Greinar þriðjudaginn 10. júní 2008

Fréttir

10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð

172 millj. til jarðhitaleitar

ORKURÁÐ hefur úthlutað samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hitaveitu. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 100 orð

Á að bjarga deyjandi tungumálum

JACQUES Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, opnaði í gær nýja stofnun sem hefur það meðal annars að markmiði að bjarga tungumálum og menningarsamfélögum sem eru talin í útrýmingarhættu. „Hætta er á að um 90% þeirra 6. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð

Áforma hópferð til Grímseyjar

FÉLAG Grímseyjarvina efnir til hópferðar til Grímseyjar sunnudaginn 22. júní nk. ef næg þátttaka fæst. Félagið efndi til sams konar ferðar í fyrrasumar og var áhuginn svo mikill að hópurinn fyllti tvær flugvélar. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

„Bæn“ Gunnars opnar hátíð

TÓNALJÓÐIÐ „Bæn“ eftir Gunnar Þórðarson verður frumflutt á opnunartónleikum árlegrar sumarlistahátíðar í Alsace í Frakklandi 3. júlí nk. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

„Eins og þau gömlu, bara betri“

UNNIÐ er að því nú á sumarmánuðum að skipta um áhorfendasæti í stóra sal Borgarleikhússins. Alls verður skipt út 530 sætum, en þau hafa þjónað leikhúsgestum vel og dyggilega síðan leikhúsið var tekið í notkun síðla árs 1989. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 511 orð | 1 mynd

„Ég hef skilað öllum heilum í land“

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 218 orð | 2 myndir

Björninn veldur aukinni umferð

Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is ALLS heimsóttu 316.002 stakir notendur mbl.is í síðustu viku samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernusar og er um að ræða nýtt met. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Borgin lifnar við

LITRÍKIR hópar ungra listamanna eru orðnir boðberar sumarsins í Reykjavík, ekki síður en lóan og krían. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Breytt dagskrá illa séð

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÞEGAR dagskrá Ríkissjónvarpsins raskast vegna beinna útsendinga frá íþróttaviðburðum hverskonar hitnar í kolunum á skiptiborðinu í Efstaleiti. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Brimbrettaiðkun falinn fjársjóður á Íslandi

BRIMBRETTI hafa ekki verið mikið brúkuð við Íslandsstrendur hingað til, en þó eru þeir nokkrir ofurhugarnir sem iðka þetta jaðarsport af ástríðu í íslensku ölduróti. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 219 orð | 3 myndir

Davíð gegn Golíat í íslenskum kvikmyndum?

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 334 orð | 3 myndir

Deila um stokkinn

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HUGMYNDIR um lagningu Geirsgötu í stokk nálægt tónlistar- og ráðstefnuhúsinu voru kynntar í umhverfis- og samgönguráði borgarinnar í gær. Fulltrúi VG í ráðinu lýsti sig andsnúinn hugmyndunum. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 400 orð | 3 myndir

Dregur úr bílaumferð

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGNA stórhækkunar á eldsneytisverði að undanförnu eru Íslendingar farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í langferð á bílum sínum. Þetta er samdóma álit þeirra, sem Morgunblaðið ræddi við. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ein fylling á fólksbílinn kostar tíu þúsund krónur

EFTIR verðhækkun gærdagsins kostar 60 lítra áfylling á fólksbíl með bensínvél 10.224 kr. og 90 lítra dæling á jeppa með dísilvél 16.812 kr. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 580 orð | 2 myndir

Ekkert breytist strax

Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is LJÓST er að ekki stendur til að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eltu kindur innanbæjar

LÖGREGLA og bæjarstarfsmenn á Egilsstöðum stóðu í óvenjulegum eltingaleik í gær, en þrjár kindur frá bænum Lundi höfðu gert sér bæjarferð. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð

Er sniglaplága í uppsiglingu þetta sumarið?

HINN illræmdi spánarsnigill, sem hefur gert sig heimakominn á Íslandi undanfarin ár, gerir sig nú líklegan til að fjölga sér enn frekar og dreifa sér um landið. Snigillinn telst meindýr og er talin rík ástæða til að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fjögurra bíla árekstur

FJÖGURRA bíla árekstur varð um tvöleytið í gær á Reykjanesbraut, skammt austan við Grindavíkurveg. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Forsetinn veitti Dögun vetnisaldar viðtöku

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti nýverið viðtöku fyrsta eintakinu af bókinni Dögun vetnisaldar: Róteindin tamin. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 326 orð | 3 myndir

Fólk hafi auga með spánar-sniglum í sumar

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ er bara þannig að hann er réttdræpur, þótt það sé ljótt að segja það,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um hinn alræmda spánarsnigil, sem hefur gert sig heimakominn á Íslandi á síðustu árum. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Frakkarnir fylgdu Rússum á flugi

FRÖNSKU hermennirnir sem dvelja nú á Keflavíkurflugvelli við loftrýmiseftirlit fengu óvænt verkefni í gær þegar tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenska flugstjórnarsvæðið. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 83 orð

Fær ekki að kvænast

ÍTALSKUR biskup hefur úrskurðað að 26 ára maður, sem er lamaður fyrir neðan mitti, geti ekki gengið í hjónaband í kirkju vegna þess að hann er getulaus, að sögn ítalskra fjölmiðla. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Færri bílar um göngin

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ENN ein verðhækkun á eldsneyti var tilkynnt í gær. Það var Skeljungur sem reið á vaðið og tilkynnti 6 króna hækkun á bensínlítranum og 7 króna hækkun á dísilolíu. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 273 orð

Galli í örgjörva nýrra kreditkorta

NÝVERIÐ kom í ljós galli í örgjörvum á endurnýjuðum Vísakortum sem gilda út júní 2011, en nýbúið var að senda kortin út til viðskiptavina í pósti. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Gengið um Hengilssvæðið

Í DAG, þriðjudag, verður farin fræðslu- og gönguferð á Hengilssvæðinu á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Gangan er liður í hinum árvissu fræðslugöngum fyrirtækisins. Hugað verður að orkunni og beislun hennar, orkujarðfræði, gróðri og sögu. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

G. Rúnar

Tvenns konar fegurð Skemmtiferðaskipið Mona Lisa liggur í Sundahöfn. Hin dulúðuga fyrirsæta Leonardos Da Vinci sýndi engin svipbrigði þótt léttklæddir karlar væru að störfum á skemmuþaki við höfnina. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Harðnar á dalnum

LÍFSKJÖR bresks almennings munu fara hríðversnandi á næstu misserum, eftir því sem áhrif keðjuverkandi hráefnisvöru- og eldsneytishækkana vega sífellt þyngra í útgjöldum heimilanna. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Heilsugæslunni gert að flytja

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HEILSUGÆSLAN í Árbæ flytur í bráðabirgðahúsnæði á næstu dögum. Vinnueftirlitið hefur dæmt húsnæðið ónothæft á meðan ekki hefur verið bætt úr rakaskemmdum. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hjólhýsastæði landsmóts rjúka út

HJÓLHÝSASTÆÐI með rafmagni eru að verða uppseld á Landsmóti hestamanna sem fer fram 30. júní til 6. júlí. Í frétt frá Landsmóti hestamanna ehf. segir að miðasala á mótið gangi vel og undirbúningur sé á fullu. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 515 orð | 3 myndir

Hópmálsókn ekki á dagskrá?

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ENGIN almenn heimild er í íslenskum lögum fyrir svokallaðri hópmálsókn. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 735 orð | 5 myndir

Hvað kostar lengra líf?

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Viljum við setja verðmiða á betri lífshorfur og aukin lífsgæði sjúklinga? Hver er þá hámarksupphæðin sem við værum tilbúin að greiða til að lengja líf dauðvona manneskju um eitt ár, hálft ár eða þrjá mánuði? Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Katrín með kyndilinn

UM sjö hundruð Íslendingar hafa undanfarna daga hlaupið með kyndil frá Akureyri til höfuðborgarinnar Reykjavíkur. Kyndillinn er tákn World Harmony-vináttuhlaupsins og var það alþingismaðurinn Katrín Júlíusdóttir sem hljóp með kyndilinn síðustu metrana. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Kaupmátturinn hrynur

BRESKUR almenningur er að sigla inn í mikinn efnahagslegan ólgusjó og getur vænst þess að lífskjörin stefni í það horf sem þau voru í þegar olíukreppurnar dundu yfir árin 1973-74 og 1980-81 og leiddu til keðjuhækkana á öllum helstu nauðsynjavörum. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Kæpt og gotið í garðinum

MIKIL gleði ríkir meðal starfsfólks Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eftir að urtur kæptu og gylta gaut. Urtan Kobba varð fyrri til að kæpa föstudaginn 6. júní og urtan Særún fylgdi í kjölfarið 8. júní. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Köstuðu grjóti í ær og lömb

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm unga menn í bifreið sem ekið var eftir Kaldárselsvegi ofan Hafnarfjarðar snemma morguns nýverið. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Laun í vinnuskólunum hækka

Í GÆR hófst starfsemi vinnuskólanna fyrir nemendur 8.-10. bekkja grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Laun hækka almennt um 3% milli ára nema í Reykjavík þar sem þau hækka um 2,5%. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Laus staða sýslumanns

EMBÆTTI sýslumannsins á Patreksfirði hefur verið auglýst laust til umsóknar en dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 15. júlí 2008 til fimm ára í senn. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Lærðu að rækta blóm

EINS og undanfarin ár er Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal með fjölbreytta sumardagskrá. Á fimmtudaginn nk. mun Auður Óskarsdóttir, garðyrkjufræðingur og blómaskreytir, leiðbeina um niðurröðun í blómaker með sumarblómum og matjurtum. Fræðslan hefst... Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Með fimmtán dóma á bakinu

KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot – ölvun undir stýri og akstur án ökuréttinda. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Metþátttaka á skákmóti

ÞÁTTTÖKUMET var á skákmóti til heiðurs Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem haldið var í Vin, athvarfi Rauða krossins. 27 þátttakendur skráðu sig til leiks á skákmótið en þátttökumet frá í fyrra hljómar upp á 18 manns. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð

Mikið skemmt eftir brunann

ELDUR kom upp við Álfaskeið 54 í Hafnarfirði laust fyrir klukkan fjögur í gærdag. Byggingin, sem er íbúðarhús á tveimur hæðum, skemmdist mikið í brunanum. Íbúana sakaði ekki, en einn köttur varð eldinum að bráð. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á HA

METFJÖLDI nýnema sótti um nám við Háskólann á Akureyri á næsta skólaári en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Umsóknum fjölgaði um fjórðung á milli ára; úr 730 umsóknum í rúmlega 900. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 560 orð | 2 myndir

Mikilvægt að sporna gegn brottfalli nema

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HÆGT gengur að draga úr brottfalli nemenda í framhaldsskólum. Síðustu árin hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem ekki hafa lokið formlegu framhaldsskólaprófi við 25 ára aldur verið á bilinu 35-40%. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Mótmælt um allan heim

Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is Vörubílstjórar á Spáni, Portúgal og í Frakklandi mótmæla nú hækkandi eldsneytisverði. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að beita ákveðinni hörku

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MYNDBAND sem sýnir handtöku á lokadansleik sjómannadagshátíðarinnar á Patreksfirði birtist í gær á vefsíðunni YouTube.com. Handtakan er þar gagnrýnd og lögregla sögð beita óþarfahörku. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 107 orð

Nautgripabúin freista

FLEIRI konur en nokkru sinni fyrr hafa sótt um vinnu á risastórum nautgripabúum í afskekktum héruðum í Ástralíu. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 198 orð

Obama hamrar á efnahagsmálum í kosningabaráttunni

BARACK Obama, forsetaefni demókrata, hóf í gær hálfs mánaðar ferð um ríki þar sem repúblikanar hafa verið hvað öflugastir í síðustu forsetakosningum og gaf til kynna að hann hygðist hamra á efnahagsmálunum í kosningabaráttunni. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð

Olli hneykslan á almannafæri

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til að greiða 90 þúsund krónur fyrir að hafa sjö sinnum valdið hneykslan á almannafæri sökum ölvunar og fyrir stela sér mat að verðmæti rúmar fjögur þúsund krónur. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð

Óska eftir upplýsingum

LÖGREGLAN á Selfossi fann á sunnudagsmorgun rauða Peugeot-bifreið sem stolið var á Selfossi á föstudagskvöld. Bifreiðin, sem fannst við Félagslund í Flóahreppi, hafði verið töluvert skemmd og höfðu allir hjólbarðar hennar verið sprengdir. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 487 orð | 2 myndir

Prestar ræða skírn og fermingu

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is UM 140 prestar og djáknar eru skráðir á prestastefnu sem hefst í kvöld í Dómkirkjunni. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 679 orð | 4 myndir

Rakið til reykingabanns

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Rólegur en við öllu búinn

HANN virtist taka lífinu með ró kínverski öryggisvörðurinn þar sem hann fylgdist með því sem framhjá fór fyrir utan banka í Mianyang í gær. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Rúlluplastið dýrara í ár

VERÐ á rúlluplasti hefur hækkað um 25-30% á milli ára. Úrvinnslugjald á rúlluplasti lækkaði um síðustu áramót úr 25 kr. á kg niður í 3 kr. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sakfelldir en ekki gerð refsing

ÓHEYRILEGUR dráttur á málsmeðferð varð til þess að Héraðsdómur Suðurlands sá sig knúinn til að refsa ekki bræðrum sem sakfelldir voru fyrir líkamsárás. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Skák og mát á augabragði

SPENNAN var magnþrungin á skákmóti til heiðurs fyrrverandi formanni Skáksambands Íslands, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sem fram fór í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, gær. Stutt var þó í glensið. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 144 orð

Skjálftar skekja ekki markaðinn

EKKI virðist hafa hægt um á fasteignamarkaði á Suðurlandi að neinu marki í kjölfar skjálftans 29. maí sl. Þetta er mat þeirra fasteignasala sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Slökkviliðsstjóri í leyfi

SLÖKKVILIÐSSTJÓRI Brunavarna Suðurnesja hefur verið leystur frá störfum á meðan stjórn BS vinnur í málum hans. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Spakir selir í látrunum á Vatnsnesi

„HÉR eru að jafnaði um 40 selir en svo kemur fyrir að þeir eru ívið fleiri, allt að hundrað,“ segir Guðmundur Jóhannesson, selabóndi við Illugastaði á vestanverðu Vatnsnesi við Húnafjörð. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð | 3 myndir

Spriklandi síldarfarmur á Þórshöfn

Þórshöfn | Sigurður VE-15 landaði fullfermi af síld hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar í gær og er það fyrsta síldin á vertíðinni á Þórshöfn. Hún fer öll í bræðslu, um 1.500 tonn. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Sunneva í fullum skrúða

Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Hún Sunneva var ánægð á árlegum fjölskyldudegi Félags slökkviliðsmanna í Skagafirði. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Undir áhrifum

LÖGREGLAN í Borgarnesi hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem óku undir áhrifum fíkniefna í gær. Í báðum tilfellum hafði fólkið í bílunum neytt kókaíns og kannabisefna fyrir eða á meðan á akstrinum stóð. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Uppgangur öfgahyggju

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞÝSKI þjóðarflokkurinn, NPD, vann sögulegan sigur í sveitarstjórnarkosningum í Saxlandi um helgina. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 218 orð

Vanskil vegna bílalána þegar aukist lítillega

VANSKIL vegna bílalána hafa aukist lítillega á milli ára en þó engan veginn í líkingu við það sem búast hefði mátt við miðað við erfiðar horfur í efnahagslífinu. Meira
10. júní 2008 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Vopnahlé í Sómalíu

SÓMÖLSK stjórnvöld undirrituðu í gær vopnahléssamkomulag við vopnaða uppreisnarhópa eftir áralöng blóðug átök í landinu. Sameinuðu þjóðirnar fóru fyrir friðarumleitunum og kveða samningar á um að eþíópískar hersveitir yfirgefi landið innan 120 daga. Meira
10. júní 2008 | Innlendar fréttir | 102 orð

Vörubifreið sleit rafmagnslínur

VÖRUBIFREIÐ varð fyrir talsverðu tjóni við bæinn Efri-Hrepp í Skorradalshreppi, þegar sturtuvagn bílsins sleit í sundur rafmagnslínur. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 2008 | Staksteinar | 193 orð | 1 mynd

Birnir og bláskjáir

Tvær rússneskar sprengjuflugvélar, svokallaðir birnir, flugu hring í kringum landið í gær, með svipuðum hætti og sams konar flugvélar gerðu á tíma kalda stríðsins. Meira
10. júní 2008 | Leiðarar | 247 orð

Framhaldsskóli í listum

Í framhaldsskólum á Íslandi er mikil áhersla lögð á bóknám þótt vissulega séu undantekningar þar á. Boðið er upp á iðnnám, en enginn framhaldsskóli hefur lagt áherslu á listir. Meira
10. júní 2008 | Leiðarar | 309 orð

Virkjanir í einkaeign

Það er tímabært að ræða alvarlega á hinum pólitíska vettvangi hvernig eignarhaldi á orkufyrirtækjum verði fyrir komið í náinni framtíð. Meira

Menning

10. júní 2008 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Ásdís Rán selur

* Athafnakonan og fegurðardísin Ásdís Rán Gunnarsdóttir auglýsir umboðsskrifstofu sína IceModels til sölu á bloggvef sínum (www.asdisran.blog.is). Segist hún illa geta sinnt fyrirtækinu þar sem hún sé búsett í Svíþjóð. Meira
10. júní 2008 | Myndlist | 362 orð | 1 mynd

Breytt landslag

BLÓMSTRUN Sub Rosu – rannsókn heitir einn hinna skapandi sumarhópa á vegum Hins hússins. Hópur þessi er raunar myndlistartvíeyki skipað myndlistarkonunum Unu Björk Sigurðardóttur og Sögu Ásgeirsdóttur. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 276 orð | 2 myndir

Chris Martin: Sigur Rós er best í heimi

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is CHRIS Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, segir að hljómsveitirnar Sigur Rós og Arcade Fire séu þær bestu í heiminum um þessar mundir. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 193 orð

Ekki hólfað niður

GUNNAR Þórðarson tónskáld segir verkið „Bæn“ vera tónaljóð og hann hafi samið það við íslenska þýðingu á ljóðum Stricklers. Meira
10. júní 2008 | Fólk í fréttum | 74 orð | 7 myndir

Gamlir vinir verðlaunaðir

VERÐLAUNAHÁTÍÐIN TV Land Awards var haldin í sjötta skiptið í Santa Monica í Kaliforníu í gær. Meira
10. júní 2008 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Gefur bílinn sinn

LEIKKONAN brjóstgóða Pamela Anderson er með forgangsröðina á hreinu. Hún ætlar að selja sportbílinn sinn og láta allt söluandvirðið renna til dýraverndunarsamtakanna PETA. Meira
10. júní 2008 | Bókmenntir | 641 orð | 5 myndir

Heimshornaflakk og boltaspark

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl. Meira
10. júní 2008 | Bókmenntir | 893 orð | 2 myndir

Hve ósegjanlega ég elska þig

Hvað ætlar Tess sér að gera? Eitt aðalumræðuefni bókmenntaheimsins beggja vegna Atlantshafs í haust sem leið var fréttir um væntanlega útgáfu Tess Gallagher, ekkju hins dáða smásagnahöfundar og ljóðskálds Raymonds Carver, á smásögum eftir eiginmanninn. Meira
10. júní 2008 | Kvikmyndir | 262 orð | 2 myndir

Klúr kjánalæti hárgreiðsluhermanns vinsælust

ADAM Sandler stekkur beint í fyrsta sæti á bíólistanum þessa vikuna með grínmyndinni You Don't Mess with the Zohan . Meira
10. júní 2008 | Hönnun | 177 orð | 1 mynd

Liebeskind umdeildur

NÝTT safn, tileinkað menningu Gyðinga, var opnað í San Francisco um helgina. Hönnuður þess er Daniel Liebeskind, hinn heimsfrægi arkitekt sem einnig hefur hannað Gyðingasöfn í Berlín, Kaupmannahöfn og Osnabrück. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 838 orð | 1 mynd

Maður fólksins

James Blunt. Óþolandi? Sumir vilja meina það. Snillingur? Já, í rauninni. Vinsæll? Ójá, ójá. Blunt, sem er nú á miðjum túr, sló á þráðinn til Arnars Eggerts Thoroddsen vegna tónleika sinna hér á landi nú á fimmtudaginn. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 353 orð | 1 mynd

Margt skrýtið á seyði

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÞETTA er skemmtileg gata sem stúdíóið er í. Bílaverkstæðin niður alla götuna þar sem allan daginn er spiluð reggae-tónlist í botni og reykt maríjúana. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Ópera eftir Brokeback Mountain

ÓPERUHÚSIÐ í New York hefur fengið bandaríska tónskáldið Charles Wuorinen til þess að skrifa óperu upp úr Brokeback Mountain , sögu Annie Proulx sem kvikmynduð var árið 2005 og vann til þriggja Óskarsverðlauna. Meira
10. júní 2008 | Kvikmyndir | 376 orð | 1 mynd

Passaðu þig, Pacino

Leikstjóri: Jon Avnet. Aðalleikarar: Al Pacino, Alicia Witt, Leelee Sobieski, William Forsythe. 108 mín. Bandaríkin 2007. Meira
10. júní 2008 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Popppunktur doktorsins í Popplandi

* Tónleikahaldararnir Grímur Atlason og Guðbjartur Finnbjörnsson etja kappi við blaðamennina Birgi Örn Steinarsson og Atla Fannar Bjarkason í fyrsta þætti Popppunkts sem hefur göngu sína á Rás 2 á morgun. Það er sem fyrr Dr. Meira
10. júní 2008 | Kvikmyndir | 276 orð | 1 mynd

Sigurjón dæmir í Edinborg

SIGURJÓN Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi mun sitja í aðaldómnefnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Edinborg sem fram fer 18. til 29. júní. Meira
10. júní 2008 | Fjölmiðlar | 162 orð | 1 mynd

Skítastörf með Peter Schmeichel

Ofanritaðan setur jafnan hljóðan er talið berst að sjónvarpi í íslenskum grillveislum sem og á öðrum þjóðlegum samkomum. Fordóma hefur hann þó enga gagnvart þeim merka miðli; einungis skortir á þekkinguna og áhugann. Meira
10. júní 2008 | Leiklist | 88 orð | 1 mynd

Soffía mús á flakki um Austurland

Í SUMAR mun Leikhús frú Normu ferðast um allt Austurland með barnaverkið Soffía mús á tímaflakki . Verkið verður frumsýnt á laugardaginn, þann 14. júní, í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Tónleikar til minningar um Jakob

ANNAÐ kvöld heldur þríeykið Inga Backman, Hjörleifur Valsson og Arnhildur Valgarðsdóttir tónleika í Iðnó. Meira
10. júní 2008 | Fólk í fréttum | 558 orð | 1 mynd

Útungunarstöð listarinnar

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SKAPANDI sumarhópar Hins hússins eru byrjaðir að skapa af krafti þetta sumarið. Meira
10. júní 2008 | Kvikmyndir | 1183 orð | 2 myndir

Vanþroska kvikmyndaiðnaður?

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is TÖLUVERÐ óeining virðist vera meðal kvikmyndaframleiðanda hérlendis og átakalínurnar virðast vera á milli stærri framleiðenda og minni og eins á milli framleiðenda leikinna mynda og heimildarmynda. Meira
10. júní 2008 | Tónlist | 318 orð | 2 myndir

Þrískipt bæn

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NÝTT tónverk eftir Gunnar Þórðarson, Bæn , verður frumflutt í Rómönsku kirkjunni í Rosheim, Eglise Saints-Pierre et Paul, á árlegri sumarlistahátíð í Alsace-héraði í Frakklandi hinn 3. júlí næstkomandi. Meira
10. júní 2008 | Bókmenntir | 92 orð | 1 mynd

Æviminningar Franks Ponzi

ÚT er komin bókin Dada Collage and Memoirs , æviminningarbrot Franks Ponzi listsagnfræðings (1929-2008). Meira

Umræðan

10. júní 2008 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Áhætta, hollusta og traust í stjórnmálum

Eftir Bolla Thoroddsen: "Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur með ákvörðun sinni sett hagsmuni borgarbúa og Sjálfstæðisflokksins ofar persónulegum hagsmunum sínum." Meira
10. júní 2008 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Barnaleg Björk

Árni Johnsen skrifar um ummæli listafólks um Ísland: "Hvort skiptir meira máli, fjölmiðlagengi erlendis eða þúsund störf á Íslandi?" Meira
10. júní 2008 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Birnir banka ekki

Frá Hrólfi Hraundal: "Hún er oft skrítin umræðan á Íslandi og ekki lagast hún við að fá björn í heimsókn. Þar sannast á okkur að við erum ekki mjög gestrisin þegar birnir eru annars vegar. Það þykja hins vegar ekki kurteisir gestir sem banka ekki og lemja svo húsráðendur." Meira
10. júní 2008 | Blogg | 74 orð | 1 mynd

Gestur Guðjónsson | 9. júní Ríkisstjórnin tekur ekki mark á...

Gestur Guðjónsson | 9. júní Ríkisstjórnin tekur ekki mark á mannréttindanefnd SÞ Þetta svar við áliti mannréttindanefndar SÞ er undarleg lesning. Fyrir það fyrsta er fallinn úrskurður, álit mannréttindanefndar SÞ. Meira
10. júní 2008 | Blogg | 107 orð | 1 mynd

Gunnar Rögnvaldsson | 9. júní Fjármálageirinn of stór í ESB? Bloomberg...

Gunnar Rögnvaldsson | 9. júní Fjármálageirinn of stór í ESB? Bloomberg segir í dag að þó svo að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi byrjað feril sinn í Bandaríkjunum þá sé það fyrst og fremst ESB sem muni fara verst út úr kreppunni. Meira
10. júní 2008 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Hildur Helga Sigurðardóttir | 9. júní Stéttaskipting í bloggheimum Er...

Hildur Helga Sigurðardóttir | 9. júní Stéttaskipting í bloggheimum Er fyrst að fatta það núna, í b(j)arnaskap mínum, að það ríkir stéttaskipting í bloggheimum. Meira
10. júní 2008 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sólrún talar frá útlöndum

Eftir Jón Bjarnason: "Þótt þúsundir fólks í matvælavinnslu og landbúnaði andi um stund léttar er ein orusta unnin en stríðið heldur áfram." Meira
10. júní 2008 | Pistlar | 325 orð | 1 mynd

Kallað eftir kaflaskilum

Hönnu Birnu Kristjánsdóttur bíður ekki auðvelt verkefni sem oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Það er kallað eftir kaflaskilum. Nú tekur við endurreisnarstarf – að byggja upp trúverðugleika á nýjaleik. Það gerist ekki af sjálfu sér. Meira
10. júní 2008 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Kolkrabbinn spjó eitri í sex ár

Ragnar Halldórsson skrifar um Baugsmálið: "Baugsmálið er mesta hneyksli sem hent hefur íslenskt þjóðlíf á mínu æviskeiði." Meira
10. júní 2008 | Blogg | 142 orð | 1 mynd

Ólína Þorvarðardóttir | 9. júní Reykjavík er ljót borg Þegar ég ók...

Ólína Þorvarðardóttir | 9. júní Reykjavík er ljót borg Þegar ég ók Vesturlandsveginn í átt til höfuðborgarinnar í fyrradag ætlaði ég að venju að líta í átt til Korpúlfsstaða sem ævinlega gleðja augu mín frá þjóðveginum. Meira
10. júní 2008 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Ræða Sigurðar Ólasonar

Ingvar Gíslason rifjar upp liðlega hálfrar aldar gamla ræðu um stjórnarskrána: "Íslensk pólitík er komin út á ystu nöf þegar lagt er til að fórna fullveldinu til þess eins að þjóna fésýsluhagsmunum hnattvæddra stórfyrirtækja, sem gera ekki betur en vera íslensk, ef þau eru það þá." Meira
10. júní 2008 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

Skortur á heilbrigðisstarfsfólki í þróunarlöndunum

Jón Snædal nefnir dæmi um það sem Íslendingar geta lagt af mörkum til hjálpar Afríkubúum: "Það er verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í 57 löndum í heiminum. Ísland getur lagt sitt af mörkum" Meira
10. júní 2008 | Velvakandi | 317 orð | 2 myndir

velvakandi

Með eina og hálfa á mánuði ÞEGAR ég sá myndina af útvarpsstjóranum í laxveiði í Blöndu sem birtist í Morgunblaðinu 6. júní blöskraði mér, en hann er aðeins með eina og hálfa milljón á mánuði eftir því sem menntamálaráðherra segir. Meira

Minningargreinar

10. júní 2008 | Minningargreinar | 1668 orð | 1 mynd

Benedikt Eyfjörð Sigurðsson

Benedikt Eyfjörð Sigurðsson fæddist í Reykjavík 2. desember 1929. Hann lést á heimili sínu, Lækjasmára 72 í Kópavogi, 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gissur Jóhannsson pípulagningameistari frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2008 | Minningargreinar | 1965 orð | 1 mynd

Guðfinna Jónsdóttir

Guðfinna Jónsdóttir, Vesturbergi 191 í Reykjavík, áður til heimilis á Völlum í Garði, fæddist á Meiðastöðum í Garði hinn 25. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 31. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2008 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

Hafsteinn Magnússon

Hafsteinn Magnússon, Silfurtúni 8 Garði, áður Vallargötu 17 Keflavík, fæddist í Haukadal á Rangárvöllum 29. júní 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 3 júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Runólfssonar, f. 1900, d. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2008 | Minningargreinar | 1734 orð | 1 mynd

Hjördís Hreiðarsdóttir

Hjördís Hreiðarsdóttir fæddist í Reykjavík 22. september 1943. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi hinn 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rannveig Matthíasdóttir frá Grímsey f. 4.11. 1910, d. 21.12. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2008 | Minningargreinar | 2521 orð | 1 mynd

Jóna Birta Óskarsdóttir

Jóna Birta Óskarsdóttir fæddist í Jaðri í Þykkvabæ 16. október 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 1. júní síðastliðinn, á 74. aldursári. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2008 | Minningargreinar | 312 orð | 1 mynd

Kristján Tryggvason

Kristján Tryggvason fæddist á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd 24. apríl 1920. Hann lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. júní. Minningarathöfn um Kristján verður í Háteigskirkju í dag og hefst hún klukkan 13. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Álagið hækkar

SKULDTRYGGINGARÁLAG bankanna tók að hækka í síðustu viku eftir lækkun undanfarna mánuði. Álag Kaupþings er nú 525 punktar , Glitnis 500 punktar og Landsbankans 285 punktar , samkvæmt Morgunkorni Greiningar Glitnis. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 170 orð

„Slæmur kostur“

VERÐBRÉFAÞJÓNUSTA Sparisjóðanna hf. (VSP), sem tók til starfa í ársbyrjun 2005, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. maí síðastliðnum. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 218 orð | 1 mynd

Flytur trukkana út til Danmerkur

„ÞETTA er góð útleið fyrir menn sem eru í vandræðum og hagstætt að selja bíla til útlanda núna,“ segir Örn Johansen, framkvæmdastjóri ÖJ-Arnarson ehf., sem hefur verið að flytja notaða bíla frá Íslandi. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 254 orð | 1 mynd

Hlutabréf lækka áfram

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í mörgum af helstu kauphöllum heimsins héldu áfram að lækka í gær, eftir mikla lækkun víðast hvar fyrir helgi. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Lækkun í kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,3% í gær og er lokagildi hennar 4.604 stig. Einungis eitt félag í úrvalsvísitölunni hækkaði í gær, eitt stóð í stað en hin 11 lækkuðu öll. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 43 orð | 1 mynd

TM á athugunarlista

ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur sett Tryggingamiðstöðina (TM) og dótturfélag hennar, Nemi Forsikring í Noregi, á athugunarlista, sem getur leitt til lækkunar á núverandi matseinkunn, sem er BBB. Meira
10. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Viðskipti felld niður

FERN viðskipti með hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka voru felld niður í kauphöllinni á Íslandi í gær . Meira

Daglegt líf

10. júní 2008 | Daglegt líf | 140 orð

Af hundi og boltaleikjum

Pétur Stefánsson segir marga una sér við sjónvarpsgláp þessa dagana og er hann sjálfsagt einn þeirra ef marka má vísuna: Þó að skíni sól um svið sé ég fáa á kreiki. Hanga margir heimavið að horfa á boltaleiki. Meira
10. júní 2008 | Daglegt líf | 328 orð | 3 myndir

Börn sem breytast í fjöll og fugla

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is „Jóga, jóga,“ kalla börnin á leikskólanum Reynisholti í Grafarholti áður en jógastund í hlíðinni við Reynisvatn hefst. Meira
10. júní 2008 | Daglegt líf | 100 orð

Heilablóðfallssjúklingar fái þunglyndislyf

ÞESS má vænta í framtíðinni að fyrirbyggjandi þunglyndislyf verði gefin heilablóðfallssjúklingum. Þetta kemur fram á fréttavef MSNBC. Er talið að lyfjagjöfin sé sambærileg því þegar fólk tekur lyf til að lækka blóðfitu til að fyrirbyggja hjartaáfall. Meira
10. júní 2008 | Daglegt líf | 504 orð | 1 mynd

Hella

Menning og kúltúr er ekki alltaf á hverju strái hér um slóðir frekar en víða annars staðar í dreifðum byggðum á okkar ylhýra. Meira
10. júní 2008 | Ferðalög | 874 orð | 5 myndir

Nota sálfræðina hvort á annað

Hvorugt þeirra hafði migið í saltan sjó þegar þau fengu þá hugdettu að leigja sér skútu í útlöndum og fara að sigla. Jóhanna Ingvarsdóttir fékk hlýjar móttökur um borð í litla 27 feta korktappanum í Tyrklandi hjá skipstjóranum og messaguttanum sem nú láta stjórnast af tómri ævintýraþrá. Meira
10. júní 2008 | Daglegt líf | 188 orð | 1 mynd

Snobbaður skyndibiti

SKYNDIBITAMATUR í fínni kantinum hefur undanfarið vaxið í vinsældum og æ fleiri veitingastaðir bjóða nú upp á slíkan mat úr sælkerahráefni. Meira
10. júní 2008 | Daglegt líf | 614 orð | 1 mynd

Ætlaði að prófa í eitt ár

Það er komið að því hjá Gunnlaugi Dan Ólafssyni að breyta til eftir 28 ár í starfi skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Helgi Bjarnason tók hann tali. Meira

Fastir þættir

10. júní 2008 | Fastir þættir | 171 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hundur bítur mann. Norður &spade;ÁG105 &heart;K62 ⋄K2 &klubs;10765 Vestur Austur &spade;K87 &spade;D432 &heart;ÁG984 &heart;73 ⋄– ⋄98765 &klubs;ÁG842 &klubs;K9 Suður &spade;96 &heart;D105 ⋄ÁDG1043 &klubs;D3 Suður spilar 3G. Meira
10. júní 2008 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

Brúðkaup

Í júlí 2007 voru gefin saman Gústaf Elí Teitsson og Kobe Davis á Hamilton Island í... Meira
10. júní 2008 | Árnað heilla | 206 orð | 1 mynd

Oddviti og fréttaveita í Kjós

Sigurbjörn Hjaltason er fimmtugur í dag. Hann er bóndi á Kiðafelli í Kjós auk þess sem hann er oddviti Kjósarhrepps. Sigurbjörn fluttist ungur að árum að Kiðafelli þar sem hann ólst upp og hefur búið allar götur síðan. Meira
10. júní 2008 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Elías Oddur fæddist 27. maí kl. 19.11. Foreldrar hans eru...

Reykjavík Elías Oddur fæddist 27. maí kl. 19.11. Foreldrar hans eru David James Robertson og Sveinbjörg Pétursdóttir. Hann vó 4.600 g og var 53,5 cm... Meira
10. júní 2008 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Óðinn Atli fæddist 20. mars kl. 21.32. Hann vó 3330 g og var...

Reykjavík Óðinn Atli fæddist 20. mars kl. 21.32. Hann vó 3330 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Arnar Þór Egilsson og Ásgerður Inga... Meira
10. júní 2008 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Rc3 Rf6 5. Bf4 Db6 6. Dd2 Rc6 7. e3 Bf5 8. f3 e6 9. Hc1 Bb4 10. h4 h5 11. a3 Bxc3 12. Hxc3 O–O 13. Be2 Hfe8 14. Bd1 e5 15. Bxe5 Rxe5 16. dxe5 Hxe5 17. Re2 Hae8 18. Rd4 Bd7 19. O–O Dd6 20. Bb3 H5e7 21. Meira
10. júní 2008 | Fastir þættir | 308 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji var á norðurferð síðastliðinn laugardag um það leyti sem kvennahlaupið fór fram og sá t.d. hlaupandi konur á öllum aldri um götur Borgarness. Eftir því sem norðar dró sáust „ummerki“ hlaupsins víða, þ.e. Meira
10. júní 2008 | Í dag | 64 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

10. júní 1789 Jarðskjálftahrina hófst á Suðurlandi, frá Selvogi til Þingvalla. Í heila viku voru skjálftar með allt að tíu mínútna milibili. 10. júní 1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Meira

Íþróttir

10. júní 2008 | Íþróttir | 373 orð

„Gríðarlega erfitt verkefni“

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Róm seth@mbl. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 436 orð | 1 mynd

„Þetta er stór áfangi fyrir mig“

ÍSLENSKIR keppendur voru sigursælir á Viking Cup-mótinu í skylmingum með höggsverði sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina en mótið er hið sterkasta sem hér er haldið alla jafna í greininni. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 193 orð

Blaklandsliðið vantar verkefni

Íslenska blaklandsliðið er komið í úrslitariðil Evrópumóts smáþjóða í blaki sem fram fer í Lúxemborg að ári, eftir að hafa náð öðru sæti í forkeppni þess móts, en leikið var á Möltu um nýliðna helgi. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Einar Logi Friðjónsson er til reynslu hjá Skövde

EINAR Logi Friðjónsson, 25 ára handknattleikskappi frá Akureyri, er þessa dagana staddur í sænska bænum Skövde þar sem hann er til reynslu hjá samnefndu félagi. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Einkunnagjöfin

M-IN: Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins: Leikmenn Scott Ramsay, Grindavík 8 Tryggvi Guðmundsson, FH 8 Guðmundur Steinarss, Keflavík 6 Pálmi Rafn Pálmason, Val 6 Símun Samuelsen, Keflavík 6 Tommy Nielsen, FH 6 Atli Viðar Björnsson, FH 5... Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Fimm Grindvíkingar verða í banni gegn Keflvíkingum á sunnudaginn

FIMM Grindvíkingar verða í leikbanni á sunnudaginn kemur þegar lið þeirra tekur á móti Keflavík í nágrannaslag í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, þrír leikmenn, þjálfarinn og framkvæmdastjórinn. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 300 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur gefið það út að hann muni ekki mæta Oscari De la Hoya í bardaga í september. De la Hoya vildi mæta Hatton í hringnum 20. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 436 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hin serbneska Ana Ivanovic varð í gær sautjánda tenniskonan til að ná efsta sæti heimslistans þegar hún komst upp fyrir Rússann Mariu Sharapovu , í kjölfar sigurs þeirrar fyrrnefndu á opna franska meistaramótinu um nýliðna helgi. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Hollands gegn Ítalíu í 30 ár

HOLLENDINGAR gjörsamlega slátruðu Ítölum, þegar þeir appelsínugulu unnu frábæran 3:0 sigur á ítalska liðinu í Bern, höfuðborg Sviss, í seinni leik C-riðilsins á EM í knattspyrnu í gærkvöld. Sigur Hollendinga hefði allt eins getað orðið stærri. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Hafþór og Albert valdir

ÞEIR Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Albert Brynjar Ingason úr Val hafa verið valdir í 21 árs landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Noregi sem fer fram á þeirra heimavelli á Hlíðarenda á fimmtudaginn. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Hjörtur fer til Peking

SUNDMAÐURINN Hjörtur Már Reynisson úr KR hefur bæst í hóp íslenskra ólympíufara fyrir leikana í Peking í Kína á þessu ári. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

Hollendingar í miklu stuði

HOLLENDINGAR unnu í gær glæsilegan sigur á sjálfum heimsmeisturunum frá Ítalíu í C-riðli, en leikurinn fór fram í Bern, höfuðborg Sviss. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Karim Benzema, Frakklandi

HINN ungi leikmaður Frakka, Karim Benzema, var meðal bestu leikmanna þeirra í markalausa jafnteflinu við Rúmena í gær. Benzema er ekki nema 20 ára gamall, hann verður 21 árs seint á þessu ári. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 175 orð

KNATTSPYRNA Evrópukeppnin 2008 C-RIÐILL: Rúmenía – Frakkland 0:0...

KNATTSPYRNA Evrópukeppnin 2008 C-RIÐILL: Rúmenía – Frakkland 0:0 Holland – Ítalía 3:0 Ruud van Nistelrooy 26., Wesley Sneijder 31., Giovanni von Bronckhorst 79. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Ráðaleysi í herbúðum LA Lakers eftir tvo ósigra gegn Boston Celtics

BOSTON Celtics er næstum komið með báðar hendurnar á NBA-meistarastyttuna eftir að liðið vann góðan sigur á Los Angeles Lakers, 108:102, í öðrum leik liðanna í Boston í lokaúrslitum deildarinnar í fyrrinótt. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 613 orð | 1 mynd

Tyggjóslumma og brjálaðir leigubílstjórar

GOÐSÖGNIN um ítölsku leigubílstjórana er sönn. Þeir keyra eins og vitleysingar. Með aðra hönd á stýri og tala í farsíma með hinni. Það fór hrollur um mig þegar ég leit á hraðamælinn sem sýndi 140 km/klst. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Wesley Sneijder, Hollandi

VÆNGMAÐURINN Wesley Sneijder átti stórleik í liði Hollendinga í gær þegar lið hans lagði heimsmeistarana Ítali að velli með sannfærandi hætti á EM. Ganga sumir svo langt að segja að þetta hafi verið allra besti leikur Sneijders í búningi Hollands. Meira
10. júní 2008 | Íþróttir | 145 orð

Þórey stökk 4,20 metra í Regensburg

ÍSLENDINGAR áttu fimm fulltrúa á Sparkassen Gala-mótinu í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Regensburg í Þýskalandi um helgina. Meira

Annað

10. júní 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

111% munur á súkkulaði

Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á rjómasúkkulaði frá Nóa og Siríusi, 200 g súkkulaðiplötu. Munur á hæsta og lægsta verði er 111,7% eða 210 krónur. Lægsta verðið var í Bónus og það hæsta í 11-11. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

172 milljónir í jarðhitaleit

172 milljónum króna var úthlutað af Orkuráði í gær til jarðhitaleitar á 29 stöðum á landinu þar sem ekki er hitaveita. Styrkirnir fóru að mestu til sveitarfélaga á Austurlandi og á Vestfjörðum sem nú notast við rafmagn til þess að hita hús. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

18 hjóla trukkar engin smásmíði

Svokallaðir átján hjóla trukkar eru ekki mikið notaðir á Íslandi en þeir eru notaðir mikið í þungaflutningum og í lengri ferðum erlendis. Bílarnir eru engin smásmíði og vega oft um 40 tonn. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

900 nýnemar sækja um

Þegar umsóknarfrestur rann út 5. júní síðastliðinn um nám við Háskólann á Akureyri næsta vetur höfðu borist rúmlega 900 umsóknir frá nýnemum sem er met í sögu skólans. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 218 orð | 1 mynd

Auðveldar samskipti og starfsþróun

Á sjötta tug erlendra starfsmanna Samskipa voru útskrifaðir úr íslenskunámi í lok síðustu viku. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 358 orð

Ábyrgð orða

Þingmenn Sjálfstæðisflokks segja að ráðherrar Samfylkingar verði að endurskoða verklag sitt í samstarfinu. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 49 orð

„...óþolandi þessi vanvirðing sem íslensku mótorsporti er sýnd...

„...óþolandi þessi vanvirðing sem íslensku mótorsporti er sýnd. Íþróttafréttaritarar eru með fótbolta þar sem við hin erum með heila. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð

„Reykjavík er ljót borg. Þegar ég ók Vesturlandsveginn blasti við...

„Reykjavík er ljót borg. Þegar ég ók Vesturlandsveginn blasti við mér álkassi sem á að heita hús og mun hýsa Rúmfatalagerinn. Þetta hræðilega mannvirki dregur að sér alla athygli. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 51 orð

„...þá mundi ég eftir áfengissultunni sem amma bjó til í denn...

„...þá mundi ég eftir áfengissultunni sem amma bjó til í denn. Hafði sultan fengið ranga meðhöndlun því hún gerjaðist og ég og Greta systir komumst í viðkomandi sykurleðju og úðuðum í okkur. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 154 orð | 1 mynd

Berst við lungnakrabba

Samkvæmt slúðurmiðlum beggja vegna Atlantshafsins er goðsögnin og leikarinn Paul Newman við dauðans dyr. Í síðasta mánuði var greint frá því að Newman hefði greinst með krabbamein og gengist undir skurðaðgerð til að reyna að vinna bug á sjúkdómnum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 28 orð | 1 mynd

Best á Ítalíu

Kolfinna Baldvinsdóttir hefur búið víða, til dæmis í Kína, Bandaríkjunum og Kosovo, en best fannst henni að búa á Ítalíu enda segir hún Ítalina vera opna og... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 211 orð | 1 mynd

Biðja um endurskoðun

Eigendur veitingastaðanna Ölstofunnar og Vegamóta, sem í síðustu viku fengu tilkynningu um umsögn heilbrigðiseftirlitsins um að ekki sé hægt að leyfa þeim að hafa opið lengur en til klukkan 3 að nóttu um helgar vegna hávaða fyrir utan veitingastaðina,... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 253 orð

Bíður ákæru eftir sex og hálfs árs rannsókn

Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is „Ég bíð eftir ákærunni, ef einhver verður. Þetta er þung byrði fyrir mig að bera. Ég veit ekki hvers vegna málið hefur verið svo lengi í rannsókn [... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Bílsæti sem nuddar bakið

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir atvinnubílstjóra sem keyra hundruð kílómetra á degi hverjum að hafa góðan stuðning við bakið. BackCycler-sætið frá National Seating er þannig hannað að hryggurinn fær nudd meðan á bílferðinni stendur. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 334 orð | 2 myndir

Björt framtíð

Er Framsóknarflokkurinn búinn að vera? Úrelt fyrirbæri? Skemmt epli og ónýtt vörumerki? Þeir fjölmörgu ungu framsóknarmenn sem lögðu leið sína á 70 ára afmælisþing SUF munu svara þessum spurningum neitandi. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Boltaveislan mikla

Knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir í sjöunda himni því að Evrópumót landsliða í fótbolta stendur nú sem hæst. Í kvöld eigast við frændur vorir Svíar og Grikkir en Grikkland er núverandi Evrópumeistari. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 421 orð | 1 mynd

Borgin kemur illa undan hörðum vetri

Eftir langan og harðan vetur er mun meira af möl, rusli og stífluðum holræsum en oft áður. „Það er erfiðara að athafna sig á götunum í miklum snjóþyngslum,“ segir Rúnar Harðarson, verkstjóri hjá Hreinsitækni ehf. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

Bókaþjófnaður vex enn að umfangi

Komið hefur í ljós að einn stærsti bókaþjófnaður Íslands er enn umfangsmeiri en áður var talið. Miklum fjölda bóka var stolið úr dánarbúi Böðvars Kvaran og kærðu synir hans málið til lögreglu síðasta haust. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Bretar svartsýnni en áður

Væntingar breskra neytenda hafa ekki verið minni í fimm ár, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum verslunarinnar þar í landi. Breska væntingavísitalan reyndist vera 79 stig og hefur ekki verið lægri frá upphafsdögum vísitölunnar árið 2003. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Brotist inn en engu stolið

Snemma í gærmorgun var brotist inn í þjónustuhús þjóðgarðsins á Þingvöllum sem er á Hakinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var engu stolið. Öryggisvörður hjá Securitas hélt þegar á staðinn frá Reykholti í Biskupstungum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Chicago-spíran

Að byggja hæsta turn veraldar í New York í stað Tvíburaturnanna átti að verða táknræn framkvæmd fyrir samstöðu og kraft Bandaríkjamanna. Kapphlaupinu um hæsta turninn hafa þeir þó tapað og nú er hæsta turn veraldar að finna í Dubai. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur

Stóru olíufélögin hækkuðu í gær eldsneytisverð um 3,6-3,8%. Lítrinn af bensíni hækkaði um 6 krónur og lítrinn af dísilolíu hækkaði um 7 krónur. Eftir hækkunina er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 170,40 krónur en 179 krónur með þjónustu. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Eldsneytiserjur breiðast út

Spænskir og franskir vörubílstjórar hafa bæst í hóp þeirra sem mótmæla háu eldsneytisverði í Evrópu. Tugþúsundir spænskra vörubílstjóra hófu í gær verkfall. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Enginn skortur á svefnplássi

Fáir vörubílar eru með jafn ríkulegt svefnpláss og sá sem sjá má á myndinni hér að ofan. Það má leiða að því líkum að vörubílstjóri þessa bíls taki fjölskylduna reglulega með sér í vinnuna. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Félag fyrirburaforeldra stofnað

Til stendur að stofna félag fyrirburarforeldra í næstu viku en enginn slíkur félagsskapur er til á landinu. Foreldrarnir telja að auka þurfi stuðning hins... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 355 orð | 2 myndir

Félag fyrirburaforeldra stofnað

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Enginn formlegur félagsskapur foreldra fyrirbura er til á Íslandi. Það stendur þó til bóta því stefnt er að því að stofna félag fyrirburaforeldra í næstu viku. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Fíkniefnin ekki gengið niður

Fíkniefni sem Hollendingur um fertugt reyndist vera með innvortis er hann kom hingað til lands 29. maí hafa ekki gengið niður af honum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 240 orð | 1 mynd

Fjöldi gæti misst vinnuna

Bílaframleiðandinn General Motors hefur lýst því yfir að framleiðslu á pallbílum verði hætt og verksmiðjunni lokað, sem mun kosta 2.600 manns vinnuna. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 429 orð | 2 myndir

Fokdýrum felgum stolið af bílasölu

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Lúxusbíllinn Toyota Camry hafði ekki verið lengi á bílasölunni þegar ræningjar réðust á hann með ofbeldi á plani bílasölunnar. Ásett verð glæsikerrunnar var 4,5 milljónir króna. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Fólk á rétt á viðbótarfríi

Fólk sem veikist í sumarleyfi á rétt á viðbótarorlofi í staðinn fyrir veikindadagana. Veikindin þurfa að vara lengur en þrjá daga og skila þarf vottorði. Viðbótarorlof ber að taka í samráði við yfirmann. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 89 orð | 4 myndir

Friðarturninn rís

Frelsisturn sem rísa á þar sem World Trade Center stóð áður á Manhattan-eyju í New York verður hæsta bygging veraldar, alls 541 metri á hæð, en framkvæmdir við turninn eru gríðarlegar að umfangi. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 127 orð | 1 mynd

Fullt samráð haft

„Mér sýnist sjávarútvegsráðherra vilja leggjast yfir málið og það er alveg óþarfi,“ segir Jóhann Ársælsson um svarið til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Jóhann er í sjávarútvegshópi Samfylkingarinnar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Fyrir litla vörubílstjóra

Krökkum finnast störf foreldra sinna oft spennandi. Hér er skemmtilega skreytt nestistaska fyrir litla vörubílstjóra sem þeir geta tekið með í skólann eða á leikjanámskeiðið. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Fyrirmynd

„Norðmenn skara fram úr á þessu sviði,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, aðspurð um ástæður þess að þau buðu Kiil hingað til lands. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 16 orð

Gaf fimm rauð spjöld í einum leik

Garðar Örn Hinriksson dómari hikar ekki við að lyfta rauðu spjöldunum og er kallaður Rauði... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 368 orð | 1 mynd

Gamlar aðferðir í bland við hátækni

Ólafur Eggertsson er bóndi á einu stærsta og gróskumesta sveitabýli landsins á Þorvaldseyri. Fyrir utan bóndastörfin er Ólafur einnig oddviti Rangárþings eystra og því er í mörg horn að líta nú þegar heyannir byrja. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 210 orð | 1 mynd

Garðar skráði sig á spjöld sögunnar

„Það var nú ekki endilega takmarkið að komast á spjöld sögunnar, en líklega er ég þó kominn þangað,“ segir Garðar Örn Hinriksson, einnig þekktur sem Rauði baróninn, en Garðar gaf fimm leikmönnum rauða spjaldið í leik Fram og Grindavíkur á... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 93 orð

Geðveik ljóð eftir konur

Út er komin ljóðabókin Geðveik ljóð í ritstjórn og útgáfu Herdísar Benediktsdóttur hjá Hugarafli. Í bókinni er samsafn ljóða eftir konur með geðraskanir og er hún tileinkuð minningu kvenna með geðraskanir sem hafa svipt sig lífi. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Gefðu þér tíma

VÍS efnir til sérstaks átaks í sumar þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að ökumenn haldi ekki út í umferðina í tímaþröng og stressi heldur gefi sér rúman tíma þegar þeir skipuleggja ferðir sínar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Góður ilmur léttir vinnuna

Þegar ekið er allan daginn getur stundum myndast þung lykt í bílnum. Það má auðveldlega koma í veg fyrir það með því að fara í hreina sokka á hverjum morgni, nota svitalyktareyði og hafa góðan ilm í bílnum. Ilmurinn gerir vinnuna mun... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 220 orð | 1 mynd

Grétu kranann

Margir, ef ekki flestir líta á krana sem hvert annað vinnutæki. Það gildir þó ekki um íbúa Malmö, í það minnsta ekki í sambandi við hinn gríðarstóra Kockums-krana sem sendur var úr landi árið 2002 eftir að hafa staðið þar í tæp 30 ár. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 333 orð | 2 myndir

Gríðarleg verðmæti liggja í sorpi

Ítalska fyrirtækið Promeco framleiðir vélar og búnað til meðhöndlunar og endurvinnslu á sorpi þannig að úr verði tilbúin markaðsvara. Slíkar endurvinnslustöðvar eru nú starfræktar víða. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 4 orð | 1 mynd

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is...

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 67 orð

Hafnar Kárahnjúkaleiðinni

Grænlenska landsþingið vitnar í skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins CRU til grænlensku heimastjórnarinnar þar sem segir að ekki komi til greina að stjórnin eigi virkjun Alcoa, að því er segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 237 orð | 1 mynd

Hámörkun framleiðni

Í næstu viku verður mjög áhugaverð sýning í München sem margir vélaáhugamenn gætu haft áhuga á. Þetta er sýningin Automatica sem verður haldin í risastórri sýningarhöll og búist er við að allt að 30 þúsund manns mæti á sýninguna. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Hefur vakið mikla athygli

Öskubíllinn Fuso er heldur óhefðbundinn og ólíkur þeim sem fólk er vant að sjá. Bíllinn er óvenju léttur eða 3000 kg svo og umhverfisvænn en hann er framleiddur af dótturfyrirtæki Daimler Mitsubishi Fuso Truck and Bus. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 397 orð | 1 mynd

Heimaþjónusta sparar helming

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Heimaþjónusta frá Landspítala sem meðferð við brjóstakrabbameini kostar hið opinbera að meðaltali helminginn af því sem meðferðin kostar ef hún fer að öllu leyti fram á spítalanum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 317 orð | 2 myndir

Held stundum að ég sé hálfur Ítali

Það hafa fáir Íslendingar búið á jafnmörgum stöðum og Kolfinna Baldvinsdóttir, ekki síst ef tekið er tillit til aldurs. Kolfinna segist stundum halda að hún sé hálf-ítölsk og henni hefur líkað ákaflega vel að búa þar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 177 orð | 2 myndir

Hertrukkarnir nýttust vel

Á Austurlandi þekktist vel að hertrukkar af gerðinni Dodge Carrier Weapon kölluðust Guddur. Hertrukkar þessir voru fremur litlir með drifi á öllum hjólum og skammpalli, líkir pallbílum í útliti. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 152 orð | 1 mynd

Hundraðasti Bretinn látinn

Eftir fall þriggja breskra hermanna í Afganistan á sunnudag er samanlagt mannfall Breta í landinu nú hundrað manns. Gordon Brown forsætisráðherra minntist fórna herliðsins um leið og hann vottaði fjölskyldum mannanna samúð sína. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 277 orð | 1 mynd

Íslandspóstur lokar í Reykholti

Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Íslandspóstur áætlar að loka afgreiðslustöð sinni í Reykholti, Borgarbyggð. Einnig áætlar fyrirtækið að loka á fjórum öðrum stöðum á landinu. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Íslenskur stout-bjór „Þetta er eins og espresso í kaffinu því hann...

Íslenskur stout-bjór „Þetta er eins og espresso í kaffinu því hann er kraftmikill og sterkur,“ segir Baldur Kárason bruggmeistari um nýjan stout-bjór er Viking Ölgerð kynnti fyrir skömmu. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Kaupsamningum fækkar aftur

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sveiflast mikið um þessar mundir, segir í Hálffimmfréttum greiningardeildar Kaupþings. „Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu vikuna 30. maí – 5. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 274 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

Á laugardaginn var Hanna Birna Kristjánsdóttir kynnt sem arftaki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „ Gísli Marteinn er sáttur,“ sagði hún meðal annars í samtali við Sjónvarpið á sunnudagskvöld. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 341 orð | 1 mynd

Kreppa nýfrjálshyggju

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 423 orð | 1 mynd

Kænska og kænska, að ógleymdri kænsku

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Labbað eða hjólað í fríinu

Það er ekki eingöngu í hinu daglega lífi heldur einnig á ferðalögum sem hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 285 orð | 1 mynd

Lausnir, ekki vandamál

Sú staðreynd að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tókst ekki að fá samþykki borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir breytingum á REI, sem hann lagði til sl. haust ásamt Birni Inga Hrafnssyni, kostaði hann bæði borgarstjórastólinn og trúverðugleikann. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 251 orð | 1 mynd

Leigja vinnulyftur og jarðvegstæki

Kynning Það hefur færst í aukana að fólk gangi sjálft í framkvæmdir í kringum húsið yfir sumartímann. Vinnulyftur ehf. leigja og selja vinnulyftur, jarðvegstæki og lyftara af ýmsu tagi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Leikbrúður

Það datt nú reyndar aldrei nokkrum heilvita manni í hug að Vilhjálmur yrði borgarstjóri þegar Ólafur gæfi eftir stólinn. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Lukkudýr KFÍ

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar harmar að nauðsynlegt hafi verið að fella ísbjörninn í Skagafirði í síðustu viku. Spyr KFÍ hvort ekki hefði mátt þyrma lífi bangsa. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 491 orð | 1 mynd

Mansal jafn líklegt á Íslandi og annars staðar

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Auðvitað er jafn líklegt að það eigi sér stað mansal hér á Íslandi eins og annars staðar á Norðurlöndum. En kannski viljið þið ekki sjá það. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 89 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 507...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Glitni fyrir 507 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Atlantic Petroleum eða um 4,26%. Bréf í Össuri hækkuðu um 0,85%. Mesta lækkunin var á bréfum í Icelandair Group, 4,81%. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 16 orð

Miðarnir á Damien Rice renna út

Það er greinilega grundvöllur fyrir því að halda tónlistarhátíð á Austurlandi því vel selst á... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 149 orð | 1 mynd

Minni kröfur hér

Haukur Páll Hallvarðsson lauk samræmdum prófum frá Grunnskóla Vestmannaeyja nú í vor og stóð sig með eindæmum vel í þeim. Hann fékk meðal annars verðlaun fyrir ensku, náttúrufræði og almennt góðan námsárangur. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 245 orð | 3 myndir

Minni rómantík en meira notagildi

Áhersla nútímagarðeigandans er mikil á drjúgt notagildi og lítið viðhald. Því eru stórir harðir fletir, á borð við hellur og palla, vinsælir í hönnun nýrra garða. Þá koma náttúrusteinar og harðviðir sterkir inn. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Morðin í Betlehem

Bókin Morðin í Betlehem eftir Matt Rees er komin út í kilju hjá Skugga forlagi. Hún segir frá palestínska kennaranum Omar Yussef sem þarf að takast á við dularfullt sakamál í fæðingarborg frelsarans. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 383 orð | 2 myndir

Mörk myndlistar og fatahönnunar

Skapandi sumarhópar Hins hússins eru teknir til starfa. Einn hópurinn samanstendur af tveimur ungum menntaskólanemendum sem ætla að freista þess að kanna mörk myndlistar og fatahönnunar í sumar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 34 orð

NEYTENDAVAKTIN Rjómasúkkulaði frá Nóa og Siríusi, 200 g Verslun Verð...

NEYTENDAVAKTIN Rjómasúkkulaði frá Nóa og Siríusi, 200 g Verslun Verð Verðmunur Bónus 188 Spar Bæjarlind 235 25,0 % Melabúðin 289 53,7 % Krónan 298 58,5 % Hagkaup 376 100,0 % 11-11 398 111,7... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Nú þegar fyrstu leikjunum í EM er lokið bíða þeir sem skrifuðu undir...

Nú þegar fyrstu leikjunum í EM er lokið bíða þeir sem skrifuðu undir lista Henrys Birgis Gunnarssonar, er skoraði á RÚV að fá Bjarna Fel til að lýsa leik, með sperrt eyrun. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Ný bók og sýning í Ráðhúsinu

Fjórir félagar í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósbrot, þau Hallsteinn Magnússon, Pálmi Bjarnason, Sigrún Kristjánsdóttir og Skúli Þór Magnússon, eru höfundar nýrrar ljósmyndabókar um Ísland sem Steinegg hefur gefið út. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 220 orð | 1 mynd

Ó...? BAMM! Ahhhh

Grínistinn Bill Hicks endaði uppistand sitt yfirleitt á því að benda áhorfendum sínum á ansi merkilega sagnfræðilega staðreynd um mannskepnuna. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Óttast Óskar

Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins? Skyggir hann um of á Dag B. Eggertsson? Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Óvenjuleg list úr vörubílum

Þetta óvenjulega listaverk var til sýnis á hátíðinni Burning Man. Hátíðin er haldin í Nevada og er þema hennar að fólk megi tjá sig að vild, sama hversu róttækar skoðanir þess... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Plötusnúðurinn KiKi-Ow er hrinti af stað 90´s nostalgíunni hér á landi...

Plötusnúðurinn KiKi-Ow er hrinti af stað 90´s nostalgíunni hér á landi ásamt Curver er að færa sig upp á skaftið hvað innflutning á erlendum gestum varðar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Poppspekúlantar ættu að sperra eyrun og leggja við hlustir á Popplandi á...

Poppspekúlantar ættu að sperra eyrun og leggja við hlustir á Popplandi á Rás 2 alla miðvikudaga í sumar. Dr. Gunni mun nefnilega á morgun hefja útvarpsútgáfu af spurningaþáttunum er slógu í gegn á Skjá 1 á sínum tíma. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 116 orð | 1 mynd

Rannsakað til fulls

„Að mínu mati þjónar það best almannahagsmunum að rannsaka vandlega hvernig farið var með lögreglu- og ákæruvald í þessu máli,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um Baugsmálið í grein í blaðinu í dag. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 481 orð | 2 myndir

Rannsókn er nauðsynleg

Einstaklingurinn má sín oft lítils í baráttu við ríkisvaldið. Ekki aðeins er valdið ríkisins heldur hefur almenningur tilhneigingu til að taka afstöðu með málatilbúnaði þess. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 243 orð | 1 mynd

Rappari stofnar skáksíðu

Hinn 38 ára gamli rappari RZA er þekktastur sem einn af stofnendum hinnar áhrifamiklu hljómsveitar Wu-Tang Clan. Færri vita hins vegar að hann er jafnframt lunkinn skákmaður og stundar þá íþrótt svo til daglega. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Reykingabann í Sambíu

Nýlega setti ríkisstjórn Sambíu að frumkvæði Sylvia Masebo, húsnæðismálaráðherra landsins, lög sem banna reykingar á almannafæri. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 138 orð | 1 mynd

Rússabirnir við landið

Franska flugsveitin, sem nú er á Keflavíkurflugvelli við loftrýmiseftirlit, fylgdist í gærmorgun með tveimur rússneskum sprengjuflugvélum sem flugu inn á íslenska flugstjórnarsvæðið. „Þetta minnir á gamla tíma,“ sagði Geir H. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Ræða aðgerðir gegn mansali

Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu halda í dag ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu um aðgerðir gegn mansali. Meðal þess sem er á dagskránni er kynning á reynslu Norðmanna af mansalsmálum, en Noregur er öðrum löndum fyrirmynd. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Samanbrjótanleg hlíf

Pallbílar eru til ýmislegs gagnlegir en til er ráð til að auka notagildi þeirra enn frekar. Samanbrjótanlega pallbílalokið Fold a Cover verndar viðkvæman farm fyrir veðri og vindum auk þess sem það er læsanlegt og torveldar því þjófnað. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Satt og logið

Moment of Truth er nýr og ferskur spurningaþáttur, ólíkur öllum öðrum, sem hóf nýverið göngu sína í Bandaríkjunum og sló rækilega í gegn. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 71 orð | 2 myndir

Sáðvél og votheysturnar

Að ofan má sjá tvo af þremur votheysturnum sem Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, notast við. Saxvél tekur við heyinu og þeytir því vélrænt upp í turnana. Þar er heyið geymt og svo er því einnig dælt vélrænt úr turnunum með þar til gerðum vélum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 145 orð | 1 mynd

Segir röng skilaboð að það sé ódýrt að fljúga

Stjórnarformaður hollenska flugfélagsins KLM, sem myndar annan helming hins sameinaða Air France/KLM, Peter Hartman er ósáttur við þá ímynd sem lággjaldaflugfélög hafa skapað flugiðnaðinum að það sé ódýrt að fljúga. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Send heim „Ég var á fyrsta degi í sumarfríi þegar skjálftinn reið...

Send heim „Ég var á fyrsta degi í sumarfríi þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, en hún er nýkomin heim úr ferðalagi til Svartfjallalands. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 15 orð | 1 mynd

Skapandi

Þorgerður og Sunna skipa myndlistartvíeykið Flýjandi og í sumar kanna þær mörk myndlistar og... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 208 orð | 2 myndir

Skynsemi ofar rétttrúnaði

Í ljósvakamiðlum birtist iðulega fólk sem segir okkur hvað við eigum að hugsa. Hvernig heimurinn snúist og hvernig við eigum að bregðast við því. Þetta fólk aðhyllist svokallaðan rétttrúnað sem hægt er að finna á báðum endum samfélagsskalans. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 35 orð | 1 mynd

Skýjað að mestu

NA-læg átt, 5-10 m/s um landið NV-vert, en annars hægari vindur. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, svalast á annesjum norðan- og austanlands, en hlýjast á... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 34 orð | 1 mynd

Smokkar á suðurskautið

Í einni af síðustu sendingunum sem McMurdo-rannsóknarstöðinni á suðurskautinu bárust áður en skammdegið brast á voru 16.500 smokkar. Myrkasta skammdegið stendur fram í ágústlok og verða um 125 vísindamenn í stöðinni meðan það... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Sneisafullt af orku

Miðað við að framleiða þurfi sérstakt vítamín sem heitir Trucker's Complete má ætla að vörubílstjórar séu ekki nógu duglegir að taka vítamínin sín. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 314 orð | 1 mynd

Sorpið í Napólí framtíð Evrópu?

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Napólíborg hefur samið um að Hamborg fargi 300.000 tonnum af sorpi til að vinna á sorpfjallinu sem hefur hrannast upp undanfarna mánuði. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Spara helming á heimahjúkrun

Hið opinbera gæti s parað allt að helming fengju brjóstakrabbameinssjúkir aðstoð heima í stað þess að liggja á sjúkrahúsi. Meðal- kostnaður á sjúkling á dag er rúmar 61 þúsund... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Stálu kortum og keyptu mat

Refsingu tveggja stúlkna var í gær frestað í tvö ár, takist þeim að halda almennt skilorð. Stúlkurnar voru fundnar sekar um að hafa stolið greiðslukortum úr búningsherbergjum starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði og nýtt þau til þess að kaup mat og... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 89 orð

Stutt Eldsvoði Eldur kom upp í fjölbýli við Álfaskeið í Hafnarfirði í...

Stutt Eldsvoði Eldur kom upp í fjölbýli við Álfaskeið í Hafnarfirði í gær. Þónokkrar skemmdir urðu á íbúðinni vegna elds og reyks. Um stórt útkall var að ræða og voru allar stöðvar sendar á staðinn, að sögn slökkviliðs. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 102 orð | 1 mynd

Styr um evrópskar skilnaðarreglur

Illa horfir fyrir áformum Evrópusambandsins um að samræma og einfalda reglur um hjónaskilnaði þar sem hjón eru af ólíku þjóðerni. Árlega eru 170.000 þeirra 845.000 hjóna sem fara fram á lögskilnað í Evrópu hvort af sínu þjóðerni. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Störf í hættu

Þær eru svo dæmigerðar fyrirætlanir fjárlaganefndarmanna að slá af Sundabraut og byggingu Landspítala. Afleiðing rangrar efnahagsstjórnunar blasa við og verktaka- og byggingariðnaðurinn er að hrynja saman og atvinna 18 þús. byggingarmanna er í hættu. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 358 orð | 2 myndir

Suðurafrísku sumarblómin

Sú hefð hefur myndast að flestir reyna að vera búnir að planta sumarblómunum á sinn stað fyrir 17. júní. Á síðasta áratug hefur framboðið á nýjum tegundum til að planta út í ker og svalapotta aukist alveg sérstaklega. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Svæði fyrir atvinnubíla

Síðastliðinn laugardag opnaði Toyota nýja aukahlutaverslun og sýningarsvæði fyrir atvinnubíla á Nýbýlavegi 6 og er það kærkomin breyting fyrir bílaáhugamenn. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 527 orð | 1 mynd

Teigsskógur

Við vestanverðan Þorskafjörð er einstök náttúruperla, Teigsskógur. Skógurinn sá er á náttúruminjaskrá og verndargildi hans er óumdeilanlega miklu meira en annarra birkiskóga á Vestfjörðum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 211 orð | 1 mynd

Til í nokkrum gerðum

Kynning Rekstur fyrirtækisins PK Verk sem rekið er á Selfossi skiptist í tvö meginsvið, annars vegar verksvið sem sérhæfir sig í verktaka- og byggingastarfsemi og hins vegar sölusvið sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu vinnuvéla. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Tiltrú á fiskveiðistjórninni

„Mikil eftirspurn er áfram eftir íslenskum fiski og erlendir kaupendur hafa mikla trú á íslenskri sjávarútvegsstefnu,“ segir Einar K. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Tilvalið tæknidót til dundurs

Karlmönnum finnst oft voða gaman að dunda sér við eitthvað. Þetta litla leikfang hér er tilvalið til dundurs. Þessi litli, sjálfstýrði lyftari er ýmsum kostum búinn og ætti karlmaðurinn því að hafa gaman af að velta vöngum yfir tækniundrum hans. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Tíska í borginni Tískubloggsíðan Reykjavík Looks verður lífleg í sumar...

Tíska í borginni Tískubloggsíðan Reykjavík Looks verður lífleg í sumar þar sem aðstandendur hennar, Elísabet Alma Svendsen og Saga Sigurðardóttir, hafa fengið styrk frá Hinu húsinu til þess að vinna að gerð síðunnar í sumar. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Tíu ára í tjaldútilegu

„Markmiðið er að börnin fái tækifæri til að upplifa bjarta sumarnótt í tjaldi,“ segir sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, um tjaldferð 10 ára barna í Katlagil í Mosfellsdal sem farin var í gær. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Tveggja ára stofufangelsi

Nauman Nusrat, sem grunaður var um hraðakstur sem leiddi til banaslyss þar sem hinn þekkti vöruflutningabílstjóri David Virgoe lét lífið, hefur verið dæmdur í tveggja ára stofufangelsi. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 678 orð | 1 mynd

Tæmdu olíutunnur fullar af ösku

Þeir Óskar Ágústsson og Þórólfur Þorleifsson hafa báðir starfað í yfir 50 ár við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. Það er því ekki furða að mikill vinskapur hefur skapast á milli þeirra á þessum langa tíma. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Undirbúa mál vegna samráðsins

„Mér er kunnugt um það að mörg sveitarfélög í landinu eru að skoða þessi [samráðs]mál markvisst þessa dagana,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, um hugsanleg skaðabótamál... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Ungviði fjölgar

Urtur kæptu og gylta gaut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum nýlega. Urtan Kobba varð fyrri til að kæpa föstudaginn 6. júní og urtan Særún fylgdi í kjölfarið 8. júní. Kóparnir sem enn hafa ekki fengið nafn og hafa ekki verið kyngreindir eru sprækir. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 125 orð | 2 myndir

Uppreisn millistéttarinnar

Ein af afleiðingum yfirstandandi fjármálakreppu gæti verið að millistéttin í Bandaríkjunum risi upp og krefðist opinbers velferðarkerfis, sagði Robert Wade, prófessor við LSE, í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 244 orð | 3 myndir

Vettvangur safnsins er Ísland allt

„Það er mikilvægt að varðveita mannvirki sem minna á gamla tíma og eru einkennandi fyrir fyrri tíðar verkhætti,“ segir Jakob Hálfdanarson, minjavörður hjá Vegagerðinni, um Vegminjasafnið sem varðveitir minjar af ólíkum toga, jafnt brýr og mannvirki sem ljósmyndir, tæki og tól. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 321 orð | 4 myndir

V iking Cup fór fyrst fram að áeggjan Nikolay I. Mateev 1996 en hann...

V iking Cup fór fyrst fram að áeggjan Nikolay I. Mateev 1996 en hann hefur verið vítamínsprauta fyrir skylmingar á Íslandi frá því hann kom til landsins. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 153 orð | 1 mynd

Vindhviðurnar kortlagðar

Dr. Skúli Þórðarson hjá Vegsýn hefur rannsakað tengsl vindhraða og slysa á vegum landsins. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Víða bjartviðri

Norðvestlæg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en hætt við þokulofti við norður- og vesturströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast inn til... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 131 orð | 1 mynd

Vændiskonum fjölgar ört

Undanfarin ár hefur vændiskonum – og sérstaklega þeim sem stunda götuvændi – fjölgað umtalsvert í Danmörku. Þetta er niðurstaða skýrslu sem stjórnvöld tóku saman og kynntu Sameinuðu þjóðunum á dögunum. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 232 orð | 1 mynd

Vörubílstjórar án ökuleyfis

Eigandi ökuskóla í Surrey í Englandi er ekki í góðum málum en hann hefur verið ákærður fyrir skjalafals og að nota fölsuð ökuleyfi og bréf til að hjálpa nemendum sínum við að ná meiraprófi. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Þegar kynnt hér á landi

Ítalska fyrirtækið Promeco starfar á sviði umhverfismála og kemur meðal annars að hönnun og byggingu sorpendurvinnslustöðva. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Þjófar hreinsa undan bíl á sölu

„Mér finnst fáránlegt að allt tjónið og öll ábyrgðin hvíli á eigendum bílsins, það þyrfti sérstaka tryggingu fyrir bíla sem verða fyrir tjóni á bílasölu,“ segir Aldís Arnardóttir, annar eigenda Toyotunnar sem hér sést illa leikin eftir... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 312 orð | 3 myndir

Þriðjungur miða þegar seldur

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þetta fer vel af stað, þetta er vinsælt og verður vinsælla með hverju ár. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Þyrlur flytja vinnuvélar

Í uppbyggingunni eftir jarðskjálftana mikla í Sichuan-héraði í Kína hefur þurft að flytja fjölmargar vinnuvélar af ýmsum gerðum til héraðsins. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 92 orð | 5 myndir

Æpandi stúlkur

Hljómsveitin Alaska in Winter með Brandon Bethancourt í forsvari skemmti gestum Organ síðasta föstudag. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 14 orð

Æpandi stúlkur á Alaska in Winter

Stelpurnar voru nokkuð hrifnar af listamanninum Brandon Bethancourt sem lék á Organ á... Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Örnólfsdalsárbrú varðveitt

Elsta uppistandandi hengibrú landsins er yfir Örnólfsdalsá í Borgarfirði. Hún var byggð árið 1899 og hefur fengið lítið viðhald, en hún nýtur þess að þjóðleiðin norður í land færðist frá henni. Meira
10. júní 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

Örþrifaráð í líkflutningum

Offita er nú sögð vera landlægt vandamál víða í heiminum og hefur líkhús eitt í Sydney í Ástralíu nú þurft að grípa til örþrifaráða vegna vandamáls sem tengist þessu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.