Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI á Hellu lauk í fyrrakvöld og hafði þá staðið síðan á föstudag. Hún var haldin í tilefni aldarafmælis Landbúnaðarsambands Suðurlands en það var stofnað 6. júlí 1908.
Meira
TUTTUGU og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á laugardag og aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglunnar voru flest þeirra minniháttar en einhverja þurfti þó að flytja á slysadeild.
Meira
Fljótsdalshérað | Héraðshátíðinni Ormsteiti lauk á Fljótsdalsdegi í gær. Hátíðin stóð í rúma viku og teygði sig yfir gervallt Fljótsdalshérað. Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, var ánægð með hvernig til tókst.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Peking seth@mbl.is „ÞEGAR ég fékk blómvöndinn frá Ólafi Stefánssyni í leikslok þá brutust fleiri tár út en þau streymdu einnig þegar ég sá íslenska fánann fara á loft.
Meira
ALVARLEGT bílslys varð við bæinn Fossá í Vatnsfirði í gær þegar bíll lenti utan vegar með þeim afleiðingum að kalla varð út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja slasaða á Landspítalann í Fossvogi.
Meira
ÍSLENSKU landsliðsstrákarnir áttu hvert bein í meirihluta þjóðarinnar og vel það þegar viðureignin við Frakka stóð sem hæst. Þeir sem fylgdust með leiknum á breiðtjöldum víða voru á valdi tilfinninganna frá upphafi leiks til enda.
Meira
GEORGÍUMENN, sem búa á „öryggissvæðum“ rússneska hersins í Georgíu, segjast hafa orðið fyrir árásum vopnaðra hópa frá Suður-Ossetíu og Rússlandi. Hóparnir hafi rænt og ruplað í þorpum Georgíumanna, kveikt í húsum og jafnvel myrt þorpsbúa.
Meira
FRAMMISTAÐA liðsins á Ólympíuleikunum var alveg frábær, en mér fannst samt síðasti leikurinn bera keim af því að strákarnir hefðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað Frakkana.
Meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu tekur í næsta mánuði fyrir beiðni um að veita átta ára stúlku skilnað frá manni á sextugsaldri, að sögn dagblaðsins Al-Watan í gær.
Meira
STARFSEMI Þjóðræknisfélags Íslendinga hefur blómstrað undanfarin misseri og segir Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, að staða félagsins sé mjög góð og framtíðin björt. Á undanförnum árum hefur vaxtarbroddurinn verið í Snorraverkefninu.
Meira
Ríkisútvarpið sjónvarpaði Frakkaleiknum beint á breiðtjald í Smáralind og þar var Páll Magnússon útvarpsstjóri mættur á fremsta bekk til að hvetja strákana okkar. Eins og sjá má létu viðbrögðin aldrei á sér standa þegar boltinn dansaði í franska...
Meira
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Ég hélt fyrst að öryggisvörðurinn í hverfisversluninni í Norwich í Bretlandi væri að grínast. Hann bað mig um að taka vinsamlega niður loðhettuna á úlpunni minni.
Meira
25. ágúst 2008
| Innlendar fréttir
| 1000 orð
| 2 myndir
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞUNGT hljóð er í sauðfjárbændum og telja þeir framtíðarhorfur greinarinnar slæmar. Þeir segja að hækkun á afurðaverði sem sláturleyfishafar boða nægi engan veginn til að vega upp hækkanir sem orðið hafa á tilkostnaði.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓHANNES Ólafur Markússon, Joe eins og hann er kallaður í sinni heimabyggð, á 107 ára afmæli í dag og er elsti maðurinn af íslenskum ættum, en hann fæddist í Kanada og hefur búið þar alla tíð.
Meira
BJÖRGUNARMENN hættu í gær leit að átta fjallgöngumönnum, sem saknað var á Mont Blanc eftir snjóflóð, vegna versnandi veðurs og hættu á fleiri snjóflóðum.
Meira
GUÐNI Ágústsson formaður Framsóknarflokksins heldur í kvöld fund í Félagsbæ í Borgarnesi. Er þetta fyrsti fundurinn í fundaferð Guðna um landið en frá Borgarnesi mun hann halda norður og því næst austur á land.
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er jákvæður gagnvart virkjun Hvalár í Ófeigsfirði og vill að ráðist verði í hana sem fyrst ef virkjanaáform standast kröfur um umhverfismat. Þetta kemur fram á fréttavefnum litlihjalli.
Meira
GRÍÐARLEGA góð stemmning var í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda fyrir úrslitaleik Frakka og Íslendinga í gær, þar sem hinum sögulega leik var varpað upp á breiðtjald.
Meira
25. ágúst 2008
| Innlendar fréttir
| 726 orð
| 10 myndir
Eftir Jóhann A. Kristjánsson Rally Reykjavík lauk á laugardaginn með sigri Jóns Bjarna Hrólfssonar og Borgars Ólafssonar sem aka Mitsubishi Lancer Evo 7 en keppnin hafði þá staðið í þrjá daga og keppendur lagt að baki 1.
Meira
MENNINGARNÓTT 2008 heppnaðist mjög vel. Dagskráin var vel sótt og fór vel fram í alla staði. Þetta segir í fréttatilkynningu frá aðgerðastjórn Menningarnætur.
Meira
Á KREPPUTÍMUM standa margir frammi fyrir nýjum áskorunum Fólk þarf oft að skilgreina sjálft sig, gildi og stöðu upp á nýtt, en oft getur þetta borgað sig og forðað fólki frá að lenda í slæmri fjárhagsstöðu.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forsetaefni demókrata, hefur mjög naumt forskot á keppinaut sinn, repúblikanann John McCain, fyrir flokksþing demókrata sem hefst í dag.
Meira
Dýrar gjafir til opinberra embættismanna og stjórnmálamanna eru siðferðilega óverjandi, að mati sérfræðings í viðskiptasiðfræði. Í gegnum tíðina hefur það komið fyrir að opinberir embættismenn og stjórnmálamenn færu í veiðiferðir í boði stórfyrirtækja.
Meira
Sauðfjárbændur eru uggandi yfir framtíðarhorfum greinar sinnar og segja að fyrirhugaðar hækkanir afurðaverðs nægi ekki til að vega upp hækkanir á tilkostnaði. Hækkanirnar munu að sögn bænda aðeins duga fyrir áburðarhækkunum.
Meira
25. ágúst 2008
| Innlendar fréttir
| 2916 orð
| 6 myndir
Skemmtanahald Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum og neysla örvandi vímuefna er meiri en nokkurn tímann áður. Samfara því hefur neysla örvandi efna aukist mikið hjá ungmennum yngri en 19 ára og er jafnvel hægt að tala um faraldur í þeim efnum.
Meira
NÝ námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða verður tekin til starfa 31. ágúst næstkomandi. Meistaranámið er þverfaglegt alþjóðlegt nám sem ekki hefur verið í boði hérlendis fyrr.
Meira
„FÓLK ber kvíðboga fyrir framtíðinni, þ.e. hvernig samskipti við Rússa eiga eftir að verða,“ segir Ólöf Magnúsdóttir friðargæsluliði í Tblisi, höfuðborg Georgíu þar sem hjálparstarf er komið í fullan gang.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RAFRÆN skilríki, sem m.a. er hægt að nota til innskráningar í heimabanka, til undirritunar ýmissa skjala og til að sækja um þjónustu sveitarfélaga og fyrirtækja, fara í almenna dreifingu á næstu mánuðum.
Meira
TÓNLEIKARNIR á Klambratúni á Menningarnótt voru vel sóttir þrátt fyrir veðurgrámann og eins og sjá má voru áhorfendur í fádæma stuði. „Þetta var bara alveg yndislegt,“ sagði Högni Egilsson, söngvari Hjaltalíns, um stemninguna á tónleikunum.
Meira
DÓTTIR Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir í nýrri bók að móðir sín þjáist af elliglöpum og minnisleysi. Hún segir að elliglöpin hafi byrjað að gera vart við sig fyrir átta árum þegar Thatcher var 74 ára. Hún hafi þá m.a.
Meira
UM TUTTUGU drukknir unglingar voru færðir í sérstakt athvarf í miðbænum á Menningarnótt og sóttir þangað af foreldrum. Sumir unglinganna voru illa drukknir að sögn lögreglu.
Meira
AÐ minnsta kosti 68 manns létu lífið þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 fórst tíu mínútum eftir flugtak í Bishkek, höfuðborg Kirgisistans, að sögn heilbrigðisráðuneytis landsins í gærkvöldi.
Meira
Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TÖLUVERÐ fjölgun verður á nemendum við Skóla Ísaks Jónssonar á komandi skólaári en nýskráningar við skólann eru 130 í haust. Eru það 36 fleiri skráningar en síðasta haust.
Meira
Herat. AFP. | Rannsókn hefur leitt í ljós að yfir 90 óbreyttir borgarar, flestir þeirra konur og börn, biðu bana í nýlegum loftárásum Bandaríkjahers og bandamanna hans í Afganistan, að sögn afgansks ráðherra í gær.
Meira
STJÓRN Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi flokksins á föstudag að ríkisstjórnin gangi til samninga við ljósmæður.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞESSI hópur var frábær og sumarið æðislegt,“ segir Wanda Anderson, verkefnisstjóri Snorra vestur um verkefnið í Manitoba sumar.
Meira
Það var vel til fundið hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra að opna utanríkisráðuneytið fyrir almenningi á menningarnótt. Og vel viðeigandi, þar sem Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri þegar þessi skemmtilega hefð varð til í borgarlífinu.
Meira
Íslenska landsliðið í handbolta tók í gær við silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking. Íslenska landsliðinu tókst á hálfum mánuði að hrífa með sér þjóðina og vekja athygli langt út fyrir landsteinana með stórkostlegri framgöngu sinni.
Meira
HAUKUR Guðlaugsson fyrrv. söngmálastjóri, Jón Stefánsson organisti og kórstjóri og Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti urðu á laugardag fyrstir til að hljóta Liljuna, ný tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar.
Meira
Í GÆR, 24. ágúst, voru 40 ár frá vígslu Norræna hússins. Tímamótanna er minnst með fjölbreyttri dagskrá þessa dagana. Í hádeginu í dag, mánudag, heldur Tríó Hanne Juul hádegistónleika kl. 12. Hanne Juul er ein kunnasta vísnasöngkona Svíþjóðar.
Meira
BRESKI sjónvarpskokkurinn góðkunni, Jamie Oliver, lætur „ósiðaða“ landa sína heyra það í nýju viðtali og segir þá frekar vilja „detta í það en borða vel.
Meira
POPPDROTTNINGIN Madonna hóf tónleikaferð sína um heiminn í Cardiff í Wales á föstudagskvöldið. Ferðina kallar hún Klístrað og sætt, eða Sticky & Sweet, og hefst hún í kjölfarið á fimmtugsafmæli söngkonunnar í liðinni viku.
Meira
UNNENDUR brimbretta, sem hafa ráð á því, geta nú fjárfest í sérlega listrænum brettum. Það er þó óvíst hvort þeir tíma að renna þeim út í ölduna.
Meira
ÞAÐ mun hafa kostað kvennaljómann og knattspyrnugoðið portúgalska, Christiano Ronaldo, um 22 milljónir króna að eignast einkanúmer á bílinn sinn.
Meira
EINSKONAR upphitun fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur verður í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 21.00 á Kaffi Kúltúr á Hverfisgötunni, gegnt Þjóðleikhúsinu.
Meira
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG var í auglýsingabransanum og það var nú bara þannig að ég var rekinn. Það var samruni fyrirtækja, samdráttur og einhverjir egó-árekstrar.
Meira
SÁLIN hans Jóns míns lék á NASA á laugardagskvöld, við gríðargóðar undirtektir fulls húss gesta. Að sögn innanbúðarmanns voru „sálverjar“ óvenju þróttmiklir þetta kvöld, enda úrslitaleikurinn í handknattleik í sjónmáli.
Meira
Anna Ólafsdóttir Björnsson | 24. ágúst Til hamingju öll! Við vissum alltaf að þessi leikur yrði erfiður og hann varð það. Eina sem mögulega hefði getað skyggt á daginn var ef við hefðum ekki fengið að sjá strákana okkar brosa í dag.
Meira
Bergþór G. Böðvarsson skrifar um lyfjanotkun: "En viðkomandi stendur því miður oft frammi fyrir því að eiga einungis um tvennt að velja, að takast á við sársaukafullan sjúkdóm án lyfja eða fara á lyf sem fylgja hugsanlegar aukaverkanir..."
Meira
Björn Bjarnason | 24. ágúst 2008 Silfurverðlaun sett í samhengi Silfurverðlaun í handbolta karla á Ólympíuleikum er eitt af þeim afrekum, sem erfitt er að setja í samhengi til að átta sig á stærð þess.
Meira
Sigurður Pétursson vill Dýrafjarðargöng 2011: "Göng til Hrafnseyrar við Arnarfjörð á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní árið 2011 væru þjóðargjöf sem sæmdi minningu þjóðfrelsishetjunnar."
Meira
Sigurður Oddsson skrifar um rafmagn og álframleiðslu: "Iðnaðarráðherra gæti óskað eftir tilboði með því skilyrði að orkan skuli nýtt í nágrenni Húsavíkur."
Meira
Margrét Gígja Þórðardóttir fjallar um heyrnarskerðingu barna: "Mörg heyrnarskert börn flosna upp úr skóla og gefast hreinlega upp eftir skólaskyldu."
Meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um málefni aldraðra og stöðu Samfylkingar: "Kjósendur vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og öryrkja, sem lofað var í kosningunum. Framtíð ríkisstjórnarinnar veltur á því."
Meira
Jakob Smári Magnússon | 24. ágúst Ekki er allt gull sem glóir! En eftir stendur að þeir unnu silfrið. . . Það er auðvitað frábært og ég segi nú bara fyrir mig að ég er miklu hrifnari af silfri heldur en gulli.
Meira
Jón Magnússon | 24. ágúst 2008 Erum öll stolt Flestir sem vit hafa á handbolta vissu að Frakkar eru með firnasterkt lið og Ísland yrði að gera betur en það besta til að eiga möguleika á að vinna gullið. Það tókst ekki.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Meira
Eftir Guðbjörgu Ólöfu Björnsdóttur: "Við verðum að vernda börnin gegn ofbeldi. Það verður einnig að vernda foreldra frá því að valda börnum sínum skaða og gera sig að ógæfufólki."
Meira
Stefán Friðrik Stefánsson | 24. ágúst Töpuðum ekki gulli Ég er svo innilega sammála Guðmundi Guðmundssyni, handboltaþjálfara, í því að við unnum silfur en töpuðum ekki gulli. Finnst þetta vel orðað hjá honum.
Meira
Hreinn Pálsson fæddist á Sauðárkróki 5. júní 1937. Hann lést á heimili sínu 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 5. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Jóhannesdóttir fæddist í Hrúthól á Ólafsfirði 25. apríl 1915. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 5. ágúst síðastliðinn. Útför Ólafar fór fram frá Akureyrarkirkju 14. ágúst sl.
MeiraKaupa minningabók
Páll Beck fæddist á Framnesi við Reyðarfjörð 28. febrúar 1923. Hann lést á Droplaugarstöðum 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Konráðsdóttir Kemp húsfreyja og Þórólfur Beck skipstjóri.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Ragnarsdóttir Hafstað (f. Kvaran) fæddist í Reykjavík 23. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Einarsson Kvaran, f. 22.
MeiraKaupa minningabók
Það er áskorun að takast á við kreppu. Flestir óttast að missa það sem þeir eiga, hafa eða geta. Unnur H. Jóhannsdóttir skoðaði hvaða leiðir eru til þess að takast á við fjárhagskreppu án þess að lífsgæði fjölskyldunnar skerðist að nokkru marki.
Meira
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Áhyggjufullir hundeigendur spyrja oft: Hvers vegna gerir hundurinn minn þetta? Hundasálfræðingar segja að stundum sé svarið einfalt, stundum ekki.
Meira
Þegar mikið liggur við er sjálfsagt að verða hluti af þjóðarsál. Allt hefur þó sinn tíma. Sumir einstaklingar eru einfaldlega þannig gerðir að þeir sjá sér ekki fært að vakna klukkan sjö á sunnudagsmorgni til að horfa á boltaleik.
Meira
GUÐLEIF Edda Þórðardóttir er í dag 25 ára gömul. Hún starfar í fjármáladeild sænska húsgagnarisans Ikea en hún er menntuð í viðskiptafræðum. Lauk hún prófi í þeim frá Háskólanum í Reykjavík í janúar síðastliðnum.
Meira
Víkverji dagsins hefur fengið nægju sína af sumri og sól, er nýkominn heim eftir að hafa elt sólina í um það bil þriggja vikna ferð um landið. Hann fór á nokkra af fegurstu stöðum landsins, m.a.
Meira
25. ágúst 1895 Hið skagfirska kvenfélag var stofnað. Tilgangur þess var að styðja við réttindabaráttu kvenna og stuðla að aukinni menningu meðal þeirra.
Meira
REYKJAVÍKURLIÐIN Þróttur og Fylkir gerðu markalaust, 0:0-jafntefli á Valbjarnarvellinum í Laugardal í gær í fremur bragðdaufum leik. Bæði lið eru ekki ýkja langt frá fallsætum og því hefðu þrjú stig verið kærkominn fyrir bæði. Þau deildu þó með sér sínu stiginu hvort.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Peking seth@mbl.is „ÞEGAR ég fékk verðlaunapeninginn um hálsinn á verðlaunapallinum þá var ég búinn að gleyma leiknum og svekkelsinu sem var inni í klefa.
Meira
KNATTSPYRNUMAÐURINN Garðar Bergmann Gunnlaugsson skrifaði á föstudag undir þriggja ára samning við CSKA Sofia og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að leika með búlgörsku liði.
Meira
CHELSEA og Liverpool verða einu liðin sem eru með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea lagði Wigan 1:0 í gær, Liverpool vann Middlesbrough 2:1 á laugardaginn á sama tíma og Arsenal tapaði fyrir Fulham.
Meira
EFTIR enn eitt tapið á heimavelli í sumar, að þessu sinni í botnslagnum við HK, virðist aðeins kraftaverk eitt getað bjargað ÍA frá falli úr Landsbankadeild.
Meira
Birkir Bjarnason , leikmaður 21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Bodö/Glimt í gær þegar liðið sigraði Molde á útivelli, 2:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Meira
Ólafur Stefánsson gaf flestar stoðsendingar allra handknattleiksmanna í keppni Ólympíuleikanna. Hann átti 38 stoðsendingar sem gáfu mörk. Næstur Ólafi var Frakkinn Nikola Karabatic með 34 og í þriðja sæti varð Petar Metlecic , Króatíu, með 32 sendingar.
Meira
FELIPE Massa, ökumaður hjá Ferrari, sigraði í Evrópukappakstrinum sem að þessu sinni fór fram í Valencia á Spáni. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Robert Kubica hjá BMW endaði í þriðja sæti.
Meira
„Ég er gríðarlega stoltur. Þessi árangur var ekki tilviljun. Við erum búnir að sýna það í mörgum leikjum hvers megnugir við erum. Við náðum ekki gullinu en við unnum silfur á ólympíuleikum og til þess að ná því þarf mjög margt að ganga upp.
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðasta leik sínum á æfingamóti á Írlandi á laugardaginn. Þá var leikið við Notre Dame-háskólaliðið frá Bandaríkjunum og urðu úrslitin 90:65 fyrir Notre Dame. „Þetta var erfiður leikur.
Meira
KÍNVERJAR voru sigursælir á Ólympíuleikunum í Peking sem lauk í gær. Heimamenn fengu 51 gullverðlaun og unnu alls til 100 verðlauna. Bandaríkjamenn unnu reyndar til 109 verðlauna en þeir fengu 36 gullverðlaun.
Meira
„ÞAÐ er þokkalegur árangur að halda franska landsliðinu undir 30 mörkum en við brenndum af úr dauðafærum og Thierry Omeyer markvörður þeirra varði gríðarlega vel.
Meira
TVEIR leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu um helgina. Þórsarar gerðu góða ferð austur á firði og kræktu þar í stig, 2:2 á móti Fjarðabyggð, og í Hafnarfirði lögðu Haukar lið KS/Leifturs 2:0.
Meira
ÓLÖF María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék vel á SAS-mótinu sem lauk í Noregi í gær. Hún lék síðasta hringinn í gær á 73 höggum, eða einu höggi yfirpari og lauk leik samtals á þremur höggum yfir pari.
Meira
„ÉG er óskaplega fegin að vera komin í úrslitaleikinn í bikarnum og hlakka til hans,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, eftir að lið hennar hafði lagt Breiðablik 4:2 í undanúrslitum Visabikarkeppni kvenna í knattspyrnu. KR mætir því Val í úrslitum hinn 20. september.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort úrslitaleikur Ólympíuleikanna í gær hafi verið hans síðasti landsleikur fyrir Íslands hönd.
Meira
„VIÐ töpuðum gegn rosalega sterku liði og það eru aðeins frábær lið sem fara taplaus í gegnum ólympíuleika,“ sagði Arnór Atlason eftir 28:23-tapleikinn gegn Frökkum.
Meira
„ÞAÐ tekur enginn þetta silfur frá okkur. Við verðskuldum það svo sannarlega en Frakkarnir voru bara með besta liðið í þessari keppni. Í þessum leik þá vorum við bara eins og draugar þarna inni á vellinum. Það vantaði neistann sem hefur fylgt okkur og við komumst ekki inn í leikinn.“
Meira
FRANSKI markvörðurinn Thierry Omeyer var sú hindrun sem íslenska landsliðið í handknattleik gat ekki komist yfir í úrslitaleik ólympíuleikana í NIS-höllinni í gær.
Meira
SNORRI Steinn Guðjónsson varð næstmarkahæsti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Hann skoraði 48 mörk, einu færra en Spánverjinn Juan Garcia. Guðjón Valur Sigurðsson varð í þriðja sæti með 43 mörk.
Meira
SPÁNVERJAR lögðu fráfarandi ólympíumeistara í handknattleik karla, Króata, 35:29, í leik um þriðja sætið, en þessar þjóðir lutu í lægra haldi í undanúrslitunum fyrir Íslendingum og Frökkum.
Meira
KR-INGUM ætlar að ganga erfiðlega að leggja Keflvíkinga að velli í knattspyrnu karla. Í gær voru þeir miklu betra liðið, en náðu ekki að nýta sér það og voru í raun stálheppnir að ná einu stigi með jöfnunarmarki á síðustu sekúndum leiksins.
Meira
„ÉG er skúffaður yfir leiknum en verð að líta á þetta sem glæsilegan árangur. Maður þarf tíma til þess að átta sig á þessu og njóta þess að hafa náð silfrinu. Það small allt saman hjá Frökkum en ekki hjá okkur.
Meira
TVEIR leikir úr 18. umferð Landsbankadeildar karla verða leiknir strax á miðvikudagskvöldið. Þá tekur Fylkir á móti KR og Fram á móti Fjölni en leikjunum er flýtt vegna undanúrslitanna í bikarkeppninni um næstu helgi.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Vals náðu að leggja Breiðablik að velli á sannfærandi hátt á Kópavogsvellinum í gær. 2:0 urðu úrslitin og með sigrinum eru Valsmenn á lífi í baráttunni um Ístitilinn. Þeir eru fimm stigum á eftir toppliði Keflvíkinga í þriðja sæti en Blikarnir eru nú í fimmta sæti.
Meira
Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is VEIGAR Páll Gunnarsson, sóknarmaður hjá Stabæk í Noregi, fær fína dóma fyrir leik sinn með liðinu á móti Lyn, þar sem síðarnefnda liðið batt reyndar enda á sigurgöngu Stabæk undanfarnar vikur.
Meira
„ÉG veit ekki hvað ég á að fara langt með að segja þér frá því hvað við gerðum og hugsuðum á þessu móti. Það gæti tekið sinn tíma. Við lærðum fullt af hlutum og ég er glaður að hafa gert það sem ég gerði fyrir fjórum árum í Aþenu.
Meira
Kópavogur | Fasteignamarkaðurinn er með í sölu fullbúið 208,4 fm. raðhús á tveimur hæðum auk 27,5 fm bílskúrs við Elliðavatn. Húsið er teiknað að innan og utan af Björgvini Snæbjörnssyni. Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum.
Meira
Hönnun frá Object Havoc nýtur mikilla vinsælda þessa dagana. Fyrirtækið framleiðir óvenjulega löguð stofustáss á við vasa, lampa og skálar úr lífrænum efnum. Útkoman er fáguð og einstök djásn sem tekið er eftir.
Meira
Eru skortsölur eitthvað sem íslenskar lánastofnanir ættu að íhuga frekar en að þvinga eigendur í gegnum nauðungarsölu með allri þeirri sýningu sem fer fram á eigninni?
Meira
Fleiri kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu 15. – 21. ágúst var 1.899 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,3 milljónir króna.
Meira
Reykjavík | Fasteignasalan Hóll er með í sölu fimm herbergja hæð með sérinngangi auk bílskúrs í þríbýli, alls 137,6 fm. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Þaðan er innangengt í parketlagt forstofuherbergi.
Meira
Reykjavík | Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu 89,5 fermetra, fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð efst á Leifsgötu, vinsælum stað í miðborg Reykjavíkur. Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði við innganginn.
Meira
Það getur verið mikið gleðiefni að eiga litla, fallega íbúð en lítið rými getur þó verið erfitt að innrétta. Mestu máli skiptir í lítilli íbúð að venja sig á að ganga snyrtilega um, annars getur íbúðin lagst undir drasl á fáeinum dögum.
Meira
ERTU orðin leið/ur á stofunni en hefur ekki efni á að endurnýja innbúið? Til allrar hamingju er hægt að grípa til nokkurra gullinna ráða af lífsstílsheimasíðunni Rental Decorating til að hressa aðeins upp á stofuna fyrir slikk. Veggir.
Meira
Skorradalur | Fasteignasalan Fold er með í sölu sumarhús með útsýni yfir Skorradalsvatn á rólegum stað innarlega í Skorradalnum. Eldhúsið er með ljósri innréttingu með góðu skápaplássi og eldavél, eyja er milli eldhúss og stofu.
Meira
Okkur nægir ekki að vera hinn viti borni maður, við viljum líta á okkur sem hinn vélvædda mann, vísindamanninn. Síðari hluta sumars umbreytumst við þó, a.m.k. við Íslendingar.
Meira
Við bruna fæðast tvíburabræður sem nefnast koltvísýringur CO² og kolsýringur CO. Hver sem fer með bíl í skoðun getur séð hve mikið af þeim tvíburabræðrum er í pústinu sem frá bílvélinni kemur.
Meira
Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is MARKAÐURINN með sumarhús hefur ekki verið að gera sig, þar er engin hreyfing,“ segir Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.