópi karlanna báru Jean Paul Belmondo og Alain Delon dálítið af, þótt fleiri nöfn mætti nefna til sögunnar,...
Meira
UM 300 manns voru við útför bandaríska stórleikarans Charlton Heston í Los Angeles á laugardaginn og voru margir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal.
Meira
FYRIRLESTUR um forvörslu torfrústar frá landnámsöld verður haldinn á landnámssýningunni í Aðalstræti 16 á morgun, þriðjudag, kl. 17. Við fornleifauppgröft í Aðalstræti 16 árið 2001 fannst óvenjuvel varðveitt rúst af húsi úr torfi frá landnámsöld.
Meira
HJALTI Rögnvaldsson leikari mun halda áfram að lesa ljóð Þorstein frá Hamri í Iðnó í dag og kvöld. Tilefnið er að um þessar mundir fagnar Þorsteinn 70 ára afmæli sínu, auk þess sem 50 ár eru liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar hans.
Meira
JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, hefur bæst í hóp barnabókahöfunda sem krefjast þess að gripið verði til aðgerða til þess að vernda börn sem búa í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan.
Meira
Handrit: Leikhópurinn. Leikstjóri: Charlotte Böving. Leikmynd: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Ólöf Nordal. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Hugmyndir að hreyfingum: Reijo Kela.
Meira
Bandaríkin/Ítalía/Þýskaland 2004. Myndform 2008. 110 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Ari Taub. Aðalleikarar: Daniel Asher, Matthew Black.
Meira
Bandaríkin 2001. Myndform 2008. 91 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: Dennis Dimster-Denk. Aðalleikarar: Natassja Kinski, Jeff Fahey, Josh Holloway.
Meira
BANDARÍSKA söng- og leikkonan Jessica Simpson segist mjög ánægð fyrir hönd systur sinnar Ashlee sem trúlofaðist nýverið Pete Wentz, bassaleikara rokksveitarinnar Fall Out Boy. Hún segir þau passa fullkomlega saman.
Meira
HINN íslenski Þursaflokkur hélt þrenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Upphaflega stóð til að halda eingöngu tónleika á föstudagskvöldið en miðasala gekk það vel að ákveðið var að bæta tvennum tónleikum við á laugardagskvöldið.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er sennilega ekki algengt að fólk hefji nýja starfsævi að loknu hefðbundnu ævistarfi. Flestum þykir nóg að hafa skilað því sem til er ætlast.
Meira
Birgitta Jónsdóttir | 13. apríl Framganga Kínverja Kínverjar notfæra sér veikleika hins mannlega huga. Það vita auðvitað allir að það er algerlega gegn búddískri hugsun og heimspeki að fremja ofbeldi. Allir Tíbetar eru búddistar.
Meira
Einar K. Guðfinnsson | 13. apríl Gore og trukkarnir Al Gore setti upp glæsilega sýningu og flutti boðskap sinn í Háskólabíói á dögunum. Liðin er sú tíð að menn fari um og haldi ræður.
Meira
Guðjón Jensson | 13. apríl Bífræfnir ökumenn Alltaf er dapurlegt að lesa um bíræfna ökumenn sem aka allt of hratt, oft við erfiðar aðstæður. Vegir á Íslandi eru almennt ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90 km á klst.
Meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifar um menntun barna og unglinga: "Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi."
Meira
Frá Birni S. Stefánssyni: "ÞAÐ er veigamikið menningarefni að gæta að örnefnum. Þá er það réttur frumbyggja, að örnefni þeirra séu virt. Hér á landi hætti Dönum til þess, þegar þeir réðu hér nokkru, og jafnvel innlendum starfsmönnum þeirra, að skrá örnefni rangt."
Meira
Ólafur Pálsson skrifar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar: "Til greina kemur að steypa þeim saman í eitt, en vænlegast er að mati undirritaðs að þau verði þrjú."
Meira
Rúnar Kristjánsson | 13. apríl Af gjafmildi Er ekkert til á Íslandi sem auðkýfingar af þessu tagi, íslenskir oligarkar, sjá ástæðu til að færa til betri vegar?
Meira
ÍRLAND og Spánn hafa notast við evruna frá því að hún varð til. Engu að síður falla fasteignir í verði í þessum löndum. Hvaða gjaldmiðil eiga þessi lönd að taka upp sem töfralausn? Breska sterlingspundið er fjórði stærsti gjaldmiðill heims.
Meira
Boðskapur nýrra tíma ÞAÐ er merkilegt að í sögu mannkynsins hefur Guð ávallt þurft að leita til litla mannsins til að koma skilaboðum sínum áleiðis í mannheimi.
Meira
Árni Jónsson fæddist í Sandfellshaga í Öxarfirði 19. janúar 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. mars í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Pétursson fæddist á Kvígstöðum í Borgarfirði 10. febrúar 1947. Hann lést af slysförum laugardaginn 5. apríl síðastliðinn. Bjarni flutti þriggja mánaða gamall að Gautlöndum í Mývatnssveit þar sem hann ólst upp.
MeiraKaupa minningabók
Flosi Ólafsson fæddist í Reykjavík 13. mars 1956. Hann lést af slysförum 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ólafur Hólmgeir Pálsson, f. í Sauðanesi á Ásum 7.7. 1926, d. 2.1. 2002, og Valgerður Guðmundsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaugur fæddist á Akureyri 3. mars 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorgerður Helgadóttir húsfreyja, f. 12. mars 1876, d. 27. ágúst 1945, og Jakob Jakobsson skipstjóri, f. 10.
MeiraKaupa minningabók
Hólmar Finnbogason fæddist í Vestmannaeyjum 21. febrúar 1932. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Franzdóttir, f. 26. september 1910, d. 11. janúar 1965, og Finnbogi Halldórsson, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Pálína Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. mars 1944. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Stefánsdóttir húsmóðir, f. 22. júlí 1918, d. 13.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Merkigili í Skagafirði 13. október 1919 og ólst þar upp til níu ára aldurs. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 21. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Í ljósi þess að grásleppuvertíðin er nú hafin og vorboðinn ljúfi, rauðmaginn, kominn á matardiska okkar er ekki úr vegi að rifja upp tvær gamlar sögur. Bryggjuspjallari skrifar þær eftir minni og vonast til að ekki skeiki miklu.
Meira
FYRSTU sjö mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs hefur flutt þorskaflamark milli skipa í eigu óskyldra aðila dregist saman um 41% frá sama tíma á síðasta fiskveiðiári, samkvæmt samantekt Fiskistofu.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Heildaraflinn í nýliðnum marz var 169.075 tonn. Það er svipaður afli og í marz 2007 en þá var aflinn 162.054. Meira veiddist af loðnu í ár en í fyrra en minna af kolmunna, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Freddy Numberi, sjávarútvegsráðherra Indónesíu, skrifuðu á föstudag undir viljayfirlýsingu milli þjóðanna um samstarf á sviði sjávarútvegs.
Meira
BP Partners, félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Guðmundar Þórðarsonar, hefur keypt 50% hlut í Metropol í Danmörku, fyrirtæki á sviði hönnunar, framleiðslu, heildsölu og smásölu á tískufatnaði .
Meira
SPROTAFYRIRTÆKI, sem sprottið er úr Háskólanum í Reykjavík, Eff2 technologies, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni Innovit fyrir íslenska háskólanema og nýútskrifaða, þeirri fyrstu sem haldin er.
Meira
VARAÐ var því á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í Washington um helgina að frekari erfiðleikar gætu komið upp í heimsbúskapnum á árinu og fleiri vandamál orðið á fjármálamörkuðum, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal.
Meira
MÁLSTOFA verður haldin á morgun, þriðjudag, kl. 15 í Seðlabankanum. Málshefjandi er dr. Ásgeir Daníelssson, hagfræðingur á hagfræðisviði bankans. Erindi hans nefnist Breytileiki í þjóðhagsstærðum og skekkjur í þjóðhagsspám.
Meira
FJALLAÐ er nokkuð ítarlega á fréttavef Bloomberg um Ísland og áhrif gengisfalls krónunnar. Fréttamaður frá Bloomberg kom til Íslands nýverið og ræddi m.a. við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, Eggert B.
Meira
Vorið er á næsta leiti og því fylgja vorboðar, eins og hjólafólkið sem verður æ meira áberandi á stígum og götum borgar og bæja. En hvað kostar að koma hjólhestum undir fjölskylduna? Bergþóra Njála Guðmundsdóttir leitaði svara.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Á meðan kaupglaðir Íslendingar þutu milli rekka og hillna í öllum fínu búðunum í verksmiðjusöluþorpinu Ellenton milli Tampa og Sarasota í Flórída hafði hundeigandinn öðrum hnöppum að hneppa.
Meira
ÞAÐ eru vel þekkt sannindi að það borgar sig ekki að fara svangur að kaupa í matinn. Að versla þegar maður er í vondu skapi virðist hins vegar ekki heldur vera góð hugmynd að sögn vísindamanna við Carnegie Mellon University í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
Meira
Halldór Hauksson fæddist á Borgarnesi 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá FB 1983, sálfræðinámi frá Freie Universität í Berlín 1994, og þjálfun í hugrænni atferlismeðferð 2006.
Meira
1 Mynd Sigur Rósar er vinsælust heimildar- og tónlistarmynda meðal notenda vefsíðunnar Internet Movie Data Base. Hvað heitir hún? 2 Verið er að vinna hljómplötu í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli eins ástsælasta ljóðskálds landsins. Hver er hann?
Meira
Ég íhuga að senda vinkonu minni, sem er heldur blönk og hefur ekki efni á borgarferð á næstunni, sýndarkampavín. Það er líka á spottprís – flaskan kostar ekki nema dollara.
Meira
Byrjum á tilvitnun. „Þið farið inn í suma þessara litlu bæja í Pennsylvaníu og eins og í svo mörgum bæjum Miðvesturríkjanna hefur störfin vantað á síðustu 25 árum og ekkert komið í staðinn.
Meira
ARNÓR Atlason og félagar í danska liðinu FCK munu leika til úrslita í EHF-keppninni í handknattleik. FCK vann slóvenska liðið Koper í síðari leik liðanna í undanúrslitum 36:34 um helgina, og hafði þegar unnið fyrri leikinn með fimm mörkum.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona þegar liðið tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Spáni gegn Recreativo Huelva á útivelli. Liðin sættust á skiptan hlut 2:2 og skoraði Kamerúninn Samúel Eto bæði mörk Barcelona.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði naumlega gegn Tékkum í A-deild Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku. Tékkar sigruðu 3:2 og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru á meðal A-þjóða í Evrópu. Ísland á enn möguleika á að halda sér í A-deildinni.
Meira
GRINDAVÍK og Snæfell eigast við í fjórða sinn í kvöld í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik og fer leikurinn fram í Stykkishólmi.
Meira
Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig fyrir Lottomatica Roma í 77:74-sigri liðsins gegn Snaidero Udine á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardag.
Meira
Grétar Rafn Steinsson lék allan leiktímann með Bolton sem vann fínan heimasigur á West Ham , 1:0. Eina mark leiksins skoraði Kevin Davies á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.
Meira
Alexander Pettersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg sem gerði jafntefli, 30:30, gegn Göppingen í efstu deild í þýska handboltanum um helgina. Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað hjá Flensburg en Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir Göppingen.
Meira
Stefán Gíslason , landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrsta mark danska liðsins Brøndby gegn Esjberg á laugardag í dönsku úrvalsdeildinni. Markið skoraði Stefán með langskoti á markamínútunni eða 43. mínútu fyrri hálfleiks.
Meira
KVENNALIÐ Fram þokaðist nær meistaratitlinum í handknattleik þegar liðið lagði Gróttu á Seltjarnarnesinu 26:28 á laugardag. Fram hafði nokkuð afgerandi sjö marka forskot þegar flautað var til hálfleiks. Liðið hélt ekki eins vel á spöðunum í síðari hálfleik og vann því aðeins tveggja marka sigur.
Meira
KAPPHLAUP deildarmeistara Keflavíkur og ÍR-inga, um að komast í úrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik, hefur tekið á sig gerbreytta mynd. Keflvíkingar jöfnuðu í gær metin, 2:2, með öruggum sigri í Seljaskóla, 97:79, en sem kunnugt er unnu Breiðhyltingar fyrstu tvo leikina.
Meira
ROBERTO Mancini, þjálfari meistara Inter Mílanó, var ánægður með sigur sinna manna á Fiorentina, 2:0, og einnig með hinn 17 ára miðherja Mario Balotelli, sem hann segir að sé nýr Ronaldinho.
Meira
SÆNSKA dagblaðið Aftonbladet greindi frá því á laugardag að íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson væri eftirsóttur af mörgum liðum í stærstu deildum Evrópu og var Manchester City á Englandi nefnt til sögunnar í þeim efnum.
Meira
TREVOR Immelman frá Suður-Afríku sigraði á Mastersmótinu í golfi sem lauk seint í gær á Augusta-vellinum í Georgíu. Immelman var í efsta sæti fyrstu þrjá keppnisdagana og þrátt fyrir að hann hafi gert mistök á 16.
Meira
EVRÓPUMEISTARALIÐ Kiel frá Þýskalandi og Ciudad Real frá Spáni leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Kiel tapaði með sjö marka mun gegn Barcelona í dag á útivelli í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum, 44:37.
Meira
Ronaldo, Manchester United 28 Torres, Liverpool 22 Adebayor, Arsenal 20 Santa Cruz, Blackburn 15 Robbie Keane, Tottenham 14 Berbatov, Tottenham 14 Benjani, Manchester City 13 Yakubu, Everton 13 Defoe, Portsmouth 12 Tevez, Manchester United...
Meira
PÁLL Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna í Landsbankadeild karla, er meiddur á hné en hann meiddist á æfingu liðsins sl. fimmtudag. Páll Gísli sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að skoða hnéð nákvæmlega og það yrði gert í dag.
Meira
Sigurjakkinn Zach Johnson sigraði á Mastersmótinu í fyrra og kom það í hans hlut að aðstoða Trevor Immelman frá Suður-Afríku þegar hann mátaði græna sigurjakkann í fyrsta sinn eftir sigurinn á Mastersmótinu á Augusta.
Meira
SKAGAMENN urðu í gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins. Þeir sigruðu þá Þrótt R., 2:1, í Egilshöllinni, í hreinum úrslitaleik um annað sætið í 3. riðli A-deildarinnar.
Meira
MIKILVÆGI marksins hjá Owen Hargreaves var gríðarlegt, en Hargreaves skoraði sigurmarkið á Old Trafford í gær í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni.
Meira
GAMLA Íslendingaliðið Stoke City, sem sjálfsagt margir Íslendingar bera þó enn sterkar taugar til, sigraði Coventry City á útivelli á laugardag. Stoke trónir nú á toppi 1. deildarinnar í Englandi með 72 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Vals sigruðu Færeyjameistarana NSÍ frá Runavík, 5:2, í leiknum um Atlantic-bikarinn, meistarakeppni Íslands og Færeyja í knattspyrnu, en leikið var í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Miklaborg er með í sölu vinalegt parhús í Smáíbúðahverfinu. Gott 165,6 ferm. parhús, ásamt 30 ferm. sérstæðum bílskúr við Akurgerði í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum og er 2ja herbergja séríbúð í kjallara.
Meira
Kópavogur | Fasteignasalan Hóll er með í sölu mjög fallegt 6 herbergja parhús, með frábæru útsýni, á tveimur hæðum ásamt bílskúr, við Bakkasmára í Kópavogi, alls 182,7 m 2 . Vandaður frágangur og sérsmíðaðar innréttingar.
Meira
Garðabær | Fasteignasalan Miklaborg er með í sölu falleg endaraðhús, um 229 fermetrar að stærð, 4-5 herbergja. Húsin eru afhent tilbúin til innréttinga samkvæmt nánari lýsingu Athúsa að innan, en fullbúin að utan.
Meira
Í dag byrjaði Halla Helgadóttir í starfi sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Í síðasta tölublaði Fasteigna var ranglega greint frá því að ekki væri búið að ráða framkvæmdastjóra, en Halla var ráðin skömmu áður en blaðið kom út.
Meira
Mýrdalur | Lögmenn Suðurlandi eru með í sölu 4.700 ha jörð fyrir austan Vík í Mýrdal. Jörðin liggur frá sjó og upp að Mýrdalsjökli og tilheyrir henni meðal annars stór fjara, grasgefið fjalllendi og 82,3 ha tún.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Miklaborg er með í sölu fallegt 219 ferm. einlyft einbýlishús á eftirsóttum stað við Móvað í Norðlingaholti. Húsið er allt hið glæsilegasta og er það fullfrágengið.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Hóll er með í sölu gott 4ra herbergja raðhús á tveimur hæðum og kjallara, alls 109,3 fm við Réttarholtsveg þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, verslanir og aðra þjónustu. Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi.
Meira
Ráðstefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 17. apríl í tengslum við sýninguna Verk og vit 2008, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá AP almannatengslum.
Meira
Hafnarfjörður | Fasteignasalan Miklaborg er með í sölu sérlega vinalegt einbýli við Stekkjarkinnina í Hafnarfirðinum. Húsið er um 150 ferm. að stærð, auk tæplega 70 ferm. bílskúrs/vinnustofu.
Meira
Húsafell | Fold fasteignasala er með í sölu fallegt sumarhús í Kiðárbotnum Húsafelli með heitum potti. Spónaparket er á gólfum og tvö svefnherbergi, annað með 4 kojum. Falleg innrétting í eldhúsi með hvítum hurðum.
Meira
Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu frá 4. apríl til og með 10. apríl 2008 voru 76 að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fasteignamati ríkisins.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Eignamiðlun er með í sölu íbúð fyrir eldri borgara í húsinu númer 7 við Vesturgötu. Gengið er inn frá Garðastræti. Íbúðin er nr. 204 á 2. hæð, með sérinngangi af svölum. Geymsla er á 4. hæð.
Meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 352,7 stig í mars 2008 (janúar 1994 = 100) og lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu Fasteignamats ríkisins.
Meira
Sumardagurinn fyrsti er í næstu viku. Þessi siður að fagna sumri löngu áður en það lætur á sér kræla er örugglega til marks um óbilandi bjartsýni Íslendinga. Þetta reddast, sumarið er rétt handan við hornið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.