Greinar fimmtudaginn 31. júlí 2008

Fréttir

31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð

16 ára síbrotamaður

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára gamlan karlmann í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði, skjalafals, fjársvik, fíkniefnalagabrot og fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut í nóvember á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sín. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

AK ekki bannaður

TYRKNESKI stjórnlagadómstóllinn ákvað í gær að banna ekki AK-flokkinn, stjórnarflokkinn, en hann hafði verið sakaður um að brjóta gegn hinu veraldlega stjórnkerfi í landinu. Aftur á móti verða opinber framlög til hans helminguð í refsingarskyni. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Áburður hækkar

HEIMSMARKAÐSVERÐ á áburði hefur haldið áfram að hækka í verði, en verð hér á landi hækkaði um allt að 80% í vor. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Árni Jónsson

ÁRNI Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Árni fæddist 12. maí 1926 að Hólmi í Austur-Landeyjahreppi, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Ragnhildar Runólfsdóttur. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

„Jarðskjálftarnir eru ekki okkur að kenna“

Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Sigurður Bjarnason eigandi Vélaverkstæðis S.I.B í Grímsey er verktaki við færslu á garði við höfnina og dýpkun. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

„Verðum að ná til Mongólíu fyrir helgi“

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „VIÐ vorum að koma hérna yfir landamærin frá Kasakstan til Rússlands. Við verðum svo að ná þaðan að landamærum Mongólíu fyrir helgi því þá er landamærunum lokað,“ segir Arnar Freyr Vilmundarson. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Bíógestir fá að syngja með

SÖNGLEIKJAMYNDIN Mamma Mia! hefur slegið í gegn hérlendis, en ríflega 45 þúsund áhorfendur hafa séð myndina og þessa vikuna var tónlist úr myndinni sú vinsælasta í plötubúðum landsins skv. Tónlistanum. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Blóðbirgðum safnað

BLÓÐBANKINN býr sig þessa dagana undir komandi verslunarmannahelgi. Sigríður Ósk Lárusdóttir deildarstjóri segir að einatt sé stefnt á að hafa birgðastöðuna góða fyrir svo stóra ferðahelgi. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Borgin tekur málið fyrir

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MENGUNIN í Reykjavíkurtjörn verður tekin til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum í borginni eftir nýja mengunarskýrslu um ástand í tjörninni, þar sem lýst er þungmálmamengun, saurgerlamengun og fleiru. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Búast við 6–7 þúsund manns í Eyjum

Eftir Ómar Garðarsson VESTMANNAEYINGAR segja venjulega þegar þjóðhátíð nálgast að straumurinn liggi til Eyja. Hafi það einhvern tímann átt við er það núna því eftir því sem næst verður komist eru milli 6.000 og 7. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Bygging heilsulindar á Laugarvatni hafin

HEILSULIND og gufubað verða tekin í notkun á Laugarvatni vorið 2010. Framkvæmdir hófust sl. haust en rekstraraðili verður dótturfélag Bláa lónsins hf. Nauðsynlegt reyndist að loka gamla gufubaðinu á framkvæmdatímanum, m.a. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Ehud Olmert boðar afsögn

EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í gær, að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem leiðtogi Kadima-flokksins í september nk. og myndi því segja af sér embætti strax og nýr leiðtogi hefði verið kjörinn. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Embættistaka forsetans

Embættistaka forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, verður á morgun, föstudaginn 1. ágúst. Athöfnin hefst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli frá kl. 15. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Erfiðisverk að hamfletta lunda

ÞAÐ ER svo sannarlega misjafnt hvað fólk tekur sér fyrir hendur þegar hitinn er hvað mestur. Á meðan margir flykktust í sund eða sátu úti í sólinni áttu piltarnir Karl Sævar Bjarnason og Magnús Pétursson fullt í fangi með að hamfletta lunda í Flatey. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Fáklædd og frjálsleg í methita

HITABYLGJAN sem landsmenn hafa ekki farið varhluta af síðustu daga náði hámarki í gær. Hitamet var slegið á nokkrum stöðum, m.a. í Reykjavík þar sem hitinn komst í tæpar 26 gráður. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fundur um umönnun

HEILSUGÆSLA höfuðborgarsvæðisins mun eiga fund í dag með fulltrúum SEM samtakanna (Samtaka mænuskaddaðra). Samtökin hafa mótmælt meintri mannfyrirlitningu í útboði Heilsugæslunnar varðandi persónulega þjónustu við tólf mikið fatlaða einstaklinga. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð

Færri hjartaþræðingar eftir reykingabann

Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is ÞÓTT einungis sé liðið rúmt ár frá innleiðingu reykingabannsins hérlendis virðast hjartalæknar strax farnir að taka eftir jákvæðum áhrifum bannsins á reyklausa gesti veitinga- og skemmtistaða. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fögnuðu Auði níræðri

GLATT var á hjalla á heimili Guðnýjar Halldórsdóttur í Melkoti í Mosfellsdal í gær en þar voru saman komnir vinir og ættingjar Auðar Sveinsdóttur Laxness, ekkju nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, til að fagna níræðisafmæli hennar. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 118 orð

Gasið hækkar minna en bensínið

Á meðan bensínsverð hækkar jafnt og þétt fylgir gasverð á Íslandi heimsmarkaðsverði ekki eins stíft eftir. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Guðni gekk út í beinni

MIÐJAN, þáttur í Útvarpi Sögu, síðdegis í gær þar sem Sverrir Stormsker ræddi við Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, endaði með því að Guðni gekk út í beinni útsendingu. „Eftir klukkutíma þref yfirgaf ég þáttinn,“ sagði Guðni. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Heimur unglinga minnkar

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FJARLÆGÐIR hafa styst og samskipti aukist á milli barna og unglinga um allan heim sem nota sér netið meira en flestir í samskiptum við jafnaldra sína. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Helgi formaður

Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jóhannesson, hæstaréttarlögmann, formann matsnefndar eignarnámsbóta og Allan V. Magnússon, héraðsdómara sem varaformann nefndarinnar. Skipunin gildir í fimm ár frá 24. ágúst nk. að... Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 221 orð | 5 myndir

Hlýjasti dagurinn í mörg ár

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HVERT hitametið á fætur öðru var slegið á landinu í gær. Hitinn mældist mestur á Þingvöllum en ekki bar á öðru en fólk hvarvetna á landinu kynni vel að meta þessi óvenjumiklu hlýindi. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Hvert á land heldur unga fólkið?

Eftir Andra Karl andri@mbl.is VÆNTINGAR til verslunarmannahelgarinnar eru miklar og sama hvert leitað er: til tilvonandi gesta, mótshaldara eða lögreglu. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð

Innbrot í borginni

Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag og fyrrinótt. Fartölvu var stolið úr íbúð í miðborginni og á sama svæði hvarf geislaspilari úr húsnæði skemmtistaðar. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 508 orð

Innbrotum hefur fækkað

Eftir Andra Karl andri@mbl.is INNBROTUM á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað að meðaltali um tuttugu á mánuði ef bornir eru saman fyrstu sjö mánuðir ársins við sama tíma í fyrra. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð

Í farbanni vegna þjófnaða

LÖGREGLAN á Sauðárkróki hefur fengið lettneskan mann úrskurðaðan í farbann vegna gruns um að hann hafi stolið vörum úr þremur fyrirtækjum í Skagafirði, að andvirði allt að 500 þúsund króna á tveggja mánaða tímabili. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TUNGLIÐ mun í fyrramálið varpa skugga sínum á sólina þannig að frá Reykjavík mun það skyggja á 59% af skífu sólar þegar mest verður. Á Akureyri verður 61% skífunnar þakið skugga. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 137 orð | 3 myndir

Karadzic fluttur til Haag

RADOVAN Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, kemur fyrir Alþjóða sakamáladómstólinn fyrir Júgóslavíu (ICTY) fyrrverandi í Haag í dag en hann var fluttur með flugi til Rotterdam í Hollandi í gær, þaðan sem hann var síðan fluttur í... Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Krákan Jack hermir eftir heimilishundinum

ÞAU sáu aumur á honum, umkomulausum krákuunganum, hjónin í Somerset í Bretlandi þegar þau voru á veiðum. Jack heitir hann og hann hefur vaxið og dafnað í góðu yfirlæti á heimilinu og tileinkað sér ýmsa siði heimilishundanna, sem alls eru fimm talsins. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Kvennaathvarfið mun ekki flytja

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 125 orð

Læknar felldu nýgerðan kjarasamning

LÆKNAR felldu kjarasamning, sem gerður var fyrr í mánuðinum, með 57% atkvæða. Rúmur helmingur félagsmanna greiddi atkvæði. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 569 orð | 4 myndir

Læknar merkja áhrif reykingabannsins

Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is Rúmt ár er nú liðið frá því reykingabann var innleitt á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Margt býr í þokunni

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Menn eiga ekki orð til að lýsa veðurblíðunni þessa dagana og hitamet og önnur veðurblíðumet eru í stórhættu. Þó svo sólin sé á sínum stað á himninum þá getur verið misjafnt sem er milli hennar og jarðar. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Með sjóstöng í Svartahafi

ÞAÐ hefur verið heitt á Íslandi síðustu daga og það hefur líka verið bærilegur hiti í Búlgaríu, um 30 stig eða svipað og mældist á Þingvöllum í gær. Þegar svona viðrar taka veiðiklærnar í borginni Varna fram stengurnar og vaða út í sjóinn vel vopnaðir. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Mikil aukning greiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa

Á fyrri hluta ársins borgaði Ábyrgðarsjóður launa út 371,5 milljónir. Um er að ræða tæplega þriðjungs aukningu miðað við sama tíma í fyrra. 34 fyrirtæki hafa óskað eftir greiðslum úr sjóðnum. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 517 orð | 2 myndir

Mikill vandi hjá Strætó

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ sem vegur þyngst er að olíuverð hefur sett reksturinn úr skorðum. Við sáum ekki þessar þrengingar fyrir. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Milt er móður hjarta

LABRADORTÍKIN Ísabella hefur þrjá hvíta tígrishvolpa á spena. Hún gekk hvolpunum í móðurstað því móðir þeirra vildi ekki gangast við þeim þegar þeir fæddust á sunnudag. Öll búa þau í dýragarði í... Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 440 orð | 2 myndir

Misstu af tækifæri að mati ráðherra

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að þjóðir heims hafi misst af gullnu tækifæri í Genf til að opna leið að réttlátari heimsviðskiptum til hagsbóta fyrir alþýðu manna bæði í þróunarríkjum og í iðnríkjum. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Nóg komið af tvískinnungnum

HÁTTSETTUR starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, átti fyrr í þessum mánuði fund með kollegum sínum í pakistönsku leyniþjónustunni, ISI, og sýndi þeim sannanir fyrir því, að þeir hefðu náin tengsl við uppreisnarhópa í Afganistan. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Olíufélög boðuð á fundi

TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, hefur boðað til sín á fundi fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvers um sig, í byrjun ágúst í því skyni að ræða verðmyndun gagnvart neytendum á bensíni og díselolíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð

Olíuverð hækkar en gæti lækkað um 50 dali

Dægurverð á fati af hráolíu á markaði í New York hækkaði um ríflega 4 dali, tæp 4%, í gær vegna fregna þess efnis að bensínbirgðir í Bandaríkjum hefðu dregist saman um 3,5 milljónir tunna. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 245 orð

Pysjufellir í Eyjum

LUNDAPYSJUR eru farnar að falla úr hor í Vestmannaeyjum, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð

Rangt haft eftir

Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær þar sem greint var frá því að túnþökur hafi verið lagðar á ráðhústorgið á Akureyri, var vitnað til viðmælanda sem hafði röng ummæli eftir Tómasi Inga Olrich um skipulag torgsins. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 690 orð | 4 myndir

Rís ísjakinn í haust?

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BÍLAUMBOÐIÐ Ræsir hf. tilkynnti í gær til Vinnumálastofnunar að 57 starfsmönnum verði sagt upp hjá fyrirtækinu vegna rekstrarerfiðleika. Þar af eru 49 fastráðnir starfsmenn og átta sumarstarfsmenn. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Sameina ætti kvóta tveggja ára

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is MARGIR hafa kvartað yfir hversu seint byggðakvóta er úthlutað í ár. Fyrstu auglýsingar birtust í síðustu viku og fiskveiðiárinu lýkur í lok ágúst. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Senn snjólaust í Gunnlaugsskarði

SNJÓSKAFLINN í Gunnlaugsskarði vestan við Kistufell í Esjunni hefur hopað hratt síðustu daga og er nú nær öruggt að hann bráðni með öllu á næstunni, enn eitt árið. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Símon S. Sigurjónsson

SÍMON Sveinn Sigurjónsson, fyrrverandi barþjónn í Naustinu og síðar starfsmaður Alþingis, andaðist á Grensásdeild Landspítalans 30. júlí, 77 ára. Hann var fæddur 4. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 402 orð | 4 myndir

Skatttekjur aukast

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÁRMAGNSTEKJUSKATTUR sem lagður er á einstaklinga í ár er um 25,3 milljarðar kr. og er það nær 55% hærra en í fyrra. Tæplega 99 þúsund manns borga skattinn. Meira
31. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 510 orð | 4 myndir

Skrif Milibands valda titringi í stjórn Brown

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð

Svara ásökunum í kæru

Í MORGUNBLAÐINU í gær sagði frá kæru sem Atli Gíslason lögmaður hefur lagt fram í umboði landeigenda í Gnúpverjahreppi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 56 orð

Sökuð um að stela fatnaði og áli

FJÖGUR ungmenni sem tálmuðu umferð við Grundartanga eru grunuð um að hafa stolið fatnaði frá Orkuveitunni. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 699 orð | 2 myndir

Tekist á um fráveitulagnir

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SUMARHÚSAEIGENDUR eru ábyrgir fyrir frárennslinu frá húsum sínum, en fráfarandi formaður Landssambands sumarhúsaeigenda vill að sveitarfélög eða orkuveitur annist fráveitulagnirnar. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Útvarpið kemur alltaf aftur og núna á netinu

Óli Björn Stephensen hefur unnið að því með CBS Radio að þróa nýja tækni sem á að stuðla að því að útvarpið gangi í endurnýjun lífdaga. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Varpa ljósi á orsakir geðklofa

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar greindu í tímaritinu Nature í gær frá svonefndum úrfellingum sem fundust við rannsókn á erfðamengi mannsins. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð

Yfirheyrðir vegna bruna

TILKYNNT var um eld í yfirgefinni saltsölu við höfnina í Keflavík í gærdag. Mikill hiti var í brunanum en slökkvistarf gekk vel. Þrír 15 ára drengir voru yfirheyrðir seinna um daginn. Meira
31. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 251 orð

Þýfi sent í stórum stíl

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ATHUGASEMDIR eru gerðar við þrjár til fjórar póstsendingar á leið til Austur-Evrópu í mánuði hverjum. Sendingar sem stöðvaðar hafa verið það sem af er ári vega samtals næstum eitt tonn. Meira

Ritstjórnargreinar

31. júlí 2008 | Leiðarar | 259 orð

Áhrif reykleysis

Þegar bannið við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum var innleitt fyrir rúmu ári spruttu fram deilur um réttmæti þess. Meira
31. júlí 2008 | Leiðarar | 327 orð

Ritskoðun í Kína

Nú hafa kínversk stjórnvöld staðfest að þau hyggist ritskoða netið á meðan Ólympíuleikarnir, sem hefjast í næstu viku, fara fram. Þetta gengur þvert á fyrri fullyrðingar kínverskra embættismanna og Alþjóða ólympíunefndarinnar. Meira
31. júlí 2008 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Sannfærandi pólitísk sýn

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er samkvæmur sjálfum sér í afstöðu sinni til nýrrar byggingar Listaháskólans við Laugaveg. Þegar nýr málefnasamningur núverandi meirihluta í borgarstjórn var kynntur 21. janúar sl. kom skýrt fram að varðveita ætti 19. Meira

Menning

31. júlí 2008 | Kvikmyndir | 489 orð | 4 myndir

Á baki með Sam Shepard

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ var aðeins þurrara í Nýju-Mexíkó, en annars bara svipað veður,“ segir Baltasar Kormákur sem kom beint í góða veðrið á Íslandi í gærmorgun eftir fjögurra mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 385 orð | 2 myndir

Ábreiður af Abba-klassík á toppinn

GEISLAPLATA með lögum úr myndinni Mamma Mia! er komin á topp tónlistans og leysir þar 100 bestu lög lýðveldisins af hólmi. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 86 orð | 1 mynd

Bjarnarborgarsöngvarar syngja

KAMMERKÓR frá Pori, eða Bjarnarborg í Finnlandi, heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Stjórnandi kórsins er Leelo Lipping. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Dídó deyr í Skálholti

Í KVÖLD kl. 20 verða tónleikar í Skálholtskirkju á vegum Sumartónleika í Skálholti. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 708 orð | 3 myndir

Einvígi leitarvélanna

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is LEITARVÉLINNI Cuil var hleypt af stokkunum í vikunni og voru menn þar á bæ stóryrtir. Sögðu leitarvélar ekki hafa náð að fylgja eftir þeirri hröðu þróun sem orðið hefði á netinu og úr því ætluðu þeir að bæta. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Engin undur

DANGER Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley, er hæfur taktsmiður og enn fremur táknmynd fyrir mátt internetsins – það eru bara fjögur ár frá því hann skaust upp á stjörnuhimininn með Gráa albúminu. Meira
31. júlí 2008 | Bókmenntir | 133 orð

Epík og húmor

TILNEFNINGAR til Booker-bókmenntaverðlaunanna voru opinberaðar í Lundúnum í gær. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Forfeðra minnst á Síðu

MINNISVARÐI um hjónin Kristófer Þorvarðarson, bónda og póst á Breiðabólstað á Síðu, og eiginkonu hans Rannveigu Jónsdóttur húsfreyju og þrettán börn þeirra var reistur í Rannveigarlundi á Síðu sl. laugardag. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Geirþrúður Ása á Sumri í Hömrum

SUMRI í Hömrum, tónleikaröð Tónlistarfélagsins á Ísafirði verður framhaldið kl. 20 í kvöld með tónleikum þeirra Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur fiðluleikara og Matthildar Önnu Gísladóttur píanóleikara, sem leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Gengur í það heilaga

JAMIE Lynn Spears, litla systir Britney Spears, ætlar að ganga að eiga kærasta sinn, Casey Aldridge, nú í haust. Jamie Lynn eignaðist sitt fyrsta barn í júní, en hún er aðeins 17 ára gömul, og vakti málið því töluverða athygli. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 207 orð | 1 mynd

Gleðiríkt popp

UNGSVEITIN Retro Stefson hefur verið nokkuð umtöluð undanfarin misseri en óskilgreinanlegt, gleðiríkt og grípandi popprokk hennar hefur heillað margan tónlistaráhugamanninn upp úr skónum. Meira
31. júlí 2008 | Bókmenntir | 331 orð | 1 mynd

Gæði frekar en skúbb

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í ÁRSBYRJUN 2009 mun nýr ritstjóri taka við Tímariti Máls og menningar, en næstu tvö blöð verða þau síðustu sem Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrir. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 184 orð | 1 mynd

Hýrir hljómar í Hafnarfirði

„Hafnarfjörður er þekktur sem mikill tónlistarbær og við höfum reynt að hampa því um leið og við sköpum góða stemningu niðri í bæ,“ segir Marta Dís Stefánsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins Lifandi miðbæjar sem hefur verið í gangi í... Meira
31. júlí 2008 | Bókmenntir | 269 orð | 1 mynd

Kynjapólitískur reyfari

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA er um konur sem eru í listum, vísindum og hinum íslenska fjármálamarkaði,“ segir Steinar Bragi rithöfundur um Konur , nýja skáldsögu sem væntanleg er í haust. Meira
31. júlí 2008 | Hönnun | 94 orð | 5 myndir

Línan frá Suður-Ameríku

ÞÓ AUGU tískuheimsins beinist einkum að Evrópu og Bandaríkjunum þá mega tískumeðvitaðir ekki gleyma að margt spennandi er að gerast í Suður-Ameríku. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Nakin að nýju

BANDARÍSKA leikkonan Mena Suvari verður nakin í nýjustu kvikmynd sinni, spennumyndinni Stuck . Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 505 orð | 1 mynd

Níðþungur og útpældur

SUMA diska þarf einfaldlega að hlusta á oftar en aðra til að vita í raun og veru hvað þar er um að ræða. Fyrsti diskur hljómsveitarinnar Andrúms er slíkur, en hann er níðþungur og útpældur. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Óuppgert Rokk í Reykjavík

Kvikmyndin Rokk í Reykjavík sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrði er ekki bara stórmerkileg heimildarmynd um tíðarandann veturinn 1981-82, meðan íslenska rokkbylgjan reis hvað hæst, heldur var hún og er afbragðs tónlistarmynd. Meira
31. júlí 2008 | Menningarlíf | 1207 orð | 2 myndir

Pixar – þar sem galdrarnir gerast

Man einhver gamanmyndina Hver skellti sökinni á Kalla kanínu? – Who Framed Roger Rabbit? Meira
31. júlí 2008 | Menningarlíf | 510 orð | 1 mynd

Rótgróin hefð í bankanum

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KUNNGJÖRT var í gær hverjir hljóta styrki í ár úr Menningarnæturpotti Landsbankans. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Sigursælir glímukappar

* Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, virðist falla samkynhneigðu fólki vel í geð ef marka má frammistöðu myndarinnar um helgina. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 250 orð | 1 mynd

Sjaldheyrður Dylan

GALLHARÐIR Dylanaðdáendur geta farið að núa saman höndum af eftirvæntingu því von er á ríflegum skammti af lögum frá meistaranum sem hafa fæst komið fyrir almenningseyru til þessa. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 87 orð | 2 myndir

Sprengjuhöllin heit í sundi

HIN vinsæla dægurlagasveit Sprengjuhöllin skemmti gestum Laugardalslaugar í hinni einstöku veðurblíðu í gær. Lék sveitin fimm lög á bakkanum, reynda slagara sem og hinn nýja sumarsmell Sumar í Múla . Hundruð gesta voru í lauginni og nutu uppákomunnar. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 98 orð | 1 mynd

Svolítið sykursætt

WE Sing. We Dance. We Steal Things. er þriðja hljóðversskífa bandaríska tónlistarmannsins Jason Mraz. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Tilfinningasnautt

USHER rúllar vel af stað með „Intro“ að plötunni sinni; þetta er eins og nútímalegur söngleikur, einskonar hipphópera í anda R. Kelly en eiginlega betra. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Uppröðun klár fyrir Innipúkann

BÚIÐ er að stilla upp hljómsveitunum sem fram koma á hátíðinni Innipúkanum um Verslunarmannahelgina. Armband sem gildir bæði kvöldin kostar 3.900 kr en einnig má fá aðgang að dagskránni stakt kvöld með því að borga 2.000 kr við innganginn. Meira
31. júlí 2008 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Verkfall á Scala

SVO gæti farið að ekkert yrði af frumsýningum haustsins í Scala óperunni í Mílanó, að því er ítalska dagblaðið Corriere della Sera greinir frá. Meira
31. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 796 orð | 5 myndir

Þegar stærsta hljómsveit heims var... aðeins minni

Endurútgáfa á breiðskífum U2 er komin á fullt stím en í síðustu viku komu þrjár fyrstu plötur sveitarinnar út með auknum stafrænum hljómgæðum og gnægð af áður óheyrðu efni. Meira

Umræðan

31. júlí 2008 | Aðsent efni | 491 orð | 1 mynd

Bananalýðveldið Kópavogur

Guðríður Arnardóttir skrifar um stöðuráðningar í Kópavogsbæ: "Vinnubrögð í opinberri stofnun eiga að sjálfsögðu að vera gegnsæ og lýðræðisleg. Það ætti að vera metnaður allra stjórnmálamanna að vinna samkvæmt því." Meira
31. júlí 2008 | Blogg | 118 orð | 1 mynd

Bjarni Kjartansson | 30. júlí Hvernig er með mismunun kröfuhafa...

Bjarni Kjartansson | 30. júlí Hvernig er með mismunun kröfuhafa? Meira
31. júlí 2008 | Pistlar | 475 orð | 1 mynd

Eldri borgarar

Ég hugsa að fólki finnist miserfitt að eldast. Við vonum öll að við höldum heilsu sem lengst og sennilega líka að okkur hlotnist að vera þátttakendur í þjóðfélaginu alveg fram á síðustu stundu. Meira
31. júlí 2008 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Leitin að Nýja sáttmála

Ragnar Önundarson skrifar um efnahagsmál: "Þetta var skemmdarverk á hagkerfinu, til að refsa ríkinu fyrir að reka Íbúðalánasjóð í samkeppni við þá." Meira
31. júlí 2008 | Blogg | 128 orð | 1 mynd

Ómar Ragnarsson | 30. júlí Urriðafossvirkjun Hugmyndir um að Urriðafoss...

Ómar Ragnarsson | 30. júlí Urriðafossvirkjun Hugmyndir um að Urriðafoss verði fallegri og betri eftir virkjun ríma vel við hugmyndir virkjanasérfræðinga um að hægt sé að virkja Dettifoss, Gullfoss og aðra fossa á þennan hátt. Meira
31. júlí 2008 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Pípulagnir í lögreglunni?

Snorri Magnússon skrifar um laun lögreglumanna: "...grunnlaun lögreglumanns sem nýlega hefur lokið námi frá lögregluskóla ríkisins og vinnur 100% vaktavinnu eru 181.202 kr! Nánast sömu laun og leiðbeinandi hjá ÍTR hefur." Meira
31. júlí 2008 | Blogg | 118 orð | 1 mynd

Sigurður Hreiðar | 30. júlí Gott að hann rumskaði Mikið var nú gott að...

Sigurður Hreiðar | 30. júlí Gott að hann rumskaði Mikið var nú gott að talsmaður minn skyldi rumska og ætli að rabba við risana. Meira
31. júlí 2008 | Blogg | 119 orð | 1 mynd

Sæmundur Bjarnason | 30. júlí Samvinnuskólinn, Bismark og Ólafur Blör...

Sæmundur Bjarnason | 30. júlí Samvinnuskólinn, Bismark og Ólafur Blör ... Meira
31. júlí 2008 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Til ykkar allra

Halldór Gunnar Halldórsson skrifar um fjárhagserfiðleika og innheimuaðferðir: "Viðskipti eins og þau sem margir hafa átt við fyrirtæki og stofnanir hér á landi er hæglega hægt að flokka sem fjárhagslegt ofbeldi..." Meira
31. júlí 2008 | Velvakandi | 497 orð | 2 myndir

velvakandi

Geisladiskataska fannst ÉG fann geisladiskatösku í bílastæðahúsinu gegnt Þjóðleikhúsinu á föstudaginn 25. júlí. Hún lá á milli bíla á fyrstu hæð fyrir neðan jarðhæð. Það var fullt af diskum og ég skildi hana eftir hjá verðinum í Bílastæðahúsinu. Meira

Minningargreinar

31. júlí 2008 | Minningargreinar | 3184 orð | 1 mynd

Bjarni Páll Kristjánsson

Bjarni Páll Kristjánsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1988. Hann lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru dr. Kristján Geirsson deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, f. 25.5. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Elín Jósefsdóttir

Elín Jósefsdóttir fæddist í Ormskoti, Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu, þann 11. ágúst 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósef Jóhannsson, bóndi í Ormskoti, f. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 2941 orð | 1 mynd

Fríða Aðalsteinsdóttir

Fríða Aðalsteinsdóttir fæddist á Akureyri 26. október 1942. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí sl. Hún ólst upp í Klettaborg 1 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Kristín Konráðsdóttir frá Hafralæk í Aðaldal, f. 30. ágúst 1910, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 1571 orð | 1 mynd

Halldór Björnsson

Halldór Björnsson fæddist á Stóru-Seylu 13. janúar 1921. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Björnsdóttir, f. 29.5. 1881, d. 26.5. 1970, og Björn Lárus Jónsson, bóndi á Stóru-Seylu, f. 4.4. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 2939 orð | 1 mynd

Helga Ingibjörg Stefánsdóttir

Helga Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu 23. maí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson bóndi, f. 20.9. 1863, d. 29.4. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 2600 orð | 1 mynd

Hjörtur Hjartarson

Hjörtur Hjartarson tölvutæknifræðingur og kaupmaður fæddist 23.12. 1929 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásta L. Björnsdóttir frá Ánanaustum, f. 24.11. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 2215 orð | 1 mynd

Jóhanna Kristjánsdóttir

Jóhanna Kristjánsdóttir, matreiðslukona, fæddist í Stykkishólmi 12. ágúst 1913. Hún lést 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Súsanna Einarsdóttir frá Stykkishólmi, f. 4.12. 1890, d. 26.8. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 511 orð | 1 mynd

Ragnar Böðvarsson

Ragnar Böðvarsson fæddist á Langstöðum í Flóa 6. jan. 1920. Hann lést á Dvalarheimilinu Sólvöllum 21. júlí 2008. Foreldrar hans voru Böðvar Friðriksson, f. 7. mars 1878, d. 31. maí 1966, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 18. júlí 1878, d. 13. október 1940. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2008 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

Unnur Hermannsdóttir

Unnur Hermannsdóttir fæddist í Ögurnesi í Ögurhreppi í N-Ís. 31. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 9. júlí síðastliðinn. Unnur var jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. júlí sl. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

31. júlí 2008 | Daglegt líf | 168 orð

Af grjót- og spjótkasti

Davíð Hjálmar Haraldsson á sérkennilegan vinahóp, sem hann læðir stundum í limrur: Kolgrímur Karlsson, fljóti, keppir á sterku móti. Vaskur og snar verður hann þar oft fyrir eigin spjóti. Meira
31. júlí 2008 | Daglegt líf | 477 orð | 1 mynd

Akureyri

Uppáhaldsverslunin þessa dagana er Fjölsmiðjan hérna á Akureyri. Þar eru mublur, þar eru bækur, þar eru alls konar gripir sem eru á algjörlega ómissandi verðlagi. Þar er líka hægt að fá bílaþvott á góðu verði. Af nógu er að taka, og allt má þar finna. Meira
31. júlí 2008 | Daglegt líf | 170 orð | 1 mynd

Heillaðist af fatalínunni á myspace

„Ég sá fatalínuna Naketano á myspace fyrir um ári og fannst hún mjög flott,“ segir Aníka Rós Pálsdóttir sem opnaði nýlega fataverslunina Töru á Laugavegi. „Fyrirtækið býður upp á samstarfssamninga við einstaklinga. Meira
31. júlí 2008 | Daglegt líf | 663 orð | 6 myndir

Skemmdur matur, ónýtt frí

Eftir Guðnýju Hrafnkelsdóttur gudnyh@mbl.is Þegar lagt er af stað í útilegu er gott að gefa sér nægan tíma til að pakka niður matvælum. Ekki er sama við hvaða hitastig og aðstæður matur er geymdur. Meira
31. júlí 2008 | Daglegt líf | 129 orð | 1 mynd

Þeir eldri sleppa hjálminum

Danskir eldri borgarar sem hjóla í umferðinni nota yfirleitt ekki hjálm. Fjöldi hjólreiðatengdra dauðsfalla á meðal einstaklinga, 65 ára og eldri, hefur tvöfaldast í Danmörku undanfarin ár. Meira

Fastir þættir

31. júlí 2008 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

60 ára

Hrefna Hreiðarsdóttir verður sextug 3. ágúst næstkomandi. Í tilefni af því tekur hún á móti vinum og vandamönnum að heimili sínu, Dalsgerði 2d á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst frá kl. 16 og fram á... Meira
31. júlí 2008 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

90 ára

Þórður Júlíusson, fyrrum útgerðarmaður á Ísafirði, verður níræður 4. ágúst næstkomandi. Í tilefni af því tekur hann á móti gestum laugardaginn 2. ágúst kl. 15 í Oddfellowhúsinu. Meira
31. júlí 2008 | Fastir þættir | 160 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Alþjóðavæðingin. Norður &spade;KD964 &heart;10 ⋄Á32 &klubs;9752 Vestur Austur &spade;-- &spade;G1052 &heart;DG962 &heart;K75 ⋄876 ⋄G1095 &klubs;DG1083 &klubs;Á6 Suður &spade;Á873 &heart;Á843 ⋄KD4 &klubs;K4 Suður spilar 3G. Meira
31. júlí 2008 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Danmörk Emilía Lindberg fæddist 19. apríl. Hún vó 4.260 g og var 54 cm...

Danmörk Emilía Lindberg fæddist 19. apríl. Hún vó 4.260 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Lindberg Jónsdóttir og Ómar Þ.... Meira
31. júlí 2008 | Árnað heilla | 209 orð | 1 mynd

Komin á virðulegan aldur

ÞRÍTUG er í dag Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir, leikskólakennari. Hún er nú stödd í kóngsins Kaupmannahöfn með manni sínum og börnum. Ætla þau að fylkja liði í hið rómaða tívolí Kaupmannahafnar í tilefni dagsins og njóta dönsku veðurblíðunnar. Meira
31. júlí 2008 | Í dag | 186 orð | 1 mynd

Náttfatamaðurinn

FYRIR tæpum 20 árum sýndi Sjónvarpið þætti um Leðurblökumanninn sem upphaflega voru sýndir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1966 til 1968. Meira
31. júlí 2008 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og...

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20. Meira
31. júlí 2008 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Gísli Erik fæddist 29. júní kl. 20.59. Hann vó 4.205 g og var...

Reykjavík Gísli Erik fæddist 29. júní kl. 20.59. Hann vó 4.205 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Ólafur Valdimarsson og Sigríður Elsa... Meira
31. júlí 2008 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 Bb7 7. e3 d6 8. Be2 Rbd7 9. O–O O–O 10. b4 a5 11. Bb2 De7 12. Dc2 Re4 13. Hfd1 f5 14. d5 e5 15. Rd2 Rxd2 16. Dxd2 Ha7 17. f4 He8 18. Bh5 Hea8 19. Bf3 e4 20. Be2 Rf6 21. h3 axb4... Meira
31. júlí 2008 | Fastir þættir | 279 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji kom sæll og glaður úr sumarfríinu sínu í gær, á heitasta degi sumarsins hingað til. Meira
31. júlí 2008 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

31. júlí 1980 Nóttin var sú hlýjasta sem vitað var um í Reykjavík, lágmarkshiti sólarhringsins var 18,2 stig. Daginn áður og þennan dag fór hiti yfir 23 stig. 31. Meira

Íþróttir

31. júlí 2008 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

Barcelona í stríði við FIFA vegna Messi

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, segir að félög séu skyldug til að leyfa yngri leikmönnum að taka þátt í Ólympíuleikunum fyrir hönd þjóða sinna. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

„Eitt lið á vellinum eftir hlé“

„VIÐ vorum 2:1 undir í hálfleik og að hafa komið til baka í seinni hálfleik og skorað þrjú mörk er mjög gott. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

„Erum betra fótboltalið en Gravenmacher“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

„Hefði viljað sjá Birki í hópnum“

ARON Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik segist vera bæði sáttur og ósáttur við að Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hafi tekið þá ákvörðun að setja markvörðinn Birki Ívar Guðmundsson út í kuldann þegar hann valdi... Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

„Menn eru líklega búnir að gleyma sigurtilfinningunni“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SKAGAMENN etja kappi við finnska liðið Honka Espoo á Akranesvelli klukkan 18 í dag en þetta er síðari leikur liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 85 orð

Deilur vegna sundfatnaðar

FRÁ því að sundgallinn Speedo LZR Racer var kynntur til sögunnar hafa sundmenn sett 44 heimsmet í þeim sundfatnaði. „Töfragallinn“ hefur slegið í gegn í sundheiminum enda hannaður í samvinnu við geimferðastofnun Bandaríkjana. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Enn eitt jafntefli Austfirðinga

FJARÐABYGGÐ gerði í gærkvöld sitt sjötta 2:2 jafntefli á leiktíðinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í 14. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 322 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrsta mark Stabæk eftir sendingu frá félaga sínum Daniel Nannskog þegar liðið lagði 1. deildarlið Sogndal að velli, 3:1, í fjórðu umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 498 orð | 1 mynd

Haukarnir flugu hærra en Víkingar

ÞAÐ var ágætlega mætt í Víkina í blíðviðrinu í gærkvöldi þar sem Haukar gerðu góða ferð og lögðu heimamenn, Víking í Reykjavík, að velli, 2:1, í 1. deild karla í knattspyrnu. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 317 orð | 1 mynd

Heiðar í aðgerð enn á ný

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÞAÐ á ekki af Heiðari Helgusyni, knattspyrnumanni hjá Bolton, að ganga. Heiðar missti mikið úr á síðustu leiktíð vegna þrálátra meiðsla í ökkla og þurfti hann að gangast undir þrjár aðgerðir á nokkrum mánuðum. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 466 orð | 1 mynd

Hundrað prósent eftir bókinni hjá Valsstúlkum

Tólf leikir, tólf sigrar og 42 mörk í plús. Þannig er staða Vals í Landsbankadeild kvenna eftir lokaleik 12. umferðar í gærkvöldi þar sem toppliðið átti í litlum erfiðleikum með botnlið Fjölnis og sigruðu Valsstúlkur 5:0. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 362 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur Ó – KS/Leiftur 0:0 Víkingur...

KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur Ó – KS/Leiftur 0:0 Víkingur – Haukar 1:2 Pétur Örn Svansson 9. – Hilmar Trausti Arnarsson 29., Marco Kirsch 42. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 62 orð

Madsen í hóp gegn Fram

ESPEN Madsen, danski markvörðurinn í Landsbankadeildarliði ÍA verður að öllum líkindum í leikmannahópi liðsins í næsta deildarleik sem er gegn Fram eftir tæpa viku. Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Óvissa með stelpurnar

„NIÐURSTAÐAN var í raun engin að þessu sinni en við munum halda annan slíkan fund eftir verslunarmannahelgina, segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, en óráðið er ennþá hvort stúlknalandslið verður sent á... Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 188 orð

Stefnir í metþátttöku á unglingalandsmóti

„SKRÁNING hefur gengið framar öllum okkar vonum og um miðjan dag voru skráðir keppendur komnir vel yfir þúsund talsins,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson, starfsmaður unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem hefst á morgun í Þorlákshöfn og... Meira
31. júlí 2008 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Örn Ævar og Ragnhildur efst

ÖRN Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, eru efst að stigum á Kaupþingsmótaröðinni þegar fjórum mótum er lokið af sex. Meira

Viðskiptablað

31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 730 orð | 2 myndir

Á við opnu í NYT

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ísland leikur stórt hlutverk í einni af stórmyndum sumarsins, Journey to the Center of the Earth sem byggð er á skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 37 orð | 1 mynd

Bananastríðinu frestað

ÞESSIR verkamenn á Fílabeinsströndinni geta varpað öndinni léttar í bili, en ekkert varð úr viðræðum um lækkun innflutningstolla á banana frá S-Ameríku til Evrópusambandsins. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 846 orð | 1 mynd

„Ánægður með lesendurna“

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TUTTUGU og fimm ár eru síðan Kaupþing hleypti tímaritinu Vísbendingu af stokkunum. Það skipti um eigendur fyrir 15 árum og Útgáfufélagið Heimur gefur það nú út. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

Bílarnir passa hver upp á annan

NETVÆÐING á sér ekki aðeins stað á Netinu sjálfu, heldur er gáfað fólk farið að leita leiða til að nýta sér netvæðingu til annarra verka. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 224 orð | 1 mynd

Botninum ekki náð á húsnæðismörkuðum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HÚSNÆÐISVERÐ hefur lækkað víðast hvar í nágrannalöndunum. Þróunin hefur verið svipuð bæði austan og vestan Atlantsála. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 75 orð | 1 mynd

Bush samþykkir aðstoð

BUSH Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög þess efnis að stutt yrði við bakið á um 400 þúsund húsnæðiseigendum í Bandaríkjunum sem eru í greiðsluvanda. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 205 orð

Ekki er ráð

ÚTHERJI fór nýlega í bíó með syni sínum enda getur það reynst hin mesta skemmtun og drengurinn, sem er á leikskólaaldri, hefur mjög gaman af. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 1444 orð | 2 myndir

Endurvekur útvarpið

Óli Björn Stephensen, framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá CBS Radio í Bandaríkjunum sagði Sigrúnu Rósu Björnsdóttur frá hugbúnaði sem hann hefur haft yfirumsjón með að þróa og kemur jafnvel til með að bylta hugmyndum manna um útvarpshlustun. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Engin vandkvæði við aukna flutningsgetu

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MÍLA fer létt með að veita Farice hf. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 658 orð | 1 mynd

Fjárinn, menningarmiðlun og myndagátugerð

Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur frá myndlistaráhuganum og öðrum hugðarefnum sínum Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 79 orð

Hagnaðurinn tvöfaldast

HORFUR í stáliðnaði eru góðar að mati indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, aðaleiganda ArcelorMittal sem er langstærsti stálframleiðandi heims. Framboðstakmarkanir og aukin eftirspurn geti einungis valdið hærra verði og auknum hagnaði. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 335 orð

Hlutabréfunum skilað til baka

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TVEIR fyrrum eigenda breska fyrirtækisins Innovate hafa skilað til Hf. Eimskipafélagsins rúmum 55,4 milljónum hluta í Eimskipi. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 64 orð | 1 mynd

Hækkanir í kauphöllum

Hlutabréfavísitölur hækkuðu nokkuð í helstu kauphöllum víða um heim í gær. Á það jafnt við um kauphallir í Evrópu, Asíu og Ameríku. Gott uppgjör tæknirisans Siemens og fleiri félaga hafði jákvæð áhrif í Evrópu. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 130 orð | 1 mynd

Jákvæð áhrif veikingar krónu

VÍSITALA framleiðsluverðs í júní hækkaði um 3,7% frá fyrra mánuði. Allir þættir framleiðsluverðsins hækkuðu en sjávarafurðir þó mest, en vísitalan fyrir þær hækkaði um 7,4%. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Kaupir í Nyhedsavisen

BANDARÍSKT áhættufjárstýringarfélag, Draper Fischer Jurvetson (DFJ), hefur keypt sig inn í útgáfufélag danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Morten Lund verður áfram aðaleigandi en saman munu Lund og DFJ eiga 85% hlut. Børsen greindi frá þessu í gær. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 54 orð

Kaupverðið á Spron sanngjarnt

VERÐIÐ sem Kaupþing mun greiða fyrir Spron er sanngjarnt að mati MP fjárfestingarbanka en stjórnir bankanna fengu bankann, sem utanaðkomandi aðila, til þess að meta verðið. Kaupþing greiðir 3,83 krónur fyrir hlut í Spron. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 102 orð

Kreppa kráareigenda

KRÁAREIGENDUR í Bretlandi kvarta nú, eins og reyndar margir aðrir athafnamenn, undan versnandi efnahagsástandi. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 115 orð

Lækkun í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,1% í gær og er lokagildi hennar nú 4.094 stig. Af úrvalsvísitölufélögunum lækkuðu hlutabréf Kaupþings mest, eða um 1,9%. Þá lækkuðu bréf Straums-Burðaráss um 1,8%. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 233 orð | 1 mynd

Pandan malar gull fyrir Dreamworks Animation

HAGNAÐUR kvikmyndaframleiðandans Dreamworks Animation á öðrum ársfjórðungi var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra, en samt sem áður var hagnaðurinn vel yfir spám. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 71 orð

Samningnum var rift

KAUP HIG hf., eignarhaldsfélags Íshluta, á Ræsi og Ræsi fasteignum hafa gengið til baka. Greint var frá kaupunum í Viðskiptablaði Morgunblaðsins fyrir hálfum mánuði. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

Segir verðið geta lækkað um allt að 50 dollara

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VIÐ réttar aðstæður ætti heimsmarkaðsverð á olíu að geta lækkað um allt að 50 dollara og farið niður í 70-80 dollara fyrir tunnuna, að mati Chakib Khelil, forseta OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Skotheld fatatíska

ÞÓTT starfi einræðisherra fylgi margir kostir og gróðamöguleikar verður ekki framhjá því litið að jafnvel samviskusömustu einræðisherrar eignast nokkurn fjölda óvina. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 145 orð | 1 mynd

SPRON tapar 13,5 milljörðum

TAP SPRON á fyrri helmingi þessa árs nam 13,5 milljörðum króna eftir skatta. Þetta er mikil breyting frá fyrra ári en þá var hagnaðurinn 10,1 milljarður. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 332 orð | 2 myndir

Straumur styrkir stoðir rekstrar og tekna bankans

Eftir Snorra Jakobsson sjakobs@mbl.is Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki tapaði á öðrum ársfjórðungi 2008 1,4 milljónum evra, sem jafngildir 175 milljónum króna. Þetta er mikill viðsnúningur frá á sama tímabili í fyrra. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 97 orð

Störfum fjölgar vestanhafs

FJÖLDI starfandi í einkageiranum í Bandaríkjunum í júlímánuði jókst um 9 þúsund samkvæmt nýrri samantekt ráðgjafafyrirtækisins ADP Employer Services sem Bloomberg vitnar í. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 1236 orð | 6 myndir

Verslunarmannahelgin er búhnykkur fyrir kaupmenn

Verslunarmannahelgin gnæfir ekki lengur yfir aðrar helgar hvað verslun varðar, en er þó enn mikilvægur þáttur í rekstri margra fyrirtækja. Meira
31. júlí 2008 | Viðskiptablað | 150 orð | 1 mynd

Viðskipti aukast umfram framleiðsluaukningu

ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI munu halda áfram að aukast á næstunni þrátt fyrir að Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem lauk fyrr í þessari viku í Genf, hafi farið út um þúfur. Meira

Annað

31. júlí 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

147% munur á vallargjaldi

Kannað var vallargjald á nokkrum 18 holu golfvöllum. Uppgefin verð miðast við almennt vallargjald fyrir einstakling sem er utan golfklúbba og nýtur engra afsláttarkjara. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Amy fórnarlamb

Mitch Winehouse, faðir Amy Winehouse, er ákveðinn í því að einhver vina dóttur hans beri ábyrgð á því að hún var flutt á spítala í vikunni. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Arnarhreiður í beinni á vefnum

Arnarsetur Íslands, sem hefur verið í undirbúningi á Króksfjarðarnesi, hefur nú sett upp bráðabirgðatengingu við vefmyndavél sem staðsett er við arnarhreiður við Breiðafjörð. Er sýnd ný mynd á nokkurra sekúndna fresti á vefnum eyjasigling.is. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 60 orð

„Ég er alltaf að sjá fólk með engin headphone ganga milli tækja og...

„Ég er alltaf að sjá fólk með engin headphone ganga milli tækja og dangla í þau eins og fyrsta árs nemar í pípulagningum. Svo segir það „Oj, mér finnst svo leiðinlegt í ræktinni“. Það skil ég vel. Mér þætti þetta líka leiðinlegt. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 156 orð | 1 mynd

„Nafn? White... Alicia White“

Það er ólíklegur dúett er sér um James Bond lagið fyrir næstu mynd, Quantum of Solace, en þau Jack White úr The White Stripes og Alicia Keys eru búin að vinna titillag myndarinnar. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 40 orð

„Samkeppni hjá KR. Brá mér í Frostaskjól fyrr í kvöld og fylgdist...

„Samkeppni hjá KR. Brá mér í Frostaskjól fyrr í kvöld og fylgdist með leik KR og Fjölnis. Mér sýnist á öllu að með komu Bjarna Guðjónssonar hafi Björgólfur Takefusa fengið talsverða keppni um titilinn ,þéttasti' leikmaðurinn. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 50 orð

„Undanfarið hefur verið mikið rætt um „sellout“ ýmissa...

„Undanfarið hefur verið mikið rætt um „sellout“ ýmissa tónlistarmanna í auglýsingar. Ýmsir tala eins og tónlistarmenn eigi helst að borða úr nösunum á sér og spila á litlum krám. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Bílalánin eru þungur baggi

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bílalán í erlendri mynt séu þungur baggi á íslenskum heimilum nú þegar gengi íslensku krónunnar hefur fallið... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 297 orð | 1 mynd

Bílalánin þungur baggi

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 138 orð | 1 mynd

Bjarnarborgarsöngvarar á Íslandi

Blandaður kór frá Björneborg (Pori) í Finnlandi stígur á stokk í Norræna húsinu á morgun, föstudaginn 1. ágúst klukkan 20. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Borgar sig að vera vel búinn

Adolf Þórsson, forsvarsmaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, veit meira um útbúnað íslenskra útihátíðargesta en margir aðrir. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Brúnkubandið Merzedes Club verður með 16 ára ball í KA-heimilinu...

Brúnkubandið Merzedes Club verður með 16 ára ball í KA-heimilinu næstkomandi sunnudag. Óstaðfestar heimildir herma að söngdívurnar Rebekka og Magga Edda muni henda sér af sviðinu í áhorfandaskarann, eins og tíðkast gjarnan meðal rokkhljómsveita. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Býr til krækiberjavín

Gunnar Ómar Gunnarsson framleiðir íslensk vín í verksmiðju sinni á Húsavík úr berjum hvaðanæva af landinu en berjaspretta er sérlega góð... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 100 orð | 2 myndir

Die Hard-hetja skvettir vatni

Bruce Willis lætur ekki hvað sem er yfir sig ganga ef eitthvað er að marka myndir sem teknar voru í Beverly Hills í vikunni. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 102 orð

Diskó og pönk á safn

Sunnudaginn 3. ágúst verður haldið málþing og tónleikar á Árbæjarsafni í tengslum við sýninguna Diskó og pönk – ólíkir straumar? Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 201 orð | 1 mynd

Dragg borið fram eins og flagg

„Keppendurnir í ár eru samtals átta talsins, þrjár konur keppa um titilinn Draggkóngur ársins og fimm karlar keppa um titilinn Draggdrottning ársins,“ segir Georg Erlingsson, einn aðstandenda Draggkeppni Íslands 2008. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Drekktu betur Í kvöld verður keppt í Drekktu betur í síðasta skipti á...

Drekktu betur Í kvöld verður keppt í Drekktu betur í síðasta skipti á barnum Langa Manga á Ísafirði en þetta er jafnframt seinasta kvöldið sem barinn er opinn. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 267 orð | 1 mynd

Efni hækkar en smiðir lækka

„Auðvitað hefur steypa og járn hækkað í verði undanfarið en á móti kemur að það er mun auðveldara að fá iðnaðarmenn, þeir eru bæði ódýrari og hafa meiri tíma,“ sagði húsbyggjandi í Úlfarsárdal sem 24 stundir náðu tali af í gær. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 20 orð

Einar Ágúst fær meira fyrir sinn snúð

Einar Ágúst hringdi beint í Bónusvídeó og bauð þeim að selja diska sína eftir að hann heyrði af kjörum... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 255 orð | 1 mynd

Einar Ágúst velur bónusleiðina

„Ég sá þetta inni á einhverjum vef í gær og hafði beint samband við þá,“ segir Einar Ágúst sem er með fyrstu tónlistarmönnum til þess að nýta sér nýtt sölufyrirkomulag Bónusvídeós. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Ein með öllu lætur ekki sitt eftir liggja í poppbransanum. Nú er hægt að...

Ein með öllu lætur ekki sitt eftir liggja í poppbransanum. Nú er hægt að nálgast glænýtt myndband á youtube þar sem Sigurður Gunnarsson syngur um „eina með öllu“ sem hleypur hverjum sem er inn. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 552 orð | 1 mynd

Enginn veit hvað átt hefur...

Það var hárrétt ábending hjá bankastóra Landsbankans, Sigurjóni Árnasyni í útvarpsviðtali, að Íslendingar hafi allar forsendur til að lifa góðu lífi haldi þeir vel á málum. Spurning er hins vegar hvernig við berum okkur að. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 29 orð | 1 mynd

Erpur í rokkinu

Rapparinn Erpur Eyvindarson er með ofnæmi fyrir gítarhljóðum en lætur sig samt hafa það að mæta til vinnu á X-inu 977. Er með Frosta í Mínus í þættinum... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 290 orð | 3 myndir

Fagurt umhverfi Akureyrarbæjar

Hátíðin Ein með öllu og allt undir fer sem kunnugt er fram á Akureyri um helgina. Búist er við margmenni og fjölbreytt dagskrá verður alla dagana. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 92 orð | 1 mynd

Fallegir fossar

Hugmyndir um að Urriðafoss verði fallegri og betri eftir virkjun ríma vel við hugmyndir virkjanasérfræðinga um að hægt sé að virkja Dettifoss, Gullfoss og aðra fossa á þennan hátt. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 233 orð | 2 myndir

Flétta saman hugmyndir

Tvær myndlistarkonur flétta saman hugmyndir sínar og vinna með verk hvor annarrar á sýningu sem verður opnuð í Start Art í dag. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 237 orð

Fólk er uggandi eftir gjaldþrotið

Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Framleiðslan eykst í krónum

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 3,7% milli júní og júli. Allir þættir framleiðsluverðsins hækka en sjávarafurðir mest eða um 7,4% og vísitala stóriðju rís að sama skapi um 3,4%. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Gott kartöflusalat

Páll Ásgeir Ásgeirsson er vanur útivistarmaður en er minna fyrir það að grilla. Hann er ánægður með pylsur og kartöflusalat í sveitinni og gefur uppskrift að... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Grilllyktin var af húsbruna

Par sem lá í sólbaði fyrir utan hús sitt í Rainhill í Bandaríkjunum taldi sig finna lykt af grillveislu en voru í raun að þefa af eigin húsi sem stóð í ljósum logum. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 202 orð | 1 mynd

Grilluð kjúklingalæri með beikoni

Það er stundum hægt að fá kjúklingalæri á tilboðsverði og um að gera að næla sér í pakka af þeim. Kjúklingalæri eru hentug í ferðalagið. Grillsósuna er ágætt að gera heima áður en haldið er af stað. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 22 orð | 1 mynd

Græddu á háu hlutabréfaverði

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars vegna tekna ársins 2007 nemur 213,6 milljörðum og hækkar um 15,1%. Tekjur vegna fjármagnstekjuskatts jukust um... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 21 orð | 1 mynd

Guli hanskinn og Raggi

Dr. Spock og Raggi Bjarna eru byrjaðir að æfa saman fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stórsöngvarinn kemur fram með sveitinni á... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Hagkvæmust „Það eru allir að verða blankir í þjóðfélaginu,&ldquo...

Hagkvæmust „Það eru allir að verða blankir í þjóðfélaginu,“ segir Franz Gunnarsson einn aðstandenda „hagkvæmu“ útihátíðarinnar Jack Live sem haldin verður á Dillon skemmtistaðnum í Reykjavík. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Haukur Ingi Guðnason og félagar hans í meistaraflokki Fylkis nýttu góða...

Haukur Ingi Guðnason og félagar hans í meistaraflokki Fylkis nýttu góða veðrið í gær í heljarinnar golfferð, enda kannski nauðsynlegt að bæta móralinn hjá félaginu eftir slappt gengi í boltanum í sumar. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Heldur svalara

Áfram norðaustlæg átt og þokuloft við norður- og austurströndina. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar rigning eða súld sunnantil, en annars bjartviðri. Heldur... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 314 orð | 1 mynd

Hið opinbera naut góðærisins

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Samanlögð álagning útsvars og tekjuskatts á tekjur ársins 2007 nemur 213,6 milljörðum króna og hækkar um 15,1% á milli ára, samkvæmt tölum sem fjármálaráðuneytið birti í gær. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 16 orð

Hin kynóða Samantha í aðalhlutverki

Önnur kvikmyndin eftir Sex and the City þáttunum mun snúast um líf hinnar kynóðu Samönthu... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 196 orð | 1 mynd

Hitinn fór upp í 29,3 á Þingvöllum

Hitamet voru slegin víða um landið í gær m.a. á Þingvöllum þar sem hitinn mældist 29.3 gráður kl 15:00 en fyrra hitamet var 29,0 gráður árið 2004. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 26 orð | 1 mynd

Hlýjast vestanlands

Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og smáskúrir um landið sunnanvert. Skýjað og þurrt norðantil, en sums staðar þokubakkar við ströndina. Hiti 14 til 22 stig, hlýjast... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Hreyfing á ferðalaginu

Ef menn verða á ferðalagi um helgina er tilvalið að staldra við öðru hverju til að hreyfa sig. Það er góð hugmynd að hafa handhæg leiktæki með í farangrinum sem hægt er að grípa í nánast hvar sem er. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Hudson á lausu

Kate Hudson er laus og liðug á ný eftir að hafa slitið sambandi sínu með Lance Armstrong. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 111 orð | 1 mynd

Hulduruslafötur í miðborg

Þegar gengið er niður Laugaveg má nú víða sjá lítil blá hús sem minna á dúkkuhús. Þau eru hins vegar með þaki sem hægt er að lyfta svo hægt er að henda niður í þau rusli enda eru þau í raun ruslafötur, dulbúnar sem hús. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Húsin í Úlfarsárdal mjakast upp

„Við lifum þetta af,“ sögðu bræðurnir Reynir og Guðmundur Péturssynir þegar þeir voru spurðir um það hvort kreppan margumrædda hefði áhrif á byggingu þeirra í Úlfarsárdal. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 342 orð | 1 mynd

Hægir á alnæmisfaraldrinum

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Dregið hefur úr nýsmiti HIV-veirunnar og færri létust af völdum alnæmis á síðasta ári en árið áður. Þetta kemur fram í ársskýrslu UNAIDS, sameiginlegrar áætlunar Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 168 orð | 1 mynd

Hægt að greina geðklofa fyrr

Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu greindu í bandaríska vísindatímaritinu Nature í gær frá úrfellingum sem fundist hafa í erfðamengi mannsins sem auka áhættu þeirra sem þær bera á því að fá geðklofa. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 332 orð | 1 mynd

Hækkun á við tíu Hvannadalshnúka

Hjólreiðakapparnir Freyr Franksson og Darri Mikaelsson ráðast yfirleitt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir þremur árum hjóluðu þeir um Nepal og Tíbet þar sem þeir komu meðal annars við í grunnbúðum Everest-fjalls. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Hættulegur leikur

Ungir drengir í Keflavík stunda hættulegan leik sem felst í því að hlaupa á húsþökum. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Jónas hættir sem ritstjóri

Jónas Haraldsson hefur látið af störfum ritstjóra Viðskiptablaðsins. Þetta var tilkynnt á vef blaðsins í gær. Jónas var fyrst fréttastjóri á Viðskiptablaðinu, þá aðstoðarritstjóri og síðasta árið ritstjóri. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 84 orð

Karadzic komið í hendur SÞ

Radovan Karadzic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, var fluttur frá Serbíu í fangageymslur stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna aðfaranótt miðvikudags. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 205 orð | 1 mynd

Karlarnir lesa – konurnar bíða

Gantast er með það á Skagaströnd að karlar bæjarins séu nú uppteknir við lestur í öllum hornum og eiginkonur þeirra bíði á meðan því bókin Hvernig á að gera konuna þína hamingjusama datt inn um lúguna á hverju heimili á Skagaströnd í fyrradag. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 360 orð

Kjaftshögg

Konum fjölgar í Kvennaathvarfinu miðað við sama tíma í fyrra og eru vísbendingar um að heimilisofbeldi fari vaxandi. Það veldur áhyggjum. Áttatíu konur hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári, en þær voru hundrað allt árið í fyrra. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Kjúklingurinn í bað

Til að fá hreinan og fallegan kjúkling er gott að baða hann upp úr vatni og ediki. Setjið einn bolla af ediki og tvo bolla af vatni í skál og leggið kjúklinginn ofan í. Nuddið kjúklinginn upp úr blöndunni og endurtakið ferlið einu sinni í nýrri skál. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 17 orð | 1 mynd

Kláruðu TransAlp

Hjólreiðakapparnir Freyr Franksson og Darri Mikaelsson urðu fyrstir Íslendinga til að ljúka TransAlp-fjallahjólakeppninni sem þykir mikil... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 278 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

N ú stefnir í að sumarsmellur ársins verði Listaháskólinn við Laugaveg. Höfundar þessa einstæða farsa ganga nú hver fram af öðrum í hraustlegum yfirlýsingum að misathuguðu máli. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Lög fyrir hvern mánuð ársins

Almanak fyrir Ísland 2008 nefnist nýr 12 laga hljómdiskur sem kominn er út. Verkið er hugarfóstur Sigurðar Sigurðarsonar, söngvara og munnhörpuleikara, en hann var til langs tíma meðlimur í hljómsveitinni Kentár. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 252 orð | 1 mynd

Margar góðar gönguleiðir er að finna í Vestmannaeyjum

Þjóðhátíð í Eyjum er ætluð fyrir alla fjölskylduna og ýmislegt fleira er hægt að gera í Heimaey en að drekka öl og hlýða á tónlist. Á vefsíðunni Ganga. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Milljarðatap hjá Nyhedsavisen

Tap á rekstri 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen í Danmörku, nam sjö milljörðum króna fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 578 orð | 2 myndir

Munnurinn fyllist af safa

Það er ekki bara mannfólkið sem nýtur sín í veðurblíðunni sem ríkt hefur á landinu. Kjöraðstæður hafa myndast fyrir ber og er útlit fyrir að landinn geti skellt sér í berjamó óvenju snemma. Jafnvel strax í ágústbyrjun. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 230 orð | 1 mynd

Mýtan um iðnaðarmenn

Lengi vel taldi ég mig þolinmóða og umburðarlynda manneskju. Það er að segja þar til ég kynntist Iðnaðarmanninum. Iðnaðarmaðurinn bauð af sér góðan þokka til að byrja með. Virtist boðinn og búinn að rétta aumingja, einstæðu móðurinni hjálparhönd. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 49 orð

NEYTENDAVAKTIN Vallargjald pr. einstakling á 18 holu velli Golfvöllur...

NEYTENDAVAKTIN Vallargjald pr. einstakling á 18 holu velli Golfvöllur Vallargjald Verðmunur Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) 3.000 Hamarsvöllur Borgarnesi (GB) 3.500 17 % Hólmsvöllur Keflavík (GS) 4.500 50 % Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði (GK) 4. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Nýtt gigtarlyf í prófun hérlendis

Ónæmisdeild Landspítalans tekur nú þátt í fjölþjóðlegri tilraun á lyfinu Actemra, nýju lífvirku lyfi við iktsýki sem hefur verið í prófun undanfarin ár. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 99 orð | 1 mynd

Obama býður í grillveislu

Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Baracks Obama slógu upp heljarinnar grillveislu fyrir gesti og gangandi í Incline Village í Nevada á dögunum. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 222 orð | 2 myndir

Opið bréf til Árna Johnsens

Kæri Árni Johnsen, fyrst þú varst svona góður við mig um daginn þegar Bubbi boli var að stríða mér, þá langar mig til þess að launa þér greiðann og hjálpa þér í baráttu þinni við kóbrakjaftinn hana Agnesi Bragadóttur. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 504 orð | 1 mynd

Ódýrara að senda sms

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@24stundir.is Hvort sem sumarferðalaginu er heitið í jóska sveit, á frönsku rívíeruna, á Rauða torgið í Moskvu eða eitthvað allt annað er enginn tilneyddur að slíta sambandi við heimahagana. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 18 orð

Ólíklegur dúett fyrir James Bond

Í nýja James Bond-laginu syngja Alicia Keys og Jack White úr The White Stripes dúett. Lagið er... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 89 orð | 1 mynd

Prinsippmaður

Nálægðin við einstaklinginn er svo mikil og margir vita að viðkomandi er öndvegis. En það er aukaatriði. Alveg eins og persóna borgarstjóra. Af hverju er útilokað að ákvörðun borgarstjóra hafi eingöngu verið faglegs eðlis? Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 326 orð | 3 myndir

Rappkóngurinn á rokkeyjunni

Birgir Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Hlustendur X-sins hafa án efa orðið varir við kjaftinn í Erpi Eyvindarsyni sem síðan á mánudag hefur verið annar umsjónarmaður síðdegisþáttarins Harmageddon. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 115 orð | 1 mynd

Reykingabanni hnekkt að hluta

Kráargestir í Baden-Württemberg og Berlín gátu í gær kveikt í sígarettum á krám, eftir að stjórnarskrárréttur Þýskalands felldi reglur um bann við reykingum úr gildi. Dómstóllinn komst að því að smærri knæpur bæru skarðan hlut frá borði í reykingabanni. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Samantha aðalstjarnan

Staðfest hefur verið að framhaldsmynd Sex and the City sé í bígerð. Framleiðsla er á frumstigi en leikkonurnar fjórar eru strax byrjaðar að sýna klærnar. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Sjóður til húsnæðislána

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað frumvarp um að stofnaður verði sjóður til að styðja þá 400.000 húsnæðiseigendur vestanhafs sem eiga í greiðsluvanda. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Skila 2,9% hlut í Eimskip

Eimskipafélagið hefur gert samkomulag við tvo af fyrrverandi eigendum Innovate í Bretlandi. Þeir Stephen Savage og Stephen Dargavel munu skila yfir 55 milljónum hluta í Eimskip sem gefnir voru út vegna kaupa á hlutafé Innovate í júní 2007. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 161 orð | 1 mynd

Skyndibitabann

Lög sem koma í veg fyrir opnun nýrra skyndibitastaða í suðurhluta Los Angeles-borgar hafa verið einróma samþykkt af borgarstjórn. Lögin munu gilda að minnsta kosti næsta árið. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 601 orð | 2 myndir

Snýst allt um að gera lífið einfalt

Páll Ásgeir Ásgeirsson, höfundur leiðsögubókarinnar 101 Ísland sem nú situr á metsölulistum, leggur mikið upp úr því að hafa lífið einfalt. Það á sérstaklega við í tjaldútilegum en hann kýs pylsur á grillið ásamt heimsins besta kartöflusalati en gefur lítið fyrir útihátíðir. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 270 orð | 1 mynd

Snýst auðvitað bara um að hlaupa

„Ég er að undirbúa mig fyrir hálfmaraþon en ég hef tekið 10 km nokkrum sinnum, t.d. í fyrra, en alltaf verið í alveg glötuðu formi,“ segir Eiríkur Ásþór Ragnarsson tónlistarmaður en hann stefnir á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 23. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 113 orð | 1 mynd

SPRON tapaði fimm milljörðum

SPRON tapaði fimm milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins, samanborið við 5,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu SPRON segir að þróun á hlutabréfamarkaði hafi leitt til 4,9 milljarða króna gengistaps. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Stjórnarflokkur ekki bannaður

AK-flokkur Recep Tayyip Erdogan, sem fer með stjórnartaumana í Tyrklandi, slapp í gær með skrekkinn, þegar stjórnarskrárdómstóll úrskurðaði að starfsemi flokksins skyldi ekki bönnuð. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 40 orð | 1 mynd

Stjórnvöld fá frest til að svara

Stjórnvöld hafa vegna sumarleyfa fengið frest til að svara bráðabirgðaniðurstöðu ESA um Íbúðalánasjóð, en í niðurstöðunni segir að ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs standist ekki EES-samninginn. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 230 orð | 1 mynd

Straumur tapar á skuldabréfum

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki tapaði 1,4 milljónum evra, sem jafngildir 175 milljónum íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra er hagnaður af starfseminni var 94,2 milljónir evra. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Strípilöggur?

Tveir lögreglumen sem bönkuðu uppá í gleðskap í þýska þorpinu Simmern hlutu höfðinglegar móttökur veislugesta – nokkuð sem þeir eiga ekki að venjast þegar þeir biðja fólk um að lækka í hljómtækjunum. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 99 orð

stutt

Laminn með járnstöng Ráðist var á karlmann á sextugsaldri í fyrrinótt og hann rændur og laminn í höfuðið með járnstöng. Árásin átti sér stað við Stórholt. Honum tókst að komast í burtu og gera leigubílstjóra viðvart. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 75 orð

Stutt Árborg Sveitarfélagið hefur samið við Sláturfélag Suðurlands um...

Stutt Árborg Sveitarfélagið hefur samið við Sláturfélag Suðurlands um heimsendingu matar til eldri borgara og öryrkja frá og með 1. ágúst næstkomandi, en hingað til hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands séð um þessa þjónustu. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Svartsýnin í Evrópu eykst

Væntingar evrópskra neytenda hafa ekki verið minni síðan eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Snarhækkandi hrávöruverð og áframhaldandi styrking evrunnar gagnvart Bandaríkjadal valda áhyggjum meðal neytenda og ráðamanna fyrirtækja. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 196 orð | 1 mynd

Tekinn biti úr sólinni

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur í fyrramálið fyrir sólskoðun á Austurvelli. Þá verður deildarmyrkvi á sólu. „Ef sést til sólar ætlum við að sjá þegar tunglið gengur inn fyrir sólina. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Tónleikar Í dag fara fram síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lifandi...

Tónleikar Í dag fara fram síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lifandi miðbær, í tilefni aldar afmælis Hafnarfjarðarbæjar. Marta Dís Stefánsdóttir fer fyrir verkefninu. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

TransAlp-keppnin

Jeantex Bike TransAlp-fjallahjólakeppnin fór fram í 11. skipti dagana 19.- 26. júlí. Leiðin liggur frá Füssen í Þýskalandi til Riva del Garda á Ítalíu. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 378 orð | 1 mynd

Ungfrú Reykjavík

Miðbænum í Reykjavík hefur verið líkt við unga konu. Ungfrú Reykjavík er falleg, góð og klár. Um nokkurt skeið hafa ákafir vonbiðlar verið á eftir henni. Þeir hafa hins vegar nálgast hana með því að segja henni að nú sé hún farin að eldast og láta á... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 96 orð

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,1% í gær. Lokagildi hennar...

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,1% í gær. Lokagildi hennar var 4.094 stig. Mest lækkuðu Kaupþing, um 1,9%, Straumur-Burðarás, um 1,8% og Glitnir, um 1%. Mest hækkuðu Century Aluminum, um 9,3%, Exista, um 2,3% og Föroya Banki, um 2,2%. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Vallónar líta til Frakklands

Nærri helmingur frönskumælandi Belga myndi vilja ganga í Frakkland, ef Belgíu yrði skipt upp. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í gær. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Vatnslistaverk, vídeó og torg

Sjö verkefni hlutu styrk úr Menningarnæturpotti Landsbankans í gær. Þóttu þau öll taka á skemmtilegan hátt mið af þema Menningarnætur þessa árs – Torg í borg. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 324 orð | 1 mynd

Vaxandi óvissa um Listaháskóla

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Allt er nú óvíst um byggingu nýs Listaháskóla við Laugaveg. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Vilja kosta skilti í Reynisfjöru

Kynnisferðir hafa boðist til að standa straum af kostnaði við hönnun, gerð og uppsetningu á viðvörunarskilti í Reynisfjöru. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 129 orð | 1 mynd

Vill fund um bensínverð

Talsmaður neytenda hefur boðið fulltrúa olíufélaganna á fund við sig í byrjun ágúst til að ræða verðmyndun á bensíni og díselolíu. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Vonbrigði

Það eru mikil vonbrigði að Doha viðræðurnar fóru út um þúfur. Ég var farin að hlakka til að sjá styrkjakerfi landbúnaðarins breytast. Nú þurfum við líklega að bíða í fjöldamörg ár í viðbót en þessi samningur sem rætt var um hefur verið í viðræðum í 7... Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 101 orð

Þollausir gagnvart nágrönnum

Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði maður lagt bíl sínum aftan við bíl nágranna. Sá fyrrnefndi sagðist eiga stæðið og vildi kenna nágrannanum lexíu. Umrætt stæði var ómerkt og lét lögregla manninn færa bílinn. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 196 orð | 1 mynd

Ætla að flytja það besta frá báðum

„Það eru allir að komast í gírinn,“ segir Óttarr Proppé um væntanlegt samstarf sveitar sinnar Dr. Spock og Ragga Bjarna á Þjóðhátíð. „Við höfum verið að hittast og bera saman bækur okkar og erum búnir að æfa saman. Meira
31. júlí 2008 | 24 stundir | 690 orð | 2 myndir

Ætla að læra að kafa í Malasíu

Það er engin lognmolla hjá nýkrýndum Íslandsmeistara kvenna í höggleik, Helenu Árnadóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.