Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Palestínu, Mahmoud Abbas, hafnaði í gær nýju tilboði Ísraela að friðarsamningi og telur það algerlega óviðunandi.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að reyna ekki að ná bíl franska ferðamannsins upp úr Jökulsá á Dal. Bíllinn endaði í ánni á sunnudag og komst ferðamaðurinn úr honum með herkjum.
Meira
TRAUSTI Guðjónsson og Ragnheiður Jónsdóttir fagna í dag platínubrúðkaupi, en þau gengu í hjónaband á 23 ára afmælisdegi brúðgumans árið 1938. Þau segja að ástin sé að sjálfsögðu sterk eftir 70 ár og nefnir Trausti að þau haldist enn þá stundum í hendur.
Meira
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÉG tel mig gríðarlega heppinn að vera á lífi eftir þessa árás, alveg gríðarlega,“ segir Miguel Angel Sepulveda Roman.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN kynnti í gær framkvæmdaáætlun sem felur í sér að byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma verði hraðað. Auk þess verður 380 núverandi rýmum breytt úr fjölbýli í einbýli.
Meira
Hælisleitandinn dr. Ot Alaas, sem fór í hungurverkfall 21. júlí sl. er hættur í sveltinu og hefur fengið vinnu. Að sögn Hildar S. Ólafsdóttur hjá Rauða krossinum hitti hún Ot sl. fimmtudag.
Meira
* EGGERT Claessen var veitt doktorsnafnbót í viðskiptafræði frá Brunel University 24. maí sl. fyrir rannsóknir sínar við Henley Management College í Bretlandi.
Meira
OPINBER umræða um dómsmál einkennist stundum af vankunnáttu og klisjum, að mati hæstaréttardómara. Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur að dómarar verði að sætta sig við að úrlausnir þeirra séu gagnrýndar.
Meira
STÓREFLA þarf almenningssamgöngur í þéttbýli en árum saman hafa sveitarfélög sinnt málefninu af veikum mætti. Þetta kemur fram í ályktun sem Vinstrihreyfing – grænt framboð (VG) sendu frá sér í gær.
Meira
MÚTUÞÆGNI er útbreidd í Indónesíu, pólitíkusar, bankastjórar og aðrir valdamenn falla margir fyrir freistingunni. Stofnun sem berst gegn spillingu vill nú grípa til nýrra ráða.
Meira
EKKI er vitað hvers vegna boð frá neyðarsendi á Skagafirði voru allt að fimm tíma á leiðinni til Landhelgisgæslunnar aðfaranótt sunnudags. Rannsóknarnefnd sjóslysa fer nú með rannsókn málsins.
Meira
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VONIR standa til þess að hægt verði að koma gervihnattasendum í allt að 5 hrefnur hér við land í haust og stefnt er að frekari merkingum á næsta ári.
Meira
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Húsavík | Það stóðu öll spjót á Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í Borgarhólsskóla í gær á opnum fundi.
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá því Georgíumenn öðluðust sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna hefur leið til velsældar og pólitísks stöðugleika reynst ærið grýtt.
Meira
STJÓRN félags ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem staða Sparisjóðs Mýrasýslu er hörmuð og margt sagt gagnrýnivert í söluferli sparisjóðsins til Kaupþings.
Meira
LITLA stúlkan sem kom fram á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Peking á föstudag hreyfði í raun aðeins varirnar með upptöku af söng annarrar lítillar stúlku.
Meira
FJÖLDI þekktra Íslendinga flykktist í gær með flíkur, skart, skó og aðra muni til Jóhönnu Kristjónsdóttur en þeir verða seldir á svokölluðum Súk glæsimarkaði í Perlunni 30. ágúst nk.
Meira
GÍSLI Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur ákveðið að fara í meistaranám í borgarfræðum við Edinborgarháskóla í haust, en hann hyggst útskrifast úr BA-námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í haust.
Meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er efst í sínum riðli á Ólympíuleikunum í Peking eftir að hafa sigrað heimsmeistaralið Þýskalands á sannfærandi hátt í gær. Ísland vann 33:29 og hafði áður lagt Rússa að velli.
Meira
Búast má við að lánskjör bankanna erlendis fari batnandi í kjölfar skýrslna á vegum Credit Sights og Royal Bank of Scotland (RBS) sem draga upp aðra mynd af þeim en hingað til hefur komið fram.
Meira
BARNA- og unglingakór Nýja Íslands hélt í gær áleiðis heim til Kanada í dag eftir tveggja vikna söngferðalag um Ísland. Rosalind Vigfusson frá Arborg í Manitoba stofnaði kórinn 1999 og hefur stjórnað honum síðan.
Meira
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HVAR er best að láta reykja lax?“ spurði erlendur veiðimaður mig árla morguns við veiðihúsið við Eystri-Rangá nýlega.
Meira
LEIK Íslendinga gegn Þjóðverjum í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking var lýst beint með texta á vef mbl.is í gær. Heimsóknafjöldi var gríðarlegur og greinilegt að fjölmargir fylgdust með leiknum á vefnum.
Meira
SÖLUMAÐUR í Dakka, höfuðborg Bangladess, raðaði upp hrísgrjónum til sýnis á heildsölumarkaði í gær. Búist er við því að verð á hrísgrjónum hækki þegar föstumánuður múslima, Ramadan, gengur í garð 1. september.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is AFNÁM hættulegrar beygju við Kotströnd á hinum mjög svo hættulega kafla Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, er meðal tillagna sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi við tvöföldun Suðurlandsvegar.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FLEST bendir til þess að átökunum í Georgíu sé nú að ljúka þótt búast megi áfram við skærum hér og þar, að sögn heimildarmanna.
Meira
LEIKGERÐ verðlaunaskáldsögunnar Sumarljós og svo kemur nóttin verður á fjölum Þjóðleikhússins í vetur og söngleikurinn Söngvaseiður verður settur upp í Borgarleikhúsinu.
Meira
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is OPINBER umfjöllun um dómsmál einkennist stundum af vankunnáttu og klisjuhugsun, sem er til þess fallin að rýra traust almennings á dómstólum ef ekki er brugðist við.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SVEINN Hrafnsson, starfsmaður hjá Air Atlanta í London, hefur vakið athygli í enskum fjölmiðlum fyrir vetnistilraun sem hann gerði á sínu eigin Harley Davidson-mótorhjóli í þágu orkusparnaðar hjá fyrirtækinu.
Meira
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN vilja sjá ákveðnar breytingar á meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Meira
Það er sjálfsagt mál að hvetja fólk til að neyta hollari matar og hreyfa sig meira. Offita er faraldur sem breiðist nú út á Íslandi samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Meira
Talsverðar umræður fara nú fram um umhverfisvottun sjávarafurða. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu vilja stórmarkaðir erlendis í auknum mæli að slík merking sé á fiski, sem þeir selja.
Meira
Athyglisverðar upplýsingar komu fram í grein Guðlaugs Þ. Þórðarsonar heilbrigðisráðherra hér í blaðinu í gær. Hann segir þar frá samningi um fjölgun augasteinaaðgerða, sem gerður var síðastliðið vor og auðveldar almenningi að komast í slíkar aðgerðir.
Meira
ÚT er komin ljóðabókin Blóðeyjar eftir Sigrúnu Björnsdóttur. Í bókinni eru þrjátíu ljóð sem skiptast í þrjá kafla. Í þeim fyrsta er orðið og blóðheit ástin lykilstef, í öðrum landið og blóðfórnir og í þeim þriðja tíminn og blóðeyjar.
Meira
ÁÐUR óbirt persónuleg skjöl frá Caitlin Thomas, eiginkonu ljóðskáldsins Dylan Thomas, verða boðin upp á næstunni. Þar skrifar hún eigin hendi um tilfinningar sínar til skáldsins eftir að hann lést.
Meira
Einar Bragi Bragason, saxófóna og flautur, ásamt Jóni Hilmari Kárasyni og Hákoni Möller, gítara, Jóhann Ásmundssyni og Rasmusi Johansen, bassa, Gunnlaugi Briem, Hakoni Kristiansen og Finni Sletten, trommur auk radda og strengja. Hljóðritað á Íslandi og í Noregi. Geimsteinn 2008.
Meira
* Hitamolla og svitakóf er það sem maður helst heyrir á fólki að hafi einkennt tónleika Erics Claptons í Egilshöll á föstudaginn. Jú, og að hann hafi ekki tekið „Layla“.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is EKKI verður annað sagt en að Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafi í nógu að snúast. Raunveruleika- þáttur er handan við hornið, kvikmyndahlutverk sömuleiðis og samfara þessu þarf hún að stýra fyrirtæki og ala upp þrjú...
Meira
Ásdísi hefur ekki enn tekist að selja fyrirtæki sitt, umboðsskrifstofuna Ice Models, sem hún auglýsti til sölu í júní. „Nei, það hefur ekki gengið.
Meira
KNATTSPYRNUKEMPAN Steven Gerrard er sagður þyrnir í augum nágranna sinna þessa dagana. Gerrard lét reisa sér tveggja hæða líkamsræktarstöð á landareign sinni í Fromby og kostaði framkvæmdin 350.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÓMAR Guðjónsson hefur eiginlega spilað með öllum. „Og mér finnst það hafa verið mikil lukka, búinn að fá að vinna með frábærum músíköntum og ótrúlegu fólki.
Meira
Það var langþráður draumur að heyra í Eric Clapton á tónleikum. Ég held að flestum sem fóru á tónleika hans í Egilshöll á föstudagskvöldið hljóti að hafa fundist tími löngu til kominn að hann spilaði hér, eftir ótal ferðir hingað til að veiða lax.
Meira
EKKI eru allir á eitt sáttir um rithöfundarhæfileika Frakkans Michel Houellebecq, en almenn samstaða virðist um það að hann sé vonlaus leikstjóri samkvæmt breska blaðinu Guardian . Houellebecq frumsýndi myndina La Possibilité d'une île (ísl.
Meira
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HJÓNIN Susan Schade og Jon Buller hafa gefið út fjölmargar barnabækur, en Schade semur texta og Buller teiknar.
Meira
ÞING norrænna kvenna- og kynjasögufræðinga fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag. Á ráðstefnunni verða þrír lykilfyrirlesarar, pallborðsumræður, málstofur og hringborðsumræður.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is DAGSKRÁ næsta leikárs er að taka á sig mynd og verður hér stiklað á stóru um verkefni vetrarins hjá stóru atvinnuleikhúsunum þremur en öll tilkynna þau endanlega dagskrá á næstu vikum.
Meira
1. Sail - James Patterson & Howard Roughan 2. Nothing to Lose - Lee Child 3. The Host - Stephenie Meyer 4. Plague Ship - Clive Cussler &Jack Du Brul 5. Love The One You're With - Emily Giffin 6. Chasing Harry Winston - Lauren Weisberger 7.
Meira
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is MIKILL fjöldi söngvara og annarra tónlistarmanna mun koma fram á tónleikum sem haldnir verða til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Laugardalshöllinni föstudagskvöldið 10. október næstkomandi.
Meira
Í KVÖLD verða haldnir píanótónleikar í Salnum í Kópavogi og hefjast þeir klukkan 20. Þar mun Tibor Szász píanóleikari flytja Píanósónötu Nr. 1. eftir Robert Schumann, Paganini tilbrigði eftir Johannes Brahms og H-moll sónötu Franz Liszt.
Meira
Elías Jónatansson skrifar um skipulagsmál og atvinnulíf í Bolungarvík: "Velta sjóstangaveiðinnar gæti þá verið orðin allt að 4-5% af veltu hefðbundins sjávarútvegs eftir fimm ár ef vel gengur."
Meira
Einar Sveinbjörnsson | 12. ágúst 2008 Sumarfannir í Esjunni Ég rakst fyrir algera tilviljun á frétt í Morgunblaðinu um fannir í Esjunni í sumarlok 1961 (5. sept.
Meira
Hvetjum hvert annað til dáða og hættum öllu niðurrifstali, segir Marta Eiríksdóttir: "Við eigum frekar að horfa í nýja átt og sjá hvar sólin getur skinið nið'r á okkur næst."
Meira
Emil H. Valgeirsson | 11. ágúst Smárinn Ég ætla nú aðeins að snúa mér að gróðri jarðar og taka fyrir þessa sérstöku plöntu sem við þekkjum öll og nefnist hvítsmári, oftast kallaður bara smári.
Meira
Eftir Kristin H. Gunnarsson: "Stóra stjórnin er ekki sú sem ræður best við að leysa erfiðu málin. Stóru flokkarnir eru mótvægi hvor við annan með mismunandi meginstefnu."
Meira
Mikið var hún falleg, Lin litla í rauða kjólnum sínum, sem bærði varirnar við lagið Óð til ættjarðarinnar á sama tíma og fáni kínverska alþýðulýðveldisins var borinn inn á leikvanginn við setningarathöfnina.
Meira
Eftir Heimi Örn Herbertsson: "Meirihluti Hæstaréttar hefur af hendi sumra sætt þungu ámæli fyrir dóm sinn og hefur jafnvel verið veist að dómurunum tveimur og héraðsdómaranum af þessu tilefni á afar ósmekklegan hátt."
Meira
Birgir Hlynur Sigurðsson skrifar um skipulag á Kársnesi: "Ég kannast ekki við harðar deilur um framtíðarskipulag á Kársnesi sem Þórarni Ævarssyni verður tíðrætt um heldur eðlilegt samráð og umræður."
Meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson og Agnar Bragi Bragason segja frá æskulýðsstarfi á Íslandi: "Æskulýðsgáttin hefur alla burði til að vera miðpunktur í upplýsingagjöf til aðildarfélaga, stjórnvalda og almennings um æskulýðsmál og skipulag þeirra."
Meira
Davíð Héðinsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1969. Hann lést á Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Olga Hjaltadóttir, f. 10. mars 1934, d. 2. febrúar 1996, og Héðinn Emilsson, f. 22. febrúar 1933, d. 1. mars 2006.
MeiraKaupa minningabók
Guðný Tómasdóttir fæddist 19. mars 1912. Hún lést 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21.10. 1876, d. 12.10. 1950 og kona hans Elinborg Jónsdóttir, f. 23.7. 1886, d. 23.7. 1975.
MeiraKaupa minningabók
Gunnsteinn Sólberg Sigurðsson fæddist í Vallholti á Akureyri 21. júní 1940. Hann lést á Akureyri fimmtudaginn 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundz Sigurðsson, f. 1894, d. 1984, og Þórunn Sigríður Pétursdóttir, f. 1896, d. 1987.
MeiraKaupa minningabók
Pálína Freygerður Þorsteinsdóttir fæddist í Hellugerði á Árskógsströnd 12. apríl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
GUÐBJÖRG Edda Eggertsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Actavis, samkvæmt tilkynningu frá Actavis. Hún tekur við starfinu af Sigurði Óla Ólafssyni sem á dögunum tók við forstjórastól Actavis af Róberti Wessman.
Meira
HAGNAÐUR Marels á öðrum ársfjórðungi nam um 10,1 milljón evra, eða 1,2%. Er þetta 36% aukning hagnaðar frá sama tíma í fyrra. Sölutekjur tvöfölduðust og námu þær 45 milljónum evra.
Meira
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is Greinendur á vegum Credit Sights og Royal Bank of Scotland (RBS) hafa í kjölfar uppgjöra stóru íslensku bankanna þriggja birt skýrslur sem draga upp aðra mynd af þeim en hingað til hefur komið fram.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN endaði í 4.242 stigum í kauphöllinni í gær og hafði þá hækkað um 0,5%. Mesta hækkun var hjá Atlantic Airways og Bakkavör, um 4,6% og hjá Exista um 3,7%. Century Aluminum lækkaði um 1,5% og Kaupþing um 0,8%.
Meira
Stefán Vilhjálmsson fylgdist með leik Íslendinga og Þjóðverja á Ólympíuleikunum í gær og í stöðunni 20:20 var honum öllum lokið: Staðan spennu stöðugt jók, nú stendur jafnt. Taugar búnar, tók mér smók en titra samt!
Meira
Handklæði eru meðal þess sem hótelgestir girnast hvað mest af lausamunum á hótelherbergjum. Sumir láta þó ekki þar við sitja heldur grípa með sér klósettsetuna þegar hóteldvölinni lýkur.
Meira
ÞÆR eru svo sannarlega raunverulegar ásýndar dúkkurnar sem hin breska Deborah King býr til undir heitinu Reborn Baby, þó sumir kalli þær raunar einnig „gervibörn“. Umtalsverð vinna liggur að baki gerð hverrar dúkku.
Meira
Þau giftu sig 13. ágúst 1938 á 23 ára afmælisdegi brúðgumans, Trausta Guðjónssonar, en brúðurin, Ragnheiður Jónsdóttir, var þá tvítug. Í dag fagna þau því 70 ára hjúskaparafmæli.
Meira
London er borg fjölmenningar og margbreytileika og innan marka hennar leynast ógleymanlegir staðir sem geta auðveldlega farið fram hjá gleggstu ferðamönnum. Bókmenntafræðingurinn Arnhildur Lilý Karlsdóttir býr í London.
Meira
Þau svara Ian Watson og Margrét Gunnarsdóttir hafa langa reynslu sem fararstjórar. Ian er einnig ferðahandbókahöfundur og rekur vefsíðuna ferdastofan is. Margrét er upplýsingafræðingur og ritstjóri vefjarins ferðalangur.net.
Meira
Aðalbjörg Oddgeirsdóttir, Sólvöllum 4, áður Nýja-Kastala, Stokkseyri, er níræð í dag. Hún verður að heiman í dag, en tekur á móti gestum sunnudaginn 17. ágúst í Félagslundi, Gaulverjabæ, kl....
Meira
FYRIR mörgum árum fylgdist kona nokkur með sjónvarpsþáttaröð um breska nunnu í Ríkissjónvarpinu. Henni fannst þættirnir bæði spennandi og skemmtilegir. Þegar lokaþátturinn var sýndur var hún í útlöndum.
Meira
Akureyri Elsa Margrét fæddist 11. júní kl. 4.31. Hún vó 4.020 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Hrönn Þórisdóttir og Þórður Ingi...
Meira
Mótaskráin Beinagrind mótaskrárinnar fyrir starfsárið 2008-9 er komin á vef Bridssambandsins. Segja má að vertíðin hefjist með úrslitum og undanúrslitum í Bikarkeppni BSÍ en þau fara fram 13.-14. september.
Meira
ABC Studios, fyrirtækið sem framleiðir þættina LOST , þ.e. Lífsháska, mun þessa dagana eiga í launaviðræðum við tvo leikara úr þáttunum, Matthew Fox og Evangeline Lilly. Fox og Lilly fá 150.
Meira
Einkaþjálfarinn og Hafnfirðingurinn Þráinn Gunnarsson verður í dag 35 ára gamall. „Ég ætla að fara út að borða með kærustunni minni, við vorum að hugsa um Pottinn og pönnuna,“ segir Þráinn um fyrirætlanir sínar í tilefni dagsins stóra.
Meira
Hjónin Ragnheiður Jónsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði og Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum eiga 70 ára hjúskaparafmæli í dag, 13. ágúst. Trausti á einnig afmæli í dag og er 93 ára en Ragnheiður verður 91 árs í október.
Meira
Plató og Platypus ganga inn á bar ... nefnist bók eftir Thomas Cathcart og Daniel Klein og fjallar hún um það hvernig skilja megi heimspeki í gegnum brandara. Bókina tileinka höfundarnir Groucho Marx, sem þeir kalla heimspekilegan afa sinn.
Meira
„ÞESSI sigur er jákvætt merki um það að við séum gott lið,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið lagði heimsmeistara Þjóðverja, 33:29, í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Peking í gær.
Meira
TÓLF leikmenn úr Landsbankadeild karla voru úrskurðaðir í leikbönn á vikulegum fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær og verða þeir allir í banni með liðum sínum næsta sunnudag þegar 16. umferð deildarinnar fer fram.
Meira
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir sundkona er eini íslenski keppandinn sem keppir í dag á Ólympíuleikunum í Peking. Hún keppir í 100 metra skriðsundi en Íslandsmet hennar er 56,06 sekúndur sem hún setti í Melbourne í Ástralíu í fyrra.
Meira
ÍSLENSKA piltalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri beið í gær ósigur, 34:33 gegn Noregi. Var þetta fyrsti leikur Íslands í milliriðli á Evrópumótinu sem fram fer í Tékklandi.
Meira
ÓLAFUR Jóhannesson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í gær val á 20 manna landsliðshóp sínum fyrir æfingaleik Íslands gegn Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í næstu viku.
Meira
R afael Nadal , hinn spænski tenniskappi sendi skýr skilaboð í gær þegar hann vann andstæðing sinn örugglega á Ólympíuleikunum. Vann Nadal Ástralann Lleyton Hewitt örugglega í tveimur settum, 6:1 og 6:2.
Meira
Króatíski knattspyrnumaðurinn Igor Bilokapic leikur ekki fleiri leiki með Skagamönnum í sumar en fram kom á vef ÍA í gær að félagið hafi komist að samkomulagi við leikmanninn um að rifta samningi hans við liðið.
Meira
Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hafnaði í gær ósk danska handknattleikssambandsins um að fá að kalla línumann til Peking í stað Michael Knudsen sem veiktist af botnlangabólgu um síðustu helgi og getur ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum.
Meira
,,FÓLK vill meina að við séum ekki búnar að vera sannfærandi megnið af mótinu og við höfum ákveðið að svara því og höfum gert það vel í síðustu tveimur leikjum,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara Vals, við Morgunblaðið eftir...
Meira
ÞAÐ hefur vart farið fram hjá íþróttaáhugamönnum og jafnvel þeim sem takmarkaðri áhuga hafa fyrir íþróttum að „strákarnir okkar“ eins og handknattleiklandslið karla er jafnan nefnt, ekki hvað síst þegar vel gengur, hefur leikið við hvurn...
Meira
BJÖRGVIN Gústavsson er ekki leikreyndasti markvörðurinn á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin tekur þátt í sínum fyrstu leikum sem eru jafnframt fyrsta stórmót hans.
Meira
LÚKAS Kostic, þjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, valdi í gær leikmannahóp sem etur kappi við Dani í vináttuleik á KR-vellinum á miðvikudaginn.
Meira
EVRÓPUMEISTURUM Dana í handknattleik karla var greitt þungt högg af Suður-Kóreumönnum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gær þegar hinir síðarnefndu unnu eins marks sigur, 31:30.
Meira
BANDARÍSKA sundkonan Natalie Coughlin varði ólympíugull sitt frá því í Aþenu í 100 m baksundi þegar hún synti á tímanum 58,96 sek. í úrslitum í gær. Coughlin er fædd 23.
Meira
STÓRSKYTTAN Alexey Rastvortsev tryggði Rússum eins marka sigur á Egyptum í jöfnum og spennandi leik, 28:27, í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gær.
Meira
BANDARÍSKI sundmaðurinn Michael Phelps komst í gær í hóp heldri manna þegar hann vann gull í 200 m skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking. Synti Phelps á tímanum 1:42,96 og setti þar með nýtt heimsmet í greininni. Var þetta þriðja ólympíugull Phelps á leikunum í Peking en það níunda í það heila.
Meira
SAMVINNA, barátta og áræðni er það fyrsta sem mér dettur í hug ef ég ætti að lýsa fyrstu tveimur leikjum íslenska handknattleiksliðsins á Ólympíuleikunum í Peking.
Meira
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Leif Mikkelsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, hlóð íslenska landsliðið lofi þegar hann lýsti í danska sjónvarpinu leik þess og Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking í gær.
Meira
STJARNAN tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu í gær þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Þór. ÍBV og Selfoss láta engan bilbug á sér finna og innbyrtu sigra, líkt og KA sem lagði Njarðvík. Þá gerðu Víkingur R. og KS/Leiftur 1:1-jafntefli líkt og Víkingur Ó. og Leiknir.
Meira
„ÉG er rosalega stoltur af liðinu, þetta var meiriháttar. Stærðin skiptir máli en ekki öllu máli í handbolta. Við erum með fljóta og sterka stráka í varnarleiknum og þeir stóðu sig gríðarlega vel gegn sterku liði Þjóðverja.
Meira
„ÞETTA var sætur sigur og ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistaralið á Ólympíuleikum. Við byrjuðum strax að búa okkur undir leikinn eftir sigurinn gegn Rússum.
Meira
„VIÐ eigum Asíumeistarana, Evrópumeistarana og Afríkumeistarana eftir þannig að það er ágætt að byrja á því að vinna heimsmeistarana eftir sigurleik gegn Rússum.
Meira
ALEXANDER Petersson hefur lítið fengið að hvíla sig í fyrstu tveimur leikjum Íslands á Ólympíuleikunum en hann lék „óvenjulítið“ í gær í 33:29-sigrinum gegn Þjóðverjum, eða í 46 mínútur af alls 60.
Meira
„ÞAÐ hefur verið þannig með íslenska landsliðið á undanförnum árum að við höfum alltaf getað unnið hvað lið sem er. Við getum líka tapað fyrir hverjum sem er. Mér fannst við flottir gegn Þjóðverjum. Vörnin var ákveðin og þétt.
Meira
Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra kynnti í gær, í samvinnu við Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, framkvæmdaáætlun sem felur í sér að uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldraða verði hraðað og einbýlum fjölgað.
Meira
Fréttir berast af gífurlegri berjasprettu víða um land. Því könnuðum við verð á berjatínum. Ýmsar tegundir eru í boði og oftast eru taupokatínurnar ódýrari og fást m.a. í Samkaupum og Europris.
Meira
Mahmoud Abbas Palestínuforseti hefur hafnað tilboði Ísraela umfriðarsamning, þar sem ekki sé gert ráð fyrir palestínsku ríki með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg. Abbas segir tilboðið ekki vera boðlegt og tímasóun.
Meira
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Dmitri Medvedev Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær að hernaðaraðgerðum Rússa í Georgíu væri lokið. Talsmaður Georgíustjórnar segir þó að Rússar sitji sem fastast og skjóti enn á borgaraleg skotmörk í Georgíu.
Meira
Á Íslandi er að finna ýmsa algenga sveppi sem henta vel til matargerðar. Þá má yfirleitt tína frá miðju sumri og fram á haust eftir því sem veður leyfir. Lerki- og furusveppir eru hentugir matsveppir sem má finna víða í skógum.
Meira
Fólk er betur meðvitað um rétt sinn og er fúsara að leggja inn umsókn um atvinnuleysisbætur en áður. Lengri tíma tekur að afgreiða umsóknir í kjölfar...
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@24stundir.is „Hér áður fyrr var meira um það að fólk fór ekki á atvinnuleysisbætur nema í neyð. Nú er fólk betur meðvitað um rétt sinn þó mörgum finnist erfitt að stíga skrefið og óska eftir bótum.
Meira
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vinstri grænna lagði til, fyrir hönd minnihlutans í borgarstjórn, að Reykjavíkurborg yki fjárframlag til Strætó á þessu ári til þess að mæta auknum kostnaði við rekstur á fundi umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar...
Meira
Á laugardag fór fram kappleikur milli BÍ/Bolungarvíkur og Álftaness, þar sem heimamenn gjörsigruðu gestina 6-0. Mesta eftirtekt vakti þó markvörður Álftnesinga, Davíð nokkur, gjarnan kenndur við Grensásveginn í daglegu tali.
Meira
Kvikmyndin The Dark Knight er fallin úr fyrsta sæti lista netsíðunnar imdb.com yfir bestu myndir allra tíma, en ekki langt. Það vakti mikla athygli þegar myndin fór rakleiðis í efsta sæti listans, en hann þykir með þeim marktækari í kvikmyndageiranum.
Meira
„Ég sá þetta alveg um leið... Ég vissi að litla stelpan væri bara að mæma þetta. Það fór ekki fram hjá neinum að þessi rödd kom greinilega frá feitu barni með skakkar tennur. Það þarf engan snilling til að fatta það.
Meira
„Í tilefni Gay Pride varð mér hugsað til kunningja míns. Hann er haldinn hommafælni. Sem ungur maður dýrkaði hann Queen. Hann þakti herbergið með veggmyndum af Freddy Mercury. Rök vinarins voru þau að Mercury væri holdgervingur karlmennskunnar.
Meira
Víkingur Kristjánsson leikari sýnir á sér nýja hlið á netinu þessa dagana sem liðsmaður teknótríósins Find a Dog. Þar hljómar leikarinn eins og eins konar kómísk blanda af Einari Erni Benediktssyni úr Ghostigital og teknópopparanum Right Said Fred.
Meira
„Það eru nokkrir lífsstílshópar sem fara í taugarnar á mér en einn ber þó höfuð og herðar yfir alla. Þetta er unga, hvíta fólkið sem lætur setja dreads í hárið á sér, reykir hass og neitar að vinna.
Meira
Skemmtilegt og hollt? Og tekur engan tíma að smyrja? Í mörgum skólum er boðið upp á heita máltíð í hádeginu, slík máltíð kostar foreldra frá 7000 krónum á mánuði.
Meira
Flestum foreldrum finnst afskaplega ánægjulegt að fara með tilvonandi skólabarni að versla pennaveski og ritföng en betra er að bíða eftir tilmælum kennara. Í mörgum skólum er haft það fyrirkomulag að ritföngin séu geymd í skólunum.
Meira
Fimmtíu og fjögurra ára sögu greiðasölu í veitingaskálanum Brú er lokið. Á fréttavefnum strandir.is segir að starfsmenn N1 vinni nú hörðum höndum að því að taka niður innanstokksmuni, telja vörur og tæma eldsneytistanka við skálann.
Meira
Búinn að finna skotskóna „Ég týndi þeim í nokkra mánuði en eftir langa leit fann ég þá aftast í skóhillunni minni og hef ekki getað hætt að skora síðan,“ segir Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður í norska 1.
Meira
Kynning Þótt börn hafi alltaf gaman af að fara í verslunarmiðstöðvar getur erillinn stundum orðið heldur mikill og foreldrar vilja þá fá tækifæri til að sinna börnum sínum í ró og næði. Í Kringlunni má finna fullkomna aðstöðu til þessa á 3.
Meira
Einelti sem læknar á Landspítalanum kváðust verða fyrir í könnun fyrir þremur árum er með því mesta sem sést hefur í rannsóknum á einelti á vinnustöðum...
Meira
Íslensk fangelsi hafa verið fullnýtt á hverjum degi það sem af er ári. Þá hafa 148 manns verið boðaðir til afplánunar og 60 dómþolar til viðbótar bíða...
Meira
„Við köllum fimm ára börnin meistara og hér fer fram meistarastarf,“ segir Sæunn Karlsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Jörfa, um undirbúning barna fyrir grunnskólann. Sæunn segir síðasta ár barna í leikskóla fela í sér nám.
Meira
Mig dreymdi óhugnanlegan draum í nótt. Mig dreymdi að búið væri að eyðileggja alla banka í landinu og aðeins einn banki stóð eftir. Búið var að kjafta hina bankana niður í fjölmiðlum og blekkja almenning um leið.
Meira
Þegar velja á skólatösku fyrir barn er margt sem þarf að hafa í huga og um að gera að foreldrar gefi sér nægan tíma og fari á fleiri en einn stað til að skoða og máta.
Meira
Nú eru á lífi 34 Íslendingar sem náð hafa hundrað ára aldri en tíu eru á 99. aldursári. Þuríður Samúelsdóttir, sem var elst Íslendinga, lést 2. ágúst síðastliðinn 105 ára að aldri.
Meira
Fagnaðarefni „Ég fagna því að það eigi að fjölga einbýlum og leggja meiri áherslu á heimaþjónustuna,“ segir Margrét Margeirsdóttir , formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í gær.
Meira
Þrír öryggisverðir voru stungnir til bana í borginni Kashgar í Xinjiang-héraði í Kína í gær. Árásin er sú þriðja í borginni á síðustu átta dögum.
Meira
Launþegar á vinnumarkaði greiða iðgjald í lífeyrissjóð og félagsgjöld til verkalýðsfélaga af vinnu sinni og öðlast með því móti ákveðin réttindi sem eru samningsatriði í kjarasamningum hvers félags fyrir sig.
Meira
Fyrsti skóladagurinn markar tímamót í lífi barna og flest þeirra eru full eftirvæntingar. „Ég á stóra frænku sem er tíu ára og ratar um allan skólann,“ segir Marta María Sæberg, full sjálfstrausts og hvergi bangin.
Meira
Milli Hveragerðis og Selfoss má finna einn hættulegasta vegarkafla landsins. Þetta er samdóma álit yfirmanns löggæslu í Árnessýslu og forstöðumanns Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Við íbúar á svæðinu tökum undir álit sérfræðinganna.
Meira
Fyrsti skóladagurinn er stór dagur í lífi allra sex ára barna. Björn Pétursson, skólastjóri hins fornfræga Melaskóla, fer yfir það helsta sem foreldrar barnanna þurfa að hafa í huga fyrir stóra daginn.
Meira
Eftir Trausta Kristjánsson traustis@24stundir.is Það hefur löngum verið til siðs hjá gagnrýnendum að gefa íslenskum bíómyndum þrjár stjörnur, þó svo að þær verðskuldi ekki fleiri en eina til tvær.
Meira
Kynning Margir foreldrar kannast við verslunina Exit en hún hefur verið mjög vinsæl hér á landi undanfarin ár eða allt frá árinu 1995 er verslunin var fyrst opnuð hér á landi.
Meira
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir hefur verið skipuð í stöðu aðstoðarforstjóra Actavis. Hún tekur við af Sigurði Óla Ólafssyni, sem var í síðustu viku skipaður forstjóri í stað Róberts Wessmans.
Meira
Kínverjar hafa áhyggjur af öllum auðu sætunum á áhorfendapöllum fjölda viðburða á Ólympíuleikunum. Skipuleggjendur leikanna hafa nú gripið til þess ráðs að ráða gulklædda sjálfboðaliða til að fylla auðu sætin og rífa upp stemninguna.
Meira
Líðan ökumanns jeppa sem hafnaði framan á rútu í árekstri á Suðurlandsvegi á mánudagsmorgun er óbreytt. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.
Meira
Geri Halliwell fékkst loksins til að sitja fyrir á bikiníi en það hefur hún ekki gert í sjö ár. Myndirnar birtust í nýjasta tölublaði Hello en þar segist hún meðal annars ekki vera jafn sjálfsörugg og fólk heldur.
Meira
Hvernig er best að skapa góða siði, aga og metnað til góðrar ástundunar í námi sem helst um árabil? Foreldrar þurfa að gæta að því ábyrgðarhlutverki að börnin vinni heimavinnu sína.
Meira
Sláturfélag Suðurlands undirbýr nú fjórða árið sitt með Hollt í hádeginu, skólamáltíðir í grunnskólum. Elín Einarsdóttir er einn af umsjónarmönnum skólamötuneytanna og vinnur meðal annars að því að útbúa matseðlana í samvinnu við aðra starfsmenn.
Meira
Fyrsti skóladagurinn leggst misvel í fólk og eiga margir broslega dramatískar minningar um þá lífsreynslu. Við spurðum nokkra þekkta einstaklinga um fyrsta skóladaginn þeirra og komumst að því að margir stofna þar til kynna sem endast langt fram á fullorðinsárin.
Meira
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Kristinn Sigurjónsson þurfti að dúsa í fangageymslum í Bandaríkjunum í fimmtán daga áður en hann var leiddur fyrir dómara. Hann er sakaður um að hafa stundað þar vinnu án tilskilinna leyfa.
Meira
„Krakkar hlakka mikið til að byrja í skólanum og ég mæli með því að foreldrarnir séu ekkert að slá á þá tilhlökkun,“ segir Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, sem ráðleggur foreldrum að leggja áherslu á að umhverfið sé jákvætt og að...
Meira
Þ að verður að teljast nokkuð sérstakt þegar Þorsteinn Pálsson , ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hvetur eigin flokk í borginni til að skipta út borgarstjóra og taka inn framsóknarmanninn Óskar...
Meira
Nýjasta viðbótin í heim Star Wars, teiknimyndin The Clone Wars, fær sæmilega dóma hjá gagnrýnendum ytra og er jafnvel sögð betri en fyrstu tveir kaflarnir í myndaseríunni. Myndin rétt nær ferskri einkunn á síðunni Rottentomatoes.
Meira
Erótík er stríðin, órökrétt og frökk. Kenndir sem kalla má „tíkina“ í erótíkinni. Pör eru stundum feimin eða beinlínis hrædd við erótík og ástæðurnar eru margar, s.s. óraunhæfur ótti við bakslag í jafnréttismálum.
Meira
Heildarúttekt á upplýsingamálum Reykjavíkurborgar, sem á að taka sex vikur, kostar borgina 1.239.000 kr., að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra.
Meira
Lost-stjörnurnar Matthew Fox og Evangeline Lilly vilja fá kauphækkun en þau fá nú sem nemur um 80-90 þúsund dollurum fyrir hvern þátt, eða um sjö milljónir. Stjörnurnar vilja 150 þúsund dollara á þátt og eru víst ekki tilbúnar til að lækka kröfurnar.
Meira
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Eftir að tilkynnt var um dagskrána á tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt hefur nafnið Fjallabræður verið á allra vörum. Almenningur hefur þó fyrst og fremst velt fyrir sér hverjir Fjallabræður séu.
Meira
Fulltrúar Listaháskóla Íslands munu kynna tillögu sína að nýju húsi skólans við Laugaveg á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag og er fundurinn upphafið að faglegu ferli þar sem fjallað verður um tillöguna.
Meira
Olíufyrirtækið BP hefur skrúfað fyrir tvær af þremur leiðslum fyrirtækisins sem liggja í gegnum Georgíu. Er haft eftir talskonu BP á fréttavef BBC að þetta hafi verið gert í varúðarskyni vegna ástandsins í landinu.
Meira
Tvítug finnsk stúlka, sem hefur verið leitað frá 1997, er komin í leitirnar. Nadia Bouteldjan hvarf sporlaust 1997, en lengi var talið að alsírskur faðir hennar hefði tekið hana og flutt úr landi.
Meira
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Hver hefði getað trúað því að Buzz-leikirnir vinsælu gætu gengið án þess að notaðar væru hinar stórsniðugu bjöllur sem fylgja með leiknum?
Meira
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna. Þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúða.
Meira
Mikið happ hlýtur það að teljast fyrir Hönnu Birnu, Gísla Martein og þeirra samstarfsfólk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að þeir fóstbræður Ólafur borgarstjóri og Jakob Stuðmaður skuli hafa fengið Gunnar Smára Egilsson til að skipuleggja...
Meira
Tuttugu og þriggja ára fimleikastúlka frá London hefur verið valin sem hin nýja Lara Croft. Hún kemur til með að auglýsa nýjasta leikinn í seríunni sem er handan við...
Meira
Hún er 23 ára gömul og þykir fylla vel upp í búning frægustu tölvuleikjapersónu fyrr og síðar. Hið nýja andlit Löru Croft heitir réttu nafni Alison Carroll og hafði verið falin á bak við skrifborð í London áður en henni bauðst hlutverkið.
Meira
„Hér vantar okkur fólk í störf sem krefjast sérmenntunar,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. „Það fólk þarf að vera með sérmenntun í tölvumálum, verkfræði, tæknifræði og aðra iðnmenntun.
Meira
Jean Claude Juncker, forseti Evrópuhóps fjármálaráðherra, sagði fyrir nokkru að ofurlaun væru þjóðfélagsleg plága og krafðist aðgerða. Ofurlaun á Íslandi eru ekki einskorðuð við Kaupþing banka.
Meira
Orkubúskapur heimsins tekur nú um stundir talsverðum breytingum. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkulausnum margfaldast og sjá ríki og fjárfestar tækifæri í vistvænum lausnum til framtíðar.
Meira
Ben Stiller sér eftir því að hafa alið börnin sín upp í L.A. því hann vildi frekar að þau myndu upplifa hætturnar á götum New York. „Ég ólst upp á Manhattan þar sem við óttuðumst raðmorðingja og óeirðir.
Meira
Börn þurfa að eiga góð ritföng heima hjá sér til að vinna heimavinnu. Þrátt fyrir að hún sé ekki mikil fyrstu árin í lífi barnsins er gott að kenna börnum frá fyrstu stundu að hugsa vel um vinnutækin sín, blýantinn, litina, yddarann og strokleðrið.
Meira
Leikkonan Penelope Cruz segir prufu sína við nýjustu mynd Woodys Allens hafa verið einstaklega stutta, en leikstjórinn réð hana í aðalhlutverk myndar sinnar Vicky Cristina Barcelona eftir aðeins 40 sekúndna spjall.
Meira
Mikið er fjallað um helstu vonarstjörnur Íslands í golfinu dagsdaglega í fjölmiðlum. Þær blikna samt í samanburði við landslið okkar, 70 ára og eldri, sem var nálægt því að verða Evrópumeistari nú í byrjun ágúst.
Meira
Foreldrar verða að passa sig að falla ekki í þá gryfju að kaupa næstu stærð fyrir ofan núverandi skóstærð barnsins vegna þess að barnið mun „hvort sem er“ vaxa í þá stærð innan fárra mánaða.
Meira
Sean Paul var handtekinn í Svíþjóð um helgina fyrir eiturlyfjamisferli. Paul sem þekktur er fyrir reggítónlist sína var á þekktri reggíhátíð þegar hann var tekinn. Það kemur aðdáendum hans eflaust ekki á óvart að hann var gripinn með marijúana.
Meira
„Við vorum nokkrir félagar staddir í þyrluskíðaferð í Kirgisistan í vetur og fórum að ræða það hvað það væri leiðinlegt að skálinn væri farinn að drabbast niður,“ segir Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, félagi í Íslenska Alpaklúbbnum, en...
Meira
„Ég man eftir fyrsta skóladeginum, ég hitti Gummu sem var fyrsti kennarinn minn og við lærðum íslensku. Svo fórum við líka í myndmennt og bjuggum til hluti,“ segir Theodór Ásbjarnarson, átta ára nemandi í Smáraskóla í Kópavogi.
Meira
„Eftir er að vinna að auglýsingu og skipulaginu, sem gerir það að verkum að við gátum ekki tekið Hveragerði–Selfoss sem fyrsta áfanga sem við hefðum sannarlega vilja gera,“ segir Kristján Möller samgönguráðherra um fyrirhugaða...
Meira
Til að fá börnin til að opna nestisboxið sitt spennt á svip er tilvalið að búa til Bento-nesti sem er ættað frá Japan. Þá er nestinu pakkað í box með mörg hólf og mismunandi mat í hverju hólfi enda er Bento ekki síður skreytilist en...
Meira
„Sá sem er að fara inn á götuna úr slaufunni, á að komast upp í eðlilegan hraða strax til að geta skotið sér inn á aðalbrautina,“ segir Einar Guðmundsson, forstöðumaður Forvarnahúss Sjóvá og bætir við að aftanákeyrslurnar verði þegar ökumenn...
Meira
Hnúfubökum, hrefnum og öðrum stærri hvölum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Í nýrri skýrslu náttúruverndarsamtakanna IUCN segir að fjölgunina megi sérstaklega rekja til hvalveiðibannsins frá árinu 1986.
Meira
Ekki á rökum reistur Leit hófst að manni sem talið var að hefði farið í sjóinn í grennd við Vík í Mýrdal um miðjan dag í gær. 27 björgunarsveitarmenn mættu á svæðið auk báta og flugvélar til að hefja leit úr lofti.
Meira
stutt Hælisleitandi Útlenskur maður reyndi að kveikja í sjálfum sér í miðborg Rovaniemi í Finnlandi í gær. Maðurinn hafði hellt bensíni yfir sig, en lögreglu tókst að telja honum hughvarf og handtók hann.
Meira
Stutt Sótti um hæli Hæstiréttur staðfesti í gær að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. september. Maðurinn kom til landsins 7. júlí og var með falsað belgískt vegabréf.
Meira
Best er að tína matsveppi á meðan þeir eru ungir og ferskir. Fólk ætti ekki að tína sveppi sem það ekki þekkir. Hægt er að frysta þá og þurrka fyrir veturinn.
Meira
Tíðindi bárust úr herbúðum ofurbloggarans Stefáns Friðriks Stefánssonar í gær, er hann tilkynnti, á bloggi sínu, að hann væri að hætta að blogga á mbl.is, þar sem hann hefur endursagt fréttir í um tvö ár.
Meira
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Undanfarin þrjú ár hefur vísitala trygginga, sem Hagstofa Íslands mælir, hækkað um 40%. Mest munar um svokallaðar húftryggingar, sem hækkuðu um helming frá júlí 2005 til síðasta mánaðar.
Meira
Tryggingavísitalan hefur hækkað um 40% undanfarin þrjú ár. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28%. Bílatryggingar hafa hækkað um helming á...
Meira
Tyra Banks er á leiðinni upp að altarinu að sögn slúðurvefsíðunnar www.mediatakeout.com. Síðan vitnar í heimildarmann sem segir að Banks hafi þegar ráðið lögfræðing til að útbúa kaupmála en hún vilji fara mjög leynt með málið.
Meira
Fasteignamarkaður er í heljargreipum lausfjárþurrðar hér sem og víðast hvar á þróuðum fjármálamörkuðum í heiminum. Fólk á erfiðara með að fá lán til fasteignakaupa en áður, sem dregur úr eftirspurn.
Meira
Börn hafa bæði gagn og gaman af því að læra að nota netið. Oft er hins vegar vandasamt fyrir krakkana að finna sér eitthvað uppbyggilegt að gera á vefnum.
Meira
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5% í gær og var þá 4.242 stig. Mest hækkuðu Atlantic Airways og Bakkavör, um 4,6%, Exista hækkaði um 3,7% og Landsbankinn um 2%. Century Aluminum lækkaði um 1,5% og Kaupþing um 0,8%.
Meira
Klara Ósk Elíasdóttir söngkona man vel eftir sínum fyrsta skóladegi enda segir hún það hafa verið góðan dag. „Ég var rosa spennt fyrir þessum degi en ég var samt frekar feimin þarna, sem var mjög ólíkt mér.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Aaron Peirsol varði í gær ólympíumeistaratitil sinn frá því fyrir fjórum árum í Aþenu í 100 m baksundi, þegar hann synti á tímanum 52,54 sekúndum. Bætti hann þar með einnig eigið heimsmet í greininni. Fyrra heimsmet Peirsols í greininni var 52,89 sekúndur, sett fyrr í sumar.
Meira
Nýtt íslenskt leikrit, Vinir eftir Símon Birgisson, lítur dagsins ljós á Djúpavík næstkomandi föstudag. Að sýningunni stendur Kreppuleikhúsið sem ber nafn með rentu.
Meira
Þegar börn hefja skólagöngu sína hefst mikilvægt tímabil í lífi þeirra og það er ekki síst vinunum að þakka. Þótt vissulega eignist börn vini í leikskóla þá er það oft sem börn eignast sína fyrstu raunverulegu vini í grunnskóla.
Meira
Nú keppast áróðursmeistarar Sjálfstæðisflokksins við að hvetja núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni til að slíta samstarfi við Ólaf F. og taka upp gamla góða Sjalla/Framsóknarmódelið.
Meira
Þessi gögn þurfa að fylgja Umsókn um atvinnu og atvinnuleysisbætur og nauðsynleg gögn þarf að leggja fram eftir atvikum þegar sótt er um atvinnuleysisbætur. *Vottorð fyrrverandi vinnuveitanda. *Upplýsingar um starfshlutfall sem óskað er eftir.
Meira
Þegar ég frétti að Gunnar Smári ætti að gera úttekt á upplýsingamálum hjá Reykjavíkurborg hélt ég fyrst að hann ætti að yfirfara vef borgarinnar, prófa notendaviðmótið og mæla með endurbótum. Svo fattaði ég að hann ætti líklega að auka vinsældir Ólafs...
Meira
Umhverfisnefnd Alþingis kemur saman á morgun til þess að ræða úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að framkvæmdir vegna álvers Alcoa á Bakka fari í heildstætt umhverfismat.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.