Greinar fimmtudaginn 15. maí 2008

Fréttir

15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Allir telja eðlilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÉG hef engan hitt ennþá á þessari þriggja daga yfirreið sem ekki vill að afgreiðslu þessa máls [matvælalöggjöf] verði frestað,“ sagði Steingrímur J. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Árangur af samstarfi við Svía í lyfjamálum

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 15 LYF eru komin á markað hér á landi sem tengjast samstarfi Íslands og Svíþjóðar á sviði lyfjamála. Þetta kom fram í gær á blaðamannafundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um aðgerðir í... Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 1695 orð | 2 myndir

Ásetningur og sekt koma fram í tölvubréfum Jóns

Aðeins fjölmiðlamenn og áhugafólk sátu fyrri dag málflutnings í Baugsmálinu sem tekið er fyrir í Hæstarétti. Þar var Andri Karl og hlýddi á settan saksóknara. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Ástandið í borgarstjórn mikið áhyggjuefni

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

„Ég er alveg í skýjunum með kjörið“

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

„Húllfaldað“ og saumað út í safninu

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Nokkrar konur komu saman um hvítasunnuna í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi í þeim eina tilgangi að sauma út og sækja sér innblástur. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 561 orð | 3 myndir

„Mikill missir að þessum bíl“

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞAÐ er mikill missir að þessum bíl og hann kemur ekki aftur. Hann drífur mikið eins og framdrifsbílar gera. Varan er sennilega ónýt líka, tvískiptur afli fyrir Samherja og Brim. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 278 orð

„Svartur dagur fyrir starfsmenn“

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson og Ylfu Kristínu K. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

„Verðum að standa saman“

TAP hefur verið á rekstri Akureyrar – handboltafélags, sameiginlegs liðs KA og Þórs, síðan til samstarfsins var stofnað fyrir tveimur árum. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bensínverð náði 161,9 kr. á lítra

ELDSNEYTISVERÐ hækkaði í gær, fyrst hjá N1 en öðrum í kjölfarið. Bensín hækkaði um 3 kr. hjá N1 og aðrar olíur um 5 kr. Í gærkvöldi var algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá Olís 161,9 kr. á lítra af bensíni og 176,8 kr. á lítrann af dísil. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Bréfaskóli Guðmundar

GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, notar tölvutæknina til að einfalda undirbúning landsliðsins fyrir leikina í forkeppni Ólympíuleikanna og undankeppni heimsmeistaramótsins. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Clinton gefst ekki upp

HILLARY Clinton hyggst ekki gefast upp í baráttunni við Barack Obama um að verða tilnefnd sem forsetaefni demókrata í haust. Clinton sigraði með miklum yfirburðum í forkosningum í Vestur-Virginíu á þriðjudag, hlaut um 67% atkvæða en Obama aðeins 26%. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 1028 orð | 1 mynd

Efla þarf neytendavitund og neytendavakningu

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ á að verða öflugt neytendaráðuneyti að norrænni fyrirmynd, að sögn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ekki bara um hluti

„SVO margt í listinni snýst um ferli, hún snýst ekki bara um hluti,“ segir Hans Ulrich Obrist sem er ásamt Ólafi Elíassyni sýningarstjóri Tilraunamaraþonsins í Hafnarhúsinu um helgina, en það er einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík sem... Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 181 orð

Flóknara en ég gerði ráð fyrir

EINAR K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir að það hafi reynst flóknara og tímafrekara verk að semja frumvarp sem breytir gjaldtöku greiðslumiðlunar sjávarútvegsins en hann taldi. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Flugsýning við klassíska tónlist

AIM Festival, alþjóðleg tónlistarhátíð, verður haldin á Akureyri dagana 12.-16. júní nk. Opnunaratriðið verður kl. 16.30 fimmtudaginn 12. júní. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 464 orð | 2 myndir

Frásagnir af stíflu vekja spurningar

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BETUR fór en á horfðist þegar um 2.000 hermenn voru sendir í skyndi að stíflu við bæinn Dujiangyan í Sichuan-héraði í Kína til að loka „afar hættulegum sprungum“ og afstýra því að stíflan brysti. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fundur um samgöngumál

SJÖUNDI fundur samgönguráðs um stefnumótun í samgöngum verður haldinn í dag, fimmtudag, á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 15-17. Fundurinn er öllum opinn og eru fundarmenn beðnir um að tilkynna þátttöku sína á netfangið postur@sam.stjr.is. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Fylgst með margæsum á gervihnetti

„ÞETTA er verkefni sem er búið að vera í gangi á áttunda ár. Við merkjum bæði fugla á Írlandi og hér með litmerkjum. Við erum að fylgjast með lífsháttum þeirra og öllu sem þeim viðkemur,“ segir Guðmundur A. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Gangur lífsins verður öllum ljós á vorin

BÖRN af leikskólanum Nóaborg sóttu Hraðastaði í Mosfellsdal heim í fyrradag. Þar gat að líta húsdýr af ýmsum toga. Auðvitað vöktu þau mesta lukku, litlu lömbin sem eitt af öðru líta nú dagsins ljós. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Gott að geta komið fénu út

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hrunamannahreppur | „Þetta hefur gengið vel, það er svo gott veður,“ sagði Magnús Helgi Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð

Gæslan framlengd

GÆSLUVARÐHALDI háskólakennara sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Að sögn Björgvins Björgvinssonar lögreglufulltrúa hjá LRH er sakborningnum haldið inni vegna almannahagsmuna. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Hafdís Huld auglýsir Benz

TÓNLISTARKONUNA Hafdísi Huld má nú sjá í nýrri auglýsingu fyrir Mercedes Benz. Þar sést hún aka umhverfisvænum Benz um götur Madríd og syngja lagið „Stop“ eftir Sam Brown. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

Hamfarasvæðin lokuð af

HÁTTSETTIR fulltrúar erlendra ríkja reyndu í gær að fá herforingjastjórnina í Búrma til að opna landið fyrir mikilli erlendri aðstoð en svo virðist sem tilraunir þeirra hafi engan árangur borið. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 172 orð | 2 myndir

Haraldur heiðursfélagi

HARALDUR Helgason varð í gær fyrsti heiðursfélagi Samfylkingarinnar á Akureyri. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Heilu bæirnir rústir einar

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BJÖRGUNARMENN fluttu hjálpargögn á jarðskjálftasvæðið í Kína í gær og leituðu að tugum þúsunda manna sem saknað er eftir mesta jarðskjálfta í landinu í þrjá áratugi. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 116 orð

Hermdarverk gegn skelfiskinum í Dorset

HERT löggjöf í Bretlandi gegn hryðjuverkum og tölvuglæpum veitir yfirvöldum aukinn rétt til að afla sér upplýsinga. En nú hefur komið í ljós að bæjarstjórnin í Poole í Dorset túlkar lögin mjög vítt, að sögn The Guardian . Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð

Hnepptir í gæsluvarðhald

LÖGREGLAN hefur fengið þrjá aðila á þrítugs- og fertugsaldri úrskurðaða í gæsluvarðhald til 21. maí í tengslum við greiðslukortasvindl hérlendis um hvítasunnuhelgina. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hækkuðu um 127% á sex árum

SKULDBINDINGAR ríkissjóðs vegna eftirlauna ráðherra og alþingismanna meira en tvöfölduðust á árunum 2000-2006. Þetta er mun meiri hækkun en lífeyrir opinberra starfsmanna hækkaði um á sama tíma. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Í hálfa öld í öskunni

ÓSKAR Ágústsson, starfsmaður Sorphirðunnar í Reykjavík, hefur um þessar mundir náð þeim áfanga að hafa starfað samfellt í 50 ár hjá Reykjavíkurborg (Sorphirðunni). Þessa áfanga verður minnst með kaffiboði í Kaffi Flóru síðdegis í dag. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Kanarífugl í kælinum

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MJÖG sjaldgæft er að erlend stórblöð birti grein eftir íslenska blaðamenn en það gerðist þó á þriðjudag, þá birtist pistill Sigríðar Víðis Jónsdóttur í International Herald Tribune sem dreift er í nær 190 löndum. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Krytur um hæð vatnsborðs

Egilsstaðir | Landeigendur við Lagarfljót átelja Rafmagnsveitur ríkisins harðlega fyrir yfirgang og valdníðslu með því að halda vatnsborði Lagarfljóts enn einu sinni yfir umsömdum hæðarmörkum. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Lax-á endurnýjar ekki leigu sína á Miðfjarðará

LAX-Á, fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu tengdri veiðimennsku, mun ekki endurnýja leigusamning sinn við Veiðifélag Miðfjarðarár. Samningurinn rennur út í sumar, en fyrirtækið hefur verið leigutaki allra veiðisvæða í Miðfjarðará síðan árið 2001. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Láttu ekki vín breyta þér í svín

ÁTVR hefur hafið nýja forvarnarherferð þar sem lykilsetningin er: Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja. Markmiðið er að minna fólk á að umgangast áfengi af ábyrgðartilfinningu og sóma. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Leggja til mjög takmarkaða lundaveiði

FYRIR skömmu héldu Náttúrustofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja opið málþing um ástand lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð

LEIÐRÉTT

Bleyjuhækkun Í frétt á bls. 9 í Morgunblaðinu í gær, 14. maí, þar sem fjallað var um verðbreytingar á barnavörum, var útreiknuð prósentuhækkun á Liberos maxi + bleyjum ekki rétt. Um var að ræða tímabilið 24. mars til 9. apríl sl. og nemur hækkunin... Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 710 orð | 2 myndir

London og Reykjavík

Boris Johnson, hinn nýi borgarstjóri í London, ætlar ekki að sitja auðum höndum. Hann er strax farinn að herja á ýmsa ósiði borgarbúa. Rétt eftir að hann tók við starfi bannaði hann meðferð áfengis í lestum og strætisvögnum. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Margir óttast um öryggi sitt á vegum

AÐEINS rúmur helmingur, eða 55% aðspurðra í viðhorfskönnun Capacent Gallup fyrir Vegagerðina, segist vera frekar eða mjög öruggur á vegum landsins. Til samanburðar má nefna að árið 2005 sögðust tæp 69% vera örugg eða mjög örugg. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð

Málþing um lífrænan landbúnað

EFNT verður til málþings um lífrænan landbúnað í Norræna húsinu föstudaginn 16. maí. Á fundinum verður fjallað um hvort lífrænn landbúnaður sé valkostur á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 12.45 og stendur til kl. 17. Dr. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Meira en tvöföldun á sex árum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SKULDBINDINGAR ríkissjóðs vegna eftirlauna ráðherra jukust um rúmlega 127% á árunum 2000-2006. Á sama tíma hækkaði vísitala lífeyrisskuldbindinga opinberra starfsmanna, sem Hagstofa Íslands mælir, um 68%. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 65 orð

Minnast 60 ára hernáms Palestínu

FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur fyrir opnum fundi undir yfirskriftinni; NAKBA – 60 ára hernám Palestínu – saga hörmunga, landflótta, hernáms og andspyrnu á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. maí, kl. 19.30. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Nýbornir hreinkálfar

Fljótsdalur | Frést hefur af nokkrum nýbornum hreinkálfum og -kúm nálægt veginum inn að Kárahnjúkavirkjun. Jóhann Gunnarsson hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar biður menn að hafa varann á sér og reyna ekki að skoða kálfana í návígi. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ný hindrun og tjörn á 8. braut

KEILISMENN í Hafnarfirði segja að flöt 8. brautar á Hvaleyrarholtsvelli sé ein sú erfiðasta á vellinum og ekki hefur ný tjörn auðveldað kylfingum leikinn. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nýir vefir í Garðabæ

SÁ áfangi verður í Garðabæ á hádegi í dag að opnaðir verða fimm nýir vefir sem unnið hefur verið að í vetur. Vefirnir sem verða opnaðir eru nýr vefur Garðabæjar, www.gardabaer.is og nýir vefir fyrir alla grunnskóla Garðabæjar, www.flataskoli.is, www. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Opið hús í Ísaksskóla

OPIÐ hús verður í Skóla Ísaks Jónssonar föstudaginn 16. maí. Vinum og velunnurum skólans er boðið að koma og ganga um skólann og fylgjast með skólastarfinu frá kl 8.30 til 14.10. Dagskráin hefst með söng nemenda kl. 8. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ófölsuð tölvubréf

SETTUR saksóknari í Baugsmálinu svonefnda lagði áherslu á sönnunargildi þeirra tölvubréfa sem fyrir lægju í málinu þegar málflutningur hófst í Hæstarétti í gær. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Rannsóknarstofa Hjartaverndar endurnýjar tæki

KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í 18. sinn í samstarfi við Hjartavernd 16. júní 2007. Yfirskrift hlaupsins var Hreyfing er hjartans mál, þar sem markmiðið var að vekja athygli á konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættum. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ráðstefna um þarfir barna

NORRÆNA félagið gegn illri meðferð á börnum fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og heldur 5. alþjóðlegu ráðstefnu sína á Hilton Reykjavík Nordica dagana 18.-21. maí nk. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð

Rétthyltingar fæddir 1951 hittast í Víkinni

ÞEIR sem fæddir eru 1951 og voru nemendur í Breiðagerðisskóla eða Réttarholtsskóla og makar þeirra ætla að hittast í Félagsheimili Víkings, Víkinni, 30. maí næstkomandi kl. 20. Boðið verður upp á léttar veitingar og verði verður stillt í hóf. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Samband við „grænar geimverur“?

BRESKA varnarmálaráðuneytið hefur aflétt leynd á skýrslum sem gerðar hafa verið gegnum tíðina um frásagnir ýmissa manna af fljúgandi furðuhlutum. Um er að ræða skýrslur frá árunum 1978 til 1987. Þar er m.a. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Samkeppniseftirlit til fyrirmyndar

PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, tók á móti viðurkenningu úr hendi Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í gær, en Samkeppniseftirlitið hefur verið valið ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2008. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Samræmdum uppsagnaraðgerðum Glitnis lokið

LÁRUS Welding, forstjóri Glitnis, segir uppsagnir 88 starfsmanna bankans í apríl og maí marka lok þeirra samræmdu uppsagnaraðgerða sem bankinn hafi unnið að síðan í lok síðasta árs og ekki verði fleirum sagt upp. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sérstakur stígur fyrir hjólreiðar

SÉRSTAKUR átta kílómetra langur hjólastígur frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut var kynntur í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á þriðjudag. Markmiðið er að bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi með breiðari stíg, aðskilnaði og breyttri legu. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stefnumót við framtíðina

FYRSTI ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica Hótel í dag, fimmtudaginn 15. maí, kl. 8.30-10.30. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 142 orð

Steinn féll á hesthús úr efstu hömrum

Ólafsvík | Mikil mildi var að ekki fór illa aðfaranótt laugardags fyrir hvítasunnu þegar stærðarsteinn féll úr efstu hömrum Ólafsvíkurennis á gripahús sem standa við fjallsræturnar. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stofna orkusetur á gamla varnarsvæðinu

KEILIR, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar undirrituðu á gamla varnarsvæðinu í gær samning um stofnun nýs frumkvöðla- og orkuseturs á háskólasvæði Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á... Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 452 orð | 3 myndir

Sviptingar á Akranesi

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MIKLAR sviptingar urðu í bæjarpólitíkinni í Akranesbæ í gær, en þá gekk Karen Jónsdóttir, fulltrúi lista Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn, til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig gekk Gísli S. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Tilraunastofa lista og vísinda

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag, en hún er nú haldin í 22. sinn. Til hátíðarinnar var stofnað árið 1970 og var hún haldin annað hvert ár til ársins 2004, er ákveðið var að hátíðin skyldi haldin árlega. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Vormessa í Krýsuvíkurkirkju

HIN árlega vormessa fer fram í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 18. maí kl. 14. Altaristafla kirkjunnar eftir Svein Björnsson verður hengd upp á sinn stað við upphaf hennar. Sr. Gunnþór Þ. Ingason messar, Guðmundur Sigurðsson kantor leikur á orgel. Meira
15. maí 2008 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Yfir 700.000 farist í jarðskjálftum í Kína frá aldamótaárinu 1900

ÞAÐ var árið 1976 sem jarðskjálfti sem var 7,5 á Richter-kvarðanum lagði stóran hluta kínversku iðnaðarborgarinnar Tangshan í rúst, með gífurlegu mannfalli. Áætlað er að minnst 250. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Þreyta vegna ógæfufólks við svefnherbergisglugga

ÍBÚAR í nágrenni við veitingastaðinn Mónakó við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur sætta sig ekki við að staðurinn fái að selja áfengi frá klukkan 11 á morgnana fram á kvöld og segja að gestir staðarins valdi miklu ónæði fyrir utan sóðaskapinn og óþægindin... Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð

Þrír bílar skullu saman

ÞRIGGJA bíla árekstur varð við Suðurlandsveg rétt vestan Kögunarhóls í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki, en tveir jeppar og einn fólksbíll áttu hlut að máli. Meira
15. maí 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þróunarstarf í leikskólum

KYNNING á þróunar- og nýbreytniverkefnum nemenda á kennarabraut – leikskólaleið við Kennaraháskóla Íslands verður föstudaginn 16. maí í Bratta kl. 8.45-15. Meira

Ritstjórnargreinar

15. maí 2008 | Leiðarar | 377 orð

Bandaríski seðlabankinn og eignabólur

Athyglisverðar umræður fara nú fram innan bandaríska seðlabankans að því er fram kom í frétt í Financial Times í gær. Meira
15. maí 2008 | Staksteinar | 155 orð | 1 mynd

Erfið umræða?

Þeir eiga ekki í miklum erfiðleikum með að útskýra fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, þeir Vilhjálmur Þ. Meira
15. maí 2008 | Reykjavíkurbréf | 114 orð | 2 myndir

Hópuppsagnir hjá Glitni 88 starfsmönnum Glitnis hefur verið sagt upp...

Hópuppsagnir hjá Glitni 88 starfsmönnum Glitnis hefur verið sagt upp störfum síðan um miðjan apríl. Alls hefur starfsmönnum bankans fækkað um 255 síðan um áramót. Meira
15. maí 2008 | Leiðarar | 480 orð

Neyðin í Búrma

Náttúruhamfarirnar í Búrma munu leiða af sér ómældar hörmungar ef fram heldur sem horfir. Meira

Menning

15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Bjó með myglusvepp

LEIKKONAN Evangeline Lilly, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja sem Kate í þáttunum Lost , veiktist á dögunum vegna myglusvepps sem hafði hreiðrað um sig í húsinu hennar. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 81 orð | 2 myndir

Evróvisjón-æði

HÆKKANDI hitastig og bjartar nætur virðast hafa sín áhrif á plötukaup landsmanna, fólk leitar í léttmetið. Safnplötur tróna á toppnum, Pottþétt 46 í fyrsta sæti og svo risaskammtur af Evróvisjón á plötunni 100 Eurovisionlög. Sú plata er ný á lista í 2. Meira
15. maí 2008 | Leiklist | 152 orð | 1 mynd

Fær nýtt hlutverk

TIL stendur að opna sviðslistamiðstöð með þremur sýningarsölum í byggingu þeirri í London sem áður hýsti Saatchi-galleríið og þar áður ráðhús borgarinnar. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 451 orð | 1 mynd

Goðsögnin afhjúpuð

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is INFERNO 5 er í raun réttri listahópur og hefur sem slíkur snert á ýmsu þar að lútandi allt frá stofnun 1984. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 40 orð

Guðni varð Pétur

ÞAU leiðu mistök urðu við ritun myndatexta með grein um myndlistarsýningar á Austurlandi sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík, að Guðni Gunnarsson var sagður Pétur Kristjánsson. Textinn fylgdi ljósmynd af fjöllistahópnum Skyr Lee Bob. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 171 orð | 1 mynd

Heimsmet slegið

MÁLVERKIÐ Benefits Supervisor Sleeping eftir listmálarann Lucian Freud var selt á uppboði í Christie's í New York í fyrradag fyrir 33,6 milljónir dollara, um 2. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 97 orð | 1 mynd

Helga opnar í Galleríi Dvergi

HELGA Óskarsdóttir opnar sýningu í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21, frá kl. 19 til 21 í kvöld. Helga hefur fengist við ýmiss konar landslag í myndlist sinni og dregið upp á yfirborðið fegurð falinna smáatriða í umhverfi manneskjunnar. Meira
15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 255 orð | 1 mynd

Hljómaði eins og önd

FRIÐRIK Ómar veitti Evróvisjón-vefnum (www.esctoday.com) viðtal áður en hann vatt sér á sviðið í Beogradska-höllinni í Belgrad á þriðjudag. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 164 orð | 1 mynd

Homogenic besta platan

HIÐ virta breska tónlistartímarit Mojo gaf lesendum sínum færi á að velja 10 bestu plötur Bjarkar að plötum Sykurmolanna meðtöldum. Niðurstöðurnar birtust í nýjasta tölublaðinu og er skemmst frá því að segja að Homogenic var hlutskörpust. Meira
15. maí 2008 | Leiklist | 82 orð | 1 mynd

Hugleikur sýnir fimm verk

HUGLEIKUR setur endapunktinn á leikárið 2007 til 2008 með leikdagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld, föstudagskvöld. Flutt verða fimm leikverk eftir félagsmenn, þar af eru fjögur frumflutt. Samkvæmt venju er leikstjórn í höndum liðsmanna... Meira
15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 273 orð | 1 mynd

Högg fyrir högg

ÖLL grunnskólabókasöfn landsins fá sjónvarpsmyndina Njálssögu að gjöf á næstunni. Verkefnið er kostað af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og menntamálaráðuneytinu. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Ítölsk stemning í Gyllta salnum

TRÍÓIÐ Delizie Italiane heldur útgáfutónleika í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld kl. 20. Þar leikur tríóið lög af nýútkomnum geisladiski sínum sem ber einfaldlega nafnið Delizie Italiane . Meira
15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Killer Joe til Akureyrar

* Leikritið Killer Joe eftir Tracy Letts verður frumsýnt á fjölum Leikfélags Akureyrar í næstu viku. Meira
15. maí 2008 | Kvikmyndir | 269 orð | 1 mynd

Klúður á filmu

Leikstjórn: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Izzy Diaz, Daniel Stewart Sherman, Patrick Carroll, Mike Figueroa, Ty Jones o.fl. 90 mín. Bandaríkin/Kanada, 2007. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 453 orð | 1 mynd

Margar dyr opnar

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞAÐ er í rauninni allt mögulegt, því nú eru svo margar dyr opnar fyrir íslenskt myndlistarsamfélag,“ segir Karlotta Blöndal um stöðuna í íslensku myndlistarlífi. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 498 orð

Ofurbassi í Hallgrímskirkju

Vesper eftir Rachmaninoff í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvarar: Vladimir Miller, Nebojsa Colic og Auður Guðjohnsen. Mánudagur 12. maí. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd

Pottþétt '85

„KIM and Jessie,“ annað lag þessarar fimmtu breiðskífu frönsku sveitarinnar M83, hljómar eins og það sé minnst 20 ára gamalt. Það gæti hafa verið við hlið „Head Over Heels“ með Tears for Fears á Pottþétt '85. Meira
15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Queen Raquela á Kvikmyndahátíð í LA

* Ólafi (de Fleur) Jóhannessyni hefur verið boðið með heimildarmynd sína The Amazing Truth about Queen Raquela á Kvikmyndahátíð Los Angeles-borgar (Los Angeles Film Festival) sem fram fer dagana 19.-29. júní . Meira
15. maí 2008 | Menningarlíf | 497 orð | 2 myndir

Rauschenberg allur

Bandaríski listamaðurinn Robert Rauschenberg lést á mánudaginn, 12. maí, 82 ára að aldri. Í gær var hans minnst sem eins áhrifamesta listamanns samtímans í öllum helstu dagblöðum heims. Meira
15. maí 2008 | Kvikmyndir | 754 orð | 2 myndir

Síreykjandi Sean Penn

Það væri seint hægt að segja að kvikmyndahátíðin í Cannes hafi byrjað á léttum nótum þetta árið. Opnunarmyndin nefnist Blindness og er byggð á samnefndri bók portúgalska Nóbelsverðlaunahafans José Saramago. Meira
15. maí 2008 | Fjölmiðlar | 168 orð | 1 mynd

Skylduáskrift að trúboði

RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi á sunnudag, á besta tíma, árlega tónleika Hvítasunnusafnaðarins í heild sinni. Gott ef útsendingin var ekki í beinni. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 235 orð | 1 mynd

Textað landslag

Sýningin stendur til 17. maí. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12–18 og laugardaga kl. 11–16. Meira
15. maí 2008 | Kvikmyndir | 417 orð | 1 mynd

U2 í hnotskurn og þrívídd

Leikstjórn: Catherine Owens og Mark Pellington. 82 mín. Bandaríkin, 2007. Meira
15. maí 2008 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Vill börn með Romo

BANDARÍSKA söngkonan Jessica Simpson vill endilega eignast börn með kærastanum sínum, ruðningshetjunni Tony Romo. Þá segist hún einnig vilja giftast kappanum. Meira
15. maí 2008 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Voða lítið

ENGIN poppsöngkona er jafn nösk og útsjónarsöm hvað varðar ímyndarendurnýjun og Madonna. Á þessu nýjasta útspili er hún með þungavigtarmenn í hverju horni en Timbaland, The Neptunes og Justin Timberlake leggja allir í púkkið. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 659 orð | 3 myndir

Þetta eru ljósmyndarar sem sinna listsköpun

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ENDURKAST er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu kl. 17 á morgun. Þar verða ljósmyndir eftir átta ljósmyndara úr nýstofnuðu félagi þeirra: Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Meira
15. maí 2008 | Myndlist | 1037 orð | 2 myndir

Þetta gæti orðið sögulegt

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett í kvöld. Næstu daga munu augu listunnenda beinast að Hafnarhúsinu en Tilraunamaraþonið sem þar fer fram á föstudag og sunnudag er einn hápunkta dagskrárinnar. Meira

Umræðan

15. maí 2008 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Á hættusvæði

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: "Við erum óafvitandi komin í gíslingu óábyrgustu afla hins alþjóðlega fjármálakerfis." Meira
15. maí 2008 | Blogg | 54 orð | 1 mynd

Birkir Jón Jónsson | 14. maí Skörulegur foringi Framsóknar á Akureyri Ég...

Birkir Jón Jónsson | 14. maí Skörulegur foringi Framsóknar á Akureyri Ég horfði á bæjarstjórnarfund á Akureyri í gær þar sem rætt var um umhverfisstefnu bæjarins. Áhugaverð umræða þar sem komið var inn á fjölmarga þætti sem snerta okkur beint eða... Meira
15. maí 2008 | Blogg | 68 orð | 1 mynd

Egill Jóhannsson | 14. maí Umvöndunin er það sem vekur reiði þeirra...

Egill Jóhannsson | 14. maí Umvöndunin er það sem vekur reiði þeirra, ekki yfirsjónin „Það er fáránlegt að mönnum gremjist ekki það sem þeim ætti að gremjast en reiðist aftur á móti að ástæðulausu. Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

Í krafti smæðar

Þröstur Jónsson skrifar um upptöku evru: "Ætlum við að ganga í Evrópubandalagið til þess eins að taka upp nýjan gjaldmiðil? Getum við nýtt sérstöðu okkar til lausnar gjaldmiðilsvandanum?" Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Listbúðir í myndlistaskóla

Ingibjörg Jóhannsdóttir skrifar um skapandi nám með Grunnskólum Reykjavíkur: "Myndlistaskólinn í Reykjavík stendur fyrir nýju verkefni nú í maí, Listbúðum, sem miða að því að auka skapandi nám með grunnskólabörnum." Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 290 orð | 1 mynd

Mín skoðun

Halldóra Jónsdóttir segir frá lífsgildum sínum: "Hver getur sagt það, að við með Downs- heilkennið séum minna virði en einhver annar." Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd

NAKBA 60 ára hernám Palestínu

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar í tilefni af því að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að Ísraelsríki var stofnað: "Um 750 þúsund manns hröktust á flótta frá heimilum sínum og í dag telja Sameinuðu þjóðirnar að nærri fimm milljónir Palestínumanna séu landflótta" Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Nýir tímar í nýsköpun á Íslandi

Rósa Signý Gísladóttir skrifar um hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: "Nú eru níu mánuðir liðnir frá því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom í heiminn. Stjórnvöld hafa ekki dregið dul á að henni er ætlað mikilvægt hlutverk." Meira
15. maí 2008 | Blogg | 79 orð | 1 mynd

Ransu | 14. maí Allt á fullu Nú er allt á fullu. Listahátíð í Reykjavík...

Ransu | 14. maí Allt á fullu Nú er allt á fullu. Listahátíð í Reykjavík er að bresta á og listamenn og aðstoðarmenn að setja upp listaverk. Meira
15. maí 2008 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Skipulag Vatnsmýrarinnar

Gestur Ólafsson skrifar um skipulagsmál: "Skipulagssamkeppni kemur aldrei í staðinn fyrir faglegt skipulag og stefnumótun unna í samstarfi stjórnmálamanna, skipulagsfræðinga og almennings." Meira
15. maí 2008 | Blogg | 316 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 14. maí Karen Jónsdóttir sparkar í Magnús...

Stefán Friðrik Stefánsson | 14. maí Karen Jónsdóttir sparkar í Magnús Þór Ekki kemur það að óvörum að Karen Jónsdóttir hafi sparkað í Magnús Þór Hafsteinsson eftir sérkennilega framkomu hans í flóttamannamálinu. Meira
15. maí 2008 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Varist góðhrotta

Frá Þorsteini Hákonarsyni: "EINN þáttur lýðræðis er að reglulega fer fram framsal milli kynslóða á ákvörðunarvaldi þjóðarinnar. Því fylgir að þeir sem taka við valdinu skuli vernda sameiginlegan rétt okkar og fullveldi." Meira
15. maí 2008 | Velvakandi | 309 orð | 1 mynd

velvakandi

Hundurinn Patti týndur HANN Patti okkar er týndur og hvarf frá Reynisvatni föstudagskvöldið 9. maí. Hann er Chihuahua, hvítur í framan og á framfótum og með ljósbrúnan feld á baki og rófu. Meira

Minningargreinar

15. maí 2008 | Minningargreinar | 2254 orð | 1 mynd

Auður Eggertsdóttir

Auður Eggertsdóttir, deildarstjóri, fæddist í Hafnarfirði 16. janúar 1958. Hún andaðist á líknardeild Landspítala 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Eggert Oddur Össurarson frá Ísafirði, fyrrverandi kaupmaður í Byggingavörum, f. 14.3. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

Árni Helgason

Árni Helgason fæddist í Reykjavík 14. mars 1914. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 27. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju 8. mars. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 243 orð | 1 mynd

Ásgeir Kristinsson

Ásgeir Kristinsson fæddist í Höfða í Höfðahverfi 25. nóvember 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grenivíkurkirkju 5. apríl. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 527 orð | 1 mynd

Ásta Ingvarsdóttir

Ásta Ingvarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1955. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 2411 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1916. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi 2. maí síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 9. maí sl. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 125 orð | 1 mynd

Hafdís Hanna Moldoff

Hafdís Hanna Moldoff fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1946. Hún andaðist á Kanaríeyjum 14. apríl síðastliðinn. Hanna var jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi 30. apríl. sl. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 5076 orð | 1 mynd

Hjörleifur Þórðarson

Hjörleifur Þórðarson fæddist í Reykjavík 5.5. 1938. Hann lést á Landspítalaunum 4. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þórðar Georgs Hjörleifssonar, skipstjóra, f. 14.03. 1903, d. 27.5. 1979, og Lovísu Halldórsdóttur, húsfreyju, f.13.11. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 2457 orð | 1 mynd

Jakob Cecil Júlíusson

Jakob Cecil Júlíusson fæddist á bænum Sæbóli, Kvíabryggju á Snæfellsnesi 5. júlí 1932. Hann lést á heimili sínu, Löngufit 12 í Garðabæ, aðfaranótt 6. maí 2008. Foreldrar Jakobs voru Júlíus Karel Jakobsson, f. 29.7. 1896 á Rimabúð, Snæfellsnesi, d. 7.7. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 1069 orð | 1 mynd

Jón Magnús Gunnlaugsson

Jón Magnús Gunnlaugsson fæddist 4. ágúst 1926 á Vallholti á Dalvík. Hann ólst þar upp og einnig á Akureyri. Hann lést sunnudaginn 4. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Gunnlaugur Sigfússon, f. 12.1. 1884, d. 26.7. 1959, og Sigríður Sigurðardóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 204 orð | 1 mynd

Jón Ólafur Tómasson

Jón Ólafur Tómasson fæddist á Uppsölum í Hvolhreppi 24. maí 1918. Hann lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 2476 orð | 1 mynd

Kristín Ósk Gísladóttir

Kristín Ósk Gísladóttir fæddist á Akranesi 3. ágúst 1947. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 6. maí síðastliðinn. Foreldrar Kristínar voru Gísli Kristinn Bjarnason, f. 13.7. 1910 á Austurvöllum í Akranessókn, d. 15.12. 1963, og Ósk Guðmundsdóttir, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

Margrét Auðunsdóttir

Margrét Auðunsdóttir fæddist í Eystri-Dalbæ í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu 20. júní 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. mars. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2008 | Minningargreinar | 1203 orð | 1 mynd

Sigrún Júlíusdóttir

Sigrún Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 29. febrúar 1924. Hún lést á öldrunardeild Landspítala í Fossvogi að morgni 4. maí sl. Foreldrar hennar voru Júlíus Kristinn Ólafsson yfirvélstjóri, f. 4.7. 1891, d. 30.5. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. maí 2008 | Sjávarútvegur | 356 orð | 1 mynd

Sjálfsagt að leyfa öðrum að njóta upplýsinganna

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „MÉR finnst sjálfsagt að leyfa öðrum að njóta þess sem ég er að gera,“ segir Gísli Reynisson í Keflavík sem heldur úti vefsíðu með aflafréttum, www.aflafrettir.com. Meira

Daglegt líf

15. maí 2008 | Daglegt líf | 144 orð

Af vorinu og Jóhönnu

Það var verið að ræða um krísuna sem meirihluti borgarstjórnar væri kominn í. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti: Hjá borgarstjórn er býsna vandi, bölvuð dellan engu lík – núna í þessu neyðarstandi nefnist borgin Krísuvík. Meira
15. maí 2008 | Daglegt líf | 264 orð | 2 myndir

akureyri

Arngrímur Jóhannsson ætlar að „dansa“ á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar 12. júní í tilefni upphafs árlegrar alþjóðlegrar tónlistarhátíðar hér í bæ. Meira
15. maí 2008 | Daglegt líf | 167 orð | 1 mynd

Brjóstagjöf minnkar líkur á liðagigt

KONUR sem gefa brjóst í meira en ár minnka hættu á að fá liðagigt um helming, samkvæmt nýlegri rannsókn sem birtist á vefmiðli BBC . Liðagigt er sjálfsofnæmissjúkdómur sem ræðst á um 1–2% mannkyns en helmingi fleiri konur en karlar fá sjúkdóminn. Meira
15. maí 2008 | Daglegt líf | 153 orð | 1 mynd

D-vítamín er allra meina bót

Fólk með mikið D-vítamín í líkamanum er 72% ólíklegra til að fá ristilkrabbamein, samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of the National Cancer Institute. Meira
15. maí 2008 | Neytendur | 457 orð | 2 myndir

Fylgjast illa með verðbreytingum

Íslenskir neytendur fylgjast illa með verðbreytingum á matvöru ef marka má könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir viðskiptaráðuneytið. Meira
15. maí 2008 | Neytendur | 538 orð | 1 mynd

Grillpylsur og grísakjöt

Bónus Gildir 15.-18. maí verð nú verð áður mælie. verð Íslandsfugl frosnir kjúklingabitar 299 399 299 kr. kg KS frosið lambalæri í sneiðum 1.198 1.398 1.198 kr. kg KS ferskt lambafillet 2.498 2.998 2.498 kr. kg Ali ferskur svínabógur 498 598 498 kr. Meira
15. maí 2008 | Ferðalög | 919 orð | 5 myndir

Menningarborg við Miðjarðarhafið

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Það er gaman að kynnast nýjum borgum og láta þær koma til sín. Ganga um gamlar götur og velta fyrir sér sögu þeirra og samhengi. Meira

Fastir þættir

15. maí 2008 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hugarleikfimi. Norður &spade;ÁK &heart;K985 ⋄DG10983 &klubs;6 Vestur Austur &spade;8643 &spade;752 &heart;1032 &heart;ÁDG7 ⋄Á7 ⋄K2 &klubs;9873 &klubs;G542 Suður &spade;DG109 &heart;64 ⋄654 &klubs;ÁKD10 Suður spilar 3G. Meira
15. maí 2008 | Í dag | 350 orð | 1 mynd

Gefum vandanum gaum

Svava Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og BS-gráðu í hótel- og veitingarekstri í Kaliforníu. Hún hefur fengist við sölu- og markaðsstörf og stóð að stofnun Blátt áfram 2004. Svava er gift David Brooks og eiga þau þrjú börn. Meira
15. maí 2008 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá...

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2. Meira
15. maí 2008 | Fastir þættir | 109 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Rbd7 7. Rf3 e5 8. d5 Rc5 9. Rd2 a5 10. g4 c6 11. Be2 Re8 12. Rb3 Rd7 13. a4 f5 14. gxf5 gxf5 15. exf5 Rdf6 16. Bd3 Kh8 17. Hg1 De7 18. Rd2 cxd5 19. cxd5 e4 20. Rdxe4 Rxe4 21. Rxe4 Bxf5 22. Meira
15. maí 2008 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Ofsaflóð rauf hringveginn aðfaranótt miðvikudagsins. Hvar? 2 Lýðheilsustöð hefur áhyggjur af að sortuæxli séu að verða að faraldri. Hver er settur forstöðumaður Lýðheilsustöðvar? 3 Denyce Graves syngur á Listahátíð í byrjun júní. Meira
15. maí 2008 | Fastir þættir | 317 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji hefur síðustu ár reynt að temja sér æðruleysi og þó að hann segi sjálfur frá hefur það gengið nokkuð vel. Meira

Íþróttir

15. maí 2008 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

„Á von á mikilli skemmtun“

ANNARRI umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með 5 leikjum. Í Kaplakrika tekur FH á móti ÍA; Breiðablik og Þróttur eigast við á Kópavogsvelli, Fjölnir fær KR í heimsókn í Grafarvoginn, Fram og HK eigast við á Laugardalsvellinum og Keflavík og Fylkir takast á suður með sjó. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 1400 orð | 6 myndir

„Fékk mjög góða hjálp í kvöld“

„ÞETTA var ótrúlega gaman og í raun merkilegt hvað það er miklu skemmtilegra að skora þrjú mörk í leik heldur en tvö,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, Húsvíkingurinn í Valsliðinu, sem skoraði í gærkvöld fyrstu þrennuna á Íslandsmótinu í... Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 466 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þórir Ólafsson handknattleiksmaður meiddist að nýju á öxl á æfingu með liði sínu, N-Lübbecke , í fyrradag. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 573 orð | 1 mynd

Fylgst vel með mætingunni í „bréfaskóla“ Guðmundar

„VIÐ fáum mjög stuttan tíma til undirbúnings fyrir undankeppni Ólympíuleikana í Póllandi en við ætlum okkur að nýta tímann eins vel og við getum,“ sagði Guðmundur Þ. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 149 orð

Garcia og Roland eru úr leik

JALIESKY Garcia, leikmaður Göppingen, var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik sem tilkynntur var í gær. „Garcia treysti sér ekki í þann undirbúning sem við förum í gegnum á næstu vikum. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Heiðar Helguson enn og aftur undir hnífinn

HEIÐAR Helguson leikmaður enska úrvaldeildarliðsins Bolton gekkst undir enn eina aðgerðina vegna meiðsla á ökklanum í vikunni. Þetta var þriðja aðgerðin sem Dalvíkingurinn þarf að gangast undir frá því í september. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 244 orð

Heimir Örn til Vals

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is BIKARMEISTARAR Vals í handknattleik hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir baráttuna næsta vetur en Heimir Örn Árnason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hlíðarendafélagið. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 107 orð

Hellgren gefur ráð

ÞAÐ eru margir handknattleiksáhugamenn sem kannast við sænska landsliðsmarkvörðinn Claes Hellgren en hann gerði garðinn frægan á árunum 1980-1990. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 243 orð

Horry bætti met Abdul-Jabbars

ROBERT Horry, framherji meistaraliðsins San Antonio Spurs, bætti í fyrrakvöld met sem var í eigu Kareem Abdul-Jabbar. Horry lék sinn 238. leik í úrslitakeppninni gegn New Orleans Hornets í 101:79-tapleik í undanúrslitum Vesturdeildar. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 83 orð

Kiel þýskur meistari

KIEL tryggði sér í gærkvöld þýska meistaratitilinn í handknattleik með stórsigri á Göppingen á útivelli, 43:31, í næstsíðustu umferð 1. deildarinnar. Nikola Karabatic var atkvæðamestur hjá Kiel og skoraði 9 mörk. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 310 orð

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla Valur – Grindavík 3:0 Pálmi Rafn...

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla Valur – Grindavík 3:0 Pálmi Rafn Pálmason 42., 57., 90. Staðan: FH 11004:03 Fjölnir 11003:03 Fram 11003:03 Keflavík 11005:33 KR 11003:13 Valur 21016:53 Breiðablik 10101:11 ÍA 10101:11 Fylkir 10010:30 Þróttur R. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 114 orð

KR og Fram fá liðsauka

KNATTSPYRNULIÐ KR og Fram fengu í gær erlenda leikmenn í sína hópa en þá kom Portúgalinn Jordao Diogo til liðs við KR og Englendingurinn Joe Tillen til liðs við Fram. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Lærisveinar Teits höfðu betur gegn Beckham og félögum

TEITUR Þórðarson, þjálfari kanadíska liðsins Vancouver Whitecaps, stýrði sínum mönnum til sigurs gegn David Beckham og félögum hans í bandaríska liðinu LA Galaxy en liðin háðu æfingaleik í Edmonton í Kanada í fyrrinótt þar sem 37. Meira
15. maí 2008 | Íþróttir | 190 orð

Zenit vann UEFA-bikarinn

RÚSSNESKA liðið Zenit St. Pétursborg vann sinn fyrsta Evróputitil í gærkvöld þegar það lagði Rangers frá Skotlandi á verðskuldaðan hátt, 2:0, í úrslitaleik UEFA-bikarsins. Meira

Viðskiptablað

15. maí 2008 | Viðskiptablað | 252 orð | 1 mynd

16 milljarðar á vaxtalækkun

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is KAUPÞING hagnaðist um tæpa 16 milljarða króna á stöðutöku gegn stýrivöxtum bandaríska seðlabankans á fyrsta fjórðungi ársins. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 644 orð | 1 mynd

Að njóta þess að vera íslensk athafnakona!

Guðrún Magnúsdóttir | runa@connected-women.com Á alþjóðlegum degi kvenna í atvinnurekstri er áhugavert að setjast niður og skoða stöðu íslenskra athafnakvenna. Hvar stöndum við? Hvað hefur áunnist? Hvaða árangri viljum við ná? Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 66 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi 1% í apríl

SKRÁÐ atvinnuleysi í apríl var 1%, eða að meðaltali 1.717 manns, sem eru 43 fleiri en í mars. Í apríl í fyrra var atvinnuleysið 1,1%. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Barbie í mál við Bratz

STÆRSTI leikfangaframleiðandi í heimi, Mattel, gæti unnið allt að 500 milljónir bandaríkjadala (um 39,5 milljarða íslenskra króna) í bætur frá samkeppnisaðilanum MGA Entertainment. Mattel, sem m.a. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 91 orð

Benda til að hægja muni á

SAMSETTIR leiðandi hagvísar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, benda til þess að hægja muni á helstu hagkerfum sem mynda stofnunina á næstunni. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 361 orð | 1 mynd

Bestu færin er kreppir að

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÉG held að þessi tími sem er nú, tími samdráttar, feli í sér gríðarleg tækifæri. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 125 orð | 1 mynd

Bjargar GTA4 Take-Two?

FRAMLEIÐANDI hins vinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto 4 (GTA4), Take-Two Interactive, vonast til þess að metsala leiksins geti forðað fyrirtækinu frá fjandsamlegri yfirtöku tölvuleikjarisans Electronic Arts, en EA hefur gert 1,9 milljarða dala tilboð í... Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 76 orð

EADS hagnast vegna góðrar sölu hjá Airbus

AUKIN sala á Airbus-farþegaflugvélum hafði jákvæð áhrif fyrir EADS, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

EJS fær verðlaun frá Dell

DELL hefur verðlaunað EJS fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Á árlegri ráðstefnu samstarfsaðila Dell, sem að þessu sinni var haldin í Feneyjum, voru veitt verðlaun í ýmsum flokkum. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 65 orð | 1 mynd

ESB vill skýringar á láni til Alitalia

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið ríkisstjórn Silvios Berlusconis á Ítalíu frest til loka þessa mánaðar til að útskýra eðli 300 milljóna evra láns sem fyrrverandi ríkisstjórn samþykkti að veita ríkisflugfélaginu Alitalia. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 347 orð | 5 myndir

Fimm lykilstjórnendur hjá nýju símafélagi Tals

SAMEINAÐ farsímafyrirtæki Hive og Sko tók formlega til starfa 5. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 232 orð | 1 mynd

Glitnir tekur 109 milljarða króna að láni í Noregi

GLITNIR Bank ASA í Noregi lauk í gær útgáfu svonefndra sérvarinna skuldabréfa að fjárhæð 7 milljarðar norskra króna, sem svarar til um 109 milljarða íslenskra króna. Það er BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, sem er útgefandi skuldabréfanna. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 180 orð

Gott fordæmi Seðlabankans

MIKIÐ hefur verið fjallað um hækkandi heimsmarkaðsverð á landbúnaðar- og hrávörum að undanförnu enda áhrifin af þessari þróun á lífskjör stórs hluta heimsbyggðarinnar mikil. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 954 orð | 1 mynd

Gróska í sænskum landbúnaði

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Sænskir bændur hafa sjaldan haft það jafngott og einmitt um þessar mundir, að undanskildum kjötframleiðendum. Tekjur hafa aukist mikið á milli ára og mikil ásókn er í landbúnað í Svíaríki. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Grænlenska þingið samþykkir álver

GRÆNLENSKA þingið hefur samþykkt tillögu heimastjórnarinnar um að mögulegt álver Alcoa Inc., með 340.000 tonna framleiðslugetu á ári, verði reist í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Gullna orðið til Jóhönnu

SENDIHERRA Frakklands á Íslandi, Olivier Mauvisseau, afhenti á þriðjudag Gullna orðið, Le Mot d'Or, verðlaun í forkeppni sem Gérard Lemarquis, kennari við Háskóla Íslands, skipuleggur árlega í viðskiptafrönsku fyrir keppnina Mot d'Or í Frakklandi. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 727 orð | 1 mynd

Hamskipti nauðsynleg eigi samrunar að geta orðið

Mikið hefur verið rætt um að einn stærsti sparisjóður landsins sameinist einum bankanna. Og fleiri slíkar sameiningar gætu verið á döfinni þó ekki hafi umræðan þar um náð sömu hæðum. Til þess að sparisjóður geti sameinast hlutafélagi þarf hann að skipta um ham. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 660 orð | 1 mynd

Hrávöruverð og hræringar

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is Sælgætisát er fastur liður í mataræði flestra íbúa hins vestræna heims. Þrátt fyrir bólgnandi matvælaverð virðist ekki ætla að draga úr, sælgætisgerð skyldi þannig síst vanmetinn iðnaður. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 145 orð | 1 mynd

Hrísgrjón yfir 1.000 dollara

VERÐ á hrísgrjónum til útflutnings frá Tælandi fór í gær yfir 1.000 Bandaríkjadollara fyrir tonnið. Er verðið nálægt sögulegu hámarki en það fór hæst í 1.080 dollara í síðasta mánuði. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 546 orð | 2 myndir

Hvers virði er Berlusconi?

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is Hvað þætti Íslendingum um það ef Geir Haarde ætti 365 hf.? Eða hvernig væri það ef Björgólfur Thor keypti Árvakur, Viðskiptablaðið, Skjá 1 og yrði síðan forsætisráðherra? Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Jákvæðar skýrslur um bankana

ÞEIM fer óðum fjölgandi sem eru bjartsýnari en áður um stöðu íslensku bankanna. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 97 orð

Kappræður um Evrópumál

ÚR efnahagsþrengingum í ESB? er yfirskrift málstofu sem Hagfræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir næstkomandi mánudag. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Klæðning flytur í Íshellu

BYGGING nýrra höfuðstöðva verktakafyrirtækisins Klæðningar við Íshellu 7 í Hafnarfirði er lokið og flytur fyrirtækið alla starfsemi sína þangað um þessar mundir. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 1635 orð | 6 myndir

Kynslóðaskipti hjá Icelandair

Breytingar voru gerðar á yfirstjórn dótturfélaga Icelandair Group í síðustu viku. Tilkynnt var um nýja framkvæmdastjóra hjá Icelandair og Icelandair Cargo og einnig hjá móðurfélaginu sjálfu. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 552 orð | 1 mynd

Lestarsamgöngur á 21. öld

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Gullöld bandaríska lestarkerfisins er almennt talin hafa endað um miðja síðustu öld þegar almenningur þar í landi tók í síauknum mæli einkabíla, og síðar farþegaflugvélar, fram yfir lestarvagna. John R. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 58 orð | 1 mynd

Metverð á hrísgrjónum

VERÐ á matvælum og olíu gerir lítið annað en að hækka um þessar mundir. Hrísgrjón af ökrunum á Taílandi eru þar engin undantekning en verð á tonni af hrísgrjónum fór í gær yfir 1.000 dollara. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 73 orð

Microsoft verðlaunar Landsteina Streng

LANDSTEINAR Strengur fékk nýverið söluverðlaun fyrir fyrsta fjórðung ársins en keppnin var fyrir alla samstarfsaðila Microsoft sem selja Microsoft Dynamics NAV hugbúnað í Vestur-Evrópu. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 160 orð | 1 mynd

Mikill hagvöxtur á starfssvæði EBRD

AÐALFUNDUR Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu, EBRD, fer fram í Kiev í Úkraínu dagana 18. til 19. maí næstkomandi, og á sama stað fer fram viðskiptaþing bankans laugardaginn 17. maí. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 94 orð

Minni vöxtur á einkaneyslunni

VELTA með greiðslukort í aprílmánuði nam 60,5 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabankans, og þar af var kreditkortaveltan 27,9 milljarðar. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 310 orð

Nýir framkvæmdastjórar hjá Glitni

SEX starfsmenn Glitnis hafa verið skipaðir í framkvæmdastjórn bankans. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 332 orð | 1 mynd

Reynir á verðbólgustefnu seðlabanka

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HINN forni fjandi okkar Íslendinga, verðbólgudraugurinn, gerir víðar vart við sig en hér. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 137 orð

Segir olíuverð munu hækka enn frekar

ALAN Greenspan, fyrrum bankastjóri bandaríska seðlabankans, telur olíuverð muni halda áfram að hækka á næstunni þar sem orkufyrirtæki hafi trassað að fjárfesta í framleiðslu og innviðum til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir svarta gullinu. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 114 orð

Spá 13,5% verðbólgu

GREININGARDEILD Kaupþings spáir því að tólf mánaða verðbólga hér á landi muni ná hámarki í 13,5% á þriðja fjórðungi þessa árs og mælast yfir 12% það sem eftir lifir árs. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 76 orð

Statoil fitnar sem púki á fjósbitanum

NORSKA olíufélagið Statoil-Hydro skilaði methagnaði á fyrsta fjórðungi ársins, eða 16 milljörðum norskra króna, sem jafngildir um 250 milljörðum króna. Hefur ekkert norskt félag skilað jafn miklum hagnaði á einum ársfjórðungi. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 41 orð

Straumur sameinar tvö svið

STRAUMUR–Burðarás hefur sameinað tvö svið bankans: Fjárfestatengsl og Samskiptasvið, undir merkjum Samskipta- og markaðssviðs. Yfirmaður sviðsins er Georg Andersen, sem áður var forstöðumaður Fjárfestatengsla. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 766 orð | 1 mynd

Útgáfurisar í samstarf við MySpace

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Ekki er hægt að segja að lífið hafi leikið við tónlistarútgáfur á Vesturlöndum undanfarin ár. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 532 orð | 1 mynd

Valið stóð á milli skóhönnunar og lögfræði

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er lögmaður hjá Lex lögmannsstofu, þar sem hún vinnur einkum að félaga- og samkeppnisréttarmálum. Bjarni Ólafsson ræddi við Heiðrúnu og varpar upp af henni svipmynd. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 136 orð | 1 mynd

Vigor-dagur hjá TM Software

TM Software efndi nýverið til ráðstefnu í tilefni af nýrri útgáfu Vigor-viðskiptahugbúnaðarins, Vigor 2008. Megininntak ráðstefnunnar var kynning á nýju útgáfunni og Vigor-verkbókhaldi. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Virkur eignarréttur

Umræður um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vekja spurningu um hvort það nái einnig til einstaklinga sem eiga á hættu að missa húsnæði sitt. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 63 orð

Vísitalan lækkaði en krónan styrktist

ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar lækkaði um 0,6% í gær og lauk í 4.830 stigum. Mest lækkaði Straumur-Burðarás, eða um 1,5% en mest hækkun var á bréfum Atlantic Petroleum, um 1,7% og FL Group, um 1,4%. Meira
15. maí 2008 | Viðskiptablað | 564 orð | 1 mynd

Þriðja landið með langdrægt 3G-farsímakerfi

Síminn og Eriksson í Danmörku hafa skrifað undir samstarfssamning, sem m.a. fjallar um uppsetningu á langdrægu 3G-farsímaneti, en aðeins Finnland og Ástralía hafa slíkt net nú. Meira

Annað

15. maí 2008 | 24 stundir | 37 orð | 1 mynd

18 mánaða barn læstist inni

Örvæntingarfullir foreldrar átján mánaða barns á Ísafirði kölluðu lögregluna til snemma í gærmorgun. Hafði þá samlæsing bifreiðar þeirra bilað með þeim afleiðingum að barnið læstist inni. Lögreglan brást skjótt við og opnaði bílinn og sakaði engan. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

58% munur á ís í brauðformi

Neytendasamtökin gerðu könnun á ís í brauðformi með súkkulaðdýfu, minnstu stærð. Tekið skal fram að stærðir eru ekki staðlaðar á milli staða. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 169 orð

Aðalsteinn Hákonarson, endurskoðandi Fjárfars. Yfirheyrður 14. júlí 2004...

Aðalsteinn Hákonarson, endurskoðandi Fjárfars. Yfirheyrður 14. júlí 2004 og 31. maí 2005. Aðalsteinn sagði að hann hefði litið svo á að Tryggvi færi með mál Fjárfars. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 12 orð

Afmæli

Claudio Monteverdi tónskáld, 1567 Henry Fonda leikari, 1905 James Mason leikari, 1909 Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 206 orð | 1 mynd

Allsbert fólk á kápunni?

Liðsmenn Sigur Rósar hafa sleppt nokkrum myndskeiðum á netið sem sýnir þá leggja lokahönd á væntanlega breiðskífu sína. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Allt að 18 stiga hiti

Hæg austlæg átt og skýjað norðan- og austantil, en annars bjart að mestu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins, en kólnar... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

(Arnfinnur) Sævar Jónsson, skráður annar stofnandi Fjárfars. Yfirheyrður...

(Arnfinnur) Sævar Jónsson, skráður annar stofnandi Fjárfars. Yfirheyrður 8. júlí 2004. Sævar Jónsson, kenndur við Leonard, sat í stjórn Fjárfars í á sjötta ár án þess að hann að eigin sögn vissi af því. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Á norðurleið Leiksýningunni Killer Joe hefur verið boðið til...

Á norðurleið Leiksýningunni Killer Joe hefur verið boðið til Þjóðleikhússins í Litháen í haust og mun líklega halda til Moskvu í kjölfarið. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 154 orð | 1 mynd

Árni Samúelsson, nefndur kaupandi að hlut í Vöruveltunni. Yfirheyrður 8...

Árni Samúelsson, nefndur kaupandi að hlut í Vöruveltunni. Yfirheyrður 8. júní 2005. Í samningi frá 10. nóvember 1998 segir að óstofnað félag í eigu Árna Samúelssonar, TM og Sævars Jónssonar ætli að kaupa 35% í Vöruveltunni. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Bak við vegg

Fæstir spekingar innlendir og erlendir spáðu að spútniklið New Orleans Hornets ætti raunhæfa möguleika á að mala San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA en það er einmitt það sem er að gerast. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

Baugsmálið rifjað upp

Nú er réttað í Hæstarétti í Baugsmálinu. 24 stundir hafa undir höndum ýmis gögn málsins og munu birta þau næstu daga ásamt því að reifa aðalatriði þessa umfangsmesta dómsmáls á... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 53 orð

„Bold (and the Beautiful) er spennandi núna. Dante farin að hömpa...

„Bold (and the Beautiful) er spennandi núna. Dante farin að hömpa Felísíu af því að hann er í fýlu við Bridget af því að hún vill gera hlutina á „eðlilegum“ hraða. Sem sagt ekki gifta sig og verða ólétt á fyrsta korterinu í sambandinu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 41 orð

„Hví kaupum við af heyrnarlausum? Maður verður alltaf svo...

„Hví kaupum við af heyrnarlausum? Maður verður alltaf svo klaufalegur þegar sölumennirnir koma. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 48 orð

„...það munaði engu að ég sofnaði án þess að setja á mig...

„...það munaði engu að ég sofnaði án þess að setja á mig svefnrannsóknagræjurnar. Þrjár ólar utanum skrokkinn, hólkur uppá puttann og svo eitthvert dippidútt stungið í nasirnar. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Birgja sig upp af kartöflum

Svissnesk yfirvöld hafa ákveðið að auka innflutningskvóta á kartöflum til að stuðningsmenn fótboltalandsliða líði ekki skort á frönskum kartöflum meðan á EM í fótbolta stendur í næsta mánuði. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 87 orð

BT lokar 3 af 11 verslunum

Ákveðið hefur verið að loka BT-verslununum í Hafnarfirði og á Akranesi og Ísafirði. Um tíu til tólf starfsmenn missa við það vinnuna. RÚV hafði eftir rekstrarstjóra að þetta væri gert í hagræðingarskyni. Í yfirlýsingu frá stjórn Árdegis hf. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 338 orð | 1 mynd

Börn seld í ánauð

Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Dj Platurn á Íslandi „Mér finnst skemmtilegt en skrítið að horfa á...

Dj Platurn á Íslandi „Mér finnst skemmtilegt en skrítið að horfa á sjálfan mig í bíó,“ segir Illugi Magnússon eða Dj Platurn. Hann er fæddur á Íslandi en uppalinn í Bandaríkjunum þar sem hann hefur getið sér gott orð sem plötusnúður. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 104 orð | 1 mynd

Drap fjölskyldu sína og foreldra með öxi

Lögregla í Austurríki yfirheyrði í gær 39 ára karlmann sem segist hafa drepið eiginkonu sína, sjö ára dóttur, foreldra og tengdaföður. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Dropinn hækkar

Eldsneytisverð hækkaði á afgreiðslustöðvum N1 í gær. Bensín hækkaði um 3 krónur og olíur um 5 krónur. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, sagði að saman færi gengisþróun og hátt heimsmarkaðsverð. mbl. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 159 orð | 1 mynd

Dýrustu miðarnir á 30 þúsund

„Þetta er litlu dýrara en að kaupa hvern stakan miða á leikdegi og innifalin er góð stemmning og veitingar fyrir leik í hléi,“ segir Þorgrímur Hálfdánarson, einn forsprakka K-Klúbbsins, stuðningsmannafélags Keflavíkur í Landsbankadeildinni. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 371 orð

Eftirlaunafólk

Ríkisstjórnarflokkarnir átta sig greinilega á því hvað núverandi lög um eftirlaun þingmanna, ráðherra og fleiri æðstu embættismanna ríkisins hleypa illu blóði í fólk. Geir H. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Eftirlaunaósómi

Ef Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ætla að halda áfram að líta út eins og trúverðugir og óspilltir stjórnmálamenn í augum þjóðar sinnar ber þeim að taka til hendinni og bera fram tillögu Valgerðar Bjarnadóttur sem einsömul að mestu hefur haldið upp... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 106 orð | 1 mynd

Eftirlaun ekki rædd

Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur er ekki á dagskrá alsherjarnefndar sem kemur saman á morgun, föstudag. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 169 orð | 1 mynd

Eiríkur Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Vöruveltunnar. Yfirheyrður 12...

Eiríkur Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Vöruveltunnar. Yfirheyrður 12. júlí 2004 og 28. maí 2005. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 286 orð | 1 mynd

Ekkert mál að grilla ferskan fisk

Svína- og lambakjöt er yfirleitt það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það skipuleggur grillveisluna. Grillkjöt er að sjálfsögðu alltaf jafn gott en getur verið þungt í maga auk þess sem það er alltaf gott að breyta aðeins til og fá öðruvísi máltíð. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Eldey rís á varnarsvæði

Nýtt frumkvöðla- og orkusetur hefur verið stofnað á háskólasvæði Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 450 orð | 1 mynd

Enginn varð fyrir tjóni vegna Fjárfars nema Gaumur

Í fyrstu yfirheyrslunni vísar Jón Ásgeir í vitnisburð sinn hjá skattrannsóknarstjóra 1. júní 2004 þegar hann var spurður um aðkomu sína að Fjárfari og eignarhaldi í félaginu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 188 orð | 1 mynd

Enskupróf skylda

Kunnátta flugmanna og flugumferðarstjóra í ensku er ekki nógu góð að mati Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og krefst stofnunin nú ákveðinnar lágmarkskunnáttu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

ER á gjörgæslu, vart hugað líf

Langlífasta læknadrama sjónvarpssögunnar, ER, á skammt eftir ólifað, en þessir verðlaunuðustu sjónvarpsþættir allra tíma, með 120 Emmy-tilnefningar og 22 sigra, munu gefa loks gefa upp öndina í febrúar næstkomandi. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 17 orð

Eurobandið gæti runnið á rassinn

Friðrik Ómar segir keppendur í Belgrad óánægða með hversu sleipt gólfið á sviðinu sé. Sumir óttist... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 127 orð | 1 mynd

Fatboy Slim allur

Breski tónlistarmaðurinn Norman Cook, sem starfað hefur um árabil undir listamannsnafninu Fatboy Slim, hefur ákveðið að leggja því nafni. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 67 orð

Fiskur fyrir unga fólkið

MmmmmSeafood er heiti á samnorrænu verkefni sem miðar að því að auka áhuga ungs fólks á fiski og sjávarafurðum. Fiskneysla fer minnkandi þrátt fyrir að sífellt fleiri rannsóknir sýni fram á góð áhrif hennar á heilsu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 296 orð | 6 myndir

F lótti virðist vera hlaupinn í allmarga leikmenn Arsenal og er það í...

F lótti virðist vera hlaupinn í allmarga leikmenn Arsenal og er það í fyrsta skipti sem hinn virti Arsene Wenger tekst alvarlega á við slíkt hjá liðinu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 590 orð | 1 mynd

Framhaldsskólanum fórnað

Nú hafa skólafrumvörpin fjögur verið afgreidd út úr menntamálanefnd Alþingis eftir að hafa verið þar til umfjöllunar í fimm mánuði. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Fuglaskoðun á Suðurlandi

Boðið verður upp á fuglaskoðun víðar en á Djúpavogi um helgina. Í Sesseljuhúsi, umhverfissetri á Sólheimum, ætlar Jóhann Óli Hilmarsson hjá Fuglavernd að halda stutt erindi á laugardaginn klukkan 13 og í kjölfarið verður farið út að skoða fugla. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 106 orð | 1 mynd

Fær átta milljónir vegna innbrots

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Tryggingamiðstöðinni að greiða manni 8 milljóna króna innbústryggingu vegna innbrots árið 2006. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Gefur út plötu

Leikarinn Joaquin Phoenix bætist í hóp þeirra leikara er reyna fyrir sér á tónlistarsviðinu. Pilturinn fékk víst brennandi áhuga á tónlist eftir að hafa leikið Johnny Cash í myndinni Walk the Line og ákvað að kýla á að gera plötu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Gegn slysum

Sérstakur slysavarnadagur verður haldinn á Seltjarnarnesi laugardaginn 17. maí. Dagskráin fer fram við Gaujabúð við Suðurströnd á Seltjarnarnesi og hefst kl. 13.00 þegar lögreglan og slysavarnakonur skoða hjól og... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 379 orð | 1 mynd

Glansinn hjá Glitni á enda

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Glitnir sagði upp um sextíu starfsmönnum sínum í gær, en uppsagnirnar voru endahnúturinn á samræmdum uppsagnaraðgerðum bankans á Íslandi. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Góðkunningjar

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið þann hóp manna sem koma eiga landsliði okkar á Ólympíuleikana í sumar og í undankeppni Heimsmeistaramótsins árið 2009. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 130 orð | 1 mynd

Gómsætur grillaður heilsulax

Hráefni: *úrbeinað laxaflak með roði *3-4 msk. jómfrúarólífuolía *1 bréf Fransk Dressing frá Knorr Aðferð: Laxaflakið er úrbeinað, skorið í passlega bita fyrir einn og penslað með kryddolíunni sem gerð er úr 3-4 msk. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 185 orð

Grétar Haraldsson, skráður stofnandi Litla fasteignafélagsins...

Grétar Haraldsson, skráður stofnandi Litla fasteignafélagsins. Yfirheyrður 4. júní 2005. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Grillaður kjúklingur

*1 kjúklingur *½ dl olía *½ dl bjór *Kryddið eftir smekk (til dæmis með chili, paprikudufti eða hvítlauk). Aðferð: Notið kjúklingabakkann í Weber-grillinu, þó er hægt að nota bjórdós í staðinn. Blandaðu lög af olíu, kryddi og bjór. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Grænlendingar samþykkja álver

Grænlenska þingið hefur samþykkt tillögu heimastjórnarinnar um að mögulegt álver Alcoa með 340 þúsund tonna framleiðslugetu á ári verði reist í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 106 orð | 1 mynd

Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrð 2. júní...

Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrð 2. júní 2005. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 26 orð | 1 mynd

Guðjón A. sammála Magnúsi

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sammála því mati Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varabæjarfulltrúa á Akranesi, að aðlögunartími fyrir komu flóttamanna hefði þurft að vera... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald framhaldsskólakennara sem grunaður er um barnaníðslu hefur verið framlengt um þrjá mánuði vegna almannahagsmuna. Hinn grunaði hefur kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Heilbrigðir hellisbúar

Mataræði að hætti „hellisbúa“ kann að draga úr hættunni á að fólk fái hjartasjúkdóma ef marka má niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 112 orð

Helga Gísladóttir, fyrrum eigandi Vöruveltunnar. Yfirheyrð 12. júlí 2004...

Helga Gísladóttir, fyrrum eigandi Vöruveltunnar. Yfirheyrð 12. júlí 2004 og 30. maí 2005. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 120 orð

Hertha Þorsteinsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Vöruveltunnar. Yfirheyrð...

Hertha Þorsteinsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Vöruveltunnar. Yfirheyrð 3. júní 2005. Hertha sagði að Eiríkur hefði sagt sér um haustið 1998 að hann væri að selja fyrirtæki sitt til Jóns Ásgeirs og í kjölfarið hætt afskiptum af því. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Hlaupið í góðum félagsskap

Það er skemmtilegra að hlaupa sér til heilsubótar ef maður gerir það í góðum félagsskap. Þess vegna er upplagt að byrjendur finni sér hlaupafélaga áður en þeir reima á sig strigaskóna. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Hreinn Loftsson, stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrður 8. júní 2005. Hreini...

Hreinn Loftsson, stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrður 8. júní 2005. Hreini var sýndur kaupsamningurinn frá 7. október 1998. Hreinn sagði sér ekki hafa verið kunnugt um samninginn þegar hann var gerður. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hvatt til mótmæla á Austurvelli

Búið er að senda 35 þúsund smáskilaboð til fólks í landinu þar sem fólk er hvatt til þess að mæta á Austurvöll klukkan 10. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Hæðin lítur um öxl

Í þessum lokaþætti af Hæðinni verður rifjaður upp gangur mála og hvernig pörin þrjú fóru að því að breyta húsum sínum í Árakri í glæsilegar og flottar íbúðir. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Hætta talin á að stífla bresti

Þúsundir kínverskra hermanna voru sendir til Dujiangyan-borgar í gær, af ótta við að stífla nærri bænum kynni að bresta og myndi þannig auka enn á hamfarirnar á svæðinu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Hættir á toppnum

Helsta kvenstjarna tennisheimsins, Justine Henin, frá Belgíu hefur hætt keppni og sagt skilið við tennis en Henin sem er efst á heimslista kvenna í tennis er aðeins 25 ára gömul og vöktu tíðindin mikla athygli. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Illa fengið fé

Bandarísk þáttaröð um ungan mann sem tekur við af föður sínum sem lögmaður vellauðugrar fjölskyldu í New York og þarf að vera boðinn og búinn allan sólarhringinn til að sinna þörfum hennar, löglegum sem ólöglegum. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 14 orð

Indiana Jones kemur í pörtum til landsins

Mikil leynd og öryggisgæsla er við komu fjórðu myndarinnar um fornleifafræðinginn knáa til... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 394 orð

Innlent kjöt í klípu

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Í þá gömlu góðu...

Hrafn Gunnlaugsson er stoltur af því að fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Óðal feðranna, sé nú komin á DVD en myndin var frumsýnd árið 1980. Þeir sem misstu af henni geta því nálgast hana... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 191 orð | 2 myndir

Í öðrum hlutverkum

Það er eitthvað við fyrstu kynnin sem situr alltaf í manni. Þetta á sérstaklega við um leikara. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 114 orð

John Deere-dráttarvélar slá í gegn

Þvert á almenna efnahagsþróun í Bandaríkjunum hefur aukin eftirspurn eftir jarðyrkjutækjum Deere & Co. orðið til að tekjur fyrirtækisins hafa aukist mjög undanfarið. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Baugs. Yfirheyrsla frá 27. júní 2005...

Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Baugs. Yfirheyrsla frá 27. júní 2005. Jóhannes sagði við yfirheyrslur að honum hefði verið kunnugt um að Jón Ásgeir hefði gert kaupsamninginn 7. október 1998. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Geirdal , frasakóngur með meiru, færir út kvíarnar þessa...

Jón Gunnar Geirdal , frasakóngur með meiru, færir út kvíarnar þessa dagana því hann og eiginkona hans hafa tekið að sér umboð fyrir sænskt skófyrirtæki er leggur áherslu á barnaskó. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Kapp við tímann

„Það má ekki seinna vera en verktakarnir hafa lofað okkur að stúkan verði tilbúin í hádeginu í dag og við höfum fulla trú á að það takist,“ segir Kári Arnórsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild Fjölnis í Grafarvogi. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 344 orð | 1 mynd

Karen flýr úr Frjálslyndum

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 300 orð | 1 mynd

Kemur í pörtum

Það eru ófáir kvikmyndaaðdáendur sem bíða með öndina í hálsinum eftir nýjustu myndinni um Indiana Jones og mikið er lagt upp úr því að myndin leki ekki til aðdáenda. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 263 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

F lóttamannavandinn hittir þá fyrir sem síst skyldi. Þetta sannast á Frjálslynda flokknum á Akranesi. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

Kolsvartur húmor og sannir atburðir

Kvikmyndir traustis@24stundir.is The Hunting Party byggir á sönnum atburðum, þegar nokkrir blaðamenn ákváðu árið 2000 að freista þess að ná í skottið á hinum eftirlýsta stríðsglæpamanni Radovan Karadic, fimm árum eftir lok stríðsins á Balkanskaga. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 29 orð | 1 mynd

Kólnar í veðri

Austlæg átt, yfirleitt hæg. Skýjað og dálítil væta á S- og V-landi, en stöku él NA-lands. Hiti 5 til 10 stig, en 1 til 5 norðaustantil. Líkur á... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 146 orð | 1 mynd

Kristín Jóhannesdóttir, einn aðaleigandi Baugs. Yfirheyrslur frá 10...

Kristín Jóhannesdóttir, einn aðaleigandi Baugs. Yfirheyrslur frá 10. ágúst 2004 og 14. júní 2005. (Vegna Vöruveltunnar) Kristín naut stöðu sakbornings við yfirheyrslur. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 335 orð | 1 mynd

Kvennadeildin öflugri en áður

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Að mínu viti hefur fyrsta umferðin í kvennadeildinni verið jafnari og meira spennandi en fyrsta umferðin hjá körlunum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Listakonan Katrína Moorhead hefur greinilega tekið með sér minjagrip úr...

Listakonan Katrína Moorhead hefur greinilega tekið með sér minjagrip úr Íslandsheimsókn sinni. Því á dögunum sýndi hún verk í Inman-galleríinu í Texas sem hún gerði úr Reyka-vodkaflösku . Í flöskuna boraði hún smágöt og tæmdi hana þannig. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 124 orð | 1 mynd

Matvælastofnun strumpar

„Okkur var eindregið ráðlagt að gera þessa gæðavinnu skemmtilega og setja hana í skemmtilegan búning. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 87 orð

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 2,1...

Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 2,1 milljarð króna. Mesta hækkunin var á bréfum Century Aluminum, eða 3,23%. Bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 1,73%. Mesta lækkunin var á bréfum Landsbankans, eða 1,85%. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Neytandinn „Þetta breytir nú ekki miklu til langframa, það missa...

Neytandinn „Þetta breytir nú ekki miklu til langframa, það missa allir fókusinn eftir viku. En það verður örugglega nóg að gera að færa inn okurdæmi á næstu dögum,“ segir Dr. Gunni um Íslensku neytendaverðlaunin sem hann fékk afhent í gær. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 40 orð

NEYTENDAVAKTIN Ís í brauðformi Verslun Verð Verðmunur Eden Hveragerði...

NEYTENDAVAKTIN Ís í brauðformi Verslun Verð Verðmunur Eden Hveragerði 190 Ísbúðin Erluís 200 5,3 % Shell-skálinn Borgarnes 210 10,5 % Ísbúð Vesturbæjar 220 15,8 % Snælandsvideo Selfoss 220 15,8 % Ísbúðin Álfheimum 235 23,7 % Ísbúðin Smáralind 300 57,9... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Nói hættur með Fíkjustöngina

Nói Siríus hætti að framleiða Fíkjustöngina um seinustu áramót vegna dræmrar sölu. Þó gæti sælgætið komið aftur á markað síðar í öðru formi því verið er að leita leiða til að þróa það áfram, að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, markaðsstjóra NS. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Ofurmenni hlaupa

Sigurður Gunnsteinsson hlaupari á von á góðri þátttöku í alþjóðlegu ofurmaraþoni sem fram fer hér á landi í byrjun næsta mánaðar. Ofurmennin þurfa að hlaupa 100... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Okkar maður

Hér í mínu byggðarlagi, heimabyggð Friðriks Ómars, stöndum við svo sannarlega með okkar manni og hans fólki. Hér er hópur stuðningsaðila að breyta bænum í Eurovision-þorp frá 22. maí - 24. maí. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 231 orð | 1 mynd

Ómótstæðilegt fyllt lambalæri

*2 kíló úrbeinað lambalæri *salt og pipar *þurrkað timjan á hnífsoddi eða ferskt mulið *225 g saxaðir, ferskir sveppir *150 g smjör *stórir laukar, saxaðir *2 msk. hveiti *2 msk. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Óskar Magnússon, fyrrum stjórnarmaður í Baugi, yfirheyrður 1. júní 2005...

Óskar Magnússon, fyrrum stjórnarmaður í Baugi, yfirheyrður 1. júní 2005. Óskar sagði við yfirheyrslur að hann kannaðist ekki við að stjórn Baugs hefði falið Jóni Ásgeiri umboð til að gera kaupsamninginn 7. október. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 452 orð | 1 mynd

Óskýrð aukning á lambaláti

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Þetta virðist vera ansi víða. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Ráða ráðum

Þeir Örn Ævar Hjartarson, Haraldur Heimisson og Ingi Rúnar Gíslason skipa fyrsta leikmannaráð Kaupþings mótaraðarinnar en kosið var um slíkt í vikunni. Verða þeir tengiliðir kylfinga við mótsnefndina í... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 65 orð

Réttur búnaður

Hlauparar þurfa að klæða sig miðað við aðstæður hverju sinni. Gott er að notast við þunnar og einfaldar flíkur. Skórnir skipta þó mestu máli og þarf fólk að velja þá miðað við þyngd, fótalag og undirlagið sem það ætlar að hlaupa á. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 542 orð | 1 mynd

Saga sem varð að segja

„Það var samviskubit og angist innra með mér og ég hugsaði: Einn daginn verð ég að segja sögu þessara jafnaldra minna,“ segir Hrafn Gunnlaugsson um hugmyndina á bak við Óðal feðranna. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 412 orð | 1 mynd

Salan á ÍAV ekki skoðuð

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998 til 2003 var ekki tekin efnisleg afstaða til sölu á 39,86 prósenta hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 23 orð | 5 myndir

SALA % USD 78,79 -0,78 GBP 153,24 -0,95 DKK 16,33 -0,98 JPY 0,74 -1,34...

SALA % USD 78,79 -0,78 GBP 153,24 -0,95 DKK 16,33 -0,98 JPY 0,74 -1,34 EUR 121,89 -0,98 GENGISVÍSITALA 157,21 -0,95 ÚRVALSVÍSITALA 4. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Sérréttindi burt

Á síðasta flokksþingi okkar framsóknarmanna samþykktum við ályktun þess efnis að afnema ætti sérréttindi alþingismanna og tryggja að allir landsmenn byggju við sambærileg lífeyrisréttindi. Þá ályktun styð ég heilshugar. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 414 orð | 1 mynd

Sérstaðan skiptir öllu

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Sigfús Sigfússon, skráður stofnandi Fjárfars. Yfirheyrður 5. júlí 2004...

Sigfús Sigfússon, skráður stofnandi Fjárfars. Yfirheyrður 5. júlí 2004 og 29. júlí 2005. Sigfús sagði við yfirheyrslur að hann hefði tekið þátt í stofnun Fjárfars sem vinargreiða við Tryggva Jónsson. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 223 orð | 1 mynd

Silfurjakki Hemma Gunn boðinn upp

„Ég lét sauma þennan jakka úti í Tælandi og ég notaði hann tvisvar í þáttunum Á tali. Þegar ég mætti í honum þá vakti jakkinn mikla aðdáun, hneykslan og undran og svona fyrirbæri hafði nú bara aldrei sést. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 232 orð | 1 mynd

Sjálfstæði keppandinn

Um daginn sat og ég las dagblað. Frétt frá Kosovo. Ég man ekki nákvæmlega af hverju mánuðurinn maí kom fyrir í textanum en man að ég hugsaði strax: Maí – Júróvisjón. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 16 orð

Sló í gegn með Merzedes Club

Fitnessdrottningin Inga Þ. Ingadóttir er byrjuð að syngja með Merzedes Club á sviði og þykir... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 299 orð | 2 myndir

Sló í gegn með Merzedes Club

Fitnessdrottningin Inga Þ. Ingadóttir er ekki bara sæt í sundfötum heldur er hún hörkusöngkona. Það heyrðu akureyrskir aðdáendur Merzedes Club um helgina. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 58 orð

Slæmt ástand á tjaldstæðinu

Á fundi í menningarmála- og safnanefnd Akraneskaupstaðar í liðinni viku var rætt um það ástand sem skapast hefur á tjaldstæðum bæjarins við Kalmansvík undanfarin ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 90 orð

Sólveig Theodórsdóttir, annar stofnandi Litla fasteignafélagsins...

Sólveig Theodórsdóttir, annar stofnandi Litla fasteignafélagsins. Yfirheyrð 9. júní 2005. Sólveig var sambýliskona Grétars Haraldssonar þegar félagið var stofnað. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 182 orð | 1 mynd

Spara milljarð í lyfjakostnaði

„Við höfum náð umtalsverðum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, þegar hann tilkynnti að heildarsparnaður vegna aðgerða heilbrigðisyfirvalda í lyfjamálum hefði á síðasta ári numið nærri milljarði króna. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 182 orð | 1 mynd

Speedster er frá á fæti

Nýjasti meðlimur hinna ofurmannlegu hetja (Heroes) er hin fótfráa Daphne, sem kallar sig Speedster. Hún verður kynnt til sögunnar í þriðju seríu þáttaraðarinnar, sem hefur verið sýnd á Skjá einum hér á landi. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 258 orð | 1 mynd

Sprett úr spori í sumar

Margir kjósa að hlaupa sér til heilsubótar á þessum árstíma og sameina þar með holla og góða hreyfingu og útiveru. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 312 orð | 1 mynd

Staðan í borgarstjórn

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er í frjálsu falli. Eftir að hafa fengið 42% fylgi í kosningunum 2006 sveiflaðist það í kringum 50% fyrsta ár kjörtímabilsins einsog það hefur iðulega gert í könnunum Gallup. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð

Stutt Fyrirmyndarstofnun Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra afhenti í...

Stutt Fyrirmyndarstofnun Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra afhenti í gær samkeppniseftirlitinu viðurkenningu sem ríkisstofnun til fyrirmyndar 2008. Páll Gunnar Pálsson forstjóri veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 136 orð

Stutt Gripinn með gras Allnokkurt magn af marijúana fannst við húsleit í...

Stutt Gripinn með gras Allnokkurt magn af marijúana fannst við húsleit í miðborginni í fyrrakvöld. Á sama stað lagði lögreglan hald á tæplega 400 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 56 orð

STUTT Skógareldar Lögreglan í Palm Bay á Flórída hefur handtekið mann...

STUTT Skógareldar Lögreglan í Palm Bay á Flórída hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa kveikt skógarelda í ríkinu með þeim afleiðingum að um fjörutíu hús eyðilögðust. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 98 orð | 1 mynd

Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Yfirheyrslur 30...

Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Yfirheyrslur 30. ágúst 2004 og 10. júní 2005. (Vegna Vöruveltunnar) Aðspurður um hvort Tryggvi hafi vitað um kaupsamninginn 7. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 72 orð

Tveggja ára „hjóla í vinnuna“

Krakkarnir á leikskólanum Kvistaborg héldu hjóladag í blíðunni í gær. Smáfólk allt frá tveggja ára aldri mætti með hjólið sitt og hjálminn og sumir „hjóluðu í vinnuna“ eins og foreldrarnir gera þessa dagana. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Tveir táningar handteknir

Lögregla í Lundúnum hefur handtekið tvo karlmenn, átján og nítján ára, í tengslum við morðið sem framið var á Oxfordstræti um hábjartan dag á mánudaginn. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 187 orð | 1 mynd

UMFÍ hættir við samninginn

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur dregið til baka samning um samstarf við Edduhótel um rekstur hótels að Tryggvagötu 13. Borgarfulltrúum sem funduðu með fulltrúum UMFÍ var tjáð það í gær. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Ummæli Bjarna Guðjónssonar um frægt faðmlag Gillzeneggers og Garðars...

Ummæli Bjarna Guðjónssonar um frægt faðmlag Gillzeneggers og Garðars Arnar Hinrikssonar virðist hafa farið verulega fyrir brjóstið á vöðvafjallinu, því hann kallar Bjarna öllum illum nöfnum á heimasíðu sinni og er mál manna að hann hafi farið yfir... Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Valur Valsson, þáverandi bankastjóri Íslandsbanka. Yfirheyrður 9. júní...

Valur Valsson, þáverandi bankastjóri Íslandsbanka. Yfirheyrður 9. júní 2005. Þegar Fjárfar keypti 35% hlut í Vöruveltunni í nóvember 1998 voru kaupin fjármögnuð með 450 milljóna króna láni frá Íslandsbanka. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 334 orð | 2 myndir

Varúð! Sviðið í Belgrad er sleipt

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Þrátt fyrir að fyrsta æfingin hafi gengið vel hjá Eurobandinu kvarta þau Friðrik Ómar og Regína Ósk yfir því hversu sleipt sviðið sé. Þau segja aðra keppendur pirraða yfir þessu líka. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 372 orð | 1 mynd

Verða á hlaupum nær allan daginn

Hópur hlaupara tekur þátt í fyrsta alþjóðlega ofurmaraþoninu hér á landi í byrjun næsta mánaðar. Ofurmaraþon er 100 km langt sem jafngildir um tveimur og hálfu venjulegu maraþoni. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 56 orð

Verðmæti fiskafla eykst í apríl

Heildarafli íslenska skipaflotans, metinn á föstu verði, var 10,7% meiri í síðasta mánuði en í apríl í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Aflinn nam 128.056 tonnum í apríl 2008, en var 122.368 tonn í apríl 2007. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 721 orð | 2 myndir

Viðskipti með Vöruveltu

Málflutningur í Baugsmálinu fyrir Hæstarétti fer fram í þessari viku. 24 stundir hafa undir höndum ýmis gögn málsins svo sem yfirheyrslur hjá ríkislögreglustjóra, tölvupóstssamskipti sakborninga og útskriftir á málum fyrir erlendum dómstólum. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 488 orð | 2 myndir

Vinalegur og vistvænn

Fuglaskoðarar ætla að hittast á landsmóti á Djúpavogi um helgina. Í Djúpavogshreppi er afar líflegt fuglalíf og á sumrin eru þaðan reglulegar áætlunarferðir til Papeyjar sem er draumastaður áhugafólks um lunda. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 301 orð | 2 myndir

Yndisleg stund í leikhúsinu

Það er auðvelt að ákveða að „trúðaleikur fyrir fullorðna“ sé fíflagangur sem sé ekkert fyrir venjulegt fólk. Hér með skal varað eindregið við slíkum hugsunarhætti, því hann kann að kosta fólk eina mögnuðustu leikhúsreynslu sem völ er á. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Þakka fyrir stuðninginn

Elizabeth Fritzl og börn hennar hafa sent frá sér skilaboð í fyrsta sinn frá því að þau losnuðu úr kjallara föður síns í síðasta mánuði. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

Þorgeir Baldursson, fyrrum stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrður 6. júní...

Þorgeir Baldursson, fyrrum stjórnarmaður í Baugi. Yfirheyrður 6. júní 2005 Þorgeir, oftast kenndur við Odda, sat í stjórn almenningshlutafélagsins Baugs þegar kaup á hlutafé í Vörulveltunni stóðu yfir á árunum 1998 og 1999. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 533 orð | 2 myndir

Þróunarsamvinnan skilar árangri – en lengi má gott bæta

Rauði kross Íslands hefur um árabil sinnt þróunarsamvinnu á ýmsum sviðum. Nú beinast þróunarverkefnin aðallega að því að bæta heilsufar fátæks fólks í sunnanverðri Afríku og að því að styðja börn sem glíma við fátækt eða afleiðingar af vopnuðum átökum. Meira
15. maí 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Önnur hreyfing í bland við hlaup

Það getur verið skynsamlegt að stunda aðra hreyfingu samhliða hlaupum, ekki síst ef maður er að stíga sín fyrstu skref á hlaupabrautinni. Sund og hjólreiðar eru frábær tilbreyting og þá getur einnig verið gott að stunda jóga eða leikfimi í bland. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.