Greinar miðvikudaginn 21. maí 2008

Fréttir

21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

17,2 milljarða tap á OR

ORKUVEITA Reykjavíkur segir óhagstæða gengisþróun skýra alfarið verri afkomu félagsins, sem í gær tilkynnti um 17,2 milljarða króna halla á rekstri fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra var OR rekin með um 4,3 milljarða króna hagnaði. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 553 orð | 1 mynd

30% af raforku koma úr gufuafli og áformað er að byggja fleiri virkjanir

Á síðasta ári hafnaði iðnaðarráðuneytið umsóknum um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum, Kerlingarfjöllum, á Torfajökulssvæðinu, Grændal og á Fremrinámasvæði. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 780 orð | 1 mynd

Áhuginn er drifkraftur klúbbsins

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þetta hefur verið áhugamál mitt nokkuð lengi. Ég bjó í Skotlandi á árunum 1987-1990 og þar er mikið af fornbílum og tækjum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Ársfundur fræðasetra

STOFNUN fræðasetra Háskóla Íslands heldur ársfund sinn í dag, miðvikudag, undir yfirskriftinni „Háskóli Íslands – háskóli allra landsmanna“. Ársfundurinn verður á Háskólatorgi og stendur frá kl. 9:30 til 15:30. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð

Bátur sigldi á grjótgarð

LEKI kom að bátnum Von GK-113 er hann sigldi á utanverðan grjótgarðinn við Sandgerðishöfn, á leið úr línuróðri. Varð óhappið um kl. 17 í gær og var báturinn á fullri ferð. Þrír voru um borð en sakaði ekki. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 562 orð

„Gríðarlega góð niðurstaða“

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ SEM skiptir máli er að ársreikningurinn 2007 sýnir gríðarlega góða niðurstöðu sem er svo langt, langt um betri en við höfum nokkurn tímann séð áður. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 950 orð | 1 mynd

„Upp á líf og dauða að tefla fyrir ýmsa“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra vék að framtíð Íbúðalánasjóðs á morgunverðarfundi sem Samtök iðnaðarins boðuðu til í gær um ástand og horfur í bygginga- og mannvirkjagreinum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 386 orð | 5 myndir

Borgarstjóri fagnar ákvörðun stjórnar OR um Bitruvirkjun

„ÉG FAGNA þessari niðurstöðu mjög og ekki síst þeirri staðreynd að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn telji þá stefnu sem R-listinn stóð fyrir um byggingu Bitruvirkjunar óviðunandi,“ sagði Ólafur F. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð

Breskir þingmenn í heimsókn

BRESKA landsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) heimsækir Alþingi dagana 20. - 22. maí. Í sendinefndinni eru fimm þingmenn auk starfsmanns landsdeildarinnar. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Dalai Lama í Bretlandi

DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbets, hóf í gær tíu daga heimsókn sína til Bretlands. Þar tók hann á móti heiðursnafnbót við London Metropolitan-háskólann, fyrir framlag sitt til friðarmála. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Deilt um dráp á kengúrum

KENGÚRUR í girðingu á landareign ástralska varnarmálaráðuneytisins í útjaðri Canberra. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 215 orð

Dæmdur fyrir peningafals

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir peningafals með því að ljósrita 20 tvö þúsund króna peningaseðla, alla með sama númerinu. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 232 orð

Ekki óhætt að aflétta öryggisgæslu

HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær kröfu manns, sem hefur verið í öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni undanfarin ár, um að öryggisgæslunni verði aflétt í áföngum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Evrópumeistari í götu-hokkí

FLOSRÚN Vaka Jóhannesdóttir vann á dögunum Evrópumeistaratitilinn í götu-hokkí kvenna með liði sínu Gentofte Rattlesnakes. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ferðaþjónustan mótmælir hrefnuveiðum

SAMTÖK ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega fyrirhuguðum hrefnuveiðum sem sjávarútvegsráðherra hefur nú heimilað. Í ályktun frá samtökunum segir m.a. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 252 orð | 2 myndir

Flest leggjast við Skarfabakka

FAXAFLÓAHAFNIR eiga von á 84 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar og hafa aldrei fleiri komið til höfuðborgarinnar á einu ári. Í fyrra voru þau 77 og höfðu aðeins einu sinni áður komið jafnmörg skemmtiferðaskip til borgarinnar á sama árinu. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Flóttamönnum vel tekið

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FRÁ árinu 1996 hafa Íslendingar tekið á móti 277 flóttamönnum og hefur mikill meirihluti þeirra farið til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 96 orð

Flutti 8 tonn af sprengiefni án leyfis

UM átta tonn af sprengiefni voru flutt af svæði Kárahnjúkavirkjunar án leyfis lögreglu á föstudag. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Fuglaganga við Elliðavatn

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir Fuglagöngu við Elliðavatn fimmtudaginn 22. maí kl. 20. Einar Ó. Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands fræðir fólk um farfugla og staðfugla við Elliðavatn og í Heiðmörk. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fundur um líffræðilega fjölbreytni

DAGUR líffræðilegrar fjölbreytni er í ár tileinkaður landbúnaði. Af því tilefni efna umhverfisráðuneytið og Landgræðslan til morgunverðarfundar á Grand Hótel í Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí, kl. 8-10. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fyrsta hrefnan veidd

NJÖRÐUR KÓ-7 veiddi í gærkvöld fyrstu hrefnu sumarsins, 7,4 metra karldýr, norðanlega í Faxaflóa. Njörður verður eini báturinn á veiðum næstu vikurnar, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Fær ekki lán vegna vanskila

ALÞJÓÐABANKINN kveðst ekki geta veitt herforingjastjórninni í Búrma ný lán vegna þess að hún hafi verið í vanskilum við bankann í áratug. Embættismenn í Búrma telja að eignatjónið af völdum fellibylsins 2.-3. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 144 orð

Gen úr útdauðu dýri

ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa endurskapað gen úr Tasmaníutígrinum, dýri sem dó út árið 1936, með því að koma því fyrir í mús. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hátíðarsamkoma hjá KFUM og KFUK

KFUM og KFUK standa fyrir hátíðarsamkomu á 140 ára afmælisdegi sr. Friðriks Friðrikssonar þann 25. maí í húsi félaganna við Holtaveg 28 kl. 20. Sr. Friðrik var einn merkasti æskulýðsleiðtogi 20. aldarinnar, segir í fréttatilkynningu, og stofnaði m.a. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hjólaferð á Nesjavelli

FYRSTA ferð Fjallahjólaklúbbsins á Nesjavelli í sumar verður farin laugardaginn 24. maí. Mæting er við Árbæjarsafn kl. 13. Í fréttatilkynningu segir að þetta hjólaferðalag henti vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Hollvinir kynna endurbætur á Útskáladeginum

Garður | Útskáladagur verður haldinn í Útskálakirkju í Garði næstkomandi sunnudag, 25. maí. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 636 orð | 2 myndir

Horfast í augu við dauðann í Al Waleed

Palestínsku flóttamennirnir sem eru væntanlegir til Akraness í haust, konur og börn þeirra, búa við hörmulegar aðstæður í flóttamannabúðum við landamæri Íraks og Sýrlands. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Hvernig er staðið að þyrlubjörgun?

ÞESSIR feðgar voru meðal áhorfenda er þyrlubjörgun var sýnd nærri flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll en nú, frá 18. til 24. maí, stendur yfir flugvika á vegum Flugmálafélags Íslands. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Jón alýfát og Sigga mey

VIÐURNEFNI í Vestmannaeyjum er heiti nýrrar bókar eftir Sigurgeir Jónsson kennara og blaðamann í Vestmannaeyjum. Sigurgeir kvaðst hafa byrjað söfnun viðurnefnanna fyrir um fjórum árum og tekist að skýra tilurð flestra þeirra. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 107 orð

KEA úthlutar 5,8 milljónum

KEA úthlutaði í gær 5,8 milljónum kr. úr Menningar- og viðurkenningasjóði, annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum til ungra afreksmanna. Íþróttastyrkina hlutu: Skíðafélag Ólafsfjarðar 400. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kennedy með heilaæxli

EDWARD M. Kennedy, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hefur greinst með heilaæxli. Hann var fluttur á sjúkrahús í Boston um helgina eftir að hafa fengið flog og kom í ljós að hann var með illkynja æxli í vinstra hvirfilblaði. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 41 orð

LEIÐRÉTT

Álit að beiðni Skipta Vegna frétta í Morgunblaðinu og á mbl.is af óháðu áliti MP Fjárfestingabanka á yfirtökutilboði Exista í Skipti, móðurfélag Símans, skal það leiðrétt að stjórn Exista bað ekki um álitið heldur stjórn Skipta. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð

Listfélag stofnað í Grafarvoginum

LISTFÉLAG Grafarvogssóknar verður stofnað á morgun, fimmtudag kl. 20, í Grafarvogskirkju. Nemar úr Tónskóla Grafarvogs leika og rithöfundarnir Ísak Harðarson og Vilborg Dagbjartsdóttir flytja trúarljóð. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lyngrósir skoðaðar í Grasagarði

ANNA Margrét Elíasdóttir garðyrkjufræðingur verður með leiðsögn um lyngrósir í Grasagarði Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Leiðsögnin hefst kl. 20 við Laugatungu, fyrsta hús til hægri frá aðalinngangi. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Matvælaverð á Íslandi 64% yfir meðalverði innan ESB

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ birti í gær skýrslu um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði. Þar er m.a. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Meistarinn og Senuþjófarnir

MEGAS og félagar í Senuþjófunum komu fram á tónleikum á Græna hattinum á laugardagskvöldið og léku í fyrsta skipti opinberlega lög af diski sem væntanlegur er á næstu dögum en á honum er að finna gamla íslenska slagara í Megasar-búningi; m.a. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Misskilningur veiðimanna?

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Morgunmatur í Mýrdalnum

Fagradal | Þegar Ástbjörg Lilja Erlendsdóttir var að borða morgunverðinn ásamt afa sínum og ömmu í hjólhýsinu í Mýrdalnum um helgina fengu þau óvænta heimsókn. Allt í einu stóð ærin Fönn ásamt gimbrunum sínum og jarmaði fyrir utan gluggann. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Nemar til þróunarlanda

FIMM starfsnemar halda á næstunni til fimm mánaða dvalar í samstarfslöndum Íslendinga í þróunarsamvinnu. Þeir voru ráðnir úr hópi rúmlega 150 umsækjenda um stöðurnar. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Norrænir krakkar kanna orkuna í Elliðaárdalnum

UM 100 manna hópur var á ferð um Elliðaárdalinn og nágrenni í Reykjavík í gær í þeim tilgangi að kynna sér orku og orkunotkun á svæðinu en áður hafði hópurinn skoðað vindmyllur í Danmörku og olíulindir í Noregi. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Norræn ráðstefna í KHÍ

RÁÐSTEFNA þar sem samstarf skóla og stofnana sem annast kennaramenntun verður í brennidepli hefst í dag, miðvikudag kl. 17. Einnig verður fjallað um tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar frá ýmsum sjónarhornum allt til laugardags. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Opið hús hjá Flugstoðum

OPIÐ hús verður hjá Flugstoðum á Reykjavíkurflugvelli í dag kl. 17-19. Boðið verður upp á leiðsögn í Flugstjórnarmiðstöðinni og turnhermi sem notaður er við þjálfun flugumferðarstjóra. Auk þess verður verkstæði og slökkvilið opið gestum og gangandi. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 177 orð

Opinn MPA-dagur í Háskóla Íslands

FJALLAÐ verður um þjónustu, þátttöku og lýðræði í sveitarfélögum á svonefndum opnum MPA-degi í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 22. maí, kl. 16. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor flytur inngangserindi um íbúalýðræði. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 105 orð

Reglur um markaðssókn gegn börnum

UNNIÐ er að reglugerð sem varðar markaðssókn á vörum og þjónustu sem beinist að börnum og unglingum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Rifjuðu upp forna tíð í fluginu

GAMALGRÓNIR flugkappar, flugmenn og flugvélstjórar rifjuðu upp gömul ævintýr og ný úr flugsögunni á fundi sem haldinn var í Skýli 25 í Fluggörðum síðastliðið mánudagskvöld. Fundarstjóri var Ómar Ragnarsson flugmaður með meiru. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Rússneskir auðjöfrar sýna listnæmi

AP. London. | Rússneskir auðjöfrar leita sífellt nýrra leiða til að eyða peningum. Listmarkaðurinn virðist næsta vígi þeirra og hafa rússneskir safnarar keypt listaverk landa sinna í stórum stíl á síðustu árum. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 48 orð

Sátt við úrslitin í Evróvisjón

TÍU þjóðir komust áfram í aðalkeppni Evróvisjón í gærkvöldi, þ.e. Grikkland, Rúmenía, Bosnía-Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaídsjan, Armenía, Pólland og Noregur. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Skortur á orku getur orðið vandamál

ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að hugsanlega þurfi að hafa áhyggjur af skorti á orku nú þegar hætt hefur verið við Bitruvirkjun: „Það er ljóst að erlend stórfyrirtæki hafa áhuga á að setja upp framleiðslu hér á landi, mengunarlausa en... Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Spá hægagangi í íbúðabyggingum

LÍKLEGT er að mannvirkjagerð í heild sinni detti niður á svipað stig og var fyrir 2004, störfum muni þá fækka og bygging íbúða dragast hratt saman í ár og á næsta ári en jafni sig eftir það. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tilboðið framlengt

VINNSLUSTÖÐIN hf. og Vestmannaeyjabær framlengdu í gær þann frest sem samgönguráðuneyti hefur til að svara nýju tilboði í smíði og rekstur farþegaferju í Bakkafjöru. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 678 orð | 1 mynd

Verktakar hægja á byggingu íbúðarhúsa

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORSVARSMENN tveggja stórra verktaka í byggingariðnaði segja að verkefnastaða þeirra sé ágæt um þessar mundir þrátt fyrir mikla lægð á fasteignamarkaðinum, en ákveðið hafi verið að hægja á byggingu íbúða. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 38 orð

Villtust í Þórsmörk

ÞRÍR strákar, nemendur í Grundaskóla á Akranesi, villtust í Þórsmörk í gær. Þeir höfðu farið í gönguferð en rötuðu ekki til baka. Voru piltarnir blautir og kaldir þegar skálavörður í Langadal fann þá um kl. 21 í... Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Vorfjör hjá skólabörnunum

SENN líður að því að skólahurð aftur skelli og skruddan með hjá grunnskólabörnum landsins. Um þessar mundir taka þó margir grunnskólar forskot á sælu sumarsins og efna til sérstakrar vordagskrár. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 630 orð | 1 mynd

Voru gufuafl og rennslisvirkjanir ekki lausnarorðið?

Þegar umræða um Eyjabakkavirkjun og síðar Kárahnjúkavirkjun stóð sem hæst urðu ýmsir til að benda á að það væru til aðrir virkjunarkostir sem hefðu ekki eins skaðleg áhrif á umhverfi og stórar vatnsaflsvirkjanir með stórum uppistöðulónum. Meira
21. maí 2008 | Erlendar fréttir | 122 orð

Yfir 40.000 lík hafa fundist

YFIRVÖLD í Kína sögðu í gær að erfiðlega hefði gengið að útvega nógu mörg tjöld handa um fimm milljónum manna sem urðu heimilislausar í jarðskjálftanum sem reið yfir landið 12. maí. Skýrt var frá því að yfir 40. Meira
21. maí 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Þrífættri tófu lógað

Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Bræðurnir Stefán og Rúnar Jósefssynir á Skagaströnd hafa í vetur stundað refaveiðar í Skagabyggð með ágætum árangri. Meira

Ritstjórnargreinar

21. maí 2008 | Leiðarar | 412 orð

Gestrisni Íslendinga

Á Akranesi hafa verið hengdir upp undirskriftalistar til að mótmæla því að bærinn taki á móti 30 palestínskum flóttamönnum. Þetta eru kaldar kveðjur til fólks, sem væntanlegt er til Íslands til að hefja nýtt líf eftir að hafa lifað hörmungar. Meira
21. maí 2008 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Í vondum málum

Nú er Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í vondum málum. Hann hefur leyft veiðar á 40 hrefnum. Mótmæli náttúruverndarsinna skipta ráðherrann engu máli frekar en fyrri daginn og heldur ekki andmæli hvalaskoðunarfyrirtækja. Meira
21. maí 2008 | Leiðarar | 389 orð

Jarðgufa og vatnsafl

Vatnsaflsvirkjanir hafa verið mjög umdeildar hin seinni ár, kannski fyrst og fremst vegna þess, að þeim hefur fylgt mikið rask í óbyggðum og að margra mati eyðilegging á náttúruverðmætum. Þess vegna hefur verið spurt og Morgunblaðið hefur m.a. Meira

Menning

21. maí 2008 | Kvikmyndir | 619 orð | 2 myndir

Barnsrán og blaðamannafundir

Leikstjórinn Clint Eastwood byggir nýjustu mynd sína á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Los Angeles árið 1928. Þá varð ung kona fyrir þeirri hræðilegu reynslu að barninu hennar var rænt. Meira
21. maí 2008 | Bókmenntir | 324 orð | 1 mynd

Bóklegt blogg

Eftir Ármann Jakobsson, Nýhil 2008, 93 bls. Meira
21. maí 2008 | Kvikmyndir | 95 orð | 1 mynd

Breikari vaknar

BANDARÍSKA gamanmyndin Kickin It Old Skool verður frumsýnd í Regnboganum í kvöld. Myndin segir frá ungum breikdansara sem rotast og fellur í dá á danssýningu árið 1986. Hann vaknar ekki aftur fyrr en 20 árum seinna, eða árið 2006, þegar allt er breytt. Meira
21. maí 2008 | Leiklist | 76 orð | 1 mynd

Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar

STOPPLEIKHÓPURINN frumsýnir á morgun nýtt íslenskt leikrit byggt á lífi og ljóðum Bólu-Hjálmars. Sýningin hefst kl. 10 í fyrrmálið í Iðnó. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 305 orð | 1 mynd

Dauðir

Stilluppsteypa og BJ Nilsen hafa lokið drykkjuþríleik sínum með plötunni Passing Out . Þeir spila á tónleikum í kvöld á Organ undir hatti ofursveitarinnar Evil Madness. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Dustin segir fararstjórann leiðinlegan

* Írski kalkúnninn Dustin gerði sér lítið fyrir og kallaði Jónatan Garðarsson, fararstjóra íslenska Evróvisjónhópsins, leiðinlegan, á blaðamannafundi á mánudag. Meira
21. maí 2008 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Dylan í Evróvisjónsamloku

Forkeppnirnar í Evróvisjón eru allsráðandi á sjónvarpsskjám landsmanna þessa dagana, önnur var haldin í gær og hin verður á morgun. Meira
21. maí 2008 | Myndlist | 90 orð | 1 mynd

Fórnarlamba nasista minnst

MINNISVARÐI um samkynhneigð fórnarlömb nasista verður afhjúpaður í Berlín 27. maí nk. Minnisvarðann gerði listamannatvíeykið Michael Elmgreen og Ingar Dragset. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 166 orð | 1 mynd

Gómsætir tónleikar

Á TÓNLEIKARÖÐINNI Kökukonsertar er tónlist, kökum og víni blandað saman á hárnákvæman hátt. Í kvöld verða aðrir tónleikarnir í röðinni þar sem bæði efnisskrá og veitingar eru miðaðar við árstíðirnar vetur, vor og sumar. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Gröndal og félagar á Múlanum

DJASSHLJÓMSVEIT Hauks Gröndal leikur á næstu tónleikum djassklúbbsins Múlans sem haldnir verða annað kvöld á DOMO í Þingholtsstræti. Auk Hauks saxófónleikara skipa sveitina þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Agnar M. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Hákon rekur smiðshöggið

SÍÐUSTU útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands á vorönn 2008 verða haldnir í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20, og eru það tónleikar nr. 23 í röðinni. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 676 orð | 5 myndir

Hommapæling og -bæling í Belgrad

Evróvisjón er að sjálfsögðu frábært menningarfyrirbæri. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 381 orð | 1 mynd

Í anda Kiss og Cooper

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA kom mér rosalega á óvart,“ segir Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini, en hljómsveit hans bar sigur úr býtum í Þorskastríði Cod Music í síðustu viku. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Íslenskir vindar í Belgrad

FYRSTA forkeppni Evróvisjón var haldin í gærkvöldi og á morgun fáum við svo úr því skorið hvort Evrópu hugnast framlag okkar Íslendinga til keppninnar í ár. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 81 orð

Klaufalegt orðalag

Í UMFJÖLLUN Arnars Eggerts Thoroddsen um sviðsframkomu í framlögum Íslands til Evróvisjón í gegnum tíðina sem birt var í sérblaði Morgunblaðsins um keppnina í gær var rætt um „frakkaklædda fábjána“ þegar lag Selmu, „All out of... Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Lögsótt fyrir að taka pels

LEIKKONAN Lindsay Lohan hefur verið lögsótt af nema í Columbia-háskóla fyrir stuld á minkapelsi. Neminn, Maria Markova, segir Lohan hafa tekið pels hennar ófrjálsri hendi í næturklúbbnum 1 Oak hinn 26. janúar sl. en pelsinn kostar litla 12.000 dollara. Meira
21. maí 2008 | Bókmenntir | 65 orð

Metsölulistar»

New York Times 1.The Host – Stephenie Meyer 2.Sundays at Tiffany's – James Patterson & Gabrielle Meira
21. maí 2008 | Bókmenntir | 239 orð | 1 mynd

Ný New York

Through the Children's Gate eftir Adam Gopnik. Quercus gefur út. 336 síður ób. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Ólafur gerir mynd um engla alheimsins

* Iðnasti kvikmyndagerðarmaður landsins, Ólafur (de Fleur) Jóhannesson birtir á vefsíðu sinni brot úr nýrri mynd sem hann vinnur að og kallast Hringfarar . Meira
21. maí 2008 | Bókmenntir | 484 orð | 1 mynd

Óteljandi grátónar

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
21. maí 2008 | Tónlist | 491 orð | 3 myndir

Sanngjörn úrslit

19 LIÐ frá jafnmörgum löndum kepptu í fyrri forkeppni/undanúrslitum Evróvisjón-söngva-keppninnar í gærkvöldi og komust tíu lönd upp úr henni, eins og reglur gera ráð fyrir: Grikkland, Rúmenía, Bosnía-Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael,... Meira
21. maí 2008 | Bókmenntir | 111 orð | 1 mynd

Silja útgáfustjóri

SILJA Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur tekur hinn 1. september nk. við starfi útgáfustjóra Máls og menningar/Vöku-Helgafells. Silja tekur við starfinu af Hólmfríði Matthíasdóttur. Silja hefur m.a. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Táldregur karlmenn með háum hælum

BANDARÍSKA leikkonan Cameron Diaz er heldur betur sátt við lífið og þá ekki síst að vera laus og liðug. „Karlmenn eru frábærir!“ hefur tímaritið InStyle eftir leikkonunni í nýjasta tölublaðinu. „Kynlíf er frábært! Meira
21. maí 2008 | Myndlist | 539 orð | 1 mynd

Yfirþyrmandi fegurð álsins

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is BANDARÍSKI myndlistamaðurinn og landslagsarkitektinn Martha Schwartz sameinar þessar tvær listgreinar í verkum sínum. Meira
21. maí 2008 | Fólk í fréttum | 340 orð | 2 myndir

Öll vötn falla til Moskvu

Það kann að virðast undarlegt að nokkrum manni skuli detta í hug að skrifa um knattspyrnu í pistli sem heitir „af listum“. Svo er hins vegar ekki, því færa má fyrir því fremur einföld rök að knattspyrna sé list. Meira

Umræðan

21. maí 2008 | Aðsent efni | 626 orð | 1 mynd

Downs-börnin og samviska lækna

Guðmundur Pálsson skrifar um fósturskimun og Downs-heilkenni: "Læknarnir sjálfir eru í raun ekki vanmáttugir að verja þessi börn því þeir geta neitað að taka þátt í þessu." Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 317 orð | 1 mynd

Er réttlæti bara fyrir þá efnameiri?

Anna Guðný Júlíusdóttir skrifar um hugmyndir dómsmálaráðherra á takmörkunum á gjafsókn: "Þetta er þá ekki lengur orðin spurning um hvað er lagalega rétt og rangt heldur hver hefur efni á því að gæta hagsmuna sinna og hver ekki." Meira
21. maí 2008 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Eru viðtekin sannindi um hitnun jarðar köld hlutlaus vísindi?

Frá Jóni Þór Ólafssyni: "ÞEGAR einhver afstaða, vísindaleg eður ei, hefur mikla pólitíska hagsmuni að baki sér er hollt að spyrja sig hvort afstaðan og rökin á bak við hana séu algerlega hlutlaus, eða hvort þau séu keyrð áfram af hlutdrægum pólitískum hagsmunum." Meira
21. maí 2008 | Blogg | 383 orð | 1 mynd

Eva Margrét Einarsdóttir | 20. maí Copenhagen Marathon 2008; Í pilsi og...

Eva Margrét Einarsdóttir | 20. maí Copenhagen Marathon 2008; Í pilsi og bleikum sokkum... Sex mínútur í start, erum búin að skila af okkur aukafötunum og pissa bak við skúr. Best að koma sér þægilega fyrir á milli 3:00 blöðrunnar og 3:15 blöðrunnar. Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd

Foreldrasamtökum fagnað

Helgi Seljan skrifar um áfengismál: "Öll vitum við að áfengisauðvaldið er öflugt og þar er gnótt fjármuna til áróðurs og auglýsinga..." Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Frjáls fjölmiðlun krefst samvinnu

Shie Jhy-wey skrifar um frelsi fjölmiðla: "... ætti frelsi fjölmiðla að vera hafið yfir pólitísk átök." Meira
21. maí 2008 | Blogg | 56 orð | 1 mynd

Hallur Magnússon | 20. maí Er rétt að efla félagslegan hluta...

Hallur Magnússon | 20. maí Er rétt að efla félagslegan hluta Íbúðalánasjóðs? Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 1272 orð | 1 mynd

Hverjum er ekki sama um börnin?

Eftir Ingibjörgu S. Benediktsdóttur: "...frændur mínir hefðu alveg eins getað verið í tvo daga yfir líki móður sinnar yfir þessa helgi, nú eða bara úti í sandkassa og það í boði Barnaverndarnefndar Reykjavíkur." Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Kvótamál

Baldur Böðvarsson fjallar um kvóta og hrygningu fisks: "Er ekki kominn tími til að reyna aðrar aðferðir til verndar fiskistofnum en kvótaskömmtun? Því ekki að vernda hrygningastöðvarnar!" Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Ræktum okkar eigin garð

Ingvar Gíslason skrifar um Evrópumál: "Ef gengið verður í ESB er Ísland ekki lengur fullvalda ríki." Meira
21. maí 2008 | Velvakandi | 322 orð | 1 mynd

velvakandi

Kisa lokaðist inni ÞANN 5. maí fannst kisa inni lokuð í mannlausu húsi í Sandgerði, hún var búin að vera lokuð inni allavega í 2 vikur þegar ég sá hana berjast á glugganum og kalla á hjálp. Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Verðbólgan er enginn barnaleikur

Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar um peningahagfræði: "Það er engum blöðum um það að fletta að ef þessari stefnu hefði verið fylgt hefðu raunvextir orðið neikvæðir og verðbólga aukist í a.m.k. 20-30%" Meira
21. maí 2008 | Aðsent efni | 699 orð | 1 mynd

Veröldin bíður eftir norrænni veislu

Sigurður Hall og Baldvin Jónsson segja frá sérstöðu norrænna matvæla: "Norrænn matur er einfaldur, hreinn og bragðast vel – sá boðskapur nær til sífellt fleira fólks." Meira

Minningargreinar

21. maí 2008 | Minningargreinar | 3163 orð | 1 mynd

Ásmundur Kr. Þorkelsson

Ásmundur Kristbjörn Þorkelsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Holtsbúð í Garðabæ þann 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergþóra Kristinsdóttir frá Patreksfirði f. 14 júní 1907, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2008 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

Einar Björnsson

Í DAG, 21. maí, hefði Einar Björnsson skrifstofumaður orðið tíræður. Hann var sonur hjónanna Björns Ólafssonar símritara ættaður úr Húnaþingi, og Stefaníu Stefánsdóttur frá Breiðdal austur. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2008 | Minningargreinar | 4396 orð | 1 mynd

Hrönn Kristjánsdóttir

Hrönn Kristjánsdóttir fæddist í Brekku á Dalvík, 14. ágúst 1925. Hún lést hinn 12. maí sl. Foreldrar hennar voru þau Anna Björg Arngrímsdóttir, f. 20.1. 1898, d. 3.7. 1991, og Kristján Eldjárn Jóhannesson, f. 21.12. 1898, d. 11.10. 1990. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2008 | Minningargreinar | 1137 orð | 1 mynd

Júlíus Guðlaugsson

Júlíus Guðlaugsson var fæddur 18.2. 1931 í Efra-Hofi í Garði og lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík 11.5. 2008. Foreldrar hans voru Guðlaugur Oddsson sjómaður og fiskimatsmaður í Garði, f. 27.2. 1897, d. 16.3. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2008 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Páll Lýðsson

Páll Lýðsson fæddist í Litlu-Sandvík 7. október 1936. Hann lést af slysförum 8. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Selfosskirkju 19. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. maí 2008 | Sjávarútvegur | 272 orð

Fær tilfinningu fyrir vorinu á grásleppunni

„ÞETTA hefur gengið nokkuð vel hjá bátunum. Sá hæsti er með 140 tonn af söltuðum hrognum,“ segir Haraldur Ingólfsson grásleppukarl á Drangsnesi og formaður Smábátafélagsins Stranda. Meira
21. maí 2008 | Sjávarútvegur | 260 orð | 1 mynd

Komum fólki í gírinn fyrir sjómannadaginn

„VIÐ komum fólki í gírinn fyrir sjómannadaginn, hjálpum til við að skapa stemmninguna,“ segir Rósa Signý Baldursdóttir sem skipulagt hefur söngdagskrána „Óskalög sjómanna“ fimmtudaginn fyrir sjómannadaginn. Meira

Viðskipti

21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Alfesca hagnast

ALFESCA hagnaðist um 1,8 milljónir evra á þriðja fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs samanborið við 1,3 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum rekstrarársins nam 25,1 milljón evra og jókst um 32,5% frá fyrra ári. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Lækkun í Kauphöllinni og krónan veiktist

ÚRVALSVÍSITALA í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,8% í gær og er lokagildi hennar 4.902 stig. Hlutabréf Exista lækkuðu um 3,1%, bréf SPRON lækkuðu um 2,7% og bréf Bakkavarar um 2,4%. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Moody's lækkar einkunn

ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um eitt þrep úr Aaa í Aa1. Fyrirtækið hefur jafnframt lækkað svonefnt landsmat (e. country ceiling) á bankainnstæður í erlendri mynt úr Aaa í Aa1. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Spá óbreyttum vöxtum

GREININGARDEILDIR Landsbankans og Kaupþings spá því að Seðlabanki Íslands muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans sem er á morgun. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Tap 3,4 milljarðar

TAP af rekstri Icebank á fyrsta fjórðungi ársins 2008 nam 3,4 milljörðum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstri bankans 1,8 milljarðar króna. Á síðasta ársfjórðungi ársins 2007 var hins vegar tap bankans 2,7 milljarðar. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Tap Icelandair Group eykst

TAP Icelandair Group á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 1,7 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 1,2 milljarða króna tap á sama tímabili í fyrra. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Tekur við stýrinu hjá Eimskipafélaginu

GYLFI Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands, eða Eimskips. Meira
21. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 311 orð | 1 mynd

Töluverðar lækkanir á mörkuðum í gær

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR lækkuðu töluvert í flestum kauphöllum beggja vegna Atlantsála í gær sem og í Asíu. Meira

Daglegt líf

21. maí 2008 | Daglegt líf | 128 orð

Af afbrýðissemi, eiginkonu og hundi

Pétur Stefánsson velti því fyrir sér hvort hann væri orðinn afbrýðisamur út í „hundspottið“ sem hann gaf konunni. Grær og dafnar gremjustund, gengur fátt að vonum; eiginkonan eignaðist hund og er að strjúka honum. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 404 orð | 2 myndir

Algjörar dömur milli leikja

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir er Evrópumeistari í götu-hokkí. Hún sagði Ásgeiri Ingvarssyni frá þessari íþrótt sem hingað til hefur þótt dæmigert strákasport – en það er kannski að breytast. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 345 orð | 1 mynd

Auraleysið fylgifiskur geðsjúkdóma

Um það bil þrír fjórðu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eru orðnir peningalausir í lok hverrar viku og þar af leiðandi margir jafnvel matarlitlir. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 813 orð | 3 myndir

Besta kaffi norðan Alpa

Kaffihúsið Mokka var opnað fyrir fimmtíu árum og þar hafa ótal listsýningar verið settar upp og allir helstu bóhemar bæjarins sopið á bolla. Kristín Heiða Kristinsdóttir þáði kaffi hjá Guðnýju Guðjónsdóttur sem er annar stofnandi Mokka og stendur enn í brúnni. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 184 orð | 1 mynd

Reykingamenn settir í andlitsmælingartæki

JAPANSKT fyrirtæki hefur sett á markað mælitæki sem mælir aldur manna út frá hrukkum og svitaholum í andliti. Mælitækið á að nota við tóbakssjálfsala til að koma í veg fyrir að einstaklingar undir 20 ára aldri geti keypt sígarettur. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 837 orð | 2 myndir

Stuðningur á vegferð inn í framtíðina

Foreldrar og aðstandendur barna með einhverfu hafa nú fengið stuðning í formi handbókar. Vala Ósk Bergsveinsdóttir hitti fyrir Eirík Þorláksson, þýðanda bókarinnar, og föður barns með einhverfu. Meira
21. maí 2008 | Daglegt líf | 214 orð | 1 mynd

Þegar hárið hverfur út í loftið

MIKIL loftmengun getur flýtt hármissi samkvæmt breskri rannsókn sem forskning.no greinir frá, að minnsta kosti ef hárlosið erfist og háreigandinn er karlkyns. Meira

Fastir þættir

21. maí 2008 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Í dag 21. maí er Lóa Guðjónsdóttir sjötug. Hún er með...

70 ára afmæli. Í dag 21. maí er Lóa Guðjónsdóttir sjötug. Hún er með opið hús á Kaffi Reykjavík milli kl. 17 og... Meira
21. maí 2008 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

75 ára afmæli. Í dag 21. maí er Elín Magnúsdóttir Flétturima 35, sjötíu...

75 ára afmæli. Í dag 21. maí er Elín Magnúsdóttir Flétturima 35, sjötíu og fimm ára. Elín tekur á móti gestum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, sunnudaginn 25. maí frá kl. 14 til... Meira
21. maí 2008 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

90 ára afmæli . Í dag, 21. maí, er níræð Nanna Kaaber Þórufelli 8...

90 ára afmæli . Í dag, 21. maí, er níræð Nanna Kaaber Þórufelli 8, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 17-20 á heimili sonar síns og tengdadóttur, Skólabraut 7,... Meira
21. maí 2008 | Í dag | 417 orð | 1 mynd

Ákafir aðdáendur Austen

Alda Björk Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1994, BA-gráðu í bókmenntafræði frá HÍ 1999, meistaraprófi 2004 frá sama skóla og leggur nú stund á doktorsnám. Meira
21. maí 2008 | Fastir þættir | 180 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Eftirsjá. Norður &spade;983 &heart;G65 ⋄ÁG95 &klubs;KG10 Vestur Austur &spade;1054 &spade;2 &heart;102 &heart;ÁKD84 ⋄D10873 ⋄54 &klubs;ÁD7 &klubs;86432 Suður &spade;ÁKDG76 &heart;973 ⋄K2 &klubs;95 Suður spilar 4&spade;. Meira
21. maí 2008 | Fastir þættir | 519 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Lið Vesturlands vann kjördæmamótið Lið Vesturlands nýtti sér heimavöllinn til hins ýtrasta og vann Kjördæmamótið sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Meira
21. maí 2008 | Í dag | 28 orð

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala...

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50. Meira
21. maí 2008 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Ra5 11. Bd3 b6 12. Dd2 e5 13. d5 f5 14. Bg5 De8 15. f3 c4 16. Bc2 f4 17. Kh1 h6 18. Bh4 g5 19. Be1 Bd7 20. g3 Dh5 21. Rg1 Hf7 22. Dg2 Kh8 23. Meira
21. maí 2008 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Skipulagsstofnun hefur nánast hafnað Bitruvirkjun en samþykkir aðra virkjun með ströngum skilyrðum. Hvað heitir sú? 2 Hvað hefur verið heimilað að veiða margar hrefnur núna? 3 Ellisif Tinna Víðisdóttir er forstjóri hinnar nýju varnarmálastofnunar. Meira
21. maí 2008 | Fastir þættir | 284 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji átti nýlega leið í Borgarfjörðinn og fór meðal annars fram hjá merkisbýlinu Húsafelli. Meira

Íþróttir

21. maí 2008 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Allt undir í Moskvu

Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu leiða tvö ensk lið saman hesta sína í úrslitum þegar Englandsmeistarar Manchester United og Chelsea, tvö bestu lið Bretlandseyja og þó víða væri leitað, mætast á Luzhniki-vellinum í Moskvu. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 441 orð | 1 mynd

Arnar: ,,Nenni ekki einhverri meðalmennsku“

„VIÐ komum mjög grimmir og settum KR-ingana strax undir pressu – unnum boltann af þeim og sköpuðum okkur færi. Okkur tókst að skora tvö mjög góð mörk og hefðum getað fylgt því eftir því við áttum til dæmis stangarskot. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Arnór meistari

ARNÓR Atlason og félagar hans í FCK urðu í gærkvöld danskir meistarar í handknattleik þegar liðið gerði jafntefli, 31:31, í öðrum úrslitaleik liðanna sem háður var á heimavelli GOG í Svendborg. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 706 orð

„Lélegur varnarleikur hjá mér“

„ÞETTA var einfaldlega lélegur varnarleikur hjá mér. Reyndur varnarmaður, eins og ég, á ekki að gera slík mistök. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 144 orð

Del Piero í EM-hópi Ítalíu

ROBERTO Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið Alessandro Del Piero, fyrirliða Juventus, að nýju í landsliðshóp Ítalíu, en hann hefur sett markahrókinn Filippo Inzaghi, AC Milan, út úr hóp sínum, sem tekur þátt í Evrópukeppni landsliða í... Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Veigar Páll Gunnarsson , Stabæk, og Garðar Jóhannsson , Fredrikstad, eru í liði vikunnar hjá norsku sjónvarpsstöðinni TV 2 og netmiðlinum Nettavisen fyrir frammistöðu sína í norsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Jakob Örn Sigurðarson gerði 14 stig, tók 5 fráköst og átti 5 stoðsendingar þegar lið hans, Univer, tapaði fyrir Bodrogi Bau-Vhely, 81:77 á útivelli í neðri hluta úrslitakeppninnar. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 666 orð

Fyrsti sigur Blika á KR-velli í 14 ár

KR tapaði öðrum leiknum í röð í Landsbankadeildinni í knattspyrnu karla þegar Breiðablik kom í heimsókn í Frostaskjólið í gærkvöldi, 2:1. Nenad Zivanovic gaf Vesturbæingum duglegt kjaftshögg með því að skora tvívegis á fyrstu tíu mínútum leiksins. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Guðjón markahæsti Íslendingurinn

GUÐJÓN Valur Sigurðsson, Gummersbach, var markahæsti Íslendingurinn í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik keppnistímabilið 2007-2008. Hann skoraði 151/31 mark í 26 leikjum og varð í 24. sæti á listanum yfir markahæstu menn. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Hannah hættur

SKOSKI varnarmaðurinn David Hannah, sem verið hefur í herbúðum Fylkis, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Árbæjarliðið. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 794 orð | 1 mynd

Heima er best

HEIMAVÖLLURINN í annarri umferðinni reyndist liðunum í úrslitakeppni NBA deildarinnar mikilvægur, enda unnu heimaliðin 3 af 25 leikjum umferðarinnar. Búast má við að svo haldi áfram í úrslitaviðureignum Austur- og Vesturdeildar, sem ætti að þýða langar leikseríur í báðum deildum. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 411 orð

ÍA 1 Fram 0 Akranesvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin...

ÍA 1 Fram 0 Akranesvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, þriðjudaginn 20. maí 2008. Mörk ÍA : Auðun Helgason, sjálfsmark, 44. Markskot : ÍA 9 (4) – Fram 10 (4). Horn : ÍA 5 – Fram 5. Rangstöður : ÍA 0 – Fram 3. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 51 orð

ÍA M Esben Madsen Dario Cingel Helgi Pétur Magnússon Stefán Þórðarson...

ÍA M Esben Madsen Dario Cingel Helgi Pétur Magnússon Stefán Þórðarson Bjarni Guðjónsson Björn Bergmann Sigurðarson FRAM M Hannes Þór Halldórsson Reynir Leósson Heiðar Geir Júlíusson Ívar Björnsson Hjálmar Þórarinsson KR M Guðmundur R. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Liverpool fær liðsstyrk

RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er byrjaður að endurbyggja upp lið sitt á Anfield fyrir næsta keppnistímanil. Hann fékk í gær til liðs við sig svissneska landsliðsmanninn Philipp Degen, 25 ára, frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Tryggvi sá fimmti í 90 mörkin

TRYGGVI Guðmundsson skoraði sitt 90. mark í efstu deild í knattspyrnunni hér á landi þegar hann gerði fyrsta mark FH-inga gegn Þrótti í markaleiknum mikla á Valbjarnarvelli í fyrrakvöld. Meira
21. maí 2008 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Veiðileyfi gefin frá bekknum á ákveðna leikmenn

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Reynir Leósson, varnarmaður Fram, er á öðru tímabili sínu í herbúðum Safamýrarliðsins. Meira

Annað

21. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

50% munur á rúnnstykkinu

Í smákönnun Neytendasamtakanna í apríl kom í ljós 120% verðmunur á rúnnstykki með birki. Munurinn að þessu sinni er ekki eins mikill en þó munar 50% á hæsta og lægsta verði. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 16 orð

Afmæli í dag

Albrecht Dürer málari, 1471 Henri Rousseau málari, 1844 Fats Waller tónlistarmaður, 1904 Mary Robinson forseti, 1944 Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 367 orð | 1 mynd

Annað í boði en Eurovision

Haukur Gröndal saxófónleikari hefur mjög takmarkaðan áhuga á Eurovision og á erfitt með að átta sig á keppninni. Á fimmtudagskvöld treður hann upp ásamt djasshljómsveit sinni á Domo og býður upp á léttan djass sem verður spilaður af fingrum fram. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Asni á bak við lás og slá

Asni er nú látinn dúsa í fangageymslu í Mexíkó eftir að hann gerðist sekur um að bíta og sparka í tvo menn í Chiapas-héraði. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 195 orð

Athugasemd frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur kannast ekki við að samráð hafi verið haft við félagið, stjórn eða starfsmenn, við undirbúning framkvæmdar á vegum Kópavogsbæjar í Heiðmörk. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 153 orð | 1 mynd

Aukið framboð

Auðveldara er nú að ráða fólk í umönnunarstörf á Landakoti en undanfarin tvö ár þegar þenslan á vinnumarkaðnum var sem mest, að sögn Ingibjargar Hjaltadóttur sviðsstjóra. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Aukinni þyngd fylgir eyðsla

Umframþyngd í bílnum eykur eldsneytiseyðslu hans. Það er því skynsamlegt að aka ekki um með þunga hluti í bílnum sem maður hefur ekki þörf fyrir. Þegar farið er í ferðalög ætti ekki heldur að taka með meiri farangur en nauðsynlegt er. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Áður en haldið er af stað

Áður en haldið er í ferðalag er gott að taka niður raðnúmer (serial number) á myndavélum, fartölvum og öðrum verðmætum sem kunna að leynast í farangrinum. Það kemur að gagni ef tækjunum er stolið eða þau týnast. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 344 orð | 1 mynd

Áhrifin mest í Þorlákshöfn

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir að kostnaður vegna undirbúnings Bitruvirkjunar slagi hátt í einn milljarð króna. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Banaslys á Tower Bridge

Kona á þrítugsaldri lést eftir að tveggja hæða strætisvagn ók á tré í morgunumferðinni á Tower Bridge Road í Lundúnum í Englandi í gær. Að sögn lögreglu var konan gangandi vegfarandi og lést á vettvangi eftir að hafa fengið trjágreinar í höfuðið. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

BBC spáir Eurobandinu velgengni í Eurovision-keppninni í ár. This is my...

BBC spáir Eurobandinu velgengni í Eurovision-keppninni í ár. This is my Life er á meðal 10 laga er fréttastofan velur sem líkleg til stórafreka. Á vef hennar eru líkurnar taldar 1/25 á því að lagið fari alla leið. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

„Átti að vera ljóst“

„Nýtt vegarstæði Nýbýlavegar átti að vera ljóst öllum sem vildu vita,“ segir Þór Jónsson, almannatengslafulltrúi Kópavogsbæjar. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 47 orð

„...hef verið að melta það þegar Ólafur Stefánsson snéri niður...

„...hef verið að melta það þegar Ólafur Stefánsson snéri niður Evrópumeistara Kiel. Í fullri yfirvegun og lágmarksþynnku þá má segja að Óli hafi gert nokkuð sem ég taldi að væri ekki hægt. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 50 orð

„McDonald´s er með óhollari mat sem ég hef smakkað og mér finnst...

„McDonald´s er með óhollari mat sem ég hef smakkað og mér finnst eiginlega ógeðslegt að borða þar, þó ég geri það örsjaldan fyrir dætur mínar. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 58 orð

„...sem endaði með að ég missti það út úr mér að að sumu leyti...

„...sem endaði með að ég missti það út úr mér að að sumu leyti væri Robbie Williams sennilega betri en Freddy Mercury. Við þessi óvæntu orð mín rauk þessi stóri og mikli maður upp. Leit á mig forviða og ringlaður á svipinn. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Bitruvirkjun slegin af

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) ákvað á fundi sínum í gær að hætta undirbúningi að gerð Bitruvirkjunar. Ákvörðunin kemur í kjölfar álits Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna virkjunarinnar sem birt var í gær. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Bjart að mestu

Austan 8-13 m/s syðst, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og stöku skúrir, einkum síðdegis. Skýjað og sums staðar dálítil væta norðan- og austanlands, en bjart að mestu. Hiti 5 til 12... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 569 orð | 1 mynd

Common sense (almenn skynsemi)

Á áttunda áratug síðustu aldar sat ég við fótskör eins af helstu áhrifamönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við vorum ekki sammála um stefnu flokksins í ákveðnu máli. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Djass eða Euroband

Þeir sem hafa ekki áhuga á Eurovision-keppninni geta fylgt Hauki Gröndal sem býður upp á léttan djass í samkeppni við Friðrik Ómar og Regínu. Hann hefur ekki áhuga á... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 189 orð | 1 mynd

Djassgoðsögn heldur tónleika á Íslandi

Wayne Shorter hefur skapað sér nafn sem einn af meisturum djassheimsins. Þessi bandaríski saxófónleikari fæddist í Newark árið 1933 og ferill hans spannar nú yfir hálfa öld. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 450 orð | 1 mynd

Einstök náðargáfa

Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Engilberts. Dótturdóttir hans, Greta Engilberts, stendur fyrir sölusýningu á völdum grafíkverkum hans. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 117 orð | 1 mynd

Ekið á framandi þjóðvegum

Þeir sem hafa hugsað sér að aka um framandi lönd í sumarfríinu ættu að byrja á að kynna sér hvaða gögn (svo sem ökuskírteini, vegabréf og tryggingar) þeir þurfa að hafa meðferðis. Flestir kjósa að taka bílaleigubíl þegar þeir aka um framandi lönd. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Eldur braust út í þaki hússins

Eldur braust út í húsi Fílharmóníusveitarinnar í Berlín í gær. Mikinn reyk lagði frá þaki tónleikahússins, sem var reist á sjöunda áratug síðustu aldar og er ekki langt frá Potsdamer Platz. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 499 orð | 1 mynd

Fá ekki greitt fyrir umönnun sonar síns

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Hilmir Snær Guðmundsson er fæddur í desember 2005, tæpum fjórum mánuðum fyrir tímann og er hann einn minnsti fyrirburi sem fæðst hefur og lifað hér á landi. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 202 orð | 2 myndir

Ferðakostnaður eftir ólíkum bíltegundum

Hægt er að reikna út kostnað við ferðalög innanlands út frá ólíkum bíltegundum, vélarstærð, orkugjafa og fleiri þáttum á vefsíðu Orkuseturs. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 42 orð

Ferðast saman milli landshluta

Þeir sem vilja ferðast ódýrt landshluta á milli geta prófað hvort þeir finna eitthvað við sitt hæfi á síðunni www.samferda.net. Hún er ætluð fólki sem vill samnýta ferðir með öðrum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 589 orð | 3 myndir

Fimm mínútur á beinu brautina

Stundum þarf að rífa einstaklinginn niður til að byggja hann upp og það fékk blaðamaður 24 stunda að reyna á eigin skinni þegar hann í einfeldni sinni fór í svokallaða golfmælingu hjá kylfutæknifræðingnum og margföldum Íslandsmeistara Þorsteini... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Flugfreyjur semja við Icelandair

Kjarasamningurinn sem Flugfreyjufélags Ísland og Icelandair undirrituðu í fyrrinótt gildir til 31. janúar 2009. Samningurinn hljóðar upp á 3,3% grunnkjarahækkun auk annarra hagræðinga sem samkomulag náðist um. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Fogerty í Höllinni „Núna eru það bara Ameríka, vinnuskyrtur og...

Fogerty í Höllinni „Núna eru það bara Ameríka, vinnuskyrtur og mótorhjól. Bældar hvatir mínar eru að koma fram,“ segir Grímur Atlason hjá DDR sem flytur John Fogerty til landsins en hann spilar í Laugardalshöll í kvöld. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 217 orð | 2 myndir

Framboð mikið í frosti

Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is „Það má segja að fasteignamarkaðurinn geti ekki kólnað mikið meira. Þrátt fyrir að frost sé á markaðnum, eða því sem næst, þá er framboð á eignum töluvert mikið, eins og fasteignavefur mbl. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Framtíð REI tekin fyrir í kvöld

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) mun funda í kvöld um – og líklega taka afstöðu til – tillögu um sölu á verkefnum Reykjavik Energy Invest (REI). Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

Fölsuð lyf gerð upptæk

Magn falsaðra snyrtivara, lyfja og leikfanga sem hafa verið gerð upptæk á leið inn til ríkja Evrópusambandsins hefur stóraukist. Samkvæmt gögnum frá ESB var fjöldi tilfella 43 þúsund árið 2007 og jókst um heil 17 prósent milli ára. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Gegn rasisma „Við lofum meiriháttar rokkstemningu á Organ...

Gegn rasisma „Við lofum meiriháttar rokkstemningu á Organ föstudaginn 31. maí,“ segir Dane Magnússon, formaður Félags anti-rasista, en hann skipuleggur um þessar mundir risarokktónleika til styrktar félaginu. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 516 orð | 2 myndir

Gestaþraut

Hver hefur ekki glímt við gestaþraut? Sumar eru léttar en aðrar valda manni heilabrotum tímunum saman. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að á þeim er til lausn. Það er bara spurning um hvenær maður kemur auga á hana. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Gott ástand borgar sig

Ástand bílsins hefur sitt að segja um eldsneytiseyðslu hans. Vanstillt vél, rangur loftþrýstingur í hjólbörðum og jafnvel óhreinindi á lakki geta aukið eldsneytiseyðsluna að óþörfu. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Grátlegt golf og gaman

Íslenskur golfheimur hefur eignast sitt eigið hirðskáld ef marka má ummæli Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar, forseta Golfsambands Íslands, um nýútkomna bók Kristjáns Hreinssonar, Golf og gaman, þar sem höfundur birtir ljóð um og frásagnir af reynslu sinni í... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 4 orð | 1 mynd

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is...

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Gylfi Sigfússon forstjóri

Gylfi Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Gylfi hefur sinnt ýmsum störfum innan Eimskips og tengdra félaga og hefur í 18 ár starfað hjá fyrirtækjum í flutningatengdum rekstri. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Hagnýt ráð fyrir ferðalanga

Vefsíðan Ferðalangur (www.ferdalangur.net) hefur gefið út sérstaka handbók sem fólk getur hlaðið niður af netinu eða prentað út án endurgjalds. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 542 orð | 5 myndir

Hanaat, hesta-ruðningur og flugdrekastríð

Eftir Egil Bjarnason í Kabúl egillegill@hotmail.com Afganar hafa undanfarin þrjátíu ár mátt þola linnulaus stríðsátök. Og íþróttir landsins eru eftir því. Allt sem er árásargjarnt trekkir að áhorfendur. Allt frá dúfna- og hundaati yfir í flugdrekastríð. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Háskóli allra landsmanna

Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands heldur ársfund í dag undir yfirskriftinni Háskóli Íslands – Háskóli allra landsmanna. Munu fræðimenn við fræðasetrin átta, sem stofnuninni tilheyra, kynna fjölbreyttar rannsóknir sínar í stuttum erindum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 191 orð | 1 mynd

Hefur áhyggjur af B-hluta fyrirtækjum

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri vakti athygli á fjárhagsstöðu B-hluta fyrirtækja Reykjavíkurborgar í ræðu sinni um ársreikning Reykjavíkurborgar árið 2007 á borgarstjórnarfundi í gær. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Hitar upp fyrir Johnny Logan „Ég hef alltaf haft gaman af Lóknum...

Hitar upp fyrir Johnny Logan „Ég hef alltaf haft gaman af Lóknum. Ég hitti hann þarna úti á sínum tíma og hann er afar skemmtilegur maður,“ segir Sverrir Stormsker sem hitar upp fyrir Johnny Logan á Broadway næstkomandi föstudagskvöld. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 231 orð | 1 mynd

Hrollaugsstaðaávextir

Maðurinn er félagsvera. Hópamyndun ber þess glöggt merki. Sveitaböllin eru liðin undir lok og önnur stuðmaraþon tekin við. Nýverið var haldin erfidrykkja sveitaballsins fyrir austan fjall. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 77 orð

Hungursneyð vofir yfir

Hungursneyð vofir nú yfir um sex milljónum eþíópískra barna vegna langvarandi þurrka. Að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna þurfa nú um 60 þúsund börn í tveimur héruðum landsins á bráðri sérfræðihjálp að halda einungis til að þau geti haldið lífi. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 572 orð | 2 myndir

Hvað er húmanismi?

Uppruni húmanismans var sannleiksleit nokkurra einstaklinga á 15. öld í Evrópu, mest upphaflega í nágrenni höfuðstöðva páfadæmisins í Róm, á Ítalíu. Í borgum þar blómstruðu verslun og viðskipti, tengsl við fjarlæg lönd, umfram allt háskólar. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 204 orð | 1 mynd

Hvalir og ímynd þjóðar

„Hrefnuveiðarnar eru engin stór prinsippákvörðun, því hún var tekin 2006,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 374 orð | 1 mynd

Ítalir bregðast við fjölgun sígauna

Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Ítölsk stjórnvöld hyggjast grípa til tafarlausra aðgerða vegna þess „neyðarástands sem hefur skapast í öryggismálum landins“ og rekja má til mikillar fjölgunar flóttafólks frá Rúmeníu, eða sígauna. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Katie Holmes á Broadway

Leikkonan Katie Holmes sem er hvað þekktust fyrir að vera eiginkona Toms Cruise verður í aðalhlutverki í endurgerð á frægu leikriti eftir Arthur Miller, All My Sons, sem er mjög þungt og tilfinningaríkt. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 127 orð | 1 mynd

Kerouac slær í gegn

Á þessum degi árið 1957 kom út skáldsagan On the Road (Á vegum úti) eftir Jack Kerouac. Sagan segir frá ferðalagi félaganna Sal Paradise og Dean Moriarty og kynnum þeirra af eiturlyfjum og frjálsum ástum. Kerouac skrifaði bókina á þremur vikum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 262 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

F áar fréttir hafa verið meira umbloggaðar en hrefnuveiðifrétt Einars K. Guðfinnssonar . Engin furða heldur, því strax í kjölfar tilkynningar ráðherra kom yfirlýsing samfylkingarráðherranna sem mótmæla allir sem einn. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 224 orð | 1 mynd

Langstærsta stjarnan á Listahátíð

Mikið verður um dýrðir í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld þegar danssýningin Ambra verður frumsýnd. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 293 orð | 2 myndir

Leiðtoginn eltir fylgjendur sína

Tónlist biggi@24stundir.is Þær Madonna og Björk eiga margt sameiginlegt. Þær virðast báðar hafa sjötta skilningarvitið þegar kemur að því að þefa uppi áhugavert samstarfsfólk. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Lunga , eða Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, er í undirbúningi...

Lunga , eða Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, er í undirbúningi. Hátíðin er haldin árlega á Seyðisfirði og er allt útlit fyrir að hún verði sérstaklega spennandi í ár. Hljómsveitin Bang Gang hefur nefnilega verið bókuð til þess að spila. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 16 orð

Madonna eltir fylgjendur sína

Gagnrýnanda blaðsins finnst nýja Madonnuplatan of keimlík öllu öðru sem er í gangi í heimi... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 382 orð | 1 mynd

Meiri hasar á Kaupþingsmótaröðinni

Í stað þess að úrslit fáist eftir 54 holur, eða þrjá hringi eins og verið hefur á Kaupþingsmótaröðinni í golfi undanfarin ár, verða nú aðeins leiknir tveir hringir eða 36 holur. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 104 orð

Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 2,1...

Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 2,1 milljarð króna. Mesta hækkunin var á bréfum FL Group, eða 1,38%. Bréf Icelandair Group hækkuðu um 0,48% og bréf Marels um 0,42%. Mesta lækkunin var á bréfum Exista, eða 3,11%. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 16 orð | 1 mynd

Mikið framboð eigna í frosti

Meðaltalsfermetraverð á einbýli á höfuðborgarsvæðinu er 235 þúsund krónur samkvæmt ásettu verði eigna á fasteignavef... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 18 orð

Mugison vill að Ísland detti úr keppni

Mugison heldur tónleika í Danmörku á laugardag og óttast að enginn mæti verði Ísland enn með í... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 318 orð | 2 myndir

Mugison vonar að Eurobandið tapi

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 35 orð

NEYTENDAVAKTIN Rúnnstykki með birki Bakarí Verð Verðmunur Axels bakarí...

NEYTENDAVAKTIN Rúnnstykki með birki Bakarí Verð Verðmunur Axels bakarí Akureyri 80 Kornið Kópavogi 90 13 % Sandholt 90 13 % Kristjánsbakarí Akureyri 90 13 % Bakarameistarinn Suðurveri 95 19 % Bæjarbakarí Hafnarfirði 120 50... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 93 orð | 1 mynd

Nýjar og forvitnilegar röksemdir

Úrskurður Skipulagsstofnunar ríkisins um Bitruvirkjun er um margt nýstárlegur segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, sá sem veitir virkjanaleyfin. „Þetta var afdráttarlaust. Röksemdafærslan var nýstárleg. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Ný ljóð Jónasar

JPV útgáfa gefur nú út áttundu ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar, Tímabundið ástand. Jónas fæddist 18. apríl 1960 á Akureyri og ólst þar upp. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Og meira um Eurobandið því DR, eða Danmarks Radio , notar frekar óbeinar...

Og meira um Eurobandið því DR, eða Danmarks Radio , notar frekar óbeinar leiðir til þess að koma íslenska laginu inn í undirmeðvitund Dana. This is my Life ómar undir nær allan tímann í sjónvarpsauglýsingu stöðvarinnar fyrir Eurovision-keppnina í ár. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Óboðnir gestir í sumarfríinu

Innbrotsþjófar sjá því miður stundum til þess að gott sumarferðalag fær slæman endi. Fyrir utan það fjárhagslega tjón sem slíkar heimsóknir skilja eftir sig, hafa þær áhrif á andlega líðan heimilismanna. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 132 orð | 1 mynd

Ódýrara eldsneyti

Sala á nýjum bílum í Danmörku var í apríl síðastliðnum 19% meiri en á sama tíma í fyrra, að því er greint er frá á fréttavefnum business.dk. Að mati samtaka innflytjenda er ástæðan sú að gamlir bílar gleypa of mikið af dýru eldsneyti. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 428 orð | 1 mynd

Óléttar konur á geðlyfjum

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Allt að fjórar af hverjum hundrað þunguðum konum á höfuðborgarsvæðinu taka þunglyndislyf. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Óléttar konur á geðlyfjum

Ein af hverjum sex þunguðum konum er með einkenni kvíða og/eða þunglyndis á meðgöngu og allt að fjórar af hundrað eru á... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Ólgan vex

Aftur og aftur er hver höndin upp á móti annarri og það er merkilegt hvað Samfylkingin gengur ítrekað fram í því að ögra samstarfsflokknum og að koma fram eins og sá sem valdið hefur í samstarfinu. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Óttast móttökur

Það er ekki annað hægt en að óttast þær móttökur sem hinar 30 konur og börn koma til með að fá í samfélaginu Akranesi. Flestir á Akranesi vilja þessum konum og börnum örugglega vel. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 324 orð | 1 mynd

Óvissuferðir Iceland Express

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Áætlunarflugi Iceland Express frá Stansted-flugvellinum í London til Keflavíkur var breytt á sunnudagskvöldið svo að vélin gæti komið við í París til að sækja fleiri farþega. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Óvissuferð í boði Iceland Express

Flugi Iceland Express frá London var breytt til að sækja fleiri farþega í París. Sparnaðaraðgerð til að halda verði niðri, segir talsmaður... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 199 orð | 1 mynd

Papparassar elta Fritzl-börnin

Öryggisvörður á Mauer-sjúkrahúsinu í austurríska bænum Amstetten var á mánudaginn sleginn með kylfu af ljósmyndara í tilraun hans til að ná ljósmyndum af Elísabetu Fritzl og sex börnum hennar sem þar dvelja og reyna að aðlagast breyttum veruleika. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 243 orð | 1 mynd

Postal fær dræmar viðtökur

Kvikmyndaleikstjórinn Uwe Boll er froðufellandi af reiði þessa dagana eftir að kvikmyndahús vestanhafs sýndu nýjustu kvikmynd hans, Postal, mjög takmarkaðan áhuga. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 116 orð | 1 mynd

Raunir Önnu Frank

Einsöngsóperan Dagbók Önnu Frank byggir á hinni þekktu dagbók þýsku gyðingastúlkunnar Önnu Frank, sem byggir á raunum og hugsunum hennar á þeim tíma sem hún faldi sig fyrir nasistum ásamt fjölskyldu sinni í Amsterdam. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 489 orð | 5 myndir

Reiði og sorg í kjölfar skjálfta

Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is „Það ríkir bæði reiði og sorg hér í Kína eftir jarðskjálftann,“ segir Hans Bragi Bernharðsson, framkvæmdastjóri Enex Kína. „Ekki er talað um annað en skjálftann. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

Rétti búnaðurinn

Það er ekki einfalt að vera góður golfari enda þarf réttu græjurnar að sögn Þorsteins Hallgrímssonar. Þess vegna fara golfarar nú í sérstaka mælingu til að kanna hvort þeir séu með rétta... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 23 orð

SALA % USD 74,19 0,03 GBP 146,09 1,11 DKK 15,58 1,00 JPY 0,71 0,99 EUR...

SALA % USD 74,19 0,03 GBP 146,09 1,11 DKK 15,58 1,00 JPY 0,71 0,99 EUR 116,24 0,95 GENGISVÍSITALA 149,54 0,95 ÚRVALSVÍSITALA 4. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 154 orð | 1 mynd

Sérsveitarmönnum er brugðið

Runólfur Þórhallsson, lögregluvarðstjóri í sérsveit ríkislögreglustjóra, hefur sent öllum þingmönnum landsins bréf í tilefni af ummælum Lúðvíks Bergvinssonar á Alþingi hinn 15. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 316 orð

Skipulagsleysið kostar peninga

Enn eitt vandræðamálið í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar hefur verið dregið fram í dagsljósið. Borgin hefur greitt Valsmönnum hf. 100 milljónir í bætur þar sem hún hefur ekki enn gefið út lóðarleigusamning fyrir Hlíðarendalandið. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Skúrir sunnan- og vestanlands

Austan og suðaustan 5-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Skúrir sunnan- og vestantil, en bjartviðri norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 15 orð

Soundspell á leið í hljóðverið

Piltarnir í Soundspell eru loks búnir að ákveða hvernig eigi að nýta verðlaunin úr... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð

SPRON-gögn til skoðunar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur kallað eftir gögnum frá Fjármálaeftirlitinu um sölu stjórnarmanna SPRON, Ásgeirs Baldurs, Hildar Petersen og Gunnars Þórs Gíslasonar, á hlutum í SPRON. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Starfsnemar til þróunarlanda

Fimm starfsnemar halda í júlí til fimm mánaða dvalar í samstarfslöndum Íslendinga í þróunarsamvinnu. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 130 orð | 1 mynd

Star Trek-brúðkaup

Nú þegar samkynhneigð pör í Kaliforníu hafa fengið leyfi yfirvalda til að gifta sig hafa frægar samkynhneigðar stjörnur keppst við að tilkynna um yfirvofandi brúðkaup sín. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 225 orð | 1 mynd

Strengir stilltir í gamalli hlöðu

„He he he, no comment sko,“ segir Alexander Briem, forsöngvari hljómsveitarinnar Soundspell, aðspurður hvort áfengi yrði haft um hönd, en hljómsveitin kom saman í gamalli uppgerðri hlöðu á Kolsstöðum í gær. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 205 orð | 1 mynd

Stuðla að frekari neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa að undanförnu unnið að leiðbeinandi reglum um markaðssókn á vörum og þjónustu sem beinist að börnum og unglingum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð

stutt Ný akrein Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka akrein fyrir...

stutt Ný akrein Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka akrein fyrir almenningsvagna og leigubíla á Miklubraut í Reykjavík og á hún að ná allt frá Skeiðarvogi að Kringlunni. Nýja akreinin mun tengjast strætóreininni við Kringluna, sem nær niður að... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 492 orð | 2 myndir

Stærsti leikur ársins í boltaheimum

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Cristiano Ronaldo hugsar sér mögulega til hreyfings frá United. Frank Lampard á í leynilegum viðræðum við Inter Milan. Leikvöllurinn í Moskvu er bæði slakur og talsvert vantar upp á að uppselt sé á leikinn. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 84 orð | 1 mynd

Sumaráætlun Strætó byrjar 1. júní

„Breytingin felur einkum í sér færri ferðir, en þó verður áfram 15 mínútna tíðni á helstu leiðum.“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, en 1. júní næstkomandi tekur sumaráætlun gildi. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 326 orð | 1 mynd

Sveitarfélög í tómu tjóni

Fréttir af stærstu sveitarfélögunum voru fyrirferðarmiklar í blaðinu í gær. Á forsíðunni var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefði greitt 100 milljónir til Valsmanna í það sem kallaðar eru tafabætur. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 146 orð | 1 mynd

Tannviðgerðir á hálfvirði

Tannlæknar sem starfa hjá hinu opinbera í úthverfunum Tensta og Jordbro í Stokkhólmi auglýsa nú vannýtta tíma á 299 sænskar krónur í stað 656 króna, eða á um 3750 íslenskar krónur í stað um 8060 króna. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 433 orð | 2 myndir

Til hamingju Ísrael

Þann 14. maí fyrir 60 árum var Ísraelsríki stofnað. Ekki var gleðin langvinn því fljótlega komust þeir að því að þeir voru umkringdir óvinum. 5 arabaríki tóku höndum saman og réðust á þessa þá veikburða þjóð. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Tólf flugvellir nú lokaðir

Verkfall starfsmanna norskra flugvalla breiddist út til sex flugvalla til viðbótar í gær. Verkfall truflar nú starfsemi alls þrettán flugvalla og þar af eru tólf þeirra alveg lokaðir. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Upplýsingar lesnar upp

Nýr vefur Fjölmenningarseturs var formlega tekinn í notkun í gær en þar er að finna samræmdar upplýsingar um þjónustu ríkis og sveitarfélaga og ýmis önnur hagnýt atriði á fjórum tungumálum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 335 orð | 2 myndir

Utan við lögin

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Fjárhagurinn er auðvitað í rugli en við klárum okkur, það verður bara að gerast.“ Þetta segir Elísabet Guðrúnardóttir, móðir Hilmis Snæs Guðmundssonar. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 190 orð | 2 myndir

Útlendingar alls staðar

Ég hef alltaf haft þá trú að það sé sammannlegur eiginleiki að eiga erfitt með að horfa upp á þjáningar annarra og ef fólk ætti möguleika á að rétta öðrum hjálparhönd þá myndi það gera það með glöðu geði. En ég bý náttúrlega ekki á Akranesi. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 414 orð | 2 myndir

Vanræksla er versta ógnin

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Vanræksla meiri vandi en ofbeldi

Vanrækt börn eru fleiri en börn sem sæta beinu ofbeldi. Foreldrar í erfiðleikum ráða ekki við hlutverkið. Háskólinn undirbýr nám í... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Verð fyrir síma og netáskrift

Margir eiga erfitt með að átta sig á endalausum tilboðum um farsímaáskrift, internet og heimasíma sem birtast öðru hverju í fjölmiðlum. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Verðlaunabók McEwans

Út er komin hjá bókaforlaginu Bjarti bókin Brúðkaupsnóttin eftir Ian McEwan, í þýðingu Ugga Jónssonar. Brúðkaupsnóttin gerist á sumardegi í júní árið 1962, brúðkaupsdegi Edwards og Florence. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð

Verðmerkingar

Ekki er alltaf samræmi milli verðmerkinga í hillum verslana og verðs á kassa. Það borgar sig því að fara vel yfir kassastrimilinn að loknum innkaupum og sjá hvort ekki sé allt eins og það á að vera. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 113 orð | 1 mynd

Vilja ástand nettenginga kortlagt

Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar hefur beint þeim tilmælum til sveitarstjórnar að gæði netsambanda í sveitarfélaginu verði könnuð og úttekt gerð á árangri þeirra samninga sem gerðir hafa verið. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Vinnum með einu marki

„Það er mikil spenna fyrir þennan leik en við erum bjartsýn á að vinna hann með minnst einu marki,“ segir Helga K. Hillers, í stjórn aðdáendaklúbbs Chelsea á Íslandi. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Vona að við sigrum 3-0

„Það er mjög freistandi að sjá fyrir sér að við vinnum þennan leik örugglega með þremur mörkum eða svo en ef ég leyfi raunsæinu að spila rullu þá vinnur Manchester United með einu marki,“ segir Steinn Jakob Ólason, formaður... Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 84 orð | 1 mynd

Yfirsýn yfir útgjöld heimilisins

Það er góð regla að halda heimilisbókhald. Með því fær maður betri yfirsýn yfir mánaðarleg útgjöld og þarf því ekki að láta reikningana koma sér á óvart um hver mánaðamót. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Þingmenn hafna launahækkun

Þýskir þingmenn hafa fellt tillögu um að laun þeirra verði hækkuð um 16,4 prósent á þremur árum. Angela Merkel kanslari var fylgjandi hækkuninni, sem hún sagði að myndi færa laun þingmanna í sama horf og laun dómara. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Þurfti að nýta

Hrefnubáturinn, sem var fyrstur á miðin í dag, er gerður út frá Kópavogshöfn. Þegar hvalveiðar voru nauðsynlegar íslensku efnahags- og atvinnulífi var Kópavogshöfn ekki til. Það var aldrei þörf fyrir Kópavogshöfn. Meira
21. maí 2008 | 24 stundir | 55 orð

Öryggismiðstöðin og EA Security sameinast

Öryggismiðstöðin og EA Security hafa sameinað krafta sína undir merkjum Öryggismiðstöðvarinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.